Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í. 2. útgáfa

Size: px
Start display at page:

Download "Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í. 2. útgáfa"

Transcription

1 Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd (SOF) 2. útgáfa Freydís Jóna Freysteinsdóttir Barnaverndastofa, 2012

2 Efnisyfirlit Skilgreiningar-og flokkunarkerfi í barnavernd (SOF)... 3 HLUTI I. BARN SEM ÞOLANDI VANRÆKSLA LÍKAMLEG VANRÆKSLA Döfnunarfeill (Failure to thrive) Fæði ábótavant Klæðnaði ábótavant Hreinlæti ábótavant Húsnæði ábótavant Heilbrigðisþjónustu ábótavant VANRÆKSLA VARÐANDI UMSJÓN OG EFTIRLIT Foreldri fylgist ekki nægilega vel með barni sínu Barn er skilið eftir eitt án þess að hafa aldur og þroska til þess Barn er skilið eftir hjá hæfum aðila en óeðlilega lengi Barn er skilið eftir hjá óhæfum einstaklingi Barn er skilið eftir hjá óhæfum einstaklingi sem beitir börn ofbeldi Foreldri lýsir yfir vilja til að yfirgefa barn eða yfirgefur barn til frambúðar Barn verður forsjárlaust vegna fráfalls eða hvarfs foreldris Barn er ekki verndað og jafnvel í hættu vegna annarlegs ástands foreldris Barni leyft eða hvatt til að taka þátt í ólöglegu eða ósiðlegu athæfi VANRÆKSLA VARÐANDI NÁM Mætingu barns í skóla ábótavant án inngrips foreldra Barn ekki skráð í skóla eða missir mikið úr skóla vegna ólögmætra ástæðna Foreldrar sinna ekki ábendingum skóla um sérfræðiaðstoð fyrir barnið Barn skortir ítrekað nauðsynleg áhöld til skólastarfs, t.d. bækur, leikfimisföt eða sundföt TILFINNINGALEG VANRÆKSLA Foreldri vanrækir tilfinningalegar þarfir barns Foreldri örvar hugrænan þroska barns ekki nægilega Foreldri vanrækir félagsþroska barns Foreldri setur barni ekki eðlileg mörk og beitir það ekki nauðsynlegum aga OFBELDI FORELDRI BEITIR BARN TILFINNINGALEGU OFBELDI

3 Foreldri sýnir viðvarandi neikvætt viðhorf og neikvæðar tilfinningar til barns Foreldri gerir óraunhæfar kröfur til barns miðað við aldur þess og þroska Barn er notað til að fullnægja tilfinningalegum eða líkamlegum þörfum foreldris Barn verður vitni að ofbeldi innan fjölskyldu FORELDRI BEITIR BARN LÍKAMLEGU OFBELDI Foreldri beitir barn ofbeldi viljandi Foreldri beitir barn óbeinu ofbeldi Foreldri gerir barn að einkennisbera FORELDRI BEITIR BARN KYNFERÐISLEGU OFBELDI Samfarir og / eða munnmök Þukl innan klæða á kynfærum Horft á kynfæri, kynferðislegar athafnir eða klámefni HEILSA EÐA LÍF ÓFÆDDS BARNS Í HÆTTU Áfengi eða önnur vímuefni í líkama ófædds barns Heilsu ófædds barns er hætta búin vegna vanrækslu móður Heilsu ófædds barns er hætta búin vegna ofbeldis Hluti II. Áhættuhegðun barna Grunur um neyslu barns á vímuefnum Grunur um að barn stefni eigin heilsu í hættu Grunur um afbrot barns Grunur um að barn beiti annað barn eða fullorðinn aðila ofbeldi Grunur um erfiðleika barns í skóla, skólasókn áfátt Niðurstaða könnunar máls eftir að tilkynning hefur borist Heimildir

4 Skilgreiningar-og flokkunarkerfi í barnavernd (SOF) 2. útgáfa Freydís Jóna Freysteinsdóttir félagsráðgjafi (MSW, PhD) Útgefandi: Barnaverndarstofa Ágúst, Misbrestur í uppeldi barna er yfirleitt viðvarandi mynstur, fremur en einstakur atburður, eins og skilgreining Rogosch, Cicchetti, Shields og Toth (1995) gefur til kynna: Misbrestur í uppeldi barna felur í sér alvarlega truflun í foreldrahlutverki, og jafnframt verulega truflun í tengslum foreldra og barns, sem getur leitt til alvarlegra aðlögunarerfiðleika hjá barni eða afbrigðilegs þroska...misbrestur í uppeldi barna felur í sér samkvæmt skilgreiningu, vítaverða, ófullnægjandi eða niðurbrjótandi uppeldishætti (bls. 127). Eins og sjá má á ofantalinni skilgreiningu á misbresti í uppeldi barna, er um talsvert víða skilgreiningu að ræða. Á Íslandi, eins og á hinum norðurlöndunum, var skilgreining á misbresti í uppeldi barna einmitt talsverð víð og var skipt í tvo meginflokka (Barnaverndarstofa, 2001). Stuttu áður en skilgreiningar-og flokkunarkerfið var unnið hér á landi, var skilgreiningar-og flokkunarkerfið í Svíþjóð yfirfarið en það hafði falið í sér tiltölulega víðar skilgreiningar með skiptingu í þessa sömu tvo meginflokka (Lundén, Broberg og Borres, 2000). Megin flokkarnir á Íslandi voru á þeim tíma eins og nú, annars vegar að barn væri þolandi og hins vegar að barn væri gerandi. Undir flokknum þar sem barn var þolandi voru undirflokkar eftirfarandi: a) vanræksla, b) andlegt ofbeldi, c) líkamlegt ofbeldi, d) kynferðislegt ofbeldi og e) misnoktun foreldra á vímuefnum. Undir flokknum þar sem barn var gerandi voru flokkarnir eftirfarandi: a) neysla barns á vímuefnum, b) barn stefnir eigin þroska og heilsu í hættu, c) afbrot, skemmdarverk eða árásarhneigð, d) erfiðleikar barns í skóla, skólasókn áfátt og e) barn beitir annað barn ofbeldi (Barnaverndarstofa, 2001). Þrátt fyrir að um tvo meginflokka og nokkra undirflokka hefði verið að ræða undir hvorum flokki fyrir sig, er ljóst að afar mismunandi var á milli sveitarfélaga og jafnvel milli einstakra barnaverndarstarfsmanna hvort og hvernig misbrestur í uppeldi barna var skilgreindur í einstökum tilfellum. Það má sjá af því að hlutfall barnaverndarmála var mismunandi, ekki bara milli landshluta, heldur einnig milli bæjarfélaga í sama landshluta (Barnaverndarstofa, 2001; Freydís Jóna Freysteinsdóttir, 2003). Mikilvægt þótti af hálfu höfundar kerfisins, að bæta samræmi milli sveitarfélaga í skráningu barnaverndarmála og að tekið væri á málum með svipuðum hætti. Til þess að af því gæti orðið, var nauðsynlegt að þróa nákvæmt skilgreiningar-og flokkunarkerfi sem vinnutæki fyrir barnaverndarstarfsmenn. Brýnt þótti að skerpa á skilgreininingum og flokkun á misbresti í uppeldi barna og auka með því samræmi í skilgreiningum. Taldi höfundur að aukið samræmi í skilgreiningum og flokkun mundi hafa í för með sér að (Freydís Jóna Freysteinsdóttir, 2003): a) misbrestir í uppeldi barna og markmið með íhlutun barnaverndaryfirvalda yrðu skýrari og sýnilegri, bæði fyrir barnaverndarstarfsmenn, foreldra og börn sem hefðu aldur og þroska til að skilja hlutverk barnaverndaryfirvalda 3

5 b) vinnubrögð af hálfu barnaverndarstarfsmanna yrðu skýrari og líklegri til að leiða til betri málsmeðferðar, sem væri sérstaklega mikilvægt þegar mál færu fyrir dómstóla c) aukið samræmi yrði meðal sveitarfélaga sem mundi gera samanburð milli sveitarfélaga raunhæfari og auk þess yrðu auknar forsendur til að bera saman fjölda og tegund barnaverndarmála á Íslandi við önnur lönd d) með nákvæmari skilgreiningum og flokkun og betra samræmi meðal sveitarfélaga, yrði mun auðveldara að vinna rannsóknir á sviði barnaverndar, auk þess sem rannsóknir á sviði barnaverndar ættu að gefa vísbendingar um hvaða úrræða væri þörf hjá barnaverndaryfirvöldum Skilgreiningar-og flokkunarkerfið (SOF) var þróað með ofantalin markmið í huga. Skilgreiningar-og flokkunarkerfið byggist m.a. á bandarískri fyrirmynd en í Bandaríkjunum hafa víða verið þróuð skilgreiningar-og flokkunarkerfi (sjá t.d. Iowa Department og Human Services, 1997 og National Institute of Child Health and Human Development, 2000). Einnig byggir skilgreiningar-og flokkunarkerfið á skilgreiningarvinnu tveggja fræðikvenna; Coohey (t.a.m. 2003) varðandi vanrækslu í umsjón og eftirliti og Glaser (t.a.m. 2002) varðandi tilfinningalegan misbrest í uppeldi. Skilgreiningar-og flokkunarkerfið er þannig þróað með hliðsjón af þróunarvinnu þessara tveggja fræðikvenna og með hliðsjón af nokkrum bandarískum kerfum og sænska kerfinu. Barnaverndarstofa fól höfundi að vinna skilgreiningar-og flokkunarkerfi sem tilraunaverkefni, til að byrja með. Tilraunin fór fram á árs tímabili, frá 1. janúar árið 2004 til 31. desember sama ár og voru tilraunarsveitarfélögin eftirfarandi: 1) Hafnarfjörður, 2) Kópavogur, 3) Mosfellsbær, 4) Reykjanesbær og 5) Reykjavík. Bakhópur var jafnframt stofnaður sem hittist fjórum sinnum á meðan á tilraunaverkefninu stóð og var þá farið yfir ábendingar sem fram höfðu komið hjá barnaverndarstarfsmönnum sem voru að nota kerfið á viðkomandi stöðum. Í bakhópnum sátu einn aðili frá hverju sveitarfélagi auk fulltrúa Barnaverndarstofu og höfundur kerfisins. Árið 2005 var síðan skilgreiningar-og flokkunarkerfið tekið í notkun af barnaverndarstarfsmönnum á landinu öllu og hefur það verið notað síðan þá, án breytinga. Í þessari útgáfu hafa verið gerðar nokkrar breytingar m.a. hefur flokkurinn: Áhættuhegðun barn beitir ofbeldi verið útvíkkaður og inniheldur nú tilfinningalegt ofbeldi. Tekin eru dæmi um slíkt ofbeldi í tengslum við niðurstöður rannsóknar Kristnýjar Steingrímsdóttur (2012), en í þeirri rannsókn var mat lagt á flokkun tilkynninga hjá Barnavernd Reykjavíkur. Skilgreiningar- og flokkunarkerfið (SOF) skiptist í tvo hluta, þ.e. barn sem þolandi og áhættuhegðun barna. Hvor hluti skiptist í skiptist í flokka og undirflokka þar sem fjallað er um mismunandi tegundir vanrækslu og ofbeldis gagnvart börnum og mismunandi tegundir áhættuhegðunar barna. Þegar fjallað er um börn og foreldra í SOF kerfinu er miðað við skilgreiningu skv. 1. og 3. mgr. 3. gr. barnaverndarlaga nr. 80/

6 HLUTI I. BARN SEM ÞOLANDI 1. VANRÆKSLA Vanræksla gagnvart barni er skilgreind sem skortur á nauðsynlegri athöfn, sem leiðir til skaða eða er líkleg til að leiða til skaða á þroska barns. Vanræksla skiptist í eftirfarandi fjóra flokka: 1.1. Líkamleg vanræksla 1.2. Vanræksla varðandi umsjón og eftirlit 1.3. Vanræksla varðandi nám 1.4. Tilfinningaleg/sálræn vanræksla 1.1. LÍKAMLEG VANRÆKSLA Foreldri hefur brugðist skyldu sinni til að sinna grunnþörfum barns Döfnunarfeill (Failure to Thrive) Fæði ábótavant Klæðnaði ábótavant Hreinlæti ábótavant Húsnæði ábótavant Heilbrigðisþjónustu ábótavant Döfnunarfeill (Failure to thrive) Döfnunarfeill lýsir sér í mjög alvarlegu ástandi á börnum oftast undir ársgömlum. Helstu einkenni eru þau að barnið þyngist ekki og lengist á við önnur börn, auk þess sem hreyfiþroski þess er langt undir meðaltals hreyfiþroska eðlilegra barna (undir fimmta prósentustigi). Í u.þ.b. 10% tilfella er orsökin líffræðileg, t.d. alvarlegur nýrnahjarta-eða heilagalli. Í öllum öðrum tilfellum er um að ræða afleiðingu á alvarlegri truflun í tengslum foreldra og barns sem kemur fram í alvarlegri líkamlegri og tilfinningalegri vanrækslu barnsins. Staðfesting á döfnunarfeil verður að koma frá lækni Fæði ábótavant Foreldri hefur ekki gefið barni fæði við hæfi eða nægilegt fæði sem nauðsynlegt er miðað við þroska þess, fyrir heilsu barnsins og velferð þess. Barn missir oft og ítrekað úr máltíðir eða fær oft og endurtekið ekki nægilega mikinn mat. Dæmi eru eftirfarandi: - Upplýsingar liggja fyrir um að barn fái ekki nægilega mikinn mat, t.d. barn biður nágranna oft og ítrekað um mat 5

7 - Barn fær oft og ítrekað ónægan eða óhollan mat miðað við aldur, þroskaskeið og líkamlegt ástand, sem veldur næringarskorti eða mikilli offitu. Staðfesting á næringarskorti eða offitu þarf að koma frá lækni. Miðað er við BMI stuðul 40 hjá börnum (gríðarleg offita). BMI = Þyngd/Hæð í öðru veldi. T.d. 67/(1,7) 2 = 23,2 - Barn á unglingsaldri borðar óreglulega þannig að það hefur áhrif á heilsu þess og þroska eða fær ekki nægilega mikinn mat Klæðnaði ábótavant Foreldri gætir þess ekki að barnið sé klætt á fullnægjandi hátt miðað við heilsu þess og velferð. Dæmi eru eftirfarandi: - Fatnaður barnsins of lítill eða of þröngur og veldur barninu óþægindum, t.d. of litlir skór sem meiða fætur barnsins - Fatnaður barnsins er ekki nógu hlýr miðað við veður og barnið því ekki verndað gegn kulda á fullnægjandi hátt - Barn á unglingsaldri klæðir sig í ósamræmi við veðurfar eða á þann hátt sem þykir ekki í samræmi við aðstæður án þess að foreldrar leiðbeini unglingum um viðeigandi klæðnað Hreinlæti ábótavant Foreldri hefur ekki gætt þess að hreinlæti barns sé fullnægjandi fyrir heilsu þess og velferð. Hreinlæti er alvarlega ábótavant t.d. ef - Barn er baðað svo sjaldan að það lykti - Fatnaður barns er mjög óhreinn - Barn er ekki tannburstað reglulega og tennur barnsins því mjög óhreinar - Barn á unglingsaldri þrífur sig ekki eða tannburstar sig ekki og fær ekki aðhald foreldra til að gera slíkt Húsnæði ábótavant Foreldri hefur ekki séð barni fyrir fullnægjandi húsnæði, sem nauðsynlegt er fyrir heilsu þess og velferð. Birtingarform geta verið: - Ekkert húsnæði eða athvarf - Óíbúðarhæft húsnæði - Óhreinlæti, t.d. uppsafnaðar matarleifar, eða ekki hægt að ganga eðlilega um vegna drasls um alla íbúðina - Líkamlegt öryggi barna í hættu, t.d. vegna þess að rafmagn er opið eða að það vantar öryggishlið við tröppur - Skortur á nauðsynlegum nytjahlutum fyrir eðlilegt heimilishald, t.d. rafmagni eða hita Heilbrigðisþjónustu ábótavant Foreldri sinnir ekki þörf barnsins fyrir heilbrigðisþjónustu. Dæmi um þetta er: - Staðhæfing fagaðila í heilbrigðiskerfinu um að mælt hafi verið með tiltekinni meðferð barns sem foreldri hefur ekki fylgt eftir (nema að annar fagaðili hafi mælt með einhverju öðru sem stangast á við fyrirmæli hins) - Staðhæfing fagaðila í heilbrigðiskerfinu um að barn hafi haft viðvarandi sjúkdóm eða verið í viðvarandi ástandi sem eðlilegt getur talist að þarfnist meðferðar sem ekki var veitt og ástand barnsins hefur því versnað 6

8 Ofantalin atriði eiga einnig við um geðheilbrigðisþjónustu sem barnið þarf á að halda. Dæmi um þetta er: - Staðhæfing frá fagfólki skóla eða öðru fagfólki sem sýnir að mælt er með mati á andlegri heilsu barns, t.d. greind eða geðrænu ástandi, vegna hegðunar barns, staðhæfinga þess eða útlits sem gefur til kynna frávik sem foreldri hefur ekki sinnt. - Greining fagaðila innan geðheilbrigðisgeirans á sálrænu ástandi barns og fyrirmæli um tiltekna meðferð t.d. lyfjagjöf, sem foreldri hefur ekki sinnt VANRÆKSLA VARÐANDI UMSJÓN OG EFTIRLIT. Foreldri veitir barninu ekki nauðsynlega umsjón og eftirlit og því hefur öryggi barns og velferð verið í hættu. Þetta á við þegar barnið hefur ekki líkamlega, andlega, sálræna, tilfinningalega eða praktíska burði til að vernda sig sjálft í aðstæðunum Foreldri fylgist ekki nægilega vel með barni sínu Barn er skilið eftir hjá óhæfum einstaklingi (þó ekki einstaklingi sem beitir börn ofbeldi) Barn verður forsjárlaust vegna fráfalls eða hvarfs foreldris Barn er skilið eftir eitt án þess að hafa aldur og þroska til þess Barn er skilið eftir hjá óhæfum einstaklingi sem beitir börn ofbeldi Barn er ekki verndað og jafnvel í hættu vegna annarlegs ástands foreldris s.s. vímuefnaneyslu Barn er skilið eftir hjá hæfum aðila en óeðlilega lengi Foreldri lýsir yfir vilja til að yfirgefa barn eða yfirgefur barn til frambúðar Barni leyft eða hvatt til að taka þátt í ólöglegu eða ósiðlegu athæfi Foreldri fylgist ekki nægilega vel með barni sínu Foreldri er til staðar en fylgist ekki nægilega vel með barni sínu þannig að það getur farið sér að voða. Það hefur ekki skynjað yfirvofandi eða mögulega hættu og hefur ekki gert fullnægjandi ráðstafanir til að vernda barn gegn skaða. Dæmi eru eftirfarandi: -Barn er skilið eftir á skiptiborði án viðverðu foreldra, í sundlaug/heitum potti eða öðrum álíka stað, þar sem lífi barns og heilsu er hætta búin. -Barn er ekki fest tryggilega í bíl í bílstól eða með öryggisbelti eftir því sem við á eftir aldri barns. -Barn er skilið eftir í barnavagni fyrir utan heimili, veitingastað eða á öðrum stað og grætur án þess að heyrist í því eða því sinnt. 7

9 Barn er skilið eftir eitt án þess að hafa aldur og þroska til þess Barn er skilið eftir án eftirlits og án þess að hafa aldur og þroska til t.d. á heimili eða í bifreið Barn er skilið eftir hjá hæfum aðila en óeðlilega lengi Barn er skilið eftir hjá hæfum aðila en er ekki sótt á tilsettum eða umsömdum tíma, eða ekki er ákveðið hvenær barnið verði sótt og sá sem passar barnið telur sig hafa passað það óeðlilega lengi. Einnig getur verið um að ræða að barn sé óeðlilega mikið í pössun hjá mismunandi aðilum Barn er skilið eftir hjá óhæfum einstaklingi Barn er skilið eftir hjá óhæfum umönnunaraðila. Dæmi um það er t.d., ef sá sem annast á barnið hefur ekki aldur og þroska til að annast það, er þroskaskertur, í annarlegu ástandi vegna áfengis eða eiturlyfjaneyslu eða haldinn alvarlegum geðsjúkdómi sem gerir hann óhæfan til að annast barn Barn er skilið eftir hjá óhæfum einstaklingi sem beitir börn ofbeldi Foreldri hefur fengið einhvern til að gæta barns sem það veit að hefur eða er sterklega grunaður um að hafa beitt barni líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (e. failure to protect). Viðkomandi þarf ekki að hafa verið dæmdur fyrir brotið, þar sem erfitt getur verið að sanna sekt og sýknun sannar ekki sakleysi Foreldri lýsir yfir vilja til að yfirgefa barn eða yfirgefur barn til frambúðar Foreldri segist ekki vilja eiga barn sitt eða vilja losna við það, rekur það t.d. út af heimilinu. Foreldri skilur barn sitt eftir án þess að ætla að sækja það (e. abandonment), t.d. úti á víðavangi, á veitingastað eða á almenningssalerni. Foreldri reynir að svipta sig lífi og er eitt um forsjá barnsins Barn verður forsjárlaust vegna fráfalls eða hvarfs foreldris Barn verður forsjárlaust vegna fráfalls foreldra, vegna sjálfræðissviptingar foreldris eða foreldri er handtekið eða hverfur af öðrum ástæðum, þannig að það getur ekki sinnt umönnun barnsins Barn er ekki verndað og jafnvel í hættu vegna annarlegs ástands foreldris Barn er ekki verndað og hætta búin vegna annarlegs ástands foreldra, sem getur komið fram á margan hátt. Dæmi eru: a) Barn er látið verða vitni af annarlegu ástandi foreldris vegna mikillar áfengis- eða vímuefnaneyslu. b) Barni er hætta búin þar sem foreldri keyrir með það í bíl undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna Barni leyft eða hvatt til að taka þátt í ólöglegu eða ósiðlegu athæfi Barni er leyft eða jafnvel hvatt til þess að taka þátt í ólöglegu eða ósiðlegu athæfi, t.d. innbrotum, þjófnaði, áfengis-og vímuefnaneyslu eða vændi. 8

10 1.3. VANRÆKSLA VARÐANDI NÁM Foreldrar sinna ekki skólagöngu eða námi barn síns eða sjái til þess að barnið sinni því Mætingu barns í skóla ábótavant án inngrips foreldra Foreldrar sinna ekki ábendingum skóla um sérfræðiaðstoð fyrir barnið Barn ekki skráð í skóla eða missir mikið úr skóla vegna ólögmætra ástæðna Barn skortir ítrekað nauðsynleg áhöld til skólastarfs, t.d. bækur, leikfimisföt eða sundföt Mætingu barns í skóla ábótavant án inngrips foreldra Barn mætir illa í skóla og foreldrar láta það afskiptalaust Barn ekki skráð í skóla eða missir mikið úr skóla vegna ólögmætra ástæðna Barn er ekki skráð í skóla eða missir mikið úr skóla vegna ólögmætra ástæðna, t.d. af því það er að passa yngra systkini eða af því foreldri vaknar ekki til að koma barninu á réttum tíma í skólann Foreldrar sinna ekki ábendingum skóla um sérfræðiaðstoð fyrir barnið Skóli vísar barni í greiningu vegna gruns um námsörðugleika eða í sértæka þjónustu vegna námsörðugleika sem foreldri sinnir ekki s.s. lesgreining, stærðfræðigreining Barn skortir ítrekað nauðsynleg áhöld til skólastarfs, t.d. bækur, leikfimisföt eða sundföt Barn skortir ítrekað nauðsynleg áhöld til skólastarfs, t.d. bækur, leikfimisföt eða sundföt. 9

11 1.4. TILFINNINGALEG VANRÆKSLA Foreldrar sinna ekki tilfinningalegum þörfum barns, hugrænni og félagslegri örvun eða ögun barns Foreldri vanrækir tilfinningalegar þarfir barns Foreldri örvar hugrænan þroska barns ekki nægilega Foreldri vanrækir félagsþroska barns Foreldri setur barni ekki eðlileg mörk og beitir því ekki nauðsynlegum aga Foreldri vanrækir tilfinningalegar þarfir barns Foreldri bregst seint og illa við tilfinningalegum þörfum barns síns þegar það þarfnast umönnunar eða stuðnings, t.d. þegar ungabarn grætur eða þegar barn þarfnast stuðnings foreldris vegna utanaðkomandi áfalls. Greinilegur skortur er á eðlilegri tengslamyndun foreldris og barns Foreldri örvar hugrænan þroska barns ekki nægilega Foreldri örvar ekki hugrænan þroska barns. Foreldri sniðgengur tækifæri til að kenna barni og örva hugrænan þroska þess, lætur jafnvel eins og það heyri hvorki í barninu né sjái það. Sjálfstæði barns fær litla örvun og barnið því svo ofverndað að það hefur áhrif á þroska þess Foreldri vanrækir félagsþroska barns Foreldri örvar ekki félagslegan þroska barns heldur stuðlar að félagslegri einangrun fjölskyldunnar eða truflar ítrekað tilraunir barns til að vingast við jafnaldra Foreldri setur barni ekki eðlileg mörk og beitir það ekki nauðsynlegum aga Foreldri setur barni ekki eðlileg mörk og beitir því ekki aga. Þetta leiðir til þess að barnið sýnir mikinn hegðunarvanda, gengur illa í skóla og á í félagslegum erfiðleikum. 10

12 2. OFBELDI Ofbeldi gagnvart barni er skilgreint sem athöfn af hálfu foreldris, forsjáraðila eða annars aðila, sem leiðir til eða er líklegt til að leiða til skaða á þroska barns. Ofbeldi skiptist í eftirfarandi þrjá flokka: 2.1. Foreldri beitir barn tilfinningalegu ofbeldi 2.2. Foreldri beitir barn líkamlegu ofbeldi 2.3. Foreldri beitir barn kynferðislegu ofbeldi 2.1. FORELDRI BEITIR BARN TILFINNINGALEGU OFBELDI Foreldri gerir lítið úr barni, gerir óraunhæfar kröfur til barns, fær barn til að sinna sínum þörfum eða lætur það verða vitni að ofbeldi Foreldri sýnir viðvarandi neikvætt viðhorf og neikvæðar tilfinningar til barns Foreldri gerir óraunhæfar kröfur til barns miðað við aldur þess og þroska Barn verður vitni að ofbeldi innan fjölskyldu Foreldri sýnir viðvarandi neikvætt viðhorf og neikvæðar tilfinningar til barns. Foreldri leggur það í vana sinn eða beitir því í refsingarskyni að koma fram við barn á ómanneskjulegan eða niðurlægjandi hátt. Dæmi um slíkt eru eftirfarandi: - Foreldri er sífellt að setja út á eiginleika barns, svo sem útlit þess eða skap - Foreldri er sífellt að setja út á það sem barnið gerir, t.d. heimalærdóm og heimilisstörf - Foreldri notar neikvætt hlaðin orð við barnið sitt, t.d. fífl, asni, hálfviti, o.s.frv. - Foreldri sendir barni rafræn skilaboð, t.d. í formi SMS skilaboða, þar sem andlegu ofbeldi eða kynferðislegu áreitni er beitt - Foreldri neitar barni um mat, svefn eða aðrar nauðsynjar í refsingarskyni Foreldri gerir óraunhæfar kröfur til barns miðað við aldur þess og þroska Foreldri gerir of miklar kröfur til barns miðað við aldur þess og þroska. Dæmi um slíkt eru eftirfarandi: Foreldri ætlast til þess að barn klæði sig sjálft áður en eðlilegt getur talist að barn klæði sig sjálft hjálparlaust. Barn er notað til að fullnægja tilfinningalegum eða líkamlegum þörfum foreldris, t.d. styðja foreldri sem glímir við erfiðleika, fylgjast með fjármálum heimilisins og 11

13 sjá um megnið af heimilisstörfum. Í slíkum tilvikum er um hlutverkasnúning að ræða (role reversal). Foreldri virðir ekki barn sitt sem sjálfstæðan einstakling, heldur fremur sem framlengingu á sjálfum sér eða notar barnið sér til framdráttar. Foreldri tekur ekki tillit til þarfa barnsins sem sjálfstæðs einstaklings, heldur gerir ráð fyrir að barnið sé með sömu þarfir og langanir og foreldrið Barn verður vitni að ofbeldi innan fjölskyldu Barn verður vitni að ofbeldi milli annarra, t.d. líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi milli foreldra, foreldra gagnvart systkini, milli systkina barnsins eða barni/unglingi gagnvart foreldri FORELDRI BEITIR BARN LÍKAMLEGU OFBELDI Líkamlegt ofbeldi á sér stað þegar barn er meitt viljandi á einhvern hátt eða þegar ofbeldi er beitt á óbeinan hátt Foreldri beitir barn ofbeldi viljandi Foreldri beitir barn óbeinu ofbeldi Foreldri gerir barn að einkennisbera (Munchausen syndrome by proxi) Foreldri beitir barn ofbeldi viljandi. Líkamlegt ofbeldi á sér stað þegar barn er meitt viljandi. Í þessum tilvikum er mikilvægt að athuga samræmi frásagnar barnsins og foreldris um hvernig meiðslin atvikuðust, ef um meiðsli er að ræða. Dæmi um líkamlegt ofbeldi getur verið: Slá barn með flötum lófa Kýla barn með hnefa Sparka í barn Henda hlut í barn. Brenna barn t.d. með því að setja hönd eða fót í sjóðandi vatn, eða setja logandi sígarettu á húð þess Binda barn niður svo það getur ekki losað sig Hrista ungabarn eða slá því utan í vegg Dæmi um sýnilega áverka sem barn getur hlotið vegna ofbeldis eru t.d. Hrufl/skráma Marblettir Blaðra vegna bruna Augnáverkar, t.d. aðskilin sjónhimna Roði Sár Upphleypt svæði á húð eða rák t.d. eftir barsmíð eða belti Ör eftir áverka 12

14 Dæmi um áverka sem geta mögulega ekki verið sýnilegir en sem fagaðili í heilbrigðiskerfi hefur greint hjá barni (listinn er ekki tæmandi): Heilaskemmdir, Skemmdir á líffærum vegna vísvitandi eitrunar Aflögun Augnáverkar Vísbendingar um tilraun til kæfingar Sprunga í beini Innri kviðarhols- eða brjósthols meiðsli Annar miðtaugakerfisskaði Rifin hljóðhimna Einkennamynstur barns sem hefur verið hrist eða skellt utan í eitthvað (Shaken baby syndrome) Tognun á ökkla Viðvarandi blæðing eða blóðkúla Foreldri beitir barn óbeinu ofbeldi Líkamlegt ofbeldi getur einnig komið fram án þess að foreldri beiti ofbeldi með beinum hætti. Dæmi um slíkt er eftirfarandi: Barni hefur verið byrlað eitur Barni gefið hættulegt lyf án læknisráðs Barni gefinn skemmdur matur eða látið borða eigin saur eða annað sem ætla má að geti skaðað barnið eða verið því hættulegt Foreldri gerir barn að einkennisbera Foreldri fer með barn til nokkurra/margra lækna til þess að fá fyrir það lyf eða læknisaðgerðir án raunverulegra veikinda eða vegna veikinda sem eru tilkomin vegna einhvers sem foreldri hefur gert (Munchausen syndrome by proxy). Þegar grunur er um áverka af þessu tagi er nauðsynlegt að fara með barnið til læknis og fá nákvæma lýsingu frá fagaðila í heilbrigðiskerfi á meiðslum og faglegt álit hans á orsökum einkennana. 13

15 2.3. FORELDRI BEITIR BARN KYNFERÐISLEGU OFBELDI Foreldri beitir barn kynferðislegu ofbeldi ef það fær barn til að sinna sínum kynferðislegu þörfum eða annarra eða misbýður barni með kynferðislegum athugasemdum eða athöfnum. Kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni felur í sér: - Kynferðislega athöfn gagnvart barni eða með barni innan 15 ára aldurs með eða án vilja barnsins. - Kynferðislega athöfn gagnvart eða með barni 15 ára eða eldra án vilja barnsins. Hér er flokkað eftir alvarleika og er flokkuninni skipt í þrjá flokka. Undir hverjum flokki eru tekin dæmi (listinn er ekki tæmandi): Samfarir og /eða munnmök Þukl innan klæða á kynfærum Horft á kynfæri, kynferðislegar athafnir eða klámefni Samfarir og / eða munnmök - Munnmök forsjáraðila við barn eða munnmök barns við forsjáraðila - Samfarir forsjáraðila og barns (í leggöng eða endaþarm) Þukl innan klæða á kynfærum - Þukl innan klæða á kynfærum og svæðum nálægt kynfærum barns, t.d. brjóstum, maga, rassi og lærum - Barn fengið til að þukla eða káfa innan klæða á einhverjum fullorðnum t.d. á kynfærum, svæðum nálægt kynfærum, s.s. brjóstum, maga, rassi og lærum Horft á kynfæri, kynferðislegar athafnir eða klámefni - Barni sýnd kynfæri í þeim tilgangi að örva sig kynferðislega - Barn er látið horfa á kynferðislegar athafnir - Horft er á kynfæri barns eða á barn þegar það er fáklætt, t.d. þegar barn fer á salerni, í bað eða er í rúmi sínu, eða fær barnið til að fækka klæðum í þeim tilgangi að örva sig eða barnið kynferðislega - Þukl og káf utan klæða á kynfærum og svæðum nálægt kynfærum þess, t.d. brjóstum, maga, rassi og lærum - Barn fengið til að þukla eða káfa á fullorðnum einstaklingi utan klæða, á kynfærum og svæðum nálægt kynfærum, t.d. brjóstum, maga, rassi og lærum - Teknar eru myndir af barni í þeim tilgangi að örva aðra kynferðislega - Klámefni sem er vísvitandi haft í návist barns eða sýnt barni, t.d. klámblöð, myndbönd sem innihalda klám eða klámefni á vefnum - Klúrir brandarar sagðir í návist barns - Barni send klúr SMS skilaboð 14

16 3. HEILSA EÐA LÍF ÓFÆDDS BARNS Í HÆTTU Foreldri setur ófætt barn í hættu með athæfi sínu Áfengi eða önnur vímuefni í líkama ófædds barns 3.2. Heilsu ófædds barns hætta búin vegna vanrækslu móður 3.3. Heilsu ófædds barns hætta búin vegna ofbeldis 3.1. Áfengi eða önnur vímuefni í líkama ófædds barns. Móðir sem gengur með barn hefur neytt áfengis eða annarra vímuefna sem finnast hjá móður á meðgöngu eða barn ber einkenni við fæðingu (t.d. e. fetal alcohol syndrome). Dæmi um vímuefni eru: áfengi, kókaín, heróín, amfetamín, E-töflur, kannabis s.s. hass, hassolía og maríjúana/gras (efni sem innihalda THC) og samsett eða blönduð ólögleg lyf Heilsu ófædds barns er hætta búin vegna vanrækslu móður Heilsa og líf ófædds barns getur verið í hættu vegna þess að móðir sinnir ekki eftirliti á meðgöngu. Móðir sinnir því ekki að næra sig og um leið barn sitt. Staðfesting á næringarskorti þarf að koma frá lækni. Oft á tíðum er um næringarskort að ræða ef móðir er í vímuefnaneyslu Heilsu ófædds barns er hætta búin vegna ofbeldis Fóstri í móðurkviði er hætta búin vegna ofbeldis sem móðir verður fyrir á meðgöngu af hálfu maka. Móðir slítur ekki sambandi við ofbeldisfullan maka, þrátt fyrir að heilsu og þroska þess sé hætta búin vegna endurtekinna barsmíða af hálfu makans gagnvart verðandi móður. 15

17 Hluti II. Áhættuhegðun barna. Áhættuhegðun unglings er skilgreind sem athöfn eða skortur á athöfn barns sem veldur barninu sjálfu eða öðrum skaða eða er líkleg til að valda því eða öðrum skaða. Í áhættu felst að auknar líkur séu á óæskilegri þróun þegar um áhættuhegðun unglinga er að ræða Grunur um neyslu barns á vímuefnum 4.4 Grunur um að barn beiti annað barn eða fullorðinn aðila ofbeldi 4.2. Grunur um að barn stefni eigin heilsu í hættu 4.5 Grunur um erfiðleika barns í skóla, skólasókn áfátt 4.3 Grunur um afbrot barns 4.1. Grunur um neyslu barns á vímuefnum Dæmi um vímuefni önnur en áfengi eru sniff af lími, e-pillur, kókaín, LSD, amfetamín, maríjúana/gras, hass, heróín. Einnig getur verið um að ræða lyf úr apóteki sem tekin eru inn í of stórum skömmtum með því markmiði að komast í vímu, t.d. sjóveikistöflur, magnyltöflur, rítalín og þunglyndislyf Grunur um að barn stefni eigin heilsu í hættu Barn sýnir tilburði til að skaða sjálft sig, t.d. með því að veita sjálfu sér áverka, reyna að svipta sig lífi, vera á vergangi eða í stroki, eða með alvarlega átröskun Grunur um afbrot barns Barn virðir ekki útivistartíma þrátt fyrir viðleitni foreldra. Barn tekur þátt í eða fremur glæpi, s.s. innbrot, umferðalagabrot, skemmdarverk og þjófnað Grunur um að barn beiti annað barn eða fullorðinn aðila ofbeldi Sjá skilgreiningar og dæmi undir Líkamlegt ofbeldi, Kynferðislegt ofbeldi og Tilfinningalegt ofbeldi. Einungis mjög alvarleg tilfelli falla hér þó undir tilfinningalegt ofbeldi, s.s. ógnanir með áhöldum, t.d. hnífi, líflátshótanir og þess háttar Grunur um erfiðleika barns í skóla, skólasókn áfátt Barn mætir illa í skóla, sinnir illa heimalærdómi eða mætir ekki með áhöld sem nauðsynleg eru í skóla, þrátt fyrir að foreldri reyni eftir bestu getu að stuðla að því að barnið sinni námi sínu á eðlilegan hátt. 16

18 Niðurstaða könnunar máls eftir að tilkynning hefur borist Mikilvægt er að könnun sé unnin eins vel og unnt er til þess að niðurstaðan verði sem skýrust, hvort um er að ræða misfellur eða áhættuhegðun barns eða ekki, og hvort þá hvers konar aðgerða er þörf í viðkomandi máli. Taka skal saman greinargerð um framkvæmd könnunarinnar og niðurstöður þar sem m.a. kemur fram hvaða úrbætur eru nauðsynlegar og settar fram tillögur að heppilegum úrræðum ef því er að skipta sbr. 21. Gr. Reglugerðar nr. 57/2004 um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd. Í þeim tilvikum sem þörf er á sérstökum úrræðum skal unnið að því að gera áætlun í samvinnu við foreldra og/eða barn. Í þeim tilvikum sem samvinna næst ekki skal gera einhliða áætlun. 1. Staðfest. Ekki þörf á frekari aðgerðum. Könnun leiðir í ljós að um misfellur í aðbúnaði barns, eða áhættuhegðun, hefur verið að ræða, en ekki er þörf á frekari aðgerðum í málinu. 2. Staðfest. Þörf á áætlun ásamt stuðningsúrræðum. Könnun leiðir í ljós að um er að ræða misfellur í aðbúnaði barns eða áhættuhegðun og þörf er á stuðningsúrræðum með viðeigandi áætlun í máli barns, þar sem samvinna er við forsjáraðila. 3. Staðfest. Þörf á áætlun ásamt einhliða áætlun um þvingunarúrræði. Könnun leiðir í ljós að um er að ræða misfellur í aðbúnaði barns eða áhættuhegðun og þörf er á úrræðum með viðeigandi áætlun í málinu, þar sem ekki hefur náðst samvinna við foreldra og/eða barn sem náð hefur 15 ára aldri. 4. Ekki staðfest, vafi. Máli lokað. Um misfellur í aðbúnaði barns eða áhættuhegðun gæti verið að ræða, en könnun leiðir hvorki í ljós að svo sé með óyggjandi hætti, né að svo sé ekki. Ekki taldar forsendur fyrir áætlun ásamt stuðningsúrræðum og máli er lokað. 5. Ekki staðfest. Máli lokað. Könnun leiðir í ljós að ekki er um misfellurí aðbúnaði barns eða áhættuhegðun barns að ræða. Máli er lokað. 17

19 Heimildir: Barnaverndarlög nr. 80/2002. Barnaverndarstofa. (2001). Ársskýrsla Reykjavík: Barnaverndarstofa. Coohey, C. (2003). Defining and classifying supervisory neglect. Child Maltreatment, 8 (2), Freydís Jóna Freysteinsdóttir. (2003). Skilgreiningar og flokkun á misfellum á umönnun og uppeldisskilyrðum barna. Í F.H. Jónsson (Ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum IV, félagsvísindadeild (bls ). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan. Glaser, D. (2002). Emotional abuse and neglect (psychological maltreatment): A conceptual framework. Child Abuse & Neglect, 26, Iowa Department of Human Services. (1997). Child protective handbook. Des Moines: Iowa Department of Human Services. Knutson, J.F. (1995). Psychological characteristics of maltreated children: Putative risk factors and consequences. Annual Review of Psychology, 46, Kristný Steingrímsdóttir. (2012). Skilgreiningar-og flokkunarkerfi í barnavernd: Mat á flokkun tilkynninga hjá Barnavernd Reykjavíkur. Reykjavík: Háskóli Íslands (óbirt MA ritgerð). Lundén, K., Broberg, A. Og Borres, M. (2000). Hur tokar BVC-sjuksköterskor och barnomsorgspersonal anmälningsskyhldigheten enligt og 71 Socialthänslagen? Gautaborg: Psykologiska institutionen Göteborgs Universitet. National Institute of Child Health and Human Development. (2009). Critical issues and future directions in the development of classification and definition systems for child abuse and neglect. Bethesda, MD: National Institute of Child Health and Human Development. Rogosch, F.A., Cicchetti, D., Shields, A og Toth, S.L. (1995). Parenging dysfuncion in child maltreatment. Í M.H. Bornstein (ritstjóri), Handbook of parenting: Vol. 4. Apllied and practicial parenging. New Jersey: EA. Svavar Sigmundsson (ritstjóri). (1988). Íslensk samheitaorðabók. Reykjavík: Oddi. 18

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg María Árnadóttir Júní 2010 Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Börnum straffað með hendi og vendi Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Steinunn Bergmann 2010 1 Formáli Rannsókn þessi á tilkynningum til barnaverndarnefnda er varða grun

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi?

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi? Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi? Vigdís Guðmundsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Að

More information

Samstarf í þágu barna

Samstarf í þágu barna Samstarf í þágu barna Barnaverndarþing BVS 25. og 26. september 2014 Ragna Björg Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi, MSW ragnabjorg@gmail.com Yfirlit Hugtakanotkun Tilraunaverkefni BVS Markmið verkefnisins

More information

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining.

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Höfundar: YLVA TINDBERG, med dr, överläkare, barnhälsovårdsenheten i Sörmland GABRIEL OTTERMAN, överläkare, barnskyddsteamet,

More information

Kynferðisofbeldi gegn börnum Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen

Kynferðisofbeldi gegn börnum Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen Kynferðisofbeldi gegn börnum Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni RITRÖÐ RANNSÓKNASTOFNUNAR ÁRMANNS

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Gunnar Gíslason Lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf Félagsvísindasvið Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Gunnar Gíslason Lokaverkefni til BA

More information

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 Skýrsla umboðsmanns barna 1. janúar 2016 31. desember 2016 Útgefandi: Umboðsmaður barna Kringlunni 1, 5. h. 103 Reykjavík Heimasíða: www.barn.is Netfang: ub@barn.is 2017

More information

BA ritgerð. Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi þróast?

BA ritgerð. Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi þróast? BA ritgerð Félagsráðgjöf Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi þróast? Inda Björk Alexandersdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen Október 2016 Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

MA ritgerð. Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum

MA ritgerð. Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum MA ritgerð Félagsráðgjöf Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum Úttekt á gerendum sem leita til Karlar til ábyrgðar Ingibjörg Þórðardóttir Leiðbeinandi dr. Freydís Jóna Freysteinsdóttir Janúar 2014 Ofbeldi

More information

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni Réttur barns til að tjá sitt viðhorf á umgengni Ester Petra Gunnarsdóttir Elísabet Gísladóttir Apríl 2017 BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að

More information

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma Kristín Rún Friðriksdóttir er hjúkrunarfræðingur, BS, á Vogi. Ragnheiður

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.87 RANNSÓKN Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum Ársæll Már Arnarsson 1 faraldsfræðingur, Kristín Heba Gísladóttir 1 sérfræðingur

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað GEYMIÐ! Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað 7 skref til verndar börnum Leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum? Börn eru fengin til að taka

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu

Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu Mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu Elísabet Karlsdóttir ásamt Sólveigu Sigurðardóttur Unnið fyrir Barnaverndarstofu Nóvember

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð félagsfræði Tengsl feðra við börn sín sem eiga fasta búsetu hjá móður Fjóla Bjarnadóttir Júní 2009 Leiðbeinandi: Þorgerður Einarsdóttir Nemandi: Fjóla Bjarnadóttir

More information

Íslenskir kynferðisbrotamenn.

Íslenskir kynferðisbrotamenn. Tímarit félagsráðgjafa, 2. árgangur 2007, 15 24 15 Íslenskir kynferðisbrotamenn. Greining út frá svörum brotaþola Hildigunnur Magnúsardóttir, Félagsráðgjafi, Kvenna- og barnasvið, Landspítali Háskólasjúkrahús

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Að alast upp við alkóhólisma Áhrif á börn og uppkomin börn alkóhólista Gerður Sif Stefánsdóttir Október 2009 Leiðbeinandi: Halldór S. Guðmundsson Aðstoðarleiðbeinandi: Erla

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Gísli Kristófersson 1 geðhjúkrunarfræðingur, Ársæll Arnarsson 2 faraldsfræðingur, Guðmundur Heimisson 3 próffræðingur, Dagbjörg

More information

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ==================================================

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Efni þessa fréttabréfs Frá stjórninni Ný þýðingarverkefni á döfinni Evrópufundir Tourette samtaka Um Mozart

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi

Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi Kortlagning kynferðisbrota gegn börnum á Íslandi í málum þar sem meintur gerandi er á aldrinum 12-17 ára Ranveig Susan Tausen Lokaverkefni til Cand.psych.gráðu

More information

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 September 2018 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna:

More information

Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála meðal unglinga

Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála meðal unglinga Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála meðal unglinga Sóley Björk Gunnlaugsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Fé Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála

More information

Skólatengd líðan barna

Skólatengd líðan barna Skólatengd líðan barna Rannsókn á skólatengdri líðan barna með og án sérþarfa að mati foreldra Eydís Einarsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til MA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Skólatengd líðan

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

MA ritgerð. Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku af hálfu kvenna

MA ritgerð. Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku af hálfu kvenna MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku af hálfu kvenna Áhrif á líf og líðan karlkyns þolenda Hilmar Jón Stefánsson Leiðbeinandi: Dr. Freydís Jóna

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr. Leiðbeinandi tilmæli Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum nr. 2/2007 Gefið út skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

More information

Einelti í grunnskóla

Einelti í grunnskóla Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís Friðbergsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið 2 Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís

More information

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?-

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Grunnskólabraut 2009 Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Guðbjörg Þóra Jónsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri

More information

Sorg og sorgarúrvinnsla barna

Sorg og sorgarúrvinnsla barna Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2013 Sorg og sorgarúrvinnsla barna Hvernig er hægt að koma til aðstoðar? Benný Rós Björnsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Meðferðarúrræði við áfengis- og vímuefnavanda ungs fólks á Íslandi

Meðferðarúrræði við áfengis- og vímuefnavanda ungs fólks á Íslandi Meðferðarúrræði við áfengis- og vímuefnavanda ungs fólks á Íslandi Upplifun nokkurra einstaklinga á meðferðarkerfinu Laufey Sif Ingólfsdóttir og Sædís Sif Harðardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-,

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar...

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu... 3 2.1 Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... 3 2.2 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins... 4 2.2.1 Almennt

More information

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga BA ritgerð Félagsráðgjöf Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir Júní 2016 Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir 040577-4759

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

BA ritgerð. Þunglyndi barna

BA ritgerð. Þunglyndi barna BA ritgerð Félagsráðgjöf Þunglyndi barna Hefur þunglyndi foreldra áhrif á börn þeirra og ef svo er, á hvaða hátt? Guðlaug Birna Steinarsdóttir Leiðbeinandi: Gyða Hjartardóttir Júní 2017 Þunglyndi barna

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Lokaverkefni í félagsráðgjöf. Hver er ég, hvaðan kem ég?

Lokaverkefni í félagsráðgjöf. Hver er ég, hvaðan kem ég? Lokaverkefni í félagsráðgjöf til BA-gráðu Hver er ég, hvaðan kem ég? Um rétt barna til að þekkja uppruna sinn Snjólaug Aðalgeirsdóttir Leiðbeinandi Helga Sól Ólafsdóttir Júní 2014 Hver er ég, hvaðan kem

More information

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði?

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Niðurstöður samræmdra prófa hjá einum árgangi í 4., 7. og 10. bekk Sigríður Helga Ármannsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Er fylgni

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL. Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL. Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu Ágúst 2010 Inngangur Meðfylgjandi upplýsingar eru teknar saman af greiningardeild ríkislögreglustjóra um mansal og hvernig

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN

ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN Guðrún Kristinsdóttir prófessor emerita Guðrún Kristinsdóttir 2017 Birt að tilhlutan Vísindasiðanefndar Háskóla Íslands 1 Formáli Í vinnu við umsagnir

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Lokaverkefni til B.Ed. prófs Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar Daggrós Stefánsdóttir 170184-2469 Edda Rún Gunnarsdóttir 051184-3199 Kennaraháskóli

More information

Það vantar þetta sjónarhorn þroskaþjálfans

Það vantar þetta sjónarhorn þroskaþjálfans Það vantar þetta sjónarhorn þroskaþjálfans Er þörf á þroskaþjálfa til ráðgjafar við ættleiðingu barna erlendis frá? Friðjón Magnússon Sunna Mjöll Bjarnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta -, tómstunda-

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Þú veist aldrei hverju þú átt von á Upplifun foreldra barna í vímuefnavanda.

Þú veist aldrei hverju þú átt von á Upplifun foreldra barna í vímuefnavanda. Félagsráðgjöf Október 2008 Þú veist aldrei hverju þú átt von á Upplifun foreldra barna í vímuefnavanda. Höfundur: Daníella Hólm Gísladóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen Daníella Hólm Gísladóttir 160184-3029

More information

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Andrea Elsa Ágústsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

- Kerfisgreining með UML

- Kerfisgreining með UML Kuml - Kerfisgreining með UML 2007, Jón Freyr Jóhannsson 5ta útgáfa - 2007 Hönnun og umbrot: Jón Freyr Jóhannsson Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti sem sem ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

Kannabisneysla íslenskra ungmenna og uppeldisaðferðir foreldra

Kannabisneysla íslenskra ungmenna og uppeldisaðferðir foreldra Kannabisneysla íslenskra ungmenna og uppeldisaðferðir foreldra Bergljót María Sigurðardóttir og Kári Erlingsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindasvið

More information

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ Kennsluleiðbeiningar fyrir leikskólastarf með 1 3 ára börnum Flugvél eftir Matthías Loga Nesheim 2 ára 2006 Guðrún Alda Harðardóttir Sigríður Síta Pétursdóttir Efnisyfirlit Inngangur...

More information

Lögleiðing Kannabisefna

Lögleiðing Kannabisefna BA ritgerð í HHS Lögleiðing Kannabisefna Sigurður Magnús Sigurðsson Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst Leiðbeinandi: Jón Ólafsson Febrúar 2012 1 We have whisky, wine, women, song and slot machines.

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Félagsráðgjafardeild. MA-ritgerð. Fjölskyldan og áfengissýki

Félagsráðgjafardeild. MA-ritgerð. Fjölskyldan og áfengissýki Félagsráðgjafardeild MA-ritgerð Fjölskyldan og áfengissýki Jóna Margrét Ólafsdóttir Janúar 2010 Félagsráðgjafardeild MA-ritgerð Fjölskyldan og áfengissýki Jóna Margrét Ólafsdóttir Janúar 2010 Leiðbeinandi:

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Börn alkóhólista og seigla þeirra á fullorðinsárum

Börn alkóhólista og seigla þeirra á fullorðinsárum Börn alkóhólista og seigla þeirra á fullorðinsárum Hverjir eru verndandi þættir í umhverfi þeirra? Daníel Trausti Róbertsson Lokaverkefni til BA prófs í Uppeldis- og menntunarfræði Leiðsögukennari: Sigurlína

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2014 um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 19. febrúar

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

( j Barnaheill. Alþingi Erindi nr. Þ 141/1556 komudagur Reykjavík 11. febrúar Nefndasvið Alþingis Austurstræti Reykjavík

( j Barnaheill. Alþingi Erindi nr. Þ 141/1556 komudagur Reykjavík 11. febrúar Nefndasvið Alþingis Austurstræti Reykjavík ( j Barnaheill Save the Children lceland Alþingi Erindi nr. Þ 141/1556 komudagur 13.2.2013 Reykjavík 11. febrúar 2013 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Umsögn Barnaheilla - Save the Children

More information