Er skylt að bjóða út kaup á einu epli?

Size: px
Start display at page:

Download "Er skylt að bjóða út kaup á einu epli?"

Transcription

1 Er skylt að bjóða út kaup á einu epli? Eftir Michael Lund Nørgaard, lögmann hjá SKI 1 Ég hef ítrekað verið spurður að þessu. Sem lögfræðilegur ráðgjafi í útboðsmálum ætti ég að hafa svar við þessu á reiðum höndum. Svo er mál með vexti að það er erfitt að svara spurningum um það í hve miklum mæli venjuleg innkaup falla undir útboðsskyldu. Ég á raunar mjög erfitt með að gefa lögfræðilega rétt svar. Aftur á móti á ég ekki í miklu erfiðleikum með hagnýta svarið. Önnur spurning gæti verið eitthvað í þessa veru: Sveitarfélagið er með víðtækan samning um kaup á málningu við stóra byggingavöruverslun. En verslunin hefur ekki á boðstólum tiltekna tegund málningar sem lítil stofnun hjá sveitarfélaginu hefur þörf fyrir. Megum við kaupa þessa tilteknu málningu í verslun staðarins án útboðs, þegar fyrir er samningur, yfir útboðsmörkum, við stóru byggingavöruverslunina um heildarkaup sveitarfélagins á málningu. Við gerum ekki ráð fyrir að þessi tiltekna málningin muni kosta meira en kr.? Áþekkar spurningar fær ég býsna oft. Engu að síður sé ég mig knúinn til að fara ofan í saumana á tilskipununum í hvert sinn sem spurningar um útboðsmörkin og innkaup hverdagsins reka saman hornin. Í þessum skrifum mun ég reyna að gera grein fyrir því hvernig regluverkinu skal beitt í venjulegum innkaupum þ.e. við kaup á málningu í málningarvöruverslun staðarins. Mjög skiptar skoðanir eru um það hvernig beita skuli grein útboðstilskipunarinnar nr. 9.7 en greinin er sem hér segir: Sé um að ræða opinbera vöru- eða þjónustusamninga, sem eru gerðir með reglulegu millibili eða sem á að endurnýja innan tiltekins tíma, skal leggja eftirfarandi til grundvallar þegar áætlað verðmæti samningsins er reiknað út: a) annaðhvort samanlagt raunvirði sams konar samninga, sem hafa verið gerðir í áföngum á síðustu 12 mánuðum eða á síðasta fjárhagsári, leiðrétt, ef unnt er, með tilliti til magn- eða verðbreytinga sem gætu orðið á 12 mánuðum eftir að fyrsti samningurinn er gerður, b) eða áætlað heildarverðmæti síðari samninga sem eru gerðir á 12 mánuðum eftir fyrstu afhendingu eða á fjárhagsárinu ef það er lengra en 12 mánuðir. Ekki má velja aðferð við útreikning áætlaðs verðmætis opinbers samnings í þeim tilgangi að samningurinn verði undanþeginn gildissviði þessarar tilskipunar. Mismunandi túlkun greinarinnar er skiljanleg, enda ekki auðvelt að beita henni. Mér er til efs að ég geti gefið skýra leiðbeiningu með greininni, leiðbeiningu sem ætíð mætti beita í þeim flóknu innkaupaferlum sem einkenna raunveruleikann. Verandi sérfræðingur í innkauparétti vara ég þó við því að grípa auðveldu lausnina og leggja saman, umhugsunarlaust, öll fyrirhuguð innkaup til þess að kanna hvort skylt sé að bjóða þau út. Öllum ber okkur skylda til að íþyngja ekki aðilum á markaði með flóknu verklagi. 1 Höfundur er lögmaður hjá Statens og kommunernes indkøbscentral í Danmörku - SKI Greinina er að finna á vefsíðunni 2 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/18/EB frá 31. mars 2004 (Tilvitnun í tilskipunina er innskot þýðanda)

2 Reglur útboðstilskipunarinnar um útboðsmörk Öll innkaup á vörum yfir kr., kaup á þjónustu yfir kr. og verkum yfir kr., skal bjóða út eða haga samkvæmt þeim innkaupaferlum sem nánar er kveðið á um í V. kafla skv. lögum um opinber innkaup nr. 84/2007(OIL). Fari innkaup vöru eða þjónustu yfir kr kr. skulu kaupin auk þess boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) 3. Meginsjónarmið tilskipunarinnar er að sérhver innkaup skulu metin út af fyrir sig. Útreikning á áætluðu virði innkaupa skal miða við þá heildarfjárhæð sem kaupandi gerir ráð fyrir að greiða fyrir innkaupin, að frátöldum virðisaukaskatti. Fari áætluð fjárhæð innkaupanna yfir útboðsmörk skulu innkaupin boðin út. Í tilskipuninni er þó að finna tvær undantekningar sem hafa það að markmiði að tryggja að kaupandi deili ekki innkaupum sínum upp til þess að komast hjá útboði. Í fyrsta lagi getur kaupandi ekki komist hjá útboðsskyldu með því að hluta innkaup sín í sundur þar sem sérhver hluti er undir útboðsmörkum. Með öðrum orðum skal kaupandi leggja saman þá hluta innkaupa sem heyra saman þegar metið er hvort tiltekinn innkaup eru útboðsskyld. Kaupandi getur þó ákveðið að bjóða ekki út tiltekinn hluta innkaupanna sé sá hluti minni en 20% heildarinnkaupanna. Tiltekin hlutainnkaup mega þó ekki nema hærri fjárhæð en sem nemur útboðsmörkum, sbr. hér fyrir ofan. Fyrirmælin virðast gera ráð fyrir samhengi í tíma milli aðalinnkaupa og hlutainnkaupa 4. Þessi skoðun er þó umdeild og sumir fræðimenn halda fram hinu gagnstæða. 5 Í öðru lagi leiðir það af grein 9.7 í útboðstilskipuninni, að svo framarlega sem tiltekin innkaup kaupanda séu regluleg eða skulu endurnýjuð innan tiltekins tíma, skal leggja saman andvirði allra sams konar samninga á tólf mánaða tímabili til þess að meta útboðsskyldu kaupanda. Grein útboðstilskipunarinnar nr. 9.7 er undantekning frá hinni almennu reglu um að verðmæti opinberra samninga (innkaupa) 6 skulu metin hver fyrir sig þegar kaupandi kannar hvort samningurinn skulu boðin út. Þá er það markmið greinar 9.7 í útboðstilskipuninni að kaupandi deili ekki upp innkaupum sínum á einu ári til þess að komast hjá útboði. Greinin hefur ekki að geyma huglægt skilyrði fyrir beitingu hennar. Þannig er það ekki skilyrði fyrir því að beita grein 9.7, að kaupandi hafi deilt upp kaupum sínum með það að eitt að markmiðið að komast hjá útboðsskyldu. Greinin er gerð hlutlæg; sé skilyrðinu fullnægt eru innkaupin útboðsskyld. Í skrifunum hér á eftir er sjónum beint að grein 9.7 í útboðstilskipuninni. Í daglegum stöfum mínum tel ég að þrjú eftirfarandi skilyrði skuli öll vera uppfyllt til þess að venjuleg minni innkaup, t.d. á málningu séu útboðsskyld, samkvæmt grein útboðstilskipunarinnar nr. 9.7 A) Að samningur um innkaup á málningu sé gerður af sama kaupanda og fyrri samningur(ar) um kaup á málningu. B) Að samningurinn sé sams konar og aðrir samningar sem kaupandi hefur gert um kaup á málningu. C) Um sé að ræða reglubundinn samning um innkaup á málningu samanborið við önnur innkaup kaupanda. 3 Hér í vísað í íslenskt regluverk í stað þess danska (þýðandi) 4 Sjá leiðbeinandi fyrirmæli Konkurrence og Forbrugerstyrelsen frá 3. febrúar Sjá til dæmis greininga Udbud med mange varenumre eftir Michael Steinicke ofl. í Erhvervsjuridisk Tidsskrift 6 Innskot þýðanda

3 Öll þessi skilyrði skulu vera uppfyllt til þess að tiltekin innkaup séu útboðsskyld. Sé aðeins eitt skilyrðanna ekki uppfyllt í því dæmi sem hér hefur verið tekið, getur kaupandi brugðið sér í verslunina í bænum og keypt sína málningu gegn staðgreiðslu án þess að hafa áhyggjur af kröfum um gæði, matslíkön, útboðstilkynningu, röksemdarfærslu eða biðtíma innkaup fyrir IKR vekja varla athygli út fyrir mörk bæjarfélagsins. Afar einfalt ekki satt? Í rauninni er afar flókið að beita þessum reglum. Hér á eftir hef ég í hyggju að auka flækjustigið enn frekar. Flækjan í skilyrðum (A), (B) og (C) Raunveruleikinn er flókinn - einnig í útboðum, einkum og sérílagi þegar réttarreglur eru ekki einhlítar. Þar af leiðandi getur verið býsna flókið að beita grein útboðstilskipunar nr Mér er ekki kunnugt um úrskurði sem kasta ljósi á hagnýta beitingu tilskipunarinnar. Engu að síður má finna nokkra úrskurði um það að leggja saman fjárhæði samninga skv. títt nefndri grein útboðstilskipunarinnar. Þar sem báðar undantekningar tilskipuninnar hafa sama markmið, það er að koma í veg fyrir að kaupandi skipti kaupum sínum upp til þess að komast hjá útboði er ég þeirrar skoðunar að hægt sé að draga tilteknar hagnýtar ályktanir um það hvernig beita skuli grein tilskipunarinnar nr. 9.5, en hún er sem hér segir 7 : Grein 9.5 a) Þegar hægt er að skipta fyrirhugaðri framkvæmd eða fyrirhuguðum kaupum á þjónustu í aðgreinda hlutasamninga, sem eru gerðir samtímis, skal taka tillit til áætlaðs heildarverðmætis allra slíkra hlutasamninga. Ef samanlagt verðmæti hlutasamninganna er jafnt viðmiðunarfjárhæðinni, sem mælt er fyrir um í 7. gr., eða meira skal þessi tilskipun gilda um hvern samningshluta. Samningsyfirvöld geta þó gert undanþágu frá slíkri beitingu ef áætlað verðmæti hlutasamninganna, án virðisaukaskatts, er minna en evrur fyrir þjónustu eða 1 milljón evrur fyrir framkvæmdir, að því tilskildu að samanlagt verðmæti þessara hlutasamninga fari ekki yfir 20% af samanlögðu verðmæti allra hlutasamninganna. Grein 9.5 b) Þegar hægt er að skipta tilboði um kaup á líkum vörum í aðgreinda hlutasamninga, sem eru gerðir samtímis, skal taka tillit til áætlaðs heildarverðmætis allra slíkra hlutasamninga við beitingu a- og b- liðar 7. gr. Ef samanlagt verðmæti hlutasamninganna er jafnt viðmiðunarfjárhæðinni, sem mælt er fyrir um í 7. gr., eða meira skal þessi tilskipun gilda um hvern samningshluta. Samningsyfirvöld geta þó gert undanþágu frá slíkri beitingu ef áætlað verðmæti hlutasamninganna, án virðisaukaskatts, er minna en evrur, að því tilskildu að samanlagt verðmæti þessara hlutasamninga fari ekki yfir 20% af samanlögðu verðmæti allra hlutasamninganna. Skilyrði A: Sami kaupandi eða dreifstýrð innkaup Innkaupsaðilar misskilja oft (af skiljanlegu ástæðum) hugtakið kaupandi í útboðstilskipuninni. Því er hér ástæða til þess að tíunda að kaupandi er ekki endilega heilt sveitarfélag, háskóli eða ríkið. Því er það ekki endilega öll kaup stjórnvaldsins síðustu 12 mánuði, sem taka skal saman þegar úr því skal skorið hvort tiltekin smáinnkaup eru útboðsskyld. 7 Tilvitnun í tilskipunina er innskot þýðanda

4 Innkaup eininga sem telja má sjálfstæðar innan sveitarfélags, má þannig draga frá þegar útboðsskylda er reiknuð eða tekin saman. Í dæminu hér fyrir ofan er ekki sjálfgefið að litla stofnunin okkar skuli telja með í öllum innkaupum sveitarfélagsins þegar tekin eru saman og lagt mat á hvort málningarkaup sveitarfélagsins nái útboðsmörkum, að því gefnu að innkaup stofnunarinna séu kostuð af eigin fjárhag 8. Við mat á því hvort skilja megi tilteknar einingar sveitarfélags frá við mat á sameiginlegum innkaupum heildarinnar má m.a., líta til þess hvort: 1) það er einingin sjálf sem annast innkaupin/útboðið og getur ákveðið við hvern er samið 2) einingin hefur sjálfstæðan fjárhag og fjármagnar sjálf innkaupin 3) innkaupin séu fyrirhuguð til eigin nota, eða fyrir fleiri einingar jafnvel allt sveitarfélagið Rétt og skylt er að geta þess að Konkurrance- og Forbrugerstyrelsen (K&F) 9 hefur lagt áherslu á það að gerðar séu ríkar kröfur til þess að tiltekin eining sé talin dreifstýrð(sjálfstæð) eining. 10 Mér finnst ekki ástæða til þess að auka kröfur til þess hvenær tiltekin eining er talin dreifstýrð. Slíkt réttarfar er að mínu mati óframkvæmanlegt. Hvernig skyldi tiltekin stjórnsýslueining vita hvað önnur eining kaupir inn, hvernig skyldi eldhús á leikskóla hafa yfirsýn yfir það hvað önnur eldhús sveitarfélagsins kaupa inn? Því er við að bæta að slíkt virðist vera frábrugðið túlkun framkvæmdastjórnarinnar. Mér er kunnugt um nokkur óþægileg dæmi um stjórnvöld, sem með djúpri sannfæringu hafa lýst því yfir að umfang útboðsregluverksins hafi það óhjákvæmilega í för með sér að útilokað sé að kaupa inn utan miðlægra samninga þeirra. Þetta er stórkarlaleg einföldun veruleikans, einföldun sem getur haft afar neikvæð áhrif á staðbundnar aðstæður. Raunverulegar aðstæður sýna fram á hversu erfitt það er að beita regluverki á dreifstýrð innkaup ef við hengjum okkur ekki föst í þrönga túlkun K&F. Í ofangreindu dæmi er einingin hluti af stærri samningi sveitarfélagsins. Því má fullyrða að litla einingin okkar geti ekki, í ljósi miðlægs samnings sveitarfélagsins, tekið saman sín eigin viðmiðunarmörk. Ég kemst að gagnstærði niðurstöðu, t.d. ef einingin fjármagnar eigin innkaup. Skilyrði B: Sams konar samningar Hugtakið sams konar samningar virðist óþarflega flókið. Kaupandi verður að geta lagt mat á það hvort tiltekinn samningur sé sams konar og annar samningur. Málsástæður gætu t.d. verið hvort samningur um veitingaþjónustu sé sams konar og samningur um innkaup á fiski hjá fisksalanum í bænum? Þegar ég bendi kaupendum hjá hinu opinbera á slíkar aðstæður fæ ég sjaldnast nokkur svör, því þessu huga þeir ekki að í daglegum innkaupum sínum. Kaupendur nota miðlæga samninga án umhugsunar og hugleiða ekki dreifstýrð innkaup, eða banna þau jafnvel algerlega. Lögfræðilega séð eru áhöld um það hvað eru sams konar samningar. 8 Hér m.a vísað til gr. 5 (1a) í tillögum Ráðherraráðsins til nýrrar tilskipunnar frá 31. Október 2013, sem er kerfisbundin skráning á leiðbeiningum Framkvæmdaráðsins frá 20. Janúar 1993 um Policy Guidlines on Contracts awarded by Separate Units of a Contracting Entiy. 9 Samkeppniseftirlit/Neytendastofan í Danmörku (snörun þýðanda) sjá leiðbeiningar frá 3. feb Leiðbeinandi tilmæli K&F frá 3. Febrúar 2009

5 Aðgangur að vöru Í fyrsta lagi eru aðstæður sem ég nefni hér aðgangur að vörunni. Hér beinir maður eingöngu sjónum að vörunni. Þessi aðgangur er með þeim hætti að epli er epli óháð því hvernig kaupin eru skipulögð. Samkvæmt þessari túlkun eru innkaup á matvörum sams konar samningar, óháð því hvort keypt er inn hjá fisksala staðarins eða í stórum miðlægum samningum. Hugtakið aðgangur að vöru er nátengt eldri tilmælum K&F 11. Í tilmælunum bendir K&F á að stjórnvald geti ekki metið virði ráðgjafarsamninga með því að skoða hvern samning fyrir sig (sem voru í þessu tilviki um 650 samtals). Stjórnvaldinu ber þess í stað að skipta samningunum í mismunandi flokka. Þessum skilningi á aðgangi að vöru, er augljóslega beitt í dæmi 3) í leiðsögn K&F frá 2006 um Opinber innkaup af vöru og þjónustu: Staðreyndir um viðmiðunarfjárhæðir og útreikning á verðmæti samninga. Dæmi 3 Sveitarfélög og skólatölvur Sveitarfélag hefur í hyggju að kaupa nýjar tölvur fyrir einn af skólum sveitarfélagsins. Þegar sveitarfélagið kannar hvort innkaupin séu útboðsskyld skv. EB reglunum, skal leggja saman verðmæti allra tölvukaupa sveitarfélagsins. Það hefur í för með sér að við útreikninginn á útboðsmörkum skal taka með tölvukaup til annarra skóla sveitarfélagsins, ungbarnaskóla, dvalarheimila, bókasafna og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Við útreikninginn getur sveitarfélagið valið aðra af tveimur leiðum: 1) Heildarverðmæti tölvukaupa síðastliðna tólf mánuði/síðasta bókhaldsárs eða 2) Áætluðu heildarkaup næstu tólf mánuði/yfirstandandi bókhaldsárs. 12 Að mínu mati er K&F ekki nógu nákvæm í skilgreiningu á aðgangi að vöru. Texti tilskipunarinnar í grein 9.7 er frábrugðinn textanum í grein 9.5. Í grein 9.5 er notað hugtakið líkar vörur en ekki sams konar samningar. Sé grein 9.7 beitt verður að gera ráð fyrir því að um sé að ræða meira en aðeins líkar vörur, heldur mat sem lagt á annað og meira en vöruna þ.e. samninginn allan. Í nýrri tilmælum frá K&F frá 8. maí 2012, sem einnig snerta grein tilskipuninarinnar nr. 9.5, hefur K&F skýrt afstöðu sína til þessa. K&F bendir hér á að skoða skuli hversu vel samningar heyra saman, t.d. hvað varðar kaupanda, þá sem geta leyst verkið af hendi, landfræðilega staðsetningu, hvenær fyrirhugað er vinna verkefnið ásamt upphafi samningstíma. Aðgangur að markaði. Önnur tegund aðgangs sem mér finnst þekkilegri nefni ég aðgangur að markaði. Hér sjónum beint bæði að vöru og markaði. Aðgangur að markaði hefur það í för með sér að þegar lagt er mat á hvort samningar séu sams konar verður að horfa til allra þátta innkaupanna, þ.m.t. samningsskilmála og markaðsaðila. Í aðgangi að markaði er því aðeins talaði um sams konar samninga þegar innkaupin beinast að sama hópi birgja eða markaði. Aðgangur að markaði leiðir af sér að innkaup skulu ekki lögð saman ef þau beinast að mismunandi markaðaðilum. Þegar fjallað er um aðgang að markaði skyldi maður því stíga varlega til 11 Leiðbeinandi umsögn frá 11. nóv Rétt er að geta þess að K&F hefur valið að líta á fjölda samninga sem hlutasamninga í stærra verkefni. K&F lítur til þess að um er að ræða líkar vöru ekki til þess hvort um er að ræða sams konar samninga 12 Tilvitnunin er innskot þýðanda

6 jarðar með yfirlýsingar um sams konar samninga, að því gefnu að það sé sanngjörn viðskiptaleg þörf fyrir því að öll innkaupin séu ekki háð sömu skilmálum 13. Til frekari stuðnings við markaðslegan aðgang má vísa til dóms frá 19. september 2003 í máli Unicomputer. Í dómnum var litið svo á að kaup á prenturum og tölvum væru tvenn mismunandi innkaup. Úrskurðurinn varðaði reglu útboðstilskipuninnar nr. 9.5 um að leggja saman innkaup. En gera verður ráð fyrir að úrskurðurinn sýni einnig, samkvæmt grein 9.7 skuli prentarar og tölvur heldur ekki leggja saman sem sams konar samningar þegar reiknuðu eru verðmæti innkaupanna. En snúum okkur nú aftur að okkar eigin dæmi. Ef við föllumst á skilyrðislaust á aðgang að vöru - skulu öll innkaup kaupanda á málningu á 12 mánaðar tímabili lögð saman til þess að reikna útboðsskylduna, óháð því að keypt sé inn á tvo afar mismunandi vegu. Með þessum hætti verða innkaupin okkar auðveldlega útboðsskyld þrátt fyrir tiltölulega lítil verðmæti kaupanna hverju sinni. Ef við höfum á hinn bóginn aðgang að markaði að leiðarljósi, skulum við einungis leggja saman reglubundin kaup á 12 mánaða tímabili til þess meta hvort smærri innkaup í málningarvöruverslun bæjarins séu útboðsskyld. Ég er þeirrar skoðunar að túlka megi tilmæli K&F frá 2012 sem nákvæmari leiðbeiningu um það hvenær andvirði samninga skulu lögð saman til þess að meta hvort einstakir samningar skulu boðnir út. Það væri ákjósanlegt ef K&F gæfi sér tilefni til þess að skýra betur leiðbeiningar sínar um útreikning viðmiðunarmarka í samræmi við það sem hér hefur komið fram. Skilyrði C: Reglufesta Hugtakið reglufesta er oftast samheit þess sem gerist með kerfisbundnum hætti eða er bundið reglu að öðru leyti. Þetta ætti að hafa í för með sér að tiltekin, ófyrirséð innkaup eru ekki reglubundnir aðdrættir. En leiðbeiningar K&F eru á annan veg. K&F er þeirrar skoðunar að þau tímanlegu tengsl sem kunna að vera á milli samninga á einu ári, skipti ekki máli. Sé málning keypt tvisvar sinnum á tólf mánaða tímabili, skulu samningar lagðir saman til þess að ganga úr skugga um útboðsskyldu, jafnvel þótt hvort tveggja innkaupin séu ófyrirséð 14. Ég er þeirrar skoðunar að nálgun K&F sé ekki rétt. Í málfarslegum skilningi regluverksins gerir 12- mánaða reglan ráð fyrir tilteknu tímanlegu samhengi milli samninganna og að samningarnir séu gerðir oft á ári, eða endurnýjaðir innan ársins. Kaupandi verður að kanna hvort innkaup séu reglubundin, t.d. hvort um sé að ræða viku- eða mánaðarleg innkaup hjá sama birgja. Séu innkaup reglubundin eða fyrirsjáanleg á árinu, er ég þeirrar skoðunar að um sé að ræða samninga sem gerðir á reglubundinn hátt. Geti kaupandi ekki séð fyrir innkaupaþarfir sínar, tel ég málefnaleg rök fyrir því að kaupandi skuli ekki leggja innkaup sín saman. Í dæminu okkar um innkaup á málningu ætti kaupandinn okkar að kanna hvort innkaup síðustu 12 mánuðina hafi fylgt tiltekinni reglu eða mynstri. Svo væri ef kaupandi þyrfti að kaupa málningu reglulega. Hið gagnstæða væri uppi á teningnum ef málningarkaupin væru ófyrirsjáanleg. 13 Sjá m.a. Sue Arrowsmiths The Law of Public Utilities Procurement, s 383, ásamt EU_Public Procurement Law An Introduction, s. 105 (þar sem Jens Fejø frá CBS og Steen Treumer frá KU voru einnig meðhöfundar) 14 Leiðbeiningar K&F frá 2006 um Opinber innkaup á vörum og þjónustu: Staðreyndir um viðmiðunarmörk og útreikning á samningsfjárhæð.

7 Samantekt. Ég er sífellt vakandi yfir reglunum um viðmiðunarmörk. Hvert sinn sem ég skoða reglurnar koma þær mér á óvart. Þrátt fyrir það að erfitt sé að beita reglunum, er engum greiði gerður með því að ganga út frá því sem vísu að samningar skulu boðnir út, einvörðung vegna fyrri hliðstæðra innkaup. Til þess að samningur séu útboðsskyldur skulu önnur og fleiri skilyrði uppfyllt en það eitt að kanna hvort sveitarfélagið hefur áður keypt hliðstæða vöru. Það er ekki sjálfgefið að útboðsreglurnar séu þess valdandi að öll innkaup venjulegra neysluvara t.a.m. pappír og matur verði útboðsskyld vegna þess að stjórnvaldið kaupir árlega mikið af einhverri vöru eða þjónustu. Það væri rangt að einfalda notkun á reglunum, hafi stjórnvaldið metnað til þess að versla á mismunandi mörkuðum. Ég er þeirrar skoðunar að stjórnvöld skuli vanda betur til mats á því hvenær tiltekinn samningur er útboðsskyldur. Þegar regluverkinu er beitt verður samt sem áður að gæta þess að hrökkva ekki öfganna á milli. Eins og áður hefur komið fram, er tilgangur regluverksins að koma í veg fyrir að kaupandi deili fyrirhuguðum innkaupum sínum upp til þess að komast hjá útboðsskyldu. Þegar stjórnvald gefur út eigin leiðbeiningar um það hvenær tiltekin samningur skal (ekki) boðin út, verður að hafa í huga að leiðbeiningarnar hafi það ekki að markmiðið að komast hjá útboði. Sveitarfélag sem leggur meðvitað áherslu á dreifstýrð stjórnsýslu, þ.e. einnig á sviðum sem hafa minni viðskiptalega þýðingu, getur átt það á hættu að uppskipti í smá tilfallandi innkaup, líti út eins og meðvituð stefna um að komast hjá útboðum. Dreifstýrð innkaup eiga (og mega) aðeins vera viðbót við samninga um miðlæg innkaup stjórnvaldsins og þá í þeim tilvikum sem það á við, t.d. í smærri innkaupum á matvöru hjá kaupmanninum á horninu, utan miðlæga samningsins. Ég er einnig þeirrar skoðunar að Klagenævnet for Udbud (KU) 15 myndi ígrunda röksemdir sveitarfélags fyrir dreifstýringu, kæmi slíkt mál til kasta nefndarinnar. Reglan í grein 9.7 hefur það að markmiði að koma í veg fyrir meðvitur uppskipti á samningi til þess að komast hjá útboði. Þetta hefði væntanlega í för með sér, að fengi KU til umfjöllunar kæru varðandi reglubundin innkaup, hafa hliðsjón af heildarmyndinni hvað snertir skilyrðin þrjú sem tíunduð eru hér að ofan - einkum og sérílagi til þess að kanna nánar ástæður uppskiptingarinnar. Ég trúi því ekki að KU myndi hengja sig í stök innkaup t.d. ýmis smávöruinnkaup, kaup á árstíðabundinni vöru eða innkaup vegna sérstaks tilefnis. Frá hagrænum sjónarhóli væri það út í hött að leggja það á stjórnvöld að bjóða út sérhver nauðsynleg smáinnkaup hverdagsins. Því er svar mitt einnig að kaup á einu epli séu sjaldan útboðsskyld. En ég er lögmaður vel að merkja. Michael Lund Nørgaard Þýðing - Guðmundur Hannesson - Ríkiskaupum Janúar Kærunefnd útboðsmála í Danmörku

8

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: 1. Arion banka hf. 2. Íslandsbanka 3. Lýsingu hf. 4. Samtök fjármálafyrirtækja 5. Seðlabanka Íslands 6. Straumi

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Orðsending frá Eftirlitsstofnun EFTA Tilkynning Leiðbeiningar um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins...

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Orðsending frá Eftirlitsstofnun EFTA Tilkynning Leiðbeiningar um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins... ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Málavextir Þann 4. ágúst 2015 barst Einkaleyfastofunni tilkynning frá Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO)

Málavextir Þann 4. ágúst 2015 barst Einkaleyfastofunni tilkynning frá Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO) Úrskurður nr. 6/2017 12. september 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins LUNDEYNA nr. 1 257 591 H. Lundbeck A/S, Danmörku gegn DAIICHI SANKYO COMPANY, LIMITED, Japan. Málavextir Þann 4. ágúst 2015 barst

More information

Fríverslunarsamningur við Kína Upprunareglur. Jóhann Freyr Aðalsteinsson sérfræðingur á tollasviði

Fríverslunarsamningur við Kína Upprunareglur. Jóhann Freyr Aðalsteinsson sérfræðingur á tollasviði Fríverslunarsamningur við Kína Upprunareglur Jóhann Freyr Aðalsteinsson sérfræðingur á tollasviði johann.adalsteinsson@tollur.is Efnisatriði Samningurinn Almennt um upprunareglur Uppruni vöru skilyrði

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2014 um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 19. febrúar

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V.

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. til notkunar fyrir farnetsþjónustu á 2600 MHz tíðnisviðinu (Tíðniheimild L 2600) 7. júlí 2017 Með vísan til IV. kafla laga, nr. 81/2003, um fjarskipti, ákvæða reglugerðar,

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu 9 Yfirtaka síðari hluti Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu 10 Inngangur 11 1. Yfirtökutilboð 11 1.1. Skilmálar tilboðs 11 1.1.1. Almennt 11 1.1.2. Lágmarksverð 12 1.1.3. Leiðrétting

More information

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði Samkeppnisstofnun 12. nóvember 1998 Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði I. Inngangur Þann 29. júní sl. sendi Samkeppnisstofnun frá sér umsögn um upphaflegt frumvarp til laga um

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr. Leiðbeinandi tilmæli Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum nr. 2/2007 Gefið út skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011

Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011 Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011 I. Erindi Þann 26. október 2011 sl. barst Flugmálastjórn Íslands (FMS) kvörtun frá A. Kvartandi

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 8 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 8 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 8

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

*Tollverð *Gjafaafsláttur. Úrskurður nr. 1/2009

*Tollverð *Gjafaafsláttur. Úrskurður nr. 1/2009 *Tollverð *Gjafaafsláttur Úrskurður nr. 1/2009 Kærður er úrskurður tollstjóra um ákvörðun tollverðs og gjafaafsláttar. Ríkistollanefnd staðfesti niðurstöðu tollstjóra um tollverð, en féllst á kröfu kæranda

More information

ÚTBOÐ NR. XXXXX. Heiti útboðs

ÚTBOÐ NR. XXXXX. Heiti útboðs Höfundarréttur Ríkiskaup ÚTBOÐ NR. XXXXX Heiti útboðs mán. ár SÁ HLUTI ÞESSA TEXTA SEM MÁLAÐUR ER GULUR ER EINGÖNGU TIL LEIÐBEININGAR FYRIR VERKEFNASTJÓRA OG ÞARF AÐ SKOÐA HANN SÉRSTAKLEGA VIÐ HVERJA EINSTAKA

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga

Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga KPMG ráðgjafarsvið Júní 2014 KPMG ehf. Borgartúni 27 105 Reykjavík Sími 545 6000 Fax 545 6001 Velferðarráðuneytið

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

*Tollverð. Úrskurður nr. 1/2004.

*Tollverð. Úrskurður nr. 1/2004. *Tollverð Úrskurður nr. 1/2004. Kærð er tollverðsákvörðun tollstjóra á tveimur bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz ML-320, árgerð 2001 og Mercedes Benz ML-430, árgerð 2000. Ríkistollanefnd féllst á þautavarakröfu

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt.

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt. r ALITSGERÐ Til: Frá: Dagsetning: Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins Dr. Andra Fannari Bergþórssyni 12. m aí2017 Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan

More information

Reykjavík, 7. desember Úrskurður nr. 22/2017. Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R

Reykjavík, 7. desember Úrskurður nr. 22/2017. Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R Reykjavík, 7. desember 2017 Úrskurður nr. 22/2017 Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R Kærandi: A Kæruefni: Tollflokkun 20 ökutækja I. Kæra Með bréfi, dags. 21. júní

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Ólöf Heiða Guðmundsdóttir. Vel þekkt vörumerki. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt

Ólöf Heiða Guðmundsdóttir. Vel þekkt vörumerki. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt Ólöf Heiða Guðmundsdóttir Vel þekkt vörumerki -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...

More information

Gengisflökt- og hreyfingar

Gengisflökt- og hreyfingar Alþjóðahagfræði Háskóli Íslands Kennari: Ásgeir Jónsson Haust 2002 Gengisflökt- og hreyfingar -ákvörðun og áhrif- Barði Már Jónsson kt. 120580-5909 Hreggviður Ingason kt. 290578-5829 Markús Árnason kt.

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

SKÝRSLA FRAMSÖGUMANNS í máli E-7/00

SKÝRSLA FRAMSÖGUMANNS í máli E-7/00 E-7/00/21 SKÝRSLA FRAMSÖGUMANNS í máli E-7/00 Beiðni um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins samkvæmt 34. gr. samningsins milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, frá Héraðsdómi Reykjavíkur

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Friðrik Atlason Kt.: 051275-4389 Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason Febrúar 2017

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA-gráðu

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

LEIÐBEININGAR UM NÝSKÖPUN Í OPINBERUM INNKAUPUM. 10 þættir vandaðra vinnubragða VINNUSKJAL NEFNDARSTARFSMANNA SEC (2007) 280

LEIÐBEININGAR UM NÝSKÖPUN Í OPINBERUM INNKAUPUM. 10 þættir vandaðra vinnubragða VINNUSKJAL NEFNDARSTARFSMANNA SEC (2007) 280 LEIÐBEININGAR UM NÝSKÖPUN Í OPINBERUM INNKAUPUM 10 þættir vandaðra vinnubragða VINNUSKJAL NEFNDARSTARFSMANNA SEC (2007) 280 Þessi leiðarvísir er tillaga nefnda framkvæmdastjórnarinnar og telst ekki bindandi

More information

Ed Frumvarp til laga [286. mál]

Ed Frumvarp til laga [286. mál] Ed. 588. Frumvarp til laga [286. mál] um ávana- og fíkniefni. (Lagt fyrir Alþingi á 94. löggjafarþingi, 1973-1974.) 1. gr. Rikisstjórninni er heimilt fyrir íslands hönd að gerast aðili að alþjóðasamningum

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Úrskurður nr. 3/2010.

Úrskurður nr. 3/2010. Úrskurður nr. 3/2010. Kærð er tollflokkun Tollstjóra, sem birt var í Bindandi áliti um tollflokkun vöru, á ProM3 sem er prótein duft sem leyst er upp í vökva og neytt í fljótandi formi. Kærandi krefst

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni Réttur barns til að tjá sitt viðhorf á umgengni Ester Petra Gunnarsdóttir Elísabet Gísladóttir Apríl 2017 BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að

More information

Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok

Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok -BA ritgerð í lögfræði - Kristján Jónsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín

More information

Umsögn ISNIC. um fru m v a rp til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa m ikilvæ gra innviða.

Umsögn ISNIC. um fru m v a rp til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa m ikilvæ gra innviða. U m hverfis- og samgöngunefnd A lþingis 149. löggjafarþing 2018-2019. Þingskjal 557 416. mál. Reykjavik, 14. janúar 2018. Umsögn ISNIC um fru m v a rp til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa m ikilvæ

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 40

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Fjárhagslegur aðskilnaður á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga

Fjárhagslegur aðskilnaður á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga Fjárhagslegur aðskilnaður á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Georg Andri Guðlaugsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hörður Felix Harðarson

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki

TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki 26. apríl, 2016, 9:00 12:00 Aids: One handwritten A4 page (text on both sides). An Icelandic translation of the problems is on the last four pages. There are

More information

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2014 vegna kvörtunar um seinkun flugs X9 445 þann 16. ágúst 2013

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2014 vegna kvörtunar um seinkun flugs X9 445 þann 16. ágúst 2013 Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2014 vegna kvörtunar um seinkun flugs X9 445 þann 16. ágúst 2013 I. Erindi Þann 28. ágúst sl. barst Samgöngustofu kvörtun frá A. A hafði ásamt manni sínum og tveimur börnum

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Afleiðusamningar. Gildandi réttur og nýtt reglu- og eftirlitskerfi Evrópusambandsins. Auður Árný Ólafsdóttir. Meistararitgerð í lögfræði

Afleiðusamningar. Gildandi réttur og nýtt reglu- og eftirlitskerfi Evrópusambandsins. Auður Árný Ólafsdóttir. Meistararitgerð í lögfræði Afleiðusamningar Gildandi réttur og nýtt reglu- og eftirlitskerfi Evrópusambandsins Meistararitgerð í lögfræði Auður Árný Ólafsdóttir Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Óttar Pálsson Október 2012 EFNISYFIRLIT

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 11 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 11 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 11

More information