Atvinnuendurhæfing: Hvað svo?

Size: px
Start display at page:

Download "Atvinnuendurhæfing: Hvað svo?"

Transcription

1 Félagsráðgjöf maí 2008 Atvinnuendurhæfing: Hvað svo? Sigrún Heiða Birgisdóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Sigrún Heiða Birgisdóttir Félagsvísindadeild Háskóla Íslands 1

2 Útdráttur Rannsóknarverkefni þetta fjallar um einstaklinga sem lokið hafa atvinnuendurhæfingu hjá Janus endurhæfingu og eru komnir út á hinn almenna vinnumarkað. Allir þátttakendurnir eru með geðröskun og höfðu verið óvinnufærir sökum þess. Flestir þátttakendanna hafa verið að vinna í um eitt ár. Leitast var eftir því að skoða hvernig þessum einstaklingum gengur að fóta sig úti í samfélaginu á ný. Tekin voru eigindleg viðtöl við sex einstaklinga, til að fá innsýn inn í aðstæður þeirra. Niðurstaðan sýndi að allir þátttakendurnir voru ánægðir með þann stuðning sem þeir fengu hjá Janus endurhæfingu, sjálfstraust þeirra jókst og þeir öðluðust trú á að þeir gætu menntað sig eða farið í vinnu. Þátttakendur náðu markmiðum sínum og endurhæfingin hjálpaði þar mjög mikið til. Lang flestum þátttakendunum gekk vel í vinnu og voru ánægðir með vinnuumhverfið. Þeir voru sammála um að viðmót á vinnustað skiptir miklu máli, stuðningur frá atvinnurekanda og starfsfélögum hefði mikið að segja til að viðhalda bata. 2

3 Þakkarorð Ég vil þakka Steinunni Hrafnsdóttur, dósent við félagsvísindadeild Háskóla Íslands fyrir þær faglegu leiðbeiningar sem hún veitti mér í verkefninu, yfirlestur, tilsögn og góðar ábendingar. Kristínu Siggeirsdóttur iðjuþjálfa og framkvæmdastjóra Janus endurhæfingar vil ég þakka fyrir góðan stuðning og hvatningu. Unni Stefaníu Alfreðsdóttur iðjuþjálfa og verkefnastjóra Janusar vil ég þakka fyrir að koma mér í samband við þátttakendur í rannsóknina og góða þjónustu. Þá vil ég þakka þátttakendum fyrir að leyfa mér að skyggnast inn í þeirra hugarheim, en án þeirra hefði rannsóknin ekki orðið að veruleika. Síðan vil ég þakka fjölskyldu minni fyrir ómetanlega þolinmæði, stuðning og skilning, án hennar hefði ég ekki náð mínu markmiði. Sigrún Heiða Birgisdóttir 3

4 Inngangur Allir geta misst vinnu sína og tengslin við samfélagið sökum slysa, veikinda eða fötlunnar. Það er ekki öllum gefið að vera fullkomlega heilbrigðir. Einstaklingar geta verið of frískir til að vera á sjúkrahúsi en of veikir til að vera á atvinnumarkaðnum. Þá geta þeir þurft á endurhæfinguhalda ásamt stuðningi og aðlögun að því umhverfi sem þeir búa í (Guðrún Áslaug Einarsdóttir, Kristín Siggeirsdóttir og Unnur St. Alfreðsdóttir, 2004). Í þessu rannsóknarverkefni verður fjallað um einstaklinga sem lokið hafa atvinnuendurhæfingu hjá Janus endurhæfingu, eru komnir út á hinn almenna vinnumarkað og hafa verið þar í nokkurn tíma. Einstaklingarnir eiga það sameiginlegt að vera með geðröskun og óvinnufærir áður en þeir sóttu endurhæfinguna. Þessir einstaklingar þurftu á samfélagslegum stuðningi að halda til að geta tekið þátt í atvinnulífinu á ný. Rannsóknaspurningarnar voru, hver var aðdragandinn að endurhæfingunni og hvað var það í henni sem hjálpaði viðkomandi að fóta sig í samfélaginu á ný? Þá vildi höfundur einnig vita hvernig einstaklingar upplifðu að fara út á vinnumarkaðinn aftur og hvernig þeir upplifa vinnuumhverfi sitt? Rannsóknir hafa sýnt að sumir einstaklingar sem hafa verið óvinnufærir eiga hættu á að detta út af vinnumarkaði aftur. Ástæður eru taldar vera vegna geðröskunar eða að einstaklingnum líður ekki vel í vinnu sinni. Talið er að fólk þurfi frekari stuðning þegar út á vinnumarkaðinn er komið til að geta haldið vinnu svo endurhæfingarmeðferðin skili frekari árangri. Í Evrópu hafa verið gerð endurhæfingarlíkön sem geta spornað við slíku (Spjelkavik og Evans, 2007). Auk þess hafa rannsóknir sýnt að einstaklingar með geðröskun samanborið við aðra einstaklinga með skerta vinnugetu eiga erfiðara með að ná árangri á vinnumarkaði (Secker, Grove, Seebohm, 2006). Höfundi fannst mikilvægt að skoða hvernig Janus endurhæfingu tókst til að koma til móts við þarfir þátttakenda þannig að þeir kæmust út á vinnumarkaðinn á ný. Einnig fannst höfundi mikilvægt að fá þátttakendur til þess að tjá sig um það sem skipti þá máli bæði í endurhæfingunni og þegar út á vinnumarkað var komið og hvaða hindranir geta verið á vegi þeirra sem feta þessi spor. Höfundur vonar að þessi rannsókn geti þróast til 4

5 frekari rannsókna sem gæti nýst einstaklingum með skerta vinnugetu, öðrum endurhæfingarstöðvum og vinnuveitendum hér landi. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar verður fjallað um heilbrigði út frá skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Fjallað verður um International Classification of Functioning, Disability and Health (ICF). ICF er alþjóðlegt greiningarkerfi sem notað er til að mæla heilsufarsástand og fötlun. Fjallað verður um örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og tíðni örorku, en mikil aukning hefur verið á öryrkjum hér á landi sem glíma við geðröskun (Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson, Stefán Ólafsson, 2007). Skoðað verður hvaða þættir það eru sem stuðla að örorku og ræddar verða hugmyndir um hvernig unnt væri að sporna við fjölgun einstaklinga í hópi öryrkja. Endurhæfing verður skilgreind samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO). Greint verður frá hugmyndafræði endurhæfingar fyrir fólk með geðsjúkdóma, atvinnuendurhæfingu, atvinnu með stuðningi og hinum ýmsu líkönum sem notuð eru í endurhæfingu. Fjallað verður um Janus endurhæfingu ehf., markmið og hugmyndafræði, auk annarra endurhæfingarúrræða sem eru í boði hér á landi, hlutverk þeirra og markmið. Vikið verður að hlutverki félagsráðgjafa í endurhæfingu. Hvernig félagsráðgjafar vinna samkvæmt siðareglum félagsráðgjafa, hvernig þeir bera sig að í geðheilbrigðismálum og út frá hvaða líkönum þeir vinna. Annar kaflinn fjallar um rannsóknaraðferðina og fræðileg sjónarhorn hennar. Gerð var eigindlega rannsókn, þar sem tekin voru opin viðtöl við sex einstaklinga sem lokið höfðu endurhæfingu hjá Janus. Flestir þátttakendurnir hafa verið að vinna í um eitt ár. Fjallað verður um markmið rannsóknarinnar, gagnasöfnun og hvernig greining gagnanna fór fram. Þátttakendum verður lýst og útskýrt verður hvernig höfundur nálgaðist þá. Þá verður vikið að takmörkunum rannsóknarinnar og siðferðilegum þáttum. Í þriðja kafla verður greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Niðurstöðurnar eru flokkaðar í þrjú þemu, en hvert þema inniheldur helstu upplýsingar sem fengust úr viðtölunum. Fyrsta þemað er stuðningur, undir þemun þar eru; stuðningur fjölskyldu, fagfólks, stuðningur í námi og stuðningur samnemenda. Annað þema er vinnan, undirþemun eru; þegar sótt er um vinnu, fékk atvinnurekandi að vita af veikindum, 5

6 vinnan fyrir endurhæfingu, sveigjanleiki í vinnu, líðan í vinnu og ef upp koma vandamál. Þriðja þemað var persónulegur ávinningur, undirþemun eru; sigrar og hvað má betur fara. Að lokum er umræðukafli þar sem helstu niðurstöður rannsóknarinnar verða dregnar saman. Niðurstöður rannsóknarinnar eru síðan tengdar við aðrar kenningar og fyrri rannsóknir. 6

7 1. Fræðilegur hluti 1.1 Hvað er heilbrigði Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er einstaklingur heilbrigður þegar hann er fullkomlega líkamlega, andlega, og/eða félagslega heill. Heilbrigður einstaklingur er ekki alltaf laus við sjúkdóma eða hrörnun. Einstaklingur er heilbrigður ef hann getur nýtt hæfileika sína, getur tekist á við álagsþætti í lífinu, er afkastamikill í vinnu og sýnir árangur og er fær um að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Einstaklingur hefur góða heilsu ef hann býr við þannig kringumstæður að hann fær að dafna og þroskast á eðlilegan hátt (World Health Organistaion, 2007) c. Þessi skilgreining vísar til þess að einstaklingurinn á rétt á friðsæld og þroska, að borin sé virðing fyrir honum hvernig sem hann er, sérkennum hans og reynslu. Þessi skilgreining á heilbrigði gengur því lengra en skilgreining hins læknisfræðilega líkans og lítur á heilbrigði sem samspil læknisfræðilegra og félagslegra þátta (Brynja Óskarsóttir, 2006) Alþjóðlegt greiningarkerfi ICF International Classification of Functioning, Disability and Health (ICF) er alþjóðlegt greiningarkerfi sem mælir heilsufarsástand, veikindi og ýmiskonar fötlun. Kerfið lítur ekki einungis á fötlun sem læknisfræðilega eða líffræðilega truflun heldur lítur það einnig á félagslega þætti sem áhrifavalda á hæfnigetu einstaklingsins. Samkvæmt ICF geta umhverfisþættir hindrað að einstaklingurinn lifi eðlilegu lífi og stuðlað að slæmri geðheilsu. Samkvæmt hugmyndafræði líkansins, er skoðað hvernig samfélagið er upp byggt og athyglinni er beint að því heilbrigða í manneskjunni (World Health Organisation, 2002) b. Tvö líkön eru innan ICF, læknisfræðilega líkanið (Medical Model) og félagslega líkanið (Social Model). Læknisfræðilega líkanið vísar til persónugerðar, sem rekja má til sjúkdóma, áfalla eða annarskonar heilsufarsástands, sem þarfnast læknisfræðilegrar íhlutunar. Fötlun í þessu líkani, kallar á læknismeðferð og viðeigandi íhlutun. Félagslega 7

8 líkanið gerir þá kröfu til stjórnvalda að skapað verði sanngjarnt umhverfi fyrir fatlaða (World Health Organisation, 2002) b. ICF kerfið byggir hinsvegar á líkani sem kallast lífsálfélagslegt líkan (Biopychosocial Model). Einstaklingurinn er þá skoðaður í víðu samhengi, út frá læknisfræðilegum sjónarmiðum sem eru; sjúkdómurinn, líkamsbyggingin og möguleikar til þátttöku, einstaklingsþáttum sem eru; kyn, aldur, sjálfshjálp (hversu fær er einstaklingurinn að sjá um sig sjálfur), félagslegum bakgrunni, menntun, félagslegri stöðu, starfsstétt, fyrri reynsla, hegðun og persónuleiki. Þá eru umhverfisþættirnir einnig skoðaðir sem eru; viðhorf samfélagsins til skerðingar, félagsleg og lagaleg uppbygging samfélagsins. Líkanið byggir því á samverkun læknisfræðilegra og sálfélagslegra þátta (World Health Organisation, 2002) b. ICF getur gefur þannig heildarsýn á heilbrigði sem getur bætt heilbrigðisþjónustu þannig að allir íbúar njóti góðs af. Kerfið gerir ekki greinamun á líkamlegri eða andlegri fötlun. Sérfræðingar, endurhæfingarstöðvar, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöðvar geta nýtt sér þetta greiningarkerfi til að bæta árangur (World Health Organisation, 2002) b. 1.2 Örorka Tryggingarstofnun ríkisins starfar samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 og lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007 (Tryggingarstofnun Ríkisins e.d.) b. Örorka vegna lífeyristrygginga er metin á grundvelli laga um almannatryggingar. Rétt til örorkulífeyris eiga þeir sem metnir eru 75% öryrkjar og eru á aldrinum ára og hafa samkvæmt mati tryggingalæknis misst 50-75% af starfsorku sinni. Einstaklingur sækir um örorkulífeyri og leggur fram vottorð frá heimilislækni. Þá fær einstaklingurinn einnig tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Tryggingalæknir metur síðan læknisfræðilegar forsendur endurhæfingarlífeyris og örorkulífeyris. Matsaðilar greina færnisskerðingu einstaklinga, ástæðu óvinnufærni, meta líkamlegar og félagslegar forsendur endurhæfingar og hvort endurhæfingarúrræði koma til greina og þá hvaða úrræði hentar hverjum og einum (Tryggingarstofnun Ríkisins, e.d.) a. 8

9 Öryrkjar eiga möguleika á að stunda launaða vinnu fyrir krónur á ári, án þess að skerða tekjutrygginguna. Það þýðir að öryrkjar geta unnið sér inn krónur á mánuði án þess að tekjutrygging örorkunnar skerðist (Tryggingarstofnun Ríkisins, e.d.) a. Nýlega voru gerðar breytingar í lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 í örorkumálum. Tekjutenging við tekjur maka var afnumin. Í júlí 2008 munu öryrkjar fá sambærilegar kjarabætur og aðrir, en þá er tekið mið á því að einstaklingur hafi örorkumat og eða sé í endurhæfingu. Öryrkjar geta farið á vinnusamninga hjá Tryggingarstofnun Ríkisins. Þeir sem ekki geta verið úti á hinum almenna vinnumarkaði vegna fötlunar eiga möguleika á að gera vinnusamning við TR. Vinnusamningurinn felur í sér að TR semur við atvinnurekendur um að ráða einstaklinga með skerta vinnugetu til starfa. Þá endurgreiðir TR hluta af launum einstaklings til atvinnurekanda. Miðað er við að einstaklingurinn hljóti greiðslur frá TR. Þannig geta fatlaðir átt möguleika á starfsþjálfun og reynslu. Endurgreiðsla ríkisins til atvinnurekanda minnkar eftir því sem einstaklingnum fer fram í starfi (Tryggingarstofnun Ríkisins, e.d.) c Endurhæfingarlífeyrir Endurhæfingarlífeyrir er metinn samkvæmt lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007. Þegar ekki er séð fyrir að einstaklingur hljóti örorkubætur eftir sjúkdóma eða slys, þá er unnt að veita einstaklingi endurhæfingarlífeyri. Einstaklingur hefur á undan fengið greidda sjúkra- eða slysadagpeninga úr almannatryggingum í um þrjá mánuði áður en hann fær endurhæfingarlífeyri. Endurhæfingarlífeyrir er greiddur í tólf mánuði, en aldrei lengur en í 18 mánuði, en einstaklingur þarf að gangast undir greiningu eða meðferð á því tímabili sem hann er á endurhæfingarlífeyri. Bótafjárhæð endurhæfingar- og örorkulífeyris er sú sama, en munurinn á endurhæfingar- og örorkulífeyri er að sjúkrahúskostnaður og meðferðir á öðrum stofnunum skerða ekki endurhæfingarlífeyririnn (Lög um félagslega aðstoð nr. 99/2007). 9

10 1.2.2 Algengi örorku á Íslandi Öryrkjum á Íslandi hefur fjölgað á síðustu árum. Einstaklingum með örorku hefur fjölgað um 6% að meðaltali á ári síðastliðin áratug. Árið 1997 voru í örorkuskrá en árið 2006 (Forsætisráðuneytið, 2007). Örorka er algengari meðal kvenna en karla á aldrinum ára líkt og í öðrum vestrænum löndum, en í yngri hópnum er örorka algengari meðal karla. Örorka er algengari meðal yngra fólks á Íslandi miðað við á hinum Norðurlöndunum en hinsvegar er örorka algengari í flestum grannríkjum okkar í eldri hópnum. Algengasta orsök örorku eru geðröskun og stoðkerfissjúkdómar hjá bæði konum og körlum (Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson, Stefán Ólafsson, 2005). Geðraskanir eru algengasta læknisfræðilega forsenda endurhæfingarlífeyris hjá bæði konum og körlum en vægi geðröskunar er meira í endurhæfingarhópnum. Lagt er áhersla á endurhæfingu þeirra sem hafa geðröskun vegna umfangs hennar (Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson, Halldór Baldursson, Haraldur Jóhannesson, 2004). Ef skoðaður er fjöldi þeirra sem haldnir voru geðröskun árið 2003 og á örorku, þá voru samtals einstaklingar, konur og karlar. Heildarfjöldi þeirra sem voru á örorkuskrá þetta ár var Þessar tölur sýna að hlutfallslega fleiri eru metnir til örorku vegna geðraskana og eru konur hlutfallslega fleiri í þeim hópi (Hagstofa Íslands, 2008) Þættir sem stuðla að örorku Atvinnuleysi getur stuðlað að örorku, en atvinnuleysi jókst frá árunum Ríkari krafa er um arðsemi fyrirtækja sem getur leitt til þess að einstaklingar sem skila minna af sér haldast síður á vinnumarkaði. Áhrif vinnumarkaðarins hefur einnig áhrif á að fólk fari á örorku. Niðurstaða úr Gallup könnun sýndi að frá árinu hafi kröfur á vinnumarkaði aukist. Vísbendingar eru um að vinnuálag hafi aukist þar sem 44% þátttakenda sögðu að vinnuálag hafi færst í aukana. Almennt er talið á Vesturlöndum að álag á vinnumarkaði hafi aukist vegna aukinnar samkeppni í umhverfi hnattvæðingar (Stefán Ólafsson, 2005). Atvinnuleysi getur stuðlað að óheilsusamlegum lífsháttum, aukinni áfengisneyslu og hreyfingarleysis. Margt hefur bent til þess að atvinnuleysi leiðir til fjárhagserfiðleika, kvíða og þunglyndis. Fjölskylduaðstæður geta versnað, og 10

11 félagslegt stuðningsnet einstaklinga getur veikst. Þegar fólk er fjárhagslega illa statt sækir það síður heilbrigðisþjónustu. Aukinn ójöfnuður getur einnig stuðlað að heilsuleysi og aukningu á dánartíðni (Sigurður Thorlacius, 2008). Hækkaður meðalaldur er einn þeirra þátta er stuðlað getur að örorku. Íslendingar lifa lengur í dag en áður og hefur meðalaldur Íslendinga hækkað undanfarin áratug sem getur átt þátt í að stuðla að örorku, en samfara hefur aukist að yngra fólkið fer í vaxandi mæli á örorku (Tryggvi Þór Herbertsson, 2005). Bættar greiningaraðferðir koma einnig þarna til, þar sem auðveldara er að greina ýmsa geðsjúkdóma og fólk þekkir betur rétt sinn til örorku í dag en það gerði áður. Aukning örorku í öðrum vestrænum löndum tengist einnig þessum þáttum (Sigurður Thorlacius og Tryggvi Þór Herbertsson, 2005). Félagsleg staða margra öryrkja er veik, margir koma úr hópi þeirra sem hafa litla menntun, einstaklingar sem vinna tiltölulega einhæf, erfið og illa launuð störf. Öryrkjar koma frekar úr verkamanna-, bænda-, eða sjómannastétt. Þeir öryrkjar sem koma úr stjórnunarstörfum eða sérfræðingastörfum eru hlutfallslega færri meðal öryrkja (Stefán Ólafsson, 2005). Algengara er að langtímaatvinnulausir og öryrkjar hafa aðeins lokið grunnskólanámi, en í hópi öryrkja er einnig að finna fólk með langskólanám. (Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytið, 2005). Menntunarstig getur þannig haft áhrif á tíðni örorku. Einstæðar mæður geta stuðlað að hærri tíðni örorku. Einstæðum mæðrum er í sumum löndum hættara við örorku en fólki úr öðrum þjóðfélagshópum (Sigurður Thorlacius, 2007). Þetta má rekja til þess að barnalífeyrir er skattfrjáls og ekki tekjutengdur eins og örorkubætur eru að öðru leyti. Telja má að einstæðar mæður sem hljóta örorkubætur vilji ekki afþakka þær nema mjög vel launuð vinna bjóðist, vegna þess að algengara er að einstæðar mæður séu með lægri laun en gengur og gerist (Stefán Ólafsson, 2005) Að sporna við fjölgun öryrkja Samkvæmt niðurstöðum OECD er þörf á frekari aðgerðum varðandi atvinnuleysistryggingar og örorkumál. Of margir fara af almennum vinnumarkaði vegna 11

12 heilsubrests og of mörgum er hafnað um vinnu vegna skertrar vinnugetu eða fötlunar. Æ fleiri á vinnualdri fara á atvinnuleysisbætur og á örorku (OECD, 2006). Hér á landi eru ýmsar hugmyndir um hvernig unnt sé að sporna við fjölgun öryrkja m.a. hugmyndir um breytingar í bótakerfinu og efla endurhæfingarúrræði Hugmyndir um breytingar í bótakerfinu Örorkumatsstaðallinn tók breytingum árið 1999, en fyrir þann tíma var örorkulífeyrir minni en atvinnuleysisbætur. Þetta þýðir að eftir breytingarnar 1999 urðu örorkubætur mun hærri en atvinnuleysisbætur og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, því getur verið freistandi fyrir fólk sem er atvinnulaust að þiggja örorkubætur í stað þess að vera á atvinnuleysisbótum, sama gildir um þá sem vinna láglaunastörf. Einstæðar mæður hafa að meðaltali lægri laun en karlar, og ná oft ekki meðallaunum Íslendinga. Talið er að einstæðar mæður sem hljóta örorkubætur sjái engan fjárhagslegan ávinning af endurhæfingu. Þarna er kerfið ekki að virka að mati Tryggva Þórs Herbertssonar. Hugmynd hans er að hafa fjárhæð atvinnuleysisbóta, fjárhagsaðstoðar sveitarfélagana, og bætur Tryggingarstofnunar ríkisins þær sömu og þá fengju allir tekjulágir einstæðir foreldrar sömu barnabætur, óháð því hvort þeir eru öryrkjar, atvinnulausir eða á lágum launum. Slíkt kerfi myndi draga úr hvata einstæðra foreldra til að sækja um örorkubætur, en hvatar eru litlir hjá þeim sem ekki eiga börn. Örorkulífeyrisþegar eiga rétt á umtalsverðum greiðslum úr lífeyrissjóði og barnalífeyririnn spilar stórt hlutverk. Endurskoða þyrfti reglur um vinnusamninga með niðurgreiddum launatekjum, auk þess að nýta atvinnurekendur í mun meiri mæli en gert er í dag (Tryggvi Þór Herbertsson, 2005) Efla og fjölga endurhæfingarúrræðum á Íslandi Stefna OECD landanna í örorkumálum hefur það að markmiði að tryggja fjárhagslega endurhæfingu, stuðla að endurhæfingu og efla forvarnarstarf. Í mörgum OECD löndum er lögð áhersla á endurhæfingu þeirra sem yngri eru í stað þeirra sem eldri eru til að veita hinum eldri betri fjárhagslegan stuðning (Tryggvi Þór Herbertsson, 2005). Þá hefur rannsókn hér á landi sýnt að meiri áhersla er lögð á endurhæfingu þeirra sem lengra eiga 12

13 eftir af starfsævinni (Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson, Halldór Baldursson, Haraldur Jóhannesson, 2004). Rannsóknir sýna að einstaklingar sem ekki hafa unnið í nokkra mánuði, eiga erfiðara með að fara aftur til vinnu þar sem dregur smám saman úr sjálfsöryggi og sjálfsbjargarviðleitni (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2005). Niðurstaða rannsóknar sem Sigurður Thorlacius og Tryggvi Þór Herbertsson gerðu, bendir til þess að fáir einstaklingar sem komnir eru á örorku fara aftur út á vinnumarkaðinn. Atvinnuþátttaka öryrkja er þannig mjög lítil miðað við atvinnuþátttöku öryrkja í nágrannalöndum okkar. Algengara er á hinum Norðurlöndunum að öryrkjar fari í endurhæfingu. Hér á landi eru 4,4% öryrkja sem fara í endurhæfingu en 39% í Noregi (Forsætisráðuneytið, 2007). Fólk sem fer á atvinnuleysisskrá á oft erfitt með að koma sér af henni aftur og sækir á endanum um örorku. Hugmynd Tryggva Þórs Herbertssonar er að, þeir sem eru atvinnulausir eða á sjúkradagpeningum fari sem fyrst í endurhæfingu og þannig væri hægt að sporna við fjölgun öryrkja. Þá væri hægt að hvetja þá sem eru á örorku til að fara út á vinnumarkaðinn. Er það gert með því að efla og auka endurhæfingarúrræði með menntun og starfsþjálfun og fylgjast mjög vel með árangri endurhæfingarstöðva og efla eftirfylgni með þeim sem hafa möguleika á að snúa aftur til vinnu (Tryggvi Þór Herbertsson, 2005). Kostnaður vegna örorku er gríðarlega mikill. Einstaklingur sem hlýtur örorkubætur til frambúðar kostar ríkið tugi milljóna króna. Árið 2002 greiddi Tryggingarstofnun ríkisins og lífeyrissjóðir tæpa fjórtán milljarða króna í örorkubætur til samans. Tapaðar skatttekjur og kostnaður TR á sjúkratryggingum vegna niðurgreiðslna á læknisþjónustu, lyfjum og sjúkraþjálfun. Endurhæfing getur átt þátt í að draga úr greiðslu atvinnuleysisbóta, félagslegrar aðstoðar sveitarfélaga og sjúkrasjóða stéttarfélaga (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2005). Talið er endurhæfingarúrræði séu ekki nægilega mörg, skortur sé á fjölbreytni og of litlu fjármagni hefur verið varið í þennan málaflokk hér á landi (Forsætisráðuneytið, 2007). 13

14 1.3 Hvað er endurhæfing Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er endurhæfing skilgreind sem úrræði fyrir fólk með fötlun. Tilgangur endurhæfingar er að gera fólki kleift að ná og viðhalda sem bestri líkamlegri, tilfinningalegri og sálfélagslegri virkni. Endurhæfing veitir fólki verkfæri sem það getur notað til að öðlast frekara sjálfsstæði og aukna sjálfsbjargarviðleitni (World Health Organisation, e.d) a. Í þróunarlöndunum búa 650 milljónir manna við einhverskonar fatlanir. 50% þeirra má rekja til fátæktar en 80% fatlaðra eru atvinnulausir. Endurhæfingar urðu til fyrir um 30 árum síðan, þrátt fyrir það eru endurhæfingarúrræði einn veikasti hlekkurinn í heilbrigðisþjónustu um allan heim. Allir eiga rétt á að vera heilbrigðir og er endurhæfing öflugt tæki sem ætti að vera í forgrunni (Montero, 2004) Endurhæfing fyrir fólk með geðsjúkdóma Hlutverk endurhæfingar fyrir fólk með geðsjúkdóma er að efla tilfinningalega, félagslega og vitsmunalega hæfni einstaklinga. Markmið með endurhæfingu er að einstaklingar með geðsjúkdóma eða geðröskun geti lifað sem eðlilegustu lífi, gengið menntaveginn og fengið vinnu við hæfi, með sem minnstum stuðningi hins opinbera. Endurhæfingin á að miðast við getu hvers og eins, ásamt því að gerð séu raunhæf markmið út frá forsendum einstaklingsins og einstaklingnum mætt þar sem hann er staddur. Það er nauðsynlegt að virðing fyrir hverjum og einum einstakling sé höfð að leiðarljósi, því endurhæfingin á aldrei að vera kvöð fyrir þann sem þarf á þjónustunni að halda, þar sem alltaf á að miða endurhæfinguna út frá því sem einstaklingurinn ræður við í hvert sinn (Rössler, 2006). Hugmyndafræði endurhæfingar felur í sér annarsvegar að efla hæfni einstaklingsins til að takast á við álagsþætti í lífinu (Induvitual-Centered), hinsvegar að bæta umhverfi einstaklingsins til að draga úr álagi (Ecological And Direct Towards). Flestir sem eru með geðsjúkdóm eða geðröskun þurfa á báðum þessum íhlutunum að halda. Í endurhæfingu er unnið út frá hinum ýmsu líkönum þar sem aðstæður hvers manns eru mjög mismunandi. Allir sem þjást af alvarlegum og langvarandi geðsjúkdómum þurfa endurhæfingu. Endurhæfingarúrræði hafa gefist vel og ættu að vera til staðar fyrir alla sem eru ófærir við að sinna daglegum verkum (Rössler, 2006). 14

15 Rannsóknir hafa sýnt að félagslegur stuðningur tengist bættari heilsu, betri lífsgæðum og eykur getu einstaklings til að ráða við álagsþætti í lífinu. Í endurhæfingu er einnig lögð áhersla á að byggja upp gott tengslanet í kringum einstaklinginn. Einstaklingar með geðsjúkdóm segja jafningjastuðning skipta mjög miklu máli til þess að öðlast betri heilsu (Rössler, 2006) Atvinnuendurhæfing Lengi hefur verið vitað að vinna hefur heilsubætandi áhrif á einstaklinga með geðsjúkdóma. Atvinnuendurhæfing kom þannig til. Hugmyndin með atvinnuendurhæfingu er ekki einungis að efla athafnasemi, hæfni og félagsleg samskipti, heldur einnig til að auka sjálfstraust og bæta lífsgæði einstaklinga. Atvinnuendurhæfing er valdeflandi og veitir einstaklingum þátttöku í samfélaginu. Í endurhæfingunni er boðið upp á nám til að auka atvinnutækifæri og einstaklingurinn er styrktur til að snúa aftur til fyrri vinnu. Sumir þurfa að læra hvernig sækja á um vinnu, hvernig finna skal vinnu, fylla út atvinnuumsóknir og þjálfun fyrir atvinnuviðtal. Ef einstaklingur ræður ekki við vinnu úti á hinum almenna vinnumarkaði er honum boðin vinna á vernduðum vinnustað, sem er síðasta vinnuúrræðið (Rössler, 2006). Í endurhæfingu er unnið með félagsleg samskipti (Social Skills Model). Sem gengur út á að einstaklingur lærir að stjórna lyfjanotkun og vímuefnanotkun, lærir á sjúkdómseinkenni sín, vinnur með persónuleg vandamál, samskipti og tengsl. Þá læra einstaklingar að skapa eitthvað, stunda tómstundir, læra öll undirstöðuatriði varðandi vinnu, hvernig unnt sé að taka þátt í samfélaginu og samskipti innan fjölskyldunnar. Auk þess eru gerðar æfingar í að leysa ýmis vandamál, farið í hlutverkaleiki og heimavinna unnin o.fl. Hvert námskeið krefst sérþekkingar. Slík úrræði sýna árangur í daglegu lífi einstaklinga og styrkja jákvæða hegðun og færa einstaklinga nær samfélaginu. Þessi aðferð er ólík lyfjaáhrifum, og gerist hægar. Rannsóknir hafa sýnt að þættir sem skipta einstaklinga máli til að lifa í samfélagi eru, félagsleg virkni, félagsleg tengsl, þátttaka á vinnumarkaði, tómstundir, góð lífsgæði og fullnægjandi fjölskyldutengsl (Rössler, 2006). 15

16 1.3.3 Atvinna með stuðningi Atvinna með stuðningi (Support Employment) er eitt úrræði og er ákjósanlegasta líkanið í atvinnuendurhæfingu í dag. Atvinna með stuðningi er einstaklingsbundin endurhæfing (Induvidual Placement Model). Hugmyndin með þessu líkani er að fatlaðir fari út á hinn almenna vinnumarkað eins fljótt og unnt er, með ótakmörkuðum stuðningi fagaðila. Með slíkum stuðningi er hægt að auka líkurnar á að einstaklingnum fari fram í vinnu, finni vinnu við hæfi og haldi vinnunni. Aðlögun að vinnumarkaðnum, fer ekki aðeins eftir getu einstaklingsins til að uppfylla ákveðin vinnuskilyrði, heldur er það vilji samfélagsins að aðlagast einstaklingum með skerta starfsgetu (Rössler, 2006). Rannsóknir hafa sýnt góðan árangur í atvinnu með stuðningi (stuttar rannsóknir mánuðir), en ekki er vitað hvernig árangurinn er til lengri tíma og ekki er vitað hverjir það eru sem ná góðum árangri í atvinnu með stuðningi og hverjir ekki (Rössler, 2006). Í löndum Evrópu hafa verið þróuð líkön sem notuð eru í atvinnu með stuðningi. Tilgangurinn með þessum líkönum var að sporna við því að fólk detti út af vinnumarkaðnum aftur (European Union of Supported Employment, e.d.). Hugmyndafræði atvinnu með stuðningi var fyrst þróuð í Bandaríkjunum og Kanada árin 1970 og Tilgangurinn var að einstaklingar með fötlun eða aðrir sem væru illa staddir þyrftu þjálfun til að geta tekið þátt á almennum vinnumarkaði. Á þessum árum var líkanið (Train Then Place) mikið nota. Rannsóknir sýndu að þetta líkan þjónaði litlum tilgangi þar sem starfsgeta þótti ekki nóg fyrir fatlaðan einstakling til fá vinnu eða halda henni. Þá kom hugmyndin um (Job Coach) sem felur í sér að einn þjálfari veitir einstaklingnum skipulagðan stuðning í vinnunni. Þjálfarinn hjálpar viðkomandi að efla vinnufærni, félagshæfni, tengjast vinnufélögum og aðlagast vinnuumhverfinu. Þjálfarinn er í samvinnu við atvinnurekanda, sem telst árangursríkt bæði fyrir einstaklinginn og atvinnurekandann og sköpuð er samvinna þeirra á milli. Einstaklingurinn er þjálfaður í vinnunni með aðstoð þjálfara til að auka frammistöðu hans. Þetta líkan kallast (Place and Train). Þegar einstaklingur hefur náð árangri og þeirri færni sem til þarf, þarf einstaklingurinn ekki lengur á þjálfaranum að halda. Það þýðir ekki að hann fái ekki stuðning seinna meir (Natural Support/Co-workers). Þetta er til hagsbóta fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu, atvinnurekendur, velferðarkerfið og samfélagið í 16

17 heild. Þá eiga fatlaðir möguleika að vinna með fólki sem ekki er fatlað (European Union of Supported Employment, e.d.). Einstaklingar sem eiga samskipti við geðfatlaða eru oftast mjög jákvæðir í garð þeirra auk þess draga samskipti úr einangrun þeirra sem glíma við veikindin (Rössler, 2006). 1.4 Endurhæfingarúrræði á Íslandi Hér fyrir neðan er fjallað um endurhæfingarúrræði sem eru til hér á landi. Hafa ber í huga að til eru fleiri endurhæfingarúrræði en nefnd eru í þessari umfjöllun Janus endurhæfing Janus endurhæfing ehf. var formlega stofnuð árið 2000 í samvinnu við mennta- og heilbrigðiskerfið. Starfsemin er fjármögnuð með þjónustusamningum við Tryggingastofnun ríkisins, ýmsa lífeyris- og sjúkrasjóði og Velferðasvið Reykjavíkurborgar. Starfsemin er til húsa í Vörðuskóla, sem er hluti af Iðnskólanum í Reykjavík (Tækniskóla- skóla atvinnulífsins). Endurhæfingin byrjaði sem tilraunarverkefni í janúar árið Fjórum árum síðar hlaut starfsemin starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs og Menntar fyrir framúskarandi árangur og frumkvöðlastarf. Helsta markmið starfseminnar er að auka lífsgæði einstaklinga svo að þeir öðlist getu til að stunda nám eða geti farið út á vinnumarkaðinn. Fastráðið starfsfólk hjá Janus endurhæfingu eru fimm iðjuþjálfar, tveir félagsráðgjafar (samtals eitt stöðugildi), fjórir sjúkraþjálfarar, auk verktaka sem eru sálfræðingur, geðlæknir og endurhæfingarlæknir. Nýlega hefur fyrirtækið fengið til liðs við sig 9 ráðgefandi sérfræðilækna sem vinna innan hinna ýmsu sérgreina. Einnig koma að starfseminni nokkrir kennarar úr Iðnskólanum í Reykjavík (Janus endurhæfing, 2008). Endurhæfingin varir í mest eitt ár og þegar henni lýkur tekur við eftirfylgd allt eftir þörfum og óskum hvers einstaklings. Eftirfylgdin er aðlöguð að hverjum og einum einstakling og felast t.d. í henni regluleg viðtöl við heilbrigðisstarfsmenn ásamt ýmsum stuðningi s.s. við atvinnuleit og fjármál og kerfið í heild. 17

18 Einnig gerir stofnunin samninga við vinnustaði eða svo kallaða einstaklingslínu ef námið í Iðnskólanum (Tækniskóla- skóla atvinnulífsins) hentar ekki viðkomandi. Janus endurhæfing hefur pláss fyrir 23 einstaklinga í senn ár hvert í svo nefndri Gulri línu sem er viðamikil atvinnuendurhæfing með eða án skóla (Kristín Siggeirsdóttir, munnleg heimild, 2008) Námið og fræðslan sem fer fram hjá Janus endurhæfingu er metið til 6 eininga á framhaldsskólastigi. Í kennslunni felst heilsuefling, sjálfsefling og efld er samskiptahæfni. Einstaklingnum er kennt að skilja umhverfið í kringum sig. Kennsla fer fram í félagsfræði, íslensku, tölvunotkun og hönnun. Fagfólk Janusar hjálpar einstaklingum að vinna að sínum markmiðum. Þátttakendur taka ekki próf, hver og einn fer í gegnum endurhæfinguna á sínum hraða og kennslan er einstaklingsmiðuð, þannig fær hver og einn nám og þjálfun við hæfi (Guðrún Áslaug Einarsdóttir, Kristín Siggeirsdóttir og Unnur St. Alfreðsdóttir, 2004). Einnig er boðið upp á Snemmtæka íhlutun og Rauða leið sem metur endurhæfingargetu einstaklingsins (Kristín Siggeirsdóttir, munnleg heimild, 2008). Hugmyndafræði Janusar er að sameina krafta sem flestra í þjóðfélaginu, þannig að unnt sé að bjóða upp á samræmda þjónustu. Þannig er nýtt öll sú sérfræðiþekking og þjónusta sem til staðar er í þjóðfélaginu og kostir mismunandi kerfa nýttir, eins og t.d. mennta- og heilbrigðiskerfið og með hagsmuni þátttakenda að leiðarljósi. Þannig er talið að meiri líkur séu á að einstaklingurinn nái árangri. Út frá þessari hugmynd var endurhæfingin tengd við Iðnskólann (Tækniskóla- skóla atvinnulífsins) þar sem þátttakendur hafa möguleika á að bæta menntun sína, ásamt því að byggja upp líkamlega og andlega þætti. Unnið er með heildarsýn að leiðarljósi (Guðrún Áslaug Einarsdóttir, Kristín Siggeirsdóttir og Unnur St. Alfreðsdóttir, 2004). Algengustu heilsufarsvandamálin eru stoðkerfisvandamál, næst algengast eru geðsjúkdómar, auk þess eru lungnavandamál, hjartasjúkdómar og húðsjúkdómar (Guðrún Áslaug Einarsdóttir, Kristín Siggeirsdóttir og Unnur St. Alfreðsdóttir, 2004). Heildarfjöldi þátttakenda í atvinnuendurhæfingu frá því að starfsemin hófst árið 2000 eru 191 einstaklingar. Hlutfallslega fleiri karlmenn eru notendur þjónustunnar. Meðalaldur þátttakenda er 37 ár. Þátttakendur eru á aldursbilinu 17 ára til 59 ára. Meðaltími þátttakenda frá vinnu er 2,3 ár. Sé miðað við síðustu áramót hafa 62% af 18

19 heildarfjölda þátttakenda náð að komast út á vinnumarkaðinn, í nám, atvinnuleit eða að vinna á vernduðum vinnustað. Þá er ekki meðtaldir þeir sem voru enn í endurhæfingunni síðastliðin áramót. Sé hinsvegar miðað við þá einstaklinga sem verið hafa 3 mánuði eða minna frá vinnu er árangurinn enn betri eða 93%. Árangur starfseminnar hefur aukist ár frá ári og hefur aldrei verið betri (Kristín Siggeirsdóttir, munnleg heimild, 2008) Hringsjá Hringsjá er starfrækt af Öryrkjabandalaginu samkvæmt þjónustusamningi við Félagsmálaráðuneytið og Tryggingarstofnun ríkisins. Hringsjá býður upp á náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga sem lent hafa í slysum eða eru með sjúkdóma. Þar gefst fólki kostur á að fara í ýmis námskeið auk þriggja anna náms. Markmið stofnunarinnar er að fólk komist í skóla á framhaldskólastigi og öðlist vinnufærni. Þá er lögð áhersla á að einstaklingurinn læri að þekkja sjálfan sig, takmörk sín og hæfileika, öðlist aukið sjálfstraust til að takast á við daglegt líf. Starfsendurhæfingin tekur um eitt til tvö ár (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2005) Atvinnuendurhæfing á Reykjalundi Atvinnuendurhæfing á Reykjalundi er rekin með þjónustusamningi við Tryggingarstofnun ríkisins. Á Reykjalundi er vinnufærni einstaklinga metin. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og kennslu, bætta líkamsvitund, vinnustellingar og aukið þol. Markmiðið er að einstaklingar nái aftur eins góðri andlegri, félagslegri og líkamlegri færni og mögulegt er. Áhersla er lögð á að vinna með einstaklinga í hópum og í einstaklingsmiðaðri meðferð. Reykjalundur leggur áherslu á að eiga gott samstarf við atvinnulífið og mennta- og fræðslustofnanir, sem er mikilvæg undirstaða í þessu ferli. Boðið er upp á vinnuaðlögun sem felst í því að breyta vinnuumhverfi einstaklingsins til þess að mæta hans þörfum s.s. vinnutíma og vinnuferli. Meðaldvalartíminn á Reykjalundi eru tveir mánuðir (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2005). Á Reykjalundi eru nokkur endurhæfingarsvið má þar nefna, hjartasvið, lungnasvið, geðsvið, gigtarsvið, verkjasvið, hæfingarsvið, taugasvið, næringar og offitusvið og svið atvinnuendurhæfingar (Reykjalundur, e.d.) a. Teymi hinna ýmsu fagaðila er að finna á öllum undantöldum 19

20 sviðum. Teymin ákvarða meðferð í samráði við sjúkling og honum fylgt eftir. Fagaðilar í teymi eru; læknir, félagsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, sálfræðingur og talþjálfi (Reykjalundur, e.d.) b Atvinna með stuðningi (AMS) Atvinna með stuðningi er fjármögnuð af Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR) samkvæmt þjónustusamningi við félagsmálaráðuneytið og TR. Markmiðið með þessu úrræði er að einstaklingar með skerta vinnugetu vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar fái stuðning við að finna starf við hæfi. Þar fer fram þátttaka og þjálfun á almennum vinnumarkaði, launuð vinna og veitt er einstaklingsbundin þjónusta. Lögð er áhersla á getu og styrkleika einstaklinga. Úrræðið felur í sér starfsmat, atvinnuleit og starfsþjálfun á vinnustað. Atvinna með stuðningi bíður upp á langtímastuðning á vinnumarkaði og eftirfylgd eftir þörfum. Þetta úrræði er frekar nýtt hér á landi en hefur gefist vel erlendis (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2005) BYR Starfsendurhæfing Norðurlands BYR er samvinnuverkefni Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga og Framhaldsskólans á Húsavík. Markmiðið er að auka lífsgæði einstaklinga sem koma í starfsendurhæfingu. Lögð er áhersla á að vinna með fjölskylduna alla. Markmiðið með starfsendurhæfingunni hjá BYR er að einstaklingur geti eftir endurhæfinguna stundað almenna vinnu eða farið í nám (Geirlaug G. Björnsdóttir, 2005) Hugarafl Hugarafl var stofnað árið 2003 og heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Markmið starfseminnar er að vinna að bættri geðheilbrigðisþjónustu með því að miðla notendasýn. Vinnan felst m.a. í því að vinna gegn fordómum og skapa hlutverk. Reynsla notenda heilbrigðisþjónustunnar er notuð til að byggja upp þetta verkefni. Meðlimir miðla af reynslu sinni af geðheilbrigðiskerfinu með öðrum sem koma að málefninu. Valdefling (Empowerment) er ein hugmyndafræði sem unnið er út frá og lögð er áhersla á að allt fari fram á jafningjagrundvelli. Hugarafl gerir notendakönnun á Landspítala 20

21 Háskólasjúkrahúsi sem kallast,,notandi spyr notanda,, til að þróa tengslakerfi. Vegvísir Hugarafls er bæklingur um þjónustu geðsjúkra sem Hugarafl gefur út ásamt batahvetjandi fræðsluefni fyrir notendur og aðstandendur þeirra (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2005) Klúbburinn Geysir Klúbburinn Geysir er sjálfseignastofnun og er á fjárlögum Alþingis og styrkjum frá stéttarfélögum, lífeyrissjóðum, fyrirtækjum og einstaklingum. Klúbburinn Geysir er fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn starfar eftir hugmyndafræði Fountain House, sem byggir á hæfileikum og getu einstaklingsins. Starfsemin sem fer fram í Geysi er eingöngu innt af hendi sjálfboðaliða. Klúbburinn Geysir býður félögum upp á atvinnu með stuðningi og stuðningur er veittur eftir þörfum. Þá fer fram sjálfstæð ráðning, þar sem einstaklingur sækir sjálfur um vinnu og en fær stuðning frá fagaðilum ef þörf krefur. Klúbburinn býður einnig upp á ráðningu til reynslu á vinnustöðum, samningur er gerður við vinnuveitendur um að einstaklingur sé hjá honum hálfan vinnudag, í sex eða níu mánuði. Starfsmaður klúbbsins veitir bæði félaganum og vinnuveitandanum stuðning á meðan á ráðningu stendur og fylgist með gangi mála (Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytið, 2005) Grettistak Grettistak var stofnað árið 2002 og er samstarfsverkefni milli TR og þjónustumiðstöðva sveitarfélaga. Þar fer fram náms- og starfsendurhæfing. Starfsemin er á ábyrgð þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða. Grettistak er í samstarfi við marga aðila s.s. Velferðasvið Reykjavíkur, SÁÁ, Námsflokka Reykjavíkur, Fjármálanámskeið Garðars, Alþýðusambandið og ýmsa atvinnurekendur. Þjónustan er fyrir þá sem vegna alvarlegra og langvarandi vímuefnaneyslu hafa ekki stundað vinnu lengi. Hún felst í því styðja fólk til sjálfshjálpar og virkja það til þátttöku í atvinnulífinu og til náms með því að markmiði að bæta lífsskilyrði og fjárhagslegt sjálfsstæði. Endurhæfingin varir í um 18 mánuði og árangurinn er metinn reglulega. Félagsráðgjafar þjónustumiðstöðva setja upp 21

22 endurhæfingaráætlanir sem sniðnar eru út frá hverjum og einum í samvinnu við lækna viðkomandi (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2005) Kvennasmiðjan Kvennasmiðjan er samstarfsverkefni TR og þjónustumiðstöð Reykjavíkur. Þangað koma einstæðar mæður sem hafa verið frá vinnumarkaði í langan tíma. Konur sem bera með sér einkenni heilsuleysis og fjárhagslegs óöryggis. Þjónustmiðstöðin greiðir kostnað vegna námskeiða en TR greiðir endurhæfingarlífeyrir á meðan á endurhæfingu stendur. Endurhæfingin felst í því að auka lífsgæði kvenna og barna þeirra. Markmiðið er að auka möguleika þeirra í námi, í vinnu og auka fjárahagslegan ávinning. Endurhæfingin tekur 18 mánuði. Lögð er áhersla á sjálfsstyrkingu, fræðslu og ráðgjöf. Þetta úrræði hefur sýnt góðan árangur (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2005) Karlasmiðjan Karlasmiðjan hóf starfsemi sína árið 2004 í samstarfi við TR og þjónustumiðstöðvar Reykjavíkur. Þjónustan er fyrir einstaklinga sem glíma við heilsufarsvanda af andlegum eða líkamlegum toga, hafa verið frá vinnu í mörg ár og ekki getað nýtt sér önnur úrræði til endurhæfingar. Markmiðið er að einstaklingar komist út á vinnumarkaðinn eða í nám, efli sjálfsvirðingu sína og sjálfsmynd. Þar fer fram sjálfsstyrking, nám og vinnuþjálfun. Endurhæfingin stendur í 18 mánuði (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2005) Einstaklingsbundin endurhæfing Einstaklingsbundin endurhæfing er samstarf milli TR, Þjónustumiðstöðar sveitarfélagana og heilsugæslunnar. Markmiðið er að styrkja einstaklinga í endurhæfingu út frá þeirra eigin forsendum og raunhæfum möguleikum. Félagsráðgjafi Þjónustmiðstöðvarinnar og heimilislæknir heilsugæslunnar skrifa vottorð um endurhæfingarlífeyrir fyrir einstaklinga sem glíma við alvarleg veikindi og búa við slæmar félagslegar aðstæður. Endurhæfingarferli þetta byggist á heilsueflingu, námi, stuðningsviðtölum og starfsþjálfun í háfan dag, dag hvern, kauplaust. Markmiðið er að sporna við því að einstaklingurinn þiggi örorkubætur, með því að virkja einstaklinginn út á vinnumarkaðinn 22

23 með samstarfi ýmissa aðila. Hugmyndin kemur frá félagsráðgjöfum þjónustumiðstöðvarinnar,og/eða læknum og félagsráðgjafa Tryggingarstofnunar ríkisins (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2005) Fjölmennt Fjölmennt er með samninga við Landssamtök þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands. Þar fer fram fræðsla fyrir fullorðið fólk með fötlun. Fjölmennt er miðstöð símenntunar sem þjónar fötluðum 20 ára og eldri. Þar fara fram skipulögð námskeið fyrir þá sem ekki geta farið í starfsþjálfun hjá öðrum símenntunaraðilum. Markmiðið er að efla sjálfstæði, vellíðan og öryggi, auka lífsgæði og lífsleikni (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2005) Tilraunarverkefnið Hvert Eins og staðan er í dag þá er mikill skortur á samþættingu milli hinna ýmsu stofnanna sem koma að endurhæfingarmálum. Einstaklingar sem lent hafa í slysi eða eru veikir hafa þurft að bíða of lengi eftir þjónustu framfærslustofnanna og eftir endurhæfingarúrræðum. Biðin getur verið skaðleg fyrir einstaklinginn og vegna hennar getur einstaklingur hlotið örorku. Í sumum tilfellum fellur endurhæfingarúrræðið ekki að einstaklingnum og þarf hann þá að fara annað, sem þýðir að hann getur þurft að fara aftast í röðina og biðin eftir þjónustu byrjar jafnvel upp á nýtt (Sif Eiríksdóttir, 2007). Þannig getur endurhæfingarferlið varað í allt of langan tíma án þess að einstaklingur fái þá meðferð sem hann þarfnast (Sif Eiríksdóttir, munnleg heimild, 2008). Hvert er tilraunarverkefni sem stuðlar að því að koma í veg fyrir ofangreinda þætti s.s. að lenda aftast í röðinni ef endurhæfingin hentar ekki viðkomandi o.s.fr. Verkefnið er grasrótarverkefni sem hófst í janúar 2008 og stendur yfir í þrjú ár. Á síðasta ári var gerð frumtilraun sem stóð yfir í eitt ár, tilraunin kom vel út, en þar kom í ljós að það þurfti markvissa eftirfylgd. Að verkefninu koma Heilsugæslustöðvar úr Garðabæ, Glæsibæ, Breiðholti og Salarhverfi, Vinnumiðlun, Þjónustumiðstöðvar, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Tryggingarstofnun Ríkisins. Með samvinnu og samþættingu þessara stofnanna er hægt að tryggja markvissa og heildstæða þjónustu fyrir 23

24 einstaklinginn. Aðilar sem standa að þessu verki eru Sif Eiríksdóttir félagsráðgjafi, Gunnar Kr. Guðmundsson endurhæfingarlæknir og Eiríkur Líndal sálfræðingur. Stefán Ólafsson og Sigurður Thorlacius meta síðan árangur verkefnisins að því loknu. Verkefnið hefur notið stuðnings Vinnumálastofnunar og Heilbrigðisráðuneytisins (Sif Eiríksdóttir, 2007). Markmiðið með þessu verkefni er að ná sem fyrst til einstaklingsins, aðstoða hann og styrkja til sjálfshjálpar með endurhæfingu til að komast út á vinnumarkaðinn. Þverfagleg sérfræðingateymi funda í heilsugæslunni, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, félagsráðgjafi, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og endurhæfingarlæknir vinna að málum einstaklingsins. Heimilislæknir fundar með fulltrúa frá hlutaðeigandi stofnunum ásamt sérfræðingarteymi. Unnið er að áætlanagerð með einstaklingnum til að komast að niðurstöðu um úrræði sem hentar viðkomandi. Þá er mynduð samvinna og samfella í ferlinu með eftirfylgd eins fagaðila. Sif Eiríksdóttir félagsráðgjafi er talsmaður einstaklingsins, lítur eftir málum hans, hefur eftirlit og hjálpar einstaklingnum að finna úrræði við hæfi úti í samfélaginu. Út frá áætluninni er síðan þróuð þverfagleg endurhæfing í samvinnu við þær stofnanir sem tengjast meðferðinni, þannig vísar Sif einstaklingi á úrræði eins og; Karlasmiðjuna og í Vinnumiðlun. Sif hefur kynnt sér einstaklinginn það vel að hún getur leiðbeint honum og fundið það úrræði sem hentar honum best og hvert hann skal leita. Ef vel tekst til endar ferlið í atvinnuleit hjá vinnumiðlun (Sif Eiríksdóttir, 2007). Aðilar sem vinna að þessu verkefni skoða einstaklinginn í heild, þarfir hans og áhuga. Unnið er með læknisfræðilega, andlega og félagslega þætti (Sif Eiríksdóttir, munnleg heimild, 2008). Með þessari aðferð er verið að byggja upp þekkingarbrunn um leiðir og úrræði og fá atvinnurekendur til samvinnu til að gefa fólki með skerta vinnufærni tækifæri á aðlögun á vinnumarkaði og tekið sé tillit til þátttökuskerðingar þar sem það á við (Sif Eiríksdóttir, 2007). Með slíkri skipulagningu, gengur endurhæfingin hraðar fyrir sig og einstaklingurinn getur fyrr náð bata (Sif Eiríksdóttir, munnleg heimild, 2008). 24

25 Vinnumiðlun Samkvæmt lögum um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55/2006 heyrir vinnumálastofnun undir Félagsmálaráðuneytið. Vinnumálastofnun hefur yfirumsjón með vinnumiðlunum um allt land. Vinnumiðlun sér um skipulag vinnumarkaðsúrræða. Vinnumarkaðsúrræði fela í sér einstök námskeið s.s. starfsleitar og sjálfstyrkingar námskeið. Í boði eru ýmis námsúrræði og atvinnutengd endurhæfing einstaka hópa. Vinnumiðlun býður upp á þrennskonar starfsúrræði sem eru starfskynning, starfsþjálfun og reynsluráðningu. Í reynsluráðningu, gefst vinnuveitanda tækifæri á að kynnast starfsmanninum. Einstaklingur getur verið á reynslutíma allt frá 3-6 mánuði. Ef viðkomandi gengur vel í vinnu er um að ræða framtíðarráðningu. Í lögunum um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55/2006 er einnig kveðið á um að einstaklingar sem sækja fylli út umsókn þar sem koma fram helstu upplýsingar varðandi vinnufærni. Ráðgjafi aðstoðar síðan einstakling með atvinnuleit ef hann óskar eftir því. Þá er gerð áætlun um atvinnuleit og þátttöku sem fylgt er eftir með reglulegum viðtölum eða eftir þörfum. Ráðgjafar vinnumiðlunar eru í samstarfi við aðra þjónustuaðila ef atvinnuleitandi þarf á annarskonar þjónustu að halda til að ná árangri og bæta vinnufærni. Þjónusta þessi er atvinnurekendum og atvinnuleitendum að kostnaðarlausu. Þjónustan er í boði fyrir atvinnuleitendur á aldrinum ára. 1.5 Hlutverk félagsráðgjafa í endurhæfingu Félagsráðgjafi mismunar ekki skjólstæðing á nokkurn hátt á grundvelli kyns, aldurs, trú, kynþáttar, þjóðernis, pólitískra skoðana, fötlunar, kynhneigðar, heilsufarsástands, sjálfsbjargarhæfni eða félagslegrar stöðu. Hann þarf að fara gætilega í málum er varða menningar og einstaklingsbundinn mun og þarfir og finna viðeigandi lausnir fyrir alla einstaklinga (European Union of Supported Employment, e.d.). Samkvæmt siðareglum félagsráðgjafa ber félagsráðgjafi virðingu fyrir rétti hverrar manneskju, virðir sérstöðu hvers einstaklings og trúir því að hver einstaklingur hafi hæfileika sem hann getur nýtt sér til fullnustu. Markmið félagsráðgjafa er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti og 25

26 vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað. Félagsráðgjafi ver og virðir einkalíf og sjálfsákvörðunarrétt einstaklings, svo fremi að það valdi ekki öðrum skaða (Landlæknisembættið, 2007). Félagsráðgjafi vinnur faglega með einstaklingum og með heildarsýn að leiðarljósi, en heildarsýn merkir:...að hver og einn einstaklingur sé margbreytilegur og sérstakur, líta þarf á aðstæður hans frá öllum hliðum og í samhengi við umhverfi hvers og eins, fjölskyldu, vina og vinnufélaga og raunar samfélagið í heild sinni. Hann þarf að þekkja til samfélagsins og hvaða bjargir þar er að finna, þekkja kenningar um mannlega hegðun og skilja og geta greint hvernig fólk og umhverfi hefur áhrif hvort á annað. (Lára Björnsdóttir, 2006, 49-61). Félagsráðgjafar á geðsviði vinna með einstaklingum, fjölskyldum og með hópastarf. Félagsráðgjafar veita virka hlustun og samkennd, þannig gerir félagsráðgjafinn sér betur grein fyrir persónuleika skjólstæðings, þörfum hans og tilfinningum. Félagsráðgjafi er sáttasemjari milli einstaklinga og þjóðfélagsins. Þannig vinnur hann með tengsl sem hafa rofnað vegna áfalla og veikinda af ýmsum toga. Fólk með geðraskanir hefur tilfinningar, óskir, þrár og þarfir sem að sjálfsögðu ber að virða. Félagslegt- og andlegt jafnvægi er grunnurinn á geðheilsu einstaklinga (Björg Karlsdóttir, Ólöf Unnur Sigurðardóttir og Sveinbjörg J. Svavarsdóttir, 2006) Vinna með einstaklingnum Félagsráðgjafi boðar einstakling í viðtal. Í viðtalinu getur félagsráðgjafi greint jákvæðu eiginleika einstaklingsins og þær bjargir sem hann býr yfir. Með því að greina þessa þætti er auðveldara að vinna með markmið viðkomandi. Félagsráðgjafi vinnur svo með styrkleika einstaklingsins, til að mynda hjá honum von. Þegar einstaklingurinn hefur lært að sætta sig við veikindi sín, hindranir og takmarkanir sínar fer hann að sjá einhverja vonarglætu. Einstaklingurinn þarf að finna að félagsráðgjafinn skilji hann og virði þarfir 26

27 hans. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli meðferðaraðila og skjólstæðings til þess að árangur náist (Rössler, 2006). Félagsráðgjafinn vinnur með einstaklinginn m.a. út frá fjölþáttakenningum (The Multisystems Approach). Þá er unnið með samskipti einstaklingsins við nærumhverfi hans. Þættir sem geta haft áhrif á einstaklinginn geta verið, einstaklingurinn sjálfur, fjölskyldan, skólinn, vinnustaðurinn, menningin og velferðarþjónustan. Félagsráðgjafinn vinnur einnig með einstaklinga út frá sálfélagslegu kenningunni (Psychosocial Theory). Þannig er einstaklingum kennt að treysta á sjálfa sig, byggja upp sjálfsbjargarviðleitni og taka sjálfstæðar ákvarðanir í lífinu. Hann vinnur með reiði einstaklinga, vinnur með höfnunartilfinningar og hjálpar honum að mynda jákvæð tengsl við aðra. Félagsráðgjafinn hjálpar einstakling að hjálpa sér sjálfur, þannig að honum finnist hann ekki hjálparlaus (Farley, Smith og Boyle, 2006) Vinna með fjölskylduna Félagsráðgjafi veitir einstaklingum fjölskyldumeðferð. Þegar einstaklingur í fjölskyldu veikist líkamlega eða andlega getur það haft áhrif á líf allra í fjölskyldunni og hlutverk fjölskyldumeðlima geta breyst, breytingar á borð við fjárhagsstöðu, ef fyrirvinna veikist og getur ekki sinnt starfi sínu. Það skiptir einnig máli á hvaða lífsskeiði fjölskyldan er þegar veikindi verða, aldur barna skiptir þarna máli því oftast breytast hlutverk barna innan fjölskyldunnar þegar foreldri veikist. Því skiptir stuðningur fjölskyldunnar í upphafi veikinda miklu máli þar sem meðlimir hennar ganga oft í gegnum sorgarferli. Félagsráðgjafi lítur á að stuðningur fjölskyldumeðlima eigi mikinn þátt í bata einstaklingsins. Hann skoðar þau bjargráð sem fjölskyldan býr yfir og skapar þannig samvinnu milli fjölskyldu, sjúklings og meðferðaraðila. Aðstandendur læra að takast á við álag og vonbrigði sem skapast vegna geðrænna vandkvæða hins veika. Hlutverk félagsráðgjafans er að auka lífsgæði einstaklinga og fjölskyldur þeirra með því að fylgja málum eftir. Í fjölskylduvinnu vinnur félagsráðgjafi með ýmsar kenningar þar á meðal tengslasjónarhornið, en þannig er fjölskyldusagan notuð sem vinnutæki til að nálgast fjölskylduna, unnið er með tilfinningar fjölskyldumeðlima og bætt samskipti. Einnig vinnur félagsráðgjafinn út frá kenningunni um tjáskipti, þá er fjölskyldumeðlimum hjálpað til að tjá sig skýrt, þannig er unnið að bættari samskiptum fjölskyldumeðlima. 27

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Endurhæfing og eftirfylgd

Endurhæfing og eftirfylgd Heilbrigðisdeild Iðjuþjálfunarbraut 2006 Endurhæfing og eftirfylgd Reynsla, ánægja og lífsgæði skjólstæðinga Anna Dís Guðbergsdóttir Rakel Björk Gunnarsdóttir Lokaverkefni til B. Sc. prófs í iðjuþjálfunarfræði

More information

Atvinnuleg endurhæfing rofin

Atvinnuleg endurhæfing rofin Heilbrigðisvísindasvið Iðjuþjálfunarbraut 2010 Atvinnuleg endurhæfing rofin -Aðstæður og þátttaka notenda- Aldís Ösp Guðrúnardóttir Iris Rún Andersen Lokaverkefni til B. Sc. prófs í iðjuþjálfunarfræði

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Aðlögunarhæfni á starfsferli:

Aðlögunarhæfni á starfsferli: Aðlögunarhæfni á starfsferli: Mikilvæg hæfni hjá atvinnuleitendum á breyttum vinnumarkaði Linda Björk Einarsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í Náms-og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Aðlögunarhæfni á starfsferli:

More information

Starfsgetumat reynslan í öðrum ríkjum. Eiríkur Smith Starfsgetumat: Staða og næstu skref Umræðufundur VIRK og ÖBÍ Grand Hótel - 4.

Starfsgetumat reynslan í öðrum ríkjum. Eiríkur Smith Starfsgetumat: Staða og næstu skref Umræðufundur VIRK og ÖBÍ Grand Hótel - 4. Starfsgetumat reynslan í öðrum ríkjum Eiríkur Smith Starfsgetumat: Staða og næstu skref Umræðufundur VIRK og ÖBÍ Grand Hótel - 4. október 2017 Efni Skilgreiningar Hvað er fötlun og hvaða skilningur er

More information

Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri. Október 2016

Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri. Október 2016 Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri Október 2016 Lýsing á rannsókn Unnið fyrir Markmið rannsóknar Velferðarráðuneytið Að kanna stöðu ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri og

More information

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni,

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni, Ása Fríða Kjartansdóttir, asaogvilli@internet.is Heilsuefling og forvarnir á litlum og meðalstórum vinnustöðum Heilsueflingu er hægt að stunda nær alls staðar og er vinnustaðurinn kjörinn vettvangur til

More information

ÁRSRIT UM STARFSENDURHÆFINGU. 10 ára

ÁRSRIT UM STARFSENDURHÆFINGU. 10 ára ÁRSRIT UM STARFSENDURHÆFINGU 2018 08 10 ára 18 EFNISYFIRLIT Stjórn VIRK og framkvæmdastjóri Sitjandi frá vinstri: Sólveig B. Gunnarsdóttir, Hannes G. Sigurðsson, Vigdís Jónsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir,

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma Kristín Rún Friðriksdóttir er hjúkrunarfræðingur, BS, á Vogi. Ragnheiður

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson

Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Eru unglingar

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

BA-ritgerð. Fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir

BA-ritgerð. Fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir BA-ritgerð Félagsráðgjöf Fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir Áhrif og stuðningur Fanney Svansdóttir Hrefna Ólafsdóttir Febrúar 2015 Fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir Áhrif og stuðningur Fanney

More information

ÞARFIR FÓLKS MEÐ LANGVINNA GEÐSJÚKDÓMA FYRIR HJÚKRUN Í SAMFÉLAGINU

ÞARFIR FÓLKS MEÐ LANGVINNA GEÐSJÚKDÓMA FYRIR HJÚKRUN Í SAMFÉLAGINU ÞARFIR FÓLKS MEÐ LANGVINNA GEÐSJÚKDÓMA FYRIR HJÚKRUN Í SAMFÉLAGINU FANNEY FRIÐÞÓRSDÓTTIR MARIKA SOCHOROVÁ LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINANDI: JÓHANNA BERNHARÐSDÓTTIR

More information

Ný sjónarhorn og leiðir til bættrar geðheilsu

Ný sjónarhorn og leiðir til bættrar geðheilsu Ný sjónarhorn og leiðir til bættrar geðheilsu Norrænt verkefni um valdeflingu í geðheilbrigðisþjónustu Desember 2011 Lára Björnsdóttir Halldór S. Guðmundsson Kristín Sigursveinsdóttir Auður Axelsdóttir

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda. Helga Sigurðadóttir Valentina H.

Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda. Helga Sigurðadóttir Valentina H. Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda Helga Sigurðadóttir Valentina H. Michelsen Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í Þroskaþjálfaræði

More information

MA ritgerð. Ég fór þetta bara á hnefanum

MA ritgerð. Ég fór þetta bara á hnefanum MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Ég fór þetta bara á hnefanum Reynsla og upplifun barna af því að eiga foreldri í fangelsi Svava Davíðsdóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Aðstoðarleiðbeinandi:

More information

Spjaldtölva í stað hjúkrunartösku

Spjaldtölva í stað hjúkrunartösku Spjaldtölva í stað hjúkrunartösku Heimaþjónusta Reykjavíkur Þjónustueining innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Rekur alla heimahjúkrun í Rvk samkvæmt þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands o

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Notagildi einstaklingsáætlunar í grunnskóla Magnús G. Sigurðsson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Einstaklingsmiðað nám í samvinnu

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

MA ritgerð. Konukot. Félagsráðgjöf til starfsréttinda. Næturathvarf fyrir heimilislausar konur. Lovísa María Emilsdóttir

MA ritgerð. Konukot. Félagsráðgjöf til starfsréttinda. Næturathvarf fyrir heimilislausar konur. Lovísa María Emilsdóttir MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Konukot Næturathvarf fyrir heimilislausar konur Lovísa María Emilsdóttir Leiðbeinandi: Jóna Margrét Ólafsdóttir Nóvember, 2017 Konukot Næturathvarf fyrir heimilislausar

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum

Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum Heilbrigðisvísindasvið Hjúkrunarfræði 2012 Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum Anna Karen Þórisdóttir Guðrún Sigríður Geirsdóttir Hróðný Lund

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Kolbrún Þ. Pálsdóttir Þátttökurannsókn á tómstundastarfi

More information

Lífsgæði og vellíðan íbúa á Eden-hjúkrunarheimili

Lífsgæði og vellíðan íbúa á Eden-hjúkrunarheimili Notkun vellíðanarlykla Helga Guðrún Erlingsdóttir Að flytja á hjúkrunarheimili er ekki auðveld ákvörðun. Ákvörðunin byggist á þörf en ekki ósk. Sú þörf skapast af þverrandi getu til sjálfstæðrar búsetu.

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Að flytja úr foreldrahúsum

Að flytja úr foreldrahúsum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2015 Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Sigrún Þ. Broddadóttir og Guðrún

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Skýrsla löggjafarþing heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál og framkvæmd geðheilbrigðisáætlunar.

Skýrsla löggjafarþing heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál og framkvæmd geðheilbrigðisáætlunar. 148. löggjafarþing 2017 2018. Skýrsla heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál og framkvæmd geðheilbrigðisáætlunar. Í skýrslu þessari er fjallað um stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Litið er til geðræktar

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Útgjöld til atvinnuleysistrygginga. greining útgjalda eftir kyni

Útgjöld til atvinnuleysistrygginga. greining útgjalda eftir kyni Útgjöld til atvinnuleysistrygginga greining útgjalda eftir kyni Vinnumálastofnun Reykjavík, september 2011 Útgjöld til atvinnuleysistrygginga: greining útgjalda eftir kyni, 2011 Vinnumálastofnun Höfundur:

More information

Á ég virkilega rödd?

Á ég virkilega rödd? Á ég virkilega rödd? Hver er upplifun foreldra barna á einhverfurófinnu af menntastefnunni skóli án aðgreiningar? Guðrún Ása Jóhannsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Á ég virkilega

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

Möguleikar og áhrif ICF á þjónustu við fötluð börn og ungmenni. Solveig Sigurðardóttir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Möguleikar og áhrif ICF á þjónustu við fötluð börn og ungmenni. Solveig Sigurðardóttir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Möguleikar og áhrif ICF á þjónustu við fötluð börn og ungmenni Solveig Sigurðardóttir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Inngangur Megináherslur í læknisfræði eru: Greina sjúkdóma Leita orsaka Meðhöndla

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

M E N N T U N O G L Ý Ð R Æ Ð I

M E N N T U N O G L Ý Ð R Æ Ð I INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR M E N N T U N O G L Ý Ð R Æ Ð I Í upphafi síðustu aldar ákváðu fjórir verkamenn í Reykjavík að stofna menningarfélag fyrir unga menn. Einn þessara manna var langafi minn; Pjetur

More information

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Áhrif ófrjósemi á einstaklinga Elín Heiða Ólafsdóttir Íris Stella Sverrisdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg María Árnadóttir Júní 2010 Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi

Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Svið áhrifaþátta heilbrigðis, Embætti landlæknis Halló stjórnmálamenn!

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum

Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum Hug- og félagsvísindadeild Sálfræði 2009 Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum Margrét Eiríksdóttir Ranveig S. Tausen Lokaverkefni í Hug- og félagsvísindadeild Hug- og félagsvísindadeild Sálfræði

More information

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Rannsókn á aðstæðum fólks sem hefur greinst með Alzheimerssjúkdóm á Íslandi á aldrinum 45-65 ára Febrúar 2005 Hanna Lára Steinsson Minnismóttaka LSH Landakoti EFNISYFIRLIT

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Viðhorf og reynsla íslenskra náms- og starfsráðgjafa Álfhildur Eiríksdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Rafræn náms- og

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

MA ritgerð. Einhver besta gjöf sem að heilsugæslunni hefur verið gefin

MA ritgerð. Einhver besta gjöf sem að heilsugæslunni hefur verið gefin MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Einhver besta gjöf sem að heilsugæslunni hefur verið gefin Félagsráðgjafar í heilsugæslu Telma Hlín Helgadóttir Halldór Sigurður Guðmundsson Nóvember 2015 Einhver

More information

Öryrkjabandalags Íslands október 2008

Öryrkjabandalags Íslands október 2008 Tímarit Öryrkjabandalags Íslands október 2008 Markmiðið var að eignast tvíbura Halaleikhópurinn - leiklist fyrir alla Langaði alltaf til að eignast barn Þegar ég missti vonina Ekkert um okkur - án okkar

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

SIS - matið og hvað svo?

SIS - matið og hvað svo? SIS - matið og hvað svo? Þörf fatlaðs fólks fyrir stuðning í daglegu lífi Bjargey Una Hinriksdóttir Lokaverkefni til MA - gráðu í fötlunarfræði Félagsvísindasvið SIS - matið og hvað svo? Þörf fatlaðs fólks

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Einar Kristinsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information