Skýrsla um framgang Loftslagsverkefni Landverndar og áætlun um verklok

Size: px
Start display at page:

Download "Skýrsla um framgang Loftslagsverkefni Landverndar og áætlun um verklok"

Transcription

1 Janúar 2005 Skýrsla um framgang Loftslagsverkefni Landverndar og áætlun um verklok Vinna við loftslagsverkefni Landverndar hófst árið Árinu 2004 hefur verið unnið við athuganir á ýmsum grundvallaratriðum, eins og greint er frá í þessari stöðuskýrslu. Jafnframt er hér greint frá þeim þáttum sem eftir er að vinna og áformum um verklok. Eftirtölum aðilum er þakkaður stuðingur við verkefnið: Alcoa, iðnaðarráðuneytinu, landbúnaðarráðuneytinu, nýsköpunarsjóði námsmanna, Toyota, umhverfisráðuneytinu og Vegagerðinni 1

2 Grundvallarspurningar verkefnisins: Hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL)? Hvernig stuðlum við að frekari nýtingu endurnýjanlegra og vistvænna orkugjafa, betri og umhverfisvænni tækni, uppbyggilegu samstarfi við önnur ríki og bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi? Hverjir eru helstu þröskuldarnir? Er fræðilega mögulegt að Ísland verði GHL hlutlaust árið 2050, þ.e.a.s. að útstreymi verði ekki meira en binding og sú inneign sem við kunnum að afla okkur í alþjóðlegu samstarfi? Hversu raunhæft er slíkt markmið frá efnahagslegum sjónarhóli? Inngangur Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns. Neikvæðar afleiðingar loftslagsbreytinga eru þegar farnar að birtast víða um jörðina og verði ekki brugðist við er mikil hætta á að bæði mannleg samfélög og vistkerfi muni bera af mikinn skaða. Hvert er hlutverk Íslands í þessu samhengi? Höfum við eitthvað fram að færa í alþjóðlegu samhengi til lausnar þessum vanda? Aðalfundur Landverndar beindi því til stjórnar Landverndar að setja á stofn vinnuhóp sem yrði falið að draga upp mynd af væntanlegri þróun í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi á 21. öldinni og komi með hugmyndir um hvernig hægt er að halda aukningu í skefjum og helst að draga stórlega úr losun GHL. Stjórn Landverndar skipaði eftirtalda aðila í hópinn: Andrés Arnalds landgræðslufræðing Auði H Ingólfsdóttur stjórnmálafræðing Björn Gunnarsson jarðfræðing Höllu Jónsdóttur líffræðing Júlíus Sólnes prófessor Maríu H. Maack umhverfisfræðing Magnús Harðarson hagfræðing Pál Harðarson hagfræðing Steingrím Hermannsson verkfræðing Tryggva Felixson hagfræðing Hlutverk hópsins var að móta tillögur um aðgerðir sem gætu leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum á Íslandi, að frá dreginni bindingu kolefnis vegna landgræðslu og skógræktar, sameiginlegum framkvæmdum í öðrum ríkjum (Joint implementation) og samstarfsverkefnum í þróunarlöndum (Clean Development Mechanism), verði því sem næst engin. Viðmiðunarárið er Bakgrunnur verkefnis Í stefnumörkun Íslands um sjálfbæra þróun til 2020 sem gengur undir heitinu,,velferð til framtíðar segir að Ísland muni taka virkan þátt í að koma í veg fyrir hættulega röskun á veðrakerfum jarðarinnar af mannvöldum með því að draga úr útstreymi og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Í nýlegri skýrslu 2

3 íslenskra stjórnvalda til Rammasamnings Sameinuð þjóðanna um loftslagsbreytingar (apríl 2003) kemur fram að verði ekki gripið til aðgerða muni losun GHL hér á landi halda áfram að aukast. Stærstur hluti losunar á Íslandi kemur frá samgöngum, fiskveiðum og iðnaði (sérstaklega iðnaðarferlum í stjóriðjuverum). Ástæða er til að hafa áhyggjur vegna losunar frá samgöngum (spáð aukning er 42,6% frá 1990 til 2020) og fiskveiðum (spáð aukning er 11,4% frá 1990 til 2020). Losun GHL frá iðnaðarferlum hefur nokkra sérstöðu bæði vegna þess að aukning í þessari losun fellur undir sérstakt ákvæði í Kyótobókuninni og verður því ekki innifalin í heildartölum Íslands fyrir fyrsta skuldbindingartímabil bókunarinnar, en einnig vegna þess að geta okkar til að draga úr losun frá iðnaðarferlum meira en þegar hefur verið gert mun að stærstum hluta ráðast af tækniþróun erlendis. Af þessum sökum er losun frá iðnaðarferlum ekki tekin til sérstakrar skoðunar að sinni í þessu verkefni. Verkefnalýsing Loftslagsverkefnið skiptist upp í tvo þætti. Fyrri hlutinn felst í að safna saman upplýsingum um núverandi stöðu mála og koma með hugmyndir um hugsanlegar aðgerðir. Í síðari hluta verkefnisins mun hópurinn síðan draga saman niðurstöður úr fyrri hlutanum og leitast við að svara þeirri spurningu sem lögð var fyrir hópinn um hvort og hvernig Ísland geti orðið GHL hlutlaust á næstu árum. Í því sambandi verður einnig fjallað um kostnað og hvað sé raunhæft frá hagkvæmnissjónarmiði. Vinnu við fyrri hluta verkefnisins var bundin við fjóra megin þætti: Fiskveiðiflotinn Samgöngur Binding kolefnis í gróðri Alþjóðlegt samstarf. Vorið og sumarið 2004 unnu námsmenn að skýrslum um framangreind atriði og voru niðurstöður kynntar á málstofu í október Fjárhagslegan stuðning til verkefnisins veittu: Alcoa, iðnaðarráðuneytið, landbúnaðarráðuneytið, nýsköpunarsjóður námsmanna, Toyota, umhverfisráðuneytið og Vegagerðin. Fyrirliggjandi skýrslur eru: Orkunotkun íslenska fiskiskipaflotans og losun gróðurhúsalofttegunda frá honum. Höfundur Eyþór Björnsson, nemandi í Háskólanum á Akureyri Eftirspurn eftir bifreiðum og eldsneyti á Íslandi. Höfundur Þórhallur Ásbjörnsson, nemandi í Háskóla Íslands Alþjóðlegt samstarf. Möguleikar Íslands til að nýta sér sveigjanleikaákvæði Kyotobókunarinnar. Höfundur Auður H. Ingólfsdóttir ráðgjafi og verkefnisstjóri 3

4 Kolefnisbinding í gróðri og jarðvegi á Íslandi. Möguleikar til að draga úr losun CO2 í andrúmsloftið. Höfundur Þórey Dalrós Þórðardóttir, nemandi í Háskóla Íslands Samsetning bílaflotans og losun gróðurhúsaloftegunda Höfundur Tinna Finnbogadóttir, nemandi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn Að fara lönd eða strönd. Samanburður á vöruflutningum á landi og á sjó. Höfundur Tinna Finnbogadóttir Samantekt úr framangreindum skýrslum birtist sem viðhengi við þessa skýrslu. Skýrslurnar í heild má finna sem pdf-skjöl á heimasíðu Landverndar. Framhald vinnu og verklok Þó mikið hafi áunnist er nokkuð verk fyrir höndum til að skapa forsendur fyrir verklokum í samræmi við uppsett markmið þessa viðfangsefnis. Viðfangsefnið er tvíþætt. Í fyrsta lagi frekari grunnvinna við gagnaöflun og líkanasmíð. Í öðru lagi mótun hugmynda um aðgerðir og mat á áhrifum þeirra. Frekari grunnvinna: 1. Gera þarf líkan um samsetningu fiskveiðiflotans á grundvelli upplýsinga í ritgerð Eyþórs Björnssonar. Líkanið þarf að endurspegla skynsamlega flokkun á veiðiskipum m.t.t. stærðar, aflvéla og veiðarfæra þannig að nýta megi það til að framkalla sviðsmyndir að gefnum ákveðnum breytingum í forsendum. Líkan Tinnu af samsetningu bílaflotans verði haft til hliðsjónar. 2. Á grundvelli ritgerðar Þóreyjar þarf að taka saman yfirlit um landrými sem nýta má til ræktunar og tilgreina nánar forsendur um kostnað við skógrækt og landgræðslu og bindingarmöguleika. Þá þarf að útbúa einfalt líkan til að framkalla sviðsmyndir að gefnum tilgreindum forsendum um fjárveitingar til ræktunar. 3. Líta þarf á losun frá landbúnaði, greina helstu uppsprettur og tilgreina aðgerðir sem geta dregið úr losun. 4. Skoða þarf betur hver hlutdeild almenningssamgangna og hjólreiða gæti orðið á höfuðborgarsvæðinu ef aðstæður fyrir þessa háttar mannflutninga yrðu bættar. Úrvinnsla og útreikningar Þegar grunnvinnu lýkur þarf að taka saman yfirlit yfir allar hugsanlegar aðgerðir í samgöngum, fiskveiðum, bindingu og alþjóðsamstarfi. Leggja þarf mat á hverja tiltekna aðgerð m.t.t. hvaða áhrif hún gæti haft á losun og jafnframt tilgreina væntanlegan kostnað, annan ávinning og hver kæmi til með að standa straum af hugsanlegum kostnaði. 4

5 Vinnuáætlun Stefn er að því að ljúkaverkefninu í júní, eða í september með opnum fundi eða ráðstefnu. Jan-mars: Mars-maí Frekari grunnvinna. Undir þetta fellur þátttaka í fræðaþingi landbúnaðarins. Mögulegar aðgerðir skilgreindar og lagt mat á áhrif þeirra. Júni eða sept. Verklok með fundi og útgáfu á skýrslu með helstu niðurstöðum. Áætlaður kostnaður við framangreint verkefni er 1,5 m.kr. Heimildir Iceland s Third National Communication under the United Nations Framework Convention on Climate Change. Umhverfisráðuneytið, apríl Velferð til framtíðar, sjálfbær þróun í íslensku samfélagi stenfumörkun til Umhverfisráðuneytið Losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Samgönguráðuneytið og vegagerðin, maí Þau unnu við rannsóknir fyrir loftslagsverkefni Landverndar árið 2004: F.v. Þórahallur, Tinna, Þórey, Eyþór og Auður, sem jafnframt er verkefnisstjóri. 5

6 Viðauki: Samantekt úr skýrslum: Erlendir aðilar fjárfesti í kolefnabindingu á Íslandi. Auður H Ingólfsdóttir hefur tekið saman greinargerð fyrir loftslagshóp Landverndar um helstu atriði sem varða sveigjanleikaákæði Kyotobókunarinnar og jafnframt skoðað hverjir séu möguleikar Íslands og íslenskra fyrirtækja að nýta sér þessi ákvæði. Verkefnið er unnið í tengslum við loftslagsverkefni Landverndar og var styrkt fjárhagslega af iðnaðarráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu. Sveigjanleikaákvæðin eru þrjú: sameiginlegar framkvæmdir (Joint Implementation), hrein framleiðslutækni (Clean Development Mechanism) og alþjóðleg viðskipti með kvóta (international emission trading). Auður greinir þessi ákvæði og leggur mat á hvort og hvernig þau gætu komið að gagni við að uppfylla kröfur Kyotobókunarinnar hér á landi. Að mati Auðar hefur lítil umræða átt sér stað um sveigjanleikaákvæði Kyotobókunarinnar hérlendis og brýnt að stjórnvöld móti sér stefnu í þessum efnum. Möguleikar til samstarfs eru til staðar, en tækifæri myndu aukast til muna ef stjórnvöld hefðu frumkvæði að því að mynda stefnu í þessum efnum og setja einhver takmörk á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði. Auður tilgreinir þrjá raunhæfa möguleika fyrir Íslendinga til að nota sveigjanleika ákvæðin: Að íslenska ríkið afli frekari losunarheimilda með kaupum á kvóta, beinni þátttöku í verkefnum um sameiginlega framkvæmd eða hreinni framleiðslutækni eða með fjárfestingu í verkefnasjóðum. Að fyrirtæki afli sér losunarheimilda með þátttöku í erlendum samstarfsverkefnum eða landgræðsu og skógrækt innanlands. Þetta er þó ekki raunhæft nema takmarkanir verði settar á losun fyrirtækja hér á landi. Með þáttöku erlendra aðila í sameiginlegum framkvæmdum á Íslandi, þá einkanlega í tengslum við kolefnisbindingu. Auður telur að síðasti möguleikinn geti verið sérstaklega áhugaverður þar sem hann kynni að styrkja fjárhagslegar forsendur skógræktar og landgræðslu á Íslandi. En skoða verður betur fjárhagslega hlið málsins og alþjóðlegar reglur sem um þetta gilda. Auður bendir á að Kyotóbókunin er aðeins fyrsta skrefið í þá átt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samningaviðræður fyrir næsta skuldbindingartímabil munu hugsanlega hefjast strax árið 2005 og engin trygging er fyrir því að Íslandi takist að halda áfram í þær rúmu heimildir sem gilda fyrsta skuldbindingartímabilið. Kyotóbókunin í heild gerir ráð fyrir að losun dragist saman um 5,2 % frá iðnríkjum en engin mörk eru sett á þróunarríki. Til að ná tökum á loftslagsvandanum er talið að nauðsynlegt að draga úr losun um tugi prósenta 6

7 Draga má úr mótsstöðu veiðarfæra Eyþór Björnsson skilaði lokaverkefni í sjávarútvegsfræði um olíunotkun íslenska fiskiskipaflotans og losun gróðurhúsalofttegunda (Háskólinn á Akureyri, Auðlindadeild, 2004). Verkefnið var unnið í tengslum við loftslagsverkefni Landverndar og var styrkt fjárhaglega af umhverfisráðuneytinu. Hlutdeild fiskiskipa 20% Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum fiskiskipum er 20% af heildar losuninni hér á landi, enda nota skipin mikið magn olíu. Fiskiskipum hefur ekki fjölgað mikið á þeim 30 árum sem Eyþór skoðaði, eða aðeins um 8%. Aftur á móti hefur stærð og vélarafl fiskiskipa ríflega tvöfaldast. Aukning í olíunotkun fiskiskipaflotans hefur fylgt vélaraflsaukningunni þótt heldur hafi dregið í sundur með þessum þáttum á allra síðustu árum þar sem olíunotkun á hestaflseiningu hefur minnkað. Veiðarfærin afgerandi um orkunotkun Eyþór sýnir hvernig olíunotkun skipanna ræðst af notkun veiðarfæra. Út frá rannsóknum og mælingum sem gerðar hafa verið um borð í fiskiskipum af ýmsum gerðum, sem og öðrum gögnum sem taka á sömu þáttum, voru fundnir stuðlar sem nota má til að fá nálgun á það hversu mikil olíueyðsla skipa er við veiðar með tilgreindum veiðarfærum. Rannsókn Eyþórs staðfestir að orkufrekustu veiðarfærin eru togveiðarfærin. Togarar og vélbátar við fiskveiðar með botnvörpu nota talsvert mikla olíu og er hlutur þeirra í heildarolíunotkun fiskiskipaflotans stór. Olíunotkun fiskiskipa með kyrrstæð veiðarfæri er frekar lítil en minnst er notkunin hjá skipum sem veiða uppsjávarfiska í nót, enda veiða þau skip jafnan mikið magn í einu og á stuttum tíma. Veiðar á uppsjávartegundum hafa þó verið að færast frá nótaveiðum yfir í flotvörpuveiðar með tilheyrandi aukningu í olíunotkun. Mótstaða togveiðarfæra er grundvallarþáttur í olíunotkun og að mati Eyþórs má með rannsóknum finna hagkvæmar lausnir við hönnun veiðarfæra sem draga úr mótsstöðu þeirra. Vitund og þekking Rannsókn Eyþórs sýnir að aðrir þættir en veiðarfæri hafa einnig áhrif s.s. hönnun skipa, rekstur þeirra og viðhald. Vitund og þekking sjómanna getur leitt af sér orkusparnað og þar með minni losun gróðurhúsalofttegunda frá fiskiskipum. M.a. telur Eyþór að kennsla með,,orkusparnaðarhermum geti stuðlað að minni losun. Eyþór bendir á að þegar á heildina er litið hefur olíunotkun íslenska fiskiskipaflotans minnkað nokkuð frá árinu Binding kolefnis viðbótarávinningur Þórey Dalrós Þórðardóttir hefur skilað meistaraprófsritgerð um kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi (Háskóli Íslands, Raunvísindadeild, Jarð- og landfræðiskor, október 2004). Verkefnið er unnið í tengslum við loftslagsverkefni Landverndar og var styrkt fjárhaglega af Alcoa og landbúnaðarráðuneytinu. Megin niðurstaða Þóreyjar er að möguleikar kolefnisbindingar á Íslandi séu miklir vegna sérstæðra eiginleika hins íslenska eldfjallajarðvegs, Andosol. Kolefnisbinding 7

8 getur, að mati Þóreyjar, verið ein þeirra leiða sem Íslendingar geta notað til að mæta kröfum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Samkvæmt ákvæðum Kyotobókunarinnar geta ríki nýtt sér skógrækt og umsjón skóglendis, endurskógrækt, beitarstjórnun og umsjón akurlendis og landgræðslu til að auka bindingu kolefnis í gróðri og vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Hvað Ísland varðar virðist landgræðsla, skógrækt og beitarstjórnun helst koma til greina í þessu samhengi. Árið 2000 var skráð kolefnisbinding liðlega 130 þúsund tonn eða sem samsvarar tæpum 4% af heildarútblæstri gróðurhúsaloftegunda af mannavöldum á Íslandi. Frá árinu 1997 hafa farið fram rannsóknir á kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi vegna átaks ríkisstjórnarinnar í landgræðslu og skógrækt. Komnar eru niðurstöður úr mörgum þessara rannsókna þar sem ákveðnar bindingartölur eru settar fram. Svo virðist sem nokkur óvissa sé um bindingartölur þannig að erfitt er að slá því föstu hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Þórey telur að þrátt fyrir óvissu megi fullyrða að kolefnisbinding sé í mörgum tilfellum hagkvæmari leið til þess að vega upp á móti áhrifum losunar kolefnis af mannavöldum en ýmsar aðgerðir til að draga úr losun. Þórey bendir á að fyrirliggjandi skilgreiningar um hæð trjáa við skógrækt kunni að henta illa fyrir íslenskar aðstæður. Samkvæmt reglunum þarf að velja hæðarviðmið fyrir tré sem mynda skóg á bilinu 2 til 5 metrar. Þetta kunni að leiða til þess að nota þurfi innfluttar trjátegundir en ekki innlend birkitré til að uppfylla þessi skilyrði. Þetta gæti þá þýtt að 80% birkiskóganna myndi teljast sem landgræðsla en ekki skógrækt. Þórey fjallar um gagnrýni sem fram hefur komið þess efnis að kolefnisbinding sé flóttaleið frá því að þurfa að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Hún telur að þær reglur og ákvæði sem gilda um bindingu tryggi raunhæfan árangur og því sé kolefnisbinding góð leið samhliða öðrum aðgerðum til þess að minnka styrk koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Þórey telur að möguleikar til fjármagna kolefnisbindingu geti verið með ýmsum hætti. Í dag sé það fyrst og fremst ríkissjóður sem leggi fé til landgræðslu og skógræktar. En fjármögnun gæti einnig verið með þeim hætti að fyrirtæki og stofnanir bæti fyrir losun sína með því að veita fé til ræktunar. Þórey telur að hér eftir sem hingað til verði það helsta markmið landgræðslu og skógræktar að hefta gróður- og jarðvegseyðingu og auka gæði lands. Binding kolefnis verði viðbótarávinningur sem geri landgræðslu og skógrækt enn eftirsóknarverðari en fram að þessu. Þórey segir að fyrir utan átak ríkisstjórnarinnar á árunum 1997 til 2000 þá hafi ekki verið sett fram skýr markmið um hvernig kolefnisbindingu skal háttað á næstu árum og áratugum. Stefnu- og aðgerðaleysi stjórnvalda geti takmarkað mögulegan ávinning af skógrækt og landgræðslu, að mati Þóreyjar. 8

9 Álögur á bifreiðar hafa áhrif á val neytenda. Þórhallur Ásbjörnsson hagfræðinemi hefur skilað niðurstöðum rannsóknar með aðfallsgreiningu á eftirspurn eftir bifreiðum og eldsneyti á Íslandi (Háskóli Íslands, Viðskipta- og hagfræðideild, Hagfræðiskor, desember 2004). Verkefnið var unnið í tengslum við loftslagsverkefni Landverndar og var styrkt fjárhaglega af Vegagerðinni og Toyota. Árið 2001 voru 23% heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi tilkomin vegna bifreiðanotkunar og markmið rannsóknar Þórhalls var að greina þá þætti sem hafa áhrif á eftirspurn eftir bifreiðum og eldsneyti til notkunar á bifreiðar. Athyglinni var fyrst og fremst beint að áhrifum eldsneytisverðs, bílverðs og tekna á eftirspurn eftir bifreiðum og eldsneyti. Áhrif hærra bensínverðs - Engin áhrif á heildarfjölda en dregur úr nýliðun Bensínverð reynist ekki hafa marktæk áhrif á heildarfjölda bifreiða í landinu. Hinsvegar gefa niðurstöðurnar til kynna að 10% hækkun bensínverðs leiði til 11% samdráttar í eftirspurn eftir nýjum bílum og hægi þar af leiðandi á endurnýjun bílaflotans. Að því leyti getur hærra bensínverð leitt til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda þar sem nýir bílar eru sparneytnari en gamlir að öðru jöfnu. - Dregur úr eftirspurn eftir stærri bílum meira en minni Aftur á móti leiðir tiltekin hækkun bensínverðs til meiri samdráttar í eftirspurn eftir stórum bílum heldur en litlum; 10% hækkun bensínverðs leiðir til 14% samdráttar í eftirspurn eftir stórum bílum en 10% samdráttar í eftirspurn eftir litlum bílum. Því má segja að hærra eldsneytisverð hafi, út frá umhverfissjónarmiðum, jákvæð áhrif á stærðarsamsetningu bílaflotans en neikvæð áhrif á aldurssamsetninguna. - Dregur úr eftirspurn eftir bensíni Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hafa breytingar í bensínverði minni áhrif á eftirspurn eftir bensíni hér á landi en almennt þekkist annarsstaðar. 10% varanleg verðhækkun á bensíni leiðir til allt að 3,4% samdráttar í eftirspurn eftir bensíni til langs tíma litið (í samanburði við 6% sem almennt þekkist annarsstaðar ). Ef eftirspurn eftir dísilolíu bregst við verðhækkun með sama hætti myndi 10% hærra verð á bæði bensíni og dísilolíu leiða til 3,4% samdráttar í heildareldsneytisnotkun bifreiða. Slíkur samdráttur myndi samsvara 0,8% samdrætti í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi (Miðað er við tölur um losun gróðurhúsalofttegunda og eldsneytisnotkun frá árinu 2001). Áhrif tekjuaukningar - Fleiri og stærri bílar, en einnig endurnýjun bílaflotans Tekjur ráða miklu um bifreiðaeign landsmanna og eftirspurn þeirra eftir nýjum bílum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að fjölgun bifreiða á hvern íbúa sé 9

10 jafn hröð tekjuaukningu á hvern íbúa til langs tíma litið. Með öðrum orðum er vöxtur bílaflotans jafn hagvexti á mann. Áhrif tekna á eftirspurn eftir nýjum bílum eru aftur á móti allt að tífalt sterkari sem bendir til þess að hærri tekjur auki endurnýjun bílaflotans. Tekjur hafa þó mismunandi áhrif á ólíka stærðarflokka bíla. Áhrif tekna á eftirspurn eftir stórum bílum reynast allt að tvöfalt sterkari en áhrifin á eftirspurn eftir þeim minni. Niðurstöðurnar gefa því til kynna að þróun stærðarsamsetningar bílaflotans síðastliðinn áratug megi að stórum hluta rekja til þess vaxtar sem orðið hefur í tekjum almennings á tímabilinu. Nánar tiltekið óx hlutfall stórra bifreiða (vélastærð > 1999cc) úr 13% í 19% af heildarfjölda bifreiða á árabilinu Þessi vöxtur var á kostnað minnstu bílanna (< 1600cc) en hlutfall þeirra lækkaði úr 65% árið 1993 í 55% árið Langtímaáhrif 10% hækkunar tekna almennings eru 3,3% aukning í eftirspurn eftir bensíni samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Áhrif hærra bílverðs - Mikil áhrif á eftirspurn eftir nýjum bílum Niðurstöðurnar gefa til kynna að eftirspurn eftir nýjum bílum sé talsvert næm gagnvart breytingum í bílverði og að opinberar álögur á bifreiðainnflutning geti því að öllum líkindum haft töluverð áhrif á val neytenda. 10% hækkun bílverðs leiðir til 30% samdráttar í eftirspurn eftir nýjum bílum samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Slík hækkun leiðir hinsvegar aðeins til 1,5% samdráttar í heildarfjölda bíla. Samsetning bílaflotans og losun gróðurhúsalofttegunda Tinna Finnbogadóttir, nemandi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, hefur tekið saman greinargerð um bílaflota landsmanna og losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Hún hefur þróað líkan sem nota má til að útskýra hvernig breytingar á stærð og samsetningu bílaflotans geta haft áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í framtíðinni. Verkefnið er unnið í tengslum við loftslagsverkefni Landverndar og var styrkt fjárhagslega af Nýsköpunarsjóði námsmanna, Toyota og Vegagerðinni. Megin niðurstaða Tinnu er að sú að margt bendi til þess að losun koldíoxíðs frá bílaflotanum hafi náð hámarki og að losun geti farið minnkandi án stjórnvaldsaðgerða í framtíðinni vegna framþróunar nýrrar tækni. Í þessu sambandi bendir hún sérstaklega á innleiðslu s.k. tvinnbíla eins og Toyota Prius. Tinna telur að hægt sé að ná frekari árangri með markvissum stjórnvaldsákvörðunum. Rannsókn Tinnu sýnir að sambandið á milli vélarstærðar og losunar koldíoxíðs er afar sterkt og því gætu aðgerðir sem miða að því að draga úr kaupum á bílum með stórar vélar dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til lengri tíma litið. Meðalaldur bíla á Íslandi er 9,8 ár og bílaflotinn endurnýjast því tiltölulega hægt, eða á 15 til 20 árum. Tinna telur því mikilvægt að grípa strax til aðgerða sem hafi áhrif á eftirspurn nýrra bíla og þar með samsetningu bílaflotans í framtíðinni. Hún greinir frá nýlegri lækkun vörugjalds á s.k. palljeppum úr 45% í 13% sem virðist vera skref í þveröfuga átt. 10

11 Tinna tilgreinir eftirfarandi þætti sem hafa áhrif á eftirspurn: framboð annarra samgöngukosta, verð bifreiða, tekjur, framboð bifreiða, viðhorf til bifreiða og rekstrarkostnað. Tinna telur að fæstar fjölskyldur geti hugsað sér að vera án bíls, en framboð annarra kosta geti ráðið því hvort fjölskyldan kaupi annan eða jafnvel þriðja bíl. Gæði almenningssamgangna og fýsileiki hjólreiða geti haft áhrif á þetta val. Tinna bendir á að díselbifreiðar losi 25-30% minni koldíoxíð en sambærilegar bensínvélar og því geti aðgerðir sem stuðli að frekari notkun díselbíla, eins og nýleg breyting á þungaskatti, verið jákvæðar. Hins vegar verði að hafa í huga að önnur mengun frá díselvélum geti verið meiri séu bílarnir ekki búnir nýjustu hreinsunartækni. Tinna bendir á að þó miklar vonir séu bundnar við vetnisvæðingu sé ekki ráðlegt að einblína á þann kost þar sem óvíst sé hvort vetni nái nokkru sinni fótfestu sem staðgengill jarðeldsneytis. Hún telur því nauðsynlegt að skoðaða aðrar aðgerðir samhliða rannsóknum á vetnisvæðingu. Tinna tilgreinir nokkrar raunhæfar aðgerðir sem hún telur að stjórnvöld ættu auðvelt með að innleiða s.s. bætt skipulag borga og betri samhæfingu umferðarljósa, gjöld á bifreiðar sem hvetji til kaupa á vistvænni bifreiðum, skilvirkari almenningssamgöngur og fræðsla um vistakstur. Tinna telur að ekki sé ástæða til að reikna með að hægt verði að draga umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bifreiðaflotanum næstu áratugi umfram það sem gerist með tækniframförum. Jafnvel með nokkuð víðtækum og kostnaðarsömum aðgerðum megi reikna með að losun geti ekki minnkað um meira en um þriðjung (úr ca. 500 þús. tonnum á ári í liðlega 300 þús. tonn á ári). Hún telur því mikilvægt að skoða hvort aðgerðir á öðrum sviðum, s.s. í fiskveiðum og iðnaði, séu ekki hagkvæmari kostur til að ná verulegum árangri í að takmarka og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Að fara lönd eða strönd með vörurnar Tinna Finnbogadóttir, nemandi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, hefur tekið saman greinargerð um vöruflutninga á landi og sjó og losun gróðurhúsalofttegunda. Verkefnið er unnið í tengslum við loftslagsverkefni Landverndar og var styrkt fjárhagslega af Nýsköpunarsjóði námsmanna, Toyota og Vegagerðinni. Megin niðurstaða Tinnu er sú að þrátt fyrir að það geti verið allt að þrefalt, fjórfalt dýrara að flytja vörur landleiðina en sjóðleiðina, þá hafi vöruflutningar á sjó dregist verulega saman á undanförnum árum. Á tímabilinu 1990 til 2000 er talið að vöruflutningar innan lands hafi vaxið um liðlega fimmtung en sjóflutningar minnkað um liðlega 10%. Losun koldíoxíðs frá vöruflutningum á landi hefur á þessum tíma aukist úr um 100 þús. tonnum á ári í liðlega 130 þús. tonn á ári. 11

12 Tinna telur að ýmsir þættir hafi haft áhrif á þessa þróun. Neytendur geri aukna kröfur um ferskleika varnings, viðskipaumhverfið m.h.a. vaxta og birgðakostnaði sé breytt, vegakerfið hafi batnað og stærri og hagkvæmari flutningabílar annist flutninga. Þá telur Tinna að stjórnvaldsaðgerðir kunni að hafa stuðlað að þessari þróun, m.a. greiðslur úr Flutningsjöfnunarsjóði sem hafi frekar ýtt undir landflutninga en sjóflutninga. Tinna bendir á að sjóflutningar hafi ýmsa kosti umfram landflutninga. Þeim fylgi minni losun koldíoxíðs, minna slit vega og minni slysahætta. Útreikningar bendi til þess að flutningur á hverju tonni af vörum með flutningabílum valdi 2-4 meiri losun koldíoxíðs en flutningar á sjó. Reyndar hafi komið fram upplýsingar sem sýni að vegna lélegrar nýtingar á strandflutningum hafi losun gróðurhúsalofttegunda á hvert flutt tonn verið meiri en almennt er gert ráð fyrir. Tinna telur að einkum tvær aðgerðir komi til greina til að hafa áhrif á þróun vöruflutninga. Annars vegar olíu og þungaskattur á vöruflutninga og hins vegar breytt fyrirkomulagi styrkja vegna jöfnunar á flutningskostnaði. Við núverandi fyrirkomulag gjaldtöku greiði flutningabílar ekki í samræmi við slit vega og rík ástæða sé til að samræma þetta betur og það geti gert sjóflutninga enn hagkvæmari. Nú liggur fyrir að strandflutningar munu leggjast af á stórum hluta landsins þar sem Samskip og Eimskip hafa hætt þeim. Breytingar í starfsumhverfi kunna að leiða til þess að nýir aðilar sjái sér hag í því að bjóða upp á þessa þjónustu. 12

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

VISTVÆNT ELDSNEYTI. Möguleikar Íslendinga til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis

VISTVÆNT ELDSNEYTI. Möguleikar Íslendinga til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis VISTVÆNT ELDSNEYTI Möguleikar Íslendinga til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis ISBN 9979-68-167-5 Október 2005 Höfundur texta: Ágúst Valfells Ritstjórn og umsjón: Helga Barðadóttir og Ragnheiður Inga

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar Helstu niðurstöður

Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar Helstu niðurstöður Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar Helstu niðurstöður Greining unnin af Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík á vegum Samorku, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Orkuseturs, Íslenskrar Nýorku

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Niðurstöður sérfræðinganefndar 2009

Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Niðurstöður sérfræðinganefndar 2009 Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi Niðurstöður sérfræðinganefndar 29 Umhverfisráðuneytið 29 Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Bifreiðakaup á Íslandi í dag

Bifreiðakaup á Íslandi í dag Bifreiðakaup á Íslandi í dag -kostir, gallar, framtíðarhorfur Jón Stefán Sævarsson Lokaverkefni í viðskiptafræði Viðskipta- og raunvísindadeild Vorönn 2014 Háskólinn á Akureyri Viðskipta- og raunvísindadeild

More information

Er koldíoxíð markaðsvara?

Er koldíoxíð markaðsvara? Rekstrar- og viðskiptadeild LOK 1106 Er koldíoxíð markaðsvara? Akureyri, 2. maí 2003 Ríkarður Bergstað Ríkarðsson Háskólinn á Akureyri Rekstrar- og viðskiptadeild Námskeið Lokaverkefni 1106 Heiti verkefnis

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Losun koltvísýrings (CO 2 ) í siglingum

Losun koltvísýrings (CO 2 ) í siglingum Losun koltvísýrings (CO 2 ) í siglingum Áfangaskýrsla stýrihóps um losun koltvísýrings (CO 2 ) í siglingum Samgönguráðuneytið Febrúar 2009 1 1 Inngangur Tilnefning stýrihópsins Í framhaldi af lokaskýrslu

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Mobility Management - Umferðarstjórnun RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR

Mobility Management - Umferðarstjórnun RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR Mobility Management - Umferðarstjórnun RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR Mars 2009 Mobility Management - Umferðarstjórnun 06188 S:\2006\06188\S_Mobility_Management.doc Mars 2009 1 30.03.2009 GHS SJ SJ Nr.

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf.

Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf. Föstudagur, 20. október 2017 Ákvörðun nr. 38/2017 Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Þann 12. júní 2017 barst Samkeppniseftirlitinu samrunatilkynning vegna kaupa Hampiðjunnar

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Losun gro ðurhu salofttegunda fra sauðfja rbu um a Í slandi og aðgerðir til að draga u r losun

Losun gro ðurhu salofttegunda fra sauðfja rbu um a Í slandi og aðgerðir til að draga u r losun Losun gro ðurhu salofttegunda fra sauðfja rbu um a Í slandi og aðgerðir til að draga u r losun Unnið fyrir Landssamtök sauðfjárbænda 2017 Tekið saman í október 2017 Birna Sigrún Hallsdóttir og Stefán Gíslason

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Samkeppnishæfni þjóða

Samkeppnishæfni þjóða Mynd frá Harvard: Fólk af ýmsu þjóðerni sem kennir MOC - Samkeppnishæfni Samkeppnishæfni þjóða Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr. Leiðbeinandi tilmæli Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum nr. 2/2007 Gefið út skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar

Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar Þann 11. janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fara skyldi yfir hugmyndir um þjóðarleikvang

More information

1. gr. 2. gr. 3. gr. 4. gr.

1. gr. 2. gr. 3. gr. 4. gr. Parísarsamningurinn Aðilar að þessum Parísarsamningi, sem eru aðilar að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hér á eftir nefndur samningurinn, samkvæmt Durban-vettvanginum fyrir auknar

More information

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit Föstudagur, 8. mars 2013 Ákvörðun nr. 5/2013 Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit bls. I. Inngangur... 2 II. Málavextir og málsmeðferð... 2 III. Samruninn og aðilar hans... 3 1. Nánar

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Tillaga til þingsályktunar

Tillaga til þingsályktunar Þingskjal 1625 858. mál. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins. (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2016.) Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

Lokaritgerð til MPA- gráðu í opinberri stjórnsýslu. Loftslagsstefnur sveitarfélaga

Lokaritgerð til MPA- gráðu í opinberri stjórnsýslu. Loftslagsstefnur sveitarfélaga Lokaritgerð til MPA- gráðu í opinberri stjórnsýslu Loftslagsstefnur sveitarfélaga Hlutverk, ábyrgð, einkenni Ólafía Erla Svansdóttir Október 2017 Loftslagsstefnur sveitarfélaga Hlutverk, ábyrgð, einkenni

More information

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG Útrásin og nýsköpun Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi Ásdís Jónsdóttir Desember 2006 RANNÍS Vísindi, nýsköpun og samfélag Ágrip Í þessari samantekt eru

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA. Gylfi Magnússon, dósent, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA. Gylfi Magnússon, dósent, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands n Fræðigreinar Boðhlaup kynslóðanna Gylfi Magnússon, dósent, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Útdráttur Grein þessi fjallar um þróun einkaneyslu, samneyslu, þjóðar- og landsframleiðslu og eignir Íslendinga

More information

Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs

Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs 2001 2009 Ágúst 2010 1 Efnisyfirlit 1 Um skýrsluna... 7 2 Starfsemi Fæðingarorlofssjóðs... 9 2.1 Ágrip af sögu fæðingarorlofs á Íslandi... 9 3 Tölfræði

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf.

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. Mánudagur, 22. janúar 2018 Ákvörðun nr. 4/2018 Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi dags. 12. október sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Icepharma hf.

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Frumdrög Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Skjal númer 2017070051 Dagsetning 20. október 2017 Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila við þeim

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

1. Inngangur Helstu niðurstöður

1. Inngangur Helstu niðurstöður . Umhverfisgjöld og umhverfisskattar 1. Inngangur Sýna má fram á að við ákveðnar aðstæður taki fyrirtæki og einstaklingar ekki tillit til kostnaðar (ytri kostnaðar) sem fellur á samfélagið við framleiðslu

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

[KÖNNUN Á ÁHUGA FLUTNIGNAKAUPENDA Á STRANDFLUTNINGUM]

[KÖNNUN Á ÁHUGA FLUTNIGNAKAUPENDA Á STRANDFLUTNINGUM] 2011 Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða Neil Shiran Þórisson [KÖNNUN Á ÁHUGA FLUTNIGNAKAUPENDA Á STRANDFLUTNINGUM] Lengi hefur verið rætt um leiðir til lækkunar á flutningskostnaði fyrir landsbyggðinni og

More information

Mat á umhverfisáhrifum

Mat á umhverfisáhrifum Mat á umhverfisáhrifum Þátttaka almennings Meistaraprófsritgerð í umhverfis- og auðlindafræði Ólafur Ögmundarson VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ / SCHOOL OF ENGINEERING AND NATURAL SCIENCES HÁSKÓLI ÍSLANDS

More information

Rannsóknir Rannsóknir. Málefni: Samantekt um rannsóknaverkefni með styrk Dags.: Ágúst Höfundur: Þórir Ingason

Rannsóknir Rannsóknir. Málefni: Samantekt um rannsóknaverkefni með styrk Dags.: Ágúst Höfundur: Þórir Ingason Rannsóknir 2015 Málefni: Samantekt um rannsóknaverkefni með styrk 2015. Dags.: Ágúst 2017 Höfundur: Þórir Ingason Inngangur Þegar ársskýrsla rannsóknasjóðs fyrir árið 2015 var rituð og gefin út í maí 2016

More information

BS verkefni í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Sjálfbærni í orkuvinnslu Göfugt markmið eða gluggaskreyting?

BS verkefni í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Sjálfbærni í orkuvinnslu Göfugt markmið eða gluggaskreyting? BS verkefni í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst Sjálfbærni í orkuvinnslu Göfugt markmið eða gluggaskreyting? Nemandi: Gissur Kolbeinsson Leiðbeinandi: Njörður Sigurjónsson Vormisseri 2011 Staðfesting

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Tengdir aðilar á markaði

Tengdir aðilar á markaði BS ritgerð í viðskiptafræði Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er þá varðar Kateryna Hlynsdóttir Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er

More information

Vörumerkjasamfélag Apple

Vörumerkjasamfélag Apple Vörumerkjasamfélag Apple Neytendur og einkenni B.Sc. í viðskiptafræði Davíð Hansson Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson Apríl 2013 2 Staðfesting lokaverkefnis til B.Sc.

More information

INNLEIÐING RAFBÍLA. Vannýtt straumgeta í rafdreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur

INNLEIÐING RAFBÍLA. Vannýtt straumgeta í rafdreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur P1.6.542.251.qxp 26.11.21 1:33 Page 253 INNLEIÐING RAFBÍLA 51 Vannýtt straumgeta í rafdreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur Guðleifur M. Kristmundsson lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands 1974.

More information

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Viðskipta- og hagfræðideild sept 2008 íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Höfundur: Hinrik Fjeldsted Leiðbeinandi: Runólfur Smári Steinþórsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/suðurgötu, 101

More information

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA www.ibr.hi.is SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA Snjólfur Ólafsson Brynhildur Davíðsdóttir Lára Jóhannsdóttir Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Ester Gústavsdóttir Kári Kristinsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Áhrif stefnumótunar í umhverfismálum á samkeppnishæfni íslenskra framleiðslufyrirtækja. Hrönn Hrafnsdóttir

Áhrif stefnumótunar í umhverfismálum á samkeppnishæfni íslenskra framleiðslufyrirtækja. Hrönn Hrafnsdóttir Áhrif stefnumótunar í umhverfismálum á samkeppnishæfni íslenskra framleiðslufyrirtækja Hrönn Hrafnsdóttir Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræðum Viðskiptafræðideild Félagsvísindasvið Leiðbeinendur:

More information

TUNGUTÆKNI SKÝRSLA STARFSHÓPS

TUNGUTÆKNI SKÝRSLA STARFSHÓPS TUNGUTÆKNI SKÝRSLA STARFSHÓPS Menntamálaráðuneytið 1999 Tungutækni Skýrsla starfshóps Menntamálaráðuneytið Apríl 1999 Menntamálaráðuneytið : Skýrslur og álitsgerðir 9 Apríl 1999 Útgefandi: Menntamálaráðuneytið

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Nr. Aðili Efnisatriði Athugasemd Viðbrögð Kafli

Nr. Aðili Efnisatriði Athugasemd Viðbrögð Kafli 1 Thorsil Loftgæði Bent er á að fyrirhuguð verksmiðja Thorsil sé einungis í nokkur hundruð metra fjarlægð frá verksmiðju Stakksbergs og að lóð Stakksberg við Helguvíkurhöfn liggi um 15-20 m neðar í landi

More information

Gæða- og umhverfiskerfi

Gæða- og umhverfiskerfi Haustmisseri 2012 Gæða- og umhverfiskerfi Lokaverkefni Viðskiptafræði Nemandi: Anton Smári Rúnarsson, kt. 170584-3179 Leiðbeinandi: Stefán Valgarð Kalmansson 1 Samningur um trúnað Undirritaður nemandi

More information

Gengisflökt- og hreyfingar

Gengisflökt- og hreyfingar Alþjóðahagfræði Háskóli Íslands Kennari: Ásgeir Jónsson Haust 2002 Gengisflökt- og hreyfingar -ákvörðun og áhrif- Barði Már Jónsson kt. 120580-5909 Hreggviður Ingason kt. 290578-5829 Markús Árnason kt.

More information

Áhrif rafbílavæðingar á Akureyri

Áhrif rafbílavæðingar á Akureyri Viðskipta- og raunvísindadeild Lokaverkefni seinni hluti 1223 29. apríl 2011 Áhrif rafbílavæðingar á Akureyri Ívar Örn Pétursson kt. 191285-2719 Háskólinn á Akureyri Viðskipta- og raunvísindadeild Námskeið

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta

Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta Mánudagur 8. desember 2008 Ákvörðun nr. 61/2008 Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta vegna samnings Capacent ehf., Ríkisútvarpsins ohf., 365 miðla ehf. og Skjásins

More information