Hvaða einkenni fylgja MBL skorti?

Size: px
Start display at page:

Download "Hvaða einkenni fylgja MBL skorti?"

Transcription

1 Hvaða einkenni fylgja MBL skorti? Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir 5. árs læknanemi -

2 Inngangur Mannose- binding lectin (MBL) er sameind búin til í lifrinni og er ein af þremur leiðum sem líkaminn notar til að virkja magnakerfið (e. complement system) til að verjast utanfrumusýklum. MBL er staðsett í sermi og þekkir sykursameindir á yfirborði margra sýkla (þ.e. baktería, veira, frumdýra og sveppa) getur þannig aðgreint sýkla frá frumum mannslíkamans. MBL virkjar magnakerfið með því að bindast MBL serine próteasa, MASPs (MBL- associated serine proteases), sem virkar sem klippir (e. convertase) og klýfur C3 í C3a og C3b. Í framhaldinu getur i) C3b brot bundist yfirborði baktería og sett af stað magnakeðjuverkun (e. complement cascade) þar sem árásarhimnuprótein (e. membrane attack complex) eru mynduð sem valda sundrun á sýklum, ii) C3b getur bundist magnakerfaviðtökum (e. complement receptors) á átfrumum og valdið áthúðun (e. opsonization) og agnaáti á sýki (e. phagocytosis) og mótefnafléttum og iii) C3a og C5 geta virkjað bólgumiðla (mynd 1 og viðhengi 1). Mynd 1: MBL er því hluti af kerfinu sem sér um ósérhæfðar varnir líkamans (e. innate immunity) og er þar með fyrsta vörn líkamans við hinum ýmsu sýklum. Einnig hefur verið sýnt fram á að sameindin binst frumum sem hafa gengist undir stýrðan frumudauða (e. apoptosis) og frumum sem hafa orðið fyrir drepi (e. necrotic cells) og hvetur agnaát á þeim.

3 Mannose binding lectin skortur MBL sameindin er tjáð á MBL2 geni á litningi 10 (10q11.2- q21). Þetta er fjölbreytt gen (e. genetic polymorphism) og margar stökkbreytingar til bæði á táknröðum (e. exons) og stýrisvæðum (e. promoter). MBL skortur er því talinn tengjast þessu geni þar sem það hefur bæði áhrif á magn MBL sameindarinnar í líkamanum og virkni hennar. Erfitt hefur hins vegar verið að tengja ákveðna arfgerð (e. genotype) við ákveðið MBL gildi í sermi og er MBL í heilbrigðum einstaklingum breytilegt eða allt frá 0 ng/ml upp í >8000 ng/ml. Þá hefur verið sýnt fram á fleiri þættir, s.s. að aldur sjúklings, hormónar og ónæmisfræðileg virkjun í líkamanum hafi áhrif á magn sameindarinnar í sermi. Skilgreining á viðmiðunargildi MBL skorts er því óljós og notast rannsóknir við mjög breytileg gildi eða allt frá <50ng/ml upp í 1000 ng/ml. Þá nota sumar rannsóknir ekki MBL gildi í sermi til viðmiðunar heldur MBL arfgerðirnar til að tengja MBL skort við ákveðna sjúkdóma og því getur verið erfitt að bera saman mismunandi rannsóknarniðurstöður. Einkenni mannose binding lectin skorts Algengi MBL skorts í þjóðfélaginu er talið vera allt upp í 30% en flestir með skortinn eru heilsuhraustir og hafa engin einkenni. Rannsóknir hafa þó bæði sýnt fram á jákvæð og neikvæð áhrif skortsins á ýmsa sjúkdóma en niðurstöður eru oft misvísandi. Þegar klínísk einkenni MBL skorts eru metin er þó gott að hafa hugfast hlutverk MBL, þ.e. áthúðun og virkjun á magnakerfinu. Út frá því er hægt að áætla að lág gildi MBL hefði neikvæð áhrif í kringumstæðum þar sem áreiðanleiki ósérhæfða ónæmiskerfisins er nauðsynlegur, t.d. til að verjast ákveðnum sýkingum. Á hinn bóginn gætu lág gildi MBL haft jákvæð áhrif á sjúkdóma þar sem vefjaskaði verður vegna virkjunar á magnakerfinu.

4 Sýkingar Rannsóknir sýna að börn með MBL skort fá gjarnan tíðari sýkingar í efri öndunarvegi og eiga í hættu að fá alvarlegri pneumókokka- og meningokokkasýkingar. Í barni með tíðar öndunarfærasýkingar er því vert að athuga hvort um skort sé að ræða og ef svo er bólusetja fyrir pneumókokkum og meningókokkum. Þetta gildir einnig um fullorðna sem eru með endurteknar sýkingar og MBL skort. Þegar skoðuð eru áhrif MBL skorts á alvarlegri sýkingar, blóðsýkingar eða mögulega innlögn á gjörgæslu ber rannsóknum hins vegar ekki saman um áhrif skortsins. Samkvæmt yfirlitsgrein frá 2010 er MBL skortur í nýburum sjálfstæður áhættuþáttur fyrir því að nýburi sem leggst inn á gjörgæsludeild fái blóðsýkingu sem er staðfest með ræktunum. Nýburar eru með óþroskað ónæmiskerfi og reiða sig því mikið á mótefni móður og ósérhæfða ónæmiskerfið og því gæti skortur á MBL valdið því að þau fá tíðari blóðsýkingar. Í sömu grein var ekki hægt að sýna fram á tengsl milli ákveðinnar MBL2 arfgerðar og áhættu á sýkingum í nýburum. Ónæmisbældir einstaklingar og sýkingar Sett hefur verið fram tilgáta um að MBL skortur hafi meiri áhrif hjá ónæmisbældum einstaklingum eins og HIV sýktum eða hjá þeim sem eru að fá ónæmisbælandi lyfjameðferðir eftir líffæraflutninga. Rannsóknir sem styðja þessa tilgátu eru hins vegar umdeildar. Í rannsóknum hjá fullorðnum virðast ónæmisbældir (þ.e. einstaklingar á ónæmisbælandi lyfjum, í beinmergskiptum eða HIV sýktir) með MBL skort vera í aukinni hættu að fá alvarlegar sýkingar. Í börnum ber rannsóknum hins vegar ekki saman um hvort börn með MBL skort á ónæmisbælandi lyfjameðferð séu meiri áhættu að fá alvarlegar sýkingar. Miðað við stöðu þekkingar í dag er því ekki hægt að áætla hversu mikil áhrif þetta hefur. Árið 2013 var gerð rannsókn með stærsta þýði krabbameinsbarna til þessa þar sem skoðuð voru áhrif MBL skorts á sýkingar. Þar kom í ljós að MBL skortur hafði áhrif á næmni barnanna á að fá hita með daufkyrningafæð (e. febrile neutropenia episodes) og á hversu alvarlegt ástandið var. Rannsóknum á þessu

5 fyrirbæri hafði þó ekki borið saman um þessi tengsl og tengsl þess við sýkingar en misleitur hópur þýðis varðandi sjúkdóma og meðferðir gæti spilað þar stóran þátt. Sjálfsónæmissjúkdómar Rannsóknir um hvort og hvernig MBL skortur hafi áhrif á sjálfsónæmissjúkdóma er umdeilanlegar og mismunandi eftir tegund sjálfsónæmissjúkdóma.. Í börnum hefur verið sýnt fram á hærri tíðni Kawasaki sjúkdóms hjá börnum með MBL skort en þegar liðbólgur barna af óþekktri orsök (e. juvenile idiopathic arthritis) voru skoðaðar fundust ekki tengsl við MBL skort. Þá hafa sumar undirbúningsrannsóknir (e. preliminary studies) hjá fullorðnum bent til þess að MBL skortur hafi jákvæð áhrif t.d. á gigtsótt (e. rheumatic fever) á meðan aðrar rannsóknir sýna fram á alvarlegri útkomu sjálfsofnæmissjúkdóma eins og bólgusjúkdóma í görn (e. inflammatory bowel disease, IBD). Sýnt hefur verið fram á að MBL skortur hafi áhrif á rauða úlfa (e. lupus erythematous, SLE) þannig að skorturinn auki tíðni og alvarleika sjúkdómsins og hærri tíðni er á aukaverkunum á formi sýkinga. Niðurstöður sumra rannsókna benda til að MBL- mótefni (e. anti- MBL antibodies) í SLE sé ástæða fyrir lágu gildi MBL í sermi SLE sjúklinga en hlutverk MBL í sjúkdómsmynd SLE er þó enn óþekkt. Illkynja sjúkdómar Þegar illkynja sjúkdómar eru skoðaðir hafa rannsóknir meðal annars sýnt fram á að MBL skortur geti verið áhættuþáttur fyrir að börn þrói með sér krabbamein á borð við ALL eða æxli (solid tumor). Endanlegar niðurstöður þressara rannsókna liggja þó ekki fyrir. Blóðþurrðar sjúkdómar Í sjúkdómum þar sem vefjaskaði verður, til dæmis vegna blóðþurrðar, getur virkjun á MBL kerfinu verið skaðleg fyrir vefinn og því gætu lág MBL gildi verið hagstæð fyrir einstakling með slíkan sjúkdóm. Rannsóknir hafa staðfest gagnsemi lágs MBL- gildis hjá sjúklingum sem fá hjarta-, nýrna- eða

6 heilablóðþurrð eða þar sem vefjaskemmd verður þegar blóðflæði kemst aftur á þessa staði (e. reperfusion injury). Niðurstaða Í dag er ekki samhljóma álit um klínískt mikilvægi MBL skorts. Niðurstaðan er hins vegar sú að MBL kerfið gegnir hlutverki í áthúðun og virkjun magnakerfisins og er því mikilvægur hluti af ósérhæfðum vörnum líkamans. Með það í huga má áætla að kerfið hjálpi við að verjast gegn sýklum og krabbameinsmyndun með því að sundra og gleypa sýkla eða frumur á leið í frumudauða. Skortur gæti því haft neikvæð áhrif á þessa sjúkdóma. Hins vegar getur MBL kerfið valdið vefjaskemmd með því að ráðast á vefi líkamans sem hafa t.d. orðið fyrir blóðþurrð og getur skortur í þeim sjúkdómstilfellum því verið hagstæður. Að lokum er þetta ein leið sem líkaminn notar til að virkja magnakerfið í ónæmissvari og því getur þetta haft fjölbreytt áhrif á ýmsa sjálfsónæmissjúkdóma. Eins og fram hefur komið hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á áhrifum MBL skorts á ýmsa sjúkdóma og hafa niðurstöður verið misvísandi. Þar vegur óljós skilgreining MBL skorts þungt. Mikilvægt er að skilgreina ákveðið viðmiðunargildi til þess að hægt sé að bera saman rannsóknarniðurstöður og komast til botns um klínískt mikilvægi MBL skorts.

7 Heimildir 1. Heitzeneder S 1, Seidel M, Förster- Waldl E, Heitger A. Mannan- binding lectin deficiency - Good news, bad news, doesn't matter? Clin Immunol Apr;143(1): doi: /j.clim Epub 2011 Nov Mannose- binding lectin and infection risk in newborns: a systematic review. Arch Dis Child Fetal Neonatal Ed Nov;95(6):F doi: /adc Epub 2010 May Dommett R 1, Chisholm J, Turner M, Bajaj- Elliott M, Klein NJ. Mannose- binding lectin genotype influences frequency and duration of infectious complications in children with malignancy. J Pediatr Hematol Oncol Jan;35(1): doi: /MPH.0b013e e5.

8 Viðhengi 1

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) og mallandi mergæxli

Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) og mallandi mergæxli Mergæxli Krabbamein í beinmerg Þessi bæklingur er gefinn út af IMF og hefur verið lesinn yfir og samþykktur af Perluvinum félagi um mergæxli á Íslandi. www.krabb.is/myeloma Þýtt og staðfært af Kristrúnu

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

Einhverfurófið og svefn

Einhverfurófið og svefn Einhverfurófið og svefn Fræðileg úttekt á meðferðarúrræðum og virkni þeirra María Kristín H. Antonsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Félagsvísindadeild Apríl 2016 Einhverfurófið

More information

Er hægt að nota TREC til að greina meðfædda ónæmisgalla?

Er hægt að nota TREC til að greina meðfædda ónæmisgalla? Er hægt að nota TREC til að greina meðfædda ónæmisgalla? Bergljót Rafnar Karlsdóttir Ritgerð í barnalæknisfræði Læknadeild Heilbrigðisvísindasvið Háskóli Íslands Maí 2015 Er hægt að nota TREC til að greina

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

Bágt er að berja höfðinu við steininn

Bágt er að berja höfðinu við steininn Bágt er að berja höfðinu við steininn Um tengsl skammtíma- og langtímaafleiðinga heilaáverka Thelma Rún van Erven Lokaverkefni til B.Sc.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Bágt er að berja höfðinu

More information

Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD

Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Karitas Ósk Björgvinsdóttir Lokaverkefni til Cand. Psych. gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Karitas Ósk Björgvinsdóttir

More information

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Áhrif ófrjósemi á einstaklinga Elín Heiða Ólafsdóttir Íris Stella Sverrisdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg María Árnadóttir Júní 2010 Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum

Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum Pétur Grétarsson Ritgerð til diplómaprófs Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið?

Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið? Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið? Árni Egill Örnólfsson 1 læknir, Einar Hjaltested 2 læknir, Ólöf Birna Margrétardóttir 3 læknir, Hannes Petersen 4,5 læknir ÁGRIP Tillgangur: Markmið

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Bryndís Sveinsdóttir Lokaverkefni til Cand.Psych.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

More information

ÁHRIF SJÓBAÐA Á LÍKAMA MANNA

ÁHRIF SJÓBAÐA Á LÍKAMA MANNA ÁHRIF SJÓBAÐA Á LÍKAMA MANNA Kristján Sveinsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2013 Höfundur/höfundar: Kristján Sveinsson Kennitala: 090379-3999 Leiðbeinandi: Brian Daniel Marshall Tækni-og verkfræðideild

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Mannfræði Trúir þú á raunveruleikann? - þróun óhefðbundinna lækninga til dagsins í dag Arna Björk Kristjánsdóttir Febrúar 2010 1 Leiðbeinandi: Kristín Erla Harðardóttir

More information

Efnisyfirlit. Útdráttur.3. Inngangur Almennt um heilabilun og Alzheimers-sjúkdóminn... 6

Efnisyfirlit. Útdráttur.3. Inngangur Almennt um heilabilun og Alzheimers-sjúkdóminn... 6 Efnisyfirlit Útdráttur.3 Inngangur...3 1. Almennt um heilabilun og Alzheimers-sjúkdóminn... 6 1.1 Heilabilun og Alzheimers-sjúkdómurinn skilgreind (DSM-IV)... 6 1.2 Algengi heilabilunar og Alzheimers-sjúkdómsins...

More information

BS ritgerð. Tengsl húðkroppunaráráttu við áráttu- og þráhyggjueinkenni, fullkomnunaráráttu og tilfinningar um að eitthvað sé ekki alveg rétt

BS ritgerð. Tengsl húðkroppunaráráttu við áráttu- og þráhyggjueinkenni, fullkomnunaráráttu og tilfinningar um að eitthvað sé ekki alveg rétt BS ritgerð Tengsl húðkroppunaráráttu við áráttu- og þráhyggjueinkenni, fullkomnunaráráttu og tilfinningar um að eitthvað sé ekki alveg rétt Erna Sigurvinsdóttir Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Leiðbeinendur:

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Dyslexía. Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Dyslexía. Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2010 Dyslexía Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí Sigríður Jóhannesdóttir Leiðsögukennari: Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir Lokaverkefni

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði?

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Niðurstöður samræmdra prófa hjá einum árgangi í 4., 7. og 10. bekk Sigríður Helga Ármannsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Er fylgni

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Að alast upp við alkóhólisma Áhrif á börn og uppkomin börn alkóhólista Gerður Sif Stefánsdóttir Október 2009 Leiðbeinandi: Halldór S. Guðmundsson Aðstoðarleiðbeinandi: Erla

More information

Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum

Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum Hug- og félagsvísindadeild Sálfræði 2009 Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum Margrét Eiríksdóttir Ranveig S. Tausen Lokaverkefni í Hug- og félagsvísindadeild Hug- og félagsvísindadeild Sálfræði

More information

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Einar Kristinsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði

More information

BA ritgerð. Þunglyndi barna

BA ritgerð. Þunglyndi barna BA ritgerð Félagsráðgjöf Þunglyndi barna Hefur þunglyndi foreldra áhrif á börn þeirra og ef svo er, á hvaða hátt? Guðlaug Birna Steinarsdóttir Leiðbeinandi: Gyða Hjartardóttir Júní 2017 Þunglyndi barna

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

Lifrarskaði af völdum lyfja

Lifrarskaði af völdum lyfja Lifrarskaði af völdum lyfja Einar S. Björnsson meltingarlæknir Lykilorð: lifur, lyf, lifrarskaði. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Einar S. Björnsson, meltingardeild lyflækningasviðs Landspítala. einarsb@landspitali.is

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi?

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi? Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi? Vigdís Guðmundsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Að

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining.

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Höfundar: YLVA TINDBERG, med dr, överläkare, barnhälsovårdsenheten i Sörmland GABRIEL OTTERMAN, överläkare, barnskyddsteamet,

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi

Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi Kortlagning kynferðisbrota gegn börnum á Íslandi í málum þar sem meintur gerandi er á aldrinum 12-17 ára Ranveig Susan Tausen Lokaverkefni til Cand.psych.gráðu

More information

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS)

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS) Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS) Unnið að hluta eftir bæklingum sem Guy s and St Thomas Hospital London; the Royal College of Obstetricians and Gynaecologists oglondon IDEAS Genetic Knowledge

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot

Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot Er munur á vitneskju ólíkra starfsstétta? Helga Theodóra Jónasdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Vitneskja

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Börnum straffað með hendi og vendi Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Steinunn Bergmann 2010 1 Formáli Rannsókn þessi á tilkynningum til barnaverndarnefnda er varða grun

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Matarvenjur og matvendni barna með offitu. Food habits and picky eating in a sample of obese children. Gunnhildur Gunnarsdóttir

Matarvenjur og matvendni barna með offitu. Food habits and picky eating in a sample of obese children. Gunnhildur Gunnarsdóttir Matarvenjur og matvendni barna með offitu Food habits and picky eating in a sample of obese children Gunnhildur Gunnarsdóttir Lokaverkefni til cand. psych gráðu í sálfræði Leiðbeinendur: Urður Njarðvík,

More information

Persónuleiki D. tengsl við óheilsusamlega hegðun. Haukur Ísleifsson og Marín Jónsdóttir

Persónuleiki D. tengsl við óheilsusamlega hegðun. Haukur Ísleifsson og Marín Jónsdóttir Persónuleiki D tengsl við óheilsusamlega hegðun Haukur Ísleifsson og Marín Jónsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Persónuleiki D tengsl við reykingar, hreyfingu og lyfjanotkun

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

31. ÁRGANGUR 2. TÖLUBLAÐ DESEMBER Blámi í börnum Laufey Ýr Sigurðardóttir, læknir og Hróðmar Helgason barnasérfræðingur

31. ÁRGANGUR 2. TÖLUBLAÐ DESEMBER Blámi í börnum Laufey Ýr Sigurðardóttir, læknir og Hróðmar Helgason barnasérfræðingur 31. ÁRGANGUR 2. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1994 Sjá bls. 1 og 3 Meðal efnis: Erfðaþættir hjarta og æðasjúkdóma Guðmundur Þorgeirsson, formaður Rannsóknarstjórnar Hjartaverndar Erfðarannsóknir Nýir möguleikar Reynir

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Bólusetningar barna Viðhorf verðandi foreldra. María Kristinsdóttir

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Bólusetningar barna Viðhorf verðandi foreldra. María Kristinsdóttir MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Bólusetningar barna Viðhorf verðandi foreldra María Kristinsdóttir Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt Viðskiptafræðideild Júní 2016 Bólusetningar barna

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Efnisyfirlit Útdráttur Inngangur Aðferð Niðurstöður Umræða Heimildaskrá Viðauki I Viðauki II Viðauki III

Efnisyfirlit Útdráttur Inngangur Aðferð Niðurstöður Umræða Heimildaskrá Viðauki I Viðauki II Viðauki III Efnisyfirlit Útdráttur... 2 Inngangur... 3 Misnotkun áfengis og áfengissýki... 3 Áfengisvandamál á Íslandi... 5 Orsakir áfengissýki... 6 Erfðir... 7 Umhverfisáhrif... 7 Persónuleikaþættir... 8 Atferlislíkanið...

More information

Eiginleikar starfa Starfstengdar kröfur sem áskoranir og hindranir. Hjalti Einarsson

Eiginleikar starfa Starfstengdar kröfur sem áskoranir og hindranir. Hjalti Einarsson Eiginleikar starfa Starfstengdar kröfur sem áskoranir og hindranir Hjalti Einarsson Lokaverkefni til M.Sc. gráðu í félags og vinnusálfræði Leiðbeinendur Daníel Þór Ólason og Jón Friðrik Sigurðsson Sálfræðideild

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Aðlögunarhæfni á starfsferli:

Aðlögunarhæfni á starfsferli: Aðlögunarhæfni á starfsferli: Mikilvæg hæfni hjá atvinnuleitendum á breyttum vinnumarkaði Linda Björk Einarsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í Náms-og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Aðlögunarhæfni á starfsferli:

More information

Sigrumst á sýklasótt

Sigrumst á sýklasótt Sigrumst á sýklasótt Leiðbeiningar um meðferð við svæsinni sýklasótt hjá fullorðnum Inngangur Gísli H. Sigurðsson Alma D. Möller sérfræðingar í svæfinga- og gjörgæslulækningum Svæfinga- og gjörgæsludeild

More information

Alvarlegir höfuðáverkar á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur

Alvarlegir höfuðáverkar á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Alvarlegir höfuðáverkar á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 1994-1998 Atli Einarsson 1 Kristinn Sigvaldason 1 Niels Chr. Nielsen 1 jarni Hannesson 2 Frá 1 svæfinga- og gjörgæsludeild og 2 heila- og

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga BA ritgerð Félagsráðgjöf Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir Júní 2016 Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir 040577-4759

More information

Skólatengd líðan barna

Skólatengd líðan barna Skólatengd líðan barna Rannsókn á skólatengdri líðan barna með og án sérþarfa að mati foreldra Eydís Einarsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til MA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Skólatengd líðan

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð félagsfræði Tengsl feðra við börn sín sem eiga fasta búsetu hjá móður Fjóla Bjarnadóttir Júní 2009 Leiðbeinandi: Þorgerður Einarsdóttir Nemandi: Fjóla Bjarnadóttir

More information

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða Stefánsdóttir Lokaverkefni til cand.psych-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða

More information

Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga

Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga Arna Valgerður Erlingsdóttir Helga Sigfúsdóttir Karen B Elsudóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði

More information

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Gísli Kristófersson 1 geðhjúkrunarfræðingur, Ársæll Arnarsson 2 faraldsfræðingur, Guðmundur Heimisson 3 próffræðingur, Dagbjörg

More information

Börn og hundar. Samanburður á farsælum uppeldisháttum. Jóhanna Sigurlín Reykjalín Ragnarsdóttir

Börn og hundar. Samanburður á farsælum uppeldisháttum. Jóhanna Sigurlín Reykjalín Ragnarsdóttir Börn og hundar Samanburður á farsælum uppeldisháttum Jóhanna Sigurlín Reykjalín Ragnarsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í Uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið.

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Gunnar Gíslason Lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf Félagsvísindasvið Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Gunnar Gíslason Lokaverkefni til BA

More information

MA ritgerð. Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla

MA ritgerð. Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla Matthildur Jóhannsdóttir Hrefna Ólafsdóttir Félagsvísindasvið Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð

More information

Gagnsemi hugrænnar atferlismeðferðar við lyndis- og kvíðaröskunum hjá fullorðnum

Gagnsemi hugrænnar atferlismeðferðar við lyndis- og kvíðaröskunum hjá fullorðnum Gagnsemi hugrænnar atferlismeðferðar við lyndis- og kvíðaröskunum hjá fullorðnum Hugræn atferlismeðferð (HAM, cognitive behavioral therapy) er sálfræðimeðferð sem hefur náð mikilli útbreiðslu á tiltölulega

More information

Skilningur á atriðum í endurbættri foreldraútgáfu hins íslenska SDQ lista

Skilningur á atriðum í endurbættri foreldraútgáfu hins íslenska SDQ lista Skilningur á atriðum í endurbættri foreldraútgáfu hins íslenska SDQ lista Þórey Huld Jónsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Skilningur á atriðum í endurbættri foreldraútgáfu

More information

Gengisflökt- og hreyfingar

Gengisflökt- og hreyfingar Alþjóðahagfræði Háskóli Íslands Kennari: Ásgeir Jónsson Haust 2002 Gengisflökt- og hreyfingar -ákvörðun og áhrif- Barði Már Jónsson kt. 120580-5909 Hreggviður Ingason kt. 290578-5829 Markús Árnason kt.

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Andleg líðan kvenna á meðgöngu: Samanburður á ráðgerðri og óráðgerðri þungun

Andleg líðan kvenna á meðgöngu: Samanburður á ráðgerðri og óráðgerðri þungun Heilbrigðisdeild Hjúkrunarfræði 2005 Andleg líðan kvenna á meðgöngu: Samanburður á ráðgerðri og óráðgerðri þungun Guðrún Björnsdóttir Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir Sigurborg Bjarnadóttir Unnur María Pétursdóttir

More information

Staðreyndir um HIV og alnæmi. Íslenska

Staðreyndir um HIV og alnæmi. Íslenska Staðreyndir um HIV og alnæmi. Íslenska Alnæmi er alvarlegur sjúkdómur sem hefur breiðst út um allan heim frá því í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Alnæmi orsakast af veiru sem nefnist HIV og smitast

More information

Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni

Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni Mat á einelti í opinberum stofnunum í krafti starfsmannaverndar Anna María Reynisdóttir Lokaverkefni til MS-gráðu í viðskiptafræði Leiðbeinandi:

More information