INNLEIÐING RAFBÍLA. Vannýtt straumgeta í rafdreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur

Size: px
Start display at page:

Download "INNLEIÐING RAFBÍLA. Vannýtt straumgeta í rafdreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur"

Transcription

1 P qxp :33 Page 253 INNLEIÐING RAFBÍLA 51 Vannýtt straumgeta í rafdreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur Guðleifur M. Kristmundsson lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands Hann stundaði framhaldsnám við Lunds Tekniska Högskola , lauk meistaraprófi í raforkuverkfræði frá University of Florida 1984 og doktorsprófi frá sama skóla Guðleifur var verkfræðingur hjá Landsvirkjun og , dósent við verkfræðideild Háskóla Íslands Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og hefur verið sérfræðingur á raforkusviði hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá Valgerður Einarsdóttir lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 23. Hún lauk B.Sc.-prófi í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík 29. Valgerður stundar nú mastersnám við Politecnico di Milano í Management Engineering. Vaxandi kröfur eru hér á landi um aukna nýtingu vistvænna orkugjafa. Það er talið mikilvægt til að sporna við auknum útblæstri koltvísýrings, m.a. vegna mengunar frá bílaflota landsmanna. Því hafa í vaxandi mæli verið uppi háværar raddir um rafvæðingu íslenska bílaflotans. Til þess að unnt verði að þjóna því álagi sem innleiðing rafbíla mun óhjákvæmilega hafa í för með sér er mikilvægt að gera sér grein fyrir getu núverandi rafdreifikerfis til að bæta við sig þessu nýja álagi. Í þessari grein er fjallað um áætlaða orku- og aflþörf tiltekins fjölda rafbíla og lagt mat á vannýtta straumgetu í lágspennuhluta rafdreifikerfisins til að þjóna þessu álagi. Inngangur Fram að þessu hafa bæði vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir verið undanþegnar kolefnissköttum. Vatnsaflsvirkjanir valda ekki gróðurhúsaáhrifum nema að óverulegu leyti í þeim tilvikum þar sem gróðurlendi fer undir vatn í miðlunarlónum. Jarðvarmavirkjanir eru á háhitasvæðum þar sem fyrir hefur verið náttúruleg losun gróðurhúsalofttegunda og hafa þær því verið taldar umhverfisvænar og undanþegnar kolefnissköttum. Bæði vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir á Íslandi hafa til þessa verið undanþegnar því að afla sér Tækni- og vísindagreinar 253

2 P qxp :33 Page 254 heimilda vegna losunar koltvísýrings samkvæmt Kyoto-bókuninni. Þetta kann að breytast árið 212 þegar nýtt skuldbindingartímabil Kyoto-bókunarinnar hefst og að þá muni losun koltvísýrings frá jarðvarmavirkjunum verða talin með í heildarlosunarheimildum Íslendinga á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum. Áætlað er að samgöngur muni framleiða um helming þeirrar aukningar í losun koltvísýrings sem verða muni í heiminum á næstu áratugum [1]. Með víðtækri rafbílavæðingu hér á landi og nýtingu innlendra orkugjafa væri hægt að minnka losun koltvísýrings verulega. Þannig mætti bæta stöðu Íslands í umhverfislegu tilliti og styrkja stöðu þjóðarinnar gangvart umhverfisskuldbindingum á alþjóðavettvangi. Áætlað er að með því að rafvæða allan bílaflota landsmanna megi minnka koltvísýringslosun um 891. tonn eða um 2% [2]. Því getur rafbílavæðing verið mikilvæg þegar kemur að stöðu Íslands á þessu sviði. Í þessari grein er reynt að áætla það magn raforku sem þarf til að unnt sé að reka allstóran rafbílaflota hér á landi. Hér verður miðað við 5 þúsund bíla á næstu 2 árum eða u.þ.b. fjórðunginn af núverandi bílafjölda í landinu. Einnig eru færð rök fyrir því hver mesta aflþörf þessa rafbílaflota verður vegna hleðslustrauma og á hvern hátt verði unnt að koma þessari aflþörf fyrir miðað við dreifikerfið eins og það nú er og m.t.t. núverandi álags. Vegna dægursveiflu í forgangsorkuálaginu er í kerfinu vannýtt straumgeta sem gefur færi á töluverðu svigrúmi til álagsaukningar, einkum á sumrin og á næturnar. Fjallað verður um viðamikla rannsókn á lágspennuhluta dreifikerfisins, þar sem leitast var við að kortleggja vannýtta straumgetu kerfisins [3]. Þessi rannsókn er framhald af prófverkefni Elísabetar Björneyjar Lárusdóttur til B.Sc.-prófs í rafmagnstæknifræði við Háskólann í Reykjavík vorið 27 sem unnið var í samráði við Orkuveitu Reykjavíkur [4]. Orkugjafar fyrir bíla Samanburður á bensíni og rafmagni Orkuinnihald í hverjum bensínlítra er um 32 megajúl eða tæpar 9 kwh. Bensíntankur í meðalstórum fjölskyldubíl tekur 6 l af bensíni. Gerum ráð fyrir að það taki um tvær mínútur að dæla þessum 6 l á tankinn (í flestum tilvikum mun það taka styttri tíma). Þetta jafngildir um 54 kwh af orku og rúmum 16. kw í afli miðað við tveggja mínútna ádælingartíma. Við þetta hleðsluafl mun rafgeymahleðsla líklega aldrei geta keppt. Gjarna er miðað við 4 kw afl við venjulega hleðslu á rafbílum. Við hraðhleðslu má reikna með 16 kw. Þetta sýnir vel yfirburði bensíns að þessu leyti. Eina sýnilega leiðin til að ná sambærilegum afköstum við endurhleðslu rafbíla eins og næst við bensínáfyllingu virðist því vera sú leið sem fyrirtækið Better Place talar fyrir, þ.e. að nota rafgeymaskipti [5] Þrátt fyrir mun betri orkunýtingu í rafmótorum en í bensínhreyflum nær það engan veginn að vega upp á móti gífurlegum yfirburðum bensíns í hleðsluafli. Fjöldi ra íla Ár Fram ðarsýn 1 Fram ðarsýn 2 Orkuþörf 5. rafbíla Í dag eru um 2. fólksbílar í landinu. Ef gert er ráð fyrir þeirri framtíðarsýn að innan 2 ára verði um 5. rafbílar í notkun á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur, hvers er þá að vænta varðandi orkuog aflþörf þessa rafbílaflota? Á mynd 1 eru sýndar tvær mismunandi hugmyndir um hvernig fjölgun rafbíla gæti hugsanlega orðið á næstu 2 árum. Fyrri hugmyndin (blá lína) gerir ráð fyrir nokkuð hraðri og stöðugri aukningu. Hér er miðað við að endurnýjunarþörf fólksbíla sé um 1. bílar á ári og að hlutdeild rafbíla í endurnýjun bílaflotans sé stigvaxandi, 2% fyrsta árið, Mynd Árbók VFÍ/TFÍ 21

3 P qxp :33 Page 255 4% það næsta o.s.frv. Að 2 árum liðnum yrði hlutdeild rafbíla um 4% af endurnýjuninni samkvæmt þessari framtíðarsýn. Síðari hugmyndin (rauð lína) gerir ráð fyrir mun hægari fjölgun í fyrstu en síðan stigvaxandi. Hér er miðað við tæplega 5% árlega fjölgun rafbíla. Í báðum tilvikum er miðað við upphafsgildið 1, þ.e. að nú, á árinu 21, séu alls 1 rafbílar í landinu. Í sjálfu sér er látið liggja milli hluta hversu raunsæ þessi áætlun er um fjölda rafbíla í náinni framtíð enda ekki aðalatriðið hér. Markmiðið er að meta getu rafdreifikerfisins til að þjóna rafbílaflota af tiltekinni stærð. Þegar aðferðafræðin við að framkvæma þetta mat hefur verið þróuð og reynd er tiltölulega fljótlegt að skipta úr einni framtíðarsýn í aðra hvað fjölda rafbíla varðar og meta að nýju áraunina á dreifikerfið. Til eru gögn um áætlaðan meðalakstur fólksbíla á dag, m.a. hjá Umferðarstofu. Þannig áætlar Umferðarstofa að meðalakstur bensínknúinna fólksbíla hafi verið um 32 km á dag árið 28 og dísilknúinna um 45 km á dag. Umferðarstofa áætlar að sama ár hafi meðalakstur bensínknúinna fólksbíla verið um 11.6 km á ári og dísilbíla um 16.4 km á ári. Til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig verður hér miðað við 15. km ársakstur eða um 41 km akstur á dag að jafnaði. Upplýsingar um orkuþörf á ekinn km frá þremur rafbílaframleiðendum fyrir tegundirnar Mitsubishi imiev, Nissan Leaf og Tesla Roadster sýna að gera má ráð fyrir að orkunotkun sé um 15 Wh á hvern ekinn km að jafnaði fyrir lítinn til meðalstóran rafbíl [6,7,8]. Miðað við 15. km meðalakstur á ári er orkuþörf hvers bíls því að jafnaði um 2.2 kwh. Það jafngildir ríflega 112 GWh á ári af raforku fyrir þessa 5. bíla. Þetta svarar til um 1% af öllu forgangsorkurafmagni sem dreift var í kerfi Orkuveitu Reykjavíkur árið 29. Sé gert ráð fyrir að þessi aukna orkuþörf dreifist yfir 2 ára tímabil jafngildir það innan við,5% árlegri orkuaukningu. Þetta er m.ö.o. það lítið orkumagn að það mun ekki valda neinum erfiðleikum. Til samanburðar jókst forgangsorkuþörfin á markaðssvæði Orkuveitu Reykjavíkur á þriggja ára tímabili, frá 25 til 28, að jafnaði um 4,5% á ári. Á sama árabili jókst aflþörfin um 2,4% á ári. Aflþörf 5. rafbíla Töluvert flóknara er að átta sig á nauðsynlegri aflþörf. Til þess þarf m.a. að áætla meðalakstur hvers bíls á dag, hleðsluafl og hleðslumynstur, þ.e. hversu oft er hlaðið og hve lengi hverju sinni. Þá þarf að taka með í reikninginn áætlaðan samtímastuðul hleðsluálagsins þegar margir rafbílar eru hlaðnir samtímis. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að orkuþörf meðalrafbíls á hvern ekinn km sé 15 Wh. Miðað við áðurnefndar forsendur um 41 km akstur á dag að jafnaði, svarar þetta til þess að orkuþörf hvers rafbíls á dag sé um 6 kwh. Á mynd 2 er sýndur einn hugsanlegur hleðsluferill fyrir hverja einstaka hleðslu rafbíls. Í greiningunni hér á eftir er gert ráð fyrir að hver rafbíll sé hlaðinn daglega og að orkumagn hverrar rafhleðslu miðist við að rafgeymar bílsins anni dagsþörfinni, þ.e. 6 kwh. Hleðsluferillinn sem hér er valinn er langt frá því að vera sá eini mögulegi. Prófaðir voru ýmsir aðrir möguleikar, t.d. fast álag allan hleðslutímann og línulega fallandi álag og ýmsir fleiri möguleikar voru skoðaðir. Niðurstaðan varð í öllum tilvikum svipuð í grundallaratriðum. Það sýnir að lögun ferilsins skiptir ekki máli í sjálfu sér heldur eru það aðrir þættir sem vega þyngra eins og nánar mun koma í ljós hér á eftir. 4,5 4, 3,5 3, kw 2,5 2, 1,5 1,,5, Mesta afl: 4 kw Orkumagn: 6 kwh Hleðslu mi: 2 klst Hleðsluálag : :3 1: 1:3 2: Tími Mynd 2. Tækni- og vísindagreinar 255

4 P qxp :33 Page MW Sá hleðsluferill sem valinn er hér er þannig lagaður að hleðslutíminn er alls tvær klukkustundir og mesta hleðsluafl er í upphafi um 4 kw. Þegar um 6% hleðslutímans er liðinn lækkar aflið í þriðjung af upphaflegu afli þ.e. í 1,3 kw og helst þannig til loka. Meðalaflið er því um 2,9 kw en það samsvarar tæplega 13 A hleðslustraumi við 23 V spennu frá tengli. Til þess að áætla heildaraflþörfina frá rafdreifikerfinu þarf að gefa sér forsendur um samtímaálag þess rafbílaflota sem hlaða þarf á hverjum sólarhring. Hér er komið að einum vandasamasta þætti greiningarinnar. Við alversta hugsanlega tilvik, sem er að allir 5. rafbílarnir yrðu tengdir kerfinu á sama augnabliki, mun raforkukerfið verða fyrir 2 MW höggi. Það er á við allan forgangsorkumarkað Orkuveitu Reykjavíkur á háálagstíma. Svipað högg hlytist einnig af því ef allstórum kerskála álvers væri skellt inn á raforkukerfið í heilu lagi. Enda þótt hverfandi líkur séu á slíkum atburði, þ.e. að hver einasti bíll yrði tengdur kerfinu á sama augnabliki, er þó ljóst að töluverður hluti flotans verður í hleðslu á sama tíma. Spurningin er aðeins hve stór hluti og hvernig tengingu einstakra bíla verður háttað. Til þess að leita svara við þessu vandamáli var farin sú leið að setja upp slembihermun. Það var gert þannig að upphaf hleðslutíma hvers rafbíls var ákvarðað út frá Rayleighlíkindadreifingu. Reyleigh-dreifingin er skyld Gauss-dreifingu (normaldreifingu) en er frábrugðin að því leyti að hún er ósamhverf, rís tiltölulega bratt en fellur aftur meira aflíðandi. kx f ( x; σ ) = e 2 σ k = 3 σ = 2,6 15: 17: 19: 21: 23: 1: 3: 5: 7: Mynd 3, Tími x 2 / 2σ 2 Fjöldi bíla: 5. Orkumagn: 3 MWh Mesta afl: 7 MW Sam mastuðull:,35 Niðurstöðu þessarar hermunar má sjá á mynd 3. Forsendur eru þær að hver einstakur hleðsluferill hefur það form sem áður var lýst, upphaf hleðslutímabils miðast við kl. 17: og hver einstakur rafbíll fer í hleðslu samkvæmt því sem slembidreifingin segir fyrir um. Eins og við er að búast bera niðurstöðurnar svip Rayleigh-dreifingarinnar. Álagið vex tiltölulega hratt og nær hámarki, 7 MW, um kl. 19:3. Síðan fjarar álagið út og er að mestu afstaðið um kl. 3:. Síðasti bíllinn fer í hleðslu kl. 6:25 og er hleðslu allra bílanna því lokið kl. 8:25. Heildarhleðslutíminn stendur því yfir í um 15 klst, þ.e. frá kl. 17: til kl. 8:. Eins og sést á niðurstöðunum er heildarorkumagnið sem fer í að hlaða alla bílana 3 MWh og mesta hleðsluálag er um 7 MW. Samkvæmt því reiknast nýtingartíminn 4,3 klst. og samtímastuðullinn er,35. Álag [MW] Vetrarálag _ _ _ _ _ _ _1 Dags Hleðsluálag Heildarálag Núverandi álag Mynd 4, Áhrif á heildarálagið Hér á undan var sýnt fram á að líklegt hámarksálag vegna hleðslu 5. rafbíla gæti verið nálægt 7 MW. Þá er um að ræða reglubundið álag vegna hleðslu rafbíla innan hvers sólarhrings. Miklu máli skiptir hvenær sólarhringsins þetta hleðsluálag fellur til og hvernig samlögun þess við annað álag verður háttað. Mynd 4 sýnir núverandi dægurálag (rauður ferill), þ.e. heildarálag vegna forgangsorkumarkaðar Orkuveitu Reykjavíkur. Ferillinn sýnir álagið eins og það mældist vikuna til , frá laugardegi til föstudags. 256 Árbók VFÍ/TFÍ 21

5 P qxp :4 Page 257 Sé gert ráð fyrir því að hleðsluálagið (ljósblár ferill), Vetrarálag 28 bætist við forgangsorkuálagið eins og það var þessa 26 tilteknu viku, þ.e. að hleðsluálagið hefjist um kl. 17: og að því sé að mestu lokið kl. 3:, þá 2 verður niðurstaðan eins og dökkblái ferillinn sýnir Hámark hleðsluálagsins fellur á sama tíma og hefðbundinn kvöldálagstoppur stendur yfir og leggst því með fullum þunga á kerfið. Við þetta myndi 8 hæsta álag vikunnar hækka úr 2 MW í tæplega MW. 2 Ef á hinn bóginn væri hægt að hafa nokkra stjórn á Dags því, t.d. með gjaldskrárívilnunum, að færa hleðsluálagið til innan sólarhringsins, þannig að það félli að mestu til þegar hefðbundinn kvöldtoppur er afstaðinn, yrðu áhrifin á heildarálagið gjörólík. Þetta Mynd 5. er sýnt á mynd 5. Í þessu tilviki er gert ráð fyrir að lögun hleðsluálagsins fylgi normaldreifingu og að hámarkið sé á milli kl. 3: og 4:. Eins og sjá má lendir hleðslutoppurinn nú í öldudal í núverandi dægurálagi og mesta álag helst óbreytt. Vannýtt straumgeta í rafdreifikerfinu Svigrúm til álagsaukningar er að jafnaði meira í 11 kv hluta rafdreifikerfisins en í lágspennuhlutanum. Skýringin á þessu liggur í uppbyggingu og eðli kerfisins. Í því skyni að meta getu kerfisins í heild til að taka við nýju álagi, sem óhjákvæmilega mun fylgja innleiðingu rafbíla á markaðinn, er því eðlilegt að beina sjónum fyrst og fremst að lágspennukerfinu. Það er sá hluti kerfisins sem snýr að almennum raforkunotendum, svokölluðum forgangsorkumarkaði. Lágspennukerfið er spennufallshannað, það er m.ö.o. hannað þannig að tryggt sé eins og við verður ráðið að rétt spenna sé á tenglum notenda, hvorki of há né of lág. Við aukið álag lækkar spennan, einkum á jöðrum þjónustusvæða, og er við það miðað að þetta spennufall verði ekki meira en sem nemur 5% af málspennu sem er 23 V. Í viðamikilli rannsókn sem framkvæmd var af verkfræðideild Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 29 til 21 var stærstur hluti austursvæða Reykjavíkur rannsakaður, ásamt Kópavogi og Seltjarnarnesi og þeim hluta Garðabæjar sem tilheyrir dreifisvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Rannsóknin takmarkaðist þó við þá hluta dreifikerfisins sem eingöngu þjóna íbúðaálagi. Stuðst var við svipaða aðferðafræði og lýst er í fyrrnefndri rannsókn Elísabetar Björneyjar Lárusdóttur. Notuð var endurbætt útgáfa af reiknilíkani sem þróað hefur verið hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hönnunar í rafdreifikerfinu. Á mynd 6 eru sýnd þau svæði sem rannsökuð voru. Tvenns konar álagsforsendur voru notaðar. Annars vegar er háálag, sem skilgreint er á þeim tíma ársins þegar álag er hæst. Þetta er einkum síðdegisálag Mynd 6. virka daga í desember og janúar. Hins vegar er lágálag skilgreint fyrir þau álagstilvik sem gera má ráð fyrir að séu ríkjandi stóran hluta ársins, svo sem alla sumarmánuðina og nokkurn hluta af nætur- Álag [MW] Núverandi álag Hleðsluálag Heildarálag Tækni- og vísindagreinar 257

6 P qxp :34 Page 258 Hlu all af mesta álagi ársins 27 [%] álagi vor og haust. Þessi tvö álagstilvik ná ekki að þekja allt ársálagið enda er tilgangurinn frekar að rannsaka getu kerfisins nálægt útgildum álagskúrfunnar. Niðurstöðurnar eru þess vegna nálægt því að vera umlykjandi og þ.a.l. marktækar fyrir hvaða álagstilvik sem vera skal. Hönnunarforsendur vegna uppbyggingar rafdreifikerfisins gera ekki ráð fyrir álagi vegna hleðslu rafbíla. Fari svo að þær framtíðarspár um fjölgun rafbíla sem settar voru fram hér á undan, þ.e. að notkun rafbíla verði almenn í náinni framtíð og að umtalsverður fjöldi þeirra verði tengdur við rafdreifikerfið til reglulegrar endurhleðslu innan nokkurra ára, þarf að sjálfsögðu að endurskoða hönnunarforsendur til framtíðar. Gagnvart núverandi kerfi er líklegast að fjölgun rafbíla verði ekki örari en svo að eðlileg styrking kerfisins, sem í mörgum tilvikum mun hvort eð er þurfa Langæislína forgangsorkuálags að ráðast í, haldi vel í við þróunina. Raforkudreifikerfið er hannað þannig að það ráði á hverjum tíma við hæsta álagstopp jafnframt því sem spennufalli á jöðrum kerfisins er haldið innan viðunandi marka. Einkenni álagsins má lesa út úr svokölluðum langæislínum eins og þeim sem sýndar eru á mynd 7 fyrir forgangsorkuálagið árin Þessi tegund kennilínu sýnir hve stóran hluta ársins álagið er yfir tilteknu marki. Þannig má sjá að forgangsorkuálagið þessi ár var að jafnaði meira en Hlu all ma innan ársins [%] sem nemur 9% af mesta álagi ársins 27 einungis Álag 27 Álag 28 Álag 29 um eða innan við 2,5% tímans eða sem nemur rúmum 2 klst. Hér á eftir er gerð grein fyrir Mynd 7, niðurstöðum þessarar rannsóknar eftir hverfum og bæjarfélögum Niðurstöður fyrir einstök álagssvæði Fjöldi ra íla í hleðslu Hér verður látið nægja að tilfæra eitt stakt dæmi um niðurstöður í tilteknu hverfi Reykjavíkur, þar sem vísað er til vannýttrar straumgetu einstakra dreifistöðva. Aðrar niðurstöður hér á eftir eru með vísun til stærri svæða, heilla hverfa eða bæjarfélaga. Árbæjarhverfi Fjöldi ra íla sem hægt er að hlaða frá hverri dreifistöð D22 D428 D438 D439 D67 D68 D617 D629 Mynd 8, Háálag Dreifistöð 4 71 Lágálag Í Árbæjarhverfi var rannsökuð vannýtt straumgeta alls átta dreifistöðva. Niðurstöðurnar eru sýndar á mynd 8 þar sem tilgreindur er fjöldi rafbíla sem hver dreifistöð getur þjónað samtímis við tvenns konar álagsforsendur eins og skilgreint var hér á undan. Niðurstöðurnar sýna greinilega mismikla getu stöðvanna til að taka við aukni álagi. Þetta á almennt við um dreifistöðvar í öllu kerfinu. Þrátt fyrir einsleitar hönnunarforsendur kemur í ljós að dreifistöðvar eru mjög misvel nýttar. Þetta getur átt sér ýmsar skýringar, m.a. þær að uppbygging og þróun hverfa hefur verið með öðrum hætti en upphaflega var gert ráð fyrir. Að sjálfsögðu á þetta einkum við um stöðvar sem sýna mesta frávik frá meðallagi, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Frávik frá hönnunarálagi má einnig skýra að nokkru leyti með því að stærðir dreifispenna eru staðlaðar. Þróun álagsins í tímans rás á þjónustusvæði viðkomandi dreifistöðvar leiðir á endanum í ljós hvernig spennarnir nýtast í raun. 258 Árbók VFÍ/TFÍ 21

7 P qxp :34 Page 259 Þegar litið er á niðurstöður fyrir stærri svæði, eins og á mynd 9, sem sýnir öll hverfin í Reykjavík sem rannsökuð voru, kemur í ljós að vegna meðaltalsáhrifa jafnast niðurstöðurnar töluvert á milli svæða. Hér eru niðurstöðurnar túlkaðar sem líkindi, þ.e. hversu líklegt má telja að við núverandi aðstæður í dreifikerfinu verði unnt að hlaða rafbíl í viðkomandi hverfi Reykjavíkur við mismunandi álagsforsendur. Sem dæmi eru helmingslíkur á því að íbúi í Fossvogshverfi geti tengt sinn rafbíl til hleðslu við kerfið á lágálagstíma. Þetta má einnig orða þannig að við lágálag megi búast við að annar hver íbúi í hverfinu geti hlaðið sinn rafbíl samtímis. Hér er það haft að viðmiði eins og áður segir að spenna út af tengli sé viðunandi, þ.e. að enginn notandi fái afhenta spennu sem er lægri en sem nemur 5% spennufallsmörkum. Við lágálag eru líkurnar heldur betri í Réttarholtshverfi en í Fossvogshverfi en á hinn bóginn heldur verri í Seljahverfi. Við háálag eru einungis um fjórðungslíkur á að íbúi í Fossvogshverfi geti tengt sinn bíl eða m.ö.o. fjórði hver íbúi getur hlaðið samtímis, í Seljahverfi sjöundi hver. Á mynd 1 eru sýndar hliðstæðar niðurstöður fyrir tvö svæði í Kópavogi, sem skiptast eftir póstnúmerum eins og sýnt er. Tiltölulega lítill munur er á svæðunum, þó er svigrúmið öllu meira í eldri hverfum bæjarins, þ.e. í póstnúmeri 2. Að lokum er á mynd 11 sýndur samanburður á milli allra bæjarfélaganna sem rannsökuð voru. Niðurstöður fyrir Reykjavík og Kópavog eru svipaðar og jafnframt nálægt meðaltali allra bæjarfélaganna. Þannig eru um helmingslíkur á að rafbílaeigandi í Reykjavík og Kópavogi geti hlaðið bíl sinn á lágálagstíma en fjórðungslíkur á háálagstíma. Þetta jafngildir því að rafbílaeigandi í annarri hverri íbúð geti hlaðið samtímis á lágálagstíma en fjórði hver á háálagstíma. Svigrúmið er nokkru meira á Seltjarnarnesi og enn frekar í Garðabæ. Þó vantar nokkuð á að allir íbúðaeigendur geti tengt bíla sína til hleðslu samtímis í Garðabæ á lágálgstíma. 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% % 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% % 1% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% % 23,7% 26,4% 47,9% Reykjavík Hlu all íbúða í lteknum hverfum sem geta hlaðið a.m.k. einn ra íl við tvenns konar álags lvik Kópavogur Hlu all íbúða í lteknum hverfum sem geta hlaðið a.m.k. einn ra íl við tvenns konar álags lvik 3,2% 26,2% 54,6% 23,3% 2 Kóp Kóp 51,9% 53,2% 5,5% 88,4% Háálag 26,8% Lágálag Mynd 1. Hlu all íbúða e ir bæjarfélögum sem geta hlaðið a.m.k. einn ra íl við tvenns konar álags lvik 49,2% 35,2% 67,8% 43,6% 26,4% Reykjavík Garðabær Kópavogur Seltjarnarnes Heild Háálag 29,5% 53,7% Láálag 3,7% Mynd ,3% 13,8% Árbær Fossvogur Grafarvogur Ré arholtshverfi Seljahverfi Háálag Lágálag Mynd 9. 38,6% 51,9% Lokaorð Raforkudreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur er hannað eftir ströngustu kröfum um spennugæði og afhendingaröryggi orku. Ávallt er nokkuð borð fyrir báru að því er varðar sveigjanleika og getu kerfisins til að taka við nýju álagi. Nýting innlendra orkugjafa til stórfelldrar rafvæðingar á bílaflota landsmanna virðist fýsilegur kostur og jafnvel líklegur á næstu áratugum en slík rafvæðing krefst endurskoðunar á hönnunarforsendum rafdreifikerfisins. Tækni- og vísindagreinar 259

8 P qxp :34 Page 26 Ítarleg rannsókn var gerð á lágspennuhluta dreifikerfisins víða á þjónustusvæði Orkuveitu Reykjavíkur í þeim tilgangi að meta svigrúmið í kerfinu fyrir nýtt álag eða það sem nefnt hefur verið vannýtt straumgeta kerfisins. Niðurstöðurnar eru að stærstum hluta jákvæðar. Þar sem núverandi forsendur gera ekki ráð fyrir rafbílaálagi er þó ljóst að víða í rafdreifikerfinu þyrfti að leggja í töluverðar fjárfestingar til að styrkja kerfið ef af stórfelldri rafbílavæðingu yrði á næstu árum. Þó eru á því þó nokkrar undantekningar þar sem rafdreifikerfið í núverandi mynd gæti þjónað 1% rafbílavæðingu á afmörkuðum svæðum. Rannsókn var gerð á því sérstaklega hver líkleg orkuþörf rafbílaflota væri og einnig við hverju mætti búast varðandi aflúttekt úr kerfinu. Ákveðið var að miða við 5 þúsund rafbíla á næstu 2 árum. Niðurstöðurnar benda til að orkuþörfin sé um 112 GWh. Þessi orkuþörf kæmi inn í áföngum en gera þarf ráð fyrir þessu í virkjunaráætlunum. Líkleg aflúttekt er um 7 MW og miklu skiptir hvenær sólarhringsins þetta álag kemur inn á kerfið. Óæskilegt væri að fá hleðsluálagið inn á kvöldtopp dægursveiflunnar og raunar myndi dreifikerfið ekki ráða við það án verulegra spennuvandræða. Það þarf því að líta til einhverra aðferða til að koma megninu af þessu álagi yfir á lágálagstímann sem er á nóttunni. Ný vandamál kunna að skjóta upp kollinum samfara rafbílavæðingu sem tengjast einmitt því að færa megnið af hleðsluálaginu yfir á nóttina. Nánar tiltekið er hér um að ræða vandamál sem snúa að varmamyndun sem verður vegna tapa í jarðstrengjakerfinu. Þessum varma þarf að koma út úr kerfinu aftur til þess að ekki verði hætta á ofhitnun og skemmdum á strengjum. Verði umtalsverð aukning á næturálagi fá strengirnir ekki lengur þá reglubundnu hvíld sem nú fylgir lágálaginu á nóttunni. Þetta þarf að skoða sérstaklega ef til endurskoðunar kæmi að öðru leyti á hönnunarforsendum dreifikerfisins. Heimildir [1] IEA. Annual Energy Outlook 25. US Department of Energy (25). [2] Arnar Bragason. Rafvæðing bílaflotans á Íslandi. Háskólinn í Reykjavík (29). [3] Valgerður Einarsdóttir Rafbílavæðing höfuðborgarsvæðisins Mat á ónýttri straumgetu í rafdreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur (21). [4] Elísabet Björney Lárusdóttir. Áhrif tengjanlegra tvinnbíla á spennufall og afgangsstraumgetu rafdreifikerfis Orkuveitu Reykjavíkur. Háskólinn í Reykjavík (27). [5] [6] [7] [8] 26 Árbók VFÍ/TFÍ 21

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Áhrif rafbílavæðingar á Akureyri

Áhrif rafbílavæðingar á Akureyri Viðskipta- og raunvísindadeild Lokaverkefni seinni hluti 1223 29. apríl 2011 Áhrif rafbílavæðingar á Akureyri Ívar Örn Pétursson kt. 191285-2719 Háskólinn á Akureyri Viðskipta- og raunvísindadeild Námskeið

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

English Summary The present report presents a preliminary statistical analysis of serious and fatal traffic accidents in Iceland. Annual and monthly

English Summary The present report presents a preliminary statistical analysis of serious and fatal traffic accidents in Iceland. Annual and monthly English Summary The present report presents a preliminary statistical analysis of serious and fatal traffic accidents in Iceland. Annual and monthly data is considered, the longest time series reaching

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Þróun aðferðafræði fyrir mat á tæknilega mögulegu vatns afli með notkun vatnafræðilíkana í hárri upplausn

Þróun aðferðafræði fyrir mat á tæknilega mögulegu vatns afli með notkun vatnafræðilíkana í hárri upplausn Þróun aðferðafræði fyrir mat á tæknilega mögulegu vatns afli með notkun vatnafræðilíkana í hárri upplausn Fyrirspurnir: Tinna Þórarinsdóttir tinna@vedur.is Greinin barst 26. september 2012. Samþykkt til

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Mynd: Mismunandi FTTH-högun

Mynd: Mismunandi FTTH-högun Búnaður og tæki Passíf ljósnet (PON) P2MP og Ethernet P2P lausnir hafa um árabil verið notaðar víða um heim. Ýmis atriði hafa áhrif á val á búnaði, t.d. landfræðilegar aðstæður, viðskiptaáætlun o.s.frv.

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

UM HVAÐ SNÝST ÞJÓÐARÁTAKIÐ?

UM HVAÐ SNÝST ÞJÓÐARÁTAKIÐ? UPPLÝSINGARIT UM HVAÐ SNÝST ÞJÓÐARÁTAKIÐ? Bílar eru einn helsti mengunarvaldur á Íslandi, en þeir eru nær allir knúnir áfram af dýru jarðefnaeldsneyti. Á meðan eiga Íslendingar gnægð, hreinna og ódýrra

More information

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Frumdrög Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Skjal númer 2017070051 Dagsetning 20. október 2017 Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila við þeim

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Handbók um gerð tengiskilmála vindrafstöðva

Handbók um gerð tengiskilmála vindrafstöðva Handbók um gerð tengiskilmála vindrafstöðva Lág- og millispennukerfi FA/JÓ 10 Efnisyfirlit: 1. Samantekt... 3 2. Skilgreiningar... 4 3. Umfang tengiskilmála... 4 4. Viðbrögð við truflunum... 4 5. Gæði

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Tölvu- og verkfræðiþjónustan Halldór Kristjánsson, verkfræðingur 1. Inngangur Óskað hefur verið eftir mati Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar á því hvort hægt sé að

More information

Nr. Aðili Efnisatriði Athugasemd Viðbrögð Kafli

Nr. Aðili Efnisatriði Athugasemd Viðbrögð Kafli 1 Thorsil Loftgæði Bent er á að fyrirhuguð verksmiðja Thorsil sé einungis í nokkur hundruð metra fjarlægð frá verksmiðju Stakksbergs og að lóð Stakksberg við Helguvíkurhöfn liggi um 15-20 m neðar í landi

More information

Bifreiðakaup á Íslandi í dag

Bifreiðakaup á Íslandi í dag Bifreiðakaup á Íslandi í dag -kostir, gallar, framtíðarhorfur Jón Stefán Sævarsson Lokaverkefni í viðskiptafræði Viðskipta- og raunvísindadeild Vorönn 2014 Háskólinn á Akureyri Viðskipta- og raunvísindadeild

More information

- Kerfisgreining með UML

- Kerfisgreining með UML Kuml - Kerfisgreining með UML 2007, Jón Freyr Jóhannsson 5ta útgáfa - 2007 Hönnun og umbrot: Jón Freyr Jóhannsson Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti sem sem ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

Skoðunartæki fyrir bráðvárkerfi Greiningarskýrsla

Skoðunartæki fyrir bráðvárkerfi Greiningarskýrsla Skoðunartæki fyrir bráðvárkerfi Greiningarskýrsla Höfundar Dr. Ebba Þóra Hvannberg, Eiríkur Egilsson Kerfisverkfræðistofa, Veðurstofa Íslands. Dagsetning ágúst 2001 Efnisyfirlit 1 INNGANGUR...3 2 NÚVERANDI

More information

Markaðsáætlun fyrir Crossfit Reykjavík

Markaðsáætlun fyrir Crossfit Reykjavík Háskólinn á Bifröst Apríl 2013 Viðskiptadeild BS ritgerð Markaðsáætlun fyrir Crossfit Reykjavík Trúnaðarverkefni Nemandi Ragnar Þór Ragnarsson Leiðbeinandi Guðmundur Ólafsson Samningur um trúnað Undirritaðir

More information

Stafrænt Ísland. Skýrsla um bandbreiddarmál. RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið

Stafrænt Ísland. Skýrsla um bandbreiddarmál. RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið Stafrænt Ísland Skýrsla um bandbreiddarmál RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið Verkefnistjórn um upplýsingasamfélagið, RUT-nefnd og samgönguráðuneytið: Stafrænt Ísland

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Viðskipta- og hagfræðideild sept 2008 íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Höfundur: Hinrik Fjeldsted Leiðbeinandi: Runólfur Smári Steinþórsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/suðurgötu, 101

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Áhrif þess að jafna vægi atkvæða

Áhrif þess að jafna vægi atkvæða Áhrif þess að jafna vægi atkvæða Birgir Guðmundsson og Grétar Þór Eyþórsson Stjórnlaganefnd fór þess á leit við Birgi Guðmundson dósent við Háskólann á Akureyri og Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Háskólann

More information

Sjálfakandi bílar Rýni aðstæðna á Íslandi

Sjálfakandi bílar Rýni aðstæðna á Íslandi Verkefni styrkt af rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar Janúar 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is Upphafið VSÓ Ráðgjöf var stofnuð árið 1958. Til ársins 1996 hét fyrirtækið Verkfræðistofa

More information

VISTVÆNT ELDSNEYTI. Möguleikar Íslendinga til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis

VISTVÆNT ELDSNEYTI. Möguleikar Íslendinga til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis VISTVÆNT ELDSNEYTI Möguleikar Íslendinga til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis ISBN 9979-68-167-5 Október 2005 Höfundur texta: Ágúst Valfells Ritstjórn og umsjón: Helga Barðadóttir og Ragnheiður Inga

More information

Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs

Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs 2001 2009 Ágúst 2010 1 Efnisyfirlit 1 Um skýrsluna... 7 2 Starfsemi Fæðingarorlofssjóðs... 9 2.1 Ágrip af sögu fæðingarorlofs á Íslandi... 9 3 Tölfræði

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Losun koltvísýrings (CO 2 ) í siglingum

Losun koltvísýrings (CO 2 ) í siglingum Losun koltvísýrings (CO 2 ) í siglingum Áfangaskýrsla stýrihóps um losun koltvísýrings (CO 2 ) í siglingum Samgönguráðuneytið Febrúar 2009 1 1 Inngangur Tilnefning stýrihópsins Í framhaldi af lokaskýrslu

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Samanburður á þjóðhagslegum kostnaði rafbíla og bensínbíla

Samanburður á þjóðhagslegum kostnaði rafbíla og bensínbíla Skýrsla nr. C17:02 Samanburður á þjóðhagslegum kostnaði rafbíla og bensínbíla ágúst 2017 1 HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-5284 Heimasíða: www.hhi.hi.is

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi fyrir vegagerðarverk Heimir Þór Gíslason 30 ECTS eininga ritgerð til meistaraprófs (MSc) í byggingaverkfræði með sérhæfingu í umferð og skipulagi Júní 2014 Verkbeiðna-

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I.

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I. Fimmtudagurinn 27. september 2001 170. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 28/2001 Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu I. Erindið Með erindi, dags. 2. mars 2001, óskaði

More information

Brunahönnun stálburðarvirkja

Brunahönnun stálburðarvirkja Böðvar Tómasson er sviðsstjóri Brunaog öryggissviðs hjá EFLU verkfræðistofu. Hann er byggingar- og brunaverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Lundi 1998 og hefur starfað við brunahönnun bygginga og áhættugreiningar

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Internetið og íslensk ungmenni

Internetið og íslensk ungmenni Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason 280579-4839 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Hengifoss - Gullfoss Austurlands

Hengifoss - Gullfoss Austurlands Hengifoss - Gullfoss Austurlands Sjálfbær uppbygging og ábyrg auðlindastjórnun til framtíðar Hildigunnur Jörundsdóttir Lokaritgerð til BA gráðu í ferðamálafræði Háskólinn á Hólum 2016 Hengifoss Gullfoss

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Landtenging skipa. Diplóma í rafiðnfræði

Landtenging skipa. Diplóma í rafiðnfræði Diplóma í rafiðnfræði Landtenging skipa Maí, 2017 Nafn nemanda: Bergur Þór Þórðarson Kennitala: 211273-3059 Leiðbeinandi: Kristinn Sigurjónsson 12 eininga ECTS ritgerð til diplómagráðu í rafiðnfræði 1

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Gengisflökt- og hreyfingar

Gengisflökt- og hreyfingar Alþjóðahagfræði Háskóli Íslands Kennari: Ásgeir Jónsson Haust 2002 Gengisflökt- og hreyfingar -ákvörðun og áhrif- Barði Már Jónsson kt. 120580-5909 Hreggviður Ingason kt. 290578-5829 Markús Árnason kt.

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar, og tilraunir með rykbindingar,

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar, og tilraunir með rykbindingar, USR - 21 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar, og tilraunir með rykbindingar, - á tímabilinu 23. desember 29 til 22. febrúar 21 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi

More information

CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum

CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum Notkun og útbreiðsla CAD/CAM á Íslandi Alexander Mateev Lokaverkefni til BS gráðu Leiðbeinandi: Peter Holbrook CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum; notkun og útbreiðsla

More information

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA. Gylfi Magnússon, dósent, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA. Gylfi Magnússon, dósent, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands n Fræðigreinar Boðhlaup kynslóðanna Gylfi Magnússon, dósent, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Útdráttur Grein þessi fjallar um þróun einkaneyslu, samneyslu, þjóðar- og landsframleiðslu og eignir Íslendinga

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information