Hafa viðskiptabankarnir á Íslandi sterka, jákvæða og einstaka stöðu?

Size: px
Start display at page:

Download "Hafa viðskiptabankarnir á Íslandi sterka, jákvæða og einstaka stöðu?"

Transcription

1 ISSN INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W16:05 Október 2016 Hafa viðskiptabankarnir á Íslandi sterka, jákvæða og einstaka stöðu? Þórhallur Guðlaugsson Friðrik Larsen Þórhallur Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Háskóli Íslands Gimli V/Sæmundargötu 101 Reykjavik Sími: Netfang: Friðrik Larsen Viðskiptafræðideild Háskóli Íslands Gimli V/Sæmundargötu 101 Reykjavík Sími: Netfang: Institute of Business Research School of Business University of Iceland Gimli by Saemundargata 101 Reykjavík Iceland 1

2 ÁGRIP Í þessari grein er leitast við að leggja mat á það hvort viðskiptabankarnir á Íslandi hafi sterka, jákvæða og einstaka stöðu í huga viðskiptavina sinna. Settar eru fram eftirfarandi þrjár tilgátur; (1) Viðskiptavinir eru líklegri til að nefna sinn banka en aðra þegar þeir eru beðnir um að segja til um hvaða banki er þeim efst í huga, (2) Viðskiptavinir eru líklegri til að tengja sinn banka en aðra við jákvæða ímyndareiginleika og (3) Viðskiptavinir aðgreina sinn banka með skýrum hætti frá öðrum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggist á könnun sem framkvæmd var á tímabilinu 18. febrúar til 2. mars 2013 en samtals bárust 564 gild svör. Fram kemur stuðningur við allar tilgáturnar; svarendur er mjög líklegir til að nefna sinn banka sem þann banka sem er þeim efst í huga, þeir tengja sinn banka frekar en aðra við jákvæða eiginleika og aðgreina hann frá öðrum með skýrum og jákvæðum hætti. Framlag rannsóknarinnar er bæði fræðilegt og hagnýtt. Fyrst er um að ræða fræðilegt innlegg í þær rannsóknir sem snúa að viðfangsefninu sem styrkir þau sjónarmið að vörumerki í þjónustu hafi alla jafna sterkari stöðu en vörumerki er tengjast áþreifanlegum vörum. Einnig er rannsóknin innlegg í miðað markaðsstarf þar sem fram kemur með skýrum hætti að það sem einum hópi þykir neikvætt, þykir öðrum jákvætt. Rannsóknin er ennfremur innlegg varðandi það með hvaða hætti stjórnendur geta byggt upp traust en fram kemur að í kjölfar bankahrunsins hefur öll greinin skaðast en minna þegar niðurstöður eru skoðaðar út frá einstaka viðskiptavinahópum en það eru mikilvægar niðurstöður fyrir greinina. Framlag rannsóknarinnar liggur einnig í því að dregið er fram með skýrum hætti að þegar grein eins og bankastarfsemi á Íslandi, sem áður naut trausts og virðingar, verður fyrir áfalli getur verið mjög erfitt að endurheimta fyrri stöðu. 2

3 1 INNGANGUR Eitt mikilvægasta viðfangsefni vörumerkjastjórnunar er að stuðla að því að tiltekið vörumerki hafi sterka, jákvæða og einstaka stöðu í huga eða minni þess markhóps sem verið er að höfða til hverju sinni. Í þessari grein er rannsóknarspurningin sú hvort stóru viðskiptabönkunum á Íslandi hafi tekist þetta gagnvart sínum viðskiptavinum. Viðfangsefnið byggir í grundvallaratriðum á fræðum er tengjast vörumerkjaþekkingu (brand knowledge) en henni má í grundvallaratriðum skipta í tvo hluta, kunnugleika annars vegar og tengingar hins vegar (Keller, 2008). Kunnugleikinn snýr að því að fólk þekki vörumerkið þegar það sér það á meðan að tengingar snúa að því með hvaða hætti neytendur tengja vörumerkið við vöruflokka, þarfir og eða kaupáform. Algengt er að tengsl séu á milli vörumerkjavitundar (brand awareness) og efst í huga (top-of-mind) mælinga og því megi leggja mat á vörumerkjavitund með þeim. Þá er gjarnan spurt hvaða vörumerki kemur fyrst upp í hugann þegar hugsað er um tiltekinn vöruflokk og eru þetta algengar mælingar hjá fyrirtækjum sem vilja leggja mat á styrk vörumerkja sinna. Þetta hefur verið gagnrýnt svo sem eins og að óljóst sé hver ástæðan er fyrir því að vörumerkið er ofarlega í huga fólks (Buil, Chernatony og Martínez, 2013), hvort vörumerkið tengist þá jákvæðum eða neikvæðum eiginleikum (Homburg, Klarmann og Schmitt, 2010; Huang og Sarigöllu, 2012) og hvort tengsl séu á milli niðurstöðu þessara mælinga við það hvort svarendur eigi hlutinn eða noti þjónustuna (Kim, Kim og An, 2003; McDonald og Sharp, 2000; Romaniuk og Sharp, 2004). Einnig kemur í ljós að niðurstöður eru mismunandi eftir greinum þar sem tengslin virðast sterkari í þjónustu en þegar um áþreifanlega vöru er að ræða (sjá t.d. Fetscherin og Baker, 2009; Fung So, King, Sparks og Wang, 2013). Sterk tenging ein og sér dugar þó ekki, heldur þarf vörumerkið að tengjast einhverju sem er mikilvægt og/eða jákvætt fyrir viðskiptavininn eða markhópinn 3

4 (Bettman, 1979; Keller, 2001; Rossiter og Percy, 1987). Einnig er mikilvægt að vörumerkið hafi einstaka stöðu í huga markhópsins, þ.e. skýrt sé hvernig hann aðgreinir það frá öðrum vörumerkjum (Chernatony, 2001; Keller, 2001; Trout og Rivkin, 2008). Haustið 2008 varð mikil breyting á íslenska bankakerfinu í framhaldi af bankahruninu. Gerðar hafa verið reglubundnar mælingar á ímynd bankakerfisins frá 2004 og sýna þær mælingar að ímynd bankakerfisins skaðaðist í kjölfar bankahrunsins (Þórhallur Guðlaugsson og Friðrik Larsen, 2014). Einnig hefur vakið athygli að þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr trausti í kjölfar bankahrunsins þá hafa fáir skipt um banka í kjölfar þess. Bent hefur verið á tvær meginástæður fyrir því; annars vegar að allt bankakerfið hafi hrunið, og því ekki um aðra kosti að ræða, og hins vegar að viðskiptavinir séu oft skuldbundnir og í einhverju skilningi fastir í bankanum sínum vegna viðskiptakostnaður sem fylgir því að skipta um banka (Friðrik Eysteinsson og Þórhallur Guðlaugsson, 2010). Í þessari grein er dregið fram þriðja sjónarmiðið sem er að einstaka banki hafi einfaldlega sterkari stöðu hjá viðskiptavinum sínum en aðrir bankar og eru því settar fram eftirfarandi tilgátur: 1. Viðskiptavinir eru líklegri til að nefna sinn banka en aðra þegar þeir eru beðnir um að segja til um hvaða banki er þeim efst í huga. 2. Viðskiptavinir eru líklegri til að tengja sinn banka en aðra við jákvæða ímyndareiginleika. 3. Viðskiptavinir aðgreina sinn banka með skýrum hætti frá öðrum. Greinin er þannig uppbyggð að fyrst er fræðilegt yfirlit um vörumerkjavitund og vörumerkjaþekkingu, þá er fjallað um aðferðafræði rannsóknarinnar og í framhaldi af því er gerð grein fyrir niðurstöðum. Í lok greinarinnar er umræðukafli þar sem dregnar eru ályktanir af niðurstöðum, 4

5 hverjar eru takmarkanir rannsóknarinnar, hvert sé framlagið og hvaða frekari rannsóknir mætti gera á þessu sviði. 2 FRÆÐILEGT YFIRLIT Vörumerkjavitund (brand avareness) er grundvallaratriði þegar kemur að því að byggja upp sterkt vörumerki (sjá t.d. Davis, 2002; Keller, 2008 og Trout, 2000). Vörumerkjavitundin er hluti af vörumerkjaþekkingu (brand knowledge) en henni er skipt upp í vitund annars vegar og ímynd (image) hins vegar. Vitundin tengist ýmsum þáttum svo sem eins og hvort vörumerkið komi upp í hugann þegar vöruflokkinn ber á góma og hvort neytendur tengja vörumerkið við ólíkar aðstæður eða notkun (Rossiter og Perci, 1987). Vörumerkjaímynd hefur lengi verið álitin mikilvæg í faglegu markaðsstarfi (Levy og Dennis, 2012). Til eru margar skilgreiningar á ímynd og þar af leiðandi eru til margar og ólíkar aðferðir við að mæla hana. Út frá vörumerkjafræðunum má segja að vörumerkjaímynd snúist um að vinna að því að vörumerkið hafi sterka, jákvæða og einstaka stöðu í huga eða minni markhópsins (Keller, 2008). Vörumerkjaþekkingunni má í grundvallaratriðum skipta í tvo hluta; kunnugleika (brand recognition) annars vegar og tengingar (brand recall) hins vegar (Keller, 2008). Kunnugleiki snýr að því að fólk þekki vörumerkið þegar það sér það. Til að leggja mat á þetta má sýna fólki vörumerkið, vörumerkið án nafns, liti sem tengjast vörumerkinu eða önnur vörumerkisauðkenni (brand elements). Tengingar snúa að því að fólk tengi vörumerkið við vöruflokka, mismunandi þarfir og eða mismunandi kaupáform. Algeng leið til að mæla þetta eru svo kallaðar top of mind mælingar en þá er fólk beðið um að nefna þau vörumerki sem koma fyrst upp í hugann þegar tiltekinn vöruflokkur eða atvinnugreinar eru nefndar. Nokkuð mismunandi er hvort skiptir meira máli, kunnugleiki eða tengingar, en almennt er talið að þegar um skyndikaup er að 5

6 ræða þá skipti kunnugleiki meira máli en þegar um ígrundaðri kaup er að ræða þá skipti tengingar meiru máli (Sjá t.d. Bettman, 1979; Rossiter og Percy, 1987). Hefðbundið er að horfa til þess að sterk tengsl séu á milli vörumerkjavitundar annars vegar og top-of-mind mælinga hins vegar og að meta megi vörumerkjavitund með þannig mælingum (Gruber, 1969; Romaniuk og Sharp, 2004). Á þetta sjónarmið hefur komið fram margvísleg gagnrýni sem þurfi að hafa í huga þegar lagt er mat á niðurstöður þannig mælinga. Í fyrsta lagi sé oft óljóst hver ástæðan er fyrir því að tiltekið vörumerki er ofarlega í huga fólks og kemur í ljós að mismunandi er hvort viðkomandi eigi eða eigi ekki vörumerkið, hvort vörumerkið tengist jákvæðum eða neikvæðum atriðum og hvort hátt skor tengist með einhverjum hætti hagnaði eða annars konar fjárhagslegri frammistöðu vörumerkisins (sjá t.d. Buil, Chernatony og Martínez, 2013; Homburg, Klarmann og Schmitt, 2010; Huang og Sarigöllu, 2012). Í öðru lagi kemur í ljós að þetta er mjög mismunandi í einstaka greinum svo sem eins og í ferðamannageiranum (sjá t.d. Fung So, King, Sparks og Wang; 2013; Huang og Cai, 2015), í heilbrigðisgeiranum (Chahal og Bala, 2012; Kim, Kim, Kim, Kim og Kang, 2008) í menntageiranum (Maringe og Mourad, 2012; Mourad, Ennew og Kortam, 2011; Sharma, Rao og Popli, 2013) í fólksbílageiranum (Fetscherin og Baker, 2009) í margvíslegri smásölu og þjónustugreinum (Nyadzayo, Matanda og Ewing, 2011; Pappu og Quester, 2008; Tsai, Lo og Cheung, 2013; Wang og Finn, 2013) eða á viðskiptabankasviðinu (Al-Hawari og Ward, 2006; Aziz og Yasin, 2010; Bravo, Montaner og Pina, 2010) og á því sviði eru nokkuð mismunandi hvort svarendur nefni sinn viðskiptabanka eða annan (sjá t.d. Cohen og Mazzeo, 2010; Garbarino og Johnson, 1999; Jahanzeb, Fatima og Butt, 2013; Ohnemus, 2009; Rambocas, Kirpalani og Simms, 2014). Því er alls ekki augljóst né fyrirsjáanlegt að svarendur nefni sinn viðskiptabanka í samsvarandi mælingum hér á landi. Framangreindar rannsóknir benda þó til þess að mun líklegra sé að sterk tengsl séu á milli top-of-mind mælinga annars vegar og markaðshlutdeildar hins 6

7 vegar í þjónustugreinum en þegar um áþreifanlegar vörur er að ræða og því er sett fram eftirfarandi tilgáta: H1: Viðskiptavinir eru líklegri til að nefna sinn banka en aðra þegar þeir eru beðnir um að segja til um hvaða banki er þeim efst í huga. Það er þekkt í vörumerkjastjórnun að vörumerki þurfi að hafa sterka, jákvæða og einstaka stöðu í huga eða minni markhópsins (sjá t.d. Keller, 2008). Þegar talað er um sterka stöðu er það að hluta til tengt vitund en einnig er mikilvægt að vörumerkið tengist sterkt tilteknum atriðum ímyndar (Chernatony, 2001, Keller, 2008). Ágæta umræðu um þetta má finna í vinnuskjali Kellers (2001) þar sem hann kynnir hið svo kallaða CBBE (customer-based brand equity) líkan. Þar er bæði lögð áhersla á vitund en einnig sterkar tengingar í gegnum ímyndarþætti og frammistöðu. Sterk tengingin dugar þó ekki ein og sér heldur þarf vörumerkið að tengjast einhverju sem er mikilvægt eða jákvætt fyrir viðskiptavininn (Bettman, 1979, Keller, 2001, Rossiter og Percy, 1987). Þannig gætu ýmsir ímyndarþættir verið jákvæðir, svo sem eins og traust, á meðan að aðrir eru neikvæðir, eins og spilling. Vörumerki geti því haft sterka en neikvæða stöðu ef það tengist sterkt neikvæðum eiginleika eins og spillingu. Mikilvægt er því að vörumerkið hafa bæði sterka og jákvæða stöðu í huga markhópsins. Þessu til viðbótar er mikilvægt að vörumerkið hafi einstaka stöðu í huga markhópsins en með því er átt við að skýrt sé hvernig hann aðgreinir eitt vörumerki frá öðrum á markaði (Chernatony, 2001; Keller, 2001; Trout og Rivkin, 2008). Vörumerki þarf því allt í senn að hafa sterka, jákvæða og einstaka stöðu í huga eða minni markhópsins og eru því settar fram eftirfarandi tilgátur: H2: Viðskiptavinir eru líklegri til að tengja sinn banka en aðra við jákvæða ímyndareiginleika. 7

8 H3: Viðskiptavinir aðgreina sinn banka með skýrum hætti frá öðrum. 3 AÐFERÐ RANNSÓKNAR Í þessum kafla er fjallað um hvernig staðið var að undirbúningi og framkvæmd rannsóknarinnar og með hvaða hætti unnið var með gögnin. Byggt er á tveimur vefkönnunum sem framkvæmdar voru á sama tíma og var spurningalistinn þannig uppbyggður að fyrst var opin spurning þar sem svarendur sögðu til um hvaða banki eða sparisjóður kemur fyrst upp í hugann. Í framhaldi af því er viðkomandi beðinn um að segja til um það hversu vel eða illa 10 ímyndarþættir eiga við um bankastofnanirnar en þetta eru atriðin Leggur góðum málum lið, Traust, Persónuleg þjónusta, Samfélagsleg ábyrgð, Framsækni, Nútímalegur, Ánægðir viðskiptavinir, Fyrir ungafólkið, Gamaldags og Spilling. Í grunninn hafa þessir sömu þættir verið notaðir frá 2004 (sjá Friðrik Eysteinsson og Þórhallur Guðlaugsson, 2010). Fyrri könnunin (könnun 1) var gerð meðal nemenda Háskóla Íslands en ástæðan fyrir því er sú að þetta er sá hópur sem svarað hefur samskonar könnun frá Í febrúar 2013 voru virkir nemendur skráðir í skólann. Af þeim eru u.þ.b. 25% á svo kölluðum bannlista og fá því ekki kannanir sem þessar sendar til sín. Að auki er þekkt að margir nemendur lesa háskólapóst reglulega og því er í raun erfitt að segja til um hve margir áttu þess kost að svara spurningalistanum. Þeir eru þó að hámarki Ákveðið var fyrirfram að reyna að fá yfir 300 svör og hófst gagnaöflun 18. febrúar 2013 og lauk henni 28. febrúar og hafði þá verið opin í 10 daga. Að þeim tíma loknum höfðu borist 317 svör. Þrátt fyrir að könnunin hafi frá upphafi verið send á háskólanema má gagnrýna þá aðferð og því var ákveðið að senda sömu könnun á annað úrtak (könnun 2) á sama tíma. Það úrtak er netfangalisti sem höfundar höfðu aðgang að og innihélt hann netföng. Í ljós kom að nokkur fjöldi netfanga, eða 382, 8

9 voru óvirk, eða með sjálfvirka svörun þess efnis að viðtakandi væri ekki viðlátinn, og því má gera ráð fyrir að einstaklingar að hámarki hafi átt þess kost að svara könnuninni. Rétt eins og í könnun 1 var markmiðið að ná 300 svörum en gagnaöflun hófst 19. febrúar 2013 og lauk 2. mars og höfðu þá borist 282 svör. Ástæðan fyrir því að þetta er gert með þessum hætti er að koma til móts við þá gagnrýni að háskólanemar séu einsleitur hópur og endurspegli því ekki vel ímynd á bankamarkaði. Kannanirnar voru bornar saman hvað kyn og aldur varðar. Í töflu 1 má sjá aldurskiptingu milli kannananna. Sjá má að í könnun 1 er hlutfall kvenna hærra en í könnun 2 sem þarf ekki að koma á óvart þar sem hlutfall kvenna er mun hærra en karla í Háskóla Íslands. Úrtak sem notað er Könnun 1 Gild svör Könnun 2 Tafla 1: Kynjaskipting milli kannana Tíðni Hlutfall Gilt hlutfall Uppsafnað hlutfall Karl 95 31,4 32,0 32,0 Kona ,7 68,0 100,0 Samtals ,0 100,0 Ógild Vantar 6 2,0 Samtals: ,0 Gild svör Karl ,0 42,1 42,1 Kona ,3 57,9 100,0 Samtals ,3 100,0 Ógild Vantar 7 2,7 Samtals: ,0 Könnun 2 leiðréttir því heldur kynjahlutfallið en er þó áfram skekkt þar sem rúm 63% eru konur og tæp 38% karlar. Kannað var hvort rétt væri að vigta gögnin til að leiðrétta kynjahlutfallið en niðurstöður bentu til þess að það hefði ekki áhrif á niðurstöður og því var ákveðið að nota gögnin óvigtuð. Í töflu 2 má sjá aldursdreifingu milli kannananna. Eins og við er að búast eru svarendur yngri í könnun 1 þar sem rúmlega 42% svarenda eru yngri en 30 ára á meðan að aðeins rúm 28% svarenda eru yngri en 30 ára í könnun 2. Þegar 9

10 kannanirnar eru settar saman verður aldursdreifingin mun jafnari þar sem tæp 36% eru yngri en 30 ára. Úrtak sem notað er Könnun 1 Gild svör Könnun 2 Valid Tafla 2: Aldursdreifing milli kannana Tíðni Hlutfall Gilt hlutfall Uppsafnað hlutfall Yngri en 20 ára 1,3,3, ára 72 23,8 23,8 24, ára 55 18,2 18,2 42, ára 71 23,4 23,4 65,7 40 ára eða eldri ,3 34,3 100,0 Samtals: ,0 100,0 Yngri en 20 ára 34 13,0 13,1 13, ára 26 10,0 10,0 23, ára 13 5,0 5,0 28, ára 88 33,7 33,8 61,9 40 ára eða eldri 99 37,9 38,1 100,0 Samtals: ,6 100,0 Ógild Vantar 1,4 Samtals: ,0 Endanlega aldursdreifing er að 6,2% eru yngri en 20 ára, 17,45% eru á aldrinum ára, 12,1% á aldrinum ára, 28,2% á aldrinum ára og 36,1% eru 40 ára eða eldri. Eftir sem áður er skekkja í gögnunum, sérstaklega hvað hópinn ára varðar. Því kom einnig til álita hér að vigta gögnin út frá aldri en það hafði ekki áhrif á niðurstöður og því var ákveðið að nota gögnin óvigtuð. Í rannsókninni sem hér er fjallað um eru gögnin skoðuð út frá viðskiptavinahópum stóru bankanna þriggja, þ.e. Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka. Í töflu 3 má sjá meðaltöl fyrir alla eiginleikana eftir viðskiptavinahópum. Eiginleikarnar eiga að leggja mat á ímynd bankanna og því skiptir máli að þeir mæli sömu hugsmíðina. Það er kannað með því að reikna út Cronbach s Alpha en viðunandi gildi er 0,7 þó svo að æskilegt gildi sé 0,8 (Pallant, 2013). Eins og sjá má er Alpha gildið hærra en 0,8 hjá viðskiptavinum Landsbankans og Íslandsbanka og rétt undir 0,8 hjá viðskiptavinum Arion banka og því er álitið að eiginleikarnir sem notaðir eru þjóni tilgangi sínum. 10

11 Tafla 3: Meðaltöl fyrir viðskiptavini bankanna Viðskiptavinir Landsbankans (n=173) Viðskiptavinir Íslandsbanka (n=177) Viðskiptavinir Arion banka (n=165) LB IB AB LB IB AB LB IB AB Leggur góðum málum lið 5,23 4,81 4,49 Leggur góðum málum lið 4,63 5,59 4,56 Leggur góðum málum lið 5,01 5,37 5,40 Traust 4,99 4,14 3,75 Traust 3,90 4,90 3,75 Traust 4,10 4,19 4,76 Persónuleg þjónusta 5,79 5,02 4,67 Persónuleg þjónusta 4,66 6,06 4,66 Persónuleg þjónusta 4,61 4,86 5,58 Samfélagsleg ábyrgð 4,11 3,64 3,54 Samfélagsleg ábyrgð 3,61 3,99 3,52 Samfélagsleg ábyrgð 3,76 3,90 4,00 Framsækni 5,06 4,97 4,87 Framsækni 4,69 5,40 5,11 Framsækni 4,60 4,98 5,33 Nútímalegur 5,74 5,68 5,70 Nútímalegur 5,21 6,14 5,87 Nútímalegur 5,17 5,87 6,35 Ánægðir viðskiptavinir 5,03 4,54 4,24 Ánægðir viðskiptavinir 4,36 5,31 4,40 Ánægðir viðskiptavinir 4,57 4,78 5,02 Fyrir unga fólkið 5,01 4,82 4,87 Fyrir unga fólkið 4,61 5,58 5,25 Fyrir unga fólkið 4,72 5,27 5,56 Gamaldags 4,82 4,45 4,31 Gamaldags 5,29 3,91 4,14 Gamaldags 5,60 4,62 4,22 Spilling 6,37 6,73 6,92 Spilling 6,98 6,56 7,08 Spilling 7,03 6,92 6,86 Cronbach'ʹs Alpha: 0,811 0,826 0,808 Cronbach'ʹs Alpha: 0,831 0,823 0,831 Cronbach'ʹs Alpha: 0,769 0,783 0,795 Einnig var kannað hvort munur væri á afstöðu til spurninganna eftir könnununum. Í ljós kom að hvergi kom fram munur sem uppfyllir kröfur um 5% vikmörk. Því voru gögnin sett saman í einn grunn og þegar ógildum svörum hafði verið eytt út var heildarfjöldi þeirra GREINING GAGNA OG ÚRVINNSLA Gögnin voru flutt úr vefforritinu (Questionpro) yfir í SPSS forritið til frekari úrvinnslu. Aðeins er fjallað um niðurstöður fyrir þrjá stærstu bankanna, þ.e. Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka, þar sem fjöldi svara á bakvið aðra banka var ekki nægur til að um væri að ræða áhugaverðar niðurstöður. Til að kanna hvort bankarnir hefður STERKA stöðu í huga eða minni markhópsins var notað kí-kvaðrat próf og krosstöflur og öryggisbil fyrir hlutfall reiknað samkvæmt: ( ) p! * 1 p! x P P! ± Zα 2 * x n x Þar sem P x er mælda hlutfallið og Z α/2 er Z-gildi fyrir 95% marktektarmörk sem er 1,96. Spurningarnar sem um ræðir er annars vegar 1. spurningin, Hvaða 11

12 banki eða sparisjóður er þér efst í huga? og hins vegar 12. spurningin, Hver er þinn aðalviðskiptabanki?. Til að kanna hvort um sé að ræða JÁKVÆÐA tengingu í huga eða minni markhópsins var byrjað á því að velja tiltekinn viðskiptavinahóp úr gagnasafninu og kannað með t-prófi (One-Sample-t-test) hvort þessir viðskiptavinir (einn hópur) gæfu sínum viðskiptabanka hærri eða lægri einkunn en öðrum (3 meðaltöl). Miðað var við 95% marktektarmörk fyrir meðaltalið og litið svo á að ef öryggisbilin skarist sé óvarlegt að halda því fram að munur sé á milli meðaltala. Til að skoða hvort vörumerkið hefði EINSTAKA stöðu var sett upp vörukort (perceptual map) fyrir hvern og einn viðskiptavinahóp og þannig metið hvort viðskiptavinir teldu sinn viðskiptabanka aðgreina sig frá öðrum með skýrum hætti. 4 NIÐURSTÖÐUR Í þessum kafla er gerð grein fyrir niðurstöðum. Fyrst er skoðað hvort viðskiptabankarnir hafi sterka stöðu í huga eða minni markhópsins, þá hvort um sé að ræða jákvæðar tengingar og loks skoðað hvort viðskiptavinir aðgreini sinn banka með skýrum hætti frá öðrum. Til að kanna STERKA stöðu er lagt mat á vitundarhlutdeild og tengingu (top-of-mind) viðskiptavina við eigið vörumerki. Í könnuninni var spurning þar sem spurt var hvaða banki eða sparisjóður væri efst í huga þessa stundina. Um var að ræða opna spurningu og gátu svarendur í raun skrifað hvað sem þeim datt í hug. Flestir skrifuðu nafn á einhverjum banka en gerðu það hver á sinn hátt og jafnvel með stafsetningarvillum. Til að bregðast við þessu, sem og til að geta unnið með spurninguna, var skilgreind breyta með valkostunum; Landsbankinn, Íslandsbanki, Arion banki, MP banki, BYR, Sparisjóður og Annað/ekkert. Þessi spurning var svo keyrð saman við upplýsingar um hvaða banki væri 12

13 aðalviðskiptabanki svarenda. Í töflu 4 má sjá markaðshlutdeild bankanna en saman skipta þeir með sér tæpum 95% af markaðnum. Þessi niðurstaða er í ágætu samræmi við mat Samkeppniseftirlitsins frá 2011 á markaðshlutdeild bankanna (Samkeppniseftirlitið, 2011) sem og öðrum mælingum á markaðshlutdeild þeirra. Tafla 4: Markaðshlutdeild stærstu bankanna Banki Fjöldi Hlutfall +/- 95% Landsbankinn ,6% 6,9% Íslandsbanki ,4% 6,9% Arion banki ,2% 7,0% Landsbankinn er með 31,6% (+/- 6,9%) markaðshlutdeild, Íslandsbanki með 32,4% (+/- 6,9%) markaðshlutdeild og Arion banki með 30,2% (+/- 7,0%). Það er því ekki hægt að halda því fram að einn banki hafir meiri markaðshlutdeild en annar en það er eins og áður segir í samræmi við mat Samkeppniseftirlitsins frá Í töflu 5 má sjá vitundarhlutdeild þriggja stærstu bankanna. Sjá má að 29,6% (+/- 6,9%) nefna Landsbankann, 31% (+/- 6,9%) nefna Íslandsbanka og 26,6% (+/- 7,1%) nefna Arion banka. Þrátt fyrir að flestir nefni Íslandsbanka er ekki hægt að halda því fram að einn banki hafi hærri vitundarhlutdeild en annar þar sem öryggisbilin skarast og hlutföllin liggja nálægt hvert öðru. Tafla 5: Vitundarhlutdeild stærstu bankanna Banki Fjöldi Hlutfall +/- 95% Landsbankinn ,6% 6,9% Íslandsbanki ,0% 6,9% Arion banki ,6% 7,1% Til að kanna hvort sterk tengsl séu á milli vitundar annars vegar og markaðshlutdeildar hins vegar, en það er ágætur mælikvarði á það hvort 13

14 vörumerki hafi STERKA stöðu hjá markhópnum, eru upplýsingarnar úr töflum 1 og 2 samkeyrðar. Niðurstöðuna má sjá í töflu 6. Tafla 6: Samkeyrsla vitundar og markaðshlutdeildar (A) Hvaða banki eða sparisjóður efst í huga (B) Hver er þinn aðalviðskiptabanki eða - sparisjóður nú? Landsbankinn Íslandsbanki Arion banki Samtals Fjöldi Landsbankinn % A 87,2% 7,9% 4,9% 100,0% % B 87,7% 8,2% 5,1% 34,3% Fjöldi Íslandsbanki % A 6,5% 84,6% 8,9% 100,0% % B 6,7% 90,5% 9,6% 35,4% Fjöldi Arion banki % A 6,2% 1,4% 92,4% 100,0% % B 5,5% 1,3% 85,4% 30,3% Fjöldi B Hlutfall B 100,0% 100,0% 100,0% Sjá má að hægt er að hafna þeirri tilgátu að ekki séu tengsl á milli þessara tveggja breyta. Ef staða Landsbankans er skoðuð kemur í ljós að 87,7% (+/- 5%) viðskiptavina hans nefna Landsbankann sem þann banka sem kemur fyrst upp í hugann. Það eru því yfirgnæfandi líkur fyrir því að viðskiptavinir Landsbankans hafi þann banka efstan í huga og þar með sé bankinn með sterka stöðu hjá markhópnum. Hjá Íslandsbanka er staðan jafnvel enn betri en 90,5% (+/- 4,6%) viðskiptavina hans nefna Íslandsbanka sem þann banka sem er þeim efst í huga. Hjá Arion banka er niðurstaðan svipuð en 85,4% (+/- 5,5%) viðskiptavina hans nefna Arion banka sem þann banka sem er þeim efst í huga. Niðurstaðan er afgerandi en yfirgnæfandi líkur eru fyrir því að viðskiptavinir tiltekins banka nefni hann sem þann banka sem kemur fyrst upp í hugann. Því má halda því fram að hvað þrjá stærstu bankana varðar þá hafi þeir STERKA stöðu og mikla vitund meðal viðskiptavina sinna. Athygli vekur að ekki er munur á milli bankanna hvað þetta varðar, allir hafa þeir góða stöðu hjá sínum viðskiptavinum. Út frá niðurstöðum fæst því stuðningur við tilgátu 1. Til að skoða hvort bankarnir hafi JÁKVÆÐA ímynd eða tengingu í huga eða minni markhópsins voru eiginleikar könnunarinnar notaðir og kannað með 14

15 hvaða hætti viðskiptavinir tengja bankana við þá. Þetta er skoðað út frá viðskiptavinum Landsbanka (LB-V, n=173), Íslandsbanka (IB-V, n=177) og Arion banka (AB-V, n=165). Til að gera þetta er hver hópur síaður út (filter out) og skoðað sérstaklega hvernig hann tengir eiginleikana við hvern banka. Til að kanna hvort fram komi munur var notað t-próf fyrir stakt úrtak (One-Sample t- test) og miðað við 95% marktektarmörk. Í töflu 7 má sjá niðurstöður fyrir eiginleikann Leggur góðum málum lið en í töflunni eru annars vegar meðaltöl og hins vegar 95% öryggismörk fyrir hvert meðaltal. Eins og sjá má þá gefa viðskiptavinir sínum banka í öllum tilvikum hæstu einkunn. Tafla 7: Tenging við eiginleikann Leggur góðum málum lið. LB 95% IB 95% AB 95% LB- V* 5,23 (4,89-5,56) 4,81 (4,49-5,13) 4,49 (4,16-4,81) IB- V* 4,63 (4,30-4,95) 5,59 (5,27-5,91) 4,56 (4,25-4,87) AB- V 5,01 (4,71-5,32) 5,37 (5,06-5,68) 5,40 (5,08-5,72) *marktækur munur á meðaltalseinkunn banka Út frá tilgátu 2 er áherslan hér á að skoða hvernig einstaka viðskiptavinahópur tengir eiginleikann við bankana þrjá og taflan því skoðuð eftir línum. Sjá má að viðskiptavinir Landsbankans (LB-V) gefa Landsbankanum (LB) 5,23 (+/- 0,34) í einkunn, Íslandsbanka 4,81 (+/- 0,32) og Arion banka (AB) 4,49 (+/- 0,33). Fram kemur munur milli LB og AB (öryggisbil skarast ekki) og því hægt að halda því fram að viðskiptavinir Landsbankans gefi Landsbankanum hærri einkunn en Arion banka þegar lagt er mat á eiginleikann. Viðskiptavinir Íslandsbanka (IB-V) gefa Landsbankanum 4,63 (+/- 0,33) í einkunn, Íslandsbanka 5,59 (+/- 0,32) og Arion banka 4,56 (+/- 0,31). Fram kemur munur milli IB annars vegar og LB og AB hins vegar. Því má halda því fram að viðskiptavinir Íslandsbanka gefa Íslandsbanka hærri einkunn en bæði Landsbankanum og Arion banka þegar lagt er mat á 15

16 eiginleikann. Viðskiptavinir Arion banka (AB-V) gefa Landsbankanum 5,01 (+/- 0,30) í einkunn, Íslandsbanka 5,37 (+/- 0,31) og Arion banka 5,4 (+/- 0,32). Þrátt fyrir að viðskiptavinir Arion banka gefi Arion banka hæstu einkunnina þá kemur ekki fram munur sem uppfyllir kröfur um 95% marktektarmörk. Til einföldunar verður ekki fjallað ítarlega um aðra eiginleika og látið duga að birta töfluna og hver sé megin niðurstaðan. Í töflu 8 má sjá niðurstöður fyrir eiginleikann Traust. Sjá má að í öllum tilvikum þá gefa viðskiptavinir sínum banka hæstu einkunn. Tafla 8: Tenging við eiginleikann Traust. LB 95% IB 95% AB 95% LB- V* 4,99 (4,60-5,37) 4,14 (3,80-4,48) 3,75 (3,40-4,09) IB- V* 3,90 (3,56-4,25) 4,90 (4,54-5,27) 3,75 (3,43-4,08) AB- V 4,10 (3,76-4,44) 4,19 (3,85-4,52) 4,76 (4,36-5,16) *marktækur munur á meðaltalseinkunn banka Sjá má að viðskiptavinir Landsbankans og Íslandsbanka treysta sínum banka betur en öðrum en hvað Arion banka varðar kemur ekki fram munur sem uppfyllir kröfur um 95% marktektarmörk og því ekki hægt að halda því fram að viðskiptavinir þess banka treysti honum betur en öðru. Niðurstaðan er þó afgerandi í þá átt að viðskiptavinir tengja eiginleikann Traust sterkar við sinn banka en aðra. Í töflu 9 má sjá niðurstöður fyrir eiginleikann Persónuleg þjónusta. Eins og sjá má þá gefa viðskiptavinir sínum banka í öllum tilvikum hærri einkunn en öðrum. Tafla 9: Tenging við eiginleikann Persónuleg þjónusta. LB 95% IB 95% AB 95% LB- V* 5,79 (5,44-6,14) 5,02 (4,68-5,37) 4,67 (4,33-5,02) IB- V* 4,66 (4,32-5,01) 6,06 (5,70-6,42) 4,66 (4,31-5,01) AB- V* 4,61 (4,28-4,94) 4,86 (4,55-5,17) 5,58 (5,21-5,96) *marktækur munur á meðaltalseinkunn banka 16

17 Niðurstaðan er afgerandi í þá átt að viðskiptavinir tengja eiginleikann Persónuleg þjónusta sterkar við sinn banka en aðra. Í töflu 10 má sjá niðurstöður fyrir eiginleikann Samfélagsleg ábyrgð. Eins og sjá má þá gefa viðskiptavinir sínum banka í öllum tilvikum hærri einkunn en öðrum. Tafla 10: Tenging við eiginleikann Samfélagsleg ábyrgð. LB 95% IB 95% AB 95% LB- V 4,11 (3,72-4,51) 3,64 (3,28-4,00) 3,54 (3,18-3,89) IB- V 3,61 (3,25-3,98) 3,99 (3,62-4,36) 3,52 (3,18-3,86) AB- V 3,76 (3,42-4,11) 3,90 (3,54-4,25) 4,00 (3,63-4,37) *marktækur munur á meðaltalseinkunn banka Hér má sjá að þó svo að viðskiptavinir gefi sínum banka í öllum tilvikum hæstu einkunnina þá skarast öryggisbilin í öllum tilvikum. Því er ekki hægt að halda því fram að einn viðskiptavinahópur gefi sínum banka hærri einkunn en aðrir gera. Að auki má benda á að þetta er það atriði þar sem meðaltalið er lægst og því má draga þá ályktun að viðskiptavinir bankanna tengi þá almennt ekki við samfélagslega ábyrgð og það er athyglisvert að ekki skuli vera munur á mati viðskiptavinahópa hvað það varðar. Í töflu 11 má sjá niðurstöður fyrir eiginleikann Framsækni. Eins og áður þá gefa viðskiptavinir sínum banka í öllum tilvikum hæstu einkunn. Tafla 11: Tenging við eiginleikann Framsækni. LB 95% IB 95% AB 95% LB- V 5,06 (4,72-5,40) 4,97 (4,64-5,30) 4,87 (4,53-5,21) IB- V* 4,69 (4,35-5,04) 5,40 (5,05-5,75) 5,11 (4,75-5,47) AB- V* 4,60 (4,27-4,94) 4,98 (4,62-5,33) 5,33 (4,97-5,69) *marktækur munur á meðaltalseinkunn banka 17

18 Niðurstaðan er sú að viðskiptavinir Íslandsbanka og Arion banka telja sinn banka framsæknari en Landsbankann en ekki kemur fram munur á afstöðu viðskiptavina Landsbankans. Í töflu 12 má sjá niðurstöður fyrir eiginleikann Nútímalegur. Eins og sjá má þá gefa viðskiptavinir sínum banka í öllum tilvikum hæstu einkunn. Tafla 12: Tenging við eiginleikann Nútímalegur. LB 95% IB 95% AB 95% LB- V 5,74 (5,39-6,08) 5,68 (5,34-6,02) 5,70 (5,35-6,05) IB- V* 5,21 (4,88-5,53) 6,14 (5,83-6,45) 5,87 (5,55-6,19) AB- V* 5,17 (4,82-5,53) 5,87 (5,53-6,21) 6,35 (6,00-6,69) *marktækur munur á meðaltalseinkunn banka Hér eru niðurstöður þær sömu og hvað eiginleikann Framsækni varðar. Viðskiptavinir Íslandsbanka og Arion banka telja sinn banka framsæknari en Landsbankann og ekki kemur fram munur á afstöðu viðskiptavina Landsbankans. Í töflu 13 má sjá niðurstöður fyrir eiginleikann Ánægðir viðskiptavinir. Eins og sjá má þá gefa viðskiptavinir sínum banka í öllum tilvikum hæstu einkunn. Tafla 13: Tenging við eiginleikann Ánægðir viðskiptavinir. LB 95% IB 95% AB 95% LB- V* 5,03 (4,64-5,42) 4,54 (4,18-4,91) 4,24 (3,89-4,58) IB- V* 4,36 (4,02-4,70) 5,31 (4,93-5,68) 4,40 (4,07-4,74) AB- V 4,57 (4,23-4,92) 4,78 (4,43-5,12) 5,02 (4,64-5,41) *marktækur munur á meðaltalseinkunn banka Hér er niðurstaðan sú að viðskiptavinir tengja eiginleikann sterkar við sinn banka en aðra og fram kemur munur á afstöðu meðal viðskiptavina Landsbankans og Íslandsbanka en ekki hjá viðskiptavinum Arion banka. 18

19 Í töflu 14 má sjá niðurstöður fyrir eiginleikann Fyrir unga fólkið. Eins og sjá má þá gefa viðskiptavinir sínum banka í öllum tilvikum hæstu einkunn. Tafla 14: Tenging við eiginleikann Fyrir unga fólkið. LB 95% IB 95% AB 95% LB- V 5,01 (4,62-5,39) 4,82 (4,45-5,20) 4,87 (4,50-5,24) IB- V* 4,61 (4,25-4,96) 5,58 (5,20-5,95) 5,25 (4,89-5,62) AB- V* 4,72 (4,34-5,10) 5,27 (4,92-5,62) 5,56 (5,18-5,94) *marktækur munur á meðaltalseinkunn banka Niðurstaðan er sú að viðskiptavinir Íslandsbanka og Arion banka telja sinn banka frekar höfða til ungu kynslóðarinnar en Landsbankann og ekki kemur fram munur á afstöðu viðskiptavina Landsbankans til bankanna. Í töflu 15 má sjá niðurstöður fyrir eiginleikann Gamaldags. Gengið er út frá því að eiginleikinn sé frekar neikvæður en jákvæður en um það eru skiptar skoðanir. Þetta má sjá betur í umfjöllun um vörukort. Út frá þeirri forsendu að um neikvæðan eiginleika sé að ræða er æskilegt að fá lága einkunn en í töflunni má sjá að öfugt við þá eiginleika sem fram til þessa hefur verið fjallað um þá gefa viðskiptavinir sínum banka ekki alltaf lægstu einkunnina. Það bendir til þess að viðskiptavinir sjái eiginleikann ekki endilega sem neikvæðan. Tafla 15: Tenging við eiginleikann Gamaldags. LB 95% IB 95% AB 95% LB- V 4,82 (4,45-5,18) 4,45 (4,12-4,79) 4,31 (3,97-4,65) IB- V* 5,29 (4,94-5,64) 3,91 (3,63-4,20) 4,14 (3,84-4,45) AB- V* 5,60 (5,24-5,97) 4,62 (4,27-4,96) 4,22 (3,87-4,58) *marktækur munur á meðaltalseinkunn banka Hér er niðurstaðan óskýr en um leið áhugaverð. Viðskiptavinir Landsbankans virðast telja eiginleikann síður neikvæðan en viðskiptavinir hinna bankanna og svo virðist sem viðskiptavinir Arion banka álíti frekar en aðrir bankakerfið gamaldags. Einnig virðast allir viðskiptavinahóparnir sammála því 19

20 að Landsbankinn sé sá banki sem helst tengi sig við það að vera gamaldags en eins og sjá má betur í umræðu um vörukort þá er augljóst að þeir sjá eiginleikann ólíkum augum. Í töflu 16 má sjá niðurstöður fyrir eiginleikann Spilling. Hér er nokkuð augljóst að um neikvæðan eiginleika er að ræða og því keppikefli að fá sem lægsta einkunn. Tafla 16: Tenging við eiginleikann Spilling LB 95% IB 95% AB 95% LB- V 6,37 (5,99-6,74) 6,73 (6,36-7,09) 6,92 (6,56-7,29) IB- V 6,98 (6,62-7,34) 6,56 (6,19-6,94) 7,08 (6,73-7,42) AB- V 7,03 (6,67-7,39) 6,92 (6,55-7,29) 6,86 (6,50-7,22) *marktækur munur á meðaltalseinkunn banka Til að byrja með er athyglisvert að sjá að gildin í töflunni eru almennt hærri en fyrir jákvæðu eiginleikanna. Þetta bendir til þess að spilling sé atriði sem svarendur eru reiðubúnir til að tengja sterkt við bankakerfið. Eftir sem áður má sjá að í öllum tilvikum gefa viðskiptavinirnir sínum banka lægstu einkunnina en hafa ber í huga að hvergi kemur fram munur sem uppfyllir kröfur um 95% marktektarmörk. Út frá niðurstöðum fæst stuðningur við tilgátu 2. Til að skoða hvort bankarnir hafi EINSTAKA stöðu í huga eða minni markhópsins var svarhópnum skipt upp eins og áður eftir því hvar þeir voru í viðskiptum og sett upp vörukort fyrir hvern og einn viðskiptavinahóp (sjá nánar í Þórhallur Guðlaugsson og Friðrik Eysteinsson, 2010). Á mynd 1 má sjá niðurstöður út frá sjónarhóli viðskiptavina Landsbankans. Eins og sjá má þá aðgreina viðskiptavinir Landsbankann hann frá hinum með skýrum hætti. 20

21 AB Nútímalegur Fyrir unga fólkið Spilling LB Samfélagsleg ábyrgð Gamaldags, traust Persónuleg þjónusta Ánægðir viðskiptavinir Leggur góðum málum lið Framsækni IB Mynd 1: Vörukort fyrir viðskiptavini Landsbankans (n=173) Eins og sjá má eru niðurstöður kortsins trúverðugar þar sem tengd atriði fylgjast að, t.d. Nútímalegur og Fyrir unga fólkið og Persónuleg þjónusta og Ánægðir viðskiptavinir og andstæð atriði hafa andstæða stefnu á kortinu, sbr. Spilling og Traust (sjá nánar í Þórhallur Guðlaugsson og Friðrik Eysteinsson, 2010). Staða LB er að mati viðskiptavina hans bæði einstök og jákvæð. Tengist sterkt eiginleikunum Samfélagsleg ábyrgð, Gamaldags, Traust og Persónuleg þjónusta sem og eiginleikunum Nútímalegur og Fyrir unga fólkið. Landsbankinn er sá banki sem að mati viðskiptavina hans tengist síst eiginleikanum Spilling en eru helst tilbúnir að tengja Arion banka við þann eiginleika. Hér virðast viðskiptavinir Landsbankans álíta að það að vera gamaldags sé jákvætt og tengist jákvæðum eiginleikum eins og trausti og samfélagslegri ábyrgð. Á mynd 2 má sjá niðurstöður út frá sjónarhóli viðskiptavina Íslandsbanka. Eins og sjá má þá aðgreina viðskiptavinir Íslandsbanka hann frá öðrum með skýrum hætti. 21

22 Samfélagsleg ábyrgð Traust Leggur góðum málum lið Persónuleg þjónusta Ánægðir viðskiptavinir IB LB Gamaldags Framsækni Fyrir unga fólkið Nútímalegur AB Spilling Mynd 2: Vörukort fyrir viðskiptavini Íslandsbanka (n=177) Rétt eins og í kortinu fyrir viðskiptavini Landsbankans þá virðast niðurstöður trúverðugar þar sem tengd atriði fylgjast að, t.d. Samfélagsleg ábyrgð, Traust og Leggur góðum málum lið, og Framsækni og Nútímalegur og andstæð atriði hafa andstæða stefnu á kortinu, sbr. Spilling og Traust og Nútímalegur og Gamaldags. Staða IB er að mati viðskiptavina hans bæði einstök og jákvæð en bankinn tengist sterkt eiginleikunum Samfélagsleg ábyrgð, Traust, Leggur góðum málum lið, Persónuleg þjónusta og Ánægðir viðskiptavinir. Íslandsbanki er sá banki að mati svarenda sem tengist síst eiginleikunum Spilling og Gamaldags, öfugt við viðskiptavini Landsbankans, þá virðist eiginleikinn Gamaldags hafa neikvæða skírskotun hjá viðskiptavinum Íslandsbanka. Tengja Landsbankann helst við eiginleikann Gamaldags og Arion banka helst við eiginleikann Spilling. 22

23 Á mynd 3 má sjá niðurstöður út frá sjónarhóli viðskiptavina Arion banka. Eins og sjá má þá aðgreina viðskiptavinir bankans hann frá öðrum með skýrum og afgerandi hætti. Traust Persónuleg þjónusta Ánægðir viðskiptavinir Framsækni Samfélagsleg ábyrgð Nútímalegur Fyrir unga fólkið AB LB Gamaldags Spilling Leggur góðum málum lið IB Mynd 3: Vörukort fyrir viðskiptavini Arion banka (n=165) Rétt eins og í fyrri kortum þá virðast niðurstöður trúverðugar þar sem tengd atriði fylgjast að, t.d. Nútímalegur og Fyrir unga fólkið og andstæð atriði hafa andstæða stefnu á kortinu sbr. Nútímalegur og Gamaldags og Traust og Spilling. Staða AB er bæði einstök og jákvæð. Tengist sterkt eiginleikunum Traust og Persónuleg þjónusta og er sá banki sem að mati viðskiptavina hans tengist síst eiginleikunum Spilling og Gamaldags sem eins og hjá viðskiptavinum Íslandsbanka virðist hafa neikvæða skírskotun. Viðskiptavinir Arion banka tengja Landsbankann sterkt við eiginleikana Gamaldags og Spilling og er sá banki sem að þeirra mati hefur neikvæðustu stöðuna ímyndarlega séð. Út frá niðurstöðum fæst stuðningur við tilgátu 3. 23

24 5 UMRÆÐA Viðfangsefni þessarar greinar snýr að því að meta styrk vörumerkja í huga eða minni viðskiptavina. Rannsóknir sýna að hafi vörumerki sterka, jákvæða og einstaka stöðu hjá markhópnum þá hafi það jákvæð áhrif á ýmis atriði svo sem eins og endurkaup og tryggð (sjá t.d. Buil, Chernatony og Martinez, 2013; Huang og Sarigöllu, 2012; Keller, 2008). Einnig sýna rannsóknir að gjarnan séu sterk tengsl á milli vitundar annars vegar og markaðshlutdeildar hins vegar (sjá t.d. Fetscherin og Baker, 2009; Fung So, King, Sparks og Wang, 2013) en það sé þó mismunandi eftir því hvort um áþreifanlegar vörur eða þjónustu sé að ræða og ennfremur sé þetta mismunandi milli starfsgreina. Í ljósi þessa voru settar fram þrjár tilgátur; (1) Viðskiptavinir eru líklegri til að nefna sinn banka en aðra þegar þeir eru beðnir um að segja til um hvaða banki er þeim efst í huga, (2) Viðskiptavinir eru líklegri til að tengja sinn banka en aðra við jákvæða ímyndareiginleika og (3) Viðskiptavinir aðgreina sinn banka með skýrum hætti frá öðrum. Niðurstöður fyrir fyrstu tilgátuna er mjög afgerandi stuðningur þar sem yfirgnæfandi meirihluti nefndi sinn banka þegar spurt var hvaða banki eða sparisjóður kemur fyrst upp í hugann. Eins og áður segir er þetta nokkuð mismunandi eftir greinum og þá einnig innan bankakerfisins (sjá t.d. Al-Hawari og Ward, 2006; Aziz og Yasin, 2010; Jahanzeb, Fatima og Butt, 2013) og nokkuð mismunandi er eftir löndum hvernig þessu er háttað. Fyrirfram er því ekki augljóst að á Íslandi nefni svarendur sinn banka sem efstan í huga þó svo að niðurstaðan sé afgerandi í þá átt. Niðurstaðan fyrir tilgátu tvö er einnig mjög afgerandi stuðningur en í nánast öllum tilvikum tengdu svarendur sinn banka sterkar en aðra banka við jákvæða eiginleika. Samantekt á niðurstöðum þar sem fram kemur marktækur munur má sjá í töflu

25 Tafla 17: Samantekt niðurstaðna fyrir sterka og jákvæða stöðu LB- V IB- V AB- V Leggur góðum málum lið: [LB>(AB)] [IB>(LB;AB)] Traust: [LB>(IB;AB)] [IB>(LB;AB)] Persónuleg þjónusta: [LB>(IB;AB)] [IB>(LB;AB)] [AB>(LB;IB)] Samfélagsleg ábyrgð: Framsækni: [IB>(LB)] [AB>(LB)] Nútímalegur: [IB>(LB)] [AB>(LB)] Ánægðir viðskiptavinir: [LB>(AB)] [IB>(LB;AB)] Fyrir unga fólkið: [IB>(LB)] [AB>(LB)] Gamaldags: [IB<(LB)] [AB<(LB)] Spilling: Sjá má á í töflu 17 að Íslandsbanki virðist vera sá banki sem hefur jákvæðustu stöðuna meðal viðskiptavina sinna. Þar sem aðeins kemur fram munur milli annars bankans er það í öllum tilvikum Landsbankinn. Í tilviki Arion banka þá kemur fram munur í fimm af 10 tilvikum en í aðeins einu tilviki, persónuleg þjónustu, kemur fram munur milli Arion banka og beggja hinna. Í hinum tilvikunum er munurinn á milli Arion banka og Landsbanka. Hvað Landsbankann varðar kemur fram munur í fjórum tilvikum af 10. Í tveimur ímyndarþáttur kemur ekki fram munur hjá neinum viðskiptavinahóp. Annars vegar er um að ræða atriðið samfélagsleg ábyrgð og hins vegar spilling. Tenging við samfélagslega ábyrgð er alla jafn jákvæð og eftirsótt en hér telja viðskiptavinir ekki að sinn banki einkennist fremur af þessu atriði en aðrir. Að auki eru gildin lág, sjá töflu 10, sem bendir til þess að almennt tengi fólk banka ekki við þetta mikilvæga ímyndaratriði. Hitt atriðið, spilling, er það atriði þar sem hæstu gildin koma fram, sjá töflu 16. Það eitt og sér er áhyggjuefni en hér virðist sem greinin í heild sinni tengist spillingu frekar en öðrum atriðum. Hér varð mikil breyting á í tengslum við bankahrunið en fyrir það naut bankageirinn trausts og virðingar en gerir það síður nú (Friðrik 25

26 Eysteinsson og Þórhallur Guðlaugsson, 2010). Mælingar sýna einnig að bönkunum hefur tekist frekar illa að endurheimta það traust sem þeir nutu fyrir hrunið og losa sig við ímynd spillingar sem fylgdi í kjölfarið. Þróunina frá 2006 til 2013 á þessum tveimur ímyndarþáttum má sjá á mynd ,26 6,16 6,01 6,58 7 7,38 6,86 6, ,13 4,18 5,02 3,59 3,06 2,81 3,64 4, Traust Spilling Mynd 4: Þróun ímyndarþáttanna traust og spilling. Byggt á árlegum ímyndarmælingum Á mynd 4 má sjá að ímyndarþátturinn Traust féll mikið í kjölfar bankahrunsins og hélt áfram að lækka til ársins Eftir það hefur gildið stigið upp á við en á enn langt í land með að ná þeirri einkunn sem gefin var fyrir hrunið. Ímyndarþátturinn Spilling speglar svo með áhugaverðum hætti mælingar fyrir traust. Eitt atriði sker sig nokkuð úr í þessum mælingum en það er ímyndarþátturinn Gamaldags. Þar virðist mjög mismunandi eftir viðskiptavinahópum hvort þátturinn er talinn jákvæður eða neikvæður. Í töflu 15 má sjá að viðskiptavinir Landsbankans gefa sínum banka hæstu einkunnina fyrir þennan þátt og virðast því álíta sem svo að það að vera gamaldags sé í eðli 26

27 sínu jákvætt. Þessu virðast viðskiptavinir hinna bankanna ósammála en þeir gefa sínum banka lægri einkunn en þeir gefa Landsbankanum og virðast álíta ímyndarþáttinn neikvæðan. Þetta fæst staðfest með vörukortunum en með þeim er verið að kanna hvort bankarnir hafi EINSTAKA stöðu hjá viðskiptavinum sínum. Á þeim má sjá að hvað Landsbankann varðar þá virðist sterk fylgni vera á milli þáttanna gamaldags, samfélagsleg ábyrgð, traust og persónuleg þjónusta. Það að vera gamaldags er því jákvætt í augum viðskiptavina Landsbankans. Hvað viðskiptavini Íslandsbanka varðar kveður við annan tón. Þar tengja viðskiptavinir bankans hann sterkar við alla þætti nema spillingu og gamaldags sem eru neikvæðir í þeirra huga. Samsvarandi niðurstöður eru fyrir Arion banka en í augum viðskiptavina hans er þátturinn gamldags neikvæður með sterka fylgni við spillingu. Niðurstaðan fyrir tilgátu 3 er því einnig sú að hún er studd með afgerandi hætti. Framlag rannsóknarinnar er bæði fræðilegt og hagnýtt. Fræðilega er um að ræða innlegg í þær rannsóknir sem snúa að þessu viðfangsefni og styrkir rannsóknin þau sjónarmið að vörumerki í þjónustu hafi alla jafna sterkari stöðu í huga eða minni markhópsins en vörumerki er tengjast áþreifanlegum vörum hafa. Einnig er hér um að ræða fræðilegt innlegg í það sem kallað er miðað markaðsstarf (stp marketing) en fram kemur að hóparnir eru ólíkir hvað mat þeirra á eiginleikum varðar sbr. eiginleikann gamaldags. Hagnýtt framlag snýr að því með hvaða hætti stjórnendur bankanna geta byggt upp traust. Á mynd 4 má sjá að öll greinin hefur skaðast þegar heildarmyndin er skoðuð en minna þegar niðurstöður eru skoðaðar út frá einstaka viðskiptavinahópum en það eru mikilvægar niðurstöður fyrir greinina. Það er sá hópur sem hver og einn banki getur unnið með og því ættu bankarnir að einbeita sér að því að byggja upp traust, og jákvæða ímynd, á meðal sinna viðskiptavina og treysta því að samanlögð áhrif geri það að verkum að greinin endurheimti fyrri stöðu sína. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru þær að hér er aðeins verið að skoða eina grein í einu landi. Einnig er kynjahlutfall og aldursdreifing skekkt en það er 27

28 fyrst og fremst tilkomið vegna þess að verið er að nota þægindaúrtak. Rétt er þó að taka fram að þessi skekkja í dreifingu hafði ekki teljandi áhrif á niðurstöður og því var ekki brugðið á það ráð að vigta gögnin eins og gjarnan er gert við aðstæður sem þessar. Rannsóknin dregur heldur ekki fram hvort tengsl séu á milli ímyndarlegrar stöðu bankanna annars vegar og svo markaðsaðgerða þeirra hins vegar. Hvað frekari rannsóknir varðar þá væri áhugavert að skoða annars vegar bankageirann út frá fleiri árum með það í huga að kanna hvort sambærilegar niðurstöður komi fram. Sérstaklega væri áhugavert að skoða mælingar sem gerðar voru fyrir bankahrunið en þetta er hægt þar sem gögn liggja fyrir. Hins vegar væri áhugavert að skoða fleiri atvinnugreinar, bæði í þjónustu en ekki síður á vörumerkjum þar sem um áþreifanlega vöru er að ræða. Eitthvað er til af slíkum gögnum en þó þyrfti að afla viðbótargagna með skipulögðum hætti til að gera þannig rannsókn áhugaverða. 28

29 6 HEIMILDIR Al-Hawari, M. og Ward, T. (2006). The effect of automated service quality on Australian banks financial performance and the mediating role of customer satisfaction. Marketing Intellligence & Planning, 24(2), Aziz, N.A. og Yasin, N.M. (2010). Analyzing the brand equity and resonance of banking services: Malaysian consumer perspective. International Journal of Marketing Studies, 2(2), Bettman, J.R. (1979). An information processing theory of consumer choice. Reading: Addison-Wesley. Bravo, R., Montaner, T. og Pina, J. M. (2010). Corporate brand image in retail banking: Development and validation of a scale. The Service Industries Journal, 30(8), Buil, I., Chernatony, L. og Martínez, E. (2013). Examining the role of advertising and sales promotions in brand equity creation. Journal of Business Research, 66(1), Chahal, H. og Bala, M. (2012). Significant components of service brand equity in healthcare sector. International Journal of Health Care Quality Assurance, 25(4), Chernatony, L. (2001). A model for strategically building brands. Brand Management, 9(1), Cohen, A. og Mazzeo, M. J. (2010). Investment strategies and market structure: An empirical analysis of bank branching decisions, Journal of Financial Services Research, 38(1), Davis, S.M. (2002). Brand asset management. Driving profitable growth through your brands. San Francisco: The Jossey-Bass Buniness & Management Series. Fetscherin, M. og Baker, B. (2009). Valuating brand equity and product-related attributes in the context of the German automobile market. Journal of Brand Management, 17(2), Friðrik Eysteinsson og Þórhallur Guðlaugsson. (2010). Traust til bankanna og tryggð við þá. Í Ingjaldur Hannibalsson (ritstjóri), Þjóðarspegillinn 2010, Fung So, K.K., King, C., Sparks, B. A. og Wang, Y. (2013). The influence of customer brand identification on hotel brand evaluation and loyalty development. International Journal of Hospitality Management, 34, Garbarino, E. og Johnson, M. S. (1999). The different roles of satisfaction, trust, and commitment in customer relationships. The Journal of Marketing, 63(2), Gruber, A. (1969). Top-of-mind awareness and share of families: An observation. Journal of Marketing Research, 6(2),

30 Homburg, C., Klarmann, M. og Schmitt, J. (2010). Brand awareness in business markets; When is it related to firm performance? International Journal of Research in Marketing, 27(3), Huang, R. og Sarigöllu, E. (2012). How brand awareness relates to market outcome, brand equity, and the marketing mix. Journal of Business Research, 65(1), Huang, Z. og Cai, L. A. (2015). Modeling consumer-based brand equity for multinational hotel brands When hosts become guests. Tourism Management, 46(2), Jahanzeb, S., Fatima, T. og Butt, M. M. (2013). How service quality influences brand equity: The dual mediating role of perceived value and corporate credibility. International Journal of Bank Marketing, 31(2), Keller, K. L. (2001). Building customer-based brand equity: A blueprint for creating strong brands. Working paper (01-107), Marketing Science Institute, Cambridge, USA. Keller, K. L. (2008). Strategic brand management: Building, measuring, and managing brand equity. New Yersey: Pearson Prentice Hall. Kim, K. H., Kim, K. S., Kim, D. Y., Kim, J. H. og Kang, S. H. (2008). Brand equity in hospital marketing. Journal of Business Research, 61(1), Levy, S. J. og Dennis, W. R. (2012). Brands, consumers, symbols, & research. Thousand Oaks: Sage Publications. Macdonald, E. K. og Sharp, B. M. (2000). Brand awareness effects on consumer decision making for a common, repeat purchase product: A replication. Journal of Business Research, 48(1), Maringe, F. og Mourad, M. (2012). Marketing for higher education in developing countries: Emphases and omissions. Journal of Marketing for Higher Education, 22(1), 1-9. Mourad, M., Ennew, C. og Kortam, W. (2011). Brand equity in higher education. Marketing Intelligence & Planning, 29(4), Nyadzayo, M. W.,Matanda, M. J. og Ewing, M.T. (2011). Brand relationships and brand equity in franchising. Industrial Marketing Management, 40(7), Ohnemus, L. (2009). Is branding creating shareholder wealth for banks? International Journal of Bank Marketing, 27(3), Pallant, J. (2013). SPSS Survival Manual. Berkshire; McGrawHill Pappu, R. og Quester, P. G. (2008). Does brand equity vary between department stores and clothing stores? Results of an empirical investigation. Journal of Product & Brand Management, 17(7), Rambocas, M., Kirpalani, V. M og Simms, E. (2014). Building brand equity in retail banks: The case of Trinidad and Tobago. International Journal of Bank Marketing 32(4), Romaniuk, J. og Sharp, B. (2004). Conceptualizing and measuring brand salience. Marketing Theory, 4(4),

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES

INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W09:04 desember Áhrif bankahruns á ímynd banka og sparisjóða Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjúnkt Þórhallur Guðlaugsson

More information

Ímynd á bankamarkaði

Ímynd á bankamarkaði Ímynd á bankamarkaði Er ímynd íslensku viðskiptabankanna sterk, jákvæð og einstök? Jón Kjartan Kristinsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent Viðskiptafræðideild

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði

BS ritgerð í viðskiptafræði BS ritgerð í viðskiptafræði Ímynd WOW air Oddný María Kristinsdóttir Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt Maí 2017 Ímynd WOW air Oddný María Kristinsdóttir Lokaverkefni til BS- prófs í viðskiptafræði

More information

Þjónusta og ímynd. Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka

Þjónusta og ímynd. Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka VIÐSKIPTASVIÐ Þjónusta og ímynd Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Ingibjörg Reynisdóttir Leiðbeinandi: Jón Freyr Jóhannsson (Vorönn 2017) Titill verkefnisins:

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Samband tryggðar og ánægju viðskiptavina með þjónustu á fyrirtækjamarkaði

Samband tryggðar og ánægju viðskiptavina með þjónustu á fyrirtækjamarkaði Samband tryggðar og ánægju viðskiptavina með þjónustu á fyrirtækjamarkaði Auður Hermannsdóttir og Svanhildur Ásta Kristjánsdóttir Ágrip Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvætt samband tryggðar viðskiptavina

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Vörumerkjasamfélag Apple

Vörumerkjasamfélag Apple Vörumerkjasamfélag Apple Neytendur og einkenni B.Sc. í viðskiptafræði Davíð Hansson Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson Apríl 2013 2 Staðfesting lokaverkefnis til B.Sc.

More information

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr Verkaskipting kynjanna Fyrir og eftir bankahrun Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr. 10 2010 Verkaskipting kynjanna fyrir og eftir bankahrun Karlar verja meiri tíma í heimilisstörf en þeir gerðu

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Vörumerki í golfi

BS ritgerð í viðskiptafræði. Vörumerki í golfi BS ritgerð í viðskiptafræði Vörumerki í golfi Ímynd Tour Edge á Íslandi Guðjón Grétar Daníelsson Leiðbeinandi Dr. Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent Viðskiptafræðideild Október 2014 Vörumerki í golfi Ímynd

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Sjálfsafgreiðsla banka á höfuðborgarsvæðinu

Sjálfsafgreiðsla banka á höfuðborgarsvæðinu VIÐSKIPTASVIÐ Sjálfsafgreiðsla banka á höfuðborgarsvæðinu Rannsókn á viðhorfi viðskiptavina Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Lilja Sigurborg Sigmarsdóttir Leiðbeinandi: Einar Svansson Haustönn 2016 Titill

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH

INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH ISSN 1670-7168 INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W07:06 Desember 2007 Staðfærsla og samkeppnishæfni Þórhallur Guðlaugsson, dósent (th@hi.is s. 525-4534) Inngangur Viðfangsefni þessarar

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Ímynd sveitarfélaga. Elfa Björk Erlingsdóttir Þórhallur Guðlaugsson

Ímynd sveitarfélaga. Elfa Björk Erlingsdóttir Þórhallur Guðlaugsson Ímynd sveitarfélaga Elfa Björk Erlingsdóttir Þórhallur Guðlaugsson Á síðustu árum hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verið í miklum vexti og keppst við að laða til sín nýja íbúa. Því var áhugavert

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna MS ritgerð Mannauðstjórnun Ólíkar launakröfur kynjanna Áhrif ógnandi staðalímynda á launakröfur kvenna Egill Fivelstad Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2014 Ólíkar launakröfur kynjanna

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

B.Sc. í viðskiptafræði

B.Sc. í viðskiptafræði Er hægt að spá fyrir um viðhorf til Evrópusambandsins út frá menningarvíddum Hofstede? Ingvar Linnet B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2011 Ingvar Linnet Leiðbeinandi: Kt. 171287-2789 Aðalsteinn Leifsson Formáli

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W09:02 Apríl 2009 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Harpa Dís Jónsdóttir Runólfur Smári Steinþórsson Harpa Dís Jónsdóttir, MS, hdj3@hi.is

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum BS ritgerð í viðskiptafræði Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum Hefur skipulagning og utanumhald á BS-ritgerðum áhrif á brottfall nemenda úr námskeiðinu? Helga Steinunn

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands

Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands www.ibr.hi.is Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 13. apríl 2011 Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen 2 2011 Höfundar Öll réttindi áskilin ISSN 1670-8288

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Ímynd Íslands í Bandaríkjunum

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Ímynd Íslands í Bandaríkjunum MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Ímynd Íslands í Bandaríkjunum Samanburður þjóðfélagshópa Aðalsteinn Snorrason Leiðbeinendur: Ph. D. Ingjaldur Hannibalsson og Ph. D. Gunnar Óskarsson Viðskiptafræðideild

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Markaðsáætlun fyrir Crossfit Reykjavík

Markaðsáætlun fyrir Crossfit Reykjavík Háskólinn á Bifröst Apríl 2013 Viðskiptadeild BS ritgerð Markaðsáætlun fyrir Crossfit Reykjavík Trúnaðarverkefni Nemandi Ragnar Þór Ragnarsson Leiðbeinandi Guðmundur Ólafsson Samningur um trúnað Undirritaðir

More information

ÁREIÐANLEIKI. 3. verkefni

ÁREIÐANLEIKI. 3. verkefni 3 ÁREIÐANLEIKI 3. verkefni Í mælifræði er fengist við fræðilegar og tæknilegar undirstöður sálfræðilegra prófa. Kjarninn í allri fræðilegri og hagnýtri umræðu í mælifræði eru áreiðanleiki og réttmæti.

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Aðgerðir til að efla samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki

Aðgerðir til að efla samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki Þriðjudagur, 4. júlí 2017 Ákvörðun nr. 25/2017 Aðgerðir til að efla samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki - Á grundvelli sáttar við Íslandsbanka - EFNISYFIRLIT

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Viðhorf til starfsánægju

Viðhorf til starfsánægju Viðskiptadeild Viðskipta- og raunvísindasvið B.Sc ritgerð LOK2106 Vorönn 2015 Viðhorf til starfsánægju Rannsóknarskýrsla um starfsánægju hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands Nemandi: Emil Sigurjónsson Leiðbeinandi:

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu Lára Sigríður Lýðsdóttir Þórhallur Örn Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Febrúar

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Íslenskir kynferðisbrotamenn.

Íslenskir kynferðisbrotamenn. Tímarit félagsráðgjafa, 2. árgangur 2007, 15 24 15 Íslenskir kynferðisbrotamenn. Greining út frá svörum brotaþola Hildigunnur Magnúsardóttir, Félagsráðgjafi, Kvenna- og barnasvið, Landspítali Háskólasjúkrahús

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Átt þú ást mína skilið?

Átt þú ást mína skilið? Lokaverkefni til MS-prófs í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Átt þú ást mína skilið? Samband upplifunar vörumerkja og persónueinkenna vörumerkja við ást til vörumerkja Berglind Arna Gestsdóttir Leiðbeinandi:

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar?

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar? MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar? Eva Rún Michelsen Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild September 2011 Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari

More information

- Á grundvelli sáttar við Arion banka -

- Á grundvelli sáttar við Arion banka - Þriðjudagur, 20. júní 2017 Ákvörðun nr. 24/2017 Aðgerðir til að efla samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki - Á grundvelli sáttar við Arion banka - EFNISYFIRLIT

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Viðskipta- og hagfræðideild sept 2008 íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Höfundur: Hinrik Fjeldsted Leiðbeinandi: Runólfur Smári Steinþórsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/suðurgötu, 101

More information

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA www.ibr.hi.is SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA Snjólfur Ólafsson Brynhildur Davíðsdóttir Lára Jóhannsdóttir Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Ester Gústavsdóttir Kári Kristinsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Markaðsáherslur og markaðshneigð

Markaðsáherslur og markaðshneigð Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2004 Markaðsáherslur og markaðshneigð Þórhallur Örn Guðlaugsson. 1 Ágrip Markaðshneigð (e. market orientation) má lýsa sem einkenni á fyrirtækjamenningu, sem

More information

Efnisyfirlit (Atriðaorðaskrá)

Efnisyfirlit (Atriðaorðaskrá) Efnisyfirlit (Atriðaorðaskrá) INNGANGUR 7 1. MARKAÐSHLUTUN, MARKAÐSMIÐUN OG STAÐFÆRSLA 8 Accessibility (of segment) (Aðgengi að markhóp) 8 Actionability (of segment) (Framkvæmanleiki markhóps) 8 Behavioural

More information

Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf.

Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf. Föstudagur, 20. október 2017 Ákvörðun nr. 38/2017 Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Þann 12. júní 2017 barst Samkeppniseftirlitinu samrunatilkynning vegna kaupa Hampiðjunnar

More information

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15)

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) Viðauki D Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) 5. febrúar 2007 EFNISYFIRLIT A. Athugasemdir Símans

More information

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit Föstudagur, 8. mars 2013 Ákvörðun nr. 5/2013 Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit bls. I. Inngangur... 2 II. Málavextir og málsmeðferð... 2 III. Samruninn og aðilar hans... 3 1. Nánar

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði?

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 71-82 71 Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Anna Guðrún Edvardsdóttir Náttúrustofa Vestfjarða Í þessari grein er fjallað um niðurstöðu rannsóknar

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Andrea Elsa Ágústsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Börnum straffað með hendi og vendi Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Steinunn Bergmann 2010 1 Formáli Rannsókn þessi á tilkynningum til barnaverndarnefnda er varða grun

More information