Leiðbeiningar um ávísun lyfsins

Size: px
Start display at page:

Download "Leiðbeiningar um ávísun lyfsins"

Transcription

1 Þykkni fyrir innrennslislausn Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn er varða öryggi við notkun YERVOY Leiðbeiningar um ávísun lyfsins YERVOY (ipilimumab) er ætlað til meðferðar við langt gengnu (óskurðtæku eða með meinvörpum) sortuæxli. 1 Leiðbeiningarnar eru ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum sem koma að meðferð sjúklinga sem fá ipilimumab eru nauðsynlegar til að tryggja örugga og árangursríka notkun ipilimumabs og viðeigandi meðferð við ónæmistengdum aukaverkunum á að lesa áður en ipilimumabi er ávísað og gefið koma upplýsingum um leiðbeiningabækling fyrir sjúklinga og öryggiskorti á framfæri. Mikilvægt er að skoða leiðbeiningabæklinginn með sjúklingnum fyrir hverja meðferðarlotu til að efla skilning á aukaverkunum og nauðsyn þess að hafa samband við lækni eða hjúkrunarfræðing ef aukaverkanir koma fram.

2 Yfirlit yfir mikilvægar upplýsingar Ipilimumab eykur hættu á alvarlegum ónæmistengdum aukaverkunum sem geta m.a. verið ristilbólga, lifrarbólga, húðbólga, aukaverkanir frá taugum, innkirtlakvillar, bólga í augum og aðrar ónæmistengdar aukaverkanir. Þessar ónæmistengdu aukaverkanir geta komið fram nokkrum mánuðum eftir síðasta skammt af ipilimumabi. Snemmgreining og tafarlaus viðeigandi meðferð þessara ónæmistengdu aukaverkana er nauðsynleg til að lágmarka lífshættulega fylgikvilla. Leggja verður tafarlaust mat á aukaverkanir sem grunur leikur á svo útiloka megi sýkingar og aðra orsakaþætti. Háð alvarleika einkenna getur þurft að fresta eða hætta gjöf lyfsins og altæk háskammta barksterameðferð getur verið nauðsynleg. Upplýsa á sjúklinga um einkenni þessara ónæmistengdu aukaverkana og mikilvægi þess að tilkynna þær tafarlaust lækninum sem sér um meðferðina. Þess vegna hefur verið séð fyrir leiðbeiningabæklingi og öryggiskorti handa sjúklingum. Ráðleggja á sjúklingum að hafa öryggiskortið ávallt meðferðis til að sýna í öllum læknisheimsóknum. Leiðbeiningar um ávísun ipilimumabs Ipilimumab er lyf sem stuðlar að því að ónæmiskerfið ráðist á æxli með því að auka virkni T-frumna. Lyfið er einstofna IgG1 mótefni alfarið úr mönnum og verkar með því að blokka CTLA-4 (frumudrepandi T-eitilfrumu mótefnavaka 4) sameind á T-frumum sem verkar sem náttúrulegur hemill á ónæmissvörun. 1 Áður en ipilimumabi er ávísað og fyrir hvert innrennsli á að athuga: lifrarstarfsemi skjaldkirtilsstarfsemi öll einkenni eða vísbendingar um ónæmistengdar aukaverkanir m.a. niðurgang og ristilbólgu hvort sjúklingurinn sé barnshafandi eða hvort þungun sé fyrirhuguð eða hvort hann hafi barn á brjósti YERVOY er hvorki ætlað til notkunar á meðgöngu né handa konum á barneignaraldri sem ekki nota getnaðarvarnir, nema klínískur ávinningur vegi þyngra en möguleg áhætta. Varúð Notkun ipilimumabs á að forðast hjá sjúklingum með alvarlegan sjálfsnæmissjúkdóm þar sem frekari ónæmisörvun getur verið lífshættuleg. 1 Viðbótarupplýsingar um ipilimumab eru í samantekt á eiginleikum lyfsins (SmPC) og fylgiseðli ( 2

3 Ónæmistengdar aukaverkanir Ónæmistengdar aukaverkanir geta komið fram við notkun ipilimumabs og geta m.a. verið: Bólga í meltingarfærum (t.d. ristilbólga) sem getur versnað svo blæði úr eða sár myndist sem geta leitt til gatamyndunar á ristli. Lifrarbólga sem getur leitt til lifrarbilunar. Bólga í húð sem getur leitt til alvarlegra húðviðbragða (t.d. eitrunardreplos í húðþekju, lyfjaútbrot með eosínfíklafjöld og altækum einkennum (DRESS heilkenni). Aukaverkanir frá taugum sem geta leitt til skyn- og hreyfitaugakvilla. Innkirtlakvillar sem ná yfir heiladingul, nýrnahettur eða skjaldkirtil og geta haft áhrif á starfsemi þeirra. Bólga í augum. Greint hefur verið frá einangruðum tilvikum alvarlegra innrennslisviðbragða í klínískum rannsóknum. Aðrar ónæmistengdar aukaverkanir: æðahjúpsbólga, eosínfíklafjöld, lípasahækkun, og gauklabólga í nýrum. Í ákveðnum tilvikum hefur auk þess verið greint frá lithimnubólgu, blóðlýsublóðleysi, amýlasahækkun, fjöllíffærabilun og millivefslungnabólgu. Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá Vogt-Koyanagi-Harada heilkenni. Snemmgreining og tafarlaus viðeigandi meðferð Til að lágmarka lífshættulega fylgikvilla er nauðsynlegt að greina ónæmistengdar aukaverkanir snemma og meðhöndla þær tafarlaust. Altæk háskammta barksterameðferð með eða án viðbótar ónæmisbælandi meðferð getur verið nauðsynleg til að ráða bót á alvarlegum ónæmistengdum aukaverkunum. 1 Sjá samantekt á eiginleikum lyfsins (SmPC) fyrir leiðbeiningar um meðferð, og tilkynnið allar aukaverkanir sem grunur leikur á til Lyfjastofnunar, eða til Vistor hf., safety@vistor.is. Ónæmistengdar aukaverkanir geta komið fram nokkrum mánuðum eftir síðasta skammt af ipilimumab 1 og því er eftirfylgni með sjúklingum nauðsynleg. 3

4 Breytingar á meðferð ÓNÆMISTENGD VIÐBRÖGÐ Meltingarfæri (niðurgangur, ristilbólga, meta rof í meltingarvegi) Eiturverkun á lifur Húð (útbrot, kláði, eitrunardreplos í húðþekju, lyfjaútbrot með eosínfíklafjöld og altækum einkennum [DRESS heilkenni]) Stig samkvæmt NCI-CTCAE v4 ALVARLEIKI BREYTINGAR Á MEÐFERÐ 1. eða 2. stigs Meðferð með ipilimumabi má halda áfram. Meðferð við einkennum og náið eftirlit er ráðlagt. Ef einkenni koma aftur fram eða eru viðvarandi í 5-7 daga á að fresta gjöf ipilimumabs og hefja meðferð með barksterum (t.d. metýlprednisolon) 1 mg/kg til inntöku einu sinni á dag. Ef hjöðnun verður í 0-1 stig eða upphafsstig má hefja notkun ipilimumabs á ný. 3. eða 4. stigs Meðferð með ipilimumabi á að hætta fyrir fullt og allt og gefa barkstera í bláæð (t.d. metýlprednisolon 2 mg/kg/dag). Ef stjórn næst á einkennum á að minnka skammt barkstera smám saman samkvæmt klínísku mati. Skammta á að minnka smám saman á að minnsta kosti 1 mánuði til að koma í veg fyrir að einkennin komi aftur fram. 2. stigs transamínasahækkun eða hækkun á heildarbilirúbíni 3. eða 4. stigs transamínasahækkun eða hækkun á heildarbilirúbíni 1. eða 2. stigs húðútbrot eða 1. stigs kláði 3. stigs húðútbrot eða 2. stigs kláði 4. stigs húðútbrot eða 3. stigs kláði Gjöf ipilimumabs á að fresta og fylgjast með lifrarprófum. Þegar hjöðnun hefur orðið má hefja notkun ipilimumabs á ný. Meðferð með ipilimumabi á að hætta fyrir fullt og allt og hefja meðferð með barksterum í bláæð (t.d. metýlprednisolon 2 mg/kg/dag eða jafngildi þess). Ef stjórn næst á einkennum á að minnka skammt barkstera smám saman samkvæmt klínísku mati. Skammta á að minnka smám saman á að minnsta kosti 1 mánuði til að koma í veg fyrir að einkennin komi aftur fram. Meðferð með ipilimumabi má halda áfram. Meðferð við einkennum (t.d. antihistamín) er ráðlögð. Ef einkennin eru viðvarandi í 1-2 vikur og batna ekki við staðbundna notkun barkstera á að hefja notkun barkstera til inntöku (t.d. prednison 1 mg/kg/dag eða jafngildi þess). Meðferð með ipilimumabi á að fresta. Ef einkenni verða við það 1. stigs eða lagast má hefja notkun ipilimumabs á ný. Meðferð með ipilimumabi á að hætta fyrir fullt og allt og hefja meðferð með barksterum í bláæð (t.d. metýlprednisolon 2 mg/kg/ dag eða jafngildi þess). Ef stjórn næst á einkennum á að minnka skammt barkstera smám saman samkvæmt klínísku mati. Skammta á að minnka smám saman á að minnsta kosti 1 mánuði til að koma í veg fyrir að einkennin komi aftur fram. Hvenær á að hætta notkun ipilimumabs fyrir fullt og allt Meðferð með ipilimumabi á að hætta fyrir fullt og allt hjá sjúklingum með eftirfarandi ónæmistengdar aukaverkanir: 3. eða 4. stigs niðurgangur, ristilbólga og rof á meltingarvegi 3. eða 4. stigs hækkun á AST, ALT eða heildarbilirúbíni 4. stigs húðútbrot (m.a. Stevens-Johnson heilkenni og eitrunardreplos í húðþekju) eða 3. stigs kláði 3. eða 4. stigs hreyfi- eða skyntaugakvilli 3. stigs ónæmistengd viðbrögð (nema hjá sjúklingum með stigs innkirtlakvilla sem meðhöndlaðir eru með uppbótarmeðferð með hormónum) 2. stigs ónæmistengd viðbrögð í auga sem EKKI svara staðbundinni ónæmisbælandi meðferð Veruleg innrennslisviðbrögð Til að ná stjórn á þessum aukaverkunum getur einnig þurft altæka háskammta barksterameðferð ef sýnt hefur verið fram á eða grunur er um að aukaverkanirnar séu ónæmistengdar (sjá SmPC). 4

5 Breytingar á meðferð ÓNÆMISTENGD VIÐBRÖGÐ Áhrif á taugar (Guillain Barré heilkenni, einkenni sem líkjast vöðvaslensfári, vöðvamáttleysi, skyntaugakvilli) Innkirtlakvillar (heiladingulsbólga, vanstarfsemi heiladinguls, vanstarfsemi nýrnahettna, vanstarfsemi skjaldkirtils) Aðrar ónæmistengdar aukaverkanir (æðahjúpsbólga, eosínfíklafjöld, lípasahækkun og gauklanýrnahnoðrabólga í nýrum, lithimnubólgu, blóðlýsublóðleysi, amýlasahækkun, fjöllíffærabilun og millivefslungnabólgu) Stig samkvæmt NCI-CTCAE v4 ALVARLEIKI BREYTINGAR Á MEÐFERÐ 2. stigs taugakvilli Gjöf ipilimumabs á að fresta ef líkur er á tengslum við ipilimumab. Ef hjöðnun verður í upphafsstig má hefja notkun ipilimumabs á ný. 3. eða 4. stigs (skyntaugakvilli) 3. eða 4. stigs (hreyfitaugakvilli) Einkenni bráðrar vanstarfsemi nýrnahettna (nýrnahettufár) Einkenni skertar virkni í nýrnahettum (ekki nýrnahettufár) Óeðlilegur niðurstöður myndgreiningar á heiladingli eða rannsóknaniðurstöður á innkirtlastarfsemi Meðferð með ipilimumabi á að hætta fyrir fullt ef grunur er um að aukaverkanirnar tengist ipilimumabi. Meðferð er samkvæmt leiðbeiningum fyrir skyntaugakvilla og hefja á meðferð með barksterum í bláæð (t.d. metýlprednisolon 2 mg/kg/dag) þegar í stað. Meðferð með ipilimumabi á að hætta fyrir fullt og allt óháð orsök. Gjöf barkstera með saltsteravirkni í bláæð og meta sjúklinginn með tilliti til sýklasóttar og sýkinga. Hugleiða frekari rannsóknir (m.a. blóðpróf og myndgreiningu). Hugleiða mat á innkirtlastarfsemi áður en meðferð með barksterum er hafin. Gjöf ipilimumabs á að fresta og hefja stutta lotu með barksterum (t.d. dexametason 4 mg á 6 klst. fresti eða jafngildi þess). Hefja á viðeigandi hormónauppbótarmeðferð. Ef stjórn næst á einkennum á að minnka skammt barkstera smám saman samkvæmt klínísku mati. Skammta á að minnka smám saman á að minnsta kosti 1 mánuði til að koma í veg fyrir að einkennin komi aftur fram. 3. eða 4. stigs Meðferð með ipilimumabi á að hætta yfir fullt og allt og hefja altæk háskammta barksterameðferð í bláæð (t.d. metýlprednisolon 2 mg/kg/dag) þegar í stað. Æðahjúpsbólga, lithimnubólga, grunn hvítuhýðisbólga sem tengist ipilimumabi Hugleiða á notkun augndropa sem innihalda stera eftir því sem við á. Hvenær á að fresta skammti ipilimumabs Skammti ipilimumabs á að fresta hjá sjúklingum með eftirfarandi ónæmistengdar aukaverkanir: Meðalalvarlegur niðurgangur eða ristilbólga sem ekki næst stjórn á með lyfjum eða er viðvarandi (5 7 daga) eða kemur aftur fram 2. stigs hækkun á AST, ALT eða heildarbilirúbíni Meðalalvarleg eða alvarleg (3. stigs) húðútbrot eða útbreiddur/ákafur kláði Alvarlegar aukaverkanir á innkirtla (svo sem heiladingulsbólga og skjaldkirtilsbólga) þegar ekki næst fullnægjandi stjórn með uppbótarmeðferð með hormónum eða háskammta ónæmisbælandi meðferð 2. stigs óútskýrður hreyfitaugakvilli, vöðvamáttleysi eða skyntaugakvilli (sem varir lengur en í 4 daga Meðalalvarlegar aukaverkanir aðrar en meðalalvarleg innrennslisviðbrögð 5

6 Leiðbeiningabæklingur fyrir sjúkling og öryggiskort fyrir sjúkling Mikilvægt er að afhenda öllum sjúklingum leiðbeiningabækling, þegar þeir fá meðferð með ipilimumabi í fyrsta sinn eða þegar beðið er um nýtt eintak. Læknirinn getur einnig notað leiðbeiningabæklinginn til að ræða ipilimumab meðferðina við sjúklinginn. Leiðbeiningabæklingurinn hjálpar sjúklingum að skilja meðferðina og hvernig eigi að bregðast við ónæmistengdum aukaverkunum. Ennfremur hefur hann að geyma öryggiskort sem sjúklingurinn á alltaf að hafa meðferðis og í því eru m.a. samskiptaupplýsingar. 6

7 Gátlisti fyrir heimsóknir sjúklings FYRSTA HEIMSÓKN Afhendið leiðbeiningabækling fyrir sjúkling og ræðið meðferðina við sjúklinginn. Fyllið í öryggiskortið og segið sjúklingnum að hafa það alltaf meðferðis Segið sjúklingnum að hann eigi ekki að meðhöndla hugsanleg einkenni upp á eigin spýtur og að hann eigi að leita til læknis tafarlaust ef aukaverkanir koma fram eða versna Segið sjúklingnum að æxlið sem fyrir er geti stækkað og ný æxli geta komið fram Athugið viðeigandi rannsóknarstofupróf Athugið vísbendingar og einkenni ónæmistengdra aukaverkana NÆSTU HEIMSÓKNIR Athugið viðeigandi rannsóknarstofupróf Athugið vísbendingar og einkenni ónæmistengdra aukaverkana Minnið sjúklinginn á að hann eigi ekki að meðhöndla einkennin upp á eigin spýtur Minnið sjúklinginn á að hann eigi að hafa tafarlaust samband ef aukaverkanir, jafnvel vægar, koma fram þar sem nokkrar þeirra geta versnað ef þær eru ekki meðhöndlaðar Minnið sjúklinginn á að snemmgreining og tafarlaus viðeigandi meðferð þessara ónæmistengdu aukaverkana er nauðsynleg til að lágmarka lífshættulega fylgikvilla 1. Samantekt á eiginleikum Yervoy. 7

8 YERVOY (ipilimumab) við langt gengnu (óskurðtæku eða með meinvörpum) sortuæxli Fyrir frekari upplýsingar um YERVOY sjá: Bristol-Myers Squibb Company. All rights reserved 731IS18NP Yfirfarið af Lyfjastofnun í maí 2018

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI pjia RoActemra (tocilizúmab) (til gjafar í bláæð eða undir húð) við fjölliða barnaliðagigt af óþekktum orsökum (polyarticular juvenile idiopathic arthritis; pjia) MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð)

AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð) AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð) (teriflúnómið) Hvað eru hraðað brottnám? Hraðað brotthvarf lyfja má nota við sérstakar aðstæður þegar þörf er á að minnka hratt þéttni lyfsins í

More information

Upplýsingar um utanlegsþykkt

Upplýsingar um utanlegsþykkt Upplýsingar um utanlegsþykkt Markmið Markmið þessa upplýsingablaðs er að benda á eftirfarandi: Hvernig Jaydess kemur í veg fyrir óæskilega þungun Heildarhættu og hlutfallslega hættu á utanlegsþykkt hjá

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Lyfjagát. =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c

Lyfjagát.   =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c Lyfjagát http://www.ema.europa.eu/ema/index.jsp?curl =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_000345.jsp&mid =WC0b01ac058058f32c Regulation 726/2004/EC með breytingum (1/3) Nýtt miðlægt leyfi

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS DUROGESIC 12 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC 25 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC 50 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC 75 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC

More information

Sigrumst á sýklasótt

Sigrumst á sýklasótt Sigrumst á sýklasótt Leiðbeiningar um meðferð við svæsinni sýklasótt hjá fullorðnum Inngangur Gísli H. Sigurðsson Alma D. Möller sérfræðingar í svæfinga- og gjörgæslulækningum Svæfinga- og gjörgæsludeild

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Synarela 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn nafarelin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Synarela 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn nafarelin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Synarela 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn nafarelin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Lifrarskaði af völdum lyfja

Lifrarskaði af völdum lyfja Lifrarskaði af völdum lyfja Einar S. Björnsson meltingarlæknir Lykilorð: lifur, lyf, lifrarskaði. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Einar S. Björnsson, meltingardeild lyflækningasviðs Landspítala. einarsb@landspitali.is

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toctino 30 mg mjúkt hylki. Alítretínóín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toctino 30 mg mjúkt hylki. Alítretínóín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Toctino 10 mg mjúkt hylki Toctino 30 mg mjúkt hylki Alítretínóín AÐVÖRUN GETUR VALDIÐ ÓFÆDDU BARNI ALVARLEGUM SKAÐA Konur þurfa að nota örugga getnaðarvörn

More information

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Skópólamín

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Skópólamín FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Scopoderm 1 mg/72 klst. forðaplástur Skópólamín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Scopoderm er fáanlegt án lyfseðils.

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Arcoxia 30 mg filmuhúðaðar töflur Arcoxia 60 mg filmuhúðaðar töflur Arcoxia 90 mg filmuhúðaðar töflur Arcoxia 120 mg filmuhúðaðar töflur Etorícoxíb Lesið

More information

Aðgerðir til að sporna við misnotkun

Aðgerðir til að sporna við misnotkun Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn Maí 2018 1 Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn. Maí 2018 Útgefandi: Velferðarráðuneytið Skógarhlíð

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Comtess 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur entacapon 200 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni

Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD) Stytt útgáfa leiðbeininga Júní 2014 FORMÁLI Leiðbeiningar um Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrest með ofvirkni voru fyrst

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Meðferð þvagfærasýkinga hjá konum sem ekki eru barnshafandi

Meðferð þvagfærasýkinga hjá konum sem ekki eru barnshafandi Austurströnd 5 IS 170 Seltjarnarnes Sími/Tel. (+354) 5101900 Inngangur Meðferð þvagfærasýkinga hjá konum Leiðbeiningar þessar eru þýðing á hluta af samantekt skoskra gagnreyndra leiðbeininga um meðferð

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

LISTI YFIR LYF MEÐ SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR SEM VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFJA

LISTI YFIR LYF MEÐ SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR SEM VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFJA LISTI YFIR LYF MEÐ SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR SEM VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFJA Markaðsleyfi neðangreindra lyfja er háð skilyrðum sem kveða á um sérstakar aðgerðir sem markaðsleyfishafi þarf að

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Spurningar og svör um inflúensu A(H1N1)v

Spurningar og svör um inflúensu A(H1N1)v Spurningar og svör um inflúensu A(H1N1)v Hver eru einkenni inflúensu A(H1N1)v í mönnum? Einkenni inflúensu A(H1N1)v í mönnum eru oftast svipuð einkennum af völdum árstíðarbundinnar inflúensu, þ.e. hiti,

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

Einhverfurófið og svefn

Einhverfurófið og svefn Einhverfurófið og svefn Fræðileg úttekt á meðferðarúrræðum og virkni þeirra María Kristín H. Antonsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Félagsvísindadeild Apríl 2016 Einhverfurófið

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. October

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. October VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS October 2017 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir

More information

Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu

Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu GR 94:02 Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Þessar leiðbeiningar eru unnar í samvinnu við fulltrúa frá Röntgenlæknafélagi Íslands, Röntgentæknafélagi

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Blöðruhálskirtilskrabbamein

Blöðruhálskirtilskrabbamein FRÆÐSLUEFNI Fræðsluefni frá FRÁ Krabbameinsfélaginu KRABBAMEINSFÉLAGINU Blöðruhálskirtilskrabbamein Leiðbeiningar fyrir karla sem eru nýgreindir með sjúkdóminn Um fræðsluefnið Bæklingurinn er ætlaður þeim

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Efnisyfirlit: Inngangur 3. Vísbendingar um exem 6. Böð og sund 8. Svefn 10. Meðferð 13. Að smyrja líkamann 19. Félagslegir þættir 20.

Efnisyfirlit: Inngangur 3. Vísbendingar um exem 6. Böð og sund 8. Svefn 10. Meðferð 13. Að smyrja líkamann 19. Félagslegir þættir 20. Efnisyfirlit: Inngangur 3 Vísbendingar um exem 6 Böð og sund 8 Svefn 10 Meðferð 13 Að smyrja líkamann 19 Félagslegir þættir 20 Hollráð 22 Inngangur Rúmlega fimmta hvert barn á Íslandi er með eða hefur

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. balance 1,5% glúkósi, 1,25 mmól/l kalsíum, kviðskilunarlausn

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. balance 1,5% glúkósi, 1,25 mmól/l kalsíum, kviðskilunarlausn Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins balance 1,5% glúkósi, 1,25 mmól/l kalsíum, kviðskilunarlausn Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

More information

Klínískar leiðbeiningar: lifrarbólga C

Klínískar leiðbeiningar: lifrarbólga C Klínískar leiðbeiningar: lifrarbólga C Október 2009 Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um lifrarbólgu C 1 Október 2009 Klínískar leiðbeiningar um lifrarbólgu C Hér eru endurskoðaðar leiðbeiningar um

More information

Hvaða einkenni fylgja MBL skorti?

Hvaða einkenni fylgja MBL skorti? Hvaða einkenni fylgja MBL skorti? Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir 5. árs læknanemi - Inngangur Mannose- binding lectin (MBL) er sameind búin til í lifrinni og er ein af þremur leiðum sem líkaminn notar

More information

Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð

Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð Júní 2013 1 Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði

Klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði Klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði Mars 2015 Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði Umhyggja Fagmennska Öryggi Framþróun 1

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Idotrim 100 mg töflur Idotrim 160 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 100 mg eða 160 mg trimetoprim. Hjálparefni með þekkta verkun: 55 mg eða 88

More information

Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja

Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja Júní 2014 Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja 1 Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja Júní 2014 Meðferð

More information

Vasahandbók sjúklinga

Vasahandbók sjúklinga Mikilvægar öryggisupplýsingar til að lágmarka áhættu við notkun lyfsins Vasahandbók sjúklinga UM ÁHÆTTUSTJÓRNUN ÍSLENSK ÞÝÐING, ÚTGÁFA 1 3 Efnisyfirlit, Duodopa vasahandbók Kynning á Duodopa... 4 Duodopa-kerfið...

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Sannleikurinn er sagna bestur! Kynsjúkdómar. Smitleiðir, einkenni, meðferð, forvarnir

Sannleikurinn er sagna bestur! Kynsjúkdómar. Smitleiðir, einkenni, meðferð, forvarnir Sannleikurinn er sagna bestur! Kynsjúkdómar Smitleiðir, einkenni, meðferð, forvarnir Efnisyfirlit Almennt um kynsjúkdóma 5 Klamydía 7 Lekandi 8 Kynfæraáblástur 10 Kynfæravörtur 11 HIV og alnæmi 14 Lifrarbólga

More information

Meðferð við tóbaksfíkn Meðferðarvenjur heilsugæslulækna á Íslandi

Meðferð við tóbaksfíkn Meðferðarvenjur heilsugæslulækna á Íslandi Meðferð við tóbaksfíkn Meðferðarvenjur heilsugæslulækna á Íslandi Ágrip Ásgeir R. Helgason 1, Pétur Heimisson 2, Karl E. Lund 3 1 Samhällsmedicine, Stokkhólmi, 2 Heilbrigðisstofnun Austurlands, 3 Statens

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Brjóstagjöf. Brjóstagjöf. Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd. Eflir tengslin á milli móður og barns. Er fullkomnasta næring kornabarnsins.

Brjóstagjöf. Brjóstagjöf. Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd. Eflir tengslin á milli móður og barns. Er fullkomnasta næring kornabarnsins. Brjóstagjöf Móðurmjólkin er ótvírætt besta næring sem hægt er að bjóða nýfæddum börnum enda er hún sérsniðin handa þeim frá náttúrunnar hendi. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á kosti brjóstamjólkur

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM?

HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM? HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM? Þórlína Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, Hlíf Guðmundsdóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun BYLTUR ERU eitt af algengustu viðfangsefnum öldrunarhjúkrunar.

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Meðgöngusykursýki eftirfylgni eftir fæðingu

Meðgöngusykursýki eftirfylgni eftir fæðingu Meðgöngusykursýki eftirfylgni eftir fæðingu Fræðileg samantekt Bryndís Ásta Bragadóttir Ritgerð til meistaragráðu (30 einingar) Hjúkrunarfræðideild Námsbraut í ljósmóðurfræði Meðgöngusykursýki eftirfylgni

More information

Börn finna líka til. Verkjamat, verkjameðferð og verkjaupplifun barna. Rebekka Héðinsdóttir Sandra Sif Sigurjónsdóttir HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ

Börn finna líka til. Verkjamat, verkjameðferð og verkjaupplifun barna. Rebekka Héðinsdóttir Sandra Sif Sigurjónsdóttir HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Börn finna líka til Verkjamat, verkjameðferð og verkjaupplifun barna Rebekka Héðinsdóttir Sandra Sif Sigurjónsdóttir HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði Hjúkrunarfræðideild

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu og áherslur í líknarmeðferð

Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu og áherslur í líknarmeðferð Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu og áherslur í líknarmeðferð Fræðileg samantekt Hildigunnur Magnúsdóttir Urður Ómarsdóttir Ritgerð til BS prófs (12 einingar) Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu

More information

Stefna RIM um gagnaleynd

Stefna RIM um gagnaleynd Stefna RIM um gagnaleynd Research In Motion Limited, dótturfyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki ( RIM ) skuldbinda sig til að viðhalda langtímastefnu um gagnaleynd og öryggi persónuupplýsinga þinna, þ.e.

More information

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Áhrif ófrjósemi á einstaklinga Elín Heiða Ólafsdóttir Íris Stella Sverrisdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Er hægt að nota TREC til að greina meðfædda ónæmisgalla?

Er hægt að nota TREC til að greina meðfædda ónæmisgalla? Er hægt að nota TREC til að greina meðfædda ónæmisgalla? Bergljót Rafnar Karlsdóttir Ritgerð í barnalæknisfræði Læknadeild Heilbrigðisvísindasvið Háskóli Íslands Maí 2015 Er hægt að nota TREC til að greina

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) og mallandi mergæxli

Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) og mallandi mergæxli Mergæxli Krabbamein í beinmerg Þessi bæklingur er gefinn út af IMF og hefur verið lesinn yfir og samþykktur af Perluvinum félagi um mergæxli á Íslandi. www.krabb.is/myeloma Þýtt og staðfært af Kristrúnu

More information

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Einar Kristinsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði

More information

Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum

Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum Heilbrigðisvísindasvið Hjúkrunarfræði 2012 Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum Anna Karen Þórisdóttir Guðrún Sigríður Geirsdóttir Hróðný Lund

More information

Munnheilsa aldraðra: Fræðileg úttekt

Munnheilsa aldraðra: Fræðileg úttekt Munnheilsa aldraðra: Fræðileg úttekt Eyrún Ösp Guðmundsdóttir LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINANDI: Dr. Margrét Gústafsdóttir dósent JÚNÍ 2011 iii Þakkarorð Ég vil byrja

More information

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Bryndís Sveinsdóttir Lokaverkefni til Cand.Psych.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL. Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL. Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu Ágúst 2010 Inngangur Meðfylgjandi upplýsingar eru teknar saman af greiningardeild ríkislögreglustjóra um mansal og hvernig

More information

Frumvarp til lyfjalaga

Frumvarp til lyfjalaga Í vinnslu 17. desember 2015 Frumvarp til lyfjalaga (Lagt fyrir Alþingi á xxx. löggjafarþingi 201x 201x.) I. KAFLI Markmið, gildissvið og skilgreiningar. 1. gr. Markmið. Í samræmi við gildandi lyfjastefnu

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010

NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010 NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010 Samantekt á helstu breytingunum 18. október 2010 Útgefið af evrópska endurlífgunarráðinu (ERC) þýtt af Endurlífgunarráði Íslands 2 Samantekt á helstu breytingunum

More information

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Rannsókn á aðstæðum fólks sem hefur greinst með Alzheimerssjúkdóm á Íslandi á aldrinum 45-65 ára Febrúar 2005 Hanna Lára Steinsson Minnismóttaka LSH Landakoti EFNISYFIRLIT

More information

Skýrslutökur lögreglu af brotaþolum nauðgana

Skýrslutökur lögreglu af brotaþolum nauðgana Skýrslutökur lögreglu af brotaþolum nauðgana Gagnast hugrænar aðferðir betur en hefðbundnar skýrslutökuaðferðir við upplýsingaöflun frá brotaþola í áfalli? Katrín Ósk Guðmannsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Samþykkt í framkvæmdastjórn HSS 18. apríl 2007 Unnið af nefnd um öryggi í upplýsingatækni skipaðri af framkvæmdastjórn HSS í febrúar 2007

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum

Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum Ágrip Margrét Lilja Heiðarsdóttir 1 lyfjafræðinemi Anna Birna Almarsdóttir 1 lyfjafræðingur Reynir Tómas Geirsson 2,3 kvensjúkdómalæknir Lykilorð: getnaðarvarnir,

More information

Andleg líðan kvenna á meðgöngu: Samanburður á ráðgerðri og óráðgerðri þungun

Andleg líðan kvenna á meðgöngu: Samanburður á ráðgerðri og óráðgerðri þungun Heilbrigðisdeild Hjúkrunarfræði 2005 Andleg líðan kvenna á meðgöngu: Samanburður á ráðgerðri og óráðgerðri þungun Guðrún Björnsdóttir Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir Sigurborg Bjarnadóttir Unnur María Pétursdóttir

More information

THE LIFELINE. THE EXPERIENCE OF PATIENTS WITH SERIOUS PSORIASIS OF RECEIVING INFLIXIMAB MEDICATION.

THE LIFELINE. THE EXPERIENCE OF PATIENTS WITH SERIOUS PSORIASIS OF RECEIVING INFLIXIMAB MEDICATION. Inga Þorbjörg Steindórsdóttir, Landspítala Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Háskóla Íslands Helga Jónsdóttir, Háskóla Íslands Líflínan Reynsla fólks með alvarlegan psoriasis sem er í meðferð með lífefnalyfjum

More information

Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum

Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum Hug- og félagsvísindadeild Sálfræði 2009 Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum Margrét Eiríksdóttir Ranveig S. Tausen Lokaverkefni í Hug- og félagsvísindadeild Hug- og félagsvísindadeild Sálfræði

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

KÖNNUN Á ÞEKKINGU SJÚKLINGA Á BLÓÐÞYNNINGARMEÐFERÐ

KÖNNUN Á ÞEKKINGU SJÚKLINGA Á BLÓÐÞYNNINGARMEÐFERÐ KÖNNUN Á ÞEKKINGU SJÚKLINGA Á BLÓÐÞYNNINGARMEÐFERÐ SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR ÞURÍÐUR HELGA INGADÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (16 EININGAR) LEIÐBEINENDUR: HERDÍS SVEINSDÓTTIR, PRÓFESSOR OG

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot

Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot Er munur á vitneskju ólíkra starfsstétta? Helga Theodóra Jónasdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Vitneskja

More information