Óværa á sauðfé á Íslandi

Size: px
Start display at page:

Download "Óværa á sauðfé á Íslandi"

Transcription

1 BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 11, 1997: Óværa á sauðfé á Íslandi SIGURÐUR H. RICHTER MATTHÍAS EYDAL Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 112 Reykjavík og SIGURÐUR SIGURÐARSON Rannsóknardeild dýrasjúkdóma að Keldum, 112 Reykjavík YFIRLIT Fjórar tegundir sérhæfðra ytri sníkjudýra sauðfjár hafa fundist á Íslandi. Þær eru fjárkláðamaurinn Psoroptes ovis, fótakláðamaurinn Chorioptes ovis, fellilúsin Bovicola (Damalinia) ovis og færilúsin Melophagus ovinus. Gefið er ágrip af því sem vitað er um sögu tegundanna á Íslandi en allar hafa þær sennilega verið útbreiddar og algengar hér á landi áður fyrr. Fjárkláðamaurinn er skaðlegastur þeirra og olli hann miklum búsifjum áður en öflug baðlyf komu til sögunnar. Gerð er grein fyrir rannsóknum á útbreiðslu sauðfjáróværu undanfarin 20 ár og stöðunni í dag. Áratuga barátta gegn óværunni, einkum fjárkláðamaurnum, hefur dregið úr tíðni og útbreiðslu allra tegundanna, mismikið þó. Fjárkláðinn virðist nú vera bundinn við ákveðin svæði á austanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, fótakláðamaurinn er enn útbreiddur víða um landið, fellilúsin virðist aðeins vera á takmörkuðu svæði Austanlands en færilúsinni virðist hafa verið útrýmt. Auk fyrrnefndra tegunda hefur skógarmaurinn Ixodes ricinus fundist stöku sinnum á sauðfé og líklegt má telja að lundalúsin Ixodes uriae fari stundum á kindur. SUMMARY Ectoparasites on sheep in Iceland Four species of obligatory ectoparasites of sheep have been found in Iceland. These are Psoroptes ovis (the sheep scab mite), Chorioptes ovis (the sheep mange mite), Bovicola (Damalinia) ovis (the sheep biting louse) and Melophagus ovinus (the sheep ked). P. ovis is the most harmful and caused great losses in Iceland prior to the use of effective parasiticide dips. Besides these species the tick Ixodes ricinus has been found occasionally on sheep and presumably Ixodes uriae can occasionally attack sheep. Little is known as to when these species of ectoparasites were transported to Iceland. Some of them have probably been on sheep in Iceland since the settlement of the country in the eighth or ninth century but sources indicate that P. ovis has possibly first been transported to the country in the eighteenth or nineteenth century. The earliest sources that mention ectoparasites on sheep are probably the descriptions of a highly detrimental plague which started in 1762 and spread widely over the country. It has generally been assumed that the plague was caused by P. ovis brought to the country with imported sheep. However, doubts have arisen as to whether the plague was in fact caused by mites and also the possibility can not be excluded that the mites were already in the country. On the other hand it is rather clear from contemporary descriptions that B. ovis and M. ovinus were present in the country at that time. In 1856

2 92 BÚVÍSINDI the so called latter sheep scab epidemic started and this time it was evident that it was caused by P. ovis which had possibly been imported with foreign sheep. In 1897 C. ovis was distinguished from the sheep scab mite for the first time in Iceland. The Institute for Experimental Pathology, Keldur, University of Iceland has for several decades received samples for diagnosis of ectoparasites on sheep. Compilation of the results of these studies from the last 20 years shows that P. ovis is still found on sheep in some areas in the North-Western part of the country, C. ovis is widely distributed and B. ovis is found sporadically in Eastern Iceland. This is in spite of a long and hard battle against sheep ectoparasites including stamping out and dipping in the last two centuries, compulsory and in most cases yearly dipping since 1914 and considerable restrictions on the transport of sheep between quarantine areas for the last five decades. On the other hand some of the species, and in some cases possibly all of the species, have been eradicated from several of the quarantine areas and M. ovinus has probably been completely eradicated from the country. Furthermore, the damage caused by ectoparasites has been kept to a minimum for a long time. Key words: Bovicola (Damalinia) ovis, Chorioptes ovis, ectoparasites, Iceland, Ixodes spp., Melophagus ovinus, Psoroptes ovis, sheep. INNGANGUR Fjórar tegundir sérhæfðra ytri sníkjudýra sauðfjár hafa fundist á Íslandi. Þær eru fjárkláðamaurinn Psoroptes ovis, fótakláðamaurinn Chorioptes ovis, fellilúsin Bovicola (Damalinia) ovis og færilúsin Melophagus ovinus. Auk fyrrnefndra tegunda hefur skógarmaurinn Ixodes ricinus fundist stöku sinnum á sauðfé og líklegt má telja að lundalúsin Ixodes uriae fari stundum á kindur. (Sjá einnig mynd). Lítið er vitað um hvenær þessar tegundir 1. mynd. Fjárkláðamaur (Psoroptes ovis). Kvendýr með eggi í. Lengd u.þ.b. 0,8 mm. Figure 1. A sheep scab mite (Psoroptes ovis). A female with an egg. Length approx. 0.8 mm. 2. mynd. Fótakláðamaurar (Chorioptes ovis). Karldýr og kvendýr. Lengd u.þ.b. 0,4 og 0,5 mm. Figure 2. Sheep mange mites (Chorioptes ovis). A male and a female. Length approx. 0.4 and 0.5 mm.

3 ÓVÆRA Á SAUÐFÉ Á ÍSLANDI 93 hafa borist til Íslands. Líklegt má telja að sumar þeirra hafi verið hér á sauðfé frá upphafi Íslandsbyggðar en heimildir benda þó til að fjárkláðamaurar hafi hugsanlega fyrst borist hingað til lands á átjándu eða nítjándu öld. Fyrstu heimildir sem benda til ytri óværu á sauðfé eru sennilega lýsingar á skæðum sjúkdómsfaraldri sem kom upp í sauðfé á Íslandi árið Á þeim tíma var þessi faraldur yfirleitt kallaður fjársýkin eða fjárpestin og helstu einkenni voru útbrot, kláði og mikill fjárfellir. Talið var að sjúkdómurinn hefði borist hingað til lands með hrút af spænsku kyni sem fluttur hafði verið inn frá Noregi. Faraldur þessi breiddist út um Suður-, Vesturog Norðurland en barst ekki til Vestfjarða og Norðaustur-, Austur- og Suðausturlands. Reynt var að lækna sýkina með böðunum en svo fór að lokum að smitað fé var skorið niður á kláðasvæðunum á næstu tveim áratugum og virtist faraldurinn hverfa í kjölfar þess (t.d. Ólafur Olavius, 1780). Ekki virðast menn hafa verið vissir um á þessum tíma hvaða sjúkdómur þetta var en nefndu til m.a. pest, bólu eða fjárkláða (t.d. Ólafur Olavius, 1780). Síðar var álitið að faraldurinn hefði verið af völdum fjárkláðamaura og hefur hann því almennt verið kallaður fyrri fjárkláðinn. Á þeim tíma voru einnig fellilús og færilús til í landinu eftir samtímalýsingum að dæma (Eggert Olavsen og Biarne Povelsen, 1772) en kláði af þeirra völdum er mun vægari. 3. mynd. Fellilús Bovicola (Damalinia) ovis. Kvendýr. Lengd u.þ.b. 2 mm. Figure 3. A sheep biting louse (Bovicola (Damalinia) ovis). A female. Length approx. 2 mm. 4. mynd. Færilús Melophagus ovinus. Lengd u.þ.b. 7 mm. (Erlent sýni). Figure 4. A sheep ked (Melophagus ovinus). Length approx. 7 mm. (A foreign specimen).

4 94 BÚVÍSINDI Ýmsar efasemdir hafa verið uppi um hvort fyrri fjárkláðinn svonefndi hafi í raun verið af völdum fjárkláðamaura. Er það trúlegt að hægt hefði verið að útrýma fjárkláða með niðurskurði á þessum tíma? Hafi þarna verið um fjárkláðamaura að ræða, voru þeir þá e.t.v. til fyrir í landinu og mögnuðust af einhverjum ástæðum upp í faraldur á þessum árum? Eða var þetta e.t.v. eitthvað annað, t.d. fjárbóla? Erfitt er að svara þessum spurningum svo óyggjandi sé. Árið 1856 kom upp seinni fjárkláðinn svonefndi og er greinilegt að hann var af völdum fjárkláðamaura. Kláðinn breiddist út víða um Suður-, Vestur- og Norðvesturland. Almennt var álitið að þessi kláði hefði komið með innfluttu sauðfé þó margir teldu að hann hefði verið fyrir í landinu. Fljótlega komu upp deilur um hvernig bregðast skyldi við faraldrinum, hvort beita skyldi niðurskurði eða baða kindurnar úr mauradrepandi efnum. Þetta varð mikið hitamál og á næstu áratugum var báðum aðferðum beitt. Svo fór þó að lokum að lækningamenn urðu ofaná. Eftir tvo áratugi hafði verulega dregið úr faraldrinum þó að maurunum hefði alls ekki verið útrýmt (t.d. Þorvaldur Thoroddsen, 1919). Það var ekki fyrr en 1897 að fram kemur að fótakláðamaurar séu einnig til í landinu (Magnús Einarsson, 1897). Sennilega hafa menn á Íslandi ekki getað greint á milli kláðamaurategundanna fyrr en þá og þess vegna gæti fótakláðamaurinn hafa verið kominn löngu fyrr til landsins. Skógarmaurinn var fyrst staðfestur hér á landi 1967 (Lindroth o.fl., 1973). Hann hefur þó ugglaust borist margoft hingað á þessari öld og fyrri öldum, þó hann hafi hugsanlega ekki orðið landlægur. Allt fram á síðustu ár hefur kláðamaurunum, og annarri óværu á sauðfé, verið haldið í skefjum, eða jafnvel útrýmt, á stórum svæðum með lögbundnum böðunum. Á fyrri öldum voru fjölmörg og misgóð ráð notuð gegn fjárkláða. Á síðustu öld var Walzbaðið svonefnda t.d. talsvert notað og virtist koma að gagni. Í því var m.a. kalk, pottaska, tjara, hjartarhornsolía og kúahland. Síðar komu ýmis virkari lyf, eins og t.d. tóbak, og að lokum sérhæfðari maura- og skordýraeitur eins og gamma-hexachlorcyclohexan (Gammatox). Á allra síðustu árum hefur stungulyfið Ivermectin verið notað gegn maurakláða. Fyrstu lögin, sem fyrirskipuðu árlegar sauðfjárbaðanir, voru sett 1913 (lög nr 46/1913 og nr 58/1914). Árið 1959 var slakað á og heimild veitt til að baða aðeins annað hvert ár en fyrirskipa mátti böðun oftar ef nauðsyn krefði (lög nr 23/1959). Árið 1977 voru sett lög er veittu heimild til að fella niður sauðfjárbaðanir í fjárskiptahólfum þar sem ekki hefði orðið vart við kláða eða önnur óþrif í sauðfé og geitfé í 4 ár eða lengur (lög nr 22/ 1977). Árið 1993 var böðunarskylda svo felld niður en fjárkláði var skilgreindur tilkynningarskyldur sjúkdómur og verði vart við hann ber dýralækni að tilkynna það yfirdýralækni og jafnframt að grípa til varúðarráðstafana gegn útbreiðslu eða til útrýmingar sjúkdómnum, auk fleiri ráðstafana. Fótakláði og færilús voru aftur á móti skilgreindir skráningarskyldir sjúkdómar og dýralæknir skal hlutast til um að framkvæmdar séu frekari rannsóknir og málið tilkynnt að því marki sem nauðsynlegt er. (Lög nr 25/1993). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur um áratuga skeið fengið send sýni til sjúkdómarannsókna á búfé, þar á meðal vegna óværu á sauðfé. Það eru dýralæknar, bændur og ýmsir aðrir aðilar sem hafa notfært sér þessa þjónustu. Oftast eru sýnin hrúður, ull, gærubútar eða lappir með kláðaummerkjum. Sýnin eru þá fyrst skoðuð í víðsjá. Finnist ekkert við slíka skoðun eru þau soðin í lút (10 20% NaOH eða KOH) í 5 mínútur og síðan botnfelld við snúninga á mínútu í u.þ.b. 5 mínútur. Botnfallið er síðan skoðað í smásjá. Hér á eftir eru teknar saman niðurstöður rannsókna á óværu sauðfjár sem gerðar hafa verið á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum síðastliðin 20 ár.

5 ÓVÆRA Á SAUÐFÉ Á ÍSLANDI 95 NIÐURSTÖÐUR Fjárkláðamaurinn (Psoroptes ovis) Á síðastliðnum 20 árum hafa fjárkláðamaurar fundist á alls 48 bæjum í nokkrum varnarhólfum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi. Á meðfylgjandi korti (5. mynd) má sjá þau varnarhólf þar sem fjárkláðamaurar hafa fundist á þessu tímabili og hvaða ár maurarnir hafa fundist síðast í viðkomandi hólfi. Lengst hafa liðið 6 ár fyrir eða á milli fundarára í hólfi. Oftast hafa maurarnir aðeins fundist eitt ár á hverjum bæ. Á sex bæjanna hafa þeir þó fundist í 2 5 ár á þessu tímabili og mest hafa fundarárin spannað 17 ár á sama bæ. Fótakláðamaurinn (Chorioptes ovis) Á síðastliðnum 20 árum hafa fótakláðamaurar fundist á alls 46 bæjum víða um land. Á meðfylgjandi korti (6. mynd) má sjá þau varnarhólf sem fótakláðamaurar hafa fundist í á þessu tímabili og hvaða ár maurarnir hafa fundist síðast í viðkomandi hólfi. Í mörgum hólfanna hafa maurarnir verið að finnast í fyrsta sinn á þessu tímabili, jafnvel síðustu árin. Maurarnir hafa aðeins verið staðfestir eitt ár á hverjum bæ. Fellilúsin (Bovicola (Damalinia) ovis) Á síðustu tveim áratugum hefur fellilús aðeins verið staðfest í tveim varnarhólfum á Austurlandi. Það var árin 1982, 1985 og 1993 og var um nokkra bæi að ræða í hvert sinn. Á meðfylgjandi korti (7. mynd) má sjá þessi varnarhólf og hvaða ár lýsnar fundust síðast í viðkomandi hólfi. Þar áður höfðu fellilýs fundist síðast árið 1971 á Jökuldal. Færilúsin (Melophagus ovinus) Síðastliðna tvo áratugi hafa engar færilýs borist að Keldum. Síðustu færilýsnar sem þangað bárust komu árið 1971 úr Skagafirði, austan Héraðsvatna. Árið 1982 bárust færilýs til Náttúrufræðistofnunar Íslands og voru þær úr Skagafirði vestan vatna (7. mynd). Ekki er vitað til að Náttúrufræðistofnun hafi borist færilýs fyrr og ekki hafa þær borist þangað síðan (Erling Ólafsson, persónulegar upplýsingar). Skógarmaurinn (Ixodes ricinus) Tvisvar sinnum hafa skógarmaurar verið staðfestir á kindum hér á landi. Í annað skiptið árið 1977 á kind á Norðfirði og hitt árið 1981 á lambi í V-Skaftafellssýslu (Sigurður H. Richter, 1981). UMRÆÐUR Yfirleitt er fylgst allvel með óværu á sauðfé hér á landi. Líklegt má telja að verulegur hluti þeirrar óværu sem finnst sé sendur til rannsókna að Keldum og einnig eru send sýni af hrúðri, ull og húð kinda sem hafa kláðaeinkenni. Því má ætla að þær upplýsingar sem hér hafa komið fram gefi nokkuð góða vísbendingu um útbreiðslu tegundanna. Þrátt fyrir þetta ber að hafa nokkurn vara á. Misauðvelt er að sjá óværutegundirnar og átta sig á tilvist þeirra. Færilúsin er auðsæ, fellilúsin sést verr og kláðamaurarnir sjást illa eða ekki með berum augum. Skógarmaurinn og lundalúsin sjást að vísu oftast vel en standa stutt við á kindunum og þá á sumrin þegar þær eru ekki undir mannahöndum. Auk þess virðast menn vera nokkuð misvel á verði gagnvart óværutegundunum. Enda þótt fellilýs sjáist sæmilega með berum augum, og færilýs mjög vel, virðast þær geta leynst svo árum skiptir án þess að uppgötvast, eða a.m.k. án þess að ástæða sé talin af viðkomandi bónda eða dýralækni til að senda sýni að Keldum. Hvað varðar kláðamaurana þá virðast menn yfirleitt vera nokkuð vel á verði gagnvart fjárkláðamaurnum og upplýsingarnar sem hér hafa komið fram gefa sennilega nokkuð góða mynd af tíðni hans og útbreiðslu. Aftur á móti virðast menn síður vera á verði gagnvart fótakláðamaurnum og hann er því hugsanlega jafnvel útbreiddari og algengari en þessar upplýsingar gefa vísbendingu um. Rétt er að benda á að mikil tíðni tilfella í einstökum héruðum þarf ekki endilega að endurspegla að tíðni þar sé meiri en sumstaðar annars staðar. Séu bændur og dýralæknar vel

6 96 BÚVÍSINDI 5. mynd. Sauðfjárveikivarnahólf þar sem fjárkláðamaurar (Psoroptes ovis) voru staðfestir á árunum Figure 5. Sheep quarantine areas where sheep-scab mites (Psoroptes ovis) were identified during mynd. Sauðfjárveikivarnahólf þar sem fótakláðamaurar (Chorioptes ovis) voru staðfestir á árunum Figure 6. Sheep quarantine areas where sheep-mange mites (Chorioptes ovis) were identified during mynd. Sauðfjárveikivarnahólf þar sem fellilýs (Bovicola ovis) og færilýs (Melophagus ovinus) voru staðfestar á árunum Figure 7. Sheep quarantine areas where sheep biting lice (Bovicola ovis) and sheep keds (Melophagus ovinus) were identified during

7 ÓVÆRA Á SAUÐFÉ Á ÍSLANDI 97 á verði í viðkomandi héraði, þá getur það komið fram í auknum fjölda sýna sem send eru til rannsóknar. Það getur síðan leitt til þess að óværa uppgötvist oftar og af fleiri bæjum í héraðinu. Einnig er rétt að benda á að það sem á meðfylgjandi kortum eru kallaðar traustari varnarlínur eru ekki ávallt fullkomlega traustar, auk þess sem fé hefur stundum verið flutt yfir slíkar línur. Yfirleitt er brugðist hart við þegar óværa finnst á sauðfé og allt fé á viðkomandi bæ, nágrannabæjum og jafnvel í heilu varnarhólfunum er þá meðhöndlað, annað hvort baðað með maura- og skordýradrepandi lyfi eða nú á síðari árum sprautað með fjölvirku sníkjudýralyfi. Til skamms tíma hafa reglubundnar baðanir sauðfjár verið lögbundin skylda og hefur svo verið frá Þrátt fyrir þetta hefur gengið furðu illa að útrýma óværunni hér á landi. Það er athyglivert hve misalgengar óværutegundirnar eru. Vel virk baðlyf hafa verið notuð um margra áratuga skeið og þau ættu að drepa allar þessar tegundir. Skýringarinnar á því hve tegundirnar eru misalgengar er sennilega oftast að leita í mismunandi lifnaðarháttum þeirra. Einkum er umhugsunarvert hvers vegna fótakláðamaurinn er svo útbreiddur sem raun ber vitni og útbreiddari en fjárkláðamaurinn. Fótakláðamaurinn heldur sig einkum á snögghærðum stöðum og baðlyfin ættu að ná betur til hans en til fjárkláðamaursins. Skýringin gæti þó t.d. verið að baðlyfið helst lengur í þykkri ullinni en á snögghærðum stöðum og/eða að menn hafa verið andvaralausari gagnvart fótakláðamaurnum en fjárkláðamaurnum, áttað sig síður á honum og ekki gripið alltaf til eins róttækra ráðstafana þegar hann hefur fundist. Ástæðurnar fyrir því að ekki hefur tekist að útrýma allri óværu af sauðfé hér á landi geta verið margvíslegar og hafa þessar verið nefndar helstar (Páll A. Pálsson, 1969): Eins og sauðfjárbúskap er hagað hér á landi er óframkvæmanlegt að framkvæma allsherjarböðun á sauðfé fyrr en eftir að búið er að taka fé á hús fyrripart vetrar. Því verður að baða fé í ullu og nær þá baðlyfið ekki alltaf nógu vel til óværunnar. Stundum heimtast kindur ekki fyrr en böðun er lokið og böðun þess verður því útundan. Flesta vetur lifir eitthvað fé á útigangi einhvers staðar í landinu. Stundum geta litlir fjárhópar af ýmsum ástæðum orðið útundan við böðun og á stöku bæ getur orðið að fresta böðun eða fella hana niður vegna vanheilsu fjárins. Auk þess er oft erfitt að sótthreinsa umhverfi kindanna fullkomlega. Við þetta má svo bæta að það er vel þekkt erlendis frá að fjárkláðamaurar geta myndað ónæmi gegn baðlyfjum sem eru lengi í notkun, t.d. gegn benzenhexaklóríði (Gammatox) sem notað var hér á landi um áratuga skeið (Tarry, 1991). Ónæmismyndun kláðamaura hefur ekki verið rannsökuð hér á landi. Sé staðið vel og samviskusamlega að meðhöndlun sauðfjár gegn sauðfjáróværu, engu sleppt og virk lyf notuð, ætti þó að vera hægt að útrýma óværunni úr heilu varnarhólfunum, eins og virðist reyndar hafa tekist víða. Jafnvel er hugsanlegt að útrýma mætti sumum tegundum óværunnar alveg úr landinu en það hefur tekist sum staðar erlendis. Þannig var fjárkláðamaurnum útrýmt á Nýja Sjálandi 1894, í Ástralíu 1896 og á Bretlandi Að vísu barst fjárkláðinn aftur til Bretlands 1973 og hefur ekki verið útrýmt þar síðan (Tarry, 1991; Bruère og West, 1993). Flest bendir þó til að enn um sinn þurfi Íslendingar að búa við óværu á sauðfé. ÞAKKIR Höfundar þakka dýralæknum og öðrum sem hafa sent óværusýni að Keldum á undanförnum árum. Einnig er Kolbeini Reginssyni líffræðingi þökkuð hjálp við gerð útbreiðslukorta og Karli Skírnissyni dýrafræðingi sem las handritið og kom með ábendingar. HEIMILDIR Bruère, A.N. & D.M. West, The Sheep: Health, Disease & Production. (ISSN ).

8 98 BÚVÍSINDI Veterinary Continuing Education, Massey University, Palmerston North, New Zealand: 397 s. Eggert Olavsen & Biarne Povelsen, Reise igennem Island, Sorøe. (Ferðabók Eggerts og Bjarna, þýdd á íslensku og gefin út 1974 í tveim bindum; 365 og 296 s.). Lindroth, C.H., H. Andersson, Högni Böðvarsson & Sigurður H. Richter, Surtsey, Iceland. The Development of a New Fauna, Terrestrial Invertebrates. Entomologica Scandinavica, Supplementum 5. Munksgaard, Kaupmannahöfn: 280 s. Magnús Einarsson, Um fjárkláða. Búnaðarrit 11: Ólafur Olavius, Rejsebog (Forspjall eftir Jón Eiríksson). Kaupmannahöfn. (Ferðabók, þýdd á íslensku og gefin út í Reykjavík 1964, bindi I og II; 383 s.). Páll A. Pálsson, Færilús og fjárkláði. Freyr 65: Sigurður H. Richter, Ixodes ricinus á Íslandi. Dýralæknaritið 2(1): Tarry, D.V., Sheep scab and other forms of mange. Í: Diseases of Sheep (ritstj. W.B. Martin & I.D. Aitken). Blackwell Scientific Publications, Oxford: Þorvaldur Thoroddsen, Sjúkdómar sauðpenings. Í: Lýsing Íslands III. Kaupmannahöfn: Handrit móttekið 17. apríl 1996, samþykkt 21. júlí 1997.

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

MA ritgerð. Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum

MA ritgerð. Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum MA ritgerð Félagsráðgjöf Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum Úttekt á gerendum sem leita til Karlar til ábyrgðar Ingibjörg Þórðardóttir Leiðbeinandi dr. Freydís Jóna Freysteinsdóttir Janúar 2014 Ofbeldi

More information

ÁHRIF SJÓBAÐA Á LÍKAMA MANNA

ÁHRIF SJÓBAÐA Á LÍKAMA MANNA ÁHRIF SJÓBAÐA Á LÍKAMA MANNA Kristján Sveinsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2013 Höfundur/höfundar: Kristján Sveinsson Kennitala: 090379-3999 Leiðbeinandi: Brian Daniel Marshall Tækni-og verkfræðideild

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Þróun fugla. Risaeðlum Skriðdýrum

Þróun fugla. Risaeðlum Skriðdýrum Jarðsaga 2. Ingibjörg Magnúsdóttir Þróun fugla Í þessar grein verður fjallað örlítið um þróun fugla á Fornlífsöld. Það er í heildina ekki mikið vitað um uppruna og þróun fugla, en sem betur fer erum við

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Velgegni á prófum hefst löngu áður en að prófinu sjálfu kemur. Hún er fyrst og fremst falin í góðum námsvenjum og ástundun náms. Það er misjafnt hvaða skoðun fólk

More information

On Stylistic Fronting

On Stylistic Fronting On Stylistic Fronting Halldór Ármann Sigurðsson Lund University This is a handout of a talk given in Tübingen 2010, 1 updated 2013, focusing on a number of empirical questions regarding Stylistic Fronting

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins?

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins? BA ritgerð Mannfræði Meira en bara besti vinur mannsins? Hversu nánir mega menn verða dýrum og hvar grípa menningarleg tabú þar inn í? Kristín Björg Björnsdóttir Leiðbeinandi Sveinn Eggertsson Febrúar

More information

Með MS, minn líkami, mitt val

Með MS, minn líkami, mitt val Hug- og félagsvísindasvið Fjölmiðlafræði 2014 Með MS, minn líkami, mitt val Ingibjörg Snorradóttir Hagalín Lokaverkefni á hug- og félagsvísindasviði Hug- og félagsvísindasvið Fjölmiðlafræði 2014 Með MS,

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Nýr gjaldmiðill handa Íslandi?

Nýr gjaldmiðill handa Íslandi? Geoffrey Wood Nýr gjaldmiðill handa Íslandi? Formáli Stórþjóðir hafa nær undantekningalaust sinn eigin gjaldmiðil. Í hnotskurn eru tvær ástæður fyrir þessu sögulegar og stjórnmálalegar. Gagnlegt er að

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Bágt er að berja höfðinu við steininn

Bágt er að berja höfðinu við steininn Bágt er að berja höfðinu við steininn Um tengsl skammtíma- og langtímaafleiðinga heilaáverka Thelma Rún van Erven Lokaverkefni til B.Sc.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Bágt er að berja höfðinu

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Hugvísindasvið. Straumur í æðum. Rafvæðing Íslands með tilliti til verka sjálfmenntaðra manna. Ritgerð til BA-prófs í Sagnfræði. Tinna Guðbjartsdóttir

Hugvísindasvið. Straumur í æðum. Rafvæðing Íslands með tilliti til verka sjálfmenntaðra manna. Ritgerð til BA-prófs í Sagnfræði. Tinna Guðbjartsdóttir Hugvísindasvið Straumur í æðum Rafvæðing Íslands með tilliti til verka sjálfmenntaðra manna Ritgerð til BA-prófs í Sagnfræði Tinna Guðbjartsdóttir Janúar 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Straumur

More information

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Börnum straffað með hendi og vendi Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Steinunn Bergmann 2010 1 Formáli Rannsókn þessi á tilkynningum til barnaverndarnefnda er varða grun

More information

Ástríðufullur eplabóndi á Hellu. 7. tölublað 2008 Þriðjudagur 9. september Blað nr. 288 Upplag

Ástríðufullur eplabóndi á Hellu. 7. tölublað 2008 Þriðjudagur 9. september Blað nr. 288 Upplag 14-15 Tungnamenn græða upp afrétt sinn á Kili 17 Ástríðufullur eplabóndi á Hellu 18-19 Er þunglyndi útbreitt meðal bænda? Síminn bauð lægst í háhraðanetið Síminn átti langlægsta tilboðið í uppbyggingu

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Æ sér gjöf til gjalda: um jólagjafir Íslendinga fyrr og nú. Elsa Ýr Bernhardsdóttir

Æ sér gjöf til gjalda: um jólagjafir Íslendinga fyrr og nú. Elsa Ýr Bernhardsdóttir Æ sér gjöf til gjalda: um jólagjafir Íslendinga fyrr og nú Elsa Ýr Bernhardsdóttir Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Vöruhönnun Æ sér gjöf til gjalda: um jólagjafir Íslendinga fyrr og

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Rannsókn á aðstæðum fólks sem hefur greinst með Alzheimerssjúkdóm á Íslandi á aldrinum 45-65 ára Febrúar 2005 Hanna Lára Steinsson Minnismóttaka LSH Landakoti EFNISYFIRLIT

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Ofbeldissamband yfirgefið

Ofbeldissamband yfirgefið Ritrýndar greinar Ofbeldissamband yfirgefið Ingólfur V. Gíslason, fil. dr. í félagsfræði, dósent við Háskóla Íslands. Valgerður S. Kristjánsdóttir, MA í félagsfræði, hjá Leikskólanum Grænuborg. Ingólfur

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot

Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot Vitneskja fólks um áreiðanleika frásagna barna um kynferðisbrot Er munur á vitneskju ólíkra starfsstétta? Helga Theodóra Jónasdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Vitneskja

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr Verkaskipting kynjanna Fyrir og eftir bankahrun Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr. 10 2010 Verkaskipting kynjanna fyrir og eftir bankahrun Karlar verja meiri tíma í heimilisstörf en þeir gerðu

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni

Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni Mat á einelti í opinberum stofnunum í krafti starfsmannaverndar Anna María Reynisdóttir Lokaverkefni til MS-gráðu í viðskiptafræði Leiðbeinandi:

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Yfirtaka greiðslukortanna

BS ritgerð í viðskiptafræði. Yfirtaka greiðslukortanna BS ritgerð í viðskiptafræði Yfirtaka greiðslukortanna Val hins íslenska neytanda á greiðslumiðlum Hjörtur Sigurðsson Leiðbeinandi: Gylfi Magnússon, dósent Viðskiptafræðideild Maí 2012 Yfirtaka greiðslukortanna

More information

Nafn- og myndbirtingar í dagblöðum

Nafn- og myndbirtingar í dagblöðum Háskólinn á Akureyri Félagsvísinda- og lagadeild Fjölmiðlafræði 2006 Nafn- og myndbirtingar í dagblöðum 1932-2006 Íris Alma Vilbergsdóttir Lokaverkefni í Félagsvísinda og lagadeild Háskólinn á Akureyri

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Fjölmiðlafræði 2014 Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Hvernig hefur dagskrárgerð í sjónvarpi og sjónvarpsnotkun áhorfandans breyst með tilkomu nýrrar tækni? Ester

More information

Upphaf goðaveldis á Íslandi 1

Upphaf goðaveldis á Íslandi 1 Orri Vésteinsson Upphaf goðaveldis á Íslandi 1 Inngangur Maður skyldi ætla að eitt af því sem gerði sögu 10. aldar á Íslandi ómótstæðilega spennandi væri möguleikinn á að svara spurningunni: Hvernig verður

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Nýsköpun í textíl. Um notkun á fífu og mó í textíl. Ólöf Sigríður Jóhannsdóttir

Nýsköpun í textíl. Um notkun á fífu og mó í textíl. Ólöf Sigríður Jóhannsdóttir Nýsköpun í textíl Um notkun á fífu og mó í textíl Ólöf Sigríður Jóhannsdóttir Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Nýsköpun í textíl: Um notkun á fífu og mó í textíl

More information

Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir

Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir 12.01.2018 Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2. Skilgreiningar... 3 3. Hinsegin fólk og heimilisofbeldi...

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum BS ritgerð í viðskiptafræði Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum Hefur skipulagning og utanumhald á BS-ritgerðum áhrif á brottfall nemenda úr námskeiðinu? Helga Steinunn

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Mannfræði Trúir þú á raunveruleikann? - þróun óhefðbundinna lækninga til dagsins í dag Arna Björk Kristjánsdóttir Febrúar 2010 1 Leiðbeinandi: Kristín Erla Harðardóttir

More information

- Kerfisgreining með UML

- Kerfisgreining með UML Kuml - Kerfisgreining með UML 2007, Jón Freyr Jóhannsson 5ta útgáfa - 2007 Hönnun og umbrot: Jón Freyr Jóhannsson Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti sem sem ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

Markaðsaðstæður á fjærmörkuðum

Markaðsaðstæður á fjærmörkuðum Markaðsaðstæður á fjærmörkuðum Indland Kína Japan Rússland Unnið fyrir Ferðamálastofu Íslands sumarið 2010 Höfundur: Svanlaug Rós Ásgeirsdóttir Um verkefnið Verkefni þetta er unnið af Svanlaugu Rós Ásgeirsdóttur,

More information