Er hægt að nota TREC til að greina meðfædda ónæmisgalla?

Size: px
Start display at page:

Download "Er hægt að nota TREC til að greina meðfædda ónæmisgalla?"

Transcription

1 Er hægt að nota TREC til að greina meðfædda ónæmisgalla? Bergljót Rafnar Karlsdóttir Ritgerð í barnalæknisfræði Læknadeild Heilbrigðisvísindasvið Háskóli Íslands Maí 2015

2 Er hægt að nota TREC til að greina meðfædda ónæmisgalla? Lengi hefur þekkst að skima fyrir vissum göllum hjá nýburum fljótlega eftir fæðingu. Þessir gallar eiga það sameiginlegt að vera alvarlegir og sjaldgæfir en jafnframt að minnsta kosti að einhverju leyti meðhöndlanlegir. Þekktasta dæmið er líklega skimun fyrir efnaskiptagallanum PKU (phenylketonuria) með blóðdropa teknum úr hæl nýburans. Frá upphafi nýburaskimunar um miðja síðustu öld hefur tækninni fleygt fram og nú er hægt að gera ítarlegar rannsóknir á erfðaefni í litlu blóðsýni. Því liggur beint við að nota þá tækni til þess að skima fyrir fleiri sjúkdómum. Þegar ákveðið er að hefja skimun fyrir sjúkdómi er mikilvægt að skimprófið hafi hátt næmi og sértæki fyrir sjúkdómnum. Þetta er til að sem flest tilfelli finnist en ekki séu margir sem fái falsk-jákvæða niðurstöðu. Staðlaðar leiðbeiningar um framkvæmd og niðurstöður prófsins eru nauðsynlegar. Einnig er mikilvægt að góð og gagnreynd meðferð fyrirfinnist við viðkomandi sjúkdómi svo gagn hljótist af greiningunni. Vega þarf og meta kostnað skimunarinnar móti meðferðarkostnaði sé sjúkdómurinn greindur eftir að einkenni koma fram. Að lokum er ákjósanlegt að prófunin sjálf sé einföld, sársaukalaus fyrir sjúklinginn og ódýr í framkvæmd. Flokkur sjúkdóma sem mikilvægt er að greina snemma eru meðfæddir ónæmisgallar eða PID (primary immunodeficiencies). Ónæmisgallar gera að verkum að sjúklingur er útsettur fyrir endurteknum sýkingum sem geta haft mikil áhrif á lífsgæði og lifun. Til meðfæddra ónæmisgalla teljast yfir 200 þekktir sjúkdómar og er nýgengi þeirra talið vera 1/1200 lifandi fæddra barna. Flokkun sjúkdómanna fer eftir meingerð, það er hvaða þáttur ónæmiskerfisins á í hlut, og þeim einkennum sem fylgja. Dæmi um meðfæddan ónæmisgalla er SCID (severe combined immunodeficiency) sem er breitt svið sjúkdóma sem ýmist valda T-eitilfrumugalla eða T- og B-frumugalla. SCID er banvænt ástand sé sjúkdómurinn ekki meðhöndlaður og fer lifun sjúklings að miklu leyti eftir hversu snemma meðferð er hafin. Þar sem fæstir sjúklinganna hafa fjölskyldusögu um sjúkdóminn og einkenni koma sjaldnast fram fyrr en tækifærissýkingar hefjast væri mikill fengur í almennu skimprófi fyrir SCID. 1

3 Mögulegur vettvangur skimunar er mæling á TREC (T-cell receptor excision circle) til greiningar á meðfæddum ónæmisgöllum á borð við SCID. T-eitilfrumur eru framleiddar í beinmerg en þroskast í hóstarkirtli. Þær gegna lykilhlutverki í frumubundnu ónæmissvari ónæmiskerfissins. Í hóstarkirtlinum endurraðast gen T- frumuviðtakans sem gefur T-frumum möguleika á að þekkja mikinn fjölda próteinbúta. Á meðan á þessu ferli stendur myndast TREC, hringlaga DNA bútur sem finnst eingöngu í T-eitilfrumum sem eru innan hóstarkirtilsins eða hafa nýlega yfirgefið hann. TREC er ekki afritað við frumuskiptingu og því getur magn TREC mælt með PCR (polymerase chain reaction) eða öðrum sambærilegum aðferðum gefið upplýsingar um fjölda óþroskaðra T-fruma. Blóðsýni úr heilbrigðum nýburum innihalda eitt TREC fyrir hverjar tíu T-frumur en nýburar með SCID hafa afar lágt eða ómælanlegt TREC. Þannig gefur lágt gildi TREC skimunar vísbendingu um T- eitilfrumufæð í nýburanum hvort sem hún er vegna lélegrar framleiðslu eða taps á T- frumum. Þessi ritgerð leitast við að svara þeirri spurningu hvort TREC megi nota til að greina meðfædda ónæmisgalla. Aðferðir Við heimildaleit var stuðst við greinar í gagnagrunninum PubMed sem fundust við leit með orðunum t-cell receptor excision circles. Einnig var vefsíðan Uptodate.com notuð við grunnupplýsingaöflun sem og kennslubókin Nelson Essentials of Pediatrics eftir Marcdante og Kliegman. Nýburaskimun á TREC hófst í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 2008 og hefur fest sig í sessi í þó nokkrum ríkjum til viðbótar síðan þá. Magnmæling TREC er framkvæmd á sama blóðsýni og er notað við skimun á PKU, vanstarfsemi skjaldkirtils og fleiri kvillum en sýnið er tekið með lítilli stungu í hæl nýburans og telst því afar lítið inngrip. Reynist skimprófið jákvætt (<25 TREC/µl í flestum rannsóknum) þarf frekari greiningarvinnu til að ákvarða hvort nýburinn þjáist af SCID eða annarri orsök T-eitilfrumufæðar. Helstu heimildir voru yfirlitsgreinar um árangur TREC nýburaskimprófana í Bandaríkjunum. 2

4 Niðurstaða og umræður Meðfæddir ónæmisgallar sem finnast við TREC skimun í nýburum eru alvarlegir sjúkdómar sem hafa mikil áhrif á líf sjúklingsins. Þar má nefna SCID en niðurstöður samantektarrannsóknar frá Primary Immune Deficiency Treatment Consortium sýndu að lifun SCID sjúklinga var 94% fengi barnið meðferð fyrir 3,5 mánaða aldur en einungis 50% hjá börnum eldri en 3,5 mánaða sem voru sýkt meðan á meðferð stóð. Það skiptir því miklu máli að greina SCID snemma til að koma í veg fyrir tækifærissýkingar og veita meðferð við sjúkdómnum en meðferðin er oft í formi beinmergsskipta. Aðrir sjúkdómar sem geta fundist fyrir tilstilli skimunar á TREC eru þeir sem valda T-frumufæð, bæði hvað varðar magn fruma og fjölbreytileika. Þetta eru sjúkdómar á borð við erfðaheilkenni Downs og DiGeorges, aðrar gerðir SCID (Variant SCID, Leaky SCID) og Omenn heilkenni. Því má segja að þó meginhlutverk TREC skimunar verði að öllum líkindum að finna einstaklinga með dæmigert SCID þá geti einnig fundist vísbendingar um aðra sjúkdóma við skimunina. Næmi TREC skimunar er afar gott til greiningar á SCID, allt upp í 100%. Einnig er sértækið jafnvel betra en við önnur skimpróf sem þegar tíðkast eða um og undir 0,1% eftir rannsóknum. Það merkir að í 0,1% tilfella þurfi að endurtaka prófun af einhverjum orsökum. Einn vankantur á TREC skimuninni er sá að sjúkdómarnir sem skimað er fyrir eru sjaldgæfir. Nýgengi SCID er um það bil 1/ lifandi fæddra í bandarísku þýði. Til samanburðar er nýgengi PKU, sem skimað hefur verið fyrir á Íslandi frá árinu 1972, 1/8400 lifandi fæddra á Íslandi samkvæmt rannsókn Oddasonar og félaga í Læknablaðinu Skimun nýbura í Kaliforníu fann einungis 50 börn sem höfðu marktæka T-frumufæð og þörfnuðust frekari rannsókna. Því má velta fyrir sér hvort að skimun á þjóðarvísu yrði kostnaðarlega hagkvæm. Annar galli er að þrátt fyrir hátt næmi og sértæki TREC skimunar við greiningu á SCID þá getur TREC ekki skimað fyrir öllum meðfæddum ónæmisgöllum heldur eingöngu þeim sem hafa áhrif á fjölda T-fruma. Þar með greinast ekki gallar sem hafa áhrif á T-frumuvirkni eða sem einskorðast við aðra hluta ónæmiskerfisins á borð við vessabundið ónæmi og neutrofíla. Neikvæð skimun á TREC útilokar því ekki meðfæddan ónæmisgalla og er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart einkennum þeirra eins og vaxtarskerðingu og endurteknum, alvarlegum sýkingum. 3

5 Að lokum má nefna að TREC magn er gjarnan lágt í fyrirburum. Því hefur bæst í vinnureglur að endurtaka prófun hjá þeim, til að mynda við 37 vikna meðgöngulengd, til samanburðar á fyrri mælingu svo útiloka megi falsk-jákvætt svar. Lokaorð Meðfæddir ónæmisgallar eru alvarlegir sjúkdómar sem koma gjarnan fram í börnum án fjölskyldusögu og einkenni gera ekki vart við sig fyrr en endurteknar og illviðráðanlegar sýkingar skjóta upp kollinum. Nýburaskimun á TREC magni hefur hátt næmi og sértæki við greiningu á SCID og getur gefið vísbendingu um aðra ónæmisgalla sem mikilvægt er að greina og meðhöndla snemma. Þar að auki er prófið ódýrt og einfalt í framkvæmd. Helstu gallar skimunarinnar eru lágt nýgengi sjúkdómanna sem skimað er fyrir og að ekki er hægt að útiloka ónæmisgalla sem herja á aðra hluta ónæmiskerfisins. Niðurstaða höfundar er sú að TREC skimun sé góð leið til skimunar á vissum meðfæddum ónæmisgöllum og það sé vel þess vert að skoða hvort bæta eigi TREC mælingum við nýburaskimun á Íslandi. Heimildir 1. van der Spek, J., et al., TREC Based Newborn Screening for Severe Combined Immunodeficiency Disease: A Systematic Review. J Clin Immunol, Kwan, A., et al., Newborn screening for severe combined immunodeficiency and T-cell lymphopenia in California: results of the first 2 years. J Allergy Clin Immunol, (1): p Puck, J.M., Laboratory technology for population-based screening for severe combined immunodeficiency in neonates: the winner is T-cell receptor excision circles. J Allergy Clin Immunol, (3): p

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) og mallandi mergæxli

Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) og mallandi mergæxli Mergæxli Krabbamein í beinmerg Þessi bæklingur er gefinn út af IMF og hefur verið lesinn yfir og samþykktur af Perluvinum félagi um mergæxli á Íslandi. www.krabb.is/myeloma Þýtt og staðfært af Kristrúnu

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Efnisyfirlit. Útdráttur.3. Inngangur Almennt um heilabilun og Alzheimers-sjúkdóminn... 6

Efnisyfirlit. Útdráttur.3. Inngangur Almennt um heilabilun og Alzheimers-sjúkdóminn... 6 Efnisyfirlit Útdráttur.3 Inngangur...3 1. Almennt um heilabilun og Alzheimers-sjúkdóminn... 6 1.1 Heilabilun og Alzheimers-sjúkdómurinn skilgreind (DSM-IV)... 6 1.2 Algengi heilabilunar og Alzheimers-sjúkdómsins...

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Hvaða einkenni fylgja MBL skorti?

Hvaða einkenni fylgja MBL skorti? Hvaða einkenni fylgja MBL skorti? Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir 5. árs læknanemi - Inngangur Mannose- binding lectin (MBL) er sameind búin til í lifrinni og er ein af þremur leiðum sem líkaminn notar

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Þekking almennings á Alzheimers sjúkdómnum

Þekking almennings á Alzheimers sjúkdómnum Þekking almennings á Alzheimers sjúkdómnum Hilmar Pétur Sigurðsson Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Þekking almennings á Alzheimers sjúkdómnum Hilmar Pétur Sigurðsson Lokaverkefni

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Skimun fyrir þunglyndi aldraðra Fræðileg samantekt

Skimun fyrir þunglyndi aldraðra Fræðileg samantekt Skimun fyrir þunglyndi aldraðra Fræðileg samantekt SUNNA EIR HARALDSDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI 12 EININGAR LEIÐBEINANDI: ÞÓRA JENNÝ GUNNARSDÓTTIR, LEKTOR JÚNÍ 2011 iii Þakkarorð

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM?

HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM? HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM? Þórlína Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, Hlíf Guðmundsdóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun BYLTUR ERU eitt af algengustu viðfangsefnum öldrunarhjúkrunar.

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Skimun eftir krabbameini í ristli og endaþarmi (KRE) á Íslandi

Skimun eftir krabbameini í ristli og endaþarmi (KRE) á Íslandi 2015 Forvörn er fyrirhyggja Skimun eftir krabbameini í ristli og endaþarmi (KRE) á Íslandi RISTILSKIMUN ÁSGEIR THEODÓRS LÆKNIR, M. SCI (EMPH) TRYGGVI BJÖRN STEFÁNSSON LÆKNIR, PH.D Efnisyfirlit Inngangur...

More information

Tillaga til þingsályktunar

Tillaga til þingsályktunar 132. löggjafarþing 2005 2006. Þskj. 13 13. mál. um skipulagða leit að krabbameini í ristli. Tillaga til þingsályktunar Flm.: Drífa Hjartardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Ögmundur Jónasson, Guðjón A. Kristjánsson,

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Rannsókn á aðstæðum fólks sem hefur greinst með Alzheimerssjúkdóm á Íslandi á aldrinum 45-65 ára Febrúar 2005 Hanna Lára Steinsson Minnismóttaka LSH Landakoti EFNISYFIRLIT

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Dyslexía. Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Dyslexía. Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2010 Dyslexía Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí Sigríður Jóhannesdóttir Leiðsögukennari: Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir Lokaverkefni

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

Skimun fyrir berklum meðal gigtarsjúklinga sem hófu meðferð með. TNFα-hemlum á Íslandi

Skimun fyrir berklum meðal gigtarsjúklinga sem hófu meðferð með. TNFα-hemlum á Íslandi R A N N S Ó K N Skimun fyrir berklum meðal gigtarsjúklinga sem hófu meðferð með TNFα-hemlum á Íslandi 1999-2014 Þórir Már Björgúlfsson1 læknir, Gerður Gröndal1 læknir, Þorsteinn Blöndal2 læknir, Björn

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Meðgöngusykursýki eftirfylgni eftir fæðingu

Meðgöngusykursýki eftirfylgni eftir fæðingu Meðgöngusykursýki eftirfylgni eftir fæðingu Fræðileg samantekt Bryndís Ásta Bragadóttir Ritgerð til meistaragráðu (30 einingar) Hjúkrunarfræðideild Námsbraut í ljósmóðurfræði Meðgöngusykursýki eftirfylgni

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining.

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Höfundar: YLVA TINDBERG, med dr, överläkare, barnhälsovårdsenheten i Sörmland GABRIEL OTTERMAN, överläkare, barnskyddsteamet,

More information

Einhverfurófið og svefn

Einhverfurófið og svefn Einhverfurófið og svefn Fræðileg úttekt á meðferðarúrræðum og virkni þeirra María Kristín H. Antonsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Félagsvísindadeild Apríl 2016 Einhverfurófið

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Bólusetningar barna Viðhorf verðandi foreldra. María Kristinsdóttir

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Bólusetningar barna Viðhorf verðandi foreldra. María Kristinsdóttir MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Bólusetningar barna Viðhorf verðandi foreldra María Kristinsdóttir Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt Viðskiptafræðideild Júní 2016 Bólusetningar barna

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Áhrif ófrjósemi á einstaklinga Elín Heiða Ólafsdóttir Íris Stella Sverrisdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið?

Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið? Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið? Árni Egill Örnólfsson 1 læknir, Einar Hjaltested 2 læknir, Ólöf Birna Margrétardóttir 3 læknir, Hannes Petersen 4,5 læknir ÁGRIP Tillgangur: Markmið

More information

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Einar Kristinsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði

More information

Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot

Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot Er munur á vitneskju ólíkra starfsstétta? Helga Theodóra Jónasdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Vitneskja

More information

Hugvísindasvið. Heill þú farir. Um sögulegan breytileika í íslenskum kveðjum. Ritgerð til MA-prófs í íslenskum fræðum. Sigríður Sæunn Sigurðardóttir

Hugvísindasvið. Heill þú farir. Um sögulegan breytileika í íslenskum kveðjum. Ritgerð til MA-prófs í íslenskum fræðum. Sigríður Sæunn Sigurðardóttir Hugvísindasvið Heill þú farir Um sögulegan breytileika í íslenskum kveðjum Ritgerð til MA-prófs í íslenskum fræðum Sigríður Sæunn Sigurðardóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensk fræði Heill

More information

Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu og áherslur í líknarmeðferð

Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu og áherslur í líknarmeðferð Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu og áherslur í líknarmeðferð Fræðileg samantekt Hildigunnur Magnúsdóttir Urður Ómarsdóttir Ritgerð til BS prófs (12 einingar) Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut 2004 Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Sif Jóhannsdótti Lokaverkefni í kennaradeild 1 Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut Akureyri, Apríl

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Verkefnið unnu: Sædís G. Bjarnadóttir

Verkefnið unnu: Sædís G. Bjarnadóttir Heilbrigðisvísindasvið Hjúkrunarfræði 2011 Sykursýki og unglingar Hvernig bregst umhverfi unglinga við þegar þeir greinast með sykursýki I Sædís Guðrún Bjarnadóttir Þorbjörg Birgisdóttir Lokaverkefni til

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ==================================================

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Efni þessa fréttabréfs Frá stjórninni Ný þýðingarverkefni á döfinni Evrópufundir Tourette samtaka Um Mozart

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins Þykkni fyrir innrennslislausn Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn er varða öryggi við notkun YERVOY Leiðbeiningar um ávísun lyfsins YERVOY (ipilimumab) er ætlað til meðferðar við langt gengnu (óskurðtæku

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

Nemendur með ADHD. Úrræði kennara og aðstaða. Anna María Sanders. Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild

Nemendur með ADHD. Úrræði kennara og aðstaða. Anna María Sanders. Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendur með ADHD Úrræði kennara og aðstaða Anna María Sanders Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendur með ADHD Úrræði kennara og aðstaða Anna María Sanders Lokaverkefni til

More information

Education Policy Analysis Edition. Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Education Policy Analysis Edition. Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku Education Policy Analysis -- 2004 Edition Summary in Icelandic Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa Útdráttur á íslensku Kafli 1 sækir aftur í þema sem fyrst var rannsakað af OECD fyrir um 30 árum og

More information

SOS! Hjálp fyrir foreldra:

SOS! Hjálp fyrir foreldra: SOS! Hjálp fyrir foreldra: Samantekt á niðurstöðum TOPI A og TOPI B árin 2007-2011 og heildaryfirlit fyrir árin 1998-2011. Hanna Björg Egilsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

More information

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga BA ritgerð Félagsráðgjöf Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir Júní 2016 Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir 040577-4759

More information

Sorg og sorgarúrvinnsla barna

Sorg og sorgarúrvinnsla barna Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2013 Sorg og sorgarúrvinnsla barna Hvernig er hægt að koma til aðstoðar? Benný Rós Björnsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið

More information

Egggjöf Nýir draumar, ný tækifæri. Fræðileg úttekt.

Egggjöf Nýir draumar, ný tækifæri. Fræðileg úttekt. Egggjöf Nýir draumar, ný tækifæri. Fræðileg úttekt. Elsa Ruth Gylfadóttir Lokaverkefni til embættisprófs Í ljósmóðurfræði (12 einingar) Leiðbeinandi: Sigríður Sía Jónsdóttir Júní 2011 iii Þakkarorð Fyrst

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir

Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir 12.01.2018 Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2. Skilgreiningar... 3 3. Hinsegin fólk og heimilisofbeldi...

More information

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Börnum straffað með hendi og vendi Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Steinunn Bergmann 2010 1 Formáli Rannsókn þessi á tilkynningum til barnaverndarnefnda er varða grun

More information

BS ritgerð. Tengsl húðkroppunaráráttu við áráttu- og þráhyggjueinkenni, fullkomnunaráráttu og tilfinningar um að eitthvað sé ekki alveg rétt

BS ritgerð. Tengsl húðkroppunaráráttu við áráttu- og þráhyggjueinkenni, fullkomnunaráráttu og tilfinningar um að eitthvað sé ekki alveg rétt BS ritgerð Tengsl húðkroppunaráráttu við áráttu- og þráhyggjueinkenni, fullkomnunaráráttu og tilfinningar um að eitthvað sé ekki alveg rétt Erna Sigurvinsdóttir Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Leiðbeinendur:

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Eiga brjóstagjöf og svefn ungbarna samleið?

Eiga brjóstagjöf og svefn ungbarna samleið? Eiga brjóstagjöf og svefn ungbarna samleið? Væntingar og veruleiki Berglind A. Zoëga Magnúsdóttir Ólafía Sólveig Einarsdóttir Ritgerð til BS prófs (12 einingar) Eiga brjóstagjöf og svefn ungbarna samleið?

More information

Vanræktir sjúkdómar þróunarlanda yfirlit

Vanræktir sjúkdómar þróunarlanda yfirlit Vanræktir sjúkdómar þróunarlanda yfirlit Júlíus Kristjánsson 1 læknanemi, Sigurður Guðmundsson 2 læknir Á g r i p Vanræktir sjúkdómar þróunarlanda er eins konar samheiti fyrir fjölbreyttan hóp smitsjúkdóma.

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Friðrik Atlason Kt.: 051275-4389 Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason Febrúar 2017

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma Kristín Rún Friðriksdóttir er hjúkrunarfræðingur, BS, á Vogi. Ragnheiður

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum

CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum Notkun og útbreiðsla CAD/CAM á Íslandi Alexander Mateev Lokaverkefni til BS gráðu Leiðbeinandi: Peter Holbrook CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum; notkun og útbreiðsla

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Bágt er að berja höfðinu við steininn

Bágt er að berja höfðinu við steininn Bágt er að berja höfðinu við steininn Um tengsl skammtíma- og langtímaafleiðinga heilaáverka Thelma Rún van Erven Lokaverkefni til B.Sc.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Bágt er að berja höfðinu

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information