Skýrsla fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands frá norrænni þjálfararáðstefnu í Eerikkila, Finnlandi desember 2002

Size: px
Start display at page:

Download "Skýrsla fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands frá norrænni þjálfararáðstefnu í Eerikkila, Finnlandi desember 2002"

Transcription

1 Skýrsla fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands frá norrænni þjálfararáðstefnu í Eerikkila, Finnlandi desember 2002 Ráðstefnan bar heitið - The Nordic Football Coaches Seminar Þátttakendur frá KSÍ voru Atli Eðvaldsson A-landsliðsþjálfari, Ólafur Þórðarson U-21 landsliðsþjálfari, Magnús Gylfason U-17 landsliðsþjálfari og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ. Ráðstefnuna sóttu 5 fulltrúar frá Færeyjum og Danmörku, 6 fulltrúar frá Noregi og Svíþjóð og 20 fulltrúar frá Finnlandi. Alls voru því um 50 þátttakendur á ráðstefnunni. Gögn Eftirfarandi gögn voru afhent á ráðstefnunni og þau er hægt að nálgast hjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni fræðslustjóra á skrifstofu KSÍ. 1. Dagskrá ásamt nafnalista. 2. Hæfileikamótun á Íslandi (Player Development in Iceland)- glærur á ensku úr fyrirlestri Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar fræðslustjóra KSÍ. 3. Hæfileikamótun í Noregi - glærur af fyrirlestri á ensku. 4. Hæfileikamótun í Færeyjum - glærur af fyrirlestri á ensku og dönsku. 5. Hæfileikamótun í Finnlandi - glærur af fyrirlestri á ensku 6. Hæfileikamótun í Svíþjóð - glærur af fyrirlestri á ensku. 7. Hæfileikamótun í Danmörku - glærur af fyrirlestri á ensku og dönsku 8. Tölfræðiskýrsla Finna frá HM 2002 (A team and goal analysis of the World Cup 2002 in soccer) eftir Pekka Luhtanen- glærur af fyrirlestri á ensku 9. Kynning á norsku bókinni Ferdighetsutvikling i Fotball eftir Andreas Morisbak fræðslustjóra norska knattspyrnusambandsins - glærur af fyrirlestri á ensku. 10. Ferdighetsutvikling í fotball eftir Andreas Morisbak, fræðslustjóra norksa knattspyrnusambandsins - bók á norsku. 11. Kynning á Multisports þjálfaraforritinu - glærur af fyrirlestri á ensku. 12. Kynning Finna á F.U.N. project (átaksverkefni Finna til að laða stúlkur að knattspyrnunni) - glærur af fyrirlestri á ensku. 13. Fair Play Kids (Fodboldsjov) - fræðslubæklingur/sögubók fyrir börn og fullorðna útgefinn af danska knattspyrnusambandinu - á dönsku. 14. Leið norska kvennalandsliðsins á HM - glærur af fyrirlestri á ensku. 15. Undirbúningur Finna fyrir úrslitakeppni HM U-17 sem verður haldin í Finnlandi glærur af fyrirlestri á ensku æfingar frá hverri þjóð sem voru hugsaðar sem hugmyndir að æfingum fyrir unga og efnilega leikmenn (15-16 ára). Þessi gögn eru á ensku, dönsku, norsku og sænsku. Dagskrá og þátttakendur Ráðstefnan stóð yfir í 2 heila daga og 2 hálfa daga (10-13.desember 2002). Allar þjóðirnar sendu einhvern ábyrgan fyrir fræðslustarfinu hjá sínu sambandi og allar þjóðirnar sendu líka nokkra landsliðsþjálfara á ráðstefnuna. Finnar sendu eðlilega flesta á ráðstefnuna. Eftir setningu og kynningu á dagskránni tóku fyrirlestrarnir við

2 hver af öðrum frá 9 á morgnana til á kvöldin og eftir það var sameiginlegur kvöldverður. Þá gafst mönnum einnig tækifæri til að fara í gufu og dagskráin var tvisvar brotin upp og farið í fótbolta. Það tókst mjög vel. Bæði var um bóklega og verklega fræðslu að ræða frá hverri þjóð. Fyrir hönd Íslands flutti Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ bóklegan fyrirlestur um hæfileikamótun og þjálfun ungra leikmanna á Íslandi en verklega hlutann leystu íslensku þátttakendurnir sameiginlega með glæsibrag. Mismikið var á fyrirlestrunum að græða eins og gengur, en ég hef ákveðið að reyna að draga saman aðeins það mikilvægasta frá hverri þjóð. Áhugasamir geta svo fengið afrit af gögnunum vilji þeir vita meira um einhver ákveðin atriði. Það athyglisverðasta frá hverri þjóð Færeyjar Færeyingar veltu fyrir sér spurningunni hvort það borgi sig fyrir þá að setja mikinn pening í þjálfun ungra leikmanna því knattspyrnusambandið fær það fjármagn kannski aldrei tilbaka. Lítið er um fjármagn, styrktaraðila og áhorfendur í Færeyjum, en þar búa aðeins manns skráðir leikmenn í Færeyjum eða 10% þjóðarinnar. Þeir halda úti eftirfarandi landsliðum: A, U-19, U-17, U14, A-kvenna og U19 kvenna. Athyglisvert að þeir eru ekki með U-21 árs lið en það fannst íslensku þátttakendunum furðulegt því félög erlendis sækjast nær eingöngu eftir ungum og efnilegum leikmönnum og þetta er gríðarlega mikilvægur aldur fyrir knattspyrnumenn. Þarna eru Færeyingar líklega að gera mistök. Knattspyrnan er áhugamál, jafnvel fyrir bestu leikmenn þeirra, aðeins 2-3 leikmenn að spila erlendis. Færeyingar voru með athyglisverða tölfræði um hvað þeir eyða peningunum sínum í, þ.e. hvað þeir borga mikið í þjálfaramenntun per iðkanda, dómgæslukostnað, stjórnunarkostnað, kostnaður við landslið per iðkanda o.s.frv. Þetta gæti verið athyglisvert fyrir okkur að skoða á Íslandi. Keppnistímabilið í Færeyjum nær frá apríl til október og þeir eru með 18 gervisgrasvelli og 2 grasvelli sem eru fyrir alþjóðaleiki. Þetta er töluvert mikið en því má ekki gleyma að allir flokkar hvers félags æfa á gervigrasinu og ekki á grasi. Það er c.a. 1 gervigrasvöllur á hvert félag í Færeyjum (19 félög). 10 lið spila í efstu deild í Færeyjum og færeyska sambandið hefur 3 fastráðna starfsmenn í fullu starfi. Aðeins einn FIFA umboðsmaður starfar í Færeyjum. Öll landslið Færeyja spila sama leikkerfið (4-4-2). Það er spurning hvort Ísland ætti að taka upp þá hugmynd, eða a.m.k. ræða hana. Það er ljóst að það eru bæði kostir og gallar við þá hugmynd en þeir myndu koma betur í ljós ef haldin yrði fundur með öllum landsliðsþjálfurunum. Síðustu 5 ár hafa Færeyingar tekið miklum framförum og bilið milli þeirra og stóru þjóðanna er stöðugt að minnka. Markmið unglingalandsliða Færeyja er að halda úti liði sem þorir að spila boltanum (liggur ekki bara í vörn heldur þorir að sækja) og að liðin nái að skila upp 1-2 A landsliðsmönnum á hverju ári. Einnig er það markmið hjá þeim að hver einstakur leikmaður fái að nota sköpunargleði sína í leiknum.

3 Noregur Norðmenn vilja með grasrótarstarfsemi sinni fá eins marga og hægt er til að byrja að æfa knattspyrnu og halda þeim sem iðkendum eins lengi og mögulegt er. Aðalmarkmið þeirra með yngri landsliðunum er að búa til toppleikmenn í samvinnu við norsk félagslið, leikmenn sem munu hjálpa A-landsliðinu að ná markmiðum sínum. Norðmenn töluðu um mikilvægi þess að vera meðvitaðir um að leikmenn springa út á mismunandi tíma. Riise hjá Liverpool var nefndur sem dæmi um mann sem sprakk mjög snemma út á meðan Solskjær hjá Manchester United var lengur að ná í landsliðsklassa. Þetta settu þeir upp í athyglisvert línurit þar sem hægt er að skoða hvenær menn eru að springa út. Norðmenn hafa að eigin sögn verið að sveiflast á milli tækni og taktík í sinni þjálfun undanfarin ár. Sum árin hefur mjög mikil áhersla verið lögð á tækni en svo hefur verið breytt yfir í þjálfun í taktík. Norðmenn eyddu svo miklum tíma í að kynna bók sem fræðslustjóri þeirra er höfundur að og heitir Ferdighetsutvikling i Fotbal. KSÍ var gefið eitt eintak af bókinni og er hægt að fá hana lánaða á skrifstofu KSÍ. Norðmenn ræddu einnig um æfingar og leiki kvennalandsliðs þeirra fyrir úrslitakeppni HM Athyglisvert er að leikmenn voru 90 daga samanlagt í æfingabúðum, vináttuleikjum og í leikjum í undankeppninni. Norska kvennalandsliðið leggur áherslu á föst leikatriði, skyndisóknir, að loka svæðum og að leikmenn séu í góðu formi, geti hlaupið mikið. Landsliðskonur eru látnar æfa líka með karlaliðum. Þess má geta að Ásthildur Helgadóttir knattspyrnukona ársins mætti á nokkrar æfingar með meistaraflokki karla hjá KR í sumar og haust og mættu fleiri landsliðskonur taka sér hana til fyrirmyndar þar sem stelpurnar okkar í A-landsliðinu fá ekki nógu mikið af leikjum á keppnistímabilinu þar sem er hátt tempó. Ísland Á Íslandi búa manns eru skráðir leikmenn í knattspyrnu (6.8% þjóðarinnar). Knattspyrna er langvinsælasta íþróttagreinin á Íslandi. Þessar tölur telja ekki leikmenn sem spila knattspyrnu utan félaga á Íslandi, með fyrirtækjum eða t.d. í utandeildinni (50 lið). Það er ljóst að miklu fleiri stunda knattspyrnu heldur en bara þeir sem eru skráðir leikmenn. Á Íslandi eru um 90 félög og 750 lið. Við eigum 43 atvinnumenn og þar af eru 28 þeirra leikmenn sem eru reglulega í 16 manna hópi í sínu liði. Keppnistímabilið á Íslandi er að lengjast með tilkomu keppnishalla sem eru nú orðnar 4 alls. Í fyrsta skipti hefst Reykjavíkurmótið í janúar í meistaraflokki þannig að það má segja að tímabilið hafi nú þegar lengst töluvert. Þjálfarar þurfa að átta sig á breyttum aðstæðum og breyta þjálfun á undirbúningstímabilinu og aðlaga hana að þessum breyttu aðstæðum. Þjálfun hæfileikaríkra leikmanna fer mestmegnis fram hjá félögum landsins sem standa sig mörg hver mjög vel í að hlúa að þeim. Það er unnið mjög öflugt starf í félögunum. KSÍ býður efnilegum og bestu leikmönnunum upp á eftirfarandi: Knattþrautir KSÍ, Knattspyrnuskóla KSÍ á Laugarvatni, úrtökumót, U-15 hópur, U-17, U-19, U-21 og A-landslið.

4 U-21 og A-landslið útiloka þó ekki leikmenn sem hafa ekki verið valdir í U-17 og U-19. Dæmi: Eyjólfur Sverrisson (66 leikir/10 mörk), Hermann Hreiðarsson (45/2) og Tryggvi Guðmundsson (28/8) léku aldrei fyrir U-17 eða U-19. Nokkur gróska er í byggingu svokallaðra battavalla víðsvegar um landið í nágrenni skóla. Þetta er líka bylting í aðstöðu fyrir börn og unglinga til að stunda knattspyrnu allan ársins hring. Ljóst er að þjálfarar á Íslandi þurf að að endurskoða þjálfunaraðferðir sínar vegna bættrar aðstöðu og þó allir hagnist á þessari bættu aðstöðu, þá eru það börn sem eru að hefja knattspyrnuiðkun í dag sem munu græða mest á henni. Fjármagn, lega landsins, fámenni þjóðarinnar og veðurfar á Íslandi (stutt keppnistímabil) gera okkur erfitt fyrir í að ná toppárangri í knattspyrnu. Kostir okkar eru vel menntaðir þjálfarar, bætt aðstaða, gott starf í félögum landsins og að leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri. Metnaður þjóðarinnar er mikill. Í framtíðinni verður keppnistímabilið væntanlega lengt á Íslandi, þjálfaramenntun verður aukin og gerðar kröfur á því sviði. Knattspyrnuhreyfingin má ekki sofna á verðinum heldur vinna stöðugt að því að fá fleiri iðkendur og halda knattspyrnunni á toppnum sem íþróttagrein númer 1. Svíþjóð Svíar vilja leggja áherslu á að hlúa að ungum og efnilegum leikmönnum. Þeir hafa ára gamla drengi sem iðka knattspyrnu. Hvert félag á að hafa uppeldisáætlun fyrir leikmenn sína og góð samvinna á að vera á milli þjálfara flokkanna með hagsmuni leikmannsins í fyrirrúmi (t.d. til að passa upp á of mikið álag fyrir unga og efnilega leikmenn). Svíar vilja að leikmennirnir sé að æfa mínútur á dag og fái leiki á ári sem er töluvert mikið. Svíar vilja laga þjálfun sína því þeim þykir þjálfun barna í Svíþjóð líkjast um of þjálfun fullorðinna. Svíar þurfa líka að bæta aðstöðu sína því það er t.d. engin knattspyrnuhöll í Stokkhólmi en þar spila 3 úrvalsdeildarlið. Hæfileikaríkur leikmaður að mati Svía er leikmaður sem hefur góða tækni, mikinn hraða, skilur/les leikinn vel og hefur réttan persónuleika/karakter. Jafnframt þarf hæfileikaríki leikmaðurinn að vera tilbúinn til að leggja á sig miklar æfingar til að þróa hæfileika sína. Svíar vilja vinna að því að breyta viðhorfum yngri flokka þjálfara sem leggja of mikla áherslu á að vinna leiki og mót í stað þess að einbeita sér að því að hjálpa leikmönnunum að bæta færni sína. Svíar vilja auka fræðslu til leikmanna svo þeir sjálfir geti tekið ábyrgð á framförum sínum og þjálfun. Enginn leikmaður ætti að spila leik tvo daga í röð heldur ætti alltaf lágmark einn hvíldardagur að vera á milli leikja.

5 Danmörk Danir eru með U16, U17, U-18, U19, U20 og U-21 unglingalandslið. Danir leita eftir eiginleikum í fari ungra leikmanna sem er erfitt að þjálfa. Þetta er sniðug hugmynd að mörgu leyti en ekki gallalaus. Erfitt að þjálfa Knattmeðferð Hæfileiki til að lesa leikinn Hraði með boltann Hraði Alhliða samhæfing Hæfileiki til að skora mörk Yfirsýn Skynjun á tíma og rúmi Líkamlegt hugrekki Hugarfar sigurvegarans Reiðubúinn að taka áhættu Reiðubúinn að taka breytingum aggressiveness general view Stressstability Auðvelt að þjálfa Spyrnugeta Móttaka á bolta Sköllun Rekja bolta Geta til að tækla Fyrsta snerting Sendingar og völdun Fótboltasamhæfing Hreyfigeta Einbeiting Þolinmæði Hugrekki til að taka ákvarðanir Ábyrgðarskyn Úthald Snerpa Loftháð þol Líkamsstyrkur Að sigrast á sjálfum sér Það er ljóst að hugmyndin er ágæt að skipta niður þeim eiginleikum sem erfitt er að þjálfa og auðvelt er að þjálfa en við verðum að fara varlega með að útiloka leikmenn í jafn fámennum hóp leikmanna og við höfum á Íslandi. Þar að auki er ljóst að það er hægt að þjálfa öll atriðin vinstra megin í dálkinum en þó mismikið. David Beckham er dæmi um leikmann í fremstu röð og hans bestu hæfileikar eru frábærar sendingar og skot úr aukaspyrnum. Þetta eru atriði sem er auðvelt að þjálfa. Það er fullmikil að flokka leikmenn niður unga að aldri og segja þú ert hæfileikaríkur og þú ekki. Sjáum Hermann Hreiðarsson og Eyjólf Sverrisson, þeirra hæfileikar koma ekki fram fyrr en þegar þeir eru orðnir 19, 20 ára. Við þurfum að hlúa að öllum leikmönnunum okkar því við vitum ekki hverjir munu springa út í meistaraflokki. Danir kynntu einnig sniðugt eyðublað sem þeir nota til að greina hæfileika leikmanna. Þannig gefa þeir hverjum hæfileika hjá leikmanninum einkunn á bilinu 1-6 (t.d. getur leikmaður fengið einkunnina 1 fyrir úthald og 4 fyrir spyrnugetu með veikari fæti o.s.frv.). Leikmaðurinn fyllir út svona blað þar sem hann gefur sjálfum sér einkunnir og svo fyllir þjálfarinn út eins blað og svo ræða þeir saman ef það er munur á einkunnunum og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Eftir nokkra mánuði er þetta gert aftur og niðurstöður skoðaðar til að skoða bætingu. Með þessu sér þjálfarinn einnig fljótt á blaði hvaða galla leikmaðurinn þarf að laga og hverjir eru styrkleikar leikmannsins. Ég hef þýtt blaðið og það fylgir hér með. Ath. Ekki þarf að mæla alla þættina heldur er hægt að velja úr það sem þjálfarar vilja mæla. Þjálfarar geta fengið blaðið sent á tölvuformi til að breyta því eins og þeir vilja. Hafið samband á tölvupósti siggi@ksi.is til að fá þetta excel skjal sent.

6 Leikmaður: Leikstaða: Dagsetning: Leikmannsgreining Flokkur/árgangur: Matsmaður: Stig síðast: Stig núna: Eiginleikar Styrkleiki Hæfileiki Veikleiki Hæsti gæðaflokkur 6 Hár gæðaflokkur 5 Stutt í að vera styrkleiki 4 Í meðallagi 3 Þarf að lagfæra 2 Þarf að bæta mikið 1 Sendingar m. hægri Sendingar m. vinstri Langar sendingar Sköllun Skot á mark Vinnur boltann Návígi Tæklingar 1:1 varnarlega 1:1 sóknarlega Markaskorun Les leikinn Staðsetningar Hlaup án bolta Hlaup m. bolta Gabbhreyfingar Móttaka m. fæti Móttaka m. læri Móttaka m. brjósti Fyrsta snerting Auga f. samspili Snýr m. boltann Heldur bolta (skýlir) Viðbragð Hraði Loftháð þol Líkamsstyrkur Samhæfing Stökkkraftur Liðleiki Knatttækni Talandi Einbeiting Keppnisskap Sjálfstraust Þorir að sækja Reynsla Æfingasókn Annað:

7 Finnland Finnar eru með F.U.N. átaksverkefnið í gangi til að fá fleiri stúlkur til að byrja að æfa knattspyrnu. Verkefnið felur einnig í sér að auka menntun þjálfara kvenna, fá fleiri konur til að þjálfa, auka jafnrétti í íþróttum og auka markaðssetningu og athygli á kvennaknattspyrnu. Verkefnið er eins árs og styrkt af Menntamálaráðuneytinu í Finnlandi og fyrirtækjum. Finnar eru einnig með stórt verkefni fyrir börnin sem heitir All Stars (Kaikki Pelaa) og er það sniðugt verkefni sem stuðlar að því að allir fái að keppa og að aðalatriðið sér að vera með en ekki að vinna leiki og mót. Þróunin hefur breyst mikið í þessa átt líka á Íslandi og það er vel. Úrslit Heimsmeistarakeppni U17 karla verður haldin í Finnlandi Úrslit Evrópukeppni U-19 kvenna verður haldin í Finnlandi Að mati Finna ættu þjálfarar að eyða 70-80% æfingatímans í að vinna með styrkleika einstaklingsins og liðsins og 20-30% æfingastundarinnar til að bæta veikleika einstaklingsins og liðsins. Þetta er athyglisverð tölfræði og gaman væri að heyra hugmyndir þjálfara á Íslandi um þetta. Annað Kynnt var lítillega flókið þjálfaraforrit (Multisports). Forritið er öflugt tölfræðiforrit og hægt er að blanda því saman við púlstölur leikmanna í leik. Óendanlegir tölfræðimöguleikar eru í forritinu. Áhugasamir geta sent tölvupóst á til að komast að meiru um forritið og fá verð. Hvert land sýndi verklegar æfingar fyrir unga og efnilega leikmenn (15-16 ára). Þessar æfingar er hægt að nálgast hjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni fræðslustjóra KSÍ. Finnar héldu góðan fyrirlestur um tölfræðina á HM Helstu tölfræðina má sjá á heimasíðu KSÍ undir fréttum 19.desember 2002 eða með því að hafa samband við Sigurð Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóra KSÍ. Lokaorð Það er alltaf gott að sjá hvað nágrannaþjóðir okkar eru að gera í fótboltanum og við getum lært mikið af þeim eins og þær geta lært af okkur. Ráðstefna eins og þessi er því ákaflega nytsamleg, fræðandi og viðheldur góðu norrænu samstarfi. Ég vona að þessi samantekt nýtist ykkur þjálfurum eitthvað í starfi og ef einhver vill frekari upplýsingar um þessa ráðstefnu eða aðrar sem fulltrúar KSÍ hafa farið á þá hvet ég ykkur til að hafa samband. Þess má geta að þessi ráðstefna fer fram í Svíþjóð í nóvember 2003 og á Íslandi í nóvember Þá má reikna með að fleiri íslenskir þjálfarar fái tækifæri til að taka þátt. Gangi ykkur vel í starfi, Sigurður Ragnar Eyjólfsson Fræðslustjóri KSÍ

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu.

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu. Þjálfararáðstefna NSCAA (National Soccer Coaches Association of America) 13.-17.janúar 2010 Undirritaður sótti árlega þjálfararáðstefnu Bandaríska þjálfarasambandsins dagana 13.-17. Janúar 2010. Með í

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014

Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014 Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014 Höfundar: Sverrir Óskarsson Arnar Bill Gunnarsson Guðmundur Brynjólfsson Ráðstefna í Philadelphiu í USA Ráðstefna amerísku þjálfarasamtakana, sem stóð

More information

Ráðstefnan bar heitið - FIFA World Cup The European Perspective.

Ráðstefnan bar heitið - FIFA World Cup The European Perspective. Uppgjör á HM í knattspyrnu 2002 - Skýrsla fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands frá UEFA ráðstefnu A-landsliðsþjálfara og fræðslustjóra í Varsjá, Póllandi 23-25. september 2002. Ráðstefnan bar heitið

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Heimsókn til Florida State University og IMG Academy

Heimsókn til Florida State University og IMG Academy Heimsókn til Florida State University og IMG Academy Dagana 28. mars til 6. apríl 2012 heimsótti undirritaður knattspyrnuleið Florida State University og IMG Academy í Flórída. Til þess naut ég ferðastyrks

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Lokaverkefni í íþróttafræði BSc

Lokaverkefni í íþróttafræði BSc BAKGRUNNUR KNATTSPYRNUMANNA Á ÍSLANDI: RANNSÓKN Á LEIKMÖNNUM Í PEPSI DEILD, 1. DEILD OG 2. DEILD Kristján Gylfi Guðmundsson og Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2012 Höfundur/höfundar:

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

KARFAN TÍMARIT KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KR ÚRSLITAKEPPNIR 2018 KR KARFAN 1

KARFAN TÍMARIT KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KR ÚRSLITAKEPPNIR 2018 KR KARFAN 1 KARFAN TÍMARIT KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KR ÚRSLITAKEPPNIR 2018 KR KARFAN 1 2 KR KARFAN Kæru KR-ingar Þegar sólin tekur að hækka á lofti kemur að skemmtilegasta tímanum í körfuboltanum, úrslitakeppninni.

More information

Efnisyfirlit. Æfingar - Peter Knäbel Yves Débonnaire Dany Ryser 40. Samantekt 42. Bókalisti 43. Þakkir Myndasafn...

Efnisyfirlit. Æfingar - Peter Knäbel Yves Débonnaire Dany Ryser 40. Samantekt 42. Bókalisti 43. Þakkir Myndasafn... Efnisyfirlit Formáli... 3 Hansruedi Hasler Fræðslustjóri knattspyrnusambands Sviss..... 4 Markus Frie - Aðalþjálfari Grasshoppers..... 12 Peter Knäbel Yfirþjálfari barnaþjálfunar í FC Basel... 17 Yves

More information

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna ÁNÆGJUVOGIN Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna Haust 2009 Ágæti lesandi Leiðarvísir þessi er hugsaður sem hjálpargagn við íþróttaþjálfun barna og ungmenna. Hann byggir á grunnstefnu

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Anna Egilsdóttir 080781-3269 ane8@hi.is Sólvellir 19 600 Akureyri 1 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Spilað í gegnum sársaukann

Spilað í gegnum sársaukann Spilað í gegnum sársaukann Eigindleg rannsókn á íslenskum knattspyrnumönnum Matthías Björnsson Lokaverkefni til BA gráðu í félagsfræði Félagsvísindasvið Spilað í gegnum sársaukann Eigindleg rannsókn á

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Leikir sem kennsluaðferð

Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands- Menntavísindasvið Vorönn 2009 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Leikir sem kennsluaðferð -Námsmappa- Særós Rannveig Björnsdóttir Kt:180582-4019 Tinna Ósk Þorvaldsdóttir

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Útdráttur Formáli Efnisyfirlit Myndaskrá Töfluskrá Inngangur Afreksmaðurinn Hvað er afreksmaður?...

Útdráttur Formáli Efnisyfirlit Myndaskrá Töfluskrá Inngangur Afreksmaðurinn Hvað er afreksmaður?... Útdráttur Markmið þessa verkefnis var að skila frá okkur gögnum sem ungt knattspyrnufólk getur notað sér til stuðning á leið sinni til stærri afreka. Verkefnið er tvíþætt, annarsvegar fræðileg umfjöllun

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

FRAMTÍÐARSÝN 2025 AFREKSSTEFNA FRAMTÍÐARSÝN 2025 YFIRLIT

FRAMTÍÐARSÝN 2025 AFREKSSTEFNA FRAMTÍÐARSÝN 2025 YFIRLIT FRAMTÍÐARSÝN 2025 AFREKSSTEFNA FRAMTÍÐARSÝN 2025 YFIRLIT STEFNA MARKMIÐ FERLI LYKILAÐILAR Að koma íslenskum kylfingum á pall á alþjóðavettvangi Sjá til þess að einstaklingar séu lausir við meiðsli, geti

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna Útdráttur Ritgerð þessi hefur að geyma rannsóknarniðurstöður úr könnuninni Líkamsþjálfun knattspyrnumanna sem send var til allra knattspyrnuþjálfara í efstu deildum karla og kvenna. Markmiðið með könnuninni

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Gæða- og umhverfiskerfi

Gæða- og umhverfiskerfi Haustmisseri 2012 Gæða- og umhverfiskerfi Lokaverkefni Viðskiptafræði Nemandi: Anton Smári Rúnarsson, kt. 170584-3179 Leiðbeinandi: Stefán Valgarð Kalmansson 1 Samningur um trúnað Undirritaður nemandi

More information

Leikir sem kennsluaðferð

Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands Leikskólabraut, fjarnám 8. misseri, vor 2009 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson og Ása Helga Ragnarsdóttir Leikir sem kennsluaðferð Jóhanna Fjóla Kristjánsdóttir Kt.

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

REGLUGERÐ KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga

REGLUGERÐ KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga REGLUGERÐ KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga Eftirfarandi hugtök er notuð í reglugerðinni og ber að leggja nngreindan skilning í þau: 1. Iðkendaskrá KSÍ: Skrá yfir félaga í aðildarfélögum

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Viðhorf formanna knattspyrnudeilda til Pepsi-deild karla á Íslandi

Viðhorf formanna knattspyrnudeilda til Pepsi-deild karla á Íslandi BSc í Íþróttafræði Viðhorf formanna knattspyrnudeilda til Pepsi-deild karla á Íslandi Maí, 2017 Höfundur: Davíð Sævarsson Kennitala: 221090-2849 Leiðbeinendur: Birnir Egilsson og Margrét Lilja Guðmundsdóttir

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir Teikningar: Lára Garðarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Ingibjörg Valsdóttir Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt

Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt Katrín Ósk Ómarsdóttir og Kristjana Jóhannsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands Allir VINIR Forvarnir gegn einelti Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2 Efnisyfirlit Inngangur... 4 Fræðilegur bakgrunnur... 4 Undirstöður

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Lokaverkefni til B.Ed. prófs Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar Daggrós Stefánsdóttir 170184-2469 Edda Rún Gunnarsdóttir 051184-3199 Kennaraháskóli

More information

GOLF SKYNSEMI MEÐ EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS

GOLF SKYNSEMI MEÐ EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS GOLF MEÐ SKYNSEMI EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS Þýtt og staðfært: Þorsteinn Svörfuður Stefánsson Myndir: GSÍ/Haukur Örn Birgisson Hönnun/umbrot: HBK/Leturval Prentun: Oddi hf. Útgefandi: Golfsamband

More information

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda REGLURNAR GILDA FYRIR: CHESAPEAKE BAY RETRIEVER, CURLY-COATED RETRIEVER, FLAT-COATED RETRIEVER, GOLDEN RETRIEVER, LABRADOR RETRIEVER OG NOVA SCOTIA DUCK TOLLING

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítalanum

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítalanum LEAN 02 Stöðugar umbætur á Landspítalanum STARFSÁÆTLUN LANDSPÍTALA 2016 18.10.2016 2 18.10.2016 3 SAMANTEKT Offramleiðsla Óþarfa flutningar Birgðir Ónýttir hæfileikar starfsmanna Bið Óþarfa hreyfing Óþarfar

More information

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítala

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítala LEAN 02 Stöðugar umbætur á Landspítala 2 ÞEGAR LÆRT UM LEAN Offramleiðsla Óþarfa flutningar Birgðir Ónýttir hæfileikar starfsmanna Bið Óþarfa hreyfing Óþarfar aðgerðir Gallar Lean 02 PDCA og A3 Kaizen

More information

Hvað einkennir góðan leiðtoga?

Hvað einkennir góðan leiðtoga? Hvað einkennir góðan leiðtoga? Leiðtogafærni og forysta. Birgir Steinn Stefánsson Rakel Guðmundsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda-, og þroskaþjálfadeild Hvað einkennir góðan leiðtoga?

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information