NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010

Size: px
Start display at page:

Download "NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010"

Transcription

1 NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010 Samantekt á helstu breytingunum 18. október 2010 Útgefið af evrópska endurlífgunarráðinu (ERC) þýtt af Endurlífgunarráði Íslands

2 2 Samantekt á helstu breytingunum frá því árið 2005 Evrópska endurlífgunarráðið (ERC) hefur nú gefið út nýjar leiðbeiningar í endurlífgun í stað þeirra sem komu út árið 2005 en nýjar leiðbeiningar eru gefnar út á fimm ára fresti. Eins og áður byggja leiðbeiningarnar á niðurstöðum nýjustu rannsókna á meðferð og árangri í endurlífgun (International Consensus on CPR Science with Treatment Recommendations (CoSTR)). Grunnendurlífgun Megin breytingarnar í grunnendurlífgun frá síðustu leiðbeiningum fela í sér: Neyðarverðir þurfa að fá þjálfun í spyrja björgunarfólk sem hringir inn út frá ákveðnum vinnuferlum svo nauðsynlegar upplýsingar komi fram. Leggja þarf áherslu á að fá upplýsingar um hvort sjúklingur bregst við áreiti og hvernig öndunin er. Ef viðbrögð eru engin og öndun óeðlileg eða ekki til staðar eiga neyðarverðir að vinna eftir vinnuferli þar sem grunur leikur á að um hjartastopp sé að ræða. Áhersla skal lögð á að stök andköf geta verið merki um hjartastopp. Allt björgunarfólk, þjálfað eða ekki, á að hjartahnoða þá einstaklinga sem fengið hafa hjartastopp. Eins og áður er mikil áhersla lögð á gæði hjartahnoðs. Markmiðið er að dýpt hnoðsins sé minnst 5 cm á ekki minni hraða en 100 hnoð á mínútu, að brjóstkassinn fái að þenjast alveg út á milli hnoða og að sem minnstar tafir séu á hjartahnoðinu. Þeir sem hafa lært endurlífgun eiga einnig að veita öndunaraðstoð, þar sem hlutföllin eru 30 hjartahnoð og 2 blástrar. Hvetja á þá sem ekki hafa lært endurlífgun til að veita hjartahnoð eingöngu, þá með aðstoð neyðarvarða í gegnum síma. Mælt er með notkun tækja sem veita björgunarfólki endurgjöf á meðan á endurlífgun stendur. Þær upplýsingar sem tækin geyma er svo hægt að nota til að fylgjast með og bæta gæði endurlífgunar. Notkun hjartastuðtækja Megin breytingarnar í nýju leiðbeiningunum varðandi notkun hjartastuðtækja fela í sér: Aukin áhersla er lögð á að sem minnstar tafir séu á hjartahnoði. Mun meiri áhersla er lögð á að stytta þann tíma sem ekki er hnoðað fyrir og eftir rafstuð; mælt er með því að halda áfram hnoði á meðan hjartastuðtæki er hlaðið. Hefja skal hjartahnoð aftur tafarlaust eftir að rafstuð hefur verið gefið; ef hnoðað er meðan hjartastuðtæki er hlaðið eiga tafir á hjartahnoði ekki að vera meiri en 5 sekúndur. Öryggi björgunarmanna er ávallt í fyrirrúmi, hinsvegar bendir flest til þess að björgunarmönnum stafi lítil hætta af hjartastuðtækinu, einkum ef hanskar eru notaðir. Áhersla er lögð á að framkvæma stutta öryggisskoðun til að stytta tafir á hnoði fyrir rafstuðsgjöf.

3 3 Þegar hjartastopp verður utan sjúkrahúsa eiga sjúkraflutningamenn að veita góða endurlífgun á meðan hjartastuðtæki er sótt og gert tilbúið til notkunar. Ekki er lengur mælt með því að endurlífgað sé í ákveðinn tíma (t.d. 2 eða 3 mínútur) áður en taktgreining er framkvæmd og rafstuð gefið. Í ljósi skorts á trúverðugum upplýsingum, sem annað hvort styðja eða hafna því að endurlífgun sé veitt í ákveðinn tíma áður en rafstuð er gefið, ættu þeir sem hafa tileinkað sér þetta vinnulag að halda því áfram. Gefa má þrjú rafstuð í röð ef viðkomandi fer í sleglatif (VF) eða sleglahraðtakt án púls (VT) í hjartaþræðingu eða þar sem sjúklingur er tengdur við hjartarafsjá og hjartastuðtæki í aðgerðum. Einnig má íhuga að gefa þrjú stuð í röð þegar vitni er af VF/VT hjartastoppi hjá sjúklingi sem þegar er tengdur við hjartastuðtæki. Hvatt er til þess að skoðað verði hvort þörf sé fyrir frekari dreifingu sjálfvirkra hjartastuðtækja (AED) bæði á almenningsstöðum sem og íbúðarsvæðum. Sérhæfð endurlífgun fullorðinna Megin breytingarnar í nýju leiðbeiningunum varðandi sérhæfða endurlífgun fela í sér: Lögð er áhersla á að sem minnstar tafir verði á hjartahnoði í sérhæfðri endurlífgun: einungis á að gera stutt hlé til þess að framkvæma sérstakar aðgerðir. Aukin áhersla er á notkun viðbragðsferla (rapid response system) til að meta versnandi ástand sjúklings og í framhaldinu veita viðeigandi meðferð svo koma megi í veg fyrir hjartastopp inni á sjúkrahúsum. Auka almenna vitund um einkenni yfirvofandi hjartaáfalls sem gæti orðið utan sjúkrahúsa. Ekki er lengur mælt með því að sjúkraflutningamenn hnoði sjúkling í ákveðinn tíma áður en rafstuð er gefið í þeim tilvikum þar sem sjúkraflutningamennirnir eru ekki vitni af hjartastoppinu. Mun meiri áhersla er lögð á að stytta þann tíma sem ekki er hnoðað; mælt er með því að halda áfram hnoði á meðan hjartastuðtæki er hlaðið. Dregið er enn frekar úr áherslu höggs á bringubein (pre-cordial thump) í endurlífgun. Gefa má þrjú rafstuð í röð ef viðkomandi fer í sleglatif (VF) eða sleglahraðtakt án púls (VT) í hjartaþræðingu eða þar sem sjúklingur er tengdur við hjartarafsjá og hjartastuðtæki í aðgerðum. Ekki er lengur mælt með því að gefa lyf um barkarennu. Ef ekki er hægt að setja upp æðalegg skal gefa lyf um beinmergsnál. Hjá sjúklingi í VF eða VT skal gefa 1 mg af adrenalíni eftir þriðja stuð eða um leið og hjartahnoð er hafið á nýjan leik og síðan á 3 5 mínútna fresti (í öðrum hverjum hring endurlífgunar). Amíódarón, 300 mg er einnig gefið eftir þriðja stuð. Ekki er lengur mælt með því að gefa atrópín í rafleysu eða rafvirkni án dæluvirkni (PEA). Dregið er úr áherslu á barkaþræðingu snemma í ferlinu nema hún sé gerð af sérþjálfuðum einstaklingi þannig að lítil töf verði á hjartahnoði.

4 4 Aukin áhersla er á notkun koltvísýringsnema (capnography) til að staðfesta stöðu barkarennu, gæði endurlífgunar og veita vísbendingar um að blóðflæði hafi verið komið aftur á (Return of spontaneous circulation = ROSC). Vakin er athygli á þeim möguleika að nýta hjartaómskoðun í sérhæfðri endurlífgun. Þegar eiginlegri blóðrás hefur verið komið á skal fylgjast með súrefnismettun í slagæðum (SaO 2 ) og halda SaO 2 á bilinu 94 98% þar sem sýnt hefur verið fram á að súrefnisofgnótt í blóði, getur valdið skaða. Meiri áhersla er nú lögð á meðferð eftir endurlífgun. Vel skipulagt vinnuferli í meðferð sjúklinga eftir endurlífgun getur aukið lifun. Aukin áhersla er nú á að framkvæma hjartaþræðingu hjá öllum grunsamlegum um bráða kransæðasjúkdóm. Markmiðið er kransæðaþræðing (PPCI = Primary percutaneous coronary intervention) hjá öllum sjúklingum með kransæðastíflu. Ráðleggingar um blóðsykurstjórnun eftir endurlífgun fela í sér meðhöndlun á sjúklingum ef blóðsykursgildin eru > 10 mmol/l (>180 mg/dl) og forðast skal of lágt blóðsykurgildi. Mælt er með kælingu eftir endurlífgun hjá sjúklingum sem voru upphaflega með annað hvort stuðvænan eða óstuðvænan takt. Fáar sannanir liggja þó fyrir um að kæling virki hjá þeim sem voru upphaflega með óstuðvænan takt. Ljóst er að margar vísbendingar sem notaðar hafa verið til að spá fyrir um horfur sjúklinga sem eru í dái eftir endurlífgun eru óraunhæfar, sérstaklega ef sjúklingurinn hefur verið kældur eftir endurlífgun. Meðferð bráða kransæðasjúkdóma Megin breytingarnar frá síðustu leiðbeiningum varðandi meðferð bráða kransæðasjúkdóma fela í sér: Hugtakið kransæðastífla án ST hækkunar (NSTEMI-ACS = non-st-elevation myocardial infarctionacute coronary syndrome) er nú notað fyrir bæði NSTEMI og óstöðuga hjartaöng. Mismunagreining er gerð með blóðrannsókn. Ákvörðun um meðferð er háð klínískum einkennum við byrjun einkenna. Frekara mat á sjúklingum með bráðan kransæðasjúkdóm þarf að koma til. Óáreiðanlegt er að byggja einvörðungu á fyrsta mati þ.e. sjúkrasögu, klínískri skoðun, blóðrannsóknum, hjartalínuriti og áhættumati. Hlutverk brjóstverkjamóttöku (CPUs = chest pain observation units) er að greina sjúklinga, með endurteknum klínískum skoðunum, töku hjartalínurita og blóðrannsókn, sem þurfa innlögn vegna inngripsaðgerða. Slíkt getur falið í sér fyrirbyggjandi rannsóknir, hjá völdum sjúklingum, tölvusneiðmynd af hjarta, segulómun o.fl. Forðast skal bólugeyðandi lyf (NSAIDs) hjá sjúklingum með óstöðugan kransæðasjúkdóm Aðgát skal höfð við notkun nítrata við sjúkdómsgreiningu hjá fólki með bráða kransæðasjúkdóma.

5 5 Eingöngu skal gefa viðbótar súrefni til þeirra sjúklinga sem þjást af súrefnisskorti, mæði eða hjartabilun. Of mikið súrefni í blóði getur verið skaðlegt sjúklingum með hjartadrep. Leiðbeiningar um meðhöndlun með hjartamagnyli (asetýlsalisýlsýru) eru nú frjálslegri en áður: Vitni geta nú gefið hjartamagnyl án aðstoðar frá neyðarvörðum eða sjúkraflutningamönnum. Leiðbeiningar um blóðflöguhemjandi og blóðsegaleysandi meðferð hjá sjúklingum með STEMI og non-stemi-acs hafa verið endurskoðaðar. Dregið hefur verið úr notkun Gp IIb/IIIa hemla fyrir hjartaþræðingu / kransæðavíkkun. Segaleysandi meðferð vegna kransæðastíflu af völdum ST-hækkunar hefur verið endurbætt: Kransæðavíkkun í upphafi (PPCI) er fyrsta val í meðferð sé hún framkvæmd í tíma og af sérþjálfuðu teymi. Sjúkraflutningamönnum er heimilt að fara fram framhjá fyrsta sjúkrahúsi ef ekkert of langt er í annað sjúkrahús þar sem hægt er að framkvæma hjartaþræðingu og kransæðavíkkun tafarlaust. Ásættanlegur tímarammi þar til hafin er segaleysandi meðferð eða kransæðavíkkun er frá 45 til 180 mínútur og er hann háður staðsetningu hjartadreps, aldri sjúklings og tímalengd einkenna. Framkvæma skal bráða hjartaþræðingu (Rescue PCI) ef segaleysandi meðferð ber ekki árangur. Draga skal úr venjubundinni hjartaþræðingu eftir segaleysandi meðferð (facilitated PCI). Sjúklingar, sem hafa notið góðs af segaleysandi meðferð, en eru ekki á sjúkrahúsi þar sem kransæðavíkkun (PCI) er framkvæmd, skulu fluttir á sjúkrahús þar sem hægt er að gera hjartaþræðingu og síðar kransæðavíkkun, helst innan 6 24 klst frá blóðþynningu (the pharmaco-invasive approach). Fyrir þá sjúklinga sem hafa verið endurlífgaðir eftir hjartastopp og minnsti grunur er um óstöðugan kransæðasjúkdóm er hjálplegt að framkvæma kransæðaþræðingu. Í þeim tilfellum sem við á skal framkvæma kransæðavíkkun. Til þess að ná ofangreindum markmiðum gæti verið hjálplegt að koma á samstarfsneti sjúkraflutninga, sjúkrahúsa þar sem ekki er hægt að framkvæma kransæðavíkkun og sjúkrahúsa sem framkvæma kransæðavíkkun. Ábendingar fyrir notkun beta-blokkera eru takmarkaðar: engar sannanir eru fyrir venjubundinni notkun beta-blokkera í æð nema í sérstökum tilvikum eins og viðmeðhöndlun hraðsláttartruflana (tachyarrythmias). Að öðru leyti ætti einungis að nota beta-blokkera í litlum skömmtum eftir að ástand sjúklings er orðið stöðugra. Endurlífgun barna Megin breytingarnar í nýjum leiðbeiningum varðandi endurlífgun barna fela í sér: Ekki er tryggt að heilbrigðisstarfsmaður geti á 10 sekúndum ákvarðað á öruggan hátt hvort barn eða ungbarn sé með púls. Heilbrigðisstarfsmaður ætti að leita eftir merkjum um líf og ef nægilega þjálfaður að bæta þreifingu eftir púlsi við til þess að greina hjartastopp og ákveða

6 6 hvort hefja skuli hjartahnoð. Ákvörðun um endurlífgun þarf að taka á innan við 10 sekúndum. Leitað er eftir púls í ljósi aldurs barns; ungbörn (brachial), börn (carotid), ungbörn og börn (femoral) Hlutfall hjartahnoðs og öndunar ræðst af því hvort einn eða fleiri sinna endurlífgun. Almenningi sem venjulega lærir einstaklingsmiðaða endurlífgun ætti að kenna hlutfallið 30 hnoð á móti 2 blástrum (30:2) sem er það sama og hjá fullorðnum, þannig að hver sá sem hlotið hefur þjálfun í grunnendurlífgun sé fær um að endurlífga börn með lágmarks viðbótar upplýsingum. Heilbrigðisstarfsfólk sem ber skylda til að bregðast við ætti að nota hlutfallið 15:2, en hlutfallið 30:2 má nota ef einn er að verki og sérstaklega ef ekki nást að öðrum kosti a.m.k. 100 hnoð á mínútu. Öndunarhjálp er sem fyrr mikilvægur þáttur endurlífgunar þegar um hjartastopp af völdum köfnunar er að ræða. Hvetja skal þá sem ekki geta eða vilja veita munn við munn öndun að framkvæma engu að síður hjartahnoð. Lögð er áhersla á að hjartahnoð sé rétt framkvæmt og með sem minnstum truflunum til þess að draga úr blóðþurrðartíma. Þrýsta skal niður a.m.k. 1/3 af þykkt brjóstkassa hjá öllum börnum (u.þ.b. 4 sm. hjá ungbörnum og u.þ.b. 5 sm. hjá börnum). Lögð er áhersla á að brjóstkassinn þenjist alveg út á milli hnoða. Hjá bæði ungbörnum og börnum á hnoðtaktur að vera a.m.k. 100/mín en skal ekki fara yfir 120/mín. Nota skal 2 fingur á bringubein hjá ungbörnum þegar einn endurlífgar en tveggja þumla aðferðina ef tveir eða fleiri koma að málum. Hjá eldri börnum getur sá sem endurlífgar valið að nota aðra hendina eða báðar við hjartahnoð. Notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja (AED) er örugg og árangursrík hjá börnum yfir 1 árs aldri. Sérhannaður búnaður (hugbúnaður/skaut) minnkar styrk rafstuða í J og er mælt með notkun slíks búnaðar hjá börnum á aldrinum 1-8 ára. Þó þessi búnaður sé ekki til staðar og orkumagn ekki stillanlegt á stuðtækinu sjálfu, má engu að síður beita því hjá börnum yfir 1 árs aldri. Skráð hafa verið tilvik um árangursríka notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja hjá börnum undir 1 árs aldri. Í þeim sjaldgæfu tilvikum þar sem um er að ræða stuðvænan takt hjá barni á þeim aldri, er eðlilegt að beita sjálfvirku hjartastuðtæki (helst með orkuskammtara). Til þess að stytta blóðþurrðartíma þegar nota á hjartastuðtæki skal halda áfram að hnoða á meðan tækið er hlaðið og skaut/álímdar gelplötur sett á sjúkling. Stutt hlé er gert á hnoði þegar rafstuð er gefið. Til einföldunar er sama aðferð notuð við rafstuðsmeðferð hjá börnum og fullorðnum þ.e. eitt 4 J/kg stuð í einu (nota helst tvífasa tæki, annars einfasa). Nota má barkarennur með blöðru (cuff) hjá ungbörnum og börnum. Stærð barkarennu fer eftir ákveðinni forskrift. Öryggi og gagnsemi þess að þrýsta á hringbrjósk (cricoid) við barkaþræðingu er ekki ljós. Því ætti að draga úr eða aflétta þrýstingi á hringbrjósk ef það torveldar öndunaraðstoð eða barkaþræðingu. Notkun koltvísýringsnema er hjálpleg til að staðfesta á rétta legu barkarennu og er mælt með notkun þeirra í endurlífgun til að meta gæði og árangur endurlífgunar. Þegar eiginlegri blóðrás hefur verið komið á er rétt að draga úr súrefnisgjöf til þess að minnka líkur á súrefnisofgnótt í blóði.

7 7 Notkun viðbragðsferla (rapid response system) á barnadeildum dregur mögulega úr tíðni hjartaog öndunarstopps og dauðsföllum af þeim orsökum. Ný viðfangsefni sem sérstaklega er fjallað um í þessum leiðbeiningum eru: áverkar, nokkrir alvarlegir hjartagallar og lungnaháþrýstingur Endurlífgun nýbura Megin breytingarnar sem fram koma í nýjum leiðbeiningum varðandi endurlífgun nýbura fela í sér: Hjá heilbrigðum nýburum er nú ráðlagt að setja ekki teygju á naflastreng fyrr en a.m.k. 1 mínútu eftir að fæðingu. Vegna ófullnægjandi gagna er ekki hægt að gefa leiðbeiningar um tímasetningu naflastrengsrofs hjá alvarlega veikum nýburum. Hjá fullburða nýburum skal nota loft við endurlífgun. Ef súrefnismettun er ófullnægjandi (miða við súrefnismettunarmæli) þrátt fyrir fullnægjandi öndunarhjálp er eðlilegt að auka styrk súrefnis í innöndunarlofti Börn sem fæðast fyrir 32 vikna meðgöngu ná mögulega ekki sömu súrefnismettun í andrúmslofti samkvæmt mettunarmæli og fullburða börn. Þessum börnum skal gefa súrefni blandað lofti samkvæmt súrefnismettunarmælingum. Ef súrefni blandað lofti er ekki við hendina skal nota það sem til er. Börn sem fædd eru fyrir 28 vikna meðgöngu á að setja í þar til gerðan plastpoka eða þekja með plastfilmu upp í háls án þess að þurrka þau áður. Þau skal síðan setja undir hitalampa og stuðla að stöðugu ástandi þeirra. Börnin eiga að vera í plastinu þar til þau hafa verið hitamæld við komu á nýburadeild. Fyrir þessa fyrirbura er mikilvægt að hitastig fæðingarstofu sé a.m.k. 26 C. Hlutfall hnoðs og öndunar við endurlífgun nýbura er sem fyrr 3 hnoð á móti 1 blæstri (3:1). Ekki er mælt með því að reyna að soga barnabik úr vitum barns þegar höfuðið er enn á spöng móður. Sé barnabik til staðar og barnið slappt með enga öndun er ráðlegt að skoða kokið snöggt og fjarlægja mögulega fyrirstöðu. Ef viðeigandi sérþjálfun er til staðar getur barkaþræðing með sogun komið að gagni. Ef barkaþræðing er hins vegar tafsöm eða tekst ekki, á að hefja öndunaraðstoð með grímu og belg og þá sérstaklega ef viðvarandi hægur hjartsláttur. Ef gefa á adrenalín er mælt með að það sé gefið í æð í skammtinum mcg/kg. Sé adrenalín gefið um barkarennu þarf að líkindum að nota a.m.k mcg/kg til að fá sömu áhrif og við gjöf 10 mcg/kg í æð. Sem viðbót við klínískt mat er mælt með mælingu koltvísýrings í útöndunarlofti nýbura með eðlilega blóðrás, til þess að staðfesta legu barkarennu á sem öruggastan hátt. Hjá fullburða eða nær-fullburða nýburum sem orðið hafa fyrir nokkuð alvarlegum eða alvarlegum súrefnisskorti í fæðingu ætti ef mögulegt er að beita kælimeðferð.

8 8 Megin atriðin varðandi kennslu í endurlífgun Lykilatriðin varðandi kennslu í endurlífgun fela í sér eftirfarandi: Endurskoða þarf kennsluaðferðir í endurlífgun til að tryggja að þær nái settum námsmarkmiðum. Markmið kennslunnar er að tryggja að nemendur læri og viðhaldi hæfni sinni og þekkingu svo þeir geti brugðist rétt við í raunverulegu hjartastoppi og þannig auka lífslíkur eftir endurlífgun. Íhuga skal þann möguleika að halda stutt námskeið sem byggja á sjálfsnámi með litlum eða engum leiðbeiningum frá leiðbeinanda í bland við verklegar æfingar, á móti hefðbundnum námskeiðum í grunnendurlífgun (BLS og AED). Allir ættu að fá þjálfun í hefðbundinni endurlífgun með hjartahnoði og blæstri. Hins vegur eru til aðstæður þar sem réttlætanlegt er að kenna hnoð eingöngu t.d. vegna tímaskorts á námskeiðum. Hvetja skal þá sem hafa fengið þjálfun í að hnoða eingöngu til að læra hefðbundna endurlífgun með hnoði og blæstri. Hæfni og þekking í grunn- og sérhæfðri endurlífgun hnignar mikið á þremur til sex mánuðum. Reglubundið mat á hæfni getur hjálpað til við að finna þá einstaklinga sem þurfa endurmenntun til að viðhalda þekkingu sinni og hæfni. Tæki sem veitir endurgjöf (feedback) getur haft góð áhrif á varðveislu kunnáttu í endurlífgun og því ætti að íhuga notkun slíkra tækja á námskeiðum fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk. Leggja þarf aukna áherslu á þætti eins og forystuhlutverk, teymisvinnu, verkefnastjórnun og góð samskipti í kennslunni því það getur bætt árangur í endurlífgun. Lagt er til að haldnir séu teymisfundir til að skipuleggja endurlífgunaraðferðir og fara yfir árangur af sýndar eða raunverulegum endurlífgunartilraunum. Slíkir fundir geta bætt bæði árangur teymisins og einstaklinga í því. Lítið er til af rannsóknum um áhrif þjálfun fólks í endurlífgun á raunveruleg afdrif sjúklinga. Þrátt fyrir að rannsóknir á brúðum (manikin) séu gagnlegar þarf að hvetja rannsakendur til þess að rannsaka og birta áhrif ólíkra kennsluaðferða á afdrif sjúklinga.

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

ENDURLÍFGUN NÝBURA. Klínískar leiðbeiningar FRÆÐSLUGREIN

ENDURLÍFGUN NÝBURA. Klínískar leiðbeiningar FRÆÐSLUGREIN FRÆÐSLUGREIN ENDURLÍFGUN NÝBURA Klínískar leiðbeiningar Herbert Eiríksson, sérfræðingur í nýburalækningum á Landspítala Elín Ögmundsdóttir, sérfræðingur í nýburahjúkrun á Landspítala Þórður Þórkelsson,

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Endurlífgun á börnum

Endurlífgun á börnum Endurlífgun á börnum klínískar leiðbeiningar Inngangur Þórður Þórkelsson 1 Barnalæknir Hjalti Már Björnsson 2 Læknir Gunnlaugur Sigfússon 1 Barnalæknir 1 Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 2 slysa- og

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Hvað er herminám? Tölvustýrðir sýndarsjúklingar

Hvað er herminám? Tölvustýrðir sýndarsjúklingar Þorsteinn Jónsson, Orri Jökulsson og Ásgeir Valur Snorrason, thorsj@hi.is Herminám í heilbrigðisvísindum gagn eða bara gaman? Tölvustýrðir sýndarsjúklingar eru enn fáir en þeim á eflaust eftir að fjölga.

More information

Sigrumst á sýklasótt

Sigrumst á sýklasótt Sigrumst á sýklasótt Leiðbeiningar um meðferð við svæsinni sýklasótt hjá fullorðnum Inngangur Gísli H. Sigurðsson Alma D. Möller sérfræðingar í svæfinga- og gjörgæslulækningum Svæfinga- og gjörgæsludeild

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM?

HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM? HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM? Þórlína Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, Hlíf Guðmundsdóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun BYLTUR ERU eitt af algengustu viðfangsefnum öldrunarhjúkrunar.

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining.

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Höfundar: YLVA TINDBERG, med dr, överläkare, barnhälsovårdsenheten i Sörmland GABRIEL OTTERMAN, överläkare, barnskyddsteamet,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Október Efnisyfirlit

Október Efnisyfirlit Klínískar leiðbeiningar um meðferð með ytri öndunarvél við bráðri öndunarbilun Leiðbeiningarnar ná eingöngu til ytri öndunarvéla (BiPAP Vision). Þær koma í stað eldri leiðbeininga frá árinu 2009. 1 Efnisyfirlit

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu

Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu GR 94:02 Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Þessar leiðbeiningar eru unnar í samvinnu við fulltrúa frá Röntgenlæknafélagi Íslands, Röntgentæknafélagi

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

Lyfjagát. =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c

Lyfjagát.   =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c Lyfjagát http://www.ema.europa.eu/ema/index.jsp?curl =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_000345.jsp&mid =WC0b01ac058058f32c Regulation 726/2004/EC með breytingum (1/3) Nýtt miðlægt leyfi

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma Kristín Rún Friðriksdóttir er hjúkrunarfræðingur, BS, á Vogi. Ragnheiður

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins Þykkni fyrir innrennslislausn Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn er varða öryggi við notkun YERVOY Leiðbeiningar um ávísun lyfsins YERVOY (ipilimumab) er ætlað til meðferðar við langt gengnu (óskurðtæku

More information

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað GEYMIÐ! Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað 7 skref til verndar börnum Leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum? Börn eru fengin til að taka

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Reykjavík, 7. desember Úrskurður nr. 22/2017. Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R

Reykjavík, 7. desember Úrskurður nr. 22/2017. Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R Reykjavík, 7. desember 2017 Úrskurður nr. 22/2017 Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R Kærandi: A Kæruefni: Tollflokkun 20 ökutækja I. Kæra Með bréfi, dags. 21. júní

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Hanna María Ásgrímsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed. gráðu í Leikskólakennarfræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið Apríl 2009 Lokaverkefni til B.Ed.

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Börn finna líka til. Verkjamat, verkjameðferð og verkjaupplifun barna. Rebekka Héðinsdóttir Sandra Sif Sigurjónsdóttir HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ

Börn finna líka til. Verkjamat, verkjameðferð og verkjaupplifun barna. Rebekka Héðinsdóttir Sandra Sif Sigurjónsdóttir HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Börn finna líka til Verkjamat, verkjameðferð og verkjaupplifun barna Rebekka Héðinsdóttir Sandra Sif Sigurjónsdóttir HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði Hjúkrunarfræðideild

More information

ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN

ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN Guðrún Kristinsdóttir prófessor emerita Guðrún Kristinsdóttir 2017 Birt að tilhlutan Vísindasiðanefndar Háskóla Íslands 1 Formáli Í vinnu við umsagnir

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Rannsókn á aðstæðum fólks sem hefur greinst með Alzheimerssjúkdóm á Íslandi á aldrinum 45-65 ára Febrúar 2005 Hanna Lára Steinsson Minnismóttaka LSH Landakoti EFNISYFIRLIT

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot

Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot Er munur á vitneskju ólíkra starfsstétta? Helga Theodóra Jónasdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Vitneskja

More information

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Lokaverkefni til B.Ed. prófs Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar Daggrós Stefánsdóttir 170184-2469 Edda Rún Gunnarsdóttir 051184-3199 Kennaraháskóli

More information

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL. Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL. Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu Ágúst 2010 Inngangur Meðfylgjandi upplýsingar eru teknar saman af greiningardeild ríkislögreglustjóra um mansal og hvernig

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið?

Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið? Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið? Árni Egill Örnólfsson 1 læknir, Einar Hjaltested 2 læknir, Ólöf Birna Margrétardóttir 3 læknir, Hannes Petersen 4,5 læknir ÁGRIP Tillgangur: Markmið

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Klínískar leiðbeiningar um meðferð sjúklinga sem þurfa hlé frá blóðþynningarmeðferð

Klínískar leiðbeiningar um meðferð sjúklinga sem þurfa hlé frá blóðþynningarmeðferð Klínískar leiðbeiningar um meðferð sjúklinga sem þurfa hlé frá blóðþynningarmeðferð Mars 2015 Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um meðferð sjúklinga sem þurfa hlé frá blóðþynningarmeðferð. 1 Efnisyfirlit

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI pjia RoActemra (tocilizúmab) (til gjafar í bláæð eða undir húð) við fjölliða barnaliðagigt af óþekktum orsökum (polyarticular juvenile idiopathic arthritis; pjia) MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði?

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Kennaradeild Leikskólabraut 2006 Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Jóhanna Sigrún Jónsdóttir Svava

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Mynd: Mismunandi FTTH-högun

Mynd: Mismunandi FTTH-högun Búnaður og tæki Passíf ljósnet (PON) P2MP og Ethernet P2P lausnir hafa um árabil verið notaðar víða um heim. Ýmis atriði hafa áhrif á val á búnaði, t.d. landfræðilegar aðstæður, viðskiptaáætlun o.s.frv.

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information