Verndarsvæði þjóðgarðar

Size: px
Start display at page:

Download "Verndarsvæði þjóðgarðar"

Transcription

1 LV-2002/015 Verndarsvæði þjóðgarðar Ný alþjóðleg viðhorf í skipulagningu og rekstri

2 Upplýsingablað Skýrsla nr: LV-2002/015 Dags: 15. júlí 2002 Fjöldi síðna: 34 Upplag: 100 Dreifing: Opin Lokuð til Titill: Verndarsvæði - þjóðgarðar. Ný viðhorf í skipulagningu og rekstri. Höfundar: Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta og Heiða Björk Sturludóttir, Alta. Verkefnisstjóri: Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta. Unnið fyrir: Ragnheiði Ólafsdóttur umhverfisstjóra Landsvirkjunar. Samvinnuaðilar: Útdráttur: Fjallað er um nýjustu strauma og stefnur hjá Alþjóða náttúruverndarsamtökunum, varðandi verndun, skipulagningu, uppbyggingu og starfsemi verndarsvæða eins og þjóðgarða. Verndarsvæði verða stöðugt mikilvægari þáttur í uppbyggingu ferðaþjónstu í mörgum löndum. Þar sem vel hefur tekist til hefur uppbygging verndarsvæðis, eflt landbúnað og ferðaþjónustu á svæðinu og þannig atvinnulífið í heild. Verndarsvæðin eru jafnvel markaðssett með vörumerki, sem jafnframt er sett á vörur sem framleiddar eru á svæðinu. Nú er lögð vaxandi áhersla á að byggja upp verndarsvæði með þátttöku íbúa í nágrenni þeirra og hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Verndarsvæði og starfsemi því tengd er þannig orðið samvinnuverkefni íbúa og stjórnvalda, þar sem verndun landssvæða er ekki lengur ógn við líf þeirra íbúa sem fyrir eru. Við markaðssetningu á Íslandi erlendis er lögð mikil áhersla á hreina og óspillta náttúru. Öflug verndarsvæði hérlendis, sem skipulögð eru í samráði við íbúa, myndu styðja þessa áherslu og styrkja atvinnulíf í byggðarlaginu. Þarna liggja því ónýtt tækifæri bæði náttúru og atvinnulífi til framdráttar. Lykilorð: Verndarsvæði, þjóðgarðar, skipulagning, verndun ISBN nr: ISSN nr: Undirskrift verkefnastjóra

3 EFNISYFIRLIT ÁGRIP INNGANGUR VERNDARSVÆÐI OG FLOKKUN ÞEIRRA Inngangur Hvernig tengjast hugtökin verndarsvæði og þjóðgarðar? Saga þjóðgarða og verndarsvæða Skilgreining IUCN á verndarsvæðum, hlutverki þeirra og flokkun Hlutverk og flokkun verndarsvæða á Íslandi ÁVINNINGUR AF VERNDARSVÆÐUM Inngangur Ávinningur af verndarsvæðum Þýðing verndarsvæða fyrir atvinnulíf Ferðaþjónusta á verndarsvæðum Ferðaþjónusta í Hohe Tauern þjóðgarðinum Þróun ferðaþjónustu á Íslandi og tengsl hennar við verndarsvæði Landbúnaður á verndarsvæðum Landbúnaður innan Exmoor þjóðgarðsins Landbúnaður innan Lake District þjóðgarðsins Íslenskur landbúnaður og verndarsvæði UPPBYGGING OG REKSTUR VERNDARSVÆÐA Inngangur Val á verndarsvæðum og skipulagning þeirra Samráð við íbúa og aðra hagsmunaðila Fjármögnun rekstrar á verndarsvæðum DÆMI UM UPPBYGGINGU OG REKSTUR NOKKURRA ÞJÓÐGARÐA Inngangur Vanoise þjóðgarðurinn í Frakklandi Hohe Tauern þjóðgarðurinn í Austurríki NIÐURSTAÐA ÞAKKIR HEIMILDIR VIÐAUKI I. FLOKKUN VERNDARSVÆÐA IUCN Á ENSKU

4 ÁGRIP Á undanförnum árum hefur verið rætt um að gera Vatnajökul og svæðið norðan jökulsins að þjóðgarði. Landsvirkjun hefur fylgst vel með þeirri umræðu þar sem framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar er innan þessa svæðis. Nokkur umræða hefur verið um virkjanir og verndarsvæði 1 og hvort þetta tvennt geti átt samleið. Lítið hefur hins vegar verið fjallað um hvernig hugmyndir um verndarsvæði hafa þróast hjá öðrum þjóðum. Markmið þessarar skýrslu er að fá yfirsýn yfir það sem er efst á baugi í stefnumótun og rekstri verndarsvæða eins og þjóðgarða hjá Alþjóða náttúruverndarsamtökunum (IUCN) og öðrum sem leiðandi eru á þessu sviði. Það er von Landsvirkjunar að þessi skýrsla nýtist sem innlegg í þá umræðu sem nauðsynleg er í tengslum við stofnun þjóðgarðs á svæðinu norðan Vatnajökuls. Verndarsvæði eins og þjóðgarðar gegna mikilvægu hlutverki í flestum löndum, m.a. við að tryggja líffræðilega fjölbreytni. Þá hafa þau mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn nútímans sem sækja æ meir í fegurð og friðsæld náttúrunnar, langt frá ys og þys borganna. Helsti tilgangurinn með þessum verndarsvæðum er þó ávallt sá að vernda náttúruna og koma í veg fyrir að henni verði spillt. Því er nauðsynlegt að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndunar. Við skipulagningu þjóðgarða var lengi vel aðeins lögð áhersla á að vernda sjálf svæðin. Búseta fólks var iðulega ekki leyfð í þjóðgörðum, sem þannig urðu eylönd, án tengsla við fólkið í landinu. Alþjóða náttúruverndarsamtökin hafa breytt áherslum sínum og leggja nú áherslu á að þjóðir heims marki sér heildstæða stefnu og setji fram skýr markmið um verndun landsvæða og búsetu á þeim. Lögð er áhersla á að skipuleggja verndarsvæði í sátt við íbúa svæðanna og að uppbyggingin verði samvinnuverkefni íbúanna, stjórnvalda og annarra sem hagsmuna eiga að gæta. Þar sem vel hefur tekist til hefur uppbygging verndarsvæða eflt byggð og atvinnulíf í næsta nágrenni, svo sem landbúnað, handverk og ferðaþjónustu. Sumsstaðar hafa verið útbúin sérstök vörumerki fyrir framleiðendur á svæðunum sem þeir geta notað til þess að markaðssetja vöru sína að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þannig má styrkja byggð á verndar- og jaðarsvæðum án þess að nokkuð sé slakað á kröfum um náttúruvernd. Ástralir og Kanadamanna halda því fram að öflug verndarsvæði gegni lykilhlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Stjórnvöld víðs vegar í heiminum leggja nú megináherslu á að fá almenning, landeigendur, fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila til liðs við sig við uppbyggingu á verndarsvæðum. Mikil áhersla er lögð á hreina og óspillta náttúru þegar Ísland er kynnt á erlendum vettvangi. Öflug verndarsvæði hérlendis, sem skipulögð væru í 1 Alþjóða náttúruverndarsamtökin (IUCN) hafa skilgreint VI flokka verndarsvæða. Einn þessara flokka kallast þjóðgarður (verndarflokkur II). Nánar er fjallað um þessar skilgreiningar í öðrum kafla. 1

5 samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila, ættu að geta styrkt þessa ímynd og atvinnulíf á landsbyggðinni. Hægt er að læra af reynslu þeirra þjóða sem lengst eru komnar í þessum efnum við mótun heildarstefnu fyrir íslensk verndarsvæði svo sem þjóðgarða og skoða hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi þeirra verndarsvæða sem fyrir eru. Þarna er tækifæri sem virkja mætti, náttúru- og atvinnulífi til framdráttar. 2

6 1. INNGANGUR Á undanförnum árum hefur verið rætt um að gera svæði norðan Vatnajökuls að þjóðgarði. Hjörleifur Guttormsson var einn af þeim fyrstu til að kynna hugmyndir um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs í þingsályktunartillögu árið Þá kynntu Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST) hugmynd að Snæfellsþjóðgarði árið 1999 og nú síðast árið 2002 kynnti Samfylkingin hugmyndir sínar um Stór Vatnajökulsþjóðgarð. Ríkisstjórn Íslands hefur nú samþykkt að stefnt skuli að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2002 og er ráðgert að þjóðgarðsmörkin miðist við jökuljaðarinn og Skaftafellsþjóðgarð. Á ráðstefnu Landverndar sem bar yfirskriftina Virkjanir og þjóðgarðar, og haldin var 29. september 2000 varpaði Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, fram þeirri spurningu, hvort virkjun norðan Vatnajökuls væri forsenda þess að hægt væri að reka þar þjóðgarð. Í grein sem birtist í tbl. Glettings 2001, og bar heitið Verndunarsvæði og virkjunarlón eftir Ragnheiði Ólafsdóttur og Halldóru Hreggviðsdóttur, er þessi hugmynd um samspil þjóðgarðs og virkjunar áfram reifuð. Þar er einnig kynnt hvernig Bandaríkjamenn, Bretar og Svíar hafa tengt saman verndarsvæði og lón. Þessi skýrsla er unnin af Alta að beiðni Landsvirkjunar. Verkefnisstjóri fyrir hönd Landsvirkjunar var Ragnheiður Ólafsdóttir (Tekn lic), umhverfisstjóri. Ráðgjafar Alta voru: - Halldóra Hreggviðsdóttir (MS), hagverkfræðingur og jarðfræðingur, verkefnisstjóri fyrir hönd Alta. - Heiða Björk Sturludóttir (MA), umhverfisstjórnunarfræðingur og sagnfræðingur. - Elín S. Harðardóttir, garðyrkjufræðingur Við þessa vinnu hefur víða verið leitað fanga og haft samband við ýmsa aðila bæði innlenda og erlenda er þekkingu hafa á málefninu. Rétt er að merking orðsins þjóðgarður er ekki samræmd á milli þjóða, þar sem hugtakið varð til löngu fyrir tíð alþjóðlegra skilgreininga á tegundum verndarsvæða 2. Merkingin er breytileg eftir löndum og því hvernig staðið er að verndun innan svokallaðra þjóðgarða. Eignarhald getur verið með ýmsum hætti, reglur um umgengni breytilegar og landið nýtt með ólíkum hætti. Tekur það mið af aðstæðum á hverjum stað. Þjóðgarðar eiga það þó alls staðar sammerkt að þar er verið að vernda landsvæði, sem þykir sérstætt á landsvísu, með það að leiðarljósi að þjóðin öll, megi hafa hag af og nýta sér til yndisauka um ókomna tíð. 2 Alþjóða náttúruverndarsamtökin (IUCN) hafa sett fram alþjóðlega skilgreiningu á verndarsvæðum, þar sem þjóðgarðar eru einn flokkur verndarsvæða. 3

7 2. VERNDARSVÆÐI OG FLOKKUN ÞEIRRA 2.1. Inngangur Í þessum kafla er fjallað um hugtökin verndarsvæði og þjóðgarða og þess ósamræmis sem gætir í notkun hugtaksins þjóðgarður. Saga þessara svæða er reifuð stuttlega og farið yfir skilgreiningu á verndarsvæðum og hvernig þau eru flokkuð Hvernig tengjast hugtökin verndarsvæði og þjóðgarðar? IUCN hefur flokkað verndarsvæði í VI mismunandi flokka og er einn þessara flokka nefndur þjóðgarður. Þessi skilgreining IUCN á verndarsvæðum og þjóðgörðum var samþykkt árið 1994 og er nánar fjallað um hana í kafla 2.4. Samkvæmt skilgreiningum IUCN heyra þjóðgarðar undir verndarflokk II. Vegna forsögu þessa hugtaks er mismunandi eftir löndum, hvernig tilhögun verndunar er innan tiltekins þjóðgarðs og hversu mikinn aðgang ferðamenn hafa að svæðinu. Til að greiða úr þessu ósamræmi er iðulega tiltekið undir hvaða verndarflokk IUCN viðkomandi þjóðgarður fellur. Yellowstone í Bandaríkjunum er dæmi um þjóðgarð sem fellur vel að skilgreiningu verndarflokks II hjá IUCN. Aftur á móti fellur elsti þjóðgarður Breta, Peak District til dæmis undir verndarflokk V hjá IUCN. Þjóðgarðurinn Hohe Tauern í Austurríki fellur að nokkrum hluta undir verndarflokk II og að öðrum hluta undir flokk V og það sama á við um þjóðgarðinn Vanoise í Frakklandi Saga þjóðgarða og verndarsvæða Hugmyndin um að vernda landssvæði er alls ekki ný af nálinni (Ragnheiður Ólafsdóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir, 2001). Indverjar hafa til dæmis verndað tiltekin skóglendi í nokkur þúsund ár og þjóðir bæði í Afríku og við Kyrrahafið hafa frá aldaöðli verndað heilög svæði samkvæmt ákveðnum hefðum og reglum (Graeme Worboys ofl. 2001). Evrópubúar hafa einnig síðan á miðöldum verndað meðal annars veiðilendur. Nútímahugmyndir um verndun svæða fara að þróast þegar Yellowstone þjóðgarðurinn er stofnaður í Bandaríkjunum árið 1872, en hann er fyrsti þjóðgarðurinn. Síðan þá þjóðgarðar skipað mikilvægan sess meðal þjóða í umræðu um verndun svæða og hvernig að henni skuli staðið (K. Bishop ofl. 1998). Rétt fyrir lok nítjándu aldar höfðu nokkur fleiri verndarsvæði verið nefnd þjóðgarðar, svo sem í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Fyrsti svonefndi þjóðgarðurinn í Evrópu var stofnaður í Svíðþjóð árið Nú falla yfir svæði í heiminum undir alþjóðlegar skilgreiningar IUCN á verndarsvæðum eða 8,8 % alls þurrlendis jarðar (Graeme Worboys ofl. 2001). 4

8 2.4. Skilgreining IUCN á verndarsvæðum, hlutverki þeirra og flokkun Á ráðstefnu IUCN í Buenos Aires í Argentínu árið 1994 var eftirfarandi skilgreining á verndarsvæðum samþykkt og hefur sú skilgreining hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Samkvæmt henni er verndarsvæði: Land eða hafsvæði sérstaklega ætlað til að vernda og viðhalda fjölbreytileika lífríkis og náttúruauðlinda ásamt menningu sem því tengist og er stýrt með löggjöf eða á annan haldgóðan máta. Á ráðstefnunni var einnig samþykkt nánari flokkun verndarsvæða og þeim skipt í sex flokka eftir hlutverki þeirra og verndarmarkmiðum. Sem dæmi um markmið verndarsvæða má nefna vísindarannsóknir, auðlindanotkun, verndun óbyggða, verndun lífvera og líffræðilegrar fjölbreytni, ferðamennska, útivist og sjálfbær notkun vistkerfis. Þessi flokkun verndarsvæða tekur mið af þeirri þróun sem orðið hefur í átt að aukinni fjölbreytni í landnotkun á verndarsvæðum. Flokkarnir eru sýndir í töflu 2.1. Tafla 2.1. Flokkar verndarsvæða og helstu markmið verndunar. Þessi þýðing byggir á töflu í viðauka I. Flokkur I: Ia: Algert náttúrufriðland / friðlýstar óbyggðir: Verndað svæði sem höfð er umsjón með vegna vísindalegs mikilvægis eða til að vernda óbyggðir. Ib: Friðlýstar óbyggðir: Svæði einkum til að vernda óbyggðir. Flokkur II: Þjóðgarður: Verndað svæði sem höfð er umsjón með einkum til að vernda vistkerfi og fyrir tómstundaiðkun. Flokkur III. Náttúruvætti: Vernd sérstæðra náttúruminja sem eru sögulega, menningarlega eða fagurfræðilega mikilvæg. Flokkur IV: Verndarsvæði lífríkis (vistkerfa): Vernd með virkri stýringu / íhlutun í þeim tilgangi að tryggja viðhald kjörlendis og/eða til að uppfylla þarfir tiltekinna lífvera. Flokkur V: Verndarsvæði landslags, fólkvangur: Verndað svæði sem umsjón er höfð með einkum til að varðveita landslag / sjávarsvæði og fyrir tómstundaiðkun. Flokkur VI: Verndarsvæði auðlinda: Verndað svæði sem höfð er umsjón með einkum fyrir sjálfbæra nýtingu náttúrulegra vistkerfa. Verndarflokkar IUCN veita ákveðinn sveigjanleika við skilgreiningu verndarsvæða og taka tillit til mismunandi þarfa. Þrír fyrstu flokkarnir eru hefðbundnir verndarflokkar. Fjórði flokkur tekur mið af því þegar byggja þarf upp lífríki tiltekins svæðis og fimmti og sjötti flokkur taka tillit til þess að fjölbreytni lífríkis er ekki alltaf veigamesta ástæða verndunar, heldur geti menningarleg verðmæti, sjálfbær notkun á landi og þörf á afþreyingu verið atriði sem vega mest þegar ákveðið er 5

9 hvernig verndun svæða í þessum flokkum er hagað. Í þremur fyrstu flokkunum er um náttúruleg svæði að ræða, en í þeim síðari hefur maðurinn þegar mótað náttúruna með einhverjum hætti. Nánast öll landnotkun önnur en verksmiðjubúskapur, stóriðja og annað slíkt getur fallið undir einhvers konar verndarsvæði. Í töflu 2.2. er yfirlit um meginmarkmið verndunar fyrir hvern verndarflokk fyrir sig. IUCN gera ekki greinarmun á mikilvægi þessara flokka heldur leggja á það áherslu að markmið verndunar og flokkunar falli að þörfum þess svæðis sem verið er að vernda (Bishop ofl., 1998). Tafla 2.2. Venslatafla sem sýnir vensl á milli markmiða verndunar og verndarflokkar Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (Adrian Phillips, 2000). Markmið verndunar Flokkar Alþjóða náttúruverndarsamtakanna Ia Ib II III IV V VI Vísindarannsóknir Verndun óbyggða * 2 Verndun tegunda og líffræðilegs fjölbreytileika Viðhalda umhverfislegu notagildi * Verndun náttúrulegra og menningarlegra sérkenna * * Ferðamennska og útivist * Menntun fræðsla * Sjálfbær nýting náttúruauðlinda * 3 3 * Viðhald menningarlega mikilvægra eiginleika. * * * * * 1 2 Lykill: 1. Mjög mikilvægt. 2. Mikilvægt. 3. Ekki mikilvægt. * Á ekki við Hlutverk og flokkun verndarsvæða á Íslandi Í lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd eru verndarsvæði á Íslandi, skilgreind að mestu í samræmi við ofangreinda flokkun IUCN. Samkvæmt þeirri flokkun fellur eiginlegur þjóðgarður undir flokk II hjá IUCN, en í íslensku löggjöfinni er skilgreiningin að nokkru frábrugðin þar sem ekki er gerð krafa um að í þjóðgarði skuli vernda eitt vistkerfi eða fleiri í heild sinni, líkt og kveðið er á um í flokki II hjá Alþjóða náttúruverndarsamtökunum. 6

10 Um þjóðgarða segir (51. gr.): Umhverfisráðherra getur, að fengnum tillögum eða áliti Náttúruverndar ríkisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruverndarráðs, lýst landsvæði þjóðgarð, enda sé það sérstætt um landslag eða lífríki eða á því hvíli söguleg helgi þannig að ástæða sé til að varðveita það með náttúrufari sínu og leyfa almenningi aðgang að því eftir tilteknum reglum. Landsvæði þjóðgarða skulu vera í ríkiseign nema sérstakar ástæður mæli með öðru og um það náist samkomulag milli ráðherra og landeigenda. Og ennfremur í 52. gr.: Náttúruvernd ríkisins gerir tillögur um verndaráætlun og landnotkun innan þjóðgarða og skulu þær staðfestar af ráðherra. Umhverfisráðherra setur, að fenginni tillögu Náttúruverndar ríkisins, reglugerð um meðferð og rekstur þjóðgarða og umgengni almennings. 7

11 3. ÁVINNINGUR AF VERNDARSVÆÐUM 3.1. Inngangur Í þessum kafla er fjallað um þann ávinning sem má hafa af verndarsvæðum. Rætt er um þýðingu verndarsvæða fyrir atvinnulíf, farið yfir þróun ferðaþjónustu á Íslandi, tengsl hennar við verndarsvæði eins og þjóðgarða og tekin dæmi um hvernig aðrar þjóðir hafa tengt uppbyggingu verndarsvæða og atvinnulíf Ávinningur af verndarsvæðum Stofnun og rekstur verndarsvæðis getur á margan hátt verið góður kostur, jafnt fyrir náttúru hins verndaða svæðis sem og fyrir íbúa í nágrenni þess og aðra hagsmunaaðila. Reynslan annarra þjóða hefur sýnt að verndarsvæði geta skilað efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum ávinningi. Ávinningurinn fellst meðal annars í því að: - Tryggja varðveislu landsvæða og landforma er þykja sérstæð. - Tryggja aðgang að óspilltum svæðum og veita tækifæri til kennslu á náttúrulegum ferlum. - Veita tækifæri til einveru og friðar, fjarri ys og þys mannlífsins. - Styrkja atvinnulíf í byggðarlögum næst þeim, meðal annars með vistvænni ferðaþjónustu. - Stuðla að því að sveitir haldist í byggð. - Tryggja varðveislu búsetulandslags s.s. bygginga, hleðslugarða, rétta o.s.frv. - Veita tækifæri til útivistar. - Varðveita náttúruleg ferli. - Ýta undir vísindarannsóknir á tilteknu svæði. Alþjóða náttúruverndarsamtökin hafa lagt á það mikla áherslu á síðustu árum að efla skilning á milli ríkisstjórna og náttúruverndaryfirvalda og benda á þann hag sem hafa má af vel skipulögðum verndarsvæðum. Í riti Alþjóða náttúruverndarsamtakanna, Economic Values of Protected Areas (Adrian Phillips, 1998), er meðal annars fjallað um efnahagslegan ávinning af verndarsvæðum. Þar er bent á að verndarsvæði geti verið mikilvæg fyrir efnahag þjóða. Tekin eru dæmi um að Kanada geri ráð fyrir að tekjur af ferðamönnum sem koma til að skoða verndarsvæði þeirra leggi um 325 milljarða íslenskra króna til vergrar landsframleiðslu, skapi störf í landinu og gefi af sér 125 milljarða í skatttekjur á ári. Í Ástralíu er talið að ferðamannatekjur frá átta þjóðgörðum nemi um 100 milljörðum á ári á móti 3 milljörðum sem stjórnvöld leggja til garðanna á ári. 8

12 3.3. Þýðing verndarsvæða fyrir atvinnulíf Verndarsvæði geta fjölgað atvinnutækifærum umtalsvert, sérstaklega í dreifbýli. Fyrir utan þau störf sem verða til við stjórnun og eftirlit með verndarsvæðunum sjálfum, þá laða þau að sér ferðamenn sem aftur skapa atvinnutækifæri á stóru svæði í nánd við hið verndaða svæði. Einnig eru dæmi um að tengsl verndarsvæða við aðrar atvinnugreinar, t.d. landbúnað, hafi styrkt efnahagslíf á viðkomandi svæðum. Það er háð flokkun verndarsvæðisins og tilhögun á rekstri þess hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf í byggðarlaginu. Sem dæmi um efnahagslegan ávinning af stofnun þjóðgarðs, má taka stofnun Lake District þjóðgarðsins á norðanverðu Bretlandi árið Þjóðgarðurinn hefur haft mikil áhrif á efnahagslega og félagslega velferð íbúanna með fjölgun starfa og bættri þjónustu á svæðinu. Af íbúum innan þjóðgarðsins starfa um 37% við smásölu, samgöngur og veitingarekstur og um 30% við önnur þjónustustörf. Helstu starfsgreinar utan þjónustugeirans eru framleiðslustörf með um 9% mannaflans; landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar um 10% og að lokum orkumál og námuvinnsla með um 5% mannaflans. Auk þeirra starfa sem beinlínis tengjast ferðaþjónustu þá hefur grunnstarfsemin margfeldisáhrif í för með sér. Þess ber þó að geta að mörg þeirra starfa sem tengjast ferðamálum á verndarsvæðum eru árstíðabundin störf og flokkast fremur til láglaunastarfa. Í 5. kafla er fjallað um þjóðgarða í Austurríki og Frakklandi, þar sem mikil atvinnuuppbygging hefur átt sér stað í tengslum við þjóðgarðana. Svæðin hafa verið skipulögð með það að markmiði að hámarka bæði hag íbúa og verndun náttúrunnar Ferðaþjónusta á verndarsvæðum Það kemur fram í skýrslu frá Þjóðhagsstofnun (2000) að mikil áhersla sé lögð á sérstæða náttúru landsins við markaðssetningu á Íslandi sem ferðamannalandi. Náttúra landsins sé því undirstaðan í uppbyggingu á ferðaþjónustu í landinu. Árið 1996 birti samgönguráðuneytið stefnu í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem segir að ósnortin náttúra og hreinleiki sé sérstaða Íslands sem ferðamannalands. Í skýrslu landbúnaðarráðuneytisins (2001) Ferðaþjónusta bænda - Sóknarfæri til sveita, er tekið í svipaðan streng og enn fremur bent á sóknarfæri í ferðaþjónustu sem byggja á sveitinni, menningu hennar og starfsemi. Það er ljóst að verndarsvæði geta verið mikilvægur hluti af uppbyggingu ferðaþjónustu og ef rétt er að verki staðið geta þau rennt styrkum stoðum undir vöxt hennar og jafnframt eflt landbúnað í viðkomandi byggðarlögum. Um leið og tiltekið landsvæði er skilgreint sem verndarsvæði, eykst aðdráttarafl þess fyrir ferðamenn, þó það sé ekki markaðssett á sama hátt og gengur og gerist í ferðaþjónustu. Það fólk sem helst heimsækir verndarsvæði vill upplifa og komast í 9

13 tengsl við náttúruna. Sú þjónusta sem í boði er á hverju svæði ræður síðan að nokkru leyti hversu breiður markhópur sækir það heim. Sem dæmi má nefna að á sumum svæðum er eingöngu leyfð umferð gangandi ferðalanga en á öðrum er bílaumferð einnig leyfð. Í skýrslu um þolmörk ferðamennsku í Þjóðgarðinum Skaftafelli sem kom út í desember 2001 kemur fram að gestum þótti mikilvægast að geta upplifað óraskaða náttúru og njóta kyrrðar. Gæta þarf vel að þolmörkum ferðamennsku þegar verndarsvæði eru skipulögð. Þolmörk ferðamennsku eru skilgreind sem sá hámarksfjöldi ferðamanna sem getur ferðast um svæði án þess að það leiði af sér óásættanlega hnignun á umhverfinu eða upplifun ferðamanna. Þegar þolmörk eru ákvörðuð þarf að taka tillit til margvíslegra þátta, jafnt félagslegra sem náttúrufarslegra með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Sem dæmi um hina félagslegu þætti má nefna upplifun ferðamanna, ánægja gesta og ímynd ferðamannastaðarins og varðandi náttúrufarslega þætti má nefna áhrif ferðamanna á gróður, jarðveg og göngustígakerfið. Það er hluti af þeirri stefnumótun sem þarf að eiga sér stað fyrir verndarsvæði að greina markhópa og marka stefnu um uppbyggingu og þjónustustig með hliðsjón af því. Ferðaþjónusta á verndarsvæðum verður alltaf að taka mið af þeim meginmarkmiðum sem byggt er á, þ.e. verndun landsvæðis vegna sérstakrar náttúru eða menningararfleifðar. Uppbygging á slíkum svæðum er því í eðli sínu mjög ólík uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu fyrir ferðamenn á svæðum þar sem ekki þarf að gæta sérstaklega að verndarsjónarmiðum Ferðaþjónusta í Hohe Tauern þjóðgarðinum Hohe Tauern þjóðgarðurinn í Austurríki er stærsti þjóðgarður í Ölpunum, um km 2 að stærð. Greint er frá ýmsu er lýtur að uppbyggingu og rekstri hans í 5. kafla, en hér verður fjallað sérstaklega um uppbyggingu ferðaþjónustu. Um 2 milljónir gesta sækja svæðið heim á hverju sumri og skila þeir 2,6 milljón gistinóttum á svæðinu. Á veturna er áætlaður gestafjöldi um 100 þúsund manns. Mest aðdráttarafl á ferðamenn hafa: Tiltekin svæði innan þjóðgarðsins, sem þykja einstök. Viðburðir og önnur afþreying. Fræðslustígar um náttúru og gönguferðir undir leiðsögn. Sumardagskrá, útivist og fyrirlestrar. Dagskrá fyrir sérhópa; afþreying og afslöppun. Lögð hefur verið sérstök áhersla á samstarf hagsmunaaðila á svæðinu, til að nýta þau tækifæri sem þjóðgarðurinn skapar fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu. Meðal annars hefur verið komið á samstarfi á milli um það bil 300 aðila, meðal annars samtaka ferðaþjónustufyrirtækja auk 10

14 náttúruverndarsamtaka, á stóru svæði í grennd við þjóðgarðinn. Unnið var með þessum aðilum á tveggja ára tímabili og er afraksturinn sá að gerð hefur verið áætlun um markvissa uppbyggingu sjálfbærrar ferðaþjónustu með virkri þátttöku hagsmunaaðila, m.a. ýmissa samtaka á sviði náttúruverndar, útivistar og ferðaþjónustu. Áætlunin nær ekki aðeins til þjóðgarðsins heldur til alls héraðsins í nágrenni hans. Markmiðin með henni eru að: Tryggja efnahagslegan virðisauka á svæðinu. Vernda og bæta lífsgæði á svæðinu. Vernda náttúru og menningu á svæðinu. Efla umhverfismennt og náttúruvæna afþreyingar- og afslöppunarmöguleika. Leggja áherslu á góða stjórnun og gæði í ferðaþjónustu á svæðinu. Meðal leiða sem farnar eru til að ná þessum markmiðum, er menntun og þjálfun starfsfólks í þjóðgarðinum og þeirra sem starfa við ferðaþjónustu á svæðinu öllu. Markmiðið með þjálfuninni er að auka þekkingu á svæðinu, tryggja góða þjónustu við ferðamenn og að þeir sem starfa í tengslum við þjóðgarðinn vinni að því að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu. Markhópurinn sem nú sækir þjóðgarðinn heim, er fólk sem sækist eftir kyrrð og ró og afþreyingu og einnig göngufólk, en markaðssetning beinist í auknum mæli að nýjum markhópum, s.s. fötluðum, hópum sem hafa sérstakan áhuga á umhverfi og náttúru, eldri borgurum og skólum. Það sem er sérstaklega eftirtektarvert varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu í Hohe Tauern og nágrenni hans er fernt: Víðtækt samstarf hagsmunaaðila á stóru svæði. Þjóðgarðurinn er þungamiðja í markaðssókn ferðaþjónustunnar á svæðinu. Markaðssetning ferðaþjónustunnar í þjóðgarðinum og í tengslum við hann er undir merkjum sjálfbærrar ferðaþjónustu. Þjóðgarðurinn er markaðssettur af krafti, eins og um fyrirtæki gerir þegar það er að kynna vörur sínar Þróun ferðaþjónustu á Íslandi og tengsl hennar við verndarsvæði Í skýrslu frá Þjóðhagsstofnun (2000) kemur fram að hlutfall ferðaþjónustu í útflutningstekjum landsins var 13% árið 1999 og óx framlag ferðaþjónustu til vergrar landsframleiðslu úr 4% árið 1996 í 4,5% árið Á sama tíma féll hlutur fiskveiða í vergri landsframleiðslu úr 9,7% í 7,5% og ál og kísiljárnframleiðsla óx úr 1,1% í 1,5%. Landsframleiðsla hefur vaxið um 20,1% á þessu tímabili. Landsframleiðsla óx að meðaltali um 4,7% á ári en vöxtur í 11

15 ferðaþjónustu var um 7,8% á ári á sama tímabili. Í upplýsingum frá Ferðamálaráði (sjá vefsíðu Ferðamálráðs kemur einnig fram að erlendum ferðamönnum fjölgaði um rúmlega gesti árið 2000 miðað við árið áður og gesti árið 1999 miðað við árið þar á undan. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein hérlendis. Í skýrslu Þjóðhagsstofnunar kemur einnig fram að World Tourism Organization gerir ráð fyrir að erlendum ferðamönnum sem koma til Evrópulanda muni fjölga um 3,4% á ári fram til ársins 2020, þó slík spá sé að sjálfsögðu háð efnahagsaðstæðum og pólitískum aðstæðum í heiminum. Lögð er áhersla á hreinleika íslenskrar náttúru og forna menningu þjóðarinnar þegar Ísland er kynnt erlendum ferðamönnum skv. skýrslu Þjóðhagsstofnunar. Þjóðhagsstofnun bendir einnig á að miðað við spár um fjölgun ferðamanna á Íslandi þá myndi afkastageta ferðaþjónustunnar ekki anna slíkri aukningu til lengri tíma. Það sé hins vegar margt sem bendi til þess að ferðaþjónusta geti staðið undir hagvexti á komandi árum. Áframhaldandi uppbygging í greininni og þá sérstaklega bætt nýting þeirrar afkastagetu sem fyrir er séu forsenda vaxtarins. Einnig er bent á tækifæri á landsbyggðinni til uppbyggingar atvinnulífs ef stjórnvöld styðji við uppbyggingu ferðaþjónustu þar. Ferðaþjónusta í heiminum sem atvinnugrein byggir mikið á framboði á áfangastöðum með sérstæða náttúru ásamt góðri þjónustu. Verndarsvæði eru mikilvægur hluti þessara staða og eru því mikilvæg fyrir uppbyggingu ferðþjónustu. Þar sem áhersla er lögð á náttúru landsins og hreinleika hennar við markaðssetningu á Íslandi má gera ráð fyrir að uppbygging verndarsvæða eins og þjóðgarða muni enn frekar styrkja þessa atvinnugrein hérlendis. Þar sem verndarsvæði eru flest á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins, þá má leiða að því líkum að frekari styrking verndarsvæða á landsbyggðinni muni efla enn frekar uppbyggingu ferðaþjónustu sem atvinnustarfsemi þar Landbúnaður á verndarsvæðum Fækkun starfa í landbúnaði síðustu áratugi hefur leitt til byggðaröskunar í dreifbýli og þéttbýli og hamlar sjálfbærri þróun þegar til lengri tíma er litið. Þetta hefur í för með sér ýmsar neikvæðar félagslegar afleiðingar. Sem dæmi má nefna að fjallskil verða sauðfjárbændum erfiðari þar sem leitir og réttir hvíla á tiltölulega fáum bændum (Ólafur R. Dýrmundsson, 2002). Samþjöppun hefur átt sér stað þannig að bú hafa stækkað um leið og þeim hefur fækkað. Stórum búum fylgir meira álag á umhverfið þar sem fjöldi gripa er mikill á litlu landsvæði. Á verndarsvæðum er reynt að sporna við þessari þróun og bændur hvattir til þess að halda áfram hefðbundnum búskap á smærri einingum. Þannig er komið í veg fyrir verksmiðjubúskap (intensification) og í stað þess stuðlað að dreifbærum búum (extensification) sem þykir sjálfbærari og betri fyrir 12

16 umhverfið. Í júlí 2002 lagði Franz Fischler landbúnaðarráðherra Evrópusambandsins fram tillögu að breytingum á landbúnaðarstefnu Sambandsins, þar sem lögð er mun meiri áhersla á umhverfismál og umhverfisvænni búskaparhætti en nú er. Samkvæmt þessari nýju áætlun þá munu bændur ekki lengur fá styrki í beinu samræmi við framleiðslumagn, heldur verður meðal annars einnig tekið tillit til þess hve umhverfisvænum framleiðsluaðferðum er beitt og hvaða áhrif framleiðslan hefur á umhverfið (Ends, Environmental daily, 5. júlí 2002). Góð samþætting verndar og landbúnaðar er mikilvægt byggðamál þar sem verndarsvæði eins og þjóðgarðar geta skapað ný atvinnutækifæri og þannig verið mikilvæg tekjulind fyrir byggðir til sveita. Atvinnutækifærin eru eins og áður hefur verið nefnt bæði tengd þjónustu við ferðamenn auk þess sem hægt er að vinna nýja markaði fyrir landbúnaðarvörur með því að skapa þeim jákvæða ímynd með stuðningi verndarsvæðisins. Aukin markaðssókn landbúnaðarvara getur falist í því að vörur framleiddar í eða við þjóðgarð undir vistvænum merkjum fái sérstakan stimpil eða vörumerki þjóðgarðs og séu markaðssettar sem slíkar. Dæmi um slíkt er markaðssetning á kjöti og öðrum landbúnaðarafurðum úr Hohe Tauern þjóðgarðinum í Austurríki, sem nánar er fjallað um í 5. kafla. Þar sem góð sátt hefur tekist milli heimamanna og þeirra sem reka verndarsvæði virðist það lykilatriði að samráð hefur verið haft við alla þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta á svæðinu, hvort sem það eru náttúruverndarsamtök, hagsmunasamtök bænda eða aðrir sem reka þar starfsemi. Hér á eftir verða dæmi tekin frá tveimur þjóðgörðum þar sem tekist hefur vel að sameina verndun og búsetu, en það eru þjóðgarðarnir Lake District og Exmoor sem báðir eru á Bretlandi Landbúnaður innan Exmoor þjóðgarðsins Exmoor þjóðgarðurinn (mynd 3.1) í Devon héraði á Englandi þykir ágætt dæmi um góða samþáttun verndar og búsetu. Þjóðgarðurinn sem eru tæpir 700 km 2 var stofnaður árið Svæðið er heiðaland, fremur mýrlent með þröngum dölum og er að mestu um 300 m yfir sjávarmáli. Auk hefðbundins búskapar er einnig nokkuð um ferðaþjónustubændur auk fiskeldisstöðva. Um gestir heimsækja Exmoor þjóðgarðinn árlega. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu allt frá stofnun þjóðgarðsins. Ferðaþjónustubændur á svæðinu bjóða oftast nær upp á svefnpláss, útreiðar, tjaldstæði eða sumarhús til leigu. Ferðaþjónustan hefur reynst bændum mikilvæg tekjulind þar sem tekjur af hefðbundnum búskap minnkuðu vegna breytinga á stjórnun búnaðarmála á svæðinu í kjölfar stofnunar þjóðgarðsins. Með tilkomu þjóðgarðsins var búskap settar ákveðnar skorður líkt og tíðkast á verndarsvæðum s.s. takmörkun á notkun mengandi efna auk þess 13

17 sem fjöldi gripa á flatareiningu var takmarkaður. Mynd 3.1. Kort af Exmoor þjóðgarðinum. Yfirvöld í Bretlandi skilgreindu Exmoor sem viðkvæmt svæði frá umhverfisssjónarmiði (Environmentally Sensitive Area: ESA) í janúar 1993, þar sem margar lífverur sem þar eiga heimkynni sín voru í útrýmingarhættu vegna útþenslu ræktunarlands á kostnað náttúrulegs skóg- og kjarrlendis og móa. Aukin krafa héraðs- og þjóðgarðsyfirvalda á bændur í umhverfismálum vegna nálægðar við þjóðgarðinn og þörfin á að endurheimta heiðarnar hefur hrundið af stað ESA-áætlun sem miðar að því að styrkja bændur fjárhagslega til að fara út í vistvænan búskap og/eða taka land úr ræktun. Tilgangurinn með þessari áætlun er að viðhalda þeim þáttum sem einkennandi eru fyrir landslag í Exmoor m.a. með því að hvetja bændur með greiðslum til að varðveita hefðbundna hlaðna landamerkjagarða úr grjóti og varðveita hefðbundinn byggingarstíl þegar nýjar byggingar eru reistar eða gamlar byggingar gerðar upp. Einnig eru ákveðnar reglur settar um búskaparhætti og verksmiðjubúskapur er ekki leyfður. Um 60% bænda sem eiga kost á að taka þátt í áætluninni hafa sent inn umsókn. Bændasamfélagið í Exmoor er undirstaðan í efnahagslífi héraðsins. Verkkunnátta bændanna og þekking á sögu og landsháttum í Exmoor er ómetanleg auðlind sem rekstur og fræðsla innan þjóðgarðsins byggir á. Stjórnun Stjórn þjóðgarðsins er skipuð 26 fulltrúum: 14 frá héraðsstjórn héraðanna tveggja, Devon og Somerset, sem þjóðgarðurinn tilheyrir, og 12 fulltrúum sem skipaðir eru af umhverfisráðherra, þar af eru 5 sóknarfulltrúar og 7 fulltrúar þjóðarhagsmuna, sem hafa sértæka þekkingu sem getur nýst við rekstur þjóðgarðsins. Hlutfall héraðsfulltrúanna 14 byggir á skiptingu þjóðgarðsins á milli héraða, en 14

18 1/3 þjóðgarðsins er í Devon og 2/3 í Somerset. Undir stjórn þjóðgarðsins starfa: skipulagsnefnd, auðlindanefnd, gæðanefnd og vinnuhópar sem veita stjórninni ráðgjöf í ákveðnum málaflokkum. Mynd 3.2. Horft yfir heiðar Exmoor frá County Gate þjónustumiðstöðinni. Stjórnin gefur út fimm ára framkvæmdaáætlun í mörgum málaflokkum þar sem stjórninni býr sér til ramma utan um þau verkefni sem þarf að vinna og henni eru ætluð samkvæmt lögum um þjóðgarðinn. Áætlunin nær til sýslunnar allrar en ekki eingöngu til þjóðgarðsins. Þjóðgarðsyfirvöld og félagasamtök í Exmoor starfa saman að áætluninni. Almenningi gefst einnig kostur á að koma með athugasemdir við áætlunina áður en hún er samþykkt. Á svipaðan hátt er gefin út skipulagsáætlun (Structure Plan) sem tekur til heildarskipulags þjóðgarðsins og svæðisáætlun (Local Plan) sem tekur til einstakra byggða og svæða. Framkvæmdaáætlunin tekur á þáttum eins og dýralífi og menningararfleifð svæðisins, tilhögun búskapar og skógræktar, atvinnumálum, skipulagsmálum, ferðaþjónustu, aðgengi að svæðinu og þjónustu til tómstundaiðju, aðstöðu fyrir gesti, umferð og samgöngumálum og fræðslustarfsemi. Stjórnin stendur straum af kostnaði við embætti bændafulltrúa sem ber ábyrgð á þeim hluta framkvæmdaáætlunarinnar sem snýr að bændum. Þessi fulltrúi á einnig að upplýsa bændur um þá styrki sem þeim standa til boða. Breska ríkið kostar um 60% allra útgjalda stjórnarinnar. Þá eru eftir um 40% útgaldanna sem greiðist nokkurn veginn til helminga af annars vegar héraðsyfirvöldum sem sæti eiga í stjórn þjóðgarðsins og hins vegar af öðrum stofnunum, svo sem Evrópusambandinu og af þeim tekjum sem þjóðgarðurinn aflar Landbúnaður innan Lake District þjóðgarðsins Lake District þjóðgarðurinn í hinu svokallaða Vatnahéraði í N-Englandi (mynd 3.3) var opnaður 1951 og er sá stærsti sinnar tegundar á Bretlandi eða um km 2. Innan þjóðgarðsins búa íbúar og árlega heimsækja hann um 12 milljónir gesta. Sérstaða Lake District 15

19 felst í landslaginu sem einkennist af hæðum og dölum með ökrum og bújörðum og fjölmörgum vötnum þar sem hægt er að stunda fjölbreyttar vatnaíþróttur. Á svæðinu er stundaður svokallaður hálandabúskapur sem byggir á nýtingu háheiða og fjalllendis, einkum til beitar. Helstu búgreinar á svæðinu eru sauðfjárrækt og nautgriparækt. Mynd 3.3. Kort af Lake District þjóðgarðinum. Mikil fækkun hefur orðið meðal bænda á svæðinu síðustu ár og á aðeins tíu ára tímabili fækkaði þeim sem byggja afkomu sína á landbúnaði um 15%. Breska ríkið vill halda við landbúnaði í héraðinu þar sem hann hefur einkennt svæðið öldum saman og menning Lake District svæðisins er byggð á honum. Til þess að styðja við bakið á landbúnaði veitir breska ríkið ásamt Evrópusambandinu þeim bændum styrki sem numið geta allt að 80% af heildar tekjum þeirra. Bændum reynist erfitt að lifa af búskapnum einum sér og hafa því flestir einhverja aukabúgrein eins og ferðaþjónustu sem fer ört vaxandi í Lake District. Þá bjóða þeir gjarnan upp á gistingu og morgunverð, kaffihús á býlunum og sölu veiðileyfa svo að eitthvað sé nefnt ( Stjórnun Sérstök héraðsstjórn fer með stjórn Lake District. Árið 1993 var stofnað félag til að stýra fjármögnun og rekstri sjóða fyrir rekstur þjóðgarðsins (Lake District Tourism & Conservation Partnership). Félagið stefnir að því að tengja náttúruvernd og ferðamennsku og sýna fram á að þetta tvennt geti haft stuðning hvort af öðru. Meðal markmiða þess er að stuðla að sjálfbærri ferðamennsku og hafa umsjón með sjóðum til styrktar nauðsynlegum verkefnum í 16

20 náttúruvernd á svæðinu. Þeir sem tryggja fjárhagslega afkomu félagsins eru áhugasamir einstaklingar, fyrirtæki innan héraðsins og helstu félagasamtök ( Breska ríkið fjármagnar um 75% útgjalda þjóðgarðsins, þ.e. sá kostnaður sem eftir situr þegar búið er að draga frá innkomu þjóðgarðsyfirvalda sem m.a. safnast með bílastæðagjöldum og sölu á ýmsu prentuðum upplýsingum um þjóðgarðinn. Héraðsyfirvöld í Cumbria standa straum af um 25% útgjaldanna. Þrátt fyrir ákveðnar reglur þjóðgarðsyfirvalda hvað viðkemur verndun búsetulandslags hafa þau sýnt þeim bændum skilning sem hyggjast byggja upp ferðaþjónustu á býli sínu ef ekki er um að ræða stórar framkvæmdir, þar sem áhersla er lögð á það í Lake District að varðveita lítil og meðalstór býli sem þykja einkennandi fyrir svæðið. Lake District er með umhverfisstimpilinn Green Globe Destination Status fyrir stjórnun í anda sjálfbærrar þróunar 3. Fyrirtæki á svæðinu viðurkenna mikilvægi þess að þau leggi sitt af mörkum til að hægt sé að vernda og halda við landslagi og að til þess séu notaðar aðferðir eins og gjald á ferðamenn og skattar sem ganga upp í viðhald á stígum, brúm o.s.frv. Markaðssetning Markaðssetning Lake District byggir á tveimur rannsóknum: könnun sem gerð var árið 1994 til að fá nauðsynlegar upplýsingar um gesti þjóðgarðsins og rannsókn sem var gerð 1996 á framtíðarmöguleikum héraðsins sem ferðamannastaðar. Í kjölfar rannsóknanna var samin markaðssetningaráætlun, sem byggir á nokkrum markmiðum. Dæmi um nokkur þessara markmiða er að: Hvetja fyrirtæki til að setja af stað verndunarverkefni í félagi við viðskiptavini sína. Gera gestum kleift að styrkja verndunarverkefni með fjárframlögum. Hámarka fjárveitingu til svæðisins. Stuðla að aukinni vitund um kosti sjálfbærrar ferðamennsku og að viðkvæmt landslag geti notið góðs af henni. Þannig verði farsæl viðskipti frekar tryggð í framtíð. Flytja erindi og tala á samkomum. Þróa skilvirka markaðssókn. Skipuleggja uppákomur til að vekja áhuga á umhverfismálum. Skipuleggja ráðgjöf varðandi sölu á vöru og þjónustu til gesta. Kynna vel verkefni sem eru í gangi. Viðhalda skilvirkri ópólitískri umræðu sem hvetur til aukins skilnings milli viskipta- og verndunarsjónarmiða. 3 Umhverfisstimpillinn Green Globe Destination Status var settur á stofn af World Travel and Tourism Council eftir Ríó-ráðstefnuna

21 Þróa viðskiptaáætlun sem hvetur alla aðila til samvinnu. Tryggja stöðugar umbætur á umhverfi Lake District. Finna viðeigandi styrktaraðila fyrir hvert verkefni. Markaðssetning Lake District er einkum svæðisbundin. Lögð er megináhersla á að auka skilning gesta og íbúa svæðisins á þjóðgarðinum og nauðsyn verndunar svæðisins fremur en laða að fleiri ferðamenn Íslenskur landbúnaður og verndarsvæði Í nýútkominni skýrslu landbúnaðarráðuneytis Ferðaþjónusta bænda Sóknarfæri til sveita (2001) segir að við stefnumótun í ferðaþjónustunni á landsbyggðinni verði að taka mið af því hvers konar ferðaþjónusta kemur sér best fyrir dreifbýlið, atvinnulíf einstakra svæða og samfélag. Ferðaþjónusta innan verndarsvæða eða í nágrenni þeirra geti skapað mörg sóknarfæri og verið bæði bændum og öðrum hagsmunaðilum á svæðinu til hagsbóta. Á ráðstefnu Landverndar og fleiri aðila um Vatnajökulsþjóðgarð þann 29. september 2001 fluttu þeir dr. Ólafur R. Dýrmundsson, landsráðunautur í landnýtingu og lífrænni ræktun, og Örn Bergsson, bóndi á Hofi í Öræfum, erindið Sambýli við Vatnajökulsþjóðgarð. Þar setja þeir fram nokkur atriði sem bændur telja mikilvæg til verndar hagsmunum þeirra. Meðal annarra atriða sem nefnd voru í erindinu eru eftirfarandi: Að búseta og umferð verði sem mest óbreytt þannig að bændur og búalið geti nýtt mannvirki á jörðum sínum og stundað þar áfram viðeigandi bústörf [og komist um á jörðum sínum eins og áður.] Að byggingum og girðingum og öðrum mannvirkjum verði haldið við eftir þörfum og nýframkvæmdir verði leyfðar að því tilskildu að þær falli vel að landslagi og kröfum umhverfis og náttúruverndar á svæðinu. Að ræktun og uppgræðsla miðist við þarfir búrekstrar svo og þau sjónarmið sem ríkja á svæðinu um þörf fyrir jarðvegs- og gróðurvernd. Að beitarnýting verði sem minnst skert. Komi til breytinga eða takmarkana verði veittur allt að 10 ára aðlögunartími í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Að nýsköpun í búskap svo sem ferðaþjónusta, fiskeldi og ýmis hlunnindanýting fái að þróast, auk annarrar vistvænnar atvinnusköpunar, þannig að samfélagið haldi áfram að dafna og afla nauðsynlegra tekna. Að nauðsynlegt er að huga vel að skipulagi ferðaþjónustunnar til að forðast of mikið álag á náttúruna. Á bújörðum getur verið einkum um tvennt að ræða, annars vegar skaða á gróðri og jarðvegi og hins vegar ónæði og truflun, einkum fyrir búfé í sumarhögum. 18

22 Það er margt sem hafa verður í huga þegar stofnun verndarsvæðis er undirbúin til þess að tryggja að hagsmunir íbúa á svæðinu skaðist ekki. Því er mikilvægt að unnið sé að undirbúningi í samráði við heimamenn strax á fyrstu stigum verksins. 19

23 4. UPPBYGGING OG REKSTUR VERNDARSVÆÐA 4.1. Inngangur Í þessum kafla er fjallað um val og skipulagningu á verndarsvæðum, helstu skref við uppbyggingu og rekstur verndarsvæða og tilhögun samráðs. Einnig er drepið á fjármögnun vegna reksturs þeirra og markaðssetningu Val á verndarsvæðum og skipulagning þeirra Í byrjun tuttugustu aldar var megináhersla lögð á að vernda sjaldgæfar tegundir dýra og plantna, menningarminjar og sérstætt landslag. Þessar hugmyndir þóttu þá byltingarkenndar í hinum vestræna heimi. Nú hefur aukinn skilningur á vistfræði, vistkerfum og líffræðilegri fjölbreytni sýnt að einangruð verndun búsvæða er sjaldnast langtímalausn til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni. Venjulega hnignar slíkum afmörkuðum verndarsvæðum með tímanum ef ekkert er að gert. Nauðsynlegt er að skilgreina heilstæð verndarsvæði, eitt tiltekið búsvæði eða heild sem getur staðið sem sjálfstæð eining, án utanaðkomandi stuðnings. Einnig þarf að gæta jafnvægis á milli þarfa vistkerfis og mannlífs. Sue Stolton og Nigel Dudley (1999) benda á að það sé til lítils að beita aðferðum eða kenningum til að bæta líffræðilega fjölbreytni ef þær stangast með afgerandi hætti á við félagslegar þarfir eða pólitískan veruleika. Listin felist í því að finna jafnvægi á milli þessara þátta. Mikilvægt er að byggja val og skipulagningu á verndarsvæðum á heilstæðri stefnumótun fyrir landið allt. Þar þarf að koma fram hvers konar svæði er ástæða til að vernda á Íslandi. Yfirlit liggi fyrir um hvaða svæði uppfylli þær þarfir helst og hver markmið verndunar þurfa að vera. Á grundvelli slíkrar stefnumótunar ætti að velja verndarsvæði og móta skipulag þeirra. Hér á landi hefur slíkt yfirlit ekki verið unnið, sem torveldar framkvæmdir í þjóðgörðum sem þegar hafa verið stofnaðir auk þess sem stofnun nýrra verndarsvæða verður erfiðari. Við skipulagningu verndarsvæða þarf að hafa eftirfarandi í huga áður en tilhögun og skipulag verndarsvæðis er ákveðið (Worboy ofl. 2001): - Hvað er verið að vernda? - Hvert er markmið verndunar? - Af hverju þarf að vernda þetta svæði; hver er sérstaða þess? - Af hverju er ókleift að viðhalda svæðinu nema með verndun? Síðan þarf að ákveða stærð svæði og hvernig staðið verður að: - Varðveislu gróðurs, dýralífs, landslags og annars sem svæðið kann að geyma. - Stýringu á umferð almennings og annarra að svæðinu. Þetta þarf að gera í samráði við þá aðila sem að máli þurfa að koma svo 20

24 sem náttúruverndaryfirvöld, sveitarstjórnir, aðra hagsmunaaðila og almenning. Ferðamenn eru fjölbreyttur hópur fólks, með margvíslegar þarfir. Meðal þeirra má finna jafnt göngugarpa að sækja í einveru sem eldri borgara í rútuferð. Allir gera ráð fyrir að landið bjóði uppá svæði við sitt hæfi, að áfangastaðirnir hafi uppá að bjóða fallega náttúru, sé vel við haldið og þeim stýrt á sjálfbæran hátt. Til að halda áfangastöðum þannig er nauðsynlegt að stýra aðgengi að þeim svo ekki verði farið yfir þolmörk þeirra. Mikilvægt er að tryggja að svæði séu skipulögð þannig að ekki fari þangað inn fleiri ferðamenn en svæðið þolir til lengri tíma litið. Stjórnun á umferð gesta er lykilþáttur í því að stuðla að sjálfbærri þróun verndarsvæða (Graeme Worboys ofl. 2001). Til að tryggja samstöðu um verndun og til að ná auknum árangri er lögð áhersla á: - Fræðslu og kynningu um mikilvægi verndarsvæða bæði í skólum og fjölmiðlum. - Uppbyggingu sjálfboðaliðastarfs á verndarsvæðum. - Að afla fjár frá fyrirtækjum og gefa þeim færi á að vera virkir þátttakendur og nágrannar. - Að efla ferðaþjónustu á verndarsvæðunum og í kringum þau. - Að efla vöruþróun og vörumerki í tengslum við framleiðslu á verndarsvæðum, svo sem með umhverfismerkingu (Eco-labelling), svipað og gert hefur verið í Hohe Tauern í Austurríki. Alþjóða náttúruverndarsamtökin hafa gefið út leiðbeiningar um hvernig safna á tölulegum upplýsingum varðandi rekstur verndarsvæða og vinna úr þeim, með það að markmiði að þau beri þá umferð sem um þau þarf að fara (Kenneth E. Hornback og Paul F. J. Eagles, 1999). Í ritinu Models of National Parks eftir K. Bishop ofl. (1998) er fjallað á mjög ítarlegan hátt um hvernig staðið er að uppbyggingu á verndarsvæðum í nokkrum löndum og hverjir bera ábyrgð á þeim verkefnum. Það er hvort það er ríkisstjórn, náttúruverndaryfirvöld og/eða sveitarfélög. Á mynd 4.1. er lýst helstu skrefum við uppbyggingu á verndarsvæðum. Þetta er ferli sem þarf að vera stöðugt í gangi, þar sem mikilvægt er að læra af reynslunni og bæta það sem úrskeiðis kann að fara. Samhliða skipulaginu þarf að vinna og vera til áætlun um tilhögun fjármögnunar til rekstrarins auk framkvæmda- og viðskiptaáætlunar. Einnig þarf að liggja fyrir áætlun um það markaðssetningarstarf sem þarf að fara fram samhliða öðrum rekstri. 21

25 Gengið frá tilhögun samráðs við hagsmunaaðila, s.s. almenning, sveitarstjórnir og náttúruverndaryfirvöld. Upplýsingum safnað um svæðið. Stefnumótun: Ákvörðun tekin um helstu málefni sem tengjast rekstri s.s. markmið verndunar. Metið hvort aðgerðir hafa borið tilætlaðan árangur og markmið hafa náðst. Skilgreining markmiða sem tengjast tilteknum málefnum t.d. hvað beri að vernda og hvers konar þjónusta eigi að vera á svæðinu fyrir ferðamenn. Leiðir tilgreindar til að ná settum markmiðum. Helstu verkefnum hrint í framkvæmd. Val á kostum varðandi helstu málefni Farið af stað með tilraunaverkefni til að fá yfirsýn um áhrif helstu ákvarðana. Mynd 4.1: Tillaga að samráðsferli við skipulagningu og rekstur verndarsvæðis (Worboys ofl. 2001). Þegar gengið hefur verið frá stærð verndarsvæðis og markmiðum verndunar, er hægt að flokka svæðið undir verndarflokk IUCN, á grundvelli markmiða verndunar. Svæði undir flokkum V og VI leyfa margvíslega landnotkun á meðan að svæði er heyra undir flokk I eru eingöngu ætluð til vísindarannsókna (sjá nánar um flokkun verndarsvæða í 2. kafla) Samráð við íbúa og aðra hagsmunaðila Alþjóðlegu náttúruverndarssamtökin hafa bent á að fátt sé eins mikilvægt til að verndarsvæði geti þrifist og góð samvinna við heimamenn. Gott samráð er því lykilþáttur ef vel á að takast til við uppbyggingu verndarsvæðis. Alþjóða náttúruverndarsamtökin mæla með því að allir hagsmunahópar sem tengjast fyrirhuguðu verndarsvæði taki þátt í stefnumótun fyrir stofnun þess. Þeir komi síðan aftur að borðinu í hvert sinn sem endurskoða þarf stefnuna (samanber mynd 4.1) (Adrian G. Davey ofl. 1998). Þegar vel tekst til og hagsmunir íbúa falla saman við markmið þjóðgarðsyfirvalda, myndast öflugur samstarfshópur sem styrkir alla 22

26 aðila til framfara. Auk sveitarstjórna, landeigenda og íbúa þarf að kalla til fulltrúa fleiri aðila. Þetta geta verið atvinnurekendur, bændur, starfsfólk í ferðaþjónustu, ferðamálasamtök, fjallgöngumenn, klettaklifrarar, göngufólk, handverksmenn, hjólreiðamenn, náttúruverndarsinnar, reiðmenn, siglingamenn, skíðamenn og skotveiðimenn, svo einhverjir séu nefndir, auk fulltrúa ríkisstjórnar. Það er jafnvægislist að vega og meta annars vegar hagsmuni náttúrunnar og hins vegar íbúa og gesta þannig að hagsmunum heildarinnar verði sem best þjónað. Með öflugu samstarfi þeirra sem verndarsvæði tengjast er líklegt að vel takist til Fjármögnun rekstrar á verndarsvæðum Þrátt fyrir mikilvægi verndarsvæða bæði við atvinnusköpun og verndun náttúru, þá nægja fjárveitingar frá ríki og/eða sveitarfélögum sjaldan til að halda uppi öflugri starfsemi á svæðunum. Skortur á fjármagni takmarkar iðulega starfsemi þeirra. IUCN leggja áherslu á mikilvægi þess að leitað sé fjölbreyttra leiða við fjármögnun þessa rekstrar. Einnig þurfi að tryggja efnahagslegar forsendur þeirra íbúa sem búa nærri verndarsvæðum þannig að þeir geti nýtt svæðin sér til hagsbóta. Það má til dæmis gera með því að leyfa nýtingu á landi í þjóðgarði undir tiltekna starfsemi og með því að styrkja grunn að ferðaþjónustu við verndarsvæði (Adrian Phillips, 1998 og 2000). Hefð hefur verið fyrir því að reka verndarsvæði nær eingöngu fyrir almannafé. Þetta hefur þó breyst nokkuð á undanförnum árum. Til eru einkarekin verndarsvæði í nokkrum löndum t.d. í Suður-Afríku. Einnig eru til verndarsvæði sem rekin eru af frjálsum félagasamtökum í Rómönsku-Ameríku. Margar þjóðir leggja einnig ríka áherslu á uppbyggingu öflugs sjálfboðaliðastarfs til aðstoðar í þjóðgörðum. Alþjóða náttúruverndarsamtökin hafa á síðustu árum lagt á það áherslu að verndarsvæði séu rekin eins og fyrirtæki. Skilgreina þurfi hlutverk þeirra og leita margvíslegra leiða til að fjármagna reksturinn. þetta þýðir þó ekki að slegið sé af kröfum hvað varðar markmið verndunar. Fjáröflun getur falist í öflun styrkja frá einstaklingum og fyrirtækjum, sölu minjagripa, bóka, matvöru með tilteknu vörumerki verndarsvæðisins og annarri þjónustu við ferðmenn s.s. ferðum um verndarsvæðið. Einnig má gera ráð fyrir leigutekjum af rekstri sem fær leyfi til að starfa innan verndarsvæðis. Sum lönd taka til dæmis gjöld fyrir leyfi til kvikmyndunar á verndarsvæði. Nánar er fjallað um þetta efni í Financing Protected Areas eftir Adrian Phillips (2000). 23

27 5. DÆMI UM UPPBYGGINGU OG REKSTUR NOKKURRA ÞJÓÐGARÐA 5.1. Inngangur Í þessum kafla er yfirlit yfir nokkra þjóðgarða erlendis þar sem vel hefur þótt takast til varðandi uppbyggingu og rekstur. Þessir þjóðgarðar eiga það sammerkt að samfara uppbyggingu þeirra hefur tekist að styrkja atvinnulíf í kringum þá með ýmsum hætti. (Sjá einnig umfjöllun um þjóðgarðana Exmoor og Lake District í kafla 3.5) Kannað var: - Hvernig staðið hefði verið að uppbyggingu verndarsvæðisins og tilhögun verndunar. - Hvernig háttað er samstarfi þeirra sem reka verndarsvæðið og almennings í nágrenninu. - Hvort og þá hvernig atvinnuuppbygging í héraði hefur breyst með tilkomu verndarsvæðisins Vanoise þjóðgarðurinn í Frakklandi Vel þykir hafa verið að verki staðið við stofnun Vanoise þjóðgarðsins í Frakklandi (Mynd 5.1). Þjóðgarðurinn er á Rhône-Alpes svæðinu í Savoie héraði á milli dalanna Maurienne og Tarentaise, í fjallgarði sem nær upp í 3000 metra hæð. Mynd 5.1. Vanoise þjóðgarðurinn í Frakklandi. 24

28 Hugmynd að verndun svæðisins kom upphaflega frá ítalska konunginum Victor Emmanuel II sem stofnaði The Gran Paradiso Royal Reserve árið Svæðið var svo stækkað árið 1922 og þjóðgarður stofnaður. Frakklandsmegin var farið að ræða um stofnun þjóðgarðs í kringum 1943 undir þrýstingi frá Club Alpin France. Hann var síðan stofnaður árið 1963 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar í Frakklandi. Þjóðgarðinum er skipt í tvennskonar verndarsvæði, miðsvæði er lýtur strangri vernd og umgjörð sem er frjálsari. Mörk þjóðgarðsins liggja að ítalska þjóðgarðinum Gran Paradiso og saman mynda þeir verndarsvæði sem er 1250 km 2 að stærð. Markmið með rekstri Vanoise er: - Verndun náttúrulegs umhverfis hans, plöntu- og dýrategunda. Sett hefur verið niður áætlun um hvernig stuðla skal að verndun sjaldgæfra tegunda og tegunda sem eru í útrýmingarhættu innan hans, meðal annars fjallageitar. - Kennsla og uppfræðsla fyrir almenning innan garðs sem og í byggðum í kringum garðinn. Innan þjóðgarðsins hafa verið lagðir göngustígar yfir 600 km að lengd og reistir 40 gönguskálar. - Að stuðla að sjálfbærri þróun innan þjóðgarðsins og styrkja starfsemi eins og hefðbundinn landbúnað á svæðinu og menningararfleifð. Tilhögun rekstrar: Yfir þjóðgarðinum er 40 manna stjórn, sem hittist tvisvar til þrisvar á ári. Í henni sitja fulltrúar frá ríki og þeim sveitarfélögum sem þjóðgarðurinn nær yfir. Einnig eiga almenningur og ýmis félagasamtök fulltrúa, svo sem veiðimenn, skógarhöggsmenn, bændur og fulltrúa iðnaðar, náttúruverndar og vísinda. Stjórnin hefur mótað stefnu um rekstur svæðisins og á grundvelli hennar er sett fram framkvæmdaáætlun sem átta manna framkvæmdastjórn vinnur eftir. Stjórnin hefur vísindaráð sér til ráðgjafar sem í sitja virtir vísindamenn á sínum sviðum. Vísindaráðið tekur einnig að sér að þjálfa stjórnendur þjóðgarðsins sem eru 35 og taka auk stjórnunarstarfa þátt í rannsóknum á náttúrufari svæðisins Hohe Tauern þjóðgarðurinn í Austurríki Hohe Tauern þjóðgarðurinn í Austurríki er stærsti þjóðgarður í Ölpunum eða um km 2 að stærð (mynd 5.3). Hann nær yfir þrjú landsvæði, Karnten, Salzburg og Tyrol, sem saman fara með stjórn þjóðgarðsins ásamt austuríska ríkinu sem greiðir langstærsta hlut útgjalda vegna reksturs hans. Þjóðgarðinum er skipt upp í tvo flokka verndarsvæða. Hluti af þjóðgarðinum fellur undir verndarflokk II, þjóðgarða, hjá Alþjóða náttúruverndarsamtökunum og annar hluti undir verndarflokk V, verndarsvæði landslags eða fólkvangur. Þjóðgarðurinn var stofnaður í nokkrum áföngum um aldamótin Mikilvægum áfanga var náð árið 1971 þegar þrjú svæði, Karnten, Salzburg og Tyrol, skrifuðu undir 25

29 samning um að standa sameiginlega að uppbyggingu Hohe Tauern þjóðgarðsins. Jafnframt þurfti að leita samþykkis yfir 1000 landeigenda. Mynd 5.3. Kort af Hohe Tauern þjóðgarðinum í Austurríki, stærsta þjóðgarði í Ölpunum. Markmið með verndun þeirra svæða sem falla undir garðinn er að: - Vernda landsvæði og tryggja sjálfbæra þróun innan þess. - Fræða almenning og íbúa um náttúrufar á verndarsvæðinu og stuðla að heilbrigðum lífstíl, svo og tækifærum til útivistar og hreyfingar. Hvert landssvæði ber ábyrgð á daglegum rekstri innan síns sveitarfélags, en öll stefnumótandi áætlunargerð er samræmd undir einum hatti stjórnar þjóðgarðsins. Mynd 5.4. Frá Hohe Tauern þjóðgarðinum í Austurríki. Þjóðgarðurinn var meðal annars stofnaður til að styrkja ferðaþjónustu á þessu svæði með það að markmiði að ná betur til fólks sem leitar afslöppunar, hreyfingar og útiveru í fallegu umhverfi. Boðið er uppá 26

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Hengifoss - Gullfoss Austurlands

Hengifoss - Gullfoss Austurlands Hengifoss - Gullfoss Austurlands Sjálfbær uppbygging og ábyrg auðlindastjórnun til framtíðar Hildigunnur Jörundsdóttir Lokaritgerð til BA gráðu í ferðamálafræði Háskólinn á Hólum 2016 Hengifoss Gullfoss

More information

Álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi. 1. áfangi: Þróun vísa fyrir álagsmat

Álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi. 1. áfangi: Þróun vísa fyrir álagsmat Álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi 1. áfangi: Þróun vísa fyrir álagsmat 10. 09. 2018 Mikilvægt skref Líklega eru allir sammála um að sjálfbærni eigi að vera

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Stefnumiðuð samstarfsverkefni

Stefnumiðuð samstarfsverkefni Stefnumiðuð samstarfsverkefni Andrés Pétursson og Margrét Sverrisdóttir Kynningarstarf og dreifing niðurstaðna Dreifing niðurstaðna kröfur í samningi Grein I.10.2. VALOR - Dissemination Platform Vefsvæði

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Kápa: Ásprent-Stíll og Rannsóknamiðstöð ferðamála Prentun: Stell (

Kápa: Ásprent-Stíll og Rannsóknamiðstöð ferðamála Prentun: Stell ( Rannsóknamiðstöð ferðamála 2009 Útgefandi: Titill: Höfundar: Rannsóknamiðstöð ferðamála, Borgum v/ Norðurslóð, IS-600 Akureyri Sími: (+354) 460-8930 Fax: (+354) 460-8919 Rafpóstur: edward@unak.is Veffang:

More information

Local food Matur úr héraði

Local food Matur úr héraði Helgi Gestsson og Kristín Helgadóttir (2009) Local food - Matur úr héraði, í I. Hannibalsson (ritstj.) Rannsóknir í félagsvísindum X, bls. 281-292 (Reykjavík: Háskólaútgáfan) Local food Matur úr héraði

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Samantekt vinnufundar á málstofu um uppbyggingu og skipulag ferðamannastaða

Samantekt vinnufundar á málstofu um uppbyggingu og skipulag ferðamannastaða Samantekt vinnufundar á málstofu um uppbyggingu og skipulag ferðamannastaða 14. apríl 2011 Efnisyfirlit Helstu niðurstöður...4 Kortlagning auðlinda og aðgengi að ferðamannastöðum...5 Greining andans, staðarvitund

More information

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit Efnisyfirlit Inngangur...4 Að skilja markaðsmál...5 Fyrirtækið og markaðsáætlun...6 Hluti I. Öflun markaðsþekkingar...7 Greining tækifæra til sóknar...7 Öflun upplýsinga um markaðinn - markaðsrannsóknir..8

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar

Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar Þann 11. janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fara skyldi yfir hugmyndir um þjóðarleikvang

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Mat á umhverfisáhrifum

Mat á umhverfisáhrifum Mat á umhverfisáhrifum Þátttaka almennings Meistaraprófsritgerð í umhverfis- og auðlindafræði Ólafur Ögmundarson VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ / SCHOOL OF ENGINEERING AND NATURAL SCIENCES HÁSKÓLI ÍSLANDS

More information

Ferð til Galapagos eyja

Ferð til Galapagos eyja Ferð til Galapagos eyja Sigrún Pétursdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum Vor 2012 Staðfesting lokaverkefnis til BA gráðu í ferðamálafræði BA ritgerðin : eftir : hefur

More information

VERND BREIÐAFJARÐAR Samantekt starfshóps umhverfisráðherra um úttekt á lögum nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar Reykjavík 2010

VERND BREIÐAFJARÐAR Samantekt starfshóps umhverfisráðherra um úttekt á lögum nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar Reykjavík 2010 VERND BREIÐAFJARÐAR Samantekt starfshóps umhverfisráðherra um úttekt á lögum nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar Reykjavík 2010 2 Efnisyfirlit Inngangur... 5 Samantekt á tillögum starfshópsins... 7 Verndargildi...

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

EFNI: Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd mál, þingskjal löggjafarþing

EFNI: Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd mál, þingskjal löggjafarþing 8. febrúar 2013 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Nefndasviði Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík EFNI: Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd. 429. mál, þingskjal 537. 141. löggjafarþing

More information

Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum

Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum Fyrstu skref 24. maí 2016 Viðauki; umsagnir 1. september 2016 SKÝRSLA - UPPLÝSING ABLAÐ Titill skýrslu Stefnumörkun sveitarfélag á Vestfjörðum Fyrstu skref Tegund

More information

Gæða- og umhverfiskerfi

Gæða- og umhverfiskerfi Haustmisseri 2012 Gæða- og umhverfiskerfi Lokaverkefni Viðskiptafræði Nemandi: Anton Smári Rúnarsson, kt. 170584-3179 Leiðbeinandi: Stefán Valgarð Kalmansson 1 Samningur um trúnað Undirritaður nemandi

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe. Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013

INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe. Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013 INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013 Title Creator Error! No text of specified style in document. Anna Guðrún Ahlbrecht Date 14. maí

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland Leiðbeinandi tilmæli nr.5/2011 Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga

More information

Þingsályktunartillaga. Athugasemdir við þingsályktunartillögu. Fylgiskjal þingsályktunartillögu. Ferðamálaáætlun I5

Þingsályktunartillaga. Athugasemdir við þingsályktunartillögu. Fylgiskjal þingsályktunartillögu. Ferðamálaáætlun I5 Þingsályktunartillaga Athugasemdir við þingsályktunartillögu Fylgiskjal þingsályktunartillögu Ferðamálaáætlun 2006 20I5 2 Formáli Haustið 2003 ákvað samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, að unnið skyldi

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

TILLÖGUR AÐ NÝJUM LÖGUM UM SKÓGRÆKT. Greinargerð starfshóps til umhverfisráðherra með tillögum að efni nýrra skógræktarlaga

TILLÖGUR AÐ NÝJUM LÖGUM UM SKÓGRÆKT. Greinargerð starfshóps til umhverfisráðherra með tillögum að efni nýrra skógræktarlaga TILLÖGUR AÐ NÝJUM LÖGUM UM SKÓGRÆKT Greinargerð starfshóps til umhverfisráðherra með tillögum að efni nýrra skógræktarlaga Júní 2012 1 Efnisyfirlit I. INNGANGUR... 3 1. SKÓGAR OG SKÓGRÆKT Á ÍSLANDI STAÐA

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 40

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Áhrif stefnumótunar í umhverfismálum á samkeppnishæfni íslenskra framleiðslufyrirtækja. Hrönn Hrafnsdóttir

Áhrif stefnumótunar í umhverfismálum á samkeppnishæfni íslenskra framleiðslufyrirtækja. Hrönn Hrafnsdóttir Áhrif stefnumótunar í umhverfismálum á samkeppnishæfni íslenskra framleiðslufyrirtækja Hrönn Hrafnsdóttir Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræðum Viðskiptafræðideild Félagsvísindasvið Leiðbeinendur:

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Tími til að tengja? Af stefnumótun í ferðaþjónustu á Íslandi

Tími til að tengja? Af stefnumótun í ferðaþjónustu á Íslandi FRÆÐIGREINAR STJÓRNMÁL Tími til að tengja? Af stefnumótun í ferðaþjónustu á Íslandi Gunnar Þór Jóhannesson, verkefnisstjóri, Félagsvísindastofnun HÍ og lektor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild

More information

Nr. Aðili Efnisatriði Athugasemd Viðbrögð Kafli

Nr. Aðili Efnisatriði Athugasemd Viðbrögð Kafli 1 Thorsil Loftgæði Bent er á að fyrirhuguð verksmiðja Thorsil sé einungis í nokkur hundruð metra fjarlægð frá verksmiðju Stakksbergs og að lóð Stakksberg við Helguvíkurhöfn liggi um 15-20 m neðar í landi

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Yfirlitstafla. Háskólinn á Akureyri. Viðskipta- og raunvísindadeild. Námskeið Lokaverkefni Verktími Nóvember Apríl 2009

Yfirlitstafla. Háskólinn á Akureyri. Viðskipta- og raunvísindadeild. Námskeið Lokaverkefni Verktími Nóvember Apríl 2009 Akureyri að Vetri Viðskipta- og raunvísindadeild Markaðsfræði LOK 2106 Akureyri, 24. apríl 2009 Yfirlitstafla Staður Deild Háskólinn á Akureyri Viðskipta- og raunvísindadeild Námskeið Lokaverkefni 2106

More information

Skólastefna sveitarfélaga

Skólastefna sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga Skólastefna sveitarfélaga Handbók Björk Ólafsdóttir Samband íslenskra sveitarfélaga 2010 Skólastefna sveitarfélaga Handbók Höfundur: Björk Ólafsdóttir Yfirlestur og ábendingar:

More information

CASE STUDIES ON INNOVATIVE ENTREPRENEURIAL ORGANISATIONS IN EUROPEAN REGIONS SUMMARIES FIERE WORK PACKAGE 4

CASE STUDIES ON INNOVATIVE ENTREPRENEURIAL ORGANISATIONS IN EUROPEAN REGIONS SUMMARIES FIERE WORK PACKAGE 4 CASE STUDIES ON INNOVATIVE ENTREPRENEURIAL ORGANISATIONS IN EUROPEAN REGIONS SUMMARIES FIERE WORK PACKAGE 4 Reykjavík, June 2015 Editor: Árni Helgason Authors: Árni Helgason, Austurbrú chapter 1 Todor

More information

ÁHRIF 37. GREINAR NÁTTÚRUVERNDARLAGA Á FRAMKVÆMDIR. Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar

ÁHRIF 37. GREINAR NÁTTÚRUVERNDARLAGA Á FRAMKVÆMDIR. Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar ÁHRIF 37. GREINAR NÁTTÚRUVERNDARLAGA Á FRAMKVÆMDIR Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar Apríl 2008 ÁHRIF 37. GREINAR NÁTTÚRUVERNDARLAGA Á FRAMKVÆMDIR Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar 06162 S:\2006\06162\a\greinargerð\080327

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Stjórnun viðskiptatengsla Skynjun starfsmanna á notagildi og ávinningi af stjórnun viðskiptatengsla Hildur Guðjónsdóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu

Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu Málþing á Smyrlabjörgum 26-27. október 2011 Greinagerð Þóra Valsdóttir Fanney Björg Sveinsdóttir Þorvarður Árnason Auðlindir og afurðir Skýrsla

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Samkeppnishæfni þjóða

Samkeppnishæfni þjóða Mynd frá Harvard: Fólk af ýmsu þjóðerni sem kennir MOC - Samkeppnishæfni Samkeppnishæfni þjóða Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Mobility Management - Umferðarstjórnun RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR

Mobility Management - Umferðarstjórnun RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR Mobility Management - Umferðarstjórnun RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR Mars 2009 Mobility Management - Umferðarstjórnun 06188 S:\2006\06188\S_Mobility_Management.doc Mars 2009 1 30.03.2009 GHS SJ SJ Nr.

More information

Framkvæmd stefnumótunar Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum. Tillögur um aðgerðir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Æskulýðsráð

Framkvæmd stefnumótunar Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum. Tillögur um aðgerðir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Æskulýðsráð Framkvæmd stefnumótunar Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum Tillögur um aðgerðir Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Æskulýðsráð Inngangur Stefnumótun Æskulýðsráðs var lögð fram um mitt ár 2014 en unnið hafði

More information

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean)

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) Undirbúningur og innleiðing Heiðdís Jónsdóttir Leiðbeinandi: Eðvald Möller Viðskiptafræðideild Október 2015 Fyrstu skref í átt

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr. Leiðbeinandi tilmæli Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum nr. 2/2007 Gefið út skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Framlag umhverfi sreglunnar til aukinnar samkeppnishæfni TVÖ PRAG YFIRLÝSINGIN. Framlag umhverfisreglunar til aukinnar samkeppnishæfni.

Framlag umhverfi sreglunnar til aukinnar samkeppnishæfni TVÖ PRAG YFIRLÝSINGIN. Framlag umhverfisreglunar til aukinnar samkeppnishæfni. Framlag umhverfi sreglunnar til aukinnar samkeppnishæfni TVÖ PRAG YFIRLÝSINGIN Framlag umhverfisreglunar til aukinnar samkeppnishæfni. Framlag umhverfisreglunar til aukinnar samkeppnishæfni. Yfirlýsing

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Markaðsáherslur og markaðshneigð

Markaðsáherslur og markaðshneigð Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2004 Markaðsáherslur og markaðshneigð Þórhallur Örn Guðlaugsson. 1 Ágrip Markaðshneigð (e. market orientation) má lýsa sem einkenni á fyrirtækjamenningu, sem

More information

Nýsköpun í íslenskri ferðaþjónustu hlutverk einstaklinga og hið opinbera

Nýsköpun í íslenskri ferðaþjónustu hlutverk einstaklinga og hið opinbera Edward H. Huijbens og Ögmundur Knútsson (2008) Nýsköpun í ferðaþjónustu hlutverk einstaklinga og hið opinbera, í I. Hannibalsson (ritstj.) Rannsóknir í félagsvísindum VIII, bls. 99-111 (Reykjavík: Háskólaútgáfan)

More information

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG Útrásin og nýsköpun Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi Ásdís Jónsdóttir Desember 2006 RANNÍS Vísindi, nýsköpun og samfélag Ágrip Í þessari samantekt eru

More information

Gengið til framtíðar Rannsókn á aðgangsstýringu Laugavegarins. Hrólfur Vilhjálmsson Ísak Ólafsson

Gengið til framtíðar Rannsókn á aðgangsstýringu Laugavegarins. Hrólfur Vilhjálmsson Ísak Ólafsson Gengið til framtíðar Rannsókn á aðgangsstýringu Laugavegarins Hrólfur Vilhjálmsson Ísak Ólafsson Líf- og Umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands 2018 Gengið til framtíðar Rannsókn á aðgangsstýringu Laugavegarins

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Komið til móts við fjölbreytileika

Komið til móts við fjölbreytileika Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Unnur Dís Skaptadóttir og Helga Ólafsdóttir Komið til móts við fjölbreytileika Fullorðinsfræðsla fyrir innflytjendur og samþætting

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna ekki er bara plakat uppi á vegg! Hlutverk

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information