Þjóðskrá Íslands Minnisblað um auðkenningarmál

Size: px
Start display at page:

Download "Þjóðskrá Íslands Minnisblað um auðkenningarmál"

Transcription

1 Þjóðskrá Íslands Minnisblað um auðkenningarmál Útgáfa: 0,4 Dags. útg.: Opinberir aðilar og fyritæki bjóða í vaandi mæli upp á einstaklingsmiðaða þjónustu á svokölluðum mínum síðum. Til að tryggja öryggi gerir þessi þjónusta kröfu um að fólk skrái sig persónulega inn á þessar síður, þ.e. auðkenni sig. Minnisblaði þessu er ætlað að varpa ljósi á hinar mismunandi auðkenningarleiðir sem notaðar eru á Íslandi og í nágrannalöndum okkar í dag. Gerð er grein fyrir aðgengustu leiðum og þær metnar út frá þeim viðmiðum sem völ er á í dag. Helstu niðurstöður sjá nánar í fylgiskjölum: Helstu niðurstöður erlendis eru þær að margar aðferðir eru nýttar til auðkenningar í dag og því ólíklegt að ein og sama leiðin henti við allar aðstæður. Praktísk dæmi sýna líka að ekki er allt sem sýnist í erlendum könnunum. Þar sem vitað er um notkun bendir margt til þess að veflyklar sem styrktir eru á einhvern hátt séu nái mestri útbreiðslu. NemID hjá Dönum er styrkt með talnakóða á korti. eid hjá Svíum nýtir sér mjúkt skilríki í tölvunni. Á Íslandi er veflykill ríkisskattstjóra langútbreiddasta auðkenningarleiðin og innleiðing rafrænna skilríkja á debetkortum hefur gengið mun hægar en vænst var. Val á góðri auðkenningarleið byggist á tveimur þáttum, öryggi annars vegar og notendavænleika hins vegar. Þetta tvennt togast yfirleitt á. Við val á auðkenningarleið er mikilvægt að hafa í huga áhættu af notkuninni. Notkun samfélagsmiðla er ekki áhættusamur gjörningur, enda er notast við auðkenningu af fullvissustigi 1 þar. Stór hluti af þeim aðgerðum sem einstaklingar og lögaðilar þurfa að framkvæma gagnvart opinberum aðilum er fremur áhættulítill þannig að í flestum tilfellum ætti fullvissustig 2 að vera nægilegt. Til dæmis hefur ríkisskattstjóri nýtt þetta fullvissustig í 12 ár og Tryggingarstofnun í 4 ár. Ef gögn eru mjög viðkvæm eða það talið hafa alvarlegar afleiðingar að rangur aðili komist yfir þau, þarf að krefjast fullvissustigs 3 eða 4. Mikilvægt er að opinberir aðilar meti það hverju sinni hvaða fullvissustig þjónusta þeirra þarfnast og krefjist auðkenningar miðað við það. Til að auðkenningarleið nái sem mestri útbreiðslu er mikilvægt að opinberir aðilar og einkaaðilar vinni saman og nýti sömu auðkenningarleiðirnar. Í nýjum drögum að tilskipun ESB um auðkenningu verður opinberum aðilum gert að skyldu að bjóða fyrirtækjum að nýta auðkenningarleiðir sínar án endurgjalds inn á þjónustuvefi þeirra. Að lokum: Til að íþynga ekki borgurunum að óþörfu með því að krefjast alltaf dýrustu og flóknustu skilríkja sem völ er á virðist ekki óeðlilegt að fólk hafi val um auðkenningarleiðir og að kröfur til auðkenningar miðist við áhættu þjónustunnar. Sem dæmi má nefna að nýlega ákvað Landsbankinn að leggja niður auðkennislykilinn og láta veflykil duga fyrir algengustu aðgerðir, en styrkja sjaldgæfari aðgerðir til dæmis með símalausn. Bls. 1 af 8

2 Fylgiskjöl Fylgiskjal 1 Helstu auðkenningarleiðir... 3 Fylgiskjal 2 Hagnýt dæmi... 4 Fylgiskjal 3 Mat ESB á auðkenningarleiðum... 5 Fimm ástæður til að ná árangri / eða ekki... 5 Fylgiskjal 4 Skilgreining STORK á öryggi auðkenningarleiða... 6 Nokkur íslensk dæmi... 7 Fylgiskjal 5 Samræmd reglugerð ESB um rafræna innskráningu... 8 Bls. 2 af 8

3 Fylgiskjal 1 Helstu auðkenningarleiðir Þjóðskrá Íslands skoðaði helstu auðkenningarleiðir sem í boði eru hjá opinberum aðilum á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Í flestum tilvikum var litið inn á þjónustugáttir landanna, en einnig var upplýsinga aflað með því að fara inn á einstakar þjónustuveitur. Eftirfarandi tafla sýnir niðurstöðuna. Taka ber fram að aðeins er um lauslega könnun að ræða og listinn þarf því ekki að vera tæmandi. Taflan sýnir aðeins hvaða leiðir eru í boði, en segir ekkert um útbreiðslu eða raunverulega notkun. Sem dæmi má nefna að á Íslandi hafa verið gefin út rafræn skilríki á debetkortum til um Íslendinga. Aðeins helmingur skilríkjanna hefur verið virkjaður og við auðkenningu í bankana eru þau um 2 6% á móti auðkennislyklunum. Við auðkenningu með auðkenningarleið Ísland.is eru þau um 2 3% á móti veflykli ríkisskattstjóra og hjá ríkisskattstjóra sjálfum eru þau innan við 1%. Helstu ástæður fyrir slakri útbreiðslu skilríkja á debetkortum er sú að fólk sér ekki ábatann. Borga þarf fyrir kortalesara og setja þarf upp forrit í tölvu viðkomandi. Uppsetning forritsins vefst fyrir mörgum auk þess sem forritið gengur ekki á Mac tölvum með nýjasta stýrikerfinu. Einnig er ekki hægt að nota debetkort í spjaldtölvum og ekki í snjallsímum. Land Austurríki Belgía Notendanafn og lykilorð Notendanafn, lykilorð + kóði (eins skiptis lykilorð) Not+lyk Kóði í sms Auðkenning gegnum banka Danmörk NemID (not+lyk), kóði á pappír eða vistaður í tölvu Eistland Kóði á pappír 5 bankar, Kort, SIM, not+lyk, not+lyk +auðkennislykill Finnland 8 bankar, Kort, SIM, not+lyk, not+lyk +auðkennislykill Ísland Veflykill RSK Ýmsir veflyklar Holland Noregur Svíþjóð Veflykill sendur á lögheimili Styrkt auðkenning Not+lyk Kóði í sms MinID (not+lyk), kóði á pappír eða í sms 11 bankar BankID eða e legitimation: Mjúk skilríki sótt með aðstoð síma og vistuð í tölvu Mjúk skilríki á USB lykli Commfides Skilríki á korti Nafnskírteini með mynd Nafnskírteini með mynd Nafnskírteini með mynd SIM kort Nafnskírteini með mynd SIM kort Debetkort Buypass Hægt að fá en ekki algengt Mjúk skilríki á tölvu Mjúk skilríki Mjúk skilríki (Tollurinn) Ekki með heimabanka: Mjúk skilríki sótt með síma og vistuð í tölvu (Nordea og Telia) Bls. 3 af 8

4 Fylgiskjal 2 Hagnýt dæmi Þjóðskrá Íslands hélt fund með tveimur útlendingum, Dana og Svía, og fékk þá til að sýna hvernig þeir auðkenndu sig í sínum heimalöndum. Danska leiðin NemID: Langalgengasta leiðin í Danmörku er NemID. Um er að ræða notendanafn (kennitala eða nafn að eigin vali) og veflykil sem styrkt er af talnakóða. Gerð er krafa um mjög sterkt 8 stafa lykilorð, bókstafi og tölustafi, stóra og litla stafi. Talnakóðinn er sendur til fólks á blaði sem brotið er í þrennt og er á stærð við kreditkort. Hver tala er aðeins notuð einu sinni og þegar allar tölur á blaðinu hafa verið notaðar er sent út nýtt blað á lögheimili fólks. Lausnin er frá 2007 og er barn síns tíma. T.d. byggir hún á Java Applet sem setja þarf upp á hverri tölvu fyrirfram. Ekki er hægt að nota lausnina í snjallsímum né í spjaldtölvum. Hægt er að nota lausnina til að undirrita skjöl. Danir eiga fleiri leiðir til auðkenningar, en að sögn Danans eru þær lítið útbreiddar. Sænska leiðin eid: Langalgengasta leiðin í Svíþjóð er eid. Um er að ræða kennitölu og lykilorð. Gerð er krafa um sterkt 8 stafa lykilorð, bókstafir og a.m.k. 2 tölustafir. Auk þessa þarf að setja upp mjúkt skilríki á tölvu viðkomandi. Skilríkið fæst afhent hjá öllum bönkunum í Svíþjóð. Þegar skilríkið er sett upp í fyrsta sinn á tölvu viðkomandi er farsími viðkomandi notaður sem aukastaðfesting á því að um réttan aðila sé að ræða. Aðrar leiðir eru skilríki á korti og kortalesari. SEB bankinn gefur út skilríki á debetkorti. Að sögn Svíans er þetta lítið notuð leið og almennt ekki þekkt meðal almennings. Önnur leið sem er að ryðja sér til rúms núna er svokallað mobilid. Um er að ræða app í snjallsíma sem á samskipti við bankann og styður við að eingöngu sé notað notandanafn og lykilorð í tölvunni. Bls. 4 af 8

5 Fylgiskjal 3 Mat ESB á auðkennin ngarleiðum 1 and resources/by publication/2010 egovernment benchmark/ Evrópusambandið gerir reglulega úttekt á framboði á rafrænni þjónustu og eru niðurstöðurnar oftast kenndar við fyrirtækið CapGemini sem hefur framkvæmt úttektinaa frá upphafi. Könnuninn er gerð meðal ESB landa, en einnig EES og þeirra landa sem eru í umsóknarferli, allss 32 landa. Í nýjustu könnuninni sem er frá voru einnig skoðaðar helstu auðkenningarleiðir aðildarlandanna. Hafa ber í huga að gögn könnunarinna eru að verða tveggja ára gömul ogg því lítið fjallað um nýjustu tækni eins og símalausnir sem eru að ryðja sér rúms í dag. Í könnuninni kemur fram að algengasta auðkenninga rleiðin er snjallkort, en fimmtán lönd segjast nota þá leið. Næst algengast eru mjúk skilríki í tölvu sem tólf lönd segjast nota. Átta lönd segjast nota notendanafn og lykilorð og þrjú lönd nefna skilríki á USB lykli. Algengt er að fleiri en ein leið sé notuð. Til dæmis eru þrír valkostir í Eistlandi, Luemburg og o Slóveníu, þ.e. snjallkort, mjúk skilríki og notendanafn ogg lykilorð. Myndin er þóó alls ekki tæmandi. T.d. vantar á hana NemID sem er langalgengasta auðkenningarleiðin í Danmörku. Mikilvægt er, þegar valin eru rafræn skilríki,, að horft sé bæði til öryggis og notagildis. Eins myndinni hér fyrir neðan þarf þetta tvennt alls ekki að fara saman og máá segja að aðalvandinn við val á skilríkjum. og sést á þar liggi Fimm ástæður til að ná árangri / eða ekki Í ofangreindri könnun voru einnig tekin saman þau fimm lykilatriði sem þjóðirnar nefndu, annars vegar varðandi árangursríka innleiðingu á rafrænum skilríkjum og o hins vegar varðandii það að innleiðing misheppnaðist. Eftirfarandi tafla sýnir þessi atriði: Fimm algengustu ástæður þess að ná árangrii 1. Hentar til notkunar í margs konar búnaði og opinberri þjónustu 2. Samstarf við einkageirann (bæði við að koma upp skilríkjunum og að bjóða upp á notkunarmöguleika) 3. Ódýrt að fá sér skilríki (helst ókeypis fyrir notendur eða mjög ódýr) 4. Auðveld í notkun, bæði fyrir f þá sem sjá um að koma út skilríkjunum og viðhalda þeim en einnig fyrir notendur som nota skilríki til innskráningar og auðkenningar 5. Örugg og traust í rekstri Fimmm algengustuu ástæður þess að misheppnast 1. Skortur á samræmingu meðal skipulagseininga 2. Lítil þekking (bæði meðal þeirra sem s dreifa og viðhalda skilríkjunum og meðal notenda) ) 3. Skortur á lagastuðningi 4. Flókin tækni 5. Mikill kostnaður, bæði fyrir skipulagseiningar semm innleiða notkun skilríkjanna og fyrir einstaklinga sem s nota þau Bls. 5 af 8

6 Fylgiskjal 4 Skilgreining STORK á öryggi auðkenningarleiða Áreiðanleiki hverrar notandaauðkenningar (sannvottunar notanda) fer eftir því hvernig borin eru kennsl á umsækjanda skilríkisins sem er notað, hvernig það var afhent, á hvaða geymslumiðli, öryggi útgefandans og loks sjálfu auðkenningarferlinu. Hver sá sem treystir á auðkenningu þarf að gera áhættumat á ógnum og afleiðingum misnotkunar og ákvarða lágmarks fullvissustig út frá því. Því alvarlegri sem afleiðingar misnotkunar eru fyrir eiganda upplýsinganna, veitanda þjónustunnar eða þann sem notar þjónustuna þvi áreiðanlegri þarf auðkenningin að vera. Í Evrópusambandsverkefninu STORK sem snýst um að byggja upp sam evrópskt kerfi fyrir notkun rafrænna auðkenna yfir landamæri eru auðkenningarleiðir flokkaðar í fernt eftir svokölluðu fullvissustigi (QAA levels): 1. Fullvissustig 1: Þetta er lægsta stigið. Uppgefið auðkenni er annað hvort ekki sannreynt eða sannreynt að mjög litlu leyti. Þarna eru t.d. skráningar inn á vefmiðla þar sem notandi býr sjálfur til notendanafn og lykilorð. Stundum er beðið um netfang og þá er kannað hvort það er til. 2. Fullvissustig 2: Þetta stig hentar vel þegar það hefur litlar afleiðingar þótt skilríkið komist í rangar hendur. Viðurkenndur aðili þarf að bera kennsl á umsækjanda skilríkis. Auðkenna þarf viðtakanda skilríkis, sem þarf að vera amk. sterkt lykilorð. Veflykill ríkisskattstjóra fer nálægt því að komast á þetta stig, þótt hann standist ekki þá kröfu að allir séu með sterk lykilorð, en bætt er fyrir það með því að leyfa aðeins 10 tilraunir áður en lokað er á innskráningu. 3. Fullvissustig 3: Þetta stig er viðeigandi ef afleiðingar af misnotkun er taldar vera miðlungs. Útgáfa skilríkjanna þarf að vera með þeim hætti að tryggt sé að þau séu afhent réttum aðila. Útgáfan og notkunin þarf að vera viðurkennd af opinberum aðilum. Skilríki í þessum flokki eru t.d. mjúk skilríki sem sett eru inn á tölvur notenda eða á minnislykil, og auðkennislyklar bankanna. 4. Fullvissustig 4: Þetta stig þarf að nota þegar misnotkun getur valdið miklum skaða. Skilríkin eru eingöngu afhent notendum persónulega og sýna þarf opinber pappírsskilríki við afhendingu. Útgáfa og notkun þessara skilríkja byggist á lögum um fullgild rafræn skilríki. Í þennan flokk falla rafræn skilríki á debetkortum. Á næstu síðu er tafla sem sýnir hvaða kröfur þurfa að vera uppfylltar fyrir hvert fullvissustig. Bls. 6 af 8

7 Taflan sýnir nánar hvaða kröfur þurfa að vera uppfylltar til að ná hærra fullvissustigi. Allar kröfur sem merkt er við í viðkomandi dálki þurfa að vera uppfylltar. Kröfur sem þurfa að vera uppfylltar Fullvissustig 1: mjög lágt Fullvissustig 2: lágt Fullvissustig 3: miðlungs Fullvissustig 4: hátt Kennsl borin á umsækjanda skilríkis ID1 Rafræn skráning, nafn eða þul, og netfang gefið upp. ID2 Rafræn skráning og kennitala eða annað rafrænt staðfest einkvæmt auðkenni gefið upp ID3 Mætingarskylda og gefið upp einkvæmt auðkenni sem er rafrænt undirritað af útgefanda ID4 Mætingarskylda og opinber skilríki með mynd Afhending skilríkis IC1 Afhent án auðkenningar IC2 Léttvæg auðkenning móttakanda (t.d. sent á lögheimili) IC3 Miðlungs auðkenning móttakanda (t.d. einkabanki) IC4 Sterk auðkenning móttakanda (t.d.opinber skilríki) Útgefandi skilríkis IE1 Án opinberrar viðurkenningar IE2 Samningur við ríkið IE3 Faggiltur eða í umsjá ríkisins IE4 Fullgildur Geymslumiðill skilríkis RC1 Frjálst lykilorð RC2 Sterkt lykilorð RC3 Rafræn skilríki eða lykilorðadós RC4 Fullgildur harður einkalykill Auðkenningarþjónusta AM4 EAL4+ eða sambærilegt Nokkur íslensk dæmi Facebook auðkenning er í öllum tilvikum á fyrsta stigi og fullvissustig þess því 1. RSK lykilorð uppfyllir kröfur ID2, IC2, IE3 og RC1 (+ takmarkaður fjöldi tilrauna). Fullvissustig þess er því 2. Sterkt opinbert lykilorð myndi uppfylla kröfur ID2, IC2, IE3 og RC2. Fullvissustig þess væri því 2. Auðkennislyklar bankanna uppfylla kröfur ID3, IC3, IE3 og RC3. Fullvissustig þeirra er því 3. Rafræn skilríki á debetkorti eða farsíma (frá Auðkenni) uppfylla kröfur ID4, IC4, IE4 og RC4. Fullvissustig þeirra er því 3 eða 4, eftir því þau eru notuð gegnum auðkenningarþjónustu sem uppfyllir kröfu AM4. Bls. 7 af 8

8 Fylgiskjal 5 Samræmd reglugerð ESB um rafræna innskráningu Þann 4. júní 2012 voru birt drög að tilskipun ESB um rafræna innskráningu og traust í rafrænum sendingum á innri markaði 2. Um er að ræða viðbót við tilskipun um rafrænar undirskriftir þar sem brugðist er við hraðri tæknilegri þróun og nýjum möguleikum byggðum á nýrri tækni. Sérstaklega hefur vantað umgjörð um auðkenningu. Áhersla er lögð á lagalegt öryggi, samræmingu á eftirliti milli landa og viðurkenningu á innskráningarleiðum þvert á landamæri. Í kafla 2 er fjallað sérstaklega um innskráningu. Þar kemur í stuttu máli fram að aðildarríkin mega tilkynna 3 framkvæmdastjórn um þær auðkenningaraðferðir sem notaðar eru í heimalandinu verða að viðurkenna þær auðkenningaraðferðir sem tilkynnt er um og ætlaðar eru til að bjóða þjónustu þvert á landamæri verða að bjóða upp á fría auðkenningarþjónustu eru ábyrga fyrir ótvíræðri auðkenningu einstaklinga verða að leyfa einkageiranum að nota auðkenningaraðferðir sem tilkynntar eru e. notify Bls. 8 af 8

Auðkenni ehf

Auðkenni ehf Auðkenni ehf. 17.9.2012 AUÐKENNING Hver er tilgangur auðkenningar? Mismunandi... þjónusta kallar á mismunandi varnir hættur kalla á mismunandi varnir auðkenningaleiðir duga gegn mismunandi hættum Hjá fjármálaþjónustu

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Rafræn traustþjónusta

Rafræn traustþjónusta eidas Rafræn traustþjónusta eidas reglugerðin Ólafur Egill Jónsson ANR Sigurður Másson Advania eidas eidas reglugerðin eidas reglugerðin 910/2014/ESB Markmið reglugerðarinnar Skortur á trausti eitt af

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR STOÐUPPLÝSINGAR

RAFRÆNN REIKNINGUR STOÐUPPLÝSINGAR RAFRÆNN REIKNINGUR STOÐUPPLÝSINGAR BURÐARLAG OG ÖRYGGI 14. október 2009 Ritnefnd um burðarlag og öryggi Inngangur Þetta skjal er hluti af stoðupplýsingum sem styðja tækniforskrift fyrir rafræna reikninga.

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Viðhorf og reynsla íslenskra náms- og starfsráðgjafa Álfhildur Eiríksdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Rafræn náms- og

More information

1. Bréf neytandans, Friðjóns Guðjohnsen

1. Bréf neytandans, Friðjóns Guðjohnsen Neytendastofa Borgartúni 21 105 Reykjavík 24. september 2014 Efni: Ábending vegna vísbendingar um öryggisgalla í rafrænum skilríkjalausnum Auðkennis ehf. Með bréfi dags. 15. september 2014 óskaði Neytendastofa

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

LEIÐBEININGARRIT FRJÁLS OG OPINN HUGBÚNAÐUR

LEIÐBEININGARRIT FRJÁLS OG OPINN HUGBÚNAÐUR LEIÐBEININGARRIT FRJÁLS OG OPINN HUGBÚNAÐUR MARS 2010 EFNISYFIRLIT 1 INNGANGUR... 5 2 HVAÐ ER FRJÁLS HUGBÚNAÐUR?... 7 3 AÐ VELJA FRJÁLSAN HUGBÚNAÐ... 15 4 KOSTNAÐUR AF MISMUNANDI TEGUNDUM HUGBÚNAÐAR...

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Samþykkt í framkvæmdastjórn HSS 18. apríl 2007 Unnið af nefnd um öryggi í upplýsingatækni skipaðri af framkvæmdastjórn HSS í febrúar 2007

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1 Yfirlit i. Kynning 2 i. Vefhluti 3 ii. Þjóðskrá 3 iii. Lykilorð 3 ii. Innri hluti 4 i. Almennar leiðbeiningar 5 b. Iðkendur Forráðamenn 6 i. Iðkendur. 6 ii. Bæta / fjarlægja iðkenda hjá forráðamanni. 6

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information

Local food Matur úr héraði

Local food Matur úr héraði Helgi Gestsson og Kristín Helgadóttir (2009) Local food - Matur úr héraði, í I. Hannibalsson (ritstj.) Rannsóknir í félagsvísindum X, bls. 281-292 (Reykjavík: Háskólaútgáfan) Local food Matur úr héraði

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Stefna RIM um gagnaleynd

Stefna RIM um gagnaleynd Stefna RIM um gagnaleynd Research In Motion Limited, dótturfyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki ( RIM ) skuldbinda sig til að viðhalda langtímastefnu um gagnaleynd og öryggi persónuupplýsinga þinna, þ.e.

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 22.08.2014 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð í Landupplýsingagátt

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Yfirtaka greiðslukortanna

BS ritgerð í viðskiptafræði. Yfirtaka greiðslukortanna BS ritgerð í viðskiptafræði Yfirtaka greiðslukortanna Val hins íslenska neytanda á greiðslumiðlum Hjörtur Sigurðsson Leiðbeinandi: Gylfi Magnússon, dósent Viðskiptafræðideild Maí 2012 Yfirtaka greiðslukortanna

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Færsluflæði og uppgjör í debetkortaviðskiptum á Íslandi

Færsluflæði og uppgjör í debetkortaviðskiptum á Íslandi Færsluflæði og uppgjör í debetkortaviðskiptum á Íslandi 1 Inngangur Greinargerð Seðlabankans um debetkortaviðskipti á Íslandi lýsir færsluflæði og uppgjöri debetkortaviðskipta. Hér eru dregin fram þau

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Icc prófílar eru uppsláttartöflur sem innihalda annarsvegar RGB eða CMYK tölur og annarsvegar CIE L*a*b* eða CIE XYZ litalíkönum og lýsa samhenginu milli

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt.

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt. r ALITSGERÐ Til: Frá: Dagsetning: Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins Dr. Andra Fannari Bergþórssyni 12. m aí2017 Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Landsarkitektúr fyrir opinber upplýsingakerfi: Undirbúningur fyrir vinnu við mótun landsarkitektúrs

Landsarkitektúr fyrir opinber upplýsingakerfi: Undirbúningur fyrir vinnu við mótun landsarkitektúrs Landsarkitektúr fyrir opinber upplýsingakerfi: Undirbúningur fyrir vinnu við mótun landsarkitektúrs Hermann Ólason Innanríkisráðuneyti 2014 1. Tilgangur Í þessu skjali er fjallað um skipulag og högun

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Mynd: Mismunandi FTTH-högun

Mynd: Mismunandi FTTH-högun Búnaður og tæki Passíf ljósnet (PON) P2MP og Ethernet P2P lausnir hafa um árabil verið notaðar víða um heim. Ýmis atriði hafa áhrif á val á búnaði, t.d. landfræðilegar aðstæður, viðskiptaáætlun o.s.frv.

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Auðkenni Super Jeep Drive. I. Erindið

Auðkenni Super Jeep Drive. I. Erindið Ákvörðun nr. 54/2016 Auðkenni Super Jeep Drive I. Erindið Með bréfi Superjeep ehf. til Neytendastofu, dags. 16. desember 2015, var kvartað yfir notkun Super Jeep Drive ehf. á orðunum Super Jeep. Í bréfinu

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Auður upplýsinga Mikilvægi innri upplýsingamiðlunar og tengsl við starfsánægju Margrét Helga Jóhannsdóttir Leiðbeinandi Þóra H. Christiansen aðjúnkt Viðskiptafræðideild

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Verklokaskýrsla. Úttekt á OpenOffice.org skrifstofuvöndlinum Samanburður við Microsoft Office. Samstarf RSK og forsætisráðuneytisins

Verklokaskýrsla. Úttekt á OpenOffice.org skrifstofuvöndlinum Samanburður við Microsoft Office. Samstarf RSK og forsætisráðuneytisins Verklokaskýrsla Úttekt á OpenOffice.org skrifstofuvöndlinum Samanburður við Microsoft Office Samstarf RSK og forsætisráðuneytisins Útgáfa: Lokaútgáfa Dags.: 3. september 2009 Höfundar: Brigitte M. Jónsson/

More information

Nemendum er bent á að forsíða ritgerða er kápa. Sniðmát af kápu er hægt að nálgast á heimasíðu deildarinnar. Sniðmát af forsíðu

Nemendum er bent á að forsíða ritgerða er kápa. Sniðmát af kápu er hægt að nálgast á heimasíðu deildarinnar. Sniðmát af forsíðu Nemendum er bent á að forsíða ritgerða er kápa. Sniðmát af kápu er hægt að nálgast á heimasíðu deildarinnar. Sniðmát af forsíðu Greiðslumiðlun framtíðarinnar Áhrif smáforrita sem greiðsluleið Kristrún

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

Verkfæri skjalastjórnar

Verkfæri skjalastjórnar Verkfæri skjalastjórnar Lykillinn að árangri Guðbjörg Gígja Árnadóttir Lokaverkefni til MA gráðu í upplýsingafræði Félagsvísindasvið Verkfæri skjalastjórnar Lykillinn að árangri Guðbjörg Gígja Árnadóttir

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Stjórnun viðskiptatengsla Skynjun starfsmanna á notagildi og ávinningi af stjórnun viðskiptatengsla Hildur Guðjónsdóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

Hafa viðskiptabankarnir á Íslandi sterka, jákvæða og einstaka stöðu?

Hafa viðskiptabankarnir á Íslandi sterka, jákvæða og einstaka stöðu? ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W16:05 Október 2016 Hafa viðskiptabankarnir á Íslandi sterka, jákvæða og einstaka stöðu? Þórhallur Guðlaugsson Friðrik Larsen Þórhallur

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Frumdrög Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Skjal númer 2017070051 Dagsetning 20. október 2017 Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila við þeim

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

- Kerfisgreining með UML

- Kerfisgreining með UML Kuml - Kerfisgreining með UML 2007, Jón Freyr Jóhannsson 5ta útgáfa - 2007 Hönnun og umbrot: Jón Freyr Jóhannsson Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti sem sem ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

Lokaverkefni til BS- prófs. í viðskiptafræði

Lokaverkefni til BS- prófs. í viðskiptafræði Lokaverkefni til BS- prófs í viðskiptafræði Val á utanlandsferðum Hvað ræður vali neytenda á ferðum erlendis í frí? Kristjana Diljá Þórarinsdóttir Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt Október 2016 Val á utanlandsferðum

More information

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Tölvu- og verkfræðiþjónustan Halldór Kristjánsson, verkfræðingur 1. Inngangur Óskað hefur verið eftir mati Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar á því hvort hægt sé að

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2014 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Gefin út á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 21. mars 2014 Inngangur Fjármálaeftirlitið

More information

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM Rögnvaldur Líndal Magnússon Jarðvísindastofnun Háskólans Háskóli Íslands maí 2012 RH-08-2012 1 PixelCalc Efnisyfirlit 1. PixelCalc

More information

Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi

Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi Tannsmiðir sem heilbrigðisstarfsmenn Ingunn Karen Pierson Sigurðardóttir Lokaverkefni til BS gráðu Leiðbeinandi: Sigríður Rósa Víðisdóttir Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu Lára Sigríður Lýðsdóttir Þórhallur Örn Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Febrúar

More information

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Nýnemar Hvar eru tölvuver? Hvernig tengi ég fartölvuna við þráðlausa netið? Hvar fæ ég aðgang að Uglu? Hvernig nálgast ég tölvupóstinn minn? Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Flip over for English

More information

GÆÐASTJÓRNUN VIÐ MANNVIRKJAGERÐ

GÆÐASTJÓRNUN VIÐ MANNVIRKJAGERÐ GÆÐASTJÓRNUN VIÐ MANNVIRKJAGERÐ 1 INNGANGUR Í greinarkorni þessu verður fjallað um nauðsyn þess að viðhafa gæðastjórnun við undirbúning, hönnun og byggingu mannvirkja á Íslandi. Bent verður á rannsóknir

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information