BA ritgerð. Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn

Size: px
Start display at page:

Download "BA ritgerð. Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn"

Transcription

1 BA ritgerð Þjóðfræði Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn Þjóðfræði sófans Dagný Davíðsdóttir Valdimar Tr. Hafstein Febrúar 2018

2 Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn Þjóðfræði sófans Dagný Davíðsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í þjóðfræði Leiðbeinandi: Valdimar Tr. Hafstein 12 einingar Félags og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Febrúar, 2018

3 Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA gráðu í þjóðfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. Dagný Davíðsdóttir, 2018 Prentun: Háskólaprent Reykjavík, Ísland, 2018

4 Útdráttur Ritgerðin fjallar um samband fólks við sófa í íslensku samfélagi. Hún er byggð á þjóðfræðilegri rannsókn sem fólst í því að taka eigindleg viðtöl við fimm einstaklinga ásamt því að styðjast við fyrri rannsóknir fræðafólks. Rannsóknarspurningin sem leitast er við að svara er hvert hlutverk sófans er inni á heimilinu og í leiðinni hvort valið á sófanum geti sagt eitthvað til um sjálfsmynd fólks. Hlutverk sófans getur verið margvíslegt, allt frá því að vera til staðar þegar eigendur vilja horfa á bíómynd, til þess að vera stöðutákn sem flestum er bannað að setjast í dags daglega. Sófum virðist gjarnan vera skipt í tvo flokka út frá notagildi. Annars vegar er það mjúki sófinn sem heimilisfólk vill geta hlammað sér í algjörlega berskjaldað, til dæmis grátandi á nærbuxunum. Hins vegar er það svo samræðusófinn þar sem fólk horfir frekar til fegurðargildisins en hann er ætlaður fyrir gesti. Ungt fólk virðist láta sjónvarpssófa ganga fyrir þegar um lítið heimili er að ræða, og þjónar slíkur sófi gjarnan fjölbreyttara hlutverki á heimilinu en samræðusófinn. Persónulegar þarfir ásamt menningarlega mótuðum hugmyndum um þægindi og fegurð ákvarða hvaða sófa fólk kaupir. 3

5 Formáli Ég skráði mig í þjóðfræði við Háskóla Íslands bæði vegna þess að ég hafði gaman af Þjóðsögum Jóns Árnasonar en einnig vegna þess að heiti námskeiðanna vöktu áhuga minn. Það var svo þegar leið á námið að ég fann að ég hafði meiri áhuga á efnismenningu og þá sérstaklega hversdegi nútímans. Ég var svo lánsöm að taka námskeiðið Hús og heimili sem Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir kenndi haustið Ég hef lengi haft áhuga á heimilinu og var til að mynda byrjuð að safna búsáhöldum og húsgögnum áður en ég fékk bílpróf. Það opnuðust því fyrir mér splunkunýjar dyr þegar ég áttaði mig á að ég gæti rannsakað heimilið. Ég ákvað því að leita mér að rannsóknarefni í þessum dúr og hjálpaði Sigrún mér að fastmóta hugmyndina að þessari ritgerð, fyrir það á hún þakkir mínar skyldar. Þessi 12 eininga ritgerð varð til á löngum tíma. Hugmyndavinnan tók sérstaklega langan tíma þar sem ég eignaðist barn í millitíðinni. Ritgerðin var hins vegar skrifuð á óvenju skömmum tíma. Í öllu þessu ferli leiddist mér aldrei efnið, ég varð forvitnari og forvitnari. Þetta var þó ekki alltaf dans á rósum, með tvö börn og sambýlismann sem vann 10 klukkutíma á dag. Ási, sambýlismaður minn, stappaði þó í mig stálinu í hvert skipti sem ég var við það að gefast upp og var alltaf til í að hlusta á það sem ég þurfti að tala um hverju sinni. Ég þakka honum og dætrum mínum fyrir óteljandi knús og hrós á þessum tíma. Einnig vil ég þakka vinkonuhópnum mínum úr þjóðfræði sem voru við símann allar stundir sólahringsins með hvatningu, yfirlestur, ráð um setningarmyndun og hvað sem mig vantaði þá stundina. Þær eru það allra dýrmætasta sem ég tek með mér úr náminu. Viðmælendur mínir eiga allir inni hjá mér stóran greiða fyrir að hleypa mér inn í líf sitt og aðstoða mig að búa til þessa ritgerð, þúsund þakkir til þeirra fyrir skemmtileg viðtöl. Síðast en ekki síst fær leiðbeinandi minn, Valdimar Tr. Hafstein, allar heimsins þakkir fyrir persónulega og metnaðarfulla leiðsögn við skrifin. Alltaf tilbúinn að hlusta á hugmyndir mínar, hversu góðar sem þær voru. Það er ekki síst honum að þakka að ég skila ritgerð sem ég er ánægð með. 4

6 Efnisyfirlit Útdráttur... 3 Formáli... 4 Myndaskrá Inngangur Rannsókn og aðferð Fræðilegar samræður Rannsóknarspurning og kaflaskipan Fólkið í sófanum Athafnir í sófanum Félagsskapur og huggulegheit Sófakartöflur Sjálfsmynd og hrif Fjölskyldulífið í sófanum Þegar gest ber að garði Sófinn skapar manneskjuna Niðurlag Heimildaskrá

7 Myndaskrá Mynd 1: Sófi Rögnu Margrétar og fjölskyldu. Mynd tekin á snjallsíma höfundar 23. ágúst Í vörslu höfundar. (Bls. 11). Mynd 2: Sófi Gunnlaugs og fjölskyldu. Mynd tekin á snjallsíma höfundar 31. ágúst Í vörslu höfundar. (Bls. 13). Mynd 3: Sófi Önnu Margrétar. Aðsend mynd frá Önnu Margréti Bjarnadóttir. Í vörslu höfundar. (Bls. 15). Mynd 4: Sófi Gunnhildar. Aðsend mynd frá Gunnhildi Guðnýjardóttur. Í vörslu höfundar. (Bls. 16). Mynd 5: Sófi Önnu Hlífar þegar hálft heimilið lá heima með flensu. Aðsend mynd frá Önnu Hlíf Árnadóttur. Í vörslu höfundar. (Bls. 17). Mynd 6: Sófinn aðstoðar við frágang þvottar. Mynd tekin á heimili höfundar 3. september Á myndinni má sjá Ásmund Kristjánsson. Í vörslu höfundar. (Bls. 26). Mynd 7: Mæðgur borða saman heimabakaða pitsu yfir bíómynd. Helgisiður á þeirra heimili á föstudagskvöldum. Mynd tekin á heimili höfundar 3. nóvember Á myndinni má sjá höfund ásamt dætrum sínum Vilborgu Freyju Ásmundsdóttur og Þórunni Svölu Ásmundsdóttur. Í vörslu höfundar. (Bls. 30). Mynd 8: Límmiðar með kartöflu liggjandi í sófa, sem ætlaðir eru fyrir dagbækur fólks. Mynd sótt frá búðinni PaisleyRoseBoutique á söluvefnum Etsy. Sótt á: Í vörslu höfundar. (Bls. 32). Mynd 9: Dæmi um hönnun sófa sem uppfyllir nútímakröfur um tvær tungur (legubekki) ásamt háum fótum fyrir sjálfvirka ryksugu. Sótt á vef sænsku IKEA verslunarinnar 29. nóvember 2017 á: Í vörslu höfundar. (Bls. 38). Mynd 10: Dæmi um samræðusófasett sem þjónar gestgjafahlutverki. 3 ára stúlka borðar köku með 87 ára langömmu sinni. Mynd tekin á heimili foreldra höfundar á Dalvík 14. apríl Á myndinni má sjá Vilborgu Freyju Ásmundsdóttur og Höllu Benediktsdóttur. Í vörslu höfundar. (Bls. 44). Mynd 11: Börnum er alloft gefið brjóst í mjúkum sófa eða góðum hægindastól fyrstu mánuði lífs þeirra og gjarnan lengur. Mynd tekin á heimili höfundar 17. september Á myndinni má sjá höfund gefa dóttur sinni brjóst, Þórunni Svölu Ásmundsdóttur. Í vörslu höfundar. (Bls. 49). 6

8 1 Inngangur Það var seint á vetrarkvöldi sem ég sat með fjölskyldu minni í sófanum okkar og virti fyrir mér umhverfið. Rétt rúmum sólarhring áður lá ég í sjúkrarúmi og barðist við að koma yngri dóttur okkar í heiminn eftir 42 vikna meðgöngu. Átökin gengu vonum framar og ég hágrét af gleði þegar barnið kom í heiminn vafið sigurkufli, sem ég hafði áður lesið að væri einstakt lukkumerki. Stuttu seinna var okkur rúllað inn í annað herbergi, sem innihélt stól, tvö sjúkrarúm, vöggu á hjólum og stóran glugga sem snéri þannig að við sáum í heimilið okkar. Við komum okkur fyrir í þessu herbergi og var gott að finna fyrir örygginu sem veggirnir veittu með þetta litla peð sem nú var á okkar ábyrgð, faglært starfsfólk innan handar ásamt öllum tækjum og tólum ef eitthvað skyldi koma upp á. Það var þó eitthvað sem vantaði. Hið augljósa var að það vantaði þriggja ára dóttur okkar en það var eitthvað við húsgögnin sem gaf mér óþægilega tilfinningu. Vegna þessa ákváðum við að fara um leið og okkur var gefið grænt ljós á heimferð. Heima tóku á móti okkur foreldrar mínir, eldri dóttir okkar og allt okkar efnislega drasl sem við höfðum sankað að okkur og leyft að vera samferða okkur í lífinu. Það var eitthvað hlýlegt við að koma þarna inn og kynna nýja fjölskyldumeðliminn fyrir heimili sínu. Eftir að foreldrar mínir höfðu setið með okkur í sófanum í smá stund fóru þau leiða sinna. Við settum á teiknimynd fyrir eldri dóttur okkar, ég kom mér fyrir með risastóran brjóstagjafapúða sem ég tyllti yngra barninu á og maðurinn minn las fréttir í snjallsímanum sínum. Ég fann að þetta var okkar fyrsta stund sem fjölskylda. Þarna vorum við samankomin öll fjögur í einni klessu, enginn að gera það sama en við vorum saman og við vorum fjölskylda. Á þessum tímapunkti fannst mér ég aldrei áður hafa verið eins hamingjusöm og akkúrat þarna á sófanum. Sófinn gerði augnablikið fullkomið og rammaði inn allt sem ég ann heitast. Ég var á lokametrum meðgöngu yngri dóttur minnar þegar ég ákvað að skrifa BA ritgerð mína um sófa. Ég vissi að fólki þætti þetta eitt mikilvægasta húsgagn sem það ætti og kannaðist við það af eigin raun að bera sterk hrif til sófa míns. Það var á þessu augnabliki sem ég lýsti hér að ofan sem ég áttaði mig á að þetta væri staðurinn sem fjölskyldan á sínar bestu og jafnframt sínar rólegustu stundir saman. Þrátt fyrir að hafa upplifað mikla sæluvímu við að fá heilbrigða stúlku í hendurnar sólahring áður þá var 7

9 þetta stundin sem ég hafði í raun verið að bíða eftir í alla þessa mánuði sem hún ferðaðist með mér í bumbunni. Þarna var nýr einstaklingur vígður inn í fjölskylduna með því að við hlömmuðum okkur öll í stóra sófann okkar og höfðum það huggulegt. Sófi okkar fjölskyldunnar kom til sögunnar fjórum árum áður en ég vann rannsóknina og voru miklar vangaveltur bundnar við kaup hans. Þá áttum við von á eldra barni okkar og höfðum við heyrt umtal í samfélaginu að grár tausófi tæki vel við blettum og auðvelt væri að þrífa ælur úr honum. Við treystum þessum heilræðum og ekki skemmdi fyrir hvað hann var mjúkur viðkomu. Við vildum sófa sem gegndi tvöföldu hlutverki, hann ætti að vera þægilegur og jafnframt hentugur þegar gesti bæri að garði. Við völdum því tvo sófa, tveggja sæta og þriggja sæta, því okkur langaði að vera góðir gestgjafar. Eftir að við fluttum á stúdentagarða Háskóla Íslands var þeim ýtt saman vegna plássleysis og virkar hann nú eins og tungusófi. Hann er þó dreginn í sundur þegar fleiri en þrír koma í heimsókn, til dæmis í Eurovison teitum. Á heimilinu er skylda að borða pizzu í sófanum en bannað að borða nokkuð annað, eða það segjum við allavega börnunum og brjótum svo reglurnar ítrekað þegar þau eru sofnuð eða víðsfjarri. Við göngum ætíð frá þvotti sitjandi í sófa, annað þykir okkur sóun á góðu sófatækifæri. Seint á kvöldin hittumst við eftir baráttuna við að svæfa börnin til að horfa á sjónvarpið saman. Það er gott að sofna í sófanum en vont að vakna í honum því hann er djúpur og erfitt að standa upp. Gestum líkar hann oftast vel en hann hentar illa gömlu fólki eða þeim sem eiga við einhver líkamleg vandamál að stríða og það þykir okkur leiðinlegt. Eins og gefur að skilja er ég mikið búin að velta fyrir mér eigin sófa frá því að ég hóf rannsóknina. Ég hef komist að því að við fylgdum meginstraumi hvað tísku varðar en pössuðum að hann væri þægilegur sjónvarpssófi, með gesti í huga í þokkabót. Gráir sófar eru nokkuð ríkjandi á Íslandi núna, var hann því hlutlaus og engin áhætta honum fólgin þar sem hann er ekki mjög áberandi eða öðruvísi. Við vinnslu ritgerðarinnar komst ég að því að hvorki ég né sambýlismaður minn hefðum valið þennan sófa inn á heimilið ef við byggjum ein, svo hann virðist vera einhvers konar málamiðlun milli okkar, barnanna og samfélagsins. Með því að rannsaka sjálfa mig á þennan hátt sá ég að sófi er ekki bara sófi, hann er dvalarstaður, félagi og birtingarmynd sjálfsmyndar eiganda síns. Sófar eru meira í huga fólks en það heldur í fyrstu, að hafa góðan sófa eru mikil lífsgæði 8

10 og finnst mörgum það vera mikilvægasta húsgagnið. Það var greinilega af nægu efni að taka og var ég áhugasöm og forvitin í öllu ferli ritgerðarinnar. 1.1 Rannsókn og aðferð Við upphaf rannsóknar velti ég fyrir mér hvort ég ætti eingöngu að taka viðtöl eða hvort ég ætti að taka viðtöl og senda út spurningalista í gegnum Internetið. Ég ákvað að það yrði líklega of mikið að gera hvort tveggja og valdi því að byggja rannsóknina á viðtölum í samtali við fyrri rannsóknir fræðafólks. Mér finnst gaman að taka viðtöl og upplýsingarnar sem koma úr þeim eru gjarnan persónulegri en þær sem búast hefði mátt við hefði ég aðeins sent út spurningalista. Eins og sagnfræðingurinn Valerie Raleigh Yow orðar það í bók sinni Recording Oral History: Eigindlegar aðferðir gera rannsakandanum kleift að fræðast um lífið sjálft út frá upplifun viðmælenda sinna 1 (Yow, 2005: 7). Með því að nota eigindlega rannsóknaraðferð er hægt að fylgjast betur með viðmælandanum, hvernig hann bregst við vissum spurningum og hvað hann kýs að tala sérstaklega um. Þannig er hægt að elta svörin við spurningunum (Yow, 2005: 6). Ég lagði mig fram um að spyrja opinna spurninga til að vera ekki leiðandi spyrill og fá viðmælandann til að finna upp á svarinu sjálfur. Þá var hægt að veiða eitthvað í svarinu til að spyrja nánar út í. Það er þó alltaf hætta á að koma með leiðandi spurningar í kjölfarið á svarinu líka (Yow, 2005: 105). Dæmi um opna spurningu í rannsókninni eru: Getur þú sagt mér frá sófanum þínum?. Viðmælendur svöruðu allir með því að byrja á sögunni af kaupum sófans og sumir fóru þaðan strax út í ákveðna líðan gagnvart honum. Til dæmis ef viðmælandi sagði sófann of lítinn gat ég bætt við fyrir? og þá komu upp hlutir sem hefðu annars ekki komið upp. Svona prufaði ég mig áfram koll af kolli. Í fyrstu tveimur viðtölunum studdist ég við spurningalista en í seinni þremur nánast ekkert, þá var ég búin að finna hvernig best væri að haga viðtalinu. Það var þó gott að hafa þá með til að kíkja yfir í lok viðtalsins til að athuga hvort eitthvað vantaði. Sófinn er bæði hálfgerður almenningsstaður en sömuleiðis gjarnan einn kærasti einkastaður fólks. Það var mín upplifun af fyrstu tveimur viðtölunum að viðmælendur töluðu frekar um sófann líkt og almenningsstað en forðuðust að tala um of persónulegar stundir á sófanum. Í öðru viðtalinu snéri viðmælandi hlutverkunum við og spurði mig 1 Þýðing höfundar á: The qualitative researcher learns about way of life by studying the people who live it and asking them what they think about their experiences (Yow, 2005: 7) 9

11 spurningar um mína upplifun í sófa. Það getur haft slæm áhrif á viðtalið ef spyrillinn neitar að gefa af sér og ég ákvað því eftir þetta að prufa að tala meira um mig sjálfa í viðtölunum (Yow, 2005: 161). Mér fannst þetta hjálpa heilmikið við að fá fram meira um persónulega upplifun viðmælenda, þá varð þetta meira eins og spjall í stað yfirheyrslu. Ég breytti því nálguninni í síðustu þremur viðtölunum á þennan hátt. Ásamt því að notast við viðtöl og fyrri rannsóknir notaði ég eigin ljósmyndir til að leggja áherslu á efnið, söngtexta og dagbókarlímmiða til að sýna hvernig sófinn birtist í öðrum hlutum samfélagsins. Einnig ræddi ég við tvær íslenskar konur um einkalíf þeirra, önnur kom undir nafni en hin vildi vera nafnlaus, og eru þær skráðar sem munnlegar heimildir. Innsýn þeirra varpaði ljósi á mikilvæga punkta sem ekki komu upp í viðtölunum fimm. Viðmælendur Ég fékk mismunandi viðbrögð frá þeim sem ég ræddi við um viðfangsefni rannsóknarinnar. Sumt fólk rak upp stór augu og skildi ekki alveg hvernig ég hugðist skrifa heila BA ritgerð um efnið, en svo voru aðrir sem sýndu áhuga. Þar sem flestir ef ekki allir landsmenn eiga sófa hefði átt að vera nokkuð einfalt að finna viðmælendur fyrir ritgerðina. Ég vildi ekki þekkja viðmælendur og sófann þeirra of náið því þá hefði ýmislegt getað gleymst að nefna sem væri sameiginleg þekking okkar og það hefði verið hætta á að ég myndi reyna að veiða eitthvað sérstakt upp úr viðkomandi sem ég vissi um fyrir fram. Þetta gerðist þó aðeins í þriðja viðtalinu, þar sem ég þekkti viðmælandann, en ég passaði mig á að orða spurningarnar þannig að þær væru ekki leiðandi heldur bað ég viðmælandann að rifja upp og endursegja. Það kom ekki að sök að mínu mati, viðmælandinn sagði vel frá því sem ég var að fiska eftir. Í upphafi fannst mér mikilvægt að kannast aðeins við viðmælendurna, sem sagt að hafa talað við þá áður, því ég hélt að það myndi gera mér auðveldara fyrir að fá upplýsingar frá þeim. Það var þó ekki raunin og voru síðustu tveir viðmælendur fólk sem ég hafði lítið talað við áður. Eins og áður kom fram þótti mér mikilvægast að gefa af mér á meðan viðtölum stóð og þá voru fyrri kynni ekki endilega nauðsynleg. Það sem mér fannst einnig mikilvægt þegar kom að því að velja viðmælendur, var að hafa fjölskyldumynstrið ekki eins á öllum stöðum. Það sem manneskju með tvö börn finnst mikilvægt við sófa gæti hugsanlega verið gjörólíkt því sem barnlausri manneskju 10

12 finnst mikilvægt. Þrír af fimm viðmælendum áttu börn, einn viðmælandi var barnlaus í sambúð og einn þeirra var einhleypur, barnlaus með gæludýr. Ragna Margrét Guðmundsdóttir Ragna er 28 ára meistaranemi í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands, með bakkalárpróf í sjónrænni miðlun frá Danmörku. Hún bjó með manni sínum og dætrum þeirra tveimur, sex ára og fjögurra mánaða þegar viðtalið var tekið, í Vesturbæ Reykjavíkur. Þau höfðu áður búið á stúdentagörðum Háskóla Íslands, flutt til Danmerkur til að fara í frekara nám og þaðan fóru þau í hálft ár til San Francisco í skiptinám. Þau eru því komin heim aftur úr þessu ævintýri og hafa nú fest kaup á sinni fyrstu íbúð. Við Ragna áttum dætur á sama leikskóla veturinn áður en viðtalið var tekið og áttum einnig báðar von á okkar annarri dóttur á sama tíma. Við ræddum oft lífið og tilveruna á leikvellinum eftir að við sóttum börnin á daginn, með bumburnar út í loftið og að ýta þeim eldri í rólum. Í eitt skiptið sagði ég henni frá viðfangsefni mínu í þessari rannsókn og hún sagði mér söguna af sófanum þeirra. Mig langaði að fá við hana viðtal því sófinn átti skemmtilega sögu og það var augljóst að hann átti einhvern stað í hjarta Rögnu og fjölskyldu hennar. Mynd 1. Sófi Rögnu og fjölskyldu hennar. 11

13 Ég hjólaði til Rögnu rétt fyrir klukkan tíu að morgni 23. ágúst Veðrið var gott og engin þörf á yfirhöfn. Ragna tók á móti mér í stigaganginum, en íbúðin þeirra er á þriðju hæð hússins. Við komum okkur fyrir við borðstofuborðið og ræddum aðeins börnin okkar áður en upptakan hófst. Viðtalið varði í 35 mínútur og var rólegt en hið ágætasta spjall, aðallega um sófann sem þau eiga, hans sögu og framtíð. Einnig ræddum við aðra sófa sem hún eða fjölskyldan hennar hefur átt í gegnum tíðina. Eftir á að hyggja fann ég að spurningarnar hljómuðu kannski ögn vélrænar, jafnvel stress í mér að vera of leiðandi spyrill eða hræðsla við að tala of mikið sjálf á upptökunni. Sófi fjölskyldunnar er gráblár tveggja til þriggja sæta sófi á viðarfótum. Í honum voru marglita púðar og teppi. Við hlið sófans var gamall, grænn, bólstraður stóll. Gunnlaugur Bjarnarson Gunnlaugur er 24 ára gamall maður frá Selfossi, búsettur á stúdentagörðum Háskóla Íslands í Reykjavík. Hann er með bakkalár gráðu í íslensku og stundar nú meistaranám í sömu grein. Gunnlaugur giftist konu sinni fyrr á árinu og var þeirra annað barn á leiðinni í heiminn þegar viðtalið var tekið, en fyrir eiga þau saman þriggja ára gamlan son. Við Gunnlaugur búum í sömu blokkinni og fékk ég hann í viðtal á sama máta og Rögnu, eftir spjall á leikvellinum um rannsókn mína. Gunnlaugur hefur gaman af því að spjalla og virðist velta hinum ýmsu hlutum fyrir sér. Hann segir skemmtilega frá og var ég því ekki stressuð fyrir viðtalinu þar sem ég vissi að hann myndi hafa margt gott að segja mér. Það var snemma morguns 31. ágúst 2017 sem ég gekk á inniskónum yfir í íbúð Gunnlaugs. Ég mætti konu hans og syni í dyrunum þar sem þau voru í þann mund að leggja af stað á leikskólann. Gunnlaugur tók á móti mér við eldhúskrókinn og bauð mér kaffi og morgunmat. Inni hjá honum var fjöldinn allur af hillum fullum af bókum og plöntum, húsgögnin voru litrík og skemmtileg, margt endurnýtt eða í gamaldags stíl. Viðtalið varði í 38 mínútur og gekk vel. Mér fannst á köflum að ég væri að segja of mikið sjálf en alltaf þegar ég gerði það kom hann þó með einhvern punkt sem mér hefði kannski ekki dottið í hug að spyrja um. Ég ákvað því að vera ekki eins hörð við mig í næstu viðtölum á eftir. Sófi Gunnlaugs og fjölskyldu hans er gulur tveggja til þriggja manna sófi úr IKEA, þó keyptur notaður af vefnum Bland.is þar sem hægt er að auglýsa 12

14 eða óska eftir hlutum til sölu. Honum fylgdi stór pulla sem þeim þótti of fyrirferðarmikil og því fékk hún að víkja. Mynd 2. Sófi Gunnlaugs og fjölskyldu. Anna Margrét Bjarnadóttir Anna Margrét er 26 ára gömul kona frá Dalvík, búsett í Kópavogi. Anna útskrifaðist sem tannlæknir síðasta sumar og starfar nú sem slíkur á stofu. Hún og sambýlismaður hennar keyptu íbúðina sem þau búa í í byrjun ársins og er hún nýbyggð. Þau fengu hana afhenta í sumar og hafa unnið í henni í marga mánuði. Þau voru búin að búa í íbúðinni í um það bil þrjár vikur þegar viðtalið var tekið. Anna hefur verið í sambandi með sambýlismanni sínum í 11 ár, eða frá því þau voru 16 ára gömul og höfðu þau búið saman í tveimur leiguíbúðum áður en þau eignuðust íbúðina. Það sem gerir Önnu frábrugðna öðrum viðmælendum rannsóknarinnar er að við erum góðar vinkonur og höfum þekkst frá því að við vorum börn á Dalvík. Á fullorðinsárum hittumst við þó ekki eins oft og hér áður fyrr, eins og kann að gerast þegar mikið er að gera og fólk ekki við sömu iðju daglega. Ég var því ekki búin að heimsækja Önnu í nýju íbúðina enn þá og hafði aðeins heyrt hana 13

15 tala um nýja sófann. Ég bað hana að veita mér viðtal þar sem hún sagði skemmtilega frá því hvernig kaupin á sófanum fóru fram og hvernig þeim leið með valið eftir á. Ég kom til Önnu um klukkan níu á mánudagskvöldi 18. september Íbúðin hennar er staðsett við nýja götu í Kópavogi og var frekar erfitt fyrir mig að finna hana, bæði vegna þess að hún er ekki komin inn á öll götukort og vegna þess að það var dimmt. Húsið sem hún býr í var það eina við götuna sem fólk var flutt inn í þegar viðtalið fór fram. Þetta var því allt saman splunkunýtt. Íbúðin var einnig augljóslega splunkuný að innan og húsgögnin voru í takt við það líka. Anna tók á móti mér á náttfötunum og hellti upp á kaffi. Hún ræddi aðeins við mig um framkvæmdirnar og hvernig þau ákváðu ýmislegt innan íbúðarinnar. Ég kom mér fyrir við borðstofuborðið og fann fyrir smá stressi, þar sem ég var mjög þreytt svona seint að kvöldi. Einnig óttaðist ég að viðtalið yrði formlegt og vandræðalegt þar sem við þekktumst. Ég sagði því nokkrum sinnum að við ættum að passa að hafa þetta ekkert formlegt og nefndi að ég myndi ein sjá uppskriftir viðtalsins. Hugsandi til síðustu viðtala ákvað ég að vera ekkert að halda aftur af mér þegar á upptöku stóð og bara segja hvað ég væri að hugsa líka. Það hafði góð áhrif því oftast þegar ég kom með einhvern punkt sjálf kom Anna með einhvern vinkil á þann punkt. Þetta voru hlutir sem ég hafði kannski verið búin að hugsa um í marga mánuði og því ekki að furða að viðmælendurnir væru ekki komnir með þá í hugann í svona stuttu viðtali. Þetta var því bara jákvætt. Viðtalið var 65 mínútur og annað slagið fórum við út fyrir efnið, en aldrei of lengi. Sófi Önnu er tveggja sæta sófi sem er þó vel rúmur svo það gætu þrír til fjórir setið í honum. Hann er úr leðri og tengdur við rafmagn. Á hvorum armi fyrir sig eru takkar til að stilla í hvernig stellingu sófinn er. Hægt er að reisa bakið upp, gera hann dýpri og láta fótskemil upp. 14

16 Mynd 3. Sófi Önnu Margrétar. Gunnhildur Guðnýjardóttir Gunnhildur er 33 ára gömul kona sem var alin upp á sveitabæ á Snæfellsnesi. Hún býr nú með kettinum Brandi í kjallaraíbúð í Hlíðunum í Reykjavík. Gunnhildur fluttist af landi brott á sínum tíma til að stunda nám í innanhússarkitektúr í Florence á Ítalíu. Þar kláraði hún tveggja ára diplómunám og flutti svo til New York í Bandaríkjunum til að klára BFA gráðu. Hún flutti heim fyrir fimm árum síðan og hefur starfað sem innanhússarkitekt hjá IKEA á Íslandi síðan þá. Það var annar þjóðfræðinemi sem kom mér í samband við Gunnhildi og við mæltum okkur mót í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Ég fór til Gunnhildar klukkan átta á dimmu mánudagskvöldi þann 2. október Íbúð hennar var falleg og vel úthugsuð. Hún og Brandur tóku á móti mér og fylgdu mér 15

17 inn í sófa þar sem Gunnhildur settist í miðju sófa síns og ég á bólstraðan stól fyrir framan sófann. Þetta var fyrsta og eina viðtalið sem tekið var í sófa. Viðtalsupptakan var 59 mínútur og gekk allt vel. Mér fannst stundum að Gunnhildur setti sig í ráðgjafahlutverk í stað þess að tala beint frá hjartanu, en það er ekki óeðlilegt miðað við hennar störf. Einnig kom IKEA ansi oft til tals og var þá ágætt að hafa fagþekkingu hennar með. Sófi Gunnhildar er tveggja til fjögurra sæta, dökkblár svefnsófi. Hún fékk hann á miklum afslætti þegar hún var nýbyrjuð að starfa hjá IKEA á Íslandi, því sú týpa var að hætta í sölu. Mynd 4. Sófi Gunnhildar. Anna Hlíf Árnadóttir Anna Hlíf er 33 ára gömul kona frá Neskaupstað, búsett á stúdentagörðum Háskóla Íslands í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem þjóðfræðingur árið 2015 og stundar nú meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Anna býr með sambýlismanni og börnum þeirra þremur, tíu ára, tveggja ára og þriggja mánaða gömlum. Þau fluttu í höfuðborgina frá Neskaupstað rúmu ári áður en viðtalið fór fram. Ég komst í samband við Önnu í gegnum Facebook hóp hússins, en við búum á sömu hæð í sama húsi. Ég hafði nokkrum sinnum hitt hana á labbi um götuna og við höfðum talað saman lauslega um börnin og annað. Ég vissi ekki að hún væri útskrifaður þjóðfræðingur fyrr en viðtalið var að hefjast, sem var skemmtileg viðbót. 16

18 Við Anna Hlíf gerðum nokkrar tilraunir til að mæla okkur mót og það tókst loksins mánudagskvöldið 9. október 2017, þegar ég bauð henni heim við eldhúsborðið mitt. Klukkan var hálf ellefu þegar upptakan hófst og varði hún í 69 mínútur. Við töluðum aðeins um efnið og þjóðfræðina fyrir og eftir viðtalið en það kom ekki að sök því nóg var rætt á upptökunni. Það var gaman að tala við Önnu og hún hafði margar sniðugar hugmyndir um sófann. Ég tel að það hafi hjálpað umræðunni að hún býr líka yfir þjóðfræðiþekkingu en þó ekki búin að kryfja húsgagnið sófa til mergjar áður. Sófi Önnu Hlífar og fjölskyldu hennar er rauður mjúkur tungusófi með mörgum lausum púðum. Mynd 5. Sófi Önnu Hlífar þegar hálft heimilið lá heima með flensu. 1.2 Fræðilegar samræður Ásamt því að notast við viðtölin í rannsókninni las ég ýmsar bækur og greinar eftir fræðifólk í tengslum við efnismenningu og notaði í samtali við viðfangsefnið. Í þessum kafla byrja ég á því að skilgreina þau hugtök sem komu að notum við rannsóknina og í kjölfarið kynni ég nokkrar fyrri rannsóknir sem ég styðst við. 17

19 Í bókinni Living Folklore (2005) halda þjóðfræðingarnir Martha C. Sims og Martine Stephens því fram að við það að upplifa sameiginleg hrif eða deila reynslu og skoðun á einhverju geti myndast hópur (e. folk group). Innan hópsins deilir fólk svo sameiginlegri þekkingu sín á milli um það sem dró þau saman í fyrstu (Sims og Stephens, 2005: 35). Fólk er miðpunktur alls þjóðfræðaefnis því alla daga segir það hvert öðru sögur og deilir skoðunum sínum á öllu á milli himins og jarðar. Allt sem meðlimir hóps deila sín á milli á þennan hátt styrkir ímynd hópsins og sjálfsmynd fólksins sem er í honum (Sims og Stephens, 2005: 31). Það er þó ekki algilt að fólk kenni sig við hópa sem það passar endilega inn í hverju sinni heldur getur fólk valið að kenna sig við hópa sem lýsa frekar þeirri manneskju sem það langar að verða (Sims og Stephens, 2005: 41-42). Til að skýra tengingu fólks við sófa er best að byrja á að kynna hugtakið hrif (e. affect) betur til sögunnar. Landfræðingurinn Ben Anderson skilgreinir hrif í bók sinni Encountering Affect (2014) sem tvíhliða hæfileika líkamans til að hafa áhrif og verða fyrir áhrifum frá einhverju. Það þarf þó ekki einungis að vera líkami heldur getur hvað sem er komið í staðinn inn í skilgreininguna (Anderson, 2014: 9). Hrif eru alls staðar og eru tengd öllu mögulegu, til dæmis áþreifanlegum hlutum, fólki, hugmyndum og öðrum hrifum. Þau geta verið föst við eitthvað þjóðþekkt og þannig getur fjöldi fólks upplifað sömu hrifin frá tilteknum hlut (Anderson, 2014: 6). Vert er að taka fram að þetta er hans einfaldasta útskýring og fer hann mun dýpra í efnið í bók sinni. Líkt og Anderson hafa þjóðfræðingarnir og hjónin Jonas Frykman og Maja Povrzanović Frykman einnig rannsakað hrif. Bók þeirra, Sensitive Objects (2016), inniheldur greinar um hvernig hægt er að túlka hrif frá þjóðfræðilegu og mannfræðilegu sjónarhorni með áherslu á mikilvægi efnismenningar (Frykman og Frykman, 2016: 10). Rannsóknir Anderson eru einna helst um það hvað hrif geta framkallað en Frykman hjónin einblína meira á hvernig þau birtast yfir höfuð. Þau skoða hvað það er sem lætur fólk verða fyrir áhrifum frá einhverju (Frykman og Frykman, 2016: 12). Hrif geta komið fram í stórum hópi eins og til dæmis þegar hár rís á höndumn áhorfenda á fallegum tónleikum í Hörpunni. Á sama tíma eru hrif þó einnig afar persónuleg, því það eru einstaklingarnir sem upplifa þau á eigin skinni. Þjóðfræðingar tengja hrifin einna helst við hluti, staði, fólk og aðstæður. Margir þættir spila inn í hrifin og eru þau því gjarnan tilkomin af samblöndu minninga, tengsla fólks, efnislegra hluta og fleiri þátta (Frykman 18

20 og Frykman, 2006: 10). Það er þessi blanda sem lætur fólk segja setningar eins og æ það var bara eitthvað við hann. Hrif hjálpa fólki að velja sófa á heimilið. Efnismenning er mikilvægur þáttur í þjóðfræðinni og um hana fjallar fræðikonan Judy Attfield í bók sinni Wild Things: The Material Culture of Everyday Life (2000). Attfield segir fólk skilgreina heiminn í gegnum efnislega hluti, móta sjálfsmynd með tengslum sínum við hluti og að menning samfélagsins birtist í gegnum þessi tengsl (Attfield, 2000: 1). Framlag sænska þjóðfræðingsins Orvar Löfgren til rannsókna á efnismenningu er vert að nefna, en hann er brautryðjandi á sínu sviði á heimsvísu og hefur gefið út fjölda bóka og greina um hvernig efnismenning og hversdagurinn virkar. Ég notast við þrjár heimildir eftir hann í þessari rannsókn. Í greininni The Black Box of Everyday Life fjallar Löfgren um hversdaginn, hversu lítið þjóðfræðingar vita í raun um hvernig hann virkar og að mörgu fólki þyki hann vísa í eitthvað óspennandi og venjubundið. Hann kemur inn á fyrrnefnt hugtak, hrif, og þá í tengslum við hvernig fólk upplifir ákveðna orku til efnislegra hluta eða rýmis, hvort sem það sé áreynslulaust eður ei (Löfgren, 2015: 78). Í greininni talar hann um hvernig fólk í fortíðinni ímyndaði sér framtíðina sem einfaldari stað með einföldu heimilislífi þökk sé aukinni tæknivæðingu, en að raunin væri sú að flestir væru að drukkna í hlutum sem eru á stanslausri ferð inn og út af heimilinu (Löfgren, 2015: 83). Hann fjallar um hrif og heimilið frá ólíkum hliðum og rýmum, meðal annars um stofuna sem gegnir margvíslegu hlutverki og úir og grúir af hlutum og hrifum heimilisfólks (Löfgren, 2015: 91). Til viðbótar við fyrrnefnda grein Löfgren vísa ég í bókina The Secret World of Doing Nothing sem hann skrifaði með sænska þjóðfræðingnum Billy Ehn, en hún fjallar um hvað felst í því að gera ekkert og hvenær (og hvort) fólk sé í raun að gera ekkert. Einnig vísa ég í fyrirlestur sem Löfgren hélt í Háskóla Íslands vorið Ég sat fyrirlesturinn og fékk aðgang að upptöku fyrir rannsóknina í gegnum Félag Þjóðfræðinga á Íslandi. Fyrirlesturinn fjallar um hið óáþreifanlega á heimilinu, um stöðugar samningaviðræður þeirra sem þar búa um eignarétt og hvernig sjálfsvitundin hefur þróast á heimilum í nútímanum. Hann talaði einnig um hvernig þessir ósýnilegu þættir hafa áhrif á vöruþróun efnislegra hluta, húsgagna og tækja (Löfgren, 2017). Þar sem rannsókn mín fjallar um sófann inni á heimilinu leitaðist ég eftir fleiri rannsóknum en Löfgrens á heimilinu sjálfu til að dýpka skilning minn á því. 19

21 Þjóðfræðingurinn Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir er sú sem helst hefur rannsakað heimilið hér á landi og skrifaði bæði BA og MA ritgerð í þjóðfræði í tengslum við það. Ég notast við MA ritgerð hennar (2015) en þar fjallar Sigrún um ítarlega rannsókn sem hún gerði um hvernig íbúar í stúdentaíbúðum tengjast þessu tímabundna aðsetri og búa sér til heimili úr fyrirfram ákveðnum hugmyndum um uppröðun. Í ritgerðinni segir hún að á Íslandi hafi hýbíli frekar verið rannsökuð sem arkitektúr og teikningar, því væri heill hellingur sem ætti eftir að rannsaka með tilliti til daglegs lífs. Sigrún segir heimilið vera ferli eða atburð frekar en eitthvað sem er tilbúið og því erfitt að svara nákvæmlega hvernig það verður til þar sem það er alltaf á hreyfingu (Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir, 2015: ). Heimilið sé skapað af ásetningi hvort sem það sé ómeðvitað eða með skipulögðum hætti. Það sem gerir hús heimilislegt er fyrst og fremst fólkið en einnig að það sé andstæða þess sem finna má á stofnunum eða vinnustöðum fólks. Fólki líður jafnframt eins og það sé heima hjá sér með því að lifa með hlutum sínum og húsgögnum í einhvern tíma, því þá verða þau kunnuleg. Gott getur verið að koma heim í kunnulegt andrúmsloft. Samband fólks við húsgögnin sín geti því í raun verið það sem gerir húsið að heimili í þeirra huga (Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir, 2015: 138). Húsgögn eins og sófi gegna mikilvægu hlutverki á heimilinu og kom í ljós í rannsókninni að hann væri gjarnan uppáhalds staður fólks þar inni (Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir, 2015: 117). Þessir punktar frá Sigrúnu Hönnu veittu mér góða innsýn í tilgang sófans og þörf fólks á honum til að líða heima í því húsi sem það býr. Þar sem sófinn er í flestum tilfellum staðsettur í stofunni má einnig geta greinar þjóðfræðingsins Sophie Chevalier The Cultural Construction of Domestic Space in France and Great Britain (2002). Greinin fjallar um rannsókn hennar um hvernig fólk lætur sjálfsmynd sína í ljós í gegnum heimilið, og leggur hún aðal áhersluna á setustofuna. Chevalier segir setustofuna vera svæði sem tilheyri öllu heimilisfólkinu og þurfi því að endurspegla alla einstaklinga heimilisins. Hún sé þó einnig staður þar sem almenningi sé hleypt inn og því mikilvægt að hugsa út í hvernig upplifun heimilisfólk vilji að gestir hafi af sér (Chevalier, 2002: 848). Í greininni Happy Objects (2010) fjallar heimspekingurinn Sarah Ahmed um hvernig hrif geta komið fram í sambandi við hluti. Greinin fjallar í raun um hvernig hamingja eða óhamingja tengist efnislegum og óefnislegum hlutum. Ahmed segir 20

22 tenginguna sem á sér stað ekki beint fólgna í hlutnum sjálfum heldur sé hún eins og atburður í kringum hann. Ástæða þessarar tengingar kunni að vera tilurð, fyrri saga hans og/eða staðsetning hlutarins. Þá segir hún hluti einnig geta áunnið sér þessa tengingu með tímanum með því að skapa eigin minningar (Ahmed, 2010: 33-34). Að auki geta hrifin breyst með breyttu líkamlegu ástandi, þess vegna aðeins tímabundið. Til dæmis mætti taka að vinnandi manneskja getur hlakkað til að komast í sófann eftir erfiðan dag en sama manneskja gæti haft óbeit á tilteknum sófa eftir að hafa neyðst til að liggja í honum meðan hún væri að jafna sig af lungnabólgu. Því eru tengslin gjarnan margþætt og síbreytileg (Ahmed, 2010: 33). Ahmed talar einnig um það hvernig sumum hlutum er ætlað að veita fólki hamingju og beinlínis eigi að veita góð hrif samkvæmt samfélaginu. Samfélagið eða hópar í samfélaginu ákveði í sameiningu hvaða hluti þarf að eiga til að lifa góðu lífi (Ahmed, 2010: 34-35). Kenning Ahmed kom að góðum notum við undirbúning viðtala og greiningu þeirra, en hún jók skilning höfundar töluvert á hvernig fólk tengist efnislegum hlutum. Hlutverk sófa í nútímasamfélagi er margvíslegt. Það sem blasir þó alltaf fyrst við er að sófanum er ætlað að veita fólki þægindi. Í bókinni Age of Comfort (2010) eftir fræðikonuna Joan DeJean kemur fram að sófinn sé líklega eitt mikilvægasta húsgagn sem fólk kýs að eiga í dag. Bókin fjallar um hvernig sú sýn að heimilinu sé ætlað að veita fólki þægindi varð til og lýsir hún ýmsum húsgögnum, þar á meðal sófum og stólum. Nútímafólk telur það gjarnan rétt hverrar manneskju að lifa við þægindi. DeJean lýsir því hvernig þessi sýn varð til nánast á einni nóttu með tilkomu nýrrar hönnunar á húsgögnum og hvernig þau hafa svo breyst með tímanum (DeJean, 2010: 1. og 3. málsgrein). DeJean skrifar bæði almennt um þróun þægindanna en einnig um tiltekin herbergi, húsgögn og fatnað. Þar á meðal er til dæmis kafli um þægileg sæti þar sem hún gerir grein fyrir þróun húsgagna með það hlutverk að á þeim sé setið. Í stuttu máli segir hún þróun þeirra hafa orðið valdur þess að fólk fór að lifa lífinu almennt á annan hátt; formlegar og stífar aðferðir viku fyrir óformlegum og afslöppuðum aðferðum (DeJean, 2010: 4. málsgrein). 1.3 Rannsóknarspurning og kaflaskipan Í ritgerðinni leita ég svara við þeirri spurningu hvaða hlutverki sófinn gegnir í nútíma samfélagi og í leiðinni hvort val hans geti endurspeglað sjálfsmynd eða væntingar 21

23 eigendanna til lífsins. Greiningu viðtalanna skipti ég því í tvennt og fjallar fyrri greiningarkaflinn (kafli tvö) um fólkið í sófanum. Ég byrja á að segja frá því hvað viðmælendur sögðust gera í sófanum en hann getur verið sjúkrarúm, hoppudýna og bíósæti. Jafnvel allt sama daginn. Hlutverk hans er því margháttað en huggulegheit eru fólki ofarlega í huga þegar það sest í sófann, hvað svo sem dreif það í hann í fyrstu. Því ræði ég næst hvernig fólk sækir í að styrkja vina og fjölskyldusambönd með því að hafa það huggulegt í félagsskap hvers annars. Í sumum tilfellum er þetta einn helsti staðurinn þar sem fjölskyldur eða pör hittast í hversdeginum. Sófinn er hannaður fyrir fleiri en einn og er því góður staður fyrir lágstemmda afþreyingu með nákomnu fólki. Þó er vel hægt að eiga góðar stundir einsamall í sófanum. Einnig er hægt að vera of mikið í sófanum og enda ég kaflann á því að segja frá svokölluðum sófakartöflum (e. couch potato). Það virðist vera í lagi að vera sófakartafla annað slagið en þá þarf fólk að hafa verið duglegt til að vinna sér inn þann rétt. Að liggja yfir sjónvarpinu til lengri tíma með eitthvað ætilegt í skál er ein helsta athöfn sófakartöflunnar. Í seinni greiningarkaflanum (kafla þrjú) fjalla ég um hrif og sjálfsmynd fólks í tengslum við sófann. Ég byrja á að segja frá því hvernig fólk velur sófann útfrá mismunandi fjölskyldumynstri. Þar kem ég inn á hrif og hið ósýnilega og hvernig erjur um sjálfsvitund og eignarétt geta haft áhrif á vöruþróun. Sófinn er með fólki á bestu og verstu augnablikum þess og lífið ekki alltaf dans á rósum í kringum hann. Sófinn er því eins og náinn vinur sem eigendur treysta bæði fyrir því að vera berskjaldaðir en einnig til að taka á móti utanaðkomandi heimi. Gestir eru því næstir á dagskrá, hvernig þeir geta haft áhrif á sófakaup og hvernig ætlast er til að gestir beri sig í heimsóknum. Stífari sófar virðast betri til að taka á móti gestum og freistar fólk þess gjarnan að kaupa dýrari eða fínni sófa í það hlutverk. Það tengist einnig sjálfsmynd og sviðsetningu, hvernig fólk vill að utanaðkomandi fólk sjái sig. Síðasti hluti kaflans fjallar því um sjálfsmyndina og hvernig hægt er að lesa í hvað fólki þyki mikilvægt þegar kemur að sófavali. Þar ber til dæmis að nefna tengingu sófans til fyrra lífs, umhverfissjónarmið, álit annarra, persónulegan stíl, birtingarmynd kynjanna og sjálfstæði. Að lokum eru helstu þræðir reimaðir saman í niðurlagi ritgerðarinnar þar sem ég stikla á stóru um innihald hennar. 22

24 2 Fólkið í sófanum Það er sameiginleg skoðun margra í vestrænum heimi að þægindi séu einhvers konar réttur sem fólk ávinnur sér strax við fæðingu. Þægindi hafa þó ekki alltaf verið eitthvað sem fólk spáði mikið í. Upphaf þæginda á heimilinu má rekja aftur til Parísar í kringum árið 1670 þar sem nútímaheimilið, það sem okkur þykir eðlilegt heimili í dag, leit dagsins ljós. Fyrir þann tíma höfðu setuhúsgögn ekki verið hönnuð með þægindi í fyrirrúmi heldur frekar með það í huga að láta fólk vera upprétt og virka virðulegt (DeJean: 9. og 10. Málsgrein). Heimilið sem hugtak felur í sér efnislegt og félagslegt rými. Húsið sem heimilið er staðsett í er efnislegt en tengslin sem það hefur að geyma eru félagsleg (Cieraad, 1999: 107). Sófinn er sömuleiðis gott dæmi um efnislegan hlut sem þjónar félagslegum tilgangi. Á Íslandi sem og víðar er hann talinn eitt mikilvægasta húsgagn heimilisins og þykir mörgum óeðlilegt ef fólk á ekki sófa. Í sófanum á fólki að líða vel en vellíðan er lykilatriði þegar kemur að tilgangi heimlisins. Ef ekki er hægt að hvílast þar og láta sér líða vel þá er það varla heimili (Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir, 2015: 117). Síðustu tvær aldir hafa þægindi og vellíðan orðið megin markmið heimilisins í vestrænum heimi: Að geta flúið umheiminn í sinn eigin heim þar sem fólk ert umkringt hlutum sem aðeins það á og ber persónulegar tilfinningar til. Í dag á fólk gjarnan heilt rými út af fyrir sig með eigin eignum en fyrir tíma þægindanna komust eignirnar kannski fyrir í vasa fólks. Það eitt og sér segir ansi mikið um þróun þæginda og efnismenningar (Löfgren, 2017). Í þessum kafla verður hlutverk sófans sem húsgagn skoðað, hvaða notagildi hann hefur inni á heimilinu og hvað fólk gerir í honum. Í framhaldi af því verða almenn huggulegheit heimilisfólks tekin til athugunar og í kjölfarið gerð grein fyrir því hvað felst í því að dvelja of mikið í sófanum. 2.1 Athafnir í sófanum Í stóra IKEA vörulistanum sem sendur var á íslensk heimili haustið 2016 er lítil grein um sófa sem ber titilinn Þegar sófinn er heimilið. Í greininni er kynnt ný lína af sófum sem á að henta heimilinu eins og það hefur þróast í gegnum tíðina. Því er haldið fram að heimilinu sé ekki lengur skipt niður í herbergi fyrir sérstakar athafnir til dæmis setustofu, 23

25 skrifstofu og borðstofu, heldur sé stofan orðin að einu rými sem þjóni öllu heimilisfólki í ólíkum erindagjörðum. Í stofunni sé sófinn svo miðpunkturinn (IKEA vörulisti, 2016: 84). Viðmælendurnir staðfesta að það er mikið til í þessari auglýsingu frá IKEA, ýmis mismunandi verkefni og athafnir eru unnar í sófanum alla daga. Orvar Löfgren heldur því einmitt fram að á heimilinu sameinist hlutir, hrif og rými, og að heimilið sé því fullkominn staður til að fjölvinna (e. multitask) athafnir. Til dæmis geti stofan verið allt sem fólk þarf að hún sé hverju sinni; dansgólf, hvíldarstaður, geymsla, leikstaður barna eða staður fyrir foreldra til að njóta ásta því börnin sofnuðu í hjónaherberginu (Löfgren, 2015: 91). Sófar viðmælenda minna eru allir staðsettir fyrir framan sjónvarp í stofu íbúðarinnar og eru fjórar stofur af fimm samtengdar eldhúsi. Sú eina sem ekki er samtengd eldhúsi, stofa Gunnhildar, er einnig með borðstofuborð. Aðspurð hvað þau gerðu í sófanum nefndu viðmælendur mínir allir að aðallega væri hann notaður undir sjónvarpsáhorf. Einnig nefndu Gunnlaugur, Anna Margrét og Anna Hlíf að þau lærðu eða læsu stundum í sófanum, en þau eru öll í námi eða nýútskrifuð úr Háskóla Íslands. Við það verður sófinn að tímabundinni skrifstofu viðmælendanna: Við lesum bæði mjög mikið, það er ógeðslega kósí að sitja bara í honum og lesa, svo er sko líka þúst höfuðpúðar, þegar maður er að horfa á sjónvarpið þá endar maður ekki alveg í keng sko, maður situr alltaf bara svolítið beinn, þannig að mér finnst það mjög gott. (DD2017:3) Í þessari lýsingu frá Önnu Margréti má finna eitt lykilorð: Kósí. Sófanum er ætlað að veita heimilisfólki þægindi og huggulegheit. Hvað telst svo vera þægilegt hverju sinni er menningarlega mótað og tengist hugmyndum sem breytast samfara breytingum í heimi efnismenningarinnar (Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir, 2015: 117). Hugmyndin um hvað sé þægilegt er því mótað inn í menninguna. Þó er mikill fjöldi af mismunandi tegundum sófa til og ekki endilega víst að öllum þyki sami sófinn bestur þó að markmið sófans sé það sama: Það er mörgum sem finnst setan í honum of djúp sko og mér finnst það akkúrat gott sko af því ég get svona hringað mig í hann einhvernveginn bara [...] svona kúri mig einhvernveginn ofan í hann og fæturnir komast líka upp í hann þegar ég sit, mér finnst rosalega leiðinlegt að sitja í sófum þar sem maður verður einhvernveginn alltaf að sitja beinn í baki og þúst fæturnir geta ekki farið neitt nema bara beint niður á gólfið og eitthvað. (DD2017:4) 24

26 Svona lýsti Gunnhildur því hvernig hún kemur sér vel fyrir í sófanum sem þjónar sínu hlutverki vel, að veita eiganda sínum góð hrif og þægindi. Hún sagði jafnframt að miðjan væri langtum best. Hún lýsti þessu hálfpartinn eins og þegar köttur kemur sér vel fyrir en hún býr einmitt ein í íbúðinni með kettinum Brandi sem situr oft með henni í sófanum og vill fá klapp (DD2017:4). Anna Hlíf finnur sterk hrif til sófans og hefur sófinn hennar áunnið sér væntumþykju með því að standa sig vel í að veita henni og fjölskyldu hennar þægindi: Ég hef aldrei átt svona þægilegan sófa sko, kannski bara best að taka það fram, og það er náttúrulega því þægilegri sófi, því mun meiri tíma eyðir maður held ég í honum og hérna, sófinn sem ég átti á undan hann var ekkert eins þægilegur, þannig að mér var alveg sama þegar ég var ekki í honum. (DD2017:5) Það er algjört grundvallaratriði að sófinn sé nógu notalegur til að þú getir horft lengi á sjónvarp eða lesið bækur í honum. Ef sófinn nær ekki að þjóna þeim tilgangi sem hann var almennt keyptur fyrir, að veita þægindi, getur upplifun fólks af honum snúist upp í andhverfu sína og fólk þróað með sér óbeit á honum (Ahmed, 2017: 37). Sófar sem reynast óþægilegir fá því gjarnan að víkja af heimilum fólks, fyrr eða síðar. Það kom í ljós að því minni sem íbúðin var, þeim mun breytilegra hlutverki gat sófinn þjónað. Því færri fermetrar og færri herbergi, því meira kann að gerast í sófanum. Anna Margrét sagði til að mynda ekki mörg húsverk unnin á nýja sófanum vegna öðruvísi og stærra rýmis í nýju íbúðinni: Við erum eitthvað að sinna bókhaldinu í tölvunni eða svoleiðis, en við höfum verið að brjóta saman bara inni á rúmi, en ég braut alltaf saman í gamla sófanum. Það er einhvernveginn staðsetningin á stofunni í íbúðinni, það er dálítið langt að fara með allt úr þvottahúsinu hingað núna, en kannski kem ég til með að gera það, ég veit það ekki, það er svo ógeðslega stutt síðan við komum okkur fyrir. (DD2017:3) Í nýrri íbúð Önnu var komin betri aðstaða til þvotta og með því hætti sófi heimilisins að taka þátt í að brjóta saman og sortera nýþvegin plögg. Anna Hlíf kom einnig inn á þvottinn, en svo virtist sem þeim þætti báðum nokkuð eðlilegt að tala um að brjóta saman í sófanum, sem gefur í skyn að það sé jafnvel nokkuð algengt hjá fólki sem þær þekkja. Anna Hlíf sagðist brjóta saman í sófanum af og til og þá væri hún iðulega með kveikt á sjónvarpinu (DD2017:5). Henni fannst ólíklegt að það myndi halda áfram þegar hún stækkar við sig í heimili: 25

27 Eftir að þurrkarinn okkar bilaði núna bara fyrir stuttu síðan þá hef ég svona neyðst til að fara niður í þvottahús [sameiginlegt f. íbúa blokkarinnar] og hérna, þá finnst mér reyndar alveg voða gott að vera með svona vinnuaðstöðu að brjóta saman þvottinn [...] en það er svosem alveg þægilegt að sitja af því það er svo leiðinlegt að brjóta saman sko, sérstaklega þegar maður er að brjóta saman öll litlu fötin sem tekur heila eilífð sko. (DD2017:5) Sófinn getur gert húsverkin notalegri með mjúku sæti og skemmtilegri því fólk getur kveikt á sjónvarpinu í leiðinni. Anna Hlíf sagðist eiga það til að fá samviskubit þegar hún sæti ein í sófanum með ekkert verkefni (DD2017:5). Því getur verið gott að grípa í húsverk þegar fólki langar að hlamma sér í sófann sinn í einrúmi. Það veiti ákveðið leyfi til að hafa það notalegt því verið sé að sinna heimilinu í leiðinni. Þetta gæti þó stafað af mismunandi heimilisaðstæðum, en Anna Hlíf er þriggja barna móðir í fjarnámi og því mun uppteknari þegar hún er inni á heimili sínu en Anna Margrét, sem er frekar upptekin við vinnu utan heimilisins. Það er vissulega meiri þvottur hjá Önnu Hlíf og því oftar sem þarf að brjóta saman. Mynd 6. Sófinn aðstoðar við frágang þvottar. Í sumum tilfellum er farið í sófann til að sinna erindum eins og áður kom fram, en í öðrum tilfellum er farið í sófann gagngert til að gera ekki neitt. Sem dæmi má nefna 26

28 þegar veikindi koma upp og sófinn breytist í dúnmjúkt sjúkrarúm þar sem fólki er ætlað að eyða tíma sínum í að batna. Á slíkum stundum getur verið gott að eiga notalegan sófa. Í rannsókn Sigrúnar Hönnu á heimilinu komst hún að því að sófinn væri gjarnan mikilvægari fyrir fjölskyldufólk en einstaklinga, sem veldu þá rúmið frekar. Báðir staðir þjóna þeim tilgangi að veita fólki hvíld (Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir, 2005: 118). Aðspurð hvar Gunnhildur héldi sig þegar hún væri veik hafði hún þetta að segja: Það er annað hvort hér eða inni í rúmi bara, svona þegar maður er orðinn þreyttur á því að liggja þá kemur maður kannski fram með sængina og kúrir hérna [í sófanum]. (DD2017:4) Þar sem enginn annar er frammi er ekkert sem togar hana fram til að eyða frekar tíma í sófanum. Kötturinn Brandur spyr líklegast ekki um stað og stund heldur fer bara inn í herbergi til að hitta Gunnhildi, eins og ketti sæmir. Anna Hlíf nefndi rúmið einnig á slíkum stundum, en hún var til að mynda afar slöpp á þriðju meðgöngu sinni: Ég var meira uppi í rúmi [...] það var yfirleitt þannig að ég var ekkert rosalega mikið í sófanum þegar ég var ólétt nema bara einmitt þegar ég var kannski á kvöldin eða eitthvað að horfa á sjónvarpið [...] þannig að það var svolítið, sófinn var eiginlega bara fyrir alla hina. (DD2017:5) Með sambýlismann og þrjú börn vildi Anna Hlíf ekki eigna sér sófann og kannski var líka bara gott að fá að vera í friði inni í herbergi, meðan venjulegt líf gekk sinn vanagang frammi. Á kvöldin þegar tók að róast gat hún fært sig og átt þá sófann meira fyrir sig (DD2017:5). Því var þó öfugt farið þegar börnin hennar voru veik heima. Það er líklegt að þau vanti einmitt nærveruna frá öðru heimilisfólki þegar þau eru lítil í sér, og með eldhús og stofu samtengda eru þau frekar í félagsskap í sófanum: Tveggja ára stelpan er búin að vera heima hérna í rúma viku og ég hef bara eftirlátið henni tunguna sko [...] þetta er orðinn svolítið langur tími en já þetta er bara ósköp notalegt, við erum náttúrulega með ógeðslega mikið af teppum og allskonar þarna í sófanum. (DD2017:5) Tungan (legubekkurinn) er að sögn Önnu Hlífar afar notalegur og eftirsóttur staður í sófanum. Því er það ákveðinn lúxus að fá réttinn til að vera á henni í veikindum, eins og dóttir hennar á þessari stundu (DD2017:5). Börnin eyða þó ekki bara tíma í sófanum þegar þau eru veik. Af fimm viðmælendum mínum áttu þrír börn, þau Ragna Margrét, Gunnlaugur og Anna Hlíf. Þau töluðu öll um börnin í sófanum í viðtölunum án þess að vera spurð sérstaklega út í þetta. Ragna tók 27

29 svo til orða að eldri dóttir hennar hefði nánast alist upp í sófanum og varð það því ákveðinn partur af sögu sófans og væntumþykju Rögnu í garð hans. Sú stutta átti það einnig til að koma sér vel fyrir með púðum fyrir framan sófann og brasa eitthvað þar (DD2017:1). Anna Hlíf sagðist verja miklum tíma í að tína dót eldri dóttur sinnar af eldhúsborðinu eða sófaborðinu. Tiltektin væri stöðug hringrás og að dóttirin kæmi sér margoft fyrir í sófanum með dót, jafnvel að horfa á sjónvarpið í leiðinni (DD2017:5). Hún flissaði svo seinna í viðtalinu þegar hún rifjaði upp minningar sínar úr æskusófanum: Þá var maður oft að koma með eitthvað svona, ég man alveg eftir þessu maður var að koma með dót fram þúst og bara, ég er að gera það sama og foreldrar mínir voru að gera þúst tína allt draslið til baka, alltaf. (DD2017:5) Anna áttaði sig á því í miðri setningu að foreldrar hennar hefðu þurft að taka til eftir hana eins og hún tekur til eftir sín börn. Hún sagði jafnframt að það væri líklegast gott að koma fram úr leikherberginu til að geta einbeitt sér betur (DD2017:5). Börn eiga gjarnan fjöldann allan af mismunandi leikföngum og er það ein birtingarmynd þess hversu stútfull af efnislegum hlutum nútímaheimili eru. Gnótt hluta getur þannig fylgt gnótt hrifa, ekki síst þeirra hrifa sem skapast þegar fólki finnst allt flæða í drasli hjá sér. Slík hrif geta til dæmis minnt fólk endalaust á að það sé ekki búið að taka til og tala hrúgurnar nánast með ásökunartón við fólkið (Löfgren, 2014: 86, 89). Því getur verið gott að færa sig í burtu til að ná að einbeita sér að einu í einu að sögn Önnu Hlífar: Maður var að koma þarna til að teikna eða lita eða eitthvað þúst, ég held það sé þægilegra að bara koma með eitthvað svona eitt verkefni fram hérna af því að það er ekkert annað sem er að trufla, þúst þegar maður er krakki [...] ég held að það sé svolítið ástæðan fyrir því að krakkar séu að koma svolítið fram með dótið, eða ég get ímyndað mér það sko. (DD2017:5) Ímyndunarafl barna getur verið skrautlegt og skemmtilegt og talaði Gunnlaugur um að sonur hans ætti það til að hoppa svolítið í sófanum. Ég reyni að stoppa það, en það gengur ekki (DD2017:2) sagði hann glottandi í framhaldi af því. Sófi virðist því geta þjónað sem hoppudýna þegar maður er þriggja ára gamall og jafnvel eldri, ef fullorðið fólk myndi leyfa sér smá hopp og skopp í sófanum. Gunnlaugur nefndi son sinn nokkuð oft þegar kom að hlutverki sófans, til dæmis borðaði hann Cheerios í honum, læsi bækur með foreldrum sínum og að hann hefði á tímabili tekið ástfóstri við einn af púðunum sem sófinn geymir og aðeins viljað sitja á þeim púða (DD2017:2). 28

30 Ímyndunarafl heimilisfólks birtist í notkun þess á sófanum þegar brýn verkefni kalla og þörf er á stað til að vinna þau. Notagildi sófans eykst í minna eða opnara rými og verður hann jafnvel enn meiri fjölskyldustaður undir slíkum kringumstæðum. 2.2 Félagsskapur og huggulegheit Þó að viðmælendur mínir hafi allir nefnt að sófinn þjóni mestmegnis undir sjónvarpsáhorf kom í ljós að tilgangurinn með sjónvarpsáhorfinu er þó margslungnari en hann virðist við fyrstu sýn, enda er það oft á tíðum félagsleg athöfn að horfa saman. Samvera með öðru fólki var lykilatriði í flestu sem þeim datt í hug að segja í sambandi við húsgagnið. Svæfðu krakkana, sæktu snakkið það er kósíkvöld í kvöld kavíar, rauðvín og ostar. Sæktu flísteppið og rjómaísinn það er kósíkvöld í kvöld dejlighed, hvað sem það kostar. (Bragi Valdimar Skúlason/Baggalútur, 2008) Svo söng hljómsveitin Baggalútur í vinsælu íslensku dægurlagi sem kom út árið 2008, við texta Braga Valdimars Skúlasonar. Lagið heitir Kósíkvöld í kvöld og lýsir samfélagslegum viðburði eða samkomu sem margir Íslendingar halda reglulega upp á. Slík kvöld eiga margt sameiginlegt með hinu sænska fredagsmys og hinu fræga danska hygge. Fredagsmys er keimlíkt kósíkvöldum en bundið við einn vikudag, föstudag, ólíkt kósíkvöldinu. Íslenskar fjölskyldur eiga það þó til að hafa þau helst á föstudagskvöldum eins og Svíarnir, þó að hægt sé að skipuleggja slík kvöld hvaða dag vikunnar sem er. Föstudagskósíkvöldin eru einhvers konar hefð eða helgisiður hjá sumum fjölskyldum sem halda þau hátíðleg í hverri viku. Sófinn er gjarnan miðpunkturinn á kósíkvöldum og nefndu nokkrir viðmælendur mínir slík kvöld, til dæmis Gunnlaugur: Á föstudagskvöldum, þá erum við með kósíkvöld þar sem við horfum á einhverja mynd. Áður en ég fékk stólinn minn [hægindastól sem var staðsettur við hlið sófans] þá sátum við öll saman í sófanum og horfðum saman á myndina en nú sitja yfirleitt bara annað okkar í sófanum með syni okkar og hitt situr í stólnum. (DD2017:2) Stækkandi fjölskyldan var farin að breiða úr sér í stofunni en mikilvægt var þó að vera saman og gera eitthvað í sameiningu. Gunnlaugur og hans stækkandi fjölskylda keyptu sér nýjan sófa stuttu eftir að viðtalið var tekið og komast nú öll fyrir í nýja sófanum. 29

31 Fjölskyldukvöld sem þessi eru algeng og eru svona stundir gjarnan teknar sem dæmi um alvöru fjölskyldusamveru. Um þetta fjallar danski mannfræðingurinn Jeppe Trolle Linnet í grein sinni Money Can t buy me Hygge (2011), en hann hefur rannsakað norræna menningu og heimili á sínum starfsferli. Hann segir að ef fjölskyldan sé fær um að eyða saman slíkum rólyndisstundum ávinni hún gott andrúmsloft á milli meðlima hennar. Slíkar stundir eru því andstæðan við hreyfingu eða hasar sem fjölskyldan gerir einnig saman, eins og að skella sér saman á skíði. Þó að það geti vissulega verið gaman að skíða saman myndu fjölskyldutengslin styrkjast enn meira í eftirleiknum, þegar að allir eru komnir úr brekkunni, sitja saman í sófa með heitt kakó og tala um ævintýri dagsins (Linnet, 2011: 26). Mynd 7. Mæðgur borða saman heimabakaða pitsu yfir bíómynd. Helgisiður á þeirra heimili á föstudagskvöldum. En hvað felst í því að halda kósíkvöld? Að hafa það kósí, eins og margir taka til orða í dag, er upplifun sem veitir fólki þægindi og hlýju. Kósíkvöld eru einfaldur og lágstemmdur viðburður sem auðvelt er að taka þátt í og því heppileg stund fyrir alla fjölskylduna til að njóta nærveru hvers annars (Linnet, 2011: 23). Á Íslandi virðast kósíkvöld nokkuð bundin sófanum. Nánast er skilyrði að njóta sameiginlegrar 30

32 afþreyingar og að neyta einhvers matarkyns. Að deila mat eða drykkjum með öðru fólki er félagsleg athöfn og upplifir það tengsl til hvors annars við að setja eitthvað gott í skál til að narta í. Á kósíkvöldum er enginn einn í forgangi og eru allir jafnir (Linnet, 2011: 23-24). Þau eru ekki bundin við fjölskyldur, heldur eru þau einnig gjarnan bestu stundir sem pör kjósa að eiga saman. Anna Hlíf sagði algengt að eftir að börnin væru komin í háttinn færu hún og sambýlismaður hennar upp í sófa og ættu góða stund saman. Þá finna þau sér eitthvað gott í gogginn, stundum kvöldmat sem mætti jafnvel ekki borða í sófanum þegar börnin væru vakandi, og gæddu sér á því yfir sjónvarpinu (DD2017:5): Við gerum þetta stundum þannig að við ákveðum að við ætlum að horfa á eitthvað og það er svona, þá komum við okkur vel fyrir uppi í sófa og þá er einhvernveginn bannað að hafa símann í höndunum sko, það er bara einhvernveginn óskrifuð regla og svona þögult samþykki bara þúst, við leggjum símann frá okkur og erum bara, horfum og höfum það ógeðslega kósí allan tímann og erum með poppskál eða eitthvað. (DD2017:5) Hún sagði það eyðileggja stemninguna ef annar aðilinn væri með hálfa athyglina við sjónvarpið og hinn helminginn í símanum. Þau vilji ekki þurfa að segja hinum aðilanum hvað var að enda við að gerast í sjónvarpinu, þetta væri sameiginlegt áhorf og heilagur tími (DD2017:5). Anna Margrét talaði einnig um samskonar stundir sem hún á með sambýlismanni sínum. Önnurnar eiga það sameiginlegt að hitta sambýlismenn sína lítið yfir daginn og því er kærkomið að eiga saman huggulega stund í sófanum um kvöldið. Anna Margrét sagði þau oft horfa á bíómyndir saman í sófanum: Það [að horfa á bíómynd] er eiginlega það eina sem við gerum á kvöldin þúst við erum ekkert endilega dugleg að fara út [á lífið] eða út að borða eða eitthvað, en það er náttúrulega bara útaf við erum bæði búin að vera ógeðslega mikið í skólanum og að læra langt fram á kvöld, svo þá endar oft dagurinn með þætti eða mynd eða eitthvað. (DD2017:3) Hún sagði það óskrifaða reglu á heimilinu að setja einn sjónvarpsþátt í gang á kvöldin. Suma daga sé þátturinn mjög seint á dagskrá en aðra daga gætu þau ákveðið að leyfa sér að hætta fyrr að lesa eða læra og farið beint í sófann saman (DD2017:3). Önnu þykir vænt um þennan tíma þeirra, sérstaklega þegar sambýlismaðurinn er önnum kafinn í skólanum: 31

33 Hann er ekki búinn að vera mikið hérna heima sko síðan við fluttum, ég er ekki búin að sjá hann núna í þrjá, fjóra daga eða eitthvað, þannig að það var mjög kærkomið að fá smá stund á sófanum í gærkvöldi. (DD2017:3) Þetta er því þeirra sameiginlegi staður sem þau dvelja á þegar þau vilja eiga góðar stundir saman. Þau hyggjast kaupa bakka fyrir snarlið sem þau borða til að geta haft á milli sín og þar af leiðandi þurfa ekki að fara neitt nema nauðsyn krefji. Þau eru því að sníða sófann enn betur að eigin athöfnum og þörfum (DD2017:3). 2.3 Sófakartöflur Þó að fólki líki sófaveran afskaplega vel þá kom í ljós að ef það eyðir of miklum tíma í sófanum gæti það átt í hættu að vera kallað sófakartöflur. Orðið sófakartafla (e. couch potato) skaut fyrst upp kollinum í viðtalinu við Gunnlaug, þegar hann lýsti því hvernig hann kynni að breyta líkamsbeitingu sinni þegar hann væri orðinn þreyttur á að hafa gesti í heimsókn: Já þá alveg verð ég eins og sófakartafla sko, ég hef alveg tekið eftir þessu hvað ég þá bara þoli ekki lengur og verð bara svona óvirðulegur gestgjafi (DD2017:2). Aðspurður sagðist hann þó hafa sagt þetta í hálfgerðu gríni, en hann liti ekki á sig sem sófakartöflu þó hann væri það kannski annað slagið. Hann sagðist ekki endilega vilja vera kallaður þetta af öðru fólki (DD2017:2). Mynd 8. Límmiðar með kartöflu liggjandi í sófa, sem ætlaðir eru fyrir dagbækur fólks. 32

34 Sófakartafla er nokkuð þekkt orð þó það sé ekki að finna í íslenskri orðabók. Orðið er alþjóðlegt og merkingin virðist sú sama erlendis og á Íslandi. Á söluvefnum Etsy, þar sem fólk alls staðar að getur skráð sig inn og selt handunnar vörur, kemur upp mikið magn af allskyns varningi þegar leitað er að orðunum Couch Potato. Meðal annars má þar finna fjöldann allan af límmiðum sem ætlaðir eru í dagbækur eða aðrar skipulagsbækur, sem sýna kartöflu sitja eða liggja í sófa (sjá dæmi á mynd 8). Eftirspurn eftir slíkum límmiðum hlýtur því að vera nokkur, fyrst svo margir söluaðilar á fyrrnefndum vef hafa tekið upp að selja slíka límmiða. Kaupendur virðast nota límmiðana til að skrá þann tíma sem það eyðir í að vera sófakartafla eða skipuleggja hann fyrirfram. Orðið kann að vera notað af fólki til að lýsa sjálfu sér, en einnig í gríni eða í niðrandi merkingu um annað fólk. Anna Margrét lýsti sinni upplifun á hugtakinu svona: Ég veit það ekki, mér finnst sófakartafla pínu neikvætt orð eða þúst það er orðið það, mér finnst það ekkert eiga að vera það sko. Mér finnst sófakartafla pínu vera svona manneskja sem að gerir ekkert nema horfa á sjónvarpið og ógeðslega svona, borðar geðveikt mikið snakk og fer aldrei í sturtu og svona. Jújú þúst það getur alveg verið jákvætt en mér finnst það eiginlega jákvæðara þegar einhvernvegin svona pör eru sófakartöflur saman. (DD2017:3) Hún sagði að hún og sambýlismaður hennar tækju upp á því annað slagið að haga sér eins og sannri sófakartöflu sæmir, en þó alltaf í stuttan tíma í senn. Oft væri það vegna áunninna réttinda á sófaveru, sem þau hefðu aflað sér með dugnaði í vinnu eða skóla (DD2017:3). Það að hlamma sér í sófann eftir erfiðan vinnudag er gjarnan flokkað sem að gera ekkert, sem þýðir í slíkum tilfellum að fólk sé ekki á fullri ferð að sinna annasömu lífi sínu. Það þykir eðlilegur lífstíll að fjölvinna (e. multi-task) í hversdeginum og vera stöðugt virkur, sem skapar í leiðinni ótta hjá fólki um að eyða tíma í vitleysu (Ehn og Löfgren, 2010: 19). Fólki líður oft á tíðum eins og það sé einmitt að eyða tíma sínum í vitleysu þegar það dvelur lengi í sófanum og afsakar sig þannig hálfpartinn fyrir það með því að kalla sig sófakartöflu. Þó er þetta ekki algilt, en Anna Hlíf var bara nokkuð ánægð með að vera sófakartafla: Ég held ég gæti alveg flokkast sem sófakartafla sko, mér finnst það bara algjörlega eiga rétt á sér og ég móðgast ekkert [...] Ég held að við séum svona gott dæmi um sófakartöflur sko, svona fólk í ofþyngd sem liggur þarna þúst, hann svona einhvernveginn ber að ofan með bumbuna út í loftið og ég þarna eitthvað bara að 33

35 kúra mig undir teppi af því mér verður alltaf svo kalt og honum er alltaf geðveikt heitt. (DD2017:5) Þess ber þó að geta að eins og áður kom fram fannst Önnu Hlíf oft óþægilegt að vera ein í leti sinni í sófanum (DD2017:5). Því er það nokkuð líkt því sem Anna Margrét sagði, að það væri betra að vera tveir í verkinu. Það skein þó í gegn í viðtalinu við Önnu Hlíf að hún er almennt ekki mikið að velta fyrir sér hvað öðru fólki finnst, enda þótti henni engin ástæða til þess. Henni líður vel þegar hún er sófakartafla með sambýlismanni sínum. Hún sagðist þó vera búin að ganga í gegnum ýmis tímabil í lífinu áður þar sem hún hefði ekki verið eins sátt með sjálfa sig. Sem dæmi hafði hún áður verið hættulega þung en misst töluverða líkamsþyngd síðustu árin (DD2017:5). Sófakartaflan á nefnilega sínar myrku hliðar líka og einkennist líf hennar ekki einungis af huggulegheitum og bíómyndum. Gunnhildur sagði svipaða sögu og Anna Hlíf. Aðspurð hvað hún sæi fyrir sér þegar hún heyrði orðið sófakartafla sagði hún: Ég sé eiginlega bara sjálfa mig fyrir mér fyrir svona 5 árum síðan, já ég var töluvert mikið stærri og þyngri og feitari. Ég var einu sinni 150 kíló sko, þá var maður bara, þá gerði maður ekki neitt [...] ég var náttúrulega á tímabili bara á sófanum eða í rúminu, í heilt sumar sko. (DD2017:4) Sumarið sem Gunnhildur eyddi í sófanum bjó hún í Bandaríkjunum og var að bíða eftir að fá starfsleyfi. Hún mátti ekki vinna né fara úr landi, því þá gæti hún átt í hættu á að verða ekki hleypt inn í landið aftur. Á þessum tíma varð hún nokkuð háð sófanum og fannst oft erfitt að standa upp (DD2017:4). Undir þessum kringumstæðum getur fólki liðið eins og það sé einhver ósýnileg orka sem sjúgi það til sín. Sófinn er því einhvers konar griðastaður þar sem fólki líður vel en á sama tíma illa að komast ekki úr honum. Eftir að Gunnhildur fékk vinnu sagðist hún hafa lent í því í einhver skipti að finna þessi hrif frá sófanum þegar hún væri að labba út heima hjá sér tilbúin fyrir daginn. Hún hefði þá snúið við, hringt sig inn veika og sest í sófann (DD2017:4). Þetta var ekki gott tímabil í lífi Gunnhildar að hennar sögn og líður henni mun betur í dag. Hún segist hafa setið í sófanum og borðað óhollan mat á sínum tíma þegar hún upplifði augnablik sem breytti lífi hennar. Á þessu augnabliki áttaði hún sig á því að ef hún héldi svona áfram yrði ævi hennar stutt. Hún fór því út í búð og keypti hollar matvörur og byrjaði að hlaupa eftir áætlun sem nefnist Couch to 5K eða Úr sófanum í fimm kílómetra (DD2017:4). Það er lýsandi fyrir aðstæður að sófinn sjálfur skuli vera partur af heiti hlaupaáætlunarinnar, en 34

36 þessi áætlun er vinsæl í ótal löndum og hafði Anna Hlíf til að mynda einnig prufað hana (DD2017:5). Gunnhildur á í heilbrigðara sambandi við sófann sinn í dag þar sem hún dvelur oft eftir vinnu eða um helgar. Hún segist eiga það til að vera sófakartafla, en þá sé það frekar val eða áunnin réttindi eins og Anna Margrét kom einnig inn á (DD2017:4). Þó er líka hægt að langa bara að vera sófakartafla einstaka sinnum, leyfislaust. Skylduboð menningarinnar um að vera stanslaust á fullu speglast gjarnan í leynilegum draumum fólks um að lifa einfaldara lífi, hætta að vinna og minnka við sig dagleg verkefni (Ehn og Löfgren, 2010: 19). Þangað til fólk ákveður að láta slíka drauma rætast er gott að geta breytt sér í sófakartöflu annað slagið heima við og fundið smjörþefinn af áhyggjuleysinu. 35

37 3 Sjálfsmynd og hrif Sófinn er mörgum mikilvægt húsgagn sem nota má við fjölbreyttar aðstæður. Hann tekur á móti eigendum sínum hvernig sem þeim líður og veitir þeim öruggt skjól eða þægilegan stað til að vinna margvísleg verk. Verandi hjarta heimilisins er mikilvægt að heimilisfólk finni frá honum góð hrif. Í þessum kafla verður ástæðan fyrir því að sófar viðmælenda minna fengu að vera á heimilinu skoðuð og hvað varð til þess að þeir urðu fyrir valinu umfram aðra sófa. Sófinn sem fólk kýs að hafa inni á heimili sínu getur oft á tíðum endurspeglað ýmislegt í fari eigenda sinna. Tímabil á æviskeiðinu, fjölskylduhagir, smekkur, lífstíll, kyn og önnur sjónarmið eða hrif geta haft áhrif á valið á sófa og í hvernig sambandi fólk á við hann eftir að hann kemur inn á heimilð. 3.1 Fjölskyldulífið í sófanum Auðsjáanlegasti munur milli ólíkra sófa fólks tengist því fjölskyldumynstri sem er á heimilinu hverju sinni, það er að segja hversu margir þurfa að komast fyrir í honum daglega. Sófinn er staður allra á heimilinu og er því mikilvægt að allir komist þar þægilega fyrir. Hann er líka gott dæmi um stað þar sem hið ósýnilega á heimilinu birtist. Óskrifaðar reglur, eignaréttur hvers sætis fyrir sig og hrif heimilisfólks mætast í þessu húsgagni. Heimilið (og þar á meðal sófinn) er staður stanslausra samningaviðræðna þeirra sem þar dveljast og snýst gjarnan um það sem er mitt, þitt og okkar (Löfgren, 2017). Foreldrarnir í viðmælendahópnum, Ragna Margrét, Gunnlaugur og Anna Hlíf, fengu öll sófa sína gegn vægu gjaldi eða gefins í gegnum söluvefi á Internetinu. Þau töluðu um sófann sinn sem einhvers konar millilendingu á meðan þau væru með ung börn og í námi. Þetta tímabil á þeirra æviskeiði væri ekki tíminn fyrir dýra og flotta sófa, heldur þyrfti hann að þola umgengni barnanna og væri það eitt af mikilvægustu kostum sófans: Sko það er reyndar alveg mjög fínt að hafa sófa sem manni er svona slétt sama um, maður er hérna með lítil börn þannig að það er svona auðvelt að þrífa hann og svona, bara skella í þvottavél. (DD2017:1) 36

38 Þetta sagði Ragna um sófa fjölskyldunnar og bætti hún við að hann hefði öðlast enn meiri karakter eftir nokkrar þvottaferðir. Áklæðið af einni pullunni hafði minnkað og hann væri ögn upplitaður eftir lífið með þeim (DD2017:1). Gunnlaugur tók í sama streng og Ragna, en eins og áður kom fram keyptu þau bæði notaða sófa:..og að sama skapi er hann mjög fínn sófi hvað það varðar að við eigum barn og börn sulla. Mér er í raun og veru alveg sama þó að sonur minn missi Cheerios í sófann eða sulli vatni eða eitthvað, hann er ekki það verðmætur að mér finnst. (DD2017:2) Þeim þótti báðum augljóslega vænt um sófann sinn, það voru einhver hrif bundin honum eftir tímann þeirra saman. Hann var eins og partur af fjölskyldunni sem hafði lent í ýmsum ævintýrum. Þó voru þau einnig meðvituð um að sófarnir yrðu ekki þarna að eilífu heldur myndu þau koma til með að skipta í stærra húsnæði með stækkandi fjölskyldu, en nefndu bæði að þau vildu sjá sófana eignast framhaldslíf (DD2017:1, DD2017:2). Foreldrar eru því gjarnan með sullandi börn í huga þegar þeir velja sófa á heimilið sem auðvelt er að þvo og þar sem blettir verða ekki áberandi. Það gefur þó augaleið að einna mikilvægast er að allir komist fyrir í sófa heimilisins. Fleira kemur þó til. Sófi er nefnilega húsgagn sem hefur það sérstaka hlutverk í samfélaginu að veita fólki hamingju. Hvað telst svo góður sófi hverju sinni er eitthvað sem er ákveðið af samfélaginu, sameiginleg skoðun sem fólk lærir hvert af öðru (Ahmed, 2010: 34-35). Hönnun hluta og skoðun samfélagsins um hvað sé ákjósanlegt val í þessum efnum getur til dæmis breyst með mismunandi fjölskylduerjum í gegnum tíðina. Sófinn er staður fjölskyldunnar og getur sætaskipanin kallað fram stöðugt þras meðal fjölskyldumeðlima (Löfgren, 2017). Þessi mál skutu víðsvegar upp kollinum í viðtölunum, annað hvort að viðmælendur þekktu það að fólk ætti sín föstu sæti eða að stundum þyrfti bara að mæta fyrstur á svæðið til að ná besta sætinu. Dæmi um slíkt er sófi foreldra Gunnlaugs en hann er stór partur af hans æsku og eru margar minningar í huga Gunnlaugs honum tengdar. Sófus, eins og hann hafði verið nefndur af móður Gunnlaugs á einhverjum tímapunkti, er lífsreyndur hornsófi sem hefur verið með fjölskyldunni í yfir 20 ár: Hann er bara einhvernveginn alveg fullkominn, mikilvægt með hornsófa að hornið sé í raun og veru besti staðurinn til að sitja í, en, og það er eftirsóttasti staðurinn líka. Þegar ég var lítill þá var rifist um hornið, sem endaði alltaf á að pabbi tók það bara. (DD2017:2) 37

39 Þarna voru á ferðinni þrír bræður sem voru handvissir um að hornið væri besti staðurinn. Þessi sófi hafði verið lagaður og bættur yfir árin og var alltaf nægilega stór fyrir krakkaskarann, en bræðurnir áttu hálfsystur sem kom oft heim til þeirra líka (DD2017:2). Á heimili Önnu Hlífar var það sameiginleg skoðun fjölskyldunnar að tungan væri besti staðurinn, sá sem fengi að sitja á henni þyrfti bara að ná henni. Fyrstu kemur fyrstur fær. Anna Hlíf lýsti draumasófa sínum svona: Ég á sko, ég á mér draum um að eignast enn þá svona meiri kósísófa sem svona gleypir mann þegar maður sest í hann eða leggst í hann og ég væri til í svona sófa sem er eiginlega bara svona tungusófi alla leiðina, þannig að allir geti verið á tungunni [...]. Með svolítið hátt bak og ógeðslega mjúkum pullum í, og já svo tunga og þetta er bara ógeðslega þægilegt sko, það er minn draumur. (DD2017:5) Það að fjölga tungum, eða bara hafa tunguna alla leið, myndi veita öllum fjölskyldumeðlimum sömu þægindin. Þá gætu allir setið saman, jafnir hvað huggulegheit varðar. Síðustu árin hafa sófar með tveimur tungum orðið sífellt vinsælli á Íslandi og er það líklega einmitt af þessari ástæðu. Fólki finnst óréttlátt að einhver einn hafi besta staðinn, og erfitt að vita hver eigi tilkall til hans. Einnig kom Anna Margrét inn á að ákjósanlegt væri að sófinn væri á háum fótum upp á að sjálfvirka ryksugan þeirra kæmist auðveldlega undir hann (sjá mynd 9). Svona geta nýjungar í tækni ásamt hegðunarmynstri fjölskyldunnar haft áhrif á þróun vöruhönnunar. Mynd 9. Dæmi um hönnun sófa sem uppfyllir nútímakröfur um tvær tungur (legubekki) ásamt háum fótum fyrir sjálfvirka ryksugu. Ef sófi á að endast sem fjölskyldusófi þarf hann að standa undir sínu hlutverki: að endurspegla heimilisfólk og veita hamingju. Gunnlaugur sagði Sófus, sófa foreldra hans, 38

40 vera á nær öllum fjölskyldumyndum frá jólum og áramótum síðan árið 1996, og er því ekki skrýtið að hann sé í hjarta þeirra einn af fjölskyldunni. Mikil saga gefur sófanum mikil hrif og er Gunnlaugur ákveðinn að hornsófi verði einnig á hans heimili í framtíðinni (DD2017:2). Hann var þó ekki einn um að lýsa draumasófa framtíðar sinnar nánast nákvæmlega eins og æskusófanum. Anna Margrét og Ragna Margrét áttu svipaðar hugmyndir um framtíðina og þær höfðu lýst úr æsku sinni. Útlitið hreif Rögnu Margréti en staðsetning æskusófans, sjónvarpsherbergið, hreif Önnu Margréti (DD2017:2, DD2017:3). Það þarf að öllum líkindum hamingjuríka æsku til þess að lýsa draumum framtíðar sinnar ómeðvitað eins og æskuárum sínum. Viðmælendur rifjuðu þó allir upp sófa bernskuáranna með ró og gleði í huga, minningar um fjölskyldutengsl og góðar stundir. Gunnhildur átti til að mynda margar góðar minningar úr æskusófanum, en hún ólst upp á sveitabæ með afa sínum og ömmu. Á bænum var sófasett með óskrifaðri fastri sætaskipan sem hún gat auðveldlega talið upp ásamt fleiri minningum sem hún rifjaði upp með friðsælt bros á andlitinu: Afi átti semsagt hægindastól með skemli og á enn þá. Hann var alltaf hliðina á sófanum, svo kom eitt lítið borð og lampi og svo var semsagt, sætið mitt í sófanum var þar, við hliðina á afa, og það var nokkuð reglulega sem maður sagði svona afi, hættu að hrjóta eða þú veist og svona, og já oft svona gæðastundir með afa svolítið. Ná í kaffi fyrir hann og svona, stór stund þegar hann loksins treystir manni til að sækja kaffi fyrir sig. (DD2017:4) Þarna tók sófinn beinan þátt í samskiptum og tengslum Gunnhildar við afa sinn því sem barn þótti henni greinilega mikil forréttindi að fá að vera næst afa sínum, nær en allir hinir á heimilinu, til dæmis frændur hennar sem komu í vist öðru hverju (DD2017:4). Sófanum getur verið skipt út vegna stækkandi fjölskyldu, flutninga í nýtt húsnæði eða úr landi eða annarra breytinga á fjölskylduhögum. Foreldrar unglinga geta keypt stóran og góðan sófa til að hvetja þá að vera heima með vinum sínum og vita þar af leiðandi hvar þeir halda sig. Þó er það líka stundum á þeim tímapunkti sem foreldrar minnka við sig sófann, en það kom fram í þremur viðtölum að æskusófinn hefði fengið að víkja fyrir hægindastólum eða fínna sófasetti. Ragna Margrét sagði til að mynda að eins og margir aðrir unglingar, hafi hún fært sig úr sófanum á unglingsárunum: Það voru allir uppkomnir þegar þau fengu sér svona stóla í staðinn, nema ég, örverpið sem var þá bara inni í herbergi að horfa á sjónvarpið held ég. Já þetta var 39

41 örugglega á þeim tíma sem það var ekkert töff að horfa á sjónvarpið með mömmu sinni og pabba, ég gæti trúað því. (DD2017:1) Það getur vel verið að foreldrar Rögnu hafi beðið eftir að geta leyft sér að eignast tvo góða hægindastóla í stað hornsófans sem þau áttu, og gripið gæsina þegar hún gafst. Slíkra stóla var getið í fleiri viðtölum og var greinilega ekki óalgengt að fólk með uppkomin börn breytti sjónvarpsstofu sinni á þennan hátt. Sjónvarpsstofan er í þeim tilfellum aðeins miðuð við fólkið sem býr á heimilinu og þá er jafnvel önnur stofa í húsinu með sófa sem þjónar gestrisni heimilisfólksins. Sófinn gegnir stóru hlutverki í lífi eigenda sinna og er með þeim í öllum þeirra tilfinningasveiflum. Hann tekur á móti heimilisfólki hlæjandi og grátandi, en Anna Hlíf líkti honum til að mynda við traustan félaga sem dæmir engan: Æi þetta er bara svona eins og annar aðili sem tekur mann að sér og huggar mann eða eitthvað (DD2017:5). Þannig virðist ríkja fullkomið traust til sófans og fólk leyfir sér að vera algjörlega berskjaldað gagnvart honum. Hann veitir þannig huggun ekki síður en hamingju. Þrátt fyrir að honum sé kannski ætlað að veita vellíðan þá er lífið ekki alltaf dans á rósum í kringum hann. Sófinn hefur með tímanum orðið hálfgert tákn fyrir hjónabandserjur í vestrænum heimi. Orðið sófi (e. couch) er gildishlaðið af atburðarás sem fólk sér fyrir sér þegar það heyrir setningar eins og hann sefur í sófanum þessa dagana. Það er nóg að heyra þessa lýsingu á sambandi við sófann til að átta sig á aðstæðum; ósætti hlýtur að hafa komið upp, nú sofa hjónin í sitt hvoru herberginu. Annað hvort er fólk á leiðinni í sáttargjörð eða skilnað. Við leit á Internetinu, nánar tiltekið á leitarvefnum Google, komu upp fjöldinn allur af myndaskrítlum um að sofa í sófanum og voru þær nánast undartekningarlaust um að kona hefði sent karlmann í sófann yfir nótt. Í viðtölunum kom í ljós að engin þeirra sem spurð voru könnuðust við að senda maka sinn í sófann eða fara sjálf þangað, þau sögðust frekar sofa fúl í sama rúmi ef erjur kæmu upp. Þau þekktu þó samhengið úr sjónvarpsþáttum eða munnmælum. Aldur viðmælenda gæti hugsanlega átt þátt í að þau hafi ekki lent í þessu sjálf og einhver þeirra eiga mögulega erfiðari tímabil í hjónabandinu í vændum síðar meir, þó ég óski þeim að sjálfsögðu einskis annars en góðs svefns í einni sæng í sátt við ástina og alheiminn. Nafnlaus munnleg heimild frá íslenskri konu sem er að nálgast fertugsaldurinn staðfestir að þetta þekkist vel á Íslandi. Hún er nú hamingjusamlega gift en í fyrra hjónabandi svaf eiginmaður hennar margoft í sófanum. Ástæðan var þó aldrei 40

42 eins og margir brandarar gefa til kynna, að hún sendi hann í sófann, heldur var það ætíð hans eigin ákvörðun að hennar sögn. Ef ósætti kom upp stóð hann gjarnan upp úr rúmi þeirra og sagðist hún hafa upplifað það sem ákveðna yfirlýsingu þegar hann tók sæng sína og færði sig yfir í sófann. Hann notaði sófann því í raun sem hálfgert vopn í rifrildinu til að særa hana. Hún lá eftir í tárum eða fór á eftir honum og bað hann að koma til baka. Hún sagði jafnframt skrýtið hvernig sófinn var með þeim á þeirra verstu augnablikum en einnig þeim bestu, til dæmis þegar fjölskyldan horfði saman á bíómynd (Samtal við íslenska konu, nafnlaus munnleg heimild, 28. nóvember 2017). Í auglýsingum, vörulistum IKEA og lífstílsblöðum er sófinn settur fram sem húsgagn sem á að veita hamingju og eru hjónabandserjur sjaldan notaðar til að reyna að selja sófa (IKEA vörulisti, 2016: 74, 85, 87, 89). Að eiga sófa er hálfgerð forsenda fyrir góðu lífi í nútíma samfélagi, þegar litið er til fyrrnefndra auglýsinga, sjónvarpsþátta eða kvikmynda. Fólk getur því þróað með sér óbeit á sófanum ef hann gefur allt önnur hrif frá sér en honum var ætlað við kaupin (Ahmed, 2010: 37). Þess ber að geta að hjónin fyrrverandi losuðu sig við sófann við skilnað og hefur hann nú hafið nýtt líf á nýju heimili sem ekki þekkir sögu hans með þeim. 3.2 Þegar gest ber að garði Heimilisfólk á alloft sitt eigið svefnherbergi eða eitthvað rými sem það stjórnar eitt, en stofan er aftur á móti staður allra í húsinu. Stofan er einnig rýmið þar sem gestum er oftast fyrst boðið inn. Hún er því bæði einkastaður fjölskyldunnar en einnig hálfgerður almenningsstaður þar sem fjölskyldan opnar dyr sínar fyrir utanaðkomandi heimi. Hún þarf því að endurspegla allt heimilisfólk en hún þarf einnig að gefa gestum hugmynd um hvers konar fólk þessi fjölskylda er. Því er stofan framhliðin á heimilinu og birtingarmynd þess hvernig heimilisfólk vill að heimurinn sjái sig (Chevalier, 2002: 848). Viðmælendur voru sammála um að mikilvægt væri að gestum liði vel. Öll sögðust þau leyfa gestinum að ráða hvar hann settist, hvort sem það væri í sófa eða hægindastól, á gluggasylluna eða við borðstofuborðið. Gunnlaugur nefndi að hann leyfi gestum gjarnan að vera í sófanum en sjálfur færi hann á flakk, til dæmis í leit að einhverju ætilegu fyrir gestina. Honum finnst þá betra að vera vökull á meðan gestirnir eru á svæðinu, en síðan sest hann oft í sófann þegar hann er orðinn þreyttur á heimsókninni (DD2017:2). Anna Margrét var með stórt borðstofuborð í stofu sinni sem 41

43 vinir hennar úr tannlæknanáminu höfðu setið við í partýi viku áður en viðtalið fór fram. Hún sagðist ekki hafa skipulagt hvar yrði sest en sófinn hafi þó verið prufaður: Hann var alveg mátaður sko. Strákarnir tveir enduðu í honum og þeir stóðu eiginlega ekkert upp eftir það þangað til að við fórum, en þeir skildu nú glösin eftir, ég tók alveg eftir því, tek alveg eftir því að ég er alveg smá pössunarsöm sko, en ég hugsa að ég þori örugglega ekkert að skamma neinn. Maður er svona aðeins, ef fólk tyllir sér á arminn eða setur olbogann á bakið eða eitthvað svona, maður sér það á þessu leðri að það koma dældir, það teygist pínu þannig að ég er aðeins svona stressuð yfir þessu, en þetta kemur með tímanum, maður vill hafa þetta sem nýjast sem lengst. (DD2017:3) Sófi Önnu var að hennar sögn ein stærsta fjárfesting sem hún hafði gert. Hann er úr leðri og er rafmagnsknúinn þannig að hægt er að breyta honum fyrir betri líkamsstöðu. Það tók hana og sambýlismann hennar langan tíma að velja hinn rétta sófa og eyddu þau fleiri klukkutímum í versluninni sitjandi í sófum að íhuga hvað hentaði þeim best. Þau fóru frá því að ætla sér að kaupa ódýran sófa sem þau myndu eiga í nokkur ár í að kaupa dýran sófa sem væri framtíðareign. Við leitina að hinum rétta sófa hugsuðu þau aðallega um hvað þau sjálf vildu, en einnig um gesti sína. Hún segir þau hafa rætt mikið um ung frændsystkini með kámuga putta og hvernig væri að þurrka af leðrinu. Því voru gestirnir partur af hugmyndinni um sófann, en það skein einnig í gegn um allt viðtalið að Önnu leið vel þegar hún vissi að gestum sínum líkaði sófinn. Það tengist sjálfsmyndinni, sem verður fjallað betur um í næsta undirkafla, en einnig því að sófinn var mikil fjárfesting. Anna sagðist jafnframt hafa hugsað um að sleppa öllu leðri af umhverfissjónarmiðum en síðan ákveðið að láta vaða þrátt fyrir tilhugsunina um að hann væri bólstraður með húð af dýri eins og hún orðaði það, sem væri ögn furðulegt. Það er þó ekki óalgeng hugsun, hvort sem það er hjá kaupendum sófans eða gestum. Ónefnd vinkona Önnu Margrétar á mágkonu sem sneiðir framhjá öllum dýraafurðum og þess vegna veldur leðursófinn á heimilinu vinkonunni kvíða þegar von er á mágkonunni í heimsókn. Mágkonan væri vís með að neita að sitja í sófanum eða að halda óumbeðna ræðu um tilurð sófans (DD2017:3). Gunnhildur var einnig með gesti í huga þegar hún valdi sófann inn á heimilið: En ég vildi hafa svefnsófa til að geta boðið vinum og fjölskyldu að gista hérna því ég er ekki með aukaherbergi (DD2017:4). Hún sagði svo einnig að dýnan væri ekki gestum bjóðandi og því væri sá fídus aldrei notaður þrátt fyrir næturgesti: 42

44 Held að ég hafi ekki dregið hann út bara í tvö ár eða eitthvað [...] en ég myndi held ég ekki bjóða fólki upp á að sofa í honum því það er alveg grjóthörð dýnan í honum sko, þannig að það yrðu bara bakvandamál ef einhver fer að sofa í honum. En reyndar mamma og systir mín þær gista hérna stundum og þá gista þær bara á sófapullunum sko, þá tökum við hann ekkert út, þeim finnst það fínt, það er ekkert að þeim. (DD2017:4) Hún á fjölskyldu utan höfuðborgarsvæðisins og finnst gott að geta boðið fólki í heimsókn. Hún vill þó ekki nota svefnsófann sjálfan nema hún kaupi á hann yfirdýnu fyrst (DD2017:3). Það virðist þó virka ágætlega að fá einn gest í einu, þá er hægt að sofa í sófanum eins og hann er dags daglega. Eins og áður kom fram virðist sófinn verða mikilvægari þegar rýmið er minna og gegna jafnvel fjölbreyttara hlutverki en í stærri húsum eða íbúðum. Allir viðmælendur mínir nefndu að í framtíðinni langaði þá að eignast samræðusófasett eins og Gunnlaugur kallaði það, til að taka á móti gestum. Það gekk því fyrir hjá þeim öllum að raða stofunni upp með sjónvarpsafþreyingu í huga. Kaffihúsamenning hefur aukist töluvert síðustu árin á Íslandi og gæti hugsanlega verið partur af skýringunni um ákvörðunina að byrja á sjónvarpsstofu í stað samræðustofu. Viðmælendurnir eru ungt fólk sem veit að það getur stokkið út að hitta vini á næsta kaffihúsi og jafnvel setið þar með þeim í samræðusófa. En þau voru sammála um að sófinn í samræðustofunni gæti verið öðruvísi hannaður en sjónvarpssófi: Ef þú átt heima í stóru einbýlishúsi, þú ert með þægilega sófann fyrir framan sjónvarpið í sjónvarpsherberginu eða sjónvarpsholinu en síðan ertu með óþægilega sófann í gestastofunni [...] þar sem ekki er verið að sitja í daglega. Þú ferð bara þangað akkúrat þegar gestirnir koma, fáið ykkur sæti og spjallið. En það er kannski ekki þegar þú ert gestur, þá ertu kannski ekki að koma þér vel fyrir í sófa skilurðu, þú færð þér sæti í honum og allt það en þú ert ekki að virkilega koma þér vel fyrir í honum sko, þannig að ég held að það skipti máli hvernig fólk sé að hugsa að sófinn sé notaður því að sjónvarpssófi held ég að sé nánast alltaf eitthvað sem þér þykir þægilegt, þrátt fyrir að það skipti þig máli að hann sé fallegur. (DD2017:4) Svona lýsti Gunnhildur muninum á notkun sófanna, þægilegri sófi væri til að koma sér vel fyrir í faðmi fjölskyldunnar en óþægilegri sófi væri fyrir vökular samræður við gesti. Sjónvarpssófinn er því meira einkarými en samræðusófinn tekur á móti gestum og gerir þeim einnig auðvelt að yfirgefa svæðið með því að vera ekki of notalegur. Þetta var nokkuð einróma skoðun viðmælendanna og nefndi Anna Margrét til dæmis að í framtíðinni gæti hún hugsað sér gamaldags sófasett í gestastofuna. Slíkir sófar væru fallegir en góðir til að sitja í og borða köku eða bara til að spjalla saman (DD2017:4). Þeir 43

45 eru einnig það stífir að auðvelt er að setjast niður og standa upp, og hentar því öllum aldurshópum eins og sjá má á mynd 10. Sófinn ýtir undir að gestum líði velkomnum en einnig að þeir geri sig ekki of heimankomna og fari á endanum. Mynd 10. Dæmi um samræðusófasett sem þjónar gestgjafahlutverki. 3 ára stúlka borðar köku með 87 ára langömmu sinni. Þegar fólk kaupir sér dýran gestasófa getur þó komið á daginn að ekki séu allir gestir endilega velkomnir í hann, en slíkt atvik rifjaði Anna Hlíf upp með glott á andlitinu: Ég hef aldrei skilið það þegar, ég man eftir að ég fór einu sinni í partý hjá strák sem bjó hjá foreldrum sínum enn þá og foreldrar hans áttu alveg nóg af pening og svona, þau áttu sófasett sem var svona hvítt leðursófasett, ógeðslega flott sko, örugglega alveg mörg hundruð þúsund króna sett sko, en það var bara bannað að fara inn í þann hluta stofunnar. Það bara mátti ekki fara í þetta sófasett. (DD2017:5) Anna Hlíf sagðist jafnframt hafa upplifað það að þetta væri staðurinn fyrir fínu vini foreldra hans. En sófasett sem ekki má setjast í er kannski hætt að vera húsgagn með þann eina tilgang að setið sé á því. Slíkt sófasett er helgað öðru hlutverki húsgagnsins sem stöðutákn og birtingarmynd sjálfsmyndar eigendanna, en um það fjallar einmitt 44

46 næsti kafli. Það er áhugavert að gamaldags stássstofa sé enn hluti af framtíðardraumum ungs fólks þó svo að það hæðist stundum að slíkri stofu líka. Draumarnir um hana lýsa því frekar framtíðarsýn þeirra um fjárhagslegt öryggi, einbýlishús og góða þjóðfélagsstöðu. Lýsingar þeirra á draumasófa framtíðarinnar fanga alla þessa þætti. 3.3 Sófinn skapar manneskjuna En við erum eitthvað að hugsa um, já, hugsanlega að fá okkur nýjan sófa, eftir allt þetta (DD2017:1) sagði Ragna Margrét eftir að hafa sagt mér skrautlega og langa sögu sófa fjölskyldu sinnar. Hún sagðist hafa blendnar tilfinningar yfir því að eiga sófann ekki áfram eftir að hafa dröslað honum út um allt eins og hún sagði, en sófann eignuðust þau fimm árum áður þegar þau fluttu til Danmerkur til að stunda nám og hefur hann nú búið með þeim í þremur íbúðum (DD2017:1). Tilfinningarnar sem Ragna ber til sófans eru ekki endilega bundnar honum sem efnislegum hlut heldur minningum í kringum hann sem blossa upp þegar hún hugsar um hann eða sest í hann (Ahmed, 2010: 33). Sófinn var það fyrsta sem fjölskyldan keypti á eftir rúmum og var hann keyptur notaður af annarri fjölskyldu. Ný í borginni hjóluðu Ragna og maðurinn hennar á heimilisfangið sem fyrri eigendur sófans gáfu: Hann er keyptur semsagt í Kastellet sem að er semsagt hverfi í Kaupmannahöfn sem er fyrir alla hertogana í hernum þarna, í Köben, og þetta er semsagt ef þú horfir á Köben að ofan á korti þá er svona stjarna, þetta er mjög nálægt Litlu Hafmeyjunni og það er svona síki í kring [...] og hérna við hjóluðum þarna að þessu heimilisfangi, við vissum ekkert hvert við vorum að fara, bara að þetta væri í Kastellet og já, vorum mjög svo hissa þegar við þurftum að fara að hjóla yfir eitthvað síki. (DD2017:1) Svona hljómar upphafið á nýju tímabili í lífi sófa Rögnu eftir að hafa verið í eigu fyrri fjölskyldu í langan tíma (DD2017:1). Í rauninni var skemmtileg minning orðin tengd sófanum áður en þau sáu hann með berum augum, en Ragna lýsti kaupferðinni eins og ferðalagi í annan heim: Fórum yfir einhverja brú og fannst þetta allt rosalega ævintýralegt [...] svona hermenn inni í og fórst undir svona einhver göng, fórum upp í eitthvað ris, þurftum að hringja síðan á svona flutningabíl og hérna, hann vissi ekkert hvert hann var að fara og honum fannst þetta líka mjög merkilegt og þurfti að spyrja hvort hann mætti keyra inn og yfir þessa brú, því það voru náttúrulega svo margir túristar þarna og já. Þannig að þetta var alveg svona skemmtileg minning sko í þessum sófa. (DD2017:1) 45

47 Það að sófinn eigi fyrra líf hjá fjölskyldu dansks herforingja veitir honum ævintýraleg hrif, sögu úr lífi sem Ragna og hennar fjölskylda lifa ekki sjálf. Sófinn býr því yfir ákveðnum snertigöldrum, þar sem hans gamla líf í þjónustu danska hersins snertir nýja lífið á heimili Rögnu. Þegar Ragna sá sófann loks með berum augum var hann allur út í hundahárum, sem hún sagðist ekki hafa verið sátt við. Hún var þó ekki tilbúin að sleppa honum því það var eitthvað við hann sko (DD2017:1). Líklega voru hrifin frá ferðalagi hjónanna sterk þegar Ragna ákvað að líta framhjá hundahárunum og taka sófann með sér heim. Það er spurning hvort hann hefði fengið að koma með ef samhengið hefði verið annað til dæmis ef ferðalagið, fyrri fjölskylda og umhverfið sem sófinn var í hefðu gefið Rögnu slæma tilfinningu. Ævintýrið var þó ekki búið enn því þegar heim kom var ómögulegt að troða honum inn í litla lyftu hússins og því þurfti að labba með hann upp heilar níu hæðir, þar sem íbúðin þeirra var staðsett (DD2017:1). Því var saga sófans strax orðin löng fyrsta daginn sem hann eyddi með nýju fjölskyldunni. Sófanum fylgja því minningar frá því að Ragna bjó erlendis og þau fjölskyldan upplifðu nýjungar á hverju götuhorni. Hann segir þó meira um Rögnu en bara að henni finnist gaman að rifja upp minningar um fyrri tíð. Það að nýta gömul húsgögn og sérstaklega af sjaldgæfri hönnun, var henni mikilvægt. Því geta nýtni og umhverfissjónarmið einnig komið fram í vali fólks á sófa, líkt og hjá mágkonunni sem nefnd var hér áður sem neytti ekki dýraafurða. Ásamt því að vera umhverfisvænir eru gamlir og notaðir hlutir eins og sófar gjarnan taldir hafa meiri karakter því það sést á þeim að þeir hafi lifað. Ævintýrið í Danmörku hlutgerist því í gamla sófanum hennar Rögnu (Macdonald, 2013: 79). Ragna sagði í viðtalinu frá IKEA sófa sem maðurinn hennar hafði átt áður, það hefði ekki verið neitt mál að losa sig við hann (DD2017:1). Gunnlaugur nefndi einnig að sófinn þeirra væri úr IKEA sem og fleiri hlutir á heimilinu (DD2017:2). Hægt var að skynja að þeim þætti verslunin ekki endilega hafa fín hrif, þó þeim líkaði hún vel og þætti hún nytsamleg. Þau eru síður en svo ein um að gefa slíkt í skyn. Í rannsókn mannfræðingsins Pauline Garvay á líkindum IKEA sófa við H&M buxur kom fram að ástæðan fyrir þessháttar upplifun fólks væri gjarnan sú að húsgögnin frá IKEA eru oft létt, sem gefur fólki tilfinningu fyrir því að þau muni ekki endast lengi og einnig sú staðreynd að þau eru fjöldaframleidd, sem að gefur til kynna skort á persónulegum stíl. Einnig finnst sumum 46

48 vera nokkuð yfirþyrmandi að hafa mikið af vörum frá versluninni. Slíkt gefi til kynna að þau láti stjórnast af sölubrellum. Hvað persónulegan stíl varðar þá finnst fólki mikilvægt að það sjáist eitthvað einstaklingsbundið á heimilinu, eitthvað öðruvísi en eingöngu IKEA varningur, sem sýnir að þarna býr manneskja með sinn eigin persónuleika. Fólk vill því geta sýnt hver það er í gegnum heimilið og má hinn rétti persónuleiki ekki týnast í of IKEA-væddu heimili (Garvey, 2013: 81). Þó vita stjórnendur IKEA að stíll er mikilvægur og einbeitir verslunin sér að því að selja mismunandi heimilisstíla. Fólk getur valið sér stíl sem hentar því og eignast smekklegt heimili hratt fyrir lítinn pening. Verslunin kemur reglulega með nýja liti, mynstur, áklæði eða fylgihluti inn í hvern og einn stíl, sem verður til þess að viðskiptavinir hennar geta alltaf bætt við eða breytt á auðveldan hátt (Garvey, 2013: 79). Fyrir þessar sakir er ungt fólk megnið af viðskiptavinum verslunarinnar. Hún er fljótleg og ódýr lausn fyrir glæsileg og nýmóðins heimili. Þó versla allir aldurshópar í IKEA (Garvey, 2013: 77). Ungu fólki finnst því jafnvel eins og sum húsgögn frá IKEA séu aðeins ætluð þeirra fyrstu skrefum sem fullorðið fólk en að þau komi til með að skipta þeim út í rólegheitunum, fyrir eitthvað fínna. Fólk velur sér stíl sem endurspeglar eitthvað í þeim hópi sem það tilheyrir eða vill tilheyra. Anna Margrét og sambýlismaður hennar ætluðu sér að kaupa sófa sem væri í skandinavískum stíl, ljósgráan og hlýlegan en enduðu með að kaupa stóran svartan leðursófa sem er mikill um sig og þar að auki rafmagnsgræja, eða algjör fleki eins og Anna Margrét orðaði það (DD2017:3). Hún sagði sófann endurspegla sambýlismann sinn mun betur en hana sjálfa, grái sófinn hefði verið líkari henni. Sófinn var einnig mun dýrari en þau höfðu ætlað en þau ákváðu að kaupa frekar vandaðari vöru í stað þess að kaupa ódýran sófa sem þau myndu að skipta út eftir nokkur ár (DD2017:3). Hún sagðist hafa hugsað svolítið um hvað fólki fyndist um kaupin og byrjaði saga sófans á því að verða hálfgerður brandari í einum vinahóp Önnu: Við vorum að grínast fyrst með þennan sófa sko, okkur fannst þetta algjör bilun, af því okkur langaði smá í hann en við vorum ekkert að fara að kaupa þennan sófa. Þetta er hræðilegt, einhverjir svona fordómar í okkur, ég veit ekki, nýtísku Lazy-Boy sem mér hefur alltaf fundist ógeðslega hallærislegur sófi í raun og veru þó hann sé snilld skilurðu. Og við sendum eitthvað vídeó, okkur fannst þetta ógeðslega fyndið og Inger [vinkona Önnu] sendi bara eitthvað oj þetta er hræðilegur sófi, þetta er fyrir 60 ára plús og það var bara einni mínútu eftir að ég var búin að panta sófann! Og ég bara, takk fyrir það, við erum þá greinilega 60 plús því ég er búin að kaupa þennan sófa! Og svo núna tölum við alltaf um 60 plús sófann sko. (DD2017:3) 47

49 Anna Margrét sagði að Inger hefði sest í sófann og ekki kvartað enn, sófinn væri betri en margur héldi: Hann er líka svona letisófi og lúkkið leynir á sér, af því hann er þægilegri en hann lítur út fyrir að vera en samt ekki eitthvað svona hauga-lúkk, er ekki of mjúkur eða svona letilegur, pínu svona stofustáss líka sem mér finnst skipta máli hérna (DD2017:3). Anna nefndi margoft í viðtalinu að það kæmi henni á óvart hvað henni líkaði sófinn vel og að sambýlismaðurinn hefði spurt nokkrum sinnum hvort hann væri nokkuð að plata hana í þessi kaup, því sófinn væri jú líkari honum en henni. Hún taldi upp hvern gest á fætur öðrum sem líkaði sófinn vel og henni leið greinilega vel með það. Það virðist þykja eðlilegra að kaupa ódýran sófa til styttri tíma í nútímanum, en þess háttar sófaneysla er þó tiltölulega nýtilkomin. Á fyrri öldum erfði fólk gjarnan stærstan hluta búslóðarinnar, notaði húsgögnin alla ævi og skilaði þeim svo áfram til erfingjanna. Gamlir sófar voru bólstraðir og yfirdekktir og gengu þannig í endurnýjun lífdaga. Meginþorra tuttugusta aldar skipti fólk út húsgögnum að meðaltali 1.5 sinnum á ævinni á Vesturlöndum (Garvey, 2013: 76). Neyslan hefur sem sagt breyst gríðarlega og upplifði Anna Margrét að fólki þætti óvenjulegt að þau væru að eyða svona miklu í húsgagn. Einnig sagði hún annað fólk gjarnan velta fyrir sér hvernig sé að eiga börn með slíkan grip, en þau eru ung og barnlaus. Við þessum athugasemdum sagði Anna Margrét: Við erum alveg það eru engin börn! þetta er ekki vandamál núna, það verður þá bara vandamál seinna og þá breytum við því, ég nenni ekki að stressa mig á einhverju þegar við erum bara tvö (DD2017:3). Þau hafa því haft að leiðarljósi að gera það sem þau langar og ekki láta utanaðkomandi pressu breyta því sem þau vilja gera. Það virðist vera nokkuð mikilvægt fyrir fólk að sófinn sé þess eigin. Því getur til dæmis verið erfitt að fara með sófa úr fyrra hjónabandi inn í nýtt hjónaband, þar sem sófanum eru bundin hrif frá fyrri maka eða fyrra lífi sem sófinn var valinn inn í. Aðspurð hvað yrði um sófann ef leiðir myndu skilja sagði Anna Margrét að það væri eflaust líklegra að sambýlismaðurinn myndi taka sófann. Hún hefði hins vegar tekið tausófann ef þau hefðu keypt hann. Hún grínaðist þó með að þau myndu bara kippa honum í sundur og fara í sitt hvora áttina með einn helming á mann (DD2017:3). Af viðtölunum mátti greina að sófinn væri gjarnan tengdur ímyndum kynjanna í samfélaginu. Kalt, stíft og dökkt höfði til karlmanna en mjúkt, hlýtt og ljósara til kvenmanna. Um þetta er þó að sjálfsögðu ekki hægt að alhæfa en kynin virtust gjarnan 48

50 leita ómeðvitað í þessa flokka, bæði viðmælendur sem og fólk sem viðmælendur þekkja og vísuðu til. Húsbóndastóllinn kom víða til tals, sem er oftast leður hægindastóll með skemli. Einhver þróun virðist hafa orðið en það kom einnig upp að nú væri algengt að konur fengju frekar hægindastól að gjöf, hannaðan í kringum kvenlega iðju eins og til dæmis að gefa barni brjóst eða prjóna, og voru þeir þá yfirleitt úr mýkra efni og litríkari (DD2017:2, DD2017:3, DD2017:4, DD2017:5). Mynd 11. Börnum er alloft gefið brjóst í mjúkum sófa eða góðum hægindastól fyrstu mánuði lífs þeirra og gjarnan lengur. Þjóðfræðineminn Björk Eldjárn Kristjánsdóttir lýsti sínum síðustu sófakaupum eins og upphafi að nýju lífi eftir að hafa skilið við fyrrverandi unnusta sinn eftir margra ára samband: 49

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Sytrur minninga úr Mýrdalnum

Sytrur minninga úr Mýrdalnum Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Sytrur minninga úr Mýrdalnum Rannsóknir á munnlegri sögu Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Sólrún Jóhannesdótitr Kt.: 111189-2509 Leiðbeinandi: Þorsteinn Helgason

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Þetta er ég en samt með þessu twisti Sviðsetning lífstílsbloggara

Þetta er ég en samt með þessu twisti Sviðsetning lífstílsbloggara Þetta er ég en samt með þessu twisti Sviðsetning lífstílsbloggara Ríkey Guðmundsdóttir Eydal Lokaverkefni til BA-gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þetta er ég en samt með þessu twisti Sviðsetning lífstílsbloggara

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni.

Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni. Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni. Eigindleg rannsókn á upplifun víðerna og viðhorfum um afmörkun og stýringu meðal ólíkra útivistarhópa á miðhálendinu

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Uppeldi fatlaðra barna

Uppeldi fatlaðra barna Uppeldi fatlaðra barna Sigríður Ásta Hilmarsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið Febrúar 2010 Lokaverkefni til B.A.-prófs

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að.

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að. Lauf félag flogaveikra I 1. tölublað I 27. árgangur I 2017 Halldóra Alexandersdóttir Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

10 ára afmælisrit. stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma

10 ára afmælisrit. stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma 10 ára afmælisrit stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma Ómetanlegt framlag í áratug Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra Fyrir áratug var félagið Einstök börn stofnað, félag sem

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Sjálfið á tímum stafræns veruleika

Sjálfið á tímum stafræns veruleika Sjálfið á tímum stafræns veruleika Upplifun einstaklinga af samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, togstreita, áhrifastjórnun og skert geta til alhæfingar um mótleikara í stafrænum samskiptum. Lokaverkefni

More information

STYTTING VINNUVIKUNNAR

STYTTING VINNUVIKUNNAR Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 rha@unak.is http://www.rha.is STYTTING VINNUVIKUNNAR Áhrif tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg og völdum ríkisstofnunum á fjölskyldulíf

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Ef Eðli sjálfsefasemda í listrænu og skapandi vinnuferli

Ef Eðli sjálfsefasemda í listrænu og skapandi vinnuferli FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Ef Eðli sjálfsefasemda í listrænu og skapandi vinnuferli Ritgerð til MA gráðu í menningarstjórnun Nafn nemanda: Þóra Tómasdóttir Leiðbeinandi: Njörður Sigurjónsson [Manager] (sumarönn

More information

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað PIPAR\TBW fyrst&fremst fimmtudagur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild N o r ð u r b e r g / u m s a g n i r f o r e l d r a í f o r e l d r a k ö n n u n v o r 2 0 1 3 2. a ) E f s v a r i ð e r a ð b a r n i n u l í ð i m j ö g e ð a f r e k a r v e l, g e t u r þ ú n e

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM sifjaspell og afleiðingar þeirra Dr. Guðrún Jónsdóttir félags ráð gjafi tók bækling inn saman í samvinnu við konur

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Að flytja úr foreldrahúsum

Að flytja úr foreldrahúsum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2015 Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Sigrún Þ. Broddadóttir og Guðrún

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Kona með vindinn í andlitið

Kona með vindinn í andlitið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út frá habitus og hlutverki Linda Friðjónsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins?

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins? BA ritgerð Mannfræði Meira en bara besti vinur mannsins? Hversu nánir mega menn verða dýrum og hvar grípa menningarleg tabú þar inn í? Kristín Björg Björnsdóttir Leiðbeinandi Sveinn Eggertsson Febrúar

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 41. tbl 4. árg. fimmtudagur 7. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Bjarni Skúlason Margfaldur Íslandsmeistari,

More information

Undir himni fjarstæðunnar

Undir himni fjarstæðunnar Hugvísindasvið Undir himni fjarstæðunnar Úttekt á fjarstæðri rökhugsun Alberts Camus Ritgerð til B.A.-prófs Alexander Stefánsson Janúar 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Undir himni fjarstæðunnar

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 5. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Í mararskauti mjúku

More information

Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna

Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna Soffía Þorsteinsdóttir Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri 1 Efnisyfirlit Útdráttur...3 Inngangur...4

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

1. tbl. 9. árgangur febrúar FAAS Félag áhugafólks og a standenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma

1. tbl. 9. árgangur febrúar FAAS Félag áhugafólks og a standenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma 1 1. tbl. 9. árgangur febrúar 2011 FAAS Félag áhugafólks og a standenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma 2 Sérhönnuð dýna fyrir fólk með heilabilun Thevo Vital dýnan er með innbyggðu fjaðrakerfi

More information