Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Viðhorf viðskiptafræðinema til siðferðilegra álitamála í viðskiptum

Size: px
Start display at page:

Download "Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Viðhorf viðskiptafræðinema til siðferðilegra álitamála í viðskiptum"

Transcription

1 Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Viðhorf viðskiptafræðinema til siðferðilegra álitamála í viðskiptum Áslaug Theodóra Smáradóttir Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor Viðskiptafræðideild Júní 2015

2 Viðhorf viðskiptafræðinema til siðferðilegra álitamála í viðskiptum Áslaug Theodóra Smáradóttir Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Leiðbeinandi: Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor Viðskiptafræðideild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Júní 2015

3 Viðhorf viðskiptafræðinema til siðferðilegra álitamála í viðskiptum. Ritgerð þessi er 6 eininga lokaverkefni til BS-prófs við Viðskiptafræðideild, Félagsvísindasviði Háskóla Íslands Áslaug Theodóra Smáradóttir Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar. Prentun: Háskólaprent ehf. Reykjavík,

4 Formáli Ritgerð þessi er lokaverkefni í BS námi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vægi verkefnisins er 6 (ECTS) einingar af 180 einingum námsins. Leiðbeinandi var Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við Háskóla Íslands. Ég vil þakka þátttakendum kannaninnar sem ég lagði fyrir. Einnig vil ég þakka Elmari Hallgríms leiðbeinanda mínum fyrir góða leiðsögn. Miklar þakkir fær Áslaug Adda Sigurðardóttir fyrir góðar ábendingar og yfirlestur. Auk þess vil ég þakka Davíð Ágúst Kúld Kristinsyni. 4

5 Útdráttur Á síðustu áratugum hefur umræða um viðskiptasiðfræði aukist. Í kjölfarið vaknaði áhugi á að rannsaka viðhorf nemenda við Háskóla Íslands. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort viðskiptafræðinemendur þyrftu mögulega frekari kennslu í viðskiptasiðfræði áður en þeir halda út á íslenskan vinnumarkað. Háskólanemendur sem rannsakaðir voru stunda nám að staðaldri í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Nemendurnir voru alls 60 talsins og á mjög breiðum aldursskala. Megindleg rannsókn var gerð til að rannsaka úrtakið. Spurningalisti var lagður fyrir nemendur skriflega og leiddi af sér athyglisverðar niðurstöður. Áhersla var lögð á að kanna hversu meðvitaðir þeir væru um siðferðileg álitamál tengd viðskiptum og hver afstaða þeirra væri til málanna. Samkvæmt niðurstöðum eru nemendur frekar ómeðvitaðir um helstu siðferðileg álitamál í viðskiptum. Því má álykta að frekari kennsla á þessu sviði væri æskileg. 5

6 Efnisyfirlit Formáli... 4 Útdráttur... 5 Efnisyfirlit Inngangur Almenn siðfræði Siðferðilegar rökfærslur Óhlutdrægni Helstu kenningar Dygðasiðfræði Sókrates og Platon Aristóteles Skyldusiðfræði Kant Nytjastefnan Gagnrýnin hugsun Viðskiptasiðfræði Samfélagsábyrgð fyrirtækja Menntun í viðskiptasiðfræði Siðferðileg álitamál Siðareglur endurskoðenda Mútur Verksmiðjur í þróunarlöndum Markaðssetning gagnvart börnum Lágmarks öryggiskröfur Yfirmaður Aðferðafræði Megindleg rannsókn Niðurstöður Lokaorð

7 Heimildaskrá Viðauki

8 1 Inngangur Í þessu lokaverkefni verður rannsakað hver viðhorf viðskiptafræðinema við Háskóla Íslands eru til siðferðilegra álitamála í viðskiptum. Metið verður hvort þeir séu í raun undir það búnir að fylgja siðfræðilegum gildum í framtíðarstörfum sínum á íslenskum vinnumarkaði. Viðfangsefnið var valið því miklar vangaveltur og mörg álitamál í viðskiptasiðfræði eru í umræðunni á Íslandi í dag. Vegna efnahagshrunsins á Íslandi 2008 og óæskilegra viðskiptahátta fyrir það, var ákveðið að athuga hver staðan væri í dag hjá háskólanemum sem eru á leið út á íslenskan vinnumarkað. Rannsakanir á þessu viðfangsefni eru af skornum skammti. Rannsóknir í tengslum við viðskiptasiðfræði eru yfirleitt gerðar í fyrirtækjum eða meðal stjórnenda. Niðurstaða kannanarinnar var sú að frekari kennsla á þessu sviði væri æskileg fyrir nemendur á háskólastigi til að fyrirbyggja ósiðferðilega hegðun í viðskiptum. Í framhaldi af þessari rannsókn væri forvitnilegt að rannsaka aðrar deildir háskólans eða jafnvel aðra háskóla í samanburði. 8

9 2 Almenn siðfræði Siðfræði er talin ein af megingreinum heimspekinnar og fjallar um grundvöll siðferðis (Guðmundur Lúther Loftsson, 1997). Margir heimspekingar hafa síðar komið með siðfræðilegar kenningar frá því að siðfræðin var fyrst upprunin (Vilhjálmur Árnason, 2008). Siðfræði er tilraun manna til að öðlast skilning á eðli siðferðisins og hversu mikilvægt það er. Raunin er sú að til eru margar andstæðar kenningar og hugmyndir um hvað siðferðilegt líferni felur í sér og er því erfitt að setja fram eina einfalda skilgreiningu um hvað siðferði er. Þess vegna skal ávallt fjalla um siðfræðileg málefni með gætni (Rachels, 1997). Siðfræði leitast við að lýsa mannlegri breytni og ákvarða hvað er gott og hvað er illt, hvað er rétt og hvað er rangt. Hún fæst við að útskýra hvað býr í raun að baki breytni manna og hvernig er hægt að leiðbeina mönnum að réttri breytni (Guðmundur Lúther Loftsson, 1997). Siðferði felur í sér þá lágmarkskröfu að menn leitist við að haga breytni sinni í samræmi við skynsemi, gera það sem hin bestu rök styðjast við og að auki taka tillit til hagsmuna sérhvers einstaklings og athafna hans (Guðmundur Lúther Loftsson, 1997). Við höfum einungis aðgang að siðferðinu í athöfnum eða breytni mannfólks, hvernig þeir kjósa að umgangast aðra, náttúruna og verk mannanna. Siðferðið er hinsvegar meira en breytnin og umgengin. Það felur í sér reglur þess hvernig við tengjum athafnir saman, metum okkur sjálf, umhverfi okkar og hvernig við tökum afstöðu til annarra. Engin manneskja kemst hjá því að beita siðferðilegum hugsunarhætti því hver og einn verður sífellt að taka ákvarðanir um hegðun sína gagnvart öðrum og hvernig hann ætlar að breyta. Hvort sem hugsanir okkar eru yfirvegaðar ákvarðanir eða ekki, leiðum við hugann stöðugt að ákvörðunum. Hvort sem ákvörðun er framkvæmd umhugsunarlaust eða eftir umtalsverða umhugsun þá er hún hugarathöfn sem við beitum stöðugt (Páll Skúlason, 1990). Við mannfólkið komumst ekki hjá því að taka ákvarðanir um það hvernig við vilji haga lífi okkar. Markmið siðfræðinnar er að ákvarða hvaða viðmiðanir sé réttastar eða skynsamlegastar þegar ákvarðanir eru teknar. Menn komast ekki hjá því að taka ákvarðanir þannig að hún gerir mönnum kleift að vera undirbúnir til að ráða ráðum sínum og hag sér til góða (Páll Skúlason, 1987). 9

10 Rannsókn á sögu, heimspeki og trúarbrögðum leiða í ljós sterka mynd af ákveðnum gildum sem eru mikilvæg ef tileinka á sér siðferðilegt líf. Þau gildi eru heiðarleiki, ráðvendni, traust, tryggð, sanngirni, væntumþykja fyrir öðrum, virðing gagnvart öðrum og að vera ábyrgur ríkisborgari og því skal elska náungann jafn mikið og sjálfan sig (Hoffman, Frederick og Schwartz, 2001). 2.1 Siðferðilegar rökfærslur Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að siðadómar skulu vera studdir góður rökum og að siðferði krefst þess að tekið sé af óhlutdrægni tillit til hagsmuna hvers og eins. Einn vandi við siðferðilegar skoðanir er að þær geta verið órökrænar. Einstaklingur getur myndað sér skoðanir og talið þær vera sannleikur málsins, þó hann hafi ekki kynnt sér rökin fyrir gagnstæðri skoðun. Ef við viljum komast að hinu sanna í siðferðilega tengdu máli verðum við að reyna að láta rök og röksemdarfærslur ólíkra sjónarmiða leiðbeina tilfinningum okkar. Okkur yfirsést gjarnan eigin tilfinningar og hvað ákvarðar þær, t.a.m. fordómar okkar, uppeldi, eigingirni og hvernig samfélagið hefur mótað okkur. Siðferði snýst um að láta skynsemina ráða för (Rachels, 1997). Það sem ákvarðar hvað er siðferðilega rétt eða rangt í ákveðnu máli er hvaða breytni er studd bestum rökum. Semsagt almenn röksemdafærsla sem allir verða að viðurkenna, óháð eigin skoðunum. Segi aðili að eitthvað sé siðferðilega rétt eða rangt að gera, þarf hann að geta rökstutt mál sitt. En rök eru þó ekki endilega góð rök. Þar reynir á hæfni okkar til siðferðilegrar yfirvegunar til að greina þar á milli. Ein rót vandans er sú að stundum getur verið erfitt að komast að því hverjar raunverulegar staðreyndir eru. Mál geta verið misflókin og jafnvel sérfræðingar tekist á um staðreyndir máls. Þegar staðreyndir eru orðnar eins ljósar og kostur er, skulu siðferðilegar röksemdarfærslur heimfærðar á tiltekið mál (Rachels, 1997). 2.2 Óhlutdrægni Grunnhugmynd þess að krafa sér gerð um óhlutdrægni í siðferðilegum málum er sú að hagsmunir allra aðila séu jafn mikilvægir. Að líf sérhvers einstaklings hefur sama vægi og líf allra annarra. Nánast hver einasta siðfræðikenning felur í sér hugmynd að óhlutdrægni. Hún er í raun bann við geðþótta í framkomu við fólk, hún bannar okkur að meðhöndla fólk á ólíkan hátt þegar engin rök eru því til stuðnings. Þar af leiðandi getum við ekki álitið okkur sjálf mikilvægari en nokkurn annan. Krafan um óhlutdrægni hafnar því fyrirkomulagi að ákveðinn hópur fólks í samfélagi sé meðhöndlaður að einhverju 10

11 leyti eins og hann sé siðferðilega óæðri, líkt og komið hefur verið fram við til dæmis blökkumenn og gyðinga í gegnum tíðina. Reglan um óhlutdrægni er náskyld reglunni um að siðadómar skuli vera studdir góðum rökum. Því hún bannar okkur að koma fram við fólk á ólíkan hátt þegar engin rök má finna því til stuðnings. (Rachels, 1997). 2.3 Helstu kenningar Dygðasiðfræði Þeir verknaðir eru ákjósanlegir í sjálfum sér sem maður sækir ekkert frekar til en verknaðinn sjálfan. Þannig virðast dyggðugar athafnir vera, enda ákjósanlegt vegna sjálfs sín að breyta af göfgi og góðleika. Farsælt líf þykir vera dyggðugt. ritar Aristóteles í Siðfræði Níkoakkasar (Geir Þ. Þórarinsson, 2007). Heimspekingar fornaldar, Sókrates, Platon og Aristóteles, töldu skilyrði lífshamingjunnar og farsældar í lífi manna liggja í dygðinni. Samkvæmt þeim verða þeir sem vilja skilja siðfræðina að vita hvað gerir einstakling dygðugan. Því hinn góði maður er dygðaður maður að þeirra mati og því eru dygðir meginviðfangsefni siðfræðinnar (Rachels, 1997) Sókrates og Platon Sókrates ( f.kr) var fyrstur heimspekinga til að fjalla um mannlegt siðferði á fræðilegan hátt. Hans er minnst enn þann dag í dag bæði sem hugsuðar og sem fordæmi um hvernig haga megi lífi sínu til hins betra. Honum nægði ekki að rökræða dygð og réttlæti því að hans mati skipti öllu máli að menn breyttu í samræmi við hugsun sína. Sókrates iðkaði sín fræði með því að rökræða skoðanir sínar við samborgara sína á götum úti. Sókrates þekkjum við út frá ritum Platons ( f. Kr), lærisveini Sókratesar, sem byggjast á samræðum sem Platón átti við Sókrates. Ritin eru hnitmiðaðar rökræður um fræðina og er enn talin hornsteinn að vestrænni siðfræði til dagsins í dag (Vilhjálmur Árnason, 2008). Mörg frægustu rit Platons eru rökræður milli Sókratesar og sófista. Sófistar voru sundurleitur hópur manna en hugmyndir þeirra er oftast taldar vera líkar skoðun fjöldans. Sófistar áttu það þó til að stunda kappræður fremur en málefnalegar rökræður. Sófismi hefur einnig haft gríðarleg áhrif á hugsunarhátt vestrænna manna frá upphafi siðfræðinnar. Hugmyndir Sókratesar snúa aðallega að dygð. Annars vegar að dygð sé þekking, eða öllu heldur sjálfsþekking, og hins vegar að siðleysi sé sjúkdómur á sálinni sem hrjái siðleysingjann (Vilhjálmur Árnason, 2008). 11

12 Platon er samþykkur sjúkdómstilgátu Sókratesar en telur að auki að sálin sé þrískipt. Að áliti Platons eru þessir þrír þættir skynsemin, skapið og langanir. Hver maður þarf að fullnægja frumþörfum sínum og löngunum, eins og hungri, þorsta og kynkvöt. Skapið sækist eftir heiðri og völdum en veitir mönnum kraft til að framkvæma boð skynseminnar og styrk til að standast langanir og freistingar. Að lokum sækist skynsemin eftir sannleika og þekkingu og á í raun að stjórna gjörðum manna í einu og öllu. Platon telur siðleysi einnig vera sjúklega hegðun sem megi rekja til þess að menn láti stjórnast af löngunum sínum á móti skynsemi sinni (Vilhjálmur Árnason, 2008). Dygðugur maður, samkvæmt Platon, er sá maður sem hefur vit til að sjá hvað er honum til góðs, er sá maður sem býr yfir hugrekki til þess að varðveita þetta vit í breytni sinni þegar á reynir. Dygðugur maður sýnir hófstillingu og hefur stjórn á löngunum sínum við allar aðstæður. Þetta taldi Platon vera þrjár höfuðdygðir, vit, hugrekki og hófstillingu, og tengjast starfsemi hinna þriggja þátta sálarinnar. Réttlæti er fjórða dygðin. Réttlæti er það ástand sálar manns þegar hver hluti sálarinnar gegnir sínu hlutverki á réttan hátt (Vilhjálmur Árnason, 2008). Lífsviðhorf sófista og Sókratesar voru óneitanlega gjörólík. Sófistar héldu því fram að ekkert væri eðlilegra en að menn kysu að breyta í eigin þágu. Þeir löggðu áherslu á að þannig væri manneskjan eðlileg og gerð þannig af náttúrunnar hendi. En Sókrates hafnaði þessari skilgreiningu og einblíndi á hvað væri einstaklingnum sjálfum til góðs (Vilhjálmur Árnason, 2008). Að mati Sókrates og Platon, og síðar meir Aristóteles, er það skynsemin sem skilgreinir manninn, ekki öfugt. Þeirra mat er að náttúrulegar langanir og hvatir manna séu ekki á jafnaði samkvæmt eðli þeirra. Hæfileikinn til að hugsa og breyta skynsamlega er það sem markar sérstöðu mannsins meðal annarra dýra jarðar. Þeim finnst mikilvægt að menn læri að haga sér þannig að það sé þeim sjálfum í hag. Langanir og hvatir okkar eru í raun hugsnarlausar og ættu menn því alltaf að beita dómgreindinni til að langanir leiði þá ekki í ógöngur. Þetta hugtak þekkir maður mætavel sjálfur í raun, í tengslum við heilbrigði líkamans og matarræði. Við vitum vel að það er okkur fyrir bestu að borða hollan mat og hreyfa okkur þó við höfum langanir í óhollutu og leti. Hið sama á við um alla breytni. Það væri okkur sjálfum fyrir bestu að breyta dygðulega og réttlátlega gagnvart okkur sjálfum því annars erum við að vanrækja okkur sjálf að mati Sókratesar (Vilhjálmur Árnason, 2008). 12

13 2.3.3 Aristóteles Aristóteles ( f. Kr) er kallaður höfundur siðfræðinnar sem sjálfstæðrar fræðigreinar. Hann ritaði Siðfræði Níkomakkosar og er þar að finna fyrstu skipulegu umfjöllunina um siðfræði í vestrænni menningu og af sumum talin ein sú skarplegasta (Vilhjálmur Árnason, 2008). Aristóteles er í meginatriðum sammála Platoni um siðferðilegt líferni, hvernig sé hægt að lifa góðu og farsæli lífi, og kosti þess að ástunda það. Einnig skiptir dygð Aristóteles höfuðmáli. En hann hafnar kenningu hans um að siðferðileg dómgreind krefjist þekkingar á hinu góða, sem er þó óháð skapgerð og aðstæðum einstaklings. Það sem skiptir hann máli er að menn geti nálgast þau gæði sem lífið hefur upp á að bjóða og leggur áherslu á að markmið siðferðilegrar rannsóknar sé ekki einungis siðferðileg þekking heldur einnig siðferðileg breytni (Vilhjálmur Árnason, 2008). Aristóteles flokkaði þekkingu eftir þremur viðfangsefnum og hlutverkum þeirra. Hún flokkaðist í bókvit, verkvit og siðvit. Bókvit er fræðileg þekking og skilningur á lögmálum óstjórnanlegra fyrirbæra. Verkvit er verkleg þekking og kunnátta og færni til að framleiða hluti og þess háttar. Siðvit er forsenda góðra viðskipta og farsæls lífs, þar með talin siðfræði og stjórnspeki. Hann gerir skýran greinamun á milli hins bóklega og hins verklega til að sýna fram á að allt aðrar kröfur eiga við í greinum þar sem stefnt er að því að hafa áhrif á veruleikann heldur en í greinum sem iðkaðar eru til að auka skilning og þekkingu (Vilhjálmur Árnason, 2008). Þessi greining Aristótelesar leggur grunn að einu þýðingarmesta umræðuefni í sögu siðerðinnar (Rachels, 1997) Skyldusiðfræði Kant Einn áhrifmesti hugsuður í sögu nútímaheimspeki var hinn þýski Immanúel Kant ( ) (Rachels, 1997)(Vilhjálmur Árnason, 2008). Á 18. öld var hann nánast einn þeirrar skoðunar meðal heimspekinga sem taldi að siðferði snerist um að fylgja algildum reglum, sem án undantekninga skyldi fylgja. Honum fannst meðal annars að lygar væru aldrei rétt breytni, alveg sama undir hvaða kringumstæðum. Margir áttu erfitt með að skilja hvernig hann gat tekið svo róttæka afstöðu án rökfærslu nema slíkar reglur væru fyrirskipanir frá Guði. En hann byggði kenningu sína á þeirri forsendu að skynsemin krefðist þess að einstaklingar myndu aldrei ljúga (Rachels, 1997). Hugsunarháttur Kant markaði þáttaskil í siðfræði og á sviðum heimspekinnar. Hann taldi hegðun mannfólks stjórnast að miklu leyti að þú átt boðum. Kant kallaði slík boð skilyrðisbundin skylduboð því boðin segja okkur hvað við eigum að gera að því 13

14 tilskyldu að við höfum viðeigandi löngun til að fylgja boðinu. Með öðrum orðum að við tiltekna löngun þá áttum við okkur á ákveðinni breytni sem stuðlar að því að við fengjum það sem okkur langar mest í. Niðurstaðan er því sú að til að ná tilsettu markmiði eigum við að breyta á ákveðinn hátt. Eitt dæmi sem Kant tók fyrir var að ef þú vilt læra lögfræði þá áttu að skrá þig í lögfræðinám við háskólann (Rachels, 1997). Kant setti einnig fram þá hugmynd að góður vilji væri sjálfstæð gæði. Hann beinir hugmyndinni að skyldunni, góður vilji birtist sem krafa skynseminnar á móti freistingum. Svo virðist sem stefna Kant geri ráð fyrir að náttúrulegar tilhneigingjar manna séu spilltar (Vilhjálmur Árnason, 2008). Kant hafði einnig hugmyndir tengdar dygð. Kant leit á dygð út frá því hversu ákveðnir menn voru að standa við sett markmið sín sem frjálsar skynsemisverur. Að mati Kant er meðalhófskenning Aristótelesar einfaldlega röng og telur að ekki sé stigsmunur heldur eðlismunur á dygð og löstum. Samkvæmt honum er dygð siðferðilegur viljastyrkur einstaklings til að gera skyldu sína (Vilhjálmur Árnason, 2008). Kant ætlast ekki til að menn hafi hreinan vilja við allar aðstæður, fremur að menn leitist við að breyta af skyldu við siðferðilega verðmætar aðstæður. Hann telur að fumskilyrði siðferðilegrar breytni sé að menn séu sjálfráðir gerða sinna. Hann byggir siðfræði sína ekki á staðreyndum um mannninn og mannlegt eðli heldur á hugmyndinni um að manneskjur séu sjálfráða skynsemisverur (Vilhjálmur Árnason, 2008). Grunnhugmyndin í siðfræði Kant virðist vera að siðferðilegur dómur skuli studdur góðum rökum. Ef svo reynist að þú eigir að breyta á ákveðinn hátt þá skulu vera rök fyrir því hvers vegna þú áttir að breyta á þann hátt. Samþykki maður rök í einu tilfelli verður hann að samþykkja sömu rök í sambærilegu tilfelli. Það er ekki ásættanlegt ef maður viðkennir rök í sumum tilfellum, eða vill að fólk breyti á ákveðinn hátt en geri það svo ekki sjálfur (Rachels, 1997). Kant var sá fyrsti til að koma með vel útfærða kenningu um skynsamlegar skorður manna. Hugmyndin felst í því að mönnum séu settar skynsamlegar skorður um hvernig þeir mega haga sér. Einstaklingur leyfist ekki eitthvað ef hann vill banna öðrum að gera sama hlut. Sem dæmi má nefna að ef maður drekkur bjór úr glasi annars manns getur hann ekki kvartað ef drukkið er úr hans glasi. Skynsamlegar skorður er þegar okkur langar að gera eitthvað en getum ekki gert ef við viljum vera sjálfum okkur sjálfkvæm, því við sættum okkur sjálf ekki við afleiðingar þess. Ef við brjótum reglu erum við að viðurkenna að aðrir menn mættu breyta líkt og við í sömu aðstæðum (Rachels, 1997). 14

15 2.3.5 Nytjastefnan Á síðari hluta 18. aldar og á 19. öld urðu róttækar breytingar í hugsunarhætti fólks. Jeremy Bentham ( ) taldi að til væri eitt endanlegt siðalögmál, nytjalögmálið. Bentham var leiðtogi heimspekinga sem stefndu að umbótum í enskri löggjöf. John Stuart Mill ( ), lærisveinn Bentham, varð síðar helsti talsmaður nytjastefnunnar sem leiddi hreyfinguna áfram. Mill er jafnframt talin fágaðri og trúverðugri talsmaður stefnunnar en lærifaðirinn (Rachels, 1997). Frumhugmynd kenningarinnar er að þegar einstaklingar gera upp við sig hver breytni þeirra skuli vera við ákveðnar aðstæður, skuli þeir hafa í huga hvaða breytni stuðli að mestri hamingju fyrir alla sem breytnin hefur áhrif á. Siðferðilegar hugmyndir stefnunnar snúast alfarið að hamingju lífvera og ekkert annað. Hér er ekki lengur verið að setja siðfræði fram sem hlýðni við margskonar ósveigjanlegar reglur. Kenningin heimilar, jafnvel skyldar menn til að gera allt sem nauðsynlegt er til að stuðla að þessari hamingju (Rachels, 1997). Nytjastefnumenn voru bæði félagslegir umbótamenn og heimspekingar og ætluðust þeir til að kenningin hefði bæði áhrif á hugsun og hegðun manna. Hið ríkjandi siðfræði var í kristnum anda í samfélaginu á þeim tíma. Nytjastefnan nálgast viðfangsefni á allt annan hátt en kristni og því stangast stefnurnar tvær oft á. Dæmi þessu til stuðnings eru líknardráp. Í kenningu kirkjunnar bjuggu guðfræðingar til reglu um að í öllum tilfellum sé rangt að drepa fólk af ásettu ráði. Fyrir utan að vera sú kenning sem hefur helst mótað siðferðilegt viðhorf fólks á Vesturlöndum til manndrápa þá getur hún verið þveröfug við kenningu nytjastefnunnar. Ef dauðvona maður haldinn þjáningarkenndum sjúkdómi myndi liggja á dánarbeði sínu og óskaði þess helst að þjáningum hans yrði linað, myndu nytjastefnumenn telja rétt að lina þjáningum hans því það myndi veita honum mesta hamingju. Því eru lög sem banna líknardráp andstæð almannaheill og að sama skapi óréttlætanlegar hömlur réttar fólks til að ráða sér sjálf, samkvæmt nytjastefnunni (Rachels, 1997). 2.4 Gagnrýnin hugsun Hugtakið gagnrýnin hugsun á rætur sínar að rekja til heimspekilegrar hugsunar. Orðasambandinu gagnrýnin hugsun er best lýst sem athugull á allar hliðar máls. Gagnrýnin hugsun einkennist af rökvísi, ígrundun og sköpun (Henry A. Henrysson og Elsa Haraldsdóttir, 2013). 15

16 Gagnrýnin hugsun er sú hugsun sem samþykkir ekki neina skoðun eða fullyrðingu nema að hafa athugað hvað í henni felst og fundið fullnægjandi rök fyrir henni. Gagnrýnin hugsun er í sífellu að leitast eftir nýjum og betri rökum fyrir skoðunum sínum og hugmyndum. Þar af leiðandi er hún sífellt að endurskoða og endurmeta þær. Gagnrýnin hugsun er fyrst og fremst sú viðleitni að rannsaka hluti nánar og láta engar tilhneigingar, langanir eða tilfinningar stjórna sér (Páll Skúlason, 1987). En spurningin er hvort hægt sé að kenna gagnrýna hugsun. Gagnrýnin hugsun og siðfræði eru hugtök sem eru oft eru tengd saman í umræðum um mikilvægi kennslu hvoru tveggja (Henry A. Henrysson og Páll Skúlason, 2015). Bæði út frá sjónarhóli vísinda og fræða og kennslu og skólastarfs er þessi spurning afar mikilvæg. Út frá sjónarhóli vísinda og fræða skiptir svarið máli vegna þess að skipuleg þekkingar- og skilningsleit er án gagnrýnnar hugsunar óhugsandi. Gagnrýnin hugsun í garð vísinda einkennist af viðleitni til að endurskoða forsendur kenninga og aðferða. Framfarir í vísindum krefjast þess að menn efist um gildi kenninga og leitist við að finna veikleika og bresti í vinnubrögðum og framsetningu (Páll Skúlason, 1987). Ef menn myndu ekki beita gagnrýnni hugsun á kenningar, aðferðir og vinnubrögð í vísindum myndu vísindin á endanum staðna og verða úr sögunni (Páll Skúlason, 1987). Frá sjónarhóli kennslu og skólastarfs skiptir svarið einnig máli því meginmarkið kennslu er að gera nemendur hæfari til að takast á við margskonar viðfangsefni með sjálfstæðum vinnubrögðum. Það markmið er óraunhæft ef nemendum er ekki kennd gagnrýnin hugsun (Páll Skúlason, 1987). Að kenna fólki gagnrýna hugsun getur verið síður en svo einfalt mál. Ekki nægir að kenna fólki ákveðin vinnubrögð til að rannsaka rök og kenningar upp á eigin spýtur, heldur verður einnig að fá það til að temja sér viljann til að trúa ekki öðru en fullnægjandi röksemdarfærslu, ekki láta stjórnast af óskum eða hagsmunum (Páll Skúlason, 1987). 2.5 Viðskiptasiðfræði Hafa stjórnendur almennt áhyggjur af viðskiptasiðfræði, heiðarleika og að taka siðferðilegar réttar ákvarðanir? Þó flest okkar myndum svara þessari spurningu játandi er það oft ekki raunin. Talið er að mörg fyrirtæki og stjórnendur láti alfarið ráðast af því hvernig þau hagnist sem mest. Miklar breytingar hafa orðið á siðferðilegum álitamálum í viðskiptum frá upphafi seinustu aldar. Hver áratugur stóð frammi fyrir stormasömum siðferðilegum álitamálum. Á áttunda áratug varð mikil kreppa í bandaríska hagkerfinu og komu þá í ljós þónokkur hneyklismál tengd mannréttindum á vinnustöðum, þá aðallega 16

17 hjá verktökum. Á níunda áratug byrjuðuð fjármálasvik, bæði á sparnaðarreikningum og lánum, að koma upp á yfirborðið sem vinnumarkaðurinn hafði ekki séð áður. Traust starfsmanna á vinnuveitendum sínum minnkaði til muna og árið 1985 var fyrsta viðskiptasiðferðistofnunin stofnuð (Stanwick og Stanwick, 2009a). Ólík menningarsamfélög hafa ólíkar siðareglur. Það sem eitt samfélag telur rétt getur öðru þótt algjörlega rangt og öfugt (Rachels, 1997). Á tíunda áratugnum, fóru fyrirtæki að stunda meiri viðskipti á erlendum mörkuðum en ella, sem leiddi af sér óöruggar vinnuaðstæður, barnaþrælkun og versnandi umhverfismál. Þessi verulega aukning á viðskiptum fyrirtækja við erlenda markaði hafði í för með sér aukningu í ósiðlegri starfsemi (Stanwick og Stanwick, 2009a). Siðferðileg gæði samfélags okkar er ákvörðuð af aðskildum aðgerðum allra í samfélaginu, hvort sem það eru opinberir aðilar, vinnuveitendur eða starfsmenn þeirra, kennarar eða nemendur þeirra, foreldrar eða börn þeirra, einstaklingar eða vinir þeirra. Hver og einn aðili samfélagsins er alltaf í einhverjum af þessum hlutverkum og ákvarðanir þeirra skipta máli (Hoffman ofl., 2001). Lög sem tengjast viðskiptum setja samfélaginu ákveðnar siðferðilegar skorður. Þó má ekki rugla saman lögum og siðferði. Lög eru algildar reglur settar af yfirvöldum sem þurfa ekki endilega að vera siðferðilega réttar (Hoffman ofl., 2001). Það er mögulegt að fyrirtæki fari fullkomnlega eftir lögum án þess að skoða siðferðilegan þátt viðskiptahátta sinna (Hartmann, 2005a). Vandamálið við að innleiða viðskiptasiðfræði inn í starfsemi fyrirtækja er ekki að stefnur fyrirtækja séu svo illa skrifaðar heldur þvert á móti eru 90% með einhverskonar viðskiptasiðferðisstefnu en aðeins 28% þjálfa starfsfólkið í að fylgja stefnunni (Hartmann, 2005a) Samfélagsábyrgð fyrirtækja Meðvitund um samfélagsábyrgð fyrirtækja hefur aukist til muna að undanförnu á Íslandi. Hugtakið samfélagsábyrgð er mjög vítt hugtak og því er oft ruglað saman við bætta ímynd fyrirtækja. Það má rekja til markaðsfræðinnar en þar er hugtakið gjarnan notað til að ná jákvæðri ímynd hjá fyrirtækjum. En samfélagsábyrgð snýst alfarið um að fyrirtæki bæti starfshætti sína samfélaginu í hag og leggi meira til samfélagsins, og er þeim það skylt samkvæmt lögum. Lykilhugtök samfélagsábyrgðar eru viðskiptasiðfræði, ábyrgir stjórnarhættir, umhverfismál, mannréttindi og samfélagmál (Regína Ásgeirsdóttir, 2012). 17

18 2.5.2 Menntun í viðskiptasiðfræði Öll menntun er fólgin í því að efla gáfur. Við aukna menntun verða einstaklingar hæfari til að auka gæði lífsins, afla þekkingar um lífið og tilveruna og hæfari til að fara með gæði lífsins (Páll Skúlason, 1990). Háskólamenntun nú til dags felst aðallega í afmarkaðri tæknilegri færni fremur en samfélagslegri sýn. Þetta má sjá þegar hugað er að siðfræði eða siðfræðilegum viðfangsefnum í greinum sem hafa ekki siðfræði að markmiði. (Ólafur Páll Jónsson, 2010). Grunnám í Viðskiptafræði eru 180 einingar og geta nemendur valið á milli fjögurra áherslulína; fjármál, reikningshald, markaðsfræði og alþjóðaviðskipti og stjórnun og forysta. Námið miðast við þrjú ár eða sex misseri. Fyrstu tvö ár námsins eru eins fyrir alla nemendur og er farið í helstu grundvallaratriði. En á þriðja ári námsins skiptast nemendur á áherslulínurnar og fara í sérgreinar hvers áherslusviðs fyrir sig (Háskóli Íslands, e.d.a). Í grunnáminu er enginn sérstakur áfangi sem kennir einungis viðskiptasiðferði (Háskóli Íslands, e.d.b). Í að minnsta kosti tveimur áföngum í grunnáminu eru námsbækur fagsins útbúnar siðferðilegum dæmum úr viðskiptalífinu (Weygandt, Kimmel og Kieso, 2012)(Kreitner, 2009). Þó að námsbækurnar séu útbúnar viðskiptasiðfræðiæfingum er erfitt að segja til um hversu mikil áhersla er lögð á þær á námskeiðinu sjálfu. Ef svo er ættu nemendur grunnnámsins að hafa lært grunnhugtök viðskiptasiðfræðinnar á sínu fyrsta ári í náminu (Háskóli Íslands, e.d.c). Einungis í framhaldsnám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands er boðið upp á áfanga í viðskiptasiðfræði (Háskóli Íslands, e.d.d). Háskólinn býður upp á siðfræðinám í meistaranámi eða doktorsnámi. Þar geta nemendur meðal annars sérhæft sig í viðskiptasiðfræði. Að auki er boðið upp á viðbótardiplómunám í gagnrýnni hugsun og siðfræði (Háskóli Íslands, 2014b). 2.6 Siðferðileg álitamál Undanfarin ár hafa siðferðileg álitamál verið mikið í fjölmiðlum. Þeir hafa meðal annars tekið fyrir barnaþrælkun, heilsu og öryggisvandamál og önnur mannréttindamál. Orðstír nokkurra fyrirtækja hafa hlotið alvarlega hnekki þegar þau hafa sýnt af sér ósiðferðilega starfsemi. Svo virðist sem þónokkuð mörg fyrirtæki taki siðferði alfarið ekki inn í reikninginn við gerð rekstraráætlunar fyrirtækisins. Ósiðferðileg hegðun fyrirtækja 18

19 virðast halda áfram þó umræðan hafi skapast og kemur oft ekki í ljós fyrr en löngu eftir að viðskipti eða viðskiptahættir hafa átt sér stað (Hartmann, 2005a). Siðferðileg mál eru að endingu ákvörðunaratriði hvers og eins. Enginn getur með vissu sagt að siðferðið eigi að vera á ákveðinn hátt en ekki annan. Siðferðileg álitamál birtast oft sem eintóm barátta einstaklinga eða hópa sem vilja koma sínu siðgæði á framfæri og útiloka aðra breytni. Slíkar deilur eru vel kunnar í þjóðfélaginu (Páll Skúlason, 1990) Árið 2001 var gerð könnun á stærstu fyrirtækjum í Bretlandi til að kanna hvert viðhorf starfsmanna innan þeirra væri gagnvart viðskiptasiðferði og öðrum álitamálum í viðskiptum hjá þeirra fyrirtæki. Þeir sem tóku þátt í könnuninni voru spurðir hvaða siðferðilega málefni hefði nýlega verið áhyggjuefni innan þeirra fyrirtækis. Svörin skiptust nánast jafnt á milli framboðsstefnu fyrirtækisins, mútur og spilling, þóknun og starfskjör stjórnarmanna og öryggi vörunnar sjálfrar. Þó starfsemi fyrirtækja sér talin lögleg þýðir ekki að hún sé endilega siðferðilega rétt (Hartmann, 2005a) Siðareglur endurskoðenda Samkvæmt lögum um endurskoðendur skulu allir endurskoðendur á Íslandi fylgja siðareglum sem settar hafa verið af Félagi löggiltra endurskoðenda (FLE). Siðareglunar eru þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til endurskoðenda. Siðareglur FLE voru samþykktar á aðalfundi félagsins 2010 og staðfestar af Efnahags- og viðskiptaráðherra Siðareglurnar byggja á siðareglum alþjóðasamtaka endurskoðenda IFAC Code of Ethics of Professional Accountants frá árinu Siðareglur fyrir endurskoðendur hafa síðan verið endurskoðaðar og uppfærðar á árinu 2014 (Félag löggiltra endurskoðenda, 2014). Aðalmarkmið endurskoðendastéttarinnar er að starfa með hagsmuni samfélagsins í heild að leiðarljósi. Ábyrgð endurskoðenda felst því ekki einungis í að uppfylla þarfir viðskiptavinar eða vinnuveitenda. Siðareglurnar eru í þremur hlutum. Í A-hluta er lýst grundvallaratriðum siðareglna endurskoðenda og þeim úrlausnum sem beita skal vegna þeirra. Í B- og C- hluta er lýst hvernig skal beita úrlausnaraðgerðum við tilteknar aðstæður (Félag löggiltra endurskoðenda, 2011) Mútur Hver sá sem gefur, lofar eða býður starfsmanni gjöf eða annan ávinning í þágu hans eða annarra til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert er að múta þeim aðila. 19

20 Samkvæmt almennum hegningarlögum er ólöglegt að múta opinberum starfsmanni, erlendum opinberum starfsmanni, starfsmanni alþjóðastofnunar, manni sem á sæti á þingi alþjóðastofnunar og fleiri sambærilegum störfum. Einnig er ólöglegt að múta stjórnenda fyrirtækis í atvinnurekstri og sömuleiðis að taka á móti mútum (Þingskjal 585, 2003). Mútur og spilling er því miður ennþá viðloðandi um allan heim. Nýlegt dæmi er virta breska lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline sem var sakfellt fyrir mútur fyrir dómstól í Kína og skylt að borga 490 milljónir dollara í sekt í lok árs Fyrirtækið á að hafa mútað læknum og spítölum til þess að nota lyf þess og hafa grætt á því með ólögmætum hætti (E.h., 2014) Verksmiðjur í þróunarlöndum Ómannúðleg og óréttlát meðferð á vinnuafli í þróunarlöndunum hefur valdið miklum áhyggjum til fjölda ára. Hagfræðingar spá því að með þessu framhaldi mun starfsframboð þar dragast saman sem leiðir af sér minni velferð í þjóðfélögunum (Hartmann, 2005b). Algengt er að fataverslanir víðsvegar úr heiminum færi fataverksmiðjur sínar til þróunarlanda. Það gera þær vegna þess að vinnuafl í þeim löndum er mun ódýrara en í þeirra heimalandi. Sem dæmi má nefna þá fær fólk sem vinnur við að framleiða föt í verksmiðju í Dakka, höfuðborg Bangladesh, mánaðarlaun sem nema íslenskum krónum (E.h., 2013). Fatafyrirtæki líkt og H&M og Benetton eru ein af þessum fyrirtækjum og eru bæði með fataverksmiðjur staðsettar í Bangladesh. Algeng umfjöllun er um fataverskmiðjur í þróunarlöndunum og starfsfólk þeirra sem vinnur við mjög bágar aðstæður. Verksmiðjur eru oft í mjög slæmu ástandi, og í nokkrum tilfellum svo þéttskipaðar fólki og framleiðslutækjum, að þær bókstaflega hrynja þar sem húsnæðið þolir ekki álagið. Alvarleiki slíkra mála er mjög mikill þar sem oftast nær látast hundruðir starfmanna í slysunum og enn fleiri slasast (E.h., 2015) Markaðssetning gagnvart börnum Fyrirtæki markaðssetja sig með mismunandi hætti eftir því hvernig vörur og þjónustu þau selja. Fyrirtæki sem markaðssetja sig gagnvart börnum eiga það til að vera ásökuð um ósiðlega starfsemi. En þá grípa þau gjarnan til þeirra mótraka sér til varnar að það sem þau geri sé ekki ólöglegt. (Hartmann, 2005c). Á Íslandi, og um heim allan, er mörgum auglýsingum beint að börnum, til að mynda í leikfangaauglýsingum og auglýsingum skyndibitastaða. En auglýsingar hafa ekki bein 20

21 áhrif á börn nema þau gera sér bæði grein fyrir að um auglýsingu sé að ræða og hvað sé verið að auglýsa eða hver tilgangur auglýsingarinnar sé. Börn við fimm ára aldur geta greint á milli auglýsinga og annars dagskrásefnis. En tveimur eða þremur árum seinna eru þau fullmeðvituð um hvaða tilgangi auglýsingar þjóna og hvaða vörur er verið að selja (Guðbjörg hildur Kolbeins, 2006). Markmið laga um fjölmiðla felast meðal annars í því að efla vernd barna á vettvanginum. Einnig kemur fram í lögum að fjölmiðlaveitum sé óheimild að miðla efni í viðskiptaskyni sem getur haft áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna og einkum ef efnið felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi og má það ekki vera þeim aðgengilegt né miðlað til þeirra (Lög nr. 28/2011). Um vernd barna gegn ótilhlýðilegum viðskiptaboðum og fjarkaupum er fjallað í lögum nr. 38/2011 (Lög nr. 38/2011). Þar kemur fram að viðskiptaboð og fjarkaup skuli ekki valda börnum siðferðilegum eða líkamlegum skaða. Í þeim telst til dæmis óleyfilegt að hvetja börn til þess að kaupa vöru eða þjónustu og nýta sér reynsluleysi þeirra og trúgirni og einnig að hvetja börn til að láta foreldra sína eða aðra kaupa vöruna eða þjónustuna sem er auglýst. En lögin fjalla einungis um þá beinu aðgerð sem fyrirtæki geta beitt í auglýsingum sínum. Þó auglýsing sé ekki með beinum hætti að miðla hvatningu til barna getur hún óbeint vakið áhuga barnanna á vörunni (Lög nr. 38/2011). Vitað er að auglýsingar hafa í raun áhrif á viðhorf barna, þau langar í vörur sem þau sjá auglýstar og hafa jákvæð viðbrögð til þeirrar vöru sem auglýst er allt að viku eftir að þau sáu hana. Allt sem höfðar til barna, svosem leikföng eða teiknimyndapersónur, vekur upp meiri viðbrögð og athygli hjá þeim frekar en ef því væri sleppt. Einnig sýna rannsóknir að börn biðja foreldra sína frekar að kaupa vörur sem hefur verið miðlað til þeirra en aðrar vörur. (Guðbjörg Hildur Kolbeinsdóttir, 2006). Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér þessa þekkingu í auglýsingaherferðum sínum. Gott dæmi um þetta væru auglýsingar íslensku bankanna til að fá fleiri börn í viðskipti við sig. Bankastarfsemi er engan veginn markaður fyrir börn til að spreyta sig á þar sem þau eru ekki orðin fjárráða. Foreldrar barnanna ráða yfir peningamálum barna sinna og því ætti auglýsingaherferð bankanna að beinast að þeim, ekki börnum þeirra. En með því að miðla óbeint hvetjandi auglýsingum til barna, með teiknimyndapersónum og gefins leikföngum og sparibaukum, eru fyrirtækin að markaðssetja vöru sína eða þjónustu gagnvart börnum (Arion banki, e.d.a)(arion banki, e.d.b). 21

22 2.6.5 Lágmarks öryggiskröfur Samkvæmt íslenskum lögum hafa verið settar ákveðnar öryggiskröfur á vinnustaði landsins. Þar skiptast öryggiskröfurnar eftir því á hvaða markaði fyrirtæki starfa og hverslags starfsemi þau stunda. Atvinnurekandi skal tryggja að gætt sé að fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar á vinnustað sínum. Vinnu skal haga með þeim hætti að gætt sé að fyllsta öryggi, góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Atvinnurekandi skal upplýsa starfsmenna sína um alla slysa- og sjúkdómshættu sem gæti stafað af starfseminni. Vinnueftirlitið og atvinnurekandinn vinna saman að því að stuðla að öryggi starfsmanna. Vinnueftirlitið setur atvinnurekandanum ákveðinn öryggisklæðnað eða varnir sem starfmenn hans verða að klæðast til að gæta öryggi þeirra. Siðferðileg vangavelta er hvort atvinnurekendur ættu að fara fram úr kröfum ríkisins þó svo þeir þurfi þess ekki samkvæmt lögum til að tryggja algjört öryggi starfsmanna sinna (Lög nr. 46/1980). Fyrirtæki bera ábyrgð á starfsmönnum sínum og er það því á þeirra ábyrgð að tryggja velferð þeirra og öryggi. Ætlast er til að fyrirtæki tryggi öryggi starfsmanna með þjálfun í öryggisráðstöfunum ef eitthvað skyldi út af bregða. Þau skulu alltaf hafa hag starfsmanna sinna og almennings í huga við framleiðslu á varningi. Viðskiptavinir treysta því að vara sem fyrirtæki býður upp á valdi hvorki starfsmönnum fyrirtækisins eða almennum borgurum skaða (Stanwick og Stanwick, 2009b) Yfirmaður Yfirmenn fyrirtækja ættu alltaf að stefna að því að koma á siðferðilegri hegðun starfsmanna innan fyrirtækisins. Þetta getur reynst mörgum erfitt, en sem leiðtogum ber þeim skylda til að fylgja reglum og stöðlum félagsins. Algengustu ástæður þess að starfsmenn geri ósiðferðileg eða jafnvel ólögleg mistök í starfi sínu eru að þeim finnst þeir ekki almennilega vera hluti af fyrirtækinu, að það sé mikil pressa frá stjórnendum að starfsmenn skili árangri, þeir haldi að reglur gildi ekki um þá, þeir haldi að það sem þeir séu að gera sé ekki ólöglegt, þeir finni fyrir þrýstingi frá samstarfsmönnum við störf og þeir séu illa upplýstir. Starfsmenn verða því að hafa í huga að það er alltaf einhver að fylgjast með þeim, hvort sem það er yfirmaður þeirra eða samstarfsaðili, þá mun ósiðleg hegðun koma upp á yfirborðið á endanum, í langflestum tilfellum (Stanwick og Stanwick, 2009c). Rannsókn var gerð til að athuga samband á milli launa forstjórna fyrirtækis, siðferðilegs orstírs þess og fjárhagslegrar frammistöðu. Rannsóknin leiddi í ljós að 22

23 forstjórar í fyrirtækjum með siðferðileg gildi voru ólíklegri til að hugsa um eigin hagsmuni (Stanwick og Stanwick, 2009c). Leiðtogar og stjórnendur á viðskiptamarkaðinum eru ómeðvitað fyrirmyndir framtíðar viðskipta og stjórnarhátta á markaðinum. Einstaklingur með ósiðferðileg gildi mun á endanum fá slæman orðstír á sig og sitt fyrirtæki. Því þeirra gildi snúa aðallega að þeim sjálfum og þeim í hag. Slíkir stjórnendur geta fengið aðra almenna starfsmenn til liðs við sig til að vinna fyrir sig ósiðleg verkefni, því þeir eru áhrifagjarnir sem yfirmenn og starfsmönnum ber skylda að fylgja þeim (Hartmann, 2005d). Stjórnendur verða að tryggja að starfsemi sem þeir ráða yfir fari ekki yfir lögleg eða ósiðferðileg mörk. Misnotkun valds getur leitt af sér stjórnlausa ósiðlega hegðun sem líkur með endalokum fyrirtækisins, má þar nefna WorldCom og Enron (Stanwick og Stanwick, 2009d). 23

24 3 Aðferðafræði Í þessu verkefni leitaðist rannsakandi við að finna hvort frekari menntun í viðskiptasiðfræði væri æskileg fyrir háskólanema sem búa sig undir framtíðina á vinnumarkaði landsins. Til þess að fá frekari niðurstöður var gerð megindleg rannsókn. Megindleg rannsókn er ein af tveimur mismunandi rannsóknaraðferðum sem notast er við í félagsvísindum. Megindleg rannsókn er notuð í þeim tilgangi að safna tölulegum gögnum. Hún hentar vel til að fá yfirlit yfir úrtak hóps sem áætlunin er að alhæfa um. Við söfnun á tölulegum gögnum er oft lagður fyrir spurningalisti, símakönnun, netkönnun, póstkönnun, heimsóknarkönnun eða vettvangskönnun. Það er gert til að fá yfirlit yfir tiltekið svið, viðhorf eða hefðunarmynstur úrtaksins (Háskóli Íslands, 2014a). Spurningalistinn var hannaður í þeim tilgangi að skilja hvernig viðskiptafræðinemendur hugsa um siðfræðilegar vangaveltur viðskiptalífsins og hver afstaða þeirra er til þeirra. Spurningalistann má sjá í Viðauka 1. Við gerð spurningalistans var markmiðið að fá samanburðarhæf svör frá öllum þátttakendum. Spurningarnar voru byggðar upp á þeirri forsendu að vera auðskiljanlegar og hnitmiðaðar. Forðast var að skekkja myndaðist í könnuninni og engar spurningar voru taldar leiðandi spurningar. Spurt var um helstu siðfræðilegu deiluefni viðskiptalífsins og gat nemandinn svarað játandi, neitandi eða verið hlutlaus. Spurningakönnunin fór fram skriflega og svöruðu nemendur á blaði. Tilgangur spurningalistans var að athuga hvort menntun á sviði viðskiptasiðfræði væri ábótavant hjá nemendum í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Fáar rannsóknir eru til sem fjalla um viðfangsefnið. En þetta efni er sérlega áhugavert því það snertir í raun alla landsmenn um ókomna tíð. Áhugavert væri í framhaldi af þessari rannsókn að rannsaka viðskiptafræðideild í heild sinni eða jafnvel siðferðileg gildi mismunandi deilda innan háskólans. Spurningalistinn miðaði að því að gera spyrjanda grein fyrir hvernig skoðanir nemendur hafa myndað sér. Í spurningalistanum voru tekin helstu dæmi í siðfræðilegum vangaveltum viðskiptalífsins og einfaldlega spurt hvort nemendur teldu eftirfarandi dæmi vera rétt eða röng siðfræðilega séð. Sjálfvalið úrtak var valið úr þýði viðfangsefnisins. Langsótt væri að leggja spurningakönnunina fyrir alla viðskiptafræðinema og myndi það úrtak skila ónákvæmum 24

25 niðurstöðum, vegna þess hversu mismunandi langt nemendur eru komnir í náminu. Upplýsingar nýtast einungis við gerð þessarar könnanar ef viðskiptafræðinemendur eru á leið út á vinnumarkaðinn í nánustu framtíð. Þátttakendur könnunarinnar voru 60 viðskiptafræðinemar sem stunda nám við námskeiðið Lögfræði B - Þættir úr fjármálalögfræði, sem kennt er á lokaári námsins. Könnunin var lögð fyrir í kennslustund námskeiðsins og líkt og nafnið gefur til kynna er á þessu námskeiði farið yfir helstu þætti úr fjármálalögfræði, svo þeir nemendur sem sátu í kennslustund ættu að vera búnir að kynna sér efni fjármálalögfræðinnar að vissu marki. Það hentar þessari könnun einstaklega vel þar sem nemendur í þessu námskeiði ættu að hafa lært hvað lög leyfa og hvað ekki á fjármálamarkaði að minnsta kosti. Auk þess ber þeim skylda til að sitja námskeið, Lögfræði A, á undan Lögfræði B til að útskrifast. Nemendur ættu því að vera menntaðir í íslenskum lögum tengdum viðskiptafræði og á þeim mörkuðum sem þeir munu starfa á. Spurningarlistinn var í heild sinni fjórtán spurningar. Fyrstu fjórar spurningarnar snéru að nemendanum sjálfum, hvaða kyn hann er, fæðingarár, hvenær hann útskrifist og af hvaða braut. Seinni hluti spurninganna snéru alfarið að siðfræðilegu viðhorfi nemandans. Vegna þeirra staðreyndar að Lögfræði B er hluti af 3. árs kennsluáætlun við viðskiptafærðideild var gert ráð fyrir að flestir nemendann væru að klára nám sitt í vor Einnig var gert ráð fyrir að nemendur sem sátu námskeiðið væru aðallega að útskrifast af fjármála- eða reikningsskilabraut. Svo reyndist ekki vera og áætlun könunnarinnar breytt í kjölfarið. Nemendur skrifuðu nafn sitt hvergi er þeir tóku könnunina og verður fullri nafnleynd gætt. Eftir að gögnunum var safnað saman hófst úrvinnsla gagnanna. Úrvinnsla gagnanna fór fram í Excel, þar sem rituð voru niður svör kannanarinnar eftir spurningum. Til að auðvelda tölfræðilegar niðurstöður var svarmöguleikunum: Já Nei og Hlutlaus skipt úr fyrir tölustafina 1, 2 og 3. Í Excel var notast við jöfnuna COVARIANCE.S til að krosskeyra öll svör á móti hvert öðru. 25

26 4 Megindleg rannsókn Það fyrsta sem þátttakendur rannsóknarinnar voru spurðir að var hvers kyns þeir væru, en það var gert í þeim tilgangi að sjá hvort að kyn þeirra hefði einhver marktæk áhrif á seinni hluta spurningalistans. Kynjahlutfallið var nokkuð jafnt en 28 þátttakenda voru karlmenn og 32 voru konur. Því næst var spurt um aldur og var sú spurning einnig til að komast að því hvort að aldur hefði einhver áhrif á svör. Þátttakendur voru á mjög breiðum aldursskala og var sá elsti fæddur árið 1965, 50 ára, og sá yngsti 1994, 21 árs. Meðalaldur var ára eða einstaklingar fæddir árið Miðgildið voru einstaklingar fæddir árið Þriðja spurning listans var um það hvort svarendur væru í viðskiptafræði og hvort þeir ætluðu sér að útskrifast af Fjármála- eða Reikningshalda-línu. Þessi spurning var hugsuð sem annar áhrifavaldur á svör nemenda. Alls voru 77% þátttakenda sem ætla sér að útskrifast af Fjármála- eða Reikningshalda-línu, 22% af Stjórnunar eða Markaðsfræðilínu og 2% voru hlutlausir eða óákveðnir. Fjórða spurning snýr að útskrift nemenda en annar mögulegur áhrifavaldur á niðurstöður er útskriftarár. Valmöguleikar voru júní 2015, október 2015, febrúar 2016 eða seinna. Einungis tæplega helmingur þátttakanda, eða 48%, ætlar sér að útskrifast í júní 2015, þó áfanginn sem spurningalistinn var lagður fyrir væri kenndur á þriðja ári. Þá eru 5% nemenda sem ætlar útskrifast í október 2015 og 10% nemenda sem ætla útskrifast febrúar Svo voru 37% einstaklingar sem ætla útskrifast enn seinna. Fyrstu fjórar spurningarnar voru hugsaðar sem ákveðinn grunnur sem niðurstöðurnar gætur verið metnar út frá. Fimmta spurning var því fyrsta spurningin sem snýr nemendum að spurningum um siðfræði. Nemendur voru spurðir að því hvort þeim fyndist siðfræði vera mikilvæg í viðskiptum. Allir nema einn svöruðu því játandi sem var mjög ánægjulegt að sjá. Þá svaraði einn hlutlaus. Ekki var hægt að greina samdreifni enda einróma svar frá nemendum. Sjötta spurning spyr nemendur að því hvort þeir telji eigin ákvarðanir vera almennt séð siðferðilega réttar. Eins og í spurningu fimm svarar meirihlutinn játandi eða 85% nemenda. Þá svöruðu 4% nemenda neitandi og 12% voru hlutlausir. Líkt og í spurningu fimm var ekki hægt að greina samdreifni. 26

27 Því næst, í spurningu sjö, voru nemendur spurðir að því hvort þeim fyndist vanta frekari kennslu í siðfræði í viðskiptafræðideild. Í þessari spurningu voru svörin töluvert dreifðari en í seinustu tveimur spurningunum. Um helmingur nemenda, 32 talsins eða 53%, telur þörf á frekari kennslu í siðfræði í viðskiptafræðideild. Þá voru 22% nemendur sem telja að frekari kennsla sé óþarfi og 25% eru hlutlausir. Samdreifni var könnuð en leiddi ekkert marktækt í ljós en svörin virðast handahófskennd og ekki má greina að áhrifavaldar hafi í raun áhrif á þessi svör. Í spurningu átta voru nemendur spurðir hvort þeir telji sig hafa þekkingu á helstu siðferðilegu vangaveltum sem snúa að viðskiptalífinu. Nákvæmlega jafn margir og svöruðu spurningu sjö játandi svara spurningu átta játandi. Semsagt 53% svara játandi. En 27% nemenda svara neitandi og 20% nemenda eru hlutlausir. Í þessari spurningu fannst samdreifni en meirihluti þeirra nemenda sem ætla sér ekki að útskrifast af Fjármála- eða Reikningshalds-línu svöruðu þessari spurningu neitandi. Þá var einnig mæld samdreifni á milli spurningu sjö og spurningu átta. Þar mátti greina að þeir sem töldu að kennslu væri ábótavant í siðfræði eða hlutlausir, voru líklegri til að svara þessari spurningu neitandi. Í spurningu níu eru nemendur spurðir hvort þeir viti hvort endurskoðendur hafi siðareglur. Nememdur sem svöruðu játandi voru 38 talsins, eða 63%, 27% svöruðu neitandi og 10% nemenda voru hlutlausir. Ekki mátti greina samdreifni á milli fyrstu fjögurra spurninganna og spurningu níu en hinsvegar mátti finna smávægilega samdreifni milli spurningu átta og níu. Nemendur sem svöruðu spurningu átta neitandi eða hlutlausir, svöruðu spurningu níu neitandi í hærra hlutfalli en þeir sem svöruðu spurningu átta játandi. Í tíundu spurningu var athugað hvort nemendum fyndist í lagi að bjóða einhverjum greiðslu í peningum til þess að fá eitthvað framyfir aðra. Alls 15% svöruðu þessari spurningu játandi, 70% nemenda svöruðu neitandi og 15% nemendur voru hlutlausir. Ekki mátti greina neina samdreifni við þessa spurningu og aðrar. Því næst, í spurningu ellefu, voru nemendur spurðir að því hvort þeim fyndist í lagi að fyrirtæki starfræki verksmiðjur í þróunarlöndum svo þau geti greitt lægri laun. Þar svöruðu 32% nemenda að þeim þætti það í lagi á meðan 48% nemendur, eða tæpur helmingur nemenda, svöruðu að þeim þætti það ekki í lagi og 20% nemendur voru hlutlausir. Ef litið er á samdreifni milli spurningu eitt og þessarar spurningar kom í ljós að karlar eru líklegri til að þykja það í lagi að fyrirtæki fari þessar leiðir til að lækka 27

28 launakostnað. Eitthvað virðist slík starfsemi vera á gráu sviði í huga nemenda en margir nemendur sem svöruðu því að þeir teldu siðfræði vera mikilvæg í viðskiptum svara að sparnaðarstarfsemi eins og spurt er um sé í lagi. Í spurningu tólf voru nemendur spurðir hvort þeim þætti í lagi að markaðssetja vörur og þjónustu gagnvart börnum. En fjórðungur nemenda, eða 25%, svara að það sé í lagi. Þá voru 50% nemenda sem telja það ekki í lagi og 25% voru hlutlausir. Samdreifni mátti finna milli spurningu sjö og spurningu tólf. Nemendur sem telja að það þurfi ekki frekari kennslu í siðfræði þykir í lagi að markaðsetja til barna í hærra hlutfalli en þeir sem telja að þörf sé á frekari kennslu í siðfræði. Í spurningu þrettán er spurt hvort nemendum fyndist að fyrirtæki ættu að fara fram úr þeim lágmarkskröfum sem lög gera ráð fyrir til að tryggja öryggi starfsmanna. Meirihluti nemenda, eða 67%, svöruðu því játandi, 17% neitandi og 16% voru hlutlausir. Seinasta spurningin eða spurning fjórtán kannar hvort nemendur myndu fylgja skipunum frá yfirmanni sínum þó þeir vissu að það sem hann bæði þá um að gera væri löglegt, en á gráu svæði siðferðilega séð. Svörun var mjög dreifð en 22% nemenda svöruðu játandi, 35% nemendur svöruðu neitandi og 43% nemendur voru hlutlausir. Í þessari spurningu mátti greina nokkra áhrifavalda. Til að byrja með eru karlmenn líklegri til þess að fylgja slíkri skipun frá yfirmanni en kvenmenn. Annar áhrifavaldur er hvenær nemendur útskrifast en þeir sem útskrifast í júní 2015 eru líklegri til að fylgja skipun yfirmanns sem er á gráu svæði en þeir sem útskrifast seinna. Þriðji og stærsti áhrifavaldur er þekking nemenda á helstu siðferðilegum vangaveltum sem snúa að viðskiptalífinu. Þeir sem telja sig þekka þessar helstu vangaveltur eru mun líklegri til að fylgja skipun yfirmanns síns. 28

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara Guðmundína Arndís Haraldsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Allt sem

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W09:02 Apríl 2009 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Harpa Dís Jónsdóttir Runólfur Smári Steinþórsson Harpa Dís Jónsdóttir, MS, hdj3@hi.is

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum Lokaskýrsla til Nýsköpunarsjóðs námsmanna Sumar 2011 Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum Höfundur: Elsa Haraldsdóttir Verkefnisstjóri: Dr. Henry Alexander Henrysson Verkefnisstjórn:

More information

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA www.ibr.hi.is SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA Snjólfur Ólafsson Brynhildur Davíðsdóttir Lára Jóhannsdóttir Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Ester Gústavsdóttir Kári Kristinsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen

Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen með eftirmáls- og viðbótargreinar eftir Pál Skúlason Í þessu kveri mun ég freista þess að skýra hlutverk heimspekinnar í þeim tilgangi að lesturinn gagnist

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum BS ritgerð í viðskiptafræði Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum Hefur skipulagning og utanumhald á BS-ritgerðum áhrif á brottfall nemenda úr námskeiðinu? Helga Steinunn

More information

Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin?

Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin? FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGASVIÐ Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin? Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Ingunn Heiða Ingimarsdóttir Leiðbeinandi: Sævar Ari Finnbogason (Haustönn 2017) Staðfesting á lokaverkefni

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna MS ritgerð Mannauðstjórnun Ólíkar launakröfur kynjanna Áhrif ógnandi staðalímynda á launakröfur kvenna Egill Fivelstad Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2014 Ólíkar launakröfur kynjanna

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni,

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni, Ása Fríða Kjartansdóttir, asaogvilli@internet.is Heilsuefling og forvarnir á litlum og meðalstórum vinnustöðum Heilsueflingu er hægt að stunda nær alls staðar og er vinnustaðurinn kjörinn vettvangur til

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA FRÆÐIGREINAR STJÓRNMÁL Akademískt frelsi 1 Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við kennaradeild HA Útdráttur Í greininni er fjallað um akademískt frelsi og leitast við að skýra það og hlutverk þess.

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Markaðsáherslur og markaðshneigð

Markaðsáherslur og markaðshneigð Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2004 Markaðsáherslur og markaðshneigð Þórhallur Örn Guðlaugsson. 1 Ágrip Markaðshneigð (e. market orientation) má lýsa sem einkenni á fyrirtækjamenningu, sem

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. desember 2009 Jónína Sæmundsdóttir Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Í greininni er fjallað um

More information

September Siðareglur í opinberri stjórnsýslu

September Siðareglur í opinberri stjórnsýslu September 2003 Siðareglur í opinberri stjórnsýslu Efnisyfirlit HELSTU NIÐURSTÖÐUR...5 1. FORMÁLI...9 2. HVAÐ ERU SIÐAREGLUR?...11 2.1 HVAÐA GAGN GERA SIÐAREGLUR?...11 3. SIÐAREGLUR OG ÚTLÖND...13 3.1

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Hafa aldraðir rétt til að deyja með reisn?

Hafa aldraðir rétt til að deyja með reisn? Hugvísindasvið Hafa aldraðir rétt til að deyja með reisn? Hugtökin virðing og réttur skilgreind með notagildi þeirra í raunverulegum aðstæðum í huga Ritgerð til M.A.-prófs Arnrún Halla Arnórsdóttir Febrúar

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Stjórnun viðskiptatengsla Skynjun starfsmanna á notagildi og ávinningi af stjórnun viðskiptatengsla Hildur Guðjónsdóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Hvað einkennir góðan leiðtoga?

Hvað einkennir góðan leiðtoga? Hvað einkennir góðan leiðtoga? Leiðtogafærni og forysta. Birgir Steinn Stefánsson Rakel Guðmundsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda-, og þroskaþjálfadeild Hvað einkennir góðan leiðtoga?

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Ranghugmyndir um sálfræði og hagnýtingu grunnámsins í sálfræði við Háskóla Íslands á meðal almennings, sálfræðinema og útskrifaðra sálfræðinema

Ranghugmyndir um sálfræði og hagnýtingu grunnámsins í sálfræði við Háskóla Íslands á meðal almennings, sálfræðinema og útskrifaðra sálfræðinema Ranghugmyndir um sálfræði og hagnýtingu grunnámsins í sálfræði við Háskóla Íslands á meðal almennings, sálfræðinema og útskrifaðra sálfræðinema Alma Pálmadóttir og Guðrún Ýr Skúladóttir Lokaverkefni til

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

SOS! Hjálp fyrir foreldra:

SOS! Hjálp fyrir foreldra: SOS! Hjálp fyrir foreldra: Samantekt á niðurstöðum TOPI A og TOPI B árin 2007-2011 og heildaryfirlit fyrir árin 1998-2011. Hanna Björg Egilsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

2

2 Hugvísindadeild Þar sem hættan er... Vandamálið um gleymsku í heimspeki Kierkegaards og Heideggers Ritgerð til BA. prófs Jóhann Helgi Heiðdal Maí 2009 2 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Heimspekiskor Þar

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson.

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson. Háskólinn á Bifröst BS ritgerð Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor 2009 Umboðsvandi Í íslensku og erlendu viðskiptalífi Tómas Örn Sigurbjörnsson Kt: 110974-5319 Háskólinn á Bifröst BS ritgerð Leiðbeinandi:

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Sjálfið á tímum stafræns veruleika

Sjálfið á tímum stafræns veruleika Sjálfið á tímum stafræns veruleika Upplifun einstaklinga af samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, togstreita, áhrifastjórnun og skert geta til alhæfingar um mótleikara í stafrænum samskiptum. Lokaverkefni

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu Lára Sigríður Lýðsdóttir Þórhallur Örn Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Febrúar

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information