Grunnnámskeið í. forritsins. Einfaldlega Frontpage Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001.

Size: px
Start display at page:

Download "Grunnnámskeið í. forritsins. Einfaldlega Frontpage Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001."

Transcription

1 Einfaldlega Frontpage 2000 S.Fjalar, vor 2001 Grunnnámskeið í notkun Frontpage forritsins Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið Sigurður Fjalar Jónsson

2 Einfaldlega Frontpage Nýr vefur búinn til 1 Veldu FileNewWeb... til þess að búa til nýjan vef (einnig má nota hnapp á tækjastiku). Gluggi birtist þar sem hægt er að velja um nokkra fyrirfram gefnar tegundir af vefjum. Veljið Empty Web, þ.e vef án nokkurs innihalds. Nýr vefur valinn úr úrvali mismunandi vefja. 2 Veldu vefnum pláss á hörðum disk tölvunnar (Specify the location of the new web:). Ágætt er að geyma/vista hann í My Webs möppunni sem er undir My Documents möppunni. Athugaðu að stundum þarf að slá inn nýja undirmöppu ef vefur er þegar til staðar í My Webs. Það er vegna þess að hver vefur á að hafa sinn afmarkaða geymslustað. 3 Skipuleggðu vefinn vel strax frá upphafi. Góð regla er að hugsa um vef eins og harðan disk, þ.e. búið til möppur fyrir gögnin ykkar og síður. Geymið t.d. myndir í image möppunni. FileNewFolder skipunin gerir nýja möppu. Smelltu á Ok og Frontpage útbýr nýjan vef. Athugaðu að vefurinn er tómur og inniheldur því einungis möppur en engar vefsíður. Athugaðu að ekki mega vera íslenskir stafir í heiti mappa, skráa eða vefsíða sem eru hluti af vefnum. Vefþjónninn sem kemur til með að hýsa vefinn gæti átt í vandræðum með íslenskt letur. Athugaðu að það eru margar leiðir færar til þess að búa til vef í Frontpage Hér er valin einungis ein þeirra. Hugsanlegt er að velja annars konar sniðmát (template) eða jafnvel byrja án þess. Efni á kennsluvef Lestu innganginn í fyrsta námshluta. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir eðli vefsins og uppbyggingu. Bls 2

3 Þegar Frontpage setur upp nýjan vef býr forritið til möppur undir myndir (images) og _private möppu undir ýmis falin skjöl. Hér birtast undirmöppur sem og þau skjöl sem möppurnar hafa að geyma. Hér birtast möppur og undirmöppur. Frontpage í möppuham Glósur / Athugasemdir Bls 3

4 Einfaldlega Frontpage Síðum bætt við vef 1 Veldu Navigation haminn til þess að sjá hvernig vefurinn lítur út og búðu til index (heima) síðu með því að smell á viðeigandi hnapp á hnappastikunni eða með því að velja FileNewPage... Taktu eftir því að táknmynd fyrir hana birtist í stóra glugganum Veldu Folders (möppur) haminn og búið til nýja síðu í vefinn með því að smella á viðeigandi hnapp eða með því að velja FileNewPage... Taktu eftir því að nýja mappan fær nafnið new_page_2.htm. Allar skrár tölvunnar verða að bera eitthvað nafn og því gefur Frontpage skránni sjálfgefið heiti. Því má breyta. Veldu á ný Navigation haminn. Taktu eftir því að nýju síðuna, new_page_2.htm er hvergi að finna. Það er vegna þess að skipuritið verður að uppfæra sé vefsíðan ekki búin til innan þess. Veldu því Folders list skipunina og dragðu new_page_2.htm síðuna yfir á skipuritið og staðsettu undir index síðunni. Með forsíðuna (Home Page) virka skaltu búa til nýja síðu með því að styðja á CTRL+N, hún fær nafnið New Page 3.htm. Búðu til enn eina síðu með því að velja FileNewPage..., fær hún nafnið New Page 4.htm. Index síða vefs er forsíða hans, þ.e. síðan sem fyrst opnast þegar vefurinn er skoðaður með vafrara. Frontpage skýrir því fyrstu síðu vefs ætíð index. htm. Gild heiti á forsíðu eru einnig default.htm eða welcome.htm. Hollráð Það getur verið heilmikið verk að útbúa vefsíðu og ósjaldan er það þannig að margar síður vefs eru eins að útliti og einungis innihaldið er annað. Þegar þannig er ástatt er ekki nauðsynlegt að vinna hverja einustu síðu vefsins alveg frá grunni. Einfaldast er að hanna útlit síðunnar og vista án nokkurs innihalds. Síðan má afrita þessa útlitssíðu, þetta sniðmát, og nota aftur og aftur með nýju innihaldi í hvert skiptið. Til þess að afrita vefsíðu má velja CTRL + C. og til þess að líma (paste) CTRL + V. Bls 4

5 Folders list skipunin er virk og því sjást möppur og skjöl. Taktu eftir að verið er að vinna í vefkortinu. Skipurit vefsins líkist helst ættartréi. Ef Frontpage á að halda utan um krækjur á milli vefsíðna er nauðsynlegt að gera þær hluta af skipuritinu. Svona á þetta að líta út eftir að allar möppur hafa verið búnar til Glósur / Athugasemdir Bls 5

6 Um síður vefsins Síður búnar til í vefkortinu Það má búa til nýjar vefsíður í möppuham (folders), síðuham (page) og vefkorti (navigation). En það er ekki sama hvar síðurnar eru búnar til. Ef Frontpage á að halda utan um innra skipulag vefsins (þ.e. nýta vefkortið) verður að gera síðurnar hluta af skipuritinu. Það má gera á tvo vegu. Í fyrsta lagi má búa til síðurnar í vefkortinu þannig að þær bætist um leið við skipuritið. Í öðru lagi má búa til síður í síðuham eða möppuham en opna síðan vefkortið og draga síðurnar yfir á skipuritið. Þegar unnið er í vefkorti skiptir máli hvar notandinn er staðsettur í skipuritinu þegar ný vefsíða er búin til. Í vefkortinu er innra skipulag vefsins ákveðið, þ.e. hvernig vefurinn tengist innbyrðis, og því verður ný síða sjálfkrafa undirsíða þeirrar síðu sem valin er. Síðum eytt úr vef og/eða vefkorti Þegar vefkortið er notað til þess að halda utan um vefi getur Frontpage séð um að mynda krækjur á milli síðna. Þetta er möguleiki sem Frontpage býður uppá en auðvitað geta notendur skilgreint krækjur án þess. Til þess að eyða síðu verður að eyða skránni sem geymir hana. Það má gera á nokkra vegu. Í fyrsta lagi má virkja skránna, t.d. í síðuham, og velja EditDelete. Í öðru lagi má virkja skránna og styðja á Delete hnappinn á lyklaborðinu. Í bæði skiptin krefst Frontpage staðfestingar, þ.e. spyr notandann. Æskilegt getur verið að eyða síðu úr skipuriti vefkorts án þess að eyða sjálfri síðunni. Það má gera með því að virkja síðuna í skipuritinu (smella einu sinni á hana) og velja síðan EditDelete eða notast við Delete hnappinn á lyklaborðinu. Hvers vegna að nota vefkortið Vefkortið einfaldar alla vinnslu, sérstaklega hvað viðkemur skipulagi vefsins. Hins vegar má allt eins gera vefi í Frontpage án þess að nota það. Bls 6

7 Nöfn vefsíðna og skráa Vefsíður eru skrár í tölvunni sem síðan eru færðar yfir á vefþjón ásamt öllu öðru sem vefnum tilheyrir, s.s. myndum. Allar verða skrárnar að heita eitthvað og t.a.m. hefur forsíða vefs ávallt sérstakt nafn, index, welcome eða default. Skráarheiti vefsíðna má ekki innihalda séríslenska stafi (og ekki möppur vefsins heldur). Hver vefsíða ber titil, óháð nafni skráarinnar sem inniheldur hana. Index síðan getur t.d. heitið Heimasíðan mín og má sá titill vera með íslenskum stöfum. Þetta er sambærilegt við ritgerð í Word þar sem skráarnafnið er eitt, en titill ritgerðarinnar annað. Það er mjög mikilvægt að síður beri titil. Þegar síða vefs er sett í bókamerki (favorites eða bookmark) er það titill hennar sem einkennir hana þar. Athugið að það skiptir máli hvar síðunum er gefið nafn þegar unnið er í Frontpage. Folders (möppur og skjöl) Name er nafnið á skránni en Title nafnið á vefsíðunni. Hér er hægt að breyta nafni vefsíðu (hægri músarhnappur>rename) en sá titill verður ekki hluti af þema síðunnar, þ.e. hann birtist ekki sjálfkrafa efst á síðu þar sem þemu eru notuð. Navigation (vefkort) Hér er hægt að hægrismella á síður og velja rename skipunina. Ef titlinum er breytt hér endurspeglast það á síðunum sjálfum ef þemu eru notuð. Svo má tvísmella á sjálfa titlana þegar unnið er í síðunum. Bls 7

8 Einfaldlega Frontpage Útlit vefsins ákveðið 1 Veldu FormatTheme til þess að velja þema á vefinn. Athugaðu að þemu eru einföld leið til þess að ákvarða útlit vefs en ekki án fórnarkostnaðar, taka t.d. mikið pláss og hindra sköpun. Hægt er að breyta útliti og litum þema með Modify skipuninni (sjá hnapp með sama nafni). 2 Veldu þemað af listanum vinstra megin í glugganum. Þema inniheldur bakgrunnsmynd, hnappastiku, textagerð, liti og fleira. Athugaðu að alla þessa hluti má ákvarða í Frontpage án þess að nota þema, en það er meiri handavinna.veljið OK. 3 Ætlunin er að titill vefsíðunnar birtist efst á hverri síðu eins og þemað segir til um og því er valið FormatShared Borders. Þessi skipun afmarkar ákveðið svæði á hverri síðu vefsins og er hægt að setja hvað sem er þangað, ekki ósvipað og þegar haus (header) er skilgreindur í Word ritvinnslunni. Veldu staðsetningu svæðisins (Top) og smelltu á OK. Shared borders er ágætt verkfæri til þess að samræma útlit vefs. 4 Opnaðu Index síðu vefsins (tvísmellið á síðuna). Taktu eftir því að efsti hluti síðunnar er frátekinn, virkjaðu hann með því að smella einu sinni á hann með vinstri músarhnapp. Veldu síðan InsertPage Banner... Sláðu inn titil síðunnar (Frontpage 2000) og smelltu á OK. Þarna er í lagi að nota íslenska stafi þar sem þetta er ekki nafnið á sjálfri skránni. Skírðu undirsíðurnar Texti, Myndir, og Krækjur. Ef skýringartexti er fyrir titlinum er hann einfaldlega strokaður út. Bls 8

9 Folders list skipunin er virk og því sést ekki nema hluti vefsíðunnar Titill vefsíðunnar. Tvísmelltu á hann til þess að breyta honum. Hér má smella til að sjá HTML kóða vefsíðunnar Vefur með þema og titli uppsettum Glósur / Athugasemdir Bls 9

10 Meira um þemu Í fyrsta lagi Þemu má setja á einstaka síður vefs eða heila vefi. Algengara er að þemu séu notuð til að samræma útlit alls vefsins. Þema sett á einstaka eða allar síður vefs Veldu eða opnaðu síðuna sem ætlunin er að breyta og veldu FormatTheme... Þá birtist þemaglugginn og efst í vinstra horni hans má haka við tvo valkosti, þ.e. Apply Theme to: All pages Allar síður vefsins notast við þemað. Selected page(s) Einungis valdar síður (ath. hægt er að velja fleiri en eina) notast við þemað. Það eru í raun tvær leiðir til þess að setja þemu á allar síður vefs. Í fyrsta lagi má nota aðferðina hér að ofan. Einnig er hægt, þegar notandinn er í síðu-, möppu eða krækjuham, að velja möppuna sem inniheldur vefinn (þá efstu) og velja síðan FormatTheme... Þrátt fyrir einfaldleika þemanna kjósa margir Frontpage vefarar að nota þau ekki. Þemu eru einföld leið til að ákvarða útlit vefs en þau taka mikið rými á tölvunni sem geymir vefinn og hindra oft persónulega sköpun. Aukaþemu á Office disknum Þegar Frontpage er upphaflega sett upp (install) á tölvu er ekki sjálfgefiið að sett séu upp öll þemun sem Office diskurinn hefur að geyma. Aukaþemu eru á disknum sem setja þarf inn sérstaklega. Þetta má gera eftir að Frontpage hefur verið sett upp. Bakgrunnsmynd Þegar þema hefur verið valið á vef gefast aðeins tvær leiðir til að breyta bakgrunnsmyndinni. Í fyrsta lagi má breyta sjálfu þemanu (modify) og í öðru lagi má velja að nota ekki þemu (á stökum síðum eða heilum vef) og ákvarða bakgrunn með FormatBackground... Bls 10

11 Valkostir Þú hefur væntanlega tekið eftir því að þegar þema glugginn opnast er hægt að velja á milli fjögurra valkosta sem hafa með útlit og eðli þemanna að gera. Hafir þú ekki tekið eftir þessu þá eru þessir kostir staðsettir beint fyrir neðan listann yfir þemun: Vivid volors Þemað notast við fleiri og bjartari liti. Active graphics Hnöppum og atriðamerkjum (bullets) er breytt þannig að notast er við DHTML (sjá kennsluvef). Ef hakað er við þennan kost fæst ákveðin gagnvirkni í hnappa, þ.e. þeir breytast e.t.v. þegar músin fer yfir þá. Atriðamerki verða einnig öllu skrautlegri. Mikilvægt er að hafa í huga að eldri vafrarar geta átt erfitt með að sýna rétt vefi sem notast við DHTML. Background picture Hér er hægt að velja á milli þess að nota mynd á bakgrunn síðunnar eða einhvern lit. Apply using CSS Þegar hakað er við þennan kost er þemað sett á vefinn með aðstoð CSS (Cascading Style Sheets) tækninnar. CSS eru einskonar stílsnið sem gera vefurum kleift að skilgreina útlit vefs algjörlega óháð innihaldi. Tæknin er tiltölulega ný og geta eldri vafrara átt erfitt með að sýna rétt síður sem notast við hana. Breytanleg þemu Hverjum einstaka þætti/hluta þema má breyta og aðlaga. Til þess er smellt á Modify hnappinn í þema glugganum og síðan valið hverju á að breyta. Bls 11

12 Einfaldlega Frontpage Krækjur / tenglar 1 Opnaðu Index síðuna. Smelltu með vinstri músarhnappi hægra megin við þannig að bendillinn birtist þar. Sláðu á Enter lykilinn á til þess að færa bendilinn í næstu línu fyrir neðan. Miðjaðu bendilinn. Athugaðu að þú átt að vera innan marka Shared Borders. 2 Veldu InsertNavigation Bar... Ákveddu hvaða síður á að krækja í. Þetta er titilsíðan þannig að þú vilt geta valið þaðan síður sem eru undirskipaðar henni og velur því Child level. Þá færðu krækjur í öll börn síðunnar sem þú ert staddur á, þ.e. allar þær síður sem eru beint undir henni samkvæmt skipuritinu. Navigation Bar kosturinn er notaður ásamt skipuritinu til að krækja vefinn saman. 3 Þegar vefur er tengdur saman með Navigation Bar skipuninni veltur allt á því að hann skipulagður í vefkortinu því þær tengingar sem þar eru myndaðar endurspeglast á síðunum í samræmi við ættfræði vefsins. Veldu staðsetningu krækjanna og útlit. Krækjurnar eiga vera láréttar (horizontal) beint undir titlinum og þú vilt notast við grafíska útfærslu og velur því Buttons. Þar sem engar aukakrækjur (additional pages), t.d. í heimasíðu (home page) eða síðuna beint fyrir ofan (parent page), eiga að vera smellir þú á OK. Mundu að ef engar krækjur sjást þrátt fyrir að hafa verið skilgreindar þá getur verið að það sé vegna þess að þú hafir t.d. viljað að krækjustikan sýndi undirsíður (Child level) þegar engar undirsíður eru fyrir hendi. Til þess að sérsniða krækjustikuna getur verið hentugra að staðsetja hana utan Shared Borders. Þá má skilgreina hverja stiku fyrir sig, allt eftir staðsetningu síðunnar og skipulagi vefs. Bls 12

13 Skráarmappan er ekki valin og því stærra vinnusvæði. Punktalínan afmarkar Shared Border svæðið. Ef krækjurnar eru ekki sýnilegar þrátt fyrir að búið sé að skilgreina þær er það vegna þess að skilgreiningin er röng miðað við staðsetningu síðunnar. Krækjustikan getur einnig verið utan Shared Borders Krækjurnar komnar á sinn stað Glósur / Athugasemdir Bls 13

14 Ættfræði vefs og krækjur Um ættfræði vefsins Hönnuðir Frontpage hugsa skipulags vefs í anda ættfræði og er það vel til fundið. Þegar krækjustika (navigation bar) hverrar síðu er skilgreind þarf að hafa heildarskipulag vefsins í huga og hvernig væntanlegir notendur eiga að geta vafrað um vefinn. Hér til hliðar myndi virk síða birta krækjur í tvær undirsíður. Virk síða, þ.e. síðan sem verið er að vinna við. Síður sem sjást á krækjustiku (navigation bar)virku síðunnar. Í glugganum þar sem krækjustikan er skilgreind er hægt að ákvarða í hvaða síður krækjur stikunnar vísa: Parent level Síður sem eru yfirskipaðar virkri síðu sjást á krækjustiku Ef valið er að krækjustika vísi í síður sem eru undirskipaðar síðunni sem hún er staðsett á, sjást engar krækjur ef engar síður er hægt að krækja í. Same level Síður hliðskipaðar virkri síðu sjást á krækjustiku Child level Síður undirskipaðar virkri síðu sjást á krækjustiku Child Pages under Home Síður undirskipaðar heimasíður sjást á krækjustiku Bls 14

15 Um krækjustikur (navigation bars) Einfalt er að láta Frontpage halda utan um krækjustikur, þ.e. hnappa sem notandi vefs velur til að vafra um vefinn. Krækjustikur geta bæði verið innan Shared Border eða utan. Útlit stikunnar er háð því þema sem ræður útliti sjálfrar síðunnar eða alls vefsins. Kosturinn við krækjustikurnar er sá að hnappar hennar endurspegla vefinn eins og hann er skilgreindur í skipuriti vefkortsins hverju sinni. Þetta merkir að síður vefsins, þær sem eiga að sjást á krækjustikunum, verða allar að vera hluti af skipuritinu. Í annan stað einfaldar þetta alla vinnslu við vefinn því að um leið og skipuritinu er breytt þá breytast viðkomandi krækjustikur um leið, þ.e. krækjustikurnar og vísanir hennar eru uppfærðar. Íslensk heiti á hnöppum krækjustikunnar Þegar valið er að krækjustikan sýni forsíðu/heimasíðu (home) eða hliðarsíður (back and next) notast Frontpage við ensk heiti þessara hugtaka sem sjálfgefin gildi. Þessu má breyta. Veldu ToolsWeb Settings... og Navigation flipann. Sláðu inn íslensk heiti í reitina sem geyma hugtökin. Hollráð Þegar það gerist, að krækjustika á síðu sýnir enga hnappa er það oftar en ekki vegna þess að skilgreindar vísanir eiga ekki við. Hér má taka sem dæmi þegar krækjustikan er þannig skilgreind að hún á að birta undirsíður (child level) en engar undirsíður eru til staðar. Til þess að skilja notandann ekki eftir með enga hnappa til að flakka milli síðna getur verið gott að skilgreina hnapp á forsíðu (þ.e. home). Bls 15

16 Einfaldlega Frontpage Texti og textavinnsla Opnaðu Texti síðuna. Staðsettu textabendil beint fyrir neðan strikalínuna sem afmarkar hausinn (shared borders), sláðu á Enter (til að færa í næstu línu) og miðjaðu. Veldu Normal textasniðið og sláðu inn eftirfarandi texta Textavinnsla í vefsíðugerð er ólík hefðbundinni textavinnslu um margt. Sláðu á Enter til að færa bendilinn í næstu línu. Veldu leturstærðina 4 (14pt) og vélritaðu eftirfarandi texta Leturstærð er staðlaðri en ella - 4 (14pt). Sláðu á Enter til að færa bendilinn í næstu línu. Veldu leturgerðina Times New Roman og leturstærðina 5 (18pt). Vélritaðu eftirfarandi texta Öruggar leturgerðir fáar. Sláðu Á Enter hnappinn til að færa bendilinn í næstu línu. Veldu (default font) sem leturgerð og sláðu inn eftirfarandi texta Í hvert sinn sem stutt er á Enter lykilinn verður til ný efnisgrein og þar með autt bil á milli lína. Til þess að halda textanum saman eins og hér er gert er stutt á SHIFT+ENTER á milli lína. Notaðu SHIFT+ENTER til þess að framkalla einfalt línubil. Hollráð Leturgerðir geta skapað vandamál á vefsíðum. Því ef sá sem vefsíðuna skoðar er ekki með leturgerðina sem þú valdir á vefinn á tölvunni sinni notast vafrarinn hans við aðra leturgerð, t.d. Times New Roman. Oft er það þannig að texti sem setja skal á vefsíðu er til fyrir, t.d í ritvinnsluskjali. Í stað þess að slá hann allan inn aftur er einfalt að afrita hann eða sækja yfir á vefsíðuna. Fyrst er textinn afritaður í ritvinnslunni og síðan límdur (CTRL+V) á vefsíðuna. Athugaðu að þegar texti er þannig afritaður beint úr ritvinnslu þá afritast í leiðinni textaskilgreiningar, s.s. leturtegund. Til að forðast það er gott að líma textann fyrst yfir í Notepad og afrita hann þaðan aftur og líma á vefsíðuna. Til að færa textaskrá (t.d. úr ritvinnslu) yfir á vefsíðu má einnig velja InsertFile... kostinn í Frontpage. Bls 16

17 Letur er valið á svipaðan máta og í Word ritvinnslunni. Hægt er að setja upp lista með því að smella á þessa hnappa. Listar geta verið númeraðir eða með atriðamerkjum. Búið að slá inn textann. Glósur / Athugasemdir Bls 17

18 Nokkur orð um letur Letur á vefsíðum Þegar letur er annars vegar er mikilvægt að hafa í huga að vefsíður eru geymdar í einföldum textaskjölum. HTML veflýsingarmálið segir til um bæði útlit og innihald og innan þess er m.a. að finna skilgreiningar á þeim leturgerðum sem texti vefsíðunnar skal nota. Það er sem sagt hægt að nota hvaða letur sem er þegar vefsíða er búin til svo lengi sem það er skilgreint. Vandamálið er hins vegar að það er engin trygging til fyrir því að allir hinir ólíku notendur sem heimsækja síðuna, þegar hún er komin á Netið, búi yfir þeim leturgerðum sem þú ákvaðst að nota. Með öðrum orðum, leturgerðir færast ekki milli tölva með vefsíðunum (nema með sértækum aðgerðum). Þetta takmarkar mjög notkun þeirra. Dæmi um algengar leturtegundir er Times New Roman eða Arial letrið. Hafðu í huga að ef vefskoðari finnur ekki skilgreinda leturgerð vefs þá notast hann við letur sem er svipað að gerð. Leturgerðir á skjámiðlum Það er algengt á vefsíðum og brjóta langan texta niður í styttri efnisgreinar sem jafnan eru aðskildar með línubili. Það auðveldar lestur. Þú hefur ef til vill orðið var við það, að þegar stærð letursins er ákveðin, er milli færri valkosta að velja en t.d. í hefðbundinni ritvinnslu. Þetta er eðlilegt þegar vefsíðugerð er annars vegar og má finna skýringuna í eðli vefsíðna eins og þær voru hugsaðar upprunalega. Í raun er það þannig að vefhönnuðir hafa átt fárra kosta völ bæði þegar að því kemur að nota ólíkar leturgerðir á vefsíðum og ákvarða nákvæmlega stærð þeirra. Letrið hefur frá upphafi ráðist af vefskoðaranum og hefur veflýsingarmálið (HTML) innihaldið nokkrar staðlaðar stærðir. Þetta hefur þó verið að breytast. Það er mikilvægt að hafa í huga að um skjámiðla gilda ekki nákvæmlega sömu lögmál og prentmiðla. Til að mynda hafa verið hannaðar sérstakar leturgerðir sem miðast við skjá frekar en prentun. Dæmi um slíkar leturgerðir eru: Verdana, Trebuchet og Georgia en þær eru frá Microsoft fyrirtækinu og eru fáanlegar án endurgjalds. Bls 18

19 Verkfæri og skipanir til að vinna með letur og texta Frontpage inniheldur margvísleg verkfæri þegar að því kemur að vinna með texta og eins og sjá má líkjast þau mjög samsvarandi verkfærum Word ritvinnslunnar eða annarra Office forrita. Letursnið Leturgerð Leturstærð Sjálfgefin leturgerð (default font) er það letur sem notast er við þegar leturgerðin er ekki skilgreind sérstaklega. Hægt er að ákvarða hvaða leturgerð er sjálfgefin. Veldu ToolsWeb Settings... Letur á vefsíðum má feitletra, skáletra og undirstrika en það skal þó tekið fram að margir eru á mótið því að nota undirstrikað letur á vefsíðum fyrir eitthvað annað en krækjur/tengla. Feitletrun/skáletrun/ undirstrikun Litur á texta Bakgrunnslitur texta Textajöfnun Textainndráttur Atriðalistar Einfalt er að setja upp atriðalista í Frontpage með atriðalistahnöppunum. Sérstakar skipanir eru í HTML málinu til þess að vinna með atriðalista. Atriðalistar geta bæði verið númeraðir eða atriðin sundurgreind með atriðamerkjum (bullets). Bls 19

20 Einfaldlega Frontpage Myndir og myndvinnsla 1 Opnaðu Myndir síðuna. Staðsettu bendilinn beint fyrir neðan strikalínuna sem afmarkar hausinn (shared borders), Sláðu á Enter (til að færa í næstu línu) og miðjaðu. Smelltu á hnappinn sem kallar fram myndagluggann. Smelltu á Clip Art hnappinn til að velja safnmynd. 2 Virkjaðu myndina með því að smella á hana. Minnkaðu myndina með því að grípa í hægra horn hennar niðri og draga. 3 Staðsettu bendilinn hægra megin við myndina og sláðu á Enter. Smelltu á hnappinn til þess að kalla fram myndagluggann líkt og hér að ofan. Veldu hnappinn til þess að kalla fram mynd af hörðum disk tölvunnar. Minnkaðu myndina svo hún passi betur. Myndir sem settar eru inn á vefsíður eru vistaðar með vefsíðunni. Þegar vefsíðan er vistuð býður Frontpage upp á að myndir séu vistaðar ásamt síðunni. Athugaðu að hægt er að ákvarða hvar myndirnar eru vistaðar, þ.e. í hvaða möppu. 4 Virkjaðu seinni myndina og veldu ALT+ENTER til þess að kalla fram glugga sem geymir upplýsingar um eiginleika myndarinnar. Veldu Appearance flipann og gerðu ramma utan um myndina með því að velja annað gildi en núll í Border Thickness: reitinn. Taktu eftir því að þegar myndir eru virkar eru teiknin á tækjastikunni neðst í Frontpage glugganum einnig virk. Með verkfærunum á tækjastikunni má klippa myndir til, breyta lit þeirra og gera ýmislegt meira. Hollráð Það er góð regla ef því verður við komið að nota myndvinnsluforrit til að breyta og laga myndir áður en þær eru settar á vef. Frontpage inniheldur vissulega ýmis einföld verkfæri til þessa en þau eru takmörkuð mjög. Einfalt er að útbúa skjámyndir (þ.e. það sem er á skjánum hverju sinni). Til þess er smellt á Print Screen hnappinn á lyklaborðinu. Þá er skjámyndin afrituð í minni tölvunnar og síðan er valið CTRL+V eða EditPaste til að líma hana. Bls 20

21 Letur er valið á svipaðan máta og í Word ritvinnslunni. Hægt er að setja upp lista með því að smella á þessa hnappa. Listar geta verið númeraðir eða með atriðamerkjum. Þessa mynd má finna í Windows skráarsafninu. Þessi tækjastika er virk þegar þegar mynd er valin/virkjuð Búið að setja inn safnmynd og mynd af hörðum disk.. Glósur / Athugasemdir Bls 21

22 Myndir og myndvinnsla Myndir á Netinu Myndir þykja sjálfsagður hluti vefsíðna í dag og eru notaðar í margvíslegum tilgangi. Hér er listi yfir nokkur not sem hafa má af myndum á vefsíðum. Bakgrunnur Myndir eru notaðar til þess að skreyta bakgrunna vefsíðna. Hnappar og hnappastikur Myndir eru gjarnan notaðar til þess að tákna hnappa. Texti Myndir eru oft notaðar í stað leturs, t.d. þegar nota á óhefðbundnar leturgerðir, t.d. skrautletur eða letur sem líklegt er að notendur eigi ekki á tölvum sínum. Auglýsingar Auglýsingar eru algengar á nútíma vefsíðum. Þær eru lang flestar á myndrænu formi. Margar eru svokallaðar GIFhreyfimyndir. Texti og myndir Lykilatriði í allri myndvinnslu á vef felst í stærð myndanna. Beint samband er milli stærð mynda (í minniseiningum) og þeim tíma sem tekur að birta þær á vefsíðu. Hægt er að láta texta flæða umhverfis myndir. Til þess að skilgreina hvernig texti flæðir um myndir er valið FormatPosition... Þaðan má velja þrjá kosti (wrapping style) sem táknaðir eru á myndrænan máta. Skýringartexti við myndir Ágætt er að setja skýringartexta við myndir, þ.e. texta sem birtist þegar músarbendillinn hvílir á myndinni. Þess má geta að lesvélar fyrir blinda og sjónskerta nýta einnig þennan texta sem og leitarvélar. Virkið myndina og veljið FormatProperties og notið text reitinn. Bls 22

23 Hnappar og verkfæri til myndvinnslu Þegar mynd er virk er hægt að nýta hnappastikuna sem venjulega er staðsett neðst í Frontpage glugganum til einfaldrar myndvinnslu. Flest verkfæranna má einnig finna í öðrum Office forritum þannig að þau gætu verið kunnug einhverjum. Ný mynd Smámynd Yfir/undir Skerpa Texti í mynd Fljótandi staðsetning Mynd snúið Lýsa/dekkja Skipanirnar hér að ofan skýra sig flestar sjálfar. Frekari upplýsingar um þær má fá á kennsluvefnum. Litur/svart/hvítt Stærð endurreiknuð Snertiflötur skilgreindur Klippa Glæra Upphleypt mynd Litir þynntir út Afturkallað Snertifletir eru betur skilgreindir á bls. 28. Eftir að mynd hefur verið stækkuð eða minnkuð er mikilvægt að smella á stærð endurreiknuð hnappinn. Glærupennan má nota til þess að gera einn lit myndar gegnsæan. Mikilvægt er að vita að þegar skærin (klippa) eru notuð til þess að klippa mynd þá minnkar einungis sýnilegur hluti hennar, sjálf myndin er ekki minnkuð á neinn hátt. Hún tekur þar að leiðandi sama rými á vefsíðunni, mælt í minniseiningum. Bls 23

24 Einfaldlega Frontpage Krækjur/tenglar/stiklur 1 Opnaðu Krækjur síðuna. Staðsetjið textabendil beint fyrir neðan strikalínuna sem afmarkar hausinn (shared borders), Sláðu á Enter (til að færa í næstu línu) og miðjaðu. Vélritaðu eftirfarandi texta Einfalt er að krækja í texta. 2 Skyggðu orðið krækja og smelltu á hnappinn. Veldu texti.htm síðuna og smelltu á OK hnappinn. Prufaðu að fara með músarbendilinn yfir krækjuna sem þú hefur nú búið til á vefsíðunni og haltu CTRL lyklinum niðri um leið. 3 Staðsettu bendilinn fyrir neðan textann og veldu InsertHorizontal Line. Útlitið á línunni tengist því þema sem valið er hvert skiptið. 4 Staðsettu bendilinn fyrir neðan textann, miðjaðu hann og settu þar mynd og minnkaðu hana. Virkjaðu myndina og smelltu á hnappinn. Sláðu inn slóðina að síðunni sem krækjan vísar til í URL reitinn. Til þess láta síðuna sem krækjan vísar til opnast í nýjum glugga er smellt á hnappinn fyrir aftan Target frame, veldu New Window af listanum sem birtist. Hollráð Hægt er að krækja í hvað sem er. Ef krækja vísar t.d. á ritvinnsluskjal býður vefskoðarinn notandanum að sækja skjalið til að hann geti opnað það í ritvinnsluforriti. Einnig má krækja í myndir sem vefskoðarinn getur túlkað. Hafðu í huga að ekki þarf nema einn rangan staf til þess að kræja virki ekki. Því er best að afrita slóðir að vefjum sem krækt er í og líma í URL reitinn (sjá hér fyrir ofan), frekar en að slá þær inn. Powerpoint forritið er skemmtilegt verkfæri til glærugerðar og til smíða á ýmisskonar kynningarefni, t.d. til kennslu eða vegna fyrirlestra. Spennandi möguleiki er að setja Powerpoint glærur á Netið. Þetta má gera á nokkra vegu. Einfaldast er að draga Powerpoint glærusýninguna, þ.e. skránna sjálfa, yfir í Frontpage vef (t.d. yfir í einhverja möppu í skráarhamnum) og búa síðan til krækju sem vísar í skránna. Til þess að lesa Powerpoint skjalið þurfa notendur einungis að eiga Internet Explorer vafrara (sem er ókeypis). Bls 24

25 Smellt er á þennan hnapp til að gera mynd eða texta að krækju. Það er hægt að gera afmarkaða hluta mynda að krækjum. Texti með krækju og mynd sem einnig er krækja Glósur / Athugasemdir Bls 25

26 Krækt í hvað sem er Næstum því allt um krækjur Myndir og texta má á einfaldan hátt gera að krækjum eins og sást í æfingunni hér að framan. Snertifletir Nota má snertiflatar (hotspot) verkfærin til að skilgreina svæði innan mynda (snertiflöt) sem hægt er að skilgreina sem krækju. Það er gert þannig að fyrst er myndin virkjuð (smellt á hana) og síðan snertiflöturinn skilgreindur með tilheyrandi verkfærum. Þegar snertiflötur hefur verið dreginn upp birtir Frontpage glugga þar sem krækjan er sleginn inn (eða afrituð sem í raun er betra). Á þenna máta er hægt að skilgreina marga snertifleti á einni og sömu myndinni. Póstkrækjur (mailto) Auðvelt er að búa til póstkrækjur, þ.e. krækjur sem kalla á póstforrit þegar á þær er smellt. Algengt er að texti slíkra krækja sé, smelltu hér til að senda mér póst eða eitthvað í þá áttina. Póstkrækja er sett í skjal líkt og allar aðrar krækjur nema smellt er á hnappinn og þá opnast gluggi þar sem póstfang er slegið inn. Í þessum glugga eru krækjur skilgreindar. Netfang Haltu CTRL hnappnum á lyklaborðinu niðri til þess að nota krækjur á meðan verið er að vinna við vefsíðugerð í Frontpage. Bókamerki Bls Bls síðu er slegið hér inn. Vísað í skjöl/skrár Póstkrækja. Hvar á síðan að opnast?

27 Krækt í hvað sem er Það er hægt að krækja í hvað sem er, ekki bara vefsíður. Með öðrum orðum, það má búa til krækju sem opnar skrá í stað þess að opna vefsíðu. Eina sem þá þarf að hafa í huga er að notandinn verður í flestum tilfellum að eiga forritið sem opnar skránna. Það má s.s. krækja í ritvinnsluskjal og setja það á Netið með vefsíðunni, en ef notandinn á ekkert ritvinnsluforrit lendir hann í vandræðum með skjalið. Hann getur þó alltaf ákveðið að vista það á tölvunni sinni í stað þess að opna það í forriti. Dæmi um skjöl sem algengt er að krækt sé í eru t.d. ritvinnsluskjöld og Acrobat (PDF) skjöl. Krækjur á sömu síðu Stundum er æskilegt að hafa krækjur innan síðna, þ.e. ef smellt er á texta/mynd þá færist notandinn til á síðunni. Til þess að útbúa slíkar krækjur er fyrst skilgreint bókamerki (bookmark). Til þess að gera texta að bókamerki er hann fyrst skyggður/svertur og síðan valið InsertBookmark. Bókamerkinu er valið nafn og síðan þegar krækja á í það er það valið af lista bókamerkja í krækjuglugganum (sjá hér til hliðar) í stað þess að slegið sé inn netfang síðu til að krækja í. Hollráð Hægt er að skilgreina krækju þannig að hún opni ekki einungis tilgreinda vefsíðu heldur ákveðinn stað innan hennar. Þetta má gera með bókamerki. Fyrst er búið til bókamerki á síðunni sem krækja skal í og síðan þegar krækjan er skilgreind er slegin inn (eða afritað/smellt á) síðan sem krækja skal í og einnig valið ákveðið bókamerki á þeirri síðu. Bls 27

28 Einfaldlega Frontpage Síða færð á vefþjón Eftirfarandi upplýsingar þurfa að vera til staðar til þess að hægt sé að færa vef yfir á vefþjón. Slóð að FTP miðlara Þegar Frontpage á í hlut er einnig mögulegt að úthluta FrontPageExt miðlara Lykilorð Notendanafn 1 Veldu File>Publish Web... Sláðu inn slóðina að vefnum á vefþjóninum í Specify the location to publish your web to reitinn. Smelltu á Publish hnappinn. 2 3 Nú reynir Frontpage að hafa samband við vefþjónin sem þú gafst upp. Ef samband næst opnast lítill gluggi þar sem spurt er um notendanafn og lykilorð. Sláðu inn notendanafn og lykilorð í viðeigandi reiti ef vefþjónninn samþykkir notendanafnið og lykilorðið opnar hann fyrir aðgang og vefurinn er færður (í raun afritaður) yfir. Eftir að Frontpage hefur hlaðið vefnum yfir á vefþjónin birtist gluggi þar sem notanda er gefinn kostur á því að skoða vefinn eins og hann er á Netinu. Veldu þennan kost. Hollráð Algengustu vandamál við að færa vef yfir á vefþjón eru eftirfarandi: Athugaðu að hægt er að velja hvort Frontpage uppfærir allar síður vefsins eða einungis þær sem hafa breyst. Röng slóð að FTP miðlara: Í þessu tilfelli, þ.e. ismennt, er slóðin Slóðin að FrontPageExt miðlaranum er Rang lykilorð Mundu að það skiptir máli hvort sleginn er inn stór stafur eða lítill. Bls 28

29 Slóðin að vefnum: is/not/notandi Á að uppfæra allan vefinn eða einungis breyttar síður? Auknir kostir fást ef smellt er á þennan hnapp. Texti með krækju og mynd sem einnig er krækja Glósur / Athugasemdir Bls 29

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Athugaðu að þú þarft að vera í Firefox til að geta notað Zotero. Zotero hjálparforritið samanstendur eiginlega af tvem forritsbútum. Annar keyrir í vafranum þínum og

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis

Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis Vísinda-, mennta- og gæðasvið Sigríður Sigurðardóttir Efnisyfirlit Almennt um PowerPoint... 2 Fyrstu skrefin... 3 Forritið ræst... 3 Vinnuumhverfið...

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Vefsmíðar. Kóðinn, HTML og CSS. Þessi bók er hluti af þriggja bóka flokki, hinar eru Viðmót, hönnun og verklag og Dreamweaver og önnur tól

Vefsmíðar. Kóðinn, HTML og CSS. Þessi bók er hluti af þriggja bóka flokki, hinar eru Viðmót, hönnun og verklag og Dreamweaver og önnur tól Vefsmíðar Kóðinn, HTML og CSS Þessi bók er hluti af þriggja bóka flokki, hinar eru Viðmót, hönnun og verklag og Dreamweaver og önnur tól Allar bækurnar eru aðgengilegar án endurgjalds á http://where.is/handbok

More information

RefWorks - leiðbeiningar

RefWorks - leiðbeiningar RefWorks - leiðbeiningar www.refworks.com Munið ONLINE HELP Helstu kostir RefWorks: Unnið í forritinu yfir Internetið hvaðan sem er og gögnin geymast á netinu. Hægt að hlaða niður tilvísunum beint og óbeint

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson Lærum að útbúa PDF Efnisyfirlit Notkun PDF-skjala bls. 3 Berum saman Postscript (EPS) og PDF bls. 3 PDF bls. 3 Samantekt bls. 4 PDF-vinnuferlið bls. 4 Hvernig gerum við

More information

RefWorks - leiðbeiningar

RefWorks - leiðbeiningar RefWorks - leiðbeiningar www.refworks.com Munið ONLINE HELP Helstu kostir RefWorks: Unnið í forritinu yfir Internetið hvaðan sem er og gögnin geymast á netinu Hægt að hlaða niður tilvísunum beint og óbeint

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Tölvuorðabókin hefur verið sett upp á neti Alþingis. Hana má finna með því að fara í START og ALL PROGRAMS. Eftirfarandi orðabækur eru aðgengilegar:

Tölvuorðabókin hefur verið sett upp á neti Alþingis. Hana má finna með því að fara í START og ALL PROGRAMS. Eftirfarandi orðabækur eru aðgengilegar: Tölvuorðabókin Almennt Tölvuorðabókin hefur verið sett upp á neti Alþingis. Hana má finna með því að fara í START og ALL PROGRAMS. Eftirfarandi orðabækur eru aðgengilegar: Ensk-íslensk og íslensk-ensk

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Aðgengismál fyrir byrjendur

Aðgengismál fyrir byrjendur Aðgengismál fyrir byrjendur - aðgengi fyrir alla, hverju þarf að huga að? 29. ágúst 2012 Jóhanna Símonardóttir Ráðgjafi hjá Sjá ehf Sjá viðmótsprófanir ehf. 2012 Hvað er aðgengi? Vefaðgengi (e. web accessibility)

More information

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365 SWAY SNIPPING TOOL Sway Office 365 https://www.microsoft.com/is-is/ Í forritinu Sway frá Microsoft er hægt að miðla upplýsingum á lifandi og skemmtilegan hátt og deila með öðrum. Skýrslur Kynningar Fréttabréf

More information

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM Rögnvaldur Líndal Magnússon Jarðvísindastofnun Háskólans Háskóli Íslands maí 2012 RH-08-2012 1 PixelCalc Efnisyfirlit 1. PixelCalc

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Icc prófílar eru uppsláttartöflur sem innihalda annarsvegar RGB eða CMYK tölur og annarsvegar CIE L*a*b* eða CIE XYZ litalíkönum og lýsa samhenginu milli

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK

Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK 2016 [Type here] [Type here] [Type here] Efnisyfirlit KYNNING... 4 UM MAINTX... 4 KOSTIR VIÐ NOTKUN MAINTX EIGNA- OG VIÐHALDSSTJÓRN.... 5 AÐ KOMA SÉR AF STAÐ....

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

Maintsoft ehf Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK

Maintsoft ehf Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK Maintsoft ehf Reykjavík Kennitala 410207-0280 VSK nr. 93140 Allur réttur áskilinn 2 Efnisyfirlit KYNNING... 5 UM MAINTX... 5 KOSTIR VIÐ NOTKUN MAINTX EIGNA-

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 22.08.2014 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð í Landupplýsingagátt

More information

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2013

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2013 2013 Spock deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 16. mars 2013 Verkefni 11 Sort Margar forritunarkeppnir hafa dæmi þar sem keppendur eiga að raða lista af heiltölum. Þetta dæmi er aðeins öðruvísi,

More information

STAFRÆN. ljósmyndun. Karl Jeppesen og Marteinn Sigurgeirsson

STAFRÆN. ljósmyndun. Karl Jeppesen og Marteinn Sigurgeirsson Karl Jeppesen og Marteinn Sigurgeirsson Námsgagnastofnun 2007 Efnisyfirlit Stafræn myndavél Stafræna filman..................... 3 Yfirfærsla til tölvu.................... 4 Yfirfærsla beint frá myndavél...........

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Samþykkjandi. Samþykktarferill í ORRA. Leiðbeiningar fyrir samþykkjanda. Útg. 2,0 - Apríl 2017

Samþykkjandi. Samþykktarferill í ORRA. Leiðbeiningar fyrir samþykkjanda. Útg. 2,0 - Apríl 2017 Samþykkjandi Samþykktarferill í ORRA Leiðbeiningar fyrir samþykkjanda Útg. 2,0 - Apríl 2017 Efnisyfirlit: 1. Leiðbeiningar FJS fyrir notendur Orra fjs.is... 2 2. Um samþykkt reikninga hlutverk samþykkjanda...

More information

FYRSTI ÍSLENSKI VEFURINN

FYRSTI ÍSLENSKI VEFURINN RHÍ Fréttir Fréttabréf Reiknistofnunar Háskóla Íslands Númer 38 febrúar 2003 FYRSTI ÍSLENSKI VEFURINN Í nóvember 2002 minntust starfsmenn Reiknistofnunar þess að áratugur var liðinn frá því að fyrsti vefþjónn

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði CESAR Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði Leiðbeinandi: Elín Elísabet Torfadóttir Prófdómari: Hlynur Sigurþórsson Tölvunarfræðideild

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv Gagnasafnsfræði Páll Melsted 18. nóv JSON JavaScript Object Notation (JSON) Staðall til að skrifa niður hluti (e. object) á mannamáli Notað til að skiptast á gögnum og til að geyma hálfformuð gögn Upphaflega

More information

Fyrirtækjabanki mars Nokkrar aðgerðir

Fyrirtækjabanki mars Nokkrar aðgerðir Fyrirtækjabanki mars 2018 Nokkrar aðgerðir Mín síða Gefur notendum Fyrirtækjabanka greinargóða sýn á stöðu fyrirtækisins Notandi Fyrirtækjabanka stillir sína síðu Greinargóð sýn á fjárhagstöðu notandans

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Notandahandbók Xperia M dual C2004/C2005

Notandahandbók Xperia M dual C2004/C2005 Notandahandbók Xperia M dual C2004/C2005 Efnisyfirlit Xperia M dual Notandahandbók...6 Síminn tekinn í notkun...7 Android hvað og hvers vegna?...7 Skjávernd...7 Kveikt og slökkt á tækinu... 7 Skjálás...

More information

Rannsóknamiðstöð ferðamála 2013

Rannsóknamiðstöð ferðamála 2013 Rannsóknamiðstöð ferðamála 2013 Útgefandi: Titill: Höfundur: Rannsóknamiðstöð ferðamála, Borgum v/ Norðurslóð, IS-600 Akureyri Sími: (+354) 460-8930 Fax: (+354) 460-8919 Rafpóstur: edward@unak.is Veffang:

More information

SNJALLÖRYGGI NOTENDALEIÐBEININGAR. Askalind 1 Kópavogur Sími Njarðarnesi 1 Akureyri Sími Nánar á oryggi.is

SNJALLÖRYGGI NOTENDALEIÐBEININGAR. Askalind 1 Kópavogur Sími Njarðarnesi 1 Akureyri Sími Nánar á oryggi.is SNJALLÖRYGGI NOTENDALEIÐBEININGAR SNJALLÖRYGGI Askalind 1 Kópavogur Sími 570 2400 Njarðarnesi 1 Akureyri Sími 470 2400 Nánar á oryggi.is TIL HAMINGJU MEÐ SNJALLÖRYGGIÐ Öryggismiðstöðin hefur allt frá árinu

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Lokaverkefni Vorönn Tölvunarfræðideild. Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Hallgrímur Arnaldsson

Lokaverkefni Vorönn Tölvunarfræðideild. Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Hallgrímur Arnaldsson Háskólinn í Reykjavík Kerfisfræði HMV / BS. Tölvunarfræði Lokaverkefni Vorönn 2015 Tölvunarfræðideild Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Nemendur: Anton Sigurðsson Lena Dögg

More information

Mannauður - Discoverer Viewer 5 fyrir ríki 1. útgáfa. 1. Inngangur Innihald bókarinnar... 2

Mannauður - Discoverer Viewer 5 fyrir ríki 1. útgáfa. 1. Inngangur Innihald bókarinnar... 2 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 1.1. Innihald bókarinnar... 2 2. Um Discoverer... 3 2.1. Mismunandi aðgangur að kerfinu... 3 2.2. Hugtök sem tengjast notkun Discoverer... 4 2.3. Um skoðunarútgáfu af Discoverer...

More information

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi fyrir vegagerðarverk Heimir Þór Gíslason 30 ECTS eininga ritgerð til meistaraprófs (MSc) í byggingaverkfræði með sérhæfingu í umferð og skipulagi Júní 2014 Verkbeiðna-

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1 Yfirlit i. Kynning 2 i. Vefhluti 3 ii. Þjóðskrá 3 iii. Lykilorð 3 ii. Innri hluti 4 i. Almennar leiðbeiningar 5 b. Iðkendur Forráðamenn 6 i. Iðkendur. 6 ii. Bæta / fjarlægja iðkenda hjá forráðamanni. 6

More information

TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki

TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki 26. apríl, 2016, 9:00 12:00 Aids: One handwritten A4 page (text on both sides). An Icelandic translation of the problems is on the last four pages. There are

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

skjá kort mús floppý ESD móðurborð tölva stýrikerfi kælivifta kort Harður diskur ROM SATA minni Tölvur og nettækni drif RAM tengibrú snúningshraði

skjá kort mús floppý ESD móðurborð tölva stýrikerfi kælivifta kort Harður diskur ROM SATA minni Tölvur og nettækni drif RAM tengibrú snúningshraði SATA minni stýrikerfi örgjörvi kort tengibrú PATA tölva Rafbók floppý snúningshraði vinnslu loft hraði RAM hugbúnaður kælivifta USB íhlutur Harður diskur drif lyklaborð kort diskur TB kæling skjá aflgjafi

More information

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Nýnemar Hvar eru tölvuver? Hvernig tengi ég fartölvuna við þráðlausa netið? Hvar fæ ég aðgang að Uglu? Hvernig nálgast ég tölvupóstinn minn? Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Flip over for English

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Skoðunartæki fyrir bráðvárkerfi Greiningarskýrsla

Skoðunartæki fyrir bráðvárkerfi Greiningarskýrsla Skoðunartæki fyrir bráðvárkerfi Greiningarskýrsla Höfundar Dr. Ebba Þóra Hvannberg, Eiríkur Egilsson Kerfisverkfræðistofa, Veðurstofa Íslands. Dagsetning ágúst 2001 Efnisyfirlit 1 INNGANGUR...3 2 NÚVERANDI

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Atli Harðarson. Java Kennslubók í forritun fyrir framhaldsskóla 2. útgáfa

Atli Harðarson. Java Kennslubók í forritun fyrir framhaldsskóla 2. útgáfa Atli Harðarson Java Kennslubók í forritun fyrir framhaldsskóla 2. útgáfa Iðnú 2001 Java - Kennslubók í forritun fyrir framhaldsskóla, 2. útgáfa 2001 Atli Harðarson Iðnmennt/Iðnú Bók þessa má eigi afrita

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar Þróunarverkefni í Sérdeild Vallaskóla skólaárið 2005-2006 Handbók Guðmundur B. Gylfason Kristín Björk Jóhannsdóttir Samstarfsfólk Lilja Björg Guðjónsdóttir þroskaþjálfi

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Tölvu- og verkfræðiþjónustan Halldór Kristjánsson, verkfræðingur 1. Inngangur Óskað hefur verið eftir mati Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar á því hvort hægt sé að

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

- Kerfisgreining með UML

- Kerfisgreining með UML Kuml - Kerfisgreining með UML 2007, Jón Freyr Jóhannsson 5ta útgáfa - 2007 Hönnun og umbrot: Jón Freyr Jóhannsson Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti sem sem ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á

More information

2. Verkefni: Einfaldar aðgerðir

2. Verkefni: Einfaldar aðgerðir TÖLVUTÍMAR Í AÐFERÐAFRÆÐI II 2. Verkefni: Einfaldar aðgerðir Í þessu verkefni lærir þú að gera súlurit, bæta upplýsingum við gagnatöflu SPSS og framkvæma einfaldar aðgerðir á töflum. Þú munt einnig kynnast

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Samþykkt í framkvæmdastjórn HSS 18. apríl 2007 Unnið af nefnd um öryggi í upplýsingatækni skipaðri af framkvæmdastjórn HSS í febrúar 2007

More information

Internetið og íslensk ungmenni

Internetið og íslensk ungmenni Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason 280579-4839 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve

More information

Grindarkerfi í hönnun Birtingarmynd grindarkerfis í stafrænum miðlum

Grindarkerfi í hönnun Birtingarmynd grindarkerfis í stafrænum miðlum Grindarkerfi í hönnun Birtingarmynd grindarkerfis í stafrænum miðlum Eva Dís Sigurðardóttir Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grindarkerfi í hönnun

More information

Gönguleiðir.is. Helena Sif Zóphoníasdóttir

Gönguleiðir.is. Helena Sif Zóphoníasdóttir Gönguleiðir.is Helena Sif Zóphoníasdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið Apríl 2010 Lokaverkefni til B.A. -prófs

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Stefnumiðuð samstarfsverkefni

Stefnumiðuð samstarfsverkefni Stefnumiðuð samstarfsverkefni Andrés Pétursson og Margrét Sverrisdóttir Kynningarstarf og dreifing niðurstaðna Dreifing niðurstaðna kröfur í samningi Grein I.10.2. VALOR - Dissemination Platform Vefsvæði

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information