Neteinelti. Skaðvaldur í nútímasamfélagi. Regína Ásdís Sverrisdóttir Tinna Ósk Óskarsdóttir

Size: px
Start display at page:

Download "Neteinelti. Skaðvaldur í nútímasamfélagi. Regína Ásdís Sverrisdóttir Tinna Ósk Óskarsdóttir"

Transcription

1 Neteinelti Skaðvaldur í nútímasamfélagi Regína Ásdís Sverrisdóttir Tinna Ósk Óskarsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild

2

3 Neteinelti Skaðvaldur í nútímasamfélagi Regína Ásdís Sverrisdóttir Tinna Ósk Óskarsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sólveig Jakobsdóttir Uppeldis- og menntunarfræðideild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Júní 2015

4 Neteinelti: Skaðvaldur í nútímasamfélagi Ritgerð þessi er 14 eininga lokaverkefni til BA- prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Uppeldis- og menntunarfræðideild Menntavísindasviði Háskóla Íslands Regína Ásdís Sverrisdóttir og Tinna Ósk Óskarsdóttir 2015 Óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfunda Prentun: Bóksala kennaranema Reykjavík, 2015

5 Útdráttur Í þessari ritgerð er fjallað um neteinelti á meðal ungmenna en notkun þeirra á Internetinu hefur aukist mikið undanfarin ár. Höfundar varpa fram spurningum um hvað felist í neteinelti og á hvaða vettvangi það fari fram. Einnig er fjallað um einkenni og hlutverk þeirra sem koma að neteinelti, kynja- og aldursmun, áhrif neteineltis auk þeirra úrræða sem ungmenni nota til að takast á við það. Neteinelti er áreiti eða árásargjörn hegðun sem fer fram á netmiðlum og helst í gegnum farsíma eða Internet. Neteinelti er framið af einstaklingi eða hópi og þarf ekki að vera endurtekið þar sem vettvangurinn er oft fjölmennur og mörg vitni til staðar. Fræðileg úttekt leiddi í ljós að neteinelti getur haft alvarleg sálræn- og félagsleg áhrif auk þess sem þolendur eru líklegri til að glíma við önnur hegðunarvandamál svo sem aukin neysla á áfengi og reykingar. Þolendur sem verða ítrekað fyrir barðinu á neteinelti eiga erfitt með að verjast því vegna síendurtekinna áreita frá gerendum. Gerendur eru þeir sem valda öðrum líkamlegum eða tilfinningalegum skaða. Gerendur/þolendur eru þeir sem leggja aðra í einelti ásamt því að vera sjálfir fyrir því. Áhorfendur eru svo þeir sem verða vitni að eineltinu. Algengast er að neteinelti fari fram hjá ungmennum 15 ára og eldri en tíðnin fer síðan lækkandi eftir 20 ára aldur. Ekki er hægt að segja að það sé kynjamunur á gerendum og þolendum í neteinelti þar sem niðurstöður rannsókna eru ólíkar. Stelpur eru þó líklegri til þess að segja frá neteinelti og tjá sig um það, þær kjósa einnig að nota skyndiskilaboð þegar kemur að neteinelti en strákar kjósa frekar beinar hótanir. Þau úrræði sem ungmenni nota helst til að takast á við neteinelti skiptast í tvennt. Í fyrsta lagi geta ungmenni greint vandamálið og reynt að koma í veg fyrir neteineltið. Í öðru lagi geta ungmenni reynt að takast á við þær tilfinningar sem neteineltið hefur í för með sér. Með því að auka meðvitaða þekkingu fólks á neteinelti og áhrifum þess er mögulega hægt að draga úr því en neteinelti getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Í því samhengi er mikilvægt að fræða almenning og þá sérstaklega skólasamfélagið. Með því að útbúa viðeigandi fræðsluefni sem er aðlagað að íslensku samfélagi væri hægt að fyrirbyggja og stuðla að jákvæðri og öruggri Internetnotkun ungmenna. 3

6 Efnisyfirlit Útdráttur... 3 Töfluskrá... 6 Formáli Inngangur Rannsóknarspurning Uppbygging ritgerðar Upplýsingar um helstu heimildir Neteinelti: Tegundir, vettvangur og samfélagsmiðlar Hvað er neteinelti? Tegundir neteineltis Netrifrildi (e. flaming) Rafrænt áreiti (e. harassment) Mannorðsspjöll (e. denigration) Persónueftiröpun (e. impersonating) Trúnaðarbrestur (e. outing and trickery) Útskúfun (e. exclusion) Rafrænt umsátur (e. cyberstalking) Að lemja sér til ánægju (e. happy slapping) Vettvangur neteineltis Samfélagsmiðlar Áhrif neteineltis og úrræði ungmenna til þess að takast á við afleiðingarnar Áhrif neteineltis á ungmenni Sálræn vandamál Félagsleg vandamál Hegðunarvandamál Langtímaáhrif eineltis og áfalla í æsku Hvergi skjól Úrræði ungmenna til að takast á við neteinelti Úrræði Parris og félaga Efling úrræða sem ungmenni nota til að takast á við neteinelti

7 3.3 Úrræði samfélagsins við neteinelti Lagarammi Foreldrar Skóli og starfsfólk skólans Hvað er hægt að gera þegar neteinelti er annarsvegar Fræðsla Einkenni þátttakenda og hlutverk í neteinelti, kynja- og aldursmunur Einkenni og hlutverk þátttakenda í neteinelti Einkenni þolenda Einkenni gerenda Einkenni gerenda/þolenda Einkenni áhorfenda Staða kynjanna í neteinelti Aldurshópar í neteinelti Samantekt og umræður Umræða Heimildaskrá

8 Töfluskrá Tafla 1. Helstu upplýsingar yfir lykilheimildir ritgerðar

9 Formáli Ritgerð þessi er 14 eininga lokaverkefni til BA- prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið við Háskóla Íslands. Við viljum þakka leiðbeinanda okkar henni Sólveigu Jakobsdóttir fyrir góða leiðsögn og ábendingar á áhugaverðu efni. Einnig viljum við þakka Hróðnýju Lund og Árnýju Ósk Árnadóttur fyrir yfirlestur og mikinn stuðning á meðan ritgerðarskrifum stóð. Áhugi okkar á þessu verkefni kviknaði eftir að við hlustuðum á fyrirlestur samnemanda okkar um neteinelti. Þegar við kynntum okkur efnið nánar sáum við að lítið var til um þetta efni á Íslandi. Við ákváðum því að skrifa um þetta efni og bæta þannig við það efni sem til er nú þegar. Þetta lokaverkefni er samið af okkur undirrituðum. Við höfum kynnt okkur Siðareglur Háskóla Íslands (2003, 7. nóvember, og fylgt þeim samkvæmt bestu vitund. Við vísum til alls efnis sem við höfum sótt til annarra eða fyrri eigin verka, hvort sem um er að ræða ábendingar, myndir, efni eða orðalag. Við þökkum öllum sem lagt hafa okkur lið með einum eða öðrum hætti en berum sjálfar ábyrgð á því sem kemur fram í ritgerðinni. Þetta staðfestum við með undirskrift okkar. Reykjavík,. 20 7

10 8

11 1 Inngangur Umræða um einelti hefur aukist í okkar samfélagi á undanförnum árum. Fólk virðist meira vakandi fyrir því og er tilbúið til að viðurkenna það. Einstaklingur sem lagður er í einelti verður fyrir erfiðri lífsreynslu, þegar þolandinn fær litla sem enga hjálp getur hann verið að glíma við afleiðingarnar langt fram á fullorðinsár (Guðjón Ólafsson, 1996). Neteinelti hefur þó ekki verið jafn áberandi í umræðunni og er því mikilvægt að opna þá umræðu. Tímarnir hafa breyst mikið og hefur einelti breyst samhliða því, þróunin hefur verið á Internetinu. Ungmenni eyða jafn miklum ef ekki meiri tíma í tölvum eða símum og þau gera í raunveruleikanum (Hertz og David- Ferdon, 2011). Þegar einelti á sér stað á Internetinu er auðvelt að fela sig á bakvið nafnleysi. Í hinum vestræna heimi geta ungmenni auðveldlega komist á Internetið í gegnum síma og tölvur heima hjá sér og annarsstaðar (Cross, Lester og Barnes, 2015). Ungmenni eyða mörg hver gríðarlega miklum tíma á samskiptamiðlum, að meðaltali eyða þau meira en sjö og hálfum klukkutímum á dag á miðlum alla daga vikunnar (Rideout, Foehr og Roberts, 2010). Miðlar eru stórt hugtak en þar má nefna sjónvarp, tölvur, tónlist og rafrænar bækur. Árið 2009 eyddu ungmenni að minnsta kosti 1,29 klukkutímum á dag í tölvunotkun (Rideout o.fl., 2010). Nýrri rannsókn eftir Koff og Moreno (2013) sýnir að ungmenni nota Internetið í snjallsímanum að meðaltali í 1,1 klukkutíma á dag en 3,2 klukkutíma í tölvu. Þetta sýnir að það sé veruleg aukning í tölvunotkun ungmenna. Á Íslandi er ekki hægt að nálgast mikið af upplýsingum um neteinelti á íslensku og það hefur verið lítið rannsakað hér á landi. Markmið ritgerðarinnar er að bæta við þær upplýsingar sem nú þegar eru til um neteinelti og vekja almenning til umhugsunar. 1.1 Rannsóknarspurning Rannsóknarspurningarnar eru fjórar, ein aðalspurning og þrjár undirspurningar. Aðal rannsóknarspurningin er: Hvað er neteinelti, á hvaða vettvangi fer það fram? Undirspurningar eru: Hver eru áhrif neteineltis? 9

12 Hver eru úrræði ungmenna til þess að takast á við neteinelti? Hver eru einkenni og hlutverk þeirra aðila sem koma að neteinelti, er kynja- og/eða aldursmunur? 1.2 Uppbygging ritgerðar Ritgerðin samanstendur af fimm köflum að þessum meðtöldum. Annar kaflinn svarar aðalrannsóknaspurningu ritgerðarinnar sem er skilgreining á neteinelti, tegundir neteineltis og á hvaða vettvangi það fer fram á. Þriðji kaflinn lýsir áhrifum neteineltis og úrræðum ungmenna til þess að takast á við það. Í fjórða kafla er fjallað um þátttakendur neteineltis og einkenni þeirra, ásamt kynja- og aldursmun í neteinelti. Í kafla fimm eru dregnar saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar, ásamt umræðu. Ritrýndar og fræðilegar heimildir eru notaðar til að svara rannsóknarspurningunum. 1.3 Upplýsingar um helstu heimildir Á næstu blaðsíðu má finna yfirlit yfir lykilheimildir ritgerðarinnar, þar má sjá fjölda þátttakenda, kynjahlutfall, landsvæði og fleira. 10

13 Tafla 1. Helstu upplýsingar yfir lykilheimildir ritgerðar Aðalhöfundur/ar Birtingarár Gagnasöfnun ár N Þátttakendur Aldur Kynjahlutfall Kk. : Kvk. Landsvæði Balakrishnan 2015 x) :49 Beckman o.fl :51 Svíþjóð Bollmer o.fl :50 Bandaríkin Cross o.fl Ástralía Cross o.fl England Dillon og Bushman :30 Dredge o.fl. 2014a :68 Ástralía Dredge o.fl. 2014b :81 Ástralía Gámez- Guadix o.fl mánuðir :59 Spánn Helga Pálsdóttir Huang og Chou Kína Evrópa, Ástralía, Asía, Norður- Jacobs o.fl Ameríka Kowalski og Limber Bandaríkin Lohman og Jarvis Asía Mouttapa o.fl Bandaríkin Na o.fl :62 Parris o.fl :35 Bandaríkin Parris o.fl Bandaríkin SAFT 2013a :50 Ísland Peter o.fl London Slonje og Smith :44 Svíþjóð Smith o.fl :51 London Tarapdar og Kellett Walrave Belgía Williams og Guerra , 13 og 17 46:54 X) Þar sem reitir eru auðir vantaði upplýsingar í viðkomandi heimild. 11

14 12

15 2 Neteinelti: Tegundir, vettvangur og samfélagsmiðlar Í þessum kafla verður neteinelti skilgreint og leitast við að útskýra meginmun á neteinelti og hefðbundu einelti. Hér að neðan er fjallað um vettvang þar sem neteinelti fer fram og hvaða hlutverki samfélagið gegnir þegar kemur að slíku einelti. Hefðbundið einelti Einelti er skilgreint sem ferli þar sem ákveðinn einstaklingur er beittur andlegu og/eða líkamlegu áreiti af einum eða fleiri einstaklingum í ákveðinn tíma. Dæmi um einelti er líkamleg árás, niðrandi orð og athafnir sem heyrast og sjást (Guðjón Ólafsson, 1996). Einelti getur haft slæmar afleiðingar og því er mikilvægt að koma í veg fyrir það sem allra fyrst (Olweus, 1993). Hefðbundið einelti gerist að mestu í skólum eða á skólalóð, þar sem fullorðnir sjá og heyra ekki til (Sharp og Smith, 2000). Einkenni hefðbundis eineltis eru meðal annars ungmenni vilja ekki fara í skólann, forðast að leika sér í frímínútum eða eru nálægt fullorðnum þar sem þeim finnst þau örugg og eiga til að fá lægri einkunnir í skólanum. Einelti getur leitt af sér þunglyndi og skapsveiflur (Cross o.fl., 2015; Olweus, 2005). Neteinelti er ein birtingarmynd eineltis og eru einkenni svipuð. Í rannsókn Dredge o.fl. (2014a) kom fram að myndir, myndbönd og símhringingar höfðu meiri áhrif á þolendur neteineltis. Vefsíður og smáskilaboð höfðu sömu áhrif og hefðbundið einelti og skyndiskilaboð * og tölvupóstar höfðu minni áhrif heldur en hefðbundið einelti (Dredge o.fl., 2014a). Þeir einstaklingar sem lagðir eru í neteinelti eru líklega lagðir í hefðbundið einelti líka. Rannsókn Cross o.fl. (2015) sýndi að 87 prósent af þeim einstaklingum sem upplifðu neteinelti sögðust einnig upplifa hefðbundið einelti og 77 prósent sem leggja aðra í neteinelti leggja þá sömuleiðis í hefðbundið einelti (Cross o.fl. 2015; Hoff og Mitchell, 2009). Samkvæmt rannsókn Hertz og David- Ferdon (2011) * Skyndiskilaboð: Skilaboð sem fara fram á milli tveggja einstalinga eða fleiri á rauntíma. 13

16 voru 96 prósent þeirra sem lagðir voru í hefðbundið einelti einnig lagðir í neteinelti. Rannsókn Cross o.fl. (2015) sem stóð yfir þriggja ára tímabil, með 1504 þátttakendum, sýndi að hefðbundið einelti minnkaði hægt og rólega með árunum en neteinelti var stöðugt og minnkaði lítið á sama tímabili. 2.1 Hvað er neteinelti? Neteinelti hefur sífellt verið að færast í aukana og fer yfirleitt fram meðal ungmenna sem eru 18 ára og yngri en ekki er til nákvæm tala um tíðni neteineltis en talið er að sex til 30 prósent ungmenna hafi lent í neteinelti (Dredge, Gleeson og Garcia, 2014b). Neteinelti er skilgreint sem einelti eða áreiti sem fer fram á miðlum, farsímum og Internetinu (Perren o.fl., 2012). Neteinelti er árásargjörn og vísvitandi hegðun framin af einstaklingi eða hópi og er vettvangurinn Internetið (Dredge o.fl., 2014b). Neteinelti getur verið endurtekin hegðun til að skaða einstaklinginn sem getur ekki auðveldlega varið sig, einnig getur það verið hegðun sem er ekki endurtekin heldur séð af hundruðum einstaklinga (Cross, Richardson, Douglas og Vonkaenel- Flatt, 2009; Dredge, Gleeson og Garcia, 2014a; Jacobs, Dehue, Vollink og Lechner, 2014). Eftir því sem tæknin hefur þróast sækja einstaklingar æ meira í að fá útrás fyrir reiði og gera þeir það með að leggja í neteinelti (İçellioğlu og Özden, 2014). Ungmenni líta á neteinelti sem stórt vandamál, stærra heldur en kynþáttahatur, alnæmi og þrýsting frá jafningjum að nota vímuefni (Mouttapa, Valente, Gallaher, Rohrbach og Unger, 2004). Algengast er að tilkynntar séu tvær leiðir sem notaðar eru til neteineltis, það er að setja niðrandi hluti á vegg samfélagssíðu þolanda eða senda neikvæð einkaskilaboð (Dredge o.fl., 2014a). Neteinelti getur gerst á hvaða tíma sólarhrings sem er og eltir þolandann hvert sem hann fer af því að tölvur og farsímar eru orðinn staðalbúnaður flestra einstaklinga. Í rannsókn Kite, Gable og Filippelli (2010) kom fram að 29 prósent nemenda segja að gerendur velji sig og hafi samband við sig byggt á þeim persónulegu upplýsingum sem þau setja sjálf á Internetið. Einnig töldu 37 prósent að það væri auðveldara fyrir gerendur að hafa samband við þá byggt á upplýsingunum sem þau settu á Facebook síðuna sína. Stór hluti nemendanna tók fram að líklegast gætu gerendur fundið út hvar þeir ættu heima og í hvaða skóla þau gengu í (Kite o.fl., 2010). 14

17 Neteinelti er að stöðugt að aukast meðal ungmenna, skýringin á því getur verið að ungmenni hafa greiðan aðgang að Interneti og farsímum í dag. Hrefna Pálsdóttir ásamt fleirum (2014) sendu út könnun til allra barna í 8., 9. og 10. bekk, niðurstöður leiddu í ljós að tíu prósent barna á höfðuborgarsvæðinu höfðu orðið fyrir neteinelti þrisvar sinnum eða oftar. Ekki var mikill munur á landsbyggðinni en 11 prósent barna á landsbyggðinni svöruðu að þau hefðu orðið fyrir neteinelti þrisvar eða oftar. Neteinelti og hefðbundið einelti hafa það sameiginlegt að vera árásargjörn hegðun framin af einstakling eða hópi til að skaða annan aðila. Neteinelti er í raun rafræn þróun af hefðbundnu einelti. Munurinn er sá að neteinelti getur farið fram nafnlaust sem gerir þolandanum erfiðara að verja sjálfan sig en þegar um er að ræða hefðbundið einelti vita þolendur alltaf hver gerandinn er. Annar munur er sá að hefðbundið einelti fer oft fram í eða á leiðinni úr skóla og á skólalóð en neteinelti getur farið fram hvar sem er og hvenær sem er. 2.2 Tegundir neteineltis Allt neteinelti hefur þann tilgang að setja fram niðrandi og niðurlægjandi upplýsingar um þolandann. Neteinelti er flokkað eftir því hvernig og hvar það fer fram. Þekktar leiðir til að stunda neteinelti eru: Deiling á myndefni á netmiðlum eða í gegnum farsíma í þeim tilgangi að niðurlægja. Niðrandi skilaboð á vegg þolandans á samskiptamiðlum. Setja viðkvæmar upplýsingar um einhvern á netmiðil. Hakka sig inn á samskiptareikning hjá öðrum í þeim tilgangi að valda skaða. Útiloka einstaklinga með beinum hætti frá ákveðnum vettvangi á netmiðlum eru einnig þekktar leiðir til þess að stunda neteinelti (Cross o.fl., 2009). Haturssíður, en þá er eini tilgangurinn að niðurlægja þolandann (Tarapdar og Kellett, 2013). Farið verður nánar í tegundir neteineltis hér að neðan. 15

18 2.2.1 Netrifrildi (e. flaming) Netrifrildi er skammlíf deila á milli einstaklinga sem eru yfirleitt jafn sterkir félagslega. Deilan er á milli tveggja eða fleiri einstaklinga á netinu og kallast það netrifrildi (Willard N., 2007). Samskiptin einkennast af vanvirðingu, eru móðgandi, dónaleg, blótsyrði eru notuð og einnig nota sumir hótanir (Moor og Heuvelman, 2010; Nuccitelli, 2012). Ef samskiptin standa yfir í lengri tíma þá er það kallað logandi stríð (e. flame war) (Willard, 2007). Netrifrildi gerist oftast á opinberum stöðum á Internetinu svo sem opnum spjallsvæðum eða í tölvuleikjum. Rifrildið byrjar á milli einstaklinga eða smærri hópa sem eru að rökræða eða móðga hvorn annan, þeir eru annaðhvort að reyna að bæla rifrildið niður eða rífast meira. Mörg einkaskilaboð milli einstaklinga geta líka verið skilgreind sem netrifrildi. Skilaboðin eru þá send í smáskilaboðum, skyndiskilaboðum eða í tölvupósti (Li, 2010; Nuccitelli, 2012; O Sullivan og Flanagin, 2003; Willard, 2007). Þar sem netrifrildi stendur yfirleitt í stuttan tíma hafa fræðimenn velt því fyrir sér hvort mætti skilgreina netrifrildi sem neteinelti. Það er ekki endurtekin hegðun og einstaklingarnir eru í jafnri stöðu félagslega (Willard, 2007). Dæmi um netrifrildi: Siggi og Grétar lenda í rifrildi á Internetinu í gegnum spjallið á Facebook. Skilaboðin á milli þeirra verða meira móðgandi og hastarlegri, það endar síðan með því að Siggi varar Grétar við að passa sig í skólanum daginn eftir (Willard, 2007). Framangreint dæmi sýnir eina af þeim aðstæðum þar sem netrifrildi getur farið fram á Rafrænt áreiti (e. harassment) Rafrænt áreiti er samfelld og endurtekin hegðun beinist að ákveðnum einstakling. Rafrænt áreiti fer yfirleitt fram í gegnum persónuleg skilaboð, má þar nefna smáskilaboð, skyndiskilaboð og tölvupósta. Rafrænt áreiti getur einnig farið fram á opnum spjallsvæðum. Rafrænt áreiti stendur lengur yfir heldur en netrifrildi. Þolendur fá stöðugt neikvæð skilaboð þegar þeir skrá sig inn á síður svo sem Facebook eða þegar þeir skoða símann sinn (Li, 2010; Nuccitelli, 2012; Willard, 2007). Rafrænt áreiti hefur gerenda og þolenda. Gerandinn sendir hótandi og ógnandi skilaboð til þolandans, en þolandinn sendir stundum skilaboð líka en það er þá í þeim tilgangi að reyna stöðva áreitið. Rafrænt áreiti þarf ekki að vera milli einstaklinga sem 16

19 þekkjast og oft eru skilaboðin nafnlaus. Þolandinn getur þá verið að fá skilaboð frá einstaklingum hvaðan sem er í heiminum (Willard, 2007). Dæmi um rafrænt áreiti: Sara sér að það er verið að leggja Jóhönnu í hefðbundið einelti í skólanum, Sara tilkynnir það til kennara. Þegar Sara kemur heim úr skólanum á hún fullt af skilaboðum á tölvupóstinum sínum, Facebook og símanum sínum. Skilaboðin eru mjög neikvæð og halda áfram í ákveðinn tíma (Willard, 2007). Þetta er einnig gott dæmi um það hvernig neteinelti eltir þolendur eineltis heim og heldur áfram þar Mannorðsspjöll (e. denigration) Mannorðsspjöll er þegar settar eru fram skaðlegar, ósannar eða grimmar staðhæfingar um einstakling við aðra, eða þegar þær eru settar á Internetið fyrir alla að sjá. Tilgangurinn með því að setja þessar staðhæfingar fram er að skemma vinasambönd eða mannorð einstaklingsins. Það er gert með því að búa til lygasögur og dreifa slúðri um þolandann á Internetinu. Sá sem verður fyrir mannorðsspjöllum heyrir oft allra síðastur þær sögur sem eru að ganga um hann. Gerendur mannorðsspjalla eru ekki í beinu sambandi við þolandann heldur segir öðrum sögur og slúður og kemur þannig neteineltinu að stað (Li, 2010; Nuccitelli, 2012; Willard, 2007) Dæmi um mannorðsspjöll er þegar einstaklingur býr til heimasíðu á Internetinu. Setur þar fram vandræðalegar, grimmar og ósannar staðhæfingar um annan aðila. Sendir svo síðuna á alla í bekknum eða vinahópnum, svo sem að flestir geti tekið þátt í neteineltinu (Willard, 2007) Persónueftiröpun (e. impersonating) Persónueftiröpun er þegar einstaklingur kemst yfir lykilorð annars aðila og skráir sig inn á persónulegt svæði hans. Gerandinn sendir skilaboð eða setur eitthvað á Internetið sem kemur sér illa fyrir þolandann. Persónueftiröpun fer fram á samfélagsmiðlum, bloggum eða á spjallsvæðum (Naruskov, Luik, Nocentini og Menesini, 2012; Nuccitelli, 2012; Willard, 2007). Að skiptast á lykilorðum á samfélagsmiðlum er talið vera merki um sannan vinskap, þá sérstaklega meðal unglingsstúlkna. Þegar þetta á sér stað hefur gerandinn greiðan aðgang að lykilorðinu og gerir honum auðvelt fyrir að taka yfir síðuna (Willard, 2007). 17

20 Dæmi um persónueftiröpun. Sigrún situr fyrir aftan Kiddý og sér þegar Kiddý stimplar inn lykilorðið sitt á Facebook. Sigrún fer svo inn á aðganginn hjá Kiddý og sendir skilaboð á vinkonur hennar sem kemur Kiddý í vonda stöðu meðal vinkvenna sinna (Willard, 2007) Trúnaðarbrestur (e. outing and trickery) Að senda eða setja á Internetið efni sem er viðkvæmt fyrir einstakling. Meðal annars persónulegar eða niðurlægjandi upplýsingar. Það er gert með því að senda áfram persónuleg skilaboð eða myndir á aðra (Li, 2010). Uppljóstrun (e. outing) er að setja efni á Internetið fyrir alla að sjá, svo sem senda eða áframsenda persónuleg samskipti, myndir eða myndbönd. Það á einnig við vandræðalegar myndir sem sýna ákveðna líkamsparta. Algeng uppljóstrun er þegar einstaklingur fær persónulegar upplýsingar eða myndir og sendir áfram á aðra aðila. Dæmi um uppljóstrun er þegar samband milli tveggja einstaklinga gengur ekki upp. Annar aðilinn er fúll og svekktur, notar því persónulegar myndir sem hann fékk frá maka sínum til að hefna sín og dreifir um Internetið, hægt er að kalla þetta hefndarklám (Willard, 2007). Svik (e. trickery) tengjast uppljóstrun. Svik eiga sér stað þegar þolandi er látinn trúa því að samræðurnar eða myndirnar séu einungis á milli hans og gerandans. Tilgangur gerandans er hins vegar fólginn í því að reyna að komast að einhverju vandræðalegu eða einhverju öðru sem hann gæti notfært sér gegn þolandanum. Þá notar gerandinn upplýsingarnar sem hótun til að fá þolandann til að gera ákveðna hluti. Dæmi um svik er þegar strákur notfærir sér aðstöðu sína hjá stelpu sem er skotin í honum. Hún heldur að myndirnar og samræðurnar séu bara þeirra á milli en í raun er vinahópur stráksins að fylgjast með og hlæja. Annað dæmi er að stelpa segir annarri stelpu sín leyndarmál, í þeirri trú að það fari ekki lengra. Nema hún afritar og deilir samræðunum til annarra (Willard, 2007). Það eru til allskonar dæmi um trúnaðarbrest en saga Ryans Halligan er sönn og er um afleiðingar trúnaðarbrests og neteineltis. Ryan var þolandi hefðbundins eineltis, hann kynntist stelpu í gegnum Internetið. Þau töluðu mikið saman og trúði hann að sambandið á milli þeirra væri raunverulegt. Þessi stelpa var með annað í huga og sýndi öllum vinum sínum skilaboðin frá Ryan, fólk hló og gerði ennþá meira grín af honum. Stuttu seinna 18

21 framdi Ryan sjálfsvíg, aðeins 14 ára gamall (Ryan s story, 2010). Þessi saga er dæmi um alvarlegar afleiðingar neteineltis Útskúfun (e. exclusion) Útskúfun á sér stað þegar tilgangur einstaklings er að markvisst og vísvitandi útiloka þolandann frá hópi fólks á Internetinu (Li, 2010). Útskúfun er tengt því hverjir eru meðlimir í ákveðnum hópi af fólki og hver er ekki meðlimur. Vinahópar hjá unglingum breytast hratt og eru þeir meðvitaðir um það. Einn daginn getur þú verið hluti af hópnum og næsta dag ekki og ástæðan er ekki til staðar. Tilfinningin við að verða fyrir útskúfun getur verið yfirþyrmandi. Í mörgum ættbálkum er útskúfun talin vera ein af hörðustu refsingunum (Nuccitelli, 2012; Willard, 2007). Útskúfun fer fram á Internetinu, meðal annars í tölvuleikjum, Facebook hópum, bloggum sem stjórnað er af mörgum eða öðrum stöðum þar sem krafist er lykilorðs. Útskúfun felur einnig í sér að einstaklingum er eytt af vinalista, til dæmis á Facebook eða Snapchat en unglingar taka því sérstaklega sem höfnun (Willard, 2007). Dæmi um útskúfun: Þegar Mikael vann Bjarna í tölvuleik á Internetinu, fékk hann hótanir frá öðrum spilurum. Núna þegar Mikael ætlar að spila leikinn getur hann það ekki þar sem hinir spilararnir hafa útilokað hann frá leiknum og neita honum inngöngu. Annað dæmi er vinkonuhópur Brynju en þær tala ekki við hana lengur og hafa hent henni út af vinalistanum sínum á Facebook. Ástæðan er að Brynju og einni stelpu í hópnum lenti saman og þá talar enginn lengur við Brynju (Willard, 2007). Þessi dæmi sýna einnig hvað einn aðili getur haft mikil áhrif og fengið aðra í lið með sér til þess að útiloka einn ákveðinn aðila Rafrænt umsátur (e. cyberstalking) Þegar einstaklingur fær endurtekin skaðleg skilaboð sem innihalda hótanir, móðganir eða kúgun. Eltihrellar netheimsins geta líka reynt að sverta mannorð eða eyðileggja vinasambönd þolandans. Þegar einstaklingi finnst hann vera í hættu, hræddur um líf sitt eða velferð þá er um að ræða rafrænt umsátur (Nuccitelli, 2012; Willard, 2007). Rafrænt umsátur gerist næstum því alltaf á persónulegum spjallsvæðum svo sem Facebook. Gerandinn notar stundum nafnleynd og bætir aðilum við spjallið sem þekkja ekki þolandann. Þetta gerir hann til þess að setja þolandann inn í aðstæður þar sem honum finnst hann ekki vera öruggur (Nuccitelli, 2012; Willard, 2007). 19

22 Dæmi um rafrænt umsátur: Þegar Anna og Jóel hætta saman, fer Jóel að senda Önnu mörg skilaboð. Skilaboðin eru hótandi, ógnandi og lýsa óánægju hans á henni. Anna lokaði á símanúmerið hans Jóels, þá byrjar hann að senda henni nafnlaus skilaboð og líka skilaboð til vina hennar sem lýsa Önnu á dónalegan og óviðeigandi hátt (Willard, 2007) Að lemja sér til ánægju (e. happy slapping) Að lemja sér til ánægju á sér stað þegar hópur einstaklinga ræðst á þolandann. Þeir beita líkamlegu áreiti með því að til dæmis lemja, slá og sparka. Einn gerendanna úr hópnum tekur atvikið upp á myndband, setur það á netið í þeim tilgangi að allir geti séð það. Með þessu margfaldast niðurlæging þolandans því fjöldi fólks getur séð atvikið og ofbeldið heldur áfram í andlegu formi (Helga Lind Pálsdóttir, 2011; Nuccitelli, 2012). Dæmi um að lemja sér til ánægju: Hafþór hefur alltaf verið lagður í hefðbundið einelti. Einn daginn eftir skóla er Hafþór að labba heim, hópur krakka sem eru vanir að leggja hann í einelti kemur upp að honum. Þrír strákar úr hópnum byrja að beita Hafþór líkamlegu ofbeldi svo sem lemja og sparka í hann. Fjórði strákurinn tekur upp símann sinn og tekur atvikið upp á myndband. Þegar Hafþór kemur heim til sín, sér hann að myndbandið er á Facebook og Youtube. Hafþóri líður enn verr yfir þessu því núna getur hver sem er skoðað myndbandið. 2.3 Vettvangur neteineltis Neteinelti fer fram á rafrænum miðlum. Algengast er að neteinelti fari fram í gegnum skyndiskilaboð, þar á eftir fylgja meiðandi símaskilaboð og hringingar (Tarapdar og Kellett, 2013). Hér að neðan verður fjallað um þann vettvang þar sem neteinelti er helst stundað Samfélagsmiðlar Samfélagsmiðlar er vettvangur þar sem einstaklingar geta búið til sína eigin síðu með persónulegum upplýsingum. Þeir samfélagsmiðlar sem eru vinsælastir í dag eru til dæmis Facebook.com, Twitter.com, Instagram (snjallsímaforrit), Tumblr.com og Youtube.com. Samfélagsmiðlar eru kjörinn vettvangur til þess að eiga samskipti við aðra, en þessi vettvangur er einnig notaður til þess að stunda neteinelti og áreita aðra (Dredge o.fl., 2014b; Hertz og David- Ferdon, 2011). Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar geta nýst 20

23 ungmennum á margan hátt, má þar nefna að þeir geta eflt samskiptahæfni, aukið tengslanet og leitt til betri tæknikunnáttu (O Keeffe, Clarke- Pearson og Media, 2011). Rannsóknir hafa þó sýnt að samskiptamiðlar eru þeir netmiðlar sem eru mest notaðir til þess að stunda neteinelti í Bandaríkjunum (Huang og Chou, 2013). Því er mikilvægt að foreldrar séu upplýstir um tilgang slíkra miðla og þá möguleika sem þeir bjóða upp á (Kwan og Skoric, 2012). Samfélagsmiðlar hafa einnig áhrif á geðheilbrigðisvandamál og eru áhrif þeirra mikil þar sem þrír af hverjum fjórum allra geðrænna veikinda koma fram fyrir 24 ára, þó að tengingin þarna á milli sé sterk þá eru samt aðrir þættir sem koma inn svo sem persónuleiki og umhverfi (Simoncic, Kuhlman, Vargas, Houchins og Lopez- Duran, 2014). Niðurstöður rannsóknar O Keeffe o.fl. (2011) sýndi fram á að ungmenni skrá sig inn á uppáhalds samfélagsmiðilinn sinn oftar en tíu sinnum á dag og meira en helmingur þátttakenda skráði sig inn á miðla oftar en einu sinni á dag. Í könnun Hrefnu Pálsdóttur og fleiri (2014) kom í ljós að 14,2 prósent barna í 8 til 10 bekk á höfuðborgarsvæðinu eyddu fjórum klukkustundum eða meira á samfélagsmiðlum, á meðan eyddu börn 15,2 prósent barna af landsbyggðinni sama tíma á samfélagsmiðlum. Árið 2011 kom fram að 75 prósent ungmenna áttu farsíma og 25 prósent þeirra notuðu þá til að fara inn á samfélagsmiðla, yfir helmingur notuðu þá til að senda smáskilaboð og 24 prósent notuðu símana fyrir skyndiskilaboð. Margir samfélagsmiðlar hafa sett aldurstakmark fyrir notendur en þar má sem dæmi nefna Facebook og Myspace, þar sem aldurstakmarkið er 13 ára. Þó geta ungmenni logið til um aldur sinn en aldurstakmarkið er sett af Children s Online Privacy Protection Act (COPPA) sem kemur í veg fyrir að vefsíður séu að safna upplýsingum um börn undir 13 ára aldri án samþykkis foreldra. Það eru margar aðrar síður sem krefjast ekki lágmarksaldurs en þær síður njóta ekki jafn mikilla vinsælda líkt og Facebook og Myspace (O'Keeffe o.fl., 2011). Facebook Facebook er netsamfélag sem var stofnað þann fjórða febrúar 2004 og er stærsti samskiptamiðilinn. Meðlimir fjölguðu frá einni milljón 2004 í einn milljarð 2012 og eru 40 prósent af notendum undir 25 ára (Simoncic o.fl., 2014). Í könnun sem framkvæmd var af SAFT (2013a) kom í ljós að 65 prósent ungmenna á aldrinum 10 til 16 ára voru með eigin Facebook síðu. 38,8 prósent ungmennanna í könnunni lugu til um aldur sinn. 21

24 Á Facebook er hægt að setja inn stöðuuppfærslur, myndir, myndbönd, kannanir og margt fleira. Einstaklingar búa til sína eigin síðu þar sem þeir stjórna hvaða efni fer þar inn. Þeir velja einnig hverja þeir vilja hafa sem vini og hverjir það eru sem mega sjá síðuna þeirra. Facebook býður upp á skyndiskilaboð þar sem einstaklingar geta talað saman. Einnig er hægt að búa til hópa sem er vinsæll partur af miðlinum, til dæmis nýta námsmenn sér þann möguleika mikið og vinahópar. Facebook gefur ungmennum tækifæri til þess að efla tengslanet sitt og viðhalda vinskap en um leið skapar það nýja og auðveldari leið til þess að stunda einelti. Á Íslandi fer um 55 prósent neteineltis fram á Facebook eða Twitter (SAFT, 2013a). Neteinelti á Facebook fer fram á þann veg að gerandi getur sett inn niðrandi myndefni eða uppfærslur tengt þolandanum. Hægt er að nota þær upplýsingar sem þolandinn setur inn í þeim tilgangi að gera lítið úr honum. Margir einstaklingar geta tekið þátt í einelti sem fer fram á Facebook, þar sem auðvelt er að deila efni frá öðrum eða með því að setja inn færslu fyrir neðan efnið sem sett var inn (Kwan og Skoric, 2012). Í rannsókn Dredge o.fl. (2014b) kom fram þeir sem settu inn mikið af persónulegum upplýsingum um á Facebook voru líklegri til þess að lenda í neteinelti. Skyndiskilaboð (e. instant messaging) Facebook og Skype eru dæmi um samskiptamiðla sem gefa möguleika á skyndiskilaboðum (Huang og Chou, 2013). Skyndiskilaboð bjóða upp á að einstaklingar geti átt bein samskipti við valda aðila á Internetinu. Aðrir geta ekki séð skyndiskilaboð sem fara fram á milli tveggja einstaklinga. Flestir samskiptamiðlar bjóða upp á svokölluð hópsamtöl með skyndiskilaboðum en þá geta margir aðilar tekið þátt á samtalinu. Á mörgum samskiptamiðlum sem bjóða upp á skyndiskilaboð er hægt að vera nafnlaus eða þykjast vera annar en maður er. Möguleikinn að geta verið nafnlaus getur gert það að verkum að auðveldara er fyrir gerandann að finna ekki fyrir samúð gagnvart þolandanum (Pettalia, Levin og Dickinson, 2013). Twitter Twitter er samskiptasíða þar sem einstaklingur getur deilt hugsunum sínum og myndum og skoðað slíkar færslur hjá öðrum, á íslensku er það kallað tíst. Textinn getur ekki verið lengri en 140 stafir. Eftir stöðuuppfærsluna er svo sett svokallað myllumerki (e. hashtag) 22

25 merkt með # og því orði sem maður vill láta fylgja. Með þessu er verið að láta tístið ná sem víðast svo flestir geti séð það. Það er hægt að endurtísta upprunalega tístinu ef einstaklingnum finnst það vera áhugavert. Tístin eru opin fyrir alla að sjá nema að tístarinn stilli færsluna þannig að aðeins þeir sem eru að elta hann sjái þær. Hægt er að nálgast Twitter í gegnum tölvuna og farsímann, einnig er hægt að tísta með því að senda smáskilaboð. Efni sem sett er inn á Twitter getur ferðast víða og hratt. Eins og kom fram hér að ofan fer stærsti hluti neteineltis fram á Twitter ásamt Facebook (SAFT, 2013a). Instagram Með Instagram er hægt að deila myndefni af líðandi stund og hægt að hafa texta með. Á Instagram er einnig boðið upp á þann valmöguleika að setja myllumerki (#) til þess að merkja myndina en þá safnast myndirnar með því merki í einn flokk og hægt er að nálgast þær allar með því að skrifa orðið í þar til gerðan leitarglugga. Einstaklingur getur bæði haft síðuna sína lokaða fyrir aðra en vini sína en einnig haft hana alveg opna, þá getur hver sem er séð það sem sett er inn. Mikilvægt er fyrir ungmenni að líta vel út á síðum líkt og Instagram, þar sem allt snýst um ásýnd. Einstaklingur sem fellur ekki inn í normið hjá jafningjum sínum á í hættu að fá á sig neikvæðar athugasemdir (Sofia, Berne, Frisén og Kling, 2014). Tumblr Tumblr er blogg þar sem hægt er að setja inn smáfærslur. Hægt er að setja inn myndefni og styttri færslur. Hægt er að fylgjast með öðrum bloggum og hafa sína eigin síðu lokaða. Hægt er að nálgast síðuna í gegnum tölvuna og símann með þar til gerðu snjallsímaforriti. Tumblr er einn af þeim vettvangi sem gerir gerendum auðvelt fyrir að niðurlægja þolendur (Chisholm, 2014). Spjallsvæði Spjallsvæði eru síður þar sem einstaklingar skrá sig inn annað hvort undir nafni eða nafnlaust. Spjallsvæði er ekki eins og skyndiskilaboð á þann hátt að samskipti sem fara fram á spjallsvæðum eru opin fyrir alla að sjá. Margir verða þannig vitni að þeim samskiptum sem fara fram á spjallsvæðum. Dæmi um íslenskt spjallsvæði er Bland.is, einnig mætti flokka athugasemdakerfi á fréttasíðum sem spjallsvæði. 23

26 Einstaklingar á spjallsvæðum eiga það til að koma fram sem einhverjir aðrir en þeir eru í raunveruleikanum. Einstaklingur sem myndi aldrei leggja aðra í einelti í raunveruleikanum gæti tekið upp á því að leggja einhvern í neteinelti þar sem hann er undir dulnefni og engin þekkir hann (Markey og Wells, 2002). Ein af birtingarmyndum neteineltis á spjallsvæðum er að stofna til umræðu sem gagngert gerir lítið úr þolandanum (Helga Lind Pálsdóttir, 2011). Youtube Youtube er síða þar sem hægt er að setja inn eigin myndbönd. Hægt er að hafa myndböndin stillt þannig að aðeins þeir sem hafa hlekkinn (e. URL) að því geta séð þau, annars geta allir sem vilja nálgast myndböndin svo lengi sem þeir eru nettengdir. Myndbönd sem talin eru of gróf eru skráð fyrir 18 ára og eldri en auðvelt er að komast hjá þeirri viðvörun. Myndbönd sem sett hafa verið á Youtube í þeim tilgangi að niðurlægja einstakling geta haft veruleg áhrif. Myndböndin geta verið til staðar í mörg ár, ferðast hratt á stuttum tíma og hægt er að niðurhala þeim með krókaleiðum (Giménez Gualdo, Hunter, Durkin, Arnaiz og Maquilón, 2015). Þrátt fyrir að hvert atvik sé einstakt þá er það yfirleitt talið neteinelti þegar um stóran áhorfendahóp er að ræða (Pettalia o.fl., 2013). Snapchat Snapchat er snjallsímaforrit, þar er hægt að senda myndir og lítinn texta með og myndin hverfur eftir tíu sekúndur. Einstaklingurinn getur valið hverjum hann ætlar að senda myndina, eða getur sett hana í söguna en þá er hægt að nálgast myndina eins oft og maður vill í einn sólarhring. Ekki á að vera hægt að geyma myndir frá Snapchat en með krókaleiðum er hægt að niðurhala myndinni en þá fær sendandinn skilaboð um að einstaklingurinn hafi sótt hana. Nokkur snjallsímaforrit eru einnig í boði þar sem hægt er að niðurhala myndum án þess að sendandinn verði þess var. Það má nefna að eitt af þessum forritum safnaði öllum myndum sem geymdar voru með forritinu á gagnagrunn sem var svo dreift á netinu og margar viðkvæmar myndir fóru í umferð almennings (Lítið happ fyrir notendur Snapchat, 2014). Tölvupóstur 24

27 Með auðveldum hætti geta einstaklingar búið sér til netfang. Það þarf einungis að finna sér nafn á netfangið og lykilorð. Til þess að stofna til dæmis Facebook síðu eða álíka síðu á öðrum miðlum þarf að hafa netfang. Ungmenni búa til netfang aðallega til þess að nýta sér þær síður sem krefjast netfangs. Það má segja að tölvupóstar eru meðal algengustu netmiðlunum í dag. Neteinelti getur farið í gegnum tölvupósta en minna er um það á meðal ungmenna því það eru fleiri miðlar sem eru auðveldri í notkun og aðgengilegri fyrir aðra að sjá. Neteinelti í gegnum tölvupóst fer aðallega fram á milli tveggja einstaklinga, þolanda og geranda nema efninu sé dreift lengra án vitundar þolandans. Í tölvupósti er hægt að segja niðrandi orð, senda myndir og myndbönd á milli. Ef gerandanum tekst að komst yfir lykilorð þolandans á nefangi hans þá er hægt að senda skilaboð sem koma sér illa fyrir viðkomandi. Gerandinn getur sett netfang þolandans á allskonar síður svo hann fái marga tölvupósta frá aðilum eða fyrirtækjum gegn vilja sínum (Helga Lind Pálsdóttir, 2011). Smáskilaboð (e. short messages service) Smáskilaboð eða SMS eins og flest ungmenni þekkja það, eru stutt smáskilaboð sem fara á milli farsíma. Einnig eru til síður á netinu þar sem hægt er að senda smáskilaboð bæði nafnlaus og með nafni. Eineltið fer ekki fram í gegnum Internetið heldur í gegnum farsímann en þá er það skilgreint sem neteinelti því það er í rafrænu formi. Með smáskilaboðum geta einstaklingar sent niðrandi, særandi og ógnandi skilaboð. Erfitt er að sleppa frá einelti sem fer fram í gegnum smáskilaboð þar sem einstaklingurinn er yfirleitt með farsímann á sér, þó bjóða flestir snjallsímar upp á lokun á ákveðin símanúmer. Um fimm prósent íslenskra barna í fjórða til tíunda bekk hafa orðið fyrir einelti í gegnum farsíma (SAFT, 2013b). Blogg Blogg er persónuleg dagbók á Internetinu fyrir einstaklinga til að tjá hugsanir sínar, setja fram hugmyndir og fleira. Hver sem er getur nálgast bloggið og séð innihald þess nema eigandinn læsi blogginu með lykilorði sem aðeins útvaldir fá aðgang að. Á flestum bloggum er gestabók þar sem hægt er að skrifa ummæli um bloggið og þar geta gerendur sett inn neikvæð og niðrandi ummæli um þolandann þar sem allir sjá. Einnig er yfirleitt hægt að setja athugasemdir undir hverja og eina bloggfærslu. Það er ekki algengt að 25

28 blogg séu notuð til þess að stunda neteinelti þó það þekkist (Francisco, Veiga Simão, Ferreira og Martins, 2015). Heimasíður Heimasíður eru sérstakar síður á Internetinu þar sem eigandi getur sett inn upplýsingar, myndir, myndbönd og texta. Haturssíður (e. hate sites) er ein aðferð til að leggja í neteinelti, þegar búin er til haturssíða er tilgangurinn að niðurlægja þolandann með ýmsu efni sem hægt er að setja á síðuna. Margir geta verið þátttakendur í einelti með því að senda síðuna áfram og deila henni á ákveðnum samfélagsmiðli (Tarapdar og Kellett, 2013). Samantekt Neteinelti er árásargjörn og vísvitandi hegðun sem fer fram á rafrænu formi, svo sem í gegnum Internetið eða farsíma. Áreitið þarf ekki að vera endurtekin hegðun til að teljast sem neteinelti þar sem fjöldi fólks geta séð það. Samfélagsmiðlar gera einstaklingum kleift að hafa samskipti við aðra, deila myndum, myndböndum og stöðuuppfærslum. Hægt er að senda skyndiskilaboð í gegnum Facebook. Þá eru send skilaboð á einn eða fleiri einstaklinga. Nýjasti samfélagsmiðilinn er Snapchat sem sendir myndir á milli einstaklinga og hópa. Miðilinn er að verða sífellt vinsælli meðal ungmenna. Samfélagsmiðlar gera gerendum auðveldara fyrir að leggja í neteinelti vegna þess hversu aðgengilegt er að nálgast þolandann. 26

29 3 Áhrif neteineltis og úrræði ungmenna til þess að takast á við afleiðingarnar Í þessum kafla verður fjallað um hvaða áhrif neteinelti hefur á ungmenni. Fjallað verður um sálræn- félagsleg- og hegðunarvandamál sem geta komið upp. Einnig verður farið í þau úrræði (e. coping strategies) sem ungmenni nota til að takast á við þær tilfinningar sem koma upp við neteinelti. 3.1 Áhrif neteineltis á ungmenni Neteinelti hefur langvarandi neikvæð áhrif á einstaklinginn, skólagöngu, vinasambönd og fjölskyldu. Einstaklingar finna fyrir sálrænum-, félagslegum og hegðunarvandamálum þegar þeir verða fyrir neteinelti (Kowalski og Limber, 2013). Algengara er að áhrif neteineltis geti komið fram seinna á lífsleiðinni heldur en áhrif frá hefðbundnu einelti. Ástæða þess er hvernig Internetið virkar, það er alltaf hægt að nálgast neteineltið aftur og hver sem er getur séð það (Cross o.fl. 2015; Hoff og Mitchell, 2009). Þeir einstaklingar sem tilkynna að þeir hafi verið lagðir í neteinelti eru líklegri að tilkynna kynferðislegt áreiti og nauðgun, þá hefur áreitið eða árásin komið frá jafningja. Þeir eru einnig líklegir til að hafa upplifað líkamlegt og andlegt ofbeldi frá foreldrum eða forráðamanni eða hafa verið vitni að árás sem gerð var með vopni (Hertz og David- Ferdon, 2011). Hér að neðan verður farið yfir þau helstu vandamál sem ungmenni þurfa að kljást við eftir að hafa orðið fyrir neteinelti Sálræn vandamál Þolendur neteineltis finna fyrir kvíða, þunglyndi, félagsfælni, lágu sjálfsáliti og sjálfstrausti. Þolendur geta fundið fyrir líkamlegum einkennum, streitu og geta sýnt tilfinningaleg viðbrögð svo sem reiði, skömm og ótta. Þeir hafa einnig greint frá sjálfsvígshugsunum og sjálfsskaða (Hoff og Mitchell, 2009). Það hafa einnig fundist tengsl á milli neteineltis, lystarstols og lotugræðgi. Myndir, myndskeið og símtöl hafa meiri áhrif á þolandann heldur en neteinelti á vefsíðum, tölvupóstum og smáskilaboðum (Cross o.fl. 2015; Dredge o.fl.,2014a,b; Hoff og Mitchell, 2009; Mouttapa o.fl., 2004). Í rannsókn Dredge o.fl. (2014a) viðurkenndu þátttakendur að þeir hefðu fundið fyrir tilfinningalegum áhrifum við neteinelti, 56 prósent töldu neteinelti hafa áhrif á námsgetu þeirra, 12 27

30 prósent fundu fyrir líkamlegum áhrifum og 24 prósent sögðust ekki finna fyrir neinum áhrifum. Neikvæðar tilfinningar og sjálfsskaði hafa sterk tengsl við neteinelti. Í rannsókn Perren o.fl. (2012) kom fram að þrjú prósent þátttakenda hafi hugleitt sjálfsvíg og tvö prósent tilkynntu að þeir hafi skaðað sjálfan sig vegna afleiðinga neteineltis. Þeir einstaklingar sem hafa lagt í eða lent í neteinelti eru líklegri til að fremja sjálfsmorð heldur en þeir sem tengjast neteinelti ekki neitt (Perren o.fl., 2012). Það er þó erfitt að sanna að neteinelti valdi sjálfsvígum þar sem aðrir þættir hafa líka áhrif á hegðunina. Þeir sem lagðir eru í neteinelti eru oft veikir fyrir og því liggja þeir betur við höggi (Sabella, Patchin og Hinduja, 2013). Það er mikilvægt að koma því á framfæri að lítill hluti einstaklinga sem lenda í neteinelti fara þá leið að svipta sig lífi en þó gerist það (O'Keeffe o.fl. 2011). Þeir einstaklingar sem eru viðkvæmir fyrir sálrænum vanda eru líklegri til að tilkynna neteinelti (Cross o.fl., 2015). Facebook þunglyndi Hugtakið facebook þunglyndi kom fram árið 2011 frá American Academy of Pediatrics (AAP). Hugtakið lýsir þeim mikla tíma sem unglingar eyða á samfélagsmiðlum sem getur haft þær afleiðingar að þeir verði þunglyndir (O'Keeffe o.fl., 2011). Þeir einstaklingar sem kljást við Facebook þunglyndi eiga í meiri hættu að vera einangraðir, þá leita þessir einstaklingar ef til vill í hjálp á Internetinu sem getur verið hættulegt og leitt af sér vímuefnavanda eða sjálfskaðandi hegðun. Hinsvegar benda rannsóknir til þess að áhrifin hafi flóknari tengsl, til dæmis hefur Facebook verið tengt við lægri huglæga vellíðan og ánægju í lífi ungmenna (O'Keeffe o.fl., 2011). Þó eru einnig rannsóknir sem tengja ekki Facebook notkun beint við þunglyndi, í þeirri rannsókn var sýnt fram á að þeir sem eiga færri vini á Facebook sýna frekar einkenni þunglyndis heldur en þeir sem eiga fleiri vini (Simoncic o.fl., 2014). Vert er að taka fram að einstaklingar sem eru viðkæmir fyrir, eru líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi (O'Keeffe o.fl., 2011; Simoncic o.fl., 2014) Félagsleg vandamál Einstaklingar sem lagðir eru í neteinelti, eru margir hverjir viðkvæmir fyrir þunglyndi. Þeir einstaklingar eiga oft fáa vini og finna fyrir miklum einmannaleika. Þeir sem eru þolendur eru líklegri til þess að sleppa því að mæta í skólann og geta þannig þróað með sér aukin 28

31 félagsleg vandamál, auk þess sýna þolendur gjarnan lélegri námsárangur ef þeir eru lagðir í neteinelti (Cross o.fl., 2015; Hoff og Mitchell, 2009). Mjög stór hluti þolenda neteineltis upplifir félagsleg áhrif en í rannsókn Dredge o.fl. (2014a) kom í ljós að 80 prósent ungmennanna fundu fyrir félagslegum áhrifum. Félagsfælni er hluti af sálrænum vandamálum en afleiðingar félagskvíða geta leitt af sér félagsleg vandamál. Einstaklingar með félagsfælni eru líklegri til að forðast aðstæður þar sem þeir þurfa að tala við og hitta fólk sem þeir þekkja lítið sem ekkert. Þeir sem þjást af félagsfælni eru í aukinni hættu á að lenda í neteinelti þar sem þeir sækja meira í samskipti í gegnum Internetið (İçellioğlu og Özden, 2014) Hegðunarvandamál Í rannsókn Dredge o.fl. (2014a) kom fram að 84 prósent fundu fyrir breytingum á hegðun sinni þegar kom að neteinelti. Neteinelti hefur tengsl við annars konar hegðunarvanda, það er áfengisneyslu og reykingar. Gerendur og þolendur neteineltis drekka mun meira heldur en þeir sem ekki eru lagðir í neteinelti. Aftur á móti drekka gerendur meira en bæði þolendur og þeir sem verða ekki fyrir neteinelti. Það sama á við um reykingar, bæði gerendur og þolendur reykja meira heldur en þeir sem eru ekki lagðir í neteinelti og gerendur reykja meira en þolendur (Perren o.fl., 2012). Þeir einstaklingar sem kljást við hegðunarvanda, eiga oft fáa vini og finna fyrir einmanaleika eru líklegri til að tilkynna neteinelti. Þeir sem leggja í neteinelti eru líklegri til að finna fyrir neikvæðni frá skólanum sínum (Cross o.fl., 2015) Langtímaáhrif eineltis og áfalla í æsku Einstaklingar sem upplifa áföll eða einelti í æsku, átta sig oft ekki almennilega á afleiðingunum fyrr en þeir eru komnir á fullorðinsár. Þó að afleiðingarnar komi fram í æsku geta þær fylgt þeim eftir mun lengur heldur en einungis á meðan eineltið á sér stað (Svava Jónsdóttir, 2003). Þolendur eineltis geta átt við langtíma vandamál að stríða vegna afleiðinga eineltis. Langtíma vandamál eru til dæmis tilfinningaleg- og hegðunarvandamál ásamt félagsfælni (Bond, Carlin, Thomas, Rubin og Patton, 2011; Yen 2010). Einnig upplifa þolendur kvíða sem fylgir þeim oft eftir til fullorðinsára, lágt sjálfsálit og í verstu tilfellunum fremja þeir sjálfsvíg (Averdjik, Müller, Eisner og Ribeaud, 2011; Craig og Pepler, 2007; Fox og Boulton, 2005). 29

32 Börn sem upplifa áföll eða einelti og þróa með sér áfalla- og kvíðaröskun, eru þrisvar sinnum líklegri til þess að fá átröskunarsjúkdóm svo sem lystarstol og lotugræðgi (Norman, Byambaa, De, Butchart og Scott, 2012; Svava, 2003). Einstaklingar sem tilkynntu áföll í æsku upplifðu einkenni af hvatvísi, árásarhneigð, sjálfskaðandi hegðun og tilrauna til sjálfsvígs. Einstaklingar 18 ára og yngri sem reyndu að fremja sjálfsmorð voru 46 prósent (Brodsky, Oquendo, Ellis og Haas, 2001). Öll þessi einkenni geta haft áhrif á námsgetu þolanda eineltis, það getur svo haft langtímaáhrif þegar einstaklingur missir af stórum hluta námsefnis (Seals og Young, 2003). Í rannsókn Horwitz, Widom, McLaughlin og White (2001) var kannað áhrif líkamlegs ofbeldis 20 árum seinna. Þeir karlmenn sem upplifðu líkamlegt ofbeldi sem börn voru líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi og andfélagslega hegðun sem fullorðnir einstaklingar. Rannsóknin sýndi samt sem áður að karlmenn misnotuðu síður áfengi. Konur aftur á móti sýndu fleiri einkenni af þunglyndi og sálrænum einkennum, andfélagslega hegðun og misnotkun áfengis (Horwitz o.fl., 2001). Konur voru líklegri til að leita til fagaðila vegna geðrænna erfiðleika (Nicolaidis, McFarland, Curry og Gerrity, 2009). Þeir einstaklingar sem upplifa líkamlegt og tilfinningalegt ofbeldi í æsku koma verr út, upplifa meira stressandi líf og eru í verr stakk búnir til þess að takast á við atburði lífsins (Horwitz o.fl., 2001). Olweus (1993) rannsakaði langtímaáhrif eineltis hjá drengjum í Sviðþjóð. Skoðaðir voru tveir hópar, hóparnir samanstóðu af þolendum eineltis og ekki þolendum eineltis. Niðurstöður leiddu í ljós að drengirnir sem upplifðu einelti voru búnir að jafna sig að mestu leyti um 23 ára. Ástæðan fyrir því var að þeir losnuðu undan eineltinu og gátu valið félagslegt umhverfið sitt. Þó þolendur væri búnir að jafna sig að mestu þá voru þeir samt mun líklegri til þess að verða þunglyndir og hafa lágt sjálfsálit, þrátt fyrir að hafa unnið úr reynslu sinni á eineltinu (Olweus, 1993). Svefn getur reynst þolendum erfiður. Þeir eiga í erfiðleikum með svefn á meðan eineltinu stendur og getur þetta háð þeim fram á fullorðinsár. Algengasti svefnvandinn er svefnleysi (Greenfield, Lee, Friedman og Springer, 2011). Einelti hefur langvarandi áhrif á þolendur. Þeir eiga erfitt með að treysta fólki, finna fyrir reiði, biturð út í fólk og lífið, upplifa ótta við ýmsar aðstæður, forðast að vera í margmenni og á samkomum og eiga í erfiðleikum á vinnustöðum. Börn kjósa oft að tilkynna ekki einelti og verður því eineltið ekki stoppað. Sem gerir það að verkum að afleiðingar eineltisins geta verið til staðar fram 30

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Einelti í grunnskóla

Einelti í grunnskóla Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís Friðbergsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið 2 Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar

Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar HELGA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR VALGERÐUR BÁRA BÁRÐARDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINENDUR: DR. BRYNJA ÖRLYGSDÓTTIR, LEKTOR DR.

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 September 2018 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna:

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Einelti. og samskipti kennara við foreldra gerenda eineltis

Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Einelti. og samskipti kennara við foreldra gerenda eineltis Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2012 Einelti og samskipti kennara við foreldra gerenda eineltis Bjarnheiður Jónsdóttir og Elín Birna Vigfúsdóttir Lokaverkefni Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

MA ritgerð. Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum

MA ritgerð. Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum MA ritgerð Félagsráðgjöf Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum Úttekt á gerendum sem leita til Karlar til ábyrgðar Ingibjörg Þórðardóttir Leiðbeinandi dr. Freydís Jóna Freysteinsdóttir Janúar 2014 Ofbeldi

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Íslenskir kynferðisbrotamenn.

Íslenskir kynferðisbrotamenn. Tímarit félagsráðgjafa, 2. árgangur 2007, 15 24 15 Íslenskir kynferðisbrotamenn. Greining út frá svörum brotaþola Hildigunnur Magnúsardóttir, Félagsráðgjafi, Kvenna- og barnasvið, Landspítali Háskólasjúkrahús

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk HILDUR HJARTARDÓTTIR RUT GUÐNADÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINANDI:

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.87 RANNSÓKN Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum Ársæll Már Arnarsson 1 faraldsfræðingur, Kristín Heba Gísladóttir 1 sérfræðingur

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Andrea Elsa Ágústsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála meðal unglinga

Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála meðal unglinga Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála meðal unglinga Sóley Björk Gunnlaugsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Fé Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg María Árnadóttir Júní 2010 Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg

More information

Internetið og íslensk ungmenni

Internetið og íslensk ungmenni Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason 280579-4839 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve

More information

Sjálfið á tímum stafræns veruleika

Sjálfið á tímum stafræns veruleika Sjálfið á tímum stafræns veruleika Upplifun einstaklinga af samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, togstreita, áhrifastjórnun og skert geta til alhæfingar um mótleikara í stafrænum samskiptum. Lokaverkefni

More information

Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi

Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi Kortlagning kynferðisbrota gegn börnum á Íslandi í málum þar sem meintur gerandi er á aldrinum 12-17 ára Ranveig Susan Tausen Lokaverkefni til Cand.psych.gráðu

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Tölvuleikjaspilun og námsárangur Rannveig Dögg Haraldsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til 180 eininga BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindasvið

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Markaðssetning á Facebook

BS ritgerð í viðskiptafræði. Markaðssetning á Facebook BS ritgerð í viðskiptafræði Markaðssetning á Facebook Getur öflug Síða haft áhrif á sölutölur barnalínu Weleda á Íslandi? Þorbjörg Pétursdóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt Viðskiptafræðideild

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

MA ritgerð. Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku af hálfu kvenna

MA ritgerð. Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku af hálfu kvenna MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku af hálfu kvenna Áhrif á líf og líðan karlkyns þolenda Hilmar Jón Stefánsson Leiðbeinandi: Dr. Freydís Jóna

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

MA ritgerð. Ég fór þetta bara á hnefanum

MA ritgerð. Ég fór þetta bara á hnefanum MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Ég fór þetta bara á hnefanum Reynsla og upplifun barna af því að eiga foreldri í fangelsi Svava Davíðsdóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Aðstoðarleiðbeinandi:

More information

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Einar Kristinsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga BA ritgerð Félagsráðgjöf Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir Júní 2016 Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir 040577-4759

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni

Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni Mat á einelti í opinberum stofnunum í krafti starfsmannaverndar Anna María Reynisdóttir Lokaverkefni til MS-gráðu í viðskiptafræði Leiðbeinandi:

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Enginn hefur kvartað :

Enginn hefur kvartað : Enginn hefur kvartað : Könnun á reynslu, þekkingu og viðbrögðum stjórnenda varðandi einelti á vinnustað Svava Jónsdóttir og Inga Jóna Jónsdóttir Viðskiptafræðideild Ritstjóri: Ingi Rúnar Eðvaldsson Rannsóknir

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Internetvandi meðal háskólanema: Tengsl við persónuleika, streitu og lífsánægju

Internetvandi meðal háskólanema: Tengsl við persónuleika, streitu og lífsánægju Internetvandi meðal háskólanema: Tengsl við persónuleika, streitu og lífsánægju Jason Már Bergsteinsson Jón Gunnlaugur Gestsson Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Internetvandi

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Beauty tips byltingin

Beauty tips byltingin Beauty tips byltingin Rannsókn á samfélagsmiðlasíðunni Beauty tips byggð á félagsvísindum Kolfinna María Níelsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í félagsvísindum Hug- og félagsvísindasvið

More information

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi?

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi? Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi? Vigdís Guðmundsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Að

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

MA ritgerð. Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla

MA ritgerð. Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla Matthildur Jóhannsdóttir Hrefna Ólafsdóttir Félagsvísindasvið Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð

More information

Kynferðisleg áreitni á vinnustað

Kynferðisleg áreitni á vinnustað Kynferðisleg áreitni á vinnustað Harpa Dögg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í félagsfræði Félagsvísindasvið Kynferðisleg áreitni á vinnustað Harpa Dögg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

BA ritgerð. Þunglyndi barna

BA ritgerð. Þunglyndi barna BA ritgerð Félagsráðgjöf Þunglyndi barna Hefur þunglyndi foreldra áhrif á börn þeirra og ef svo er, á hvaða hátt? Guðlaug Birna Steinarsdóttir Leiðbeinandi: Gyða Hjartardóttir Júní 2017 Þunglyndi barna

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Gunnar Gíslason Lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf Félagsvísindasvið Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Gunnar Gíslason Lokaverkefni til BA

More information

Sorg og sorgarúrvinnsla barna

Sorg og sorgarúrvinnsla barna Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2013 Sorg og sorgarúrvinnsla barna Hvernig er hægt að koma til aðstoðar? Benný Rós Björnsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information