Upplýsingaefni fyrir fagfólk varðandi skimun, greiningu og meðferð við matarfíkn

Size: px
Start display at page:

Download "Upplýsingaefni fyrir fagfólk varðandi skimun, greiningu og meðferð við matarfíkn"

Transcription

1 2014 Upplýsingaefni fyrir fagfólk varðandi skimun, greiningu og meðferð við matarfíkn Matarheill eru vettvangur þeirra sem leita lausna við matarvanda sem heilbrigðisvanda. Samtökin standa vörð um réttindi fólks með matarfíkn og annarra sem eiga við matarvanda að stríða, hvetja til fræðslu og vinna að forvörnum. Þau vinna að viðurkenningu á matarfíkn sem sjúkdómi og stuðla að meðferðarúrræðum við hæfi. VIRÐING VON LAUSN LÍFSGÆÐI

2 Efnisyfirlit Kæri starfsmaður í heilbrigðis-, velferðar-, uppeldis- eða fíknimeðferðargreinum Hvað er matarfíkn?... 3 Hvernig er matarfíkn greind?... 3 Hvað skal gera?... 3 Mismunandi matmenn og mismunandi lausnir... 4 Offita átröskun matarfíkn... 5 Skimun fyrir sykurfíkn frá Bitten Jonsson... 6 Skimun fyrir matarfíkn frá ACORN... 7 Greiningarpróf til að meta þróun matarfíknar... 8 Matarfíkn: Stigvaxandi þróunarferli hennar og ráðlögð úrræði Fræðsla, rannsóknir og meðferðarferli Rannsóknir Hvað er til ráða? Meðferðarúrræði á Íslandi

3 Kæri starfsmaður í heilbrigðis-, velferðar-, uppeldis- eða fíknimeðferðargreinum. Ert þú með skjólstæðing sem þjáist af offitu eða öðrum átvanda? Ert þú með skjólstæðing sem virðist ófær um að grenna sig eða breyta mataræði sínu, þrátt fyrir að hann vilji það einlæglega og þrátt fyrir að hann viti að matarvenjur hans hafi slæm áhrif á heilsufar hans? Þá er líklegt að skjólstæðingur þinn þjáist af matarfíkn. Hvað er matarfíkn? Vitað er að ýmis unnin matvæli, sérstaklega þau sem innihalda mikið af sykri, sterkju og fitu, geta örvað umbunarstöðvar heilans á svipaðan hátt og nikótín, áfengi og eiturlyf. Hjá mörgum getur þetta valdið fíkn, á nákvæmlega sama hátt og eiturlyfjafíklar verða háðir eiturlyfjum. Hjá matarfíklum finnast mörg einkenni sem passa við efnaánetjun (e. Substance Abuse) skv. greiningarlistanum DSM-5. Samtök bandarískra fíknilækna (ASAM) skilgreina fíkn sem krónískan sjúkdóm sem hefur áhrif á boðkerfi m.a. í umbunar-, hvatningar- og minnisstöðvum heilans. Þegar þessi boðkerfi virka ekki sem skyldi birtist það í ýmsum sjúklegum einkennum, bæði líffræðilegum, sálrænum, félagslegum og andlegum. Þetta lýsir sér í sjúklegri hegðun þar sem einstaklingurinn sækist eftir umbun og/eða vellíðan með því að nota viðkomandi efni og/eða ástunda hegðunina sem um ræðir. Samtökin telja að matarfíkn falli innan þessarar skilgreiningar. Hvernig er matarfíkn greind? Matarfíkn er ekki enn viðurkennd sem sjúkdómur samkvæmt DSM-listanum en þó var lotuofát (e. Binge Eating Disorder) viðurkennt í nýjustu útgáfunni, DSM-5. Lotuofát er talið vera átröskun en margt er mjög líkt með því og matarfíkn. Fagaðilar við Yale-háskóla í Bandaríkjunum hafa búið til greiningartæki sem nefnist Yale Food Addiction Scale. Þetta er listi með 25 spurningum sem eru notaðar til að meta hvort einstaklingur er haldinn matarfíkn. Þessi skali hefur verið sannreyndur og notaður í mörgum rannsóknum. Annað greiningartæki til að greina matarfíkn, ásamt öðrum þeim fíknum sem viðkomandi skjólstæðingur gæti verið haldinn, er ADDIS-SUGAR. Það er nýtt og ítarlegt greiningartæki sem Bitten Jonsson MS hefur hannað. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Matarheilla. Bitten hefur ennfremur hannað skimunarpróf fyrir matarfíkn sem birt er hér að aftan. Rannsóknir sýna að matarfíkn er raunverulegt vandamál. Á undanförnum árum hafa nokkrar rannsóknir verið gerðar á tíðni matarfíknar. Flestar þeirra hafa leitt í ljós sterkt samband milli einkenna á Yaleskalanum og þyngdar og fituprósentu, en eins og allir vita eru offita og annar átvandi orðin gríðarlega útbreidd vandamál í nútímasamfélagi. Hvað skal gera? Margir vísindamenn telja að matarfíkn sé einn undirflokkur offitu og að þeir einstaklingar sem hún hrjáir þurfi öðruvísi lausn en annað of feitt fólk. Einnig telja margir að unnin matvæli, sem innihalda gjarnan mikið af sykri, sterkju og fitu, geti haft þau áhrif á umbunarstöðvar heilans að fólk borðar yfir sig af þeim og fitnar. Á Íslandi eru til nokkur úrræði fyrir matarfíkla. Ef þú hefur til meðferðar skjólstæðing sem á við þennan vanda að stríða, mælum við með að vísa honum á eftirfarandi staði: MFM-miðstöðin ( Meðferðarstöð vegna matarfíknar, sem hefur starfað frá árinu Þar býðst skjólstæðingum greining á vandanum og fagleg einstaklingsmiðuð meðferð við honum. OA-samtökin ( 12 spora samtök fyrir matarfíkla og fólk með átraskanir, svipuð og AAsamtökin. GSA-samtökin ( 12 spora samtök þar sem lögð er áhersla á nákvæma matardagskrá. Þú getur fundið meiri upplýsingar, meðal annars vísindalegar heimildir fyrir öllum fullyrðingunum hér að ofan á heimasíðu Matarheilla: 3

4 Mismunandi matmenn og mismunandi lausnir Venjulegur matmaður Vandamálaát Matarfíkill í ofþyngd (átraskanir) (efnaánetjun) Vandamálið er líkamlegt: ofþyngd Vandamálið er líkamlegt og huglægt/tilfinningalegt: lotuát, svelti og/eða framkölluð uppköst (vegna tilfinningalegrar vanlíðunar) áföll sem ekki hefur verið unnið úr oft þyngdarvandamál (yfirþyngd eða undirþyngd) Vandamálið er líkamlegt, huglægt/tilfinningalegt og andlegt: líkamleg löngun (falskt hungur) huglæg þráhyggja (óraunhæf hugsun) eigin vilji á villigötum (óraunhæf sjálfstjórn) oft áföll og þyngdarvandi Lausnin er líkamleg: læknisfræðilega viðurkennd matardagskrá líkamsrækt í hófi stuðningur við að breyta mataræði, auka hreyfingu og bæta lífsstíl Lausnin er huglæg/tilfinningaleg: að ávinna sér færni til að ráða við tilfinningar sínar og líðan án þess að svelta sig, framkalla uppköst og/eða borða yfir sig að vinna úr tilfinningalegum áföllum og óraunhæfum hugsanamynstrum... og líkamleg: þær lausnir sem eru taldar hér til vinstri til viðbótar við þær sem taldar eru hér að ofan Lausnin er andleg: fráhald frá þeim fæðutegundum sem neytt hefur verið í óhófi og að láta af skaðlegri áthegðun algjör heiðarleiki gagnvart öllum hugsunum og tilfinningum andleg vinna, t.d. 12 spora bataleiðin... huglæg/tilfinningaleg og líkamleg: þær lausnir sem eru taldar hér til vinstri til viðbótar við þær sem taldar eru hér að ofan Það sem virkar: viljastyrkur Það sem virkar: meðalhóf vera meðvitaður um tilfinningar sínar Það sem virkar: að láta af stjórn Copyright Philip R. Werdell and Mary Foushi, 1997 (revised 2002). Þýtt með góðfúslegu leyfi höfunda. 4

5 Offita átröskun matarfíkn Hver er munurinn á þeim sem glímir við ofþyngd, átraskanir og matarfíkn? Ofþyngd: Flestir geta átt í vanda með ofþyngd ef þeir borða of mikið af orkuríkum mat og hreyfa sig of lítið. Margir þessara einstaklinga geta breytt mataræði sínu, farið að stunda heilbrigða hreyfingu og viðhaldið eðlilegri þyngd. Fyrir þá virkar viljastyrkurinn; bara leggja niður hnífapörin og ýta sér frá borðinu. Vanlíðan og át: Aðrir glíma við áföll og vanlíðan með því að hugga sig með áti. Það fólk er gjarnan í stöðugu jójó-ástandi með þyngd sína, er annaðhvort í átaki, ofáti eða að glíma við ýmiss konar átvanda. Einhverjir þróa með sér greinanlegar átraskanir, s.s. lystarstol og lotugræðgi eða framkalla uppköst. Vandinn er ekki hvað þú ert að éta, heldur það sem er að éta þig. Fyrir þá sem eiga við þess háttar vandamál að stríða virkar rétt samsett mataræði og hófleg líkamsrækt, ásamt því að tileinka sér leiðir til að höndla tilfinningar sínar. Matarfíkn: Til að um matarfíkn geti verið að ræða, þarf þrennt að koma til: 1. Stjórnleysi í áti og þráhyggja varðandi át og þyngd. 2. Viðkomandi glímir við skaðlegar afleiðingar af áti, s.s. þyngdarvanda, þunglyndi eða annan heilsuvanda. 3. Þrátt fyrir skaðlegar afleiðingar heldur viðkomandi hegðun sinni áfram. Þetta veldur síðan vítahring sjálfseyðingarhvatar, skammar og þunglyndis. Matarfíkn er tvíþættur sjúkdómur Líkamlegur þáttur vandans: Þegar líkaminn hefur ánetjast ákveðnum efnum í mat, hafa orðið breytingar í efnaboðskiptum heilans. Helstu einkenni þess eru aukin löngun í matvæli sem innihalda oftast sykur, sterkju (t.d. hveiti, glúten), fitu og salt eða löngun í mat í miklu magni. Líkaminn myndar aukið þol fyrir þessum matartegundum og viðkomandi borðar stöðugt meira magn, annaðhvort í lotum eða er sínartandi. Þetta ástand stigversnar ef ekkert er að gert. Meira er ekki nóg og verður aldrei nóg. Huglægur þáttur vandans: Þegar einstaklingur heldur áfram að borða það sem hann veit að kveikir fíkn, þrátt fyrir afleiðingarnar og þrátt fyrir að hafa einlæglega einsett sér að gera það ekki, er hann haldinn þráhyggju. Hann er varnarlaus gagnvart fyrsta bitanum sem leiðir alltaf af sér annan og síðan enn annan. Þegar sá sem á við matarfíknivanda að stríða hættir að nota fíkniefnið (sykur, sterkju, fitu, salt eða stóra skammta) eða ástunda átröskunarhegðunina sem deyfir tilfinningalíðan hans, byggist upp tilfinningapressa sem veldur því að hann leitar aftur í matinn og þá fróun og vellíðan sem hann finnur við að borða. Við tekur síðan sektarkennd og vanlíðan yfir því að hafa enn aftur misst stjórn á átinu. Hann nær ekki að ýta sér frá borðinu og segja nei takk! Eftir því sem fíknin ágerist, verða matarfíklarnir vanmáttugri gagnvart líkamlegri ílöngun og hugmyndir þeirra um matarþarfir sínar brenglast og þeir þróa með sér þráhyggju, sem heldur þeim í afneitun á ástandi sínu. Það sem virkar fyrir matarfíkil: Megrun, átak eða aðhald dugar ekki fyrir matarfíkil og þerapía ein og sér ekki heldur. Matarfíkill nær bata þegar hann er tilbúinn að láta af stjórn, gefast upp fyrir þeim breytingum sem felast í fráhaldi, taka úr fæði sínu fíknivaldandi matvæli og stíga inn í það ferli sem þarf til að viðhalda bata. Í uppgjöfinni felst sú andlega breyting, sem hefur gefið þúsundum sem átt hafa í vanda með ílöngun í mat NÝTT LÍF. Byggt á efni frá Phil Werdell og Esther Helgu Guðmundsdóttur með góðfúslegu leyfi þeirra. 5

6 Skimun fyrir sykurfíkn frá Bitten Jonsson (með sykri er átt við hvaða kolvetni sem er: pasta, brauð, sælgæti, kex, gos, ís, ruslfæði o.s.frv.) Svaraðu spurningunum með JÁ eða NEI 1. Óplönuð notkun Hefurðu borðað meira af sætindum* en þú ætlaðir þér eða eytt meiri tíma í að borða og nota sætindi* en þú ætlaðir síðasta árið? JÁ NEI 2. Vanræksla Hefurðu einhvern tíma vanrækt venjulegar skyldur þínar og daglegt líf vegna neyslu á sætindum* eða ofáts? JÁ NEI 3. Minnkuð neysla Hefur þig langað til að minnka neyslu á sætindum* eða þér fundist þú þurfa þess síðastliðið ár? JÁ NEI 4. Aðfinnslur ** Hefur einhver fundið að ofáti þínu á sætindum* eða hefur fjölskylda þín, vinir eða aðrir einhvern tíma sagt þér að þeir hafi áhyggjur af matarvenjum þínum? JÁ NEI 5. Þráhyggja Hefur þér einhvern tíma fundist þú vera mjög upptekin(n) af löngun í sætindi* eða hafa hugsanir þínar snúist mikið um sætindi/mat? JÁ NEI 6. Tilfinningaleg vanlíðan Hefurðu einhvern tíma notað sætindi/mat* til að draga úr tilfinningalegri vanlíðan, svo sem syfju, sorg, reiði, þreytu, leiðindum og þ.h.? JÁ NEI * Með því að svara spurningum um sætindi/ofneyslu matar* fjórum sinnum eða oftar með JÁ eru miklar líkur á að viðkomandi eigi við efnalega ánetjun að stríða. Þá er mælt með greiningarviðtali og ADDIS-SUGARprófi til að fá nákvæmari greiningu. ** Spurning 4: Ef skjólstæðingur svarar þessari spurningu neitandi en flestum öðrum spurningum játandi, skal spyrja hann að því hvort hann haldi að þeir sömu myndu finna að ef þeir sæju hvað og hvernig hann borðaði (t.d. sætindi/mat)? Túlkun: 0-1 JÁ: Bendir til félagslegar neyslu, vandamál er ekki fyrir hendi. 2-3 JÁ: Bendir til misnotkunar/skaðlegrar notkunar og skynsamlegt væri að fá ráðgjöf um lífsstílsbreytingar. 4 eða fleiri JÁ: Bendir til ánetjunar og fíknar, mælt er með ADDIS-SUGAR-greiningu eða dýpra mati. BJ Þýtt með góðfúslegu leyfi Bitten Jonsson. 6

7 Skimun fyrir matarfíkn frá ACORN Einkenni fyrri stiga matarfíknar: JÁ NEI 1. Notar þú stundum mat til að fylla upp í tómarúm þegar þér leiðist eða þú ert einmana? 2. Borðar þú stundum meira en þú ætlar þér? 3. Hefur neysla þín aukist á einhvern hátt frá því fyrir einhverjum mánuðum eða árum? (Hefur þú þyngst?) 4. Eyðir þú stundum meiri fjármunum í fljóttekinn mat (sælgæti, snakk, skyndibita) en þú ættir að gera? 5. Hafa fjölskylda, vinir eða atvinnurekandi verið áhyggjufull vegna áthegðunar þinnar eða útlits? 6. Reynir þú að gera lítið úr því hvernig þú borðar og segir öðrum að þú sért annaðhvort í átaki eða á leiðinni í það? 7. Hefur þú beitt þig hörðu með því að fara í stranga megrun eða fasta og leitast með því við að sýna að þú hafir stjórn á vandanum? 8. Hefur þú byrjað í átaki þrisvar sinnum eða oftar á síðastliðnum 6 mánuðum eða ætlað að gera það? 9. Heldur þú áfram að borða þá fæðuflokka sem veita þér vellíðan, jafnvel þótt þú vitir að þeir eru skaðlegir fyrir þig? 10. Hefur þú tilhneigingu til að borða áberandi meira en ella þegar þú ert undir miklu álagi? 11. Finnst þér að ástæður fyrir ofáti þínu séu vegna þeirra vandamála sem þú átt við að etja í lífi þínu? Einkenni seinni stiga matarfíknar: JÁ NEI 1. Ert þú smeyk(ur) við að breyta um starfsvettvang, vegna þyngdaraukningar, þyngdartaps og/eða útlits? 2. Finnur þú t.d. fyrir einhverju af eftirfarandi þegar þú reynir að takmarka át þitt: þunglyndi, höfuðverkjum, skapstyggð, viðkvæmni eða svefntruflunum? 3. Átt þú vanda til að halda áfram áti fram eftir kvöldi eða jafnvel snemma morguns? 4. Álítur þú að ofát og lotuát geti eyðilagt heilsu þína? 5. Er ofnotkun þín á mat og afleiðingar þess að brjóta niður sjálfsvirðingu þína? 6. Hefur maki þinn hótað að yfirgefa þig vegna þess hvernig þú umgengst mat og hvernig áhrif matur hefur á þig? 7. Ert þú farin(n) að skipuleggja lotuát eða fela mat til að borða seinna? 8. Langar þig oftar aðra í sykraðan, sterkjuríkan eða feitan mat? 9. Hefur læknirinn þinn tilkynnt þér að hann geti ekki gert meira fyrir þig? 10. Ert þú farin(n) að eyða svo miklum fjárhæðum í skyndimat að það er orðið að vandamáli í lífi þínu? Niðurstöður: Ef þú hefur svarað þremur spurningum játandi, gætir þú átt við matarfíkn að stríða, en ert sennilega á byrjunarstigi í sjúkdómnum. Ef þú hefur svarað sex eða fleiri spurningum játandi, bendir allt til að matarfíkn sé vandi og við mælum með að þú leitir þér aðstoðar. Þýtt með góðfúslegu leyfi: ACORN Food Dependency Recovery Services, Sarasota, Florida

8 Greiningarpróf til að meta þróun matarfíknar 1. Fyrstu stig 1. Þú nýtur þess að borða, nánast meira en nokkurs annars. 2. Þú borðar stundum meira en þú vilt en getur haft stjórn á því. 3. Þú öfundar þá sem geta borðað mikið en samt haft stjórn á þyngd sinni. 4. Þú tekur eftir að þú hefur stundum meiri áhuga á mat en fjölskylda þín og vinir. 5. Þú missir þig stundum í ofát (borðar hömlulaust) og segir engum frá því. 6. Þú manst oft eftir fyrsta skiptinu sem þú borðaðir ákveðinn mat eða matartegund. 7. Þér finnst matur vera leið til að finna fyrir vellíðan. 2. Miðstig 1. Þú heldur upp á ákveðinn mat og/eða góðgæti sem þú borðar oft. 2. Þú ert orðin(n) þyngri en talist getur heilbrigt fyrir hæð þína og/eða líkamsgerð. 3. Þú hefur farið í megrun oftar en einu sinni á fimm árum. 4. Þú hefur reynt ýmsar aðferðir til að hafa stjórn á þyngdinni, s.s. að fasta, kasta upp, farið í dáleiðslu o.s.frv. 5. Þú nærð stundum að léttast en þyngist síðan jafnóðum aftur, jafnvel meira en áður. 6. Þú hefur eignast vini sem borða á sama hátt og þú. 7. Þú hefur stundum tilhneigingu til að borða sérlega hratt eða sérlega hægt. 8. Það hefur komið fyrir að þú munir ekki hvað þú hefur borðað. 9. Þú hefur upplifað að þig langi til að hætta að borða en ekki getað hætt. 10. Þú færð þér oft millibita fyrir og/eða eftir máltíðir. 11. Þú vildir að þig langaði til að hætta narti og ofáti. 12. Þú lítur á mat sem vin þinn. 3. Seinni stig 1. Þér finnst þú verða að borða ákveðnar matartegundir daglega, t.d. mat sem inniheldur sykur, hveiti, koffín eða annað. 2. Þú færð oft samviskubit og/eða sektarkennd eða verður þunglynd(ur) eftir að hafa borðað. 3. Þú lýgur oft, svíkur og/eða stelur út af matnum þínum. 4. Þú hefur farið til læknis, næringarfræðings og/eða ráðgjafa sem hafa sagt þér að þú þurfir að léttast eða breyta mataræði þínu en þú breytir engu. 5. Þú líður fyrir afleiðingar af ofáti en getur ekki hætt og/eða haldið þér frá mat þótt þú reynir það. 6. Þú hefur verið í meðferð eða 12 spora samtökum vegna matarfíknar en ekki náð að komast í fráhald. 7. Þú hefur í einlægni ákveðið, oftar en einu sinni, að hætta áti en ekki getað það. 8. Það líður varla sá dagur að hugsanir um mat og/eða löngun til að borða hellist ekki yfir þig fljótlega eftir máltíð eða á milli mála. 9. Þig langar stundum frekar að borða eða vera ein(n) með matnum þínum en að vera með vinum og fjölskyldu. 10. Ofát þitt hefur áhrif á sambönd þín, vinnuna og/eða sálarlíf þitt. 11. Þú borðar undir stýri jafnvel þótt þú hafir komist í hann krappan. 12. Þú skammast þín vegna þess hvernig þú borðar. 13. Maturinn er það sem þér þykir vænst um í lífinu og/eða er mikilvægasta umbunin í lífinu. 8

9 4. Lokastig 1. Þú nýtur þess ekki að borða eins og áður en borðar samt. 2. Þú heldur áfram að borða löngu eftir að það hættir að veita þér ánægju. 3. Þú hefur lent á spítala, í fangelsi eða á stofnun vegna matartengdrar hegðunar (t.d. á Heilsustofnuninni í Hveragerði, Reykjalundi eða þ.u.l.). 4. Þér finnst þú frekar vilja deyja en þurfa að hætta að borða ofátsmatinn þinn. 5. Þú telur það gjörsamlega vonlaust að eiga heilbrigt samband við mat. 6. Þú veist ekki alltaf hvenær þú ert að segja satt í tengslum við mat. 7. Þú ert hætt(ur) að fara til lækna, næringarfræðinga og/eða ráðgjafa vegna þess að þú veist að þú ert ekki fær um að fylgja því sem þeir leggja til. 8. Þú hefur reynt 12 spora bataleið en ekki getað haldið þér í fráhaldi jafnvel ekki í einn dag. 9. Þig langar að borða meira, jafnvel þótt þú getir ekki með nokkru móti komið niður meiri mat. 10. Þú hefur misst vinnu, samband við annað fólk og/eða getu til að starfa eðlilega vegna þyngdar og/eða matarvenja þinna. 11. Þér finnst matur það mikilvægasta í þínu lífi, þó að hann sé að eyðileggja líf þitt. 12. Þér finnst sem maturinn sé orðinn hálfgerður guð í lífi þínu og/eða sért nánast eins og andsetin(n). 5. Dauði Niðurstaða: Ef tíu eða fleiri af þessum atriðum eiga við þig ertu sennilega haldin(n) matarfíkn. Ef þrjú til fjögur atriði í einhverjum þessara flokka eiga við þig ertu sennilega matarfíkill á því stigi þar sem flest svörin eru. Þýtt með góðfúslegu leyfi Phil Werdell og Mary Fuschi frá ACORN 9

10 Matarfíkn: Stigvaxandi þróunarferli hennar og ráðlögð úrræði Þróunarstig sjúkdómsins Engin einkenni um matarfíkn Engin merki um óeðlilegt samband við mat né viðbrögð við ákveðnum matartegundum. Ef engin merki ánetjunar eða þráhyggju vegna matar og áts þróast helst einstaklingurinn á þessu stigi út lífið. Fyrstu stig Vandi við að stjórna þyngd, þyngdaraukning og þyngdartap sitt á hvað með sífelldri þyngdaraukningu aftur eftir megrun. Einstaka átköst þar sem mikið magn af sykri, sterkju eða fitu er innbyrt. Getur verið um að ræða fyrsta stig matarfíknar eða venjulegan matmann sem velur stundum óhollustu. Miðstig Tíð átköst og/eða sífellt nart. Uppköst framkölluð eða ströng megrun gæti byrjað. Réttlæting áður en borðað er og sektarkennd eftir á. Gæti verið merki um vaxandi matarfíkn eða tilfinningalegan eða sálfræðilegan vanda sem lýsir sér í átröskun. Seinni stig Alvarlegar afleiðingar af ofáti mikil offita. Stöðugt át þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar, eins og sykursýki 2, langvarandi þunglyndi og andlega vanlíðan. Matur og át veitir ekki lengur vellíðan, deyfingu eða flóttatilfinningu frá lífinu eins og áður. Aukið stjórnleysi með stöðugt aukinni þörf fyrir meira, þ.e. þol eykst. Lokastig Alvarlegar afleiðingar, svo sem sjúkrahúsinnlögn vegna hjartaáfalls, tilraunir til sjálfsvígs, atvinnumissir eða skert vinnufærni. Eyðilögð sambönd, meðferðir og/eða magaminnkunaraðgerðir með bakslagi, viðkomandi kemst ekki lengur út úr húsi og/eða sjúkrahúsdvöl fylgir í kjölfarið. Dauði Ráðlögð úrræði og aðgerðir Forvarnir Fræðsla um matarfíkn. Vera stöðugt vakandi gagnvart einkennum efnaánetjunar. Gæta hófs varðandi fæðu, sérstaklega þekkt ávanabindandi matvæli, t.d. sykur, sterkju, koffín og fitruríka fæðu. Gæta hófs við neyslu áfengis og annarra vímuefna. Afeitrun og fráhald Þekkja hver ávanabindandi matvæli eru. Hætta ofáti, hætta að borða matvæli sem vekja fíkn. Fara í afeitrun. Þessar aðgerðir gætu virst öfgafullar hjá þeim sem finnst ekki að neyslan hafi neikvæðar afleiðingar fyrir sig. Þetta gæti hins vegar einnig verið afneitun á upphafseinkennum sjúkdómsins. 12 spora vinna/ráðgjöf Þátttaka í tólf spora samtökum, t.d. OA eða GSA, og/eða vinna með matarfíkniráðgjafa (MFM miðstöðin). Aðstoð við að takast á við erfiðleika vegna fráhalds, einkum afneitun á sjúkdómnum. Þróa tilfinningalega færni og vinna úr áföllum. Meðferðaráætlun og sterkur stuðningur Þátttaka í vel skipulögðum 12 spora samtökum, t.d. OA, GSA eða öðrum samtökum tengdum matarfíkn. Göngudeildarmeðferð og/eða námskeið eins og þau sem eru í boði hjá MFMmiðstöðinni (sjá staðfært fyrir íslenskar aðstæður). Til að halda fráhald þarf andlegan styrk (12 spora nálgun). Innlögn og dvalarmeðferð MFM-miðstöðin býður upp á göngudeildarmeðferð en ekki enn innlögn. Hægt er að leita aðstoðar hjá meðferðaraðilum í Bandaríkjunum á borð við Turning Point í Tampa, Milestones, Shades of Hope og ACORN. Tilfinnanlegur skortur er á innlagnarmeðferð fyrir langt gengna matarfíkla á Íslandi. Unnið er að því að setja upp slíka meðferð. Þýtt og staðfært með góðfúslegu leyfi Phil Werdell frá ACORN

11 Fræðsla, rannsóknir og meðferðarferli Til fagfólks í heilbrigðis-, velferðar- og uppeldisgreinum ásamt þeim sem starfa við ýmiss konar fíknimeðferð. Eftirfarandi eru upplýsingar sem geta skipt sköpum fyrir skjólstæðing þinn! Annast þú skjólstæðing sem þjáist af offitu en nær ekki að létta sig eingöngu með breyttu mataræði og líkamsrækt? Annast þú skjólstæðing sem hefur prófað fjölmarga matarkúra og sálfræðimeðferð til að kljást við ofátsvanda sinn án árangurs? Annast þú skjólstæðing sem hefur ekki náð að viðhalda kjörþyngd til langframa þrátt fyrir að hafa tekið megrunarlyf eða geðlyf? Annast þú skjólstæðing sem hefur íhugað magaminnkunaraðgerð en nær ekki að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru fyrir slíka aðgerð? Annast þú skjólstæðing sem hefur farið í slíka aðgerð en síðan bætt nánast öllu á sig aftur? Annast þú skjólstæðing sem hefur farið í magaminnkunaraðgerð, lést og síðan ánetjast áfengi eða lyfjum? ÞÁ ER HUGSANLEGT AÐ SKJÓLSTÆÐINGUR ÞINN SÉ HALDINN MATARFÍKN. Jan Wilson skrifaði eftirfarandi um matarfíkn í fréttabréf um efnið (Food Addiction Newsletter) fyrir meira en tveimur áratugum: Ég tel að um sé að ræða líkamlega fíkn vegna lífefnafræðilegra boðefna og að þessari röskun valdi óþoli fyrir vissum fæðutegundum, jafnvel í frekar smáum skömmtum. Þessar fæðutegundir eru fyrst og fremst sykur, sterkja og fita og/eða sambland þessara efna, jafnvel í óverulegu magni, og raunar næstum hvaða fæðutegundir sem er, ef þeirra er neytt í stórum skömmtum. Það sama getur einnig gerst þegar fólk sveltir sig, framkallar uppköst eða hugsar látlaust um mat. Þegar Wilson skrifaði þetta árið 1989 lágu varla fyrir nokkrar vísindalegar ritrýndar rannsóknir sem gætu sannfært efafulla lækna, næringarfræðinga eða meðferðarfræðinga um að matarfíkn væri til. Tuttugu og einu ári síðar birtist í Physical Craving and Food Addiction fyrsta ritrýnda vísindarannsóknin um matarfíkn sem var gerð á vegum The Food Addiction Institute. Þar kemur fram að fleiri rannsóknir liggi fyrir um tilvist efnalegrar ánetjunar í mat en lágu fyrir þegar samfélag lækna lýsti á sínum tíma yfir tilvist vanabindandi eiginleika áfengis og annarra fíkniefna (Substance Abuse Disorders). Samtök bandarískra fíknilækna (ASAM) skilgreina fíkn sem krónískan sjúkdóm sem hefur áhrif á boðkerfi m.a. í umbunar-, hvatningar- og minnisstöðvum heilans. Þegar þessi boðkerfi virka ekki sem skyldi birtist það í ýmsum sjúklegum einkennum, bæði líffræðilegum, sálrænum, félagslegum og andlegum. Þetta lýsir sér í sjúklegri hegðun þar sem einstaklingurinn sækist eftir umbun og/eða vellíðan með því að nota viðkomandi efni og/eða ástunda hegðunina sem um ræðir. Samtökin telja að matarfíkn falli innan þessarar skilgreiningar. Það sem einkennir fíknihegðun er að einstaklingurinn getur ekki haldið sig frá fíknivaldinum að staðaldri, hann getur ekki stjórnað hegðun sinni og ílöngun, hann gerir sér í æ minna mæli grein fyrir hegðunarvandamálum sínum, þótt veruleg séu; vandræði hans í samskiptum við annað fólk aukast og hann verður tilfinningalega vanhæfur. Eins og með aðra króníska sjúkdóma einkennist fíkn oft af batatímabilum og bakslagi á víxl. Ef sjúklingurinn fer ekki í meðferð og tekur ekki virkan þátt í bataferli sínu, þróast fíknin áfram og getur að lokum leitt til örorku og dauða fyrir aldur fram. 11

12 Rannsóknir Eftirfarandi umfjöllun er ætlað að sýna niðurstöður rannsókna á matarfíkn sem ber allar að sama brunni og jafnframt er ætlunin að benda á gagnlegar leiðir til að hjálpa matarfíklum hvar sem þeir eru staddir í sjúkdómi sínum. Vísað er í eina eða tvær heimildir um hvert atriði til að nýjustu og bestu rannsóknir um efnið komi fram. 1. D2-dópamínerfðavísirinn (sem tengist áfengissýki og lyfjafíkn) hefur fundist í offitusjúklingum sem þjást af ofáti án þess að þeir séu haldnir áfengissýki eða ánetjaðir lyfjum. Noble og fl.: D2 Dopamine Receptor Gene and Obesity, International Journal of Eating Disorders, 15: , Í dýrarannsóknum sem gerðar hafa verið til að rannsaka áfengissýki og lyfjafíkn hefur komið í ljós að sum dýr geta orðið fíkin í sykur, önnur sætuefni og fitu í miklu magni. Avena og fl.: Evidence of Sugar Addiction: Behavioral and Neurochemical Effects of Intermittent, Excessive Sugar Intake, Neuroscience and Biobehavioral Reviews, 20-39, Leibowitz, Over Consumption of Fats: A Vicious Cycle from the Start, Summit on Obesity Epidemic and Food Addiction, Við rannsóknir á mannsheilanum sem gerðar eru með jáeindaskanna (PET-skanna) hefur komið í ljós að aukið dópamín mælist hjá fullorðnum ofætum sem þjást af offitu á sama hátt og það mælist hjá þeim sem greinast með áfengis- og eiturlyfjafíkn. Gold (ritstj.): Eating Disorders, Overeating, Pathological Attachment to Food: Independent or Addictive Disorder? Haworth Medical Press, 2004 (einnig gefið út sem The Journal of Addictive Diseases, 23:3, 2004). 4. Fjölmargir vísindamenn eru sammála um að hjá sumu fólki sem sífellt borðar yfir sig og fer í stranga megrun á víxl verði til innrænt morfín (endogenous opioids) í líkamanum. Drewnowski o.fl.: Taste Response and Preference for Sweet, High-fat Foods: Evidence of Opioid Involvement, Physical Behavior, 51: Colantuoni: Evidence That Intermittent, Excessive Sugar Intake Causes Endogenous Opioid Dependence, Obesity Research, 10: , Vísbendingar hafa komið fram um að erfðamörk offitu og leptínskortur tengist truflunum á mettunarboðum, svipað og hjá þeim matarfíklum sem eru haldnir magnfíkn í allan mat. Shell: The Hungry Gene: the Science of Fat and Future of Thin, Atlantic Monthly Press, Deneen, Gold og Liu: Food Addiction and Cues to Prader-Willi Syndrome, Addictive Medicine, 3:11, Greinar hafa birst í fagtímaritum um klínískar rannsóknir þar sem sýnt er fram á að efnafíkn í mat er af öðrum toga en einfalt ofát og er ekki það sama og hefðbundin átröskun. Werdell: Food Addiction: Beyond Ordinary Eating Disorders, The Clinical Forum, International Association of Eating Disorder Professionals, Komið hefur fram í rannsóknum að sumar ofætur hafa öll einkenni efnafíknar á sama hátt og aðrir fíklar ( food as a Substance Use Disorder ). Ifland o.fl.: Refined Food Addiction: A Classic Substance Use Disorder, Medical Hypotheses, ,

13 8. Til eru þúsundir frásagna af einstaklingum sem hafa ánetjast mat. Danowski: Locked Up for Eating too Much: the Diary of a Food Addict in Rehab, Hazelden, Bullitt-Jonas: Holy Hunger: A Woman s Journal from Food Addiction to Spiritual Fulfillment, Vintage, Prager: Fat Child, Thin Man, Til eru fjölmargar athuganir á of feitu fólki sem hafði árum saman reynt að grenna sig en gat það ekki en grenntist síðan og hélt sig frá ofþyngd eftir að það fór að líta á sig sem matarfíkla og sneiða algerlega hjá öllum mat sem það hafði áður borðað í óhófi. Dufty: Sugar Blues, Warner Books, Appleton: Lick the Sugar Habit, Avery, Overeaters Anonymous, OA World Service, 1. hefti 1980 og 2. hefti The Connection, Journal of Food Addicts in Recovery Anonymous, Í rannsóknum á meðferðarheldni hefur verið sýnt fram á að sumir þeir sem reynt hafa tólf spora kerfið ná árangri þegar þeir nálgast vandann sem matarfíklar. Overeaters Anonymous (OA): Membership Survey Report, Overeaters Anonymous, Inc Kirz: The Efficacy of Overeaters Anonymous in Fostering Abstinence in Binge-eating Disorder and Bulimia Nervosa, Virginia Polytechnic Institute, Í allmörgum rannsóknum er sagt frá sjúklingum sem ná árangri hjá læknum sem beita fíknimeðferð eftir að hafa árangurslaust farið í fjölmarga hefðbundna megrunarkúra. Kline: The Junk Food Withdrawal Manual, Total Life, Bernard: Breaking the Food Seduction: the Hidden Reasons Behind Food Craving and 7 Steps to End Them Naturally, St. Martin s Press, Í ákveðinni rannsókn á meðferðarheldni kom í ljós að góður árangur náðist af meðferð við matarfíkn sem var byggð á fíknimeðferðargrunni, bæði á vistmönnum geðsjúkrahúss og öðrum sem fóru í hópmeðferð og þurftu ekki sérstaka læknisfræðilega meðhöndlun. Carroll: The Eating Disorder Inventory and Other Predictors of Successful Symptom Management of Bulimic and Obese Women Following an Inpatient Treatment Program Employing an Addictions Paradigm, Department of Psychological and Social Foundations, University of South Florida, Þær vísindarannsóknir sem nefndar eru hér að ofan eru aðeins lítill hluti fjölmargra marktækra rannsókna. Til að fá góða heildarmynd af stöðu þessa rannsóknarsviðs er ráð að fara á vefslóðina Þar er hægt að sjá myndbönd af fyrirlestrum helstu vísindamanna og meðferðaraðila á ráðstefnunni The Summit on Obesity and Food Addiction, Bainbridge, WAS, Til að nálgast yfirlit yfir 34 vísindagreinar sem fjalla um sameiginlega þætti matarfíknar er best að fara á vef stofnunarinnar Refined Food Addiction Research Foundation Á heimasíðu Food Addiction Institute www. er hægt að finna lista yfir 2733 vísindarit og -greinar þar sem getið er heimilda um matarfíkn sem birst hafa í meira en 100 mismunandi vísindatímaritum. 13

14 Hvað er til ráða? Svo hvað er til ráða ef þú rekst á sjúkling sem gæti verið matarfíkill? Þeim sem hafa slíka sjúklinga til meðferðar er bent á að byrja á því að skýra frá því að vísindalegar vísbendingar séu um að sumt fólk geti orðið háð ákveðnum efnum í fæðu. Hægt er að afhenda þessum sjúklingum eintak af þessu skjali, benda þeim á vefslóð Matarheilla ( MFMmiðstöðvarinnar ( Food Addiction Institute ( eða sjálfshjálparbækur um matarfíkn, eins og t.d.: Jim A.: Matarfíkn leið til bata, Huxa, Hollis: Fat is a Family Affair, Hazelden, Sheppard: Food Addiction: The Body Knows, Health Communications, Danowski og Lazaro: Why Can t I Stop Eating? Hazelden, Ifland: Sugars and Flours: How They Make Us Crazy, Sick and Fat and What to Do About It, First Books Library, Tarman/Werdell; Food Junkies, Dundurn, Einnig má benda á efni sem mælt er með á Þetta er prýðilegur útgangspuntkur til að byrja að skoða málin á netinu. Í öðru lagi getur verið árangursríkt að stinga upp á við sjúklinginn að hann geri nákvæman lista yfir matinn sem hann borðar í óhófi. Þar eru langoftast fæðutegundir eins og sykur, sterkja, fita, koffín og áfengi. Einnig eru milljónir manna háðar hveiti, salti, gervisætuefnum og ýmsum öðrum fæðutegundum. Galdurinn við að vinna á matarfíkn er að halda sig alfarið frá þeim fæðutegundum sem valda oftast ofáti hjá viðkomandi. Á byrjunarskeiði matarfíknar getur fólk oft gert þetta án aðstoðar. Vandinn er hins vegar sá að á þessu byrjunarskeiði fíknarinnar virðast afleiðingarnar ekki vera það alvarlegar að brýn þörf sé á svo róttækum aðgerðum. Best er að leita ráða hjá lækni, næringarfræðingi eða meðferðaraðila sem skilur eðli matarfíknar til að fá einstaklingsmiðaðar ráðleggingar og meðferð sem hentar hverjum og einum. MFM-miðstöðin veitir slíka ráðgjöf ( Í þriðja lagi er gott að benda fólki á samtök fyrir matarfíkla og beina því til meðferðaraðila sem náð hafa árangri í meðferð við matarfíkn. Á Íslandi starfa eftirtalin samhjálparsamtök sem veita stuðning við að ná bata frá matarfíkn: Greysheeters Anonymous (GSA.is) Overeaters Anonymous (OA.is) Ef skjólstæðingurinn er ekki fær um að viðhalda stöðugu bataferli með þinni hjálp og 12 spora kerfinu einu saman, er grunnreglan í fíknimeðferð sú að hjálpa honum til að láta af stjórn og beygja sig undir enn meiri stuðning við bataprógrammið og sterkari ramma. Til að ná bata frá matarfíkn eins og við að ná bata frá áfengi eða eiturlyfjum er einfaldasta og ódýrasta leiðin að nýta sér 12 spora samtök, fá trúnaðarmann og fara að ráðleggingum hans, sækja sem flesta fundi og ef það dugar ekki, til þá fara á enn fleiri fundi, sækja viðburði á vegum samtakanna og starfa innan þeirra. Sérfræðihjálp Hinn möguleikinn er að fá sérfræðihjálp. Ef einstaklingsmiðuð ráðgjöf dugar ekki til, er ráð að fara í meðferð við matarfíkn. Ef vikulegir fundir duga ekki í fráhaldi, ætti að reyna á göngudeildarmeðferð og/eða 14

15 dvalarmeðferðarnámskeið vegna matarfíknar. Ef það dugar enn ekki, þarf að leggjast inn til meðferðar. Ef enn meiri stuðnings og ramma er þörf kann að vera nauðsynlegt að dvelast í lengri eða skemmri tíma á áfangaheimili þar sem skilningur á matarfíkn ríkir. Í bókinni From the Front Lines: Best Practices in Treatment for Late Stage Food Addicts eftir Phil Werdell, sem kom út hjá bókaútgáfunni Brownell and Gold, eru viðmið sem hægt er að nota til að meta mismunandi meðferðarstöðvar fyrir matarfíkla. Ekki ber síst að benda á að læknar, næringarfræðingar og meðferðaraðilar gagnast þeim sjúklingum sínum sem eru matarfíklar best með því berjast fyrir því að fagfélög þeirra viðurkenni matarfíkn sem sjúkdóm og að samtök amerískra geðlækna (APA) bæti matarfíkn á listann yfir röskun af völdum fíknvaldandi efna (Substance Use Disorder) í næstu útgáfu greiningarlista yfir geðsjúkdóma (DSM). Byggt á efni frá heimasíðu Food Addiction Institute.org Phil Werdell með góðfúslegu leyfi hans. Meðferðarúrræði á Íslandi MFM MATARFÍKNARMIÐSTÖÐIN / Einstaklingsmiðuð meðferð með göngudeildarsniði er í boði hjá MFM-miðstöðinni sem innifelur meðal annars fræðslu um offitu, matar-/sykurfíkn, átraskanir og kynningu á leiðum til lausna, m.a. 12 spora bataleiðinni. Unnið er í litlum meðferðarhópum og í einstaklingsviðtölum. Leiðbeint er um mataræði, skjólstæðingar eru studdir í fráhaldi, kennt er að elda fyrir nýjan lífstíl ásamt því að skoðað er og unnið er með hvað getur verið undirliggjandi því að skjólstæðingur notar mat/sykur og matartengdar hegðanir. Fyrsta skref Viðtöl Fyrsta skrefið er viðtal; þar er farið yfir sögu viðkomandi hvað varðar matar- og þyngdarvandamál og skimunar- og greiningarferli er sett af stað til að kanna hvort um matarfíkn og/eða átraskanir geti verið að ræða. Fyrir þá sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á viðtöl í síma/eða á skype. Annað skref NÝTT LÍF meðferðarnámskeið Í meðferðinni er leitast við að styðja skjólstæðinga í breyttum lífsstíl og bataferli sem felur í sér stuðning við þær mataræðisbreytingar sem þeir eru að takast á við og jafnframt er skoðað hver er undirliggjandi orsök vandans og þeir aðstoðaðir við að ná tökum á honum. Meðferðin hefst með undirbúningsfundi og helgarnámskeiði, þar sem skjólstæðingar hefja meðferð. Meðferðin felur í sér daglegan stuðning við matardagskrá og unnið er í meðferðarhóp sem hittist vikulega (og á skype fyrir þá sem komast ekki á fundi). Í hópnum er unnið að huglægum og tilfinningalegum bata ásamt fyrirlestrum og kynningum, m.a. á 12 spora bataleiðinni. Mælt er með einstaklingsviðtölum eftir þörfum. 15

16 Þriðja skref FRÁHALD Í FORGANG framhaldsmeðferðarnámskeið Námskeiðið er fyrir endurkomufólk og þá sem hafa lokið meðferðinni NÝTT LÍF og vilja áframhaldandi stuðning og dýpri vinnu með vandamál sín. Fjórða skref Að viðhalda batanum Þetta skref getur falið í sér regluleg viðtöl með ráðgjöfum MFM-miðstöðvarinnar, meðferðarhópa fyrir þá sem eiga í vanda með að viðhalda fráhaldi og endurkomur í skemmri og lengri tíma eftir þörfum. Mælt er með að lágmarki 5 vikna meðferð og boðið er upp á framhald sem getur tekið allt að ári. Unnið er að því að setja upp og starfrækja úrræði þar sem hægt verður að bjóða upp á dvalar- og innlagnarmeðferð á árinu Starfandi 12 Spora samtök fyrir þá sem eiga við hömlulaust át að stríða á Íslandi GSA (Greysheeters Anonymous) GSA.is /greysheet.org OA (Overeaters Anonymous) OA.is /overeatersanonymous.org 16

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

SORG Leiðbeiningabæklingur

SORG Leiðbeiningabæklingur SORG Leiðbeiningabæklingur Að takast á við missi og sorg Þetta er reynsla þriggja einstaklinga sem hafa upplifað missi. Faðir minn dó fyrir sex vikum eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Nú losna ég

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Líkamsímynd Kvenna Á Íslandi. Arna Dís Halldórsdóttir Bergþóra Sigurðardóttir Ísabella Tórshamar Thelma Lind Þórarinsdóttir

Líkamsímynd Kvenna Á Íslandi. Arna Dís Halldórsdóttir Bergþóra Sigurðardóttir Ísabella Tórshamar Thelma Lind Þórarinsdóttir Líkamsímynd Kvenna Á Íslandi Arna Dís Halldórsdóttir Bergþóra Sigurðardóttir Ísabella Tórshamar Thelma Lind Þórarinsdóttir Rannsóknarspurning Hvað hefur áhrif á líkamsímynd kvenna á Íslandi? Þema Íslenskar

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Félagsráðgjafardeild. MA-ritgerð. Fjölskyldan og áfengissýki

Félagsráðgjafardeild. MA-ritgerð. Fjölskyldan og áfengissýki Félagsráðgjafardeild MA-ritgerð Fjölskyldan og áfengissýki Jóna Margrét Ólafsdóttir Janúar 2010 Félagsráðgjafardeild MA-ritgerð Fjölskyldan og áfengissýki Jóna Margrét Ólafsdóttir Janúar 2010 Leiðbeinandi:

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 September 2018 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna:

More information

Ég ætla að verða hel-massaður -Áhrif útlitsdýrkunar á unga karlmenn-

Ég ætla að verða hel-massaður -Áhrif útlitsdýrkunar á unga karlmenn- Ég ætla að verða hel-massaður -Áhrif útlitsdýrkunar á unga karlmenn- Arna Björk Árnadóttir Dagný Edda Þórisdóttir Þórunn Vignisdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í Tómstunda-og félagsmálafræði

More information

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Einar Kristinsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

OFSAKVÍÐI Leiðbeiningabæklingur

OFSAKVÍÐI Leiðbeiningabæklingur OFSAKVÍÐI Leiðbeiningabæklingur Hvað er ofsakvíðakast? Allir vita hvað er að vera felmtri sleginn og það er eðlilegt að vera stundum hræðslugjarn: Þú hefur það á tilfinningunni að einhver elti þig á leiðinni

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Efnisyfirlit Útdráttur Inngangur Aðferð Niðurstöður Umræða Heimildaskrá Viðauki I Viðauki II Viðauki III

Efnisyfirlit Útdráttur Inngangur Aðferð Niðurstöður Umræða Heimildaskrá Viðauki I Viðauki II Viðauki III Efnisyfirlit Útdráttur... 2 Inngangur... 3 Misnotkun áfengis og áfengissýki... 3 Áfengisvandamál á Íslandi... 5 Orsakir áfengissýki... 6 Erfðir... 7 Umhverfisáhrif... 7 Persónuleikaþættir... 8 Atferlislíkanið...

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Líkamsmyndarnámskeiðið

Líkamsmyndarnámskeiðið Líkamsmyndarnámskeiðið Body Project Rannsókn á árangri forvarnarnámskeiðs gegn átröskunum Elva Björk Ágústsdóttir Lokaverkefni til MS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Líkamsmyndarnámskeiðið Body

More information

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni,

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni, Ása Fríða Kjartansdóttir, asaogvilli@internet.is Heilsuefling og forvarnir á litlum og meðalstórum vinnustöðum Heilsueflingu er hægt að stunda nær alls staðar og er vinnustaðurinn kjörinn vettvangur til

More information

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað GEYMIÐ! Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað 7 skref til verndar börnum Leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum? Börn eru fengin til að taka

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Áföll, áfallastreita, áfallahjálp. Sorg og sorgarstuðningur.

Áföll, áfallastreita, áfallahjálp. Sorg og sorgarstuðningur. Áföll, áfallastreita, áfallahjálp. Sorg og sorgarstuðningur. Hér verður gerð grein fyrir einstökum þáttum áfallahjálpar og afleiðingum áfalla. Einnig er fjallað um sorg og sorgarstuðning. Dæmi er tekið

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður.eru allt saman hugtök sem við gætum notað til að lýsa einhverjum sem er kvíðinn. Ef einhver þjáist af of mikilli streitu

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Rannsókn á aðstæðum fólks sem hefur greinst með Alzheimerssjúkdóm á Íslandi á aldrinum 45-65 ára Febrúar 2005 Hanna Lára Steinsson Minnismóttaka LSH Landakoti EFNISYFIRLIT

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Að alast upp við alkóhólisma Áhrif á börn og uppkomin börn alkóhólista Gerður Sif Stefánsdóttir Október 2009 Leiðbeinandi: Halldór S. Guðmundsson Aðstoðarleiðbeinandi: Erla

More information

Sorg og sorgarúrvinnsla barna

Sorg og sorgarúrvinnsla barna Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2013 Sorg og sorgarúrvinnsla barna Hvernig er hægt að koma til aðstoðar? Benný Rós Björnsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið

More information

Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum

Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum Hug- og félagsvísindadeild Sálfræði 2009 Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum Margrét Eiríksdóttir Ranveig S. Tausen Lokaverkefni í Hug- og félagsvísindadeild Hug- og félagsvísindadeild Sálfræði

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls Upphaf AA samtakanna... Bls Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls Kenningar... Bls.

Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls Upphaf AA samtakanna... Bls Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls Kenningar... Bls. Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls. 2 2. Upphaf AA samtakanna... Bls. 2 3. Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls. 3 4. Kenningar... Bls. 4 4.1. Forskuldbinding... Bls. 4 4.2. Félagslegt taumhald... Bls. 7 4.3.

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Alþjóðlegi hamingjudagurinn Hamingja og vellíðan Íslendinga

Alþjóðlegi hamingjudagurinn Hamingja og vellíðan Íslendinga Alþjóðlegi hamingjudagurinn Hamingja og vellíðan Íslendinga Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Sviðstjóri, áhrifaþátta heilbrigðis Kennslustjóri Diplómanáms í jákvæðri sálfræði Hamingja Yfirlit Þróun hamingju

More information

MA ritgerð. Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla

MA ritgerð. Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla Matthildur Jóhannsdóttir Hrefna Ólafsdóttir Félagsvísindasvið Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma Kristín Rún Friðriksdóttir er hjúkrunarfræðingur, BS, á Vogi. Ragnheiður

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Mannfræði Trúir þú á raunveruleikann? - þróun óhefðbundinna lækninga til dagsins í dag Arna Björk Kristjánsdóttir Febrúar 2010 1 Leiðbeinandi: Kristín Erla Harðardóttir

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Friðrik Atlason Kt.: 051275-4389 Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason Febrúar 2017

More information

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ==================================================

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Efni þessa fréttabréfs Frá stjórninni Ný þýðingarverkefni á döfinni Evrópufundir Tourette samtaka Um Mozart

More information

Meðferð við tóbaksfíkn Meðferðarvenjur heilsugæslulækna á Íslandi

Meðferð við tóbaksfíkn Meðferðarvenjur heilsugæslulækna á Íslandi Meðferð við tóbaksfíkn Meðferðarvenjur heilsugæslulækna á Íslandi Ágrip Ásgeir R. Helgason 1, Pétur Heimisson 2, Karl E. Lund 3 1 Samhällsmedicine, Stokkhólmi, 2 Heilbrigðisstofnun Austurlands, 3 Statens

More information

Aðlögunarhæfni á starfsferli:

Aðlögunarhæfni á starfsferli: Aðlögunarhæfni á starfsferli: Mikilvæg hæfni hjá atvinnuleitendum á breyttum vinnumarkaði Linda Björk Einarsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í Náms-og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Aðlögunarhæfni á starfsferli:

More information

Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum

Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum Heilbrigðisvísindasvið Hjúkrunarfræði 2012 Meðferðarsamband hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur í líknandi meðferð í heimahúsum Anna Karen Þórisdóttir Guðrún Sigríður Geirsdóttir Hróðný Lund

More information