Rýnt í störf þroskaþjálfa í ljósi alþjóðlegra viðmiða

Size: px
Start display at page:

Download "Rýnt í störf þroskaþjálfa í ljósi alþjóðlegra viðmiða"

Transcription

1 Rýnt í störf þroskaþjálfa í ljósi alþjóðlegra viðmiða Kristín Lillendahl Vilborg Jóhannsdóttir Menntavísindasvið Ritstjóri: Guðrún Geirsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN

2 Rýnt í störf þroskaþjálfa í ljósi alþjóðlegra viðmiða Kristín Lilliendahl Vilborg Jóhannsdóttir Kveikjuna að rannsókninni sem hér er kynnt má rekja til ákvæða gildandi laga um háskóla þar sem kveðið er á um að menntun sem háskólar veita eigi að taka mið af þörfum samfélagsins hverju sinni og að hún geti verið fræðilegs eðlis og/eða starfsmiðuð (Lög um háskóla, nr. 63/2006, 2.gr.) Menntamálaráðherra gefur út viðmið um æðri prófgráður sem eru í samræmi við evrópsk viðmið (Framework of Qualifications for the European Higher Education Area). Vorið 2011 gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út slík viðmið um æðri menntun og prófgráður (nr. 530/2011) í samræmi við lög um háskóla nr. 63/2006, 5.gr. (Kristín Aðalsteinsdóttir, 2013). Tilmæli ráðherra kveða á um skilgreiningu hæfniviðmiða sem lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem hver nemandi á að ráða yfir við námslok (Menntamálaráðuneytið, 2006). Tilmælin byggja á samþykktum Bolognaferlisins um samræmingu æðri menntunnar í Evrópu, þ.e. því markmiði að menntun háskólamenntaðra fagstétta sé samræmd, virt og metin til jafns milli landa (Þórður Kristinsson, 2010). Guðrún Geirsdóttir (2012) bendir á að sérhver námsgrein sé hluti af námskrá viðkomandi háskóla en hún sé líka hluti af stærra fræðasamfélagi faggreinarinnar og að Bolognaferlið skapi farveg fyrir samstarf á alþjóðagrundvelli. Tilmæli um skilgreiningu vel ígrundaðra hæfniviðmiða og vinna okkar þar að lútandi, vakti áhuga okkar á að skoða stöðu og hlutverk fagstéttar þroskaþjálfa í íslensku samfélagi í samanburði við sambærilega fagstétt í Evrópu þ.e. social educators. Hvatann að rannsókninni má rekja til áralangrar reynslu okkar af kennslu við þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands, þar sem meginviðfangsefni okkar er samþætting fræða og vettvangs. Í þeim störfum höfum við orðið varar við vaxandi eftirspurn eftir fagþekkingu þroskaþjálfa á víðari starfsvettvangi en áður og það hefur vakið okkur til umhugsunar um á hvern hátt þarfir samfélagsins fyrir störf þeirra sé að breytast. Þá hefur reynsla okkar af samstarfi við starfsvettvang þroskaþjálfa í ljósi þessa gefið okkur tilefni til að taka undir með Anders Gustavson (2003) þar sem hann segir nauðsynlegt að vinna að rannsóknum á störfum þroskaþjálfa frá fjölbreytilegum sjónarhornum í þeim tilgangi að styrkja þroskaþjálfafræði sem sjálfstæða fræðigrein. Meginmarkmið okkar með rannsókninni er að öðlast skilning á starfi og starfsumhverfi íslenskra þroskaþjálfa, þ.e. hvernig þeir skilja hlutverk sitt og hverjar eru helstu áskoranir sem mæta þeim í starfi. Markmiðið er jafnframt að skoða þá samleið sem sem þeir eiga með þroskaþjálfum í Evrópu í ljósi ákvæða Bolognaferlisins, í því skyni að leita leiða til að auðvelda samræmi og samskipti milli þroskaþjálfabrautar og sambærilegra mennatstofnana í Evrópu, meðal annars um nemenda- og kennaraskipti. Í þessari grein er sjónum beint að fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar er varpað ljósi á hvert nýúrskrifaðir þroskaþjálfar ráða sig til starfa, hlutverk þeirra á vettvangi og helstu áskoranir. 1

3 Kristín Lilliendahl og Vilborg Jóhannsdóttir Þroskaþjálfar í alþjóðlegu ljósi Þroskaþjálfar í Evrópu ganga almennt undir heitinu social educators. Þeir starfa á breiðari vettvangi en íslenskir þroskaþjálfar en að sambærilegu markmiði, þ.e. að skapa farveg fyrir jöfnuð, réttlæti og lífsgæði meðal allra borgara (AIEJI, e.d.). Flest fagfélög þroskaþjálfa í Evrópu, þar á meðal Þroskaþjálfafélag Íslands eru aðilar að alþjóðasamtökunum International Association of Social Educators (Þroskaþjálfafélag Íslands. e.d.). Samtökin hafa unnið undanfarna tvo áratugi að því að styrkja stöðu og samstarf þroskaþjálfa milli landa með reglubundnum ráðstefnum, fræðilegum skrifum og þróunarverkefnum. Meðal verkefna samtakanna sem hafa verið unnin síðustu ár eru gerð samhæfðra hæfniviðmiða þroskaþjálfa sem sett voru fram árið 2006 og einnig viðmið fyrir þroskaþjálfa í þjónustu við fólk með þroskahömlun árið 2010 (AIEJI, e.d.). Lisbeth Erikson (2005), við Linköping háskóla í Svíþjóð bendir á að fagstéttin og menntun hennar standi á sögulegum tímamótum. Þar sem starfsgreinin er nú almennt viðurkennd fræðigrein í háskólasamfélaginu sé mikilvægt að styrkja fræðilegan grunn hennar með markvissum athugunum á þróun starfa stéttarinnar, umræðu og ígrundun um þau. Undir þetta taka háskólakennarnir Paul Stevens (2013) frá Bretlandi og Jan Storø (2011) frá Noregi og benda á þörf fyrir samræmda alþjóðlega skilgreiningu á fræðilegum grunni og hlutverkum þroskaþjálfa í síbreytilegu samfélagi. Storø (2011) bendir á að þroskaþjálfastarfið sé á margan hátt einstakt og grundvallarhugmynd þess aðgreinanleg frá hugmyndum annarra skyldra fagstétta. Það sé því mjög mikilvægt að starfinu sé búin skýr fræðagrunnur sem frekara nám og starfsþróun getur byggt á. Stevens (2013) undirstrikar að þrátt fyrir að þroskaþjálfar hafi starfsviðmið í siðareglum, mannréttindasáttmálum og reglugerð um störf sín, hafi þroskaþjálfun sem sjálfstæð fræðigrein, þ.e. þroskaþjálfafræði, lítið verið mótuð enn sem komið er. Þess í stað hefur fagstéttin reitt sig á áherslur og fræðilegt efni úr öðrum fræðigreinum og aðlagað að störfum sínum og hugmyndum (Stevens, 2013). Með breytingu á vinnulöggjöf Evrópusambandsins árið 2003 um sameiginlegt atvinnusvæði aðildaríkjanna, hófu alþjóðasamtökin AIEJI að vinna að sameiginlegum hæfniviðmiðum þroskaþjálfa sem kynnt voru á ráðstefnu þeirra árið Viðmiðin voru svo gefin út ári síðar undir heitinu A common platform for Social Educators in Europe (AEIJI, e.d.). Grunntónninn og meginstefið í hæfniviðmiðunum eru mannréttindaáherslur grundvallaðar á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Vinna samtakanna ber vott um þörfina fyrir og ásetning um að sameina starfssýn þessarar fagstéttar í Evrópu og víðar þrátt fyrir að hún starfi á nokkuð ólíkum grunni milli landa. Þeir fræðimenn sem nefndir hafa verið hér að framan eru sammála um að hið fræðilega sjónarhorn geti aldrei orðið eitt, heldur breytilegt eftir hlutverki og aðstæðum. Það samræmist orðum Hämäläinen (2012) sem segir að sem vísindi, byggi þroskaþjálfafræði á opnum samskiptum milli fræðilegra sjónarhorna. Í öðru lagi ber fræðimönnum saman um að starfið feli í sér tvíþætt hlutverk, þ.e. leiðsagnarhlutverk og hlutverk hins pólitíska talsmanns. Í þriðja lagi ber þeim saman um að starf þroskaþjálfa sé ekki einungis faglegt starf og fræðilegt, heldur einskonar hugsjón og lífsviðhorf. Með öðrum orðum þurfi þroskaþjálfi að búa yfir ákveðnum persónuþroska, sjálfsþekkingu og eiginleikum til að takast á við starfið. Þetta sjónarmið er gagnsætt í titli bókar Paul Stevens (2013); Social pedagogy: heart and head. Þar bendir hann á að ekki sé nægilegt að þekkja starfsviðmið sín og siðareglur, heldur þurfi þau viðmið að vera hluti af lífsviðhorfi þroskaþjálfans. Hämäläinen (2012) bendir á að þroskaþjálfun einkennist ekki síður af sérstökum hugsunarhætti og viðhorfum en aðferðum og tækni. Að lokum ber aðilum saman um að það sé grundvallarþörf faggreinarinnar að þroskaþjálfar sem fagstétt eigi sér samsvörun í alþjóðlegu fræða- og fagsamfélagi sem þeir geta byggt ímynd sína og starfsþróun á. 2

4 Rýnt í störf þroskaþjálfa í ljósi alþjóðlegra viðmiða Fagstétt þroskaþjálfa í íslensku samfélagi Fram kemur hjá Sigurði Kristinssyni (1993) að starfsgreinar séu til vegna þess að fólk hefur í tímans rás skipt með sér verkum. Hann tilgreinir jafnframt að sérhæfð störf hljóti því ávallt að vera nátengd almannahag, þau séu stunduð vegna þess að það sé allra hagur að svo sé. Sami höfundur talar jafnframt um að til þess að hægt sé að svara spurningunni um hvað starfsgrein sé verði að vera hægt að vísa í tilgang hennar og hlutverk innan stærri heildar. Þannig felur hugtakið starfsgrein ávallt í sér hlutverk eða tilgang með sérhæfðri þjónustu sem byggir á ákveðinni þekkingu og færni sem fagmenn starfsgreinarinnar nota skjólstæðingum sínum til framdráttar (Sigurður Kristinsson, 1993). Í þessu ljósi má rekja upphaf þroskaþjálfastéttarinnar hér á landi til þarfa samfélagsins fyrir sérmenntað starfsfólk til þess að annast vistmenn Kópavogshælis í takt við þau viðhorf sem þá voru ríkjandi. Það var talið frumskilyrði þess að reka,,fávitahæli að hafa þar að störfum þjálfað starfsfólk. Fyrirmyndin var sótt til Norðurlanda og þar sem til var sérstök starfsgrein fagfólks (Frumvarp til laga um fávitastofnanir, 1966). Fyrstu þroskaþjálfarnir hófu störf 1960 og báru þá starfsheitið gæslusystur. Stjórnarnefnd Ríkisspítalanna samþykkti þetta starfsheiti árið 1962 og skyldi starfsgreinin hafa það hlutverk að sinna umönnun og hjúkrun vistmanna á Kópavogshæli. Gæslusystur fengu starfsheitið þroskaþjálfar árið 1971 og hefur meginhlutverk þeirra frá upphafi verið að starfa með fötluðu fólki og þá sérstaklega fólki með þroskahömlun. Tilgangur og hlutverk starfsgreinarinnar hefur tekið breytingum í takt við breytingar á vettvangi fatlaðs fólks sem má rekja til örrar þróunar í málefnum þess, s.s. ríkjandi hugmyndafræði á hverjum tíma. Þekkingagrunnur og fræðasvið starfsgreinarinnar hefur að sama skapi þróast mikið og þá í samræmi við breyttar hugmyndir og áherslur í þjónustu við fatlað fólk (Vilborg Jóhannsdóttir, 2001). Í þessu skyni má nefna nokkur hugmyndafræðileg lykiltímabil, s.s. tímabili altækra stofnana þar sem fatlað fólk bjó við yfirráð stofnana aðgreint frá ófötluðu fólki og meginhlutverk þroskaþjálfa byggðu á hugtökunum vernd, gæsla, umönnun og uppeldi. Í framhaldi tók við tímabil samskipunarsjónarmiðsins þar sem áherslan var á lokun stórra stofnana og flutning fatlaðs fólks út í samfélagið. Á því tímabili einkenndust störf þroskaþjálfa mikið af hugtökunum þjálfun, uppeldi, kennsla og meðferð með þá sýn að hæfa þyrfti fólk og laga til þess að það gæti búið í samfélaginu. Við aukna þátttöku fatlaðs fólks og áherslu á aðskilnað stofnana og þjónustu fara áherslur eins og sjálfsákvörðunarréttur, fullgild þátttaka, eðlilegt líf og félagslegur skilningur á fötlun að verða meira ríkjandi í starfsumhverfi þroskaþjálfa með mannréttindasjónarmið að leiðarljósi. Þannig fara hugtök eins og stoðþjónusta, aðstoð, leiðsögn og réttindagæsla að verða einkennandi í störfum þroskaþjálfa í dag (Vilborg Jóhannsdóttir, 2003). Þessi þróun endurspeglast í sameiginlegri starfskenningu þroskaþjálfa (Þroskaþjálfafélag Íslands, 2007) og í kynningu á námsbraut í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands en þar er undirstrikað að mannréttindi og réttindagæsla sé grunnurinn í störfum þeirra sem og fjölbreyttar leiðir við að efla og aðstoða fatlað fólk til fullgildrar þátttöku í samfélaginu, jafnréttis og lífsgæða á við aðra (Háskóli Íslands, 2012). Jafnframt kemur fram að megináherslur í náminu séu þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði sem byggi á félagslegum skilningi á fötlun, félagsfræði, sálfræði og siðfræði (Háskóli Íslands, 2012). Hæfniviðmið fyrir prófgráður námsbrautarinnar voru skilgreind og lögð fram í upphafi skólaárs 2012 með lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem hver nemandi þarf að búa yfir við námslok (Háskóli Íslands, 2012). Fagstéttin hefur haft sínar siðareglur frá árinu Á starfsdögum þroskaþjálfa í janúar 2013 voru siðaregur þeirra teknar til endurskoðunar með tilliti til þróunar á störfum og starfsviðmiðum þroskaþjálfa og í því skyni að almennt sé tekið mið af mannréttindasjónarhorni og þeim gildum og áherslum sem þar er að finna. Þroskaþjálfar 3

5 Kristín Lilliendahl og Vilborg Jóhannsdóttir starfa í dag eftir lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34 frá árinu 2012 og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa nr frá árinu 2012 eins og fyrr hefur verið nefnt. Samkvæmt reglugerðinni ber þroskaþjálfum, m.a. að þekkja skyldur sínar og virða siðareglur stéttarinnar auk þess að viðhalda þekkingu sinni og faglegri færni og tileinka sér nýjungar er varða starfið. Hvað varðar skyldur fagstéttarinnar er lögð rík áhersla á að í þeim felist að efla lífsgæði fatlaðs fólks og auka þátttöku þess í samfélaginu. Í hnotskurn má segja að þær nýjungar og áskoranir sem þroskaþjálfar hafi á síðustu árum þurft að horfa til og endurskoða sitt hlutverk út frá séu m.a. yfirfærsla málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og ný hugmyndafræði mannréttinda hér á landi um sjálfstætt líf og notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Ljóst er að þroskaþjálfun er ört vaxandi faggrein hér á landi og mikil eftirspurn eftir fagstéttinni til fjölbreytilegra starfa. Í dag eiga ríflega 600 þroskaþjálfar stéttarfélagsaðild að Þroskaþjálfafélagi Íslands en ljóst er að töluvert stærri hópur þroskaþjálfa starfar á breiðum vettvangi þjónustu eins og fyrr hefur komið fram (Þroskaþjálfafélag Íslands, e.d.) Rannsóknin Þær niðurstöður sem hér eru kynntar eru úr fyrsta hluta langtímarannsóknar á stöðu íslenskra þroskaþjálfa í alþjóðlegu samhengi eins og fram kemur í inngangi. Í þessum fyrsta hluta er leitast við að öðlast dýpri skilning á starfi og starfsumhverfi þroskaþjálfa þegar horft er til framtíðar. Rannsóknarspurningarnar sem leiða þennan hluta eru fjórar. Spurt er: Hvar velja þroskaþjálfar að starfa að loknu námi og hvað hefur áhrif á starfsval þeirra? Hvaða hlutverki gegna þeir í starfi sínu og hvaða ábyrgð er þeim falin? Hverjar eru helstu áskoranir sem þeir mæta í starfi sínu? Hvernig horfa þeir til framtíðar fyrir hönd fagstéttarinnar? Þátttakendur voru valdir með hentugleika- og fjölbreytniúrtaki. Miðað var við að þeir hefðu útskrifast á síðustu þremur árum sem er sá tími starfsævinnar sem starfsval fer helst fram. Gagna var aflað með eigindlegum rýnihópaviðtölum við þroskaþjálfa sem hafa útskrifast á árunum Tólf þroskaþjálfar er starfa annars vegar í þjónustu við börn og unglinga og hins vegar í þjónustu við fullorðið og aldrað fólk tóku þátt í rýnihópunum. Þessi aðferð var valin vegna þess að við töldum það hafa meira gildi fyrir rannsókina á þessu stigi að skoða samræður þroskaþjálfanna um starfið og helstu innviði þess fremur en að taka viðtöl við einstaka viðmælendur. Stuðst var við viðtalsvísi í viðtölunum sem byggði á rannsóknarspurningunum. Rýnihópaviðtölin sem voru hálf opin voru þrjú og tók hvert þeirra um tvær klukkustundir. Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð og innihaldsgreind út frá þemum sem spruttu fram í samræðum viðmælenda og birtast hér í niðurstöðum. Helstu niðurstöður Fyrstu niðurstöður úr rannsókninni eru hér settar fram í fjórum meginþemum. Þau eru: Eftirspurn og starfsval, Staða, hlutverk og starfsábyrgð, Starfsviðmið og fræðasýn og Helstu áskoranir og framtíðarsýn. Eftirspurn og starfsval Þegar horft er til þessa þáttar út frá viðtölunum má segja að einhugur hafi almennt ríkt hjá viðmælendum okkar hvað varðar atvinnumöguleika eftir útskrift. Flestir þurftu lítið að hafa fyrir því að leita sér að vinnu og ýmist var beðið eftir þeim á fyrrverandi vinnustað, þeim boðin vinna strax í vettvangsnámi eða í starfstengdum heimsóknum á lokamisseri námsins. Þeir sem höfðu sótt um vinnu höfðu úr töluverðum möguleikum að velja og voru jafnvel ráðnir samstundis. Þegar viðmælendur voru spurðir hvað réði 4

6 Rýnt í störf þroskaþjálfa í ljósi alþjóðlegra viðmiða starfsvali þeirra að loknu námi kom í ljós að reynsla þeirra í vettvangsnámi á lokamisseri þar sem þeir höfðu haft tækifæri til dýpkunar á sínu áhugasviði hafi haft töluverð áhrif á val þeirra. Einnig mátti merkja hollustu við þann þjónustuhóp sem þeir störfuðu með fyrir og samhliða námi og einn viðmælandi nefndi sérstaklega að hann hafi valið að halda áfram á sambýlinu þar sem hann hafði unnið, af umhyggju fyrir íbúum og áhyggjum af gæðum þjónustu við þá. Annar viðmælandi tók að sér stjórnunarstarf á fyrrverandi vinnustað með það að leiðarljósi að leiða umbætur og réttindabaráttu. Allmörg dæmi voru um að viðmælendur leituðu eftir störfum utan hefðbundinna starfa þroskaþjálfa til að kynnast fjölbreyttari starfsvettvangi, s.s. forvarnarstarfi, þjónustu við geðfatlað fólk, aldrað fólk og börn og ungmenni með námsörðugleika og/eða í félagslegum vanda. Einn viðmælandi talaði um að ný reglugerð er lýtur að aukinni réttindagæslu fatlaðs fólks hafi haft bein áhrif á starfsval sitt í búsetu með fullorðnu fólki á einhverfurófi þar sem hann sá þar aukin tækifæri til að starfa í anda mannréttinda. Starfsvettvangur, hlutverk og ábyrgð Viðmælendur okkar starfa með fjölbreytilegum hópi fólks á öllum lífsskeiðum, ýmist á sviði þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í leik- og grunnskólum, frístundaheimilum, skammtímavistunum, framhaldsskólum og þjónustumiðstöðvum þar sem þeir gegna ólíkum hlutverkum. Rúmlega helmingur viðmælenda starfar í þjónustu við fólk með þroskahömlun. Nokkrir höfðu verið ráðnir til að sinna börnum og ungmennum á grundvelli greininga á hegðunar- og þroskaröskunum, þar sem þeir voru í beinum stuðningi við börnin og báru í sumum tilfellum meginábyrgð á námi þeirra. Flestir viðmælenda á sviði þjónustu við börn og ungmenni voru einu þroskaþjálfarnir á sínum vinnustað. Langflestir þeirra sem störfuðu á barna-og unglingasviði töluðu um að hafa engar eða óljósar starfslýsingar að vinna eftir en var samt falin ábyrgðarmikil störf og ákvörðunarvald sem þeir töldu sig misjafnlega undirbúna að takast á við. Viðmælendur töldu þetta hafa áhrif á stöðu sína sem þroskaþjálfa í viðkomandi þjónustu og fundu til þess hve starfið er illa afmarkað og skarast auðveldlega við störf annara fagstétta svo sem kennara og leikskólakennara og fundu til þess að vera eini þroskaþjálfinn á vettvangi. Athygli vekur að þeir viðmælendur sem starfa í leikskólum lýstu sérstaklega þeirri miklu virðingu sem þeim er sýnd á grundvelli fagþekkingar sinnar og undirstrikuðu að það gerði stöðu þeirra skýrari og sterkari í faglegu samstarfi við foreldra, leikskólakennara og aðra samstarfsaðila. Flestir viðmælendur á sviði barna og ungmenna töluðu um að réttindagæsluhlutverk sitt og meginmarkmið fælust helst í að stuðla að þátttöku barnanna í almennu skóla- og frístundastarfi. Hluti viðmælenda starfar í þjónustu við fullorðið og aldrað fólk í búsetu, dagþjónustu eða við starfshæfingu. Hlutverk þeirra á þeim vettvangi virðist vera þeim skýrara en þeirra sem starfa með yngra fólki. Þeir starfa almennt við stjórnun og ráðgjöf við ófaglært starfsfólk og notendur þjónustu. Margir nefndu að allt of mikill tími færi í starfsþætti er lúta að rekstri og umsýslu í stað þess að nýta þekkingu sína, s.s. hugmyndafræðina í þágu þjónustunotenda. Flestir viðmælenda á þessu sviði nefndu réttindagæslu sem stóran þátt í sínu starfi og töldu að það hlutverk hefði jafnvel aukist vegna niðurskurðar í málaflokki fatlaðs fólks en líka vegna sterkari meðvitundar þeirra sjálfra um þær mannréttindaáherslur sem þeim beri að starfa eftir. Í því samhengi voru flestir viðmælendur sammála um að kjarninn í hlutverki þeirra væri að stuðla að fullgildri þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og að gefa fólkinu rödd í öllum málum er snúa að þeirra lífi og lífsgæðum. Einn viðmælandi sem fór aftur að vinna á gamla vinnustaðnum, þ.e. sambýlinu talaði um að hann sæi aðstæður íbúana í allt öðru ljósi að námi loknu og tiltók að nú horfi hann á hlutverk sitt í gegnum linsu mannréttinda. Þroskaþjálfar sem starfa í búsetuþjónustu lýstu áhyggjum af þróun mála og tilgreindu að erfitt væri að fá þroskaþjálfa til starfa þar sem þeir teldu að þeir gætu síður unnið samkvæmt sínum faglegu sjónarmiðum sökum ofuráherslu á rekstralega þætti og 5

7 Kristín Lilliendahl og Vilborg Jóhannsdóttir nefndu að þetta þyrfti að skoða betur. Viðmælendur á þessu sviði töluðu jafnframt um að það væri einnig partur af þeirra hlutverki að breyta viðhorfum í samfélaginu og taka stöðu með notendum þjónustunnar. Starfsviðmið og fræðasýn Það var sammerkt með öllum okkar viðmælendum þegar þeir voru spurðir um þau starfsviðmið sem leiða starf þeirra og ákvarðanir, þá nefndu þeir allir mjög ákveðið mannréttindi og vísuðu m.a. til almennra mannréttinda okkar allra í samfélaginu, samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræði mannréttinda um sjálfstætt líf. Þeir þroskaþjálfar sem starfa með fullorðnu fólki töluðu um gildandi lög um málefni fatlaðs fólks og ýmsar reglugerðir sem hafa verið settar í ljósi þeirra, s.s. um búsetu og réttindagæslu. Þroskaþjálfar á barnasviði nefndu jafnframt opinber viðmið eigin vinnustaða svo sem hugmyndfræði Hjallastefnunnar, hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar, námskrár, lög og reglugerðir og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Fræðasýn viðmælenda litaðist mjög af eðli þeirrar þjónustu sem þeir starfa við. Þroskaþjálfarnir sem starfa með börnum og ungmennum vísa í hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðaða þjónustu. Einnig áætlanagerð, teymisvinnu, og kennsluaðferðir s.s. óhefðbundnar tjáskiptaleiðir og aðferðir með börnum með einhverfu. Aftur á móti einkenndist fræðasýn viðmælenda er störfuðu í þjónustu við fullorðið fólk af fyrrnefndum starfsviðmiðum og kenningum og sjónarhornum siðfræðinnar, fötlunarfræðinnar og þroskaþjálfafræða. Helstu áskoranir og framtíðarsýn Aðspurðir um helstu áskoranir í starfinu töluðu viðmælendur helst um að vera einu þroskaþjálfarnir á vettvangi sínum og taka einir ábyrgð á því að vinna að mannréttindamarkmiðum starfsins. Einnig töluðu þeir um þann vanda að hvetja og virkja ófaglegt starfsfólk í því tilliti. Þá nefndu þeir víðtæka erfiðleika við að takast á við fjársvelti, skilgreina hlutverk sitt og setja mörk varðandi ábyrgð og hlutverk sem þeir töldu ekki heyra til sinnar þekkingar og færni. Nokkrir viðmælendur nefndu hversu erfitt væri að berjast við kerfin fyrir hönd og með sínu fólki. Stundum væri erfitt að fá skilning í eigin starfsumhverfi og þjónustukerfi. Í því samhengi var mikilvægi handleiðslu í starfi undirstrikað. Viðmælendur virtust almennt horfa jákvæðum augum til framtíðar og þroskaþjálfar á leikskólum töldu framtíð stéttarinnar innan leikskólanna mjög bjarta. Þeim væri vel tekið og þar hefðu þeir sterka stöðu í samstarfi við annað fagfólk. Bent var á að stéttin yrði enn eftirsóknarverðari á vinnumarkaði ef tækist að bæta laun þeirra. Þá virtust viðmælendur vera sammála um að stéttin myndi í framtíðinni starfa með breiðari hópi fólks og vilja sjá opnara hugarfar gagnvart því meðal stéttarinnar og innan námsbrautar Háskóla Íslands. Aðspurðir hvaða óskir þeir ættu fyrir hönd stéttarinnar þegar horft væri til framtíðar nefndu þeir þætti eins og aukinn faglegan metnað í daglegum störfum, skýrari skilgreiningu á fræðilegum og faglegum kjarna starfsins og að þeir myndu vilja sjá meira faglegt samstarf, samráð og handleiðslu milli þroskaþjálfa vegna þess hve starfið er mikið einyrkjastarf. Niðurlag Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi hlutverks þroskaþjálfa í þjónustu við fatlað fólk. Jafnframt sýna niðurstöður skýrt aukna eftirspurn eftir framlagi þroskaþjálfa á fjölbreyttum vettvangi samfélagsins og vilja þeirra sjálfra til að sækja á ný og fjölbreyttari mið við starfsval. Grunntónninn í svörum viðmælenda er mannréttindi og mannréttindaáherslur sem eru lykilviðmið starfsgreinarinnar og menntunar 6

8 Rýnt í störf þroskaþjálfa í ljósi alþjóðlegra viðmiða hennar hér á landi sem og á alþjóðlegum vettvangi, sbr. þau starfshæfnivið sem voru kynnt hér að framan og þau sjónarmið og vangaveltur sem birtast í skrifum þeirra fræðimanna sem hér hefur verið vísað til að framan. Þetta sjónarmið birtist mjög skýrt hjá öllum okkar viðmælendum. Þar kom fram að mannréttindin, réttindagæslan og fjölþættur stuðningur til þátttöku í samfélaginu væru hornsteinar starfsins og greinilega sameiningartákn fagstéttarinnar óháð stöðu á vettvangi. Ljóst er að viðmælendum okkar er tamara að ræða um starfsviðmið en fræðilegan grunn og fræðasýn, sem er í samræmi við glímu starfsgreinarinnar í alþjóðlegu samhengi. Þar ber hæst mikilvægi þess að skilgreina betur fyrir hvað starfsgreinin stendur jafnt faglega sem fræðilega. Niðurstöður okkar þegar horft er til starfa þroskaþjálfa í þjónustu við fullorðið fólk sýna að hlutverk og starfsviðmið eru skýrari hvað varðar markmið starfsins, s.s. sjálfsákvörðunarréttinn og valdeflingu, en öllu óljósari varðandi leiðir þar að lútandi. Á þessu sviði ræddu nokkrir viðmælendur um erfiða baráttu við kerfið og að sú barátta tæki vel á. Hvað varðar þroskaþjálfa sem starfa í þjónustu við börn og ungmenni þá virðist bæði staða þeirra, hlutverk og fræðasýn óljósari sérstaklega í skólum þar sem skörun hlutverka og ábyrgðar verður áþreifanleg við aðrar fagstéttir. Þetta undirstrikar eins og fram kemur í skrifum þeirra fræðimanna sem hér hefur verið vísað til að mikilvægt sé að skilgreina vel þann fræðagrunn sem störf þroskaþjálfa hvíla á, annars vegar sameiginlegan kjarna fagstéttarinnar og hins vegar þann fræðagrunn er lýtur að ólíkum vettvangi og notendahópum. Í hnotskurn má af niðurstöðum ráða að þroskaþjálfum sé hætt við faglegri einangrun þar sem þeir eru gjarnan einu fagaðilarnir eða einu þroskaþjálfarnir á vinnustað sínum. Þá má leiða að því líkum að einagrun þeirra og ósýnileika megi líka rekja til þess hve hlutverk þeirra og fagímynd er óljós og skarast auðveldlega við störf og hlutverk annara fagstétta eins og hér kom fram hjá viðmælendum. Þá er eftirtektarvert að hugur þeirra beinist aldrei í viðtölum að samstarfi á alþjóðavettvangi og því augljóst að á þeim vettvangi er einangrun þeirra afgerandi. Sú niðurstaða styður sérstaklega við það markmið rannsóknar sem getið var um í inngangi að leita leiða til að auðvelda samræmi og samskipti milli þroskaþjálfabrautar og sambærilegra mennatstofnana í Evrópu. Heimildir AIEJI. (e.d.). The Professional Competences of Social Educators. A Conceptual Framework. Sótt 28. ágúst 2013 af Erikson, L. (2005). Teoriers betydelse for forstaelsen av socialpedagogik. Í Socialpedagogiken í samhallet. Rapport fra nordisk forskningskonferense vid Linköpings universitet.(2). Linköping: Linköping universitet. Þingskjal 87 (1966). Frumvarp til laga um fávitastofnanir. Sótt 20. ágúst 2013 af http// Guðrún Geirsdóttir. (2012). Hlutverk háskólakennara í námskrárgerð. Uppeldi og menntun, 21(2), Gustavsson, A. (2003). The role of theory in social pedagogy and disability research. A comparison between two practice oriented, multi-disciplinary knowledge fields. Í A. Gustavsson, H. E. Hermansson og J. Hämäläinen (ritstjórar). Perspectives and Theory in Social Pedagogy (bls ). Gautaborg: Daidalos. Hämäläinen, J. (2012). Social pedagogy in Finland. Kriminologija i socijalna integracija, 20, 95. Háskóli Íslands. (2012). Menntavísindasvið: Þroskaþjálfafræði (kynningarbæklingur). Sótt af efur.pdf Kristín Aðalsteinsdóttir. (2013). Lífsfylling. Nám á fullorðinsárum. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. 7

9 Kristín Lilliendahl og Vilborg Jóhannsdóttir Lög um Háskóla nr. 63/2006. Lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi nr. 1120/2012. Sigurður Kristinsson. (1993). Skyldur og ábyrgð fagstétta. Í Róbert H. Haraldsson (ritstjóri). Erindi siðfræðinnar (bls ). Reykjavík: Siðfræðistofnun. Stevens, P. (2013). Social Pedagogy: Heart and Head. Í Peter Herman (ritstjóri). Studies in Comparative Social Pedagogies and International Social Work and Social Policy. (Vol. XXIV). Bremen: Europaischer Hochschulverlag. Storø, J. (2011). Practical Social Pedagogy. Theories, values and tools for working with children and young people. Bristol: Policy Press. Vilborg Jóhannsdóttir. (2001). Markmið og mæling. Óbirt M.ed.-ritgerð. Kennaraháskóli Íslands. Vilborg Jóhannsdóttir. (2003). Gæðastýrð þjónusta byggð á viðhorfum notenda. Í Rannveig Traustadóttir (ritstjóri), Fötlunarfræði, nýjar íslenskar rannsóknir (bls ). Reykjavík: Háskólaútgáfan. Þórður Kristinsson.(2010). Bolognaferlið: Saga og tilgangur. Í Uppeldi og menntun, 19(1-2), Þroskaþjálfafélag Íslands. (e.d.) Sótt 29. ágúst 2013 af 8

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Að flytja úr foreldrahúsum

Að flytja úr foreldrahúsum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2015 Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Sigrún Þ. Broddadóttir og Guðrún

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann? , 53 67 53 Jóhanna Einarsdóttir og Kristín Karlsdóttir Kennaraháskóla Íslands Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra leikskólastjóra til leikskólans og sýn þeirra á börn og barnæsku. Gagna

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 16. nóvember 2016 Yfirlit greina Anna Þóra Baldursdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Reynsla skólastjóra

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Notagildi einstaklingsáætlunar í grunnskóla Magnús G. Sigurðsson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Einstaklingsmiðað nám í samvinnu

More information

Þroskaþjálfar í skóla án aðgreiningar Þróun, hlutverk og starfsaðferðir

Þroskaþjálfar í skóla án aðgreiningar Þróun, hlutverk og starfsaðferðir Háskóli Íslands Haustmisseri Menntavísindasvið September 2009 B.A. ritgerð Þroskaþjálfar í skóla án aðgreiningar Þróun, hlutverk og starfsaðferðir Guðmunda Ásgeirsdóttir Sigurlaug Vilbergsdóttir Leiðbeinandi:

More information

Sköpun í stafrænum heimi

Sköpun í stafrænum heimi Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir Október 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir

More information

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni Eigindleg rannsókn vegna eflingar máls og læsis á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar og leiðbeiningarhefti fyrir þau Sumar 2018 Nr: 185746-0091 Nemendur: Fatou

More information

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Kolbrún Þ. Pálsdóttir Þátttökurannsókn á tómstundastarfi

More information

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara Guðmundína Arndís Haraldsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Allt sem

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Það var bara yfir eina götu að fara

Það var bara yfir eina götu að fara Það var bara yfir eina götu að fara Reynsla mæðra barna með þroskahömlun af skólagöngu þeirra Sigrún Jónsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Það var bara yfir eina götu

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

SIS - matið og hvað svo?

SIS - matið og hvað svo? SIS - matið og hvað svo? Þörf fatlaðs fólks fyrir stuðning í daglegu lífi Bjargey Una Hinriksdóttir Lokaverkefni til MA - gráðu í fötlunarfræði Félagsvísindasvið SIS - matið og hvað svo? Þörf fatlaðs fólks

More information

Störf deildarstjóra í grunnskólum

Störf deildarstjóra í grunnskólum Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 16. nóvember 2016 Yfirlit greina Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir Störf deildarstjóra í grunnskólum verkefni og áherslur Um höfunda Efnisorð

More information

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 27-38 27 Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Hafdís Guðjónsdóttir Kennaraháskóla Íslands Í þessari grein verður sagt frá rannsóknaraðferðum sem notaðar voru

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Það vantar þetta sjónarhorn þroskaþjálfans

Það vantar þetta sjónarhorn þroskaþjálfans Það vantar þetta sjónarhorn þroskaþjálfans Er þörf á þroskaþjálfa til ráðgjafar við ættleiðingu barna erlendis frá? Friðjón Magnússon Sunna Mjöll Bjarnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta -, tómstunda-

More information

16. árgangur, 2. hefti, 2007

16. árgangur, 2. hefti, 2007 16. árgangur, 2. hefti, 2007 KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLA ÍSLANDS OG HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UPPELDI OG MENNTUN 16. árgangur, 2. hefti 2007 ISSN 1022-4629-74 Ritnefnd: Trausti Þorsteinsson

More information

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Sproti birtur 15. mars 2013 Sigurrós Erlingsdóttir Starfskenning mín Skóli er námssamfélag byggt á jafnrétti,virðingu, ábyrgð og samkennd Hér birtir höfundur hugmyndir

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Líður á þennan dýrðardag

Líður á þennan dýrðardag Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Ingibjörg H. Harðardóttir Líður á þennan dýrðardag Farsæl öldrun og vangaveltur

More information

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA FRÆÐIGREINAR STJÓRNMÁL Akademískt frelsi 1 Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við kennaradeild HA Útdráttur Í greininni er fjallað um akademískt frelsi og leitast við að skýra það og hlutverk þess.

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Mat í þágu náms eða nám í þágu mats

Mat í þágu náms eða nám í þágu mats Kennaraháskóli Íslands Doktorsvörn 9. maí 2008 Rúnar Sigþórsson Mat í þágu náms eða nám í þágu mats Samræmd próf, kennsluhugmyndir kennara, kennsla og nám í náttúrufræði og íslensku í fjórum íslenskum

More information

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Sara M. Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Þeir vilja ekki leika, bara tala

More information

Félagsleg ígrundun kennaranema

Félagsleg ígrundun kennaranema Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Ragnhildur Bjarnadóttir Félagsleg ígrundun kennaranema Leið til að vinna úr vettvangsreynslu Markmið greinarinnar er að varpa ljósi

More information

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012 SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI RÚNAR SIGÞÓRSSON KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Forystuhegðun skólastjóra við að þróa

More information

Innleiðing á Byrjendalæsi

Innleiðing á Byrjendalæsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 17. desember 2013 Yfirlit greina Eygló Björnsdóttir, María Steingrímsdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Innleiðing á Byrjendalæsi Viðhorf og

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. desember 2009 Jónína Sæmundsdóttir Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Í greininni er fjallað um

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Menntun, mannvit og margbreytileiki. Greinar frá Menntakviku Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2016 Yfirlit greina Þorbjörg

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Hrafnhildur Eiðsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Sköpunarkraftur og sköpunarferli

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Námsrými félagslegs réttlætis og menntunar án aðgreiningar/learning spaces for inclusion and social justice Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd

More information

Ef ég hefði engan áhuga á náms- og starfsfræðslu þá mundi ekkert gerast

Ef ég hefði engan áhuga á náms- og starfsfræðslu þá mundi ekkert gerast Ef ég hefði engan áhuga á náms- og starfsfræðslu þá mundi ekkert gerast Stefnumótun í ráðgjöf vegna náms- og starfsvals ungs fólks á Akranesi Ragnhildur Ísleifs Ólafsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í

More information

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk

More information

Leiðin úr leikskóla í grunnskóla og þátttaka í hönnun og smíði; vegferð tveggja fatlaðra drengja

Leiðin úr leikskóla í grunnskóla og þátttaka í hönnun og smíði; vegferð tveggja fatlaðra drengja Leiðin úr leikskóla í grunnskóla og þátttaka í hönnun og smíði; vegferð tveggja fatlaðra drengja Ásgerður Inga Stefánsdóttir og Steinunn Björt Óttarrsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu

More information

Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga

Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Elín Blöndal, lögfræðingur, Háskóli Íslands Útdráttur

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Áherslur og valdatengsl í samstarfi starfsfólks og foreldra í leikskólum

Áherslur og valdatengsl í samstarfi starfsfólks og foreldra í leikskólum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Arna H. Jónsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Áherslur og valdatengsl í samstarfi

More information

Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda. Helga Sigurðadóttir Valentina H.

Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda. Helga Sigurðadóttir Valentina H. Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda Helga Sigurðadóttir Valentina H. Michelsen Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í Þroskaþjálfaræði

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun

Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun Greinin fjallar um eigindlega rannsókn sem beinist

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Viðhorf til náms: Um samþættingu skóla- og frístundastarfs

Viðhorf til náms: Um samþættingu skóla- og frístundastarfs Uppeldi og menntun 23. árgangur 1. hefti 2014 KOLBRÚN Þ. PÁLSDÓT TIR MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Viðhorf til náms: Um samþættingu skóla- og frístundastarfs Viðhorfsgreinarnar sem birtast í þessu

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson

Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Eru unglingar

More information

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði?

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 71-82 71 Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Anna Guðrún Edvardsdóttir Náttúrustofa Vestfjarða Í þessari grein er fjallað um niðurstöðu rannsóknar

More information

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Hafdís Guðjónsdóttir starfendarannsókna Ólíkar leiðir við gagnaöflun Í greininni er kynnt samantekt á ýmsum aðferðum við gagnaöflun

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

M E N N T U N O G L Ý Ð R Æ Ð I

M E N N T U N O G L Ý Ð R Æ Ð I INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR M E N N T U N O G L Ý Ð R Æ Ð I Í upphafi síðustu aldar ákváðu fjórir verkamenn í Reykjavík að stofna menningarfélag fyrir unga menn. Einn þessara manna var langafi minn; Pjetur

More information

Áfallaáætlanir í Fjarðabyggð

Áfallaáætlanir í Fjarðabyggð Áfallaáætlanir í Fjarðabyggð Stuðningur við grunnskólanemendur Sigríður Ósk Atladóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Áfallaáætlanir í Fjarðabyggð Stuðningur við grunnskólanemendur Sigríður

More information

Á ég virkilega rödd?

Á ég virkilega rödd? Á ég virkilega rödd? Hver er upplifun foreldra barna á einhverfurófinnu af menntastefnunni skóli án aðgreiningar? Guðrún Ása Jóhannsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Á ég virkilega

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir ART á Suðurlandi Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins Júlí 2009 Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir Efnisyfirlit Yfirlit um helstu niðurstöður... 2 Inngangur... 4 ART á Suðurlandi... 4 ART

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð Þróunarverkefni í leikskólanum Hæðarbóli veturinn 2015 2016 Höfundur: Hjördís Braga Sigurðardóttir Efnisyfirlit Inngangur... 2 Markmið verkefnisins...

More information

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut 2004 Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Sif Jóhannsdótti Lokaverkefni í kennaradeild 1 Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut Akureyri, Apríl

More information

Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál um stöðu þess 7. júní 2013

Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál um stöðu þess 7. júní 2013 1/16 Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál um stöðu þess 7. júní 2013 Inngangur Hinn 7. júní 2011 voru lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls (nr. 61/2011) staðfest á Alþingi. Með lögunum

More information

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja

More information

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Fjölmenning og börn Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Fjölmenning og börn

More information

EFNISYFIRLIT. Blað Barnaheilla Ársrit júní Útgefandi: Barnaheill Save the Children á Íslandi. Ritstjóri: Aldís Yngvadóttir

EFNISYFIRLIT. Blað Barnaheilla Ársrit júní Útgefandi: Barnaheill Save the Children á Íslandi. Ritstjóri: Aldís Yngvadóttir 2018 EFNISYFIRLIT Blað Barnaheilla Ársrit júní 2018 Útgefandi: Barnaheill Save the Children á Íslandi Ritstjóri: Aldís Yngvadóttir Ábyrgðarmaður: Erna Reynisdóttir Forsíðumynd: Bragi Þór Jósefsson tók

More information