Sjúkraflug til Landspítala Háskólasjúkrahúss

Size: px
Start display at page:

Download "Sjúkraflug til Landspítala Háskólasjúkrahúss"

Transcription

1 Sjúkraflug til Landspítala Háskólasjúkrahúss Umfang og eðli sjúkraflugs Elín Rós Pétursdóttir Ritgerð til BS prófs (16 einingar)

2 Sjúkraflug til Landspítala Háskólasjúkrahúss Umfang og eðli sjúkraflugs Elín Rós Pétursdóttir Ritgerð til BS prófs í hjúkrunarfræði Leiðbeinendur: Þorsteinn Jónsson og Brynjólfur Mogensen Hjúkrunarfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands Júní 2014

3 Ambulance flights to Landspítali University Hospital The scope and nature of ambulance flight Elín Rós Pétursdóttir Thesis for the degree of Bachelor of Science Supervisors: Þorsteinn Jónsson and Brynjólfur Mogensen Faculty of Nursing School of Health Sciences June 2014

4 Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. Elín Rós Pétursdóttir 2014 Prentun: Svansprent Reykjavík, Ísland

5 Ágrip Sjúkraflug hefur aukist á Íslandi síðastliðin ár. Mikið hefur verið rætt um gagnsemi og kostnað sjúkraflugs, jafnframt hefur staðsetning flugvallar í Reykjavík og mikilvægi hans verið umtalsvert í umræðunni. Tilgangur rannsóknarinnar var að greina umfang og eðli sjúkraflugs til Reykjavíkur árin 2011 og Stuðst var við afturvirka lýsandi aðferðafræði, þar sem unnið var með gögn úr gagnagrunni þjónustuaðila sjúkraflugs á Íslandi (Mýflug) og úr sjúkraskráakerfi Landspítala Háskólasjúkrahúss. Niðurstöður sýna að alls voru 703 sjúklingar fluttir með sjúkraflugi til Landspítala á rannsóknartímabilinu. Aldursbil sjúklinganna var frá nýfæddum börnum til 95 ára og var meðalaldur tæp 53 ár. Flest sjúkraflug voru frá Akureyri (29%), næst komu Vestmannaeyjar (19%). Flest sjúkraflugin voru flokkuð sem bráð eða möguleg lífsógn við sjúkling, svokallaður F1 eða F2 forgangur. Sjúkraflugi í forgangi (F1, F2 og F3) fjölgaði á rannsóknartímabilinu en flugi án forgangs (F4) fækkaði á sama tíma. Þá kemur fram að sjúklingar voru oftast fluttir vegna veikinda og voru hjarta- og æðasjúkdómar algengastir eða tæplega 36% flutninganna. Algengustu áverkar hjá áverkasjúklingum sem fluttir voru með sjúkraflugi á Landspítala voru áverkar á mjaðmagrind og á neðri útlimum (34%). Af niðurstöðunum má álykta að sjúklingar sem fluttir eru með sjúkraflugi til Landspítala séu að jafnaði alvarlega veikir eða slasaðir. Þá fer sjúkraflugi þar sem um bráða eða mögulega lífsógn er að ræða fjölgandi. Lykilorð: sjúkraflug, sjúkraflutningur, veikindi, áverkar. 4

6 Abstract The frequency of ambulance flights in Iceland has increased in recent years. Much discussion has taken place regarding utility and costs of ambulance flight services. Also, discussions have taken place in regards to the location of the airport in Reykjavik and its importance to these services. The purpose of this study was to examine and analyse ambulance flights to Reykjavik from the beginning of 2011 to the end of 2012 by highlighting the extent and nature of ambulance flights. Retrospective Descriptive Design was used in this research. Data was collected from Mýflug s database (the ambulance flight service provider in Iceland) and from the Landspítali University Hospital archives. The results show that a total of 703 persons were transported via ambulance flights to Landspítali during the study period; people ranging from newborns to 95 years of age. The average age was little under 53 years. The most common point of origin of ambulance flights was Akureyri (29%) thereafter Westman Islands (19%). Most ambulance flights were categorized as F1 and F2 priority where there is acute or potentially life threatening condition to the patient. The frequency of ambulance flights with individuals categorized in priority F1, F2 and F3 increased from 2011 to 2012 but the frequency of F4 flights decreased during the same period. The study revealed that most ambulance flights were due to cardiovascular and coronary diseases or little under 36% of all ambulance flights. Injuries to the pelvis and lower extremities were the most common among trauma patients that were transported by ambulance flight during the study period (34%). From these results it can be inferred that individuals who are transported by ambulance flights to Landspítali are usually critically ill or injured. It can also be seen that the frequency of transportations of individuals with critical or potentially life threatening conditions are increasing. Keywords: ambulance flight, patient transport, illness, injury. 5

7 Þakkir Fyrst og fremst langar mig að þakka leiðbeinendum mínum Þorsteini Jónssyni og Brynjólfi Mogensen fyrir góða leiðsögn og aðstoð við rannsóknarvinnu verkefnisins. Ég vill þakka Mýflugi fyrir að gefa samþykki sitt fyrir rannsókninni og með því gera mér kleift að vinna að þessari rannsókn. Mig langar sérstaklega að þakka Braga Má Matthíassyni hjá Mýflugi fyrir aðstoð hans og útskýringar á vafaatriðum. Sérstakar þakkir fá eiginmaður minn Eyjólfur Gunnbjörnsson, faðir minn Pétur Friðriksson, bróðir minn Gísli Steinn Pétursson og móðursystir Dagný Gísladóttir fyrir aðstoð, ráðleggingar og yfirlestur verkefnisins. Að lokum fær fjölskyldan mín þakkir fyrir aðstoð og umburðarlyndi í gegnum allt námið því án þeirra hefði það aldrei orðið að veruleika. 6

8 Efnisyfirlit Ágrip... 4 Abstract... 5 Þakkir... 6 Myndaskrá... 8 Töfluskrá... 8 Listi yfir skammstafanir Inngangur Fræðileg samantekt Hvenær á að flytja sjúklinga? Sjúkraflug á Íslandi Flutningur veikra og slasaðra í sjúkraflugi Aðferðir Rannsóknarsnið Þýði og úrtak Mælitæki Gagnasöfnun Siðferðileg álitamál Úrvinnsla og greining gagna Heimildaleit Niðurstöður Sjúkraflug á Íslandi Upphafsstaður sjúkrafluga og flugtími Alvarleiki og flokkun sjúkrafluga Skipting sjúkrafluga eftir árum, árstíma og vikudögum Skipting sjúkrafluga eftir aldri og kyni Orsakir og ástæður sjúkrafluga til Landspítala Afdrif sjúklinga eftir sjúkraflug Áverkar slasaðra sjúklinga Inngrip í sjúkraflugi Umræða Hvaðan koma flest sjúkraflug Flugtími sjúkrafluga og skipting eftir mánuðum og dögum Alvarleiki sjúkrafluga Ástæður sjúkrafluga og afdrif sjúklinga Inngrip í sjúkraflugi Skráning Landspítala og Mýflugs Takmarkanir rannsóknarinnar Sjúkraflug á Íslandi Ályktanir Heimildaskrá Fylgiskjöl

9 Myndaskrá Mynd 1. Áverkastigun AIS Mynd 2. Líkamssvæði áverkastigs Mynd 3. Áverkaskor ISS Mynd 4. Stigun bráðveikra sjúklinga Mynd 5. Revised Trauma Score Mynd 6. Upphafsstaðir sjúkrafluga til Landspítala Mynd 7. Hlutfall forgangs sjúkrafluga eftir alvarleika Mynd 8. Skipting forgangs sjúkrafluga eftir árum Mynd 9. NACA stig sjúklinga sem fluttir voru með sjúkraflugi vegna áverka og veikinda Mynd 10. Hlutfall sjúkrafluga eftir mánuðum Mynd 11. Hlutfall sjúkrafluga eftir vikudögum Mynd 12. Aldursskipting sjúklinga sem fluttir voru með sjúkraflugi Mynd 13. Orsakir sjúkrafluga til Landspítala Mynd 14. Hlutfall sjúkrafluga eftir sjúkdómsgreiningu Mynd 15. Hlutfall innlagna sjúklinga á Landspítala Mynd 16. Hlutfall sjúklinga sem fór í skurðaðgerð Mynd 17. Hlutfall áverkastigs líkamssvæða og alvarleiki áverka sjúklinga sem fluttir voru með sjúkraflugi Töfluskrá Tafla 1. NACA stig Tafla 2. Skipting sjúklinga eftir búsetu erlendis eða innanlands Tafla 3. Meðalflugtími sjúkrafluga Tafla 4. Fjöldi og hlutfall legudaga á Landspítala Tafla 5. Hlutfall og fjöldi legudaga á gjörgæsludeildum Landspítala Tafla 6. Tíðni og hlutfall sjúklinga sem hlutu fjöláverka Tafla 7. Lífslíkur sjúklinga með fjöláverka sem fluttir voru með sjúkraflugi á Landspítala

10 Listi yfir skammstafanir AIS: Abbreviated Injury Scale BIPAP: Bilevel Positive Airway Pressure CPAP: Continuous Positive Airway Pressure ICD-10: International Statistical Classification of Diseases and Health Related Problems, 10 th revision ISS: Injury Severity Score MEWS: Modified Early Warning Score NACA: The National Advisory Committe of Aeronautics severity score RTS: Revised Trauma Score SPSS: Statistical Package for the Social Sciences TRISS: The Trauma and Injury Severity Score 9

11 1 Inngangur Sjúkraflug hefur aukist jafnt og þétt um heim allan síðustu ár. Á Íslandi má sjá sömu þróun. Sjúkraflug hefur breyst og þróast frá því að það hófst. Í dag eru veikari sjúklingar oftar fluttir milli staða en áður var gert. Landspítali Háskólasjúkrahús, hér eftir Landsspítali, er stærsta heilbrigðisstofnun Íslands og gengir þess vegna mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustu við almenning í landinu. Af þeim sökum er mikið af sjúkraflutningum frá landsbyggðinni til Landspítala í Reykjavík og gegnir sjúkraflug stóru hlutverki í þessum flutningum. Miklar umræður hafa verið um sjúkraflug á Íslandi seinustu misseri. Umræður um sjúkraflug í tengslum við flugvöll í Vatnsmýri hafa verið töluverðar en einnig umræða um kostnað og notagildi sjúkraflugs á Íslandi. Sjúkraflugið hefur lítið sem ekkert verið rannsakað hér á landi og því ekki mikið til af upplýsingum um það. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða og greina sjúkraflug til Reykjavíkur á árunum 2011 til 2012 og með því varpa ljósi á umfang og eðli sjúkraflugs til Landspítala. Er það von rannsakanda að rannsóknin gefi skýrar niðurstöður og verði upplýsandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk og ráðamenn um sjúkraflug á Íslandi. Rannsóknin er lokaverkefni til BS prófs í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Úrtak rannsóknarinnar voru allir sjúklingar sem Mýflug (þjónustuaðili sjúkraflugs á Íslandi) flutti með sjúkraflugi til Landspítala á rannsóknartímabilinu. Við vinnslu rannsóknarinnar var notast við afturvirka lýsandi aðferðafræði og var gögnum aflað úr sjúkraskrám Landspítala og úr gögnum Mýflugs. Við gerð rannsóknarinnar var leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1. Hvaðan eru flest sjúkraflug að koma? 2. Hver er fjöldi sjúklinga sem fluttir eru með sjúkraflugi til Landspítala? 3. Hver er alvarleiki útkalla sjúkrafluga sem flutt eru til Landspítala? 4. Hverjar eru algengustu ástæður fyrir sjúkraflugum til Landspítala? 5. Hver eru afdrif sjúklinga sem fluttir eru með sjúkraflugi til Landspítala? 6. Hvaða inngripum er beitt af sjúkraflutningaaðilum í sjúkraflugi? 10

12 2 Fræðileg samantekt Sjúkraflug eru víða orðin stór þáttur í heilbrigðisþjónustu. Fjöldamargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi sjúkraflugs sem hluta af sjúkraflutningum og að þau hafi í mörgum tilvikum bjargað mannslífum. Með auknu sjúkraflugi og betri tækjakosti eru sjúklingar frekar fluttir, frá minni sjúkrahúsum yfir á stærri og sérhæfðari sjúkrahús, þar sem sérfræðiþjónusta er til staðar (Reimer og Moore, 2010). Þrátt fyrir að sjúkraflug hafi sýnt og sannað mikilvægi sitt eru þau umdeild og heyrast oft efasemdaraddir um notagildi þeirra. Umdeildir þættir eins og kostnaður við sjúkraflug, ofnotkun á þessum flutningsmáta og öryggi sjúklinga meðan á sjúkraflugi stendur eru hvað oftast nefndir. Einnig eru nefndir þættir eins og að ekki séu til nægilega góðar rannsóknir sem rökstyðji nauðsyn sjúkraflugs umfram sjúkraflutning með sjúkrabifreiðum en nýlega hefur rannsóknum fjölgað sem benda til að sjúkraflug bæti afdrif margra sjúklinga (American College of Emergency Physicians and National Association of EMS Physicians, 2006). Þau rök sem notuð hafa verið með sjúkraflugi eru þau að sjúkraflugvélar og sjúkraþyrlur eru oft betur tækjum búnar en sjúkrabifreiðar og því er oft hægt að veita meiri meðferð í sjúkraflugum en í sjúkrabifreiðum. Einnig eru sjúklingar komnir fyrr á sjúkrahús ef um langar vegalengdir er að ræða heldur en ef þeir væru fluttir í sjúkrabifreiðum (Bulger o.fl., 2012). 2.1 Hvenær á að flytja sjúklinga? Oft vakna upp spurningar hvort nauðsynlegt sé að flytja sjúklinga með sjúkraflugi milli staða. Helst er þá litið til hversu kostnaðarsamt það er og hvort sjúklingur sé það veikur að nauðsynlegt sé að flytja hann. Í bandarískri rannsókn þar sem skoðaðir voru 945 sjúklingar sem komu með sjúkraflugi á sjúkrahús eftir slys, var kannað hversu algengt væri að sjúklingar útskrifuðust af sjúkrahúsi innan 24 klukkustunda frá komu. Þar kom í ljós að einungis 42 sjúklingar eða 4,4% voru útskrifaðir innan sólarhrings (Amatangelo, Thomas, Harrison og Wedel, 1997). Í rannsókn Wormer og félaga (2013) var skoðað hversu algengt væri að sjúklingar væru metnir meira slasaðir en þeir í raun voru og þannig frekar sendir með sjúkraflugi fremur en sjúkrabifreið á sjúkrahús. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að af 3349 sjúklingum sem skoðaðir voru á rannsóknartímanum ( ) voru 533 sjúklingar, eða 16% sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir slys, útskrifaðir fljótlega eftir komu. Einnig kom fram í rannsókninni að á rannsóknartímabilinu hafi sjúklingum í sjúkraflugi sem metnir voru meira slasaðir en tilefni gaf til fækkað. Í annarri rannsókn sem unnin var af Knofsky og félögum (2013) var rannsakað hvort sjúkraflug væru frekar ofnotuð þegar börn væru flutt slösuð á sjúkrahús heldur en þegar fullorðnir ættu í hlut. Kom í ljós að 77% barnanna sem flutt höfðu verið slösuð á sjúkrahús með sjúkraflugi voru lögð inn til frekari meðferðar en 23% voru útskrifuð heim af bráðamóttöku. Meðal fullorðinna sem höfðu verið fluttir slasaðir á sjúkrahús með sjúkraflugi voru 84% lagðir inn en 16% útskrifaðir heim af bráðamóttöku. Þessar rannsóknir styðja að þrátt fyrir að stundum sé verið að senda sjúklinga með sjúkraflugi sem eflaust gætu farið með sjúkrabifreið, má telja að flest sjúkraflugin eigi rétt á sér. Það getur verið erfitt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að meta hvenær eigi að kalla út sjúkraflug og hvenær þess er ekki þörf. Við ákvörðun um sjúkraflutning skiptir máli hvort um sé að ræða flutning frá litlu 11

13 sjúkrahúsi eða heilsugæslu á afskekktum stað eða frá slysstað á næsta hentuga sjúkrahús. Einnig þarf að meta hvort fljótlegra er að flytja sjúkling með sjúkrabifreið frekar en að kalla til sjúkraflugvél. Þættir eins og vegalengdir, veður og hvers konar meðhöndlun sjúklingur þarfnast meðan á flutningi stendur hafa þarna áhrif (American College of Emergency Physicians and National Association of EMS Physicians, 2006). Í rannsókn Wormer og félaga (2013) kemur fram að sjúklingar séu í allt að helming tilfella metnir veikari eða slasaðri en þeir í raun voru. Í 5 til 10% tilfella voru sjúklingar metnir minna veikir eða slasaðir. Sökum þess hversu sjúkraflugin eru oft ólík með tilliti til veikinda, áverka og annarra þátta er óhjákvæmilegt að sjúklingar séu stundum of eða van metnir fyrir sjúkraflutning. Er því nauðsynlegt að skoða marga þætti áður en ákvörðun er tekin um hvort sjúklingur er fluttur með sjúkrabifreið eða sjúkraflugi. 2.2 Sjúkraflug á Íslandi Í 1. grein laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 segir að allir landsmenn eigi rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverjum tíma. Það gerir það að verkum að oft þarf að flytja sjúklinga til stærri sjúkrahúsa eins og á Landspítala í Reykjavík eða á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þar er boðið upp á sérhæfðari læknisþjónustu en á öðrum stöðum á landinu. Þar sem Ísland er strjálbýlt land getur verið um langan veg að fara til að sækja heilbrigðisþjónustu. Það gerir það að verkum að töluverðan mannskap þarf til að koma veikum sjúklingum milli staða og minnkar það þar af leiðandi þann mannafla sem á meðan sinnir grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins í bæjarfélaginu. Af þeim sökum getur sjúkraflug verið betri kostur þegar flytja þarf veika eða slasaða sjúklinga milli staða þar sem sérstakt teymi sjúkraflutningaaðila fylgir sjúkraflugvélinni (Velferðarráðuneyti, 2008). Ísland er ekki ólíkt nágrannalöndum okkar þegar skoðað er hvernig sjúkraflugi er háttað. Í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi er sjúkraflug mikilvægt líkt og hér á landi. Þar búa íbúar við svipaðar aðstæður og Íslendingar, þar sem bæir eru oft afskekktir og mikið um strjálbýl svæði þar sem veðurfar getur haft áhrif á sjúkraflutning. Þar líkt og á Íslandi þurfa einstaklingar sem reiða sig á sérhæfða heilbrigðisþjónustu oft að ferðast langar vegalengdir til að leita sér meðferðar. Það gerir það að verkum að þegar um áverka og bráðveikindi er að ræða getur sjúkraflug verið mikilvæg þjónusta fyrir þessa einstaklinga (Gunnarsson o.fl., 2007; Norum og Elsbak, 2011a; Norum og Elsbak, 2011b; Wisborg og Bjerkan, 2014). Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun gerði fyrir Alþingi árið 2012, kemur fram að 2001 voru farinn 148 sjúkraflug á Íslandi en árið 2012 voru sjúkraflugin 452 talsins. Aukning í sjúkraflugi á Íslandi er því þó nokkur og í samræmi við aukningu sjúkraflugs erlendis (Ríkisendurskoðun, 2013). Sjúkraflutningum er skipt upp í fjóra flokka eftir alvarleika og eru flokkarnir nefndir F1, F2, F3 og F4. F1 er þegar um alvarleg slys eða sjúkdóma er að ræða þar sem bráð lífsógn er og þá er þörf á tafarlausum viðbrögðum þar sem læknir aðstoðar. Í F2 flutningum er um að ræða alvarleg slys eða sjúkdóma þar sem möguleiki er á bráðri lífsógn. Er þá einnig þörf á tafarlausum viðbrögðum og læknisaðstoð nema annað sé tekið fram. Í bæði F1 og F2 forgang er þess krafist að viðbragðstími í sjúkraflugi sé innan við 35 mínútur. F3 forgangur er vegna minniháttar slysa og sjúkdóma og er viðbragðstími þá sex klukkustundir. F4 flutningur er hins vegar flutningur milli stofnana þar sem viðbragðstími er umsaminn hverju sinni (Velferðarráðuneyti, 2008). Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 12

14 árinu 2013 kemur fram að frá apríl 2008 til maí 2010 voru 19 F1 sjúkraflugsflutningar frá Vestmannaeyjum en árin 2010 til 2012 voru F1 flutningar 48 talsins og er því um mikla aukningu að ræða. Ekki kemur fram hvort F1 forgangur hafi aukist á öllu landinu. 2.3 Flutningur veikra og slasaðra í sjúkraflugi Sjúkraflug eru ekki einungis flutningur milli slysstaðar og sjúkrahúss eða milli tveggja sjúkrahúsa. Oft og tíðum þarf að veita sjúklingum meðferð og aðhlynningu um borð meðan á fluginu stendur (Ríkisendurskoðun, 2013). Þegar einstaklingur verður bráðveikur eða verður fyrir alvarlegum áverka er tíminn dýrmætur því mikilvægt er að koma sjúkling fljótt á sjúkrahús sem getur sinnt áverkum eða veikindum sem um ræðir. Þó er einnig mikilvægt að sjúklingur fái sem fyrst viðeigandi meðferð og með því að veita hana strax um borð í flugvélinni eykur það lífslíkur viðkomandi. Menntun og reynsla heilbrigðisstarfsmanna sem sinna sjúkraflutningum verður sífellt sérhæfðari. Með auknum flutningum á veikari sjúklingum aukast kröfur um menntun starfsfólks. Sjúkraflutningamenn, bráðatæknar, læknar og hjúkrunarfræðingar eru í auknum mæli farin að sérhæfa sig í sjúkraflutningi um borð í flugvélum. Um leið aukast kröfur um aukin búnað um borð, en sjúkraflugvélin þarf að vera búin líkt og um gjörgæslumeðferð væri að ræða. Meðferð sjúklinga um borð í sjúkraflugvélum er krefjandi, aðstæður eru þannig að þröngt er um borð og ýmsir utanaðkomandi þættir eins og hávaði, lykt og ókyrrð hefur áhrif ásamt því að sjúkraflutningsaðilar eru fáir um borð sem getur valdið álagi á starfsmennina (Reimer og Moore, 2010). Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis sem sýna að meðferð um borð í sjúkraflugvélum bæti lífslíkur sjúklinga og geti haft mikið að segja um afdrif þeirra (Wormer o.fl., 2013). Á Íslandi hafa ekki verið teknar saman upplýsingar um hvaða meðferðir sjúklingar í sjúkraflug fá, hvorki fyrir né á meðan á fluginu stendur. Í kanadískri rannsókn sem unnin var árið 2009 voru skoðuð alvarleg atvik sem upp geta komið í flutningi sjúklinga í sjúkraflugi. Eins voru í því sambandi greindir þeir áhrifaþættir sem kunna að koma við sögu. Þar kom fram að í einu af hverjum 20 flugum kom upp tilfelli og eru 2% meiri líkur á atviki um borð fyrir hverjar 10 mínútur sem tími flutnings lengist. Þá voru þeir sjúklingar sem eldri voru í meiri hættu á að eitthvað kæmi upp á í fluginu heldur en þeir sem yngri voru. Mun meiri líkur voru á að einhverjar breytingar væru ef sjúklingarnir fengu öndunaraðstoð fyrir flug eða ef þeir voru í óstöðugu líkamlegu ástandi. Algengustu atvikin sem upp komu voru að endurlífgunar væri þörf eða að líkamlegt ástand sjúklingsins versnaði. Meiri líkur voru á atvikum um borð ef tíminn fyrir flug var langur (Singh, MacDonald, Bronskill og Schull, 2009). Þessar niðurstöður sýna að ástand sjúklings, hversu fljótt hann kemst í sjúkraflug og lengd flugsins geta haft áhrif á hversu vel flutningurinn gengur. Í rannsókn Singh og félaga (2009) var bent á að þrátt fyrir að ekki væri um stórt hlutfall sjúklinga að ræða þar sem upp koma alvarleg atvik sem hætti lífi þeirra, bæri þó að huga að þessum atriðum þar sem þau sýndu hversu alvarlega veikir eða slasaðir sjúklingar væru sem verið væri að flytja í sjúkraflugum. Í rannsókn McVey, Petrie og Tallon (2010) var skoðaður munur á sjúkraflutningum með sjúkraflugi og sjúkrabifreið. Þeir bentu á að sérhæfð kunnátta sjúkraflutningaaðila sem sinna sjúklingum um borð í sjúkraflugi hefði meira að segja og bætti frekar lífslíkur sjúklinga heldur en styttri flutningstími. 13

15 Þegar sjúkraflug eru farin vegna veikinda er algengt að þau séu vegna hjarta- og æðatengdra sjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt að því fyrr sem sjúklingur með hjartatengd vandamál fær viðeigandi meðferð því betri eru afdrif hans (Wilson o.fl., 2013). Í nýlegri bandarískri rannsókn var skoðaður munur á sjúklingum sem höfðu fengið brátt hjartadrep, annars vegar sjúklingar sem fluttir voru með sjúkrabifreið á sjúkrahús og hins vegar þeir sem fluttir voru með sjúkraflugi. Eins var skoðað hvernig heilsa þeirra og lífsgæði voru 30 dögum eftir meðferð. Rannsóknin sýndi að 39% færri fengu hjartadrep eftir meðferð ef þeir höfðu komið með sjúkraflugi heldur en þeir sem komu með sjúkrabifreið. Einnig kom fram í rannsókninni að 53% færri létust innan 30 daga ef þeir komu með sjúkraflugi heldur en með sjúkrabifreið (Baylous,Tillman og Smith, 2013). Þegar skoðaðar eru rannsóknir þar sem afdrif sjúklinga með áverka og fluttir eru með sjúkraflugi er borin saman við þá sjúklinga sem fluttir eru með sjúkrabifreið eru rannsóknarniðurstöður oft ekki samanburðarhæfar. Ástæða þess er sú að algengt er að sjúklingar með alvarlega áverka eru oftar fluttir með sjúkraflugi en þeir sem minna eru slasaðir (Bulger o.fl., 2012; Davis o.fl., 2005). Bandarískar rannsóknir sýna að sjúklingar með alvarlegustu áverkana eru þeir sem hljóta mestan ávinning af sjúkraflugi. Helstu ástæður þess eru taldar vera meiri meðferð sem sjúklingar fá í sjúkraflugi en í sjúkrabifreið (Davis o.fl., 2005; Mitchell, Tallon og Sealy, 2007). Árið 2002 kom út rannsókn þar sem skoðuð var dánartíðni sjúklinga sem höfðu orðið fyrir áverka og bjuggu á afskekktum stað á rannsóknartímabilinu. Skoðað var sjúkrahús á afskekktum stað þar sem ekki var boðið upp á þjónustu sjúkraþyrlu. Sjúkrahúsið var borið saman við önnur svipuð sjúkrahús í kring sem höfðu afnot af sjúkraþyrlum. Sjúkrahúsið hafði haft sjúkraþyrlu til afnota þremur árum áður og var skoðaður munur milli þessara tveggja tímabila. Á þeim tíma sem þyrluþjónusta stóð til boða voru flestir sjúklingar með áverka fluttir á sérhæfðari sjúkrahús. Í rannsókninni kom í ljós að dánartíðni var mun hærri hjá sjúkrahúsinu sem hafði ekki afnot af sjúkraþyrlunni (26%) borið saman við samanburðarsjúkrahús (9%). Einnig kom í ljós að sjúkraflutningar til sérhæfðari sjúkrahúsa drógust verulega saman úr 24% í 15% á meðan sjúkraflutningum á sjúkrahúsin sem miðað var við fjölgaði á þessum þremur árum úr 25% í 51%. Þegar skoðaðar voru breytingar þremur árum eftir að þyrluþjónustunni lauk kom í ljós að sjúkraflutningum með sjúkrabifreiðum fjölgaði verulega ásamt því að flutningstími lengdist. Það leiddi til að sjúklingar sem fluttir voru frá þessu tiltekna sjúkrahúsi voru fjórum sinnum líklegri til að deyja en þeir sem fluttir voru með þyrlunni þremur árum áður (Mann o.fl., 2002). Þegar sjúklingar eru fluttir langar vegalengdir skiptir miklu máli að tíminn meðan á sjúkraflutningi stendur sé vel nýttur. Þetta á við um flutning í sjúkraflugi en einnig í sjúkrabifreiðum. Má því segja að reynsla, færni og góð þekking sjúkraflutningaaðila sem og vel útbúin farartæki til sjúkraflutninga skipti máli á stöðum eins og Íslandi þar sem um langar vegalengdir er að fara. 14

16 3 Aðferðir 3.1 Rannsóknarsnið Við gerð rannsóknarinnar var stuðst við afturvirka lýsandi aðferðafræði (retrospective descriptive design). Afturvirkar rannsóknir eru rannsóknir þar sem notast er við upplýsingar sem þegar eru til staðar og hafa verið skráðar. Lýsandi aðferðafræði miðar að því að lýsa tíðni, miðsækni og dreifingu (Helga Lára Helgadóttir, 2003) gagna sem unnið er með hverju sinni. 3.2 Þýði og úrtak Þýði rannsóknarinnar voru allir þeir sjúklingar sem fluttir voru með sjúkraflugi til Landspítala með flugvélum Mýflugs frá 1. janúar 2011 til og með 31. desember Úrtak rannsóknarinnar er það sama og þýðið. Stærð þýðisins var ekki þekkt í byrjun rannsóknar. Sótt var um tilskilin leyfi til að nota upplýsingar í rannsóknina á fimm ára tímabili, frá 1. janúar 2008 til og með 31. desember Í ljós kom að upprunalegt þýði var of stórt fyrir þessa rannsókn svo ákveðið var að taka einungis fyrir tveggja ára tímabil, frá ársbyrjun 2011 til lok árs 2012 til úrvinnslu rannsóknarinnar. 3.3 Mælitæki Þau mælitæki sem notuð voru við greiningu gagna voru: Áverkastigun samkvæmt AIS (Abbreviated Injury Scale), áverkaskor samkvæmt ISS (Injury Severity Score), Stigun bráðveikra (Modified Early Warning Score), RTS (Revised Trauma Score), NACA stigun (The National Advisory Committe of Aeronautics severity score), TRISS (The Trauma and Injury Severity Score) og ICD-10 (International Statistical Classification of Diseases and Health Related Problems, 10 th revision) sjúkdómsgreiningar. Áverkastigun AIS (Abbreviated Injury Scale) er notuð til að meta alvarleika áverka sem sjúklingur hefur hlotið og er um að ræða sex flokka þar sem fyrsta stigið táknar lítinn alvarleika en sjötta og síðasta stigið táknar áverka sem leiðir til dauða (Mynd 1). Líkamanum er skipt í níu flokka og fer það eftir því á hvaða svæði áverkinn er hvaða tölu hann fær. Svæðið þar sem mesti áverkinn er til staðar ræður áverkastiginu (Mynd 2) (Brynjólfur Mogensen, 2002; Association for The Advancement of Automotive Medicine, 1998). Mynd 1. Áverkastigun AIS 15

17 Mynd 2. Líkamssvæði áverkastigs Þegar um fjöláverka er að ræða er notast við áverkaskorið ISS (Injury Severity Score). Þar er tekin summa margfeldis þriggja mestu áverkanna sem sjúklingur hefur á þremur af sex líkamssvæðum áverkaskorsins. Heildarstig sem sjúklingur fær segir til um alvarleika áverkans. Minnst er hægt að fá 1 stig en hæst er hægt að fá 75 stig, en 75 stig tákna að sjúklingur deyr af völdum áverka sinna (Mynd 3) (Brynjólfur Mogensen, 2002). Mynd 3. Áverkaskor ISS Stigun bráðveikra eða MEWS (Modified Early Warning Score) er mælitæki til að meta hversu alvarlega veikur sjúklingur er. Stuðst er við mælingu lífsmarka sjúklings og fylgst með þeim breytingum sem eiga sér stað, ef einhverjar eru. Mæld er hjartsláttartíðni, öndunartíðni, blóðþrýstingur, líkamshiti og meðvitundarástand ásamt því að þvagútskilnaður er mældur. Mest er hægt að mæla sjúkling með 17 stig en miðað er við að ef sjúklingur fær meira en fjögur stig, er óskað eftir frekara mati á sjúklingnum (Mynd 4) (Lovísa Baldursdóttir og Þorsteinn Jónsson, 2008; Þorsteinn Jónsson, Alma Möller, Lovísa Baldursdóttir og Helga Jónsdóttir, 2009). 16

18 Mynd 4. Stigun bráðveikra sjúklinga Þegar um alvarlega slasaða sjúklingar er að ræða er mælitækið Revised Trauma Score eða RTS notað á slysstað til að meta alvarleika áverkans og hversu fljótt þarf að koma sjúklingi á sjúkrahús til frekari meðferðar. Til að meta RTS er meðvitundarástand mælt ásamt slagbilsþrýstingi og öndunartíðni. Mest er hægt að mæla sjúkling með 12 stig og minnst núll. Eftir því sem talan er lægri því alvarlegra er ástand sjúklingsins (Mynd 5) (Gabbe, Cameron og Finch, 2003). Mynd 5. Revised Trauma Score NACA stig er mælitæki sem notað er af sjúkraflutningsaðilum til að meta ástand sjúklings fyrir flutning og meðan á flutningi stendur til sjúkrahúss. Um er að ræða átta stig sem hægt er að meta sjúkling í en stig 0 er þegar um engan sjúkdóm eða áverka er að ræða og hæsta stigið, stig 7 er þegar sjúklingur er látinn á staðnum eða í flutningi (Tafla 1) (Raatiniemi, Mikkelsen, Fredriksen og Wisborg, 2013). 17

19 Tafla 1. NACA stig NACA 0 Enginn sjúkdómur eða áverki. NACA 1 Áverki/sjúkdómur sem þarfnast ekki læknismeðferðar. NACA 2 NACA 3 NACA 4 Áverki/sjúkdómur sem þarfnast læknismeðferðar en innlögn á sjúkrahús er ekki endilega nauðsynleg. Áverki/sjúkdómur sem er ekki lífshættulegur en krefst innlagnar á sjúkrahús. Áverki/sjúkdómur sem er mögulega lífshættulegur. NACA 5 Áverki/sjúkdómur sem er lífshættulegur. NACA 6 NACA 7 Áverki/sjúkdómur sem er alvarlegur með verulegri skerðingu á starfsemi helstu líffærakerfa. Banvænn áverki/sjúkdómur óháð því hvort endurlífgun var reynd. Mælitækið The Trauma and Injury Severity Score (TRISS) er notað þegar um fjöláverka er að ræða. Með þessu mælitæki er reiknað út hverjar líkurnar eru á að sjúklingur lifi áverkana af. Sett er upp í formúlu aldur sjúklings, ISS áverkaskor hans og RTS og reiknuð út prósentutala frá 0-100% á lifun sjúklingsins (Schluter, 2011). ICD-10 er alþjóðlegt flokkunarkerfi þar sem sjúkdómar, áverkar og önnur heilsufarstengd vandamál eru flokkuð í 21 flokk eftir greiningum sem tengjast ákveðnum líffærakerfum. ICD-10 er notað víða um heim og meðal annars hérlendis við skráningu sjúkdómsgreininga sjúklings (World Health Organization, 2010). 3.4 Gagnasöfnun Gagnasöfnun stóð yfir í marsmánuði Unnið var með gögn frá Mýflugi og úr Sögukerfi Landspítala. Gögn frá Mýflugi með kennitölum sjúklinga var borin saman við Sögukerfi Landspítala. Í ljós kom að skráningu um flutningsmáta, það er að sjúklingur hafi verið fluttur með sjúkraflugi til Landspítala, var ábótavant. Rannsakandi handfærði því allar kennitölurnar inn í Sögukerfið þar sem að í samkeyrslunni fundust einungis takmarkaður fjöldi kennitalna. Upplýsingum var aflað úr sjúkraskrám allra sjúklinga sem fluttir höfðu verið með sjúkraflugi til Reykjavíkur úr Sögukerfi Landspítala, úr gögnum Mýflugs og upplýsingarnar því næst samþættar. Upplýsingum sem aflað var í gögnum Mýflugs voru kennitala sjúklingsins, dagsetning flugsins, forgangur flugsins, hvaðan sjúklingurinn var fluttur og flutningstími. Gögnum sem aflað var úr Sögukerfi Landspítala var kyn og aldur, komudagur, hver var ástæða sjúkraflutningsins, lífsmörk við komu á Landspítala, hvort um inngrip í fluginu voru að ræða, áverkar sem sjúklingur hlaut ef um slys var að ræða og stig áverkans á AIS skala (1 til 6) og ISS 18

20 skala (1 til 75). Einnig var skoðað hvort sjúklingurinn var lagður inn eða ekki, legutími og hvort sjúklingur lagðist inn á gjörgæslu, innlagnardeild og sjúkdómsgreining (ICD-10). Að lokum voru afdrif sjúklingsins skoðuð, búseta hans innanlands eða erlendis og hvort um andlát var að ræða. Miðað var við andlát innan 30 daga frá því að sjúklingur var fluttur með sjúkraflugi til Landspítala. 3.5 Siðferðileg álitamál Áður en gagnasöfnun hófst voru fengin leyfi frá forsvarsmönnum Mýflugs, framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala, Vísindasiðanefnd Landspítala og Persónuvernd (sjá fylgiskjöl). Þegar fyrrnefndir aðilar höfðu gefið leyfi sitt fyrir rannsókninni voru gögn fengin frá Mýflugi og úr Sögukerfi Landspítala. Í upphafi rannsóknar voru gögn persónugreinanleg þar sem unnið var með kennitölur sjúklinga. Í lok gagnasöfnunar voru kennitölur fjarlægðar úr gögnum og gögnin því gerð ópersónugreinanleg. Meðan að gögn voru persónugreinanleg voru þau geymd í læstu skjali í tölvum Landspítala sem einungis var hægt að vinna í innan veggja Landspítala sem rannsakandi og leiðbeinendur höfðu einir aðgang að. Fyllsta trúnaðar var gætt við vinnslu rannsóknarinnar. 3.6 Úrvinnsla og greining gagna Úrvinnsla byggir á lýsandi tölfræði. Gögnin voru unnin í Excel og síðar þegar gagnasöfnun var lokið var unnið með gögnin og þau greind í SPSS (Statistical Package for the Social Sciences). Þar sem um lýsandi rannsókn er að ræða, voru niðurstöður settar fram í formi tíðni, hlutfalls og miðsækni. 3.7 Heimildaleit Heimildaleit hófst í september 2013 og stóð fram í apríl Helstu gagnagrunnar sem unnið var í voru Pubmed, Science Direct og Scopus en einnig var leitað í rafrænum tímaritum sem tengdust efninu. Helstu leitarorð sem notuð voru: Air medical, medical flight, air medical transport og aero medical. Einnig fengust margar heimildir úr heimildaskrám rannsóknagreina sem rannsakandi fann út frá leitarorðunum. 19

21 4 Niðurstöður 4.1 Sjúkraflug á Íslandi Alls voru 703 sjúklingar fluttir með sjúkraflugi til Landspítala í Reykjavík frá 1. janúar 2011 til og með 31. desember Sexhundruð og tuttugu sjúklingar voru búsettir innanlands (93,7%) en 42 sjúklingar (6,3%) voru búsettir erlendis. Sjá töflu 2. Hjá 41 sjúklingi fundust ekki upplýsingar um búsetu og voru þær upplýsingar ekki hafðar með við úrvinnslu þessa kafla. Tafla 2. Skipting sjúklinga eftir búsetu erlendis eða innanlands Búseta innanlands Fjöldi Hlutfall (%) Já ,7 Nei 42 6,3 Samtals ,0 4.2 Upphafsstaður sjúkrafluga og flugtími Sjöhundruð og þrír sjúklingar voru fluttir til Landspítala á rannsóknartímabilinu í 627 sjúkraflugum. Í sumum fluganna var flogið með tvo sjúklinga. Sexhundruð áttatíu og fjórir sjúklingar voru fluttir frá stöðum innanlands eða 97,3% en 19 sjúklingar voru fluttir frá Grænlandi til Reykjavíkur (2,7%). Þegar skoðað er hvaðan flestir sjúklinganna eru fluttir kemur í ljós að Akureyri er algengasti upphafsstaðurinn en þaðan voru fluttir 29,3% sjúklinganna (n=206), næst á eftir koma Vestmannaeyjar með 18,5% (n=130) og Egilsstaðir eru þriðji algengasti staðurinn með 14,2% (n=100). Sjá mynd 6. Mynd 6. Upphafsstaðir sjúkrafluga til Landspítala 20

22 Tafla 3 sýnir meðalflugtíma sjúkrafluga til Reykjavíkur. Meðalflugtími innanlands var 41,3 mínútur og meðalflugtími erlendis 135,5 mínútur. Meðalflugtími var 44,0 mínútur ef tekin eru saman flugin sem flogin voru innanlands og frá Grænlandi. Flugin sem flogin voru innanlands voru frá 16 til 80 mínútna löng en stysta flugið frá Grænlandi var 86 mínútur og það lengsta var 263 mínútur. Í fjórum tilvikum var flugtími ekki skráður og eru þau flug ekki notuð við úrvinnslu þessa hluta gagnanna. Tafla 3. Meðalflugtími sjúkrafluga Flugtími Innlent Erlent Samtals Fjöldi Meðaltími (mínútur) 41,3 135,5 44,0 4.3 Alvarleiki og flokkun sjúkrafluga Þegar forgangur sjúkrafluga er skoðaður má sjá að algengast var að sjúklingur kæmi með F1 forgangi (37,4%, n=258). Sjaldgæfast var að sjúklingar væru fluttir til Landspítala í F4 flutningi (Mynd 7). Flug hjá 13 sjúklingum voru ekki flokkuð eftir forgangskerfi og eru þau ekki notuð við úrvinnslu þessa hluta gagnanna. Mynd 7. Hlutfall forgangs sjúkrafluga eftir alvarleika Á mynd 8 má sjá hvernig sjúkraflug skiptast niður eftir alvarleika, bæði sem hlutfall af heildarfjölda sem og fjölda sjúklinga sem fluttir voru. Skoðaður var munur á forgangi milli áranna 2011 og Sjá má að F1, F2 og F3 forgangi í sjúkraflugi til Reykjavíkur fór fjölgandi milli áranna meðan að F4 flutningum fækkaði. Mest var aukningin á F1 forgangi (2,7%) en fækkun á F4 flutningum var 3,8%. 21

23 Hlutfall (%) F1 F2 F3 F4 Forgangur Mynd 8. Skipting forgangs sjúkrafluga eftir árum Í rannsókninni voru tekin saman NACA stig þeirra sem voru fluttir veikir annars vegar og þeirra sem voru með áverka hins vegar. Mynd 9 sýnir að algengasta NACA stig veikra sjúklinga var fjórir eða 49,2% en þá eru um að ræða sjúkdóm sem er mögulega lífshættulegur. Ellefu manns (2,1%) voru metnir með NACA stig sex en það er sjúkdómur sem er alvarlegur með verulegri skerðingu á starfsemi helstu líffærakerfa og þar sem þörf er á endurlífgun. Tveir sjúklingar létust í sjúkraflugi eða stuttu fyrir sjúkraflug og voru þeir metnir með NACA stig sjö. Algengasta NACA stig sjúklinga með áverka var þrír (57,1%) en það er áverki sem ekki er lífshættulegur en krefst innlagnar á sjúkrahús. Næst algengasta NACA stigið hjá þeim sem voru fluttir með áverka var fimmta stigið þar sem um lífshættulegan áverka er að ræða. Einungis einn sjúklingur með áverka var metinn í flokk sex. Mynd 9. NACA stig sjúklinga sem fluttir voru með sjúkraflugi vegna áverka og veikinda 22

24 Fimmhundruð tuttugu og átta sjúklingar voru metnir samkvæmt NACA vegna veikinda en 119 sjúklingar voru metnir í NACA vegna áverka. Ekki var hægt að meta 56 sjúklinga samkvæmt NACA stigum þar sem upplýsingar um þá fundust ekki í gögnum Mýflugs eða í Sögukerfi Landspítala. Þeir sjúklingar voru ekki teknir með við úrvinnslu. 4.4 Skipting sjúkrafluga eftir árum, árstíma og vikudögum Árið 2011 voru 350 sjúklingar fluttir til Landspítala en árið 2012 voru þeir 353 talsins. Þessar tölur sýna að fjöldi sjúklinga sem fluttir voru til Reykjavíkur er nánast sá sami milli rannsóknaráranna. Á mynd 10 má sjá samanlagðan fjölda sjúkrafluga beggja ára skipt eftir mánuðum. Algengast var að sjúkraflugin væru farin í júní (11,0%) en mjög lítill munur er á næstu tveimur mánuðum á eftir, júlí og ágúst með 10,8% og 10,2% af heildarfjölda sjúkrafluganna. Á þessum þremur sumarmánuðum voru flogin 32% af sjúkraflugum rannsóknartímabilsins. Fæst flug voru flogin í september (6%) en janúar kom næst á eftir með 6,1% fluganna. Sem dæmi voru samanlögð flug í júní mánuðum 77 en í september mánuðum voru einungis flogin 42 flug. Mynd 10. Hlutfall sjúkrafluga eftir mánuðum 23

25 Þegar skoðaðar eru tölur fyrir vikudagana má sjá að flugin dreifast nokkuð jafnt á milli vikudaga (Mynd 11). Algengast var að sjúkraflug til Landspítala væru farin á mánudögum (17,4%). Sjaldgæfast var að flogið væri á sunnudögum (11,9%). Mynd 11. Hlutfall sjúkrafluga eftir vikudögum 4.5 Skipting sjúkrafluga eftir aldri og kyni Karlmenn voru í meirihluta þeirra sem fluttir voru með sjúkraflugi til Landspítala á rannsóknartímabilinu en þeir voru 381 talsins (57,8%) en konur voru 278 (42,2%). Aldur sjúklinga sem fluttir voru með sjúkraflugi á árunum 2011 og 2012 var frá nýfæddum börnum til 95 ára og meðalaldur þessara sjúklinga var tæp 53 ár. Algengast var að börn yngri en eins árs og fullorðnir einstaklingar 62, 75 og 76 ára væru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur eða 19 manns á hverju aldursári. Á mynd 12 má sjá aldursskiptingu úrtaks rannsóknarinnar. Þar hafa börn yngri en eins árs verið sett í sér hóp og eftir það spanna aldurshóparnir 10 ára aldursbil upp að 91 árs aldri en í þann hóp fara allir 91 árs og eldri. Ástæða þess að ungbörn voru sett í sér hóp, allir yngri en eins árs, var að þeir voru það margir að það gaf ekki rétta mynd að setja þá í aldurshóp sem spannaði 10 ár. Algengasti aldurshópurinn var ára en í honum voru 19,7% sjúklinganna. Næst stærsti hópurinn var ára, 16,5%, og rétt á eftir kom svo ára sem var 15,3%. Þessir þrír aldursflokkar, það er frá ára voru rúmlega helmingur þeirra sem fluttir voru með sjúkraflugi á rannsóknartímabilinu (51,5%). Í flokknum 91 árs og eldri, sem voru 0,6% þeirra sem fluttir voru, eru einungis fjórir sjúklingar. Aldur 43 sjúklinga fannst ekki svo þeir sjúklingar voru ekki teknir með í úrvinnslu þessa hluta gagnanna. 24

26 Mynd 12. Aldursskipting sjúklinga sem fluttir voru með sjúkraflugi 4.6 Orsakir og ástæður sjúkrafluga til Landspítala Þegar skoðaðar eru orsakir sjúkrafluga til Landspítala á árunum kemur í ljós að langalgengasta orsökin er vegna veikinda eða 74,9% tilvika (Mynd 13). Næst á eftir veikindunum eru slys sem eru eru 17,5% af heildarfjöldanum. Sjúklingar sem fluttir voru í sjúkraflugi vegna fyrirburafæðinga og fæðingarhjálpar voru samtals 6%. Vert er að benda á að fullburða nýburar sem þörfnuðust aðstoðar eftir fæðingu voru flokkaðir sem veikir. Sjaldgæft var að sjúklingar væru fluttir með sjúkraflugi vegna ofbeldis og sjálfskaða eða í 1,7% tilvika. Orsakir fundust ekki hjá 50 sjúklingum og voru þær ekki notaðar við úrvinnslu. Mynd 13. Orsakir sjúkrafluga til Landspítala Skoðaðar voru helstu sjúkdómsgreiningar sjúklinga vegna flutnings með sjúkraflugi til Landspítala á rannsóknartímabilinu samkvæmt alþjóðlega sjúkdómsgreiningarkerfinu ICD-10. Mynd 14 sýnir hverjir helstu flokkar ICD-10 eru og hlutfall sjúklinga í hverjum flokki. Langalgengasta ástæða sjúkraflugs til 25

27 Landspítala var vegna hjarta- og æðasjúkdóma, 232 sjúklingar (35,7%). Næst algengust voru sjúkraflug vegna sjúklinga sem fluttir voru með áverka, bruna eða eitranir en þeir voru 127 talsins (19,6%). Þegar skoðaðir eru betur flokkar sjúkdómsgreininga eftir aldursskiptingu úrtaksins kemur fram að í aldursflokkunum ára, ára, ára, ára og ára voru hjarta- og æðasjúkdómar algengasta orsök sjúkrafluganna. Í flokknum 91 árs og eldri voru hjarta- og æðasjúkdómar og flokkurinn áverkar, eitranir og bruni jafnir. Hjá börnum undir eins árs voru vandamál tengd fæðingu algengust. Hjá 1-10 ára börnum voru jafn mörg börn sem flutt voru á Landspítala vegna meltingarfæravandamála og áverka, eitrana eða bruna en þessir tveir flokkar voru algengastir meðal þessa aldurshóps. Hjá ára gömlum sjúklingum var algengast að um væri að ræða áverka, eitranir eða bruna. Í flokknum ára var meðganga, fæðing og sængurlega algengasta ástæða sjúkrafluganna og hjá ára var ástæðan oftast áverkar, bruni eða eitranir. Í 54 tilfellum fundust ekki sjúkdómsgreiningar sjúklinga og voru þær tölur ekki teknir með í úrvinnslu þessara gagna. Mynd 14. Hlutfall sjúkrafluga eftir sjúkdómsgreiningu 26

28 4.7 Afdrif sjúklinga eftir sjúkraflug Á rannsóknartímabilinu voru 586 sjúklingar (89,7%) lagðir inn en 67 sjúklingar (10,3%) voru útskrifaðir heim strax eftir skoðun og/eða meðferð á Landspítala (Mynd 15). Nokkrir þeirra sjúklinga sem ekki voru lagðir inn voru þó í eftirliti á bráðamóttöku án þess að teljast innlagðir. Ekki fundust upplýsingar um 50 sjúklinga og voru þeir ekki teknir með við úrvinnslu í þessum hluta. Mynd 15. Hlutfall innlagna sjúklinga á Landspítala Legutími á Landspítala var að meðaltali 8,6 dagar og spannar frá 1 til 103 daga. Sjá töflu 4. Flestir voru með 1-2 legudaga (22,5%) og 7-13 legudaga (22,5%). Legudagar hjá flestum voru innan við eina viku eða hjá 60,4%. Sjúklingar sem dvöldu þrjár vikur eða lengur á legudeild voru 8,4%. Tafla 4. Fjöldi og hlutfall legudaga á Landspítala Legudagar Landspítali Fjöldi Hlutfall (%) , , , , , , , ,1 Samtals ,0 27

29 Af þeim 586 sjúklingum sem lögðust inn á Landspítala eftir sjúkraflug voru 125 sjúklingar (21,3%) lagðir inná gjörgæsludeildir Landspítala (Tafla 5). Af þeim voru flestir sem dvöldu einungis einn dag á gjörgæsludeild (47,2%). Styst voru sjúklingar einn dag á gjörgæsludeild en lengst 50 daga. Meðal legutími á gjörgæsludeild var 4,7 dagar. Tafla 5. Hlutfall og fjöldi legudaga á gjörgæsludeildum Landspítala Legudagar gjörgæsla Fjöldi Hlutfall (%) , , , , , , ,4 Samtals ,0 Rúmlega helmingur sjúklinga (54,3%) sem fluttir voru með sjúkraflugi til Landspítala fóru í skurðaðgerð (Mynd 16). Mynd 16. Hlutfall sjúklinga sem fór í skurðaðgerð Af þeim 703 sjúklingum sem fluttir voru með sjúkraflugi á rannsóknartímabilinu létust 25 sjúklingar (3,8%) innan 30 daga frá sjúkraflugi. Upplýsingar um 49 sjúklinga fundust ekki og voru þær upplýsingar ekki notaðar við úrvinnslu þessara gagna. 28

30 4.8 Áverkar slasaðra sjúklinga Alls voru 127 sjúklingar fluttir á Landspítala með sjúkraflugi vegna áverka, bruna eða eitrana. Af þeim voru 106 sjúklingar flokkaðir samkvæmt áverkastigun AIS og var úrvinnsla þessa hluta rannsóknarinnar miðaður við þá sjúklinga. Flokkað var samkvæmt AIS líkamssvæða áverkastigs og hversu alvarlegur áverkinn var. Á mynd 16 sést að algengustu áverkar sjúklinga voru á mjöðmum og neðri útlimum eða 34,0% af heildarfjölda sjúklinga með áverka (n=106). Næst á eftir komu áverkar á höfði, 17,9% fjöldans. Þegar skoðaður er alvarleiki áverkanna, voru meðal áverkar algengastir (42,5%) þeirra sem flokkaður voru samkvæmt AIS en alvarlegir áverkar voru sjaldgæfastir (8,5%). Þegar skoðaður er alvarleiki eftir líkamssvæði er mikill meirihluti þeirra sem eru með áverka á mjöðmum og neðri útlimum með mikinn áverka. Alvarlegir áverkar eru algengastir á höfði en einnig má sjá alvarlega áverka á andliti, í brjóstholi og á hrygg. Á efri útlimum er einungis um meðal og lítinn áverka að ræða. Þegar skoðaðir eru áverkar á kvið kemur í ljós að einungis er um að ræða meðal áverka. Mynd 17. Hlutfall áverkastigs líkamssvæða og alvarleiki áverka sjúklinga sem fluttir voru með sjúkraflugi Af þessum 106 sjúklingum voru 44 með fjöláverka þar sem um var að ræða að minnsta kosti þrjá alvarlega áverka á þremur ólíkum svæðum áverkaskorsins. Tafla 6 sýnir að dreifing alvarleika fjöláverka var nokkuð jöfn. Algengast var að sjúklingar væru flokkaðir í meðal alvarleika með 4-8 stig eða 27,3% fjöldans (n=44). Næst á eftir voru þeir sjúklingar þar sem alvarleiki var metinn lítill (25%). Hjá þessum 44 sjúklingum var áverkaskor samkvæmt ISS frá 1 54 stigi en algengast voru sjúklingar með 5 stig. 29

31 Tafla 6. Tíðni og hlutfall sjúklinga sem hlutu fjöláverka ISS Fjöldi Hlutfall (%) Lítill (<3) 11 25,0 Meðal (4-8) 12 27,3 Mikill (9-15) 8 18,2 Alvarlegur (16-24) 6 13,6 Lífshættulegur (>25) 7 15,9 Samtals ,0 Hjá þeim sem hlutu fjöláverka voru reiknaðar út líkur á lifun með mælitækinu TRISS. Nægar upplýsingar fundust til að mæla TRISS hjá 41 sjúklingi af 44 sem hlotið höfðu fjöláverka og voru tölur þeirra notaðar við úrvinnslu þessa hluta rannsóknarinnar. Samkvæmt TRISS voru lífslífur þessara sjúklinga sem um ræðir frá % en hlutfallið fór eftir áverkum, aldri og RTS. Algengast var að lifun sjúklinga væri 100% eða hjá 37 sjúklinganna (90,2%). Sjá töflu 7. Tafla 7. Lífslíkur sjúklinga með fjöláverka sem fluttir voru með sjúkraflugi á Landspítala 4.9 Inngrip í sjúkraflugi Triss Fjöldi Hlutfall (%) , , ,2 Samtals ,0 Þegar skoðaðar voru sjúkraskrár þeirra 659 sjúklinga sem fundust í Sögukerfi Landspítala var leitað eftir hvort einhverjum inngripum hafði verið beitt í sjúkrafluginu. Við úrvinnslu gagna var skráð sérstaklega ef inngrip önnur en lyfja- eða súrefnisgjöf hafði verið beitt. Barkaþræðing var langalgengasta inngripið fyrir utan lyfja- og súrefnisgjafir. Alls voru 32 sjúklingur (4,9%) barkaþræddir og veitt öndunaraðstoð í eða fyrir sjúkraflug. Fyrir utan barkaþræðingu voru fimm sjúklingar (0,8%) sem fengu aðrar tegundir öndunaraðstoðar með ytri öndunarvél, CPAP (Continuous Positive Airway Pressure) eða BIPAP (Bilevel Positive Airway Pressure). Það þurfti að veita tveimur sjúklingum hjartahnoð og þremur rafstuð. Einnig þurftu tveir sjúklingar á blóðgjöf að halda meðan á fluginu stóð. 30

32 5 Umræða Í skýrslu Ríkisendurskoðunar (2013) kemur fram að sjúkraflug hafi fyrst verið boðið út árið 2000 en síðan þá hefur sjúkraflugi á öllu landinu fjölgað mikið. Í þessari rannsókn voru skoðuð sjúkraflug sem flogin voru til Reykjavíkur en slíkar upplýsingar hafa ekki verið teknar saman áður. Samkvæmt rannsókninni voru nánast jafn margir sjúklingar fluttir til Reykjavíkur á árunum 2011 og 2012 og því ekki um fjölgun að ræða milli ára. Meðalaldur sjúklinga sem fluttir voru með sjúkraflugi var tæp 53 ár en sambærilegar rannsóknir á Norðurlöndum hafa sýnt að meðalaldur sjúklinga sem fluttir eru með sjúkraflugi sé frá 47 til 55 ár (Norum og Elsbak, 2011a; Norum og Elsbak, 2011b). Þegar skoðaðar eru sérstaklega rannsóknir þar sem einungis eru fluttir sjúklingar með áverka má sjá að meðalaldur er lægri hjá þeim en þegar um er að ræða sjúkraflug sem flytja bæði veika sjúklinga og með áverka. Í rannsókn Davis og félaga (2005) var meðalaldur sjúklinga sem fluttir voru með sjúkraflugi eftir höfuðáverka 34,6 ár og í rannsókn Mitchell og félaga (2007) voru sjúklingar sem fluttir voru með sjúkraflugi eftir áverka að meðaltali 42 ára. Algengasti aldur sjúklinga sem fluttir voru með sjúkraflugi voru ungbörn fram að eins árs aldri og fullorðnir einstaklingar 62, 75 og 76 ára. Börn yngri en eins árs voru 2,9% þeirra sem fluttir voru með sjúkraflugi en í þeim flokki voru bæði börn sem þörfnuðust meðferðar eftir fæðingu en einnig vegna veikinda. Í norskri rannsókn sem gerð var á tímabilinu 2005 til 2010 kemur fram að 8% þeirra sem fluttir voru með sjúkraflugi voru börn yngri en eins árs (Wisborg og Bjerkan, 2014). Börn yngri en eins árs sem flutt voru með sjúkraflugi voru hlutfallslega færri en rannsókn Wisborg og Bjerkan (2014) sýndi. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur einnig fram að karlmenn voru í meirihluta þeirra sem fluttir voru með sjúkraflugi til Reykjavíkur (57,8%). Þessar niðurstöður samræmast niðurstöðum norskrar rannsóknar sem skoðar sjúkraflug frá svæðum á norðurheimskauti til Noregs á árunum 1999 til 2009 en þar kemur fram að karlmenn voru í meirihluta þeirra sem fluttir voru í sjúkraflugi (65%) (Norum og Elsbak, 2011a). Í öðrum rannsóknum má einnig sjá að karlmenn eru í miklum meirihluta (Mitchell o.fl., 2007; Davis o.fl., 2005). 5.1 Hvaðan koma flest sjúkraflug Akureyri er skilgreind sem miðstöð sjúkraflugs og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er varasjúkrahús fyrir Landspítala. Flugvöllurinn á Akureyri er talinn hagkvæmasti kosturinn sem miðstöð sjúkraflugs með tilliti til veðurs, öryggis og annarra aðstæðna. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri starfrækir læknavakt fyrir sjúkraflug og sjúkraflutningamenn sjúkraflugsins starfa hjá Slökkviliði Akureyrar (Ríkisendurskoðun, 2013). Eins og fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar koma flest sjúkraflug frá Akureyri. Það kemur fyrir að sjúklingar séu fyrst fluttir frá öðrum stöðum á landinu til Akureyrar annað hvort með sjúkraflugi eða sjúkrabifreið. Þaðan eru sjúklingar svo sendir með sjúkraflugi til Reykjavíkur ef útséð er að þeir þarfnist sérfræðiþjónustu á Landspítala. Því má segja að þær niðurstöður að flest sjúkraflug komi frá Akureyri komi ekki á óvart. Akureyri er bæði langfjölmennasta bæjarfélag landsins utan höfuðborgar- 31

33 svæðisins, ásamt því að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri gegnir mikilvægu hlutverki sem stærsta sjúkrahús fyrir utan Landspítala. Vestmannaeyjar eru næst algengasti staður sjúkrafluga og er vert að rannsaka það betur hver ástæða þess sé þar sem um frekar lítið bæjarfélag er að ræða. 5.2 Flugtími sjúkrafluga og skipting eftir mánuðum og dögum Algengast var að sjúkraflug væru farin á mánudögum en sjaldgæfust voru sjúkraflug á sunnudögum. Júní var algengasti mánuður (11%) sjúkrafluga en júlí (10,8%) og ágúst (10,2%) komu næstir á eftir. Fæst flugin voru flogin í september (6%). Samkvæmt rannsókn sem gerð var á sjúkraflugi í Norður- Noregi á árunum 2002 til 2008 kom fram að algengast var að sjúkraflug væru farin í júlí og ágúst en sjaldgæfast í desember (Norum og Elsbak, 2011b). Í rannsókn Norum og Elsbak (2011a) á sjúkraflugi frá stöðum á norðurheimskautssvæðinu kom fram að sjúkraflug væru oftast flogin í júlí, ágúst og apríl og sjaldnast í desember. Niðurstöður rannsóknarinnar um hvenær flest sjúkraflug voru flogin eru því sambærilegar þeirra niðurstöðum. Meðalflugtími sjúkrafluga var rúmar 41 mínúta frá stöðum innanlands en ef tekin voru með sjúkraflug frá Grænlandi var meðalflugtími 44 mínútur. Á árinu 2011 varð röskun á flugumferð á Íslandi vegna eldgoss í Grímsvötnum (Ríkisendurskoðun, 2013). Þurfti í einhverjum tilfellum að fljúga lengri vegalengdir fram hjá hættusvæðum við eldgos og gæti því verið að um einhverja skekkju í flugtímum innanlands sé að ræða þar sem flugtími lengdist á meðan á eldgosinu stóð. 5.3 Alvarleiki sjúkrafluga Þegar sjúklingur er fluttur með sjúkraflugi er það læknir sem metur forgang sjúkraflugs með tilliti til hversu alvarlega veikur eða slasaður sjúklingurinn er og hversu fljótt hann þarf að komast á næsta hentuga sjúkrahús til meðhöndlunar. Samkvæmt rannsókninni var algengast að um F1 forgang væri að ræða í þeim sjúkraflugum sem fluttu sjúklinga til Landspítala. Sjaldgæfastir voru F4 flutningur en þá er um flutning milli sjúkrastofnana að ræða. Sjúkraflug í forgangi (F1, F2 og F3) jókst frá árinu 2011 til 2012 en flutningur án forgangs fækkaði á sama tíma. Mest var aukningin á F1 forgangi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar (2013) voru sjúkraflug í F1 forgangi frá Vestmannaeyjum á tímabilinu maí 2008 til apríl 2010 nítján talsins og frá árinu 2010 til 2012 voru þau 48 talsins og er því um töluverða aukningu að ræða. Þessar niðurstöður samræmast niðurstöðum rannsóknar minnar um fjölgun á sjúkraflugum í F1 forgangi á öllu landinu. Þess ber að geta að nánast öll sjúkraflug í F1 forgangi koma til Reykjavíkur. Vert er að skoða nánar hvort aukning á F1 forgangi í sjúkraflugi á landinu er svipaður milli staða. Á Íslandi líkt og á fleiri stöðum erlendis eru NACA stig notuð til að ákvarða ástand sjúklings fyrir og meðan á sjúkraflutningi stendur. Samkvæmt rannsóknum Norum og Elsbak (2011a; 2011b) voru NACA stig sjúklinga sem fluttir voru með sjúkraflugi 3,2 stig í annarri rannsókn þeirra en í hinni voru 85% sjúklinga með NACA stig 3 og 4. Í rannsókn Wisborg og Bjerkan (2014) á sjúkraflugum í kringum Alta í Norður-Noregi frá árinu 2005 til ársloka 2010 kemur fram að langalgengast væri að sjúklingar sem fluttir voru með sjúkraflugi væru metnir með NACA stig 4. Í rannsókn minni var algengast að sjúklingar væru með NACA stig 4 þegar um veikindi var að ræða og sjúklingar með áverka voru oftast metnir með NACA stig 3. Niðurstöður úr rannsókninni samræmist niðurstöðum þessara norsku 32

34 rannsókna. Í rannsókn Wisborg og Bjerkan (2014) kom einnig fram að 11% sjúklinga hefðu látist fyrir eða meðan á sjúkraflugi stóð og voru því metnir með 7 stig á NACA skalanum. Í rannsókninni voru tveir sjúklingar sem létust fyrir eða meðan á sjúkraflugi stóð (0,3%) sem er mun lægra hlutfall en í ofangreindri rannsókn. 5.4 Ástæður sjúkrafluga og afdrif sjúklinga Helsta ástæða sjúkrafluga til Reykjavíkur voru veikindi og voru hjarta- og æðasjúkdómar stærsta orsök veikinda. Slys og áverkar voru næst algengasta orsök sjúkrafluga og voru þeir misalvarlegir. Þeir sjúklingar sem fluttir voru með áverka voru í 41,5% tilfella með fjöláverka og var oftast um að ræða meðal alvarlega áverka. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið í Noregi kemur fram að oftast séu sjúkraflug vegna hjarta- og æðasjúkdóma (Norum og Elsbak, 2011a; Norum og Elsbak, 2011b; Wisborg og Bjerkan, 2014). Í rannsókn Wisborg og Bjerkan (2014) kemur fram að slasaðir sjúklingar hafi verið 36% af heildarfjölda sjúklinga í sjúkraflugi en það er hærra hlutfall en rannsóknin sýnir (19,6%). Rannsóknir Norum og Elsbak (2011b; 2011a) sýndi einnig að áverkar væru næst algengasta orsök sjúkrafluga og voru beinbrot algengasti áverkinn. Í niðurstöðum rannsóknarinnar eru áverkar á mjaðmagrind og neðri útlimum algengastir og eru beinbrot stærsti hluti þeirra. Í rannsókninni kemur fram að sjúklingar frá 41 til 80 ára eru þeir sjúklingar sem oftast voru fluttir með sjúkraflugi vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Sjúklingar með einkenni hjarta- og æðasjúkdóma eru oftast metnir með 4 eða 5 stig á NACA skala og fluttir með sjúkraflugi í F1 eða F2 forgangi. Það má því segja að samband sé á milli aldurs sjúklinga, helstu orsaka veikinda og alvarleika sjúkrafluga. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta orsök sjúkrafluga og meðalaldur sjúklinganna 53 ár. Algengast er að sjúklingur sé fluttur með F1 forgangi til Reykjavíkur og flestir eru metnir með 4 stig á NACA skala. 5.5 Inngrip í sjúkraflugi Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar sem fluttir eru með sjúkraflugi eru oftar barkaþræddir og veitt öndunaraðstoð heldur en þeir sem fluttir eru með sjúkrabifreiðum. Þrátt fyrir að skiptar skoðanir hafi verið um hversu gagnlegt sé að barkaþræða slasaða sjúklinga utan sjúkrahúsa hafa nýlegar rannsóknir sýnt að afdrif sjúklinga sem eru barkaþræddir fyrir eða í flutningi á sjúkrahús eru betri en þeirra sem ekki var veitt þessi tegund öndunaraðstoðar (Bulger o.fl., 2012). Barkaþræðing var það inngrip sem oftast var beitt (4,9%) í sjúkraflugi til Reykjavíkur fyrir utan lyfja- og súrefnisgjöf. Í tveimur tilfellum þurfti að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Í rannsókn Wisborg og Bjerkan (2014) kemur fram að hefja hafi þurft endurlífgun hjá 14% sjúklinga. Í rannsókn Singh og félaga (2009) voru tæp 26% sjúklinga barkaþræddir en 13% sjúklinga þurftu á endurlífgun að halda. Þessar niðurstöður sýna mun hærri tölur endurlífgunar og barkaþræðinga heldur en niðurstöður rannsóknarinnar sýna. 5.6 Skráning Landspítala og Mýflugs Kennitala hjá 44 sjúklingum (6,3%) fundust ekki í Sögukerfi Landspítala eða voru ekki skráðar í gögnum Mýflugs. Ýmist var kennitala ekki til, einungis hafði verið skráður fyrri hluti kennitölu eða um útlendinga að ræða þar sem kennitala var ekki skráð. Í tilvikum þessara sjúklinga var þó hægt að 33

35 safna einhverjum upplýsingum líkt og hvaðan þeir komu, flugtíma og dagsetningu flugs en ekki var hægt að afla upplýsinga úr Sögukerfi Landspítala. Skráning í Sögukerfi Landspítala var ábótavant á ákveðnum þáttum. Í ljós kom að illa var skráð að sjúklingar kæmu á Landspítala með sjúkraflugi. Það gerði það að verkum að mun meiri vinna fór í að afla upplýsinga um sjúklinga þar sem að rannsakandi þurfti að leita handvirkt að öllum sjúklingum. Upplýsingum um lífsmörk var ábótavant en ekki reyndist unnt að reikna stigun bráðveikra nema hjá 102 sjúklingum þar sem upplýsingar til þess skorti og því voru þær niðurstöður ekki marktækar. Lífsmörk voru misvel skráð og voru hjartsláttur og blóðþrýstingur best skráðu lífsmörkin en öndunartíðni var lakast skráð en hún var einungis skráð hjá 162 sjúklingum. Í rannsókn Þorsteins Jónssonar og félaga (2009) kemur fram að öndunartíðni sé það lífsmark sem gefi bestu mynd af alvarleika ástands sjúklings og að mikilvægt sé að fylgjast náið með öndunartíðni alvarlega veikra og slasaðrar sjúklinga. Einnig kom fram í rannsókn þeirra að öndunartíðni væri það lífsmark sem sjaldnast væri skráð og eru niðurstöður rannsóknarinnar í samræmi við þeirra niðurstöður. 5.7 Takmarkanir rannsóknarinnar Helstu takmarkanir rannsóknarinnar voru að ekki fundust kennitölur allra sjúklinga í Sögukerfi Landspítala eða í gögnum Mýflugs. Skráningu í Sögukerfi Landspítala var ábótavant þegar kom að ákveðnum upplýsingum sem ráðgert var að safna vegna rannsóknarinnar en ekki var unnt að afla allra upplýsinga sem sóst var eftir. Þá tók rannsóknin einungis til tveggja ára, 2011 og 2012 en betra er að hafa lengra rannsóknartímabil svo það sé lýsandi fyrir sjúkraflug til Reykjavíkur. Hins vegar gefa niðurstöður rannsóknarinnar góða vísbendingu um umfang sjúkraflugs til Reykjavíkur og hvert eðli þess er. 5.8 Sjúkraflug á Íslandi Margir þættir hafa áhrif á umræðu um sjúkraflug á Íslandi. Talsverðar umræður eru um flugvallarstæði i Vatnsmýri en einnig er rætt um hvort þyrlur geti einar sinnt sjúkraflugi á Íslandi. Í rannsókn Norum og Elsbak (2011b) kemur fram að þyrlur eru mun takmarkaðri þegar kemur að veðurfari ásamt því að þær geta ekki flogið mjög langar vegalengdir. Rannsóknir þeirra sýndu að frá nóvember til mars var einungis hægt að nýta þyrlur í sjúkraflugi í 68% tilfella. Í rannsókn Wisborg og Bjerkan (2014) kemur fram að árið 2010 hafi verið farin sjúkraflug þar sem sjúkraflugvélar voru notaðar í rúmlega helmingi tilfella eða flug. Rannsóknir sýna að sjúkraflugvélar eru nauðsynlegar þegar um strjálbýl svæði er að ræða þar sem samgöngur á jörðu geta verið erfiðar eða takmarkaðar. Á Íslandi er ein sjúkraflugvél til taks allt árið ásamt einni varaflugvél sem hægt er að nota ef þess er þörf. Einnig sinnir Landhelgisgæsla Íslands sjúkraflugi þar sem ekki er unnt að komast á sjúkrabifreið og sjúkraflugvél eða ef um stuttar vegalengdir er að ræða (Ríkisendurskoðun, 2013). Í Norður-Noregi er svæði með 460 þúsund íbúum sinnt af 11 sjúkraflugvélum eða -þyrlum (Norum og Elsbak, 2011b) og í fjórum nyrstu sýslum Svíþjóðar þar sem búa um 800 þúsund íbúar er sjúkraflugi sinnt af 2 sjúkraflugvélum sem einungis sinna sjúkraflutningi (Gunnarsson o.fl., 2007). Á þessum niðurstöðum má sjá að Norður-Noregur er hlutfallslega með fleiri sjúkraflugvélar og sjúkraþyrlur á hvern íbúa en Ísland. Nyrstu sýslur Svíþjóðar eru hins vegar með færri sjúkraflugskosti en Ísland en á móti kemur að 34

36 veðurskilyrði þar eru betri og vegakerfi stærra og betra en við höfum hér á landi (Norum og Elsbak, 2011b). Sjúkraflugi á Íslandi hefur verið gerð góð skil seinustu ár og nauðsynlegt er að sinna því áfram á faglegum grunni. Rannsókn Mann og félaga (2002) sýndi gríðarlegar breytingar til hins verra á afdrifum sjúklinga sem fluttir voru frá afskekktu sjúkrahúsi frá þeim tíma þegar þeir höfðu sjúkraþyrlu til taks og þar til þremur árum síðar þegar þjónustu sjúkraþyrlu var ekki við notið. Þessar niðurstöður sýna að breytingar á högum sjúkraflugs geta haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar þegar þjónustustig sjúkraflugs eru ákveðið. 35

37 Ályktanir Rannsóknin sýnir að sjúklingar sem fluttir eru til Landspítala eru almennt mjög veikir eða slasaðir. Sjúkraflugum þar sem bráð eða möguleg lífsógn steðjar að fer fjölgandi. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta ástæða sjúkrafluga til Reykjavíkur. Niðurstöður eru að miklu leyti sambærilegar niðurstöðum erlendra rannsókna. Meðalaldur þjóðarinnar fer hækkandi og því gæti sjúklingum, sem meðal annars þjást af hjarta- og æðasjúkdómum og þurfa flutning með sjúkraflugi, fjölgað í framtíðinni. Þörf er á að rannsaka nánar sjúkraflug á Íslandi og fá ítarlega mynd af hvernig því er háttað. Áhugavert væri að rannsaka betur sjúkraflug til Reykjavíkur þar sem unnið væri með lengra rannsóknartímabil. Einnig gæti verið fróðlegt að sjá hvort sjúkraflugum án forgangs (F4) væri að fjölga eða fækka frá Reykjavík. Gagnlegt gæti verið að skoða ástæður sjúkrafluga sem flogin eru til Akureyrar frá minni stöðum á landbyggðinni. Vert er að skoða hver ástæða þess að sjúkraflugi í F1 forgangi fer fjölgandi. Ástæður líkt og hagræðing og sparnaður í heilbrigðisþjónustu sem og hvort sérfræðiþekking hafi að miklu leyti færst á Landspítala koma upp í hugann og þarf að skoða það nánar. Sjúkraflug er stór öryggisþáttur og mikilvægt að tryggja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem ekki er hægt að nálgast í heimabyggð. 36

38 Heimildaskrá Association for the Advancement of Automotive Medicine (1990 revision, update 1998). The Abbreviated Injury Scale. Des Plaines, Illinois: Association for the Advancement of Automotive Medicine. American College of Emergency Physicians and National Association of EMS Physicians (2006). Guidelines for Air medical dispatch-policy resource and education paper. Irving, Texas: American College of Emergency Physicians. Amatangelo, M., Thomas, S. H., Harrison, T. og Wedel, S. K. (1997). Analysis of patients discharged from receiving hospitals within 24 hours of air medical transport. Air Medical Journal, 16(2), Baylous, D., Tillman, H. J. og Smith, M. W. (2013). Air versus ground transport for patients with STelevation myocardial infarction: does transport type affect patient outcomes? Journal of Emergency Nursing 39(5), Brynjólfur Mogensen (2002). Slysagreiningar, áverkastig og áverkaskor [tölvuforrit]. Reykjavík: Landspítali Háskólasjúkrahús. Bulger, E. M, Guffey, D., Guyette, F. X., MacDonald, R. D., Brasel, K., Kerby, J. D. o.fl. (2012). Impact of prehospital mode of transport after severe injury: A multicenter evaluation from the Resuscitation outcomes Consortium. Journal of Trauma and Acute Care Surgery, 72(3), Davis, D. P., Peay, J., Serrano, J. A., Buono, C., Vilke, G. M., Sise, M. J. o.fl. (2005). The impact of aeromedical response to patients with moderate to severe traumatic brain injury. Annals of Emergency Medicine, 46(2), Gabbe, B. J., Cameron, P. A. og Finch, C. F. (2003). Is the Revised Trauma Score still useful? ANZ Journal of Surgery, 73, Gunnarsson, B., Svavarsdóttir, H., Dúason, S., Sim, A., Munro, A., McInnes, C. o.fl. (2007). Ambulance transport and services in the rural areas of Iceland, Scotland and Sweden. Journal of Emergency Primary Health Care, 5(1). Sótt 14. apríl 2014 á Helga Lára Helgadóttir (2003). Afturvirkar rannsóknir byggðar á upplýsingum úr sjúkraskrám. Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls ). Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Knofsky, M., Burns, J. B., Chesire, D., Tepas, J. J. og Kerwin, A. J. (2013). Pediatric trauma patients are more likely to be discharged from the emergency department after arrival by helicopter emergency medical services. Journal of Trauma and Acute Care Surgery, 74(3), Lovísa Baldursdóttir og Þorsteinn Jónsson (2008). Gjörgæsluálit Mat og inngrip án tafar: Aukið öryggi sjúklinga! Tímarit hjúkrunarfræðinga, 84(4), Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Mann, N. C, Pinkney, K. A., Price, D. D., Rowland, D., Arthur, M., Hedges, J. R. o.fl. (2002). Injury mortality following the loss of air medical support for rural interhospital transport. Academic Emergency Medicine, 9(7), McVey, J., Petrie, D. A. og Tallon, J. M. (2010). Air versus ground transport of the major trauma patient: A natural experiment. Prehospital Emergency Care, 14(1), Mitchell, A. D., Tallon, J. M. og Sealy, B. (2007). Air versus ground transport of major trauma patients to a tertiary trauma centre: a province-wide comparison using TRISS analysis. Canadian Journal of Surgery, 50(2), Norum, J. og Elsbak, T. M. (2011a). Air ambulance services in the Artic : a Norwegian study. International Journal of Emergency Medicine, 4(1). Sótt 14. apríl 2014 á 37

39 Norum, J. og Elsbak, T. M. (2011b). Air ambulance flights in northern Norway Increased number of secondary fixed wing (FW) operations and more use of rotor wing (RW) transports. International Journal of Emergency Medicine, 4(55). Sótt 14. apríl 2014 á Raatiniemi, L., Mikkelsen, K., Fredriksen, K. og Wisborg, T. (2013). Do pre-hospital anaesthesiologists reliably predict mortality using the NACA severity score? A retrospective cohort study. Acta Anaesthesiologica Scandinavica, 57, Reimer, A. P. og Moore, S. M. (2010). Flight nursing expertise: towards a middle range theory. Journal of Advanced Nursing, 66(5), Ríkisendurskoðun (2013). Sjúkraflug á Íslandi. Reykjavík: Ríkisendurskoðun. Schluter, P. J. (2011). The Trauma and Injury Severity Score (TRISS) revised. Injury, International Journal of the Care of the Injured, 42, Singh, J. M., MacDonald, R. D., Bronskill, S. E. og Schull, M. J. (2009). Incidence and predictors of critical events during urgent air-medical transport. Canadian medical Association Journal 181(9), Velferðarráðuneyti (2008). Sjúkraflutningar á Íslandi. Reykjavík: Velferðarráðuneyti. Wilson, B. H., Humphrey, A. D., Cedarholm, J. C., Downey, W. E, Haber, R. H., Kowalchuk, G. J. o.fl. (2013). Achieving sustainable first door-to-balloon times of 90 minutes for regional transfer STsegment elevation myocardial infarction. Journal of the American College of Cardiology, 6(10), Wisborg, T. og Bjerkan, B. (2014). Air ambulance nurses as expert supplement to local emergency services. Air Medical Journal, 33(1), World Health Organization (2010). International Statistical Classification of Diseases and Related Health Problems 10th Revision. Sótt 7. apríl 2014 á Wormer, B. A., Fleming, G. P., Christmas, A. B., Sing, R. F., Thomason, M. H. og Huynh, T. (2013). Improving overtriage of aeromedical transport in trauma: A regional process improvement initiative. Journal of Trauma and Acute Care Surgery, 75(1), Þorsteinn Jónsson, Alma Möller, Lovísa Baldursdóttir og Helga Jónsdóttir (2009). Ástand og vöktun sjúklinga fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 85(3),

40 Fylgiskjöl 39

41 40

42 41

43 42

44 43

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Alvarlegir höfuðáverkar á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur

Alvarlegir höfuðáverkar á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Alvarlegir höfuðáverkar á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 1994-1998 Atli Einarsson 1 Kristinn Sigvaldason 1 Niels Chr. Nielsen 1 jarni Hannesson 2 Frá 1 svæfinga- og gjörgæsludeild og 2 heila- og

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið?

Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið? Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið? Árni Egill Örnólfsson 1 læknir, Einar Hjaltested 2 læknir, Ólöf Birna Margrétardóttir 3 læknir, Hannes Petersen 4,5 læknir ÁGRIP Tillgangur: Markmið

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

STROK Á GEÐDEILDUM LANDSPÍTALANS: TÍÐNI OG AÐDRAGANDI

STROK Á GEÐDEILDUM LANDSPÍTALANS: TÍÐNI OG AÐDRAGANDI Jón Snorrason, Landspítala Hjalti Einarsson, Landspítala Guðmundur Sævar Sævarsson, Landspítala Jón Friðrik Sigurðsson, Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Landspítala STROK Á GEÐDEILDUM LANDSPÍTALANS:

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Kostnaður við umferðarslys á Íslandi árið 2009

Kostnaður við umferðarslys á Íslandi árið 2009 Skýrsla nr. C12:04 Kostnaður við umferðarslys á Íslandi árið 2009 Desember 2012 HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4535 Fax nr. 552-6806 Heimasíða:

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM?

HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM? HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM? Þórlína Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, Hlíf Guðmundsdóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun BYLTUR ERU eitt af algengustu viðfangsefnum öldrunarhjúkrunar.

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum

Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum Heilbrigðisvísindasvið Hjúkrunarfræði 2012 Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum Anna Karen Þórisdóttir Guðrún Sigríður Geirsdóttir Hróðný Lund

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Bágt er að berja höfðinu við steininn

Bágt er að berja höfðinu við steininn Bágt er að berja höfðinu við steininn Um tengsl skammtíma- og langtímaafleiðinga heilaáverka Thelma Rún van Erven Lokaverkefni til B.Sc.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Bágt er að berja höfðinu

More information

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Börnum straffað með hendi og vendi Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Steinunn Bergmann 2010 1 Formáli Rannsókn þessi á tilkynningum til barnaverndarnefnda er varða grun

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Að fá og skilja upplýsingar

Að fá og skilja upplýsingar Heilbrigðisdeild Lokaverkefni til B.Sc. gráðu í Hjúkrunarfræði 2009 Að fá og skilja upplýsingar Reynsla sjúklinga af þátttöku í undirbúningi og eftirmeðferð skurðaðgerðar Axel Wilhelm Einarsson Jóhanna

More information

Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs

Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs 2001 2009 Ágúst 2010 1 Efnisyfirlit 1 Um skýrsluna... 7 2 Starfsemi Fæðingarorlofssjóðs... 9 2.1 Ágrip af sögu fæðingarorlofs á Íslandi... 9 3 Tölfræði

More information

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Rannsókn á aðstæðum fólks sem hefur greinst með Alzheimerssjúkdóm á Íslandi á aldrinum 45-65 ára Febrúar 2005 Hanna Lára Steinsson Minnismóttaka LSH Landakoti EFNISYFIRLIT

More information

Lungnaástungur með hjálp tölvusneiðmynda á Landspítala. Ábendingar, fylgikvillar

Lungnaástungur með hjálp tölvusneiðmynda á Landspítala. Ábendingar, fylgikvillar Lungnaástungur með hjálp tölvusneiðmynda á Landspítala. Ábendingar, fylgikvillar og útkoma Anna Guðmundsdóttir 1 námslæknir Kristbjörn Reynisson 2 sérfræðingur í myndgreiningu Gunnar Guðmundsson 1,3 sérfræðingur

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

Þróun á meðferð og kostnaði góðkynja stækkunar hvekks á Íslandi

Þróun á meðferð og kostnaði góðkynja stækkunar hvekks á Íslandi FRÆÐIGREINAR / GÓÐKYNJA STÆKKUN HVEKKS Þróun á meðferð og kostnaði góðkynja stækkunar hvekks á Íslandi Ágrip Sigmar Jack 1, Guðmundur Geirsson 2 Inngangur: Á síðasta ártaugi hefur brottnámsaðgerðum á hvekk

More information

Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum

Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum 2003-2012 Ingibjörg Hjaltadóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Árún Kristín Sigurðardóttir 2 hjúkrunarfræðingur Ágrip Inngangur: Sykursýki er vaxandi

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Áhrif ófrjósemi á einstaklinga Elín Heiða Ólafsdóttir Íris Stella Sverrisdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr Verkaskipting kynjanna Fyrir og eftir bankahrun Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr. 10 2010 Verkaskipting kynjanna fyrir og eftir bankahrun Karlar verja meiri tíma í heimilisstörf en þeir gerðu

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

Íslenskir kynferðisbrotamenn.

Íslenskir kynferðisbrotamenn. Tímarit félagsráðgjafa, 2. árgangur 2007, 15 24 15 Íslenskir kynferðisbrotamenn. Greining út frá svörum brotaþola Hildigunnur Magnúsardóttir, Félagsráðgjafi, Kvenna- og barnasvið, Landspítali Háskólasjúkrahús

More information

Orkunotkun og næring gjörgæslusjúklinga

Orkunotkun og næring gjörgæslusjúklinga Orkunotkun og næring gjörgæslusjúklinga Bjarki Kristinsson læknir 1 Kristinn Sigvaldason svæfinga- og gjörgæslulæknir 1 Sigurbergur Kárason svæfinga- og gjörgæslulæknir 1 Lykilorð: orkunotkun, óbein efnaskiptamæling,

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2017

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2017 FLUGTÖLUR 217 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 217 Flugvöllur 216 217 Br. 17/16 Hlutdeild Reykjavík 377.672 385.172 2,% 49,9% Akureyri 183.31 198.946 8,5% 25,8% Egilsstaðir 93.474 95.656

More information

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Tölvuleikjaspilun og námsárangur Rannveig Dögg Haraldsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til 180 eininga BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindasvið

More information

Velferðarnefnd mál

Velferðarnefnd mál 28.10.2015 Velferðarnefnd. 228. mál Embætti landlæknis gerir ekki athugasemdir við frumavarpið að öðru leiti en því að í umsögn fjármálaráðuneytisins er getið um að embætti landlæknis fái fjármagn til

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining.

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Höfundar: YLVA TINDBERG, med dr, överläkare, barnhälsovårdsenheten i Sörmland GABRIEL OTTERMAN, överläkare, barnskyddsteamet,

More information

Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar

Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar Leifur Óskarsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2015 Höfundur: Leifur Óskarsson Kennitala: 130889-2209 Leiðbeinendur: Kristján

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

INNKÖLLUNARSNIÐ. HEITI Kennitala stöðvar/stofu/læknis Ekki tómt. Kennitala stöðvar/stofu/læknis. Tíu stafa tala úr þjóðskrá án bandstriks.

INNKÖLLUNARSNIÐ. HEITI Kennitala stöðvar/stofu/læknis Ekki tómt. Kennitala stöðvar/stofu/læknis. Tíu stafa tala úr þjóðskrá án bandstriks. Eftirfarandi er lýsing á færslu- og skráarsniði sem Landlæknisembættið notar til að kalla inn samskiptaupplýsingar frá heilsugæslustöðvum og læknastofum. Tilgreind eru þau gagnasvið sem nauðsynleg eru.

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 22.08.2014 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð í Landupplýsingagátt

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum

Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum Pétur Grétarsson Ritgerð til diplómaprófs Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum

More information

Réttindi barna á Íslandi: Börn sem líða efnislegan skort

Réttindi barna á Íslandi: Börn sem líða efnislegan skort Réttindi barna á Íslandi: Börn sem líða efnislegan skort 2016 RÉTTINDI BARNA Á ÍSLANDI: BÖRN SEM LÍÐA EFNISLEGAN SKORT 1 UNICEF Á ÍSLANDI FÆRIR ÞEIM SÉRSTAKAR ÞAKKIR SEM AÐSTOÐUÐU VIÐ GAGNA- GREININGU

More information

Markaðsáætlun fyrir Crossfit Reykjavík

Markaðsáætlun fyrir Crossfit Reykjavík Háskólinn á Bifröst Apríl 2013 Viðskiptadeild BS ritgerð Markaðsáætlun fyrir Crossfit Reykjavík Trúnaðarverkefni Nemandi Ragnar Þór Ragnarsson Leiðbeinandi Guðmundur Ólafsson Samningur um trúnað Undirritaðir

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Einar Kristinsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði

More information

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna MS ritgerð Mannauðstjórnun Ólíkar launakröfur kynjanna Áhrif ógnandi staðalímynda á launakröfur kvenna Egill Fivelstad Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2014 Ólíkar launakröfur kynjanna

More information

Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir

Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir 12.01.2018 Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2. Skilgreiningar... 3 3. Hinsegin fólk og heimilisofbeldi...

More information

Munnheilsa aldraðra: Fræðileg úttekt

Munnheilsa aldraðra: Fræðileg úttekt Munnheilsa aldraðra: Fræðileg úttekt Eyrún Ösp Guðmundsdóttir LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINANDI: Dr. Margrét Gústafsdóttir dósent JÚNÍ 2011 iii Þakkarorð Ég vil byrja

More information

Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2009 Use of computers and the Internet by households and individuals 2009

Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2009 Use of computers and the Internet by households and individuals 2009 2009:1 y 7. október 2009 Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2009 Use of computers and the Internet by households and individuals 2009 Samantekt Árið 2009 voru tölvur á 92% heimila og 90% voru

More information

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða Stefánsdóttir Lokaverkefni til cand.psych-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða

More information

NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010

NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010 NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010 Samantekt á helstu breytingunum 18. október 2010 Útgefið af evrópska endurlífgunarráðinu (ERC) þýtt af Endurlífgunarráði Íslands 2 Samantekt á helstu breytingunum

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Gísli Kristófersson 1 geðhjúkrunarfræðingur, Ársæll Arnarsson 2 faraldsfræðingur, Guðmundur Heimisson 3 próffræðingur, Dagbjörg

More information

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG Útrásin og nýsköpun Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi Ásdís Jónsdóttir Desember 2006 RANNÍS Vísindi, nýsköpun og samfélag Ágrip Í þessari samantekt eru

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar?

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar? MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar? Eva Rún Michelsen Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild September 2011 Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari

More information

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit Föstudagur, 8. mars 2013 Ákvörðun nr. 5/2013 Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit bls. I. Inngangur... 2 II. Málavextir og málsmeðferð... 2 III. Samruninn og aðilar hans... 3 1. Nánar

More information

Þekking almennings á Alzheimers sjúkdómnum

Þekking almennings á Alzheimers sjúkdómnum Þekking almennings á Alzheimers sjúkdómnum Hilmar Pétur Sigurðsson Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Þekking almennings á Alzheimers sjúkdómnum Hilmar Pétur Sigurðsson Lokaverkefni

More information

Skimun fyrir þunglyndi aldraðra Fræðileg samantekt

Skimun fyrir þunglyndi aldraðra Fræðileg samantekt Skimun fyrir þunglyndi aldraðra Fræðileg samantekt SUNNA EIR HARALDSDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI 12 EININGAR LEIÐBEINANDI: ÞÓRA JENNÝ GUNNARSDÓTTIR, LEKTOR JÚNÍ 2011 iii Þakkarorð

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma Kristín Rún Friðriksdóttir er hjúkrunarfræðingur, BS, á Vogi. Ragnheiður

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

T-vegamót með hjárein Reynsla og samanburður á umferðaröryggi. Október Borgartún Reykjavík

T-vegamót með hjárein Reynsla og samanburður á umferðaröryggi. Október Borgartún Reykjavík Október 2018 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 17359 S:\2017\17359\v\Greinagerð\17359_s181106_vegamót með hjárein.docx Október 2018 Nr. útg. Dagsetning Unnið Yfirfarið Samþykkt

More information

Útdráttur. Rannsókn þessi var gerð til að meta andlega líðan kvenna á aldrinum ára á

Útdráttur. Rannsókn þessi var gerð til að meta andlega líðan kvenna á aldrinum ára á Andleg líðan kvenna i Útdráttur Rannsókn þessi var gerð til að meta andlega líðan kvenna á aldrinum 18-60 ára á þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar. Rannsökuð var andleg líðan, orsök hennar

More information

Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu

Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu Mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu Elísabet Karlsdóttir ásamt Sólveigu Sigurðardóttur Unnið fyrir Barnaverndarstofu Nóvember

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Internetið og íslensk ungmenni

Internetið og íslensk ungmenni Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason 280579-4839 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Einhverfurófið og svefn

Einhverfurófið og svefn Einhverfurófið og svefn Fræðileg úttekt á meðferðarúrræðum og virkni þeirra María Kristín H. Antonsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Félagsvísindadeild Apríl 2016 Einhverfurófið

More information

TRANSLATION AND PRE-TEST OF BECK S HOPELESSNESS SCALE

TRANSLATION AND PRE-TEST OF BECK S HOPELESSNESS SCALE Rósa María Guðmundsdóttir, Reykjalundi Jóhanna Bernharðsdóttir, Háskóla Íslands og Landspítala ÞÝÐING OG FORPRÓFUN Á VONLEYSISKVARÐA BECKS ÚTDRÁTTUR Tilgangur þessarar rannsóknar var að þýða og forprófa

More information