Átraskanir. Samantekt leiðbeininga um meðferð og umönnun sjúklinga með lystarstol, lotugræðgi og skyldar átraskanir

Size: px
Start display at page:

Download "Átraskanir. Samantekt leiðbeininga um meðferð og umönnun sjúklinga með lystarstol, lotugræðgi og skyldar átraskanir"

Transcription

1 Átraskanir Samantekt leiðbeininga um meðferð og umönnun sjúklinga með lystarstol, lotugræðgi og skyldar átraskanir Þýðing á samantekt leiðbeininga frá National Institute for Clinical Excellence (NICE): Eating disorders - Core interventions in the treatment and management of anorexia nervosa, bulimia nervosa and related eating disorders (útgefnar í janúar 2004). Greining, mat og fræðsla Mat Greining í heilsugæslu og utan geðheilbrigðisþjónustu Markhópar skimunar eru: Ungar konur með lægri líkamsþyngdarstuðul (BMI) en skilgreindur er miðað fyrir aldur. Konur með blæðingaóreglu eða tíðateppu. Ungmenni með sykursýki af gerð 1. Einstaklingar með meltingarvandamál eða merki um svelti. Einstaklingar með endurtekin uppköst. Börn sem vaxa ekki eðlilega. Einstaklingar sem hafa áhyggjur af þyngd en eru ekki of þungir Ef um tiltekna markhópa er að ræða ætti m.a. að spyrja eftirfarandi spurninga. Finnst þér þú eiga erfitt með að borða? og Hefur þú miklar áhyggjur af þyngdinni? Þegar lystarstol er til athugunar ætti að taka tillit til þess að: Fyrsta mat lágt BMI er ekki eitt og sér öruggur mælikvarði átröskunar. leggja þarf áherslu á heildrænt, reglubundið klínískt mat með athugun á þyngdartapi, vexti barna, líkamsástandi og rannsóknarniðurstöðum. Mikilvægt er að greina og meðhöndla vandann snemma til að draga úr langtíma áhættu. Heildrænt mat er mikilvægt og ætti að fela í sér líkamlega, sálræna og félagslega þætti. Lítil eða meðaláhætta Meðferð án innlagnar: heilsugæsla, stofur, göngudeildir. Mikil áhætta Mikil megurð. Mikil hætta á sjálfsskaða. Hratt versnandi líkamlegt ástand. Léleg meðferðarheldni. Íhuguð innlögn á stofnun eða tilvísun til sérfræðings með forgangshraða Landlæknisembættið útgefið í febrúar -2006

2 Fræðsla og meðferð Umönnun allra átraskana Sjúklingar, fjölskyldur og umönnunaraðilar þurfa greiðan aðgang að upplýsingum. Sjúklingar (og fjölskyldur) þurfa að hafa aðgang að sjálfshjálpar- og stuðningshópum. Umönnunaraðilar verða að hafa í huga að sjúklingar geta verið tvístígandi varðandi þörf fyrir meðferð. Hægðalyf Í þeim tilvikum sem hægðalyf eru misnotuð þarf smám saman að draga úr notkun þeirra. Sykursýki Ef átröskunareinkenni koma fram hjá einstaklingum með sykursýki er nauðsynlegt að veita meðferð hvort sem einstaklingar uppfylla öll greiningarskilmerki eða ekki. Hjá fólki með sykursýki af gerð 1 er nákvæmt og reglulegt mat nauðsynlegt til að draga úr líkum á augnbotnaskemmdum og öðrum fylgikvillum. Meðganga Vanfærar konur þurfa nákvæmt eftirlit á meðgöngu og í sængurlegu. Tannhirða Allir átröskunarsjúklingar sem kasta upp eiga einnig á hættu lélega tannheilsu. Þess vegna þarf að hafa í huga: Reglubundið eftirlit hjá tannlækni. Ráðgjöf um tannhirðu, þ.m.t. að forðast tannburstun eftir uppköst, að hreinsa með munnskoli með lágu sýruinnihaldi eftir uppköst og leitast við að halda sýrustigi munnhols lágu. Átraskanir - heilsugæsla Sjúklingum með langvarandi lystarstol, sem ekki eru í eftirliti á göngudeildum eða einkastofum, ætti að standa til boða árlegt mat á líkamlegu og geðrænu ástandi hjá heilsugæslulækni. Þar sem eftirlit er bæði hjá heilsugæslu og göngudeildum eða einkastofum ætti að vera samstarf og skýr verkaskipting milli einstakra heilbrigðisstarfsmanna um ábyrgð á mati og meðferð sjúklinga með átröskun. Slíkt samkomulag ætti að vera skriflegt og gert með vitund viðkomandi sjúklings og, ef við á, fjölskyldu og aðstandenda. bls.2 Landlæknisembættið útgefið í febrúar -2006

3 Lystarstol - göngudeildarmeðferð Sálfræðileg nálgun Sálfræðileg nálgun er lykilatriði við meðhöndlun lystarstols. Samhliða sálfræðilegri nálgun þarf að veita hefðbundið eftirlit með líkamlegu ástandi og þyngd og fylgjast með ákveðnum læknisfræðilegum hættumerkjum. Meðferð ætti að vara í a.m.k. 6 mánuði. Þegar sálfræðimeðferð er veitt íhugið þá í samvinnu við sjúkling: Hugræna greinandi meðferð (CAT). Hugræna atferlismeðferð (HAM, CBT). Tengsla og samskiptameðferð (IPT). Aðra sérsniðna meðferð. Fjölskyldumeðferð með sérstakri áherslu á átraskanir. Áhersla meðferðar ætti að vera á þyngdaraukningu, heilbrigðar matarvenjur og að minnka önnur einkenni tengd átröskunum. Næringarráðgjöf ein og sér er ekki nægjanleg meðferð við lystarstoli. Lyfjameðferð Rannsóknir sýna ekki fram á að lyfjameðferð sé hjálpleg við lystarstoli. Lyf gefa ekki góða raun sem aðalmeðferð en geta nýst við fylgiraskanir eins og þunglyndi eða áráttu og þráhyggjuröskun. Þau skal þó nota með gát þar sem einkenni hverfa oft þegar eðlilegri þyngdaraukningu er náð. Forðist að nota lyf sem hafa áhrif á rafboð hjartans, þ.e. lengja QTc-bilið á hjartalínuriti hjá sjúklingum sem þegar eru með jaðar/lengt QTc. Athugið: Þau lyf sem lengja QTc-bilið eru t.d. geðrofslyf, þríhringlaga þunglyndislyf og makrolíðasýklalyf, svo og sum antihistamín. Ef nauðsyn er að nota lyf sem gætu haft áhrif á hjartað skal fylgjast með hjartalínuriti reglulega. Setjið viðvörun á fyrirmælablöð í skýrslu sjúklings um hugsanlegar aukaverkanir. Lystarstol - sjúkrahússmeðferð Íhugið innlögn fyrir sjúklinga: Ef líkamlegt ástand er slæmt eða lífshættulegt. Ef enginn árangur hefur náðst með viðeigandi göngudeildar/dagdeildarmeðferð Ef hætta er á sjálfsvígi eða alvarlegum sjálfskaða. Leggja ber sjúklinga inn á stofnun þar sem starfsfólk er sérhæft í að endurnæra alvarlega vannærð sjúklinga undir nákvæmu líkamlegu eftirliti (sérstaklega fyrstu dagana þegar sjúklingur byrjar að nærast) og veita samhliða því sálfélagslega meðferð. Ef óvissa ríkir um hvort innlögn er nauðsynleg ber að leita ráða hjá sérfræðingi um átraskanir, óháð aldri sjúklings. Munið að hætta á sjálfsskaða og sjálfsvígum getur aukist við breytingar, sérstaklega hjá lystarstolssjúklingum sem hafa stundað losunarhegðun til að framkalla uppköst eða hægðir. bls.3 Landlæknisembættið útgefið í febrúar -2006

4 Sálfræðimeðferð Sálfræðimeðferð er hornsteinn meðferðar hjá inniliggjandi sjúklingum, en takmörkuð þekking er á hvaða tegund meðferðar er gagnlegust. Gerið markvissa, einkennamiðaða meðferðaráætlun sem beinist að þyngdaraukningu samhliða nákvæmu eftirliti með líkamlegu ástandi sjúklings er hann byrjar að nærast á ný. Veitið sálfræðimeðferð með megináherslu á annars vegar mataræði, hegðun og viðhorf til líkamsþyngdar og útlits og hins vegar á sálfélagslega þætti í víðara samhengi sem stuðla að þyngdaraukningu. Notið ekki ósveigjanlega atferlismeðferð. Að næra sjúkling gegn vilja hans Nauðungarmeðferð er síðasta meðferðarúrræðið og á einungis að beita ef öll önnur meðferð hefur mistekist. Skv. íslenskum lögræðislögum, nr. 71/1997, má ekki næra sjálfráða sjúkling gegn vilja hans nema hann hafi verið nauðungarvistaður eða sviptur sjálfræði og sé ófær um að taka við meðferð sakir geðsjúkdóms. Í lögum um rétt sjúklinga, nr. 74/1997, er kveðið á um rétt sjúklinga til að hafna meðferð og einnig ákvæði um rétt barna til að vera með í ráðum um eigin meðferð og hvað gera skuli ef foreldrar hafna meðferð fyrir barnið. Nauðungarmötun á sjúklingi með alvarlegt lystarstol er mjög sérhæfð aðgerð og krefst sérþjálfunar starfsfólks til að forðast andlega og líkamlega fylgikvilla. Þegar tekin er ákvörðun um nauðungarmötun/næringu má enginn vafi leika á lögmæti þess skv. lögræðislögum. Meðferð fullorðinna að sjúkrahúsvist lokinni Eftir útskrift þurfa sjúklingar áframhaldandi sálfræðimeðferð, venjulega l2 mánuðum lengur en sjúklingur sem ekki hefur þurft að leggjast inn. Bjóðið sálfræðimeðferð með megináherslu annars vegar á hegðun kringum máltíðir og viðhorf til líkamsþyngdar og útlits og hins vegar á sálfélagslega þætti í víðara samhengi, ásamt reglulegu eftirliti með líkamlegum og sálrænum hættumerkjum. Lystarstol líkamlegt eftirlit Lystarstol hefur í för með sér aukna hættu á alvarlegum líkamlegum einkennum. Árvekni gagnvart hættumerkjum, nákvæmt eftirlit og náið samstarf við reyndan lækni, þegar við á, eru mikilvæg atriði í meðhöndlun alvarlegra líkamlegra einkenna lystarstols. Umsjón með þyngdaraukningu Setjið 0,5 1 kg sem markmið vikulegrar þyngdaraukningar hjá inniliggjandi sjúklingum og 0,5 kg hjá þeim sem ekki eru lagðir inn. Veitið reglulegt líkamlegt eftirlit og íhugið fjölvítamín/fjölsteinefna bætiefnatöflur fyrir bæði inniliggjandi sjúklinga og þá sem ekki eru lagðir inn. Alhliða næringagjöf í æð ætti ekki að nota nema ef um verulega vanstarfsemi meltingar er að ræða. bls.4 Landlæknisembættið útgefið í febrúar -2006

5 Umsjón með hættumerkjum Látið sjúklinga og umönnunaraðila vita ef líkamleg heilsa sjúklingsins er í verulegri hættu. Þegar sjúklingar eru í verulegri hættu, leitið þá til læknis eða barnalæknis sem hefur sérþekkingu i meðferð slíkra sjúklinga. Íhugið sértækari meðgönguvernd fyrir barnshafandi konur til að tryggja nægilega næringu á meðgöngu og þroska fósturs. Ekki ætti að nota estrógenlyf til að meðhöndla beinþynningarvandmál hjá börnum og unglingum þar sem það gæti leitt til ótímabærrar lokunar vaxtarlína. Heilbrigðisstarfsfólk ætti að ráðleggja fólki með átröskun og beinþynningu að halda sig frá líkamsrækt, sem eykur hættu á beinbrotum. Lotugræðgi Að loknu fyrsta mati : Íhugið sem hugsanlegt fyrsta skref gagnreyndar sjálfshjálparaðferðir. Beinn stuðningur og hvatning til að leita slíkra leiða getur bætt batahorfur. Þetta getur verið nægjanleg meðferð fyrir takmarkaðan hóp sjúklinga Meðferð hjá sálfræðingi ætti að vera lykilþáttur meðferðar: Fyrir fullorðna: Íhugið hugræna atferlismeðferð við lotugræðgi (CBT-BN), að jafnaði 16 til 20 viðtöl á fjórum til fimm mánuðum Fyrir unglinga: Íhugið hugræna atferlismeðferð við lotugræðgi sem hefur verið löguð að aldri, aðstæðum og þroska Beri hugræn atferlismeðferð ekki árangur eða hefur verið hafnað: Íhugið aðrar tegundir sálfræðimeðferðar, einkum tengsla- og samskiptameðferð (interpersonal psychotherapy, IPT). (Athugið að láta sjúklinga vita að það tekur 8 12 mánuði að ná sama árangri með tengsla- og samkiptameðferð og fæst með hugrænni atferlismeðferð við lotugræðgi.) Lyfjameðferð getur haft hlutverki að gegna Íhugið meðferð með þunglyndislyfjum sem annað hugsanlegt fyrsta úrræði eða sem viðbót við sjálfshjálparmeðferð. Serótónín-geðdeyfðarlyf (einkum fluoxetin) eru fyrsti valkostur í meðferð við lotugræðgi. Þau hafa gagnast best og hafa minnstar aukaverkanir. Nota þarf stærri skammta af fluoxetini en þegar um þunglyndi er að ræða (60 mg á dag). Áhrif lyfjameðferðar koma fljótlega í ljós og líkur eru á fækkun át- og losunarkasta, en langtímaáhrif eru óþekkt. Ekki er mælt með neinum öðrum lyfjum en þunglyndislyfjum til að meðhöndla lotugræðgi. Munið að fyrir hvatvísa einstaklinga, einkum og sér í lagi þá sem misnota fíkniefni, getur svörun við hefðbundinni meðferð verið takmörkuð. Getur því í þeim tilfellum þurft að aðlaga meðferðaráætlanir. Eftirlit með líkamsástandi Allir heilbrigðisstarfsmenn sem koma að meðferð einstaklinga með átröskun ættu að fylgjast gaumgæfilega með hættumerkjum. Mæla ber vökva- og elecrólýtajafnvægi ef uppköst eru tíð eða notkun hægðalyfja er tíð. Ef electrólýtajafnvægi er raskað, ber fyrst og fremst að beina meðferð að breyttu atferli. Ef viðbótarnæringar er þörf skal gefa hana um munn fremur en í æð. bls.5 Landlæknisembættið útgefið í febrúar -2006

6 Lotugræðgi innlögn eða dagdeild Íhugið innlögn fyrir sjúklinga í sjálfsvígshættu eða með alvarlega sjálfskaðandi hegðun. Sjúklinga ber að leggja inn þar sem aðstaða og reynsla í umönnun/meðferð átraskana er fyrir hendi. Aðrar átraskanir, þar með talið lotuofát Almenn meðhöndlun Þar sem ekki eru til rannsóknir til að styðjast við í meðhöndlun annarra átrakanna, að undanskildu lotuofáti, er mælt með því að nota leiðbeiningar um meðferð þeirrar átröskunnar sem líkist mest þeirri sem sjúklingurinn er með. Sálfræðileg nálgun við lotuofáti Sem hugsanlegt fyrsta skref íhugið gagnreyndar sjálfshjálparaðferðir. Reglulegur stuðningur frá heilbrigðisstarfsfólki bætir árangur. Hjá fullorðnum, sem ekki eiga kost á eða vilja ekki nýta sér sjálfshjálparaðferðir: íhugið hugræna atferlismeðferð. Við þrálátu lotuofáti: íhugið aðrar tegundir sálfræðimeðferðar. Hjá unglingum með þrálátt lotuofát: íhugið viðeigandi meðferð sem hefur verið löguð að unglingnum. Athugið að allar tegundir sálfræðimeðferðar við lotuofáti hafa takmörkuð áhrif á líkamsþyngd. Íhugið að veita einnig meðferð við ofþyngdinni sem fylgir lotuofátinu. Lyfjameðferð við lotuofáti Mælt er með því að prófa seratónín geðdeyfðarlyf (SSRI) sem valkost samhliða sjálfshjálparaðferð eða í staðinn fyrir hana. Atriði sem ennfremur þarf að hafa í huga hjá börnum og unglingum Meðferð barna og unglinga krefst sértækrar íhlutunar. Þátttaka fjölskyldu og annarra umönnunaraðila er sérstaklega mikilvæg. Rétt barna og unglinga til trúnaðar á að virða. Fjölskylduna, þ.m.t. systkini, á að öllu jöfnu að hafa með í meðferð barna og unglinga með átraskanir. Þátttaka hennar getur falist í upplýsingamiðlun, ráðgjöf um aðgerðir til að hafa áhrif á hegðun og leiðir til að auðvelda samskipti. bls.6 Landlæknisembættið útgefið í febrúar -2006

7 Lystarstol Fjölskyldumeðferð sem beinist að átröskuninni á að standa börnum og unglingum með lystarstol til boða. Bjóðið börnum og unglingum einkaviðtöl við heilbrigðisstarfsmann án þess að fjölskylda eða umönnunaraðilar séu viðstödd. Þegar æskilegri líkamsþyngd er náð þarf að tryggja aukna orku og næringarefni í fæðunni til að stuðla að vexti og þroska barna og unglinga. Hafið umönnunaraðila barna og unglinga með þegar verið er að veita fræðslu um næringu eða skipuleggja mataræðið. Meðferð inniliggjandi barna og unglinga með lystarstol Meðferð inniliggjandi barna og unglinga ætti: að vera í umhverfi sem hæfir aldri (með möguleika á að hafa aðgreinda þjónustu barna og unglinga) með tiltækum úrræðum til að sinna kennslu og öðrum þroskahvetjandi verkefnum. að meta að jöfnu þarfir unglings fyrir meðferð og þyngdaraukningu og fyrir fræðslu og félagslegsskap. Hugleiðið að beita lögum um réttindi sjúklinga og barnaverndalögum þar sem kveðið er á um rétt foreldra/forráðamanna til að ákveða nauðsynlega meðferð þrátt fyrir mótmæli barnsins. Ekki treysta á samþykki foreldra í hið óendanlega. Leitið lögfræðiráðgjafar og íhugið að nýta ákvæði í barnaverndarlögum ef sjúklingurinn og foreldrar/forráðamenn hafna meðferð þegar hún er talin nauðsynleg. Íhugið að fá álit annars sérfræðings í átröskunarsjúkdómum þegar samþykki fyrir meðferð er til umræðu. bls.7 Landlæknisembættið útgefið í febrúar -2006

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni

Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD) Stytt útgáfa leiðbeininga Júní 2014 FORMÁLI Leiðbeiningar um Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrest með ofvirkni voru fyrst

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð)

AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð) AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð) (teriflúnómið) Hvað eru hraðað brottnám? Hraðað brotthvarf lyfja má nota við sérstakar aðstæður þegar þörf er á að minnka hratt þéttni lyfsins í

More information

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma Kristín Rún Friðriksdóttir er hjúkrunarfræðingur, BS, á Vogi. Ragnheiður

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins Þykkni fyrir innrennslislausn Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn er varða öryggi við notkun YERVOY Leiðbeiningar um ávísun lyfsins YERVOY (ipilimumab) er ætlað til meðferðar við langt gengnu (óskurðtæku

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN

ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN Guðrún Kristinsdóttir prófessor emerita Guðrún Kristinsdóttir 2017 Birt að tilhlutan Vísindasiðanefndar Háskóla Íslands 1 Formáli Í vinnu við umsagnir

More information

Sigrumst á sýklasótt

Sigrumst á sýklasótt Sigrumst á sýklasótt Leiðbeiningar um meðferð við svæsinni sýklasótt hjá fullorðnum Inngangur Gísli H. Sigurðsson Alma D. Möller sérfræðingar í svæfinga- og gjörgæslulækningum Svæfinga- og gjörgæsludeild

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg María Árnadóttir Júní 2010 Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg

More information

NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010

NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010 NÝJAR LEIÐBEININGAR Í ENDURLÍFGUN 2010 Samantekt á helstu breytingunum 18. október 2010 Útgefið af evrópska endurlífgunarráðinu (ERC) þýtt af Endurlífgunarráði Íslands 2 Samantekt á helstu breytingunum

More information

Skýrsla löggjafarþing heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál og framkvæmd geðheilbrigðisáætlunar.

Skýrsla löggjafarþing heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál og framkvæmd geðheilbrigðisáætlunar. 148. löggjafarþing 2017 2018. Skýrsla heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál og framkvæmd geðheilbrigðisáætlunar. Í skýrslu þessari er fjallað um stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Litið er til geðræktar

More information

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga BA ritgerð Félagsráðgjöf Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir Júní 2016 Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir 040577-4759

More information

Líkamsímynd Kvenna Á Íslandi. Arna Dís Halldórsdóttir Bergþóra Sigurðardóttir Ísabella Tórshamar Thelma Lind Þórarinsdóttir

Líkamsímynd Kvenna Á Íslandi. Arna Dís Halldórsdóttir Bergþóra Sigurðardóttir Ísabella Tórshamar Thelma Lind Þórarinsdóttir Líkamsímynd Kvenna Á Íslandi Arna Dís Halldórsdóttir Bergþóra Sigurðardóttir Ísabella Tórshamar Thelma Lind Þórarinsdóttir Rannsóknarspurning Hvað hefur áhrif á líkamsímynd kvenna á Íslandi? Þema Íslenskar

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Aðgerðir til að sporna við misnotkun

Aðgerðir til að sporna við misnotkun Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn Maí 2018 1 Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn. Maí 2018 Útgefandi: Velferðarráðuneytið Skógarhlíð

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Forvarnir gegn átröskunum

Forvarnir gegn átröskunum Forvarnir gegn átröskunum Samanburður tveggja námskeiða Anna Friðrikka Jónsdóttir og Sigríður Heiða Kristjánsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Forvarnir gegn átröskunum

More information

Meðferð þvagfærasýkinga hjá konum sem ekki eru barnshafandi

Meðferð þvagfærasýkinga hjá konum sem ekki eru barnshafandi Austurströnd 5 IS 170 Seltjarnarnes Sími/Tel. (+354) 5101900 Inngangur Meðferð þvagfærasýkinga hjá konum Leiðbeiningar þessar eru þýðing á hluta af samantekt skoskra gagnreyndra leiðbeininga um meðferð

More information

Líkamsmyndarnámskeiðið

Líkamsmyndarnámskeiðið Líkamsmyndarnámskeiðið Body Project Rannsókn á árangri forvarnarnámskeiðs gegn átröskunum Elva Björk Ágústsdóttir Lokaverkefni til MS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Líkamsmyndarnámskeiðið Body

More information

Kynferðisofbeldi gegn börnum Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen

Kynferðisofbeldi gegn börnum Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen Kynferðisofbeldi gegn börnum Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni RITRÖÐ RANNSÓKNASTOFNUNAR ÁRMANNS

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Nemendur með ADHD. Úrræði kennara og aðstaða. Anna María Sanders. Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild

Nemendur með ADHD. Úrræði kennara og aðstaða. Anna María Sanders. Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendur með ADHD Úrræði kennara og aðstaða Anna María Sanders Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendur með ADHD Úrræði kennara og aðstaða Anna María Sanders Lokaverkefni til

More information

Velferðarnefnd mál

Velferðarnefnd mál 28.10.2015 Velferðarnefnd. 228. mál Embætti landlæknis gerir ekki athugasemdir við frumavarpið að öðru leiti en því að í umsögn fjármálaráðuneytisins er getið um að embætti landlæknis fái fjármagn til

More information

Að fá barn til þess að brosa

Að fá barn til þess að brosa Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Grunnskólakennarafræði 2012 Að fá barn til þess að brosa Sérþarfir barna með ADHD samskipti heimila og skóla Bertha Karlsdóttir og Inga Vala

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Rannsókn á aðstæðum fólks sem hefur greinst með Alzheimerssjúkdóm á Íslandi á aldrinum 45-65 ára Febrúar 2005 Hanna Lára Steinsson Minnismóttaka LSH Landakoti EFNISYFIRLIT

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM?

HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM? HVERNIG ER HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR BYLTUR HJÁ ÖLDRUÐUM? Þórlína Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, Hlíf Guðmundsdóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun BYLTUR ERU eitt af algengustu viðfangsefnum öldrunarhjúkrunar.

More information

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Gunnar Gíslason Lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf Félagsvísindasvið Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Gunnar Gíslason Lokaverkefni til BA

More information

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017 Innra eftirlit 2. útgáfa október 2017 Efnisyfirlit 1 Inngangur...3 2 Skilgreining á innra eftirliti...4 2.1 Hugtakið innra eftirlit...4 2.2 Markmið innra eftirlits...5 2.3 Einkenni innra eftirlits...6

More information

Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD

Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Karitas Ósk Björgvinsdóttir Lokaverkefni til Cand. Psych. gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Karitas Ósk Björgvinsdóttir

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS)

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS) Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS) Unnið að hluta eftir bæklingum sem Guy s and St Thomas Hospital London; the Royal College of Obstetricians and Gynaecologists oglondon IDEAS Genetic Knowledge

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð

Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð Júní 2013 1 Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja

More information

Klínískar leiðbeiningar um meðferð sjúklinga sem þurfa hlé frá blóðþynningarmeðferð

Klínískar leiðbeiningar um meðferð sjúklinga sem þurfa hlé frá blóðþynningarmeðferð Klínískar leiðbeiningar um meðferð sjúklinga sem þurfa hlé frá blóðþynningarmeðferð Mars 2015 Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um meðferð sjúklinga sem þurfa hlé frá blóðþynningarmeðferð. 1 Efnisyfirlit

More information

Stefna RIM um gagnaleynd

Stefna RIM um gagnaleynd Stefna RIM um gagnaleynd Research In Motion Limited, dótturfyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki ( RIM ) skuldbinda sig til að viðhalda langtímastefnu um gagnaleynd og öryggi persónuupplýsinga þinna, þ.e.

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

BA ritgerð. Þunglyndi barna

BA ritgerð. Þunglyndi barna BA ritgerð Félagsráðgjöf Þunglyndi barna Hefur þunglyndi foreldra áhrif á börn þeirra og ef svo er, á hvaða hátt? Guðlaug Birna Steinarsdóttir Leiðbeinandi: Gyða Hjartardóttir Júní 2017 Þunglyndi barna

More information

Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður Árnason

Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður Árnason Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður Árnason Lokaverkefni til B.Ed-próf Háskóli Ísland Menntavísindasvið Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður

More information

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining.

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining. Höfundar: YLVA TINDBERG, med dr, överläkare, barnhälsovårdsenheten i Sörmland GABRIEL OTTERMAN, överläkare, barnskyddsteamet,

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL. Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL. Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu Ágúst 2010 Inngangur Meðfylgjandi upplýsingar eru teknar saman af greiningardeild ríkislögreglustjóra um mansal og hvernig

More information

Munnheilsa aldraðra: Fræðileg úttekt

Munnheilsa aldraðra: Fræðileg úttekt Munnheilsa aldraðra: Fræðileg úttekt Eyrún Ösp Guðmundsdóttir LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINANDI: Dr. Margrét Gústafsdóttir dósent JÚNÍ 2011 iii Þakkarorð Ég vil byrja

More information

BA-ritgerð. Fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir

BA-ritgerð. Fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir BA-ritgerð Félagsráðgjöf Fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir Áhrif og stuðningur Fanney Svansdóttir Hrefna Ólafsdóttir Febrúar 2015 Fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir Áhrif og stuðningur Fanney

More information

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna ÁNÆGJUVOGIN Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna Haust 2009 Ágæti lesandi Leiðarvísir þessi er hugsaður sem hjálpargagn við íþróttaþjálfun barna og ungmenna. Hann byggir á grunnstefnu

More information

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar...

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu... 3 2.1 Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... 3 2.2 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins... 4 2.2.1 Almennt

More information

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ==================================================

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Efni þessa fréttabréfs Frá stjórninni Ný þýðingarverkefni á döfinni Evrópufundir Tourette samtaka Um Mozart

More information

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Hanna María Ásgrímsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed. gráðu í Leikskólakennarfræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið Apríl 2009 Lokaverkefni til B.Ed.

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Bryndís Sveinsdóttir Lokaverkefni til Cand.Psych.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

More information

Einhverfa og íslenska kerfið

Einhverfa og íslenska kerfið Einhverfa og íslenska kerfið Börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra Súsanna Reinholdt Sæbergsdóttir Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf Háskóli Íslands Félagsvísindasvið Einhverfa og íslenska kerfið

More information

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning)

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning) Shirley Clarke Clarke, 1998: Targeting assessment in the primay classroom Clarke, 2001: Unlocking formative assessmant Clarke, 2003: Enriching feedback in the primary classroom Clarke, 2005: Formative

More information

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Friðrik Atlason Kt.: 051275-4389 Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason Febrúar 2017

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Þunglyndi HVERNIG ER HÆGT AÐ GREINA ÞUNGLYNDI Á FYRSTA STIGI? EFTIR: GABRÍELU DÖGG OG SÓLVEIGU LIND

Þunglyndi HVERNIG ER HÆGT AÐ GREINA ÞUNGLYNDI Á FYRSTA STIGI? EFTIR: GABRÍELU DÖGG OG SÓLVEIGU LIND Þunglyndi HVERNIG ER HÆGT AÐ GREINA ÞUNGLYNDI Á FYRSTA STIGI? EFTIR: GABRÍELU DÖGG OG SÓLVEIGU LIND Hvað er þunglyndi? Við þekkjum öll þegar lundin okkar verður breytileg frá einum tíma til annars. Stundum

More information

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Einar Kristinsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

BA ritgerð. Landamærabúar

BA ritgerð. Landamærabúar BA ritgerð Félagsráðgjöf Landamærabúar Grá svæði í þjónustu við börn með kvíða Hjördís Lilja Sveinsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2018 1 Landamærabúar Grá svæði í þjónustu við börn með kvíða Hjördís Lilja

More information

Gagnast sjúkraskrárupplýsingar sjúklingi er hann nýtir sér þjónustu fleiri en eins meðferðaraðila?

Gagnast sjúkraskrárupplýsingar sjúklingi er hann nýtir sér þjónustu fleiri en eins meðferðaraðila? Gagnast sjúkraskrárupplýsingar sjúklingi er hann nýtir sér þjónustu fleiri en eins meðferðaraðila? Margrét Tómasdóttir 2010 ML í lögfræði Höfundur: Margrét Tómasdóttir Kennitala: 131055-4989 Leiðbeinandi:

More information

Andleg líðan kvenna á meðgöngu: Samanburður á ráðgerðri og óráðgerðri þungun

Andleg líðan kvenna á meðgöngu: Samanburður á ráðgerðri og óráðgerðri þungun Heilbrigðisdeild Hjúkrunarfræði 2005 Andleg líðan kvenna á meðgöngu: Samanburður á ráðgerðri og óráðgerðri þungun Guðrún Björnsdóttir Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir Sigurborg Bjarnadóttir Unnur María Pétursdóttir

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi?

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi? Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi? Vigdís Guðmundsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Að

More information

Uppeldi fatlaðra barna

Uppeldi fatlaðra barna Uppeldi fatlaðra barna Sigríður Ásta Hilmarsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið Febrúar 2010 Lokaverkefni til B.A.-prófs

More information

Áföll, áfallastreita, áfallahjálp. Sorg og sorgarstuðningur.

Áföll, áfallastreita, áfallahjálp. Sorg og sorgarstuðningur. Áföll, áfallastreita, áfallahjálp. Sorg og sorgarstuðningur. Hér verður gerð grein fyrir einstökum þáttum áfallahjálpar og afleiðingum áfalla. Einnig er fjallað um sorg og sorgarstuðning. Dæmi er tekið

More information

Kynáttunarvandi barna og unglinga

Kynáttunarvandi barna og unglinga Kynáttunarvandi barna og unglinga Inga Dóra Jónsdóttir Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf Háskóli Íslands Félagsvísindasvið Kynáttunarvandi barna og unglinga Inga Dóra Jónsdóttir 110659-5719 Lokaverkefni

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 Skýrsla umboðsmanns barna 1. janúar 2016 31. desember 2016 Útgefandi: Umboðsmaður barna Kringlunni 1, 5. h. 103 Reykjavík Heimasíða: www.barn.is Netfang: ub@barn.is 2017

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja

Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja Júní 2014 Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja 1 Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja Júní 2014 Meðferð

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Yfirfarið af: Starfsmönnum Fræðasviðs Landspítalans

Yfirfarið af: Starfsmönnum Fræðasviðs Landspítalans Útgefandi: Heilablóðfallsteymi Landspítalans - febrúar 2000 Höfundar: Bylgja Scheving Gísli Einarsson Kolbrún Einarsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Svanhvít Björgvinsdóttir Erna Magnúsdóttir, G. Þóra Andrésdóttir,

More information

BS-ritgerð. Athugun á íslenskri þýðingu viðhorfalistans Survey of Pain Attitudes (SOPA)

BS-ritgerð. Athugun á íslenskri þýðingu viðhorfalistans Survey of Pain Attitudes (SOPA) BS-ritgerð Athugun á íslenskri þýðingu viðhorfalistans Survey of Pain Attitudes (SOPA) Halla Ósk Ólafsdóttir Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Leiðbeinendur: Rúnar Helgi Andrason og Jakob Smári Febrúar

More information