Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd fjarskiptaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi )

Size: px
Start display at page:

Download "Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd fjarskiptaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi )"

Transcription

1 Þskj mál. Skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd fjarskiptaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi ) Alþingi samþykkti vorið 2005 þingsályktun um stefnu í fjarskiptamálum fyrir árin Sú ályktun var samin af stýrihópi sem samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, skipaði í ársbyrjun Áætlunin er sú fyrsta sem samþykkt hefur verið en samkvæmt lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, sbr. lög nr. 78/2005, skal samgönguráðherra leggja fram á Alþingi á þriggja ára fresti tillögu til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun. Fjarskiptaáætlun skal leggja grunn að framþróun íslensks samfélags með því að bjóða bestu, ódýrustu og öruggustu rafrænu samskiptin með beitingu fjarskipta- og upplýsingatækni. Þá skal í áætluninni mörkuð stefna fyrir næstu sex ár. Í áætluninni er skilgreind nánar aðkoma og markmið stjórnvalda í fjarskiptamálum til næstu ára, auk þess sem gerð er grein fyrir ástandi og horfum í fjarskiptamálum í landinu í ljósi alþjóðlegrar þróunar. Með samræmdri stefnumótun er stefnt að því að auka samkeppnishæfni landsins og stuðla að framþróun atvinnulífs og ná fram hagkvæmri nýtingu fjármagns og samræmdri forgangsröðun verkefna. Einnig er lögð áhersla á að aðgengi að fjarskiptum sé mikilvægt fyrir alla landsmenn og fjallað um með hvaða hætti aðstaða landsmanna, hvað varðar aðgengi að fjarskiptum, verði jöfnuð. Fjarskiptaáætlun skiptist í 15 meginmarkmið en að auki eru 32 markmið (verkefni) sem unnið er að og skiptast niður á fimm kafla áætlunarinnar: I. Forskot. II. Háhraðavæðing. III. Farsamband. IV. Stafrænt sjónvarp og hljóðvarp. V. Öryggi og persónuvernd. VI. Samkeppnishæfni. Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir þeim verkefnum sem unnið hefur verið að við framkvæmd fjarskiptaáætlunar. Að gerð hennar komu auk verkefnisstjórnar fjarskiptaáætlunar Póst- og fjarskiptastofnun. Þá var einnig aflað upplýsinga frá öðrum ráðuneytum vegna einstakra markmiða áætlunarinnar sem eru á ábyrgð þeirra. Áhrifa fjarskiptaáætlunar er víða farið að gæta og ljóst er að samþykkt hennar hefur haft í för með sér aukinn áhuga stjórnvalda og almennings á þessum málum. Þá er ljóst að umgjörðin, sem sköpuð hefur verið um gerð hennar svo og framkvæmd, er til þess fallin að ná megi markmiðum hennar og stuðla þannig að því að Ísland sé og verði í fremstu röð í uppbyggingu og notkun fjarskiptatækni.

2 2 1. Framkvæmd fjarskiptaáætlunar. Verkefnisstjórn fjarskiptaáætlunar hefur yfirumsjón með framkvæmd fjarskiptaáætlunar fyrir hönd samgönguráðuneytisins. Verkefnisstjórnina skipa fimm manns: Friðrik Már Baldursson, formaður, Kristinn Jónasson, Adolf Berndsen, Guðbjörg Sigurðardóttir og Hjálmar Árnason. Auk þess að vera verkefnisstjórn um framkvæmd fjarskiptaáætlunar er hún jafnframt stjórn fjarskiptasjóðs en sá sjóður var stofnaður með lögum nr. 132/2005. Fjarskiptasjóður hefur það hlutverk að stuðla að uppbyggingu á sviði fjarskiptamála á grundvelli fjarskiptaáætlunar. Til að vinna að verkefnum fjarskiptasjóðs gerði stjórnin samning við Póst- og fjarskiptastofnun um að stofnunin aðstoðaði m.a. við skipulag útboða og eftirlit með framkvæmd verkefna sjóðsins sem njóta styrkja. Sérstök deild innan Póst- og fjarskiptastofnunar hefur það verkefni eitt að vinna að þessum verkefnum en deildin er aðgreind frá eftirlitsstarfsemi stofnunarinnar. Er þetta í samræmi við lög um fjarskiptasjóð en þar segir að fjarskiptasjóður skuli bera allan kostnað Póst- og fjarskiptastofnunar af starfsemi sem tengist verkefnum sjóðsins. Tveir starfsmenn voru sérstaklega ráðnir til að sinna þessum störfum. Þá er lögfræðingur samgönguráðuneytisins í fjarskiptamálum starfsmaður verkefnisstjórnar fjarskiptaáætlunar og stjórnar fjarskiptasjóðs en varsla og umsýsla sjóðsins er í samgönguráðuneytinu. Í fjarskiptaáætlun er einnig um að ræða verkefni sem heyra undir önnur ráðuneyti og stofnanir. Í fyrsta lagi ber að nefna að Póst- og fjarskiptastofnun, sem stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun, ber ábyrgð á mörgum verkefnum fjarskiptaáætlunar. Þá bera menntamálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og umhverfisráðuneyti ábyrgð á einstökum verkefnum. Tilnefndir hafa verið vegna þeirra verkefna tengiliðir ráðuneytanna við verkefnisstjórnina og virkar stjórnin þá sem samráðs- og samstarfsvettvangur. 2. Fjarskiptasjóður. 2.1 Starfsemi. Fjarskiptasjóður var stofnaður með lögum fjarskiptasjóð, nr. 132/2005. Hlutverk hans er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna, enda sé kveðið á um þau í fjarskiptaáætlun og ætla má að ekki verði í þau ráðist á markaðsforsendum. Framkvæmdir vegna verkefna fjarskiptasjóðs eru boðnar út og er það hlutverk stjórnar að ákveða tilhögun og stærð útboða. Með lögum um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., nr. 133/2005, var samþykkt að leggja sjóðnum til fjármagn að fjárhæð millj. kr. Þeir fjármunir, sem samþykkt hefur verið að leggja í fjarskiptasjóð, eiga fyrst og fremst að standa straum að þremur markmiðum fjarskiptaáætlunar: 1. Að allir landsmenn, sem þess óska, hafi aðgang að háhraðatengingum árið GSM-farsímaþjónusta verði aðgengileg á þjóðvegi 1, öðrum helstu stofnvegum og á helstu ferðamannastöðum. 3. Dreifing sjónvarpsdagskrár Ríkisútvarpsins, auk hljóðvarps Rásar 1 og Rásar 2, til sjómanna á miðum við landið og til strjálbýlli svæða verði stafræn um gervihnött.

3 3 2.2 Verkefni Uppbygging GSM-farsímakerfis. Markmiðið er, sbr. fjarskiptaáætlun, að GSM-farsímaþjónusta verði aðgengileg á þjóðvegi 1 og öðrum helstu stofnvegum og á helstu ferðamannastöðum. Þannig er ætlunin að auka öryggi vegfarenda og aðgengi að farsímaþjónustu á þjóðvegum landsins með því að stuðla að aukinni útbreiðslu GSM-farsímanetsins á þeim stöðum sem ekki er líklegt að verði þjónað á markaðslegum forsendum. GSM-farsímakerfið er ekki landsþekjandi og skortir töluvert á að samband náist á þjóðvegakerfinu. Þrátt fyrir að farsímakerfið hafi ekki verið hannað sem öryggiskerfi er ljóst að almenn eign slíkra farsíma er mikilvægur liður í öryggi fólks, auk þess sem farsíminn gegnir mikilvægu hlutverki í samskiptum í nútímaþjóðfélagi. GSM 1. Í fyrsta áfanga GSM-verkefnisins, sem boðinn var út á árinu 2006, voru boðnir út vegkaflar á hringvegi 1, þar sem GSM-farsímaþjónustu nýtur ekki við nú, og fjallvegirnir um Fróðárheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjallsveg, Fagradal og Fjarðarheiði. Að auki skal setja upp sendi í Flatey á Breiðafirði sem þjónusta á um helming leiðarinnar um Barðaströnd. Alls er um að ræða 500 km svæði en lengsti kaflinn á hringveginum þar sem GSM-samband er ekki fyrir hendi í dag er um Mývatnsöræfi en hann er 80 km langur. Á meðfylgjandi korti má sjá þá vegkafla sem boðnir voru út í útboðinu en þeir eru merktir með breiðu rauðu striki. Mynd 1. Vegkaflar í útboði sem fór fram á árinu 2006.

4 4 Ákveðið var að hafa lokað útboð að undangengnu forvali en sjóðurinn naut aðstoðar Ríkiskaupa við framkvæmd útboðsins. Fyrirhugað forval var kynnt á Evrópska efnahagssvæðinu um miðjan júní og áttu áhugasamir aðilar að skila tilkynningu um þátttöku til Ríkiskaupa. 1 Forvalinu lauk á haustmánuðum og fengu þeir aðilar, sem uppfylltu skilyrði forvalsins, afhend útboðsgögn 2 í október og skiluðu inn tilboðum sínum í desember. Þrjú tilboð bárust, eitt frá Og fjarskiptum ehf. og tvö frá Símanum hf., annað frávikstilboð. Og fjarskipti ehf millj. kr. Síminn hf millj. kr. Síminn hf. (frávikstilboð) millj. kr. Verktími hjá Og fjarskiptum ehf. var samkvæmt tilboðinu 20 mánuðir en 12 mánuðir í báðum tilboðum Símans hf. Gengið var til skýringaviðræðna og svo í framhaldinu samningaviðræðna við Símann hf. og var skrifað undir samning við fyrirtækið 12. janúar Samið var við Símann hf. á grundvelli frávikstilboðs og var endanleg samningsupphæð 565 millj. kr. Uppsetning á GSM-sendum á vegköflunum skal vera að fullu lokið 12. janúar GSM 2. Næsti hluti áætlunar um endurbætur á GSM-farsímanetinu snýst um stofnvegi og helstu ferðamannastaði þar sem ekki er GSM-farsímasamband. Vinna við að greina þau svæði, sem koma til skoðunar í þeim áfanga GSM-verkefnisins, er þegar hafin. Á mynd 2 má sjá þá stofnvegi þar sem bæta þarf GSM-samband. Á árinu 2006 var unnið að því með aðstoð Ferðamálastofu að skilgreina hverjir væru helstu ferðamannastaðir. Gengið var út frá því að hugtakið ferðamannastaður merki staður (annaðhvort náttúrulegur eða manngerður) sem laðar að sér ferðamenn. Listi var gerður yfir ferðamannastaði fyrir hvern landsfjórðung og listarnir sendir til viðkomandi ferðamálafulltrúa og þeir fengnir til að yfirfara þá. Þá voru listarnir sendir til hagsmunaaðila og þeir beðnir að yfirfara þá með mikilvægi þeirra í huga. Vinnu við skilgreiningu helstu ferðamannastaða er ekki lokið. Stjórn fjarskiptasjóðs á eftir að taka ákvörðun um forgangsröðun í næsta hluta áætlunar um endurbætur á GSM-farsímanetinu en stefnt er að því að útboðið verði auglýst á fyrri hluta árs Háhraðatengingar um landið. Markmiðið er, sbr. fjarskiptaáætlun, að allir landsmenn, sem þess óska, hafi aðgang að háhraðatengingum árið Verkefnið er því uppbygging á háhraðatengingum á þeim stöðum þar sem markaðsaðilar eru ekki eða ætla ekki að bjóða upp á háhraðatengingar. Upplýsingatækni er leiðandi í hagvexti og atvinnuuppbyggingu í Evrópu og víða annars staðar, m.a. hér á landi. Háhraðatengingar eru einn af grunnþáttum tækninnar sem gerir upplýsingasamfélag nútímans mögulegt. Áætlað er að stuðla að og hraða þróun upplýsingasamfélagsins svo að allir landsmenn, sem þess óska, geti tengst háhraðaneti og notið hagkvæmrar og öruggrar fjarskiptaþjónustu. 1 Pre-qualification no GSM Service in Iceland financing, designing, constructing, installing and operating a GSM Network in rural areas in Iceland July ÚTBOÐ NR GSM-þjónusta á Íslandi 18. október 2006.

5 5 Mynd 2. Stofnvegir þar sem ekki er GSM-farsímasamband nú (merktir með bláu). Vinnu við verkefnið hefur verið skipt í þrjá meginþætti: Greining á þeim svæðum þar sem ekki er boðið upp á háhraðatengingar nú eða ætla má að markaðsaðilar ætli ekki að bjóða upp á háhraðatengingar. Skilgreining á lágmarksgæðum þeirra lausna sem sjóðurinn ætlar að styrkja. Ákvörðun um útboðsleið Áhersla hefur verið lögð á að greina stöðu háhraðatenginga á landinu en nákvæm greining á henni hefur ekki verið gerð áður. Samkvæmt þeirri greiningarvinnu, sem gerð hefur verið, eru lögbýli í dreifbýli og 69 í þéttbýli sem ekki eiga kost á háhraðatengingu, sbr. töflu. Tafla 1. Fjöldi landsmanna sem ekki eiga kost á háhraðatengingu. Lögbýli Fjöldi íbúa Samtals lögbýli án háhraðatenginga Þéttbýli án háhraðatenginga Samtals Þannig má gera ráð fyrir því að um manns eigi ekki kost á háhraðatengingu nú. Á árinu 2004 kom fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn á Alþingi að rúmlega

6 6 manns ættu ekki kost á háhraðatengingum. 3 Samkvæmt þessu hefur þeim því fækkað mjög á undanförnum tveimur árum sem ekki eiga kost á háhraðanettengingum. En samkvæmt þessu eiga tæplega 98% landsmanna kost á háhraðatengingum. Næstu skref í greiningarvinnunni er að kanna fyrirhuguð áform markaðsaðila um uppbyggingu. Einnig er hafin vinna við að skilgreina þjónustu- og gæðakröfur, það er að segja að skilgreina lágmarksgæði þeirra lausna sem sjóðurinn ætlar að styrkja. Þá er verið að skoða í samvinnu við Ríkiskaup hvaða útboðsleið hentar best fyrir þetta verkefni. Stefnt er að því að auglýsa útboð á fyrri hluta ársins Dreifing á dagskrá RÚV um gervihnött. Markmiðið er, sbr. fjarskiptaáætlun, að dreifing sjónvarpsdagskrár Ríkisútvarpsins, auk hljóðvarps Rásar 1 og Rásar 2, til sjómanna á miðum við landið og til strjálbýlli svæða, verði stafræn um gervihnött. Verkefnið er því að tryggja að sjófarendur og íbúar strjálbýlli svæða, sem ekki njóta fullnægjandi þjónustu, eigi möguleika á að ná sjónvarpsdagskrá RÚV, auk hljóðvarps Rásar 1 og Rásar 2 stafrænt í gegnum gervihnött. Stjórn fjarskiptasjóðs leitaði síðastliðið vor eftir samstarfi við Ríkisútvarpið um þetta verkefni. Og eins og með önnur verkefni sjóðsins var óskað eftir aðstoð Ríkiskaupa. Verkefnið er ekki útboðsskylt þar sem það fellur ekki undir lög um opinber innkaup né innkaupatilskipanir. Hins vegar var ákveðið að fara í afbrigði af útboði/samningskaupaferli til að tryggja að umbeðin þjónusta fengist af sem mestum gæðum fyrir sem hagstæðast verð. Sumarið 2006 fór í að vinna tilboðsgögn en valdir voru 9 aðilar og þeim boðin þátttaka. Boð um þátttöku var sent í lok september og frestur til að senda inn tilboð gefinn fram í nóvember. Tilboð bárust frá eftirfarandi þremur aðilum: Eutelsat Intelsat Telenor Í framhaldinu var gengið til samningaviðræðna við Telenor og var skrifað undir samning við fyrirtækið 1. febrúar Stefnt er að því að útsendingar hefjist í byrjun apríl næstkomandi og þá á almenningur í hinum dreifðu byggðum og sjómenn að geta farið að nýta sér þjónustuna. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er kringum 150 milljónir króna á næstu þremur árum. 2.3 Fjármál. Með fjáraukalögum ársins 2005 var úthlutað til sjóðsins millj. kr. af söluandvirði Símans. Í greinargerð með frumvarpinu sagði að auk þess framlags skyldi varið til hans millj. kr. með jöfnum framlögum árin Með fjáraukalögum ársins 2006 var síðan ákveðið að veita 500 millj. kr. til sjóðsins í stað þess framlags sem koma átti á árinu Starfsemi sjóðsins hófst með skipan stjórnar hans hinn 1. febrúar Fjárheimild hans var þannig við upphaf starfseminnar millj. kr. en hækkaði í millj. kr. með samþykkt fjáraukalaga ársins Kostnaður við starfsemi sjóðsins á árinu 2006 var alls um 36,5 millj. kr. og óráðstafaðar fjárheimildir í árslok þannig 1.463,5 millj. kr. Meginkostnaður, sem féll til á árinu, var vegna kostnaðar Póst- og fjarskiptastofnunar af starfsemi sem tengist verkefnum sjóðsins og svo kaup á sérfræðiþjónustu við gerð útboðsgagna. Í töflu 2 má sjá sundurliðun kostnaðar á árinu mál 130. löggjafarþings.

7 7 Tafla 2. Sundurliðun kostnaðar fjarskiptasjóðs á árinu Laun stjórnar Ferðakostnaður Kostn. v. starfsm. hjá Póst- og fjarskiptastofnun Ríkiskaup Sérfræðiráðgjöf Annar kostnaður Samtals Einstök markmið (verkefni) fjarskiptaáætlunar. 3.1 Forskot. Lögð verði áhersla á að þau tækifæri, sem felast í góðum fjarskiptum, góðri menntun og tækniþróun, verði nýtt til að skapa störf og auka hagsæld um land allt Staða Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Íslensk fyrirtæki og stofnanir nái forskoti á aðrar þjóðir í að hagnýta fjarskiptatækni í þjónustu- og framleiðslugreinum. Mikilvægt er að Ísland sé í fremstu röð í að hagnýta fjarskiptatækni enda eru mikil jákvæð efnahagsleg áhrif tengd því. Hér á eftir er gerð grein fyrir stöðu fjarskiptamála hér á landi í alþjóðlegu samhengi með því að bera saman helstu mælikvarða um árangur á því sviði. Eftirfarandi eru þeir mælikvarðar sem hafðir eru til hliðsjónar: Framboð þjónustu og tækni. Aðgengi almennings að fjarskiptaþjónustu. Notkun almennings á fjarskiptaþjónustu. Verð á fjarskiptaþjónustu. Sú fjarskiptaþjónusta, sem er til skoðunar, er eftirfarandi: Fastanet fyrir talsíma. Farsímaþjónusta. Háhraðatengingar. Gengið er út frá því markmiði að Ísland hafi forskot á a.m.k. 25 OECD-lönd af 30 löndum hvað varðar framboð, aðgengi (e. coverage), útbreiðslu (e. penetration) og verð fjarskiptaþjónustu. Ef gögn um viðkomandi þætti eru ekki tiltæk fyrir OECD-lönd þá er markmiðið að Ísland hafi forskot á a.m.k. 2 af 5 norrænum löndum. Í töflu 3 má sjá yfirlit um forskot sem Ísland hefur á önnur lönd á árinu 2005 út frá ofangreindum markmiðum. Samkvæmt fjarskiptaáætlun er markmiðið að viðhalda því forskoti sem fyrir er og stuðla að úrbótum þar sem það er ekki fyrir hendi fyrir árið Tafla 3. Forskot Íslands Forskot Fastanet talsíma Farsímanet Háhraðatengingar Áskriftir Kort Landsvísu Landsbyggð Framboð Já Nei Nei Já Já Aðgengi Já Já Já Já Já Notkun Nei* Já Já Já Já Verð Já Nei Já Nei Nei Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun. *Miðast við árið 2003.

8 8 Hér á eftir er gerð nánari grein fyrir þeirri tölfræði sem liggur til grundvallar þeirri niðurstöðu sem fram kemur í töflu 3. Farsími og fastlínusími. Framboð þjónustu og tækni. Tafla 4 lýsir framboði á þjónustu og tækni á farsímamarkaði hér á landi í samanburði við önnur norræn lönd. Sjá má að öll Norðurlönd að Íslandi frátöldu eru byrjuð með þriðju kynslóð farsíma. Þá er að auki NMT-farsímakerfi í notkun hér á landi eins og í Danmörku og Svíþjóð en fyrir liggur að það muni verða lagt niður hér á landi í síðasta lagi í árslok Einnig er stefnt að því að leggja niður NMT-kerfið í Danmörku og Svíþjóð á næstu árum. Af þessu má álykta að framboð farsímaþjónustu sé meira í öðrum norrænum löndum þar sem þriðju kynslóðar farsímakerfi (UMTS-kerfi) er ekki enn í boði hér á landi. Undirbúningur hefur þó verið í gangi vegna þriðju kynslóðar farsíma hér á landi og auglýsti Póst- og fjarskiptastofnun í lok árs 2006 útboð tíðniheimilda fyrir þriðju kynslóð farsíma. Óhætt er að álykta að framboð talsímaþjónustu á fastaneti sé a.m.k. jafngóð og gerist annars staðar á Norðurlöndum. Tafla 4. Framboð þjónustu og tækni Lönd/tækni Ísland Danmörk Svíþjóð Finnland Noregur NMT Já Já Já Nei Nei GSM 900/1800 Já Já Já Já Já UMTS Nei Já Já Já Já Heimild: Competition and regulation in the Nordic mobile markets. September Skýrsla norrænu eftirlitsstofnananna á fjarskiptamarkaði. Aðgengi almennings að fjarskiptaþjónustu. Öll byggðarlög á Íslandi eiga kost á fastlínu- og farsímasambandi hér á landi. Farsímakerfi Símans nær til um 98% landsmanna og farsímakerfi Vodafone nær til um 83% landsmanna en 98% útbreiðslu er náð með reikisamningi við Símann. Notkun almennings á fjarskiptaþjónustu. Tafla 5 lýsir útbreiðslu á fastlínu- og farsímanotkun hér á landi í samanburði við önnur OECD-lönd. Niðurstaðan sýnir stöðu Íslands miðað við önnur OECD-lönd þar sem 1 er mesta útbreiðsla, 2 sú næstmesta o.s.frv. Notkun fastlínu fer eftir fjölda rása á fastaneti á hverja 100 íbúa og hefur hún farið minnkandi hér á landi frá árinu 2000 eftir því sem notkun farsíma hefur aukist. Notkun farsíma í töflu 5 fer eftir útbreiðslu áskrifta og fyrirframgreiddra korta í hlutfalli af íbúafjölda en í lok árs 2005 var hlutfallið um 100% hér á landi. 4 Tafla 5. Notkun fastlínu- og farsíma. Útbreiðsla Norðurlönd Sæti innan OECD ár hvert Ár/þjónusta Fastlína Farsími Competition and regulation in the Nordic mobile markets. Sjá mynd 2 í skýrslu norrænu eftirlitsstofnananna frá september 2006.

9 9 Heimild: OECD Communications outlook Skýrsla eftirlitsstofnananna á fjarskiptamarkaði, Competition and regulation in the Nordic mobile markets. Skýringar: Aðildarlönd OECD eru 30 þjóðir. Niðurstaða sýnir í hvaða sæti Ísland er af 30 löndum OECD. Notkun á fastaneti miðast við fjölda rása á hverja 100 íbúa. Notkun farsíma miðast við hlutfall notenda (fyrirframgreidd kort og áskriftir) af íbúafjölda hvers lands. Verð á fjarskiptaþjónustu. Niðurstöður fyrir farsíma og fastlínusíma um meðalnotkun má sjá í töflu 6. Tafla 6. Verð á fjarskiptaþjónustu. Verðsamanburður Sæti innan OECD ár hvert Ár/Þjónusta Heimilissími Fyrirtækjasími GSM eftirágreitt GSM fyrirfram Heimild: Teligen. Skýring: Aðildarlönd OECD eru 30 þjóðir. Sæti 1 merkir að Ísland er með ódýrustu þjónustuna af mældum löndum OECD varðandi fjarskipti. Unnið upp úr verðskrám fjarskiptafyrirtækja í nóvember ár hvert. Háhraðatengingar. Hér á eftir er gerður samanburður á framboði, aðgengi og notkun almennings fyrir háhraðainternetsamband á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Hér er um að ræða rannsókn sem unnin var af IDATE ( og kom út í september Að Íslandi meðtöldu er um að ræða 17 Evrópulönd en þau eru eftirfarandi: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Spánn, Svíþjóð og Þýskaland. Byrjað er á því að bera saman þjónustuframboð miðað við tækni og það borið saman við önnur lönd. Því næst er aðgengi að háhraðainterneti flokkað eftir tveimur skilgreindum landsvæðum, þ.e.: Þéttbýlissvæði (e. urban). Skilgreint sem það landsvæði þar sem fólksfjöldi er meiri en 500 íbúar/km 2. Landsbyggðarsvæði (e. rural). Skilgreint sem það landsvæði þar sem fólksfjöldi er minni en 100 íbúar/km 2. Þá er notkun þjónustu metin eftir fjölda áskrifenda á hverja 100 íbúa á ofangreindum þremur svæðum. Að lokum er gerður verðsamanburður á háhraðatengingum til heimila og fyrirtækja á Íslandi innan OECD (30 lönd) ásamt því að meta í hvaða sæti Ísland er ef tekið er mið af verði og þjónustu sem í boði er. Hér er um að ræða rannsókn sem unnin var af Wairuaconsulting ( og kom út í maí Framboð eftir tækni. Tafla 7 lýsir notkun á háhraðatengingum á Íslandi eftir tækni í samanburði við önnur norræn lönd árin 2004 og Í árslok 2005 var almenn notkun háhraðatenginga hvað mest hér á landi á Norðurlöndunum og einnig innan OECD sé hún reiknuð í hlutfalli við íbúafjölda eða 26,7%. 5 5 Sjá:

10 10 Tafla 7. Notkun háhraðatenginga eftir tækni í hlutfalli við íbúafjölda í árslok 2004 og Lönd Ísland Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Dags./Tækni DSL 17,2 25,9 11,7 15,3 10,7 17,8 9,8 13,3 10,4 19,5 Kapal módem 6 0,2 0,1 6,7 7,2 2,3 2,9 2,7 3,4 2,2 2,8 Önnur háhraðaþj. 7 0,8 0,6 1,8 2,5 0,9 1,2 3,7 3,6 0,1 0,1 Samtals (%) 18,2 26,7 20,2 25,0 13,9 21,9 16,2 20,3 12,7 22,5 Heimild: Broadband Access Development in Europe, mynd 4.3. IDATE September OECD fyrir árið Sjá: Aðgengi almennings að háhraðatengingum (e. coverage). Tafla 8 sýnir hvar Ísland stendur hvað varðar aðgengi almennings að DSL-háhraðaþjónustu á landsvísu og á landsbyggðinni. Tafla 8. Aðgengi almennings að háhraðatengingum (DSL) á landsvísu og á landsbyggðinni. Aðgengi að Sæti meðal 17 háhraðatengingum 8 Evrópulanda Sæti meðal 5 norrænna landa Dags. 31/12/ /12/ /12/ /12/ /12/2005 Á landsvísu Á landsbyggðinni Heimild: Broadband Access Development in Europe. IDATE September Skýringar: Sæti 1 merkir að aðgengi á viðkomandi þjónustu er mest hér á landi af 17 Evrópuþjóðum eða norrænu löndunum 5, Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi eða Danmörku. Notkun almennings á háhraðatengingum eftir landsvæðum (e. penetration). Tafla 9 sýnir notkun háhraðatenginga á landsvísu og á landsbyggðinni í samanburði við önnur Evrópulönd annars vegar og önnur norræn lönd hins vegar. Notkun háhraðatenginga 9 Tafla 9. Notkun á háhraðatengingum (DSL, Kapal módem, FTTH, WLL, gervihnattasambönd og PLC) á landsvísu og á landsbyggðinni. Evrópulanda Sæti meðal 5 norrænna landa Sæti meðal 17 Dags. 31/12/ /12/ /12/ /12/ /12/ Á landsvísu Á landsbyggðinni Heimild: Broadband Access Development in Europe, myndir 4.1 og 4.4. IDATE September Skýringar: Sæti 1 merkir að notkun á viðkomandi þjónustu er mest hér á landi af 17 Evrópuþjóðum eða norrænu löndunum 5, Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi eða Danmörku. 6 Á Íslandi er hér átt við kóax. 7 Önnur háhraðaþjónusta er: FTTH, WLL gervihnattasambönd og PLC. 8 Hér er átt við DSL-tengingar eingöngu. 9 DSL, Kapal módem (þ.m.t. kóax), FTTH, WLL, gervihnettir, PLC. 10 Eingöngu DSL-sambönd.

11 11 Verð fyrir háhraðatengingar. Í töflu 10 má sjá hvar meðalhraði (upp- og niðurhal) er á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd og norræn lönd sem verðsamanburðurinn byggist á. Tafla 10. Meðalafkastageta í boði fyrir upphal og niðurhal. Afkastageta 26 OECD-lönd 5 norræn lönd Niðurhal Upphal Niðurhal Upphal Ísland (sæti) Heimild: Comparison of OECD Broadband Markets, myndir 3 og 5. Maí Wairuaconsulting. Skýringar: Lægra sætisnúmer þýðir meiri hraði. Hér á eftir má sjá niðurstöður úr samanburði Wairuaconsulting á verði og þjónustu fyrir háhraðatengingar í löndum OECD. Verð miðast við 5. maí 2006 og eru leiðrétt fyrir kaupmætti. Tafla 11 sýnir samanburð á mánaðargjaldi fyrir áskriftum. Tafla 11. Mánaðargjald og tengigjald þann 5. maí OECD-lönd (mánaðargjald 26 lönd, Mánaðargjald tengigjald 25 lönd) 5 norræn lönd Mánaðargjald Tengigjald Mánaðargjald Tengigjald Ísland (sæti) Heimild: Comparison of OECD Broadband Markets, myndir 9 og 13. Maí Wairuaconsulting. Skýringar: Lægra sætisnúmer þýðir lægri kostnaður. Í töflu 12 er lagt mat á stöðu háhraðatenginga á Íslandi m.v. önnur OECD-lönd og norræn lönd út frá eftirfarandi fimm þáttum: Meðalhraða niðurhals. Meðalhraða upphals. Meðalmánaðargjaldi. Meðaltengigjaldi. Fjölda áskrifta með takmarkað gagnamagn (e. data caps). Þá er Íslandi raðað niður eftir fjölda áskrifenda eftir íbúafjölda samanborið við önnur OECD-lönd og norræn lönd. 12 Tafla 12. Staða háhraðatenginga á Íslandi m.v. önnur OECD-lönd og fjöldi áskrifenda í árslok OECD-lönd 5 norræn lönd Stöðumat Fjöldi áskrifenda Stöðumat Fjöldi áskrifenda Ísland (sæti) Heimild: Comparison of OECD Broadband Markets, tafla 8. Maí Wairuaconsulting. Skýringar: Lægra sætisnúmer þýðir betri stöðu og fleiri áskrifendur Um er að ræða meðalmánaðargjald fyrir allar háhraðatengingaáskriftir og tengigjald fyrir DSLáskriftir til heimila. OECD-breiðbandsáskrifendur Desember Sjá: _201185_ _1_1_1_1,00.html.

12 12 Samantekt. Áskriftarhlutfall DSL-háhraðatenginga er mest hér á landi á Norðurlöndunum. Útbreiðsla háhraðatenginga á landsbyggðinni er í meðallagi góð hér á landi m.v. önnur Evrópulönd og norræn lönd en þrátt fyrir það er notkun háhraðatenginga á landsbyggðinni hvað mest hér á landi í Evrópu og á Norðurlöndunum. Almenn staða háhraðatenginga á Íslandi er í meðallagi góð m.v. önnur OECD-lönd út frá ofangreindum fimm þáttum og næstverst á Norðurlöndunum á eftir Danmörku. Þar má helst um kenna háu verði háhraðatenginga hér á landi m.v. önnur lönd. Þrátt fyrir það eru flestir áskrifendur hér á landi m.v. íbúafjölda, bæði innan OECD og á Norðurlöndum Skerpt á ímynd Íslands þar sem fjarskipti eru til fyrirmyndar. Skerpt verði á ímynd Íslands sem lands þar sem fjarskipti eru til fyrirmyndar og styrkt með því staða þess í samkeppni um erlendar fjárfestingar. Á árinu 2006 gaf samgönguráðuneytið út kynningarrit um fjarskiptaáætlun til ársins 2010 sem dreift var inn á öll heimili í landinu. Í kjölfarið efndi samgönguráðherra og forstjóri Póstog fjarskiptastofnunar til tæplega þrjátíu kynningarfunda víðs vegar um landið þar sem markmið fjarskiptaáætlunar voru kynnt. Útgáfa kynningarritsins og fundirnir hafa haft í för með sér mikla vakningu í fjarskiptamálum á landinu. Þá var fjarskiptaáætlun þýdd yfir á ensku og er aðgengileg á veraldarvefnum. Þá hafa fulltrúar ráðuneytisins og Póst- og fjarskiptastofnunar kynnt áætlunina fyrir erlendum aðilum þegar tækifæri hafa gefist. Fyrir ímynd Íslands sem lands þar sem fjarskipti eru til fyrirmyndar skiptir mestu að fjarskipti séu örugg og góð. Tvö verkefni fjarskiptaáætlunar hafa þar mikil áhrif. Í fyrsta lagi að allir landsmenn eigi kost á háhraðatengingu og í öðru lagi öruggt samband fjarskipta við umheiminn. Því til stuðnings má nefna að í nýlegri skýrslu nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi kom fram að ein af meginforsendum þess að hægt sé að markaðssetja Ísland sem ákjósanlegt land fyrir alþjóðlega fjármálastarfsemi er fullkomið fjarskiptasamband milli Íslands og annarra landa. Þegar þessum markmiðum er náð er mikilvægt fyrir stjórnvöld og íslenskt atvinnulíf að koma þeim upplýsingum á framfæri til að laða að erlendar fjárfestingar Bætt fjarskipti notuð í atvinnulífinu til að vega á móti jaðaráhrifum. Notuð verði bætt fjarskipti til að vega á móti jaðaráhrifum í atvinnulífi á landsbyggðinni og í alþjóðaviðskiptum. Það eru einkum tvö markmið fjarskiptaáætlunar sem stuðla að þessu, þ.e. að allir landsmenn eigi kost á háhraðatengingu og öruggt samband fjarskipta við útlönd. 3.2 Háhraðavæðing. Allir landsmenn, sem þess óska, geti tengst háhraðaneti og notið hagkvæmrar og öruggrar fjarskiptaþjónustu. Menntastofnanir verði tengdar öflugu háhraðaneti Aðgangur landsmanna að háhraðatengingu. Allir landsmenn, sem þess óska, hafi aðgang að háhraðatengingu árið Kveðið er á um það markmið að allir landsmenn, sem þess óska, hafi aðgang að háhraðatengingu árið Þetta er eitt af þeim verkefnum sem fjarskiptasjóður hefur fengið fjármagn til að vinna að og gerð er nánari grein fyrir í kafla 2.

13 Tenging menntastofnana við útlönd. Allar framhaldsskóla-, háskóla- og rannsóknastofnanir samnýti 2,5 Gbs-tengingu til útlanda árið Rannsókna- og háskólanet Íslands, RH-net, tengir nú saman 16 háskóla- og rannsóknastofnanir með allt að 1 Gbps-tengihraða. Eins og fram kemur í fjarskiptaáætlun krefst nútímarannsóknarstarfsemi öflugs tölvubúnaðar og reiknigetu til að ráða við sífellt umfangsmeiri og flóknari mæli- og rannsóknagögn sem safnað er í fjölþjóðlegum verkefnum. Til þess að íslenskir vísindamenn og námsmenn geti tekið þátt í dreifðri netvinnslu, sem nú er að ryðja sér til rúms í alþjóðlegu rannsóknar- og háskólaumhverfi, þurfa þeir að hafa aðgang að háhraðatengingu til annarra landa sem að lágmarki er 2,5 Gbps. Á árinu 2006 hafa menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti skoðað mögulegan flutning á utanlandstengingu RH-nets yfir á Farice-1 strenginn. Þá hefur verið rætt við fulltrúa stjórna RH-nets og Farice hf. um tæknilegar og fjárhagslegar hliðar málsins. Á árinu 2007 er stefnt að því að halda þessum viðræðum áfram og tryggja nægjanlegt fjármagn svo að mennta- og rannsóknastofnanir hafi aðgang að lágmarki 2,5 Gbps-tengingu til útlanda Framhaldsskólar. Allir framhaldsskólar verði tengdir öflugu háhraðaneti (lágmörk háð stærð skóla): a. Árið Mbps. b. Árið 2007/ Gbps. FS-net er fjarskiptanet fyrir framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðvar og var stofnað af menntamálaráðuneytinu árið Menntamálaráðuneytið stóð fyrir útboði á FS-netinu og telst eigandi þess en aðilar að netinu eru nær allir framhaldsskólar og símenntunarmiðstöðvar í landinu. Tilgangur þess er að veita framhaldsskólum og símenntunarmiðstöðvum bestu mögulegu netþjónustu óháð staðsetningu þeirra. Jafnframt er netinu ætlað að vera vettvangur nýsköpunar og þróunar í kennsluháttum þar sem háhraðatenginga er krafist. Samningur við þjónustuaðila rennur út um mitt ár 2007 og er nú verið að skoða hvernig haga eigi útboði sem ráðgert er að auglýst verði á fyrri hluta ársins. Verkefnastjórn fjarskiptaáætlunar hefur lagt áherslu á að til hliðsjónar verði höfð þau viðmið sem fram koma í fjarskiptaáætlun þegar kröfur um tengingar í útboðinu verða ákveðnar Grunnskólar. Allir grunnskólar verði tengdir öflugu háhraðaneti (lágmörk háð stærð skóla): a. Árið Mbps. b. Árið 2007/ Mbps. Gerð var könnun á stöðu grunnskólanna árið 2002 sem var svo uppfærð árið Samkvæmt þeirri könnun er ástand tenginga grunnskóla mjög misjafnt. Af 179 skólum eru 38 skólar nú þegar með góðar tengingar og í samræmi við markmið áætlunarinnar. Hins vegar eru 73 skólar með tengingar sem ekki geta talist háhraðatengingar. Verkefnastjórn fjarskiptaáætlunar telur mikilvægt að hugað verði að eflingu tenginga grunnskóla með markvissum hætti. Í því sambandi bendir stjórnin á hvort eigi sé mögulegt samstarf FS-netsins og grunnskóla Stofnanir ríkisins. Allar helstu stofnanir ríkisins verði tengdar öflugu háhraðaneti (lágmörk háð stærð stofnunar):

14 14 a. Árið Mbps. b. Árið Mbps. c. Árið Gbps. Kveðið er á um að unnið skuli að því markmiði að allar helstu stofnanir ríkisins verði tengdar öflugu háhraðaneti og eru í því sambandi nefnd ákveðin lágmörk sem háð eru stærð stofnunar. Mikilvægt er að stofnanir séu meðvitaðar um markmið fjarskiptaáætlunar um tengingar en almennt er gengið út frá því að þær eigi sjálfar að afla sér tenginga í samræmi við þörf og viðmið fjarskiptaáætlunar. Á árinu 2006 var unnið að því að fá stofnanir ríkisins til að viðhafa sameiginlegt útboð á fjarskiptaþjónustu. Með slíku útboði má ná fram markmiðum fjarskiptaáætlunar um betri tengingar til handa stofnunum ríkisins en að auki má ná fram fleiri markmiðum, svo sem ódýrari þjónustu og betri tengingum til stofnana úti á landi. Fjármálaráðuneytið og samgönguráðuneytið hafa saman leitt þá vinnu. Í byrjun var farið í greiningarvinnu en óskað var eftir upplýsingum frá öllum stofnunum um annars vegar núverandi gagnaflutningshraða stofnana og hins vegar æskilegan. Þessi upplýsingaöflun leiddi í ljós að margar stofnanir eru með tengingar sem hvorki fullnægja þörfum þeirrar þjónustu sem þær veita né kröfum viðskiptavina þeirra. Vegagerðin vann að og auglýsti útboð á háhraðatengingum stofnunarinnar á árinu Í kjölfar útboðsins skrifaði stofnunin undir samning við Símann hf. um kaup á víðnetsþjónustu fyrir stofnunina. Í útboðsgögnum voru sett upp annars vegar lágmarkskröfur um sambönd og hins vegar æskilegar. Kostnaðarmat við gerð útboðs hljóðaði upp á 900 þús. kr. fyrir lágmarkshraða en 1,3 millj. kr. fyrir æskilegan hraða. Tvö tilboð bárust sem voru það hagstæð að ákveðið var að semja um æskilegan hraða en ekki lágmarkshraða. Eins og fram kemur í minnisblaði Vegagerðarinnar til samgönguráðuneytisins náði stofnunum öllum sínum markmiðum með útboðinu, lækkaði verð og jók hraða sambanda. Þannig ca. 10 faldast tengihraði á 14 starfsstöðvum á landinu, en 50 faldast á öðrum stöðum. Þrátt fyrir það verður kostnaður stofnunarinnar vegna háhraðatenginga minni eftir útboðið. Í samvinnu við fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti var reynt að fá fleiri stofnanir til að taka þátt í útboði Vegagerðarinnar. Haldnir voru fundir með stofnunum og ráðuneytum og þeim gerð grein fyrir útboðinu og boðin þátttaka. Síðastliðið haust lá hins vegar fyrir að fáar stofnanir hefðu sýnt áhuga á þátttöku. Í framhaldinu lagði samgönguráðherra fram minnisblað í ríkisstjórn þar sem gerð var grein fyrir stöðu málsins og ráðuneytin hvött til þess að leggja ríka áherslu á að stofnanir þeirra tæku þátt í sameiginlegu útboði á fjarskiptaþjónustu hins opinbera í þeim tilgangi að bæta tengingar til stofnana ríkisins. Verkefnastjórn fjarskiptaáætlunar leggur áherslu á að á árinu 2007 verði haldið áfram að hvetja stofnanir til að fara í sameiginlegt útboð á fjarskiptaþjónustu Löggjöf um höfundarétt. Íslensk löggjöf um höfundarétt þróist í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar með tilliti til hagsmuna neytenda og rétthafa. Framboð efnis á háhraðanetum verði aukið. Alþingi samþykkti á árinu 2006 breytingar á lögum um höfundarétt, sbr. lög 9/2006. Með lögunum er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/29/EB frá 22. maí 2001, um samræmingu tiltekinna þátta höfundaréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu. Þessar lagabreytingar og innleiðing tilskipunar 2001/29/EB miða að því að styrkja réttindi höfunda, flytjenda og framleiðenda efnis. En lögvernd fyrir tækni og ráðstöfunum, sem ætlað er að verja efni höfunda gegn óheimilli notkun og dreifingu, er hins vegar mikilvæg forsenda

15 15 þess að höfundar og útgefendur treysti sér yfirleitt til þess að bjóða fram efni með löglegum hætti á netinu. Þá er kveðið á um það í þjónustusamningi, með frumvarpi því sem samþykkt var á Alþingi í janúar og sem mun taka gildi þann 1. apríl 2007, að stefnt skuli að því að heimila útvarpsog sjónvarpsstöðvum að endurflytja og eftir atvikum veita almenningi aðgang að áður útsendu efni. Slíkir samningar hafa enn ekki verið gerðir en í samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu við Ríkisútvarpið er ákvæði í 3. gr. samningsins þar sem kveðið er á um að stefnt sé að því á samningstímanum að ná heildarsamkomulagi við rétthafa um víðtækari notkun á eldra safnaefni til að gera það aðgengilegra almenningi. 3.3 Farsamband. Öryggi vegfarenda verði bætt með auknu aðgengi að farsímaþjónustu á þjóðvegum landsins og helstu ferðamannastöðum. Háhraðafarþjónusta verði byggð upp um allt land. Langdræg stafræn farsímakerfi til að þjóna landinu öllu og miðunum verði byggð upp Uppbygging GSM-dreifikerfis á þjóðvegum og ferðamannastöðum. GSM-farsímaþjónusta verði aðgengileg á þjóðvegi 1 og öðrum helstu stofnvegum, á helstu ferðamannastöðum og minni þéttbýlisstöðum, sbr. samþjónustumarkmið fyrir árið Þetta er eitt af þeim verkefnum sem fjarskiptasjóður hefur fengið fjármagn til að vinna að og gerð er nánari grein fyrir í kafla Háhraðafarþjónusta. Háhraðafarþjónusta standi til boða um allt land eigi síðar en Í desember sl. bauð Póst- og fjarskiptastofnun út tíðnir fyrir þriðju kynslóð farsíma í samræmi við lög um þriðju kynslóð farsíma, nr. 8/2005, í framhaldi af auknum áhuga markaðsaðila á að ráðast í uppbyggingu þriðju kynslóðar farsímakerfa. Áður hafði farið fram samráð við hagsmunaaðila í formi umræðuskjals með helstu útboðsskilmálum og bárust athugasemdir og ábendingar frá þremur fjarskiptafyrirtækjum. Umsóknarfrestur er til 12. mars 2007 og er gert ráð fyrir að tíðniheimildir verði gefnar út fyrir 1. apríl nk. Að hámarki verða gefnar út 4 tíðniheimildir. Meðal lágmarkskrafna, sem tilboðsgjafar verða að uppfylla, er að þjónustan nái a.m.k. til 40% íbúa landsins innan 18 mánaða frá útgáfu tíðniheimildarinnar, þ.e. fyrir 1. október Tólf mánuðum síðar, þ.e. fyrir 1. október 2009, skal þjónustan ná til a.m.k. 30% íbúa í sérhverju kjördæmi landsins. Fyrir 1. apríl 2011 skal þjónustan svo ná til a.m.k. 60% íbúa í sérhverju kjördæmi. Ef bjóðendur veita þjónustu umfram lágmarksútbreiðslukröfur fyrir 1. október 2012, þ.e. umfram 60% íbúa utan höfuðborgarsvæðisins, fá þeir sérstakan afslátt af tíðnigjöldum í samræmi við ákvæði laga nr. 8/ Arftaki NMT-kerfisins. Langdræg stafræn farsímaþjónusta standi til boða um allt land og á miðum við landið eftir að rekstri NMT-kerfisins lýkur. Ákveðið hefur verið að allt tíðnisviðið, sem nýtt hefur verið fyrir NMT-kerfið, verði úthlutað einum aðila. Póst- og fjarskiptastofnun sendi út umræðuskjal með helstu útboðsskilmálum í lok janúar 2007 þar sem hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að koma með at-

16 16 hugasemdir og ábendingar. Stefnt er að því að útboðsgögn verði birt í febrúar 2007 og að tilboð þurfi að berast í maí Tíðniheimild verður væntanlega gefin út um mitt ár Gerð verður sú krafa í útboðslýsingu að útbreiðsla verði a.m.k. jafnvíðtæk og núverandi NMT-þjónusta. Gert er ráð fyrir að í nýja kerfinu verði unnt að veita margvíslega þjónustu sem ekki er til staðar í NMT-kerfinu. Símanum hefur verið gert að starfrækja NMT-farsímakerfið til ársloka Gert er ráð fyrir að nýtt langdrægt, stafrænt kerfi verði tekið í notkun fyrri hluta árs 2008 á hluta tíðnisviðsins. Í ársbyrjun 2009 mun nýja kerfið hafa allt NMT-tíðnisviðið til ráðstöfunar og unnt verður að veita fulla þjónustu. 3.4 Stafrænt sjónvarp og hljóðvarp. Allir landsmenn hafi aðgengi að gagnvirku stafrænu sjónvarpi. Útvarpað verði um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið Stafrænt sjónvarp um háhraðanet. Stafrænt sjónvarp um háhraðanet verði boðið árið Stafrænar útsendingar í gegnum loftið eða ADSL eru þegar hafnar. Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki safnað upplýsingum um fjölda notenda með gagnvirka sjónvarpsþjónustu en hyggst byrja á því með tölfræðieyðublaði fyrir árið 2006 sem mun berast fjarskiptafyrirtækjum í janúar Upplýsingar um fjölda notenda í árslok 2006 ætti því að liggja fyrir hjá stofnuninni í mars mánuði Stafræn dreifing á dagskrá RÚV í gegnum gervihnött. Dreifing sjónvarpsdagskrár Ríkisútvarpsins, auk hljóðvarps Rásar 1 og Rásar 2, til sjómanna á miðum við landið og til strjálbýlli svæða verði stafræn um gervihnött. Kveðið er á um það verkefni í áætluninni að dreifing á sjónvarpsdagskrá Ríkisútvarpsins, auk hljóðvarps Rásar 1 og Rásar 2, til sjómanna á miðum við landið og til strjálbýlli svæða verði stafræn um gervihnött. Þetta er eitt af þeim þremur verkefnum sem fjarskiptasjóður hefur fengið fjármagn til að standa straum af og er gerð nánari grein fyrir því í kafla UHF-sjónvarpstíðnir. Boðnar verði út UHF-sjónvarpstíðnir fyrir stafrænt sjónvarp á árinu Á fyrri hluta árs 2005 auglýsti Póst- og fjarskiptastofnun útboð á UHF-sjónvarpstíðnum. Umsóknir bárust frá tveimur aðilum, RÚV og 365 ljósvakamiðlum ehf. Báðir umsækjendur fengu úthlutað tíðnum 8. júlí Samkvæmt útboðsskilmálum skyldi dreifikerfið ná til a.m.k. 40 sveitarfélaga innan eins árs frá útgáfu tíðniheimildarinnar, þ.e. fyrir 8. júlí 2006, og innan tveggja ára, þ.e. fyrir 8. júlí 2007, skyldi útbreiðslan ná til a.m.k. 98% heimila í landinu. Uppbygging dreifikerfis 365 ljósvakamiðla ehf. (nú Vodafone) hefur verið nokkurn veginn á áætlun en RÚV hefur ekki hafið uppbygginguna Stafrænt gagnvirkt sjónvarp nái til því sem næst allra landsmanna árið Stafrænt gagnvirkt sjónvarp nái til því sem næst allra landsmanna árið Með gagnvirku sjónvarpi er átt við að sjónvarpsnotendur geti sent upplýsingar með rafrænum hætti til sjónvarpsstöðvar og haft þannig áhrif á útsendingar frá sjónvarpsstöð. Dæmi um þetta er,,sjónvarp eftir pöntun (Video-on-Demand).

17 17 Sú fjarskiptaleið, sem notuð er til að koma upplýsingum frá notenda til sjónvarpsstöðvar, getur verið, en þarf ekki að vera, á sama dreifikerfi og hin eiginlega sjónvarpsdreifing. Þannig má t.d. nota farsímakerfi (GSM) eða fastlínukerfi til þess að senda upplýsingar til sjónvarpsstöðvar óháð því hvert sjónvarpsdreifikerfið er. Með sjónvarpsdreifingu á kopar-heimtaugum, t.d. ADSL, liggur nokkuð beint við að nota sama dreifikerfi, þ.e. heimtaugarnar, fyrir sendingar frá notanda til sjónvarpsstöðvar. Með stafrænu sjónvarpi á UHF-sjónvarpstíðnum má segja að allar tæknilegar forsendur fyrir gagnvirkt sjónvarp séu fyrir hendi þar sem sendingar frá notanda til sjónvarpsstöðvar má útfæra með margvíslegum hætti sem nú þegar er fyrir hendi, t.d. með fastlínusíma, GSM eða annarri þráðlausri tækni. Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki upplýsingar um hve margir landsmenn eiga kost á gagnvirku sjónvarpi. Stofnunin telur að samkeppni á markaði verði helsti drifkrafturinn í þessu efni Hliðrænt dreifikerfi fyrir sjónvarp lagt niður. Hliðrænt dreifikerfi fyrir sjónvarp verði lagt niður eigi síðar en árið Yfirfærsla rekstraraðila sjónvarpsdreifineta frá hliðrænni tækni yfir á stafræna er í fullum gangi. Þar má nefna ADSL Símans, Digital Ísland, Val+, gervihnattarsjónvarp o.fl. Til að tryggja að stafrænt merki Ríkisútvarpsins verði aðgengilegt öllum landsmönnum bæði á landi og á næstu miðum verður RÚV jafnframt aðgengilegt í gegnum gervihnött í byrjun apríl Auk þess er kveðið á um það í þjónustusamningi, með frumvarpi því sem samþykkt var á Alþingi í janúar og sem mun taka gildi þann 1. apríl nk., að menntamálaráðuneytið og RÚV geri með sér samning fyrir lok þessa árs um stafræna dreifingu og þjónustu í hljóðvarpi og sjónvarpi. Í samningnum á eftirfarandi að koma fram: Hvaða tækni RÚV hyggst nota til að ná til allra landsmanna. Hvaða tímaramma RÚV setur sér í útbreiðslu á stafrænu hljóðvarpi og sjónvarpi. Hvernig RÚV hyggst hvetja alla landsmenn til að skipta úr hliðrænni yfir í stafræna tækni áður en slökkt verður á hliðrænum hljóðvarps- og sjónvarpsútsendingum hér á landi. Hvort RÚV hyggst byggja upp eigið dreifikerfi, nota dreifikerfi annarra eða efna til samstarfs um dreifingu með öðrum hætti. Upplýsingar um fyrirhugaða þjónustu í grafísku þjónustuviðmóti í stafrænu sjónvarpi. Hvort og þá hvaða gagnvirka þjónustu RÚV hyggst veita í stafrænu sjónvarpi. Hvaða áform RÚV hefur í útsendingum á breiðtjaldi og háskerpu Aðgangur að lokuðum dreifikerfum. Stjórnvöld tryggi sjónvarpsstöðvum, sem hafa skyldur við almenning, aðgengi að lokuðum dreifikerfum. Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út reglur um skilyrt aðgangskerfi og notendabúnað fyrir stafrænt sjónvarp, nr. 570/2006. Í þessum reglum er kveðið á um aðgang útvarpsstöðva og annarra efnisveitenda að skilyrtum aðgangskerfum, án mismununar og á sanngjörnum og réttmætum kjörum. 3.5 Öryggi og persónuvernd. Öryggi almennra fjarskiptaneta innan lands og við umheiminn verði tryggt með fullnægjandi varasamböndum.

18 18 Öryggi netsins verði bætt svo að almenningur geti treyst á það í viðskiptum og daglegu lífi Leiðbeiningar til neytenda. Leiðbeiningum og fræðsluefni um öryggismál, neytendavernd, persónuvernd og siðferðileg álitaefni verði miðlað til neytenda. Í janúar 2006 var opnaður vefurinn Vefurinn veitir upplýsingar til neytenda um öryggi nettengdra tölva, m.a. um eldveggi, veiruvarnir og öryggisstillingar. Jafnframt eru veittar upplýsingar um örugga netnotkun einstaklinga. Þannig eru t.d. veitt ráð um val á lykilorðum, hvað beri að hafa í huga við viðskipti á netinu, blekkjandi tölvupóst, o.s.frv. Þá eru tenglar inn á aðra vefi sem fjalla um persónuvernd og siðferðileg álitaefni, m.a. SAFT-verkefnið og vef Persónuverndar. Vefurinn verður opnaður í breyttu formi í byrjun mars Vinnuhópur til að herða viðbrögð við óværu á netinu. Stofnaður verði vinnuhópur til að herða viðbrögð við óværu á netinu. Viðbrögð við hættum á netinu er verkefni sem unnið er í alþjóðlegri samvinnu. Í flestum löndum eru mismargir viðbragðshópar sem þjóna mismunandi markhópum, t.d. háskólum eða hinu opinbera. Þessi hópar hafa náin tengsl og skiptast á upplýsingum. Reynsla annarra þjóða er að slíkir hópar krefjast mannafla og fjármagns. Póst- og fjarskiptastofnun hefur unnið að skoðun þessara mála og mun innan tíðar móta fyrstu kostnaðaráætlun. Að teknu tilliti til kostnaðarins og ávinnings verður tekin ákvörðun um framhaldið Öryggisviðmið og lágmarksgæðakröfur vegna virkni fastaneta og farsímaneta. Skilgreind verði skýr öryggisviðmið og lágmarksgæðakröfur vegna virkni fastaneta og farsímaneta. Eftirfylgni verði tryggð. Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003. Meðal þeirra breytinga, sem kveðið er á um í frumvarpinu, er að stofnuninni verði veitt heimild til að setja reglur sem taka á þessu markmiði. Póst- og fjarskiptastofnun er nú með í smíðum reglur um virkni almennra fjarskiptaneta. Markmið reglnanna er að auka neytendavernd og treysta stoðir upplýsingasamfélagsins. Í þeim er kveðið á um þær ráðstafanir sem Póst- og fjarskiptastofnun telur nauðsynlegt að fjarskiptafyrirtækin geri til að tryggja órofinn og samfelldan rekstur almennra fjarskiptaneta. Samkvæmt reglunum skulu fyrirtækin gera ráðstafanir sem lúta að varaleiðum, burðargetu kerfa, stjórn þeirra og ytra umhverfi Skilgreining krafna um gæði og rekstraröryggi til netþjónustuaðila. Skilgreint verði hvaða kröfur um gæði og rekstraröryggi á að gera til netþjónustuaðila. Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipta, nr. 81/2003. Meðal þeirra breytinga, sem kveðið er á um í frumvarpinu, er að stofnuninni verði veitt heimild til að setja reglur um vernd, virkni og gæði IP-netþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun er nú með í smíðum reglur er taka á þessum málum. Markmið reglnanna eru aukin gæði netþjónustu og betri upplýsingagjöf til viðskiptavina fjarskiptafyrirtækja í þeim tilgangi að auka neytendavernd og treysta stoðir upplýsingasamfélagsins. Með reglum þessum er kveðið á um þær ráðstafanir sem Póst- og fjarskiptastofnun telur eðlilegt að fjarskiptafyrirtækin geri. Samkvæmt þeim skal leitast við að tryggja vernd, virkni og gæði netþjónustunnar með viðeigandi ráðstöfunum sem lúta að þjónustunni og þjónustusamningum. Enn fremur með stjórnun þeirra neta sem þjónustan er veitt yfir sem er undirstaða og forsenda góðrar netþjónustu.

19 Tengingar við útlönd. Gert verði áhættumat um tengingu landsins við útlönd og tryggt að öryggismálum verði þannig háttað að tenging rofni ekki. Lágmarksþjónusta og viðbragðsáætlun verði skilgreindar ef bregðast þarf við bilun eða ógn, t.d. ef tenging um sæstreng rofnar. Um þessar mundir er Ísland tengt umheiminum með tveimur sæstrengjum. Ljósleiðarasæstrengurinn Farice-1 liggur á milli Íslands og Skotlands, með tengingu við Færeyjar, en rekstur Farice-1 hófst í janúar Eldri ljósleiðarastrengur, Cantat-3, var tekinn í notkun árið 1994 og liggur frá Kanada til Danmerkur, Englands og Þýskalands með greiningum til Færeyja og Íslands. Hann er byggður á gamalli tækni á mælikvarða slíkra strengja, hefur takmarkaða flutningsgetu og örfá ár eru í að gagnaflutningur frá Íslandi verði meiri en flutningsgeta hans leyfir. Þá hefur því verið haldið fram að Cantat-3 geti dugað sem varaleið til ársins Þá er einnig varasamband í gegnum gervihnetti en slíkt varasamband getur vart annað meiru en talsímaumferð. Engar fastar gervihnattatengingar fjarskiptafyrirtækja eru virkar við landið og flestir afkastamiklir móttökustaðir gervihnattasendinga hafa verið aflagðir hérlendis. Á árinu 2006 var unnin skýrsla um mat á þjóðfélagslegum áhrifum þess að rof yrði á fjarskiptasamböndum Íslands við umheiminn og lagt mat á valkosti þá sem standa til boða til að auka öryggi útlandatenginga. Skýrslan var unnin af ráðgjafafyrirtækinu ParX en Póstog fjarskiptastofnun óskaði eftir gerð hennar. Skýrslan lá fyrir í endanlegri mynd í desember Þeir valmöguleikar, sem Íslendingum standa til boða, eru raktir í skýrslunni en þeim má skipta upp í tvo meginþætti, annars vegar út frá fjárhagslegri hagkvæmni og hins vegar út frá öryggissjónarmiðum. Meginniðurstaða skýrslunnar er að leggja þarf nýjan streng til landsins innan fárra ára. Þau sjónarmið, sem þarf að vega og meta í því sambandi, eru þá helst þau er lúta að tímasetningu og fjárhags- og öryggissjónarmiðum. Í júní 2006 skipaði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra starfshóp til að gera tillögu um hvernig tryggja mætti varasamband fjarskipta við umheiminn í framtíðinni og eftir atvikum skila útfærðum tillögum um fjármögnun, eignarhald og framkvæmdatíma. Starfshópurinn lagði til að nýr sæstrengur yrði lagður frá Íslandi til Evrópu. Í niðurstöðum starfshópsins sagði m.a. að nauðsynlegt verði, eins og fram kemur í fjarskiptaáætlun sem Alþingi samþykkti vorið 2005, að ávallt séu tveir sæstrengir tengdir við landið auk varasambands um gervihnött. Þá benti starfshópurinn á þau tækifæri sem felast í að hafa öruggt varasamband og benti í því sambandi á nýlega skýrslu nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi en þar kemur fram að ein af meginforsendum þess að hægt sé að markaðssetja Ísland sem ákjósanlegt land fyrir alþjóðlega fjármálastarfsemi sé fullkomið fjarskiptasamband milli Íslands og annarra landa. Þá felast tækifærin ekki bara í alþjóðlegri fjármálastarfsemi heldur einnig í t.d. rekstri netvera og gagnaþjónustumiðstöðva. Starfshópurinn skoðaði mismunandi kosti við lagningu nýrra sæstrengja. Sérstaklega voru skoðaðir þrír kostir. Í fyrsta lagi sæstrengur frá Íslandi til Skotlands með greiningu til Færeyja. Í öðru lagi sæstrengur frá Íslandi til Írlands með greiningu til Færeyja og í þriðja lagi frá Íslandi til Írlands án greiningar til Færeyja. Niðurstaðan er sú að kostnaður við lagningu á þessum sæstrengjum sé á bilinu millj. evra. Kostnaður við lagningu sæstrengs frá Íslandi til Írlands með greiningu til Færeyja er dýrastur en ástæðan er sú að greining til Færeyja er mun lengri en ef farið yrði til Skotlands. Hópurinn taldi þó ákveðna kosti því 13 Áhrif sambandsrofa í millilandafjarskiptum og tímasetning lagningar nýs sæstrengs. ParX Viðskiptaráðgjöf IBM. Desember 2006.

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Stiklur í fjarskiptaþróun fyrri hluti

Stiklur í fjarskiptaþróun fyrri hluti Stiklur í fjarskiptaþróun fyrri hluti 1850 Sæsímastrengur lagður yfir Ermarsund. 1858 Sæsímastrengur lagður yfir Atlantshaf dugar stutt. 1865 Sæsímastrengur lagður frá Írlandi til Bandaríkjanna. 1889 Fyrsti

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Frumdrög Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Skjal númer 2017070051 Dagsetning 20. október 2017 Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila við þeim

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Drög að ákvörðun. Skilmálar og heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Drög að ákvörðun. Skilmálar og heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Drög að ákvörðun Skilmálar og heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) xx. desember 2017 EFNISYFIRLIT Bls. 1 Inngangur... 3 1.1 Ákvörðun PFS nr. 21/2014... 3 1.2

More information

Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta

Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta Mánudagur 8. desember 2008 Ákvörðun nr. 61/2008 Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta vegna samnings Capacent ehf., Ríkisútvarpsins ohf., 365 miðla ehf. og Skjásins

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar

Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar Þann 11. janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fara skyldi yfir hugmyndir um þjóðarleikvang

More information

Stafrænt Ísland. Skýrsla um bandbreiddarmál. RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið

Stafrænt Ísland. Skýrsla um bandbreiddarmál. RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið Stafrænt Ísland Skýrsla um bandbreiddarmál RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið Verkefnistjórn um upplýsingasamfélagið, RUT-nefnd og samgönguráðuneytið: Stafrænt Ísland

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2014 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Gefin út á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 21. mars 2014 Inngangur Fjármálaeftirlitið

More information

Samkeppnishæfni þjóða

Samkeppnishæfni þjóða Mynd frá Harvard: Fólk af ýmsu þjóðerni sem kennir MOC - Samkeppnishæfni Samkeppnishæfni þjóða Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni

More information

Stefnumiðuð samstarfsverkefni

Stefnumiðuð samstarfsverkefni Stefnumiðuð samstarfsverkefni Andrés Pétursson og Margrét Sverrisdóttir Kynningarstarf og dreifing niðurstaðna Dreifing niðurstaðna kröfur í samningi Grein I.10.2. VALOR - Dissemination Platform Vefsvæði

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Samruni Nova hf. og Símafélagsins ehf.

Samruni Nova hf. og Símafélagsins ehf. Föstudagurinn, 9. febrúar 2018 Ákvörðun nr. 5/2018 Samruni Nova hf. og Símafélagsins ehf. Efnisyfirlit bls. I. SAMRUNATILKYNNINGIN OG MÁLSMEÐFERÐ... 2 II. SAMRUNINN OG AÐILAR HANS... 3 III. SKILGREINING

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15)

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) Viðauki D Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) 5. febrúar 2007 EFNISYFIRLIT A. Athugasemdir Símans

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Viðauki A. - Markaðsgreining - Greining á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum föstum almennum talsímanetum (Markaður 1/2016)

Viðauki A. - Markaðsgreining - Greining á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum föstum almennum talsímanetum (Markaður 1/2016) Viðauki A - Markaðsgreining - Greining á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum föstum almennum talsímanetum (Markaður 1/2016) 23. desember 2016 1 Efnisyfirlit 1.0 Inngangur... 5 Almennt...

More information

ÚTBOÐ NR. XXXXX. Heiti útboðs

ÚTBOÐ NR. XXXXX. Heiti útboðs Höfundarréttur Ríkiskaup ÚTBOÐ NR. XXXXX Heiti útboðs mán. ár SÁ HLUTI ÞESSA TEXTA SEM MÁLAÐUR ER GULUR ER EINGÖNGU TIL LEIÐBEININGAR FYRIR VERKEFNASTJÓRA OG ÞARF AÐ SKOÐA HANN SÉRSTAKLEGA VIÐ HVERJA EINSTAKA

More information

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V.

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. til notkunar fyrir farnetsþjónustu á 2600 MHz tíðnisviðinu (Tíðniheimild L 2600) 7. júlí 2017 Með vísan til IV. kafla laga, nr. 81/2003, um fjarskipti, ákvæða reglugerðar,

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit Föstudagur, 8. mars 2013 Ákvörðun nr. 5/2013 Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit bls. I. Inngangur... 2 II. Málavextir og málsmeðferð... 2 III. Samruninn og aðilar hans... 3 1. Nánar

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift

Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift Fimmtudagur 2. júlí 2009 Ákvörðun til bráðabirgða nr. 2/2009 Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift I. Tilefni og málsmeðferð 1. Í bréfi til Samkeppniseftirlitsins, dags. 28. maí 2009,

More information

Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla

Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla Janúar 2001 Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla ISBN 9979-9133-9-8 2001 Prentsmiðjan Oddi hf.

More information

Skýrsla til Alþingis. Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu

Skýrsla til Alþingis. Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu Skýrsla til Alþingis Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu Febrúar 2018 Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun Alþingis sem starfar samkvæmt lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Nýting ljósleiðara á Íslandi

Nýting ljósleiðara á Íslandi Nýting ljósleiðara á Íslandi Fyrirspurnir: Sæmundur E. Þorsteinsson saemi@hi.is Greinin barst 23. febrúar 2017 Samþykkt til birtingar 28. apríl 2017 Sæmundur E. Þorsteinsson a a Rafmagns- og Tölvuverkfræðideild,

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe. Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013

INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe. Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013 INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013 Title Creator Error! No text of specified style in document. Anna Guðrún Ahlbrecht Date 14. maí

More information

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2016 Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2016 Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Ritstjórn:

More information

Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift

Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift Föstudagur 16. september 2011 Ákvörðun nr. 30/2011 Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift I. Upphaf máls og málsmeðferð... 2 II. Sjónarmið málsaðila... 4 1. Kvörtun Nova... 4 2. Umsögn Símans

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit Efnisyfirlit Inngangur...4 Að skilja markaðsmál...5 Fyrirtækið og markaðsáætlun...6 Hluti I. Öflun markaðsþekkingar...7 Greining tækifæra til sóknar...7 Öflun upplýsinga um markaðinn - markaðsrannsóknir..8

More information

Samráð á netinu Stöðumat Möguleikar almennings og hagsmunaaðila til aðkomu að mótun lagafrumvarpa, reglugerða og stefna á netinu

Samráð á netinu Stöðumat Möguleikar almennings og hagsmunaaðila til aðkomu að mótun lagafrumvarpa, reglugerða og stefna á netinu Samráð á netinu Möguleikar almennings og hagsmunaaðila til aðkomu að mótun lagafrumvarpa, reglugerða og stefna á netinu Vinnuhópur forsætis- og innanríkisráðuneyta um virka og gegnsæja samráðsferla á netinu

More information

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I.

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I. Fimmtudagurinn 27. september 2001 170. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 28/2001 Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu I. Erindið Með erindi, dags. 2. mars 2001, óskaði

More information

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland Leiðbeinandi tilmæli nr.5/2011 Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga

More information

Ávarp forstjóra Um Póst- og fjarskiptastofnun... 5 Skipulag og starfssvið deilda... 5

Ávarp forstjóra Um Póst- og fjarskiptastofnun... 5 Skipulag og starfssvið deilda... 5 Ársskýrsla 2010 Efnisyfirlit Ávarp forstjóra... 2 Um Póst- og fjarskiptastofnun... 5 Skipulag og starfssvið deilda... 5 Endurnýjun í upplýsingatækni og skjalastjórnun innan PFS... 6 Fjarskiptamarkaðurinn...

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 40

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Nr. Aðili Efnisatriði Athugasemd Viðbrögð Kafli

Nr. Aðili Efnisatriði Athugasemd Viðbrögð Kafli 1 Thorsil Loftgæði Bent er á að fyrirhuguð verksmiðja Thorsil sé einungis í nokkur hundruð metra fjarlægð frá verksmiðju Stakksbergs og að lóð Stakksberg við Helguvíkurhöfn liggi um 15-20 m neðar í landi

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information

Mynd: Mismunandi FTTH-högun

Mynd: Mismunandi FTTH-högun Búnaður og tæki Passíf ljósnet (PON) P2MP og Ethernet P2P lausnir hafa um árabil verið notaðar víða um heim. Ýmis atriði hafa áhrif á val á búnaði, t.d. landfræðilegar aðstæður, viðskiptaáætlun o.s.frv.

More information

Mat á umhverfisáhrifum

Mat á umhverfisáhrifum Mat á umhverfisáhrifum Þátttaka almennings Meistaraprófsritgerð í umhverfis- og auðlindafræði Ólafur Ögmundarson VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ / SCHOOL OF ENGINEERING AND NATURAL SCIENCES HÁSKÓLI ÍSLANDS

More information

MS-ritgerð. Einkarekstur og einkaframkvæmd í erlendum heilbrigðiskerfum Noregur, Svíþjóð og England

MS-ritgerð. Einkarekstur og einkaframkvæmd í erlendum heilbrigðiskerfum Noregur, Svíþjóð og England MS-ritgerð Heilsuhagfræði Einkarekstur og einkaframkvæmd í erlendum heilbrigðiskerfum Noregur, Svíþjóð og England Valgarð Sverrir Valgarðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf.

Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf. Reykjavík, 30. júní 2015 Ákvörðun nr. 19/2015 Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi, dags. 17. febrúar sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um samruna Geymslna

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði Samkeppnisstofnun 12. nóvember 1998 Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði I. Inngangur Þann 29. júní sl. sendi Samkeppnisstofnun frá sér umsögn um upphaflegt frumvarp til laga um

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Velferðarnefnd mál

Velferðarnefnd mál 28.10.2015 Velferðarnefnd. 228. mál Embætti landlæknis gerir ekki athugasemdir við frumavarpið að öðru leiti en því að í umsögn fjármálaráðuneytisins er getið um að embætti landlæknis fái fjármagn til

More information

Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs

Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs 2001 2009 Ágúst 2010 1 Efnisyfirlit 1 Um skýrsluna... 7 2 Starfsemi Fæðingarorlofssjóðs... 9 2.1 Ágrip af sögu fæðingarorlofs á Íslandi... 9 3 Tölfræði

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG Útrásin og nýsköpun Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi Ásdís Jónsdóttir Desember 2006 RANNÍS Vísindi, nýsköpun og samfélag Ágrip Í þessari samantekt eru

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014 Miðvikudagur, 3. desember 2014 Ákvörðun nr. 35/2014 Ósk leigubílastöðvarinnar Hreyfils um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubifreiðar sem aka undir

More information

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 Skýrsla umboðsmanns barna 1. janúar 2016 31. desember 2016 Útgefandi: Umboðsmaður barna Kringlunni 1, 5. h. 103 Reykjavík Heimasíða: www.barn.is Netfang: ub@barn.is 2017

More information

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012 Fimmtudagur, 13. desember, 2012 Ákvörðun nr. 31/2012 Ósk leigubílastöðvarinnar Hreyfils um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubifreiðar sem aka undir

More information

Stefna RIM um gagnaleynd

Stefna RIM um gagnaleynd Stefna RIM um gagnaleynd Research In Motion Limited, dótturfyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki ( RIM ) skuldbinda sig til að viðhalda langtímastefnu um gagnaleynd og öryggi persónuupplýsinga þinna, þ.e.

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Iðunn Elva Ingibergsdóttir Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Ákvörðun nr. 10/2017

Ákvörðun nr. 10/2017 Ákvörðun nr. 10/2017 Viðmiðunartilboð Mílu fyrir bitastraumsaðgang í heildsölu I Inngangur Mál þetta varðar nýtt viðmiðunartilboð Mílu ehf. (Míla) fyrir bitastraumsaðgang í heildsölu, sem leysir af hólmi

More information

Kynningarrit um talsímaþjónustu með IP tækni. Póst og fjarskiptastofnun

Kynningarrit um talsímaþjónustu með IP tækni. Póst og fjarskiptastofnun Kynningarrit um talsímaþjónustu með IP tækni Póst og fjarskiptastofnun 1 Efnisyfirlit 1.1 Samantekt...bls. 3 1.2 Inngangur...bls. 5 2.0 Hvað er VoIP...bls. 6 2.1 Tegundir VoIP aðferða...bls. 6 2.2 Kostir

More information

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M.8306 Qualcomm/NXP Semiconductors)... 2

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M.8306 Qualcomm/NXP Semiconductors)... 2 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ISSN 1022-9337 Nr. 28 24. árgangur 11.5.2017 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna

More information

Fríverslunarsamningur við Kína Upprunareglur. Jóhann Freyr Aðalsteinsson sérfræðingur á tollasviði

Fríverslunarsamningur við Kína Upprunareglur. Jóhann Freyr Aðalsteinsson sérfræðingur á tollasviði Fríverslunarsamningur við Kína Upprunareglur Jóhann Freyr Aðalsteinsson sérfræðingur á tollasviði johann.adalsteinsson@tollur.is Efnisatriði Samningurinn Almennt um upprunareglur Uppruni vöru skilyrði

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur Margrét Vala Kristjánsdóttir lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2. tbl. 5. árg. 2009 Fræðigreinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Odda v/sturlugötu 101

More information

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti Ákvörðun nr. 2/2018 Fækkun dreifingardaga á pósti I. Tilkynning Íslandspósts Íslandspóstur ohf. (hér eftir ÍSP) tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun (PFS), með bréfi dags. 28. september 2017, að sú ákvörðun

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 14. árgangur, 1. tölublað, 2017 Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum Einar Guðbjartsson og Jón Snorri Snorrason

More information

Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja

Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja Fimmtudagur, 24. nóvember 2016 Ákvörðun nr. 34/2016 Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja Samantekt Í máli þessu er

More information

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt.

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt. r ALITSGERÐ Til: Frá: Dagsetning: Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins Dr. Andra Fannari Bergþórssyni 12. m aí2017 Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan

More information