MAcc ritgerð Reikningsskil og endurskoðun. Ímynd löggiltra endurskoðenda í samanburði við ímynd annarra fagstétta

Size: px
Start display at page:

Download "MAcc ritgerð Reikningsskil og endurskoðun. Ímynd löggiltra endurskoðenda í samanburði við ímynd annarra fagstétta"

Transcription

1 MAcc ritgerð Reikningsskil og endurskoðun Ímynd löggiltra endurskoðenda í samanburði við ímynd annarra fagstétta Kristín Elfa Axelsdóttir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent Viðskiptafræðideild Júní 2013

2 Ímynd löggiltra endurskoðenda í samanburði við ímynd annarra fagstétta Kristín Elfa Axelsdóttir Lokaverkefni til Macc - gráðu í viðskiptafræði Leiðbeinendur: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent og Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent Viðskiptafræðideild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Júní 2013

3 Ímynd löggiltra endurskoðenda í samanburði við ímynd annarra fagstétta. Ritgerð þessi er 30 eininga lokaverkefni til MAcc prófs við Viðskiptafræðideild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Kristín Elfa Axelsdóttir Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar. Prentun: Háskólaprent Reykjavík,

4 Formáli Þessi meistararitgerð er lokaverkefni mitt í Macc námi, reikningsskil og endurskoðun við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin var unnin haustið 2012 og vorið 2013 og er metin til 30 ECT eininga. Leiðbeinendur mínir voru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson og kann ég þeim mínar bestu þakkir fyrir góða aðstoð og ráðleggingar. Eins vil ég þakka forsvarsmönnum fagfélaganna fimm fyrir gott viðmót auk upplýsinga og aðstoð við gagnaöflun. Þá vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í rannsókninni. Vinkonum mínum Yrsu Eleonoru Gylfadóttur og Þuríði Höskuldsdóttur þakka ég fyrir yfirlestur og ómetanlega hvatningu við ritgerðasmíðina. Þá þakka ég systur minni Ásu Láru Axelsdóttur fyrir alla aðstoðina og hvatninguna í gegnum allt námið. Síðast en ekki síst fá yndislegu synir mínir þeir Axel Hreinn og Arnór Sölvi þakklæti fyrir alla þá þolinmæði sem þeir hafa sýnt gagnvart skrifum þessarar ritgerðar. Án aðstoðar ykkar allra hefði þetta verkefni ekki litið dagsins ljós. Reykjavík í apríl 2013 Kristín Elfa Axelsdóttir 4

5 Útdráttur Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna hvert mat þátttakenda sé á ímynd endurskoðenda, ásamt því að kanna hver ímynd fagstéttarinnar er í samanburði við ímynd fagstéttanna: viðskiptafræðingar, hagfræðingar, verkfræðingar og lögmenn. Rannsóknin byggir á tveimur könnunum, annars vegar á meðal nema við Háskóla Íslands og hins vegar meðal almennings en kannanirnar voru framkvæmdar í febrúar Rannsóknin var fjórþætt og skiptist í eigindlegar og megindlegar rannsóknir. Í upphafi voru nokkrir einstaklingar fengnir til að svara hvað væri það fyrsta sem þeim dytti í hug þegar fagstéttirnar voru nefndar á nafn. Tekin voru viðtöl við talsmenn fagfélaganna og forkönnun var lögð fyrir við ákvörðun á endanlegum eiginleikum fyrir lokakönnun. Í lokakönnun voru lagðir fyrir spurningalistar sem höfðu að geyma opnar og lokaðar spurningar ásamt bakgrunnsbreytum. Helstu niðurstöður voru fengnar með notkun vörukorts (perceptual maps). Í upphafi er farið yfir hvert hlutverk og skyldur endurskoðenda eru ásamt lögum, reglugerðum, siðareglum og stöðlum sem endurskoðendum ber að fara eftir. Hugtakinu ímynd eru gerð skil ásamt því að skoða ímynd fagstétta. Væntingagapið (expectation gap) er stórt vandamál hjá endurskoðendum, er hugtakið skilgreint ásamt því að skoða hvað það er sem veldur þessu væntingabili. Niðurstöður gefa skýrt til kynna að verkfræðingar mælist með jákvæðustu ímynd fagstéttanna en lögmenn með neikvæðustu ímyndina. Hagfræðingar og viðskiptafræðingar mælast með svipaða ímynd og almenningur virðist ekki gera mikinn greinarmun á þeim fagstéttum. Endurskoðendur mælast næst eiginleikunum skipulagðir og formlegheit. Athyglisvert er að endurskoðendur og viðskiptafræðingar hafa mjög ólíka ímynd í hugum almennings, en til þess að öðlast löggildingu til endurskoðunar er BS gráða í viðskiptafræði skilyrði og eru því allir endurskoðendur viðskiptafræðingar. Niðurstöður sýndu að ekki væri sýnilegur munur á svörum háskólanema og almennings. 5

6 Efnisyfirlit Formáli Inngangur Löggiltur endurskoðandi Hlutverk og ábyrgð endurskoðenda Hvað er endurskoðun? Siðareglur endurskoðenda Lagaumhverfi Alþjóðleg þróun á lagaumhverfi endurskoðenda Áttunda Félagtilskipun ESB nr. 43/ Lög um endurskoðendur nr. 79/ Lög um ársreikninga nr. 3/ Lög um bókhald nr. 145/ Lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/ Reglur um endurskoðun fjármálafyrirtækja nr. 532/ Reglugerð um starfsábyrgðartryggingu endurskoðenda nr. 673/ Reglur um gæðaeftirlit nr. 860/ Alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar (ISA) Fagfélögin Félag löggiltra endurskoðenda Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Verkfræðingafélagið Lögmannafélagið Gagnrýni á endurskoðendur Grænbók Evrópusambandsins (Green Paper) Viðbrögð fagaðila við efnahagshruninu Tvær fylkingar meðal endurskoðenda á Íslandi Væntingar hagsmunaaðila til endurskoðunar Væntingagap (expectation gap) Ímynd Ímynd fagstétta Mælingar á ímynd Vörukort Rannsóknaraðferð Þátttakendur Mælitæki

7 8.3 Fyrri forkönnunin Viðtöl við talsmenn fagfélaganna Framkvæmd Formleg forkönnun Niðurstöður úr forkönnun Lokakönnun Niðurstöður úr lokakönnun Niðurstöður Niðurstöður vörukorts Niðurstöður vörukorts - Nemar við Háskóla Íslands Niðurstöður vörukorts - Almenningur Niðurstöður vörukorts Samsettar niðurstöður háskólanema og almennings Umræða Umfjöllun um niðurstöður Takmarkanir Heimildaskrá Lagaskrá Viðaukar Viðauki Viðauki Viðauki Viðauki Viðauki

8 Myndaskrá Mynd 1: Dæmi um vörukort Mynd 2: Niðurstöður Lýsingarorð úr óformlegri könnun Mynd 3: Vörukort Niðurstöður úr forkönnun Mynd 4: Niðurstöður úr forkönnun lýsingarorð Mynd 5: Niðurstöður úr lokakönnun - lýsingarorð Mynd 6: Kyn þátttakenda Mynd 7: Aldur þátttakenda Mynd 8: Menntunarstig þátttakenda Mynd 9: Menntasvið þátttakenda Mynd 10: Ímynd fagstétta meðal nema við Háskóla Íslands, febrúar Mynd 11: Ímynd fagstétta meðal almennings, febrúar Mynd 12: Ímynd fagstétta meðal nema við Háskóla Íslands og almennings, febrúar

9 1 Inngangur Hugmyndin að rannsókninni kviknaði þegar rannsakandi hóf meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun við Háskóla Íslands. Rannsakandi upplifði hversu mismunandi skoðanir einstaklingar höfðu á endurskoðun og endurskoðendum. Auk þess upplifði rannsakandi þekkingarleysi margra þegar umræða skapaðist um hvað fælist í hlutverki, vinnu og ábyrgð endurskoðenda. Endurskoðendur ásamt öðrum fagstéttum hafa sætt mikilli gagnrýni í kjölfar efnahagshrunsins Töluvert hefur verið skrifað um hver eða hverjir beri ábyrgð á hruninu og þá hvort og þá á hverju endurskoðendur beri ábyrgð á. Bæði eftirlitsaðilar og fagaðilar í röðum endurskoðenda hérlendis sem og erlendis hafa ritað og velt fyrir sér málefnum endurskoðenda í kjölfar efnahagshrunsins. Einnig hafa miklar umræður skapast meðal íslenskra endurskoðenda hvort ISA staðlar um endurskoðun hafi verið rétt innleiddir í lög og hvort endurskoðendum beri að fara eftir stöðlunum við vinnu sína. Eins hefur gagnrýni beinst að Endurskoðendaráði, en ráðið var sett á með nýrri lagasetningu. Hefur fagstétt endurskoðenda skipst í tvær fylkingar í þessum umræðum sem átt hafa sér stað undanfarin misseri. Í rannsókn Þrastar Olafs Sigurjónssonar við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, Kyrrstaða í viðskiptasiðferði á Íslandi kannaði Þröstur hvernig ákveðnar atvinnugreinar lögðu mat á viðhorf til viðskiptasiðferðis í kjölfar efnahagshrunsins, og mátu hvaða fagstéttir byggju yfir minnstu/mestu viðskiptasiðferði. Þar kom í ljós að aðrar atvinnugreinar settu endurskoðendur í næst efsta sætið yfir þá sem búa yfir minnstu viðskiptasiðferði, en endurskoðendur sjálfir setja sig í neðsta sæti, það er að segja að þeir búi yfir mestu viðskiptasiðferði af þeim atvinnugreinum sem tóku þátt í rannsókninni. Í kjölfar rannsóknar Þrastar vakna spurningar um hvort ákveðið væntingagap (expectation gap) sé á milli þess starfssviðs sem endurskoðendur starfa eftir og þess sem að þriðji aðili væntir af endurskoðendum. Hefur almenningur þekkingu á hlutverki og ábyrgð endurskoðenda eða á þessi gagnrýni rétt á sér vegna þeirra starfa fyrir hrun? Félag löggiltra endurskoðenda gaf út bæklinginn Endurskoðandinn - Umhverfi, 9

10 hlutverk, ábyrgð árið 2011 og var sá bæklingur gefinn út til að reyna að minnka væntingagapið á milli almennings og fagstéttarinnar. Væntingagap er og hefur verið vandamál til fjölda ára og er mikið áhyggjuefni innan stéttarinnar. Væntingagap myndast á milli endurskoðenda og almennings vegna vinnu endurskoðenda. Gapið er til staðar þegar endurskoðandi og almenningur hafa mismunandi skoðanir á ábyrgð, skyldum og þeim skilaboðum sem sett eru fram í áritun ársreikninga. Það væntingagap sem þarna myndast getur gert það að verkum að ranghugmyndir verða til um endurskoðendur og störf þeirra og því athyglisvert að skoða hvaða ímynd þeir hafa meðal almennings. Tilgangur rannsóknarinnar er því sá að leita svara við rannsóknarspurningunum: Hver er ímynd endurskoðenda í hugum almennings? Hver er ímynd endurskoðenda í samanburði við fagstéttirnar: viðskiptafræðingar, hagfræðingar, verkfræðingar og lögmenn? Er mismunur í svörum háskólanema og almennings þegar kemur að ímynd endurskoðenda og annarra fagstétta. Til að skilja vinnu endurskoðenda verður hlutverki og ábyrgð þeirra gerð skil, útskýrt hvað felist í þeirra vinnu og fyrir hvern þeir vinna, eftir hvaða lögum, reglum, siðareglum og stöðlum þeim ber að vinna eftir og hvernig þeir öðlast réttindi til að starfa sem löggiltir endurskoðendur. Eins verða fagfélög stéttanna: endurskoðendur, verkfræðingar, hagfræðingar, viðskiptafræðingar og hagfræðingar kynnt í aðalatriðum. Farið verður yfir þá gagnrýni sem endurskoðendur hafa sætt eftir hrun, auk þess sem deilur innan fagstéttarinnar verða raktar. Hugtökin væntingagap og ímynd verða útskýrð ásamt aðferðafræðinni sem notuð er til að mæla ímynd fagstéttanna. 10

11 2 Löggiltur endurskoðandi Dæmigerði endurskoðandinn er karlkyns rétthentur eigandi á stofu, notar gleraugu, er í Vatnsbera eða Meyjarmerkinu, blússar um á jeppa, spilar golf og dreymir um að vera iðnaðarmaður eða lögfræðingur, kýs að flokka ekki ruslið sitt og bakkar listilega vel í bílastæði (Sigríður Soffía Sigurðardóttir, 2012 ;14). Þessi lýsing á löggiltum endurskoðendum er hugsanlega dæmigerð fyrir þá mynd sem margir gera sér af fagstétt sinni í dag sem telur um 380 meðlimi (Félag löggiltra endurskoðenda, e.d.(a)) og er því mun fjölbreyttari en þessi texti gefur til kynna. Til að verða löggiltur endurskoðandi þarf að uppfylla ýmis skilyrði. Til að öðlast próftökurétt að þreyta próf í löggildingu til endurskoðunar þarf einstaklingur að hafa lokið tveggja ára meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun en forkröfur í það nám er BS gráða í viðskiptafræði. Auk þess þarf viðkomandi að vera búinn að starfa undir handleiðslu löggilts endurskoðanda hjá endurskoðunarfyrirtæki í þrjú ár. Viðkomandi þarf að eiga lögheimili hérlendis, vera ríkisborgari aðildaríkis að Evrópska efnahagssvæðinu eða aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyja, verður að hafa haft forræði á búi sínu síðastliðin þrjú ár og hreina sakaskrá. Löggiltir endurskoðendur öðlast starfsviðurkenningu frá Efnahags- og viðskiptaráðherra og eru þar með orðnir opinberir sýslunarmenn (Lög um endurskoðendur nr. 79/2008). Þegar einstaklingur öðlast löggildinguna þarf viðkomandi að vera með virka starfsábyrgðartryggingu (Félag löggiltra endurskoðenda, 2011a). Ríkar kröfur eru gerðar til fagstéttarinnar um endurmenntun, en endurmenntunin skal tryggja að endurskoðendur viðhaldi fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og gildum. Skal endurmenntunin vera að lágmarki 20 klukkustundir á ári og samtals 120 klukkustundir yfir þriggja ára tímabil. Endurmenntunin er á sviði endurskoðunar, reikningsskila og fjármála, skatta- og félagaréttar auk siðareglna og faglegra gilda (Félag löggiltra endurskoðenda, 2011a). Í 6. mgr. 4. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur kemur fram að eingöngu löggiltir endurskoðendur, það er að segja þeir sem hlotið hafa löggildingu til endurskoðunarstarfa, megi nota starfsheitið endurskoðendur. Ein undantekning er þó frá því, en innri endurskoðendur hafa einnig rétt á að kalla sig endurskoðendur. 11

12 3 Hlutverk og ábyrgð endurskoðenda Í 2. tl. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur er hlutverk endurskoðenda skilgreint á eftirfarandi hátt: Óháð og kerfisbundin öflun gagna og mat á þeim í þeim tilgangi að láta í ljós rökstutt og faglegt álit endurskoðenda um áreiðanleika þeirra og framsetningu í samræmi við lög, settar reikningsskilareglur eða önnur skilyrði sem fram koma í álitsgerðinni (Lög um endurskoðendur nr. 79/2008). Einnig er hlutverk endurskoðenda skilgreint í 1. mgr gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga en þar segir: Endurskoðendur eða skoðunarmenn skulu endurskoða ársreikninginn í samræmi við góða endurskoðunarvenju og í því sambandi kanna bókhaldsgögn félagsins og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu (Lög um ársreikninga nr. 3/2006). Tilgangurinn með endurskoðun ársreikninga er að tryggja trúverðugleika fyrirtækisins gagnvart lesendum ársreikningsins, en lesendur ársreikninga eru oftast nær hagsmunaaðilar fyrirtækisins, sem geta verið til dæmis hluthafar, lánardrottnar og viðskiptavinir félagsins. Einnig er tilgangurinn með endurskoðun sá að auka áreiðanleika reikningsskila (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2011). Það eru þó alltaf stjórnendur sem eru ábyrgir fyrir framsetningu ársreikningsins en samkvæmt alþjóðlegum endurskoðunarstaðli, ISA 210 skal endurskoðandi afla samþykkis stjórnenda á því að þeir skilji og staðfesti ábyrgð sína með svokölluðu ráðningabréfi (International Federation of Accountants, 2012). Endurskoðendur starfa með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi, þeir starfa ekki einungis fyrir viðskiptavininn og þeirra hlutverk er ekki eingöngu að þjóna hans þörfum heldur samfélagsins. Við störf sín ber endurskoðanda að virða siðareglur endurskoðenda sem bundnar eru í lög nr. 79/2008 um endurskoðendur (Félag löggiltra endurskoðenda, 2009). Við lok endurskoðunar ber endurskoðendum að fá stjórnendur til að staðfesta með svokölluðu staðfestingarbréfi að þeir hafi gefið allar mikilvægar upplýsingar um 12

13 reikningsskil félagsins. Ef staðfestingarbréfs er ekki aflað getur endurskoðandi ekki gefið álit sitt með áritun á ársreikninginn (Félag löggiltra Endurskoðenda, 2011a). 3.1 Hvað er endurskoðun? Eins og fyrr segir er endurskoðun öflun gagna og að leggja mat á þau gögn, tilgangur endurskoðunar er að leggja faglegt mat á þau gögn sem endurskoðandi hefur aflað sér. Endurskoðun getur verið endurskoðun á ársreikningi fyrirtækis eða endurskoðun á árshlutareikningi fyrirtækis. Verkefni sem endurskoðendur taka að sér geta verið margslungin, en skipast þó helst í tvo meginflokka, lögbundin verkefni og önnur verkefni. Endurskoðendur starfa eftir viðurkenndum alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum, IFAC, bæði vegna vinnu við endurskoðun ársreikninga og einnig við önnur störf (International Federation of Accountants, 2012). Í lögum um ársreikninga, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um hlutafélög og fleiri lögum er gerð krafa um að ákveðin fyrirtæki og stofnanir sem falla undir viss skilyrði skuli kjósa endurskoðanda fyrir eininguna, eins kemur fram í þessum sömu lögum að endurskoðendur verði að koma að ýmsum sérhæfðum verkefnum eins og stofnun og slitum félaga (Félag löggiltra endurskoðenda, 2011a). Önnur verkefni sem endurskoðendur vinna að eru til dæmis að veita könnunaráritun á ársreikninga eða árshlutareikninga hjá félögum þar sem ekki er gerð krafa um að félag skili endurskoðuðum ársreikningi. Könnunavinna endurskoðenda er þó ekki skilgreind í lögum um ársreikninga, heldur er einungis talað um endurskoðaða ársreikninga og óendurskoðaða ársreikninga (Lög um ársreikninga nr. 3/2006). Um könnunaráritun gilda ISRE staðlar IFAC (International Federation of Accountants, 2012). Meðal annarra verkefna endurskoðenda má nefna: færsla bókhalds, veita aðstoð við gerð ársreikninga, vinna við skattframtöl, úttektir og vottanir á innra eftirliti fyrirtækja eða stofnana, innri endurskoðun, fjárhagslegar áreiðanleikakannanir og fleira. Þegar endurskoðandi tekur að sér vinnu við önnur verkefni verður viðkomandi ávallt að vera á varðbergi gagnvart óhæði og að ekki myndist ógnun við óhæði hans (Félag löggiltra endurskoðenda, 2011a). 13

14 3.2 Siðareglur endurskoðenda Nýjar siðareglur fyrir endurskoðendur voru gefnar út árið 2009 af Félagi löggiltra endurskoðenda 1 (Félag löggiltra endurskoðenda, 2009). Siðareglurnar eru bundnar í lög sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 79/2009 um endurskoðendur og ber löggiltum endurskoðendum að starfa eftir og fylgja þeim reglum við störf sín. Nýju siðareglurnar hér á landi voru settar í kjölfar nýrra og uppfærðra alþjóðlegra siðareglna (Code of Ethics for Professional Accountants) sem gefnar eru út af Alþjóðasambandi endurskoðenda (The International Federation of Accountants) árið 2009, en þær byggja á upphaflegu reglunum sem gefnar voru út árið Íslensku siðareglurnar byggja alfarið á alþjóðlegu siðareglunum en þar sem FLE er aðlili að IFAC þá ber þeim að taka upp siðareglur sambandsins (Efnahags - og viðskiptaráðuneytið, 2011). Siðareglurnar gefa nánari skilgreiningu á því hvernig endurskoðandi skal starfa, hvað sé rétt og rangt í störfum þeirra og tekur meðal annars á þóknun endurskoðenda ásamt óhæði þeirra. Þóknun fyrir vinnu endurskoðenda skal vera hæfileg til þess að honum sé kleift að komast að faglegri niðurstöðu miðað við sett lög og reglur. Óhæði felur í sér óhæði í reynd og ásýnd. Margbreytilegar aðstæður geta ógnað óhæði í báðum tilfellum og er því mjög mikilvægt að endurskoðendur séu ávallt vakandi fyrir óhæði í störfum sínum og meti það í hverju tilfelli fyrir sig. Siðareglurnar eru þær lágmarkskröfur sem endurskoðendur skulu starfa eftir, en önnur lög og stjórnvaldsfyrirmæli hafa þó alltaf sterkari rétt en siðareglur þessar (Félag löggiltra endurskoðenda, 2009). Í siðareglum fyrir endurskoðendur eru taldar upp þær grundvallarreglur sem endurskoðendur skulu hlíta, þær eru: Heilindi vera hreinskiptinn og heiðarlegur í öllum samskipum. Hlutlægni ekki láta hlutdrægni, hagsmunaárekstra eða óviðeigandi áhrif annarra ráða dómgreind sinni. Fagleg hæfni og varkárni viðhalda faglegri þekkingu og hæfni sinni til að tryggja að viðskiptavinur eða vinnuveitandi fái faglega þjónustu í samræmi við ríkjandi framþróun í starfsgreininni, lagasetningu og starfsaðferðir. Endurskoðandi skal starfa af kostgæfni og í samræmi við viðurkennda tæknilega og faglega staðla. 1 Hér eftir skammstafað FLE 14

15 Trúnaður gæta trúnaðar í faglegum og viðskiptalegum samskiptum sínum og ekki veita þriðja aðila upplýsingar án sérstakrar heimildar nema það sé réttmætt eða skylt samkvæmt lögum eða faglegum kröfum. Slíkar upplýsingar skulu hvorki notaðar í eigin þágu né þriðja aðila. Fagleg hegðun fara eftir lögum og reglugerðum og forðast allt sem kastað gæti rýrð á endurskoðendastéttina. (Félag löggiltra endurskoðenda, 2009 ; 6-7) 3.3 Lagaumhverfi Í 1. mgr. 8.gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur segir: Endurskoðendur skulu rækja störf sín af kostgæfni og samviskusemi í hvívetna og fylgja ákvæðum þeirra laga og reglna sem gilda um störf þeirra (Lög um endurskoðendur nr. 79/2008). Þarna birtast tengsl laga og siðferðis, og á ákvæðið í raun að tryggja ákveðið siðferði hjá endurskoðendum, svipaðar málsgreinar má finna í lögum um aðrar fagstéttir. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á lögum nr. 2/1995 um hlutafélög eftir hrun og var eitt af markmiðum þeirra breytinga að auka ábyrgð endurskoðenda (J.A.B, 2009) Alþjóðleg þróun á lagaumhverfi endurskoðenda Mikilar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi og kröfum vegna starfa endurskoðenda í kjölfar stórra gjaldþrota sem rekja má til starfa endurskoðenda. Árið 2002 voru Sarbanes Oxley lögin sett í Bandaríkjunum í kjölfar hneykslismála þar í landi á borð við Enron, World.com, Tyco o.fl. SOX lögin eins og þau eru kölluð voru sett á til að auka traust og skilvirkni markaðarins, og eru ströng viðurlög við brotum á þeim (Tobj, 2004). Með tilkomu SOX laganna var settur á sjálfstæður eftirlitsaðili í Bandaríkjunum (Public Company Accounting Oversight Board PCOAB). Leysti þessi eftirlitsaðili af eftirlitsaðila sem hafði verið á vegum endurskoðunarstéttarinnar sjálfrar (Efnahags - og viðskiptaráðuneytið 2011) Áttunda Félagtilskipun ESB nr. 43/2006 Undirbúningur við vinnu vegna tilskipunarinnar hófst árið Við vinnu við tilskipunina á næstu árum var stuðst við þann lærdóm sem dreginn var af 15

16 fjármálamisferlum sem áttu sér stað um aldamótin bæði í Bandaríkjunum og Evrópu (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2011). Eins og fyrr segir voru gerðar miklar breytingar á reglum um störf endurskoðenda með tilkomu laga nr. 79/2008 um endurskoðendur. En markmiðið með breytingunum var að innleiða áttundu félagatilskipun ESB. Markmiðið með tilskipuninni er að samræma kröfur og gæði endurskoðunar á öllu EES svæðinu og ekki síst að auka tiltrú fjárfesta á endurskoðuðum ársreikningum (Fjármálaráðuneytið, 2009). Tilskipunin gerir kröfur um að skipaður sé opinber eftirlitsaðili sem hafi með höndum ákveðin verkefni er varða eftirlit með starfsemi endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja, en samskonar eftirlit var sett á í Bandaríkjunum með tilkomu Sarbanes Oxley laganna sem sett voru árið Lögum samkvæmt var FLE falin framkvæmd nokkurra af þessum verkefnum í samráði við endurskoðendaráð (Viðskiptaog efnahagsráðuneytið, 2011) Lög um endurskoðendur nr. 79/2008 Núgildandi lög tóku við af lögum nr. 18/1997 um endurskoðendur og tóku nýju lögin gildi þann 1. janúar árið Miklar breytingar komu með núgildandi lögum og þá helst er varðar fyrirkomulag á stjórnsýslu og eftirliti með endurskoðendum, eftirlitið hefur verið aukið verulega og settar hafa verið nýjar reglur um eftirlit í lögin (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2011). Eins og fyrr segir voru gerðar nokkrar gagngerðar breytingar með tilkomu nýrra laga, en þær eru helstar: Gæðaeftirlitið var bundið í lög. Með gæðaeftirliti er átt við að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki verði að sæta gæðaeftirliti, ekki sjaldnar en á 6 ára fresti, en ef fyrirtækið annast endurskoðun hjá einingu tengdri almannahagsmunum skal gæðaeftirlit fara fram ekki sjaldnar en á 3ja ára fresti. Endurskoðendaráð sér um framkvæmd gæðaeftirlits og birtir árlega niðurstöður um eftirlitið. Gerðar eru auknar kröfur um óhæði, þá sérstaklega útaf einingum tengdum almannahagsmunum. Hjá slíkri einingu verða endurskoðendur að staðfesta óhæði sitt sérstaklega á hverju ári gegn einingunni sem verið er að 16

17 endurskoða. Einnig er nú skylda fyrir þær endurskoðunarskrifstofur sem endurskoða einingu tengda almannahagsmunum að birta gagnsæisskýrslu á heimasíðu sinni. Endurskoðandi verður að taka sér frí frá endurskoðun á einingunni að minnsta kosti í tvö ár samfellt eftir að hafa endurskoðaða eininguna í sjö ár. Ítarlegri kröfur eru gerðar um endurmenntun endurskoðenda, lágmark 20 klukkustundir á ári í endurmenntun, og samtals 120 klukkustundir á 3ja ára tímabili. FLE hefur fengið ítarlegra hlutverk við að halda utan um réttindi endurskoðenda. Öllum endurskoðendum er orðið skylt að vera félagsmenn í FLE frá 1.jan 2009 eða frá gildistöku laganna. Ef starfandi endurskoðandi uppfyllir ekki ákvæði nýju laganna skal hann leggja inn réttindi sín, og er það á hans ábyrgð og skal hann tilkynna það til endurskoðendaráðs (Lög um endurskoðendur nr. 79/2008) Lög um ársreikninga nr. 3/2006 Samkvæmt 1. mgr gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga segir: Endurskoðendur eða skoðunarmenn skulu endurskoða ársreikninginn í samræmi við góða endurskoðunarvenju og í því sambandi kanna bókhaldsgögn félagsins og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu (Lög um ársreikninga nr. 3/2006). Fjármálaeftirlitið 2 skal í samráði við FLE sjá til þess að skilgreining á góðri endurskoðunarvenju liggi fyrir hverju sinni (Lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002). Lög um ársreikninga fjalla sérstaklega um endurskoðun í 9. kafla laganna. Þar kemur fram að aðalfundur eða almennur félagsfundur kjósi sér endurskoðendur, endurskoðunarfélag og skoðunarmenn, en undanþágur gagnvart því geta þó verið í samþykktum félagsins. Einnig geta félagsmenn sem hafa yfir að ráða að lágmarki 10% af atkvæðum á aðalfundi farið frammá það við stjórn félags að borið sé undir ársreikningaskrá að tilnefndur sé endurskoðandi sem tekur þátt í endurskoðunarstörfum með núverandi endurskoðanda þar til næsti aðalfundur er 2 Hér eftir skammstafað FME 17

18 haldinn. Ársreikningaskrá getur þó hafnað þeirri heimild. Ársreikningaskrá skal einnig tilnefna endurskoðenda í þeim tilvikum þar sem enginn endurskoðandi hefur verið valinn fyrir félagið, ef hann er ekki rétt valinn samkvæmt lögum um ársreikninga og eins ef endurskoðandi eða samþykktir félagsins uppfylla ekki lengur skilyrði samkvæmt lögunum. Endurskoðendur hafa rétt til að vera viðstaddir félagsfundi, og hjá félögum sem hafa hluta- eða skuldabréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði inni EES er þeim skylt að sitja aðalfundi þess félags. Endurskoðandi skal hlýta þeirri ósk hluthafa, stjórnar eða stjórnenda ef þeir fara þess á leit við þá, að sitja fundi félagsins. Á aðalfundi skal endurskoðandi svara fyrirspurnum er varða áritaðan ársreikning yfirstandandi reikningsárs. Endurskoðandi skal einnig verða við ósk stjórnarmanna ef þeirra viðveru er óskað á stjórnarfundi og skal endurskoðandi sitja stjórnarfundi þar sem farið er yfir þau reikningsskil sem þeir hafa veitt áritun sína á (Lög um ársreikninga nr. 3/2006). Þeim félögum sem uppfylla tvenn af eftirfarandi skilyrðum: eignir nema meira en kr, rekstrartekjur fara yfir kr eða fjöldi ársverka á reikningsári ná fimmtíu, er þeim skylt að kjósa sér að lágmarki einn endurskoðanda eða endurskoðunarfélag. Skal félag þá kjósa sér endurskoðanda um leið og það sér frammá að uppfylla fyrrgreind skilyrði. Eins er félögum sem skráð eru eða hlutabréf þess skráð á skipulegum verðbréfamarkaði í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins skylt að kjósa sér að lágmarki einn endurskoðenda. Félög sem ekki leggja hömlur á viðskipti með bréf félagsins skulu kjósa sér endurskoðenda. Lögin skylda einnig samvinnufélög með B deildar stofnsjóð til að kjósa sér að lágmarki einn endurskoðanda. Í þeim tilvikum þar sem félagsmenn sem hafa yfir að ráða 20% af atkvæðisrétti í félagi sem skylt er að kjósa sér endurskoðanda, geta þeir saman farið frammá að kosinn verði að lágmarki einn endurskoðandi (Lög um ársreikninga nr. 3/2006). Endurskoðendur skulu gera aðalfundi grein fyrir því ef stjórnendur félagsins fara ekki að lögum sem getur leitt til þess að þeir eða félagið sé ábyrgt gagnvart því, og eins ef stjórnendur hafa ekki farið eftir samþykktum félagsins. Stjórnendum og stjórn félags er skylt að láta endurskoðanda í té öll þau gögn og upplýsingar sem nauðsynleg eru við vinnu hans (Lög um ársreikninga nr. 3/2006). Þegar endurskoðunarvinnu er lokið skal endurskoðandi árita ársreikninginn með viðeigandi áritun. Koma þarf fram að ársreikningur sé endurskoðaður í samræmi við 18

19 ákvæði laga og settar reikningsskilareglur, eins þarf endurskoðandi að gefa álit á niðurstöðum endurskoðunarinnar. Áritun endurskoðanda skal uppfylla ákveðin atriði, tilgreina verður fyrir hvaða ár ársreikningur var endurskoðaður og eftir hvaða reikningsskilareglum viðkomandi ársreikningur var saminn, lýsing á því hversu mikil endurskoðunin var og hvaða reglum varðandi endurskoðun var beitt. Endurskoðandinn þarf að gefa álit sitt á því hvort viðkomandi ársreikningur gefi glögga mynd af reikningsskilum félagsins, hvort hann sé saminn í samræmi við lög og skal áritun vera viðeigandi. Þegar sagt er að ársreikningur gefi glögga mynd er það ákveðin trygging fyrir því að ársreikningurinn í heild sinni sé laus við meiriháttar villur, hvort sem þær eru vegna gáleysis eða með sviksömum hætti og farið sé eftir lögum og reglum við gerð ársreiknings (Efnahags - og viðskiptaráðuneytið, 2011). Gera verður sérstaklega grein fyrir þeim málum sem endurskoðandi vill vekja athygli á en koma þó ekki fram í áritun. Endurskoðandi þarf að ganga úr skugga um að skýrsla stjórnar búi yfir þeim upplýsingum sem ber að birta í skýrslunni og að upplýsingar sem koma fram í skýrslunni séu í samræmi við það sem kemur fram í ársreikningi félagsins, ef vankanntar eru á því skal endurskoðandi vekja athygli á því í áritun sinni. Í þeim tilvikum þar sem endurskoðandi ákveður að samþykkja ekki ársreikninginn þarf hann að taka það sérstaklega fram. Ef endurskoðandi vill koma ákveðnum athugasemdum á framfæri við stjórn eða stjórnendur skal skrá viðkomandi athugasemdir skriflega og þá helst í sérstaka endurskoðunarbók, skulu þessar athugasemdir varðveittar af stjórn félagsins. Endurskoðandi er bundinn trúnaðarskyldu gagnvart félagi og má ekki láta þriðja aðila upplýsingar í té, einnig er honum óheimilt að veita einstökum félagsmönnun upplýsingar er varða hag félagsins (Lög um ársreikninga nr. 3/2006). Við innleiðingu á áttundu félagatilskipun ESB var ákvæðum um endurskoðunarnefndir bætt inní lög um ársreikninga (Lög um ársreikninga nr. 3/2006). En um endurskoðunarnefndir gildir að þeim félögum sem skilgreind eru einingar tengdar almannahagsmunum er nú skylt að hafa starfandi endurskoðunarnefnd, skal hún skipuð minnst þremur aðilum og er það í höndum stjórnar félagsins að skipa nefndina. Þeir sem tilnefndir eru í endurskoðunarnefnd félagsins skulu vera óháðir endurskoðanda og skal meirihluti nefndarinnar einnig vera óháður einingunni. Kröfur eru gerðar til þess að nefndarmenn hafi þekkingu og reynslu í takt við þau störf sem falla undir nefndina, eins 19

20 skal að lágmarki einn nefndarmaður hafa góða þekkingu og reynslu í reikningsskilum eða endurskoðun. Nefndin skal hafa eftirlit með reikningsskilum, fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits, innri endurskoðun og áhættustýringu. Einnig skal nefndin hafa eftirlit með framkvæmd endurskoðunar ársreiknings, og meta hvort endurskoðandi og endurskoðunarfyrirtæki séu óháð einingunni, auk þess að hafa eftirlit með öllum störfum endurskoðanda. Nefndin sendir stjórn einingar tillögu um val á endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki og skal tillaga stjórnar byggð á tilmælum frá nefndinni. Ytri endurskoðandi einingarinnar skal skriflega gera nefndinni grein fyrir störfum sínum fyrir eininguna og skila sérstaklega skýrslu um þau atriði sem mikilvæg eru, gera árlega grein fyrir óhæði sínu og setja sérstaklega fram upplýsingar um veikleika sem finnast í innra eftirliti einingarinnar sem snúa að verkferli reikningsskilanna (Lög um ársreikninga nr. 3/2006) Lög um bókhald nr. 145/1994 Flest fyrirtæki og stofnanir á Íslandi þurfa að færa bókhald í rekstri sínum, þó með einstökum undantekningum. Þeim aðilum sem skylt er að færa bókhald skulu setja það fram á skýran og aðgengilegan hátt og skulu semja ársreikning sinn árlega útfrá bókhaldi félagsins eftir lögum, reglugerðum og settum reikningsskilareglum. Færsla bókhalds og gerð ársreikningsins er á ábyrgð stjórnenda. Ársreikningurinn skal vera undirritaður af þeim stjórnendum sem bera ábyrgð á bókhaldinu (Lög um bókhald nr. 145/1994). Endurskoðendur og skoðunarmenn sem annast skoðun reikninga fyrir félög skulu ávallt hafa gott aðgengi að bókhaldi félagsins sem nýtist þeim við athuganir og kannanir. Stjórn félagsins skal sjá til þess að endurskoðendur og skoðunarmenn fái aðgang að öllu bókhaldi og upplýsingum sem nýtist við vinnu þeirra. Endurskoðendur og skoðunarmenn hafa rétt á að sitja fundi félagsins þar sem fjallað er um ársreikning þess, þeim er þó óheimilt að gefa upplýsingar um hag félagsins til einstakra félagsmanna eða til annara aðila (Lög um bókhald nr. 145/1994) Lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 FME veitir starfsleyfi til þeirra félaga sem uppfylla skilyrði samkvæmt lögum þessum um fjármálafyrirtæki. Víðtækari kröfur eru gerðar um endurskoðun á þessum félögum en öðrum félögum (Lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002). 20

21 Félögum sem FME veitir starfsleyfi til að starfa sem fjármálafyrirtæki, skulu hafa starfandi endurskoðunardeild innan félagsins þó með undantekningum eftir eðli og umfangi. Deildin skal annast innri endurskoðun hjá félaginu og skal hún vera algjörlega sjálfstæð og óháð öðrum deildum í skipuriti félagsins. Deildin er hluti af eftirlitskerfi félagsins. Starfsmenn sem ráðnir eru í deildina skulu hafa reynslu og þekkingu af þeim störfum sem deildin annast, fjöldi starfsmanna deildarinnar ræðst af stærð hennar og mega þeir ekki vera hluthafar í félaginu. Forstöðumaður deildarinnar er ráðinn af stjórn félagsins og starfar í umboði hennar. Skal hann hafa ákveðna reynslu og þekkingu á innri endurskoðun og má viðkomandi ekki hafa orðið gjaldþrota. Það er svo í höndum FME að taka út hæfi forstöðumanns deildarinnar og hefur eftirlitið heimild til að framkvæma þá úttekt hvenær sem er. Deildin gerir stjórn og endurskoðunarnefnd reglulega grein fyrir starfsemi sinni. Þá er stjórn félagsins skylt að taka þær athugasemdir sem forstöðumaður deilarinnar telur mikilvægar fyrir á stjórnarfundum og skulu þær skjalfestar. Forstöðumaður deildarinnar hefur heimild til að sitja þá stjórnarfundi þar sem athugasemdirnar eru teknar fyrir. Einnig skal deildin eigi sjaldnar en árlega gera FME grein fyrir þessum athugasemdum auk niðurstaðna úr könnunum sem deildin lætur framkvæma. FME sinnir almennu eftirliti með fjármálafyrirtækjum, auk þess sem eftirlitið hefur heimild til að leggja stjórnvaldssektir á þá einstaklinga eða fyrirtæki sem brjóta gegn ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki og er þeim beitt sama hvort lögbrot er framið af ásetningi eða gáleysi (Lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002). Í stjórnum fjármálafyrirtækja skulu stjórnarmenn uppfylla ákveðin skilyrði sem tilgreind eru í lögum um fjármálafyrirtæki og mega þeir ekki sitja í stjórn sem eru í nánum tengslum við eða eru starfsmenn eða endurskoðendur annars félags sem telst eftirlitsskylt. Er það í höndum stjórnar fjármálafyrirtækis að boða til aðalfundar en endurskoðendur, FME, stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu boða til hans ef stjórnin gerir það ekki. Endurskoðandi hefur heimild til að sitja almenna stjórnarfundi, og er skylt að sitja aðalfundi félags (Lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002). Ársreikningur fjármálafyrirtækja er saminn og undirritaður á hverju rekstrarári af stjórn og framkvæmdarstjóra þess, auk reikningsskila skal ársreikningur fjármálafyrirtækja innihalda skýrslu stjórnar. Einnig er fjármálafyrirtækjum skylt að birta árshlutauppgjör og samstæðureikningsskil þegar við á. Launagreiðslur, hverskonar 21

22 greiðslur og hlunnindi hvers og eins stjórnarmanns, framkvæmdastjóra og lykilstjórnenda skulu koma fram í ársreikningi auk þess hversu margir þeir eru. Reglur um uppsetningu á ársreikningi og árshlutareikningi fjármálafyrirtækja, auk skilgreiningar á góðri reikningsskilarvenju eru settar af FME í samráði við reikningsskilaráð. FME skal í samráði við FLE sjá til þess að skilgreining á góðri endurskoðunarvenju liggi fyrir. Telji FME að endurskoðuð reikningsskil fjármálafyrirtækis gefi ekki glögga mynd af stöðu þess, hefur það heimild til að láta framkvæma sérstaka endurskoðun hjá félaginu á kostnað félagsins. Undirrituðum ársreikningi og skýrslu stjórnar fjármálafyrirtækja skal skilað til FME á hverju rekstrarári (Lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002). Endurskoðandi eða endurskoðunarfyrirtæki skal kosið til fimm ára á aðalfundi fjármálafyrirtækis, en þó er félaginu heimilt að segja upp samningi fyrr með áliti endurskoðendaráðs ef tilefni þykir til. Ekki er heimilt að endurskoðandi eða endurskoðunarfyrirtæki annist önnur störf fyrir félagið, ef öðrum störfum hefur verið sinnt skulu líða 5 ár frá því að þeim störfum lauk þar til að heimilt er að kjósa viðkomandi. Endurskoðandi má ekki sitja í stjórn félags og má ekki vera skuldugur við hið endurskoðaða félag (Lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002). Þagnarskylda gildir um störf endurskoðenda fjármálafyrirtækja þó með þeim undantekningum þegar vart er við verulega ágalla í rekstri eða innra eftirliti, greiðslutryggingar útlána eru veikar eða önnur tilfelli eru til staðar sem geta veikt fjárhagsstöðu félagsins og myndu hafa áhrif á niðurstöðu á áritun ársreiknings félagsins. Hið sama gildir ef lög, reglur og reglugerðir hafa verið brotnar. Endurskoðandi skal tilkynna stjórn og FME þessa ágalla og felur það ekki í sér brot á þagnarskyldu (Lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002) Reglur um endurskoðun fjármálafyrirtækja nr. 532/2003 Góð endurskoðunarvenja hjá fjármálafyrirtækjum er skilgreind í reglum um endurskoðun fjármálafyrirtækja og leiðbeina þær við skipulagningu, framkvæmd og könnunaráritun hjá fjármálafyrirtækjum. Endurskoðun skal auk þess vera framkvæmd eftir góðri endurskoðunarvenju, vera gerð í samræmi við ákvæði reglna um endurskoðun fjármálafyrirtækja og skal ársreikningur sýna glögga mynd af reikningsskilum viðkomandi félags. Tilgreindar eru sömu óhæðisreglur og koma fram í lögum um fjármálafyrirtæki (Stjórnartíðindi, 2003). 22

23 Stjórn, framkvæmdastjóri eða þriðji aðili fjármálafyrirtækis má ekki hafa áhrif á framkvæmd endurskoðunar, og endurskoðandi getur ekki gert samkomulag við viðkomandi aðila um takmörkun á endurskoðuninni. Endurskoðendur fjármálafyrirtækja kynna sér innri endurskoðunardeild félagsins og geta byggt vinnu sína að hluta á þeirra vinnu eftir að gerð hefur verið athugun á umfangi og gæðum þeirrar vinnu sem innri endurskoðunardeild hefur framkvæmt. Tryggja verður að innri endurskoðunardeild félagsins sé óháð öðrum deildum, þó ber endurskoðendum að framkvæma vissar athuganir sama hversu gott innra eftirlit félagsins er. Aðrir sérfræðingar geta verið kallaðir til við vinnu endurskoðenda, og hafa ytri endurskoðendur heimild til að kalla þá til ef þörf þykir (Stjórnartíðindi, 2003). Þegar hinni hefðbundnu endurskoðunarvinnu lýkur áritar endurskoðandi ársreikning fjármálafyrirtækis og sendir til stjórn félags, en til viðbótar fylgir sérstök endurskoðunarskýrsla þar sem endurskoðandi gerir nákvæma grein fyrir endurskoðunarvinnu sinni sem listuð eru í þessum reglum (Stjórnartíðindi, 2003) Reglugerð um starfsábyrgðartryggingu endurskoðenda nr. 673/1997 Löggiltum endurskoðendum er skylt að hafa gilda starfsábyrgðartryggingu hjá vátryggingarfélagi sem hefur starfsleyfi hérlendis. Sé viðkomandi ekki með gilda starfsábyrgðartryggingu er honum skylt að leggja inn réttindi sín til að starfa sem endurskoðandi og er þá óheimilt að starfa sem slíkur. Starfsábyrgðartryggingu þessari er ætlað að mæta fjárhagstjóni sem getur skapast af gáleysi í störfum endurskoðanda og hans starfsfólks og tekur hún til allra starfa sem unnin eru innan evrópska efnhagssvæðisins. Verði tjón sem fellur undir starfsábyrgðartryggingu endurskoðanda skal tryggingarfélag tilkynna bótaskylda atvikið og upphæð greiðslna til FME. FME heldur utan um staðfestingar á starfsábyrgðartryggingum endurskoðenda (Fjármálaráðuneytið, 1997) Reglur um gæðaeftirlit nr. 860/2010 Gæðaeftirlit hefur það markmið að fylgjast með að endurskoðendur ræki störf sín í samræmi við lög, reglugerðir og siðareglur sem til starfsins taka. FLE annast gæðaeftirlitið í samráði við endurskoðendaráð og velja þau í sameiningu gæðaeftirlitsmenn. Þeir sem veljast sem gæðaeftirlitsmenn eru endurskoðendur sem 23

24 verða að búa yfir mikilli reynslu af endurskoðandastörfum og auk þess skulu þeir vera óháðir þeim sem lenda í eftirliti (Stjórnartíðindi, 2010). Með gæðaeftirliti er verið að kanna gæðakerfi endurskoðunarfyrirtækis og gæðastjórnun endurskoðenda. Gæðakerfi og gæðastjórnun eiga að tryggja að endurskoðendur ræki störf sín eftir þeim lögum, reglugerðum og siðareglum sem um störf þeirra gilda. Framkvæmdar eru sannprófanir á því hvort unnið sé í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og felur eftirlitið í sér úttekt sem beinist að ákveðnum markmiðum. Eftirlitið er framkvæmt hjá öllum endurskoðendum og er eins hjá öllum endurskoðunarfyrirtækjum. Eftirlitið er framkvæmt hjá endurskoðendum eigi sjaldnar en á sex ára fresti, en ef endurskoðandi endurskoðar einingu tengda almannahagsmunum fer eftirlitið fram eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti, þó er heimilt að framkvæma eftirlitið oftar ef þörf krefur. Þeir sem sæta eftirlitinu skulu veita gæðaeftirlitsmönnum aðgang og upplýsingar að öllu því sem þeir óska eftir, ekki er heimilt að beita þagnarskylduákvæðinu við eftirlitið (Stjórnartíðindi, 2010). Framkvæmd gæðaeftirlits fer fram á tímabilinu október til desember á hverju ári, gæðaeftirlitsmenn fara eftir fyrirframákveðnum gátlistum hverju sinni og eru þeir bundnir þagnaskyldu vegna allrar vinnu við eftirlitið. Sá sem lendir í úrtaki er látinn kvitta fyrir eftirlitinu og hefur rétt til að láta skrá sínar athugasemdir við eftirlitið og eru athugasemdirnar þá hluti af gæðaeftirlitsskýrslunni. FLE fær afhenda skýrsluna og ber allan kostnað af eftirlitinu. FLE sér svo um að taka saman niðurstöður úr eftirlitunum sem þeir senda áfram til Endurskoðendaráðs sem ber ábyrgð á varðveislu eftirlitsins og skal það varðveitt í sjö ár. Niðurstöður eru metnar af Endurskoðendaráði sem tekur afstöðu til þess hvort bregðast þurfi við með nánara eftirliti (Stjórnartíðindi, 2010). 3.4 Alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar (ISA) Samkvæmt 6. tölulið 1. mgr. 1.gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur er skilgreiningin á alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum: Alþjóðlegir staðlar um endurskoðun (ISA) og tengdar yfirlýsingar og staðlar, að því marki sem þeir tengjast endurskoðun, sem framkvæmdarstjórn ESB hefur samþykkt í samræmi við 26.gr. tilskipunar 2006/43/EB og teknir hafa verið upp í íslenskum rétt (Lög um endurskoðendur nr. 79/2008). 24

25 Sömu lög tilgreina að endurskoðendur skuli rækja störf sín í samræmi við staðlana og að áritun við lok endurskoðunar skuli einnig vera í samræmi við þá. Ákvæði tvö til bráðabirgða í fyrrnefndum lögum segir orðrétt: Þar til alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hafa verið teknir upp í íslenskan rétt skal endurskoðun skv. 9. gr. fara eftir góðri endurskoðunarvenju. Með góðri endurskoðunarvenju er átt við að endurskoðað sé með viðurkenndum aðferðum í samræmi við leiðbeinandi reglur um endurskoðun (ISA) út gefnar af IFAC sem Félag löggiltra endurskoðenda er aðili að (Lög um endurskoðendur nr. 79/2008). Framkvæmdarstjórn ESB hefur ekki samþykkt þessa alþjóðlegu endurskoðunarstaðla og því gildir bráðabirgðarákvæði II þar til samþykki hefur verið veitt (Efnahags og viðskiptaráðuneytið, 2011). Með áttundu félagatilskipuninni var endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum gert að starfa í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og með henni gat ESB samþykkt sérstaklega alþjóðlega endurskoðunarstaðla sem yrðu innleiddir í bandalaginu (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2011). ISA staðlarnir voru nýlega endurskrifaðir í heild sinni og ber að fara eftir þeim fyrir reikningsár sem hófst 15. desember 2009 og síðar. Staðlarnir eru 36 talsins. Til þess að endurskoðendur geti sagt að þeir hafi framkvæmt endurskoðun í samræmi við staðlana þá ber þeim að fylgja þeim öllum en ekki bara hluta þeirra (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2011). Lög um endurskoðun í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru ekki með beina tilvísun í alþjóðlega endurskoðunarstaðla eins og hérlendis, en í þeim löndum hafa staðlarnir verið þýddir yfir á tungumál fyrrnefndra landa og ákvæðum sem sérstaklega eiga við viðkomandi land bætt við staðlana þar sem við á. Hérlendis hafa staðlarnir ekki verið þýddir yfir á íslensku (Efnahags og viðskiptaráðuneytið, 2011). Efnahags og viðskiptaráðherra skipaði 31. ágúst 2010 nefnd um málefni endurskoðenda og er það mat nefndarinnar að óvissa ríki um lagalegt gildi ISA staðlanna hérlendis. Telur nefndin að ráðuneytið skuli kynna sér innleiðingu á stöðlunum og hvort það hafi verið gert með fullnægjandi hætti og snýr það helst að því að staðlarnir hafi ekki verið þýddir yfir á íslensku, skuldbindingargildi þeirra og formlegri birtingu staðlanna auk þess að hafa ekki formlega verið samþykktir af FLE sem íslenskir endurskoðunarstaðlar (Efnahags og viðskiptaráðuneytið, 2011). 25

26 4 Fagfélögin Eins og fyrr segir er rannsóknarspurning verkefnisins sú að mæla ímynd endurskoðenda ásamt því að bera saman ímynd endurskoðenda við ímynd annarra fagstétta. Eftir ákveðnar vangaveltur var ákveðið að ímynd fagstéttanna: viðskiptafræðingar, hagfræðingar, lögmenn og verkfræðingar yrðu bornar saman við ímynd endurskoðenda. 4.1 Félag löggiltra endurskoðenda Félagið hefur verið starfandi frá árinu 1935 og var upphaflega félagsskapur sem annaðist gæslu og þróun á hagsmunum og áhugamálum félagsmanna. Félagið var stofnað af fyrstu átta löggiltu endurskoðendum landsins og voru menntunarmál verðandi endurskoðenda mikið kappsmál á þeim tíma (Sigurður Tómasson, 1995). Hlutverki FLE er lýst í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur: Hlutverk Félags löggiltra endurskoðenda er að stuðla að faglegri framþróun í endurskoðun og skyldum greinum (Lög um endurskoðendur nr. 79/2008). Á heimasíðu félagsins er hlutverki FLE lýst sem: FLE var frá upphafi ætlað það hlutverk að efla samstarf um hagsmuni og menningarmál stéttarinnar. Félagið vinnur að hagsmuna- og framfaramálum á starfssviði endurskoðenda og er vettvangur skoðanaskipta um fagleg málefni stéttarinnar (FLE, e.d.(b)). Grunngildin í starfsemi félagsins eru heilindi, óhæði og traust. Félagið annast endurmenntun félagsmanna og tryggir að nægilegt framboð sé af endurmenntun fyrir stéttina. Upplýsingamiðlun um faglegt efni og starfsemi er í höndum félagsins, eins er kynning á hlutverki og störfum endurskoðenda á ábyrgð félagsins, en félagið gaf einmitt út ritið Endurskoðandinn árið 2011 til að auka skilning á hlutverki og ábyrgð endurskoðenda (Félag löggiltra endurskoðenda, 2012). Félagið er talsmaður stéttarinnar gagnvart stjórnvöldum og dómstólum um þau málefni er varða fagstéttina. Helstu verkefni félagsins eru að setja siðareglur sem endurskoðendum er skylt að starfa eftir og er það viðskipta og efnahagsráðherra sem staðfestir siðareglur stéttarinnar. Félagið skal sjá til þess að endurskoðendur hafi aðgang 26

27 að endurmenntun sem endurskoðendum er skylt að sækja til að viðhalda þekkingu sinni, faglegri hæfni og gildum ásamt því að halda skrá yfir þá endurmenntun sem endurskoðendur sækja. Er það í höndum félagsins að annast gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda, félagið heldur skrá yfir félagsmenn, starfsábyrgðartryggingu þeirra, auk þess að halda skrá yfir þá starfsmenn endurskoðunarfyrirtækjanna sem eru í starfsþjálfun undir handleiðslu löggiltra endurskoðenda til að öðlast rétt til að þreyta próf í löggildingu til endurskoðunar (Félag löggiltra endurskoðenda, 2011b). Skv. 1. mgr. 12. gr laga nr. 79/2008 er öllum löggiltum endurskoðendum skylt að vera félagsmenn að FLE (Lög um endurskoðendur nr. 79/2008). Umræða hefur átt sér stað vegna skylduaðilar að félaginu og í niðurstöðum nefndar sem skipuð var af Viðskipta- og efnahagsráðherra um málefni endurskoðenda er lagt til að lögbundin verkefni sem félagið fer með verði falin opinberum aðila og þannig falli skylduaðild að félaginu niður. En með tilkomu áttundu tilskipunar ESB er gert ráð fyrir að aðildarríki ESB og EES ríki skuli tilnefna opinbert stjórnvald sem hafi eftirlit og beri ábyrgð á eftirliti með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum. Þessi verkefni eru nú í höndum FLE og með tilkomu þessarra verkefna var aðild að félaginu gerð skyldubundin (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2011). Ýmsar nefndir starfa innan félagsins sem sjá um hagsmuna og framfaramál stéttarinnar, átta fastanefndir starfa innan félagsins auk þess sem félagið hefur heimild til að skipa nefndir um ákveðin málefni. Þessar átta fastanefndir eru: álitsnefnd sem kemur fram fyrir hönd stéttarinnar og sér um að svara fyrirspurnum er berast til félagsins frá hinum ýmsu aðilum, má þar nefna til dæmis fyrirspurnir frá Alþingi, dómstólum og fleirum. Enduskoðunarnefnd hefur það hlutverk að fylgjast með þeirri þróun sem á sér stað í fagstéttinni og miðla henni til sinna félagsmanna, en miklar alþjóðlegar breytingar og samræmingar vegna vinnu endurskoðenda hafa átt sér stað á undangengnum árum. Reikningsskilanefnd fylgist með þróun og breytingum á reikningsskilum. Menntunarnefnd sér til þess að endurskoðendur hafi aðgang að endurmenntun þeirri sem kveðið er á um í lögum, ásamt því að halda skrá yfir endurmenntun endurskoðenda. Kynningarnefnd sér um útgáfu á vegum FLE, ásamt því að sjá um kynningu á bæði félaginu og eins störfum endurskoðenda. Skattanefnd hefur eftirlit með breytingum á skattalögum og reglugerðum og miðla þeim breytingum og 27

28 nýjungum til sinna félagsmanna, nefndin sér einnig um samskipti við skattayfirvöld. Gæðanefnd annast gæðamál félagsins og að stjórna eftirliti með gæðamálum sem félaginu er skylt að gera samkvæmt lögum. Siðanefnd sér um að fylgjast með þeim breytingum og þróunum sem eiga sér stað á siðareglum stéttarinnar á alþjóðavísu og gerir nefndin tillögu að breytingum sem við eiga og er það svo í höndum ráðherra að staðfesta þær breytingar (Félag löggiltra endurskoðenda, e.d.(c)). FLE er bæði aðili að IFAC, sem gefur út alþjóðlega endurskoðunarstaðla sem endurskoðendum á Íslandi er skylt að starfa eftir, og einnig aðili að Norræna endurskoðendasambandinu (Félag löggiltra endurskoðenda, 2011a). 4.2 Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Sögu félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 3 má rekja aftur til ársins 1938, en félagið er samsett af Hagfræðingafélagi Íslands sem var stofnað árið 1938 og Félagi viðskiptafræðinga sem var stofnað árið 1946, en fyrrnefnd félög sameinuðust í Hagfræðafélag Íslands árið Árið 1972 var nafni Hagfræðafélagi Íslands svo breytt í FVH (Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, e.d.(c)). Félagið er fagfélag og er hlutverki félagsins lýst á heimasíðu félagsins: 1. Að efla hagnýta menntun og rannsóknir í viðskiptafræði, hagfræði og skyldum fræðigreinum á Íslandi. 2. Að stuðla að því að félagsmenn og aðrir áhugamenn um þessi fræði njóti fræðslu og endurmenntunar. 3. Að kynna menntun félagsmanna og efla ímynd þeirra. 4. Að veita félagsmönnum hagnýtar upplýsingar og ráðgjöf um málefni sem snerta kjör þeirra og starfsframa. 5. Að efla kynni og tengsl félagsmanna. 6. Að stuðla að því að félagsmenn virði siðareglur FVH (Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, e.d.(a)). Starfsheitið viðskiptafræðingur og hagfræðingur eru lögvernduð starfsheiti og kemur fram í lögum um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga nr. 27/1981 hverjir hafi rétt til að kalla sig viðskiptafræðinga og hagfræðinga (Lög um rétt 3 Hér eftir skammstafað FVH 28

29 manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga nr. 27/1981). Allt til ársins 2001 höfðu eingöngu þeir sem útskrifuðust hérlendis frá Háskóla Íslands leyfi til að kalla sig viðskiptafræðinga og hagfræðinga, en breytingar voru gerðar á lögunum það ár og höfðu þá fleiri háskólar hérlendis leyfi til að útskrifa viðskiptafræðinga og hagfræðinga (Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, e.d.(d)). Sektum er beitt ef starfsheitið er notað af einstaklingi sem ekki hefur tilskilin leyfi til þess. Allir þeir sem hafa leyfi til að nota starfsheitið eru gjaldgengir í FVH, en ekki er skylduaðild að félaginu (Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, e.d.(a)). FVH var aðili að Bandalagi Háskólamanna (BHM) en árið 1992 sagði félagið sig úr bandalaginu eftir nokkurra ára umræðu um úrsögn og var ákvörðunin tekin á grundvelli þess að stjórn FVH taldi að hægt væri að nýta þá fjármuni sem runnu til BHM til að styrkja FVH en frekar (Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, e.d.(c)). Siðareglur viðskiptafræðinga og hagfræðinga voru samþykktar árið 1996 eftir að sérstök nefnd var fengin til að kanna hvort ekki þyrfti sérstakar siðareglur og siðanefnd innan félagsins. Mat nefndarinnar var að félagsmenn væru hópur sem starfaði við margvísleg störf og erfitt væri að setja siðareglur sem tækju til allra þeirra starfa sem að stéttin vinnur við, en niðurstaðan var sú að settar voru siðareglur sem eiga að vera leiðbeinandi í siðferði í viðskiptum (Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, e.d.(b)). Félagið samanstendur af stjórn FVH sem er skipuð 10 manns, auk ritnefndar, fræðslunefndar, kjaranefndar og golfnefndar (Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, e.d.(e)). 4.3 Verkfræðingafélagið Verkfræðingafélagið 4 hefur verið starfandi frá árinu 1912 (Verkfræðingafélag Íslands, e.d.(a)). Samkvæmt heimasíðu félagsins eru markmið félagsins eftirfarandi: Vera öflugur málsvari verkfræðinga, fylgjast með og taka þátt í umræðu um verkfræðileg málefni. Gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og stuðla að gæðum í kjörum og starfsumhverfi. Standa vörð um starfsheiti og gæði verkfræðimenntunar. 4 Hér eftir skammstafað VFI 29

30 Stuðla að tækniþróun með samfélagslega ábyrgð, hagsmuni almennings og umhverfis að leiðarljósi. Vera vettvangur samskipta félagsmanna inn á við og talsmaður þeirra út á við (Verkfræðingafélag Íslands, 2011a). Samkvæmt 3. gr. félagslaga VFI eru nefndar leiðir til að ná markmiðum félagsins og kemur þar fram að ein af mörgum leiðum sé að auka virkni í umræðu í þjóðfélaginu sem eflir ímynd fagstéttarinnar og félagsins sjálfs (Verkfræðingafélag Íslands, 2012). Árið 2010 var Verkfræðingafélag Íslands og Stéttarfélag verkfræðinga sameinað í VFI og er félagið því vettvangur félagsmanna í kjaramálum ásamt því að berjast fyrir betri kjörum sinna félagsmanna (Verkfræðingafélag Íslands, e.d.(a)). Þeir aðilar sem hafa lokið burtfararprófi frá verkfræðiskólum sem samþykktir eru af FEANI sem eru alþjóðasamtök sem VFI er aðili að geta sótt um félagsaðild að VFI (Verkfræðingafélag Íslands, 2000) og er það menntanefnd á vegum félagsins sem samþykkir nýja aðila að félaginu (Verkfræðingafélag Íslands, e.d.(d)). Ekki er skylduaðild að félaginu (Verkfræðingafélag Íslands, e.d.(b)). Félagsmenn eiga annað hvort aðild að deild stjórnenda og sjálfstætt starfandi eða kjaradeild (Verkfræðingafélag Íslands, e.d.(c)). Ýmsar deildir eru starfandi innan félagsins, til dæmis landshlutadeildir og sérgreinadeildir sem taka á málefnum ákveðinna verkfræðigreina, auk faghópa sem ætlað er að styrkja faglega þekkingu á ákveðnu sviði verkfræðinnar. Eins er starfandi kvennadeild sem stofnuð var til að efla stöðu og tengsl milli kvenna í stéttinni. Fastanefndir félagsins eru fyrrnefnd menntanefnd sem fer yfir umsóknir um aðild að félaginu ásamt því að hafa eftirlit með því námi sem stendur til boða í faginu og að næg endurmenntun sé til staðar fyrir stéttina og starfar nefndin eftir ákveðinni stefnu í endurmenntunarmálum verkfræðinga (Verkfræðingafélag Íslands, e.d.(e)). Siðanefnd hefur það hlutverk að gefa álit á þeim ágreiningsmálum sem koma upp vegna brota á siðareglum félagsins en sú nefnd er óháð stjórn félagsins. Einnig eru útgáfunefnd og húsanefnd fastanefndir innan félagsins ( Verkfræðingafélag Íslands, e.d.(c)). Samkvæmt lögum um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum nr. 8/1996 mega þeir einungis kalla sig verkfræðinga sem fengið hafa leyfi til þess frá ráðherra og kemur þar einnig fram að til að fá leyfi til að starfa sem 30

31 slíkur verði viðkomandi einstaklingur að hafa lokið fullnaðarprófi í verkfræði en brot á notkun starfsheitis varðar sektum (Lög um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum nr. 8/1996). Um það bil einstaklingar hafa fengið leyfi samkvæmt lögum til að kalla sig verkfræðing (Atvinnuvegaráðuneytið, 1999). Samkvæmt 8. grein félagslaga VFI ber aðilum félagsins skylda til að fara eftir lögum félagsins, siðareglum þess og öðrum samþykktum félagsins. Siðareglur félagsins hafa að geyma orð eins og virðingu og jafnrétti, fagleg ábyrgð og ráðvendi, samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni (Verkfræðingafélag Íslands, 2012). Siðareglur félagsins voru síðast endurskoðaðar á aðalfundi í lok mars 2011 og höfðu þær verið í endurskoðun frá lok árs 2009 og hafa því verið endurbættar eftir efnahagshrunið 2008 (Verkfræðingafélag Íslands, 2011b). 4.4 Lögmannafélagið Lögmannafélag Íslands 5 var stofnað árið 1911 (Jakob R. Möller, 1999). Samkvæmt 2. gr. samþykkta Lögmannafélags Íslands er tilgangur félagsins: að sinna lögboðnu eftirlits og agavaldi, að gæta hagsmuna lögmannastéttarinnar, að stuðla að samheldni og góðri samvinnu félagsmanna, að standa vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar, að stuðla að framþróun réttarins og réttaröryggis (Lögmannafélag Íslands, e.d.(b)). Einstaklingar sem hafa leyfi til að kalla sig lögmenn verða að vera lögfræðingar en til þess þarf að hafa lokið BS eða BA gráðu í lögfræði, einnig þurfa þeir að hafa lokið meistaragráðu í lögfræði við viðurkennda háskóla hér á landi og að lokum að hafa öðlast héraðsdómsréttindi en með þeim hafa lögmenn rétt til að flytja mál fyrir sérdómstólum hér á landi og héraðsdómstólum. Auk þess þarf viðkomandi að vera lögráða, vera andlega hraustur og hafa hæfni til að gegna störfum sem lögmaður, hann þarf að hafa óflekkað mannorð og auk þess má bú þess sem sækir um lögmannsréttindi aldrei hafa verið gert gjaldþrota. Skylduaðild er fyrir lögmenn að LMFI (Lögmannafélag Íslands, 5 Hér eftir skammstafað LMFI 31

32 2003). Samkvæmt félagatali félagsins eru í kringum einstaklingar með lögmannsréttindi hér á landi (Lögmannafélag Íslands, e.d.(b)) Starfandi nefndir eru innan LMFI, þær eru: Úrskurðarnefnd sem er lögbundin og er hlutverk hennar að taka fyrir þau ágreiningsmál sem upp koma milli lögmanns og umbjóðanda hans um þóknanir til lögmanns. Ber nefndinni að taka fyrir kvartanir vegna starfa og hegðunar lögmanna sem er gegn lögum og siðareglum sem um þá gilda (Lögmannafélag Íslands, e.d.(f)). Laganefnd veitir Alþingi álit á lagafrumvörpum og fleiru sem þar er lagt fyrir, einnig hefur nefndin það hlutverk að gefa ráð um tæknileg lagaatriði við lög sem unnið er að (Lögmannafélag Íslands, e.d.(c)). Ritnefnd sér um útgáfu Lögmannsblaðsins sem gefið er út fjórum sinnum á ári og er því dreift til allra félagsmanna (Lögmannafélag Ísland, e.d.(e)). Auk framangreindra nefnda starfa Ad hoc nefnd og námssjóður innan félagsins (Lögmannafélag Íslands, e.d.(d). Lögmönnum samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu er skylt að starfa eftir lögum nr. 77/1998 um lögmenn, ýmsum reglugerðum um lögmenn og gildum siðareglum lögmanna sem settar eru af LMFI. Lögmenn eru opinberir sýslunarmenn (Lög um lögmenn nr. 77/1998). Samkvæmt 12. og 13. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn ber lögmönnum að hafa gilda starfsábyrgðartryggingu og einnig vörslureikning hjá viðurkenndri bankastofnun og er lögmanni skylt að veita LMFI eða löggiltum endurskoðanda sem félagið tilnefnir aðgang að vörslureikningi og starfsábyrgðartryggingu til að sannreyna hvort svo sé. Ef svo er ekki þá hefur ráðherra heimild til að fella niður lögmannsréttindi viðkomandi. Ár hvert skal lögmaður senda LMFI staðfestingu frá löggiltum endurskoðanda að vörslureikningur hans sé ei lægri en staða hans samkvæmt bókhaldi (Lög um lögmenn nr. 77/1998). 32

33 5 Gagnrýni á endurskoðendur Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hefur sífellt verið reynt að hafa uppi á þeim einstaklingum sem bera ábyrgð á hruninu og hafa endurskoðendur ekki sloppið við þá dóma (Visir.is, 2009). Þegar spjót beindust að helstu ráðamönnum landsins og væntanlegum landsdómi röktu þeir sjónarmið sín að ábyrgðaraðilum hrunsins og sagði Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra að það sé augljóst að ábyrgð endurskoðenda sé mikil í þessu sambandi (Björn Þór Sigurbjörnsson, 2010). Bæði eftirlitsaðilar og fagaðilar úr röðum endurskoðenda, hérlendis sem og erlendis hafa ritað og velt fyrir sér málefnum endurskoðenda í kjölfar efnahagshrunsins. 5.1 Grænbók Evrópusambandsins (Green Paper) Green Paper er umræðuskjal sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi frá sér í október 2010 þar sem fjallað er um það hvaða lærdóm megi draga af alþjóðlegu fjármálakreppunni hvað varðar vinnu endurskoðenda (European Commission, 2010). Tilgangurinn með Green Paper er sá að Framkvæmdastjórnin telur að þörf sé á umræðu um, til hvaða aðgerða megi grípa í þeim tilgangi að tryggt sé að ná fram því gagni sem ætlast er til af endurskoðuðum ársreikningum og skýrslum endurskoðenda. Er þetta gert vegna þeirrar skoðunar að hagsmunaaðilar endurskoðaðra eininga geri sér ekki alltaf grein fyrir því hvaða takmörkunum endurskoðunin er háð (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2011). 5.2 Viðbrögð fagaðila við efnahagshruninu 2008 Samtök evrópskra endurskoðenda (Federation of European Accountants) hefur fjallað um viðbrögð endurskoðenda við efnahagshruninu Telja samtökin að betra regluverk sé eigindleg nálgun á vandamálið. Bent er á að efnahagslegir erfiðleikar einir og sér tákni ekki að það sé mælikvarði á að rekstrarhæfi fyrirtækisins sé ógnað, en endurskoðendur verði að vera vakandi vegna áhættuþátta sem geti kviknað í efnahagskreppum. Einnig er bent á ábyrgð fjárfesta og lánadrottna, að þeir þurfi að hafa þekkingu til að lesa og greina allar mikilvægar upplýsingar í ársreikningum fyrirtækja áður en tekin sé ákvörðun. Bent er á áhættuna á aukinni sviksemi sem getur skapast í 33

34 efnahagslægð og að ábyrgðin á forvörnum og eftirmálum hvíli ávallt hjá stjórn fyrirtækis. Þrátt fyrir það þurfa endurskoðendur ávallt að beita faglegri tortryggni og vera sífellt vakandi gagnvart áhættunni á sviksemi (Federation of European Accountants, 2009). 5.3 Tvær fylkingar meðal endurskoðenda á Íslandi Töluvert hefur verið skrifað um málefni endurskoðenda á árunum eftir hrun og hafa meðlimir innan fagstéttarinnar einnig tjáð sig í fjölmiðlum um málefni þeirra. Ennfremur hefur verið mikil umræða innan stéttarinnar þar sem stéttin hefur klofnað í tvær fylkingar, það er að segja stóru alþjóðlegu stofurnar og síðan svokallaðir einyrkjar í stéttinni. Umræðan hefur snúist um það hvort að eldri vinnubrögð endurskoðenda á Íslandi við endurskoðunarvinnu séu ekki góð og gild í stað alþjóðlegra staðla þar sem efi ríki á því hvort búið sé að innleiða þá í íslensk lög (Stefán Svavarsson, 2013). Einyrkjar í endurskoðunarstéttinni á Íslandi hafa margir hverjir starfað í tugi ára og við vinnu sína farið eftir góðri endurskoðunarvenju sem áður fyrr þótti nægjanleg við endurskoðun á litlum og miðlungsstórum fyrirtækjum hérlendis (Stefán Svavarsson, 2013). Breyting hefur orðið á þessu með tilkomu staðla, reglna og laga sem varða endurskoðun. Með auknu regluverki og tilkomu laga nr. 79/2008 um endurskoðendur hefur Endurskoðendaráð verið skipað. Endurskoðendaráð fer með það hlutverk að vera eftirlitsaðili með störfum endurskoðunarfyrirtækja og endurskoðenda. Í því eftirliti felst meðal annars gæðaeftirlit þar sem fylgst er með hvort endurskoðendur sinni störfum sínum eftir lögum, siðareglum FLE og öðrum reglum sem gilda um störf endurskoðenda (Endurskoðendaráð, e.d). Vísað er til þess að stóru alþjóðlegu endurskoðunarstofurnar hafi túlkað lögin sem svo að ekki sé hægt að vinna að framkvæmd endurskoðunarvinnu nema alþjóðlegum stöðlum sé fylgt, þrátt fyrir að stöðlunum hafi upphaflega verið ætlað að verja hagsmuni stærri fyrirtækja en ekki litlar og meðalstórar skipulagsheildir. Einyrkjarnir og minni stofur hafa þó ekki fylgt stóru alþjóðlegu stofunum eftir í þeim efnum og haldið sig við það að vinna eftir góðri endurskoðunarvenju eins og hefur tíðkast hingað til (Stefán Svavarsson, 2013). 34

35 Einyrkjar í stéttinni virðast ósáttir við þetta nýja eftirlit sem sett var á stokkana og hafa hafnað hinu fyrrnefnda eftirliti ráðsins þar sem eftirlitið sé byggt á því að skera úr um hvort unnið sé á grundvelli hinna alþjóðlegu staðla. Í kjölfarið hefur verið óskað eftir því að tekin verði upp rannsókn hjá Umboðsmanni Alþingis á störfum Endurskoðendaráðs (Stefán Svavarsson, 2013). Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis var lögð fram þann 30. nóvember síðastliðinn (Höskuldur Daði Magnússon, 2013). Einyrkjar telja að efni umfram form gildi ekki lengur við vinnu endurskoðenda og eru einnig ósáttir við það að orðið endurskoðun eigi bara rétt á sér þegar unnið er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla eins og það er orðað í lögunum (Stefán Svavarsson, 2013). Gagnrýnt er að vinnupappírar endurskoðenda virðist skipta miklu máli núna í þessu samhengi og að meiri áhersla sé lögð á að vinnupappírar séu rétt unnir og varðveittir heldur en að ársreikningurinn sé réttur og jafnvel sé rekstrarhæfi félagsins ekki fyrir hendi og þar sé málið farið að snúast um efni umfram form. En hlutverk vinnupappíra var upphaflega ætlað að vera sönnun endurskoðenda í dómsmálum (Jón Þ. Hilmarsson, 2013). Snýst hluti ágreiningsins um það að hinir alþjóðlegu staðlar hafa ekki verið þýddir yfir á íslenska tungu og geti ekki tekið gildi fyrr en þeirri vinnu ljúki (Stefán Svavarsson, 2013). Nefnd á vegum i efnahags- og viðskiptaráðherra var skipuð um mitt ár 2010 til að skila áliti um málefni endurskoðenda og var ein af niðurstöðum nefndarinnar eftir þá vinnu að ráðuneytið ætti að kanna hvort að innleiðingin á stöðlunum hafi verið gerð á fullnægjandi hátt (Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, 2011). Ágreiningurinn snýst þó ekki eingöngu um hvort að innleiðing á alþjóðlegu stöðlunum hafi öðlast lagagildi heldur einnig um hvort hin gamla og gilda endurskoðunarvinna með einhverskonar breytingum rúmist ekki innan staðlanna og hvort eftirlit Endurskoðendaráðs verði ekki framkvæmt í samræmi við það. Vekja einyrkar athygli á því að endurskoðendur sem starfað hafa við endurskoðun á íslenskum fyrirtækjum í áratugi fái nú áminningu frá eftirlitinu þar sem farið er frammá sviptingu á löggildingarleyfi þar sem þeir fylgi ekki alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum við vinnu sína, en atvinnumálaráðuneytið benti viðkomandi á að skila inn leyfinu, en það gerir honum ókleyft að starfa áfram sem endurskoðandi. (Stefán Svavarsson, 2013). Í því samhengi er minnst á fyrrnefnda vinnupappíra, og telja einyrkar að eftirlitið kanni hvort 35

36 vinnupappírar séu til en ekki hvort vinna endurskoðenda sé áreiðanleg, og sé því hætta á að endurskoðendur sem hafa skilað störfum sínum sómasamlega eigi hættu á að missa starfsleyfið séu vinnupappírar ekki til staðar (Jón. Þ. Hilmarsson, 2013). Vilja endurskoðendur í röðum minni endurskoðunarstofa og einyrkjar að hlé verði gert á eftirlitsvinnu Endurskoðunarráðs meðan vafi leiki á því hvort hinir alþjóðlegu staðlar hafi öðlast lagagildi (Stefán Svavarsson, 2013). Einnig velta menn því fyrir sér hvort fagstéttin þurfi ekki leggjast í þá vinnu að gagnrýna sín eigin vinnubrögð í stað þess að kenna gölluðu regluverki um það sem aflaga fór við vinnu endurskoðenda. Spurt er hvort reynsla síðustu áratuga vegna mála víðsvegar útí heimi hafi ekki mátt vekja endurskoðendur til umhugsunar um að beita gangrýninni hugsun á faglega hæfni fagstéttarinnar fremur en að benda eingöngu á gallað regluverk (Jón Þ. Hilmarsson, 2013). 36

37 6 Væntingar hagsmunaaðila til endurskoðunar Margar skilgreiningar eru til á því hverjir séu hagsmunaaðilar fyrirtækja. Hagmunaaðilar fyrirtækja eru ekki eingöngu hluthafarnir í fyrirtækinu, heldur eru hagsmunaaðilar allir þeir aðilar sem hafa einhvern hag af rekstri fyrirtækisins. Þeir eru auk hluthafa t.d. birgjar, viðskiptavinir, samkeppnisaðilar, stjórnvöld og fjölmiðar (Falck og Heblich, 2007). Ekki er víst að aðrir hagsmunaaðilar hafi sömu væntingar til endurskoðenda. Hugsanlega eru væntingar eigenda og hluthafa aðrar en annarra hagsmunaaðila. Væntingar hagsmunaaðila geta búið til ákveðið væntingagap milli þess sem þeir vænta af endurskoðandanum og þjónustu þeirrar sem endurskoðandinn veitir fyrirtækinu (Koh og Woo, 1998). 6.1 Væntingagap (expectation gap) Væntingagap vegna endurskoðunar er hugtak sem hefur verið til í mörg ár og hefur verið mikið áhyggjuefni innan stéttarinnar. Væntingagap myndast á milli endurskoðenda og almennings vegna vinnu endurskoðenda. Gapið er til staðar þegar endurskoðandi og almenningur hafa mismunandi skoðanir á ábyrgð, skyldum og þeim skilaboðum sem sett eru fram í áritun ársreikninga (Koh og Woo, 1998). Hugtakið væntingagap í endurskoðun var fyrst útskýrt af Liggio árið 1974, og útskýrði hann hugtakið sem mismuninn á væntingum á frammistöðu það er milli sjálfstæðs endurskoðenda og lesenda ársreikningsins (Liggio, 1974). Ýmsar aðrar útskýringar á hugtakinu hafa komið fram undanfarin ár til dæmis mismunur á viðhorfi endurskoðenda og almennings á skyldum og ábyrgð sem gerð er til endurskoðenda og þess sem áritun á ársreikning segir til um (Koh og Woo, 1998). Rannsóknir hafa verið gerðar víðsvegar um heiminn á mismun væntinga til hlutverks og ábyrgðar endurskoðenda, séð frá endurskoðandanum sjálfum og hins vegar almenningi, hluthöfum, lánastofnunum, fréttafólki, lögmönnum og fleirum. Niðurstöður rannsókna sýna að endurskoðendur og lesendur ársreikninga hafa verulega mismunandi sýn og hafa mismunandi væntingar til stéttarinnar um að finna og greina skekkjur og 37

38 sviksemi. Lesendur hafa meiri væntingar til endurskoðenda um að finna og uppræta þessar villur og sviksemi, heldur en endurskoðendurnir sjálfir. Væntingagapið mælist mikið þegar kemur að hlutverki endurskoðunar og afköstum endurskoðenda og ábyrgð þeirra vegna þriðja aðila (Koh og Woo, 1998). Ýmsar tillögur hafa verið settar fram um hvernig megi minnka væntingagapið milli endurskoðenda og almennings. Má þar helst nefna þörfina fyrir útvíkkaða endurskoðunarskýrslu, breytingu á áritunum, aukin fræðsla um störf endurskoðenda þar sem sýnt hefur verið frammá að með aukinni menntun aukist skilningur á störfum endurskoðenda. Eins hefur komið fram sú tillaga að auka ábyrgð endurskoðenda en það yrði þó ekki gert nema með breytingu á lögum (Koh og Woo, 1998). Þröstur Olaf Sigurjónsson vann að rannsókn veturinn 2011 þar sem rannsakað var viðhorf til siðferðis í íslensku atvinnulífi í kjölfar hrunsins. Þátttakendur voru 419 stjórnendur sem komu úr mismunandi atvinnugreinum og voru í stöðu æðsta stjórnanda, millistjórnanda eða sérfræðings. Voru þátttakendur bæði spurðir út í siðferði innan eigin atvinnugreinar, siðferði í öðrum atvinnugreinum og viðhorf sitt til siðfræðikennslu í háskólum. Í niðurstöðum rannsóknarinnar þar sem spurt er um viðskiptasiðferðið kemur fram að endurskoðun fær næst verstu útkomuna á eftir fjármálastarfsemi og bönkum með einkunnina 3,97 af 6,00 mögulegum þar sem að einkunnin 1 er besta einkunn og 6 er versta einkunn. Þegar eingöngu þeir sem starfa við endurskoðun eru spurðir útí viðskiptasiðferðið þá setja þeir stéttina í besta sætið með einkunnina 2,33 af 6,00 mögulegum. Áhugavert er að 64% svarenda telja sig sammála þeirri fullyrðingu að það ætti að vera skylda fyrir nemendur í viðskiptafræði að læra viðskiptasiðfræði, og 26% segjast fremur sammála þeirri fullyrðingu (Þröstur Olaf Sigurjónsson, 2011). 38

39 7 Ímynd Hugtakið ímynd (image) var kynnt af fræðimanninum Sidney Levy árið Upphaflega var hugtakið eingöngu notað um fyrirtæki en seinna meir hefur það verið notað innan ólíkra fræðigreina og í raun má segja að nánast allt hafi ímynd hvort sem það á við lifandi eða dauða hluti, áþreifanlega eða óáþreifanlega. Ímynd er víðtækt hugtak sem getur myndast útfrá þekkingu, tilgátum eða ranghugmyndum. Í fyrsta lagi er talað um fyrirtækjaímynd (corporate image) sem er sýn fólks á allt fyrirtækið. Í öðru lagi er það vöruímynd (product image), sem er sýn fólks á ákveðinn vöruflokk. Í þriðja lagi er það vörumerkjaímynd (brand image), sem er sýn fólks á ákveðið vörumerki sem er í samkeppni við önnur vörumerki. Það eru svo Barich og Kotler sem kynna til sögunnar fjórðu ímyndartegundina sem er nefnd markaðsímynd fyrirtækja (company s marketing image) sem er sýn fólks á gæði fyrirtækisins útfrá heildar markaðsstarfi fyrirtækisins og samvali söluráða (Barich og Kotler, 1991). Ímynd hefur til dæmis verið lýst á eftirfarandi hátt: Ímynd er trú, hugmyndir og áhrif sem einstaklingur hefur varðandi eitthvert ákveðið viðfangsefni (Þórhallur Örn Guðlaugsson,1997 ; 130). Önnur skilgreining er: Ímynd felur í sér samansafn skoðana, álits og reynslu sem ákveðinn einstaklingur eða hópur hefur á ákveðnu efni eða hlut. Það getur verið fyrirtæki, vara, vörumerki, staður eða persóna. Reynslan getur verið sönn eða röng, raunveruleg eða ímynduð (Barich og Kotler, 1991 ; 95). Lemmink, Schuijf og Streukens (2003) segja að þau atriði sem móti ímynd hjá einstaklingum geti verið mismunandi. Það sem mótar ímyndina er safn atriða sem viðkomandi einstaklingur notar til að tengja, útskýra og muna eftir ákveðnu atriði. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki sem vill skapa sér sterka ímynd að einstaklingar hafi trausta, jákvæða og sérstaka tengingu við fyrirtækið (Keller, Apréria og Georgson, 2008). Einnig er það mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sér sterka ímynd til að laða til sín hæft starfsfólk og getur ímynd fyrirtækis hjálpað því í að verða eftirsóttur vinnustaður þegar vinnumarkaður þrengist (Lemmink, Schujif og Streukens, 2003). Ímynd er ólík meðal 39

40 markhópa (Þórhallur Örn Guðlaugsson og Elfa Björk Erlingsdóttir, 2009) og því er mikilvægt fyrir fyrirtæki sem vilja verða eftirsóttur vinnustaður að þekkja ímynd fyrirtækisins hjá þeim markhóp sem sóst er eftir sem framtíðar starfsmönnum. Ímynd er verðmæt eign fyrirtækja, það getur tekið fjölda ára að byggja hana upp en aftur á móti getur ímynd þeirra laskast á örskömmum tíma (Kynning og markaður ehf, e.d.). Mikilvægt er að hafa hugfast að ef einstaklingar búa yfir einhverri þekkingu á viðfangsefninu eða hlut, þá mynda þeir sér ákveðna skoðun og þær skoðanir mætti kalla ímynd. Skoðanir einstaklinga geta myndast hvort sem viðkomandi býr yfir mikilli eða lítilli vitneskju og getur það verið vegna markaðsstarfs eður ei. Álitið er að einstaklingar búi að jafnaði yfir lítilli vitneskju á þeim viðfangsefnum eða hlutum sem það myndar sér ímynd á (Þórhallur Örn Guðlaugsson og Friðrik Eysteinsson, 2010). Einstaklingar geta verið með sterkt mótaða ímynd á fyrirtækjum þrátt fyrir að hafa ekki sjálfir upplifun af vörunni eða þjónustunni sem viðkomandi fyrirtæki veitir. Einstaklingurinn hefur þá mótað sér ímynd út frá því sem aðrir einstaklingar og auglýsingar hafa að segja um viðkomandi vöru (Nguyen og Leblanc, 2001). 7.1 Ímynd fagstétta Ímynd og orðspor eru að stórum hluta byggð á öllum þeim einstaklingum sem tilheyra viðkomandi fagstétt og er mikilvægt fyrir þær að skapa sér, viðhalda og verja ímynd og orðspor sitt (Rogers, Dillard, Yuthas, 2005). Ímynd þeirra byggir því á allri fagstéttinni og því er jafnvel öll stéttin dæmd fyrir mistök eða ætlunarverk einhvers eins einstaklings sem ekki fór eftir þeim leikreglum sem um fagstéttina gilda (Rogers, Dillard og Yuthas, 2005). Ímynd og orðspor endurskoðenda eru að stórum hluta byggð á því að meðlimir fagstéttarinnar starfi af miklum heilindum í þágu almennings. Eins og flestar fagstéttir þurfa endurskoðendur að skapa sér, viðhalda og verja ímynd og orðspor sitt (Rogers, Dillard, Yuthas, 2005 Bent hefur verið á hvort orðið orðspor eigi frekar við í sumum tilfellum frekar en ímynd (Þórhallur Örn Guðlaugsson, 2012), það er að endurskoðendur og aðrar fagstéttir byggi upp orðspor sitt en ekki ímynd. Hugtökin eru nátengd og geta því haft svipaða merkingu, en ekki eru allir fræðimenn á sama máli um hvort hugtökin hafi sömu þýðingu. Rannsóknir gefa til kynna að gott orðspor geti hjálpað frumkvöðlafyrirtækjum 40

41 að byggja upp nýstárlega ímynd í iðnaðinum. Einnig sýna rannsóknir að orðspor fyrirtækja sé alþjóðlegt og endanleg niðurstaða í því ferli sé að byggja upp ímynd fyrirtækisins (Gotsi og Wilson, 2001). Gray og Balmer (1998) sögðu mismun á ímynd og orðspori liggja í því að orðspor sé mat á gæðum fyrirtækja yfir lengri tíma. Nguyen og Leblanc (2001) gerðu rannsókn á því hvort náið samband sé á milli fyrirtækjaímyndar og orðspors fyrirtækja, en þeir komust að því að orðspor sé að einhverju leyti undanfari ímyndar og einnig kom í ljós að tryggð viðskiptavina hefur sterk tengsl við orðspor og ímynd fyrirtækja. Eins hefur verið sýnt frammá að jákvæð tengsl séu á milli ímyndar og arðsemi fyrirtækja eins og banka (Þórhallur Örn Guðlaugsson og Friðrik Eysteinsson, 2010). Endurskoðendur selja þjónustu en þjónusta er alltaf óáþreifanleg, eftir því sem óáþreifanleiki þess sem selt er eykst, þeim mun meira máli skiptir mikilvægi ímyndar (Þórhallur Örn Guðlaugsson og Friðrik Eysteinsson, 2010). Eyjólfur Óli Eyjólfsson kemst að þeirri niðurstöðu í BS ritgerð sinni um ábyrgð og hlutverk endurskoðenda í kjölfar efnahagshrunins 2008, að stéttin hafi beðið mikla hnekki í hruninu og þar sem hlutverk endurskoðenda sé mikilvægt í virkni fjármálamarkaða skipti miklu máli fyrir stéttina að einbeita sér að því að styrkja ímynd sína (Eyjólfur Óli Eyjólfsson, 2011). Endurskoðendur á Íslandi sem ekki unnu að endurskoðun á fjármálafyrirtækjum töluðu um að þeir þyrftu að sitja undir ásökunum af hendi almennings því þeir bæru ábyrgð á hruninu og væru því skítapakk þar sem þeir tilheyrðu fagstéttinni, þrátt fyrir að einungis 15% af aðilum innan stéttarinnar hafi komið að endurskoðun hinna föllnu banka. Væru þeir allskostar ósáttir við að orðspor heillar fagstéttar yrði dregið í svaðið fyrir vinnu örfárra innan stéttarinnar (Pressan, 2010). Bjarni Frímann Karlsson lektor við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands bendir á að stétt endurskoðenda hafi skaðast í kjölfar allrar þeirrar gagnrýni sem stéttin hefur setið undir eftir hrun (Ruv, 2010). American Institute of Certified Public Accountants (AICPA) er fagfélag löggiltra endurskoðenda í Bandaríkjunum. Eftirlitsstofnanir og almenningur þar hafa leitað til samtakanna við að koma á og viðhalda faglegum kröfum vegna opinberrar framkvæmdar í reikningshaldi og endurskoðun. Í kjölfar þess að Enron varð gjaldþrota árið 2001 setti félagið sér það markmið að efla vitund almennings á störfum endurskoðenda með því að auka traust og tiltrú, heilindi, hlutlægni, hæfni og 41

42 fagmennsku félagsins. Samtökin gáfu einnig út siðareglur fyrir endurskoðendur sem eiga að vera leiðarvísir við störf þeirra (Rogers, Dillard, Yuthas, 2005). 7.2 Mælingar á ímynd Aðferðafræði í víðum skilningi er ferli, meginreglur og verklag þar sem við nálgumst vandamálin og leitum svara við þeim. Innan félagsvísindanna er hugtakið notað um það hvernig rannsóknin er framkvæmd (Bogdan og Taylor, 1975). Aðferðarfræði skiptist annars vegar í eigindlega aðferðarfræði (qualitative research) og hins vegar í megindlega aðferðarfræði (quantitative research) (Guy, Edgley, Arafat og Allen, 1987). Töluvert hefur verið ritað um hversu mikilvæg ímynd er og mælingu á henni, en þó hafa útskýringar á því hvernig árangursríkast sé að að mæla ímynd ekki verið miklar (Barich og Kotler, 1991). Til að byggja upp heildstæða þekkingu á sviði félagsvísinda eru margir fræðimenn á þeirri skoðun að best sé að beita bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum (Jón Gunnar Bernburg, 2005). Eigindlegar rannsóknaraðferðir eru gagnlegar þegar finna á þá undirstöðuþætti sem skapa ímynd fyrirtækja (Keller, Apéria og Georgson, 2008). Þeim aðferðum sem beitt er við eigindlegar rannsóknaraðferðir við mælingu á ímynd eru til dæmis fókushópar, rýnihópar og viðtöl. Opnum spurningum er oftast beitt eða frjálsum hugrenningatengslum (free association) (Keller, Apéria og Georgson, 2008). Með frjálsum hugrenningatengslum er átt við að fólk fái að tjá sig opið um eitthvert ákveðið efni (Guðmundur D. Haraldsson, 2011). Með þeirri aðferð er reynt að knýja fram þá helstu jákvæðu og neikvæðu þætti sem einstaklingar tengja við fyrirtækin, hvort þeir telji fyrirtæki hafa sérstöðu og hver hún sé auk þess að finna veikleika og styrkleika fyrirtækisins (Keller, Apéria og Georgson, 2008). Megindleg aðferðarfræði er meira notuð í félagsvísindum en eigindleg aðferðarfræði (Jón Gunnar Bernburg, 2005). Með henni er leitast við að finna meðaltöl og dreifingu í ákveðnum hópum auk þess að sjá hvernig hóparnir tengjast innbyrðis (Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson, 2003). Í megindlegum rannsóknum er spurningalisti algengasta tólið sem nýtt er við gagnaöflun (McDaniels og Gates, 2007). Megindleg aðferðarfræði nær fram töluvert fleiri svörum en nást fram með beitingu eigindlegrar aðferðarfræði (Bryman, 2004). 42

43 7.3 Vörukort Vörukort (perceptual maps) er rannsóknaraðferð sem mikið er notuð í markaðsrannsóknum (Lilien og Rangaswamy, 2003). Vörukort eru notuð til að meta staðfærslu og stundum er viðfangsefnið vara en einnig er það notað til að mæla ímynd og orðspor t.d. fagstétta, fólks, skipulagsheilda o.s.frv (Þórhallur Örn Guðlaugsson, 2005). Mynd af markaðinum er sett upp með notkun vörukorts og hvernig vörur, þjónusta eða fyrirtæki eru skynjuð af þátttakendum út frá ákveðnum eiginleikum. Með vörukortinu er til dæmis hægt að draga upp mynd af því hvaða vörur eru samkeppnisvörur miðað við skynjun viðskiptavinanna, en þá skynja neytendur vörurnar mjög svipað miðað við fyrirframgefna eiginleika. Einnig koma fram hverjir veikleikar og styrkleikar vörunnar eru. Staðsetningin vörunnar á vörukortinu er síðan notuð í framhaldinu til að ná betri árangri með vöruna og notuð sem aðstoð við ákvörðunartöku í markaðsmálum innan fyrirtækisins hvort sem er til að endurbæta núverandi vöru/þjónustu eða sem markaðstól fyrir nýja vöru á markaði (Þórhallur Örn Guðlaugsson og Friðrik Eysteinsson, 2010). Þátttakendur eru beðnir um að svara hvort þeir telji fyrirfram ákveðna eiginleikana eiga mjög illa við viðkomandi vöru, mjög vel við viðkomandi vöru eða þar á milli, leggja þeir mat á allar vörurnar útfrá fyrirframgefnum eiginleikum (Þórhallur Örn Guðlaugsson, 2005). Ýmsir eiginleikar geta orðið fyrir valinu bæði jákvæðir og neikvæðir en þegar eiginleikarnir eru valdir er mikilvægt að velja eiginleika sem að lýsa vel viðkomandi vörum. Þegar forkönnun er framkvæmd er betra að hafa fleiri en færri eiginleika og er þeim þá frekar fækkað með því að sameina nokkra eiginleika í einn auk þess að sleppa einhverjum eiginleikum, hægt er að velja eiginleika með ýmsum aðferðum (Þórhallur Örn Guðlaugsson, 2005). Myndin er gerð með svokölluðu staðfærslugreiningarforriti (positioning analysis) Liliens og Rangaswamy. Inn í forritið eru meðaltöl allra svara sett í tvívíða matrixu þar sem til dæmis vörumerkin, fyrirtæki eða fólk eru sett í dálka og eiginleikar í línur (Lilien og Rangaswamy, 2003). 43

44 Lengd eiginleikalínanna (sem eru ímyndarþættirnir), auk staðsetning þeirra eru ákvarðaðar af forritinu eftir meðaleinkunn hvers eiginleika til vörumerkjanna. Lengdin á línunum gefur til kynna hversu vel eða afgerandi viðkomandi eiginleiki greinir á milli vörumerkja og eftir því sem línan er lengri þá gefur hún vísbendingu um að eiginleikinn sé afgerandi að mati þátttakenda. Vörumerki sem lendir fjær miðju og nálægt langri eiginleikalínu aðgreinist þá meira afgerandi frá öðrum vörum hvað varðar þennan eiginleika að mati þátttakenda. Þegar lesið er úr vörukorti er mikilvægt að hafa það í huga að línurnar eru lesnar frá miðju í báðar áttir þó svo að aðeins annar vektorinn komi fram (Lilien og Rangasway, 2003) Mikilvægar upplýsingar koma einnig fram í horninu milli línanna, ef hornið milli eiginleikanna er lítið er það vísbending um að eiginleikarnir séu nátengdir í huga þátttakenda og að það sé mikil fylgni á milli viðkomandi eiginleika (Lilien og Rangaswamy, 2003). Vörumerki sem lenda nálægt hvort öðru eru í meiri innbyrgðis samkeppni heldur en við hinar vörurnar (Þórhallur Örn Guðlaugsson, 2005). Eins verður að huga að því að eiginleiklínurnar eru lesnar í báðar áttir frá miðju, þrátt fyrir að það sé engin lína beint á móti, sú staða gefur til kynna að skynjun þátttakenda á þeim eiginleika sé neikvæð (Lilien og Rangasway, 2003). Vörukortið á mynd 1 sýnir fjögur vörumerkin og eru þau metin útfrá fimm eiginleikum. Eiginleikarnir geta geta verið margvíslegir og jafnvel bæði jákvæðir eða neikvæðir en huga verður að því að velja eiginleika sem lýsa vel þeirri vöru eða atvinnugrein sem verið er að skoða. Á mynd 1 má sjá að eiginleiki 3 er afgerandi að mati þátttakenda þar sem eiginleikalínan er löng. Vara 1 lendir töluvert frá miðju og nálægt eiginleika 3 og því er aðgreiningin á grundvelli þessa ákveðna eiginleika mjög afgerandi. Einnig má sjá þar sem línurnar eru lesnar í báðar áttir að vara 1 tengist síst eiginleika 4 í samanburði við hinar vörurnar. Vara 2 er staðsett aftur á móti nálægt miðju og er staða vörunnar því óljós að mati þátttakenda auk þess sem varan lendir langt frá næstu eiginleikum, í raun má segja að vara 2 sé í ímyndarvanda þar sem hún mælist nálægt miðju og nánast engir ímyndareiginleikar eru nálægt henni (Þórhallur Örn Guðlaugsson og Friðrik Eysteinsson, 2010). 44

45 Mynd 1: Dæmi um vörukort (Þórhallur Örn Guðlaugsson og Friðrik Eysteinsson, 2010). Vörukort hafa verið notuð hérlendis við hinar ýmsu rannsóknir og má þar nefna til dæmis: mælingu á ímynd banka (Þórhallur Örn Guðlaugsson og Friðrik Eysteinsson, 2010), mælingu á ímynd sveitarfélaga (Elfa Björk Erlingsdóttir, 2009) og mælingu á ímynd Íslands (Elísabet Eydís Leósdóttir, 2010). 45

46 8 Rannsóknaraðferð Framkvæmd rannsóknarinnar skipist í fjóra hluta. Við gagnaöflun og úrvinnslu var bæði notast við eigindlegar og meginlegar rannsóknaraðferðir. Upphaflega var myndaður rýnihópur sem samanstóð af fimm einstaklingum úr þýðinu. Rýnihópur er hluti af eigindlegri rannsóknaraðferð og með henni nær rannsakandi fram viðhorfum og reynslu þátttakenda af ákveðnum viðfangsefnum sem rannsóknin snýst um (Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson, 2003). Rýnihópurinn var hluti af undirbúningsvinnu vegna ákvörðunar á eiginleikum í lokakönnun. Einstaklingarnir sem valdir voru í rýnihópinn voru beðnir um að svara eftirfarandi spurningunum: Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú hugsar um viðskiptafræðinga? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú hugsar um hagfræðinga? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú hugsar um verkfræðinga? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú hugsar um endurskoðendur? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú hugsar um lögmenn? Markmiðið var að reyna að ná fram þeim þáttum sem almenningur tengir við fagstéttirnar. Því næst voru tekin óstöðluð viðtöl við talsmenn fagstéttanna sem valdar voru í rannsóknina þar sem þeir voru spurðir spurninga út frá fyrirfram ákveðnum viðtalsramma. Í ljós komu ýmsar upplýsingar sem notaðar voru við ákvörðun á eiginleikum fyrir rannsóknina. Óstöðluð viðtöl teljast til eigindlegrar aðferðarfræði og er markmið þeirra að ná fram skilningi þátttakenda frá þeirra sjónarhóli (Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson, 2003). 46

47 Var það áhugaverðasta að mati rannsakanda skráð niður og reynt að leitast við að ná fram svörum við fyrirfram gefnum spurningum. Niðurstöður úr viðtölum við rýnihópinn úr þýðinu og úr viðtölum við talsmenn fagfélaganna voru síðan notaðar við hönnun forkönnunar sem innihélt 25 eiginleika. Forkönnunin sem hafði það að markmiði að leggja mat á eiginleikana 25 var lögð fyrir 30 þátttakendur á háskólasvæðinu. Voru þeir valdir með hentugleikaúrtaki víðsvegar um skólann til að ná fram sem mestri dreifni meðal fræðisviða innan háskólans. Með hentugleikaúrtaki (convenience sample) er einungis átt við þá einstaklinga sem eru nærverandi á hverjum tímapunkti og geta tekið þátt (Brynman, 2004). Voru þátttakendur beðnir um að taka afstöðu til eiginleikanna 25 og var notaður níu stiga Likert kvarði þar sem þátttakendur tóku afstöðu til þess hvort þeim þótti eiginleikinn eiga mjög vel við, mjög illa við eða þar á milli fyrir hverja og eina fagstétt. Var þetta endurtekið fyrir alla 25 eiginleikana. Einnig voru þátttakendur beðnir um að nefna eitt til tvö lýsingarorð sem þeim dytti fyrst í hug fyrir hverja fagstétt. Þegar búið var að vinna úr niðurstöðum forkönnunar var eiginleikunum fækkað í 10 talsins og tvær samskonar kannanir hannaðar sem lagðar voru fyrir annars vegar nema við Háskóla Íslands og hins vegar fyrir almenning. Var fyrri könnunin send út rafrænt með tölvupósti til 9232 einstaklinga við Háskóla Íslands. Seinni könnuninni var dreift með hentugleikaúrtaki til vina, ættingja og vinnufélaga með tölvupósti og á samfélagsmiðlunum facebook.com og bland.is. Báðar kannanirnar beindu þátttakendum inná vefsvæði könnunarinnar þar sem niðurstöður voru teknar saman. Meðaltöl allra svara voru sett upp í Excel og þaðan færð yfir í vörukort þar sem niðurstöður komu fram. 8.1 Þátttakendur Eins og fyrr segir skiptast þátttakendur upp í fjóra hópa. Hópur eitt, sem inniheldur fimm einstaklinga tilheyra úrtakinu í lokakönnunninni sem almenningur. Hópur tvö inniheldur talsmenn fagfélaganna, en hann inniheldur fimm einstaklinga. 30 þátttakendur voru fengnir til að taka þátt í forkönnun við val á eiginleikum fyrir lokakönnun. Notast var við hentugleikaúrtak við framkvæmd forkönnunar og voru þátttakendur af öllum sviðum háskólans og af báðum kynjum. Fjórði hópurinn voru þátttakendur í lokakönnun og var þýði rannsóknar skipt annars vegar í háskólanema á Íslandi og hins vegar almenningur á 47

48 Íslandi. Úrtak hvorrar rannsóknar fyrir sig telur 254 einstaklinga eða samtals 508 þátttakendur. Notast var við hentugleikaúrtak í báðum lokakönnunum. Kynntar verða niðurstöður úr hvorri lokakönnun fyrir sig er varðar kyn, aldur og menntun. Konur voru 73 prósent þátttakenda en 28 prósent karlar í hópi háskólanema, en meðal almennings voru 78 prósent konur og 22 prósent karlar. 8.2 Mælitæki Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við vörukort (perceptual map). Voru meðaltöl sem fundin voru út með hjálp Excel forritsins sett inn í staðfærsluforrit, og niðurstöður svo kallaðar fram myndrænt með vörukorti. Vörukortið sýndi mynd af fagstéttunum út frá fyrirfram gefnum ímyndareiginleikum til að kanna hver ímynd endurskoðenda er samanborið við ímynd lögmanna, verkfræðinga, viðskiptafræðinga og hagfræðinga. 8.3 Fyrri forkönnunin Settur var saman rýnihópur sem samanstóð af fimm einstaklingum sem tilheyra almenningi úr þýðinu í endanlegri könnun. Spurt var opinna spurninga sem telst hluti af eigindlegri aðferðarfræði (Jón Gunnar Bernburg, 2005). Voru einstaklingarnir í rýnihópnum beðnir um að svara því: hvaða orð þeim dytti fyrst í hug þegar þegar þeir hugsuðu um ákveðna fagstétt?. Niðurstöður rýnihópsins má sjá á mynd 2. Mynd 2: Niðurstöður Lýsingarorð úr óformlegri könnun Rýnihópurinn var samansettur af einstaklingum af báðum kynum og koma þeir úr mismunandi stéttum þjóðfélagsins. 8.4 Viðtöl við talsmenn fagfélaganna Í viðtölum við talsmenn fagfélaganna var eigindlegri aðferðarfræði beitt þar sem lagðar voru fyrir hálfopnar spurningar (Jón Gunnar Bernburg, 2005), spurningarnar leiddu af 48

49 sér ýmsar vangaveltur. Spurningarnar sem stuðst var við má sjá í viðauka 1. Svörin úr viðtölunum voru síðan notuð til að móta eiginleika fyrir endanlega rannsókn og verða nákvæmar niðurstöður úr þeim viðtölum ekki birtar, heldur eru þau atriði sem að fleiri en einn viðmælandi minntist á dregin saman og voru niðurstöður eftirfarandi: Fjölmiðar: Fleiri en einn viðmælandi telur fjölmiðla vera stórt vandamál þegar kemur að fréttaflutningi um málefni viðkomandi fagstéttar, þar sem þekkingarleysi, hræðsla við tæknilega þekkingu fagstéttarinnar og fleira á í hlut. Oft séu sömu blaðamenn að fjalla um skúbbið og fréttir af fagstéttunum. Vandamál er að fjölmiðlar virðast herma hver eftir öðrum þar sem einn ákveðinn fjölmiðlamaður dregur ákveðna ályktun og hinir nota þá ályktun í sína frétt. Stórt vandamál er að fjölmiðlamenn hafi ekki viðeigandi sérhæfingu eins og tíðkast víða erlendis. Einn viðmælandi taldi þetta þó vera að lagast þar sem fjölmiðlar hafa verið að leita álits fagfélagsins í auknum mæli ásamt því að sækja opna fundi sem haldnir eru af félaginu. Sama fagstétt segir fagfélög erlendis ekki finna eins mikið fyrir þessu þar sem sérhæfing fjölmiðlafólks sé mun meiri en hérlendis. Önnur fagstétt hefur haldið sérstök námskeið fyrir fjölmiðlafólk um fagstéttina. Siðareglur: Þegar spurt var út í siðareglur hjá fagstéttunum kom í ljós að þær hafa verið endurskoðaðar hjá tveimur fagstéttum eftir hrun, ein fagstéttin er að fara að leggjast í vinnu við að endurskoða og betrum bæta siðareglurnar, en engin breyting hefur verið gerð hjá tveimur fagstéttum. Allar fagstéttirnar starfa þó eftir siðareglum sem eru aðgengilegar almenningi á vefsíðum félaganna. Skylduaðild að fagfélagi: Löggiltir endurskoðendur sem eru aðilar að FLE og lögmenn sem eru aðilar að Lögmannafélaginu eru einu stéttirnar sem eru með skylduaðild að sínu fagfélagi samkvæmt 1. mgr. 12. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur og samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn. Starfsábyrgðartrygging: Löggiltum endurskoðendum og lögmönnum er skylt að hafa starfsábyrgðartryggingu samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur og skv. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn. Bæði löggiltir endurskoðendur og lögmenn eru opinberir 49

50 sýslunarmenn samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur og samkvæmt 3. mgr. 1. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn Ímyndavinna fagstéttanna og upplifun á breyttri ímynd í kjölfar efnahagshrunsins 2008: Lítið eða ekkert hefur verið lagt í rannsóknir á ímynd fagstéttanna innanhúss, þrátt fyrir að þessi umræða sé þó nokkuð til umræðu innan stéttanna. Flestir viðmælendur voru sammála um að nokkuð væri rætt um ímynd stéttarinnar í kjölfar efnahagshrunsins Virtist niðurstaðan almennt vera sú að það sem þeir tengja laskaðri ímynd snéri að störfum innan bankanna og þeirri starfsemi sem fagstéttirnar höfðu unnið í kringum bankanna, auk vinnu fyrir skilanefndirnar sem settar voru á í kjölfar þess að bankarnir hrundu. Flestir voru einnig sammála því að þeir upplifðu breytta ímynd í kjölfar efnahagshrunsins, og þá eins tengda bönkunum og skilanefndunum. Visst áhyggjuefni er að það hefur verið ráðist á fólk og það slasað lífshættulega þar sem viðkomandi tengdist störfum fagstéttarinnar en er ekki í stéttinni heldur starfar við fagið. Það virðist vandmál að almenningur setji alla sem tilheyra stéttinni undir sama hatt þrátt fyrir að aðilar innan stéttarinnar vinni víðtæk og mismunandi störf. 8.5 Framkvæmd Við gerð spurningalista voru notuð viðtöl við talsmenn fagfélaganna, ásamt samtölum við rýnihóp þar sem einstaklingarnir voru beðnir um að nefna það fyrsta sem kæmi upp í þeirra huga þegar viðkomandi fagstétt væri nefnd á nafn. Einnig var stuðst við heimsíður og siðareglur fagstéttanna til að mynda 25 eiginleika sem töldust eiga það sammerkt að geta átt við allar fagstéttirnar (sjá viðauka 2), var niðurstaðan eftir þá vinnu eftirfarandi 25 eiginleikar: 50

51 Fagleg hæfni Samfélagslegt mikilvægi Tengdir efnahagshruninu 2008 Gott siðferði Spilling Samfélagsleg ábyrgð Efnishyggja Óskipulagðir Metnaður Nákvæmni Regluverk Faglegir Viðskiptasiðferði Virðing Hughyggja Heilindi Skipulagðir Formlegheit Íhaldsemi Hátt menntunarstig Einsleitnir Græðgi Vinnusemi Óháðir Traust Formleg forkönnun Forkönnun var framkvæmd í desember Markmiðið með könnuninni var að kanna og meta þá eiginleika sem spurt var um en ekki að mæla ímynd eins og gert er í lokakönnuninni. Þátttakendur tóku afstöðu til þessarra 25 eiginleika á 9 stiga kvarða þar sem 1 táknar á mjög illa við þessa fagstétt og 9 táknar á mjög vel við þessa fagstétt. Spurningalistinn með 25 eiginleikum var lagður fyrir 30 manns á háskólasvæðinu (sjá viðauka 2). Einnig voru þátttakendur beðnir að svara því í hvaða deild Háskólans þeir stunduðu nám ásamt því að nefna eitt til tvö lýsingarorð sem þeir teldu lýsa fagstéttunum best. Meðaltöl svaranna voru fundin með hjálp Excel forritsins. Síðan voru þau sett inn í staðfærslugreiningarforritið og birtar með vörukorti. Kannað hvort að eiginleikarnir sköruðust og samræmdust jafnvel í einn eiginleika, eða hvort sleppa mætti einhverjum eiginleikum. Tilgangur forkönnununnar var sá að fækka þeim eiginleikum sem lagt var mat á, og eru því þeir eiginleikar sameinaðir sem liggja þétt saman, en það segir til um að það sé mikil fylgni á milli þeirra (Þórhallur Örn Guðlaugsson, 2005). Eins má taka út þá eiginleika sem hafa stutta línu, en þar eru þátttakendur ekki að gera mikinn greinarmun á fagstéttum út frá viðkomandi eiginleika (Þórhallur Örn Guðlaugsson, 2005). 51

52 8.5.2 Niðurstöður úr forkönnun Þegar niðurstöður forkönnunar eru skoðaðar á mynd 3, sést að verkfræðingar skipa sér sérstakan sess í jákvæðu eiginleikunum eins og gott siðferði, heilindi, óhæði og virðing en mælast síst í neikvæðum eiginleikum eins og spilling, efnisshyggja og græðgi. Aftur á móti má sjá að viðskiptafræðingar skera sig einnig úr og tengjast eiginleikanum óskipulagðir og síst eiginleikum eins og regluverk, samfélagsleg ábyrgð, vinnusemi og nákvæmni. Lögmenn, endurskoðendur og hagfræðingar fá síst einhverja sérstöðu út frá eiginleikunum. Mynd 3: Vörukort Niðurstöður úr forkönnun Einnig voru þátttakendur beðnir um að svara því hvaða eitt til tvö lýsingarorð þeim dytti fyrst í hug þegar þeir hugsuðu um viðkomandi fagstéttir og má sjá niðurstöður á mynd 4.(sjá allar niðurstöður í viðauka 3). 52

53 Mynd 4: Niðurstöður úr forkönnun lýsingarorð Svörin voru dregin saman og má sjá að svörin voru sammerk að einhverju leyti, á mynd 4 eru dregin saman þau atriði sem voru nefnd oftar en einu sinni fyrir hverja og eina fagstétt Lokakönnun Þegar búið var að vinna úr svörum þátttakenda og skoða hvaða eiginleika mætti sameina og fella út, stóðu eftir 10 eiginleikar sem unnir voru úr öllum þeim eiginleikum sem spurt var um í forkönnuninni. Ákveðið var eftir niðurstöður forkönnunar að eiginleikarnir einsleitnir og metnaður yrðu teknir út þar sem þátttakendur gerðu ekki mikinn greinarmun á fagstéttunum útfrá eiginleikunum þar sem eiginleikarnir eru með stutta línu. Rannsakandi ákvað eftir að hafa skoðað niðurstöður forkönnunar að sameina eftirfarandi eiginleika: Eiginleikarnir Traust, Viðskiptasiðferði og Hughyggja voru sameinaðir í eiginleikann Traust. Eiginleikarnir Nákvæmni, Vinnusemi, Skipulagðir, Fagleg hæfni, Faglegir og Hátt menntunarstig voru sameinaðir í eiginleikann Skipulagðir Eiginleikarnir Gott siðferði, Heilindi og Óháðir voru sameinaðir í eiginleikann Heilindi. Eiginleikarnir Virðing, Samfélagslegt mikilvægi og Samfélagleg ábyrgð voru sameinaðir í eiginleikann Virðing. Eiginleikarnir Formlegheit, Íhaldsemi og Regluverk voru sameinaðir í eiginleikann Formlegheit. Eiginleikarnir Spilling, Efnishyggja og Græðgi voru sameinaðir í eiginleikann Spilling. 53

54 Eftir stóðu 10 eiginleikar sem voru prófaðir í endanlegri könnun, þeir eru: Traust Heilindi Formlegheit Óskipulagðir Tengdir efnahagshruninu 2008 Skipulagðir Virðing Spilling Falskir Óformlegheit Voru þátttakendur beðnir um að taka afstöðu til eiginleikanna 10 á 9 stiga kvarða þar sem 1 táknar á mjög illa við þessa fagstétt og 9 táknar á mjög vel við þessa fagstétt. Eins voru þátttakendur beðnir um að svara bakgrunnsspurningum um kyn, aldur, menntun og á hvaða fræðisviði nemendur stundi nám við Niðurstöður úr lokakönnun Í fyrsta hluta könnunar voru þátttakendur beðnir um að nefna eitt til tvö lýsingarorð sem þeim þótti viðeigandi fyrir hverja fagstétt. Teknar voru saman niðurstöður og þau fimm lýsingarorð sem oftast komu fyrir hjá hverri fagstétt. Má sjá hversu oft ákveðið lýsingarorð eða samnefnari þess var nefndur og má sjá vægi hvers lýsingarorðs samanborið við hin fjögur lýsingarorðin sem nefnd voru oftast fyrir hverja og eina fagstétt (sjá mynd 5). Öll þau lýsingarorð sem nefnd voru oftar en þrisvar sinnum má sjá í viðauka 5. Mynd 5: Niðurstöður úr lokakönnun - lýsingarorð Sammerkt er meðal viðskiptafræðinga, hagfræðinga og verkfræðinga að þátttakendur telja þá klára, eins eru viðskiptafræðingar og hagfræðingar taldir vera talnaglöggir og sýnir niðurstaðan að þátttakendur eru að leggja svipað mat á störf viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Verkfræðingar skera sig töluvert úr, þátttakendur voru frekar jákvæðir í garð fagstéttarinnar og má sjá að lýsingarorðin sem nefnd voru 54

55 eru jákvæðari en hjá hinum fagstéttunum. Lýsingarorðin nákvæmni og leiðinlegur voru afgerandi í garð endurskoðenda. Lögmenn fengu mestu dreifnina í lýsingarorðunum og niðurstaðan er sú að lögmenn fá mest af neikvæðu lýsingarorðunum af fagstéttunum. 55

56 9 Niðurstöður Í þessum hluta verkefnisins verða niðurstöður úr lokakönnun kynntar. Fyrst verður gerð grein fyrir niðurstöðum úr bakgrunnsspurningum sem þátttakendur voru beðnir um að svara. Niðurstöður verða kynntar á þeim lýsingarorðum sem oftast voru nefnd um fagstéttirnar. Síðan verða niðurstöður úr vörukorti kynntar, fyrst niðurstöður úr könnun sem gerð var meðal háskólanema, síðan niðurstöður meðal almennings og í lokin eru samsettar niðurstöður úr báðum könnunum það er að segja háskólanemar og almenningur og það úrtak skilgreint sem almenningur. Þátttakendur voru beðnir um að svara því hvort þeir væru karlkyns eða kvenkyns. Í báðum könnunum eru afgerandi fleiri konur en karlar sem taka þátt í könnuninni. Meðal háskólanema eru konur 184 talsins eða rúm 74% þátttakenda en karlar 70 talsins eða um 26% af þátttakendum. Í hópi almennings eru konur ennþá fleiri eða 198 talsins sem eru um 78% þátttakenda, karlar eru 56 talsins eða um 22% þátttakenda (sjá mynd 6). Mynd 6: Kyn þátttakenda Þátttakendur í könnun meðal háskólanema eru flestir á aldrinum ára eða 119 talsins sem er tæp 47% allra þátttakenda. Þátttakendur í könnun meðal almennings eru á mun dreifðara aldursbili og eru flestir þátttakendur á aldrinum ára eða um 21% 56

57 þátttakenda. Í báðum könnunum eru langfæstir þátttakendur á aldrinum 20 ára og yngri og svo í aldurshópnum 61 árs og eldri (sjá mynd 7). Mynd 7: Aldur þátttakenda Þátttakendur voru beðnir um að svara því hver væri æðsta menntun sem þeir hefðu lokið. Í báðum könnunum höfðu flestir þátttakendur lokið Bachelor gráðu. Meðal háskólanema höfðu næst flestir lokið meistaragráðu og meðal almennings höfðu næst flestir lokið framhaldsskólamenntun (sjá mynd 8). Mynd 8: Menntunarstig þátttakenda Þátttakendur í könnun sem lögð var fyrir háskólanema voru beðnir um að svara því á hvaða sviði þeir stunduðu nám innan háskólans. Langflestir þátttakenda stunda nám á 57

58 félagsvísindasviði samtals 106 þátttakendur eða tæp 42%. Aðrir þátttakendur dreifðust mjög svipað á milli sviða (sjá mynd 9). Mynd 9: Menntasvið þátttakenda 9.1 Niðurstöður vörukorts Niðurstöður voru teknar saman í Excel forriti og meðaltöl allra svara úr báðum könnunum tekin saman. Meðaltal allra eiginleika voru sett i staðfærslugreiningarforrit Lillien og Rangaswamy og niðurstöður birtar í vörukorti. Niðurstöður í vörukorti sýna hvernig þátttakendur skynja fagstéttirnar fimm útfrá ímyndareiginleikunum og hvernig staðsetning fagstéttanna er gagnvart hverri annarri Niðurstöður vörukorts - Nemar við Háskóla Íslands Svör fengust frá 254 þátttakendum. Mynd 10 sýnir niðurstöðurnar á skynjun háskólanema á ímynd fagstéttanna út frá eiginleikunum 10. Eins og sjá má eru verkfræðingar og lögmenn lengst frá miðju, viðskiptafræðingar og endurskoðendur aðeins nær miðju en hagfræðingar styst frá miðju sem bendir til þess að staðsetning verkfræðinga og lögmanna er skýrari í hugum háskólanema en staðsetning hinna fagstéttanna. Sjá má að jákvæðir eiginleikar mælast öfugu megin á vörukortinu miðað við neikvæðu eiginleikana sem gefur til kynna að niðurstöðurnar séu áreiðanlegar, en sjá má að eiginleikarnir óformlegheit og formlegheit sem eru andstæður hafa andstæða stefnu. Fagstéttirnar eru töluvert dreifðar sem gefur það til kynna að þátttakendur hafa mismunandi ímynd af fagstéttunum. 58

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi

KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi Desember 2015 Efnisyfirlit 1 Félagsform og eignarhald 1.1 Almennt 1.2 Rekstrarform og eignarhald 1.3 Stjórnskipulag 1.4 Gildi 1.5 Fjárhagslegar upplýsingar 2 Gæðaeftirlit 2.1

More information

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 14. árgangur, 1. tölublað, 2017 Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum Einar Guðbjartsson og Jón Snorri Snorrason

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Úrdráttur úr kynningu Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Nanna Huld Aradóttir, Cand. Oecon, CIA

Úrdráttur úr kynningu Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Nanna Huld Aradóttir, Cand. Oecon, CIA Endurskoðunarnefndir Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum Úrdráttur úr kynningu Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Nanna Huld Aradóttir, Cand. Oecon, CIA Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2016 PricewaterhouseCoopers ehf.

Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2016 PricewaterhouseCoopers ehf. www.pwc.com/is Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2016 PricewaterhouseCoopers ehf. Efnisyfirlit bls 4 6 Rekstrarform og eignarhald Rekstrarform Eignarhald Markmið PwC samstarfið 7 8 Stjórnskipulag Skipurit Innra

More information

Alþjóðlegir staðlar og siðareglur um innri endurskoðun. Janúar 2013

Alþjóðlegir staðlar og siðareglur um innri endurskoðun. Janúar 2013 Alþjóðlegir staðlar og siðareglur um innri endurskoðun Janúar 2013 Copyright 2013 by The Institute of Internal Auditors, 247 Maitland Avenue, Altamonte Springs, Florida, 32701-4201 USA. All rights reserved.

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2018 PricewaterhouseCoopers ehf.

Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2018 PricewaterhouseCoopers ehf. www.pwc.com/is Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2018 PricewaterhouseCoopers ehf. Efnisyfirlit bls 4 6 Rekstrarform og eignarhald Rekstrarform Eignarhald Markmið PwC samstarfið 7 8 Stjórnskipulag Skipurit Innra

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008

BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008 BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008 Eyjólfur Óli Eyjólfsson Leiðbeinandi: Bjarni Frímann Karlsson Viðskiptafræðideild Maí 2011 Ábyrgð og hlutverk

More information

Tengdir aðilar á markaði

Tengdir aðilar á markaði BS ritgerð í viðskiptafræði Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er þá varðar Kateryna Hlynsdóttir Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er

More information

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun (Staðlarnir)

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun (Staðlarnir) Inngangur að stöðlunum Innri endurskoðun fer fram í margvíslegu lagaumhverfi og menningarheimum, hjá fyrirtækjum sem hafa mismunandi tilgang og eru breytileg að stærð, uppbyggingu og flækjustigi, og hún

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland Leiðbeinandi tilmæli nr.5/2011 Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Skýrsla um gagnsæi Aukinn sýnileiki

Skýrsla um gagnsæi Aukinn sýnileiki Skýrsla um gagnsæi 2014 Aukinn sýnileiki Efnisyfirlit Staðfesting stjórnar og forstjóra.. 2 Inngangur.. 3 Félagsform og eignarhald.... 5 Gæði.. 8 Óhæði, hagsmunaárekstrar og siðamál... 11 Fjárhagsupplýsingar

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Höfum við gengið til góðs?

Höfum við gengið til góðs? Útg. Félag löggiltra endurskoðenda Ábm: Ómar H. Björnsson formaður Ritnefndar FLE Júní 2005 28. árgangur 1. tölublaðflefréttir EFNI BLAÐSINS Höfum við gengið til góðs?...1 Af stjórnarborði...4 Til hamingju

More information

Gagnsæisskýrsla KPMG kpmg.is

Gagnsæisskýrsla KPMG kpmg.is Gagnsæisskýrsla KPMG 2017 kpmg.is Efnisyfirlit 1. Ávarp framkvæmdastjóra 2. Um okkur 3. Rekstrarform, stjórnun og eignarhald 4. Gæðastjórnunarkerfi 5. Fjárhagslegar upplýsingar 6. Greiðslur til hluthafa

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr. Leiðbeinandi tilmæli Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum nr. 2/2007 Gefið út skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2014 um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 19. febrúar

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Ritgerð til BS - gráðu. í viðskiptafræði. Ársreikningaskrá

Ritgerð til BS - gráðu. í viðskiptafræði. Ársreikningaskrá Viðskiptafræðisvið Ritgerð til BS - gráðu í viðskiptafræði Ársreikningaskrá Er tilgangur X. XII. kafla laga nr. 3/2006 um ársreikninga að skila sér? Nafn nemanda: Jóna Fanney Kristjánsdóttir Leiðbeinandi:

More information

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: 1. Arion banka hf. 2. Íslandsbanka 3. Lýsingu hf. 4. Samtök fjármálafyrirtækja 5. Seðlabanka Íslands 6. Straumi

More information

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt.

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt. r ALITSGERÐ Til: Frá: Dagsetning: Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins Dr. Andra Fannari Bergþórssyni 12. m aí2017 Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan

More information

Fylgt úr hlaði. Skrifstofa FLE, helstu upplýsingar

Fylgt úr hlaði. Skrifstofa FLE, helstu upplýsingar Útg: Félag löggiltra endurskoðenda Aðsendar greinar í blaðinu eru á ábyrgð höfunda en að öðru leyti er útgáfa blaðsins á ábyrgð ritnefndar FLE. FLE blaðið má ekki afrita með neinum hætti, að hluta til

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2014 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Gefin út á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 21. mars 2014 Inngangur Fjármálaeftirlitið

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017 Innra eftirlit 2. útgáfa október 2017 Efnisyfirlit 1 Inngangur...3 2 Skilgreining á innra eftirliti...4 2.1 Hugtakið innra eftirlit...4 2.2 Markmið innra eftirlits...5 2.3 Einkenni innra eftirlits...6

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

ENDURSKOÐUN LAGA UM OPINBERT EFTIRLIT MEÐ FJÁRMÁLASTARFSEMI O.FL. Skýrsla og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra

ENDURSKOÐUN LAGA UM OPINBERT EFTIRLIT MEÐ FJÁRMÁLASTARFSEMI O.FL. Skýrsla og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra ENDURSKOÐUN LAGA UM OPINBERT EFTIRLIT MEÐ FJÁRMÁLASTARFSEMI O.FL. Skýrsla og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra Fjármála og efnahagsráðuneytið FJR / 11.6.2018-2 - Efnisyfirlit Inngangur...

More information

Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi

Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi Tannsmiðir sem heilbrigðisstarfsmenn Ingunn Karen Pierson Sigurðardóttir Lokaverkefni til BS gráðu Leiðbeinandi: Sigríður Rósa Víðisdóttir Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi

More information

Fylgt úr hlaði. Skrifstofa FLE, helstu upplýsingar

Fylgt úr hlaði. Skrifstofa FLE, helstu upplýsingar Útg: Félag löggiltra endurskoðenda Aðsendar greinar í blaðinu eru á ábyrgð höfunda en að öðru leyti er útgáfa blaðsins á ábyrgð ritnefndar FLE. FLE blaðið má ekki afrita með neinum hætti, að hluta til

More information

Rit Íslenskt viðskiptaumhverfi

Rit Íslenskt viðskiptaumhverfi Rit 04-3 Íslenskt viðskiptaumhverfi September 2004 ISBN 9979-871-48-2 2 SAMANTEKT Í janúar 2004 skipaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra nefnd um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis sem meðal annars var

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra.

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra. 148. löggjafarþing 2017 2018. Þingskjal 1029 622. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra. I. KAFLI Markmið, orðskýringar og gildissvið.

More information

Efnisyfirlit. Orð frá forstjóra. EY á Íslandi. Endurskoðunarsvið. Ráðgjafarsvið. Skattasvið. Viðskiptaráðgjöf. Innra gæðakerfi og óhæði

Efnisyfirlit. Orð frá forstjóra. EY á Íslandi. Endurskoðunarsvið. Ráðgjafarsvið. Skattasvið. Viðskiptaráðgjöf. Innra gæðakerfi og óhæði EY á Íslandi Efnisyfirlit Orð frá forstjóra 5 EY á Íslandi 6 Endurskoðunarsvið 8 Ráðgjafarsvið 12 Skattasvið 14 Viðskiptaráðgjöf 16 Innra gæðakerfi og óhæði 19 4 EY á Íslandi Orð frá forstjóra Ernst &

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf.

Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf. Miðvikudagur, 11. maí, 2011 Ákvörðun nr. 20/2011 Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi dags. 18. febrúar 2011 tilkynntu Búvellir slhf. (hér eftir

More information

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V.

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. til notkunar fyrir farnetsþjónustu á 2600 MHz tíðnisviðinu (Tíðniheimild L 2600) 7. júlí 2017 Með vísan til IV. kafla laga, nr. 81/2003, um fjarskipti, ákvæða reglugerðar,

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna ekki er bara plakat uppi á vegg! Hlutverk

More information

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur Margrét Vala Kristjánsdóttir lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2. tbl. 5. árg. 2009 Fræðigreinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Odda v/sturlugötu 101

More information

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014 Miðvikudagur, 3. desember 2014 Ákvörðun nr. 35/2014 Ósk leigubílastöðvarinnar Hreyfils um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubifreiðar sem aka undir

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe. Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013

INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe. Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013 INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013 Title Creator Error! No text of specified style in document. Anna Guðrún Ahlbrecht Date 14. maí

More information

Inngangur að upplýsingagjöf Hlutabréf

Inngangur að upplýsingagjöf Hlutabréf Inngangur að upplýsingagjöf Hlutabréf Þetta upplýsingarit var unnið af NASDAQ OMX Iceland hf. Ritið fjallar um lög og reglur sem gilda á verðbréfamarkaði um upplýsingagjöf útgefenda hlutabréfa. Efnið er

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 31/555. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) nr. 713/2009. frá 13.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 31/555. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) nr. 713/2009. frá 13. 18.5.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 31/555 REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) nr. 713/2009 2017/EES/31/42 frá 13. júlí 2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila

More information

Skattaleg mismunun mismunandi skattlagning eftir rekstrarformum. Vala Valtýsdóttir Forstöðumaður skatta- & lögfræðisviðs Deloitte

Skattaleg mismunun mismunandi skattlagning eftir rekstrarformum. Vala Valtýsdóttir Forstöðumaður skatta- & lögfræðisviðs Deloitte Skattaleg mismunun mismunandi skattlagning eftir rekstrarformum Vala Valtýsdóttir Forstöðumaður skatta- & lögfræðisviðs Deloitte Skattadagurinn 2010 Mismunandi skattlagning eftir rekstrarformum 1. Einkahlutafélög,

More information

B.Sc. í viðskiptafræði

B.Sc. í viðskiptafræði Innra eftirlit og verkferlar bókhaldsdeildar Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar Sonja Björg Guðbjörnsd. Blandon B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2016 Sonja Björg Guðbjörnsd. Blandon Leiðbeinandi: Kt. 260977-3269

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

REGLUGERÐ KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga

REGLUGERÐ KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga REGLUGERÐ KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga Eftirfarandi hugtök er notuð í reglugerðinni og ber að leggja nngreindan skilning í þau: 1. Iðkendaskrá KSÍ: Skrá yfir félaga í aðildarfélögum

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Mat á umhverfisáhrifum

Mat á umhverfisáhrifum Mat á umhverfisáhrifum Þátttaka almennings Meistaraprófsritgerð í umhverfis- og auðlindafræði Ólafur Ögmundarson VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ / SCHOOL OF ENGINEERING AND NATURAL SCIENCES HÁSKÓLI ÍSLANDS

More information

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar...

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu... 3 2.1 Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... 3 2.2 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins... 4 2.2.1 Almennt

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012 Fimmtudagur, 13. desember, 2012 Ákvörðun nr. 31/2012 Ósk leigubílastöðvarinnar Hreyfils um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubifreiðar sem aka undir

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 40

More information

September Siðareglur í opinberri stjórnsýslu

September Siðareglur í opinberri stjórnsýslu September 2003 Siðareglur í opinberri stjórnsýslu Efnisyfirlit HELSTU NIÐURSTÖÐUR...5 1. FORMÁLI...9 2. HVAÐ ERU SIÐAREGLUR?...11 2.1 HVAÐA GAGN GERA SIÐAREGLUR?...11 3. SIÐAREGLUR OG ÚTLÖND...13 3.1

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND. jármál. Vefrit Fjármálaeftirlitsins. Efni:

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND. jármál. Vefrit Fjármálaeftirlitsins. Efni: FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND jármál Vefrit Fjármálaeftirlitsins Efni: Breytingar á eiginfjárreglum með samevrópsku regluverki eiginfjáraukar Arnar Þór Sæþórsson, lögfræðingur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2016 Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2016 Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Ritstjórn:

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Varðveisla gagna í stjórnsýslunni Kristín Benediktsdóttir, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands Útdráttur Mikið af

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I.

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I. Fimmtudagurinn 27. september 2001 170. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 28/2001 Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu I. Erindið Með erindi, dags. 2. mars 2001, óskaði

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Samningur. samning um þátttöku á alþjóðlegum mótum fyrir hönd KRAFT

Samningur. samning um þátttöku á alþjóðlegum mótum fyrir hönd KRAFT Samningur Hér með gera Kraftlyftingasamband Íslands kt. 700410-2180 (KRAFT) og kt. netfang farsími (keppandi) samning um þátttöku á alþjóðlegum mótum fyrir hönd KRAFT I. Markmið og lagaumhverfi 1. gr.

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W09:02 Apríl 2009 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Harpa Dís Jónsdóttir Runólfur Smári Steinþórsson Harpa Dís Jónsdóttir, MS, hdj3@hi.is

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Lokaverkefni til BS-prófs. í Viðskiptafræði. Saga ársreikningalaga á Íslandi. Saga og þróun löggjafar um reikningsskil á árunum

Lokaverkefni til BS-prófs. í Viðskiptafræði. Saga ársreikningalaga á Íslandi. Saga og þróun löggjafar um reikningsskil á árunum Lokaverkefni til BS-prófs í Viðskiptafræði Saga ársreikningalaga á Íslandi Saga og þróun löggjafar um reikningsskil á árunum 1909-2016 Guðrún Breiðfjörð Pétursdóttir Leiðbeinandi: Bjarni Frímann Karlsson,

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Auður upplýsinga Mikilvægi innri upplýsingamiðlunar og tengsl við starfsánægju Margrét Helga Jóhannsdóttir Leiðbeinandi Þóra H. Christiansen aðjúnkt Viðskiptafræðideild

More information

Ed Frumvarp til laga [286. mál]

Ed Frumvarp til laga [286. mál] Ed. 588. Frumvarp til laga [286. mál] um ávana- og fíkniefni. (Lagt fyrir Alþingi á 94. löggjafarþingi, 1973-1974.) 1. gr. Rikisstjórninni er heimilt fyrir íslands hönd að gerast aðili að alþjóðasamningum

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

ÚTBOÐ NR. XXXXX. Heiti útboðs

ÚTBOÐ NR. XXXXX. Heiti útboðs Höfundarréttur Ríkiskaup ÚTBOÐ NR. XXXXX Heiti útboðs mán. ár SÁ HLUTI ÞESSA TEXTA SEM MÁLAÐUR ER GULUR ER EINGÖNGU TIL LEIÐBEININGAR FYRIR VERKEFNASTJÓRA OG ÞARF AÐ SKOÐA HANN SÉRSTAKLEGA VIÐ HVERJA EINSTAKA

More information

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Frammistöðumat og starfsmannastjórnun Ávinningur og nýjar áherslur Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Svala Guðmundsdóttir, Dósent Júní 2018 Frammistöðumat og starfsmannasamtöl

More information

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson.

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson. Háskólinn á Bifröst BS ritgerð Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor 2009 Umboðsvandi Í íslensku og erlendu viðskiptalífi Tómas Örn Sigurbjörnsson Kt: 110974-5319 Háskólinn á Bifröst BS ritgerð Leiðbeinandi:

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 Skýrsla umboðsmanns barna 1. janúar 2016 31. desember 2016 Útgefandi: Umboðsmaður barna Kringlunni 1, 5. h. 103 Reykjavík Heimasíða: www.barn.is Netfang: ub@barn.is 2017

More information