( j Barnaheill. Alþingi Erindi nr. Þ 141/1556 komudagur Reykjavík 11. febrúar Nefndasvið Alþingis Austurstræti Reykjavík

Size: px
Start display at page:

Download "( j Barnaheill. Alþingi Erindi nr. Þ 141/1556 komudagur Reykjavík 11. febrúar Nefndasvið Alþingis Austurstræti Reykjavík"

Transcription

1 ( j Barnaheill Save the Children lceland Alþingi Erindi nr. Þ 141/1556 komudagur Reykjavík 11. febrúar 2013 Nefndasvið Alþingis Austurstræti Reykjavík Umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (stefnandi faðernismáls). Þskj mál Barnaheill - Save the Children á Íslandi fagna því að lagt hafi verið fram frumvarp til endurskoðunar á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum. Samtökin taka undir þær áherslur að ávallt skuli hafa það sem börnum er fyrir bestu að leiðarljósi við ákvarðanir sem varða börn. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga allar ráðstafanir yfirvalda er varða börn að vera byggðar á því sem börnum er fyrir bestu. Í Sáttmálanum segir jafnframt að tryggja eigi að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum nema ef velferð þeirra verði ekki tryggð með öðru móti og að það barn sem ekki elst upp hjá báðum foreldrum sínum eigi rétt á að umgangast þá báða reglulega nema það sé andstætt hagsmunum þess. Barnaheill - Save the Children á Íslandi telja jafnframt mjög mikilvægt að tekið sé mið af vilja og óska barna við allar ákvarðanir um forsjá og umgengni, í samræmi við aldur þeirra og þroska. Þar sem í íslensku merkir orðið maður bæði kona og karl leggja samtökin til að 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna orðist svo: Stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða karlmaður sem telur sig föður barns. Barnaheill - Save the Children á Íslandi fagna því þeirri breytingu að karlmaður sem telur sig föður barns hafi rétt á að höfða faðernismál þrátt fyrir að barnið sé feðrað. E f rétt reynist, er það réttur barnsins að umgangast sinn rétta föður. Virðingarfyllst f.h. Barnaheilla - Save the Children á Íslandi Erna Reynisdóttir framkvæmdastj óri Barnaheill - Save the Children Iceland - Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík s fax barnaheill@ barnaheill.is - w w w.barnaheill.is

2 Alþingi, nefndasvið Þórshamri v/templarasund 150 REYKJAVÍK Reykjavík, 11. febrúar Alþingi Erindi nr. Þ 141/1495 komudagur Efni: Umsögn um frumvarp um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (stefnandi faðernismáls) (323. mál) Efni: Umsögn Barnaverndarstofu um frumvarp um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (stefnandi faðernismáls) mál. Barnaverndarstofa vísar til erindis nefndasviðs Alþingis, dags. 31. janúar sl., þar sem stofunni var gefið tækifæri á að gefa velferðarnefnd Alþingis umsögn um frumvarp um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (stefnandi faðernismáls) mál. Þakkar Barnaverndarstofa fyrir að fá tækifæri á að tjá sig um frumvarpið. Barnaverndarstofa telur eðlilegt að einstaklingur, sem telur sig vera föður barns, geti fengið úr því skorið fyrir dómi að svo sé. Er það mat stofunnar að það sé í samræmi við þau grundvallarréttindi barns að þekkja uppruna sinn. Barnaverndarstofa telur þó rétt að benda velferðarnefnd á að eins og ákvæði 10. gr. barnalaga verður orðað eftir umrædda lagabreytingu þá eru ekki neinar hömlur á því í hvaða tilvikum unnt er að höfða slíkt mál. Fær Barnaverndarstofa þannig ekki séð að dómstólar geti stöðvað slíkan málarekstur eftir að til hans hefur verið stofnað, sbr. það sem fram kemur í greinargerð með frumvarpinu um að dómstólum ætti að vera treystandi til þess að stöðva tilhæfulaus barnsfaðernismál. Hins vegar eru barnsfaðernismál fátíð og og er það það mat stofunnar að ólíklegt sé að þeim fjölgi verulega við umrædda lagabreytingu. Einnig er einfalt að fá úr því skorið hvert faðerni barnsins með framkvæmd lífsýnarannsóknar, sem sýnir með óyggjandi hætti hvert faðerni barns er. Ef í ljós kemur eftir slíka rannsókn að um tilhæfulausa málshöfðun var að ræða má ætla að kostnaður af málarekstrinum, þ.á.m. lífsýnarannsókninni, falli á stefnanda. Ætti það að koma í veg fyrir tilhæfulausar málshöfðanir á grundvelli ákvæðisins. Barnaverndarstofa veitir velferðarnefnd Alþingis fúslega allar nánari upplýsingar og skýringar sem þörf er á og er reiðubúin að mæta á fund nefndarinnar verði óskað eftir því. Virðingarfyllst f.h. Barnaverndarstofu Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu

3 Alþingi Erindi nr. Þ 141/1576 komudagur Nefndasvið Alþingis Austurstræti Reykjavík Reykjavík, 14. febrúar2013. Efni: Umsögn Félagsráðgjafafélags íslands um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003. (Þskj mál). Félagsráðgjafafélag íslands (FÍ) hefur íjallað um frumvarp til laga um breytingu á bamalögum þar sem núverandi takmörkun varðandi heimild karls til að höfða faðemismál sé bam ófeðrað er felld brott. í orðanna hljóðan er FÍ í grundvallaratriðum ekki ósammála fyrirliggjandi tillögu um að stefnandi faðemismáls geti verið bamið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig vera foður bams. Breytingin felur i sér að menn sem telja sig feður bama hvort sem þau eru feðruð eða ekki geti höfðað faðemismál nái frumvarpið í gegn. Það er sannarlega réttindamál fyrir böm að vita hverra manna þau eru sbr. 7. gr. bamasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem réttur bama til að þekkja foreldra sína er orðaður. Einnig getur verið mikilvægt fyrir böm að vita faðemi sitt vegna hugsanlegra erfðasjúkdóma. Mikilvægt er þó að mati FI að setja fyrirvara við frumvarp þetta. í greinargerð með frumvarpinu er kveðið á um að takmörkun sú sem er í núverandi bamalögum sé bami ekki fyrir bestu og að ótti við tilhæfulausar málshöfðanir sé ástæðulaus enda dómstólum treystandi til að koma í veg fyrir þau. Þessu er Félagsráðgjafafélag íslands ósammála og telur frumvarpið vekja fleiri spumingar en svör. Óljóst er um algengi og nýgengi mála þar sem karl sem telur sig faðir bams hafi ekki tækifæri til að leita réttar síns sem veikir forsendur þess að breyta Pater est reglunni sem er almenna reglan i slikum málum. Þá væri vert að vita hvemig þessum málum er fyrirkomið á Norðurlöndunum og i alþjóðasamfélaginu. í 4. mgr. 6. gr. bamalaga nr. 76/2003 með síðari breytingum er kveðið á um gjafasæði og að menn sem gefi sæði til að nota í tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambúðarkonu verði ekki dæmdur faðir bams sem getið er með sæði hans. I 5. mgr. sömu greinar segir ennfremur að maður sem gefið hefur sæði í öðrum tilgangi en greinir í 4. mgr. telst faðir bams sem getið er með sæði hans nema sæðið hafi verið notað án vitundar hans eða eftir andlát hans. Að mati Félagsráðgjafafélags íslands er ekki skýrt í frumvarpinu að maður (sæðisgjafi) geti komið að mörgum árum liðnum og höfðað mál sem faðir á grundvelli þess að hann er genatískur faðir Félagsráðgjafafélag íslands Borgartúni Reykjavík Sími

4 bamsins. Er það mat að setja verði fyrirvara varðandi 6. grein barnalaga nái fyrirliggjandi írumvarp fram að ganga. Siðast en ekki síst er það mat Félagsráðgjafafélags Islands að umrædd breyting á bamalögum geti falið í sér rof á friðhelgi fjölskyldunnar til dæmis þegar um erfið skilnaðarmál er að ræða og mál þar sem eltihrellar koma við sögu. Mikilvægt er að tryggja öryggi bams innan fjölskyldu sinnar þó í ákveðnum tilfellum geti verið betra að slík mál fari formlega leið inn í dómskerfíð. Sá sem telur sig faðir bams þarf að færa sannfærandi rök fyrir þvi að hægt sé að leiða líkum að hann sé faðir bams ásamt því að ljóst þarf að vera með hvaða hætti mat verði lagt á hvort um tilhæfulaust mál sé að ræða eður ei. Ekki er skýrt að mati Félagsráðgjafafélags íslands að réttur til að feðra bam fari alltaf saman við rétt bams til að búa við öryggi og velferð. Bamavemdarlög og erfðalög þurfa, i sumum tilfellum, að vega þyngra varðandi velferð bams en skilyrðislaus málshöfðunarheilmild föður. Breyting á feðrun bams getur verið töluvert áfall fyrir alla hlutaðeigandi hvort sem það er bam, móðir eða þá sem telja sig vera föður bams, hvort sem það sé í líffræðilegum skilningi eða félagslegum skilningi (sá sem hefur sinnt föðurhlutverki óháð blóðtengslum) og er nauðsynlegt að löggjafmn tryggi öllum hlutaðeigandi fjölskylduráðgjöf og stuðning í tengslum við málaferli vegna faðemismála. Þar sem ekki eru til tölur um umfang þess vanda sem frumvarpinu er ætlað að leysa er mikilvægt að hafa skýr ákvæði um endurskoðun verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir að hugmyndafræðilega sé Félagsráðgjafafélag íslands sammála þeim grundvallarmannréttindum sem frumvarpið felur í sér em ýmis atriði sem þarfnast nánari skoðunar og útfærslu og þvi getur FÍ að svo stöddu ekki mælt með að frumvarpið verði að lögum óbreytt. Fulltrúar FÍ em reiðubúnir að funda með flutningsmönnum fhimvarpsins og vinna að úrbætum frumvarpsins sé þess óskað. f.h./félagsráðgjafafélags Islands, / iy/áí(^ fscí María Rúnarsdóttir, formaður FÍ. Aðrir sem komu að vinnslu þessarar umsagnar: María Gunnarsdóttir, formaður Fagdeildar FÍ í bamavemd. Helga Sól Olafsdóttir, formaður Siðanefndar FI. Páll Olafsson, fyrrverandi formaður FÍ. Sveindis Anna Jóhannsdóttir, varaformaður FI. Félagsráðgjafafélag íslands Borgartúni Reykjavík Sími

5 Alþingi Helgi ff Erindi nr. Þ 141/ ítí jnri komudagur Nefndasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Reykjavík, 19. mars Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003, þskj. nr. 370, mál nr Undirritaður lögmaður kemur hér með á framfæri umsögn þessa til virðulegrar Velferðarnefndar. Fagna ber breytingum og umræðum um breytingar á barnalögum í þeim tilgangi að auka rétt barnsins. Núgildandi ákvæði 1. ml., 1. mgr. 10. gr. barnalaga nr. 75/2003 hljóðar svo: Stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig vera föður barns, enda hafi barnið ekki verið feðrað", Núverandi ákvæði um málsaðíld í 10. gr, er í fullu samræmi við þá meginreglu í Barnarétti, bæði á íslandi og í öðrum vestrænum ríkjum, sem er Pater-est reglan. Barn sem l'ætt er í sambúð foreldra eða í hjónabandi, telst því rétt feðrað. Lagt er til í frumvarpinu að 1. ml. 1. mgr, 10. gr. bamalaga orðist svo: Stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðirþess eða maður sem telur sigföður barns. Hér er lögð til ótakmörkuð málsaðifd þeirra manna eða manns sem telja sig föður barns. Undirrituð telur varasamt, í ljósi áratuga reynslu af fölskyldumálum, að sett verði óheft málsaðild manna í barnsfaðernismálum. Undirrituð telur ekki rök standa til þess að breyta núverandi ákvæði. Helstu ástæður, sem ekki eru tæmandi upp taldar, eru nánar eftirfarandi: 1. Heildarendurskoðun barnalaga. Barnalög nr. 73/2003 tóku viðamiklum breytingum, um síðustu áramót, að undangenginni víðtækri og vandaðri rannssóknarvinnu löggjafans og þeirra fagaðila sem til var leitað. II. kafli um málsaðild, þ.m.t. 1. ml. 1. mgr, 10. gr. og III. kafli um véfengingar- og ógildingarmál faðernis barns sætti ekki endurskoðun laganna við síðustu lagabreytingu. Ótækt er, að mati undirritaðrar, að breyta þessum mikilvægu réttindum barnsins án góðs og vandaðs undirbúnings, þar sem m.a. fagaðilar koma að undirbúningi. Mikilvægt er að löggjafinn vandi sig þegar um svo mikilvæg réttindi barnsins er að ræða. 2. Norræn lagaframkvæmd. Oheft málshöfðunarheimild er varasöm, að mati undirritaðrar, sbr. I. lið hér fyrir ofan, án undangenginni nákvæmrar rannsóknar, ekki síst á Norrænni 1

6 lagaframkvæmd. í Noregi hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar, svo dæmi sé tekið, en þeir hafa breytt barnalögum þar undanfarin ár, með tilliti til réttinda barna varðandi sæðisgjafa, tengsl feðra við börn sín, í ljósi jafnréttisumræðunnar o.s.frv. Norðmenn hafa á undanfórnum árum gert vandaðar og nákvæmar rannsóknir, með skipun nefnda, sem skilað hafa skýrslum, í tengslum við breytingar á norsku barnalögunum. Sem dæmi um vandaðar skýrslur um eftirfarandi má benda á eftirfarandi hlekki: htm l?id= Þetta er gott dæmi um vandaða rannsóknarvinnu sem leiddu til breytinga á barnalögum. Nauðsyn ber að vanda alla vinnu við breytingu á þessu lagaákvæði og líta, eins og fyrr segir, til Norrænnar lagaframkvæmdar. 3. Nánari rökstuðningur gegn óheftri málsaðild. Sama ákvæði um óhefta málsaðild, eins og í frumvarpinu greinir, hefur áður verið lagt fram. Eftir nákvæma vinnu Allsherjarnefndar, sjá Nefndarálit Allsherjarnefndar um frv. til barnalaga, dags , komst nefndin að þeirri niðurstöðu að fallast ekki á óhefta málsaðild manna út í bæ, sem telja sig feður/föður barns. Var einnig Qallað um dóm Hæstaréttar frá 18. desember 2000 í þessu sambandi. Tekið skal fram að nefndin ræddi þetta atriði ítarlega á fjölmörgum fundum hennar, en í henni sátu Alþingismennirnir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, Guðrún Ögmundsdóttir, Katrín Feldsted, Jónína Bjartmarz, Guðjón A. Kristjánsson, Kjartan Olafsson, Olafur Örn Haraldsson og Arnbjörg Sveinsdóttir, auk þess sem Þuríður Backman var áheyrnarfulltrúi og var hún samþykk afgreiðslunni. Nefndin komst að einhljóða niðurstöðu, eftir nákvæma vinnu. Á fund nefndarinnar kom m.a. Drífa Pálsdóttir, Valborg Snævarr, Þorhildur Líndal og Hrefna Friðriksdóttir, Ingibjörg Bjarnardóttir og Sif Konráðsdóttir. Þá bárust nefndinni fjölmargar umsagnir m.a. frá Dómarafélagi fslands, Dómstólaráði, Barnaverndarstofu, Lögmannafélagi íslands, og Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa, Barnarverndarnefnd Reykjavíkur. Ástæðan fyrir því að Allsherjarnefnd bætir við frumvarpið enda hafi barn ekki verið feðrað", er tiltekin m.a. sú að hafi barn verið feðrað eftir almennum feðrunarreglum, sé málshöfðun eklci heimil. Megintilgangurinn er einnig sagður sá að koma í veg fyrir tilhæfulausar málshöfðanir. Sú röksemd hefur ekki verið hrakin, en meginregla í barnarétti, eins og fyrr greinir, bæði á íslandi og í öðrum eða flestum vestrænum ríkjum Pater-est reglan. Það er ekki að ástæðulausu að nefndin komist að þessari réttu niðurstöðu. 4. Vald dómstóla. í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að dómstólar geti stoppað af tilhæfulausar málsóknir. Þetta er einfaldlega rangt. Islenskir dómstólar hafa enga 2

7 H e lg a lögmenn heimild, þ.e. hvorki skv. lögum um einkamál né skv. barnalögum, að stöðva málshöfðun manns sem telur sig vera föður barns. Menn sem eru t.d. veikir á geði, hættulegir eða haldnir þráhyggju geta samkvæmt frumvarpinu höfðað barnsfaðernismál. Einnig opnar þetta leið í framtíðinni að sæðisgjafar eða jafnvel staðgöngumæður geti höfðað barnsfaðernismál. Afleiðingarnar eru ófyrirsjáanlegar og jafnvel skelfilegar og augljóslega í andstöðu við hagsmuni barnsins. Barnið á rétt vernd, öryggi, forsjá og uppeldi foreldra sinna, bæði móður og föður. Augljóst er því að afleiðingarnar þessa geta verið skelfilegar fyrir barnið og jafnvel í andstöðu við réttindi barnsins. Slíkt getur einnig verið andstætt Barnasáttmála S.Þ., þá alþjóðlegu samninga sem við erum bundin af og anda barnalaganna. Sú röksemd, sem fram kemur í tilnefndu nefndaráliti Allsherjarnefndar frá árinu 2003, hefur ekki verið hrakin. 5. Hagsmunir barnsins. Jafnvel þótt, í einhverjum tilvikum, sé vitað að barn sem feðrað er samkvæmt Pater-est reglunni, sé ekki líffræðilegt barn foður, getur það haft ófyrirséðar neikvæðar afleiðingar fyrir barnið, að málsaðild sé óheft. Dæmi eru um að líffræðilegur faðir eða blóðfaðir, sé einfaldlega ekki er til staðar fyrir barnið, við fæðingu barnsins eða við uppeldi þess. Astæður geta verið margvíslegar, svo sem andleg vanheilsa blóðföður, misnotkun vímugjafa, alvarleg persónuleikaröskun, brotaferill o.s.frv. Verði umrætt frumvarp að lögum getur óheft málsaðild verið andstæð hagsmunum barnsins. 6. Umsagnir. Vísað er til bréfs með athugasemd Láru V. Júlíusdóttur, hrl., dags , bréfs með umsögn Félags stéttarfélags félagsráðgjafa, dags Tekið er undir þau mikilvægu sjónarmið sem þar koma fram. 7. M isskilningur flutningsmanna frumvarpsins. Röksemdir flutningsmanna um að leyfa eigi óhefta málsaðild virðist vera á misskilningi byggður, að mati undirritaðrar. Vísað er um þetta til greinargerðar um lagaákvæðið og umræðna flutningsmanns, Jónínu Rósar Guðmundsdóttur og Loga Más Einarssonar, á Alþingi. Það er einfaldlega ekki hægt að fallast á, að framangreind rök eigi að leiða til óheftrar málsaðildar manns sem telur sig feður barns. Mikilvægast er að vanda til breytinga á þessu mikilvægu réttindum barnsins í barnalögum. Undirritaður lögmaður er fús til að aðstoða nefndina og að koma fyrir hana, komi það að gagni. 3

8 & e) Jafnréttisstofa Alþingi Erindi nr. Þ 141/1364 komudagur Nefndasvið Alþingis velferðamefnd Austurstræti Reykjavík Akureyri, 6. febrúar IE Efni: Umsögn um frv. til breytinga á bamalögum (stefnandi faðemismáls), þskj. 370, 323. mál. Með tölvubréfi 31. janúar 2013 óskaði velferðamefnd eftir umsögn Jafnréttisstofu um frumvarp til laga um breytingu á bamalögum nr. 76/2003 (stefnandi faðernismáls), mál nr. 323 á þskj Jafnréttisstofa tekur undir þau rök sem fram koma í greinargerð með frumvarpinu að fella eigi niður þá takmörkun á málshöfðunarheimild karla sem er í greininni. Þar kemur fram að maður sem telur sig föður bams geti ekki höfðað faðemismál, hafi bamið verið feðrað. A f frumvarpinu er ekki ljóst hvort frumvarpshöfundar vilja einnig fella niður síðasta liðinn í setningunni en þar segir,,...[eða foreldri ákvarðað skv. 2. mgr. 6. gr.] Jafnréttisstofa tjallar ekki um önnur atriði að svo stöddu en þau sem gerð eru að umijöllunarefni í frumvarpinu, þ.e. að fella niður takmörkun á málshöfðunarheimild karla. Það að fella niður þessa takmörkun á málshöfðunarrétti karlmanns sem telur sig föður bams mun leiða til þess að staða kynjanna verði jafnari þegar á heildina er litið. Það verður ekki séð að það að takmarka málshöfðunarrétt karla með þeim hætti sem gert er í núgildandi lagaákvæði sé i samræmi við þá grundvallarreglu að fólk, konur og karlar, skuli almennt eiga rétt á að bera mál sín undir dómstóla. Það eru ekki síst hagsmunir bama að faðemi sé leitt í ljós, en einnig samfélagsins alls að fólk sé rétt feðrað. Jafnréttisstofa styður það að frumvarpið verði samþykkt. Jafnréttisstofa, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri Sími: Bréfsími: Netfang: jafriretti@jafnretti.is

9 Velferðarnefnd Alþingis Alþingi Erindi nr. Þ 141/1579 komudagur Alþingi v/austurvöll 150 Reykjavík Mosfellsbær, 14. Febrúar 2013 Athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003, mál nr. 323 This proposed amendment to the current law which would allow a man outside a family structure to file a paternity suit would be detrimental and unsupportive of children's rights and violate existing rights of a legal father. One must consider the impact of this change in law on the pre-existing family unit. This change would allow a stranger to enter into the life of a child, at any given time, and lay claim based solely on DNA. The best interest of the child is to belong to loving and caring parents who allow him or her to grow and offer support and guidance throughout their lives. DNA is not indicative that this will happen. Adoptive children are raised to love, trust and rely on their non-biological family their entire lives. We teach them that it does not matter where they come from but who they are and who they are with now. Not all adoptive children benefit from meeting a biological parent. Would this law benefit change if it affected adoptive parents, in the same respect, and gave rights for a stranger to claim his DNA on their family? If the legal father is raising his child, supplying him or her with love, clothes, food, a home and all care of the child's well-being, has his legal rights stripped away from him and passed on to some stranger, how can this be in the best interest of the child? It is no different than walking into an adoptive child's life who was adopted, and now telling them they have a different father. A child has a right to know both parents. So we must consider why the biological father was not involved and determine why he was not made a part of this child's life from the beginning. Based on DNA, one would pass the rights of a child to an abusive man? What if the father just left his biological child because he wanted nothing to do with him/her and years later he can step in and claim him/her after never showing that child any decency, love or care over the years? It is unfair for established fathers that this change in law would, in essence, would rewind and take back the rights that were given to them upon the child's birth. The proposed changes are an intrusion into the lives of fathers who are actively parenting and raising children, who will now face losing their son or daughter based on results of a blood test. With the laws as they sit now, fathers, mothers and children can actively petition for a blood test. This is the least intrusive way for any child to know his roots and background. Families are not only comprised of blood relatives and the many adopted children in lceland can attest to this. It is the role of this society to protect children and their current rights with the families they have. It is also the responsibility of the families to ensure that a child is safe and free from harm. The courts need to understand that the family unit is sacred and should have protection from outside interference which would unjustly affect the rights of children in lceland in these situations. Regards, Jenmfer Greeníand

10 Alþingi Erindi nr. Þ 141/1511 komudagur Lögmenn Laug'aveg'i 3 Velferðamefnd Alþingis Alþingi v/ Austurvöll 150 Reykjavík Reykjavík, 12. febrúar 2013 Athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003, mál nr. 323 Til mín hefur leitað íslenskur heimilisfaðir og óskað aðstoðar við að koma að athugasemdum við framangreint frumvarp. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fellt sé niður það skilyrði fyrir málshöfðunarheimild manna sem telja sig feður bama að bamið sé ófeðrað. Það þýðir að nái frumvarpið í gegn geta menn, sem telja sig feður bama, hvort sem bömin eru feðruð eða ekki, höfðað bamsfaðemismál. Ein elsta regla barnaréttarins er hin svokallaða pater est regla. í henni felst að sé barn fætt í hjúskap eru löglíkur fyrir því að eiginmaður móður sé faðir barnsins. Reglan hefur í íslenskri löggjöf verið útvíkkuð þannig að hún nær ekki einungis til eiginmanns móður heldur einnig til sambúðarmaka hennar. Þessi regla er ekki einungis bundin við íslenskan bamarétt, heldur er alþjóðleg regla. Henni er ætlað að einfalda feðrun barna auk þess sem henni er ætlað að styrkja stoðir fjölskyldunnar. Með því að breyta málshöfðunarreglum með þeim hætti sem hér er lagt til er opnað fyrir möguleika manna á að höfða bamsfaðemismál til feðrunar bömum sem hafa verið feðmð skv. reglunni. Þótt rannsóknir í erfðavísindum hafi tekið stökkbreytingum á sl. áratugum og tiltölulega einfalt sé að finna út hvort böm séu rétt feðruð ber löggjafanum að líta til fleiri þátta í þessu sambandi. Hvaða hagsmuni á lagabreytingin að tryggja? Eru það ótvíræðir hagsmunir bams sem feðrað er samkvæmt pater est reglunni, að manni sem telur sig vera föður þess, sé veitt skilyrðislaus málshöfðunarheimild til að sýna fram á að hann sé raunverulegur faðir þess? Dæmi em um að menn séu haldnir slíkum ranghugmyndum að þeir telji sig vera feður bama kvenna sem þeir hafa einhvern tímann þekkt. Slík þráhyggja getur síðan opnað leið þeirra til málshöfðunar verði frumvarp þetta að lögum.

11 Einnig kunna málaferli af þessu tagi að spundra fjölskyldum. Umbj. minn hefur þannig af því persónulegar áhyggjur að verði frumvarpið að lögum muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hann og hans fjölskyldu. I því tilviki er talið að eitt barna hans og konu hans sé getið af öðrum manni. Sá maður leggur ofuráherslu á að faðerni bamsins verði rannsakað svo leiða megi í ljós að hann sé hinn rétti faðir og eigi þar af leiðandi heimild til umgengi við bamið og hugsanlega rétt til forsjár. Gangi þetta eftir, og maðurinn reynist vera faðir bamsins, má ætla að slík niðurstaða hefði djúpstæð áhrif á samband allra í þessari fjölskyldu, fjölskyldan sundrist og bamið, en hagsmuni þess skal ávallt hafa að leiðarljósi, skaðist mest. Augljóslega þurfa sterk rök að liggja að baki breytingu á bamalögum í þessa veru, rök sem ekki verður séð að komi fram í greinargerð með frumvarpinu, í umræðum á Alþingi eða fyrirliggjandi gögnum, svo öruggt verði að ekki sé verið að fóma meiri hagsmunum fyrir minni. Því má ekki gleyma að móðir bams svo og bamið sjálft hafa málshöfnunarheimild, hvort sem feðrun hefur átt sér stað með pater est reglu eða eftir öðrum leiðum. Þannig er tryggt samkvæmt bamalögum að telji móðir eða barn ástæðu til að leiðrétta feðrun bams á einhverju stigi er heimildin til staðar. Að lokum er rétt að geta þess að vel hefur verið vandað til íslenskrar lagasetningar í fjölskyldurétti í áranna rás. Hafa íslensk stjómvöld átt náið og gott samstarf við fræðimenn á þessu sviði og hefur á vettvangi Norðurlandanna mikil vinna verið unnin að samræmingu reglna. Það er því nauðsynlegt að allar breytingar á þeim lagaramma sem byggður hefur verið utan um réttindi bama séu grandskoðaðar áður en að þeim kemur. Einungis örfá mál koma upp af þessu tagi hér á landi, mál sem oft eiga rætur í allt öðru en því að verið sé að tryggja hagsmuni barns. Virðingarfyllst, \ j U /ZmfV1 / Lára V. Júlíusdóttir hrl.

12 Velferðarnefnd Alþingis Alþingi Erindi nr. Þ 141/1577 komudagur Alþingi v/austurvöll 150 Reykjavík Mosfellsbær, 14. Febrúar2013 Athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003, mál nr. 323 Tillagan um að styðja karlmann utan fjölskylduformgerðarinnar sem vill fá fram faðernispróf er takmarkandi og brýtur gegn réttindum hinnar tilorðnu fjölskyldu. Lögin gefa hjónum rétt til að vera foreldrar börnum sínum. Með þessari lagabreytingu verða einmitt þessi sömu réttindi sem veitt voru hinum lagalega föður tekin frá honum af ókunnugum manni sem getur sett fram kröfu á grundvelli erfða einvörðungu. Hinar tillögðu breytingar eru veikar þar sem þær sýna ekki fram á kosti þess að umbreyta fjölskyldueiningunni á þennan ágenga hátt. Þær bjóða ekki upp á lausn á þeim nýju vandamálum sem þær skapa. Tillaga þessi fjallar um rétt barna til að þekkja báða foreldra sína og framfylgir honum með því að taka burt réttindi núverandi föður og veita þau einhverjum öðrum. Þau tilvik þar sem líffræðilegur faðir var ekki í tengslum við barn frá fæðingu eru áhyggjuefni og ætti að athuga. Það að setja barnið í umsjá barnaverndarkerfisins og svipta lagalegum föður réttindum mun hafa alvarlegar afleiðingar og það er ekki barninu í hag. Þegar fjölskylda hefur þegar orðið til, hvaða varúðarráðstafanir og aðgát er viðhöfð til að halda fjölskyldueiningunni saman? Hvaða þjáningar mun barnið þola við að þóknast dómstólum og breyta nafni sínu, lagalegs föður síns, og vera kynnt fyrir einhverjum sem hugsanlega er ekki hæfur til að vera foreldri? Vinsamlegast íhugið hvers vegna einhver ætti að vera hindraður í að hitta barn eða yfirleitt, hvers vegna var líffræðilegi faðirinn ekki með frá upphafi? Eftir að líffræðilegur karlmaður hefur hundsað foreldraskyldur sínar í mörg ár, getur hann þá gripið inn og eignað sér barn? Með þessari lagabreytingu er horfið frá því að styðja við fjölskyldueininguna og neitað að viðurkenna að fjölskylduformgerðin sé mikilvæg og í raun stuðlað að mannréttindabrotum. Með henni er lögð áhersla á að eyðileggja frekar en samþætta. Hvar er þess getið að réttindi núverandi föður skuli halda sér, sem studdi barnið fjárhagslega, tilfinningalega og lagalega árum saman? Hvaða skilaboð færið þið börnum með því að neita föður þeirra um öll réttindi og neyða þau til að heimsækja ókunnugan mann? Er ekki til mildari leið til að kynna barn fyrir tveimur feðrum? Sérhvert barn á rétt á að vita hvaðan það kemur og er ættað. Ekki þarf að breyta lögum til að það sé kleift. Nú þegar getur móðirin eða barnið gert það. Með því að breyta þessum lögum núna er brotið á réttindum hinnar tilorðnu fjölskyldu, þ.m.t. barnanna sem koma við sögu en enn meira á þeim eina föður sem barnið hefur nokkurntíma þekkt. Fjölskyldur ráðast ekki af blóðböndum. Þessi tillagða breyting er skref afturábak fyrir réttindi feðra sem munu nú missa lagaleg réttindi til barna sinna. Hvetjum við ekki kjörbörn til að taka fagnandi foreldrum sem ekki eru líffræðilega bundnir þeim? Virðingarfyllst, Magnús Símonarson

13 Alþingi Erindi nr. Þ 141/1614 komudagur MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA ÍSLANDS ICELANDIC HUMAN RIGHTS CENTRE Alþingi Reykjavík, 15. febrúar 2012 Nefndasvið Austurstræti Reykjavík Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 (stefnandi faðernismáls) löggjafarþing Þingskjal nr mál. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur fengið ofangreint frumvarp til umsagnar. Markmið frumvarpsins er að fella niður þá takmörkun sem nú er að finna í 1. mgr. 10. gr. barnalaga um að faðir geti ekki verið stefnandi í faðernismáli nema barn sé ófeðrað. MRSÍ fagnar tillögunni og telur hana í fullu samræmi við það markmið að barn fái að þekkja báða foreldra sína. Ákvæði um slíkt er að finna í 7. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins þar sem segir m.a. að aðildarríkin eigi að tryggja eftir því sem unnt er rétt barns til að þekkja báða foreldra sína. Í 8.gr. segir ennfremur að aðildarríki skuldbinda sig til að virða rétt barns til að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling, þar með talið ríkisfangi sínu, nafni og fjölskyldutengslum. Má í raun segja að barn sem ekki þekkir raunverulega foreldra sína tapi að einhverju leyti þeim rétti sem aðildarríkjum ber að tryggja skv. 8. gr. samningsins. Því styður MRSÍ þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpi þessu. Virðingarfyllst, f.h. Mannréttindaskrifstofu Íslands Jóna Aðalheiður Pálmadóttir, lögfræðingur Túngata 14, 1. hæð Reykjavik - Iceland Sím ar/phone Fax Netfang/ info@mannrettindi.is

14 Alþingi Erindi nr. P komudagur ^ 3 Alþingi v/ Austurvöll 150 Rcykjavík Persónuvernd Rauðarárstíg Reykjavík sími: bréfasími: netfang: postur@personuvemd.is veffang: personuvemd.is Reykjavík, 27. febrúar 2013 Tilvísun: TS/- Persónuvernd vísar til erindis Alþingis frá 31. janúar 2013 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um bamalög (323. mál á 141. löggjafarþingi). Ekki eru gerðar athugasemdir við frumvarpið. Virðingarfyllst Teitur Skúlason 1

15 Samtök Meðlagsgreiðenda Alþingi Erindi nr. Þ 141/1331 komudagur Velferðarnefnd Alþingis. 31. janúar 2013, Reykjavík Efni: Umsögn Samtaka meðlagsgreiðenda um frumvarp til laga um barnalög, 323. mál. Ágæta velferðarnefnd. Í dag, 31. janúar 2013, bárust Samtökum meðlagsgreiðenda beiðni frá velferðarnefnd Alþingis þar sem samtökunum var gefin kostur á að skila inn umsögn vegna frumvarps til laga um barnalög, og varðar stefnanda í faðernismáli. Í frumvarpinu er lögð til breyting á barnalögum nr. 76/2003 þar sem takmarkanir sem nú eru í 1. mgr. 10 gr. laganna varðandi heimild karlmanns til höfðunar á faðernismáli er felld brott. Málshöfðunarreglur í faðernismálum hafa löngum takmarkað rétt karlmanna, sem telja sig föður barns, til að höfða dómsmál til staðfestingar á faðerni barns. Með því fumvarpi sem hér um ræðir lögð til sú breyting á 10 gr. barnalaga að karlmanni, sem telur sig föður barns, verði tryggð heimild til að höfða barnsfaðernismál án nokkurra takmarkana. Samtök meðlagsgreiðenda taka almennt ekki afstöðu í forsjár, faðernis eða umgengnismálum, heldur lúta markmið samtakanna að lífskjörum meðlagsgreiðenda. Samtökin vilja því ekki knýja á um breytingar á barnalögum nema þar sem kveðið er á um greiðsluskyldur og umgengnisforeldra. Hins vegar telja samtökin að ekki sé hægt að breyta meðlagskerfinu fyrr en umgengnisforeldrar hafa verið auðkenndir í þjóðskrá og rannsakaðir eins og aðrir þjóðfélagshópar. Samtökin telja það ekki samrýmast viðmiðum réttarríkisins, að löggjafinn semji lög um jafn stóran þjóðfélagshóp og umgengnisforeldrar eru, án þess að vita hversu fjölmennur hann er, hverjir umgengnisforeldrar eru, og hverjir félagslegir og fjárhagslegir hagir þeirra eru. Forsenda þess að hægt sé að semja lög um þjóðfélagshópinn er að löggjafinn hafi komist yfir rannsóknir á þjóðfélagshópnum, sem sambærilegar eru þeim rannsóknum sem Alþingi leggur til grundvallar í lagabreyingum er varðar einstæða foreldra og aðra lögheimilisforeldra og barnafjölskyldur. Að til séu sérlög sem leggja sérstakar byrgðar á þjóðfélagshópinn og ganga öðrum lögum fram ar (sbr. meginreglu sérlaga, lex specialis), nánar tiltekið lög um Innheimtustofnun, nr. 54/1971), er fullkomlega óforskammað og óviðunandi í ljósi þess að löggjafinn hefur engar haldbærar rannsóknir eða upplýsingar um þjóðfélagshópinn. Samtökin telja því að enginn aðili; hvorki löggjafinn né heldur félagasamtök, séu í stöðu til að mæla fyrir breytingu á lögum er varðar þjóðfélagshópinn, fyrr en ofangreindar upplýsingar og rannsóknir liggja fyrir um hann. Samtökin vilja hins vegar nefna sérstaklega að umrætt frumvarp til barnalaga snertir greiðsluskyldur umgengnisforeldra eins og kveðið er á um í 57. gr. um úrskurð eða dóm um meðlag. Þar segir eftirfarandi: 1

16 *& Samtök Meðlagsgreiðenda Nú fullnægir foreldri ekki framfærsluskyldu sinni gagnvart barni og getur sýslumaður þá úrskurðað það til greiðslu meðlags með því. Meðlag verður þó ekki ákvarðað lengra aftur í tímann en eitt ár frá því að krafa var sett fram nema alveg sérstakar ástæður leiði til þess. Meðlag skal ákveða með hliðsjón af þörfum barns og fjárhagsstöðu og öðrum högum beggja foreldra, þar á meðal aflahæfi þeirra. í meðlagsúrskurði má hvorki ákveða lægri meðlagsgreiðslu en einfalt meðlag né heldur takmarka meðlagsskyldu foreldris við lægri aldur barns en 18 ár. Þegar svo háttar til að foreldrar hafa gert með sér tímabundinn samning um forsjá, sbr. 4. mgr. 32. gr., er þó heimilt að úrskurða meðlag til jafnlangs tíma og forsjá er ákveðin samkvæmt samningnum. Dómsmálaráðuneytið gefur út leiðbeiningar um viðmiðunarfjárhæðir vegna krafna um meðlag umfram lágmarksmeðlag skv. 3. mgr. Þegar dómari sker úr ágreiningsmáli um faðerni eða forsjá barns skal hann einnig, að kröfu, leysa úr ágreiningi um meðlag í dómi samkvæmt ákvæðum þessarar greinar. Samkvæmt 6. mgr. ákvæðisins getur dómari, við úrskurð í ágreiningsmáli um faðerni eða forsjá barns, leyst úr ágreiningi um meðlag í dómi samkvæmt heimildum í þeim málsgreinum ákvæðisins sem koma á undan, m.a. 1. mgr. þar sem dómari getur gert föður skylt að greiða meðlög ár aftur í tímann, þrátt fyrir að á þeim tíma hann hafi ekki verið viðurkenndur sem faðir barnsins eða notið samvista með því. Auk þessa þarf faðir að standa straum af rannsóknum vegna faðernismáls og getur kostnaðurinn orðið umtalsverður. Ljóst er að faðernismál eru erfið og krefjandi fyrir föðurinn, og líta samtökin á að brotið sé á rétti barnsins og föðursins þá þegar barni er meinuð umgengni við föður áður en rannsókn sannar að hann sé raunverulega faðir barnsins. Samtökin telja mikilvægt að löggjafinn viðurkenni þessi brot og þá bágu réttarstöðu sem faðirinn er í, jafnvel þótt ofangreint frumvarp til barnalaga verður að lögum. Löggjafinn þarf að gæta meðalhófs í kröfum sínum á umgengnisforeldrið þegar kemur að greiðsluskyldum á því tímabili sem hann var ekki viðurkenndur sem foreldri barnsins, þrátt fyrir að vera það sannanlega. Því telja Samtök meðlagsgreiðenda að fylgja þurfi frumvarpi þessu breyting á 57. gr. barnalaga, þannig, að ef maður reynist faðir barns að loknu faðernismáli fyrir dómstólum, þá falli kostnaður við faðernispróf á ríkissjóð, auk meðlagsgreiðslna eitt ár aftur í tímann, eins og greint er frá í 1. mgr. 57. greinarinnar. Virðingarfyllst. Stjórn Samtaka meðlagsgreiðenda. 2

17 Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti Reykjavík Alþingi Erindi nr. Þ 141/1669 komudagur Reykjavík, 14. febrúar 2013 UB: 1302/4.1.1 Efni: Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (stefnandi barnsfaðernismáls), 323. mál. Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 31. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp. Umboðsmaður barna telur mikilvægt að tryggja rétt barna til að þekkja uppruna sinn, sbr. meðal annars 7. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ljóst er að framfarir í lífsýnarannsóknum hafa orðið til þess að auðvelt er að skera úr um það með óyggjandi hætti hver er líffræðilegur faðir barns. Telur umboðsmaður barna því tímabært að breyta barnalögunum og kveða á um að maður sem telur sig föður barns geti höfðað faðernismáls, án nokkurra takmarkana. Fagnar hann því ofangreindu frumvarpi og vonar að það verði að lögum. Umboðsmaður barna telur þó að ýmislegt sé óskýrt varðandi áhrif þessarar breytingar á aðstæður barna í mismunandi fjölskyldugerðum. Umboðsmaður barna vonar að dómstólar geti stöðvað tilhæfulausar málsóknir eins og segir í greinargerð enda telur umboðsmaður mikilvægt að tryggja stöðuleika barna og friðhelgi fjölskyldunnar. Ein leið til að stuðla að því gæti verið að láta mann sem fer í faðernismál af ástæðulausu bera allan kostnað af málinu. Annað sem umboðsmaður vill benda á og tengist stöðugleika í lífi barna er áhrif faðernismáls á líf barns sem kemst að því á viðkvæmum aldri að það eigi annan kynföður en það hélt. Umboðsmaður telur brýnt að fyllstu nærgætni sé gætt þegar niðurstaða barnsfaðernismáls er kynnt fyrir barni þar sem slík niðurstaða getur bæði verið barni alvarlegt áfall eða mikil gleði - allt eftir aðstæðum. Eftir mat á því hvort og þá hvernig barn skuli kynnast kynföður sínum ætti fyrirkomulag aðlögunar að vera endurskoðað reglulega og á forsendum barnsins.

18 Umboðsmaður barna vill einnig beina sjónum að hagsmunum barna sem hafa alla tíð alist upp með föður sem er ekki líffræðilegur faðir þeirra. Í núgildandi lögum segir: Maður skal talinn faðir barns ef niðurstöður mannerfðafræðilegra rannsókna benda eindregið til þess að hann sé faðir þess." Umboðsmaður veltir fyrir sér hvort það sé í samræmi við bestu hagsmuni barns að staðhæfa að líffræðileg tengsl eigi ávallt að vega þyngra en tilfinningaleg tengsl. Þetta eru atriði sem umboðsmaður barna telur mikilvægt að löggjafinn velti fyrir sér. Jafnvel væri hægt að hugleiða hvort ástæða sé til að veita dómurum meira svigrúm til þess að meta hver skuli teljast lagalegir faðir barns, út frá aðstæðum hverju sinni. Umboðsmaður gerir sér grein fyrir því að slíkt mat yrði ávallt mjög vandasamt í framkvæmd og þá yrði vilji og afstaða barns að hafa áhrif, í samræmi við aldur þess og þroska, sbr. 3. mgr. 1. gr. barnalaga og 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Virðingarfyllst, Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni Réttur barns til að tjá sitt viðhorf á umgengni Ester Petra Gunnarsdóttir Elísabet Gísladóttir Apríl 2017 BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 Skýrsla umboðsmanns barna 1. janúar 2016 31. desember 2016 Útgefandi: Umboðsmaður barna Kringlunni 1, 5. h. 103 Reykjavík Heimasíða: www.barn.is Netfang: ub@barn.is 2017

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð félagsfræði Tengsl feðra við börn sín sem eiga fasta búsetu hjá móður Fjóla Bjarnadóttir Júní 2009 Leiðbeinandi: Þorgerður Einarsdóttir Nemandi: Fjóla Bjarnadóttir

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar...

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu... 3 2.1 Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... 3 2.2 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins... 4 2.2.1 Almennt

More information

Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti Reykjavík. Reykjavík, 11. febrúar 2014

Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti Reykjavík. Reykjavík, 11. febrúar 2014 Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 11. febrúar 2014 Tilv.: 1401030 Efni: Umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarp til laga um breytingu á

More information

Lokaverkefni í félagsráðgjöf. Hver er ég, hvaðan kem ég?

Lokaverkefni í félagsráðgjöf. Hver er ég, hvaðan kem ég? Lokaverkefni í félagsráðgjöf til BA-gráðu Hver er ég, hvaðan kem ég? Um rétt barna til að þekkja uppruna sinn Snjólaug Aðalgeirsdóttir Leiðbeinandi Helga Sól Ólafsdóttir Júní 2014 Hver er ég, hvaðan kem

More information

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt.

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt. r ALITSGERÐ Til: Frá: Dagsetning: Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins Dr. Andra Fannari Bergþórssyni 12. m aí2017 Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan

More information

Til forsætisráðherra. Í samræmi við 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hef ég látið taka saman skýrslu þessa um starfsemi embættisins.

Til forsætisráðherra. Í samræmi við 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hef ég látið taka saman skýrslu þessa um starfsemi embættisins. Til forsætisráðherra Í samræmi við 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hef ég látið taka saman skýrslu þessa um starfsemi embættisins. Embætti umboðsmanns barna átti 18 ára afmæli í upphafi árs

More information

Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok

Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok -BA ritgerð í lögfræði - Kristján Jónsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg María Árnadóttir Júní 2010 Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg

More information

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2017

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2017 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2017 1 Skýrsla umboðsmanns barna 1. janúar 2017-31. desember 2017 Útgefandi: Umboðmaður barna Kringlunni 1, 5 h. 103 Reykjavík Heimasíða: www.barn.is Netfang: ub@barn.is 2018

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

MA ritgerð. Þetta er stórt púsluspil

MA ritgerð. Þetta er stórt púsluspil MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Þetta er stórt púsluspil Búseta barna í stjúpfjölskyldum Diljá Kristjánsdóttir Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir Nóvember 2015 Háskóli Íslands Félagsvísindasvið

More information

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði Samkeppnisstofnun 12. nóvember 1998 Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði I. Inngangur Þann 29. júní sl. sendi Samkeppnisstofnun frá sér umsögn um upphaflegt frumvarp til laga um

More information

Ólöf Heiða Guðmundsdóttir. Vel þekkt vörumerki. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt

Ólöf Heiða Guðmundsdóttir. Vel þekkt vörumerki. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt Ólöf Heiða Guðmundsdóttir Vel þekkt vörumerki -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...

More information

ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN

ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN Guðrún Kristinsdóttir prófessor emerita Guðrún Kristinsdóttir 2017 Birt að tilhlutan Vísindasiðanefndar Háskóla Íslands 1 Formáli Í vinnu við umsagnir

More information

Kynferðisofbeldi gegn börnum Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen

Kynferðisofbeldi gegn börnum Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen Kynferðisofbeldi gegn börnum Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni RITRÖÐ RANNSÓKNASTOFNUNAR ÁRMANNS

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I.

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I. Fimmtudagurinn 27. september 2001 170. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 28/2001 Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu I. Erindið Með erindi, dags. 2. mars 2001, óskaði

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Velferðarnefnd mál

Velferðarnefnd mál 28.10.2015 Velferðarnefnd. 228. mál Embætti landlæknis gerir ekki athugasemdir við frumavarpið að öðru leiti en því að í umsögn fjármálaráðuneytisins er getið um að embætti landlæknis fái fjármagn til

More information

Aðsetur - Offtce: Borgartún 21, IS-105 Reykjavík, Iceland Sími - Telephone: (+354) Fax - Telefax: (+354) Netfang -

Aðsetur - Offtce: Borgartún 21, IS-105 Reykjavík, Iceland Sími - Telephone: (+354) Fax - Telefax: (+354) Netfang - Rafmagnsöryggi Faggilding Markaðsgæsla Mælifræði LcigmælifræÖi A Governmental Agencyfor: Electrical Sqfety Market Sun eiuance Ij'f at Reykjavík 20. febrúar 2004 Nefndasvið Alþings Austurstræti 8-10 150

More information

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: 1. Arion banka hf. 2. Íslandsbanka 3. Lýsingu hf. 4. Samtök fjármálafyrirtækja 5. Seðlabanka Íslands 6. Straumi

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Auðkenni Super Jeep Drive. I. Erindið

Auðkenni Super Jeep Drive. I. Erindið Ákvörðun nr. 54/2016 Auðkenni Super Jeep Drive I. Erindið Með bréfi Superjeep ehf. til Neytendastofu, dags. 16. desember 2015, var kvartað yfir notkun Super Jeep Drive ehf. á orðunum Super Jeep. Í bréfinu

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Landsamtök lífeyrissjóða Bt. stjórnar og framkvæmdastjóra Guðrúnartúni Reykjavík 25. september 2016

Landsamtök lífeyrissjóða Bt. stjórnar og framkvæmdastjóra Guðrúnartúni Reykjavík 25. september 2016 Landsamtök lífeyrissjóða Bt. stjórnar og framkvæmdastjóra Guðrúnartúni 1 105 Reykjavík 25. september 2016 Efni: Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða Þann 20. september s.l. lagði efnahags- og viðskiptanefnd

More information

Bæklingar: Evrópusambandið. Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi Fyrstu skrefin. Innflytjendaráð, Reykjavík

Bæklingar: Evrópusambandið. Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi Fyrstu skrefin. Innflytjendaráð, Reykjavík Heimildaskrá Bækur: Gunnar G. Schram. Stjórnskipunar réttur. Háskólaútgáfan, Reykjavík. 1999. Eiríkur Bergmann Einarsson. Opið land, staða Íslands í samfélagi þjóðanna. Skrudda, Reykjavík. 2007. Stefán

More information

Samningsfrelsið og skerðing þess

Samningsfrelsið og skerðing þess VEFRIT Samningsfrelsið og skerðing þess Eftir Ásu Ólafsdóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Hvað felst í samningsfrelsi?... 3 3 Nýjar reglur jafnréttislaga lög

More information

BA ritgerð. Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi þróast?

BA ritgerð. Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi þróast? BA ritgerð Félagsráðgjöf Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi þróast? Inda Björk Alexandersdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen Október 2016 Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Ráðstöfun ofgreiddrar kröfu

Ráðstöfun ofgreiddrar kröfu Ráðstöfun ofgreiddrar kröfu Skylda launþega til endurgreiðslu ofgreiddra launa með tilliti til reglna um endurheimtu ofgreidds fjár - BA ritgerð í lögfræði - Ágúst Bragi Björnsson Lagadeild Félagsvísindasvið

More information

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Varðveisla gagna í stjórnsýslunni Kristín Benediktsdóttir, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands Útdráttur Mikið af

More information

Ed Frumvarp til laga [286. mál]

Ed Frumvarp til laga [286. mál] Ed. 588. Frumvarp til laga [286. mál] um ávana- og fíkniefni. (Lagt fyrir Alþingi á 94. löggjafarþingi, 1973-1974.) 1. gr. Rikisstjórninni er heimilt fyrir íslands hönd að gerast aðili að alþjóðasamningum

More information

Fimmtudaginn 3. maí 2018.

Fimmtudaginn 3. maí 2018. Nr. 418/2017. Fimmtudaginn 3. maí 2018. Arnar Berg Grétarsson (Hjörleifur B. Kvaran lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Einar Karl Hallvarðsson lögmaður) Skattskylda. Tekjuskattur. Heimilisfesti. Lögheimili.

More information

Nefndasvið Alþingis Reykjavík, 15. febrúar Austurstræti Reykjavík

Nefndasvið Alþingis Reykjavík, 15. febrúar Austurstræti Reykjavík Nefndasvið Alþingis Reykjavík, 15. febrúar 2008. Austurstræti 8-10 150 Reykjavík UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU UM FRUMVARP UM BREYTINGA Á LÖGUM UM ÚTLENDINGA, NR. 96/2002, FLOKKAR DVALARLEYFA, EES-REGLUR

More information

RANNSÓKNIR Í FÉLAGSVÍSINDUM VI LAGADEILD

RANNSÓKNIR Í FÉLAGSVÍSINDUM VI LAGADEILD RANNSÓKNIR Í FÉLAGSVÍSINDUM VI LAGADEILD RANNSÓKNIR Í FÉLAGSVÍSINDUM VI LAGADEILD Erindi flutt á ráðstefnu í október 2005 Ritstjóri Róbert R. Spanó Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 2005 2005 Höfundar

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011

Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011 Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011 I. Erindi Þann 26. október 2011 sl. barst Flugmálastjórn Íslands (FMS) kvörtun frá A. Kvartandi

More information

Er löggjafanum heimilt að mæla fyrir um aðildarskyldu að björgunarsveitum?

Er löggjafanum heimilt að mæla fyrir um aðildarskyldu að björgunarsveitum? Er löggjafanum heimilt að mæla fyrir um aðildarskyldu að björgunarsveitum? - með tilliti til skilyrða 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 - - BA ritgerð í lögfræði - Gísli Davíð

More information

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra.

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra. 148. löggjafarþing 2017 2018. Þingskjal 1029 622. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra. I. KAFLI Markmið, orðskýringar og gildissvið.

More information

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Börnum straffað með hendi og vendi Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Steinunn Bergmann 2010 1 Formáli Rannsókn þessi á tilkynningum til barnaverndarnefnda er varða grun

More information

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma Kristín Rún Friðriksdóttir er hjúkrunarfræðingur, BS, á Vogi. Ragnheiður

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Hamraborg Kópavogí - sími bréfsími S

Hamraborg Kópavogí - sími bréfsími S Erindi nr. Þ H é r a ð s s k j a l a s a f n K ó p a v o g s ^ t m t d a g u r I S. 3. 2 o I I Hamraborg 1-200 Kópavogí - sími 544 4750 - bréfsími S44 2110 Nefhdasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur Margrét Vala Kristjánsdóttir lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2. tbl. 5. árg. 2009 Fræðigreinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Odda v/sturlugötu 101

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti Ákvörðun nr. 2/2018 Fækkun dreifingardaga á pósti I. Tilkynning Íslandspósts Íslandspóstur ohf. (hér eftir ÍSP) tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun (PFS), með bréfi dags. 28. september 2017, að sú ákvörðun

More information

Drög að kafla í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa

Drög að kafla í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa Drög að kafla í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa Leiðarvísir um mat á jafnréttisáhrifum frumvarpa Leiðarvísir um mat á jafnréttisáhrifum frumvarpa Í þessum kafla er að finna leiðarvísi um

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012 Fimmtudagur, 13. desember, 2012 Ákvörðun nr. 31/2012 Ósk leigubílastöðvarinnar Hreyfils um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubifreiðar sem aka undir

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2014 um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 19. febrúar

More information

*Tollverð. Úrskurður nr. 1/2004.

*Tollverð. Úrskurður nr. 1/2004. *Tollverð Úrskurður nr. 1/2004. Kærð er tollverðsákvörðun tollstjóra á tveimur bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz ML-320, árgerð 2001 og Mercedes Benz ML-430, árgerð 2000. Ríkistollanefnd féllst á þautavarakröfu

More information

Samfélagslist sem aðferð til að auka þátttöku barna í félagsráðgjöf

Samfélagslist sem aðferð til að auka þátttöku barna í félagsráðgjöf Samfélagslist sem aðferð til að auka þátttöku barna í félagsráðgjöf Hervör Alma Árnadóttir, félagsráðgjafi MSW, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Martha María Einarsdóttir, félagsráðgjafi

More information

Réttur til menntunar

Réttur til menntunar Samkvæmt 2. mgr. 76. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 Ritgerð til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haustönn 2014 Nafn nemanda: Hlynur Freyr Viggósson Leiðbeinandi: Þorbjörg Inga Jónsdóttir

More information

Úrræði lánveitanda við vanefndir lántaka I - Gjaldfelling lánasamninga -

Úrræði lánveitanda við vanefndir lántaka I - Gjaldfelling lánasamninga - 9 Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Úrræði lánveitanda við vanefndir lántaka I - Gjaldfelling lánasamninga - 1. Inngangur 10 2. Vanefndir samkvæmt lánasamningum 10 2.1. Almennt 10 2.2. Tilgangur vanefndaákvæða

More information

Föstudagurinn, 19. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Hasso Íslands ehf. yfir skráningu lénsins hasso.com

Föstudagurinn, 19. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Hasso Íslands ehf. yfir skráningu lénsins hasso.com Föstudagurinn, 19. september 2003 205. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 38/2003 Kvörtun Hasso Íslands ehf. yfir skráningu lénsins hasso.com I. Málavextir og málsmeðferð 1. Með bréfi, dags. 19. mars 2003,

More information

Í takt við tímann lagasetningarvald dómstóla

Í takt við tímann lagasetningarvald dómstóla lagasetningarvald dómstóla Lokaverkefni til ML prófs Svanhildur Másdóttir Leiðbeinandi: Björn Þorvaldsson Háskólinn á Bifröst Vor 2012 Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið: Í

More information

Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja

Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja Fimmtudagur, 24. nóvember 2016 Ákvörðun nr. 34/2016 Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja Samantekt Í máli þessu er

More information

Skýrsla. félags- og húsnæðismálaráðherra um réttindi og skyldur aldraðra, samkvæmt beiðni. (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi

Skýrsla. félags- og húsnæðismálaráðherra um réttindi og skyldur aldraðra, samkvæmt beiðni. (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi Skýrsla félags- og húsnæðismálaráðherra um réttindi og skyldur aldraðra, samkvæmt beiðni. (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015 2016.) Með beiðni (á þskj. nr. 411 340. mál) frá Birgittu Jónsdóttur

More information

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014 Miðvikudagur, 3. desember 2014 Ákvörðun nr. 35/2014 Ósk leigubílastöðvarinnar Hreyfils um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubifreiðar sem aka undir

More information

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Friðrik Atlason Kt.: 051275-4389 Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason Febrúar 2017

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2014 vegna kvörtunar um seinkun flugs X9 445 þann 16. ágúst 2013

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2014 vegna kvörtunar um seinkun flugs X9 445 þann 16. ágúst 2013 Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2014 vegna kvörtunar um seinkun flugs X9 445 þann 16. ágúst 2013 I. Erindi Þann 28. ágúst sl. barst Samgöngustofu kvörtun frá A. A hafði ásamt manni sínum og tveimur börnum

More information

EFNI: Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd mál, þingskjal löggjafarþing

EFNI: Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd mál, þingskjal löggjafarþing 8. febrúar 2013 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Nefndasviði Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík EFNI: Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd. 429. mál, þingskjal 537. 141. löggjafarþing

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðuneytið M i n n i s b l a ð Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið Dagsetning: 09.03.2016 Málsnúmer: F JR 15080071 Efni: Viðbrögð fjármála-

More information

Áhrif upplýsingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd. - Lögfræðileg úttekt -

Áhrif upplýsingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd. - Lögfræðileg úttekt - Áhrif upplýsingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd - Lögfræðileg úttekt - Höfundur úttektar: Sigrún Henriette Kristjánsdóttir Reykjavík júní 2003 1 Efnisyfirlit...1 Formáli...3 Inngangur...4 I. HLUTI

More information

CRI (2003) 37 Version islandaise Icelandic version. Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum ÖNNUR SKÝRSLAN UM ÍSLAND. Samþykkt 13.

CRI (2003) 37 Version islandaise Icelandic version. Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum ÖNNUR SKÝRSLAN UM ÍSLAND. Samþykkt 13. CRI (2003) 37 Version islandaise Icelandic version Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi ÖNNUR SKÝRSLAN UM ÍSLAND Samþykkt 13. desember 2002 Strasbourg, 8. júlí 2003 Til að fá frekari upplýsingar

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Þriðjudagurinn 9. maí fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Iðnvéla ehf. yfir viðskiptaháttum Merkúrs ehf. I. Erindið

Þriðjudagurinn 9. maí fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Iðnvéla ehf. yfir viðskiptaháttum Merkúrs ehf. I. Erindið Þriðjudagurinn 9. maí 2000 141. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 17/2000 Kvörtun Iðnvéla ehf. yfir viðskiptaháttum Merkúrs ehf. I. Erindið Samkeppnisstofnun barst erindi, dags. 23. apríl 1999, frá Þorsteini

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2014 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Gefin út á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 21. mars 2014 Inngangur Fjármálaeftirlitið

More information

Mat á umhverfisáhrifum

Mat á umhverfisáhrifum Mat á umhverfisáhrifum Þátttaka almennings Meistaraprófsritgerð í umhverfis- og auðlindafræði Ólafur Ögmundarson VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ / SCHOOL OF ENGINEERING AND NATURAL SCIENCES HÁSKÓLI ÍSLANDS

More information

LÖGMANNA BLAÐIÐ. Kveðja fráfarandi formanns. Bls. 3. Réttur til svæðisnetfanga. Bls. 8. Réttarstaða fanga og sakborninga. Bls.

LÖGMANNA BLAÐIÐ. Kveðja fráfarandi formanns. Bls. 3. Réttur til svæðisnetfanga. Bls. 8. Réttarstaða fanga og sakborninga. Bls. LÖGMANNA BLAÐIÐ 4. árg. Mars 1 / 1998 Að lokum... Peningaþvætti og lögmenn Jus@internet.is Réttur til svæðisnetfanga Samtök um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar Skuldbindingargildi GATT-samkomulagsins

More information