SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Size: px
Start display at page:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transcription

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir. 1. HEITI LYFS Toctino 10 mg mjúk hylki Toctino 30 mg mjúk hylki 2. INNIHALDSLÝSING Í hverju mjúku hylki eru 10 mg af alítretínóíni. Í hverju mjúku hylki eru 30 mg af alítretínóíni. Hjálparefni með þekkta verkun: Sojabaunaolía. Hvert 10 mg hylki inniheldur 176,50 mg af sojabaunaolíu. Sojabaunaolía. Hvert 30 mg hylki inniheldur 282,40 mg af sojabaunaolíu. Sorbitól. Hvert 10 mg hylki inniheldur 20,08 mg af sorbitóli. Sorbitól. Hvert 30 mg hylki inniheldur 25,66 mg af sorbitóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Mjúkt hylki. 10 mg: Brún sporöskjulaga hylki, u.þ.b. 11 mm löng og 7 mm breið, merkt með A1. 30 mg: Rauðbrún sporöskjulaga hylki, u.þ.b. 13 mm löng og 8 mm breið, merkt með A3. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Toctino er ætlað til notkunar hjá fullorðnum með alvarlegt, langvinnt handexem sem svarar ekki meðferð með sterkum, staðbundnum barksterum. Sjúklingar með exem sem lýsir sér aðallega sem siggmyndun eru líklegri til að bregðast við meðferð en sjúklingar sem eru aðallega með blöðruexem (sjá kafla 5.1). 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Toctino skal aðeins ávísað af húðsjúkdómalæknum eða læknum með reynslu af notkun altækra (systemic) retínóíða sem hafa fullan skilning á þeim áhættuþáttum sem tengjast meðferð með altækum retínóíðum og eftirlitskröfum þar að lútandi. Ávísun Toctino fyrir konur á barneignaraldri skal takmarkast við 30 daga meðferð. Áframhald á meðferð krefst nýrrar ávísunar. Æskilegt er að þungunarprófun og ávísun og afgreiðsla Toctino fari fram samdægurs. Ráðlagður skammtur af Toctino er 10 mg eða 30 mg einu sinni á dag. 1

2 Ráðlagður upphafsskammtur fyrir Toctino er 30 mg einu sinni á dag. Athugandi er að minnka skammt í 10 mg á dag hjá sjúklingum með óásættanlegar aukaverkanir við 30 mg skammti. Í rannsóknum á 10 mg og 30 mg dagsskömmtum leiddu báðar skammtastærðir til bata á sjúkdómnum. 30 mg skammturinn leiddi til hraðari svörunar og hærra svörunarhlutfalls. 10 mg dagsskammturinn tengdist færri aukaverkunum (sjá kafla 5.1). Meðferðarlengd Meðferð með Toctino getur staðið yfir í 12 til 24 vikur eftir svörun. Mælt er með að meðferð sé hætt hjá sjúklingum þegar hendur eru einkennalausar eða næstum einkennalausar innan 24 vikna (sjá kafla 5.1). Einnig skal íhuga að hætta meðferð hjá sjúklingum sem hafa sjúkdóminn enn á háu stigi eftir samfellda 12 vikna upphafsmeðferð. Endurmeðferð Verði bakslag kunna sjúklingar að hafa gagn af frekari meðferð með Toctino (sjá kafla 5.1). Lyfjagjöf Hylkin skal taka inn með aðalmáltíð einu sinni á dag helst á sama tíma dag hvern (sjá kafla 5.2). Ekki skal ávísa Toctino ef hægt er að hafa viðunandi stjórn á exemi sjúklingsins með hefðbundnum aðferðum, þ. á m. með húðvernd, með því að forðast ónæmisvaka og ertingar og með sterkum staðbundnum barksterum. Börn Toctino er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára. Skert nýrnastarfsemi Ekki á að nota Toctino hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi eða lokastigsnýrnasjúkdóm (sjá kafla 4.3). Notkun Toctino er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með meðalskerta nýrnastarfsemi vegna þess að fullnægjandi upplýsingar eru ekki fyrir hendi (sjá kafla 5.2). Ekki þarf að breyta skömmtum eða tíðni skammta hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 5.2). Skert lifrarstarfsemi Ekki á að nota Toctino hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.3). Aldraðir Ekki þarf að breyta skömmtum eða tíðni skammta hjá sjúklingum eldri en 65 ára (sjá kafla 5.2). 4.3 Frábendingar Meðganga er algjör frábending gegn notkun Toctino (sjá kafla 4.6). Konur á barneignaraldri eiga ekki að nota Toctino nema öllum skilyrðum forvarnaráætlunar til að koma í veg fyrir þungun sé fullnægt (sjá kafla 4.4). Toctino inniheldur sojaolíu og sorbitól. Sjúklingar með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja eða með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki taka lyfið. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Toctino. 2

3 Notkun Toctino er einnig frábending hjá sjúklingum Með lifrarbilun Með alvarlega skerta nýrnastarfsemi Með ómeðhöndlaða kólesterólhækkun Með ómeðhöndlaða þríglýseríðhækkun Með ómeðhöndlaðan skjaldvakabrest Með A-vítamíneitrun (hypervitaminosis A) Með ofnæmi fyrir alítretínóíni eða öðrum retínóíðum eða einhverjum hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1, sér í lagi þegar um er að ræða ofnæmi við jarðhnetum eða soja Sem fá samhliða meðferð með tetracýklíni (sjá kafla 4.5). 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Vansköpunaráhrif Toctino er öflugur vansköpunarvaldur hjá mönnum, sem veldur hárri tíðni alvarlegra og lífshættulegra fæðingargalla. Toctino má alls ekki nota hjá: - Þunguðum konum - Konum á barneignaraldri, nema ef farið hefur verið að öllum skilyrðum forvarnaráætlunarinnar til að koma í veg fyrir þungun Forvarnaráætlun til að koma í veg fyrir þungun Þetta lyf er VANSKÖPUNARVALDUR Notkun alítretínóíns er frábending hjá konum á barneignaraldri, nema ef farið hefur verið að öllum eftirfarandi skilyrðum forvarnaráætlunarinnar til að koma í veg fyrir þungun: Toctino er ætlað til notkunar hjá fullorðnum með alvarlegt, langvinnt handexem sem svarar ekki meðferð með sterkum, staðbundnum barksterum (sjá kafla 4.1 Ábendingar ). Meta þarf möguleikann á þungun hjá öllum kvenkyns sjúklingum. Hún skilur hættuna á vansköpun. Hún skilur þörfina á nákvæmri mánaðarlegri eftirfylgni. Hún skilur og viðurkennir nauðsyn þess að nota örugga getnaðarvörn, án hléa, í 1 mánuð áður en meðferð hefst, allan tímann sem meðferðin stendur yfir og í 1 mánuð eftir lok meðferðar. Nota skal a.m.k. eina mjög örugga getnaðarvörn (þ.e. sem er óháð meðferðarheldni notandans) eða tvenns konar samverkandi tegundir getnaðarvarna sem eru háðar meðferðarheldni notandans. Meta þarf einstaklingsbundnar aðstæður í hverju tilfelli fyrir sig þegar getnaðarvarnaraðferð er valin. Konan þarf að taka þátt í umræðunni til að tryggja skilning hennar og meðferðarfylgni við þá aðferð sem valin er. Þó svo að konan hafi ekki blæðingar verður hún að fara eftir öllum ráðleggingum varðandi örugga getnaðarvörn. Hún hefur verið upplýst um og hún skilur mögulegar afleiðingar þungunar og þörfina á því að leita strax ráða ef hætta er á þungun eða ef hún gæti verið þunguð. Hún skilur þörfina á og samþykkir að gangast undir reglubundin þungunarpróf áður en meðferð er hafin, helst mánaðarlega meðan á meðferð stendur og 1 mánuði eftir að meðferð er hætt. Hún hefur staðfest að hún skilur hættuna og þær nauðsynlegu varúðarráðstafanir sem þarf að gera vegna notkunar á alítretínóíni. Þessi skilyrði eiga einnig við um konur sem ekki eru kynferðislega virkar, nema sá sem ávísar lyfinu meti það svo að það séu yfirgnæfandi líkur á því að engin hætta sé á þungun. 3

4 Sá sem ávísar lyfinu verður að tryggja eftirfarandi: Sjúklingurinn fylgir skilyrðum forvarnaráætlunarinnar til að koma í veg fyrir þungun eins og fram kemur hér að ofan og staðfestir viðunandi skilning. Sjúklingurinn hefur staðfest áðurnefnd skilyrði. Sjúklingurinn skilur að hún þarf að nota eina mjög örugga getnaðarvörn samfellt og á réttan hátt (þ.e. sem er óháð meðferðarheldni notandans) eða tvenns konar samverkandi tegundir getnaðarvarna sem eru háðar meðferðarheldni notandans, í a.m.k. 1 mánuð fyrir upphaf meðferðar og halda áfram að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í a.m.k. 1 mánuð eftir að meðferð er hætt. Neikvæðar niðurstöður úr þungunarprófum hafa fengist fyrir upphaf meðferðar, meðan á meðferð stendur og 1 mánuði eftir lok meðferðar. Skrá þarf dagsetningar og niðurstöður þungunarprófa. Ef kona verður þunguð meðan á meðferð með alítretínóíni stendur, verður að hætta meðferð og vísa henni til læknis sem er sérfræðingur í eða með reynslu af vanskapanafræðum, til mats og ráðgjafar. Ef þungun verður eftir að meðferð er lokið er enn hætta á verulegri og alvarlegri vansköpun hjá fóstrinu. Hættan er viðvarandi þar til lyfið hefur horfið að fullu, sem er innan eins mánaðar eftir lok meðferðar. Getnaðarvörn Kvenkyns sjúklingar þurfa að fá ítarlegar upplýsingar um hvernig koma eigi í veg fyrir þungun ásamt ráðgjöf um getnaðarvarnir ef þær nota ekki örugga getnaðarvörn. Ef læknirinn sem ávísar lyfinu er ekki í aðstöðu til að veita slíkar upplýsingar skal hann vísa sjúklingnum til viðeigandi heilbrigðisstarfsmanns. Lágmarkskrafan er sú að kvenkyns sjúklingar á barneignaraldri þurfa að nota a.m.k. eina mjög örugga getnaðarvörn (þ.e. sem er óháð meðferðarheldni notandans) eða tvenns konar samverkandi tegundir getnaðarvarna sem eru háðar meðferðarheldni notandans. Nota skal getnaðarvörnina í a.m.k. 1 mánuð fyrir upphaf meðferðar, meðan á meðferð stendur og í a.m.k. 1 mánuð eftir að meðferð með alítretínóíni er hætt, jafnvel hjá sjúklingum sem ekki hafa tíðablæðingar. Meta þarf einstaklingsbundnar aðstæður í hverju tilfelli fyrir sig þegar getnaðarvarnaraðferð er valin. Konan þarf að vera með í umræðunni til að tryggja skilning hennar og meðferðarfylgni við þá aðferð sem valin er. Þungunarpróf Mælt er með því að þungunarpróf með 25 m. a.e./ml lágmarksnæmi séu framkvæmd undir eftirliti læknis samkvæmt staðbundnum venjum, eins og fram kemur hér á eftir. Áður en meðferð er hafin Að minnsta kosti einum mánuði eftir að sjúklingurinn hefur byrjað að nota getnaðarvörn og skömmu áður (helst nokkrum dögum) en hún fær fyrsta skammtinn af ávísaða lyfinu, skal konan gangast undir þungunarpróf undir eftirliti læknis. Prófið á að staðfesta að konan sé ekki þunguð þegar hún hefur meðferð með alítretínóíni. Eftirfylgniheimsóknir Skipuleggja skal eftirfylgniheimsóknir með reglulegu millibili, helst mánaðarlega. Ákvarða skal þörfina á mánaðarlegum endurteknum þungunarprófum undir eftirliti læknis samkvæmt staðbundnum venjum, einnig skal hafa í huga kynferðislega virkni sjúklingsins, nýlega tíðablæðingasögu (óeðlilegar blæðingar, blæðingar sem fallið hafa niður eða engar blæðingar) og getnaðarvarnaraðferð. Ef þörf er á skal framkvæma þungunarprófin á þeim degi sem læknisheimsóknin þar sem lyfinu er ávísað á sér stað eða innan þriggja daga fyrir heimsókn til læknisins sem ávísar lyfinu. 4

5 Lok meðferðar Einum mánuði eftir að meðferð er hætt skulu konur gangast undir lokaþungunarpróf. Takmarkanir varðandi ávísun og afgreiðslu lyfsins Æskilegt er að gildistími ávísunar alítretínóíni fyrir konur á barneignaraldri takmarkist við 30 daga til að tryggja sem best reglulega eftirfylgni, þ.m.t. þungunarpróf og eftirlit. Æskilegt er að þungunarpróf, ávísun lyfs og afgreiðsla alítretínóíni fari fram á sama degi. Með þessari mánaðarlegu eftirfylgni er hægt að tryggja regluleg þungunarpróf og eftirlit og að konan sé ekki þunguð áður en næsta meðferðarlota hefst. Karlkyns sjúklingar Fyrirliggjandi gögn benda til þess að útsetning mæðra fyrir lyfinu frá sæði sjúklinga sem fá Toctino sé ekki nægileg til að tengjast vansköpunaráhrifum Toctino. Á grundvelli forklínískra niðurstaðna kann frjósemi karla að minnka við meðferð með Toctino (sjá kafla 5.3). Minna skal karlkyns sjúklinga á að þeir mega ekki deila lyfinu með neinum, sérstaklega ekki konum. Viðbótarráðstafanir Gefa skal sjúklingum fyrirmæli um að láta aldrei aðra fá þetta lyf og að skila til lyfjafræðings ónotuðum hylkjum eftir að meðferð lýkur. Sjúklingar skulu ekki gefa blóð meðan á meðferð stendur og í 1 mánuð eftir að meðferð með alítretínóíni lýkur vegna hugsanlegrar hættu fyrir fóstur þungaðs blóðþega. Fræðsluefni Til að aðstoða þá sem ávísa lyfinu, lyfjafræðinga og sjúklinga við að forðast að útsetja fóstur fyrir alítretínóíni mun markaðsleyfishafi útvega fræðsluefni til að skerpa á varnaðarorðum varðandi vansköpunarvaldandi áhrif alítretínóíns, útvega ráðleggingar varðandi getnaðarvarnir áður en meðferð er hafin og útvega leiðbeiningar varðandi nauðsyn þungunarprófa. Læknirinn skal veita öllum sjúklingum, bæði körlum og konum, allar upplýsingar um vansköpunarhættu og strangar aðgerðir til að koma í veg fyrir þungun eins og fram kemur í forvarnaráætluninni til að koma í veg fyrir þungun. Geðræn vandamál Tilkynnt hefur verið um þunglyndi, versnandi þunglyndi, kvíða, árásarhneigð, skapbreytingar, geðrofseinkenni og örsjaldan hefur verið greint frá sjálfsvígshugsunum, sjálfsvígstilraunum og sjálfsvígi hjá sjúklingum sem fengu alítretínóín (sjá kafla 4.8). Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá sjúklingum með sögu um þunglyndi og fylgjast skal með öllum sjúklingum m.t.t. einkenna um þunglyndi og vísa þeim til viðeigandi meðferðar ef þörf krefur. Hins vegar er ekki víst að nægilegt sé að stöðva notkun alítretínóíns til að draga úr einkennum og því getur verið þörf á frekara mati geðlæknis eða sálfræðings. Árvekni fjölskyldu eða vina getur komið að gagni við að greina versnandi geðheilsu. Útfjólublátt ljós Áhrif af útfjólubláu ljósi aukast við meðferð með retínóíði og því skulu sjúklingar forðast sólarljós og notkun ljósalampa án eftirlits. Þegar nauðsynlegt er skal nota sólarvörn með háan varnarstuðul eða a.m.k. SPF 15. Húð og undirhúð Sjúklingum sem fá þurra húð eða varir skal ráðlagt að nota rakasmyrsl eða -krem og varasalva. 5

6 Stoðkerfi og stoðvefur Meðferð með öðrum altækum retínóíðum hefur verið tengd beinabreytingum, þ.m.t. ótímabærri lokun vaxtarlína, beinagildnun og kölkun sina og liða. Einnig hefur verið tilkynnt um vöðvaþrautir, liðverki og hækkuð gildi kreatínínfosfókínasa í sermi hjá sjúklingum á meðferð með alítretínóíni. Augu Meðferð með alítretínóíni hefur verið tengd augnþurrki. Yfirleitt hverfa einkennin þegar meðferð er hætt. Augnþurrk er hægt að meðhöndla með augnsmyrslum eða gervitárum. Óþol fyrir augnlinsum getur komið fram og því getur reynst nauðsynlegt að sjúklingur noti gleraugu meðan á meðferð stendur. Meðferð með altækum retínóíðum hefur verið tengd ógegnsæi glæru og glærubólgu.greint hefur verið frá minnkaðri nætursjón hjá sjúklingum sem fengið hafa meðferð með alítretínóíni. Yfirleitt hverfa þessi einkenni þegar meðferð er hætt. Sjúklingum með sjóntruflanir skal vísa til augnlæknis. Nauðsynlegt getur verið að hætta meðferð með alítretínóíni. Góðkynja háþrýstingur innan höfuðkúpu Meðferð með altækum retínóíðum, þ.m.t. alítretínóíni, hefur verið tengd tilfellum góðkynja háþrýstings innan höfuðkúpu og var í sumum tilfellum um að ræða samtímis notkun á tetracýklínlyfjum (sjá kafla 4.3 og kafla 4.5). Á meðal einkenna góðkynja háþrýstings innan höfuðkúpu er höfuðverkur, ógleði og uppköst, sjóntruflanir og doppubjúgur. Sjúklingar sem sýna merki um góðkynja háþrýsting innan höfuðkúpu skulu hætta strax notkun á alítretínóíni. Fituefnaskipti Alítretínóín hefur verið tengt auknu kólesteróli og þríglýseríði í plasma. Eftirlit skal hafa með kólesteróli og þríglýseríði í sermi (föstugildum). Hætta skal notkun alítretínóíns ef ekki er hægt að halda þríglýseríðhækkun undir viðunandi mörkum Brisbólga Hætta skal notkun á alítretínóíni af einkenni brisbólgu koma fram (sjá kafla 4.8). Þríglýseríðgildi hærri en 800 mg/dl (9 mmól/l) eru stundum tengd bráðri brisbólgu, sem getur verið banvæn. Starfsemi skjaldkirtils Breytingar á starfsemi skjaldkirtils hafa komið fram í prófunum á sjúklingum sem fengu alítretínóín, oftast í formi afturkræfrar minnkunar á magni stýrihormóns skjaldkirtils (TSH) og skjaldkirtilshormónsins T4 (óbundið thyroxín). Lifur og gall Meðferð með öðrum altækum retínóíðum hefur verið tengd skammvinnri og afturkræfri aukningu lifrartransamínasa. Verði viðvarandi aukning transamínasa með klínískt gildi skal íhuga að minnka skammtinn eða hætta meðferð. Meltingarfæri Altækir retínóíðar þ. á m. alítretínóín, hafa verið tengdir bólgusjúkdómum í ristli (þ. á m. staðbundinni dausgarnarbólgu) hjá sjúklingum án sögu um garnatruflanir. Komi fram bráður niðurgangur skal íhuga sjúkdómsgreiningu á bólgusjúkdómi í ristli og notkun á alítretínóíni hætt samstundis. Ofnæmisviðbrögð Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið greint frá bráðaofnæmi í tengslum við altæka retínóíða í sumum tilfellum eftir fyrri notkun útvortis retínóíða. Sjaldan er tilkynnt um ofnæmisviðbrögð í húð. 6

7 Greint hefur verið frá alvarlegum tilvikum ofnæmisæðabólgu, oft með purpura (marblettum og rauðum flekkum) í útlimum og fylgikvillum utan húðar. Stöðva þarf meðferð ef alvarleg ofnæmisviðbrögð koma fram og fylgjast náið með sjúklingi. Sjúklingar í áhættuhópi Hjá sjúklingum með sykursýki, offitu, í áhættu varðandi hjarta- og æðasjúkdóma eða með raskanir á fituefnaskiptum sem fá meðferð með alítretínóíni getur þurft að fylgjast enn nánar með gildi lípíða sermi og/eða blóðsykri. Sorbitól Toctino hylki innihalda sorbitól. Sjúklingar með sjaldgæft frúktósaóþol, sem er mjög sjalgæft, skulu ekki taka lyfið inn 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Lyfjahvarfamilliverkanir Alítretínóín umbrotnar fyrir tilstilli cýtókróms P450 ( CYP)2C9, CYP2C8, CYP3A4 og verður fyrir myndbrögðum (isomerization). Samhliða lyfjagjöf sem getur haft áhrif á lyfjahvörf alítretínóíns Samhliðagjöf CYP3A4-hemla, s.s. ketoconazols eykur plasmaþéttni alítretínóíns og því þarf að íhuga að minnka skammtinn í 10 mg. Áhrif annarra CYP3A4-hemla hafa ekki verið rannsökuð Íhuga á að minnka skammtinn í 10 mg þegar alítretínóín er gefið ásamt öflugum CYP2C9 hemlum (t.d. fluconazol, miconazol, oxandrolon) eða öflugum CYP2C8 hemlum (t.d. gemfibrozil). Símvastatín hafði ekki áhrif á lyfjahvörf alítretínóíns. Engar lyfjahvarfamilliverkanir komu fram þegar alítretínóín var gefið samhliða ciclosporini. Áhrif alítretínóíns á lyfjahvörf lyfja, sem gefin eru samhliða Alítretínóín getur aukið útsetningu fyrir CYP2C8 hvarfefnum því er samhliðagjöf amidarons (CYP2C8 hvarfefni með langan helmingunartíma og þröngt læknanlegt bil) ekki ráðlögð. Gæta skal varúðar við gjöf alítretínóíns samhliða öðrum lyfjum sem eru CYP2C8 hvarfefni (t.d. paclitaxel, rosiglitazon, repaglinið) Greint hefur verið frá <25% minnkun á plasmaþéttni símvastatíns og símvastatínssýru við samhliða gjöf alítretínóíns. Áhrif annarra svipaðra lyfja hafa ekki verið rannsökuð. Alítretínóín hafði ekki áhrif á lyfjahvörf simvastatíns og ciclosporíns. Lyfhrifamilliverkanir Sjúklingar eiga ekki taka A-vítamín eða önnur retínóíð samtímis vegna hættu á A-vítamíneitrun. Tilkynnt hefur verið um góðkynja háþrýstings innan höfuðkúpu (falskt heilaæxli (pseudotumor cerebri)) við samhliðanotkun retínóíða og tetracýklína. Því skal forðast samhliðameðferð með tetracýklínum (sjá kafla 4.3 og kafla 4.4). 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Toctino má alls ekki nota á meðgöngu (sjá kafla 4.3). Ef þungun verður þrátt fyrir ráðstafanir til að koma í veg fyrir þungun, meðan á meðferð með Toctino stendur eða næsta mánuð eftir að meðferð lýkur er mikil hætta á mjög alvarlegri vansköpun fósturs. 7

8 Alítretínóín er retínóíð og því öflugur vansköpunarvaldur. Fósturskemmdir sem tengjast retínóíðum eru meðal annars afbrigðileiki í miðtaugakerfi (vatnshöfuð, vansköpun/afbrigðileiki í litla heila, höfuðsmæð), andlitsvanskapanir, klofinn gómur, vansköpun á ytra eyra (vöntun á ytra eyra, lítil eða engin eyrnagöng í ytra eyra), afbrigðileg augu (óeðlilega lítil augu), hjarta- og æðagalli, ( conotruncal vansköpun, s.s. Fallots-ferna, umhverfing aðalæða, skiptargallar (septal defect)), missmíð á hóstarkirtli og missmíð á kalkkirtlum. Einnig er aukin hætta á fósturláti (sjá kafla 4.3 og 4.4). Brjóstagjöf Alítretínóín er mjög fitusækið og því er mjög líklegt að það berist í brjóstamjólk. Vegna hugsanlegrar hættu fyrir barnið eiga konur með barn á brjósti ekki að nota alítretínóín. Frjósemi Lítið magn alítretínóíns (yfir innrænu gildi) hefur fundist í sæði nokkurra heilbrigðra sjálfboðaliða sem fengu 40 mg af alítretínóíni og ekki er gert ráð fyrir uppsöfnun lyfsins í sæði. Ef þetta magn bærist í leggöng myndi það hafa hverfandi áhrif á plasmaþéttni hjá kvenkyns maka sjúklings eða fóstri og virðist því ekki stafa af því hætta fyrir fóstur ef konan er þunguð. Á grundvelli forklínískra niðurstaðna getur frjósemi karla minnkað við meðferð með Toctino (sjá kafla 5.3). 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Greint hefur verið frá minnkaðri nætursjón hjá sjúklingum sem fengið hafa meðferð með alítretínóíni og öðrum retínóíðum. Sjúklingum skal greint frá þessu hugsanlega vandamáli og brýnt fyrir þeim að gæta varúðar við akstur og notkun véla. 4.8 Aukaverkanir Öryggi og verkun Toctino hjá sjúklingum með alvarlegt þrálátt handexem sem svarar ekki meðferð með öflugum staðbundnum barksterum hefur verið metið í tveimur slembiröðuðum, tvíblindum samanburðarrannsóknum með lyfleysu (sjá kafla 5.1). Algengustu aukaverkanir sem komið hafa fram í alítretínóín meðferð eru höfuðverkur (30 mg: 23,9%; 10 mg: 10,8%), roðaþot (30 mg: 5,5%; 10 mg:1,7%), ógleði (30 mg: 5,1%; 10 mg:2,4%), roði (30 mg: 5,9%; 10 mg: 1,6% ) og rannsóknartengdar breytingar sem fólust í auknu magni þríglýseríða (30 mg: 35,4%; 10 mg: 17,0% ), auknu kólesteróli (30 mg: 27,8%; 10 mg 16,7%), minnkuðu magni stýrihormóns skjaldkirtils (TSH, 30 mg: 8,4%, 10 mg: 6,0%) og minnkuðu magni óbundins T4 (30 mg: 10,5%; 10 mg: 2,9%). Þessar afturkræfu aukaverkanir eru skammtaháðar og því kann að vera unnt að draga úr þeim með því að minnka skammtinn. Blóð og eitlar Ónæmiskerfi Innkirtlar Mjög algengar ( 1/10) Algengar ( 1/100 < 1/10) Blóðleysi, aukin geta til járnbindingar, fækkun einkirninga, aukning á blóðflögum Minnkun TSH, minnkun óbundins T4 Sjaldgæfar ( 1/1000 < 1/100) Mjög sjaldgæfar ( 1/ < 1/1000) Koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) Tíðni ekki þekkt Bráðaofnæm is-viðbrögð, ofnæmi 8

9 Geðræn vandamál Taugakerfi Augu Eyru og völundarhús Æðar Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti Meltingarfæri Lifur og gall Húð og undirhúð Stoðkerfi og stoðvefur Höfuðverkur Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Rannsóknaniðurstöður Mjög algengar ( 1/10) Þríglýseríð hækkun, minnkun háþéttnifitu prótína, kólesterólh ækkun. Algengar ( 1/100 < 1/10) Sundl Tárubólga, augnþurrkur, erting í auga Suð fyrir eyrum Roði, háþrýstingur Ógleði, munnþurrkur, uppköst Aukinn transamínasi 1) Þurr húð, varaþurrkur, varabólga, exem 1), húðbólga 1), húðroði, hárlos Liðverkir 1), vöðvaþrautir 1 Þreyta Aukning kreatínínfosfókínasa Sjaldgæfar ( 1/1000 < 1/100) Þokusýn, drer Blóðnasir Meltingartruflan ir Kláði, útbrot, skinnflagningur, húðþurrksexem (asteatotic eczema) úthnýfill, (beinagildnun), hryggikt Mjög sjaldgæfar ( 1/ < 1/1000) Þunglyndi, versnandi þunglyndi, árásarhneigð, kvíði, skapbreytingar Góðkynja háþrýstingur innan höfuðkúpu Æðabólga Naglakvillar, ljósnæmisviðb rögð Koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) Sjálfsvíg sjálfsvígstilraun, sjálfsvígshugsanir geðrof, óeðlileg hegðun Tíðni ekki þekkt Skert nætursjón Bólgusjúkdó mur í þörmum Útlægur bjúgur 1) Heildartíðni aukaverkana var ekki meiri en í samsvarandi lyfleysuhópi. Eftirfarandi aukaverkanir hafa ekki komið fram í klínískum rannsóknum með alítretínóíni en hafa komið fram í tengslum við önnur retínóíð: sykursýki, litblinda og óþol fyrir augnlinsum (sjá kafla 4.4). 9

10 Breytingar í steinefnamyndun í beinum og kölkun utan beina hafa tengst meðferð með altæku retínóíði. Í klínískum rannsóknum með alítretínóíni hafa oft komið fram hrörnunarbreytingar í hrygg og kölkun í liðböndum hjá sjúklingum með þrálátt handexem fyrir meðferð (grunnlína), með lítilsháttar aukningu hjá örfáum sjúklingum meðan á meðferð stóð. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aldurstengdar hrörnunarbreytingar. Mat á beinþéttni (DXA) benti ekki til skammtaháðra áhrifa á steinefnamyndun í beindum. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 4.9 Ofskömmtun Alítretínóín er afleitt af A-vítamíni. Alítretínóín hefur verið gefið í krabbameinstengdum klínískum rannsóknum í meira en 10-földum venjulegum meðferðarskömmtum við þrálátu handexemi. Aukaverkanir voru í samræmi við eiturverkun retínóíðs en á meðal þeirra voru slæmur höfuðverkur, niðurgangur, andlitsroði og þríglýseríðhækkun. Þessi áhrif voru afturkræf. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Önnur húðlyf, Lyf við húðbólgu önnur en barksterar ATC flokkur: D11AH 04 Verkunarháttur Lyfjafræðileg verkun retínóíða kann að skýrast af áhrifum þeirra á frumufjölgun, frumusérhæfingu, stýrðan frumudauða (apoptosis), æðamyndun, hyrnismyndun, útseytingu húðfeiti og ónæmisstýringu. Ólíkt öðrum retínóíðum, sem eru sértækir örvar fyrir annaðhvort RAR- eða RXR-viðtaka, binst alítretínóín viðtökum úr báðum flokkum. Verkunarháttur alítretínóíns á þrálátt handexem er óþekktur. Komið hefur í ljós að alítretínóín hefur ónæmisstýrandi og bólgueyðandi áhrif sem máli skipta fyrir húðbólgu. Alítretínóín bælir framleiðslu flakkboða sem koma að nýliðun eitilfruma við bólgustaði í húð dregur úr þenslu fruma með T-eitilfrumum og mótefnavaka og hindrar áhrif á frumusérhæfingu. CXCR3-bindlum (ligand) og CCL20-flakkboðum (chemokines), sem tjást í exemhúðskemmdum, er fækkað af alítretínóíni í frumuboðaörvuðum (cytokine-activated) hyrnisfrumum og innþekjufrumum húðar. Auk þess bælir alítretínóín aukningu frumuboðavirkjaðra hvítra blóðkorna og sýnifrumna (antigen presenting cells). Komið hefur í ljós að hjá mönnum hefur alítretínóín aðeins lítilsháttar áhrif á útseytingu húðfeiti. Virkni Öryggi og virkni Toctino hjá sjúklingum með alvarlegt þrálátt handexem sem svarar ekki meðferð með öflugum útvortis barksterum hefur verið metið í tveimur slembiröðuðum, tvíblindum, lyfleysustýrðum 3. fasa rannsóknum. Aðalendapunktur þessara rannsókna var hlutfall sjúklinga sem urðu lausir eða næstum því lausir við handexemið í lok meðferðar samkvæmt PGA-viðmiðum (Physicians Global Assessment) (sjá töflu 1). Meðferðartíminn var 12 til 24 vikur. 10

11 BAP00089 rannsóknin (BACH)Alítretínóín var gerð í Evrópu og Kanada með sjúklingum með alvarlegt þrálátt handexem sem sýndu engin eða tímabundin viðbrögð (bati í upphafi og versnun sjúkdóms þrátt fyrir áframhaldandi meðferð) við sterkum útvortis barksterum eða höfðu óþol fyrir sterkum útvortis barksterum. Allar svipgerðir þráláts handexems voru rannsakaðar u.þ.b. 30% voru eingöngu með siggmein en meiri hluti sjúklinganna var með fjölda svipgerða. Nánast allir sjúklingarnir sýndu merki húðbólgu í formi húðroða og/eða blöðrumyndunar. Meðferð með alítretínóíni leiddi til talsvert hærra hlutfalls sjúklinga með einkennalausar eða nánast einkennalausar hendur samanborið við lyfleysu. Viðbrögðin voru skammtaháð (sjá töflu 1). Á meðal aukaendapunkta voru hlutfall sjúklinga sem svöruðu að hluta til (náðu a.m.k. því að hafa vægan sjúkdóm) tími fram að svörun (hendur einkennalausar eða næstum einkennalausar), fækkun stiga í aðlöguðum mælikvarða fyrir heildarvefjaskemmdir (modified total lesion symptom score (mtlss)), mat sjúklings (patient global assessment (PaGA)) á alvarleika sjúkdóms og minnkað umfang sjúkdóm (sjá töflu 1). Önnur rannsóknin BAP (HANDEL) var gerð í Bandaríkjunum með 596 sjúklingum með alvarlegt þrálátt handexem sem sýndu engin eða tímabundin viðbrögð (bati í upphafi og versnun sjúkdóms þrátt fyrir áframhaldandi meðferð) við sterkum útvortis barksterum eða höfðu óþol fyrir sterkum útvortis barksterum. Einstaklingar voru taldir ekki svara meðferð ef þeir voru með alvarlegt þrálátt handexem 2 vikum eftir 16 vikna meðferð með mjög öflugum sterkum útvortis sterum. Þetta náði yfir allar arfgerðir þráláts handexems. Aukaendapunktur fól í sér áætlaðan miðgildistíma fram að svörun (tími frá byrjun slembaðrar rannsóknar fram að fyrsta PGA mati fyrir einkennalausar hendur eða næstum einkennalausar), fækkun stiga í aðlöguðum mælikvarða heildarvefjaskemmda, mat sjúklings (PaGA) alvarleika sjúkdóms og minnkun á umfangi sjúkdóms við lok meðferðar (sjá töflu 1). Tafla 1 Niðurstöður: Aðal- og lykilendapunktar BAP00089 (BACH) BAP01346 (HANDEL) Aðal endapunktur 10 mg 30 mg Lyfleysa 30 mg Lyfleysa Þýði samkvæmt meðferðaráætlun N = 418 N = 409 N = 205 N = 298 N = 298 (ITT) PGA við lok meðferðar n(%) Heildarsvörun 115 (27,5%) 195 (47,7%) 34 (16,6%) 118 (39,6%) 44 (14,8%) Án einkenna 39 (9,3%) 90 (22,0%) 6 (2,9%) 58 (19,5%) 14 (4,7%) Næstum án einkenna 76 (18,2%) 105 (25,7%) 28 (13,7%) 60 (20,1%) 30 (10,1%) Samanborið við lyfleysu a P = 0,004 P <0,001 NA P <0,001 NA Aukaendapunktar PaGA í lok meðferðar n (%) Án/næstum án 101 (24,2%) 163 (39,9%) 31 (15,1%) 117 (39,3%) 41 (13,8%) einkenna Samanborið við lyfleysu a P = 0,013 P <0,001 NA P <0,001 NA Prósentubreyting frá upphafi mtlss við lok meðferðar Meðalgildi (sd) -50,79(36,13) -60,80(38,58) -37,30(37,65) -53,99(40,16) -29,86(37,83) Miðgildi -56,25-75,0-38,68-67,70-24,40 Min Max , , ,6 Samanborið við lyfleysuo b P <0,001 P <0,001 NA P <0,001 NA Prósentubreyting frá upphafi á umfangi sjúkdóms við lok meðferðar Meðalgildi (sd) -40,01 (49,57) -54,15 (46,89) -31,93 (45,56) -46,56 (53,75) -24,20 (48,21) 11

12 Miðgildi -50,0-75,0-33,33-62,50-18,20 Min Max , Samanborið við lyfleysu b P = 0,016 P <0,001 NA P <0,001 NA Miðgildistími að svörun við lok meðferðar Meðalgildi (dagar) 115,0 85, ,0 117,0 Samanborið við lyfleysu c P = 0,01 P <0,001 NA P <0,001 NA Tíðni hlutasvörunar (einkennalausir eða næstum einkennalausir eða vægur sjúkdómur) N (%) 207 (49.5%) 254 ( (36.1 a: Úr pöruðu samfelldu leiðréttu chi-kvaðrat prófi miðað við lyfleysu byggt á hlutfalli svarenda. %)%) b: Úr Kruskal Wallis prófi (non-parametric) miðað við lyfleysu byggt á meðalbreytingu frá upphafi. c: Úr Log Rank prófi miðað við lyfleysu byggt á miðgildistíma fram að svörun. NA NA Meðferðarlengd Langsniðsgreining á tengslum skammta og svörunar í fasa 3 rannsóknum (BAP00089, BAP og BAP00091 hópur A) sýndi að um leið og sjúklingur var einkennalaus eða næstum einkennalaus voru engin tengsl á milli meðferðarlengdar og líkum á bakslagi. Því er ráðlagt að meðferð sé hætt hjá sjúklingum sem eru orðnir einkennalausir eða næstum einkennalausir innan 24 vikna (sjá kafla 4.2). Í klínískum lykilrannsóknum varð sjúkdómurinn ekki alvarlegri 24 vikum eftir að meðferð hafði verið hætt hjá 67% sjúklinga sem svöruðu meðferð með alítretínóíni og því ekki kjörnir til endurmeðferðar á því tímabili. Endurmeðferð Í rannsókn á endurmeðferð (BAP00091 hópur A) var verkun og öryggi annarrar meðferðar hjá sjúklingum sem höfðu áður svarað meðferð í rannsókn AP00089 en fengu bakslag, kannað. Sjúklingum var slembiraðað og fengu sama skammt og í upphaflegri meðferð (10 eða 30 mg) eða lyfleysu í hlutfallinu 2:1 ( N=70 alítretínóín, N=47 lyfleysa). Niðurstöður benda til þess að sjúklingar sem hafa svarað meðferð með alítretínóíni geti haft ávinning af endurmeðferð. 5.2 Lyfjahvörf Frásog Alítretínóín er efni með lítinn leysanleika, litla gegnstreymiseiginleika og lítið og breytilegt aðgengi. Frásog alítretínóíns frá meltingarvegi í fastandi ástandi er ekki stöðugt. Altæk útsetning er veruleg (>2-föld) þegar lyfið er tekið með fituríkri máltíð. In vitro upplýsingar m.t.t. meltingarfæra benda til þess að það magn alítretínóíns sem aðgengilegt er fyrir frásog er breytilegt miðað við inntöku á fitu (við gjöf samhliða máltíð með u.þ.b. 25% fitu er það magn sem aðgengilegt er til frásogs minna en við samhliða gjöf fæðu sem inniheldur ~40% eða ~60% fitu). Því á að taka alítretínóín samhliða aðalmáltíð einu sinni á dag helst á sama tíma dag hvern til þess að hámarksútsetning fáist. Eftir gjöf alítretínóíns 30 mg einu sinni á dag með máltíð með u.þ.b. 40% fitu var miðgildi T max 4 klst. og meðalgildi C max 177 ng/ml og meðalgildi AUC (0-) 405 ng*klst./ml. 12

13 Hámarksplasmaþéttni C max og útsetning (AUC) alítretínóíns eykst þegar stakur skammtur er aukinn á bilinu 5 til 150 mg. AUC gildi alítretínóíns eykst í réttu hlutfalli við skömmtun 10 mg til 30 mg einu sinni á dag. Aukning C max getur verið minni en í réttu hlutfalli við skammta þegar skammtar eru auknir. Dreifing Alítretínóín er 99,1% bundið plasmapróteinum. Áætlað dreifingarrúmmál alítretínóíns er meira en utanfrumurúmmál (>14 l) en minna en allt vökvarúmmál líkamans. Umbrot Alítretínóín umbrotnar fyrir tilstilli CYP2C9, CYP2C8 og CYP3A4 ísóensýma og myndar 4-oxoalítretínóín. Bæði efnasamböndin hverfast (isomerisation) í tretínóín (eða ísótretínóín) og A- vítamínsýru (all-trans retinoic acid) og 4-oxo umbrotsefni þeirra. Eftir inntöku alítretínóíns, 4-oxoalítretínóíns er aðalumbrotsefni í blóðrás sem er virkt með AUC sem svarar fyrir >70% af AUC fyrir óbreytt lyf. Ísomerar alítretínóíns (tretínóín, ísótretínóín) og 4-oxó-alítretínóín (4-oxó-tretínóín, 4-oxóísótretínóín) eru minni háttar og standa fyrir < 12% af útsetningu óbreytts lyfs. 4-oxo-alítretínóín binst frekar við glúkúronsýru og útskilst í þvagi. Ekkert samræmi er í tímaháðum breytingum (hvorki örvun né uppsöfnun) á lyfjahvörfum alítretínóíns eða umbrotsefnum þess. Brotthvarf Alítretínóín er innlægt retínóíð. Þéttni alítretínóíns verður aftur að innrænni þéttni innan tveggja til þriggja daga eftir lok meðferðar. Útskilnaður geislamerkts skammts af alítretínóíni var algjör og u.þ.b. 94% af skammtinum greindist innan 14 daga. Brotthvarf geislamerkts efnis var aðallega með þvagi sem umbrotsefni (63% þar sem < 1% var óbreytt lyf) og að litlu leyti (u.þ.b. 30% þar sem 1% var óbreytt lyf) með hægðum. Algengasta efnasambandið er úrskilið er glúkúróníð 4-oxo-alítretínóíns, sem nemur 6,5% skammtsins í þvagi. Meðalhelmingunartími brotthvarfs er 9 klst. fyrir alítretínóín og 10 klst. fyrir 4-oxo-alítretínóín. Lyfjahvörf hjá sérstökum hópum Lyfjahvörf alítretínóíns og þekktra umbrotsefna þess hjá sérstökum sjúklingahópum. (offita, kyn, aldur og skert nýrnastarfsemi) voru metin í rannsókn hjá 32 einstaklingum með meðalalvarlegt/alvarlegt þrálátt handexem sem fá alítretínóín í 12 til 24 vikur. Greiningin sýndi eftirfarandi: Offita Aukin líkamsþyngd eða líkamsþyngdarstuðull veldur ekki klínískt marktækum breytingum á útsetningu fyrir alítretínóíni eða 4-oxo-alítretínóíni. Kyn Klínískt marktækur er ekki fyrir hendi á AUC og C max. fyrir alítretínóín og 4-oxo-alítretínóín sem tengist kyni. Aldraðir Þótt upplýsingar um lyfjahvörf hjá öldruðum séu takmarkaðar (n=6 hjá eldri en 60 ára og n=3 hjá eldri en 65 ára) virðast ekki vera tengsl milli hækkandi aldurs og AUC og C max fyrir alítretínóín og 4 oxoalítretínóín. Langsniðslíkan á tenglum skammta og svörunar úr rannsóknum á verkun sýndi að aldraðir (n=126) svara fyrr og greinilegar meðferð og minni líkur eru á bakslagi en meiri líkur eru á hækkuðum þríglýseríðum eftir 12 til 16vikna meðferð. 13

14 Skert nýrnastarfsemi Þótt upplýsingar um lyfjahvörf hjá þeim sem eru með meðalskerta nýrnastarfsemi séu ekki fyrirliggjandi hefur vægt skert nýrnastarfsemi ekki áhrif á lyfjahvörf alítretínóíns þar sem meðalgildi AUC er 342 (á bilinu: ) og 312 ( ) ng*klst./ml þegar áætluð úthreinsun er ml/mín. (n=8) eða > 90 ml/mín. (n=23) miðað við 30 mg skammt af alítretínóíni. C max og AUC (0-tau) fyrir 4-oxo-alítretínóín getur verið lítið eitt hærra hjá þeim sem eru með vægt skerta nýrnastarfsemi þótt áhrifin séu lítil (< 20%). Upplýsingar liggja ekki fyrir hjá þeim sem eru með verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun <30 ml/mín.) eða lokastigsnýrnasjúkdóm. Skert lifrarstarfsemi Rannsókn á lyfjahvörfum hjá 8 einstaklingum með skorpulifur og Child-Pugh flokk A (væg, n=6) eða B (meðalskert, n=2) og hjá 8 heilbrigðum einstaklingum þar sem kyn, aldur, hæð og þyngd var samsvarandi sýndi að enginn klínískur munur er á sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi og heilbrigðum einstaklingum hvað varðar C max (meðalgildi staðalfrávik [SD]: ng/ml miðað við ng/ml) eða AUC (meðalgildi SD: ng/ml miðað við ng/ml) fyrir alítretínóín. C max (meðalgildi SD: ng/ml miðað við ng/ml) og AUC (meðalgildi SD: ng/ml miðað við ng/ml) fyrir 4 oxo-alítretínóín, er lægra hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Upplýsingar liggja ekki fyrir hjá þeim sem hafa alvarlega skerta lifrarstarfssemi og takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir hjá þeim sem hafa væga skerðingu á lifrarstarfssemi.lyfjahvörf alítretínóíns hafa ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum yngri en 18 ára (sjá kafla 4.3). 5.3 Forklínískar upplýsingar Bráð eiturverkun Eins og með önnur retínóíð var bráð eiturverkun alítretínóíns lítil hjá músum og rottum. LD 50 eftir gjöf í kviðhol var >4.000 mg/kg eftir 24 klst. og mg/kg eftir 10 daga. LD 50 eftir inntöku hjá rottum var u.þ.b mg/kg. Langvinn eiturverkun Alítretínóín var prófað í langtímarannsóknum sem stóðu yfir í allt að 9 mánuði á hundum og 6 mánuði á rottum. Vísbendingar um eiturverkun voru skammtatengdar og komu fram við svipaða útsetningu og við meðferðarútsetningu fyrir menn á grundvelli AUC. Áhrifin voru dæmigerð fyrir retínóíð (í samræmi við A-vítamíneitrun) og gekk yfirleitt til baka af af sjálfu sér. Fósturskaði Líkt og með önnur retínóíð hefur verið sýnt fram á að alítretínóín hefur vansköpunarvaldandi áhrif á fóstur in vitro og in vivo. Vegna hugsanlega vansköpunarvaldandi áhrifa alítretínóíns verða konur á barneignaraldri að fylgja ströngum reglum til að koma í veg fyrir fósturskaða meðan á meðferð með alítretínóíni stendur og í 1 mánuð eftir að henni lýkur (sjá kafla 4.3, kafla 4.4 og kafla 4.6). Frjósemi Rannsóknir á alítretínóíni hafa verið gerðar á frjósemi og þroska fósturvísa snemma á meðgöngu hjá rottum. Engin áhrif komu fram á frjósemi hjá kven- og karldýrum við stærsta skammt sem prófaður var sem nær svipaðri plasmaþéttni og kemur fram hjá mönnum. Eins og með önnur retínóíð komu fram afturkræf áhrif á karlkyns æxlunarfæri í rannsóknum á dýrum sem truflun á sæðismyndun og tengdra skemmda á eistum. Öryggisbilið fyrir hunda í tengslum við þéttni sem hefur engar eitrunarverkanir á karlkyns æxlunarfæri var 1-6 fyrir 30 mg skammt fyrir menn. 14

15 Stökkbreytandi áhrif In vitro og in vivo rannsóknir á alítretínóíni hafi ekki sýnt fram á stökkbreytandi áhrif. Krabbameinsvaldandi áhrif Alítretínóín var prófað í 2 ára rannsóknum á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá rottum og músum. Skammtatengd eiturverkun sem var retínóíðsértæk kom fram við stærri skammta, en engin krabbameinsvaldandi áhrif komu fram. Ljóseiturverkanir Alítretínóín reyndist hafa ljóseiturverkanir in vitro og in vivo. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Innihald hylkis: Sojabaunaolía, hreinsuð Að hluta til hert sojabaunaolía Þríglýseríð, meðallöng (medium-chain) Bývax, gult All-rac--tókóferól Hylkisskel 10 mg hylki: Gelatín Glýseról Sorbitól, í vökvaformi (ókristallað) Hreinsað vatn Rautt járnoxíð (E 172) Svart járnoxíð (E172) 30 mg hylki: Gelatín Glýseról Sorbitól, í vökvaformi (ókristallað) Hreinsað vatn Rautt járnoxíð (E 172) Gult járnoxíð (E172) 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 3 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið við lægri hita en 30 C. Geymið í upprunalegum umbúðum. Geymið þynnuna í ytri umbúðunum til varnar gegn ljósi. 15

16 6.5 Gerð íláts og innihald PVC/PE/PVDC/ál- eða COC (cycloolefin copolymer)/álþynnur. Pakkning með 30 mjúkum hylkjum. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Stiefel Laboratories Legacy (Ireland) Limited Finisklin Business Park Sligo Írland 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER IS/1/09/077/ DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis 27. ágúst Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 5. desember DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 18. október

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toctino 30 mg mjúkt hylki. Alítretínóín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toctino 30 mg mjúkt hylki. Alítretínóín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Toctino 10 mg mjúkt hylki Toctino 30 mg mjúkt hylki Alítretínóín AÐVÖRUN GETUR VALDIÐ ÓFÆDDU BARNI ALVARLEGUM SKAÐA Konur þurfa að nota örugga getnaðarvörn

More information

AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð)

AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð) AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð) (teriflúnómið) Hvað eru hraðað brottnám? Hraðað brotthvarf lyfja má nota við sérstakar aðstæður þegar þörf er á að minnka hratt þéttni lyfsins í

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS DUROGESIC 12 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC 25 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC 50 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC 75 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC

More information

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins Þykkni fyrir innrennslislausn Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn er varða öryggi við notkun YERVOY Leiðbeiningar um ávísun lyfsins YERVOY (ipilimumab) er ætlað til meðferðar við langt gengnu (óskurðtæku

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Idotrim 100 mg töflur Idotrim 160 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 100 mg eða 160 mg trimetoprim. Hjálparefni með þekkta verkun: 55 mg eða 88

More information

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI pjia RoActemra (tocilizúmab) (til gjafar í bláæð eða undir húð) við fjölliða barnaliðagigt af óþekktum orsökum (polyarticular juvenile idiopathic arthritis; pjia) MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Comtess 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur entacapon 200 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð

Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð Júní 2013 1 Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja

More information

Upplýsingar um utanlegsþykkt

Upplýsingar um utanlegsþykkt Upplýsingar um utanlegsþykkt Markmið Markmið þessa upplýsingablaðs er að benda á eftirfarandi: Hvernig Jaydess kemur í veg fyrir óæskilega þungun Heildarhættu og hlutfallslega hættu á utanlegsþykkt hjá

More information

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Skópólamín

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Skópólamín FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Scopoderm 1 mg/72 klst. forðaplástur Skópólamín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Scopoderm er fáanlegt án lyfseðils.

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Arcoxia 30 mg filmuhúðaðar töflur Arcoxia 60 mg filmuhúðaðar töflur Arcoxia 90 mg filmuhúðaðar töflur Arcoxia 120 mg filmuhúðaðar töflur Etorícoxíb Lesið

More information

Lifrarskaði af völdum lyfja

Lifrarskaði af völdum lyfja Lifrarskaði af völdum lyfja Einar S. Björnsson meltingarlæknir Lykilorð: lifur, lyf, lifrarskaði. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Einar S. Björnsson, meltingardeild lyflækningasviðs Landspítala. einarsb@landspitali.is

More information

Klínískar leiðbeiningar: lifrarbólga C

Klínískar leiðbeiningar: lifrarbólga C Klínískar leiðbeiningar: lifrarbólga C Október 2009 Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um lifrarbólgu C 1 Október 2009 Klínískar leiðbeiningar um lifrarbólgu C Hér eru endurskoðaðar leiðbeiningar um

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

Sigrumst á sýklasótt

Sigrumst á sýklasótt Sigrumst á sýklasótt Leiðbeiningar um meðferð við svæsinni sýklasótt hjá fullorðnum Inngangur Gísli H. Sigurðsson Alma D. Möller sérfræðingar í svæfinga- og gjörgæslulækningum Svæfinga- og gjörgæsludeild

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. October

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. October VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS October 2017 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir

More information

Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu

Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu GR 94:02 Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Þessar leiðbeiningar eru unnar í samvinnu við fulltrúa frá Röntgenlæknafélagi Íslands, Röntgentæknafélagi

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Synarela 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn nafarelin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Synarela 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn nafarelin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Synarela 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn nafarelin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

More information

Lyfjagát. =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c

Lyfjagát.   =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c Lyfjagát http://www.ema.europa.eu/ema/index.jsp?curl =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_000345.jsp&mid =WC0b01ac058058f32c Regulation 726/2004/EC með breytingum (1/3) Nýtt miðlægt leyfi

More information

LISTI YFIR LYF MEÐ SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR SEM VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFJA

LISTI YFIR LYF MEÐ SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR SEM VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFJA LISTI YFIR LYF MEÐ SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR SEM VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFJA Markaðsleyfi neðangreindra lyfja er háð skilyrðum sem kveða á um sérstakar aðgerðir sem markaðsleyfishafi þarf að

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Bryndís Sveinsdóttir Lokaverkefni til Cand.Psych.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

More information

Klínískar leiðbeiningar um meðferð sjúklinga sem þurfa hlé frá blóðþynningarmeðferð

Klínískar leiðbeiningar um meðferð sjúklinga sem þurfa hlé frá blóðþynningarmeðferð Klínískar leiðbeiningar um meðferð sjúklinga sem þurfa hlé frá blóðþynningarmeðferð Mars 2015 Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um meðferð sjúklinga sem þurfa hlé frá blóðþynningarmeðferð. 1 Efnisyfirlit

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Noromectin 1% stungulyf, lausn fyrir nautgripi og svín 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Virk(t) innihaldsefni: Ívermektín Hjálparefni: Glýseról formal

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

BS ritgerð. Tengsl húðkroppunaráráttu við áráttu- og þráhyggjueinkenni, fullkomnunaráráttu og tilfinningar um að eitthvað sé ekki alveg rétt

BS ritgerð. Tengsl húðkroppunaráráttu við áráttu- og þráhyggjueinkenni, fullkomnunaráráttu og tilfinningar um að eitthvað sé ekki alveg rétt BS ritgerð Tengsl húðkroppunaráráttu við áráttu- og þráhyggjueinkenni, fullkomnunaráráttu og tilfinningar um að eitthvað sé ekki alveg rétt Erna Sigurvinsdóttir Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Leiðbeinendur:

More information

Meðferð þvagfærasýkinga hjá konum sem ekki eru barnshafandi

Meðferð þvagfærasýkinga hjá konum sem ekki eru barnshafandi Austurströnd 5 IS 170 Seltjarnarnes Sími/Tel. (+354) 5101900 Inngangur Meðferð þvagfærasýkinga hjá konum Leiðbeiningar þessar eru þýðing á hluta af samantekt skoskra gagnreyndra leiðbeininga um meðferð

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum

Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum Ágrip Margrét Lilja Heiðarsdóttir 1 lyfjafræðinemi Anna Birna Almarsdóttir 1 lyfjafræðingur Reynir Tómas Geirsson 2,3 kvensjúkdómalæknir Lykilorð: getnaðarvarnir,

More information

Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni

Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD) Stytt útgáfa leiðbeininga Júní 2014 FORMÁLI Leiðbeiningar um Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrest með ofvirkni voru fyrst

More information

Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið?

Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið? Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið? Árni Egill Örnólfsson 1 læknir, Einar Hjaltested 2 læknir, Ólöf Birna Margrétardóttir 3 læknir, Hannes Petersen 4,5 læknir ÁGRIP Tillgangur: Markmið

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Rannsókn á aðstæðum fólks sem hefur greinst með Alzheimerssjúkdóm á Íslandi á aldrinum 45-65 ára Febrúar 2005 Hanna Lára Steinsson Minnismóttaka LSH Landakoti EFNISYFIRLIT

More information

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða Stefánsdóttir Lokaverkefni til cand.psych-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða

More information

Aðgerðir til að sporna við misnotkun

Aðgerðir til að sporna við misnotkun Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn Maí 2018 1 Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn. Maí 2018 Útgefandi: Velferðarráðuneytið Skógarhlíð

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) og mallandi mergæxli

Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) og mallandi mergæxli Mergæxli Krabbamein í beinmerg Þessi bæklingur er gefinn út af IMF og hefur verið lesinn yfir og samþykktur af Perluvinum félagi um mergæxli á Íslandi. www.krabb.is/myeloma Þýtt og staðfært af Kristrúnu

More information

Næring sjúklinga með parkinsonsjúkdóm

Næring sjúklinga með parkinsonsjúkdóm Næring sjúklinga með parkinsonsjúkdóm Lilja Rut Traustadóttir Lokaverkefni til BSc-gráðu Matvæla- og næringarfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Næring sjúklinga með parkinsonsjúkdóm Lilja Rut Traustadóttir

More information

Meðgöngusykursýki eftirfylgni eftir fæðingu

Meðgöngusykursýki eftirfylgni eftir fæðingu Meðgöngusykursýki eftirfylgni eftir fæðingu Fræðileg samantekt Bryndís Ásta Bragadóttir Ritgerð til meistaragráðu (30 einingar) Hjúkrunarfræðideild Námsbraut í ljósmóðurfræði Meðgöngusykursýki eftirfylgni

More information

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining.

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Höfundar: YLVA TINDBERG, med dr, överläkare, barnhälsovårdsenheten i Sörmland GABRIEL OTTERMAN, överläkare, barnskyddsteamet,

More information

Meðganga eftir hjáveituaðgerð á maga:

Meðganga eftir hjáveituaðgerð á maga: ` Meðganga eftir hjáveituaðgerð á maga: Fræðileg úttekt MARÍA KARLSDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL KANDÍDATSPRÓFS Í LJÓSMÓÐURFRÆÐI (12 ECTS EININGAR) LEIÐBEINANDI: DR. HELGA GOTTFREÐSDÓTTIR JÚNÍ 2009 ii Þakkarorð

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

September Vellíðan án lyfja. Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir

September Vellíðan án lyfja. Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir September 2010 Vellíðan án lyfja Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir September 2010 Vellíðan án lyfja: Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS)

More information

Skimun fyrir þunglyndi aldraðra Fræðileg samantekt

Skimun fyrir þunglyndi aldraðra Fræðileg samantekt Skimun fyrir þunglyndi aldraðra Fræðileg samantekt SUNNA EIR HARALDSDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI 12 EININGAR LEIÐBEINANDI: ÞÓRA JENNÝ GUNNARSDÓTTIR, LEKTOR JÚNÍ 2011 iii Þakkarorð

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. balance 1,5% glúkósi, 1,25 mmól/l kalsíum, kviðskilunarlausn

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. balance 1,5% glúkósi, 1,25 mmól/l kalsíum, kviðskilunarlausn Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins balance 1,5% glúkósi, 1,25 mmól/l kalsíum, kviðskilunarlausn Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

More information

Átraskanir. Samantekt leiðbeininga um meðferð og umönnun sjúklinga með lystarstol, lotugræðgi og skyldar átraskanir

Átraskanir. Samantekt leiðbeininga um meðferð og umönnun sjúklinga með lystarstol, lotugræðgi og skyldar átraskanir Átraskanir Samantekt leiðbeininga um meðferð og umönnun sjúklinga með lystarstol, lotugræðgi og skyldar átraskanir Þýðing á samantekt leiðbeininga frá National Institute for Clinical Excellence (NICE):

More information

Algengi og dreifing notkunar geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja

Algengi og dreifing notkunar geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja FRÆÐIGREINAR / ALGENGI GEÐLYFJANOTKUNAR Algengi og dreifing notkunar geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja Tómas Helgason 1 Kristinn Tómasson 2 Tómas Zoëga 3 1 Miðleiti 4, 13 Reykjavík, 2 rannsókna- og heilbrigðisdeild

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Áhrif fyrirtíðaspennu á líðan kvenna

Áhrif fyrirtíðaspennu á líðan kvenna Áhrif fyrirtíðaspennu á líðan kvenna Fræðileg samantekt GUÐRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR OG ÍRIS BJÖRK GUNNLAUGSDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINANDI: DR. HERDÍS SVEINSDÓTTIR

More information

Efnisyfirlit: Inngangur 3. Vísbendingar um exem 6. Böð og sund 8. Svefn 10. Meðferð 13. Að smyrja líkamann 19. Félagslegir þættir 20.

Efnisyfirlit: Inngangur 3. Vísbendingar um exem 6. Böð og sund 8. Svefn 10. Meðferð 13. Að smyrja líkamann 19. Félagslegir þættir 20. Efnisyfirlit: Inngangur 3 Vísbendingar um exem 6 Böð og sund 8 Svefn 10 Meðferð 13 Að smyrja líkamann 19 Félagslegir þættir 20 Hollráð 22 Inngangur Rúmlega fimmta hvert barn á Íslandi er með eða hefur

More information

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk HILDUR HJARTARDÓTTIR RUT GUÐNADÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINANDI:

More information

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Áhrif ófrjósemi á einstaklinga Elín Heiða Ólafsdóttir Íris Stella Sverrisdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Efnisyfirlit. Útdráttur.3. Inngangur Almennt um heilabilun og Alzheimers-sjúkdóminn... 6

Efnisyfirlit. Útdráttur.3. Inngangur Almennt um heilabilun og Alzheimers-sjúkdóminn... 6 Efnisyfirlit Útdráttur.3 Inngangur...3 1. Almennt um heilabilun og Alzheimers-sjúkdóminn... 6 1.1 Heilabilun og Alzheimers-sjúkdómurinn skilgreind (DSM-IV)... 6 1.2 Algengi heilabilunar og Alzheimers-sjúkdómsins...

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TISSEEL lausnir fyrir vefjalím. 2. INNIHALDSLÝSING Efnisþáttur 1 (Próteinlausn fyrir vefjalím): Storkuprótein úr mönnum 91 mg/ml 1 Storkuþáttur XIII, manna 0,6-10

More information

Hvaða einkenni fylgja MBL skorti?

Hvaða einkenni fylgja MBL skorti? Hvaða einkenni fylgja MBL skorti? Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir 5. árs læknanemi - Inngangur Mannose- binding lectin (MBL) er sameind búin til í lifrinni og er ein af þremur leiðum sem líkaminn notar

More information

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS)

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS) Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS) Unnið að hluta eftir bæklingum sem Guy s and St Thomas Hospital London; the Royal College of Obstetricians and Gynaecologists oglondon IDEAS Genetic Knowledge

More information

Lungnaástungur með hjálp tölvusneiðmynda á Landspítala. Ábendingar, fylgikvillar

Lungnaástungur með hjálp tölvusneiðmynda á Landspítala. Ábendingar, fylgikvillar Lungnaástungur með hjálp tölvusneiðmynda á Landspítala. Ábendingar, fylgikvillar og útkoma Anna Guðmundsdóttir 1 námslæknir Kristbjörn Reynisson 2 sérfræðingur í myndgreiningu Gunnar Guðmundsson 1,3 sérfræðingur

More information

Einhverfurófið og svefn

Einhverfurófið og svefn Einhverfurófið og svefn Fræðileg úttekt á meðferðarúrræðum og virkni þeirra María Kristín H. Antonsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Félagsvísindadeild Apríl 2016 Einhverfurófið

More information

Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu og áherslur í líknarmeðferð

Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu og áherslur í líknarmeðferð Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu og áherslur í líknarmeðferð Fræðileg samantekt Hildigunnur Magnúsdóttir Urður Ómarsdóttir Ritgerð til BS prófs (12 einingar) Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Bágt er að berja höfðinu við steininn

Bágt er að berja höfðinu við steininn Bágt er að berja höfðinu við steininn Um tengsl skammtíma- og langtímaafleiðinga heilaáverka Thelma Rún van Erven Lokaverkefni til B.Sc.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Bágt er að berja höfðinu

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Lifrarbólga A á Íslandi

Lifrarbólga A á Íslandi Lifrarbólga A á Íslandi Hallfríður Kristinsdóttir 1 læknanemi, Arthur Löve 1,2 læknir, Einar Stefán Björnsson 1,3 læknir ÁGRIP Inngangur: Faraldrar af völdum lifrarbólgu A veiru (hepatitis A virus, HAV)

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda REGLURNAR GILDA FYRIR: CHESAPEAKE BAY RETRIEVER, CURLY-COATED RETRIEVER, FLAT- COATED RETRIEVER, GOLDEN RETRIEVER, LABRADOR RETRIEVER OG NOVA SCOTIA DUCK TOLLING

More information

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Gísli Kristófersson 1 geðhjúkrunarfræðingur, Ársæll Arnarsson 2 faraldsfræðingur, Guðmundur Heimisson 3 próffræðingur, Dagbjörg

More information

Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir

Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir Skýrsla nefndar um notkun geðdeyfðarlyfja Tómas Helgason, Halldóra Ólafsdóttir, Eggert Sigfússon, Einar Magnússon, Sigurður Thorlacius, Jón Sæmundur Sigurjónsson

More information

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr. Leiðbeinandi tilmæli Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum nr. 2/2007 Gefið út skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

More information

Kynheilbrigði unglinga

Kynheilbrigði unglinga Kynheilbrigði unglinga Sóley S. Bender, dósent Kynheilbrigði Kynheilbrigði á við um kynlíf og frjósemi. Það höfðar til samspils líkamlegra, andlegra, félagslegra og tilfinningalegra þátta. Kynlífsheilbrigði

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS MS-H Vaccine augndropar, dreifa 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Einn skammtur (30 µl) inniheldur: Mycoplasma synoviae stofn MS-H lifandi

More information

Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi Lýsandi rannsókn

Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi Lýsandi rannsókn Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi 2002-2004 Lýsandi rannsókn Helga Hansdóttir 1 læknir, Pétur G. Guðmannsson 2 læknir Ágrip Markmið: Að lýsa lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi á árunum 2002-2004.

More information

LYFLÆKNINGASVIÐ. Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð

LYFLÆKNINGASVIÐ. Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð LYFLÆKNINGASVIÐ Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð Í þessum bæklingi eru almennar upplýsingar um geislajoðmeðferð. Við leggjum

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

Orkunotkun og næring gjörgæslusjúklinga

Orkunotkun og næring gjörgæslusjúklinga Orkunotkun og næring gjörgæslusjúklinga Bjarki Kristinsson læknir 1 Kristinn Sigvaldason svæfinga- og gjörgæslulæknir 1 Sigurbergur Kárason svæfinga- og gjörgæslulæknir 1 Lykilorð: orkunotkun, óbein efnaskiptamæling,

More information

Þróun á meðferð og kostnaði góðkynja stækkunar hvekks á Íslandi

Þróun á meðferð og kostnaði góðkynja stækkunar hvekks á Íslandi FRÆÐIGREINAR / GÓÐKYNJA STÆKKUN HVEKKS Þróun á meðferð og kostnaði góðkynja stækkunar hvekks á Íslandi Ágrip Sigmar Jack 1, Guðmundur Geirsson 2 Inngangur: Á síðasta ártaugi hefur brottnámsaðgerðum á hvekk

More information

Skimun fyrir berklum meðal gigtarsjúklinga sem hófu meðferð með. TNFα-hemlum á Íslandi

Skimun fyrir berklum meðal gigtarsjúklinga sem hófu meðferð með. TNFα-hemlum á Íslandi R A N N S Ó K N Skimun fyrir berklum meðal gigtarsjúklinga sem hófu meðferð með TNFα-hemlum á Íslandi 1999-2014 Þórir Már Björgúlfsson1 læknir, Gerður Gröndal1 læknir, Þorsteinn Blöndal2 læknir, Björn

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

KÖNNUN Á ÞEKKINGU SJÚKLINGA Á BLÓÐÞYNNINGARMEÐFERÐ

KÖNNUN Á ÞEKKINGU SJÚKLINGA Á BLÓÐÞYNNINGARMEÐFERÐ KÖNNUN Á ÞEKKINGU SJÚKLINGA Á BLÓÐÞYNNINGARMEÐFERÐ SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR ÞURÍÐUR HELGA INGADÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (16 EININGAR) LEIÐBEINENDUR: HERDÍS SVEINSDÓTTIR, PRÓFESSOR OG

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Börnum straffað með hendi og vendi Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Steinunn Bergmann 2010 1 Formáli Rannsókn þessi á tilkynningum til barnaverndarnefnda er varða grun

More information