að stjórnendur fyrirtækja horfi fram á veginn og hugleiði hvað næsta ár muni bera í skauti sér. Mikilvægt er að meta hvernig unnt er að nýta tækifæri

Size: px
Start display at page:

Download "að stjórnendur fyrirtækja horfi fram á veginn og hugleiði hvað næsta ár muni bera í skauti sér. Mikilvægt er að meta hvernig unnt er að nýta tækifæri"

Transcription

1 Fréttabréf Febrúar tbl. 4. árg Samræmd reikningsskil hafa ótvírætt gildi Sigrún Guðmundsdóttir fjallar um aðgerðir til að samræma reikningsskil á alþjóðavísu. Viltu skapa fyrirtæki þínu forskot? Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir segir reynslu af vinnustaðagreiningum gefa mjög góða raun. Þetta er í góðu lagi hjá okkur! Sigurður Helgason telur uppskrift að góðri þjónustu vera vel þjálfað starfsfólk og góð þjónustustefna. Á framabraut með PwC Sigurjón Ólafsson greinir frá fjölþættu samstarfi PwC við háskólasamfélagið en 14 nemar starfa hjá fyrirtækinu með námi. Af vettvangi skattalaga Halldór Þorkelsson varpar ljósi á nýjar og markverðar breytingar á skattalöggjöfinni sem varða margvísleg álitamál. Raunhæfar aðgerðir til að verja eignir 14 Leit að þekkingarverðmætum Í upphafi nýs árs og nýrrar aldar er eðlilegt að stjórnendur fyrirtækja horfi fram Hinn kunni fræðimaður og fyrirlesari Leif Edvinson skýrir hvað á veginn og hugleiði hvað næsta ár muni bera í skauti sér. Mikilvægt er að felst í hugtakinu þekkingarverðmæti (Intellectual Capital). til hagsbóta fyrir eigendur, starfsfólk og meta hvernig unnt er að nýta tækifæri viðskiptavini. Af hverju að nefna eigendur fyrst? Jú, á síðasta ári voru mörg dæmi um að eigendur voru ekki tilbúnir til að setja meira fjármagn í fyrirtæki, sem þeir áttu í, og leiddi það í nokkrum tilvikum til lokunar þeirra. Miðað við fyrirséðan árangur margra fyrirtækja á liðnu ári hljóta margir eignaraðilar þeirra að velta fyrir sér hvort þeir viðhaldi fjármagninu þar sem það er eða flytji það annað. Einnig er spurning hvar þeir fjárfesta á þessu ári. Hafa stjórnendur þann radar eða sónar sem þarf til að geta lesið umhverfið nægjanlega skýrt? Ef þetta er yfirfært á sjómannamál þarf radarinn að vera rétt stilltur, það þarf að rýna stöðugt í hann ef umhverfið er óljóst og það þarf þekkingu til að túlka rétt það sem radarinn sýnir. Aðspurður fyrir skömmu kvaðst einn af starfsmönnum verðbréfafyrirtækjanna vænta þess að stjórnendur fyrirtækja á verðbréfamarkaðinum sýndu fram á raunhæfar aðgerðir til að bæta afkomu fyrirtækja til að viðhalda eða auka verðmæti þeirra. frh. bls. 2

2 Raunhæfar aðgerðir til að verja eignir frh. Í hverju geta raunhæfar aðgerðir til að ná betri árangri falist? Hagræðing getur falið í sér sameiningu rekstrareininga til að bæta nýtingu fjármagns. Meginþorri íslenskra fyrirtækja er of lítill til að hægt sé að koma við hámörkun á nýtingu fjármuna og sérhæfðrar þekkingar, t.d. á sviði markaðsmála, fjármála, starfsmannamála o.fl. Skipulögð stjórnun breytinga í kjölfar sameiningar, breyttrar stefnu eða breyttra áherslna er til þess fallin að ná fram samlegðaráhrifum og hagræðingu eins fljótt og kostur er og skapa nýjan fyrirtækjabrag. Árangursstýring er mælaborð stjórnenda og mikilvægt tæki til að fylgja eftir stefnu eða stefnubreytingu fyrirtækja og meta árangur út frá skilgreindum mæligildum. Árangursstýring skilgreinir og samhæfir mælanleg gildi og innri áhrif fjármála, þjónustu, mönnunar og ferla. Stöðug mæling gefur upplýsingar um stöðu og stefnu sem er forsenda þess að gripið sé til nauðsynlegra aðgerða. Samkvæmt könnun PwC meðal lykilstjórnenda stærstu fyrirtækja erlendis hafa þeir verulegar áhyggjur af því hvort þær upplýsingar sem þeir fá séu rétt skilgreindar, mælingar réttar og notkun þeirra í samræmi við niðurstöður rannsókna. Fjármögnun með auknu eigin fé þegar vaxtastig er óeðlilega hátt eins og nú er, ásamt skilvirkri áhættustýringu þegar um er að ræða flókna samsetningu gjaldmiðla í tekjum og eða lánum. Fjármálastýring og innra eftirlit með reglubundnum mánaðarlegum uppgjörum, skilvirku innra eftirliti og áreiðanlegum upplýsingum til stjórnenda og eigenda. Markaður útrás ef innlendi markaðurinn er orðinn of lítill fyrir starfsemina. Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér viðskiptasamninga (franchising) til að efla aðgengi að markaði og minnka áhættu. Rafræn viðskipti nýta Netið fyrir kaup og sölu milli fyrirtækja til að auka hraða og skilvirkni, minnka vinnu og lækka innkaupaog afgreiðslukostnað. Á smásölumarkaði er einnig í vissum tilvikum hagkvæmt að nýta Netið til að koma vörum á framfæri. Samstarf um skilvirka vörudreifingu er vannýtt leið til að lækka dreifingarkostnað. Vörustjórnun Supply Chain Management þar sem búast má við talsverðum breytingum og nýjum tækifærum fyrir framsækin fyrirtæki að koma vörum í viðskiptakeðjur innanlands og erlendis með aukinni stýringu rafrænna viðskipta. Mörg fyrirtæki ná að skapa sér samkeppnisforskot með því að móta stefnu í takt við þróun sem framundan er. E-stefna er komin til að vera og mun skipta verulegu máli í framtíðinni. Þekking skilgreining óáþreifanlegra eigna (Intellectual Capital), sem myndast af verðmæti viðskiptatengsla, verðmæti innri ferla og mannauði. Gera þarf verðmætin sýnileg og koma upplýsingum um þau á framfæri við eigendur og fjárfesta til að þau verði hluti af verðmætamati fyrirtækjanna. Mannauður (Human Capital) er einn þriggja þátta óáþreifanlegra eigna. Honum tengjast einnig hlutir eins og fyrirtækjabragur sem skiptir verulegu máli gagnvart þekkingaruppbyggingu, þjónustulund og innra samstarfi, sem hafa veruleg áhrif m.a. á þjónustu og afköst. Með vinnustaðagreiningu er hægt að mæla stöðu þessara þátta og hafa áhrif á þá til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækis. Hinn stóri hópur starfsfólks PwC með margháttaða sérfræðimenntun og reynslu er í stakk búinn að aðstoða þá stjórnendur sem vilja taka á einhverjum framangreindra þátta. Við bjóðum öllum að hafa samband við okkur og fræðast um möguleika sína án nokkurra skuldbindinga. Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri PricewaterhouseCoopers Ráðstefna um mat á þekkingarverðmætum Samkeppnisstaða háð hagnýtingu þekkingar Samkeppnisstaða Íslands verður í framtíðinni fyrst og fremst háð hagnýtingu þekkingar. Þessu lýsti Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, yfir á ráðstefnu um mat á þekkingarverðmætum, sem Rannsóknarráð Íslands, PwC, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Verslunarráð Íslands stóðu fyrir á Grand hótel 7. desember sl. Henrik Jensen frá Dansk Industry, verkefnisstjóri Nordika verkefnisins um þróun aðferða við mat á þekkingarverðmætum, 2 gerði grein fyrir verkefninu á ráðstefnunni. Um er að ræða mikilvægt brautryðjendastarf fyrir starfsemi fyrirtækja. Þekkingarverðmæti eru í stuttu máli verðmæti mannauðs, markaðs og -uppbyggingar. Norrænu samstarfi ætlað að meta verðmæti Markmiðið með Nordika verkefninu er einmitt að leggja mat á þessi verðmæti, finna tengsl á milli þeirra og finna mælikvarða sem lýsa þessum verðmætum. Nordika er samstarfsverkefni Norðurlandanna en í hverju ríkja þeirra eru starfrækt landsverkefni um þróun aðferða við mat á þekkingarverðmætum. Hér á landi er Nordika Ísland rekið undir stjórn PwC með þátttöku nokkurra framsækinna fyrirtækja. Dr. Niels Jørgen Aagaard, þekkingarstjóri hjá COWI Consulting Engineers and Planners AS, greindi frá starfi COWI við mat á þekkingarverðmætum fyrirtækisins og mælikvörðum sem það notar til að lýsa þeim. Fulltrúar Sjóvá Almennra, Íslandsbanka FBA, Miðheima og EJS héldu hver um sig erindi um reynslu fyrirtækjanna á þessu sviði, en þau eru öll þátttakendur í íslenska Nordika-verkefninu. Fram kom í máli þeirra að mat á þekkingarverðmætum væri mikilvægur liður í stjórnun fyrirtækjanna enda byggðu þau starfsemi sína að miklu leyti á þekkingu og öðrum óefnislegum eignum.

3 Fréttir af vettvangi PricewaterhouseCoopers Málþing um eiginfjárreikninga PricewaterhouseCoopers stóð nýlega fyrir málþingi um eiginfjárreikninga í samstarfi við Félag löggiltra endurskoðenda (FLE) og Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH). Niðurstöður könnunar á framsetningu eiginfjárreikninga allra fyrirtækja sem eru skráð á Verðbréfaþingi voru kynntar á málþinginu. Hagkvæmniathugun vegna fyrirhugaðrar sameiningar veitustofnana lokið PricewaterhouseCoopers hefur skilað iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti skýrslu um hagkvæmniathugun á sameiningu Rafmagnsveitna ríkisins (RARIK) og Veitustofnana Akureyrarbæjar. Markmið athugunarinnar var að meta hagkvæmni þess að sameina Rafmagnsveitur ríkisins og Veitustofnanir Akureyrarbæjar og að flytja höfuðstöðvar fyrrnefnda fyrirtækisins til Akureyrar. Niðurstöður verða aðgengilegar á vefsíðu PwC þegar þær hafa verið kynntar opinberlega. Verkið fólst fyrst og fremst í því að meta samlegðaráhrif og möguleika á hagræðingu við sameiningu, skoða þær aðferðir sem notaðar eru hjá fyrirtækjunum við mat á eignum og fjalla um afleiðingar sameiningar fyrir ýmsa þætti starfseminnar. Skoðaður var árangur af flutningi opinberrar starfsemi frá Reykjavík út á land, m.a. af flutningi þróunarsviðs Byggðastofnunar og Landmælinga Íslands. Við framkvæmd verkefnisins var rætt við starfsfólk RARIK í Reykjavík og á Akureyri, og við starfsfólk Veitustofnana Akureyrarbæjar. Ráðgjafar PwC í Reykjavík og á Akureyri önnuðust framkvæmd verkefnisins, með þátttöku verkfræðistofunnar Línuhönnunar hf. Skipulagsbreytingar hjá PwC Samfara auknum umsvifum PricewaterhouseCoopers hafa breytingar verið gerðar á sameiginlegri þjónustu. Hjá PwC er mikil áhersla lögð á að starfsmenn eigi möguleika á framgangi í starfi. Drífa Sigurðardóttir hefur verið ráðinn starfsmannastjóri PwC. Drífa hefur undanfarin ár starfað sem ráðgjafi á starfsþróunarsviði, hjá PwC og áður Hagvangi. Sigurbjörg Halldórsdóttir sem gegnt hefur starfi skrifstofustjóra síðastliðin ár hefur tekið við starfi fjármálastjóra. Sigurjón Ólafsson, sem gegnt hefur starfi markaðs- og upplýsingafulltrúa síðan í ágúst 2000, hefur tekið við starfi markaðsstjóra. Nýir starfsmenn Starfsmenn PricewaterhouseCoopers í janúar 2001 voru um 140 talsins og hefur þeim því fjölgað um 40 manns á einu ári. Mest aukning hefur orðið á endurskoðunarsviði. Magnús Dalberg hóf störf í desember og Regína Fanný Guðmundsdóttir í janúar. Þrír Barna- og unglingageðdeild Landspítalans styrkt PricewaterhouseCoopers á Íslandi hefur tekið upp þá stefnu að í stað þess að senda viðskiptavinum jólakort leggur fyrirtækið góðgerðarmáli lið. Jólastyrkur PwC rann að þessu sinni til starfsemi barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). Styrkurinn nam kr., og verður andvirði hans notað til að bæta viðtalsaðstöðu deildarinnar með kaupum á nýjum stólum. Á myndinni afhendir Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri PwC, Ólafi Ó. Guðmundssyni, yfirlækni BUGL, jólastyrk PwC við athöfn í húsakynnum deildarinnar við Dalbraut. Með þeim á myndinni er Karl Marínósson, félagsráðgjafi hjá BUGL. nemendur í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, Svandís Jónsdóttir, Davíð Búi Halldórsson og Bergur Már Emilsson, og einn við Háskóla Reykjavíkur, Arna Guðrún Tryggvadóttir, hafa nýlega hafið störf. Tveir nýir ráðgjafar eru komnir til liðs við PwC: Bjarni Þór Þórólfsson og Finnbogi Alfreðsson. Skattabæklingur PwC kominn út PWC hefur gefið út bækling um skattamál Þar er að finna allar helstu upplýsingar sem einstaklingar og fyrirtæki þurfa á að halda við gerð skattframtals árið 2001 og við staðgreiðslu ársins 2001, s.s. upplýsingar um tekjuskatt, fjármagnstekjuskatt, eignaskatt, vaxtabætur, barnabætur og opinber gjöld auk fleiri gagnlegra upplýsinga. Ýmsar nýjungar hafa litið dagsins ljós frá síðustu útgáfu, m.a. er að finna ítarlegar upplýsingar um fæðingar- og foreldraorlof, tvísköttunarsamninga, kennitölur ársreikninga og verðbréfamarkaðar. PricewaterhouseCoopers gefur út bæklinginn í samvinnu við Landsbanka Íslands, Sparisjóð vélstjóra og Sjóvá-Almennar. Í útibúum fyrirtækjanna er hægt að nálgast eintak af honum sem og á skrifstofum PwC í Reykjavík, Keflavík, á Akureyri, Húsavík og Selfossi. Efni bæklingsins er ennfremur að finna á vefsíðu PwC, Upplýsingar um skattamál og þær breytingar sem kunna að verða á þeim á árinu verða uppfærðar jafnóðum á vefsíðu PwC. 3

4 Samræmd reikningsskil hafa ótvírætt gildi Mikilvægi alþjóðlegra reikningsskilastaðla Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar hafa undanfarin ár öðlast meira gildi. Evrópusambandið hefur lagt áherslu á að aðildarlönd sambandsins lagi löggjöf sína og fyrirmæli að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Mörg evrópsk fyrirtæki hafa þegar lagt fram ársreikninga sína í samræmi við IAS-staðla enda ríkir almennur vilji meðal stjórnenda í Evrópu að samræma reikningsskil fyrirtækja á þennan hátt. Alþjóðleg samtök kauphalla hafa einnig séð hagsmuni sína í að samræma reikningsskil eins mikið og kostur er. Kauphallir víða um heim samþykkja nú ársreikninga fyrirtækja sem alfarið eru gerðir í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Sigrún Guðmundsdóttir, MS í endurskoðun, á endurskoðunarsviði PwC 4 Unnið hefur verið að því um langt skeið að samræma reikningsskil fyrirtækja um allan heim. Árið 1973 var Alþjóðlega reikningsskilanefndin, IASC, stofnuð og eru samtök endurskoðenda og annarra fagaðila í 112 löndum víðs vegar um heim aðilar að nefndinni. IASC hefur gefið út fjölmarga alþjóðlega reikningsskilastaðla og með því móti stuðlað að skýrari og einfaldari samanburði reikningsskila. Alþjóðlegar reglur ganga þó skemur en löggjöf í viðkomandi löndum auk þess sem virða ber góða reikningsskilavenju á hverjum stað. Í hugtakinu góð reikningsskilavenja felst m.a. að reikningsskil skulu byggja á innlendum reikningsskilastöðlum, séu þeir til, en annars á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Hlutverk Evrópusambandsins Í fjórðu tilskipun Evrópusambandsins frá 1978 var stigið mikilvægt skref í samræmingu á reikningshaldslöggjöf aðildarlanda Evrópusambandsins en hún fjallar um innihald ársreikninga fyrirtækja með takmarkaða ábyrgð. Sjöunda tilskipun Evrópusambandsins frá 1982 tekur sömuleiðis á innihaldi samstæðureikninga. Megintilgangur þessara tilskipana var að hvetja til samræmingar í gerð reikningsskila í Evrópu. Tilskipanirnar mynduðu lagalegan ramma sem einstök aðildarlönd skyldu laga eigin löggjöf og fyrirmæli að. Þrátt fyrir að aðildarlönd Evrópusambandsins hafi lögtekið efni þessara tilskipana var talsverður munur eftir sem áður á reikningsskilum aðildarlandanna. Því gaf Evrópuráðið út sérstaka stefnu 1 á árinu 1995 um að áðurnefndar reikningsskilatilskipanir, og þar með lög og reglur einstakra aðildarlanda Evrópusambandsins, skyldu vera í samræmi við alþjóðlegu reikningsskilastaðlana, þ.e. IAS-staðlana. Aukin alþjóðavæðing knýr á um breytingar Vegna aukinnar alþjóðavæðingar fyrirtækja og opnari fjármagnsmarkaða var talið nauðsynlegt að samræma reikningsskil fyrirtækja enn frekar á alþjóðavísu. Stór evrópsk fyrirtæki væru m.a. farin að sækja fjármagn utan Evrópu og þyrftu þar af leiðandi oft að leggja fram reikningsskil í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Nokkur lönd í Evrópu samþykktu fljótlega sérstök lög sem byggðu á nýrri stefnu Evrópuráðsins. Lögin leyfðu fyrirtækjum, sem skráð voru í kauphöllum, að leggja fram samstæðureikninga samkvæmt alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum þótt þeir væru á skjön við gildandi innlenda reikningsskilastaðla. Þannig hafa t.d. mörg stærri fyrirtæki í Danmörku og Þýskalandi lagt fram ársreikninga sína alfarið byggða á IASstöðlunum og mörg önnur fyrirtæki hafa gefið til kynna að þau hyggist nota alþjóðlegu reikningsskilastaðlana við gerð ársreikninga sinna í náinni framtíð. Nýverið setti Evrópuráðið fram byltingarkennda tillögu þar sem þess er krafist að öll félög sem skráð eru í kauphöllum leggi fram samstæðureikningsskil sín í samræmi við IAS-staðlana frá og með reikningsárinu Tillagan verður tekin til efnislegrar meðferðar í Ráðherraráði Evrópusambandsins og Evrópuþinginu á árinu % stjórnenda hlynntir tillögu Líklegt er að áðurnefnd tillaga Evrópuráðsins verði að veruleika þar sem stuðningur við tillöguna virðist vera nokkuð almennur í evrópsku viðskiptalífi. Pricewaterhouse- Coopers gerði könnun á viðhorfi stjórnenda til tillögunnar. Leitað var til 717 fjármálastjóra skráðra fyrirtækja í sextán Evrópulöndum. Niðurstaða könnunarinnar leiddi í ljós að fjórir af hverjum fimm, eða 80% úrtaksins, lýstu stuðningi við tillöguna. 2

5 Þáttur kauphalla í eflingu IAS- staðlanna Alþjóðleg samtök kauphalla, IOSCO, og Alþjóðlega reikningsskilanefndin, IASC, tóku höndum saman í desember 1998 og samþykktu svokallaða kjarna-staðla, þ.e. þá IAS-staðla sem samtökin töldu æskilegt að fyrirtæki byggðu reikningsskil sín á. Samstarfið leiddi til þess að flestar stærstu kauphallir heims hafa ákveðið að samþykkja ársreikninga sem styðjast við hina alþjóðlegu reikningsskilastaðla. Nú þegar hafa kauphallir í London, Frankfurt, Amsterdam, Zürich, Lúxemborg, Japan og Hong Kong samþykkt ársreikninga sem alfarið eru byggðir á IAS-stöðlum. Íslensk löggjöf um ársreikninga veitir ekki svigrúm Í íslenskri löggjöf hefur fyrirtækjum enn ekki verið veitt svigrúm til að leggja fram ársreikninga sem styðjast við alþjóðlega staðla, nema að því leyti sem íslensk reikningsskilavenja fylgir IAS-stöðlum. Lög um ársreikninga, nr. 144/1994 með áorðnum breytingum, hafa lítið breyst frá árinu 1994 en grunnur þeirra laga var sóttur til Danmerkur. Undanfarin ár hafa dönsku ársreikningslögin verið endurskoðuð ítarlega og nú liggur fyrir danska þinginu umfangsmikil breyting á lögunum sem eiga að taka gildi frá og með reikningsárinu Margvíslegar breytingar eru fyrirhugaðar á lögunum, m.a. margar sem stefna að samræmingu laganna við IAS-staðlana enda hafa mörg dönsk fyrirtæki nú þegar lagt fram ársreikninga sína miðað við IASstaðla. Að breyta reikningsskilaaðferðum í samræmi við IAS-staðlana Kostir þess að leggja fram ársreikninga miðað við samræmda alþjóðlega reikningsskilastaðla eru ótvíræðir fyrir nútíma fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum mörkuðum og þurfa að hafa alþjóðleg samskipti. Vilji forsvarsmenn fyrirtækja íhuga að nota alþjóðlega reikningsskilastaðla við reikningskil félaga og sé það leyfilegt og í samræmi við góða reikningsskilavenju viðkomandi lands getur það haft umtalsverðar breytingar á ársreikningum fyrirtækja. Því er nauðsynlegt að stjórn og stjórnendur fyrirtækja kynni sér afleiðingar sem slík breyting hefur í för með sér. Ljóst er að ef ársreikningur skal reistur á alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum verður hann að öllu leyti að vera í samræmi við IAS-staðlana. Samkvæmt IAS nr. 1 er ekki leyfilegt að leggja fram ársreikning sem að hluta til byggir á IAS-stöðlunum, nema í sérstökum undantekningartilfellum þar sem önnur framsetning gengi í bága við glögga mynd af afkomu félags eða efnahag þess. 1 Accounting Harmonisation: A New Strategy vis-à-vis International Harmonisation, COM 95 (508), Nóvember

6 Vinnustaðagreiningar auka samhæfingu á vinnustað Viltu skapa fyrirtæki þínu forskot? Til að ná árangri í rekstri fyrirtækja er afar mikilvægt að tryggja eftir bestu getu að markmið fyrirtækja og starfsmanna þeirra eigi samleið. Samhæfing á markmiðum starfsmanna og fyrirtækis skapar samkeppnisforskot sem getur skipt sköpum. Hæft starfsfólk er ein af höfuð forsendum þess að fyrirtæki nái árangri í harðnandi samkeppni. Tækni og tækjabúnaður er með þeim hætti nú að hámarksafköst fyrirtækis takmarkast síður af tækni en fremur af afkastagetu starfsmanna. Við þessar aðstæður er það framlag starfsmanna sem skilur á milli fyrirtækja sem keppa að sama marki. En hvernig er hagnýting mannauðs best tryggð? Í fyrsta lagi eru hámarksafköst starfsmanna tryggð með því að þeim sé gert kleift í starfi, að nýta hæfni sína og þekkingu til hins ítrasta. Þannig er sértæk hvatning innbyggð í starf hvers starfsmanns, hvatning sem stuðlar að bestu frammistöðu. Í öðru lagi verður starfsmönnum að vera ljós stefna og markmið fyrirtækisins og hvernig framlag þeirra getur stuðlað að því að fyrirtækið stefni í rétta átt. Til þess að uppfylla þessi skilyrði er nauðsynlegt fyrir stjórnendur að taka púlsinn á viðhorfi og líðan starfsmanna með reglulegu millibili. Tækifæri til að viðra skoðanir Vinnustaðagreining er könnun á viðhorfi starfsfólks til starfsins, stjórnunarhátta og starfsumhverfis. Vinnustaðagreining gefur Lykilþættir vinnustaðagreininga Þættir sem mesta athygli hafa fengið í vinnustaðagreiningum eru eftirfarandi: Starfsánægja Starfsandi Samleið markmiða Starfið og starfsaðstaðan Streita og vinnuálag Sjálfstraust í starfi Starfsmannahvatar Endurgjöf Endurmenntun og þjálfun Traust til stjórnenda og yfirmanna Þekking á markmiðum, meginhlutverki og framtíðarsýn Hver þessara þátta er greindur nákvæmlega með spurningum sem sýnt hefur verið fram á að gefa réttmæta og áreiðanlega mynd af innri líðan fyrirtækisins. Vinnustaðagreining á Netinu Starfsmenn svara spurningalista sem hannaður er í samráði fulltrúa fyrirtækis og ráðgjafa PwC. Hingað til hafa spurningarnar fyrst og fremst verið lagðar fyrir á blaði. PwC býður hins vegar upp á nýjung í þessum efnum, vinnustaðagreiningu á Netinu. Séu starfsmenn nettengdir er vinnustaðagreining á Netinu einstaklega örugg og hagkvæm leið sem sparar mikinn tíma í úrvinnslu og hefur auk þess verið tekið fagnandi af starfsmönnum. Niðurstöðum vinnustaðagreininga er skilað á skýrsluformi og ef óskað er, kynntar af fulltrúum PwC. Leiði niðurstöður í ljós að bæta megi einhvern þeirra þátta sem rannsakaður er, leita ráðgjafar PwC bestu lausna í góðu samráði við stjórnendur og starfsmenn. Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, ráðgjafi á starfsþróunarsviði PwC 6 starfsmönnum jafnframt tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri við stjórnendur. Er það góður mælikvarði á það hvort innri stefna fyrirtækisins, þ.e. stefna starfsfólks, er í samræmi við opinbera stefnu þess. Eflir gagnkvæmt traust Reynsla PwC hefur sýnt að vinnustaðagreining eru ákjósanleg leið til að efla gagnkvæmt traust og skilning milli stjórnenda og starfsmanna. Traust er einmitt frumforsenda þess að unnt sé að samhæfa markmið stjórnenda og starfsmanna sem aftur stuðlar að því fyrirtækið nái hámarksárangri.

7 Global Risk Management Solutions GRMS Áhættugreining í upplýsingakerfum Í síðasta tölublaði fréttabréfs PwC var fjallað um nýjar leiðir í áhættustjórnun með aðferðum GRMS Global Risk Management Solutions. Hér verður fjallað um það hvernig aðferðafræðin nýtist til að meta áhættuþætti í upplýsingakerfum fyrirtækja. Markviss greining er forsenda þess að unnt sé að leggja mat á áhættuþætti, áætlanir og framtíðarhorfur (ógnanir og tækifæri) í rekstri fyrirtækja. Rétt er að rifja upp tvær skilgreiningar úr síðasta fréttabréfi PwC sem gegna stóru hlutverki við áhættumat: Tækifæri Opportunity Óvissa Uncertainty Hættuástand Hazard Verkefni áhættustjórnunar Hámörkun viðskiptaöryggis Misferli Eldsvoðar Bilanir í tölvukerfum Öryggi Bókhald Kerfi Samkeppni Lög og réttur Hámörkun verðmæta hluthafa Fjármál Birgjar Samrunar Nýsköpun Yfirtökur Vöxtur Áhætta (risk) er allt það sem hindrar fyrirtæki við að ná viðskiptalegum markmiðum. Áhættuflokkun í GRMS er með þrennum hætti: a) hættuástand (hazard), b) óvissa (uncertainty), c) tækifæri (opportunity). Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þær betur er fjallað nánar um skilgreiningarnar í síðasta fréttabréfi PwC, 3. tbl Áhætta skilgreind út frá stefnu Sú megin áherslubreyting sem felst í nálgun GRMS aðferðafræðinnar er að áhætta er skilgreind út frá stefnu og markmiðum viðkomandi rekstrar. Hvað úttekt og áhættugreiningu upplýsingakerfa snertir er þetta meiri breyting á vinnubrögðum og verkefnistökum en virðist við fyrstu sýn. Í stað þess að byrja á greiningu tölvutæknilegra atriða er byrjað á því að skilgreina og afmarka verkefni út frá viðskiptalegum markmiðum. Áhætta er skilgreind út frá viðskiptaþörfum og fjárhagslegum ávinningi, þ.e. hvernig upplýsingatæknin nýtist stjórnendum til skemmri eða lengri tíma. Litið er á upplýsingatæknina sem hvert annað tæki til að ná settum markmiðum og skapa ný tækifæri. Verkefnistök kortlagning áhættuþátta Í ljósi þessara skilgreininga eru áhættusvið og áhættuþættir fyrirtækja kortlagðir. Á skýringarmyndinni eru birtar niðurstöður könnunar PwC um það hvernig stjórnendur hafa upplifað áhættu í fyrirtækjarekstri. Skoðum uppbyggingu myndarinnar nánar. Eftir lóðrétta ásnum er áhætta flokkuð eftir áhættusviðunum þremur: Tækifæri, óvissa og hættuástand. Eftir lárétta ásnum eru verkefni flokkuð eftir því hvort verið er að hámarka viðskiptaöryggi eða verðmæti hluthafa. Með því að kortleggja styrkleika og veikleika fyrirtækja með þessum hætti öðlast stjórnendur yfirsýn til að móta stefnu í áhættustjórnun sem nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækisins. Styrkleiki GRMS aðferðafræðinnar eru fólgnir í eftirfarandi þáttum: Yfirsýn fæst yfir verkefni áhættustjórnunar. Í fyrsta skipti er boðið upp á aðferðafræði við áhættumat og áhættustjórnun sem nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækja. Þess vegna er talað um altæka áhættustjórnun eða Global Risk Management. Hvort tveggja er forsenda þess að unnt sé að bregðast markvisst við hættum, eyða óvissu eða nýta tækifæri til þess að varðveita og auka verðmæti hluthafa. Þetta á ekki síst við um nýtingu upplýsingatækni. Áhrif á verðmæti hluthafa Ávinningur lausnir GRMS aðferðafræðin varð til eftir viðamiklar rannsóknir PwC á sviði áhættustjórnunar. Markmið GRMS-aðferðafræðinnar er að finna bestu lausnir í áhættustjórnun á öllum sviðum rekstrar, með það að megin markmiði að auka verðmæti eigna mikilvægustu kröfuhafa hvers fyrirtækis, eigendanna. Til að ná þessu markmiði var skipulagður sérstakur gagnagrunnur, GRMS Sourcebook, sem allir 5000 GRMS-ráðgjafar PwC hafa aðgang að hvar í heiminum sem þeir starfa. Gagnagrunnurinn er jafnframt samskiptatæki til að miðla bestu lausnum og reynslu á milli ráðgjafanna. Þannig eiga þeir ávallt að geta veitt viðskiptamönnum bestu þjónustu sem völ er á. Styrkleiki PwC í áhættustjórnun felst fyrst og fremst í reynslu starfsmanna, gerð frumrannsókna og öflugum gagnagrunnum. Starfsmenn PwC hafa einbeitt sér sérstaklega að áhættugreiningu í upplýsingakerfum sem fyrsta skref. Síðar verða kynntar aðrar lausnir, sem í boði verða, í GRMS áhættustjórnun. Jóhann G. Ásgrímsson, ráðgjafi á endurskoðunarsviði PwC 7

8 Þetta er í góðu lagi hjá okkur! Þjónusturáðgjöf PwC Fyrirtæki verja oft miklum fjárhæðum til að laða að viðskiptavini en vita svo í mörgum tilvikum ekki hvað gerist þegar búið er að ná þeim inn um dyrnar. Þau hafa reynt að bæta þjónustu sína en í mörgum tilfellum hefur það ekki tekist þar sem hvorki var rétt af stað farið né af nægri alvöru. Sigurður Helgason, ráðgjafi á starfsþróunarsviði PwC Fyrirtæki fara margar ólíkar leiðir við að bæta þjónustu sína. Því miður marka sum fyrirtæki sér stefnu í þjónustumálum en fylgja henni ekki eftir eða miðla stefnunni ekki nægilega vel til starfsfólksins. Algengt er að fyrirtæki sendi starfsfólk á einhvers konar námskeið. Mörg þeirra kunna að vera mjög góð og hafa áhrif í tiltekinn tíma en vandamálið er að áhrifin fjara jafnan út á nokkrum vikum. Þetta er eins og að taka verkjalyf við tannpínu tannpínan kemur alltaf aftur þegar áhrif lyfsins dvína. Þriðja aðferðin sem notuð hefur verið er að stjórnendur oft í samráði við ráðgjafa setja fyrirtækinu ákveðna þjónustustaðla. Stöðlunum er dreift til starfsfólksins og þeim sagt að lesa, læra og fara eftir þeim. Vandamálið við þessa aðferð er að starfsfólkið er oft á móti stöðlunum eða skilur þá ekki fyllilega. Afleiðingarnar eru þær að til verða ósveiganlegar þjónustureglur sem starfsfólkið fer eftir í einu og öllu. Við þær aðstæður verður þjónustan oft ópersónuleg. Það þarf tvo til Til að þjónusta fyrirtækisins verði góð þarf tvo til: Gott og þjálfað starfsfólk og gott fyrirtæki. Ekki er nóg að senda starfsfólk á námskeið og ætlast til að það lagi öll Mynd 1 Þjónustuþríhyrningurinn Kerfi þjónustuvandamál. Markvissa stefnu þarf í þjónustumálum sem tekur á kerfinu og framkvæmdinni. Skoða þarf innri þjónustu fyrirtækisins, þ.e. hvernig þjónustu starfs- Þjónustustefna Viðskiptavinur Starfsfólk 8

9 Slæmt Starfsfólkið Gott Innantóm þjónusta Fólkið er: vingjarnlegt að gera sitt besta illa upplýst óöruggt Kerfið er: ruglingslegt úr samhengi mótsagnakennt breytilegt Það sem viðskiptavinir lesa úr stöðunni: Við erum að reyna að gera vel, en erum ekki viss hvað við erum að gera. Við gerum okkar besta, en ráðum einfaldlega ekki við þetta. Fólkið er: óþjálfað ópersónulegt tillitslaust sinnulaust Slæm þjónusta Kerfið er: ruglingslegt hægt viðbragðshægt óþægilegt Það sem viðskiptavinir lesa úr stöðunni: Ég bara vinn hérna! Vertu ekki að angra mig. Ég hef öðrum hnöppum að hneppa. Já, já, farðu bara eitthvað annað. Fólkið er: umhyggjusamt vingjarnlegt vel þjálfað öruggt með sig Gæðaþjónusta Kerfið er: snöggt og öruggt sveigjanlegt þægilegt einfalt Það sem viðskiptavinir lesa úr stöðunni: Get ég gert nokkuð fleira fyrir þig? Við erum hér til að aðstoða þig og við höfum þekkingu á því sem við erum að gera. Samkvæmt bókinni Fólkið er: óþjálfað ópersónulegt áhugalaust öruggt með sig Kerfið er: nákvæmt ófrávíkjanlegt eins yfir alla línuna heilagt Það sem viðskiptavinir lesa úr stöðunni: Því miður. Ég verð að fylgja reglunum. Heyrðu vinur, þú ert bara einn af mörgum viðskiptavinum okkar. Við getum ekki veitt þér eitthvað umfram aðra. Mynd 2 Fjórar tegundir þjónustu Hægt er að skipta þjónustu fyrirtækja í fjóra flokka: Slæma þjónustu, innantóma þjónustu, þjónustu samkvæmt bókinni og gæðaþjónustu. Á skýringarmyndinni er lýst einkennum hvers flokks fyrir sig að því er varðar þjónustu starfsfólks og þjónustukerfi. Slæmt Kerfið Gott fólkið veitir öðru starfsfólki. Með því að vinna skipulega að bættri samvinnu starfsfólks og stuðla þar með að bættri innri þjónustu er hægt að bæta þjónustuna út á við til viðskiptavina (sjá mynd 1). Ástæða þess að þjónustuátak fyrirtækja skilar sér ekki sem skyldi er að fyrirtæki hafa eingöngu tekið á einum afmörkuðum þætti en sleppt hinum. Hér að ofan er því lýst hvaða áhrif það hefur á þjónustu fyrirtækis að taka á áðurnefndum þáttum, þ.e. starfsfólki og kerfinu, annars vegar hvort í sínu lagi og hins vegar báðum í einu. Fjórar tegundir þjónustu Hægt er að skipta þjónustu fyrirtækja í fjóra flokka: Slæma þjónustu, innantóma þjónustu, þjónustu samkvæmt bókinni og gæðaþjónustu en þessu er lýst nánar í skýringarmynd 2. Slæm þjónusta: Í fyrirtæki sem veitir slæma þjónustu hefur enginn áhuga á að veita góða þjónustu, hvorki starfsfólk né stjórnendur. Starfsfólkið er áhugalaust, ópersónulegt, óþjálfað og enginn hvetur það til að gera betur. Ekkert samræmi er milli kerfis og framkvæmdar. Kerfið er flókið og framkvæmdin viðbragðshæg. Innantóm þjónusta: Fyrirtæki sem veitir innantóma þjónustu hefur sent starfsfólk sitt á einhvers konar þjónustunámskeið í gegnum árin. Starfsfólkið hefur fengið nokkra þjálfun, það er vingjarnlegt og reynir að gera sitt besta, en fyrirtækið stendur ekki á bak við það. Stjórnendur þeirra skapa ekki þá aðstöðu sem þarf til að þjónustan verði fullkomin. Samkvæmt bókinni: Stjórnendur fyrirtækja í þessum flokki hafa leitt hugann að því að nauðsynlegt er að koma sér upp einhverjum þjónustureglum. Þeir setjast því niður, útfæra reglurnar og setja á blað fyrir starfsfólkið. Starfsfólkið fær reglubók sem greinir frá hvernig það á að haga sér við tilteknar aðstæður og hvers konar þjónustu það á að veita. Oft segja reglubækurnar hvað má gera og hvað ekki og mikið er lagt upp úr því að starfsfólkið fari í einu og öllu eftir þeim. Starfsfólkið, sem iðulega skilur ekki allar reglurnar eða hvers vegna þær voru settar, tekur þær og framfylgir þeim út í ystu æsar. Gæðaþjónusta: Í þessum flokki hafa fyrirtæki náð að stilla saman alla strengi. Starfsfólkið er þjónustulundað og vill allt fyrir viðskiptavini gera og fyrirtækið styður við bakið á starfsfólkinu í einu og öllu. Þetta fyrirtæki reynir að gera hvern viðskiptavin sérstakan. Slík fyrirtæki hafa tekið upp þjónustumenningu, þar sem starfsfólk á innri og ytri viðskiptavini. Slíkt útheimtir vinnu og úthald. Þjónusta er ekki eins og hvert annað átak, heldur þarf sífellt að kappkosta að bæta hana eða viðhalda henni. 9

10 Á framabraut með PwC Margvíslegt samstarf við háskólanema Á undanförnum misserum hafa komist á góð samskipti milli PricewaterhouseCoopers og nemenda á háskólastigi, félaga þeirra og samtaka. PwC leggur mikla áherslu á að vera í góðum tengslum við háskólalífið og ræktar samskiptin á margvíslegan hátt. Um þessar mundir eru fjórtán háskólanemendur í hlutastarfi hjá PwC, lokaverkefni hafa verið unnin í samstarfi nemenda og starfsmanna PwC og loks má ekki gleyma vísindaferðunum. PricewaterhouseCoopers hefur í auknum mæli leitað eftir og fundið fyrir eftirspurn hjá nemendum í viðskiptafræði til að vinna hjá PwC með skóla. Aldrei í sögu PwC og forvera þess hafa jafn margir nemendur verið í hlutastarfi með skóla. Í janúar 2001 voru 14 nemendur í viðskiptafræði, á öðru til fjórða ári, í vinnu á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Þetta er mjög ánægjuleg þróun sem gagnast bæði fyrirtækinu og nemendum vel. Samstarf um lokaverkefni Af og til vinna nemendur lokaverkefni sín í samvinnu við PwC. Margar fyrirspurnir berast á hverju ári og þær eru allar teknar til skoðunar. Um þessar mundir er nemandi í rekstrardeild Háskólans á Akureyri, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, að vinna lokaverkefni sitt hjá PwC. Samstarf við AIESEC PwC og AIESEC, alþjóðlegt félag háskólanema, eiga í víðtæku samstarfi á heimsvísu. Í mörgum löndum þar sem AIESEC og PwC eru starfandi (PwC er með starfsemi í yfir 150 löndum) er samstarf af ýmsum toga. Í vetur var í fyrsta sinn undirritaður samstarfssamningur PwC og AIESEC hér á landi. Með þessum samningi er PricewaterhouseCoopers nefndur Samstarfsaðili AIESEC á Íslandi. Samstarf er m.a. um Framadaga, skiptastarf AIESEC, fyrirlestrahald og fleira. Vinsælar vísindaferðir Það hefur færst í vöxt að hópar nemenda í háskólum (Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Reykjavíkur, Viðskiptaháskólanum á Bifröst og Tækniskóla Íslands) heimsæki PwC í svonefndum vísindaferðum. Í þessum ferðum komast iðulega á skemmtileg og óformleg samskipti milli nemenda og starfsmanna PwC. Tekið hefur verið á móti nemendum í ýmsum fögum enda starfar breiður hópur háskólamenntaðra starfsmanna hjá fyrirtækinu. PwC á Framadögum 2001 Framadagar, atvinnulífsdagar Háskóla Íslands, verða haldnir í áttunda sinn dagana 30. janúar til 2. febrúar 2001 í Háskólabíói. Þessir dagar eru haldnir að erlendri fyrirmynd og eru fyrst og fremst hugsaðir til að auka tengsl nemenda í háskólum á Íslandi við atvinnulífið. PricewaterhouseCoopers Sigurjón Ólafsson, markaðsstjóri PwC Háskólanemarnir fimm eru meðal þeirra sem eru í hlutastarfi hjá PwC meðfram námi sínu: F.v.: Óskar Sigurðsson,Bergur Már Emilsson, Svandís Jónsdóttir, Davíð Búi Halldórsson og Orri Freyr Oddsson. 10

11 tekur virkan þátt í Framadögum eins og undanfarin ár. Sérfræðingar í ráðningarþjónustu PwC verða með fyrirlestur fyrir stúdenta um ráðningarferlið og gerð ferilskráa 30. janúar. Þá verður Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri PwC, með kynningu á fyrirtækinu 2. febrúar. Loks er PwC með bás til að kynna starfsemi fyrirtækisins. Básinn er númer 25 beint á móti aðalinngangi Háskólabíós. Starfsmenn PwC búa yfir fjölbreyttri menntun Margir kunna að halda að hjá PwC starfi eingöngu fólk með háskólamenntun í viðskiptum. Staðreyndin er önnur þótt vissulega séu flestir menntaðir í viðskiptafræði enda er endurskoðunarsvið PwC stærsta einingin með fjölmarga viðskiptafræðinga og löggilta endurskoðendur innanborðs. Þrír lögfræðingar starfa á skatta- og lögfræðisviði. Í rekstrarráðgjöf eru verkfræðingar, rekstrarfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar og sérfræðingar í stjórnun. Í starfsmannaráðgjöf og ráðningarþjónustu eru starfsmenn með menntun í sálfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði, viðskiptafræði og tungumálum. Á markaðssviði má loks finna landfræðing, mannfræðing, sálfræðinga og stjórnmálafræðinga. Ljóst má vera af þessari upptalningu að hjá PwC starfar fjölbreytt flóra háskólamenntaðra starfsmanna. Starfsmenn við kennslu á háskólastigi Nokkrir starfsmenn Pricewaterhouse- Coopers sinna stundakennslu á háskólastigi. Við viðskiptadeild Háskóla Reykjavíkur kennir Ólafur Þór Jóhannesson, löggiltur endurskoðandi. Í viðskiptadeild Háskóla Íslands kenna Vignir Rafn Gíslaon, löggiltur endurskoðandi, Ólafur Kristinsson, forstöðumaður endurskoðunarsviðs, og Jóhann G. Ásgrímsson, viðskiptafræðingur. Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnunarráðgjafi, kennir við Tækniskóla Íslands. Bjarni Jónsson, stjórnunarráðgjafi, er jafnframt aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. Þar kennir einnig Þröstur Sigurðsson, fjármálaráðgjafi. Svali H. Björgvinsson, forstöðumaður starfsmannaráðgjafar, kennir sálfræði við félagsvísindadeild H.Í. og íþróttasálfræði við Kennaraháskóla Íslands. Loks kennir Magnús B. Baldursson, rannsóknastjóri á markaðssviði, námskeið í lýðfræði og fólksfjöldarannsóknum við landafræðiskor Háskóla Íslands. Auk kennslunnar er þó nokkuð um að nemendur vinni lokaverkefni undir handleiðslu starfsmanna PwC. Önnur tengsl við háskólasamfélagið Af öðrum tengslum má nefna að margir starfsmenn PwC hafa sinnt kennslu á ýmsum námskeiðum hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Starfsmenn PwC hafa einnig komið í einstök námskeið á háskólastigi og kynnt ákveðin verkefni í samráði við kennara. Ráðningarþjónusta PwC, sem byggir á langri reynslu, hefur loks aðstoðað fjölda nemenda við að útvega sér starf í gegnum tíðina. 11

12 Af vettvangi skattalaga Kynning á markverðum breytingum á skattalöggjöf Ýmsar markverðar breytingar voru gerðar á skattalöggjöfinni á nýafstöðnu haustþingi Alþingis. Í eftirfarandi samantekt er gerð grein fyrir þeim athyglisverðustu að mati greinarhöfundar. Halldór Þorkelsson, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði PwC Frestun á skattlagningu söluhagnaðar Árið 1996 var sú breyting gerð á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, að einstaklingum var heimilað að fresta skattlagningu á söluhagnaði hlutabréfa um tvenn áramót. Reglunni var þannig háttað að söluhagnaður einstaklings af hlutabréfum umfram 3,2 milljónir króna og 6,4 milljónir króna hjá hjónum var skattlagður eins og hverjar aðrar tekjur, þ.e.a.s. í almennu skattþrepi eða eftir atvikum með hátekjuskattshlutfalli. Ef einstaklingur keypti hins vegar önnur bréf í stað hinna seldu innan tveggja ára færðist sá hluti söluhagnaðar sem er umfram framangreindar 3,2 eða 6,4 milljónir króna til lækkunar á kaupverði nýju bréfanna. Breytingin kom til framkvæmdar við staðgreiðslu gjalda á árinu Markmið breytingarinnar var að gera atvinnulífinu kleift að laga sig að breyttum aðstæðum, auðvelda skipulagsbreytingar og stuðla að því að fjármagn héldist í íslensku atvinnulífi, jafnframt því að auka sparnað hjá almenningi. Með lögum nr. 149/2000, var sú breyting gerð að heimild til frestunar á söluhagnaði hlutabréfa var afnumin, auk þess sem allur söluhagnaður einstaklinga af hlutabréfum er nú skattlagður með 10% án takmörkunar, eins og gildir um aðrar fjármagnstekjur. Í athugasemdum með frumvarpi laganna segir m.a. um ástæður breytingarinnar og áðurgreint markmið frestunar skattlagningar söluhagnaðar: Ýmislegt bendir til þess að þeir sem hafa hagnast vel á sölu hlutabréfa á undanförnum árum hafi í vaxandi mæli nýtt sér umrædda frestunarheimild. Þá virðast sífellt fleiri telja að hagstæðara sé að ávaxta það fé í hlutafélögum, sem eru annars staðar en á Íslandi, vegna hagstæðari skattareglna og í ýmsum tilvikum í skjóli bankaleyndar. Leiða má líkur að því að í mörgum tilvikum falli skattlagningin jafnvel niður vegna skorts á upplýsingum. Þetta tvennt, frestun skattgreiðslna og hagstætt skattaumhverfi, eru án efa helstu ástæður þess að stærri fjárfestar hafa kosið að stofna eigin hlutafélög erlendis. Þannig má halda því fram að í gildandi reglum felist ákveðin hvatning fyrir einstaklinga til þess að fjárfesta í félögum erlendis fremur en hér á landi. Íslenskir fjárfestar hafa því getað takmarkað skatta sína með því að greiða sér arð frá hinu erlenda félagi sem er skattlagður með 10% skatti hér á landi. Þetta er gert þar sem hagstæðara er að fá fjármagnstekjur í formi arðs en söluhagnaðar þegar fjárhæðirnar eru orðnar háar. Af framansögðu má álykta að gildandi ákvæði um skattalega meðferð á söluhagnaði hafi aðeins að hluta til náð tilgangi sínum um eflingu íslensks atvinnulífs með aukinni þátttöku almennings. Niðurstaðan virðist helst sú að fjármagnið leiti frekar úr landi í stað þess að skila sér inn í íslensk atvinnufyrirtæki eins og til stóð með lagabreytingunni Auk þess segir í frumvarpinu að í fjölmörgum tilvikum hafi frestunarheimildin verið notuð til málamynda, þ.e. að ný bréf hafi verið keypt að liðnum tveggja ára frestinum, þau seld um leið aftur og loks sótt um frestun á nýjan leik. Þannig hafi menn getað náð því marki að söluhagnaður varð á endanum allur skattlagður í 10% skatti. Í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis var gerð breyting á bráðabirgðaákvæði laga nr. 149/2000. Fyrir breytinguna var gert ráð fyrir því að þeir aðilar sem nutu söluhagnaðar vegna sölu hlutabréfa og hluta á árunum 1998 og 1999 hefðu áfram heimild til þess að fresta skattlagningu söluhagnaðarins í samræmi við gildandi lög. Vafi lék á því hvort að bráðabirgðaákvæðið stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar um bann við afturvirkni skattlaga, þar sem ekki var gert ráð fyrir sérstökum ráðstöfunum þeim til handa sem keypt höfðu hlutabréf á árinu 2000 með það í huga að óska eftir frestun skattlagningar á söluhagnaði af þeim bréfum á nk. ári. Með hliðsjón af því gerði nefndin þá breytingu á bráðabirgðaákvæðinu að unnt sé að fara fram á frestun á tekjufærslu söluhagnaðar vegna sölu einstaklinga á árinu 2000 um ein áramót frá söludegi að svo miklu leyti sem fjárhæð söluhagnaðarins er umfram ákveðin mörk. Þannig hafa þeir sem keypt hafa hlutabréf á árinu 2000 tíma til ársloka 2001 til að kaupa ný bréf. 12

13 Ríflega þriðji hver á hlutabréf Til fróðleiks má geta þess að sífellt fleiri skattgreiðendur telja nú fram hlutabréfaeign á skattframtali sínu. Árið 1990 voru eigendur hlutabréfa sem hlutfall framteljenda 21,1%, 1995 var þetta hlutfall 27,0% og 1999 var hlutfallið orðið 36,5%. Aukning á tíu árum er 15,4%. Á sama tímabili hefur framteljendum fjölgað um 13,16%. Endurupptaka skattákvarðana í tilefni af úrskurði yfirskattanefndar eða dómstóla Með fyrrgreindum lögum nr. 149/2000 er skattaðila tryggður ákveðinn réttur til að fá mál sín endurupptekin að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þetta er ótvíræð réttarbót skattgreiðendum til hagsbóta og tekur af öll tvímæli um rétt skattgreiðenda. Samkvæmt breytingunni hefur ríkisskattstjóri nú heimild til þess að breyta ákvörðun skattstjóra af sjálfsdáðum eða samkvæmt beiðni skattaðila hafi yfirskattanefnd eða dómstólar með úrskurði eða dómi kveðið upp úr með það að skattframkvæmd hafi ekki samrýmst lögum. Það er ekki skilyrði að skattaðili hafi mótmælt skilningi skattyfirvalda á skattframkvæmd, t.d. gert kröfu á skattframtölum sínum um frádrátt vegna útgjalda sem þau hafa talið ófrádráttarbær. Heimild til endurupptöku nær allt að sex ár aftur í tilefni af breytingu á skattframkvæmd. Þetta er í samræmi við gildandi heimild skattyfirvalda til þess að endurákvarða skatta til hækkunar vegna tekna síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegar endurskoðun fer fram. Breyting á reglum um framtalsfrest Framtalsfrestur einstaklinga, sem eigi hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, hefur verið 10. febrúar ár hvert, en skattstjórar hafa haft heimild til þess að veita skilafrest til febrúarloka. Framtalsfrestur einstaklinga sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi hefur verið 15. mars ár hvert og skattstjórar haft heimild til þess að veita skilafrest til 15. apríl. Lögaðilum hefur borið að skila skattframtali eigi síðar en 31. maí ár hvert. Með lögum 149/2000 hefur þessu nú verið breytt þannig að fjármálaráðherra kemur nú til með að auglýsa að fengnum tillögum ríkisskattstjóra álagningarfresti en ríkisskattstjóri ákveður skilafrest í samræmi við það og með hliðsjón af öðrum atriðum sem máli skipta í því sambandi. Álagningu skal þó vera lokið eigi síðar en tíu mánuðum eftir lok tekjuárs. Gert er ráð fyrir að sérstakir skilafrestir verði ákveðnir fyrir lögaðila sem hafa annað reikningsár en almanaksárið þannig að álagning á þá fari fram að liðnum jafnlöngum tíma frá lokum reikningsárs eins og hjá öðrum lögaðilum. Skatthlutfall tekjuskatts einstaklinga Með lögum nr. 150/2000 var skatthlutfall tekjuskatts einstaklinga lækkað um 0,33%, úr 26,41% í 26,08%. Lækkunin kemur til framkvæmdar við álagningu tekjuskatts á árinu 2002 vegna tekna ársins Þetta er gert til að milda áhrif heimildar sveitarfélaga til þess að hækka útsvar en með lögum nr. 144/2000 var sveitarstjórnum veitt heimild til þess að leggja að hámarki 13,03% útsvar á tekjur manna í stað 12,04%. Leyfileg hækkun á útsvari kemur til framkvæmdar á tveimur árum og er sveitarstjórnum þannig að hámarki heimilt að leggja 12,70% útsvar á tekjur manna tekjuárið 2001 og 13,03% tekjuárið Barnabætur hækka Með lögum nr. 166/2000 var sú breyting gerð á barnabótakerfinu að dregið var úr tekjutengingu með upptöku barnabóta sem ekki eru tekjutengdar og með um þriðjungs lækkun á tekjuskerðingarhlutföllum. Einnig er eignaskerðing barnabóta afnumin. Auk þess hækka barnabætur í takt við almennar launahækkanir á árunum Á móti þessu kemur að skerðingarmörk tekna hækka hins vegar nokkru meira. Breytingarnar munu koma til framkvæmdar á þremur árum, þ.e. 2001, 2002 og Heildarhækkun barnabóta á næstu þremur árum nemur 11,7%. Heildarhækkun á skerðingarmörkum barnabóta á sama tímabili nemur 17,5%. Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs af þessari breytingu nemi rúmlega tveimur milljörðum króna árlega eftir að breytingarnar verða að fullu komnar til framkvæmdar á árinu

14 Leif Edvinson flytur erindi á ráðstefnu um þekkingarverðmæti Leit að þekkingarverðmætum Gæðastjórnunarfélagið mun í samvinnu við Pricewaterhouse- Coopers standa að ráðstefnu um þekkingarverðmæti, sem haldin verður 28. mars nk. Aðalfyrirlesari verður Leif, sem kunnastur er fyrir kenningar sínar um þekkingarverðmæti. Hér á síðunni eru að finna hugleiðingar Leifs um fyrirbærið þekkingarverðmæti (Intellectual Capital). Grein Leifs verður birt í heild sinni á vefsíðum GSFÍ og PwC. Þegar fjallað er um hugtakið þekkingarverðmæti (Intellectual Capital) koma eftirfarandi spurningar upp í hugann: Hverjir eru hinir óþekktu verðmætahvatar (value drivers) þjóða eða svæða? Getur gamla hagkerfið skýrt það? Getum við raunverulega séð, eða höfum við orð til að lýsa verðmætahvötum fyrirtækja á verðbréfamarkaði? Hvernig má útskýra vaxandi bil milli markaðsvirðis og bókfærðs verðs fyrirtækja? Er eitthvað annað mynstur verðmætasköpunar (value creation) og ný viðskiptarök (business logic) að fæðast í stað hinnar vel þekktu virðiskeðju? Snúast þekkingarverðmæti (IC) um verðmætasköpun fremur en sparnað í kostnaði? Snýst það um innra- eða ytra umhverfi? Snýst það um samfélög eða fyrirtæki? Snúast þekkingarverðmæti (IC) aðeins um stjórnun þekkingar og getu? Eða snúast þau um framtíðarmöguleika fyrirtækja til að hagnast og vaxa? Það gæti litið út fyrir að ný hagfræði sé að verða til. En gæti verið að það væri nýtt svið í fræðunum? Svið hins óáþreifanlega eða svið þekkingarverðmæta. Rannsóknir prófessors Baruch Lev (1997) við Stern University í New York sýna að mynstur fjárfestinga í Bandaríkjunum hefur breyst verulega síðan Þá var u.þ.b. 70% fjárfestinga í áþreifanlegum eignum en um 30% í óáþreifanlegum. Þegar litið er til ársins 1990 sést að þetta hlutfall hefur snúist við og fjárfestingar í óáþreifanlegum eignum, eins og rannsóknum og þróun, menntun og þekkingu, hugbúnaði og Netinu, eru í yfirgnæfandi meirihluta. Að meðaltali er áætlað að meira en 10% af landsframleiðslu OECD landanna fari í óáþreifanleg verðmæti. Í löndum eins og Svíþjóð er hlutfallið enn hærra, eða 20%. Því er mjög brýnt að geta gert þessa óáþreifanlegu þætti sýnilega. Þróunin endurspeglast líka í verði hlutabréfa. Samkvæmt rannsóknum Baruch Lev var hlutfall milli markaðsvirði fyrirtækja og bókfærðs verðs þeirra einn á seinni hluta áttunda áratugarins. Um miðjan 10. áratuginn hafði þetta hlutfall hækkað í þrjá og er núna meira en sex sinnum bókfært verð. Í sumum fyrirtækjum, eins og AOL og Microsoft er um 90% af markaðsvirði þeirra bundið í óáþreifanlegum þáttum. Þá þætti má gera sýnilega með kortlagningu þekkingarverðmæta eins og gert hefur verið hjá Skandia og Turn IT, hugbúnaðarfyrirtæki sem er skráð á sænska verðbréfamarkaðinn. Leif Edvinson maðurinn að baki hugtakinu þekkingarverðmæti Leif Edvinson hefur verið aðalkennismiður um hugtakið þekkingarverðmæti (Intellectual Capital IC). Leif samdi fyrstur manna ársskýrslu fyrirtækis sem tók á þessum þætti, en það var fyrir sænska tryggingafyrirtækið Skandia. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir frumkvöðlastarf sitt á þessu sviði, m.a. verðlaun frá American Productivity and Quality Center og Business Intelligence og verðlaunin Brain of the Year árið Leif hefur verið sérstakur ráðgjafi utanríkisráðuneytis Svía um þjónustugreinar, unnið með Alþjóðaviðskiptamiðstöð Sameinuðu þjóðanna (U.N. International Trade Center) og er einn af stofnendum Samtaka þjónustugreina í Svíþjóð. Leif Edvinson hefur MBA gráðu frá University of Berkeley og er höfundur fjölda greina um þjónustuatvinnugreinar og IC. Leif er, ásamt Michael Malone, höfundur bókarinnar Intellectual Capital Realizing Your Company s True Value by Finding Its Hidden Brainpower. Þar byggir hann á reynslu sinni sem framkvæmdastjóri IC hjá Skandia þar sem hann þróaði kerfi, Navigator, sem greinir og mælir IC í fyrirtækjum. Leif er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Kenningar Leifs þykja sameina frumlega hugsun og hagnýta þætti í rekstri fyrirtækja. Hann er sérstaklega vel þekktur fyrir að vera fremstur í að færa þekkingarstjórnun í nothæfan og sjáanlegan búning með því að greina og mæla þekkingarverðmæti í fyrirtækjum og vera þannig frumkvöðull þróunar þessa nýja sviðs innan stjórnunar. Leif Edvinson, ráðgjafi hjá UNIC (Universal Networking Intellectual Capital), Stokkhólmi. 14

15 PricewaterhouseCoopers um víða veröld General Electric nýtur mestrar virðingar Í könnun PricewaterhouseCoopers og Financial Times um val á virtustu fyrirtækjum og forstjórum (CEO) fyrirtækja sem birt var í desember sl. kom í ljós að General Electric (GE) og forstjóri þess, Jack Welch, tróna í efstu sætum. Könnunin var gerð meðal 720 æðstu stjórnenda (CEO) víða um heim. Þetta er þriðja árið í röð sem GE og Jack Welch hlotnast þessi heiður. GE fékk fleiri atkvæði en næstu tvö fyrirtæki samanlagt, Microsoft og Sony. Frá því að þessi könnun var fyrst gerð hefur Microsoft vaxið jafnt og þétt fiskur um hrygg og er talið að fyrirtækið leysi GE af hólmi, efst á þessum lista, árið Bill Gates var í þriðja sinn í röð annar í vali stjórnendanna á virtasta forstjóranum. Um 15% tekjuaukning hjá PwC Niðurstöður liggja fyrir um rekstur PwC á heimsvísu frá síðasta rekstrarári sem lauk 30. júní Heildartekjur PwC jukust um 15%, voru 21,5 milljarðar (ma.) Bandaríkjadala (US$) en voru 18,7 ma. US$ árið á undan. Af þessum heildartekjum voru um 8,4 ma. á endurskoðunarsviði, 4,0 ma. á skatta- og lögfræðisviði og um 9,1 ma. á ráðgjafasviði. PricewaterhouseCoopers gerir ráð fyrir að á næsta rekstrarári muni tekjur aukast um 20%. Ekkert fyrirtæki í endurskoðun og ráðgjöf er með jafn marga viðskiptavini á lista hins virta tímarits Fortune yfir 500 stærstu fyrirtæki heims. Á sviði endurskoðunar í Evrópu þjónar PwC helmingi fleiri fyrirtækjum af lista þeirra 500 stærstu en samkeppnisaðilarnir. Um ráðgjafar eru starfandi hjá PwC á heimsvísu. Stjórnendur bjartsýnir Bjartsýni ríkir um horfur í efnahagsmálum hjá forstjórum (CEO) stærstu fyrirtækja heims að því er árleg könnun PwC leiðir í ljós. Nær allir búast við almennum vexti á fjármagnsmarkaði á næstu þremur árum og um helmingur þeirra telur að mestur vöxtur verði í Asíu. Níu af hverjum tíu forstjórum voru bjartsýnir á gengi eigin fyrirtækja næstu þrjú árin og um þriðjungur þeirra kvaðst vera ákaflega bjartsýnn. Almenningur óttast öryggi á Netinu Samkvæmt skýrslu Pricewaterhouse- Coopers sem byggir á nýlegri könnun sem gerð var í tólf Evrópulöndum og Suður- Afríku ríkir tortryggni hjá almenningi gagnvart öryggi á Netinu. Könnunin leiðir engu að síður í ljós að aðeins tvö prósent þeirra, sem átt hafa viðskipti á Netinu, telja sig hafa verið svikin. Það sem kemur ef til vill mest á óvart er að óttinn er mestur meðal þeirra sem hafa mestu reynslu af netnotkun. Um 95% þátttakenda segjast gjalda varhug við því að gefa upp kreditkortanúmer og um tveir þriðju aðspurðra segjast heldur vilja gefa slíkar upplýsingar í síma þótt að hættan samhliða því sé meiri. Skýrsluhöfundar telja að neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum um viðskipti á Netinu hafi mikið að segja. Ljóst sé að fyrirtæki í rafrænum viðskiptum eigi langt í land með að vinna traust almennings. Það jákvæða að mati skýrsluhöfunda er að góðar lausnir eru til fyrir fyrirtæki sem tryggja öryggi á Netinu. Góðar viðtökur við Evrópuráðgjöf Evrópuráðgjöf PwC hefur gengið mjög vel á því eina ári sem liðið er síðan fyrirtækið fór að bjóða viðskiptavinum sínum þjónustu sína. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og meðal viðskiptavina eru bæði stór og smá fyrirtæki. Þar ber fyrst að nefna framkvæmdastjórn ESB, en PwC á Íslandi hefur unnið fjölmörg verkefni fyrir stofnanir og einstakar áætlanir ESB, m.a. í samvinnu við PwC í Hollandi og Belgíu. Mörg af stærstu og fremstu fyrirtækjum landsins hafa einnig sóst eftir ráðgjöf á sviði Evrópumála. Ennfremur er algengt að nýsköpunar- og sprotafyrirtæki þurfi aðstoð við að sækja um fjármagn til rannsókna- og þróunaráætlana ESB. Góður árangur hefur náðst, þar sem nær allar umsóknir um fjármagn sem PwC hefur komið að hafa hlotið samþykki ESB og fengið úthlutað styrkjum eða um 85-90% umsókna. Að meðaltali komast aðeins um 20% umsókna frá öllu EES-svæðinu í gegnum hið erfiða og stranga umsóknar- og matsferli skriffinnanna í Brüssel. Verkefnin eiga það sameiginlegt að um er að ræða rannsóknir, nýsköpun og þróun af ýmsu tagi. Á hinn bóginn ná þau yfir flest svið atvinnulífins og þannig hafa ráðgjafar PwC aðstoðað við að útvega styrki til verkefna á sviði sjávarútvegs, upplýsingatækni, orkumála og hefðbundins iðnaðar. 15

16 Hvers vegna PricewaterhouseCoopers? Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, B.A. í sálfræði 26 ára. B.A. í sálfræði frá Háskóla Íslands Starfið: Vinnustaðagreiningar, þekkingarstjórnun, heildarráðgjöf í stjórnun starfsmannamála, starfsmat og starfslýsingar. Hvers vegna PwC? Alþjóðlegt fyrirtæki. Býður upp á hvetjandi starfsumhverfi með metnaðarfullum starfsmönnum sem leita bestu lausna á áhugaverðum verkefnum. Berglind Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur 24 ára. Viðskiptafræðingur (cand.oecon) af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands Starfið: Gerð reikningsskila og skattskila, endurskoðun og bókhald. Hvers vegna PwC? Alþjóðlegt fyrirtæki sem gefur möguleika á starfi erlendis. Hentaði mér vel með námi þar sem vinnutími var sveigjanlegur. Mikil og góð reynsla á helstu sviðum atvinnulífsins. Helgi Aðalsteinsson, M.Sc. í alþjóðaviðskiptum 27 ára. B.Sc. í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri 1997 og M.Sc. í alþjóðaviðskiptum frá Álaborgarháskóla í Danmörku Starfið: Þarfagreining og stefnumótun í upplýsingatæknimálum, gerð viðskiptaáætlana og ráðgjöf við markaðssetningu fyrirtækja. Hvers vegna PwC? Sem ráðgjafi hjá PwC vinnur maður að fjölbreyttum verkefnum sem spanna ólíka þætti í rekstri viðskiptavina okkar. Þar sem PwC á Íslandi er hlekkur í alþjóðakeðju fyrirtækisins vinnum við í samstarfi við starfsfólk PwC erlendis sem veitir okkur þann möguleika að yfirfæra reynslu og þekkingu erlendis frá á síbreytilegt umhverfi viðskiptavina okkar. Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, viðskiptafræðingur 25 ára. Viðskiptafræðingur (cand.oecon) af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands Starfið: Endurskoðunarverkefni, þar sem farið er í fyrirtæki og unnið við endurskoðun. Uppgjörsvinna, skattframtalsgerð fyrir fyrirtæki og einstaklinga og ýmis sérverkefni. Hvers vegna PwC? Alþjóðlegt fyrirtæki sem býður upp á möguleika á starfi erlendis. Lögð er áhersla á að viðhalda þekkingu starfsmanna og fjölbreytileiki starfa innan fyrirtækisins er mikill sem gefur fólki möguleika á að reyna sig á mörgum sviðum. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur 30 ára. B.A. í félagsfræði frá Háskóla Íslands 1998 og M.A. í félagsfræði frá University of Leicester Starfið: Ráðgjöf í starfsmannamálum. Þjónustukannanir (hulduheimsóknir) fyrir fyrirtæki og stofnanir. Uppbygging launakerfa og launakannanir sem og ýmis námskeið, t.d. liðsheildarog hópeflinámskeið, stjórnendaþjálfun og sölunámskeið. Hvers vegna PwC? Spennandi og vaxandi fyrirtæki sem stjórnað er með nútímastjórnunarháttum þar sem reynir á ábyrgð, frumkvæði og kraft starfsfólks. Geysileg þekking er innan fyrirtækisins sem nýtist manni sem enn frekara nám þannig að maður er alltaf að bæta við þekkingu sína og reynslu og verður fyrir vikið hæfari starfskraftur. YDDA / SÍA Ritstjóri: Sigurjón Ólafsson Ábm.: Reynir Kristinsson Umsjón/umbrot: Boðberi almannatengsl Prentun: Gutenberg PricewaterhouseCoopers ehf. Höfðabakka Reykjavík s f PricewaterhouseCoopers ehf. Tjarnargötu Keflavík s f PricewaterhouseCoopers ehf. Glerárgötu Akureyri s f PricewaterhouseCoopers ehf. Garðarsbraut Húsavík s f PricewaterhouseCoopers ehf. Austurvegi Selfoss s f

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2016 PricewaterhouseCoopers ehf.

Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2016 PricewaterhouseCoopers ehf. www.pwc.com/is Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2016 PricewaterhouseCoopers ehf. Efnisyfirlit bls 4 6 Rekstrarform og eignarhald Rekstrarform Eignarhald Markmið PwC samstarfið 7 8 Stjórnskipulag Skipurit Innra

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf.

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Auður Hermannsdóttir og Snjólfur Ólafsson Mikil breyting hefur orðið á íslensku viðskiptalífi á síðasta áratug. Íslensk fyrirtæki eru stærri og öflugri en áður

More information

Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2018 PricewaterhouseCoopers ehf.

Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2018 PricewaterhouseCoopers ehf. www.pwc.com/is Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2018 PricewaterhouseCoopers ehf. Efnisyfirlit bls 4 6 Rekstrarform og eignarhald Rekstrarform Eignarhald Markmið PwC samstarfið 7 8 Stjórnskipulag Skipurit Innra

More information

Efnisyfirlit. Orð frá forstjóra. EY á Íslandi. Endurskoðunarsvið. Ráðgjafarsvið. Skattasvið. Viðskiptaráðgjöf. Innra gæðakerfi og óhæði

Efnisyfirlit. Orð frá forstjóra. EY á Íslandi. Endurskoðunarsvið. Ráðgjafarsvið. Skattasvið. Viðskiptaráðgjöf. Innra gæðakerfi og óhæði EY á Íslandi Efnisyfirlit Orð frá forstjóra 5 EY á Íslandi 6 Endurskoðunarsvið 8 Ráðgjafarsvið 12 Skattasvið 14 Viðskiptaráðgjöf 16 Innra gæðakerfi og óhæði 19 4 EY á Íslandi Orð frá forstjóra Ernst &

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

Skattaleg mismunun mismunandi skattlagning eftir rekstrarformum. Vala Valtýsdóttir Forstöðumaður skatta- & lögfræðisviðs Deloitte

Skattaleg mismunun mismunandi skattlagning eftir rekstrarformum. Vala Valtýsdóttir Forstöðumaður skatta- & lögfræðisviðs Deloitte Skattaleg mismunun mismunandi skattlagning eftir rekstrarformum Vala Valtýsdóttir Forstöðumaður skatta- & lögfræðisviðs Deloitte Skattadagurinn 2010 Mismunandi skattlagning eftir rekstrarformum 1. Einkahlutafélög,

More information

Samkeppnishæfni þjóða

Samkeppnishæfni þjóða Mynd frá Harvard: Fólk af ýmsu þjóðerni sem kennir MOC - Samkeppnishæfni Samkeppnishæfni þjóða Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG Útrásin og nýsköpun Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi Ásdís Jónsdóttir Desember 2006 RANNÍS Vísindi, nýsköpun og samfélag Ágrip Í þessari samantekt eru

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017 Innra eftirlit 2. útgáfa október 2017 Efnisyfirlit 1 Inngangur...3 2 Skilgreining á innra eftirliti...4 2.1 Hugtakið innra eftirlit...4 2.2 Markmið innra eftirlits...5 2.3 Einkenni innra eftirlits...6

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Stjórnun viðskiptatengsla Skynjun starfsmanna á notagildi og ávinningi af stjórnun viðskiptatengsla Hildur Guðjónsdóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Viðskipta- og hagfræðideild sept 2008 íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Höfundur: Hinrik Fjeldsted Leiðbeinandi: Runólfur Smári Steinþórsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/suðurgötu, 101

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna ekki er bara plakat uppi á vegg! Hlutverk

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland Leiðbeinandi tilmæli nr.5/2011 Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga

More information

Höfum við gengið til góðs?

Höfum við gengið til góðs? Útg. Félag löggiltra endurskoðenda Ábm: Ómar H. Björnsson formaður Ritnefndar FLE Júní 2005 28. árgangur 1. tölublaðflefréttir EFNI BLAÐSINS Höfum við gengið til góðs?...1 Af stjórnarborði...4 Til hamingju

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Frammistöðumat og starfsmannastjórnun Ávinningur og nýjar áherslur Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Svala Guðmundsdóttir, Dósent Júní 2018 Frammistöðumat og starfsmannasamtöl

More information

Skattavaktin* Fréttabréf skatta- og lögfræðisviðs. 3. tölublað. pwc. *connectedthinking

Skattavaktin* Fréttabréf skatta- og lögfræðisviðs. 3. tölublað. pwc. *connectedthinking Skattavaktin* Fréttabréf skatta- og lögfræðisviðs 3. tölublað *connectedthinking pwc Efnisyfirlit 1. Dómar Hæstaréttar varðandi bankaleynd. 2. Ný lög samþykkt á Alþingi 3. Ný reglugerð 4. Frumvarp til

More information

KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi

KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi Desember 2015 Efnisyfirlit 1 Félagsform og eignarhald 1.1 Almennt 1.2 Rekstrarform og eignarhald 1.3 Stjórnskipulag 1.4 Gildi 1.5 Fjárhagslegar upplýsingar 2 Gæðaeftirlit 2.1

More information

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W09:02 Apríl 2009 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Harpa Dís Jónsdóttir Runólfur Smári Steinþórsson Harpa Dís Jónsdóttir, MS, hdj3@hi.is

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Gæða- og umhverfiskerfi

Gæða- og umhverfiskerfi Haustmisseri 2012 Gæða- og umhverfiskerfi Lokaverkefni Viðskiptafræði Nemandi: Anton Smári Rúnarsson, kt. 170584-3179 Leiðbeinandi: Stefán Valgarð Kalmansson 1 Samningur um trúnað Undirritaður nemandi

More information

Tengdir aðilar á markaði

Tengdir aðilar á markaði BS ritgerð í viðskiptafræði Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er þá varðar Kateryna Hlynsdóttir Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu Lára Sigríður Lýðsdóttir Þórhallur Örn Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Febrúar

More information

Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla

Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla Ásta Kristín Reynisdóttir Háskólinn á Akureyri Viðskiptadeild Vor 2008 Háskólinn á Akureyri, Viðskiptadeild Heiti verkefnis:

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson.

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson. Háskólinn á Bifröst BS ritgerð Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor 2009 Umboðsvandi Í íslensku og erlendu viðskiptalífi Tómas Örn Sigurbjörnsson Kt: 110974-5319 Háskólinn á Bifröst BS ritgerð Leiðbeinandi:

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008

BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008 BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008 Eyjólfur Óli Eyjólfsson Leiðbeinandi: Bjarni Frímann Karlsson Viðskiptafræðideild Maí 2011 Ábyrgð og hlutverk

More information

Sýnileg stjórnun á Íslandi

Sýnileg stjórnun á Íslandi VIÐSKIPTASVIÐ Sýnileg stjórnun á Íslandi Með áherslu á töflunotkun Árangursþættir og hömlur Ritgerð til MS gráðu Nafn nemanda: Sigrún Hólm Þórleifsdóttir Leiðbeinandi: Einar Svansson Vorönn 2017 Staðfesting

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA www.ibr.hi.is SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA Snjólfur Ólafsson Brynhildur Davíðsdóttir Lára Jóhannsdóttir Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Ester Gústavsdóttir Kári Kristinsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön

Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2003 Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön Runólfur Smári Steinþórsson 1 Ágrip Stjórnun gerir kröfu um að náð sé utan um mikilvægar forsendur og frumsetningar.

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Viðhorf og reynsla íslenskra náms- og starfsráðgjafa Álfhildur Eiríksdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Rafræn náms- og

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 40

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni,

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni, Ása Fríða Kjartansdóttir, asaogvilli@internet.is Heilsuefling og forvarnir á litlum og meðalstórum vinnustöðum Heilsueflingu er hægt að stunda nær alls staðar og er vinnustaðurinn kjörinn vettvangur til

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Auður upplýsinga Mikilvægi innri upplýsingamiðlunar og tengsl við starfsánægju Margrét Helga Jóhannsdóttir Leiðbeinandi Þóra H. Christiansen aðjúnkt Viðskiptafræðideild

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun (Staðlarnir)

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun (Staðlarnir) Inngangur að stöðlunum Innri endurskoðun fer fram í margvíslegu lagaumhverfi og menningarheimum, hjá fyrirtækjum sem hafa mismunandi tilgang og eru breytileg að stærð, uppbyggingu og flækjustigi, og hún

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 14. árgangur, 1. tölublað, 2017 Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum Einar Guðbjartsson og Jón Snorri Snorrason

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði Stefnumótun Fótbolta ehf.

BS ritgerð í viðskiptafræði Stefnumótun Fótbolta ehf. BS ritgerð í viðskiptafræði Stefnumótun Fótbolta ehf. Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban Leiðbeinandi: Þórður Sverrisson, aðjúnkt Umsjón: Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent Viðskiptafræðideild Febrúar 2013

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean)

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) Undirbúningur og innleiðing Heiðdís Jónsdóttir Leiðbeinandi: Eðvald Möller Viðskiptafræðideild Október 2015 Fyrstu skref í átt

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information