Ráðstefnan bar heitið - FIFA World Cup The European Perspective.

Size: px
Start display at page:

Download "Ráðstefnan bar heitið - FIFA World Cup The European Perspective."

Transcription

1 Uppgjör á HM í knattspyrnu Skýrsla fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands frá UEFA ráðstefnu A-landsliðsþjálfara og fræðslustjóra í Varsjá, Póllandi september Ráðstefnan bar heitið - FIFA World Cup The European Perspective. Þátttakendur frá KSÍ voru Guðni Kjartansson aðstoðarmaður A-landsliðsþjálfara og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ. 1-3 fulltrúar allra knattspyrnusambandanna í Evrópu sóttu ráðstefnuna ásamt nokkrum vel völdum gestum. Gögn Eftirfarandi gögn voru afhent á ráðstefnunni og sum þeirra er hægt að fá lánuð á skrifstofu KSÍ. 1. Dagskrá ásamt nafnalista. 2. UEFA Champions League Technical report (bók). 3. UEFA Champions League mörkin (DVD). 4. UEFA Champions League mörkin (VHS myndband). 5. UEFA Champions League úrslitaleikurinn Bayer Leverkusen - Real Madrid, maí 2002, nákvæm leikgreining og tölfræði leiksins (CD-Rom, tölvudiskur). 6. Ten Years of UEFA Champions League, The Finals, The highlights, The dream team (VHS myndband). 7. UEFA U-21 Championship, Final round - Switzerland 2002 (VHS myndband). 8. UEFA European U-17 championship, Technical report, (Skýrsla) 9. UEFA European U-21 championship, Technical report, (Skýrsla) FIFA World Cup Korea/Japan Report and Statistics (bók) Dagskrá og niðurstöður Eftir ávörp og setningu ráðstefnunnar tók Andy Roxburgh fræðslustjóri UEFA til máls og rifjaði upp HM 2002 og útskýrði margt athyglisvert sem kom fram í þessari heimsmeistarakeppni í Kóreu og Japan. Hér kemur það helsta sem hann snerti á: Af 32 liðum í úrslitum HM 2002 voru 15 þeirra frá Evrópu og alls 16 þjálfarar þar sem Svíar hafa tvo A-landsliðsþjálfara. Átta af þessum 15 liðum hafa nú skipt um landsliðsþjálfara, en 7 landsliðsþjálfarar eru ennþá starfandi. Vinsælt er hjá flestum liðum að hafa einn eða tvo menn á nær og fjær stöng þegar verið er að verjast hornum. Athyglisvert er að heimsmeistarar Brasilíu höfðu engan mann á stöngunum í hornum. "Ég myndi setja Meistaradeildina á sama stall og Lokakeppni EM eða HM því liðin sem spila þar hafa gríðarlega getu og hafa nær alla bestu leikmennina" (Luis Figo). Það er ljóst að Meistaradeildin er síst lakari og því fengum við afhent mikið af gögnum líka úr Meistaradeildinni á ráðstefnunni.

2 Hvað skilur á milli sigurvegarans og þess sem tapar? Á þessu getustigi (eins og lokakeppni HM er) er gott að velta fyrir sér hvað skilur á milli liðanna. Hvað er það sem skilur á milli toppleikmanna? Við vitum nú þegar að líkamleg þjálfun og álag er mjög sambærilegt hjá þessum leikmönnum. Eftir að hafa setið yfir öllum leikjum HM telur tækninefnd UEFA að fyrst og fremst 5 þættir hafi skilið á milli sigurs og ósigurs jafnra liða á HM. Þessir 5 þættir voru eftirfarandi: 1. Einstaklingsframtak 2. Mistök 3. Ákvörðun dómara 4. Skyndisóknir 5. Föst leikatriði Nánari útskýringar á þessum 5 þáttum sem skilja á milli 1. Ronaldo skoraði með tánni aðþrengdur af fjórum varnarmönnum Tyrklands og það var nóg til að skilja á milli liðanna sem annars voru mjög jöfn í þessum undanúrslitaleik HM (einstaklingsframtak). 2. Rustu markvörður Tyrklands hitti boltann illa þegar hann ætlaði að sparka út og upp úr því fengu Brasílíumenn víti í leik Brasilíu og Tyrklands í Ulsan (mistök). 3. Nokkur mörk er virtust lögleg voru dæmd af Ítalíu í keppninni og umdeild atvik komu upp þar sem dómgæsla gat haft úrslitavald (ákvörðun dómara). 4. Sigurmark Senegal í opnunarleiknum gegn Frökkum var dæmi um vel útfærða skyndisókn en um 20% markana á HM komu eftir skyndisóknir. Þá sáust mjög vel skipulagðar skyndisóknir t.d. Brasilíumanna og Senegala þar sem að margir leikmenn keyrðu fram í skyndisókn á skipulagðan hátt og náðu þannig að skapa mikil vandræði fyrir vörn mótherjana. (skyndisóknir) % markanna á HM komu eftir föst leikatriði, flest þeirra eftir hornspyrnur og aukaspyrnur utan af kanti. Engin "skipulögð aukaspyrnutrix" sáust þó. (föst leikatriði). Einnig var talað um eitt atriði í viðbót en það var ákvörðun þjálfarans. Nefnt var dæmið þegar Senol Gunes landsliðsþjálfari Tyrkja tók Hakan Sukur útaf og Ilhan Mansiz eftir 67 mínútur á móti Senegal í 8 liða úrslitum. Mansiz skoraði svo gullmarkið sem tryggði Tyrkjum sigur.

3 Hvers vegna komu svona mörg lið á óvart á HM? Segja má að Tyrkland, Kórea, Senegal, Bandaríkin og Japan hafi komið skemmtilega á óvart í keppninni. Tyrkir og Senegalar spiluðu frábærlega, Guus Hiddink hafði landslið Kóreu í 4 mánaða undirbúningi fyrir keppnina sem kom sér mjög vel. Bandaríkin voru með gríðarlega góða íþróttamenn í sínu liði og menn sem voru tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn. Segja má einnig að lið eins og Frakkland, Portúgal, Argentína, Ítalía og Svíþjóð hafi einnig komið á óvart í keppninni en á neikvæðan hátt. Þessi lið annað hvort ullu vonbrigðum með tiltölulega slakri frammistöðu (Frakkland, Portúgal, Argentína) eða töpuðu fyrir liðum sem komu svo á óvart (Ítalía, Svíþjóð). Endalaust má finna afsakanir en lauslega var rætt af hverju Heimsmeistarar Frakka stóðu sig svona illa. Eftirfarandi mögulegar skýringar voru settar fram: Meiðsli Zinedine Zidane. Henry var bæði meiddur á hné og svo rekinn útaf. Senegal vissi allt um franska landsliðið og því kom þeim ekkert á óvart. Lykilmenn Frakka fengu ekki nógu mikla hvíld eftir langt og strangt leiktímabil með félagsliðum sínum. Allir vilja vinna heimsmeistarana og því leggja allir sig aukalega fram í leikjum gegn þeim. Óheppni (Frakkar áttu t.d. mikið af stangarskotum og heppni er hluti af leiknum). Skyndisóknir 20% markanna á HM voru skoruð eftir skyndisóknir. Nokkur lið byggðu upp á hefðbundnum skyndisóknum, t.d. England. Nokkuð var um að hópur leikmanna sótti fram á skipulagðan hátt um leið og bolti vannst, t.d: Brasilía og Senegal. Oft enduðu skyndisóknir með því að liðin fengu aukaspyrnu eða fast leikatriði sem gaf svo mark. Einstaklingsframtak Um 20% markanna á HM voru skoruð eftir einstaklingsframtak. Einstaklingsframtak skiptist niður í langskot, beinar aukaspyrnur, og þegar einstaklingur rekur boltann og skorar sjálfur. Stundum virtist eina leiðin til að skora vera þegar að einstaklingur tók sig til og skoraði upp á sitt einsdæmi t.d. með góðu langskoti.

4 Föst leikatriði Um 30 % markanna á HM voru skoruð eftir föst leikatriði. Flest þessara marka komu eftir hornspyrnur. Aukaspyrnur utan af kanti voru einnig mjög skeinuhættar. Nánast ekkert var um aukaspyrnutrix enda æfa liðin oft fyrir opnum dyrum og mikið af njósnurum á leikjum og erfitt að eiga leyndarmál í föstum leikatriðum. Einnig virðast þjálfarar ekki vilja eyða miklum tíma í að æfa eitthvað sem er svo bara notað einu sinni í leiknum. Leikkerfi/Leikfræði 24 lið (75%) notuðust við grunnuppstillinguna en þó með ýmsum tilbrigðum. T.d. notuðu sum lið "target" mann og hinn framherjinn var þá fljótur, duglegur og/eða skapandi leikmaður (eins konar ). Hin 8 liðin (25%) notuðust við grunnuppstillingu einnig með ýmsum tilbrigðum. Mörg lið breyttu útfrá leikkerfum sínum eftir því hvernig leikir þróuðust, hvort þau voru yfir eða undir, manni fleiri eða færri o.s.frv. Hjá sumum liðum virtist leikkerfið hannað með stjörnuleikmenn í huga, (t.d. hjá Brasilíu) og hjá öðrum virðist leikkerfið hannað eftir hvernig leikurinn þróaðist (t.d. England) eða eftir leikstíl þjálfarans (t.d. Kórea). Ættu þjálfarar að velja leikkerfi útfrá því hvaða leikmenn þeir hafa eða ætti að velja leikkerfi og svo velja leikmenn eða þjálfa leikmennina til að passa inn í leikkerfið? Þessu verða þjálfarar að svara hver fyrir sig. Segja má að algengast hafi verið að lið voru sveigjanleg og gátu aðlagað leikkerfið sitt breyttum aðstæðum. Markvarsla Markverðir eru farnir að virka eins og "sweeperar". Þeir verða að geta lesið leikinn vel og verið tilbúnir að lesa stungusendingar og hreinsa boltanum burt. Einnig er oft spilað tilbaka á þá og þá þurfa þeir að geta tekið vel á móti boltanum og skipt honum yfir á hinn kantinn. Athygli vakti að meira var um að markverðir kýldu boltann heldur en að grípa hann og eiga á hættu á að missa hann frá sér til sóknarmanna andstæðingsins. Oliver Kahn varð fyrstur markvarða til að vera kosinn besti leikmaður HM.

5 Mörkin á HM Af hverju skoraðirðu svona mikið af mörkum? - "Af því að ég skaut svo oft á markið" -Eusebio. Það er alltaf athyglisvert að skoða hvernig mörk eru skoruð í knattspyrnuleik og bera saman keppnir eins og HM, Meistaradeildina og svo Símadeildina. Það er mikilvægt fyrir þjálfara að átta sig á því hvernig mörk eru skoruð því það gefur hugmyndir um á hvað leggja ber áherslu í þjálfuninni. Af hverju ætti þjálfari t.d. að vera með mikið af skotæfingum úr kyrrstöðu fyrir utan vítateig þegar vitað er að mjög fá mörk eru skoruð svoleiðis og 90% leikmanna liðsins komast aldrei í slíka skotstöðu í leik. Skoðum staðreyndirnar Hversu mikilvægt er að skora fyrsta mark leiksins? Það lið sem skoraði fyrst á HM vann leikinn í 61% tilfella, gerði jafntefli í 20% tilfella og tapaði í 14% tilfella. 5% leikjanna enduðu 0-0. Í Meistaradeildinni eru samsvarandi tölur 62% líkur á sigri, 18% líkur á jafntefli, og 12% líkur á tapi. 8% leikja í Meistaradeildinni enda 0-0. Í Símadeildinni 2002 eru samsvarandi tölur 61% líkur á sigri, 27% líkur á jafntefli og aðeins 8% líkur á tapi. 4% leikja í Símadeildinni 2002 enduðu 0-0. HM Meistaradeildin Símadeildin 02 Sigur 61% 62% 61% Jafntefli 20% 18% 27% Tap 14% 12% 8% 0-0 5% 8% 4% Það er því ljóst að það er gríðarlega mikilvægt að skora fyrsta markið í hverjum leik, sérstaklega þegar það er lítill styrkleikamunur á milli liða. (Ath. Allar tölur úr Meistaradeildinni eru frá tímabilinu ) Hvernig voru mörkin skoruð? Alls voru skoruð 161 mark á HM. 108 mörk voru skoruð úr skoti með vinstri eða hægri fæti (67%) 37 mörk voru skoruð með skalla (23%) 13 mörk voru skoruð úr víti (8%) 3 sjálfsmörk voru skoruð (2%) Samanburður á skorun marka: HM Meistaradeildin Símadeildin '02 Fjöldi marka Fjöldi leikja Meðaltal í leik Þess má geta að meðaltal skoraðra marka í leik í Símadeildinni eru 3,03 mörk í leik og alls 273 mörk á tímabili. Ef aðeins eru skoruð 2.5 mörk að meðaltali í leik í alþjóðlegum fótbolta gefur augaleið að það lið sem skorar fyrsta markið er komið í mjög góða stöðu.

6 Hvaðan voru mörkin á HM skoruð? Innan markteigsins 24.2% Á milli markteigsins og vítapunktsins 37.3% Á milli vítapunktsins og vítateigslínunnar 14.9% Fyrir utan vítateig 15.5% Víti 8.1% (18 víti voru tekin á HM, 5 þeirra voru varin, 13 fóru í netið) Af hverju eru þá skotæfingar fyrir utan teig svona algengar? Ættum við ekki að æfa okkur í að skjóta frá þeim stöðum þaðan sem mörkin koma? Hverjir skoruðu mörkin á HM? Framherjar skoruðu 54.7% markanna Miðjumenn skoruðu 32.9% markanna Varnarmenn skoruðu 10.6% markanna 1.9% markanna voru sjálfsmörk Framherjar ættu að fá fleiri skotæfingar en varnarmenn. Það er of algengt að varnarmenn fá jafnmörg skot á skotæfingu eins og framherji. Einnig er algengt að t.d. vinstri bakvörður sé að gefa fyrirgjafir frá hægri kanti í einhverjum skot og fyrirgjafaræfingum þó það gerist nánast aldrei í leik. Æfum á æfingum það sem gerist í leik! Fjöldi sendinga innan liðs áður en mark var skorað á HM: % marka fjöldi sendinga Hlutfall marka eftir fjölda sendinga Eins og sést þá voru flest mörk skoruð eftir 1-2 sendingar og svo 3-5 sendingar. Þegar leikmenn liðs hafa sent 11 sendingar á milli sín eru mjög litlar líkur á að skorað verði úr sókninni. Með hvaða líkamshluta voru mörkin skoruð á HM? % marka Hægri Vinstri Skalli líkamshluti Hlutfall marka með viðkomandi líkamshluta

7 Þessar niðurstöður sýna okkur nauðsyn þess að æfa báða fætur jafnt. Það er skorað nánast jafnmikið af mörkum með hægri og vinstri fæti, enda er tími leikmanns með boltann það naumur að yfirleitt hefur hann ekki tíma til að færa knöttinn yfir á sterkari fótinn til að skjóta á markið. 23% markanna á HM voru skoruð með skalla. Þjálfum við leikmenn nóg í að afgreiða fyrirgjafir með skalla? Mörk úr föstum leikatriðum 29% markanna á HM voru skoruð úr föstum leikatriðum 26% markanna úr Meistaradeildinni voru skoruð úr föstum leikatriðum 25% markanna úr Símadeildinni 2002 voru skoruð úr föstum leikatriðum (68 mörk) Fjórðungur marka sem skoruð eru í Símadeildinni koma upp úr föstum leikatriðum. Leggja þjálfarar á Íslandi nógu mikla rækt við að æfa föst leikatriði? (Ath. Hlutfallið gæti verið örlítið hærra í Símadeildinni þar sem mörkin voru talin upp úr Íslensk knattspyrna 2002 eftir Víði Sigurðsson en ekki skoðuð á myndbandi). Hvers vegna urðu Brasilíumenn heimsmeistarar? Hæfileikaríkir leikmenn Yfirburðatækni Spiluðu boltanum frábærlega vel á milli 2ja og 3ja manna Hraði (bæði hraði einstaklinga og hversu hratt þeir gátu spilað á milli sín). Þoldu að lenda undir (t.d. á móti Tyrkjum) Höfðu ómælda trú á sjálfum sér Áhugaverðar staðreyndir um heimsmeistarana frá Brasilíu: Þeir settu enga menn á stangirnar þegar þeir voru að verjast í hornum Þeir höfðu boltann aðeins um 50% í leikjum sínum. Viðtöl Hver var lykillinn að góðum árangri Tyrklands (3.sæti)? (Þjálfari þeirra Senol Gunes sat fyrir svörum). Tyrkir fengu mikið fjármagn inn í reksturinn fyrir nokkrum árum. Þeir seldu sjónvarpsrétt, bættu þjálfaranámskeið sín, bættu menntun og settu pening í barna- og unglingaþjálfun. Gunes sagði að það væri mikil samstaða í Tyrkneska liðinu, liðið var hungrað í árangur og mjög mótiverað. Tyrkir spiluðu undirbúningsleiki gegn svipuðum liðum og þeir lentu á móti á HM og spiluðu alla leikina 3 á útivelli. Þeir gerðu aðstæður líkar HM og voru óhræddir að gera tilraunir í undirbúningsleikjunum sínum. Liðið hefur sótt hugmyndir í smiðju Júgóslavíu, Englands og Ítalíu en hefur nú skapað sér sinn eigin leikstíl. Leikmenn eru agaðir að mati Gunes og eiga að halda sér við leikskipulag liðsins en hann sagði að margir þættir hefðu komið að árangri liðsins, ekki bara 1-2 atriði.

8 Hver var lykillinn að góðum árangri Þýskalands (2.sæti)? (Þjálfari þeirra Rudi Völler sat fyrir svörum). Þjálfarar Þjóðverja lögðu áherslu á að láta leikmenn halda að þeir væru undirbúnir fullkomlega líkamlega fyrir mótið, þó að það hafi kannski ekki verið raunin. Þetta veitti leikmönnum sjálfstraust. Væntingar voru litlar í Þýskalandi því þeim gekk illa í undirbúningsleikjunum. Þjóðverjar tóku andstæðinga sína mjög vel fyrir hvað varðar taktík og þess háttar og voru því vel undirbúnir fyrir mótið hvað það varðar. Áður en mótið hófst voru þeir nokkurn veginn búnir að ákveða hvernig þeir ætluðu að spila á móti andstæðingunum. Oliver Kahn hafði gríðarlega góð áhrif á liðið því hann spilaði ótrúlega vel. Þá munaði líka mikið um hvað Klose var duglegur að skora mörk. Þjóðverjarnir spiluðu með fjóra flata eða þrjá flata í vörninni (gátu aðlagast) og byggðu upp nýja vörn hjá landsliðinu. Þjóðverjar voru ánægðir með árangurinn, þorðu að sækja, voru gríðarlega sterkir í loftinu og í föstum leikatriðum. Dómgæslan á HM? (Pierlugi Collina dómari úrslitaleiksins á HM sat fyrir svörum). Collina sagði að undirbúningur dómara fyrir leik væri lykilatriði. Auðvitað skiptir líkamlegur undirbúningur miklu máli, að vera í góðu líkamlegu formi, en það er líka nauðsynlegt að þekkja einkenni liðanna og helstu leikmanna fyrir leikinn. Dómari þarf að geta lesið leikinn líka því hann þarf að vita hvenær má búast við langri sendingu því hann getur ekki endalaust verið að taka 50 metra spretti. Þess vegna þarf dómari oft líka að þekkja leikmenn. Collina skoðar því myndbönd af liðunum fyrir leiki þegar hann kemur því við. Hann spyr sig spurninga eins og hvort liðin spili rangstöðuvörn? Collina var 41 dag á HM en dæmdi bara 3 leiki og var tvisvar sinnum fjórði dómarinn. Hann hélt sínu líkamlega formi við á morgnana með því að æfa en horfði svo á leiki á daginn. Collina hefði viljað dæma fleiri leiki á HM. Hann einbeitti sér vel að úrslitaleiknum en samt ekki um of sagði hann. Collina sagði að það væru kannski 20 myndavélar á leik og dómarinn gerir stundum mistök sem myndavélin sér í hægri endurtekningu. Hann er samt ekki þeirrar skoðunar að nota skuli sjónvarpsmyndavélar til að dæma leikinn, hann vill hafa fótboltann eins og hann er í dag. Collina fjallaði aðeins um tilraun á Ítalíu þar sem notast var við 2 dómara en sú tilraun gafst ekki nógu vel. Honum finnst nóg að hafa einn dómara og 2 aðstoðardómara (línuverði). Aðspurður fannst honum ágætis hugmynd að skylda dómara til að fara á þjálfaranámskeið til að hjálpa dómurum að öðlast betri skilning á leiknum. Einnig lagði hann áherslu á að dómarar fengju fræðslu rétt eins og þjálfarar. Viðtal við Mick McCarthy landsliðsþjálfara Írlands. Mick McCarthy lagði mikið upp úr að byggja upp öfluga liðsheild. Hann sagði mjög góðan anda í landsliðshópnum og menn voru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan. Þegar talað er um írska liðið koma upp orð eins og liðsandi, liðsheild og baráttugleði. Hann sjálfur hlaut mikla gagnrýni heima fyrir er hann sendi Roy Keane heim, en liðið fylkti sér á bak við hann. Hann hafði þjálfað í 4 ár áður en hann varð landsliðsþjálfari og fannst sjálfum að það væri ekki nóg reynsla. Hann sagði það kost að liðið gat breytt á milli og í leikjum sínum. Þannig gat hann komið á óvart. Viðtal við Giovanni Trapattoni landsliðsþjálfara Ítalíu. Trapattoni var fremur ósáttur við árangur Ítalíu á HM þrátt fyrir góða undankeppni. Frammistaðan var verri en væntingar stóðu til. Ítalir skipuðu nefnd til að skoða hvað fór úrskeiðis hjá þeim á HM. Ítalir lentu í nokkrum meiðslum í undankeppninni og menn náðu sér stuttu fyrir mótið. Að vísu lentu flest liðin í að einhverjir lykilmenn meiddust stuttu fyrir HM. Eins má segja það sama um Ítalíu og mörg önnur landslið

9 að leikmenn voru þreyttir eftir langt ot strangt keppnistímabil með félagsliðum sínum í Evrópu. Trapattoni vildi skella skuldinni mikið á meiðsli og því að hann náði ekki að stilla liðinu almennilega upp fyrir keppnina. Þegar þú setur saman þreytu, væntingar og meiðsli hlýtur útkoman að verða neikvæð. Sjálfum fannst honum ekki mikið nýtt koma fram á HM. Hann segir þjálfun snúist um að þjálfari skapi sér sína hugmyndafræði og síðan þurfi að þjálfa og þjálfa leikmenn svo þeir nái þessari hugmyndafræði þjálfarans. Þetta sé ekki flókið. Viðtal við Roger Lemerre landsliðsþjálfara Frakklands. Lemerre taldi að það hafi vantað ferskleika í franska liðið. Þeir lentu í meiðslum þó það eitt og sér orsaki ekki slæmt gengi. Blanc, Deschamps, Pires og Zidane meiddust allir. Einnig kvartaði hann undan því að leikmenn voru of þreyttir eftir langt keppnistímabil með félagsliðum sínum. Lemerre sagði að það þýðir ekki alltaf að horfa á litla liðið. Það eru engin lítil lið lengur. Ef HM hafi sýnt okkur eitthvað þá er það að litlu löndin eru sífellt að nálgast stóru löndin og stóru löndin geta ekki bókað sigur lengur gegn litlu löndunum. Viðtal við landsliðsþjálfara Póllands. Pólverjar voru fyrstir til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM. Hvað klikkaði svo? Leikmenn voru þreyttir, sérstaklega þeir sem spiluðu mikið í undankeppninni, en þeir spilaðu líka mikið í úrslitakeppninni. Ef til vill hefði verið viturlegra eftir á að gefa óþreyttum leikmönnum meiri séns. Pólverjar töpuðu fyrstu 2 leikjunum en unnu svo Bandaríkjamenn 3-1. Pólverjar voru ósáttir við hvað Dudek spilaði illa í markinu og reyndar fleiri leikmenn liðsins, en Dudek átti að vera stjarnan í pólska liðinu. Viðtal við Morten Olsen landsliðsþjálfara Danmerkur. Morten Olsen taldi mikilvægt að fyrir þjálfara að þekkja anda og menningu (culture) leikmanna sinna. Þjálfari þarf að finna leikstíl út frá sinni hugmyndafræði og þjálfunarstíl (coaching philosophy). Morten Olsen sagðist spyrja sig þeirrar spurningar hvar hann gæti fundið leikmenn í Danmörku eins og Ronaldo, Rivaldo og Ronaldinho. Hvernig þjálfum við leikmenn svo þeir verði eins og þeir? Það eru leikmennirnir sem selja miða á völlinn. Spilar Evrópa of einhæfa knattspyrnu þar sem leikmönnum er plantað inn í leikkerfi og fá ekki að njóta hæfileika sinna, blómstra og gera óvænta hluti með frábærri einstaklingstækni eins og R-in þrjú frá Brasilíu? Morten var ánægður með frammistöðu Dana í HM og sagði það frábæra reynslu fyrir sína leikmenn að hafa spilað þar. Viðtal við Sven Göran Erikson landsliðsþjálfara Englands. Sven Göran taldi það frábæra og í raun ómetanlega reynslu fyrir leikmenn sína að spila á HM. Hann sagði England hafa orðið heimsmeistara ef þeir hefðu spilað jafnvel í seinni hálfleik og þeir gerðu alltaf í þeim fyrri. Allir seinni hálfleikir enska liðsins voru lélegir á HM. Sven Göran taldi að leikmenn sínir væru ekki í nógu góðu líkamlegu ásigkomulagi og að þeim vanti meiri hvíld. Hann sagði að litlu liðin komu á óvart á mótinu og Kórea hafi spilað frábærlega vel. Brasilía og Þýskaland hafi hugarfar sigurvegarans. Hann sagði að það þyrfti að breyta fyrirkomulaginu í ensku úrvalsdeildinni og gefa jólafrí og e.t.v. stytta tímabilið eða fækka leikjum til að lengja hvíld leikmanna fyrir svona keppni.

10 Viðtal við Lars Lagerback landsliðsþjálfara Svía. Einu meiðslin sem Svíar lentu í voru meiðsli Patrik Anderson. Leikmenn Svía voru í mjög góðu líkamlegu formi og hlupu yfirleitt meira en andstæðingurinn. Þeim tókst að loka vel svæðum og Lars sagði að það hentar Svíum vel að spila á móti Englendingum því þeir spili alltaf illa í seinni hálfleik, haldi ekki út leikina. Svíar þekktu lið Englands mjög vel. Svíarnir geta verið ánægðir með árangur sinn enda komust þeir upp úr dauðariðlinum en töpuðu fyrir Senegal í 16 liða úrsltum eftir framlengingu. Viðtal við Philippe Troussier landsliðsþjálfara Japan. Erfiðleikar Philippe Troussier fólust í því að hann varð að tala í gegnum túlka. Hann lærði ekki japönsku og leikmenn hans töluðu ekki ensku. Hugarfar/menning japana snýst mikið um heiður, stolt og virðingu. Því sýndu leikmenn honum strax mikla virðingu og voru tilbúnir til að hlusta og læra. Þá skorti hins vegar reynslu. Atvinnumannadeildin hjá þeim er að styrkjast og töluvert er af efnilegum leikmönnum en japönsk knattspyrna er svolítið einangruð. Frábær aðstaða er til knattspyrnu í Japan og nokkuð um góða þjálfara. Því miður eru aðeins 2-3 leikmenn Japan að spila í Evrópu. Aðspurður hvað Evrópuþjóðirnar gætu lært af Asíuþjóðunum sagði hann að það væri sín skoðun að Evrópubúar geti ekki lært mikið meira í tækni og leikskipulagi. Lokaorð Það er von mín að þessi samantekt og hugleiðingar um heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu nýtist ykkur þjálfurum sem mest í starfi. Þó að hér á Íslandi sé ekki spiluð knattspyrna í sama gæðaflokki og í heimsmeistarakeppninni þá er samt hægt að draga mikinn lærdóm af þeim bestu í heimi í okkar íþrótt. Ég ákvað að sameina þessa skýrslu um heimsmeistarakeppnina við skýrslu um ráðstefnu A-landsliðsþjálfara og fræðslustjóra knattspyrnusambandanna innan Evrópu ykkur til upplýsingar. Gaman væri að fá svör og hugleiðingar frá ykkur þjálfurum um þessa skýrslu eða annað sem þið teljið vert að koma á framfæri. Ég minni ykkur á að KSÍ býður þjálfurum upp á myndbandsspólur og bækur að láni án endurgjalds og lista yfir fræðsluefnið má sjá á heimasíðu KSÍ. Vinnið störf ykkar af fagmennsku og heilindum og leitið endilega til mín ef ég get aðstoðað ykkur. Gangi ykkur vel í starfi. Knattspyrnukveðjur, Sigurður Ragnar Eyjólfsson Fræðslustjóri KSÍ

11 Heimildir 2002 FIFA World Cup Korea/Japan - Technical report and statistics, gefin út af tækninefnd FIFA, A team and goal analysis of the World Cup 2002 in soccer - fyrirlestur Pekka Luhtanen á norrænni ráðstefnu knattspyrnuþjálfara í Eerikkila, Finnlandi desember Fyrirlestrar á UEFA ráðstefnu A-landsliðsþjálfara og fræðslustjóra í Varsjá, Póllandi september 2002.

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Skýrsla fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands frá norrænni þjálfararáðstefnu í Eerikkila, Finnlandi desember 2002

Skýrsla fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands frá norrænni þjálfararáðstefnu í Eerikkila, Finnlandi desember 2002 Skýrsla fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands frá norrænni þjálfararáðstefnu í Eerikkila, Finnlandi 10-13 desember 2002 Ráðstefnan bar heitið - The Nordic Football Coaches Seminar Þátttakendur frá

More information

Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014

Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014 Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014 Höfundar: Sverrir Óskarsson Arnar Bill Gunnarsson Guðmundur Brynjólfsson Ráðstefna í Philadelphiu í USA Ráðstefna amerísku þjálfarasamtakana, sem stóð

More information

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu.

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu. Þjálfararáðstefna NSCAA (National Soccer Coaches Association of America) 13.-17.janúar 2010 Undirritaður sótti árlega þjálfararáðstefnu Bandaríska þjálfarasambandsins dagana 13.-17. Janúar 2010. Með í

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Heimsókn til Florida State University og IMG Academy

Heimsókn til Florida State University og IMG Academy Heimsókn til Florida State University og IMG Academy Dagana 28. mars til 6. apríl 2012 heimsótti undirritaður knattspyrnuleið Florida State University og IMG Academy í Flórída. Til þess naut ég ferðastyrks

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Lokaverkefni í íþróttafræði BSc

Lokaverkefni í íþróttafræði BSc BAKGRUNNUR KNATTSPYRNUMANNA Á ÍSLANDI: RANNSÓKN Á LEIKMÖNNUM Í PEPSI DEILD, 1. DEILD OG 2. DEILD Kristján Gylfi Guðmundsson og Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2012 Höfundur/höfundar:

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Spilað í gegnum sársaukann

Spilað í gegnum sársaukann Spilað í gegnum sársaukann Eigindleg rannsókn á íslenskum knattspyrnumönnum Matthías Björnsson Lokaverkefni til BA gráðu í félagsfræði Félagsvísindasvið Spilað í gegnum sársaukann Eigindleg rannsókn á

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

KARFAN TÍMARIT KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KR ÚRSLITAKEPPNIR 2018 KR KARFAN 1

KARFAN TÍMARIT KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KR ÚRSLITAKEPPNIR 2018 KR KARFAN 1 KARFAN TÍMARIT KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KR ÚRSLITAKEPPNIR 2018 KR KARFAN 1 2 KR KARFAN Kæru KR-ingar Þegar sólin tekur að hækka á lofti kemur að skemmtilegasta tímanum í körfuboltanum, úrslitakeppninni.

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar

Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar Leifur Óskarsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2015 Höfundur: Leifur Óskarsson Kennitala: 130889-2209 Leiðbeinendur: Kristján

More information

Efnisyfirlit. Æfingar - Peter Knäbel Yves Débonnaire Dany Ryser 40. Samantekt 42. Bókalisti 43. Þakkir Myndasafn...

Efnisyfirlit. Æfingar - Peter Knäbel Yves Débonnaire Dany Ryser 40. Samantekt 42. Bókalisti 43. Þakkir Myndasafn... Efnisyfirlit Formáli... 3 Hansruedi Hasler Fræðslustjóri knattspyrnusambands Sviss..... 4 Markus Frie - Aðalþjálfari Grasshoppers..... 12 Peter Knäbel Yfirþjálfari barnaþjálfunar í FC Basel... 17 Yves

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna ÁNÆGJUVOGIN Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna Haust 2009 Ágæti lesandi Leiðarvísir þessi er hugsaður sem hjálpargagn við íþróttaþjálfun barna og ungmenna. Hann byggir á grunnstefnu

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Leikir sem kennsluaðferð

Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands- Menntavísindasvið Vorönn 2009 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Leikir sem kennsluaðferð -Námsmappa- Særós Rannveig Björnsdóttir Kt:180582-4019 Tinna Ósk Þorvaldsdóttir

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað PIPAR\TBW fyrst&fremst fimmtudagur

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

GOLF SKYNSEMI MEÐ EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS

GOLF SKYNSEMI MEÐ EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS GOLF MEÐ SKYNSEMI EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS Þýtt og staðfært: Þorsteinn Svörfuður Stefánsson Myndir: GSÍ/Haukur Örn Birgisson Hönnun/umbrot: HBK/Leturval Prentun: Oddi hf. Útgefandi: Golfsamband

More information

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Anna Egilsdóttir 080781-3269 ane8@hi.is Sólvellir 19 600 Akureyri 1 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 45. tbl 4. árg. fimmtudagur 5. desember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Jólahádegistónleikar Fabrikkunnar

More information

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna Útdráttur Ritgerð þessi hefur að geyma rannsóknarniðurstöður úr könnuninni Líkamsþjálfun knattspyrnumanna sem send var til allra knattspyrnuþjálfara í efstu deildum karla og kvenna. Markmiðið með könnuninni

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

16. árgangur, 2. hefti, 2007

16. árgangur, 2. hefti, 2007 16. árgangur, 2. hefti, 2007 KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLA ÍSLANDS OG HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UPPELDI OG MENNTUN 16. árgangur, 2. hefti 2007 ISSN 1022-4629-74 Ritnefnd: Trausti Þorsteinsson

More information

Leikir sem kennsluaðferð

Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands Leikskólabraut, fjarnám 8. misseri, vor 2009 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson og Ása Helga Ragnarsdóttir Leikir sem kennsluaðferð Jóhanna Fjóla Kristjánsdóttir Kt.

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt

Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt Katrín Ósk Ómarsdóttir og Kristjana Jóhannsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Sara M. Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Þeir vilja ekki leika, bara tala

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Velgegni á prófum hefst löngu áður en að prófinu sjálfu kemur. Hún er fyrst og fremst falin í góðum námsvenjum og ástundun náms. Það er misjafnt hvaða skoðun fólk

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

Jesús Kristur eða Jesús Navas:

Jesús Kristur eða Jesús Navas: Jesús Kristur eða Jesús Navas: Getum við lagt knattspyrnu að jöfnu við trúarbrögð? Runólfur Trausti Þórhallsson Maí 2016 Jesús Kristur eða Jesús Navas: Getum við lagt knattspyrnu að jöfnu við trúarbrögð?

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA-gráðu

More information

Alþjóðasamskipti Japan og framtíðarhlutverk

Alþjóðasamskipti Japan og framtíðarhlutverk Hugvísindasvið Alþjóðasamskipti Japan og framtíðarhlutverk Egill Helgason Ritgerð til B.A prófs í japanskt mál og menning Egill Helgason Ágúst 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Japanskt mál og menning

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Átök, erjur og samvinna

Átök, erjur og samvinna Fjármálatíðindi 53. árgangur fyrra hefti 2006, bls. 43-60 Framlag Robert Aumann og Thomas Schelling til leikjafræða: Átök, erjur og samvinna Grein af vef Nóbelsstofnunarinnar í þýðingu Sveins Agnarssonar

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

Viðhorf formanna knattspyrnudeilda til Pepsi-deild karla á Íslandi

Viðhorf formanna knattspyrnudeilda til Pepsi-deild karla á Íslandi BSc í Íþróttafræði Viðhorf formanna knattspyrnudeilda til Pepsi-deild karla á Íslandi Maí, 2017 Höfundur: Davíð Sævarsson Kennitala: 221090-2849 Leiðbeinendur: Birnir Egilsson og Margrét Lilja Guðmundsdóttir

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information