Femínismi. - kenningar í mannfræði og íslenskur veruleiki. Assa Sólveig Jónsdóttir Hansen. Lokaverkefni til BA-gráðu í mann- og fjölmiðlafræði

Size: px
Start display at page:

Download "Femínismi. - kenningar í mannfræði og íslenskur veruleiki. Assa Sólveig Jónsdóttir Hansen. Lokaverkefni til BA-gráðu í mann- og fjölmiðlafræði"

Transcription

1 Femínismi - kenningar í mannfræði og íslenskur veruleiki Assa Sólveig Jónsdóttir Hansen Lokaverkefni til BA-gráðu í mann- og fjölmiðlafræði Félagsvísindasvið

2 Femínismi - kenningar í mannfræði og íslenskur veruleiki Assa Sólveig Jónsdóttir Hansen Lokaverkefni til BA-gráðu í mann- og fjölmiðlafræði Leiðbeinandi: Helga Þórey Björnsdóttir Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Júní

3 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í mann- og fjölmiðlafræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. Assa Sólveig Jónsdóttir Hansen, 2015 Reykjavík, Ísland

4 Útdráttur Baráttusaga kvenna fyrir réttindum sínum er löng og strembin. Kröfur þeirra breyttust í takt við tíðaranda samfélagsins og á 21.öldinni hefur verið mikil togstreita á milli ólíkra greina þess femínisma sem finnast hér á landi. Aðallega er um að ræða tvo hópa; róttæka femínista og þá sem eru öllu frjálslyndari í hugsun. Viðhorf þeirra eru ólík og hefur annar hópurinn, sá róttæki, látið mikið í sér heyra síðustu árin. Hefur það meðal annars leitt til þess að misskilningur virðist ríkja í íslensku samfélagi á því hvað hugtakið femínismi þýðir í raun og veru. Nútímahugtakið öfgafemínisti er mun þekktara og vilja fáir kenna sig við að vera öfgamaður eða kona, enda yfirleitt notað sem skammaryrði. Mannfræðin breyttist með tilkomu femínismans inn í fræðin. Hér verða skoðaðar helstu kenningar þeirra femínísku mannfræðinga sem taldar eru koma efni ritgerðar við. 3

5 Summary The fight for women s rights has been long and hard. Demands have changed along with changes in the society. Now, during the 21st century there is quite a lot of different opinions between the feminists movements in Iceland. The movements are basically divided in two radical feminism and more liberal thinking feminism. Their views and thoughts differ considerable in concern with various issues and one group, the radical one, has been eager to express their opinions in the Icelandic public sphere. Because of that, a misunderstanding regarding the concept of feminism and what it really stands for has been prominent in Icelandic society. A new concept, meaning radical feminism but is used as an invective, is more widely known and most people don t want to identify themselves with it. Anthropology underwent many changes when the feminism arrived into the study. We will look at few of the theories written by anthropological feminists that fit the subject of this essay. 4

6 Efnisyfirlit Útdráttur... 3 Summary... 4 Inngangur... 6 Mín hlið Hvað er femínismi? Íslensk kvenréttindabarátta Femínismi í mannfræðinni Kenningar innan femínískrar mannfræði Þöglir hópar Feðraveldi eða kyriarchy? Þriðja bylgjan og staðan í dag Róttækir og frjálslyndir femínista Orðræða Öfgafemínisti hin nýja rauðsokka Vændi val eða nauðung? Saklaus uns sekt sé sönnuð eða hvað? Umræður Heimildir

7 Inngangur Femínismi (e.feminism) er hugtak úr þeirri hugmyndafræði sem einkennir jafnréttisbaráttu kynjanna. Femínismi getur hvort tveggja verið fræðilegs eðlis eða aðgerðarstefna og eiga femínísk fræði rætur sína að rekja til kvenréttindabaráttunnar. Í þeirri baráttu urðu til orð og hugtök sem femínistar nýttu sér í hugmyndafræði sína (Guðný Gústafsdóttir, 2012). Í þessari ritgerð verður fjallað um hugtakið og birtingarmyndir þess. Reynt verður að útskýra það út frá aðgerðarstefnu sem átt hefur sér stað hér á land, en einnig verður femínismi útskýrður með tilliti til aðkomu hans inn í mannfræðina. Markmiðið er að varpa ljósi á þá staðreynd að konur séu og hafi á Vesturlöndum alltaf verið skör neðar í samfélagsstiganum er karlmenn, með því að beita ýmsum kenningarlegum nálgunum mannfræðinga og annarra fræðinga. Samfélagsumræða um hugtakið verður skoðuð þar sem hugtakið er nokkurs konar regnhlíf fyrir mörg sjónarhorn, atbeina og nálganir og verða nokkrar greinar þess og skoðanir ræddar. Í hverri menningu er að finna ákveðin kynjahlutverk sem eru í raun og veru ákveðin við fæðingu. Í vestrænum samfélögum er mikill munur á þeim lýsingarorðum sem notuð er til þess að lýsa ungabörnum, hvort sem um er að ræða litla drengi eða stúlkur (Mascia- Lees og Black, 2000). Stelpur eru gjarnan sagðar viðkvæmar, mjúkar og undirgefnar á meðan strákarnir eru sagðir heilbrigðir, sterkir og árvakir. Í raun og veru er þessu öfugt farið ef tekið er tillit til líffræðilegs kynjamunar, því samkvæmt honum eru konur langlífari en karlar (Mascia-Lees og Black, 2000) Þessi lýsingarorð koma frá foreldrum barnanna sjálfra, sem aftur sýnir okkur hvaða hugmyndir um kynin eru stimplaðar inn huga þeirra af samfélaginu sjálfu. Kynjahlutverkin í sérhverju samfélagi eru ekki annað en menningarbundin túlkun á þeim líkamlega mun sem er á milli kynjanna. Stelpum er kennt að verða að konum og haga sér kvenlega á meðan strákum er kennt að haga sér karlmennskulega til þess að verða að karlmönnum. Þar sem þessar hugmyndir eru bundnar í samfélaginu en ekki líkamlega við kynin sjálf, er pláss fyrir breytingar (Mascia- Lees og Black, 2000). Menning hvers samfélags fyrir sig er sameiginleg, lærð hegðun segja mannfræðingar á borð við Mascia-Lees og Black (2000). Menning segir til um það hvernig fólk hagar sér og hugsar og er hún í takt við umhverfi og sögu þess samfélagsins sem 6

8 viðkomandi býr í. Ef hægt er að læra hegðun í samfélagi, er líka hægt að breyta henni, en það getur samt sem áður verið hægara sagt en gert (Mascia-Lees og Black). Markmið femínismans er að koma á jafnrétti (Guðný Gústafsdóttir, 2012), en deila má um hvað jafnrétti sé í raun og veru. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var hinn tíunda desember 1948 kveður á um að allir einstaklingar séu fæddir jafnir. Þar kemur fram að hver og einn einstaklingur hefur jafnt tilkall til ákveðinna mannlegra réttinda án tillits til annarra þátta, svo sem kyn, litarháttar, trúar, þjóðernis, skoðana, ætternis og fleira. Með tilkomu femínismans á Vesturlöndum var spjótum einungis beint að stökum þætti í þessari upptalningu Sameinuðu þjóðanna; kyni. Hvers vegna þurfti sérstaklega að berjast fyrir réttindum kvenna? Því er í raun auðsvarað mikil uppstokkun varð við iðnbyltingu Vesturlanda sem leiddi til nýrra samfélagsgerða. Við þessar miklu umbreytingar lentu konur einfaldlega undir. Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á hvernig femínistar beita sér til þess að snúa þessari þróun við. Barátta femínískra mannfræðinga til breytinga í átt til jafnræðis innan mannfræðinnar verður útskýrð, en mikil óánægja meðal kvenna hefur verið vegna karllægrar slagsíðu innan fræðanna sem ríkt hefur frá byrjun. Rödd kvenna hefur ekki fengið að heyrast sem skyldi og kvenkyns mannfræðingar hafa sætt ákúrum og útilokunum fyrir skrif sín af karlkyns mannfræðingum. Reynt verður að komast til að ástæðunum sem kunna að liggja þar að baki og hvernig á málunum er tekið. Hafa ber í huga að mannfræðin er vestræn afurð; það er sjónarhorn kenninga og umfjallanna og það er að stórum hluta sjónarhorn þeirra samfélaga sem mannfræðingar fyrri tíma komu sjálfir frá. Útskýringar hér og skrif byggja því á vestrænum viðhorfum, ef annað er ekki tekið fram. Ritgerðin byggist upp á fjórum megin köflum. Í þeim fyrsta er hugtakið femínismi skilgreint og sett í samhengi við kvenréttindabaráttu á Íslandi. Almenn saga kvenréttindabaráttu erlendis, í Evrópu og Bandaríkjunum verður sett í samhengi við þá íslensku. Kvenréttindabaráttan einkennist af þremur bylgjum, sú fyrsta á árunum þar sem megináhersla var lögð á kosningarétt, menntun og eignarhald kvenna. Líkamlegir eiginleikar kvenna voru hafðir að leiðarljósi í baráttunni fyrir réttindum þar sem kvenréttindakonur þess tíma álitu hið kvenlega eðli vera nauðsynlegt við pólitískar ákvarðanir. Hér á landi varð önnur bylgjan upp úr 1970 þar sem áhersla var lögð á að eyða 7

9 þeim áherslum fyrri kvenréttindakvenna um þann líkamlega mun sem væri á milli kynjanna. Stjórnmál voru í brennidepli Rauðsokka, en svo nefndust kvennréttinakonur Íslands á þessum tíma. Mikið var upp úr því lagt að komast að á Alþingi þar sem talið var að mestu breytingarnar ættu sér stað. Um þriðju bylgjuna er rætt í kaflanum Þriðja bylgjan og staðan í dag, þar sem sú saga er sett í samhengi við umræður samfélagsins í dag. Sú bylgja er talin hefjast upp úr 1990 hér á landi samkvæmt þeim skoðanaskiptum sem urðu meðal kvenréttindakvenna á þessum tíma. Áður höfðu flestar kvenréttindakonur samsvarað sig ríkjandi öflum samfélagsins á sínum tíma og því hafði lítið verið um skiptar skoðanir á milli kvenréttindakvenna markmið þeirra var í grunninn það sama. Þetta hóf að breytast og má segja að klofningur hafi orðið milli skoðana á tíunda áratug síðustu aldar. Femínískar hugmyndir skiptust í grófum dráttum í tvennt; róttækan femínisma og í mun frjálslegri hugmyndir, svo kallaðan frjálshyggjufemínisma. Annar kafli snýr að hinum ýmsu mannfræðilegu kenningum innan hinnar femínísku grein mannfræðinnar. Þöglu hópar Edwin Ardener verða ræddir og hugtakið feðraveldi (e.patriarchy) útskýrt og sett í samhengi við feminíska baráttu en það er oftast talið vera grunnur kynjamisréttis. Valdastrúkturinn er við lýði í flest öllum samfélögum í dag, þar með talið hér á landi. Áherslur femínista til breytinga verða kynntar og nýtt hugtak reifað, kyriarchy, sem enn hefur ekki fengið íslenska þýðingu. Þriðji kafli snýr að þriðju bylgju femínismans á Íslandi og þeim klofningi sem varð. Árekstrar innan klofinna greina femínismans nú á dögum eru teknir til umfjöllunar en með því er átt við róttæka femínista annars vegar og frjálslynda og/eða forréttindafemínista hins vegar. Skoðanaskipti með greinaskrifum á internetinu verða skoðuð, sér í lagi tvenn málefni. Annars vegar eru það málefni vændiskvenna og vændis almennt, en róttækir femínistar setja samasemmerki á milli alls vændis og mansals og nauðungar á meðan þeir meira fjálslyndu segja vændi vera atvinnuval sem þarfnist ákveðinna réttinda. Hins vegar eru málefni þjóðþekkts manns skoðuð, þegar einstalingurinn var kærður fyrir nauðgun veturinn Maðurinn sem um ræðir heitir Egill Einarsson og hefur löngum verið þekktur fyrir að stuða femínista með talsmáta sínum og framkomu sem oft á tímum einkennist af kvenfyrirlitningu. Róttækir gripu margir hverjir tækifærið og dæmdu hann sekann strax og orðrómur um kæruna fór af stað á meðan fjálslyndari femínistar tóku upp 8

10 hanskann fyrir hann á þeim grundvelli að einstaklingar séu saklausir uns dómur hefur fallið í máli þeirra. Hugtakið öfgafemínismi verður tekið fyrir og reynt að komast að uppruna orðsins og sannri merkingu þess. Fjórði kafli er umræðukafli þar sem persónuleg upplifun höfundar verður reifuð í samræmi við efnið. Hugtakið öfgafemínisti heldur áfram í fjórða kafla þar sem upplifun mín á orðinu verður rædd og ástæður fyrir misskilningi á orðinu, að mínu mati, verða settar fram. Ég hef sjálf sagt þessi orð um einstaklinga, sér í lagi konur, sem mér fannst á þeim tíma ganga fulllangt með skoðunum sínum á málefnum í samfélaginu. Ég virði að sjálfsögðu rétt annarra til eigin skoðana en ég hef óbeit á því þegar annarra skoðanir er klínt á mig og ég neydd til þess að taka afstöðu til málefna sem ég þekki ekki nægilega vel. Mín hlið Áður en lengra er haldið vil ég fara að dæmi femínískra mannfræðinha og gera grein fyrir mér og afstöðu minni til efnisins það er staðsetja mig gagnvart því (Ortner, 1972). Ég er 25 ára hvít kona frá Íslandi, heiti Assa Sólveig og er fædd og alin upp í litlum sjávarútvegsbæ á Suðausturlandi. Segja mætti að ritgerðin sé nokkurs konar sjálfsskoðun af minni hálfu og fer ég að dæmi mannfræðifemínista sem hafa lagt mikla áherslu á sjálfrýni (e. selfreflexitivity) og skrifa ég mig því inn í textann (Ortner, 1972). Femínisminn hefur haft gríðarleg áhrif á réttindi kvenna og eigum við honum, karlar jafnt sem konur, margt að þakka. Ég tel mig standa jöfnum fótum við hvern annan Íslending ég hef kosningarétt, ég geng í háskóla og ég fæ atvinnu. Ég er talin lánshæf hjá bönkum og stofnunum og mér er treyst sem einstaklingi í samfélagsstrúktur sem er að nokkru leyti mjög jafn. Að vísu má deila um þessi orð en ég hef fyrir mitt leyti aldrei upplifað óréttlæti í minn garð einungis vegna þess að ég er kona. Ég hef síðan ég man eftir mér forðast að ræða málefni sem eru í brennidepli í samfélaginu, einfaldlega vegna þess að ég við ekki taka afstöðu með eða á móti án þess að kynna mér efnið í þaula. Eitt þessara málefna er femínismi og sú umræða sem átt hefur sér stað í íslensku samfélagi síðustu árin varðandi hann og það hugtak sem mér hugnast að fjalla um í þessari ritgerð; öfgafemínismi. Ég hef ekki setið námskeið í kynjafræðum, hvorki í framhaldsskóla né í háskólanámi, af þessum sömu aðstæðum en hef tekið þó nokkra mannfræðikúrsa sem snúa að femínísma innan mannfræðinnar. Ég tel 9

11 mig því koma að þessari ritgerð með hreinan skjöld varðandi málefnið. Ég tek enga afstöðu með eða á móti einu né neinu líkt og menningarleg afstæðishyggja gerir ráð fyrir innan mannfræðinnar. Ég geri mér þó ljóst að skoðanir mínar myndu að öllum líkindum breytast þegar vinna mín að ritgerðinni kláraðist. Hvernig það fór mun rætt í lok ritgerðar. 10

12 1 Hvað er femínismi? Hugtakið femínisti er gamalgróið orð í vestrænum veruleika. Hér er það útskýrt og sett í samhengi við kvenfrelsisbaráttu en hugtökin tvö haldast í hendur. Vefsíðan Snara.is er uppflettirit með orðútskýringum og þýðingum. Sé hugtakinu femínismi flett þar upp er það útskýrt sem kvenfrelsisstefna. Kvenfrelsisstefna er svo aftur skilgreind sem stefna þar sem áhersla er lögð á kvenfrelsi og mótun samfélagsins eftir þörfum kvenna og þeim gildum sem séu konum eiginlegust. Femínismi er því sú stefna að konur og karlar skuli hafa jafnan rétt til náms, starfa, launa o.þ.u.l. og að hefðbundin kvennastörf séu metin til jafns við önnur störf. Bein tenging er því á milli hugtakanna tveggja; femínisma og kvenfrelsis. Samkvæmt svari Guðnýjar Gústafsdóttur, doktorsnema í kynjafræði á vefsvæðinu Vísindavefur Háskóla Íslands (2012) er femínismi: [...] það samfélagslega réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna. Krafan um kvenfrelsi hefur gjarnan verið miðuð við það félagslega frelsi sem karlar hafa yfir að ráða. Hugtökin eru þannig bæði háð því sjónarhorni og félagslega samhengi sem miðað er við. Það er hinsvegar engin tæmandi skilgreining á femínisma eða því kvenfrelsi sem í honum felst. 1 Orðið femínismi er dregið af enska hugtakinu feminism, sem aftur er dregið af franska orðinu féminisme. Líkt og kom fram í inngangi er femínismi hugsjón um jafnrétti kynjanna og er bæði hugmyndafræðilegur og aðgerðarstefna (Guðný Gústafsdóttir, 2012). Í þeim vestræna veruleika sem hugtakið varð til í er almennt talið að það sé frá aldamótunum 1800, en sá skilningur sem lagður er í hugtakið er talinn vera frá um aldarmótin 1900 þegar vestræn byggð hóf að myndast með þeirri samfélagsskipan sem þekkist í dag. Á sama tíma voru femínískar hugmyndir byrjaðar að láta á sér kræla þar sem mikil breyting varð á allri samfélagsskipan við að fólk flutti í þéttbýli úr sveit (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1994). Á þessum tíma, sem fellur undir fyrstu bylgju femínismans, var hugtakið kvenréttindi notað og þær konur sem fyrir þeim börðust jafnan nefndar súffragettur í Evrópu, en kvenfrelsisbaráttukona í Bandaríkjunum 2. Femínismi er í stöðugri þróun og eru femínistabylgjurnar þrjár almennt taldar skiptast með því tilliti, í takt við félagslega strauma, áherslu og stefnur samfélagsins (Guðný Gústafsdóttir, 2012). Bylgjunum verður nánað útlistað í kafla 1.1. Íslensk kvenréttindabarátta sótt 22.október sótt

13 Karl Marx og Friedrich Engels töldu hugmyndafræðina um yfirburði karlmannsins haldast í hendur við hið kapítalíska hagkerfi (Helga Sigurjónsdóttir, 1988), en hugmyndir þeirra fæddust snemma á nítjándu öld. Við iðnbyltinguna fór konan frá því að vera jafningjahlutur í heimilisvinnu sem á þessum tíma einkenndist af nægtarbúskap, í að vera einhversskonar vél fyrir karlmanninn. Konur áttu að eignast börn og vinna svo að karlmaðurinn fengi meira af peningum, svo að hægt væri að kaupa fleiri hluti. Þessar ríkjandi hugmyndir höfðu verið að vaxa og dafna í hundruðir ára. Marx og Engels töluðu um þetta ástand sem kvennakúgun og fullyrða í framhaldi af því að kvennakúgun fyrirfinnist ekki í stéttlausum samfélögum og þar sé að finna hið fullkomna jafnrétti. Mannfræðingar hafa afsannað þessa hugmyndafræði þar sem kúgun finnst líka í þeim samfélögum þar sem hugtakið einkaeign fyrirfinnst ekki (Helga Sigurjónsdóttir, 1988) Þrátt fyrir það var kúgun raunveruleiki kvenna seint á nítjándu öld og snemma á þeirri tuttugustu, sem leiddi til þess að þær hófu að vekja athygli á stöðu sinni í krafti sameiningar. Hugtakið femínismi varð í raun og veru ekki vinsælt fyrr en á árunum í kring um þegar önnur bylgja femínismans hófst og það tók við af kvenfrelsi. Auk þess tók viðurnefnið rauðsokka við af súffragettum hér á landi, en uppruni orðsins er bein tilvísun í Rausokkuhreyfinguna hér á landi, sem beitti sér fyrir auknum réttindum kvenna og samfélagsstöðu þeirra (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1994). Súffragettan og blaðamaðurinn Rebecca West (2007) skilgreindi hugtakið á mjög einfaldan og skilmerkilegan hátt, hún sagði að femínismi sé sú grundvallarhugmynd að konur eru fólk. Helga Sigurjónsdóttir, ein af frumkvöðlum íslenskrar kvenréttindabaráttu (1988) segir femínisma snúast um kvenréttindi og allt það sem snertir kvenfólk. Femínisminn er barátturhreyfing, pólitík, þekkingarfræði og lífsskoðun, krafa um borgaraleg og lagaleg réttindi. Réttinn til þess að ganga í skóla, réttinn til þess að kjósa, réttinn til þess að fá að stýra eigin lífi og líkama. Skilgreining á hugtakinu femínismi á margt sameiginlegt með skilgreiningum Edward Said um framandgeringu og orientalisma. Said telur eina flokkun ekki koma í veg fyrir aðra, það er að segja að vera flokkuð sem kvenmaður komi ekki í veg fyrir að viðkomandi hafi eða skuli gegna öðru hlutverki innan samfélagsins. Said tekur til annarra 12

14 þátta líkt og trúar, þjóðernis og stéttarstöðu fólks sem allt hefur áhrif á persónusköpun einstaklinga. Með því að setja alla undir sama hatt með kynjastimpli erum við að framandgera það óþekkta sem við þekkjum ekki, við lítum á það líkt og litið er á hina í samfélaginu og setjum fram fullyrðingar sem eiga ekki rétt á sér í þeim tilgangi að ráða yfir því, umræðunni og skoðunum (Said, 1979). 1.1 Íslensk kvenréttindabarátta Íslenskri kvenréttinabaráttu má skipta niður í þrjú stig eða þrjár bylgjur. Hvert stig einkenndist af nýjum og breyttum áherslum og hugmyndum sem þróuðust í takt við samfélagsgerð og félagslega stöðu kvenna á hverjum tíma (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1994). Fyrsta bylgjan hér á landi átti sér stað á árunum og einkenndist af baráttu fyrir borgaralegum réttindum kvenna, svo sem kosningarétti og réttinum til þess að eiga eignir (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1994). Kvennréttindakonur þessa tíma, sem voru almennt nefndar súffragettur, voru einna helst áberandi í löndum á borð við Bretland, Bandaríkin, Kanada og Holland (Helga Sigurjónsdóttir, 1988). Heitið súffragetta er dregið af enska orðinu suffrage sem á íslensku þýðir einfaldlega kosningaréttur og vísar því heitið til þeirrar baráttu sem háð var. Áhrifin frá baráttu þessara kvenna bárust til Íslands og má segja að íslenska baráttan hafi eflst vegna myndunar þéttbýlis í Reykjavík (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1994). Þéttbýlismyndun gaf konum tækifæri á að hittast reglulega til ástundunar á áhugamálum sínum sem meðal annars voru réttindi þeirra (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1994). Að mati Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur (1994) bjuggu íslenskar konur á þessum tíma við allt aðrar aðstæður í þéttbýli en þær höfðu gert til sveita. Hlutverk kvenna voru nú önnur og staða þeirra í hinu nýja samfélagi sömuleiðis. Viðhorf til hlutverka þeirra breyttist hins vegar ekki að sama skapi sem gerði það að verkum að konur í hinni nýju samfélagsgerð upplifðu sig utangátta. Leiddi þetta til þess að konur hófu baráttu til réttar, til að finna sína rödd og staðsetningu innan samfélagsins. Íslenskar konur fengu sinn fyrsta rétt til þess að kjósa, að hluta til árið 1882 þar sem konum eldri en 25 ára sem réðu einar yfir búi var leyft að kjósa í sveitarstjórnarkosningum. Þar gátu þær kosið karlmann til ábyrgðastarfa innan síns hrepps. Konur þóttu ekki megnugar til þess að sinna stjórnunarstörfum og því fengu þær ekki tækifæri til pólitískrar umræðu (Helga Sigurjónsdóttir, 1988). Menntun stúlkna varð 13

15 að baráttumáli hér á landi þar sem ekki tíðkaðist að þær gengu í skóla, skólaganga var einungis fyrir drengi (Vilborg Sigurðardóttir, 2011). Íslenska kvenréttindakonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir var áhugasöm um réttindi kvenna og flutti hún fyrirlestur í Reykjavík veturinn 1887 um réttindi og hagi íslenskra kvenna. Hún var mikil baráttukona og með tímanum varð hún táknmynd íslenskrar kvennréttindabaráttu (Vilborg Sigurðardóttir, 2011). Hið íslenska kvenfélag var stofnað árið 1894 af um 200 konum og voru aðalmálefni félagsins skólamál. Félagið hafði áhuga á að stofna háskóla á Íslandi auk kvenréttinda. Sama ár gaf Bríet Bjarnhéðinsdóttir út fyrsta tölublað Kvennablaðsins sem innihélt fjölbreytilegt efni sem höfðaði til kvenfólks (Vilborg Sigurðardóttir, 2011). Bríet stofnaði Kvenréttindafélag Íslands árið 1907 en hún taldi Hið íslenska kvenfélag ekki beita sér nægilega mikið fyrir málefnum kvenna og fannst þörf vera á nýjum flokki þar sem hagsmunir og réttindi kvenna væru í öndvegi. Stefna félagsins gekk úr frá þeirri skoðun Bríetar að kvenlegt eðli væri nauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag (Vilborg Sigurðardóttir, 2011). Með kvenlegu eðli átti Bríet einna helst við móðureðlið og með þeirri röksemd stuðlaði hún að eðlislægum mun milli kynjanna (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1989). Bríet taldi karlmönnum yfirsjást hluti sem hún taldi nauðsynlegt að beina athygli að og taldi að hið kvenlega eðli gæti þar hjálpað til. Taldi hún því kynin stuðla saman að bættu samfélagi landsins (Sigríður Dúna Kristmunsdóttir, 1989). Árið 1908 fengu allar skattgreiðandi konur kosningarétt og sjö árum seinna fengu allar þær konur sem náð höfðu kosningaaldri rétt til kosninga. Árið 1918 öðlaðist Íslands sjálfstæði frá Danmörku og 1920 fengu konur rétt til að bjóða sig fram í íslenskri pólitík (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1989). Með þessum áföngum töldu konur sig vera jafnar körlum á pólitískum vettvangi og lægð komst á kvenréttindabaráttu. Árin sem liðu á milli femínistabylgja hafa verið kölluð þöglu árin (Sigríður Th. Erlendsdóttir, 1997). Bera fór á nýjum hugmyndum um stöðu kvenna á árunum 1960 til 1980 þar sem áherslan var lögð á hinn líffræðilega mun á milli kynja (Shapiro, 1981). Franska skáldkonan og heimspekingurinn Simone de Beauvoir var ögn fyrri til með sínar skoðanir um sama efni og hafði mikil áhrif á hugmyndafræði feminískrar baráttu á Vesturlöndunum. Hún gaf út bókina The second sex sem þýdd hefur verið sem Hitt kynið, árið Fjallar hún um stöðu kvenna með mun byltingarkenndari hætti en áður hafði sést. Hugmyndafræði bókarinnar var ólíkt því sem þekktist á þessum tíma, en Beauvoir notaðist við mjög 14

16 nýstárlega og þverfaglega rannsóknaraðferð (Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, 1999). Hún sýndi fram á hvernig konur í samfélaginu voru sífellt gerðar að hinum (e.other) og með skrifum sínum má segja að hún hafi hrint af stað annarri bylgju femínismans (Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, 1999). Hugmyndir Beaurvoir voru mjög jafnréttissinnaðar og því náðu hugmyndir hennar ekki miklum vinsældum meðal þeirra femínista sem lögðu áherslu á kynjamismun, sumar hverjar voru mjög ósáttar við hversu lítið Beauvoir gerði úr móðurhlutverkinu og kölluðu hana hina vondu móður (Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, 1999). Þrátt fyrir það vakti hún athygli á því mikla valdleysi sem konur höfðu og hugmyndir hennar féllu víðast hvar í góðan farveg. Auk áhrifa Beauvoir má rekja hvatann að nýrri bylgju femínismans til mikillar óánægju meðal fólks á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar. Efnahagur var lakur, mannréttindi slæm og kynja og kynþáttahatur algengt og með þá reynslu í farteskinu sameinuðust konur á ný undir nýjum formerkjum og kröfðust jafnréttis (Rendall, 1991). Í Bandaríkjunum var talað um bylgjuna sem bylgju öfganna, róttækra aðgerða. Róttækum aðgerðum er oft lýst sem öfgum og má leiða líkur að þaðan hafi orðið öfgafemínsti komið. Á ensku nefnist hugtakið radical feminism sem samkvæmt Janet Radcliffe Richards kafar dýpra en jafnréttissinnaðir femínistar höfðu gert í fyrstu bylgjunni og setur spurningamerki við öll gildi feðraveldisins (1990). Það var ekki fyrr en um 1970 að íslenskar konur fóru að láta bera á sér að nýju með breyttum áherslum. Rauðsokkuhreyfingin var pólitísk hreyfing sem stofnuð var árið 1970 (Helga Sigurjónsdóttir, 1988) og háði harða baráttu fyrir réttindum kvenna með breyttum áherslum frá því sem áður þekktist í íslenskri kvenréttindabaráttu. Seinni heimsstyrjöldin hafði gríðarlega jákvæð efnahagsleg áhrif á Ísland sem gerði fleiri konum kleift að mennta sig. Með aukinni menntun jókst sjálfstæði þeirra til muna og vinnumarkaðurinn þarfnaðist þeirra. Konur unnu úti við í meira magni en áður og urðu að fyrirvinnum heimilisins til jafns við karla (Herdís Helgadóttir, 1996). Samfélagið bauð þó ekki upp á marga möguleika fyrir þær konur sem sóttust eftir menntum og voru komnar með börn. Barnagæsla var ekki í boði fyrir giftar mæður svo erfitt var fyrir þær að komast út af heimilum sínum (Þorgerður Einarsdóttir, 2004). Með þessum samfélagsviðhorfum var því verið að halda konum frá launaðri vinnu og menntun, en einnig var verið að einangra þær (Sigríður Dúna 15

17 Kristmundsdóttir, 1989). Þarna var önnur bylgja femínismans á Íslandi komin af stað, hið nýja upphaf kvenréttindabaráttu. Baráttan varð strax í upphafi mjög umdeild en vakti þó eftirtekt fyrir þær áherslur sem settar voru fram (Helga Sigurjónsdóttir 1988). Barnagæsla, jafnrétti kynjanna í einu og öllu og getnaðarvarnir voru áberandi í umræðunni og mikil áhersla var lögð á skrif og aktívisma í aðgerðum rauðsokka (Þorgerður Einarsdóttir, 2004). Ekki voru allir sammála um hvort hreyfingin hefði góð eða slæm áhrif á samfélagið og urðu rauðsokkurnar fyrir mikilli gagnrýni og jafnvel fordómum (Þorgerður Einarsdóttir, 2004). Rauðsokka varð jafnvel að skammaryrði (Þorgerður Einarsdóttir, 2004) og lét Helga Sigurjónsdóttir(1988) það hafa mikil áhrif á sig og sína starfsemi innan hreyfingarinnar. Fannst henni skammaryrðið vísa til þess að vera uppreisnargjörn frekja (Helga Sigurjónsdóttir, 1988). Grunnmarkmið Rauðsokkuhreyfingarinnar voru einföld athyglinni var beint að valdaójöfnuði á öllum sviðum samfélagsins og reynt að vinna gegn honum (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1989). Rauðsokkurnar vildu ekki vera flokkaðar á annan hátt en karlmenn, nema á grundvelli þess líkamlega þær vildu að komið væri fram við þær á sama hátt og komið var fram við karla, þær vildu fá að vinna sömu vinnu og þeir og fá sömu laun fyrir. Rauðsokkurnar höfðu allt aðra sýn heldur en súffragetturnar, rauðsokkunum fannst fráleitt að konur væru sagðar mjúkar og fullar af móðureðli, að þær hefðu eitthvað annað til brunns að bera en karlmenn. Þær vildu verða félagslegir karlmenn frjálsar undan hinu kvenlega eðli og virkir meðlimir hins ráðandi rýmis (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1989). Konur vildu ráða yfir sínum líkama og ætluðust til þess að karlar tækju virkan og fullan þátt í uppeldi barna (Herdís Helgadóttir, 1996). Helga Sigurjónsdóttir segir sumar menningarhugmyndir á þessum tíma hafi verið afar eldfimar, líkt og hugmynd hennar sjálfrar um ósýnileika kvennamenningarinnar í þökk hinnar sýnilegu karlamenningar. Flokkskonur lögðu ekki allar sama skilning í hugtakið jafnrétti og sumar hverjar töldu að kvenfrelsi gæti ekki flokkast þar undir sama hatt (bls 10). Helga dró sig í hlé frá stjórnmálum um þetta leyti og segir hún ástæðuna hafa verið hversu litlar undirtektir hugmyndir hennar um kvennamenningu, kvenfrelsi og feminísma hafi fengið og þótti málflutningur hennar hrinda konum í burtu frá hreyfingunni. Sigríður Dúna segir að það hafi verið frekar undarlegt að um leið og rauðsokkurnar mótmæltu 16

18 valdaskiptingu kynjanna, samþykktu þær hið ráðandi rými samfélagsins með því að vilja vera flokkaðar sem félagslegir karlmenn. Þannig samþykktu þær í raun og veru valdaójafnvægi samfélagsins og með þessum róttæku skoðunum leið hreyfingin undir lok í kringum Stofnendur hreyfingarinnar hrökkluðust í burtu en hreyfingunni var haldið á lífi í rúm sex ár eftir það. Helga segir það hafa verið á fölskum forsendum, með málsstað kvenna í öðru sæti á eftir hugmyndinni um óréttmæta stéttaskiptingu (Helga Sigurjónsdóttir, 1988). Þrátt fyrir að allar íslenskar konur hafi ekki endilega verið sammála þeirri feminísku umræðu sem í gangi var í samfélaginu hverju sinni, varð umræðan þó til þess að konur fundu sér sameiginlegan grundvöll og gátu staðið saman. Ekki má gleyma þeim degi, 24.október 1975 þegar konur lögðu niður störf til að sýna samfélaginu fram á mikilvægi sitt. Dagurinn hefur æ síðan verið kallaður Kvennafrídagurinn og ber að minnast hans sem dagsins þar sem mikil vitundarvakning átti sér stað í samfélagi okkar (Hildur Hákonardóttir, 2005). Árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kosin forseti Íslands, fyrsti kvenforseti í heiminum (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1989). Hún var ekki sjálf í forsvari fyrir femínískri baráttu heldur kom hún sér á framfæri með sínu eigin ágæti. Hún var hvött og studd áfram af femínistum því í störfum sínum sýndi hún og sannaði að konur eru hæfar til þess sama og karlmenn (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1989). Þrátt fyrir að kosning Vigdísar hafi sýnt það svart á hvítu að konur væru hæfar í hefðbundin karlastörf var enginn vettvangur fyrir umræðuna í samfélaginu. Það var einfaldlega vegna þess að konur höfðu ekki ítök í hinum ráðandi rýmum og því hélt barátta femínista áfram. Súffragetturnar höfðu unnin að því að konur hefðu rétt til að tala og að á þær væri hlustað. Konum á níunda áratug tuttugustu aldar fannst þó ávinningur þeirra ekki gildur lengur í því samfélagi sem var þeirra raunveruleiki (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1989). Kvennaframboðið reis úr ösku Rauðsokkuhreyfingarinnar 1982 með nýjum og breyttum hugmyndum (Herdís Helgadóttir, 1996). Flokkskonur höfnuðu áðurgefnum hugmyndum Rauðsokka um að kynin væru í grunninn eins og töldu að menningarlegur munur væri þarna á og að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna þyrfti að gera grein fyrir 17

19 þessum mun (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1997). Megináhersla flokksins var að konur finndu sitt innra sjálf, að þær og öll þjóðin þekkti og viðurkenndi kvennamenningu (Inga Dóra Björnsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1995). Áhersluatriðið sem kvennamenningin var er nokkuð áhugavert í ljósi þess að Helga Sigurjónsdóttir kom fram með hugmyndir sínar um kvennamenningu á meðan hún var félagi hjá Rauðsokkum (1988). Illa var tekið í hugmyndir hennar þá, en fjölmargar konur sem höfðu verið rauðsokkur og höfðu hafnað hugmyndum hennar, voru nú stofnendur Kvennaframboðsins (Inga Dóra Björnsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1995). Kvennalistakonur furðuðu sig á valdastrúktúr samfélagsins sem karlmenn höfðu mótað og viðhaldið og útilokaði konur og þar með útilokað jafnrétti kynjanna. (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1989). Kvennalistinn lagði áherslu á að konur væru ólíkar karlmönnum á þann hátt að þær væru siðferðislega réttlátari og sterkari og því töldu þær sig hafa mikið til brunns að vera á hinu pólitíska sviði, samanber hugtakið kvennamenning (Inga Dóra Björnsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1995). Kvennalistinn kom þremur konum á Alþingi 1983 án þess að vera með formann í flokknum. Flokkskonur álitu formennsku vera grundvallaratriði hins karllæga valdastrúktúrs og þverneituðu að kjósa sér formann, þær vildu sýna fram á að kynin væru ekki eins (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1989). Samhliða því vildu þær ekki að flokkskonur sætu of lengi á þingi þar sem þær voru þar einungis sem sendiboðar kvenþjóðarinnar í því rými sem Alþingi var og er staður þar sem samfélagslegar ákvarðanir eru teknar. Sama mátti segja um flokkinn sjálfan, en hann skiptist í raun í nokkra undirflokka þar sem ákvarðanir innan hans voru teknar. Ef undirhóparnir voru ekki sammála um eitthvert atriði var boðað til aðalfundar þar sem málin voru leyst. Enginn átti að vera hærra settur en einhver annar því að það var jú ímynd karlavaldsins. Kvennamenning var það sem flokkurinn lagði áherslu á. Árið 1987 fengu þær sex konur á þing og með þeim sigri voru þær orðnar að fyrirmynd kvenna í öðrum löndum sem vildu gera það sama. Mynd af fjórum þingmönnum þeirra birtist meðal annars á forsíðu The New York Times (Inga Dóra Björnsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1995). Flokkurinn leið undir lok árið 1995 þegar hann sameinaðist R-listanum í borgarstjórnarkosninum án þess að allar flokkskonur væru því sammála (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 1997). 18

20 Valdaskiptingin sem Kvennalistinn stóð fyrir er áhugaverður og góð tilraun til uppstokkunar á þjóðfélaginu. Sigríður Dúna Kristmunsdóttir og Inga Dóra Björnsdóttir (1995) tala þó um að ekki var allt sem sýnist, því innan flokksins ríktu ákveðnar skoðanir sem allir áttu að vera sammála. Ákveðnar konur innan flokksins höfðu meiri ítök í honum og líktu þær Inga Dóra og Sigríður Dúna baráttu flokksins fyrir kvenfrelsi við baráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði. Í sjálfstæðisbaráttunni stóðu allir Íslendingar saman um að þeir sem þjóð væru öðruvísi og hefðu eitthvað nýtt til brunns að bera, að hin íslenska þjóð væri einstök og frábrugðin öðrum þjóðum. Það sama bar kvennalistakonum að gera, það er að segja þeim bar að hafa allar sömu skoðanir sem voru fyrirfram ákveðnar innan flokksins. Ef flokkskonur höfðu aðra skoðun á einstökum hlutum, eða sem mistókust að vera alvöru kona samkvæmt hugmyndafræði flokksins var viðkomandi þögguð, færð til eða lækkuð í stöðu innan hans eða jafnvel hljóðlega beðin um að yfirgefa flokkinn. Flokkurinn hafi því notast við mjög algenga aðferð refsingar þrátt fyrir að að stæra sig af því að standa á einstökum grundvelli (Inga Dóra Björnsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 1995). Inga Dóra Björndsóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir telja þetta hafa verið á þennan veg og rétt er að taka fram að sú síðarnefnda skildi ósátt við flokkinn. Það sem skrifað er hér er því hennar upplifun á starfi flokksins. Þriðja bylgja femínisma kom í kjölfar klofnings í skoðaðaskiptum hérlendis; róttækir femínistar héldu sína leið með frekari klofningum í smærri greinar þar sem ákveðnar skoðanir og kenningar blómsta, og frjálslyndir femínistar komu til sögunnar sem telja að unnið verk sé hér um bil nægjanlegt í baráttunni. Þriðju bylgjunni verða gerð frekari skil í kaflanum Þriðja bylgjan og staðan í dag. Hvers vegna var þörfin fyrir kvenréttindi svona mikil á Vesturlöndunum? Ætla mætti að kynin stæðu jafnfætis út frá náttúrulegum grundvelli, en svo virðist ekki hafa verið í gegnum árin. Þessum spurningum hafa ýmsir fræðimenn reynt að svara og komast til botns í, sér í lagi mannfræðingar. Mannfræðin snýr að samfélögum, að komast í kynni við þau og skilja og útskýra og með þeim hætti vildu femínískir mannfræðingar svara þessum spurningu 19

21 2 Femínismi í mannfræðinni Hlutverk mannfræðinga er að rannsaka samfélög og menningu og gera heiminn að jöfnum grundvelli fyrir allan þann margbreytileika sem í honum finnst, sagði mannfræðingurinn Ruth Benedick eitt sinn og hitti hún naglann á höfuðið með útskýringu sinni. Mannfræðin gengur út frá þeirri hugsun að útskýra samfélög og hegðun innan þeirra. Mannfræðingar skoða ákveðna hegðun, eða mynstur innan samfélaga sem þeir greina og færa í orð og annan búning svo að fólk sem ekki þekkir viðkomandi samfélag megi öðlast á því einhvern skilning. Mannfræðin sem fræðigrein er afsprengi vesturlenskrar menningar og hugsunar það voru Vesturlandabúar sem sóttust eftir að rannsaka hina þá sem voru framandi og öðruvísi - og færa samfélög þeirra og menningu á sitt eigið mál til útskýringar og til að öðlast dýpri skilning á tilveru þessa fólks (Falen, 2008). Umræðan um femínisma í mannfræðinni verður hér á eftir skoðuð út frá umfjöllun nokkurra mannfræðinga sem virkir hafa verið í skrifum og gagnrýni á bæði ríkjandi kerfi og það hvernig konur í mannfræðinni hafi verið sniðgengnar. Þær konur sem voru einna helst sniðgengar í mannfræðinni voru aðallega bandarískar, en mannfræðin var mjög vinsæl þar í landi í byrjun síðustu aldar. Einnig hafa þessir mannfræðingar gagnrýnt femínismann sjálfan. Femínískar hugmyndir bárust ekki að marki inn í fræðigreinina fyrr en í kring um 1970 þegar mikil vitundarvakning átti sér stað um stöðu kvenna í Vestrænum samfélögum (Moore, 1989). Hugmyndirnar leiddu til þess að femínsk mannfræði varð fljótlega til sem aukagrein innan mannfræðinnar, með áherslu á að skoða samfélög út frá sjónarhóli kvenna og af konum (Moore, 1989). Matthew Sparke (1996), prófessor í landafræði og alþjóðlegum fræðum telur allt fram að því að femínísk fræði hafi komið inn í mannfræðina hafi vettvangurinn í rannsóknum verið settur í kvenlægt hlutverk og hafi orðið að nokkurs konar hlutverki sem karlar einir sæu um. Karlar þyrftu að kanna þetta óþekkta kvenlega fyrirbæri og fremja nokkurs konar hetjudáð. Breski mannfræðingurinn Henrietta L. Moore (1998) telur að konur hafi altént ekki verið útilokaðar í hefðbundinni mannfræði, heldur hafi mest verið um þær skrifað í tengslum við vensl og hjónabönd. Því hafi vandamálið ekki legið í rannsóknunum sjálfum heldur frekar í því hvernig samfélögin voru kynnt, hvernig um þau var skrifað og hvernig skilningur rannsakandans, sem oftast nær var karlmaður, var á þeim. Mannfræðingar fyrri tíma voru mestmegnis menntaðir vestrænir karlmenn, börn kapítalismans. 20

22 Samfélagsgerðin og sú hugmyndafræði sem átti sér stað á þeim tíma eru megin ástæða þess hvernig sýn mannfræðingar höfðu á undirstöðum samfélagsgerðar. Hlutdrægni karla við rannsóknir birtist glögglega í rannsóknaniðurstöðum þeirra þar sem þeir höfðu fyrirframgefnar skoðanir um samskipti karla og kvenna og hlutverk þeirra, sem tóku mið af eigin samfélagsgerð (Moore, 1988). Konur sem höfðu áhuga á að mennta sig á þessum tíma fengu ekki sömu tækifæri og karlmennirnir. Í raun og veru var mannfræði meðal kvenna einungis áhugamál hefðarkvenna þessa tíma, þar sem þær einar höfðu nægt fjármagn til að stunda rannsóknir og athuganir á sviði mannfræðinnar (Parezo, 1993). Bronislaw Malinowski er hvað þekktastur innan mannfræðinnar sem faðir vettvangsrannsókna, en hann fór sjálfur á vettvang til Tróbríandseyja árin og dvaldi þar á meðal innfæddra. Í kjölfarið gaf hann út etnógrafíu sína Argonauts of the Western Pacific (1922). Aðferðarfræði hans sem og önnur hugmyndafræði hentaði mjög vel til þess að rannsaka þá fjölmörgu þætti og breytur sem fyrirfinnast í hverju samfélagi fyrir sig (Mascia-Lees og Black, 2000). Bandaríski mannfræðingurinn Anette Weiner (1976) var ein þeirra sem var mjög ósátt við etnógrafíu Malinowski, þar sem hún taldi ótalmargt vanta inn í lýsingar hans á eyjaskeggjum. Hún hélt því sjálf á vettvang til Tróbríandeyja í því skyni að framkvæma vettvangsrannsókn í sama samfélagi og Malinowski hafði dvalið í út frá sjónarhóli konu. Á árunum í kringum 1970 voru mikil átök í vestrænum samfélögum og sér í lagi í Bandaríkjunum. Mikil samfélagsleg umrót áttu sér stað og önnur bylgja femínismans ruddi sér til rúms og lét vel í sér heyra. Umræðan í samfélaginu snéri að kynjahlutverkum og því óréttlæti sem vestrænar konur töldu sig lifa við. Feminísminn barst inn í mannfræðina á þessum tíma og varð mjög áberandi (Mascia-Lees og Black, 2000). Mannfræðingurinn Sigríður Dúna Kristmunsdóttir (1994) talar um femíníska mannfræði sem kvennamannfræði, nýtt skapandi sjónarhorn innan mannfræðinnar. Það hafi borist inn í mannfræðina upp úr 1980 og til að byrja með hafi áhersla verið lögð á að rannsaka konur út frá því sameiginlega, þvert á menningarlega fjölbreytni. Breski mannfræðingurinn Marilyn Strathern (1981) vildi hins vegar að áherslur yrði lagðar á að rannsaka og útskýra þá þætti sem gera konur félagslega og menningarlega frábrugðnar hverri annarri. Í feminískri mannfræði var lögð áhersla á að skoða kynjahlutverkin innan samfélaga, hvort sem um var að ræða í eigin samfélagi eða annarra. Hin feminíska 21

23 mannfræði gekk út frá að horfast þyrfti í augu við það á hvern hátt fjallað hefði verið um konur í mannfræðilegum skrifum í gegnum tíðina (Moore, 1988). Samanburður á samfélögum við samfélög mannfræðinganna leiddi til þess að feminískir mannfræðingar hófu að setja spurningarmerkið við staðalímyndirnar sem þær sjálfar voru bundnar í innan sinnar eigin menningar. Í mörgun samfélögum eru það konurnar sem sjá um að afla viðurværis og sjá fjölskyldunni fyrir viðurværi. Þær eru í því hlutverki sem hefur alfarið verið álitið vera karlmannshlutverk í vestrænum samfélögum (Mascia-Lees og Black, 2000). Út frá þessu settu feminískir mannfræðingar spurningarmerki við þá þá staðreynd sem var ríkjandi í þeirra samfélagi að líffræðilegur munur væri á afli og getu kynjanna, þegar í raun og veru væri það bara menningarbundinn munur. Feminískir mannfræðingar leituðu meðal annars að útskýringum með tilgátum um tvískiptingu samfélaga; Ortner með tilgátu sína um skiptingu milli náttúru og menningar og Rosaldo með tilgátu sína um opinbert eða persónulegt vald (Moore, 1989). Um þessa tvískiptingu verður rætt frekar í kaflanum Kenningar innan femínískrar mannfræði. Árið 1984 var haldið stór mannfræðiráðstefna í Santa Fe í Bandaríkjunum þar sem meðal annars var rætt um vettvanginn sjálfan og breyttar áherslur í aðferðarfræði. Í kjölfarið, eða 1986 kom út greinarsafnið Writing culture: The poetics and politics of ethnography í ritstjórn þeirra James Clifford og George Marcus (Behar, 1995) en þar lögðu höfundar áherslu á að skrif mannfræðinga væru lesin, skrifuð og skilin út frá ljóðræðun og pólitískum grundvelli. Kapítalismanum yrði ekki breytt en mannfræðingar áttu með nýjum áherslum að komast framhjá sinni eigin hlutdrægni og nánast þeim meðfæddu hugsunum um hvernig kynjaskipting sé í samfélögum (Behar, 1995). Femínistar innan mannfræðinnar gagnrýndu þetta rit og bentu meðal annars á að þó svo að fram hafi komið góðar hugmyndir um nýungar í etnógrafíu og kenningalegar nálganir í mannfræði, voru skrif kvenna í mannfræði þó ekki tekin með í ritið. Hvort sem það var vísvitandi eða ekki, voru þau skilin eftir á jaðrinum þar sem þau höfðu alltaf verið (Behar, 1995). Hugsjónir kvenna voru ekki það sem fræðin þörfnuðust á þessum tíma og því var þeim sópað til hliðar og þær beðnar að bíða. James Clifford svaraði þeirri miklu gagnrýni sem bókin fékk á þann hátt að kvenkyns mannfræðingum hafi ekki enn tekist að skrifa samtímis á frumlegan og feminískan hátt heldur einungis annaðhvort eða (Behar, 1995) og því höfðu þær enn ekkert erindi inn í hans hugsjón um hvernig skrifa ætti etnógrafískan texta. 22

24 Bandaríski mannfræðingurinn Ruth Behar (1995) segir að hinn upprunalegi hópur sem litið hafi verið á sem hinir hafi alltaf verið konur. Konur innan fræðanna séu meðvitaðar um stöðu sína og að þær hafi alltaf áhyggjur af því hvernig skrifum þeirra sé tekið. Hvort þau séu samþykkt inn í karllægu umræðuna sem á sér stað í mannfræðinni eða hvort skrifin verði stimpluð sem of feminísk. Behar bendir á greinasafn sem kom út á svipuðum tíma og Writing culture sem nefnist This bridge called my back (1981). Höfundar hennar eru bandarískar konur með annan uppruna, asískan, afríkanskan, latneskamerískan og frumbyggjar (e.native american). Þær tala um að þær séu hinn hópurinn í samfélaginu, einfaldlega með því að vera konur, en einnig vegna uppruna síns sem jafngildir því að vera hinir út frá sjónarhorni bandarískrar mannfræði þess tíma. Höfundar greinasafnsins setja fram spurninguna um það hver hafi í raun réttinn til þess að rannsaka hina og benda einnig á mikilvægi þess að stunda heimarannsóknir; það er að bandarískir mannfræðingar rannsaki sitt eigið samfélag með það í huga að beina sjónum að hommahatri (e. homophobia), rasisma (e. racism), stéttaskiptingu og kynjamisrétti. Bækurnar tvær eru, að sögn Behar (1995), mikilvægt innlegg inn í femíníska umræðu innan mannfræðinnar, þar sem sú fyrrnefnda vakti mjög mikla reiði meðal femínískra mannfræðinga á meðan hin var nokkuð hófstillrari í gagnrýni sinni og fékk margan fræðimanninn, karla og konur til þess að hugsa sinn gang. Annar bandarískur mannfræðingur, Nancy J. Parezo (1993) segir fjölmargar konur hafa unnið samhliða karlkyns mannfræðingum án þess að á þær hafi verið minnst. Ef svo kom fyrir að þær voru nefndar í verkinu eða innan akademíunnar, var um þær talað likt og þær væru hluti eða framlenging af mannfræðingnum sjálfum, sem var þá karlmaðurinn (Mascia-Lees og Black, 2000). Ruth Benedict var ein þeirra sem aldrei fékk vinnu sína metna að verðleikum en var engu að síður nokkuð þekkt. Vinna hennar fyrir bandarísku ríkisstjórnina í síðari heimsstyrjöldinni hafði mikil áhrif á hvernig litið var á skrif hennar. Auk þess var hún oftar en ekki sett í samhengi við Franz Boaz, eins af mörgum feðrum mannfræðinnar, en hún var á sínum tíma nemandi hans (Parezo, 1993). Önnur samtímakona og félagi Benedict var Margaret Mead en hún fékk þá viðurkenningu sem hún átti skilið fyrir verk sín, hennar nafn fékk að standa eitt og sér og ótengt karlkyns mannfræðingi (Parezo, 1993) þó svo hún hafi líka goldið fyrir að hafa verið nemandi Boazar. Það var hins vegar ekki innan akademíunnar heldur náði hún hylli almennings með 23

25 skrifum sínum, sem jók enn á vandlæti karlkyns mannfræðinga á skrifum hennar. Clifford gefur í skyn í bók sinni (1986) að Mead hafi mestmegnis verið að leika við börn og tala við þorpsbúa í rannsóknum sínum í stað þess að skrifa alvöru verk. Í svipaðan streng tekur E. E. Evans-Pritchard sem gerði lítið úr skrifum hennar og líkti þeim við ljóðræna draumóra (Behar, 1995). 2.1 Kenningar innan femínískrar mannfræði Margir fræðingar hafa reynt að varpa ljósi á hvað varð til þess að konur urðu undir í nýjum samfélagsstrúktur sem hófst við iðnbyltinguna. Að mati Auðar Styrkársdóttur (2004) tóku valdhafar hins nýja samfélagsskipulags mið af eignarrétti manna út frá hinu gamla skipulagi og að sama skapi þróuðust hugmyndir á þann hátt að raddir kvenna fengu minna vægi. Áður höfðu þær verið þátttakendur í stjórnmálum en nýjar hugmyndir ýttu undir áherslu á frelsi manna og rétt þeirra til eigin örlagasköpunar. Kyn varð að áhersluþætti innan hins nýja skipulags og hafði það meira að segja en eignarréttur. Sagnfræðingurinn Sigríður Matthíasdóttir (2004) tengir valdhafa samfélagsins við kenningar Locke frá 17.öld um náttúrurétt og hvernig hann tilheyri manninum óháð ákvörðunum ríkisvaldsins. Þessa kenningu Locke yfirfærir Sigríður á samfélagið þar sem karlmaðurinnn fékk yfirráð yfir sínum eignum. Fjölskyldan var þar talin með og eiginkonur þá orðnar að eign karlmannsins. Mannfræðingurinn Henriette Moore telur að í grunninn sé hlutdrægni karlmanna vandamál sem femínískir mannfræðingar verði að glíma við, ásamt karlmennskulegum hugmyndum þeirra. Hún telur að hægt sé að skipta hlutdrægni þeirra á þrenna vegu svo auðveldara sé að koma auga á vandamálið (1988). Kenningar hennar snúa í fyrsta lagi að fyrirframgefnum hugmyndum mannfræðinga um samskipti kynjanna og kynhlutverk, þeir hafi í raun og veru fært ríkjandi hugmyndafræði úr sínu samfélagi yfir á fræðigreinina og þar af leiðandi yfir á þau samfélög sem þeir rannsökuðu (1988). Í öðru lagi telur Moore að hlutdrægnin sé eðlislæg í því samfélagi sem verið er að rannsaka, en í fjölmörgum samfélögum eru konur lægra settar en karlar. Því er mjög líklegt að sá aðili sem er hærra settur hafi verið í meiri sambandi við mannfræðinginn, oftast nær karlmaður í viðkomandi samfélagi (1988). Í þriðja og síðasta lagi telur Moore hlutdrægnina vera afsprengi Vesturlanda og þeirrar iðnbyltingar sem átt hafði sér stað þar með tilheyrandi áherslubreytingum samfélaga (1988). Konur verði fyrir fordómum af hálfu karlmanna og 24

26 þessir fordómar séu vandmálið sem feminísk mannfræði vilji útrýma (Moore, 1988). Þessar kenningar Moore eru áhugaverðar og fróðleg að bera þær saman við þær kenningar sem Andrea Cornwall og Nancy Lindisfare útlista í bók sinni Dislocating masculinity: Comparitive ethnographies (1994) um þrjú skref sem nauðsynlegt sé að hafa í huga til þess að skoða heiminn í víðara samhengi út frá umræðu þeirra um karlmennskuímyndir samfélaga. Þar segja þær í fyrsta lagi að mannfræðingurinn á vettvangi verði að brjóta niður hinar ríkjandi hugmyndir um flokkun innan samfélagsins sem hann sjálfur kemur úr og muni að öllum líkindum smita rannsóknir hans. Í öðru lagi verði mannfræðingurinn að bera saman. Cornwall og Lindisfare tala um nauðsyn þess að bera saman karlmennskuímyndir í samfélögum til þess að reyna skilja samfélögin úr frá ólíkum áherslum sem gildi hverju sinni það sama megi yfirfæra yfir á feminísk fræði. Í þriðja lagi sé nauðsynlegt að mati þeirra að gera sér grein fyrir því hvernig sambönd eru á milli karla og kvenna, milli karlmennsku og kvenleika og á milli karlkyns og kvenkyns (1994). Kenningar Moore annarsvegar og kenningar Cornwall og Lindisfare hinsvegar eru keimlíkar, þær styðja hverjar aðra. Kenningarnar eru aðferð til að skoða samfélagið út frá víðari sjónarhorni en tíðkast hafði fram til þess tíma, en báðar bækurnar eru skrifaðar um svipað leyti. Moore vill að konur séu skoðaðar í víðari og öðru samhengi burtséð frá körlum og Cornwall og Lindisfare vilja að karlar verði skoðaðir í öðru og víðari samhengi en því sem Moore gefur til kynna að sé nægjanleg flokkun á þeim. Þær Cornwall og Lindisfare segja að hugtökin kona, kvenmaður og kvenleiki séu gjörólík og verði að skoða út frá sögulegum atburðum og sérhverju samfélagi fyrir sig til þess að reyna að skilja og koma á betri flokkun með ákveðnum útskýringum. Það sama gildi um hugtökin karl, karlmaður og karlmennska (1994). Bandaríski mannfræðingurinn Sherry Ortner (1974) segir í grein sinni Is female to male as nature is to culture? að konur hneigist til þess að vera undirgefnar karlmönnum í öllum samfélögum heimsins. Vísar titill greinarinnar í hugmyndafræðina að baki tilgátu hennar, en Ortner segir engan líffræðilegan grundvöll fyrir hegðuninni og kennir því samfélaginu um hegðunina. Kenning Ortner er hluti af tvígreiningum kvennafemínismans sem nefdnar voru í upphafi kaflans. Ortner veltir því fyrir sér hvers vegna samfélög virðist eiga það sameignlegt að 25

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

BA ritgerð. Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka

BA ritgerð. Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka BA ritgerð Mannfræði Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka #MeToo, bylting á samfélagsmiðlum Eygló Karlsdóttir Leiðbeinandi: Helga Þórey Björnsdóttir Júní 2018 Ég fékk sjálfa mig

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Femínísk þekkingarfræði

Femínísk þekkingarfræði Hugvísindasvið Femínísk þekkingarfræði Kynbundin þekking og femínísk sjónarhornsfræði Ritgerð til B.A.-prófs Hrund Malín Þorgeirsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Femínísk þekkingarfræði

More information

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona.

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona. Félagsvísindasvið Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona. Birtingarmynd kyngervis á vefsíðu Krakkarúv og hugsanleg áhrif þess á börn. Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Anna Kristjana Ó. Hjaltested Leiðbeinandi:

More information

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Regína Márusdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði?

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 71-82 71 Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Anna Guðrún Edvardsdóttir Náttúrustofa Vestfjarða Í þessari grein er fjallað um niðurstöðu rannsóknar

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Róma. Etnísk skilgreining og sköpun. Silja Lind Haraldsdóttir. Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði. Félagsvísindasvið

Róma. Etnísk skilgreining og sköpun. Silja Lind Haraldsdóttir. Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði. Félagsvísindasvið Róma Etnísk skilgreining og sköpun Silja Lind Haraldsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Róma Etnísk skilgreining og sköpun Silja Lind Haraldsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu

More information

Mánaðarleg skömm? Staða tíðablóðs í vestrænum heimi. Guðbjörg Runólfsdóttir. Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði.

Mánaðarleg skömm? Staða tíðablóðs í vestrænum heimi. Guðbjörg Runólfsdóttir. Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði. Mánaðarleg skömm? Staða tíðablóðs í vestrænum heimi Guðbjörg Runólfsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Mánaðarleg skömm? Staða tíðablóðs í vestrænum heimi Guðbjörg Runólfsdóttir

More information

Í hvernig nærfötum ertu núna?

Í hvernig nærfötum ertu núna? Í hvernig nærfötum ertu núna? Upplifun trans fólks af transtengdri heilbrigðisþjónustu á Íslandi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Lokaverkefni til MA-gráðu í kynjafræði Félagsvísindasvið Júní 2017

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

10. kafli fordómar og mismunun

10. kafli fordómar og mismunun 10. kafli fordómar og mismunun Eðli og víddir fordóma (nature and dimensions of prejudice) Þegar einn hópur fólks hatar annan hóp svo mikið að þeir geta af ásettu ráði pynt og myrt saklausa óbreytta borgara

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Kona með vindinn í andlitið

Kona með vindinn í andlitið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út frá habitus og hlutverki Linda Friðjónsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

,,Getur nokkur stöðvað Hillary?

,,Getur nokkur stöðvað Hillary? ,,Getur nokkur stöðvað Hillary? Orðræða bandarískra fjölmiðla um Hillary Rodham Clinton Berglind Jónsdóttir Lokaverkefni til BA-gráðu í stjórnmálafræði Félagsvísindasvið Júní 2014 ,,Getur nokkur stöðvað

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Druslustimplun. Þetta er ekki manneskja fyrir þér, þetta er bara netið. Karen Dögg Bryndísar- og Karlsdóttir

Druslustimplun. Þetta er ekki manneskja fyrir þér, þetta er bara netið. Karen Dögg Bryndísar- og Karlsdóttir Druslustimplun Þetta er ekki manneskja fyrir þér, þetta er bara netið Karen Dögg Bryndísar- og Karlsdóttir Lokaverkefni til MA-gráðu í menntun framhaldsskólakennara Félags- og mannvísindadeild Háskóla

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun

Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun Greinin fjallar um eigindlega rannsókn sem beinist

More information

Blæðir og flæðir: Yfir líkama og landamæri

Blæðir og flæðir: Yfir líkama og landamæri Blæðir og flæðir: Yfir líkama og landamæri Áslaug Sif Guðjónsdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Leiðbeinandi: Helga Björnsdóttir Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

More information

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins?

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins? BA ritgerð Mannfræði Meira en bara besti vinur mannsins? Hversu nánir mega menn verða dýrum og hvar grípa menningarleg tabú þar inn í? Kristín Björg Björnsdóttir Leiðbeinandi Sveinn Eggertsson Febrúar

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

2

2 Hugvísindadeild Þar sem hættan er... Vandamálið um gleymsku í heimspeki Kierkegaards og Heideggers Ritgerð til BA. prófs Jóhann Helgi Heiðdal Maí 2009 2 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Heimspekiskor Þar

More information

Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking. Sigrún K. Valsdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í mannfræði.

Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking. Sigrún K. Valsdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í mannfræði. Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking Sigrún K. Valsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking Sigrún K. Valsdóttir

More information

Áhrif kvenna á arkitektúr

Áhrif kvenna á arkitektúr Áhrif kvenna á arkitektúr Arkitektúr og feminismi Hildur Guðmundsdóttir Listaháskóli Íslands Hönnunar- og Arkitektúrdeild Arkitektúr Áhrif kvenna á arkitektúr Arkitektúr og feminismi Hildur Guðmundsdóttir

More information

Stundum finnst mér þeir horfa á mig eins og ég sé geimvera : Upplifun flóttakvenna í litlu bæjarfélagi á Íslandi

Stundum finnst mér þeir horfa á mig eins og ég sé geimvera : Upplifun flóttakvenna í litlu bæjarfélagi á Íslandi Stundum finnst mér þeir horfa á mig eins og ég sé geimvera : Upplifun flóttakvenna í litlu bæjarfélagi á Íslandi Unnur Dís Skaptadóttir Háskóla Íslands Erla S. Kristjánsdóttir Háskóla Íslands Útdráttur:

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Strákar geta haft svo mikil völd

Strákar geta haft svo mikil völd Strákar geta haft svo mikil völd Upplifun stúlkna á kynlífsmenningu framhaldsskólanema Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Lokaverkefni til MA-gráðu í kynjafræði Leiðbeinandi: Dr. Þorgerður Einarsdóttir Stjórnmálafræðideild

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Maður er svo öryggislaus... - verk Svövu Jakobsdóttur í femínísku, heimspekilegu og félagsfræðilegu samhengi

Maður er svo öryggislaus... - verk Svövu Jakobsdóttur í femínísku, heimspekilegu og félagsfræðilegu samhengi Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Maður er svo öryggislaus... - verk Svövu Jakobsdóttur í femínísku, heimspekilegu og félagsfræðilegu samhengi Ritgerð til BA-prófs í almennri bókmenntafræði

More information

Gagnkynhneigt forræði:

Gagnkynhneigt forræði: Gagnkynhneigt forræði: Hinsegin mæður frá aðlögun til usla Rakel Kemp Guðnadóttir Maí 2017 Lokaverkefni til MA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Gagnkynhneigt forræði: Hinsegin mæður frá aðlögun

More information

Drög að kafla í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa

Drög að kafla í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa Drög að kafla í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa Leiðarvísir um mat á jafnréttisáhrifum frumvarpa Leiðarvísir um mat á jafnréttisáhrifum frumvarpa Í þessum kafla er að finna leiðarvísi um

More information

Hugvísindasvið Guðfræði Nick Cave Framlag til nútímalegrar umræðu innan guðfræði með hliðsjón af rannsóknaraðferðum feminískrar guðfræði

Hugvísindasvið Guðfræði Nick Cave Framlag til nútímalegrar umræðu innan guðfræði með hliðsjón af rannsóknaraðferðum feminískrar guðfræði Hugvísindasvið Guðfræði Nick Cave Framlag til nútímalegrar umræðu innan guðfræði með hliðsjón af rannsóknaraðferðum feminískrar guðfræði Ritgerð til BA-prófs Kristján Ágúst Kjartansson Maí 2013 Háskóli

More information

UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR

UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR RANNVEIG ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR LEIÐBEINANDI: DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR Efnisyfirlit 1. Helstu niðurstöður... 2 2. Inngangur... 3 Markmið...

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Frá útilokun til jafnréttis. Harpa Jóhannsdóttir

Frá útilokun til jafnréttis. Harpa Jóhannsdóttir Frá útilokun til jafnréttis Harpa Jóhannsdóttir Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Mennt og miðlun Frá útilokun til jafnréttis Harpa Jóhannsdóttir Leiðbeinandi: Þorbjörg Daphne Hall Haustönn 2011 Áður

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA-gráðu

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA FRÆÐIGREINAR STJÓRNMÁL Akademískt frelsi 1 Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við kennaradeild HA Útdráttur Í greininni er fjallað um akademískt frelsi og leitast við að skýra það og hlutverk þess.

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

On Stylistic Fronting

On Stylistic Fronting On Stylistic Fronting Halldór Ármann Sigurðsson Lund University This is a handout of a talk given in Tübingen 2010, 1 updated 2013, focusing on a number of empirical questions regarding Stylistic Fronting

More information

Við viljum börnunum okkar alltaf það besta

Við viljum börnunum okkar alltaf það besta Við viljum börnunum okkar alltaf það besta Upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva á skólakerfinu á Íslandi og á Spáni Harpa Gísladóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Við viljum

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga...

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga... Ágrip Á undan förnum árum hefur munnleg saga verið að öðlast ákveðna viðurkenningu innan sagnfræðinnar. Munnleg saga gengur út á að afla sögulegrar þekkingar með því að taka viðtöl við fólk um líf þeirra

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr Verkaskipting kynjanna Fyrir og eftir bankahrun Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr. 10 2010 Verkaskipting kynjanna fyrir og eftir bankahrun Karlar verja meiri tíma í heimilisstörf en þeir gerðu

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Þar sem margbreytileikinn lifir

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Þar sem margbreytileikinn lifir MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Þar sem margbreytileikinn lifir stofnanafrumkvöðlakraftar í fjölmenningu Hildur Hrönn Oddsdóttir Leiðbeinandi: Margrét Sigrún Sigurðardóttir Viðskiptafræðideild Júní

More information

Staðgöngumæðrun á Íslandi

Staðgöngumæðrun á Íslandi Staðgöngumæðrun á Íslandi opinber umræða, lagasmíð og ólík sjónarmið Helga Finnsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Staðgöngumæðrun á Íslandi: opinber umræða, lagasmíð og ólík

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Sjálfið á tímum stafræns veruleika

Sjálfið á tímum stafræns veruleika Sjálfið á tímum stafræns veruleika Upplifun einstaklinga af samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, togstreita, áhrifastjórnun og skert geta til alhæfingar um mótleikara í stafrænum samskiptum. Lokaverkefni

More information

Hugræn fræði (e. cognitive studies) hafa sótt í sig veðrið upp á

Hugræn fræði (e. cognitive studies) hafa sótt í sig veðrið upp á Þórhallur Eyþórsson Háskóla Íslands Bara hrægammar Myndhvörf hjá Lakoff og Pinker 1. Myndhvörf í tungumáli og hugsun Hugræn fræði (e. cognitive studies) hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið og eru vindar

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

EFNISYFIRLIT... 1 INNGANGUR HVAÐ ER MANSAL?...

EFNISYFIRLIT... 1 INNGANGUR HVAÐ ER MANSAL?... Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT... 1 INNGANGUR... 2 1. HVAÐ ER MANSAL?... 4 1.1 SKILGREINING SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA... 4 1.2 MANSAL Í TENGSLUM VIÐ VÆNDI... 5 1.3 GAGNRÝNI LAURU AUGUSTÍN... 11 2. HVERNIG FER MANSAL

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information