Þetta er ég en samt með þessu twisti Sviðsetning lífstílsbloggara

Size: px
Start display at page:

Download "Þetta er ég en samt með þessu twisti Sviðsetning lífstílsbloggara"

Transcription

1 Þetta er ég en samt með þessu twisti Sviðsetning lífstílsbloggara Ríkey Guðmundsdóttir Eydal Lokaverkefni til BA-gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið

2 Þetta er ég en samt með þessu twisti Sviðsetning lífstílsbloggara Ríkey Guðmundsdóttir Eydal Lokaverkefni til BA-gráðu í þjóðfræði Leiðbeinandi: Kristinn Schram Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Október 2015

3 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í þjóðfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. Ríkey Guðmundsdóttir Eydal 2015 Reykjavík, Ísland 2015

4 Útdráttur Ritgerð þessi varpar ljósi á hvernig íslenskir lífstílsbloggarar setja sig á svið. Einnig eru bloggin skoðuð út frá ólíku auðmagni (e. capital) sem bloggarar geta öðlast. Tekin voru viðtöl við fjóra virka lífstílsbloggara sem allir eru kvenkyns á þrítugsaldri. Í ritgerðinni eru frásagnir viðmælenda túlkuð auk þess sem blogg þeirra eru skoðuð út frá þeim kenningum sem sviðslistafræðin (e. performance studies) hefur uppá að bjóða. Farið er yfir umræðu um lífstílsblogg sem átti sér stað í samfélaginu og skoðað hvaða áhrif hún hafði á viðmælendurna og þeirra sjálfsmynd. Helstu niðurstöður eru þær að bloggarar fá mikið félagslegt auðmagn frá lesendum sínum. Hafi þeir mikið félaslegt auðmagn geta þeir öðlast efnahagslegt auðmagn út frá bloggum sínum. Ef bloggarar eru duglegir við að ræða persónuleg málefni geta þeir öðlast táknrænt auðmagn. Bloggararnir setja sig á svið á margskonar hátt. Opinber persóna þeirra skarast við þá sem þeir eru á bak við tjöldin. Þátttakendur í rannsókninni nota margskonar myndrænan texta til að sýna lesandanum hverjar þær eru. Einnig uppfylla þær fimm af sjö hlutverkum sviðslista sem sviðslistafræðingurinn Richard Schechner setti fram. Þær skapa fegurð, kenna, skemmta, skilgreina og móta sjálfsmynd sína og styrkja og binda saman samfélög. Þær setja sig allar á svið á bloggunum sínum sem birtist á ólíkan hátt. Það er þeim þó mjög mikilvægt að vera heiðarlegar um hverjar þær eru í daglegu lífi og rétt mynd af einstaklingunum skili sér til lesandans. 3

5 Efnisyfirlit Útdráttur... 3 Inngangur Rannsóknir og aðferðir Þjóðfræði og internetið Aðferðafræði Viðmælendur Hugtök og kenningar Auðmagn bloggara Sviðslist og flutningur bloggarans Sjö hlutverk sviðslista Myndrænn texti Óskýr mörk Niðurstöður Heimildaskrá

6 Inngangur Með tilkomu veraldarvefsins birtist fólki nýr tjáningarmiðill. Fólk gat farið að tjá sig um hvað sem er, hvenær sem er og hver sem er gat lesið það. Skömmu eftir að internetið varð almannaeign fór blogg að verða vinsæll tjáningarmiðill um lífið og tilveruna. Blogg er vefsíða á heldur óformlegum nótum sem rekin er af einni manneskju eða af litlum hópi fólks. Færslurnar koma reglulega og nýjasta færslan birtist efst. Blogg urðu til nánast um leið og veraldarvefurinn var aðgengilegur almenningi. Í svari Daða Ingólfssonar tölvunarfræðings við spurningunni Hvað er blogg og hvaðan er það upprunnið? á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að blogg sé í raun dagbókarform á netinu. Hægt er að rekja bloggið til ársins 1998 en þá þurfti kunnáttu í forritun til að getað bloggað. Í seinni tíð hafa komið fram margar vefsíður sem einfalda bloggsíðugerð til muna og því getur hver sem er bloggað nú til dags 1. María Ásdís Stefánsdóttir fjallaði um matarblogg í lokaverkefni sínu í hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Þar bendir hún meðal annars á að lífstílsblogg hafa aukist til muna með tilkomu allskonar samfélagsmiðla, s.s. Facebook, Instagram og Snapchat. Með auknu framboði samfélagsmiðla breyttist bloggið að hennar mati, en fólk fann annan farveg fyrir ýmsar vangaveltur sem áður voru á bloggum og þematengd blogg urðu meira áberandi 2. Þau blogg sem fjallað er um hér eru hin svokölluðu lífstílsblogg. Lífstíll er hugtak sem notað er til að lýsa hvernig manneskja lifir sínu lífi. Hugtökunum lífstíll og blogg hefur verið splæst saman í orðið lífstílsblogg en það snýr að bloggurum sem fjalla aðallega um líf sitt. Þau blogg sem hér eru skoðuð mætti segja að séu samtvinnungur úr tískubloggum, förðunarbloggum og daglegu lífi bloggaranna. Helsta einkenni bloggsins er það að nýasta færslan birtist efst. 1 Daði Ingólfsson, Hvað er blogg og hvaðan er það upprunnið?. 2 María Ásdís Stefándsdóttir, þar hef ég algjörlega frjálsar hendur, 5. 5

7 Bloggsíðan Trendnet.is opnaði í ágúst Ég sá auglýsingu fyrir bloggsíðuna í dagblaði og ákvað í framhaldi að skoða hana. Eftir það var ekki aftur snúið og áhugi minn á bloggum kviknaði. Ég fann fleiri íslensk blogg til að lesa og fann að þarna var eitthvað áhugavert. Þó mörg þessara blogga væru titluð sem tískublogg fann ég að ég var ekki að lesa þetta vegna áhuga á tísku, heldur miklu frekar vegna áhuga á fólki. Fólkinu á bak við bloggin sem sagði frá allskyns uppákomum í sínu lífi samhliða því að fjalla um tísku, snyrtivörur eða mat. Ég var því með óljósa hugmynd um að mig langaði til að rannsaka eitthvað sem tengdist bloggurum. Eftir að hafa setið áfanga um sviðslistafræði í Háskóla Íslands fann ég að kenningarnar sem þar voru kenndar pössuðu vel við vangaveltur mínar um blogg. Rannsóknarspurningin er: Á hvaða hátt setja lífstílsbloggarar sig á svið á bloggum sínum? Hafa lífstílsbloggarar einhvern ágóða af bloggum sínum? Ritgerðin byggist upp á viðtölum við fjóra íslenska lífstílsbloggara, þær Þórunni Ívarsdóttur bloggara á Thorunnivars.is, Ernu Hrund Hermannsdóttur bloggara á Reykjavík Fashion Journal á Trendnet.is, Guðrúnu Veigu Guðmundsdóttur bloggara á Gveiga.blogspot.com og Báru Ragnhildardóttur, þá bloggara á Ragnhildardottir.is, sem færði sig síðar yfir á Fagurkerar.is. Ritgerðin skiptist í fjóra meginhluta. Í fyrsta hlutanum er örstutt yfirferð á þjóðfræðirannsóknum á viðfangsefnum internetsins. Því næst er farið yfir aðferðafræði rannsóknarinnar. Í lok fyrsta hluta er stutt kynning á viðmælendunum. Í öðrum hluta er farið yfir helstu hugtök og kenningar sem notaðar verða til að varpa ljósi á viðfangsefnið. Í þriðja hluta er farið yfir hvernig ágóða má fá af lífstílsbloggum auk þess er rætt um gagnrýni sem átti sér stað í íslensku samfélagi á meðan ritgerðin var í vinnslu. Í fjórða hluta eru bloggin skoðuð út frá kenningum sviðslistafræðinnar. Að lokum er niðurstöðukafli þar sem helstu niðurstöður eru teknar saman. 6

8 1. Rannsóknir og aðferðir 1.1 Þjóðfræði og internetið Timothy Berners-Lee skapaði veraldarvefinn (e. the World Wide Web) árið Árið 1992 var hann opnaður fyrir allan almenning 3, frá þeim tíma hefur internetið stækkað og orðið stór hluti af daglegu lífi fjölda fólks um allan heim. Vegna þess hve internetið 4 er orðið stór hluti af daglegu lífi fólks má leiða að því líkum að þjóðfræðiefni fyrirfinnist þar líkt og í öðrum mannlegum samskiptum. Þjóðfræðingurinn Alan Dundes sagði í ræðu sinni á þingi American Folklore Society árið 2005 að þjóðfræðin muni halda áfram að lifa í stafrænum heimi þökk sé útbreiðslu stafrænna samskipta 5. Trevor J. Blank ritstýrði bókinni Folklore and the Internet: Vernacular Expression in a Digital World þar sem fjallað er um þjóðfræðilegar rannsóknir á veraldarvefnum. Í inngangi bókarinnar veltir Blank því fyrir sér hvers vegna þjóðfræðingar hafi ekki rannsakað internetið í miklum mæli. Þar bendir hann einnig á mikilvægi þess að þjóðfræðingar taki internetið í sátt og inn í sínar rannsóknir í auknum mæli 6. Í sömu bók fjallar Simon J. Bronner um hvernig þjóðfræðiefni hefur færst yfir á internetið að einhverju leyti 7. Hann leitast einnig við að útskýra hvort þjóðfræðiefni hafi breyst við að fara á internetið. Hann bendir á að internetið sé gagnvirkur miðill sem býður uppá óformleg mannleg samskipti 8. Hér verður fjallað um blogg út frá hugmyndum sviðslistafræðinnar (e. performance studies) auk þess sem skoðað verður hvaða áhrif félagslegt og efnahagslegt auðmagn hefur á lífstílsbloggara. Á ráðstefnu American Folklore Society árið 1974 hélt þjóð-, mann- og félagsvísindafræðingurinn 3 Blank, Introduction, 2 4 Internetið hefur verið þýtt sem alnetið á íslensku en þar sem orðið internet hefur náð betri fótfestu í íslensku verður það notað hér. 5 Dundes, Folkloristics in the Twenty-First Centurie, Blank, Introduction, Bronner, Digitizing and Virtualizing Folklore, Bronner, Digitizing and Virtualizing Folklore, 25. 7

9 Dell Hymes ræðu þar sem hann lagði til viðmið fyrir þjóðfræðina í þeim tilgangi að hún gæti sérhæft sig og aðgreint frá öðrum mannvísindafræðigreinum. Hann stakk uppá að þjóðfræðin myndi aðallega horfa til tegunda (e. genre), hefða (e. tradition), ástands og samhengis (e. situation), sköpunar (e. creativity) og sviðslistar (e. performance) 9. Þessi ræða hafði mikil áhrif á þróun þjóðfræðinnar og þjóðfræðingar hafa margir hverjir aðallega fengist við þessi hugtök. Sviðslistafræðin hefur þróast mikið sem fræðigrein 10 og allt frá því að Erving Goffman skrifaði bók sína The Presentation of Self in Everyday Life hefur sviðslist í daglegu lífi verið skoðuð á mörgum ólíkum sviðum. Blogg hafa lítið sem ekkert verið rannsökuð af íslenskum þjóðfræðingum, en aðrar fræðigreinar hafa fjallað meira um bloggmiðla. Það virðist líka vera lítið til af erlendum þjóðfræðirannsóknum á bloggum. 1.2 Aðferðafræði Ég ákvað að gera viðtalsrannsókn þar sem mér fannst mikilvægt að heyra frá viðmælendum mínum hvers vegna þær blogga. Hér var tekið viðtal við fjóra bloggara, þær Þórunni Ívarsdóttur, Ernu Hrund Hermannsdóttur, Guðrúnu Veigu Guðmundsdóttur og Báru Ragnhildardóttur. Þær verða betur kynntar síðar í þessum kafla. Nauðsynlegt er í viðtalsrannsókn að gera sér grein fyrir þeim vanköntum sem því getur fylgt. Í bókinni Recording Oral History fer Valerie Raleigh Yow yfir það sem hafa ber í huga við gerð viðtalsrannsókna. Þar bendir hún meðal annars á hversu mikil áhrif það getur haft á viðmælandann að fara í viðtal. Oft telur viðmælandinn að hann hafi ekkert merkilegt að segja um málefnið og að einhver annar sé mun heppilegri, en aðrir eru ánægðir með að fá einhvern til að hlusta á sína sögu 11. Þórunn, Erna Hrund og Guðrún Veiga virtust frekar upp með sér að ég hefði kosið að tala við þær og gerðu sér grein fyrir því að þær eru 9 Hymes, Folklore s Nature and the Sun s Myth, Schechner, Performance Studies, Yow, Recording Oral History,

10 sérfræðingar í sínum eigin bloggum. Bára var aftur á móti meira hikandi og fannst hún heldur lítill bloggari til þess að taka þátt í þessari rannsókn. Yow bendir einnig á að skap viðmælandans skiptir máli í viðtalinu og getur haft áhrif á hvað kemur út úr viðtalinu 12. Vel getur verið að það hafi haft mun meiri áhrif á viðtölin heldur en ég gerði mér grein fyrir í fyrstu. Öruggur viðmælandi skilar sér í öruggu viðtali. Því er munurinn á viðtölum Þórunnar, Ernu Hrundar og Guðrúnar Veigu lítill, þar sem þær voru allar tilbúnar til að ræða um bloggin sín af öryggi, en viðtalið við Báru er öðruvísi og ég tel að minnstu upplýsingarnar hafa komið fram í því. Yow tekur líka fram að það sé gott að láta viðmælandann vita að rannsakandinn hafi áhuga á því sem hann segir, að rannsakandinn rengi ekki það sem viðmælandinn segir og dæmi hann ekki, heldur leggi sig fram um að skilja það 13. Um það leyti sem viðtölin voru tekin skaut upp kollinum vefsíða sem gerði grín að lífstílsbloggurum. Þar bloggaði einstaklingur undir nafnleynd og kallaði sig Trendsetterinn. Nánar verður fjallað um það og áhrif Trendsetterins á viðtölin síðar í þessum kafla. Vegna þessa Trendsetters tók ég fram við viðmælendur mína að ég hefði ekki áhuga á að gera lítið úr þeim eða bloggum þeirra, heldur vildi ég skoða lífstílsblogg sem fyrirbæri og út frá kenningum þjóðfræðinnar. Eins og áður sagði þá byggist þessi rannsókn upp á eigindlegum viðtölum. Jón Gunnar Bernburg útskýrir muninn á megindlegri og eigindlegri rannsóknaraðferð í svari sínu á Vísindavef Háskóla Íslands við spurningunni Hvernig útskýrir maður rannsóknaraðferðir félagsvísinda? Þar segir hann að eigindleg rannsókn byggist á túlkun einstaklings á sínum veruleika og reynslu. Meginleg rannsóknaraðferð byggist aftur á móti á aðferðum náttúruvísinda og niðurstöðurnar eru tölulegur samanburður en eigindleg aðferð gefur þemu og hugtök sem hægt er að nota til að bera 12 Yow, Recording Oral History Yow, Recording Oral History,

11 saman upplifanir ólíkra einstaklinga 14. Því fylgja bæði kostir og gallar að notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Kostirnir eru þeir að í eigindlegri rannsókn getur fólk tjáð sig nánar og meira um ákveðna hluti, heldur en í megindlegum og lagt áherslu á það sem því finnst skipta máli. Viðmælandinn getur einnig komið inná eitthvað sem rannsakandanum datt ekki í hug og þannig geta nýjar spurningar vaknað 15. Aftur á móti eru eigindlegar rannsóknir tímafrekar og úrtakið verður aldrei jafn stórt og í megindlegri. Vegna þess að úrtakið er ekki jafn stórt þarf að fara varlega í að yfirfæra niðurstöðurnar yfir á stóran hóp fólks. Margir fræðimenn í félagsvísindum eru ekki hrifnir af eigindlegum aðferðum vegna þess að það gefur ekki nógu góða mynd af heildinni. Þó nær megindleg rannsókn ekki jafn mikilli dýpt og eigindleg rannsóknaraðferð og því gefa þær ólíka sýn á efnið. Ástæðan fyrir því að hér er notast við eigindleg viðtöl er sú að hér er einungis rannsakaður lítill hópur bloggara. Leitast var við að viðtölin myndu dýpka skilning minn á bloggurum og því sem þeir blogga um. Auk þess að taka viðtöl las ég bloggfærslur viðmælenda minna. Viðtölin voru svokölluð hálfopin viðtöl. Með hálfopnu viðtali er átt við að ég sem spyrill spurði viðmælendur mína ákveðinna spurninga. Viðmælandinn hefur aftur á móti frelsi til að svara spuringunum eins og hann vill. Þá er mikilvægt að gefa honum góðan tíma til að svara þeim en ekki demba yfir hann spurningaflóði á stuttum tíma. Með því að hafa hálfopin viðtöl stýrir spyrillinn viðtölunum að einhverju leyti en viðmælandanum er þó frjálst að tjá sig um ákveðna hluti og bæta við, finnist honum það skipta máli í viðtalinu. Bloggin verða greind út frá kenningum sviðslistafræðinnar. Lesendur blogganna eru ekki skoðaðir hér. Ástæðan er sú að rannsóknin er fremur lítil svo ekki gefst svigrúm til að skoða þá sérstaklega. 14 Jón Gunnar Bernburg, Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda? 15 Yow, Recording Oral History, 5. 10

12 Ég sem spyrill get haft áhrif á viðmælendur mína. Þar sem þær telja að flestir sinna lesenda séu kvenmenn 16, hefur það að öllum líkindum hjálpað mér að vera kona í þessum viðtölum. Yow bendir á að kyn og aldur skiptir máli þegar kemur að spyrlum og viðmælendum 17. Hún leiðir líkum að því að ef kyn, aldur, stétt og staða viðmælenda og spyrils sé svipuð, verði tjáskiptin betri 18. Ég tel það hafa hjálpað mér að vera ung kona sem les blogg, í viðtölunum. 1.3 Viðmælendur Eins og áður segir þá er þessi rannsókn unnin út frá eigindlegri rannsóknaraðferð og byggist að miklu leyti á viðtölum. Auk viðtalanna styðst ég við bloggfærslur viðmælenda minna, sem eru sem fyrr segir fjórir bloggarar sem ég valdi úr hópi íslenskra lífstílsbloggara. Ég hef lesið blogg þeirra reglulega. Ég ákvað að hafa samband við þær í gegnum tölvupóstföng sem þær gefa upp á vefsíðum sínum. Þær tóku allar vel í það að koma í viðtal og gáfu mér góðfúslegt leyfi til þess að nota bloggsíður þeirra í gagnaöflun. Viðtölin voru á bilinu mínútur og voru tekin upp í nóvember Ég reyndi eftir fremsta megni að lofa viðmælendunum að koma skoðunum sínum á framfæri. Hér á eftir verður gerð örstutt grein fyrir viðmælendum mínum. Þórunn Ívarsdóttir er 25 ára Garðbæingur, búsett í Reykjavík. Hún bloggar á síðunni Thorunnivars.is. Hún hefur bloggað í þrjú ár og skilgreinir sjálfa sig sem tísku-, förðunar- og lífstílsbloggara. Hún er menntuð í fatahönnun og leggur stund á viðskiptafræði við Háskóla Íslands 19. Ástæðan fyrir því að leitast var við að taka viðtal við hana er vegna vinsælda hennar sem bloggara, auk þess sem hún heldur sjálf úti sinni eigin síðu. 16 RGE2014_3, RGE2014_4, RGE2014_5, RGE2014_6. 17 Yow, Recording Oral History, Yow, Recording Oral History, RGE2014_3. 11

13 Erna Hrund Hermannsdóttir er 25 ára móðir úr Reykjavík og bloggar á síðunni Reykjavik Fashion Journal sem núna er hluti af bloggvefnum Trendnet.is. Hún skilgreinir sig sem förðunarbloggara. Hún byrjaði að blogga í júlí 2011 en í ágúst 2012 var henni boðið að vera með á fyrrnefndum bloggvef. Hún er menntaður förðunarfræðingur og starfar einnig sem samfélagsmiðlaráðgjafi 20. Auk þess er hún stofnandi blaðsins Reykjavík Makeup Journal sem gefið er út af Hagkaup 21. Ástæða þess að viðtal var tekið við Ernu Hrund er sú að hún er einn virkasti lífstílsbloggari á Íslandi, og hluti af stærri bloggheild, Trendnet.is. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er 29 ára móðir frá Eskifirði, búsett í Reykjavík, sem hefur bloggað í rúm tvö ár 22 á síðunni Gveiga85.blogspot.com. Hún skilgreinir sig sem lífstílsbloggara. Hún var að leggja lokahönd á meistararitgerð sína í mannfræði þegar viðtalið var tekið við hana 23. Hún gaf út matreiðslubókina Nenni ekki að elda 27. nóvember Ástæðan fyrir því að rætt var við Guðrúnu Veigu er sú að hún er líkt og Þórunn og Erna Hrund gríðarvinsæll bloggari, en er þó ólík þeim að því leyti að hún leggur minni áherslu á tísku og förðunarvörur. Bára Ragnhildardóttir er 27 ára starfsmaður hjá Motus og bloggði á síðunni Ragnhildardóttir.com 25 þar sem hún sagðist blogga um allt milli himins og jarðar 26. Hún hefur bloggað í rúmt ár og er því sá viðmælandi sem hefur bloggað í skemmstan tíma. Í apríl 2015 færði Bára sig yfir á hópbloggið Fagurkerar.is sem gestabloggari. Ástæða þess að talað var við Báru er sú að hún bloggar minna en hinir bloggararnir. Auk þess er hennar starfsframi ótengdur blogginu, ólíkt hinum bloggurnum. 20 RGE2014_4. 21 Erna Hrund Hermannsdóttir, Um RFJ. 22 Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, Laugardagsmorgunn. 23 RGE2014_5. 24 Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, Nenni ekki að elda. 25 RGE2014_6. 26 Bára Ragnhildardóttir, Ragnhildardóttir: blogg um allt milli himins og jarðar. 12

14 Þar sem Erna Hrund er förðunarfræðingur bloggar hún mikið um förðun og snyrtivörur. Þó er það ekki svo að hún bloggi einungis um snyrtivörur heldur er hún einnig dugleg við að segja frá sínu lífi, fötunum sem hún gengur í, syni sínum og fleiru í þeim dúr. Þórunn bloggar mikið um förðun, snyrtivörur og tískufatnað en hún hefur dálk á síðunni sinni með yfirskriftinni lífstíll. Hún sagði að hún hefði búið þann dálk til fyrir það sem passaði hvorki innan tísku né förðunar 27. Guðrún Veiga sagði sjálf að hún félli undir skilgreininguna lífstílsbloggari þar sem hún bloggar aðallega um sjálfa sig og sitt líf. Í seinni tíð hefur þó aukist hjá henni að blogga um mat, og þá aðallega einfaldar og furðulegar uppskriftir. Matur og matarvenjur flokkast líka undir lífstíl og úr því að bloggið snýst ekki fyrst og fremst um mat þá passar hugtakið lífstílsblogg vel yfir það. Bára bloggar mikið um heimagerð verkefni (e. Do It Yourself), en auk þess fjallar hún um margt annað sem tengist hennar lífstíl. Ég les bloggin þeirra reglulega og þess vegna vissi ég nokkurnveginn hvernig bloggarar þær eru og gat því notað þá vitneskju mína í undirbúningi fyrir viðtölin. Ég var því fljót að leita að færslum sem ég vildi skoða betur og átti auðvelt með að tengja við ákveðnar færslur þegar bloggararnir ræddu þær í viðtölunum. Ég hafði hugsað upp og skrifað hjá mér nokkrar spurningar sem ég vildi helst fá svör við. Ég studdist við þær að mestu leyti í öllum viðtölunum. Viðtölin við Þórunni, Ernu Hrund og Guðrúnu Veigu voru öll um hálftíma löng en viðtalið var Báru var nokkuð styttra, einungis fimmtán mínútur. Þar sem allir viðmælendur mínir eru enn að blogga taka viðtölin við þær mið af þeirra samtíma og hvernig þær blogguðu í nóvember Í lok október 2014 kom fram á sjónarsviðið bloggsíðan Trendsetterinn.worldpress.com sem gerði grín að lífstílsbloggurum, en ekki var gefið upp hver stóð á bak við síðuna. Síðan rataði víða og varð mikið lesin á skömmum tíma en hætti svo einungis örfáum dögum seinna. Þessi 27 RGE2014_3. 13

15 Trendsetter hafði gríðalega mikil áhrif á lífstílsbloggara þessa daga og þar sem viðtölin mín voru tekin einungis nokkrum vikum síðar litast þau af samfélagsumræðunni sem spratt upp út frá Trendsetternum. Ég veit ekki hver var á bak við síðuna en ég sendi einkaskilaboð í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook til Trendsettersins og fékk leyfi hjá stúlkunni sem stendur á bak við Trendsetterinn til að nota bloggið í ritgerðinni. Þetta fannst mér nauðsynlegt til þess að geta varpað skýrara ljósi á hvað það var sem gerðist í samfélaginu í október 2014 og hafði þessi áhrif á viðmælendur mína. Auk þess hefur komið fram gagnrýni á lífstílsbloggara reglulega í samfélaginu sem reynt verður að taka mið af hér á eftir. 2. Hugtök og kenningar Hér á eftir verður farið yfir þau hugtök sem koma fram í ritgerðinni en fjallað verður betur um þau í samhengi við efni ritgerðarinnar þegar þar að kemur. Sviðslistafræði er hugtak sem er mikið notað innan þjóðfræðinnar. Sviðslist er flutt svo einnig verður talað um flutning þar sem við á. Félagsvísindamaðurinn Erving Goffman skilgreinir sviðslist sem svo: A performance may be defined as all the activity of a given participant on a given occasion which serves to influence in any way any of the other participants 28. Þjóðfræðingarnir Martha C. Sims og Martine Stephens benda á í bók sinni Living Folklore að flutningur er athöfn með tjáningu sem krefst þátttöku, eykur ánægju okkar af reynslunni og býður uppá svörun 29. Við þetta má svo bæta að prófessor í sviðslistafræðideildinni í Háskólanum í New York, Richard Schechner tekur fram í bók sinni Performance Studies: An Introduction að þó ekki falli allt undir þá skilgreiningu að vera sviðslistafræði, þá má rannsaka flest allt sem sviðslist 30. Hér verða blogg 28 Goffman, The Presentation of Self in Everyday Life, Sims og Stephens, Living Folklore, Schechner, Performance Studies,

16 skoðuð sem sviðslist og skoðað verður hvernig þær kenningar sem sviðslistafræðin hefur uppá að bjóða passa við bloggin og bloggarana. Flutningur í daglegu lífi (e. performance in everyday life) hefur í gegnum tíðina verið notað yfir þau atvik þar sem hægt er að greina sviðslistalegan fluting í daglegu lífi. Schechner útskýrir flutning í daglegu lífi á þann hátt að manneskja beitir sér á ákveðinn hátt eftir aðstæðum hverju sinni til þess að koma sjálfsmynd sinni á framfæri, til dæmis með raddblæ eða fatnaði. Oftast er flutningurinn afslappaður, næstum þannig að maður tekur ekki eftir honum 31. Kanadíski fræðimaðurinn Ervig Goffman er upphafsmaður þessarar kenningar. Hann gaf út bókina The Presentation of Self in Everyday Life árið Þar fer hann yfir hvernig greina má athafnir daglegs lífs sem sviðslist. Hugtakið auðmagn (e. capital) kemur upphaflega frá Karl Marx en hann gekk út frá því að einungis væri um efnahagslegt auðmagn að ræða. Franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu notaði auðmagn mikið í sínum kenningum. Hann skipti auðmagni í fleiri flokka og þeirra helstu eru efnahagslegt auðmagn, félagslegt auðmagn, táknrænt auðmagn og menningarlegt auðmagn 32. Efnahagslegt auðmagn er það sem vanalega þekkist sem auður og er það fjármagn sem einstaklingur hefur, eða getur eignast á auðveldan hátt í gegnum viðskipti. Menningarlegt auðmagn birtist á þrjá vegu, það er líkamnað (e. embodied), hlutgert (e. objectified) og stofnanabundið (e. institutionalized). Líkamnað auðmagn er bundið líkama einstaklings og birtist meðal annars í færni, gáfum og útliti. Hlutgert auðmagn er auðmagn sem metið er út frá ýmsum menningarverðmætum, líkt og bókum, ljósmyndum og þessháttar. Stofnanabundið auðmagn er auðmagn sem birtist í allskyns stofnunum samfélagsins svo sem háskóla og hjónabandi 33. Félagslegt auðmagn birtist í samböndum fólks, fjölskyldu, 31 Schechner, Performance Studies, Davíð Kristinsson, Inngangur, Bourdieu, The Forms of Capital,

17 tengslaneti, og sterkri félagslegri stöðu 34. Táknrænt auðmagn sýnir samfélagslega stöðu fólks og getur fært þeim sem það hafa völd og áhrif. Táknrænt auðmagn birtist oft í titlum eða viðurkenningum 35. Þjóðfræðihópur (e. folk group) er samkvæmt skilgreiningu þjóðfræðingsins Alan Dundes úr bókinni Interprenting Folklore tveir eða fleiri einstaklingar sem eiga eitthvað sameiginlegt 36. Hann bendir jafnframt á að hópurinn hafi í flestum tilfellum einhverskonar hefð sem hann lítur á sem sína. Auk þess nefnir hann að það sé ekki víst að allir meðlimir hópsins þekkist en meðlimirnir þekkja hefðirnar og það sem bindur hópinn saman. Þar sem hugtakið þjóðfræðihópur er fremur teygjanlegt auðveldar það okkur að skilgreina hvar þjóðfræðiefni þrífst, því hóparnir geta verið mjög stórir, eins og heilu þjóðirnar, eða mjög litlir eins og fjölskylda 37. Segja má að bloggarar séu einn þjóðfræðihópur sem á það sameiginlegt að blogga. Lesendur hvers og eins bloggs eru einnig hópur sem á lestur bloggsins sameiginlegan. Sims og Stephens bæta því við að meðlimir hópsins læra að þekkja tugnumál hans, hegðun og skrifaðar og óskrifaðar reglur hans 38. Sjálfsmynd (e. identity) er það hvernig einstaklingur sér sjálfan sig, og getur það haft áhrif á líðan hans. Sálfræðingurinn Erik Erikson var einn sá fyrsti sem skilgreindi sjálfsmynd og skrifaði hann meðal annars bókina Identity: Youth and Crisis sem kom út árið Þar segir hann sjálfsmynd vera tilfinningu einstaklings að upplifun hans á sjálfum sér sé í samræmi við upplifun annarra á honum 39. Þjóðfræðingurinn Alan Dundes benti síðar á í bók sinni Folklore Matters að fólk noti oft þjóðfræðiefni til að skilgreina sjálfsmynd sína Bourdieu, The Forms of Capital, Davíð Kristinsson, Inngangur, Dundes, Interpreting Folklore, Dundes, Interpreting Folklore, Sims og Stephens, Living Folklore, Erikson, Identity, Dundes, Folklore Matter, 9. 16

18 3. Auðmagn bloggara Eins og áður kom fram setti Bourdieu fram kenningar um mismunandi auðmagn. Hann skipti auðnum aðallega í fjóra flokka, efnahagslegt, félagslegt, táknrænt og menningarlegt auðmagn. Segja má að bloggarar fái ákveðið auðmagn fyrir að blogga. Fyrst ber að nefna félagslegt auðmagn. Þar sem bloggarar skrifa á internetinu fyrir allra augum, vilja þeir flestir hafa lesendahóp. Til þess að fá lesendur til sín þurfa þeir að blogga um eitthvað sem vekur athygli og áhuga fólks og margir bloggarar fá sinn fasta lesendahóp með tíð og tíma. Sumar færslur eru vinsælli en aðrar. Með því að eignast þennan fasta lesendahóp má í raun segja að bloggarinn öðlist ákveðið félagslegt auðmagn. Erna Hrund bendir til dæmis á að hún fylgist mjög vel með lesendatölunum sínum, þ.e. hversu margir skoða hverja færslu fyrir sig. Þannig fær hún skýra mynd af því hvað virðist falla í kramið hjá lesendum og notar það til þess að aðlaga bloggið sitt betur að lesendahópnum 41. Með því að halda úti vinsælli bloggsíðu má segja að félagslegt auðmagn bloggarans aukist, sér í lagi í augum lesendahópsins. Heimspekingurinn Davíð Kristinsson bendir á í inngangi að bókinni Almenningsálitið er ekki til að það sé mismunandi eftir samfélagshópum hvaða auðmagn er ríkjandi innan þeirra. Hópurinn er sannfærður um að eitthvert eitt ákveðið auðmagn sé merkilegra en eitthvert annað og því keppist fólk við að fá það auðmagn sem hentar best fyrir þá hópa sem það tilheyrir 42. Vegna þess hvernig félagslegt auðmagn getur varpað ljósi á vinsældir bloggsins má segja að það sé eitt það mikilvægasta innan bloggarahópsins. Bloggarar geta einnig haft ágóða af bloggum sínum og fengið þannig efnahagslegt auðmagn. Þeir geta fengið greitt fyrir bloggin sín til dæmis með auglýsingatekjum, annars vegar selja þeir auglýsingar á þartilgerð auglýsingarsvæði á síðunni sinni og hins vegar auglýsa þeir í 41 RGE2014_4. 42 Davíð Kristinsson, Inngangur,

19 bloggfærslunum sjálfum. Fyrir þær auglýsingar sem birtast á bloggsíðunni sjálfri fá bloggararnir oft greitt í peningum. Fyrirtæki meta sjálf út frá hversu margir lesa bloggið hvort það borgi sig að auglýsa hjá tilteknum bloggara. Auglýsingar í bloggfærslunum sjálfum er aftur á móti erfiðara að greina og hefur skapast mikil umræða um þær auglýsingar. Til dæmis má nefna huldubloggið Trendsetterinn sem skaut upp kollinum um mánaðamótin október nóvember 2014, eins og áður hefur komið fram. Á því bloggi gerir þessi svokallaði Trendsetter stólpagrín að lífstílsbloggurum þar sem meðal annars birtist færsla þar sem Trendsetterinn þakkar fyrir að fá gefins alls kyns varning gegn því að blogga jákvætt um hann á síðunni sinni 43. Áður en þetta gerðist var nokkur titringur innan samfélagsins um að bloggarar væru að þiggja gjafir gegn jákvæðum orðum í garð ákveðins varnings. Með þessari tilteknu bloggfærslu vildi Trendsetterinn vekja athygli á því að ekki sé alltaf hægt að treysta orðum bloggarans ef varan er fengin að gjöf. Bloggsíða Trendsettersins varð gríðarvinsæl á örfáum dögum og margir fögnuðu því að verið væri að gera grín að bloggunum. Segja má að Trendsetterinn hafi öðlast gríðalegt félagslegt auðmagn hjá ákveðnum hópi á stuttum tíma. Ein stærsta gagnrýni sem lífstílsbloggarar fá eru að þeir segi ekki satt og rétt frá öllu og máli mynd af fullkomnu lífi sem er ekki þeirra líf. Erna Hrund nefndi í viðtalinu að hún hafi sjálf ekki fengið beint slæma útreið frá Trendsetternum, en þó hafi verið ein færsla sem hún tók til sín 44 sem er sú færsla sem rætt var um hér að ofan. Í þeirri færslu talar Trendsetterinn um naglalakk og bætir við skilaboðum neðst á blogginu um að hún sé alltaf til í að fá snyrtivörur að gjöf til umfjöllunar 45. Erna Hrund sagði að það hefði verið erfitt fyrir sig: Þarna Trendsetterinn mætti og Trendsetterinn beint fékk ekki mikið á mig nema svo kom færsla hjá henni sem ég tók svolítið til mín, sem særði mig svolítið en ég þurfti bara svo pústa og komast yfir það og svona kannski 43 Trendsetterinn, New in.. 44 RGE2014_4. 45 Trendsetterinn, New in.. 18

20 venjast því þú veist. Auðvitað er þetta allt í lagi og ég hef alveg húmor fyrir sjálfri mér og ég veit alveg að ég er að gefa færi á mér. Það sem var rosalega vont var að sjá hvernig fólk á Facebook nýtti sér færslurnar hennar til þess að tala illa um bloggara og ekki bara mig heldur líka bara vinkonur mínar sem fengu rosa slæma útreið og fólk var bara að gera grín að þeim og það svona jaðraði við að það var bara að leggja þær í einelti á Facebook. Fólk sem að þekkti þær ekki einu sinni fólk sem var að nýta færslurnar hennar Trendsetterins til þess að draga okkur hin niður. Ég held að markmið stelpunnar sem er með Trendsetterinn hafi aldrei verið það. Ég held að hennar markmið hafi verið að vekja svolítið athygli á sumu og aðeins hvetja fólk til að bara vera sjálfstætt [hlátur] ég held það, án þess að ég viti nokkuð um það [hlátur] Ég held að þetta hafi aldrei verið markmiðið en þetta gerðist. Það var rosalega erfitt og rosa leiðinlegt og mig langar að geta bara verið ég og geta bara verið ég sjálf og finna alltaf upp á einhverju nýju og bara vera einmitt kannski já alltaf að gera mitt en aldrei að vera sú sem er sökuð um að gera eins og allir hinir. Mér finnst það rosa mikilvægt [hlátur] svo maður geti haft svoldið sína sérstöðu, ég veit það ekki. Þetta er rosa skrítinn heimur þessi bloggheimur 46. Eins og sést hafði Trendsetterinn mikil áhrif á Ernu Hrund, og þá aðallega viðbrögð fólks við blogginu hennar. Erna Hrund tekur fram að hún telji það ekki hafa verið markmiðið hjá Trendsetternum að skapa vettvang fyrir miðurfallega umræðu heldur frekar að hvetja fólk til að hugsa sjálfstætt. Þó Erna Hrund upplifði þetta svona var Guðrún Veiga á öndverðum meiði: þetta var ógeðslega fyndið sko en þú veist þetta var bara eitthvað sem maður þurfti virkilega á að halda 47. Í pistli sem Guðrún Veiga skrifaði í vikublaðið Fréttatímann í nóvember 2014 talaði hún einnig um hvað henni fannst Trendsetterinn skemmtilegur. Í þeim pistli fer hún yfir sín kynni af Trendsetternum og segir meðal annars: Fyrir mér var þetta eins og ferskur andvari inn í oft á tíðum einsleitan bloggheim. Minnti mann á að hafa dálítinn húmor fyrir sjálfum sér og sjá kómísku hliðina á því hversu hégómagjörn og yfirborðskennd við eigum það til að vera 48. Á vefsíðu Trendsettersins birtist svo afsökunarbeiðni 27. október 2014 þar sem hann baðst afsökunar á skrifum sínum RGE2014_4. 47 RGE2014_5. 48 Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, Má ekkert lengur?, 2014, Trendsetterinn, Opinber afsökunarbeiðni!. 19

21 Í mars 2015 spratt svo aftur upp umræða en þá á fréttamiðlinum Vísir.is þar sem blaðamaður velti því fyrir sér hvort keyptar bloggfærslur í auglýsingaskyni væru algengar á Íslandi 50. Í þessari umfjöllun er gefið í skyn að lesendur lífstílsblogga séu ekki nógu vel upplýstir um hvort um dulda auglýsingu á varningi sé að ræða í bloggfærslunum. Til að mynda bendir Neytendastofa á að duldar auglýsingar séu með öllu bannaðar á Íslandi og víða á Norðurlöndunum sé búið að setja reglugerðir í kringum duldar auglýsingar á lífstílsbloggum 51. Af þessu má dæma að það sé arðbært að halda úti bloggsíðu og einstaklingur getur öðlast efnahagslegt auðmagn út frá því. Það er áhugavert að bera saman félagslega auðmagnið og efnahagslega auðmagnið en bloggarar þurfa helst að hafa gott félagslegt auðmagn til þess að geta öðlast efnahagslegt auðmagn af bloggum sínum. Það má einnig velta því upp hvort ákveðnir bloggarar hafi misst eitthvað af sínu félagslega auðmagni vegna þessarar umfjöllunar um keyptar færslur, frá því sem þeir áður höfðu vegna þess að lesendur þeirra treysta þeim síður en áður. Það er samt sem áður mikil vinna að halda úti vinsælli og víðlesinni bloggsíðu sér í lagi ef bloggarinn er að prófa margar vörur, til dæmis snyrtivörur, sem gæti tekið langan tíma að prófa áður en hægt er að skrifa um þær. Þórunn segir þegar hún talar um hvernig færslurnar hennar verða til: Þetta er ógeðslega skemmtilegt, þú veist ég væri alveg til í að vinna við þetta. Enda er þetta alveg að verða vinnan mín það, mér finnst það allavega. Þess vegna eru auðvitað fyrirtæki að senda mér allskonar til að prófa og líka bara til að sjá hvað mér finnst um það, actually ekkert endilega bara til að skrifa um það heldur líka bara hvað fannst þér hvað eigum við að segja við kúnnana þegar við erum að selja þetta í snyrtivörudeildinni í Hagkaup. Þú veist actually að fá orðin mín það er einhvernveginn meta það og það er rosalega gaman að svona að maður skiptir einhverju máli [hlátur] 52. Hér má sjá bæði hvernig hún öðlast efnahagslegt auðmagn en einnig táknrænt auðmagn. Eins og bent var á í fyrsta kafla er táknrænt auðmagn 50 Guðrún Ansnes, Lífstílsblogg gagnrýnd. 51 Jóhann Óli Eiðsson, Til skoðunar að gefa lífsstílsbloggum gaum. 52 RGE2014_3. 20

22 fengið út frá samfélagslegri stöðu einstaklingsins. Það getur átt við þegar einstaklingur hefur öðlast ákveðna frægð eða virðingu á einhverju sviði. Margir bloggarar hafa þetta táknræna auðmagn að einhverju leyti. Það að fyrirtækin hafi samband við Þórunni til að heyra hvað henni finnist um einstakar vörur gefur til kynna að samþykki Þórunnar skipti fyrirtækin máli og því má segja að hún sé búin að öðlast ákveðna virðingu hjá fyrirtækjunum. Erna Hrund ræddi einnig um tekjur af blogginu sínu í viðtalinu: Maður verður að blogga fyrir sjálfan sig. Maður verður að skrifa fyrir sjálfan sig. Ég er ekki í þessu til þess að verða rík og fá athygli eða neitt svoleiðis ég hef aldrei haft tekjur af blogginu mínu, ég vil það ekki, ég hef ekki áhuga á því, ég sel ekki einu sinni auglýsingar af því að mér finnst bara svo ofboðslega mikilvægt að ég geti passað uppá sjálfa mig, að ég falli ekki í einhverja freistni eða einhvað svona [hlær]. Verði bara einhvað svona æ þú veist verði gráðug [...] Svo er þetta líka bara ógeðslega gaman og það er það er í alvörunni ekkert skemmtilegra en að fá póst bara vá þar sem eru þakkir fyrir að hafa ráðlagt einhverri konu út í bæ, sem ég hef aldrei hitt að þakka mér fyrir einhverja ráðleggingu sem hún tók til sín í einhverri færslu og bjargaði húðinni hennar 53. Af þessum orðum má dæma að það skipti hana ekki miklu máli af hafa tekjur af blogginu né fá mikla athygli. Hún hefur meiri áhuga á að tjá sig um skoðanir sínar og líf sitt og bloggið er fyrst og fremst fyrir hana. Aftur á móti má segja að táknræna auðmagnið skipti hana mestu máli ef marka má síðustu orð hennar hér að framan. Erna Hrund hefur líka fengið mikið lof frá lesendum sínum fyrir að segja frá ýmsum persónulegum málum og lítið rædd málefni til dæmis fósturmissi og fæðingarþunglyndi. Þessar færslur hafa snert marga og sem dæmi hefur Erna Hrund nefnt í blogginu sínu að hún hafi fengið gríðarlegt magn af jákvæðum skilaboðum í kjölfar þessara færslna þar sem henni er þakkað fyrir að opna sig um þetta 54. Þarna er Erna Hrund komin með mikla virðingu frá lesendum sínum fyrir að þora að ræða málefni sem ekki allir þora að ræða á almennum vettvangi. 53 RGE2014_4. 54 Hildur Friðriksdóttir, Ef ég get hjálpað einni stelpu þá er það þess virði,

23 Það sama má segja um Guðrúnu Veigu en í maí 2015 ræddi hún um hversu óþægilegt henni fyndist að vera í sundi vegna líkamsímyndar sinnar. Þessi færsla var einnig gríðarlega vinsæl og hrósuðu margir henni fyrir jákvætt skref í átt til betri sjálfsmyndar. Það má segja að Guðrún Veiga horfi á annan hátt til efnahagslega auðmagnsins. Hún benti til dæmis á í viðtalinu að hún hefði skapað ákveðna persónu á blogginu: Það er alveg margoft haft samband við mig frá einhverjum fyrirtækjum sem biðja mig um að fjalla um eitthvað ég held ég segi alveg nei í svona nítíuogníu prósent tilvika. Ég skapaði einhvern svona karakter líka sem var bara þú veist fátækur námsmaður sem ég náttúrulega er og ég hef ekkert efni á að kaupa mér einhvern rándýran varalit sem einhver vill gefa mér. Hinar þær náttúrulega gefa sig út fyrir þetta en ég kann ekki einu sinni að varalita mig afhverju ætti ég að fara að fjalla um eitthvað af því ég fékk það gefins af því ég hefði aldrei efni á að kaupa mér svona sjálf 55. Þó Guðrún Veiga þiggi sjaldan borgun í formi gjafa hefur bloggið samt veitt henni efnahagslegt auðmagn í gegnum þau tækifæri sem það hefur gefið henni. Til dæmis bendir hún á að hún hefði ábyggilega ekki fengið tækifæri til að búa til sjónvarpsþátt eða gefa út matreiðslubók ef ekki væri fyrir bloggið 56. Á þennan hátt er líka hægt að fá efnahagslegt auðmagn og þetta er skýrt dæmi um hvernig félagslegt auðmagn getur fært manni efnahagslegt auðmagn. Þar sem Bára er ekki jafn vinsæll bloggari og hinar þrjár sem ég ræddi við hefur hún ekki jafn mikla reynslu af keyptum færslum. Hún hefur þó lent í því að einstaklingar séu alveg vissir um að hún sé með keyptar færslur en hún segist halda að það sýni hversu tortryggnir lesendur virðast vera í garð lífstílsbloggara. Aftur á móti sagði hún í viðtalinu að hún væri orðin tortryggnari á aðra bloggara, og velti því fyrir sér hvort varan sé fengin að gjöf 57. Með því að fá auðmagn, hvort sem það er félagslegt, efnahagslegt eða táknrænt, fá bloggararnir lof fyrir bloggin sín sem hvetur þá áfram til að 55 RGE2014_5. 56 RGE2014_5. 57 RGE2014_6. 22

24 blogga. Þó hér sé lögð aðaláhersla á hvernig bloggarar setja sig á svið þá geta hugmyndir Bourdeiu hjálpað okkur við að skilja hvers vegna bloggarar skrifa bloggin sín og hvaða ágóða fólk getur haft af bloggum. 4. Sviðslist og flutningur bloggarans Öll setjum við okkur á svið, oft á dag á hverjum degi. Við tökum oft ekki eftir því að sviðsetning sé í gangi allt í kringum okkur. Í framkomu okkar dagsdaglega má finna ákveðinn flutning sem er svo lágstemmdur og afdráttarlaus að maður gerir sér ekki endilega grein fyrir því hvort um flutning sé að ræða, hvorki hjá manni sjálfum né öðrum. Lífstílsblogg fjalla oft að miklu leyti um daglegt líf og því má velta upp hvort blogg sem slík geti talist til sviðslista. Richard Schechner sviðslistafræðingur bendir á að hægt er að rannsaka nánast allt sem sviðslist. Aftur á móti eru einhverjar takmarkanir á því hvað er sviðslist 58. Samkvæmt honum skiptir bæði sögulegt og samfélagslegt samhengi máli þegar kemur að því að staðfesta hvað sé sviðslist. Schechner bendir jafnframt á að ekki sé hægt að ákveða hvað sé sviðslist án þess að skoða það í stóra samhenginu 59. Það er því ekki gott að segja hvort bloggin tilheyri sviðslist eða hvort einungis sé hægt að skoða þau sem slík án þess að skilgreina sviðslist og sjá hvaða hlutverki bloggin gegna í samfélaginu. Eins og fram kom hér að framan þá skilgreindi Goffman sviðslist árið 1959 þar sem kom meðal annars fram að sviðslist getur verið hvaða athæfi sem einhver framkvæmir og hefur áhrif á aðra sem að málinu koma 60. Út frá þessari skilgreiningu Goffmans má segja að blogg séu sviðslist vegna þess að þau eru athæfi bloggarans sem hefur áhrif á lesendur bloggisins. Þannig er bloggarinn flytjandinn en lesendurnir aðrir þátttakendur líkt og áhorfendur. Í fyrrnefndri bók Goffmans fer hann yfir kenningar sínar um sviðslist í daglegu lífi. Þar bendir hann á þau ótal mörgu hlutverk sem við erum í dagsdaglega og starfshlutverk er eitt þeirra. Þó 58 Schechner, Performance Studies, Schechner, Performance Studies, Goffman, The Presentation of Self in Everyday Life,

25 bloggið sé fyrst og fremst skrifað af áhuga þá felst samt ákveðin vinna í að fá lesendur til sín og skrifa um það sem fólk vill lesa. 4.1 Sjö hlutverk sviðslista Schechner hefur sett saman sjö hlutverk sviðslista. Þessi hlutverk eru að skemmta sjálfum sér og öðrum, að skapa fegurð, að skilgreina og móta sjálfsmynd sína, að skapa, styrkja og binda saman samfélag, að lækna, að kenna eða sækjast eftir einhverju og samskipti við hina heilögu eða hið yfirnáttúrulega. Þessi hlutverk skarast og hver sviðsetning getur uppfyllt fleiri en eitt hlutverk 61. Í tilfelli þeirra bloggara sem eru skoðaðir hér þá passa ákveðnir hlutir við þeirra flutning. Þær nota bloggin til að skemmta, en blogg geta flokkast undir afþreyingarefni sem fólk les sér til dægrastyttingar og skemmtunar. Þetta á sérstaklega vel við lífstílsblogg þar sem aðaláherslan er að segja frá hversdagsleikanum. Bloggararnir sem hér eru skoðaðir skapa fegurð á bloggunum sínum. Fegurðin getur falist í svo mörgu og blogg geta verið falleg á margan hátt. Margar af myndunum þeirra, sem fjallað verður nánar um síðar í kaflanum, eru teknar til að koma fegurð til skila, þó ekki allar. Þær myndir sem sýna fegurð í fyrirrúmi eru af fallegum hlutum sem hafa verið hannaðir gaumgæfilega og mikil hugsun lögð í þá, til dæmis myndir af fatnaði eða húsgögnum. Þórunn tekur til dæmis allar sínar myndir sjálf og leggur mikla hugsun í uppstillingu þeirra. Þær skapa líka fegurð gagngert fyrir bloggið. Sem dæmi má nefna farðanir sem Erna Hrund býr til sérstaklega fyrir bloggið og sýnir lesendum sínum auk útskýringa hvernig lesandinn má ná sama árangri með förðunarvörum. Bára föndrar og breytir og bætir allskyns hluti fyrir heimilið sitt sem skapa líka fegurð sem hún leyfir lesendanum að fylgjast með. Fegurðin felst líka í mat. Guðrún Veiga býr til mikið af allskonar undarlegum uppskriftum sem gleðja þá sem smakka, en það má segja að fegurðin birtist líka í gleði og hlátri. Þær vilja líka gleðja lesendur 61 Schechner, Performance Studies,

26 sína, segja frá skemmtilegum hlutum, gefa gjafir í leikjum og fleira í þeim dúr. Með þessu skapa þær fegurð sem þær deila með öðrum. Bloggarar kenna einnig ýmislegt á bloggunum sínum. Eins og kemur fram hér að framan þá kennir Erna Hrund lesendum sínum margskonar tækni við förðun og bæði hún og Þórunn eru duglegar við að kynna allskonar snyrtivörur og útskýra hvernig á að nota þær. Þórunn hefur líka mikinn áhuga á líkamsrækt og leggur sig fram um að sýna lesendum sínum æfingar. Guðrún Veiga útskýrir hvernig gera má allskyns góðgæti úr poppi og sælgæti og Bára sýnir margar hugmyndir að heimatilbúnum skrautmunum auk leiðbeininga um hvernig hægt er að gera þá sjálfur. Segja má að lesendur blogga séu ákveðinn hópur sem fái ákveðnar upplýsingar frá bloggunum sem þeir lesa. Líkt og kom fram í 1. kafla þá er þjóðfræðihópur tveir eða fleiri sem eiga í það minnsta eitthvað eitt sameiginlegt 62. Lesendur hvers og eins bloggs eru því hópur samkvæmt skilgreiningu Dundes þar sem bloggið bindur þá saman. Bloggararnir fjalla um allskonar hluti sem tengjast lífstíl, búsáhöldum og skrautmunum fyrir heimilið og snyrtivörum og geta með þessu haft áhrif á langanir og skoðanir lesenda sinna. Bloggið er það sem bindur hópinn saman og virkni hópsins birtist í blogginu. Þessir hópar væru ekki til ef ekki væri fyrir bloggin og hóparnir skarast auðvitað að einhverju leyti, því það er mismunandi eftir fólki hvaða bloggum það fylgist með. Þessi hópur er ekki beint samheldinn og ekki er víst að hópurinn líti sjálfur á sig sem hóp, en bloggarinn hefur áhrif á skoðanir þessa hóps. Þar sem bloggararnir halda hópnum saman má segja að virkni hópsins sé bloggið. Það má því segja að bloggararnir hafi skapað hópinn og bindi hann saman með reglulegum bloggfærslum. Sjálfsmynd bloggaranna birtist líka á bloggunum. Eins og Goffman segir þá setjum við okkur á svið í okkar daglega lífi 63. Þar sem þær eru sjálfar að blogga út frá sjálfum sér og eru í aðalhlutverki í bloggunum komast þær 62 Dundes, Interpreting Folklore, Goffman, The Presentation of Self in Everyday Life,

27 ekki hjá því að birta mynd af sjálfum sér í bloggunum. Það má því segja að þær séu að móta sjálfsmynd sína með því að blogga um sig sjálfar. Sem dæmi um hvernig sjálfmyndin breytist í tengslum við bloggið má nefna að Erna Hrund benir á það í viðtalinu að hún sé orðin öruggari með sig vegna bloggsins: Út af blogginu er ég bara rosalega örugg með sjálfa mig sem er rosa gott og maður pælir einhvernveginn minna í hlutunum af því að við erum svo ofboðslega hörð við okkur sjálf og við gerum svo miklar kröfur til okkar að allt sé fullkomið. Eins og með instagram myndirnar verða að vera fullkomnar og það er settur filter og þær eru lagaðar og þú veist, ég geri það alveg en einhvernveginn þarna inná blogginu, þar næ ég bara alveg að vera ég sjálf. Ég bara skrifa það sem mér finnst. Nei ég bara ég er voða svona róleg yfir þessu öllu saman 64. Sjálfsmynd hennar hefur því breyst út frá því hvernig hún upplifir sig á blogginu. Þar sem við getum ekki alltaf vitað hvernig aðrir sjá okkur nema að takmörkuðu leyti, gefur bloggið bloggaranum ákveðið tækifæri til að sjá hvernig aðrir upplifa sig. Á mörgum bloggum er hægt að skilja eftir athugasemdir og skilaboð fyrir neðan færslurnar. Auk þess nefndu bloggararnir í viðtölunum að þær fengju oft send skilaboð í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook frá lesendum sínum 65. Líkt og Erna Hrund bendir á hér að framan hefur bloggið haft góð áhrif á sjálfsöryggi hennar. Telja má að jákvæð viðbrögð lesenda skili sér í sjálfsöruggum bloggara. Sem bloggari berðu sjálfið þitt á svið fyrir alla sem lesa vilja. Í tilfelli Ernu Hrundar setur hún myndir á bloggið sitt, þó henni finnist myndirnar ekki sýna sig á fallegan hátt setur hún þær samt inn því hún veit að lesendum sínum finnst þær alls ekki ljótar. Þórunn sagði að hún fengi aðallega skilaboð í gegnum Facebook og tölvupóst og þá oft spurningar og beiðni um ráðleggingar 66. Þó Þórunn virðist ekki beint fá jákvæð skilaboð í gegnum bloggið þá finnist henni gaman að vera spurð ráða, sem hvetur hana til að halda áfram að blogga. 64 RGE2014_4. 65 RGE2014_3, RGE2014_4, RGE204_5. 66 RGE2014_3. 26

28 Þær fá ekki aðeins jákvæð skilaboð vegna blogganna sinna heldur einnig neikvæð. Guðrún Veiga sagði frá því í viðtalinu að hún fengi stundum áminningar um að óhófleg víndrykkja sé óholl 67. Hún fer ekki leynt með hrifningu sína á víni á blogginu sínu. Þessi skilaboð fengu hana til að hugsa um hvort hún ætti að tala svona mikið um áfengisdrykkju, hvort hún væri hugsanlega fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og hvort hún birtist á blogginu þannig að hún væri alltaf drukkin 68. Erna Hrund benti líka á að allskonar neikvæðar athugasemdir séu látnar flakka hér og þar á internetinu, ekki endilega beint við bloggarana heldur annarstaðar þar sem fólk ræðir saman á netinu. Hún nefndi til dæmis umræðuþræði sem hafa birst á spjallrás á samskipavefnum Bland.is 69 en fólk kemur sjaldnast þar fram undir sínu eigin nafni. Þó þær segi að það sé gaman og sjálfseflandi að fá jákvæð viðbrögð þá er líklegt að það geti verið erfitt að lesa neikvæðar og andstyggilegar athugasemdir um sjálfa sig. Út frá þessu sést að bloggarar geta markað og skapað sína sjálfsmynd með sviðsetningu þeirra sjálfra á bloggunum. 4.1 Myndrænn texti Eins og áður kom fram þá setur fólk sig á svið í daglegu lífi en það er ekki alltaf augljóst. Þó eru ákveðnir hlutir daglegs lífs auðsjáanlegur flutningur til dæmis með einkennisbúningum, málfari, raddblæ og sýnilegri valdstöðu 70. Schechner bendir á að fólk sem vinnur við ákveðin störf fari í hlutverk í vinnunni. Margir hafa jafnvel einkennisbúninga líkt og hjúkrunafræðingar og lögreglumenn 71. Það sama má segja um bloggara. Bloggarar hafa ákveðið hlutverk að leika, þó auðvitað sé það hlutverk samofið þeirra eigin persónuleika. Þar sem bloggin eru lesin heyrist ekki raddblær né sjást svipbrigði andlitsins. Þess í stað notast bloggararnir við myndrænan texta 67 RGE2014_5. 68 RGE2014_5. 69 RGE2014_3. 70 Schechner, Performance Studies, Schechner, Performance Studies,

29 (e. hypertext) 72. Myndrænn texti er hugtak sem nær yfir orð, myndir, hljóð og ýmsar orðstyttingar 73. Til dæmis má nefna ýmsa broskalla sem hafa ákveðna merkingu og ljósmyndir. Í daglegum samskiptum okkar við annað fólk lesum við í táknmál líkamans eins og raddblæ, bros og líkamsstöðu. Þetta kallast metasamskipti (e. metacommunication) sem nær yfir öll þau tákn sem við fáum til viðbótar við það sem sagt er, sem getur hjálpað okkur við að skilja merkinguna nákvæmlega 74. Það getur verið erftitt að koma merkingu orða í skrifuðum texta til skila án þess að hún misskiljist. Eftir að skrifað talmál fór að aukast með tækniframförum á borð við smáskilaboð í farsímum og ýmsa samfélagsmiðla urðu til allskyns tákn sem hægt er að mynda úr táknum lyklaborða 75. Því má segja að metasamskipti verði að myndrænum texta á internetinu. Sumir bloggarar nota þessi tákn í bloggunum sínum eins og til dæmis broskalla. Broskallarnir bæta við skrifaða textann þeirra og hjálpa þeim að koma hugsunum sínum sem best til skila til lesandans, sem í flestum tilfellum þekkir táknin. Sem dæmi um broskallanotkun á bloggum má nefna þennan stutta texta frá Ernu Hrund: Úff hvað ég verð fegin þegar þessi vika er búin hún er svona ein af þessum rússíbanavikum þar sem maður er á haus allan daginn alla dagana ;) En svona er að vinna í fata- og bjútíbransanum 10 mínútur fyrir jól en vitiði það ég nýt mín samt alveg í botn og ég fúnkera langbest þegar ég hef nóg að gera þá næ ég að balansera öllu ;) 76 Hér notar hún ;) sem tákn fyrir blikk. Hún semsagt blikkar lesandann í gegnum textann sinn og skapar þannig svipbrigði sem hafa ákveðna merkingu í okkar samfélagi. Með þessu breytir hún því hvernig við lesum textann, en án þess gæti verið að sú merking sem Erna Hrund setur í textann skili sér ekki til lesandans. Bára notar líka táknið :) fyrir 72 Þar sem ekki er til hugtak yfir hypertext á íslensku verður hér notast við myndrænan texta þegar átt er við hypertext. 73 Schechner, Performance Studies, Schechner, Performance Studies, Schechner, Performance Studies, Erna Hrund Hermannsdóttir, Einn dagur, tvö dress!. 28

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Við bloggum. Blogg á Íslandi árið 2007 og tenging þess við hefðbundna fjölmiðlun. Höfundar: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir Íris Dröfn Hafberg

Við bloggum. Blogg á Íslandi árið 2007 og tenging þess við hefðbundna fjölmiðlun. Höfundar: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir Íris Dröfn Hafberg Háskólinn á Akureyri Félagsvísinda- og lagadeild Fjölmiðlafræði 3. ár Við bloggum Blogg á Íslandi árið 2007 og tenging þess við hefðbundna fjölmiðlun Höfundar: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir Íris Dröfn

More information

Sjálfið á tímum stafræns veruleika

Sjálfið á tímum stafræns veruleika Sjálfið á tímum stafræns veruleika Upplifun einstaklinga af samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, togstreita, áhrifastjórnun og skert geta til alhæfingar um mótleikara í stafrænum samskiptum. Lokaverkefni

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði

Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Vöruinnsetningar og duldar auglýsingar Sjónarhorn bloggara og snappara Eva María Schiöth Jóhannsdóttir Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt Febrúar 2017

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

þar hef ég algjörlega frjálsar hendur

þar hef ég algjörlega frjálsar hendur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt ritstjórn og útgáfa þar hef ég algjörlega frjálsar hendur Um íslensk matarblogg og mismunandi efnistök matarbloggara Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri ritstjórn og útgáfu

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Beauty tips byltingin

Beauty tips byltingin Beauty tips byltingin Rannsókn á samfélagsmiðlasíðunni Beauty tips byggð á félagsvísindum Kolfinna María Níelsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í félagsvísindum Hug- og félagsvísindasvið

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

Kona með vindinn í andlitið

Kona með vindinn í andlitið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út frá habitus og hlutverki Linda Friðjónsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Ef Eðli sjálfsefasemda í listrænu og skapandi vinnuferli

Ef Eðli sjálfsefasemda í listrænu og skapandi vinnuferli FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Ef Eðli sjálfsefasemda í listrænu og skapandi vinnuferli Ritgerð til MA gráðu í menningarstjórnun Nafn nemanda: Þóra Tómasdóttir Leiðbeinandi: Njörður Sigurjónsson [Manager] (sumarönn

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

BA ritgerð. Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn

BA ritgerð. Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn BA ritgerð Þjóðfræði Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn Þjóðfræði sófans Dagný Davíðsdóttir Valdimar Tr. Hafstein Febrúar 2018 Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn Þjóðfræði sófans Dagný

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA-gráðu

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Regína Márusdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað PIPAR\TBW fyrst&fremst fimmtudagur

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Sytrur minninga úr Mýrdalnum

Sytrur minninga úr Mýrdalnum Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Sytrur minninga úr Mýrdalnum Rannsóknir á munnlegri sögu Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Sólrún Jóhannesdótitr Kt.: 111189-2509 Leiðbeinandi: Þorsteinn Helgason

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni.

Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni. Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni. Eigindleg rannsókn á upplifun víðerna og viðhorfum um afmörkun og stýringu meðal ólíkra útivistarhópa á miðhálendinu

More information

Internetlist. Hrefna Sigurðardóttir

Internetlist. Hrefna Sigurðardóttir Internetlist Hrefna Sigurðardóttir Listaháskóli Íslands Hönnun og arkitektrúr Grafísk hönnun Internetlist Hrefna Sigurðardóttir Leiðbeinandi: Hlynur Helgason Vorönn 2012 Úrdráttur Internetið hefur auðveldað

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 30. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Njóttu þess að vera í námi Náman

More information

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að.

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að. Lauf félag flogaveikra I 1. tölublað I 27. árgangur I 2017 Halldóra Alexandersdóttir Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information