Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Synarela 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn nafarelin

Size: px
Start display at page:

Download "Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Synarela 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn nafarelin"

Transcription

1 Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Synarela 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn nafarelin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. - Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða. Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4. Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar: 1. Upplýsingar um Synarela og við hverju það er notað 2. Áður en byrjað er að nota Synarela 3. Hvernig nota á Synarela 4. Hugsanlegar aukaverkanir 5. Hvernig geyma á Synarela 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar 1. Upplýsingar um Synarela og við hverju það er notað Synarela dregur úr eigin framleiðslu líkamans á kynhormónum. Eigin framleiðsla líkamans á kynhormónum verður eðlileg aftur 4-8 vikum eftir að meðferðinni lýkur. Synarela nefúði er notaður þegar framleiðsla kynhormóna er óæskileg. Synarela má nota við: legslímuvillu (legslíma er til staðar utan legsins). formeðferð, áður en glasafrjóvgun er framkvæmd. formeðferð við vöðvaæxlum í legi. 2. Áður en byrjað er að nota Synarela Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð. Ekki má nota Synarela - ef um er að ræða ofnæmi fyrir nafarelini, öðrum lyfjum sem notuð eru við tæknifrjóvgun (gónadótrópínum) eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6). - ef þú ert þunguð eða grunar að þú sért þunguð. - ef þú ert með barn á brjósti. - ef þú ert með blæðingu frá leggöngum af óþekktum orsökum. Varnaðarorð og varúðarreglur Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Synarela er notað. Synarela nefúði getur orsakað beinrýrnun. Synarela hemur egglos, en ef fleiri en tveir skammtar gleymast getur orðið egglos og þungun getur átt sér stað. Þann tíma sem Synarela er notað er mælt með notkun getnaðarvarnar sem ekki inniheldur hormón (t.d. verjur eða hettu). Ef þungun verður meðan á meðferð stendur á að hætta notkun Synarela og hafa samband við lækninn. 1

2 Fyrst eftir að meðferð með Synarela hefst geta komið blöðrur á eggjastokka. Í flestum tilfellum er þetta án einkenna og blöðrurnar hverfa af sjálfu sér, en það geta orðið blæðingar og verkir. Hafið samband við lækninn ef slíkt gerist. Tilkynnt hefur verið um þunglyndi hjá sjúklingum sem nota Synarela. Þunglyndið getur verið alvarlegt. Láttu lækninn vita ef þú notar Synarela og finnst þú vera niðurdregin. Þegar þú ferð í blóðprufu eða skilar þvagprufu skaltu ávallt láta vita að þú sért í meðferð með Synarela. Notkun annarra lyfja samhliða Synarela Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils, lyf sem keypt eru erlendis, náttúrulyf, sterk vítamín og steinefni sem og fæðubótarefni. Ekki á að nota annan nefúða við nefstíflu eða ofnæmi meðan á notkun Synarela stendur, en ef það reynist nauðsynlegt á ekki að nota hinn nefúðann fyrr en 30 mínútum eftir að Synarela er notað. Ræddu þetta við lækninn. Ráðfærðu þig við lækninn ef þú notar samtímis annað lyf til undirbúnings fyrir glasafrjóvgun (gónadotrópín). Notkun Synarela með mat eða drykk Matur og drykkir hafa ekki áhrif á verkun Synarela. Meðganga og brjóstagjöf Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Meðganga Synarela má ekki nota á meðgöngu. Brjóstagjöf Konur með barn á brjósti mega ekki nota Synarela. Akstur og notkun véla Synarela hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs og stjórnunar véla. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing. Synarela inniheldur sorbitól og bensalkónklóríð Sorbitól Synarela inniheldur sorbitól. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn. Bensalkónklóríð Synarela inniheldur rotvarnarefnið bensalkónklóríð, sem getur orsakað öndunarerfiðleika. 2

3 3. Hvernig nota á Synarela Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Ráðlagður skammtur er: Fullorðnir: Meðferð við legslímuvillu: 1 úðaskammtur 2 sinnum á sólarhring. 1 úðaskammt í aðra nösina að morgni og 1 úðaskammt í hina nösina að kvöldi. Hefja skal meðferðina á degi tíðablæðinga. Meðferðarlengdin er 6 mánuðir. Formeðferð fyrir glasafrjóvgun: 1-2 úðaskammtar 2 sinnum á sólarhring. 1 úðaskammt í aðra eða báðar nasir að morgni og 1 úðaskammt í aðra eða báðar nasir að kvöldi. Hefja á meðferð á 2. eða 21. degi tíðahrings. Formeðferð við vöðvaæxlum í legi: 1 úðaskammtur 2 sinnum á sólarhring. Nota á 1 úðaskammt í aðra nösina að morgni og 1 úðaskammt í hina nösina að kvöldi. Meðferðarlengdin er 3 mánuðir. Ef hnerrað er meðan verið er að nota Synarela eða skömmu eftir notkun þess, á að nota annan skammt. Mikilvægar upplýsingar um notkun Synarela - Dælan á að gefa frá sér fíngerðan úða. Til þess að það gerist þarf að þrýsta snöggt og kröftuglega. Það er eðlilegt að sjá nokkra stærri dropa með fíngerða úðanum, en ef Synarela kemur út úr dælunni sem mjó buna af vökva í stað fíngerðs úða, getur það leitt til að Synarela verki ekki eins og til er ætlast. Hafið samband við lyfjafræðing. - Gætið þess að hreinsa stútinn eftir undirbúning flöskunnar þegar flaskan er tekin í notkun í fyrsta skipti. Hreinsið síðan stútinn fyrir og eftir hverja notkun, annars er hætta á að stúturinn stíflist og ekki fáist réttur skammtur af lyfi sem læknirinn hefur ávísað. Setjið ávallt öryggishringinn og hlífðarhettuna á flöskuna eftir notkun til að koma í veg fyrir að stúturinn stíflist. - Dælan gefur ákveðið magn af lyfi, óháð því hve fast er þrýst. - Reynið ekki að stækka litla gatið á stútnum. Ef gatið stækkar, mun dælan gefa rangan skammt af Synarela. Notkunarleiðbeiningar: Lesið þessar upplýsingar fyrir notkun nefúðans. Fylgið fyrirmælum læknisins um skömmtun. Ef notaðir eru 2 úðaskammtar á sólarhring endist flaska með 30 skömmtum í 15 daga og flaska með 60 skömmtum í 30 daga. Ef notaðir eru 4 úðaskammtar á sólarhring endist flaska með 30 skömmtum í 7 daga og flaska með 60 skömmtum í 14 daga. Það verður alltaf örlítill vökvi afgangs í flöskunni. Þennan afgang á ekki að nota, þar sem skammturinn getur þá orðið of lítill. Merkið við upphafsdaginn á ytri umbúðir og við dagana eftir hvern úðaskammt þannig að fylgst sé með fjölda skammta. Gætið þess að útvega nýja úðaflösku í tæka tíð, því ekki má rjúfa meðferðina. Nefúðinn er í flösku með áfastri dælu. Hlífðarhetta er á stút dælunnar. Á dælunni er einnig öryggishringur til að koma í veg fyrir að úðað sé fyrir slysni. Undirbúningur: Áður en Synarela flaskan er notuð í fyrsta skipti skal undirbúa flöskuna. Athugið. Gerið þetta aðeins einu sinni áður en fyrsti skammturinn er notaður. 3

4 Mynd 1 1. Fjarlægið og geymið hlífðarhettuna og öryggishringinn. Mynd 2 2. Halda á flöskunni í lóðréttri stöðu og snúa henni frá sér. Setjið vísifingur og löngutöng sitthvoru megin á dæluna og þumalfingurinn undir flöskuna (sjá mynd 2). Þrýstið snöggt og kröftuglega á dæluna nokkrum sinnum (5-7 sinnum), þar til öllu lofti hefur verið þrýst út og fíngerður úði fæst. Ekki skal úða meira en nauðsynlegt er og forðast skal að anda úðanum að sér. Ekki þarf að endurtaka þennan undirbúning fyrir áframhaldandi notkun, Ef þessi aðgerð er endurtekin í hvert skipti áður en lyfið er notað er það sóun á lyfinu. Nú er flaskan tilbúin til notkunar og frekari undirbúningur er ekki nauðsynlegur. 3. Hreinsið stút dælunnar þegar undirbúningi er lokið. Haldið flöskunni í láréttri stöðu og skolið af stútnum með heitu vatni meðan strokið er af honum með fingri eða mjúkum klút í 15 sekúndur. Ekki hreinsa stútinn með oddhvössu áhaldi. Það getur leitt til rangrar skammtastærðar. Dæluna má ekki fjarlægja af flöskunni, því það mun aflétta þrýstingnum í flöskunni. Þurrkið af stútnum með hreinum, mjúkum klút eða pappírsþurrku. Synarela nefúða á að nota á eftirfarandi hátt: Mynd 1 1. Snýtið ykkur varlega. 4

5 Mynd 2 2. Fjarlægið hlífðarhettuna og öryggishringinn. Mynd 3 3. Hreinsið stút dælunnar. Haldið flöskunni í láréttri stöðu og skolið af stútnum með heitu vatni meðan strokið er af honum með fingri eða mjúkum klút í 15 sekúndur. Ekki reyna að nota oddhvasst áhald ef stúturinn er stíflaður. Það getur leitt til rangrar skammtastærðar. Dæluna má ekki fjarlægja af flöskunni, því það mun aflétta þrýstingnum í flöskunni. Þurrkið af stútnum með mjúkum klút. Mynd 4 4. Hallið höfðinu örlítið fram. Setjið stútinn upp í aðra nösina þannig að hann vísi afturábak og að ytri hlið nefsins og haldið samtímis fyrir hina nösina. Setjið vísifingur og löngutöng sitthvoru megin á dæluna og þumalfingurinn undir flöskuna. Þrýstið aðeins einu sinni á dæluna og andið um leið inn um nefið. Ef læknirinn hefur sagt þér að taka 4 úðaskammta á dag skal síðan úðað í hina nösina. Mynd 5 5. Fjarlægið stútinn úr nösinni og hallið höfðinu aftur í nokkrar sekúndur. Vökvinn dreifist þá yfir slímhimnu nefsins. 6. Þurrkið af stútnum. Haldið flöskunni í láréttri stöðu og skolið af stútnum með heitu vatni meðan strokið er af honum með fingri eða mjúkum klút í 15 sekúndur. 5

6 Mynd 6 Ekki reyna að nota oddhvasst áhald ef stúturinn er stíflaður. Það getur leitt til rangrar skammtastærðar. Dæluna má ekki fjarlægja af flöskunni, því það mun aflétta þrýstingnum í flöskunni. Þurrkið af stútnum með mjúkum klút. Mikilvægt er að hreinsa stútinn fyrir og eftir notkun til að koma í veg fyrir að hann stíflist, þar sem það getur leitt til þess að dælan gefi rangan skammt. 7. Setjið öryggishringinn á og síðan hlífðarhettuna. Þetta er mikilvægt til að koma í veg fyrir að stúturinn stíflist. 8. Ef samhliða eru notaðir aðrir nefúðar/nefdropar, við kvefi eða ofnæmi, á að nota þá í fyrsta lagi 30 mínútum eftir notkun Synarela. 9. Ef hnerrað er á meðan úðað er eða strax á eftir getur nýting efnisins orðið of lítil. Það þarf því að úða aftur til að fá nægilega stóran skammt. 10. Einungis skal hafa eina flösku í notkun í einu. Geyma á flöskuna í uppréttri stöðu og í ytri umbúðunum. Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími ). Ekki eru þekktar eiturverkanir eftir notkun Synarela. Hafið lyfið meðferðis. Ef gleymist að nota Synarela Ef gleymist að úða skammti á að gera það strax og munað er eftir, svo framarlega sem ekki er komið að næsta skammti. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Ef hætt er að nota Synarela Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins. 4. Hugsanlegar aukaverkanir Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Ef þú ert með legslímuvillu (vöxtur legslímu utan legs) getur þú í byrjun meðferðar með Synarela nefúða fundið fyrir versnandi einkennum legslímuvillu. Eftir langtíma notkun Synarela getur komið fram ástand sem líkist breytingarskeiði (tíðahvörf). Alvarlegar aukaverkanir Algengar aukaverkanir (koma fram hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum) - Ofnæmi (getur komið fram sem brjóstverkur, andnauð, kláði, útbrot eða ofsakláði). Hafið samband við lækninn. - Beinrýrnun. Hafið samband við lækninn. Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar Mjög algengar aukaverkanir (koma fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum) - Þyngdaraukning. - Skapsveiflur, minnkuð kynhvöt. - Höfuðverkur. - Hitasteypur. - Erting í nefslímhúð. 6

7 - Mjög óhrein húð (þrymlabólur), aukinn fituútskilnaður í húð, þannig að húðin verður fitug, glansandi og gulleit. - Vöðvaverkir. - Minni brjóst, þurrkur í leggöngum. - Uppsöfnun vökva (bjúgur). Algengar aukaverkanir (koma fram hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum) - Skortur á kvenhormóni (estrógen). - Þyngdartap. - Þunglyndi. Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafið samband við lækninn. - Svefnleysi. - Aukin kynhvöt. - Fiðringur, náladofi eða tilfinningaleysi í húð. - Of hár blóðþrýstingur. Ræðið við lækninn. Meðhöndla þarf of háan blóðþrýsting. Mjög hár blóðþrýstingur er alvarlegur. - Sundl, e.t.v. yfirlið vegna lágs blóðþrýstings. - Aukinn hárvöxtur eins og á karlmanni. - Ástand sem líkist tíðahvörfum. - Tímabundin versnun legslímuvillu (vöxtur legslímu utan legs). - Blæðing frá legi. Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fram hjá 1-10 af hverjum sjúklingum) - Andnauð. Getur verið alvarleg (jafnvel lífshættuleg). Ræðið við lækninn. - Hárlos, kláði, útbrot, ofsakláði. - Liðverkir. - Brjóstverkir, brjóstastækkun, blöðrur á eggjastokkum. Mjög sjaldgæfar koma örsjaldan fyrir (koma fram hjá færri en 1 af hverjum sjúklingum) - Sjóntruflanir. Tíðni ekki þekkt - Oförvun eggjastokka. Einkenni geta verið þaninn kviður, kviðverkir, ógleði, mæði og erfiðleikar við þvaglát vegna vökvasöfnunar í og í kringum eggjastokkana. Tilkynning aukaverkana Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar, Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins. 5. Hvernig geyma á Synarela Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið Synarela við lægri hita en 25 C. Synarela má ekki frjósa. Geymið Synarela í uppréttri stöðu. Geymið Synarela í ytri umbúðum, til varnar gegn ljósi. Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetningin er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið. 7

8 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar Synarela 200 míkróg/skammt nefúði, lausn inniheldur: - Virka innihaldsefnið er nafarelin. - Önnur innihaldsefni eru sorbitól (E420), ediksýra, bensalkónklóríð, saltsýra, natríumhýdroxíð, hreinsað vatn. Lýsing á útliti Synarela og pakkningastærðir: Synarela er tær hvítleitur vökvi Synarela nefúði, lausn 200 míkróg/skammt, 4 ml sem jafngilda 30 skömmtum. Synarela nefúði, lausn 200 míkróg/skammt, 8 ml sem jafngilda 60 skömmtum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. Markaðsleyfishafi og framleiðandi Markaðsleyfishafi Pfizer ApS, Lautrupvang 8, 2750 Ballerup, Danmörk. Framleiðandi Pfizer Service Company bvba, Hoge Wei, 10, B-1930 Zaventem, Belgía. Piramal Healthcare (UK) Ltd. Whalton Road, Morpeth, Northumberland, NE61 3YA, England. Umboð á Íslandi Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í október Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á 8

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Skópólamín

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Skópólamín FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Scopoderm 1 mg/72 klst. forðaplástur Skópólamín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Scopoderm er fáanlegt án lyfseðils.

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toctino 30 mg mjúkt hylki. Alítretínóín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toctino 30 mg mjúkt hylki. Alítretínóín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Toctino 10 mg mjúkt hylki Toctino 30 mg mjúkt hylki Alítretínóín AÐVÖRUN GETUR VALDIÐ ÓFÆDDU BARNI ALVARLEGUM SKAÐA Konur þurfa að nota örugga getnaðarvörn

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Arcoxia 30 mg filmuhúðaðar töflur Arcoxia 60 mg filmuhúðaðar töflur Arcoxia 90 mg filmuhúðaðar töflur Arcoxia 120 mg filmuhúðaðar töflur Etorícoxíb Lesið

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. balance 1,5% glúkósi, 1,25 mmól/l kalsíum, kviðskilunarlausn

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. balance 1,5% glúkósi, 1,25 mmól/l kalsíum, kviðskilunarlausn Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins balance 1,5% glúkósi, 1,25 mmól/l kalsíum, kviðskilunarlausn Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð)

AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð) AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð) (teriflúnómið) Hvað eru hraðað brottnám? Hraðað brotthvarf lyfja má nota við sérstakar aðstæður þegar þörf er á að minnka hratt þéttni lyfsins í

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Comtess 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur entacapon 200 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Vasahandbók sjúklinga

Vasahandbók sjúklinga Mikilvægar öryggisupplýsingar til að lágmarka áhættu við notkun lyfsins Vasahandbók sjúklinga UM ÁHÆTTUSTJÓRNUN ÍSLENSK ÞÝÐING, ÚTGÁFA 1 3 Efnisyfirlit, Duodopa vasahandbók Kynning á Duodopa... 4 Duodopa-kerfið...

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins Þykkni fyrir innrennslislausn Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn er varða öryggi við notkun YERVOY Leiðbeiningar um ávísun lyfsins YERVOY (ipilimumab) er ætlað til meðferðar við langt gengnu (óskurðtæku

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Lyfjagát. =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c

Lyfjagát.   =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c Lyfjagát http://www.ema.europa.eu/ema/index.jsp?curl =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_000345.jsp&mid =WC0b01ac058058f32c Regulation 726/2004/EC með breytingum (1/3) Nýtt miðlægt leyfi

More information

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI pjia RoActemra (tocilizúmab) (til gjafar í bláæð eða undir húð) við fjölliða barnaliðagigt af óþekktum orsökum (polyarticular juvenile idiopathic arthritis; pjia) MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

LYFLÆKNINGASVIÐ. Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð

LYFLÆKNINGASVIÐ. Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð LYFLÆKNINGASVIÐ Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð Í þessum bæklingi eru almennar upplýsingar um geislajoðmeðferð. Við leggjum

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Efnisyfirlit: Inngangur 3. Vísbendingar um exem 6. Böð og sund 8. Svefn 10. Meðferð 13. Að smyrja líkamann 19. Félagslegir þættir 20.

Efnisyfirlit: Inngangur 3. Vísbendingar um exem 6. Böð og sund 8. Svefn 10. Meðferð 13. Að smyrja líkamann 19. Félagslegir þættir 20. Efnisyfirlit: Inngangur 3 Vísbendingar um exem 6 Böð og sund 8 Svefn 10 Meðferð 13 Að smyrja líkamann 19 Félagslegir þættir 20 Hollráð 22 Inngangur Rúmlega fimmta hvert barn á Íslandi er með eða hefur

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Sannleikurinn er sagna bestur! Kynsjúkdómar. Smitleiðir, einkenni, meðferð, forvarnir

Sannleikurinn er sagna bestur! Kynsjúkdómar. Smitleiðir, einkenni, meðferð, forvarnir Sannleikurinn er sagna bestur! Kynsjúkdómar Smitleiðir, einkenni, meðferð, forvarnir Efnisyfirlit Almennt um kynsjúkdóma 5 Klamydía 7 Lekandi 8 Kynfæraáblástur 10 Kynfæravörtur 11 HIV og alnæmi 14 Lifrarbólga

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TISSEEL lausnir fyrir vefjalím. 2. INNIHALDSLÝSING Efnisþáttur 1 (Próteinlausn fyrir vefjalím): Storkuprótein úr mönnum 91 mg/ml 1 Storkuþáttur XIII, manna 0,6-10

More information

Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni

Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD) Stytt útgáfa leiðbeininga Júní 2014 FORMÁLI Leiðbeiningar um Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrest með ofvirkni voru fyrst

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Velgegni á prófum hefst löngu áður en að prófinu sjálfu kemur. Hún er fyrst og fremst falin í góðum námsvenjum og ástundun náms. Það er misjafnt hvaða skoðun fólk

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu

Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu GR 94:02 Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Þessar leiðbeiningar eru unnar í samvinnu við fulltrúa frá Röntgenlæknafélagi Íslands, Röntgentæknafélagi

More information

SORG Leiðbeiningabæklingur

SORG Leiðbeiningabæklingur SORG Leiðbeiningabæklingur Að takast á við missi og sorg Þetta er reynsla þriggja einstaklinga sem hafa upplifað missi. Faðir minn dó fyrir sex vikum eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Nú losna ég

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS DUROGESIC 12 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC 25 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC 50 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC 75 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC

More information

Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum

Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum Ágrip Margrét Lilja Heiðarsdóttir 1 lyfjafræðinemi Anna Birna Almarsdóttir 1 lyfjafræðingur Reynir Tómas Geirsson 2,3 kvensjúkdómalæknir Lykilorð: getnaðarvarnir,

More information

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað GEYMIÐ! Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað 7 skref til verndar börnum Leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum? Börn eru fengin til að taka

More information

Spurningar og svör um inflúensu A(H1N1)v

Spurningar og svör um inflúensu A(H1N1)v Spurningar og svör um inflúensu A(H1N1)v Hver eru einkenni inflúensu A(H1N1)v í mönnum? Einkenni inflúensu A(H1N1)v í mönnum eru oftast svipuð einkennum af völdum árstíðarbundinnar inflúensu, þ.e. hiti,

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

GOLF SKYNSEMI MEÐ EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS

GOLF SKYNSEMI MEÐ EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS GOLF MEÐ SKYNSEMI EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS Þýtt og staðfært: Þorsteinn Svörfuður Stefánsson Myndir: GSÍ/Haukur Örn Birgisson Hönnun/umbrot: HBK/Leturval Prentun: Oddi hf. Útgefandi: Golfsamband

More information

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda REGLURNAR GILDA FYRIR: CHESAPEAKE BAY RETRIEVER, CURLY-COATED RETRIEVER, FLAT-COATED RETRIEVER, GOLDEN RETRIEVER, LABRADOR RETRIEVER OG NOVA SCOTIA DUCK TOLLING

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð

Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð Júní 2013 1 Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja

More information

Sigrumst á sýklasótt

Sigrumst á sýklasótt Sigrumst á sýklasótt Leiðbeiningar um meðferð við svæsinni sýklasótt hjá fullorðnum Inngangur Gísli H. Sigurðsson Alma D. Möller sérfræðingar í svæfinga- og gjörgæslulækningum Svæfinga- og gjörgæsludeild

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Stefna RIM um gagnaleynd

Stefna RIM um gagnaleynd Stefna RIM um gagnaleynd Research In Motion Limited, dótturfyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki ( RIM ) skuldbinda sig til að viðhalda langtímastefnu um gagnaleynd og öryggi persónuupplýsinga þinna, þ.e.

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS)

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS) Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS) Unnið að hluta eftir bæklingum sem Guy s and St Thomas Hospital London; the Royal College of Obstetricians and Gynaecologists oglondon IDEAS Genetic Knowledge

More information

Brjóstagjöf. Brjóstagjöf. Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd. Eflir tengslin á milli móður og barns. Er fullkomnasta næring kornabarnsins.

Brjóstagjöf. Brjóstagjöf. Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd. Eflir tengslin á milli móður og barns. Er fullkomnasta næring kornabarnsins. Brjóstagjöf Móðurmjólkin er ótvírætt besta næring sem hægt er að bjóða nýfæddum börnum enda er hún sérsniðin handa þeim frá náttúrunnar hendi. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á kosti brjóstamjólkur

More information

ÁHRIF SJÓBAÐA Á LÍKAMA MANNA

ÁHRIF SJÓBAÐA Á LÍKAMA MANNA ÁHRIF SJÓBAÐA Á LÍKAMA MANNA Kristján Sveinsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2013 Höfundur/höfundar: Kristján Sveinsson Kennitala: 090379-3999 Leiðbeinandi: Brian Daniel Marshall Tækni-og verkfræðideild

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Idotrim 100 mg töflur Idotrim 160 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 100 mg eða 160 mg trimetoprim. Hjálparefni með þekkta verkun: 55 mg eða 88

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf.

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. Mánudagur, 22. janúar 2018 Ákvörðun nr. 4/2018 Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi dags. 12. október sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Icepharma hf.

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

Upplýsingar um utanlegsþykkt

Upplýsingar um utanlegsþykkt Upplýsingar um utanlegsþykkt Markmið Markmið þessa upplýsingablaðs er að benda á eftirfarandi: Hvernig Jaydess kemur í veg fyrir óæskilega þungun Heildarhættu og hlutfallslega hættu á utanlegsþykkt hjá

More information

Lifrarskaði af völdum lyfja

Lifrarskaði af völdum lyfja Lifrarskaði af völdum lyfja Einar S. Björnsson meltingarlæknir Lykilorð: lifur, lyf, lifrarskaði. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Einar S. Björnsson, meltingardeild lyflækningasviðs Landspítala. einarsb@landspitali.is

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

OFSAKVÍÐI Leiðbeiningabæklingur

OFSAKVÍÐI Leiðbeiningabæklingur OFSAKVÍÐI Leiðbeiningabæklingur Hvað er ofsakvíðakast? Allir vita hvað er að vera felmtri sleginn og það er eðlilegt að vera stundum hræðslugjarn: Þú hefur það á tilfinningunni að einhver elti þig á leiðinni

More information

Aðgerðir til að sporna við misnotkun

Aðgerðir til að sporna við misnotkun Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn Maí 2018 1 Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn. Maí 2018 Útgefandi: Velferðarráðuneytið Skógarhlíð

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Brunahönnun stálburðarvirkja

Brunahönnun stálburðarvirkja Böðvar Tómasson er sviðsstjóri Brunaog öryggissviðs hjá EFLU verkfræðistofu. Hann er byggingar- og brunaverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Lundi 1998 og hefur starfað við brunahönnun bygginga og áhættugreiningar

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. October

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. October VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS October 2017 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir

More information

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda REGLURNAR GILDA FYRIR: CHESAPEAKE BAY RETRIEVER, CURLY-COATED RETRIEVER, FLAT- COATED RETRIEVER, GOLDEN RETRIEVER, LABRADOR RETRIEVER OG NOVA SCOTIA DUCK TOLLING

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv Gagnasafnsfræði Páll Melsted 18. nóv JSON JavaScript Object Notation (JSON) Staðall til að skrifa niður hluti (e. object) á mannamáli Notað til að skiptast á gögnum og til að geyma hálfformuð gögn Upphaflega

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Egggjöf Nýir draumar, ný tækifæri. Fræðileg úttekt.

Egggjöf Nýir draumar, ný tækifæri. Fræðileg úttekt. Egggjöf Nýir draumar, ný tækifæri. Fræðileg úttekt. Elsa Ruth Gylfadóttir Lokaverkefni til embættisprófs Í ljósmóðurfræði (12 einingar) Leiðbeinandi: Sigríður Sía Jónsdóttir Júní 2011 iii Þakkarorð Fyrst

More information

Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: Jóna Maren Magnadóttir. Sólrún Arney Siggeirsdóttir

Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: Jóna Maren Magnadóttir. Sólrún Arney Siggeirsdóttir Verkjastilling ópíatháðra einstaklinga i Verkefni þetta er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði. Verkefnið unnu: Jóna Maren Magnadóttir Sólrún Arney Siggeirsdóttir Verkjastilling ópíatháðra einstaklinga

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður.eru allt saman hugtök sem við gætum notað til að lýsa einhverjum sem er kvíðinn. Ef einhver þjáist af of mikilli streitu

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Mynd: Mismunandi FTTH-högun

Mynd: Mismunandi FTTH-högun Búnaður og tæki Passíf ljósnet (PON) P2MP og Ethernet P2P lausnir hafa um árabil verið notaðar víða um heim. Ýmis atriði hafa áhrif á val á búnaði, t.d. landfræðilegar aðstæður, viðskiptaáætlun o.s.frv.

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

ÖSKUFALL LEIÐBEININGAR UM VIÐBÚNAÐ FYRIR, EFTIR OG MEÐAN Á ÖSKUFALLI STENDUR SÓTTVARNALÆKNIR

ÖSKUFALL LEIÐBEININGAR UM VIÐBÚNAÐ FYRIR, EFTIR OG MEÐAN Á ÖSKUFALLI STENDUR SÓTTVARNALÆKNIR ÖSKUFALL LEIÐBEININGAR UM VIÐBÚNAÐ FYRIR, EFTIR OG MEÐAN Á ÖSKUFALLI STENDUR Þessi bæklingur byggður á upplýsingum International Volcanic Health Hazard Network (IVHHN), Cities and Volcanoes Commission,

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir

Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir Skýrsla nefndar um notkun geðdeyfðarlyfja Tómas Helgason, Halldóra Ólafsdóttir, Eggert Sigfússon, Einar Magnússon, Sigurður Thorlacius, Jón Sæmundur Sigurjónsson

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG GLEYM - MÉR - EI ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG Að missa á 12. 22. viku meðgöngu Þegar gleðin breytist í sorg Að missa á meðgöngu Útgefandi: LÍF styrktarfélag 1. útgáfa 2012 Efnisyfirlit Inngangur Tilfinningar

More information

Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja

Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja Júní 2014 Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja 1 Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja Júní 2014 Meðferð

More information

Stylistic Fronting in corpora

Stylistic Fronting in corpora 2017. In Syntactic Variation in Insular Scandinavian, ed. by Höskuldur Thráinsson, Caroline Heycock, Hjalmar P. Petersen & Zakaris Svabo Hansen, 307 338 [Studies in Germanic Linguistics 1]. Amsterdam:

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Samþykkt í framkvæmdastjórn HSS 18. apríl 2007 Unnið af nefnd um öryggi í upplýsingatækni skipaðri af framkvæmdastjórn HSS í febrúar 2007

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information