Nagli.is eprocuring.com

Size: px
Start display at page:

Download "Nagli.is eprocuring.com"

Transcription

1 Umsókn til Tækniþróunarsjóðs Verkefnislýsing og drög að viðskiptaáætlun Vor 2014 Naglinn vefþjónusta ehf. Nagli.is eprocuring.com Merkið við þann flokk sem sótt er um Verkefnisstyrkur NAGLINN Frumherjastyrkur Markaðsstyrkur Útgáfa 7.1

2 1 Fyrirvarar Skjal þetta er trúnaðarmál. Það er einungis ætlað stjórn Rannís, fagráði Tækniþróunarsjóðs og öðrum starfsmönnum Rannís sem starfs síns vegna þurfa að meðhöndla það. Skjalið er afhent ofangreindum með það að markmiði að sækja um styrk í Tækniþróunarsjóð. Þeir sem fengið hafa skjal þetta skuldbinda sig til að fara með innihald þess sem trúnaðarmál. Með öllu er óheimilt að nota skjalið eða upplýsingar úr því í öðrum tilgangi heldur en hér að ofan greinir sem og að miðla því eða upplýsingum úr því til þriðja aðila án skriflegs samþykkis Naglans vefþjónustu ehf. Síða II

3 2 Samantekt Naglinn vefþjónusta ehf. er að þróa Naglann viðskiptamiðju fyrir verktaka á nagli.is. Miðjan er hönnuð í þeim tilgangi að þjóna þörfum verktaka með veflausn fyrir einföld og örugg viðskipti. Kerfið hefur verið rúm þrjú ár í þróun og betaútgáfan hefur verið aðgengileg á nagli.is í rúmlega eitt ár. Einstaka lausnir eru tilbúnar til notkunar, en kerfið sem heild er enn í þróun. Verkefnið skilar hagnýtum nýjungum fyrir innlendan markað, en felur mest megnis í sér að klára þróun á útistandandi kerfishlutum og vefþjónustu fyrir samþætta virkni og markaðssetningu á þessum nýjungum sem skýjalausnir á erlendum markaði. Litið er á Ísland sem prufu- og þróunarmarkað. Lokaafurðin er eprocuring.com sem selur og þjónustar bæði platform as a service (PaaS) og software as a service (SaaS) skýjalausnir fyrir verktaka, sveitarfélög, fyrirtæki og húsfélög. Rekstur og hýsing á eprocuring.com verður á Íslandi, reiknað er með 33 nýjum störfum og að um 80-90% af rekstrartekjum verði í erlendum gjaldeyri. Summary: The Naglinn vefþjónusta ehf. company was founded early 2010 by two Icelandic entrepreneurs. The objective has been to create a contractor-centric platform with pre-built SaaS applications for procurers to manage projects and to successfully engage with suppliers in efficient XMLbased transactions. The beta-release of the platform has been available on nagli.is for about 18 months. This project will enable Naglinn to continue development on the platform and subscriptionbased services to complete the backlog prescribed ecosystem of solutions. It will support Naglinn in their effort to market and implement services available to municipalities in Iceland. Last, but not least, it will help Naglinn upgrade system, security and XML standards to prepare for market expansion. The locally developed solutions at Nagli.is will be marketed as niche ebusiness solutions for public procurement authorities and branded as that of eprocuring.com. Operations based in Iceland to produce skilled jobs. Síða III

4 Innihald 1 FYRIRVARAR II 2 SAMANTEKT III INNIHALD IV 3 VERKEFNIÐ 1 AFURÐIR 2 NÝNÆMI 6 VERKÁÆTLUN 8 FRAMVINDA OG VÖRÐUR 11 SKIPULAG OG STJÓRNUN 12 KOSTNAÐUR OG FJÁRMÖGNUN VERKEFNIS 13 4 VIÐSKIPTAÁÆTLUN 14 STAÐA MARKAÐAR 15 MARKMIÐ 19 TÆKIFÆRI 19 VERÐMÆTI 20 AÐFERÐ 21 5 FRAMTÍÐARSÝN 22 SKIPULAG OG STJÓRNUN TIL FRAMTÍÐAR 23 6 VIÐHENGI: KOSTNAÐARYFIRLIT 24 Síða IV

5 3 Verkefnið Verkefnið felur í sér markaðssetningu og áframhaldandi þróun á viðskiptamiðju (e. business platform) fyrir verktaka og verktakaviðskipti, uppbyggingu á virðisaukandi þjónustum sem byggja á viðskiptamiðjunni (pre-built applications on top of platform) og þróun á viðskiptalausnum Naglans með samstarfsaðilum á Íslandi fyrstu tvö árin með það sem markmið að bjóða upp á lausnir sem pakkaðar eru sem PaaS (e. Platform as a service) og SaaS (e. Software as a service) í sjálfsþjónustu ferlum undir formerkjum eprocuring.com. Lokaafurð þessa verkefnis verður heildstætt kerfi fyrir íslenskan markað sem byggir á viðskiptamiðjunni en tengir saman margar virðisaukandi þjónustu sem samanlagt mynda eina stærri og öfluga heild. Sem slíkt, þá er einstakar þjónustur tilbúnar til markaðssetningar og sölu s.s. útboðs- og reikningakerfi sem sjálfstæðar en samhæfðar skýjalausnir, en ennþá vantar töluvert upp á samþættingu kerfishluta og vefþjónustutengingar svo viðskiptamiðjan sé tilbúin til markaðssóknar erlendis. Áætlun er um að klára útfærslu á heildstæðu kerfi og sjálfsþjónustu. Í dag getur kerfið skalað lóðrétt (database), en með sjálfsþjónustu þarf það líka að geta skalað lárétt (application). Það að klára útistandandi kerfishluta og vefþjónustu er forsenda fyrir því að ná árangri á innanlands markaði og að geta farið með vöruna á erlenda markaði. Þegar að þessu verkefni líkur þá er komin einstök vara og grundvöllur til að sækja fjármagn fyrir sókn á erlenda markaði. Fyrir neðan er lýsing á þeim vörum sem stendur til að bjóða upp á á eprocuring, þar sem nagli.is er einn af mörgum platforms. SaaS lausnirnar eru keyrðar af eprocuring en consumed á platforms eins og nagli.is. Síða 1

6 Afurðir Beta-útgáfa af viðskiptamiðjunni var gerð aðgengileg 2011 á nagli.is fyrir prófanir hjá fyrstu notendahópunum. Útgáfa 0.6 af Naglinn kerfinu var gefin út mánaðarmótin Jan/Feb 2014, samhliða innleiðingu á viðbótum fyrir verktaka sem gerir þeim kleift að fullnægja nýlegum kröfum um gæðastjórnunarkerfi með því að nota Naglann. Með fyrstu útgáfu var einnig opnað fyrir nýja lausn í áskrift fyrir sveitarfélög verkbeiðnir. Lokaafurðin verður heildstætt kerfi fyrir íslenskan markað. Þar sem kerfið er þróað á ensku og býður upp á stjórnkerfi fyrir þýðingu og stillingar þá verður það tilbúið fyrir útfærslu og markaðssetningu utan Íslands. Það eru nokkrar einingar í þessari heildstæðu lausn og geta þær skilað af sér hagnýtum lausnum fyrir innlendan markað. Fyrir verkkaupa Frá upphafi var hugsað um að útbúa þjónustu sem hentar sveitarfélögum (og öðrum stórum verkkaupum með margar eignir). Betaútgáfan er með viðskiptareglur sem henta sveitarfélögum, en það er þörf á kynningarátaki og vinnustofu til að kenna notendum á kerfið. Einnig er þörf á að klára vefþjónustu og API leiðbeiningar svo að sveitarfélög (og aðrir stórkaupendur) geti notað þjónustu Naglans eins og um þeirra kerfi væri að ræða. Það er búið að útfæra skráningu á beiðna- og/eða pöntunarnúmeri sem hluti af verkskráningu nýjungin felst í því að þeir rafrænu reikningar sem kerfið útbýr sjálfvirk fyrir verktaka skráir númerið í viðeigandi gildi fyrir XML-ið sem svo gerir sveitarfélögum kleift að sjálfvirkt bóka rafræna reikninga frá verktökum í sínu viðskiptakerfi. Núverandi kerfi er með veflausn fyrir verkkaupa, en markmiðið er að geta boðið upp á útboðslausnina sem SaaS þar sem notendur hafa bætt henni við sem virðisaukandi viðskiptateningu og ferli fyrir sína eigin procure-to-pay viðskiptalausn (ERP kerfi). Kerfið býður verkkaupa upp á utanumhald fasteigna, viðhaldssögu og áætlun. Fyrir stærri verkkaupa er í boði að virkja áskrift fyrir verkbeiðnir rafrænt ferli frá beiðni til reiknings. Í dag er einn stórkaupandi í innleiðingarferli (Reykjanesbær) og annar er langt kominn í viðræðuferli (Reykjavík). Fyrir neðan er lýsingu á þeim afurðum í þessu verkefni sem nýtast verkkaupa: Síða 2

7 Fyrir húsfélög Þjónustan er hugsuð fyrir þau tilfelli þar sem til staðar er sameign (húsfélög). Þjónustan er margþætt en ókeypis grunnútgáfa hennar felur í sér aðgangsstýrða húsfélagssíðu þar sem hægt er að skrá upplýsingar um húsfélag, framkvæmdir, húsfundargerðir og eiga samskipti innan húsfélags. Þær viðbótarþjónustu sem verða í boði gegn áskriftargjaldi hafa verið í þróun í samstarfi við byggingarfélagið Múr&Mál og Tækniþjónustu verktaka. Viðbótarþjónusturnar fela í sér að hús er magnmælt (raunmælt) gegn eingreiðslugjaldi og búin til viðhaldsáætlun sem haldið er við gegn áskriftargjaldi. Þar með geta húsfélög stillt af húsfélagsgjöldin svo alltaf sé til nóg í hússjóði þegar ráðist er í framkvæmdir, enda er viðhald almennt fyrirsjánlegt. Leikur einn er síðan að framkvæma útboð með rafrænum hætti þar sem öll nauðsynleg útboðsgögn liggja þegar fyrir. Aðeins viðurkenndir fagmenn með trausta viðskiptasögu munu geta boðið í verkið og þarf viðkomandi húsfélag því aðeins að hafa áhyggjur af verðinu, en ekki gæðum viðkomandi verktaka. Útboðið fer allt eins og nafnið gefur til kynna fram í gegnum netið, þ.e. útboðsgögn send og móttekin rafrænt, tilboðum tekið rafræn og gengið frá samningi með rafrænum hætti. Hægt er síðan að fylgjast með framvindu framkvæmda útfrá stöðuskýrslum sem birtar eru af verktökum á síðunni. Þjónustan heldur síðan utan um sögu hússins, s.s. hvað var framkvæmt hvenær og af hverjum. Uppsöfnun þessara upplýsinga er mjög verðmæt fyrir húseigendur, tryggir öryggi og er ómetanleg við endursölu. Verið er að skoða þann möguleika að sameina ofangreinda þjónustu við fjármálaþjónustu og hafa fundir átt sér stað með Íslandsbanka til að ræða þann möguleika. Tækifærið væri þá fólgið í því að bjóða þessa nýju grunnþjónustu húsfélögum að kostnaðarlausu, til að halda í núverandi kúnna og laða að nýja. En þessi miðill er auk þess mjög verðmæt leið til að safna að sér upplýsingum um húsfélög, birta þeim auglýsingar og annað sem bankar hafa hingað til ekki viljað gera í heimabönkum. Slíkar auglýsingar færu þá fram á husfelagiðmitt.is. Fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þær afurðir verkefnisins er nýtast húsfélögum og húseigendum. Síða 3

8 Eins og áður sagði verður skráning fyrir grunnþjónustu ókeypis, en við teljum að svigrúm sé til að rukka húsfélög um kr. á mánuði per íbúð fyrir heildarþjónustu, en til þess að þess að ná sölu er að sjálfsögðu nauðsynlegt að selja hagræðið af þjónustunni með raunverulegum dæmum. Hagræðið felst fyrst og fremst í fernu: Auðveldar fyrirfram söfnun fyrir kostnaði án þess að húsfélagsgjöld séu ofrukkuð. Stuðlar að raunsærri og ódýrari framkvæmdum þar sem byggt er á raunmælingum og ekki er lagt 20% ofan á tilboð til að mæta skekkjumörkum sjónmælinga, eins og algengt er. Mun kostnaðarminna að bjóða út framkvæmdir, algengt er að greitt sé um 8-10% af heildarkostnaði verks fyrir framkvæmd útboðs og eftirlit. Haldið er utan um um sögu viðkomandi húsfélags, allar framkvæmdir, ákvarðanir og annað í miðlægu kerfi sem hægt er að fletta upp í, afhenda næstu stjórn o.s.frv. Óhætt er að segja að slíkar upplýsingar auka virði eigna við endursölu, auðvelda aðilum að sækja rétt sinn vegna illra unna framkvæmda eða galla, spara gríðarlegan tíma og koma í veg fyrir óþarfa áhyggjur. Naglinn mun leita eftir samstarfi við aðila sem sér um fjármálaþjónstu fyrir húsfélög til að taka að sér markaðssetningu og sölu á lausnum fyrir húsfélög, en Naglinn tekur að sér rekstur kerfisins og verður tæknilegur tengiliður. Við teljum að sameiginlega geti þriðji-aðili með fjármálaþjónustu og Naglinn náð í og viðhaldið viðskiptum meirihluta af húsfélögum landsins. Enda er enginn aðili hér á landi að bjóða viðlíka þjónustu sem m.a. tryggir skilvirka fjármálastjórnun húsfélaga. Hugsanlegur ávinningur aðila með fjármálaþjónustu felur í sér samkeppnisforskot - þar sem, með tilkomu lausna frá Naglanum, þjónustustigið verður mun hærra og boðið er upp á nýja þjónustu sem ætti að virka sem góð beita fyrir ný húsfélög. Fyrir verktaka og verktakafyrirtæki Í samstarfi við Samtök iðnaðarins, sem og einstaka meðlimi þar innan, stendur til að útbúa heilbrigðisvottorð fyrirtækja, þ.e. þjónustu þar sem greitt er fyrir að heilsa fyrirtækis sé vottuð útfrá þeim upplýsingum sem reglulega verður að vinna þegar tekið er þátt í stærri útboðum. Þetta eru upplýsingar um leyfi, fjárhag, réttindi o.fl. Aðilar á vegum Samtaka iðnaðarins nálguðust Naglann þar sem þeir töldu að núverandi grunnkerfi væri að leysa margar af þeim þörfum sem fólst í uppsetning á yfirlit og vefþjónustu fyrir heilsuvottun fyrirtækja í byggingariðnaðinum. Með vefþjónustu og skilgreindum reglum er hægt setja upp enn eina áskriftarþjónustuna sem sparar bæði tíma og pening fyrir verktaka. Síða 4

9 Fyrir mobile lausnir Erum í samstarfi við vefstofuna Kosmos & Kaos sem mun sjá um gerð á responsive design fyrir reikningalausnina og þróun á ios og Android hybrid appi fyrir bæði verktaka og reikninganotendur. Native hlutinn af appinu nýtir push-notifications, myndavélina, gps og flýtir fyrir auðkenningu inn á kerfi Naglans. Þess fyrir utan er appið að nota vefparta af vefsíðu Naglans og konto.is. Þegar herjað verður á erlenda markaði undir formerkjum eprocuring, þá verður appið frítt, en appið verður að eiga í samskiptum við SaaS skýjalausn sem svo verður að greiða fyrir. Fyrir neðan er teikning af því hvernig hybrid appið mun virka. Síða 5

10 Nýnæmi Nýnæmi Naglans felst í samspili margra þátta er saman mynda viðskiptamiðju verktaka sem, með nýstárlegri viðskiptaútfærslu og tækniuppbyggingu sem setur verktakann í miðjuna og býður verkkaupum uppá tengdar og samhæfðar lausnir fyrir verktakaviðskipti í áskriftarþjónustu, er einstök á heimsvísu. Það er svo mikið að gerast í heimi upplýsingatækninar, þróunin á tækninni fleytir hraðar fram en þróun á viðskiptaháttum, það má bókstaflega tala um byltingu. Það er ný kynslóð af upplýsingatækni að taka við, hún mun hafa veruleg og varanleg áhrif á viðskiptahætti og uppbyggingu lausna. Þeim sem tekst að nýta þessar nýjungar í sínum lausnum til að bjóða upp á þjónustu sem er sambærileg við núverandi kerfi, þeir verða mun samkeppnishæfari en aðrir á markaði. Þeim sem tekst að nýta þessar nýjungar til að bjóða upp á þjónustu sem áður fyrr var ekki tæknilega mögulegt að útfæra og/eða lausnir sem betrumbæta núverandi viðskiptahætti, þeir munu taka þátt í að leiða byltinguna. Rík þörf er á útboðslausn sem leysir helstu vandamál á bæði einka- og opinberum markaði. Markaðsumhverf verktakaviðskipta er flókið fyrir ófaglærða einstaklinga (ástæðan fyrir því að stofnendur fóru af stað með verkefnið fyrir rúmum fjórum árum síðan) og skortur er á stöðluðum verklýsingum, samningnum, stýrðum verkferlum og sjálfvirkni sem minnka vinnu og draga úr líkum á mistökum og slæmum samskiptum. Naglinn býður upp á stýrt ferli sem fullnægir nýlegum kröfum á verktaka um gæðastjórnunarkerfi og notast við sjálfvirkni til að tryggja skjölun og rekjanleika, útbúa tilkynningar og senda með tölvupósti, sem og að útbúa rafræna reikninga sem verkkaupar geta svo bókað rafrænt jafnvel í sjálfvirku móttökuferli. Eftir að hafa þróað prótótýpuna fyrir grunnkerfið, útboðslausnina, reikningakerfið og verkbeiðnalausnina eru margir að sjá tækifæri á samnýtingu og tengingum. Unnið er að spinoff afurðum sem nýta sér vefþjónustu og viðskiptaferli Naglans. Þessar þjónustur geta náð að styðja vel við reksturinn á Íslandi og skilað sér í nýjungum í SaaS lausna framboði eprocuring.com. Dæmi um slík spin-off tækifæri er húsfélagsþjónustan og reikningakerfið. Hvort tveggja var til að byrja með einungis hugsað sem áskriftarþjónusta (kerfiseining) í verkþjónustu Naglans, en eru núna á teikniborðinu hugsaðar sem sjálfstæðar PaaS lausnir. Það er hægt að segja með nokkurri vissu að það er ekkert kerfi á heimsvísu sem getur boðið upp á þær PaaS lausnir, sem og sumar SaaS lausnir, sem eprocuring leggur upp með. Naglinn er að notfæra sér nýjungar í tækniheiminum, sem er í miðjum kynslóðaskiptum úr staðbundna server-client umhverfi yfir í óstaðbundið skýjaumhverfi. Þetta verkefni mun hjálpa Naglanum að þróa kerfi sem býður upp á margar nýjar lausnir í veflausnum. Ekki eru allar einstakar lausnir nýjar á markaði. En, þar sem umhverfi upplýsingatækningar er að umbreytast, þá er gríðarleg nýjung og nýsköpun fólgin í því að setja upp skalanlegar og samhæfðar veflausnir sem notendur um heim allan geta keypt og stillt í sjálfsþjónustu (e. on-demand). Síða 6

11 Nýjar lausnir í umhverfi fyrir næstu kynslóð upplýsingatækningar. Naglinn gerir reikninganotendum kleift að stofna reikninga í vefformi og senda á hvern sem er. Hægt að senda sem PDF viðfang á netföng, sem XML á aðila sem taka á móti rafrænum reikningum eða birta rafrænan reikning í heimabanka hjá greiðanda. Öll PDF úrtök eru með rafrænni undirskrift og í verkferli Naglans verða reikningar útbúnir sjálfkrafa fyrir verktaka út frá verkupplýsingum og tilboði. Í innkaupaferli stærri verkkaupa skráir kerfið sjálfvirkt tilvísun í reikninga hjá verktökum svo verkkaupar getir notast við sjálfvirkni í bókun á kostnaði. Unnið er við útfærslu á þessu reikningakerfi fyrir mobile og tengingu við fjármála- og innheimtuþjónustu. Þessi reikningalausn er algjör nýjung á Íslenskum markaði, nýjung sem margir smáir verktakar og einstaklingar í sjálfstæðum rekstri eru nú þegar farnir að nýta sér fyrir reikningagerð og utanumhald á greiðslum. Kostir á lausn sem þessari eru bersýnilegir í ljósi nýlegrar tilkynningar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu: Ætla má að um 500 milljónir geti sparast með notkun rafrænna reikninga hjá ríkinu, en frá og með 1. janúar 2015 mun ríkið einungis taka við rafrænum reikningum. 1 Einnig hefur Naglinn hafið innleiðingu hjá Reykjanesbæ á verkbeiðnalausn (viðbótarþjónusta í boði fyrir þá sem virkjað hafa útboðslausnir) sem er hönnuð fyrir sveitarfélög. Lausnin tryggir rafrænt ferli frá beiðni til reiknings í einföldu viðmóti gerir beiðendum kleift að senda inn beiðnir með tölvupósti. Sambærilegar lausnir er að finna á erlendum mörkuðum, en samhæfing á reikningakerfinu við viðskiptaferli og aðrar kerfiseiningar eprocuring mun vera einstakt (svo við vitum). Þetta verkefni mun styðja við innleiðingu og útbreiðslu á verkbeiðnum hjá sveitarfélögum og gera Naglanum kleift að klára að þróa útlit, lausnir og vefþjónustur. Rannsóknir sýna skírt fram á mikla mögulega hagræðingu með innleiðingu á slíkum lausnum í tengslum við innkaup og bókun reikninga. Evrópusambandið hefur nýverið tekið skrefið í að leið sem mun skilda opinbera aðila til að rafvæða innkaupa- og útboðsferli. En, þrátt fyrir ríka áherslu hjá Evrópusambandinu, þá hafa innleiðingar gengið hægt og upptaka notenda á rafrænum lausnum fyrir útboð og rafræna reikningagerð ekki verið í samræmi við væntingar stjórvalda. Helsta orsökin er léleg þátttaka smærri birgja og þjónustuaðila. Naglinn er að kynna nýjung fyrir þennan risastóra markað. Staðbundin kynslóð upplýsingatækningar leiddi af sér lausnir eins og birgjagáttir sem tengdar eru við hvert og eitt viðskiptakerfi birginn og þjónustuveitandinn hafa hingað til þurft að tengjast mörgum kerfum svo að verkkaupi geti verið með allar upplýsingar og sjálfvirkni í sínu kerfi. En með tilkomu á skýjaumhverfinu og nýjum tæknimöguleikum þá er Naglinn að setja verktakann í miðjuna. Útbúa miðlægt kerfi sem þjónustar verktakann í kerfi fyrir verktakann. Vefþjónustuteningar og staðlaðir viðskiptaferlar er algjörlega ný nálgun í verktakaviðskiptum hér á landi og gæti verið leiðin fyrir stærri kaupendur í ESB til að tryggja virkari þátttöku hjá sínum minni sölu- og þjónustuaðilum. 1 Síða 7

12 Verkáætlun Síðustu fjögur ár hafa stofnendur lagt mikinn tíma og rúmlega 10 milljónir í verkefnið. Mest megnið af fjárfestingunni hefur farið í þróunarstarf. Naglinn hefur unnið með sömu forriturunum frá upphafi og úthlutað þeim tæplega klst í vinnu. Verkáætlun þessi tekur þrjú ár og sú reynsla og þekking sem stofnendur hafa af kerfinu og þróunarferlinu ætti að auka líkur á að verkefnið ljúki í samræmi við verk-, tíma- og kostnaðaráætlun. Eftirfarandi, með áherslu á fyrsta árið, er lýsing á einstaka verkþáttum eins og þeir koma fyrir í tímaröð: Vetur/Vor 2014 Unnið verður að innleiðingu og kennslu hjá Reykjanesbæ vegna verkbeiðnalausn Naglans. Til stendur að bjóða uppá vinnustofur fyrir bæði verkkaupa og verktaka. Reykjanesbær mun veita aðstöðu og sér um að boða verktakana. Verið er að innleiða rafrænt ferli frá skráningu á beiðni til útgáfu reiknings. Fyrsta viðbótin við núverandi verkbeiðnalausn felur í sér virkni sem gerir sveitarfélaginu kleift að áframsenda tölvupósta til að stofna beiðnir frá upprunalegum aðila. Áskriftarþjónustur er verkþáttur sem felur í sér breytingar á viðmóti og útliti á áskriftarþjónustum Naglans. Það er nú þegar búið að vinna mockups að breytingunum og skrá verkið í Jira þar sem það bíður í biðröð eftir að forritarateymið fær go á verkþátt. Svo eru breytingar prófaðar og samþykktar á dev.nagli.is áður en þær eru fluttar á raun. Húsfélagsþjónusta er dæmi um hagnýta spin-off vöru sem notar grunnvirkni og þjónustu á Naglanum. Nú þegar er verið að vinna í útfærslu á lausninni, rekstur og þjónustu. Þetta er tækifæri fyrir Naglann til að setja upp sub-national platform með customization (ein af PaaS söluvörum eprocuring) og tengja við national platform (nagli.is). Öllum verkum er hægt að skipta upp í áfanga. Sjálfgefið í ferlinu er einn áfangi og einn reikningur fyrir hvert verk. Verktakar geta skráð marga áfanga í tilboðsforminu. Verkþáttur í backlog felur í sér nýtingu á þessari áfangavirkni til að gera bæði verkkaupa og verktaka kleift að bæta við áfanga á verksíðu þegar þarf að bæta við aukaverki eða viðbótarverki. Naglinn mun vinna í samstarfi við Tryggva Jakobsson, eiganda og framkvæmdarstjóra Tækniþjónusta Verktakar við útfærslu á viðskiptareglum og verklagi. Mobile viðmót fyrir rafræna reikninga með Kosmos & Kaos er skemmtilegt verkefni sem getur leitt af sér annan sub-national platform sem og gagnast Naglanum töluvert í að útfæra responsive-design fyrir vefparta kerfisins í heild sinni. Hluti af verkefninu er að útfæra og styðja við uppbyggingu á spin-off lausnum sem notar að einhverju leiti sameiginlega gagnagrunna og deila viðskiptaferlum (application business logic). Þessi verkþáttur mun reynast ómetanlegar þegur kemur að útfærslu á PaaS lausn eprocuring. Viðhaldsbókin var í fyrstu bara sagan sem varð til á miðlinu og einföld skráning húseigenda, en með tilkomu á Húsfélagsþjónustunni þá hefur umfang viðhaldsbókarinnar vaxið. Til stendur að útfæra ítarlegri skráningu verktaka, gera viðhaldssögu aðgengilega á netinu via skönnun á QR kóða og setja upp viðhalds- og framkvæmdaáætlun. Kerfið getur lagt til um húsfélagsgjöld og/eða hvernig ætti að spara fyrir áætluðum aðgerðum. Naglinn mun vinna náið með Elías Víðisson byggingafræðing og framkvæmdarstjóra hjá Múr og Mál í útfærslu á þessari þjónustu. Reglulega verður að uppfæra vinnslu og xml í samræmi við þær tækniforskriftir sem gefnar eru út af staðlaráði og markaðsráðandi aðilum. Í þessum verkþátt verður sérstaklega horft til þess að bjóða upp á bæði BII og NES staðalinn fyrir rafrænan reikning erum í dag bara með NES. Einnig verður tekið á breytingum í reglum og tækniforskrift á kredit reikningi. Fjármálaaðilar er ný tegund notenda sem verður að útfæra í tengslum við þá fjármálaþjónustu sem á að standa húsfélögum til boða sem hluti af heildstæðum þjónustupakka fyrir húsfélög. Síða 8

13 Drög að útfærslu liggja fyrir, en endanlega útfærsla fer eftir því við hvern Naglinn sem til að bjóða upp á þessa þjónustu sem þriðji aðila í gegnum húsfélagsþjónustuna (sub-national platform sem notar þjónustu og viðskiptaferla á nagli.is). Sumar 2014 Fyrir bókhald og innheimtu er í boði að senda reikninga sem pdf og/eða xml á innheimtuaðila og bókhaldsþjónustu. Til stendur að virkja þjónustu þriðja aðila sem áskriftarþjónusta á Naglanum. Nokkrir samstarfsaðilar/þjónstuaðilar koma til greina. En, mögulega mun aðkoma fjármálaaðila hafa einhver áhrif á nánari útfærslu á þessum þjónustum Naglans. Tenging við island.is, vefþjónusta fyrir auðkenningu og fyrir birtingu gagna. Tenging við skra.is, vefþjónusta fyrir húseigendur og fyrirtæki. Eitt af hlutverkum Naglans er að tengja verktaka og viðskiptavini við allar þær þjónustur og upplýsingar sem þarf fyrir einföld og örugg verktakaviðskitpi. Bæði island.is og skra.is eru í stöðugri þróun og mun þjónusta þeirra vera bæði öflugari og auðveldari í notkun. Vetur 2014/2015 Útfærslu á heilsuvottorði fyrirtækja með SI sem og ítarlegri prófanir og þróun á eprocurer ferlinu með Reykjavík og Reykjanesbæ. Nauðsynlegt að vinna með haghöfum að útfærslunni og ferli, leyfa endalegum notendum að finnast eins og þeir eigi hlut í vörunni sem þeir munu svo nota reglulega. Eftir að hafa útfært þjónustuna fyrir heilsuvottorð fyrirtækja, þá hefst vinna við uppbyggingu á vefþjónustu sem vinnur með upplýsingar er mynda grundvöll að heilsuvottorðinu. Þetta er verkþáttur unninn í samstarfi við aðra, en áætlun gerir ráð fyrir bæði auka kostnaði og tíma. eprocurer API fyrir stórkaupendur. Vefþjónusta sem gerir verkkaupa kleift að nýta viðskiptaferla og teningar Naglans án þess að fara út úr sín eigin kerfum. Þetta er tengingin fyrir ERP kerfi kaupenda. APInn er nauðsynlegur verkþáttur áður en farið er í eprocuring.com Fyrir neðan má sjá teikningu af ferlinu og útfærslu á ferli fyrir eprocurer notendur. eprocurer er ein af SaaS lausnum sem verður í boði á eprocuring.com. Það verkefni sem við leggjum hér til mun gera okkur kleift að klára þessa afurð. Þessi afurð, aðferð og þjónusta er fyrst núna möguleg með tilkomu á skýjaumhverfinu og SaaS þróun. Þessi eprocurer lausn er algjör nýjun á markaði bæði hér heima sem og í heimi SaaS lausna fyrir enterprise. Síða 9

14 Responsive user interface þar sem farið verður yfir reynslu af slíkri hönnun á reikningakerfinu og vinna hafin við að útfæra kerfi Naglans í viðmóti sem bregst við stærð og lögun á skjá notenda til að tryggja góða upplifun fyrir alla okkar viðskiptavini. Skoðunaraðilar er nýtt hlutverk sem verður að skilgreina og útfæra á viðskiptamiðju Naglans. Með tilkomu á Mannvirkjastofnun og nýrri reglugerð þá eru bæði ný starfsheiti eftirlitsaðila og víðfangsmikil gæðakrafa á alla í byggingariðnaðinum um rekjanlega skráningu, skýrari verkferla, betri samskipti við viðskiptavini og að verklagsreglum sé fylgt. Naglinn er miðill sem getur hjálpað verktökum að uppfylla gæðakröfurnar og miðlað samskiptum við verkkaupa. Aðkoma skoðunaraðila, sem og annarra eftirlitsaðila, verður mótuð í samstarfi við tengiliði sem komast á í gegnum Tryggva Jakobsson. Sumar 2015 XLST - útlit í áskriftarþjónustu er tegund af áskriftarþjónustum sem getur nýst reikninganotendum, verktökum og stórkaupendum. Með notkun XLST template format fyrir birtingu reikninga í heimabanka, prentun, Naglanum og þeirra eiginn viðskiptakerfi. Enn ein viðbótarþjónustan sem verður svo markaðsset sem SaaS lausn á eprocuring.com ios and Android mobile app, hybrid app fyrir verktaka og reikninganotendur. Gerð góð skil á lausninni sem verður svo að framkvæma á bls. 5. Tenging við rsk.is til að einfalda skráningu hjá sjálfstæðum verktökum og þeim verkkaupum sem sækja eftir endurgreiðslu. Það þarf reglulega að viðhalda tengingum við samfélagsmiðla eins og facebook, en það er einn verkþáttur þar sem við stefnum á að fara í uppfærslu á allri social media integration. En, í dag er nær ómögulegt að sjá fyrir hvar staðan og hver stefnan verður í þessum efnum. Vetur 2016/2017 Staðlaðir samningar verða innleiddir fyrir ýmis einfaldari verkefni og þeir gerðir aðgengilegir notendum þegar verk er skráð og/eða þegar verktakar senda tilboð í verkefni á miðlinum. Achievo.org er open source hugbúnaður með nokkrar lausnir sem stefnt er að nýta sem viðbætur við núverandi stjórnborð verktaka. Verkstjórnunarkerfi (PM) sem hægt er að nýta fyrir þá sem notast við undirverktaka. Tímaskráningarkerfi sem hægt er að tengja við reikningagerð og getur nýst mörgum verktökum, sérstaklega smærri verktökum á markaði. Tímabókunarkerfi svo verktakar geti boðið sínu viðskiptavinum upp á að bóka tíma og/eða fyrir verkkaupa að setja upp tímaáætlun og bókun vettvangsskoðanir. Þessar lausnir eru innlimaðar í kerfi Naglans sem áskriftarþjónustur, SaaS viðbætur við ókeypis grunnþjónustu. Á lokasprettinum í verkefninu verður farið í yfirferð á öryggisþáttum og öryggistengdum skráningu. Sérfræðingur verður fenginn til að framkvæma úttekt. Eftir endurbætur verður farið í SVÓT greiningu á öryggi, sem áhrifa mikill þáttur í ákvörðunartöku enterprise aðila. Einnig verður kerfið uppfært í samræmi við eprocurement Golden Book Evrópusambandins í þeim tilgangi að tengjast öllu viðskiptamörkuðum Evrópu með sameiginlegri tækniforskrift og verklagi. Í framhaldi af þessum uppfærslum verður unnið í Handbók (wiki) um kerfið sem notað verður fyrir bæði kerfisgreiningu og leiðbeiningar fyrir notendur. Sumar 2017 Samræmi í verklagi og tækniforskrift mun opna leiðir inn á Evrópumarkað. Uppbygging hefst á vef eprocuring.com og verður sjálfsafgreiðslan útfærð. Þegar þessu verkefni líkur, þá er stefnt að því að kynna eprocruing.com í gegnum Evrópuátakið Interoperability á vegum Connecting Europe Facility (CEF) 2 og herja á fjárfesta eins og NSA til að fara í sókn erlendis. 2 Síða 10

15 Framvinda og vörður Síða 11

16 Skipulag og stjórnun Þorsteinn Gestsson, þróunarstjóri Naglans Þorsteinn er þróunarstjóri stjórnsýslulausna hjá Advania, Certified Scrum Master og kerfishönnuður Naglans. Þorsteinn lærði heimspeki í Columbia university og kláraði diploma frumkvöðlanám HR. Hefur fimm ára reynslu af þjónustu og þróun á enterprise hugbúnaði og hefur góða reynslu af verkefnastjórnun er kemur að innleiðingu og u tfærslu á viðskipta- og verkferlum. Sem þróunarstjóri Advania hefur hann stýrt þróun á SaaS og App lausnum. Guðmundur Kárason, framkvæmdastjóri Naglans Lögfræðingur sem hefur komið að stofnun og ráðgjöf fjölmargra fyrirtækja. Hefur undanfarin fjögur ár sinnt störfum í stjórnsýslunni á sviðum rafrænna viðskipta og situr m.a. í stjórn Icepro vegna starfsársins Tengt þeim málaflokki hefur hann unnið lagafrumvörp um rafeyrir, greiðsluþjónustu og greiðslur yfir landamæri auk reglugerðar um rafræna reikninga. Er löggildur verðbréfamiðlari og starfar sem lögfræðingur hjá Efnahags- og fjármálaráðuneytinu. VERKEFNISSTJÓRNUN Á miðvikudögum eru verkefnafundnir haldnir, þar sem farið er yfir stöðu núverandi verkefna og forgangsröðun verkþátta ákveðin. Verkþættir á product backlog erum skráðir í samræmi við verkáætlun sem unnin er fyrir hvern ársfjórðung. Naglinn notar Jira og Dropbox fyrir rekstur og utanumhald verkefna. Þorsteinn, sem þróunarstjóri, heldur utanum þróunarverkefni og samskipti með verkstjórnunarforritinu Jira. Guðmundur, sem Framkvæmdastjóri, sér um viðskipti og rekstur félagsins. Öll þróunarverkefni fara í gegnum prófunarkerfi á dev.nagli.is fyrir ítarlegar prófanir og stillingar. Afhendingar og útgáfustýring á kerfinu er einni möðhöndluð innan Jira. Sem hluti af verklagi okkar og stilltum verkferlum í Jira eru verkefni unnin af verktökum skráð daglega og vikulega er birt framvinduskýrslur sem sýna unnin tímafjölda hvers starfsmanns viðkomandi verktaka ásamt stöðu verkþátta í þróun. TENGSLANET Naglinn hefur unnið ötullega að því að byggja upp traust tengslanet til að geta sem best nýtt alla þá aðstoð sem er í boði. Enda byggist rekstur fyrirtækis fyrst og fremst á þeim samböndum sem það býr yfir, sambönd við viðskiptavini, birgja, fjárfesta og ráðgjafa. Sem stendur er mest megnis unnið með Reykjanesbæ og þeim verktökum sem eiga í viðskiptum við Reykjanesbæ. Þessi reynsla og tengsl mun nýtast Naglanum í söluferli með öðrum sveitarfélögum. Innanlands er Naglinn að byggja upp góð viðskiptasambönd við ýmisa aðila á markaði sem hafa áhuga á að taka þátt í þróun. Á erlendum markaði stendur aðilum Naglans í boði samstarf við Granite Management sem er fasteignafélag í New York. Einnig mjög gott vinnusamband við Samtök Iðnaðarins, Tækniskólann, Tækniþjónusta Verktakar ehf., Múr og Mál ehf., Neytendasamtökin og Húseigendafélagið. Síða 12

17 RÁÐGJAFASTJÓRN Nauðsynlegt var að sækja þau þekkingarverðmæti, þ.e. tengslanet og mannauð, sem uppá vantaði hjá teymi Naglans til utanaðkomandi aðila. Ráðgjafastjórn sinnir leiðbeinandi hlutverki og styrkir okkur á sviðum þar sem stofnendur skortir reynslu og/eða þekkingu. 3 Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur Sigurður Guðmundsson, sérfræðingur Svana Gunnarsdóttir, rekstrarhagfræðingur Svanur Þorvaldsson, sérfræðingur í stjórnun og sölu Guðmundur Ingólfsson, hdl., LL.M. ERLENT SAMSTARF Naglinn hefur komið á samstarfi við rekstrar og fasteignaþróunarfélagið Granite Management (GM) í New York sem á og rekur þar yfir 30 fjölbýlishús sem samtals eru verðmetin á yfir 100 milljón USD 4. Naglinn mun setja upp kerfið sem nagli.is er byggt á fyrir GM á nýrri netslóð og mun GM nota kerfið til þess að koma á samböndum við nýja iðnaðarmenn sem og til þess að eiga samskipti og halda utan um sambönd við núverandi verktaka. Naglinn komst í samband við GM í gegnum Demetrios Yatrakis sem er meðeigandi og sonur stofnanda félagsins. En Demetrios var í námi við Columbia með Þorsteini Gestssyni, meðstofnanda Naglans. GM mun ekki greiða fyrir notkun á kerfinu til þess að byrja með, enda snýr samstarf þetta að prufun á nýju kerfi á nýjum markaði. Endurmat frá GM verður notað til þess að sníða kerfið að bandarískum markaði. HÁSKÓLASAMSTARF Tækniskólinn og Naglinn hafa komið á samstarfi 5 um gerð einfaldra staðlaðra grunnverkupplýsinga sem verkkaupi skal láta verksala í té er óskað er eftir tilboði í tiltekið verk auk þess að vinna saman að uppfræðslu nemenda Byggingartækniskólans um hagnýta notkun upplýsingatækni er kemur að þátttöku í útboðum, tilboðsgerð og samskiptum almennt við verksala. Kostnaður og fjármögnun verkefnis Með umsókn þessari er Naglinn að sækja um styrk til Tækniþróunarsjóðs vegna verkefnisins nagli.is. Frá því að stofnendur hófu vinnu við verkefni þetta fyrir rúmlega þremur árum síðan hafa þeir staðið undir öllum kostnaði sjálfir. 3 Sjá fylgiskjöl fyrir nánari útlistun á þekkingu og reynslu. 4 Sjá fylgiskjöl. 5 Sjá fylgiskjöl. Síða 13

18 4 Viðskiptaáætlun Stofnendur fóru af stað með verkefnið með það í huga að búa til lausnir sem þeir sjálfur kæmu til með að nota. Okkur vantaði einfalda og örugga leið til að eiga í verktakaviðskiptum á netinu. Síðustu fjögur ár, síðan kerfi Naglans byrjaði í þróun, þá hafa ytri áhrif eins og fjármálahrunið og nýjar reglugerðir um gæðastjórnunarkerfi verið að þvinga markaðinn fyrir verktakastarfsemi til að breytast. Naglinn hjálpar verktökum að aðlagast þessum breytingum og eykur tækifæri verkkaupa til að nýta sér lausnir fyrir rafræn viðskipti og skjölun. Tæknileg þróun hefur einnig opnað ný tækifæri, uppbygging á lausnum Naglans gerir þær hluta af nýrri kynslóð af upplýsingatækni. Skýjalausnir aðgengilegar í sjálfsafgreiðslu sem SaaS eða PaaS lausnir sem hægt er að tengja við núverandi ERP kerfi verkkaupa og/eða nota sem veflausn (web application). Uppbygging á þjónustum Naglans er í kerfiseiningum - modules and plugins. Það er auðvelt að innleiða nýjar viðbótaþjónustur og setja upp áskriftir sem virkja tiltekna þjónustu. Naglinn er platform sem vill einnig gera 3. aðila kleift að bjóða uppá og tengja sína vöru á Naglanum. Grunnþjónusta á Naglanum er ókeypis og því enginn þröskuldar fyrir nýskráningu. Naglinn rukkar fyrir viðbótarþjónustur og selur þær sem lausnir í áskrift er notendur virkja og greiða fyrir í sjálfsþjónustu. Gjald er tekið fyrir viðbótarþjónustur s.s. útboðsþjónustu, vörulista, verkbeiðnir, innheimtuþjónustu, bókhaldsþjónustu, húsfélagsþjónustu og reikningastílsnið. Spin-off lausnir sem sprottið hafa út frá frumútgáfu Naglans hafa haft áhrif á þróun og útfærslu eprocuring. En uppbygging og rekstur á sjálfstæðum lausnum eins og reikningakerfinu og húsfélagsþjónustunni getur veitt nauðsynlegan stuðning við þróun á heildarkerfi eprocuring á fyrstu árunum. Einnig, í samræmi við óskir frá Reykjanesbær, þróaði Naglinn verkbeiðnalausn sem viðbót við útboðsþjónustuna svo hægt væri að tryggja rafrænt ferli frá beiðni til reiknings. Þegar erlendis er komið, þá er markaðurinn gríðarlega stór og mögulegir viðskiptavinir eru ótal margir. eprocuring.com býður uppá skalanlegar multi-tenant skýjalausnir og sjálfsþjónustu fyrir notendur. Notendaviðmótið er með einfalt vefviðmót fyrir stjórnborð þar sem hægt er að þýða allan texta, stilla kerfið sem og lykla fyrir vefþjónustu án aðkomu tækniaðila. Þessir kostir eprocuring skila sér í einstaklega lágum rekstrarkostnaði og miklum tengimöguleikum við önnur kerfi. Réttur á léninu eprocuring.com kemur til með að skipta miklu máli í leitarbestun og fyrir markaðssetningu á lausnum til enterprise notenda. Innkaupaaðili (e. Procurer) sem vill rafvæða innkaupaferlið (e. electronic procurement eða e-procurement) mun væntanlega skoða vörur með heitið eprocuring því nafnið lýsir þeirri aðgerðin sem verið er að reyna að framkvæma. Plu s, það er með.com endingu. Nýstárleg útfærsla á viðskiptamiðju fyrir rafræn verktakaviðskipti mun auku líkur á upptöku rafrænna viðskipta hjá verktaka, þar með laða að verkkaupa sem vilja ná að hagræða. Græn og vistvæn innkaupalausn sem, þegar opinberir innkaupaaðilar kjósa að innleiða lausnir Naglans, getur gert öllum þegnum samfélagsins kleift að notast við sömu miðju fyrir sín verktakaviðskipti hagræðing og einföldun fyrir samfélagið. Síða 14

19 Staða markaðar Tæknin Tækni Fyrir tæknina þýðir reglubundnari og smærri útgáfur og uppfærslur á hugbúnaði í umhverfi þar sem þróun gerist mun hraðar en áður. Það er mögulegt að sníða vélbúnaðinn þannig að uppsetningin taki mið af því hvaða hugbúnað og þjónustu er verið að reka á viðkomandi vélbúnaði. Vélbúnaðurinn er ekki staðbundinn og bæði fjöldi og breytileiki á lausnum er að aukast hratt. Allt þetta gerir hlutverk samþættingar enn mikilvægara en áður. Cloud Virtualization á vélbúnaði. Vélbúnaðurinn er ekki lengur staðbundinn. Möguleiki á að skala framboð á afli í samræmi við eftispurn. Mismunandi þjónusta sem hægt er að neyta í skýjunum: IaaS, PaaS og SaaS. Í dag erum við væntanlega öll að nýta okkur einhverja þjónustu í skýjunum. Krafa er núna um að skila af sér sömu getu og afli, en fyrir minni pening. Þessi skýjabylting kemur með aukið flækjustig og krefst annarrar þekkingar en þeirrar sem margir af núverandi kerfisstjórum státa sig af. Mobile Fartölvan kemur í staðinn fyrir borðtölvur og er meira hugsuð fyrir vinnslu með og gerð upplýsinga content creation. Mikið skjápláss skiptir máli (excel). Verið að vinna í myndvinnslu eða rita mikinn texta. áfram nauðsynleg, en mikið af afli (CPU-heavy work) og getu (Apps) má flytja yfir í skýið. Spjaldtölvur eru í meira mæli fyrir það að neyta upplýsinga heil máltíð to consume content and information hentar vel í styttri aðgerðir og starfsfólk sem er mikið á ferðinni. mun vaxa mest á vesturlöndunum. Síminn er fyrir samskipti vilja að það berist tilkynningar í símann. Snack on information smábitar, ekki heil máltíð. vex mest í emerging markets. 85% af heimsbyggðinni er nú þegar með einhverskonar fjarskiptasamband.hlutfall þeirra sem tengjast og neyta upplýsinga með mobile á veraldarvefnum mun aukast hratt á næstu árum. Design Hönnun á viðmóti, og að mörguleiti ferlum, aðlagast að því hvernig við högum okkur sem neytendur og að þeim breyttu tólum sem við erum farin að nota. Hönnun á vefsíðum og hugbúnaði tekur mað að því að notendur eru neytendur upplýsinga og/eða mögulegir kaupendur. Sumir tala um Consumerization, en aðrir tala um Customerization. Hyper-connectivity Aðgengi að öllu, hvenær sem er, úr hvaða tóli sem er og frá hvaða stað sem er - alltaf. Svo er stórt hlutfall notenda á samfélagsmiðlum að deila og pósta alveg hægri vinstri. Big data Árlega er gagnamagnið á netinu að aukast um 50% Einstaklingar eru að búa til efni, upload-a kvikmyndum, tónlist, myndum og texta. Jafnvel hlutir eru farnir að skrá upplýsingar. Þessi hraða aukning hefur víðtæk áhrif og skapar algjörlega nýjar kröfur fyrir hýsingu, vinnslu og greiningu bæði fyrir þekkingu og tækni. Billjón notendur og heilmikið af fyrirtækjum, stórum og smáum. Rafvæðing á viðskiptum og samskiptum með innleiðingu á lausnum Naglans mun gera notendum kleift að vinna með og greina gagnaupplýsingar fyrir betri viðskiptagreind. Síða 15

20 Markaðurinn Markaður Það er til dæmis nýr markaður að þróast fyrir lausnir og sem stýra og stjórna samþættingu í samskiptum lausna á milli. Enterprise aðilar er nýta sér virðisaukandi lausnir í formi App-a munu líklega kaupa lausnir frá fleiri en einum aðila, en þeir verða að tengja við eitt ERP kerfi. SaaS lausnir eru að keyra niður verðið og ýta undir pay-as-you-use viðskiptamódel. En, markaðurinn yfir höfuð, ekki bara í heimi upplýsingatæknar, er að flytjast frá því að vera framleiðslu-miðaður yfir í að verða þekkinga-miðaður. Heimur upplýsingatækningar (UT) og viðskipta mun renna svo mikið saman að ekki verður lengur talað um UT-verkefni, heldur verða öll viðskipaverkefni með UT-verkþætti og aðkomu. Í víðtækri úttekt, sem framkvæmd var af Evrópusambandinu árið , kemur fram að ýmis Evrópuríki eru langt frá því að ná þeim markmiðum sem sett voru 2005 um rafæn viðskipti og stjórnsýslu. Mikill vilji stendur til en lausnir vantar! Mikill ávinningur og hagræðing næst með skilvirkri innleiðingu á rafrænum viðskiptum, breyting á verkferli í opinberum innkaupum mundi skila milljörðum evra í sparnað á hverju ári. ÍSLAND Í eðlilegu árferði veltir íslenskur markaður fyrir nýbyggingar og mannvirkjagerð (e. Construction) um milljörðum á ári, þ.e. um 10% af vergri landsframleiðslu. 7 Nýbyggingar hafa dregist mikið saman síðan 2008 í kjölfar fjármálakreppunnar og þeirrar ofþenslu sem var á góðærisárunum í nýbyggingum 8 En á móti kemur að velta viðhaldsframkvæmda hefur aukist nokkuð, m.a. sem afleiðing allir vinna átaksins. 9 Svört atvinnustarfssemi almennt hefur verið metin á bilinu 8,5-11,5%, en ýmsir þættir benda til að hún sé nokkuð hærri í byggingariðnaði hérlendis. 10 Gríðarleg ónýtt tækifæri eru til staðar á Íslandi hvað varðar notkun upplýsingatækni til hagræðingar er kemur að útboðum og tilboðsumleitan. Hið opinbera hefur dregist mjög á eftir í þessum efnum og lenti Íslandi í 27. sæti (síðasta sæti) í könnun sem framkvæmd var árið 2010 varðandi notkun á rafrænum innkaupaðferðum á meðal EES-ríkjanna. 11 Þessi niðurstaða kom ekki á óvart enda hefur hið opinbera í dag engin tól til þess að framkvæma rafræn útboð. Fyrsta skrefið í átt að rafvæðingu reikningar hefur hinsvegar verið tekið, nýleg tilkynning frá fjármálaog efnahagsráðuneytinu: Ætla má að um 500 milljónir geti sparast með notkun rafrænna reikninga hjá ríkinu, en frá og með 1. janúar 2015 mun ríkið einungis taka við rafrænum reikningum Úttekin var framkvæmd til þess að mæla árangur aðildarríkja hvað varðar þau markmið sem sett voru árið 2055 hvað varðar uppbyggingu tæknilegar stoðir fyrir hagkvæmari rekstur hins opinbera slík þróun var einnig hugsuð sem skilvirk leið til að tengja aðila sambandsins og sameina markaði undir einn hatt. Nú hefur Ísland óskað eftir aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hluti af aðildarviðræðunum er ferli þar sem umsóknaraðili verður að setja sér aðlögunarmarkmið (MIPD) til að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru til aðildarríkja. Hvað varðar opinber innkaup, má nefna Manchester Declaration (2005) og i2010 egovernment Action Plan, þar er krafist þess að allar þjóðir hafi tæknilega getu til að stunda 100% af opinberum innkaupum á rafrænan og gagnsæjan hátt árið Sjá nánar undir kafla 4.3. Opinberi geirinn Síða 16

21 Hvað varðar einkamarkaðinn þá er aðeins einn aðili sem hefur boðið upp á rafrænt tiboðsumleitanakerfi á netinu, með litlum árangri 13. Með nýjum mannvirkjalögum eru komnar fram nýjar og auknar kröfur. En hönnuðir, hönnunarstjórar, byggingarstjórar og iðnmeistararhafa frest til 1. janúar 2015 til að vera farnir að vinna eftir gæðastjórnunarkerfi. Með notkun á Naglanum geta verktakar með einföldum hætti fullnægt kröfum sem snúa að samræmdri meðferð skjala og samskipti við viðskiptavini. Gott tækifæri til að útbúa áskriftarþjónustu fyrir verkkaupa sem gerir annars flókið og dýrt ferli bæði einfalt og öruggt. Mannvirkjastofnun verður að halda utanum mikið af upplýsingum og tengja mörg kerfi. Hér til hægri má sjá uppbyggingu á fyrirhugaðri byggingargátt Mannvirkjastofnunar. Svo fyrir neðan má sjá samþykktan feril fyrir byggingaframkvæmdir með hlutverk Naglans og samskipti við opinbera aðila. 13 Handtak.is opnaði 2003 og hefur á þeim tíma náð mjög litlum árangri. Sem kemur ekki sérstaklega á óvart. Enda hefur framþróun á síðunni verið mjög lítil, notendaviðmót er lélegt og markaðssetning mjög takmörkuð. Síða 17

22 EVRÓPA 12 milljón íbúa innan Evrópusambandsins hafa beina atvinnu af byggingarstarfssemi og mannvirkjagerð og 26 milljónir í tengdum greinum. Markaðurinn samanstendur mestmegnis af litlum og meðalstórum fyrirtækjum (SME) með færri en 250 starfsmenn. Velta markaðar er um 10% af vergri landsframleiðslu aðildarríkja, þ.e milljón evrur. Sama hlutall á við á Norðurlöndunum: 14 Danmörk milljón evrur Noregur milljón evrur Svíþjóð milljón evrur. Í Evrópu hefur opinber markaður verið að færast mjög hratt í átt til rafrænna útboða og er algengast að þá sé um að ræða samstarf hins opinbera og einkaaðila að lausn (svokallað PrivatePublic Partnership). Er þetta bein afleiðing þeirra markmiða sem aðildarríkin settu sér árið Á einkamarkaði bjóða ýmir aðilar upp á rafræn útboð og hefur þróunin verið sú að þeir einbeita flestir að smærri verkum og aðkomu þeirra líkur er viðskiptum hefur verið komið á. Myhammer sem stofnað var 2005 er markaðsleiðtogi í Evrópu og veitir þjónustu sína í Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki og nú nýverið einnig í Bandaríkjunum. 16 Á vefsvæðum Myhammer eru 1,5 milljón notendur, þar af iðnaðarmenn. Framkvæmdar 6 milljón leitir mánaðarlega og ný verkefni birt á hverjum degi. Um 70 starfsmenn vinna fyrir félagið. 17 Á síðustu árum hefur félagið náð ótrúlegum árangri með 4,769% söluaukningu síðustu 5 árin (meðalvöxtur á ári 1,192%). 18 BANDARÍKIN Markaður fyrir nýbyggingar og mannvirkjagerð veltir árlega 225 milljörðum bandaríkjadollar Markmiðin snúa að uppbyggingu tæknilegra stoða fyrir hagkvæmari rekstur hins opinbera slík þróun var einnig hugsuð sem skilvirk leið til að tengja aðila sambandsins og sameina markaði undir einn hatt. Aðildarríkjum voru sett aðlögunarmarkmið (MIPD) til að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru. Hvað varðar opinber innkaup, má nefna Manchester Declaration (2005) og i2010 egovernment Action Plan, þar er krafist þess að allar þjóðir hafi tæknilega getu til að stunda 100% af opinberum innkaupum á rafrænan og gagnsæjan hátt árið Neytendur geta leitað í iðnaðarmannaskrá eða birt verk ókeypis. Iðnaðarmenn verða annaðhvort að greiða fyrir tengiupplýsingar kaupanda eða vera í áskrift (minnsta binding fyrir þrjá mánuði) og greiða auk þess 6% þóknun af heildarkostnaði verks (lágmark 2.50). Við verklok gefa aðila hvor öðrum einkunn. Opnuðu í Bandaríkjunum sumarið Heimild: og myhammer.co.uk Árið 2010 lenti Myhammer í 13. sæti á Deloitte Technology Fast 500 EMEA verðlaunahátíðinni Síða 18

23 Markmið Hér til hægri má sjá þau mælanlegu markmið sem Naglinn hefur sett fyrir þjónustu og rekstur á nagli.is fyrir fyrstu 18 mánuði verkefnisins. En helsta markmið Naglans er að geta boðið upp á einföld og örugg verktakaviðskipti á Íslenskum markaði. Á Íslandi eru lausnirnar þróað á Quantifiable targets Time einum platform fyrir heildstæðan markað. Uppbygging á kerfinu í grunnkerfi og viðbætur gerir Naglanum kleift að framsetja samæfðar viðbætur sem SaaS vörur í sjálfsþjónustu og grunnkerfi sem sjálfstæðar PaaS einingar. Markmiðið til lengdar er að kynna nýstárlegu nálgun Naglans fyrir rafvæðingu verktakaviðskipta fyrir erlendum mörkuðum undir formerkjum eprocuring.com og geta selt bæði SaaS og PaaS í sjálfsþjónustu. Completed 6 test projects Month registered users Month e-invoices interfaced Month public e-procurer users Month registered suppliers Month private projects completed Month public projects completed Month 18 Tækifæri Þetta er tækifæri til að styðja við uppbyggingu á íslensku hugviti og sprotafyrirtæki. Sprotafyrirtækinu vantar örlítin stuðning til að geta klárað afurðir og komið lausnum í sjálstæðan rekstur. Hagnýtar lausnir sem standa vel undir rekstri á Íslandi og geta leitt af sér einstæðar nýjungar í formi skýjalausna. Sem dæmi má nefna að gríðarleg vannýtt tækifæri eru til staðar á Íslandi hvað varðar notkun upplýsingatækni til hagræðingar er kemur að útboðum og tilboðsumleitan. Hið opinbera hefur dregist mjög á eftir í þessum efnum og lenti Íslandi í 27. sæti (síðasta sæti) í könnun sem framkvæmd var árið 2010 varðandi notkun á rafrænum innkaupaðferðum á meðal EESríkjanna. Þessi niðurstaða kom ekki á óvart enda hefur hið opinbera í dag engin tól til þess að framkvæma rafræn útboð. Myndin hér fyrir neðan tekur saman tölur úr meistararitgerð 20 sem greindi mögulega hagræðingu sem gæti falist í því að leita alltaf tilboða. 20 Ragnar Davíðsson (2010), Hagræði rafrænnar stjórnsýslu. Síða 19

24 Gott dæmi um þau spin-off tækifæri sem sprottið hafa út frá grunnþjónustu Naglans er reikningakerfið og húsfélagsþjónustan. Nú þegar hugmyndir að viðbótarþjónustu eins og sniðmát reikninga, prentun, birtingu og innheimtu. White-lable sala á reikninglausninni fyrir enterprise fyrirtæki sem vilja gera sínum viðskiptavinum kleift að senda rafræna reikninga. Einnig felast víðtækari möguleikar í PaaS þjónstunni. Auk þess að geta boðið upp á kerfi fyrir einstök sveitarfélög og fagfélög, þá er hægt að setja upp clone network umhverfi fyrir nýja ótengda lausn eins og fyrir utanumhald hjá tryggingafyrirtæki, fasteignafélagi eða viðburði eins og ráðstefnur. Bara svo nokkur dæmi séu nefnd. Í nýútgefinni skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirfylgni með innkaupastefnu ráðuneyta (Nóv 2013) 21 kemur fram að forsætisráðuneytið telji mikilvægt að það verði hugað að enn frekari þróun og einföldun á fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orra) og hliðarkerfum þess og að fræðsla á notkun kerfanna verði reglubundið efld... Nú þegar er í gildi skilgreind stefna um Vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur fyrir En, í stað þess að framkvæma samkvæmt henni, þá hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið stofnað nefnd til að vinna nýja innkaupastefnu og aðgerðaráætlun í innkaupamálum. Þessu til viðbótar, í tillögu frumvarps til fjárlaga 2014 er búið að fella niður 150 m.kr framlag sem átti að fara í aðgerðir til að framfylgja núgildandi stefnu. Verkefni Naglans styður við markmið um rafræna innkaupaferla, rafræna reikninga og vistvænni innkaup. Lausnir Naglans eru heimasmíðaðar og mun ódýrari í rekstri en enterprise lausnir í boði með verkefnisstyrk frá TÞS Rannís getur Naglinn hjálpað hinu opinbera að hagræða í rekstri með einföldum, en öflugum, skýjalausnum fyrir vistvæn viðskipti. Útboðslöggjöf er svipuð á Norðurlöndunum og tækniforskriftin fyrir rafræn viðskipti er samræmd. Kerfið er hannað á ensku og er með form fyrir auðvelda þýðingu á öllum texta í kerfinu. Til þess að setja upp í öðru landi, eins og Noregi, þarf að þýða kerfið, tengja það við bankaþjónustu, skeytamiðlara og innheimtuþjónustu. Auk allra þeirra ófyrirséðu og víðtæku möguleika á frekari tækniuppbyggingu sem verða í boði. Til dæmis þá fjölgar tækifærum í hugbúnaðaþróun, þar sem aðilar og fyrirtæki geta þróað tengingar og þjónustur sem einfalda margvíslega vinnu notenda og hagræða í viðskiptum. Tækifæri opnast fyrir fjármögnunaraðila, tryggingafélög, greiningaraðila, birgja sem og hinar ýmsu stofnanir og samtök. Aðlögunarhæfni kerfisins byggir á staðlaðri tækniforskrift, stjórnborði fyrir stillingar og grunnplatform með fyrirfram skilgreindar tengingar við banka, fjármálastofnanir, greiðslugáttir, samfélagsmiðla og skeytamiðla. Naglinn gerir verktökum ekki bara kleift að útbúa reikning og senda á hvern sem er með nýstárlegri veflausn, því verktakar sem er skáðir í kerfi Naglans koma sér á kortið og verða aðgengilegir á netinu. Flest verktakafyrirtæki eru fámenn, um 90% verktakafyrirtækjum eru í dag ekki með heimasíður og því ekki sýnilegir á netinu. Það fyrsta sem flestir gera í dag þegar þeir þurfa aðstoð er að googla. Verðmæti 21 Síða 20

25 Aðferð Helsti fókusinn er á að þróa heilstæða og samhæfða vöru fyrir innanlandsmarkað. Markhóparnir eru skráðir fagaðilar og sveitarfélög. Markaðssetning og kynningar verða markvissar og ekki farið í stórar markaðsherferðir (e. broadcasting) í almennum miðlum. Unnið verður með fagaðilum í gegnum Samtök iðnaðarins og meistarafélögin sem heyra þar undir. Framkvæmdarstjóri mun vera í beinum samskiptum við aðila á vegum sveitarfélaga og stofnendur koma báðir að því að þjálfa starfsfólk sem og verktaka í að nota kerfið. Þessar meðvirku nálganir og þátttaka aðila á markaði í þróunarferlinu hefur reynst vel hingað til. Þær vörur sem skapa tekjur eru aðgengilegar í sjálfþjónustu og ekki þarf að koma að nýskráningu notenda á nagli.is. Kerfið er öruggt, í reglulegri afritun og skalar vélarafli eftir álagi til að viðhalda hraðri virkni. Hvað varðar sölu og markaðssetningu á spin-off afurðum eins og reikningakerfinu og húsfélgsþjónustunni, Naglinn sér um uppsetningu og rekstur en samstarfsaðilar sjá um að þjónusta notendur sem og sölu og markaðssetningu. Að hluta til er ávinningur samstarfsaðila bundin við árangur í sölu og markaðssetningu. Naglinn leggur til verkferla fyrir þjónustu og skráningu upplýsinga líkt og sjá má hér fyrir neðan. Til framtíðar, undir formerkjum eprocuring. Þegar enterprise aðili vill auka getu hjá innkaupateyminu til að leita tilboða eða aðilinn vill auka sjálfvirkni og áreiðanleika bókhalds, þá vilja þau electronic procurement solution; þau eru procurer; vilja lausn fyrir procuring; eitthvað sem virkar með núverandi kerfi, er aðgengilegt í sjálfsþjónustu og skalar eftir þörfum. Lausnir fyrir verktaka og verkkaupa. Greiðir samkvæmt notkun og það kostar ekkert að byrja. Hver myndi ekki skoða eprocuring.com lausnina? Síða 21

26 5 Framtíðarsýn Undir nafninu eprocuring (eprocuring.com) verða seld hugbúnaðarleyfi fyrir notkun á viðskiptamiðli (e. business platform) Naglans um allan heim. Leyfið gerir hvaða aðila sem er kleift að setja upp sinn eigin viðskiptamiðil, á tilgreindri vefslóð. Miðlarnir byggja á sama grunni (e. platform as a sevice, PaaS) en hægt verður að sérsníða þá að þörfum hvers og eins viðskiptavinar með ýmis konar viðbótum (e. software as a service, SaaS) sem bæði Naglinn og samstarfsaðilar munu þróa. Greitt verður fast áskriftargjald fyrir viðskiptamiðilinn (299$ á mánuði) og fjárhæð viðbótargjalda fer eftir fjölda viðbótarþjónustna sem keyptar eru í gegnum eprocuring.com. Sem dæmi um þjónustu sem þegar eru tilbúnar og hægt er að kaupa er útboðshugbúnaður og reikningakerfi. Árið mun fyrirtækið stíga sín fyrstu skref við útgáfu sérleyfa (e. frenchising) og undirbúa innleiðingu þjónustun sinnar í Skandinavíu. Fyrirtækið er í viðræðum bæði við íslenskan viðskiptabanka og aðila í Vátryggingar-bransanum um sölu á hugbúnaðarleyfi fyrir notkun á viðskiptamiðli Naglans til að halda utan um ákveðin samskipti við tilgreindan kúnnahóp. Á árinu 2016 verður Naglinn tilbúinn til að taka þátt í verkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í framhaldi PEPPOL, sem ætlað er að koma á nauðsynlegri umgjörð fyrir rafræn innkaup yfir landamæri, Connecting Europe Facility (CEF). Naglinn hefur alla burði til þess að verða öflugt fyrirtæki sem selja mun hugbúnað sinn og aðra þjónustu um allan heim frá höfuðstöðum sínum á Íslandi. Síða 22

27 Skipulag og stjórnun til framtíðar Umsækjandi mun fljótlega hefja viðræður við almenna fjárfesta og fjárfestingarsjóði hér á landi til að styðja fjárhagslega við markaðssetningu og þróun eprocuring á erlendum mörkuðum. Ein af þeim leiðum sem ætlum að prófa við markaðssetningu erlendis er að selja sérleyfi (e. franchising) til aðila sem þá sinna stöðu kerfistjóra og stjórna innleiðingu á sínum heimamarkaði. Til að auðvelda okkur innreiða á nýja markaði þá munum við reyna að nýta tengslanet okkar eftir fremsta megni til að byggja á þeim árangri sem önnur íslensk fyrirtæki hafa þegar náð í Evrópu. Mögulegir samstarfsaðilar í slíkum tilfellum eru meðal annars Advania sem mjög stórt hugbúnaðarhús á Norðurlöndunum sem veitir mikla þjónustu til sveitarfélaga og Iceconsult sem hefur náð góðum árangi við sölu á utamunhaldshugbúnaði fyrir fasteignir. Að meginstefnu vil verður öll hýsing á Íslandi og þjónusta við notendur, nema í þeim tilfellum sem um sérleyfi er að ræða. Þá mun þjálfun og ráðgjöf við nýja kerfisstjóra eftir sem áður eiga sér stað frá Íslandi. Þróun verður öll á Íslandi og einnig söluteymið til að byrja með. Söluteymi verður síðan líklega fært nær markaðnum í Evrópu þegar fram líða stundir. Með höfuðstöðvar á Íslandi, mun Naglinn geta skapað allt að 70 bein og 150 óbein störf í þekkingargeiranum og iðnaði. Þessar tölur taka mið af fyrirtæki með hagkvæman rekstur í Bretlandi er býður upp á svipaða þjónustu. 22 Hinsvegar teljum við líklegra að þessar tölur verði í kringum 33 bein störf og um 50 óbein störf í ljósi aukinnar sjálfvirkni og sjálfsþjónustu fyrir þær lausnir sem eprocuring mun bjóða upp á. Störfin á Íslandi munu fela m.a. í sér innleiðingar sölu erlendis, rekstur á kerfum, rekstrarþjónustu, hönnun, prófanir, forritun o.fl. Félög tengd local og sub-national platforms um heiminn allann skila tekjum og þekkingu til Íslands ásamt því að opna fyrir tengsl og mögulega innleiðingu á tengdum þjónustu fyrir staðbundin markað í viðkomandi landi. Rekstrarkostnaður er hlutfallslega lítill og skalanaleiki á þjónustu bæði lóðrétt og lárétt, uppbygging kerfisins býður upp á þýðingar, auðvelda stjórnun stillinga og notkun á fleiri gjaldmiðlum. Stefnan er tekin á EES- svæðið og Bandaríkin. 22 Tölur þessar eru m.a. byggðar á starfsmannafjölda Myhammer. En Myhammer sérstaklega notað sem viðmið í útreikningum. Sjá nánar um félagið í kafla 4.1. Staða markaðarins undir liðnum Evrópa. Síða 23

28 6 Viðhengi: Kostnaðaryfirlit Síða 24

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR STOÐUPPLÝSINGAR

RAFRÆNN REIKNINGUR STOÐUPPLÝSINGAR RAFRÆNN REIKNINGUR STOÐUPPLÝSINGAR BURÐARLAG OG ÖRYGGI 14. október 2009 Ritnefnd um burðarlag og öryggi Inngangur Þetta skjal er hluti af stoðupplýsingum sem styðja tækniforskrift fyrir rafræna reikninga.

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans

Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans Hugpró, 25. nóvember 2009 Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans Gyða Bjarkadóttir Sérfræðingur, Prófanadeild Landsbankans Steinunn M. Halldórsdóttir Sérfræðingur, Prófanadeild Landsbankans Um okkur Gyða

More information

Auðkenni ehf

Auðkenni ehf Auðkenni ehf. 17.9.2012 AUÐKENNING Hver er tilgangur auðkenningar? Mismunandi... þjónusta kallar á mismunandi varnir hættur kalla á mismunandi varnir auðkenningaleiðir duga gegn mismunandi hættum Hjá fjármálaþjónustu

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Stefna RIM um gagnaleynd

Stefna RIM um gagnaleynd Stefna RIM um gagnaleynd Research In Motion Limited, dótturfyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki ( RIM ) skuldbinda sig til að viðhalda langtímastefnu um gagnaleynd og öryggi persónuupplýsinga þinna, þ.e.

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Rafræn traustþjónusta

Rafræn traustþjónusta eidas Rafræn traustþjónusta eidas reglugerðin Ólafur Egill Jónsson ANR Sigurður Másson Advania eidas eidas reglugerðin eidas reglugerðin 910/2014/ESB Markmið reglugerðarinnar Skortur á trausti eitt af

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

GÆÐASTJÓRNUN VIÐ MANNVIRKJAGERÐ

GÆÐASTJÓRNUN VIÐ MANNVIRKJAGERÐ GÆÐASTJÓRNUN VIÐ MANNVIRKJAGERÐ 1 INNGANGUR Í greinarkorni þessu verður fjallað um nauðsyn þess að viðhafa gæðastjórnun við undirbúning, hönnun og byggingu mannvirkja á Íslandi. Bent verður á rannsóknir

More information

18 nóvember Kristmundur Þór Ólafsson, Rannis

18 nóvember Kristmundur Þór Ólafsson, Rannis 18 nóvember 2015 Kristmundur Þór Ólafsson, Rannis Hvað er Horizon 2020? Rammaáætlun ESB um rannsóknir og nýsköpun 78 milljarðar Evra (2014-2020)-(~11.987.040.000.000 ÍSL) Samstarfsverkefni á öllum fræðasviðum

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Viðhorf og reynsla íslenskra náms- og starfsráðgjafa Álfhildur Eiríksdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Rafræn náms- og

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Frumdrög Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Skjal númer 2017070051 Dagsetning 20. október 2017 Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila við þeim

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 22.08.2014 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð í Landupplýsingagátt

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

LEIÐBEININGARRIT FRJÁLS OG OPINN HUGBÚNAÐUR

LEIÐBEININGARRIT FRJÁLS OG OPINN HUGBÚNAÐUR LEIÐBEININGARRIT FRJÁLS OG OPINN HUGBÚNAÐUR MARS 2010 EFNISYFIRLIT 1 INNGANGUR... 5 2 HVAÐ ER FRJÁLS HUGBÚNAÐUR?... 7 3 AÐ VELJA FRJÁLSAN HUGBÚNAÐ... 15 4 KOSTNAÐUR AF MISMUNANDI TEGUNDUM HUGBÚNAÐAR...

More information

LEIÐBEININGAR UM NÝSKÖPUN Í OPINBERUM INNKAUPUM. 10 þættir vandaðra vinnubragða VINNUSKJAL NEFNDARSTARFSMANNA SEC (2007) 280

LEIÐBEININGAR UM NÝSKÖPUN Í OPINBERUM INNKAUPUM. 10 þættir vandaðra vinnubragða VINNUSKJAL NEFNDARSTARFSMANNA SEC (2007) 280 LEIÐBEININGAR UM NÝSKÖPUN Í OPINBERUM INNKAUPUM 10 þættir vandaðra vinnubragða VINNUSKJAL NEFNDARSTARFSMANNA SEC (2007) 280 Þessi leiðarvísir er tillaga nefnda framkvæmdastjórnarinnar og telst ekki bindandi

More information

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði CESAR Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði Leiðbeinandi: Elín Elísabet Torfadóttir Prófdómari: Hlynur Sigurþórsson Tölvunarfræðideild

More information

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR VINSAMLEGAST LESTU ÞETTA SKJAL VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÚ SETUR UPP EÐA NOTAR HUGBÚNAÐINN. ÞESSI SAMNINGUR INNIHELDUR ÁKVÆÐI SEM TAKMARKA EÐA ÚTILOKA ÁBYRGÐ RIM GAGNVART ÞÉR

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Markaðssetning á Facebook

BS ritgerð í viðskiptafræði. Markaðssetning á Facebook BS ritgerð í viðskiptafræði Markaðssetning á Facebook Getur öflug Síða haft áhrif á sölutölur barnalínu Weleda á Íslandi? Þorbjörg Pétursdóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt Viðskiptafræðideild

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Stjórnun viðskiptatengsla Skynjun starfsmanna á notagildi og ávinningi af stjórnun viðskiptatengsla Hildur Guðjónsdóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1 Yfirlit i. Kynning 2 i. Vefhluti 3 ii. Þjóðskrá 3 iii. Lykilorð 3 ii. Innri hluti 4 i. Almennar leiðbeiningar 5 b. Iðkendur Forráðamenn 6 i. Iðkendur. 6 ii. Bæta / fjarlægja iðkenda hjá forráðamanni. 6

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

Samþykkjandi. Samþykktarferill í ORRA. Leiðbeiningar fyrir samþykkjanda. Útg. 2,0 - Apríl 2017

Samþykkjandi. Samþykktarferill í ORRA. Leiðbeiningar fyrir samþykkjanda. Útg. 2,0 - Apríl 2017 Samþykkjandi Samþykktarferill í ORRA Leiðbeiningar fyrir samþykkjanda Útg. 2,0 - Apríl 2017 Efnisyfirlit: 1. Leiðbeiningar FJS fyrir notendur Orra fjs.is... 2 2. Um samþykkt reikninga hlutverk samþykkjanda...

More information

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit Efnisyfirlit Inngangur...4 Að skilja markaðsmál...5 Fyrirtækið og markaðsáætlun...6 Hluti I. Öflun markaðsþekkingar...7 Greining tækifæra til sóknar...7 Öflun upplýsinga um markaðinn - markaðsrannsóknir..8

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum

Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum Þóra Valsdóttir Matís ohf Inngangur Mörg fyrirtæki hafa byrjað markaðsfærslu sína með einni vöru og hafa ekki burði til að auka vöruúrval sitt þrátt fyrir að þau hafi

More information

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Iðunn Elva Ingibergsdóttir Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

More information

INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe. Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013

INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe. Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013 INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013 Title Creator Error! No text of specified style in document. Anna Guðrún Ahlbrecht Date 14. maí

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi fyrir vegagerðarverk Heimir Þór Gíslason 30 ECTS eininga ritgerð til meistaraprófs (MSc) í byggingaverkfræði með sérhæfingu í umferð og skipulagi Júní 2014 Verkbeiðna-

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Viðskipta- og hagfræðideild sept 2008 íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Höfundur: Hinrik Fjeldsted Leiðbeinandi: Runólfur Smári Steinþórsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/suðurgötu, 101

More information

Landsarkitektúr fyrir opinber upplýsingakerfi: Undirbúningur fyrir vinnu við mótun landsarkitektúrs

Landsarkitektúr fyrir opinber upplýsingakerfi: Undirbúningur fyrir vinnu við mótun landsarkitektúrs Landsarkitektúr fyrir opinber upplýsingakerfi: Undirbúningur fyrir vinnu við mótun landsarkitektúrs Hermann Ólason Innanríkisráðuneyti 2014 1. Tilgangur Í þessu skjali er fjallað um skipulag og högun

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

Innleiðing rafrænna reikninga hjá Hafnarfjarðarbæ

Innleiðing rafrænna reikninga hjá Hafnarfjarðarbæ BSc í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald og endurskoðun Innleiðing rafrænna reikninga hjá Hafnarfjarðarbæ Júní, 2017 Nafn nemanda: Anna Lilja Sigurðardóttir Kennitala: 240782-3169 Nafn nemanda:

More information

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Samþykkt í framkvæmdastjórn HSS 18. apríl 2007 Unnið af nefnd um öryggi í upplýsingatækni skipaðri af framkvæmdastjórn HSS í febrúar 2007

More information

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Tölvu- og verkfræðiþjónustan Halldór Kristjánsson, verkfræðingur 1. Inngangur Óskað hefur verið eftir mati Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar á því hvort hægt sé að

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

UPPLÝSINGA- TÆKNIMÁL

UPPLÝSINGA- TÆKNIMÁL UPPLÝSINGA- TÆKNIMÁL Mars 2012 Stefnumótun og samstarf sveitarfélaga í upplýsingatæknimálum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Baskalandi Samantekt unnin að mestu sumarið 2011 af Önnu G. Björnsdóttur, sviðsstjóra

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2016 Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2016 Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Ritstjórn:

More information

MS ritgerð. Stjórnun viðskiptatengsla (CRM) hjá Vodafone

MS ritgerð. Stjórnun viðskiptatengsla (CRM) hjá Vodafone MS ritgerð Stjórnun viðskiptatengsla (CRM) hjá Vodafone Lykilforsendur árangursríkrar innleiðingar CRM með áherslu á CRM kerfi Tinna Ósk Þorvaldsdóttir Leiðbeinendur: Þórður Sverrisson aðjúnkt Þórhallur

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

dkvistun Heildarlausn í hýsingu forrita og gagna

dkvistun Heildarlausn í hýsingu forrita og gagna dkvistun Heildarlausn í hýsingu forrita og gagna 1 2 dk hugbúnaður öflugar viðskiptalausnir fyrir íslenskt atvinnulíf Í rúman áratug hefur dk hugbúnaður haft það að markmiði að hanna og þróa viðskipta-

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

SAMANTEKT OG TILLÖGUR

SAMANTEKT OG TILLÖGUR SAMANTEKT OG TILLÖGUR SAMANTEKT OG TILLÖGUR TIL SSH Í samantektinni má finna niðurstöður verkefnavinnu Klak Innovit og tillögur til úrbóta sem snúa að þeim þáttum sem talin eru skipta sprotafyrirtæki

More information

Facebook við markaðsfærslu á Íslandi

Facebook við markaðsfærslu á Íslandi Facebook við markaðsfærslu á Íslandi Megindleg rannsókn Sveinn Björnsson Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information