Skoðunartæki fyrir bráðvárkerfi Greiningarskýrsla

Size: px
Start display at page:

Download "Skoðunartæki fyrir bráðvárkerfi Greiningarskýrsla"

Transcription

1 Skoðunartæki fyrir bráðvárkerfi Greiningarskýrsla Höfundar Dr. Ebba Þóra Hvannberg, Eiríkur Egilsson Kerfisverkfræðistofa, Veðurstofa Íslands. Dagsetning ágúst 2001

2 Efnisyfirlit 1 INNGANGUR NÚVERANDI KERFI HÖNNUNARFORSENDUR NOTKUNARTILVIK ORÐALISTI: NOTKUNARTILVIK NOTKUNARTILVIKARIT HÖGUN HUGBÚNAÐAR VERK JARÐVÍSINDAMANNA VERK JARÐVÍSINDAMANNA NOTENDAVIÐMÓT ÚTFÆRSLA KLASARIT VERKNAÐARRIT Bls. 2/20

3 1 Inngangur Í þessari skýrslu er greining á fábrotnu skoðunartæki sem á að gefa yfirlit um skjálftavirknina á landinu eða tilteknu svæði. Á korti á tölvuskjá á að sjást mat á fráviki virkninnar frá meðalvirkni. Einnig á að sjást yfirlit á mismunandi þekjum yfir hin ýmsu mælikerfi. Markmið með þessari frumgerð er að fá hugmynd að því hvernig sjónræning gagnanna er best gerð og einnig að gera sér grein fyrir hvaða samsöfnuðu gögn henta best við mat á jarðvá. Kerfið verður þróað í áföngum, en lokamarkið er að fá samræmda mynd af fjölbreyttum gögnum sem jarðvísindamenn og aðrir sérfræðingar nota. Í fyrsta áfanga er lögð áhersla á gögnum úr SIL kerfinu. 2 Núverandi kerfi Í nýju skoðunarkerfi munum við leitast við að nýta sem mest þá hugbúnaðarþróun sem þegar hefur átt sér stað hjá Veðurstofu Íslands. Þau kerfi sem skoðuð hafa verið eru: 1. SIL gagnagrunnur. Viðmótið sem sýnir yfirlit yfir virkni er á vefnum í formi línurita og teiknaðra jarðskjálfta á kortum. Jafnframt nýta sumir sérfræðingar sér SQL fyrirspurnir beint í gagnagrunn. 2. Alvaki Viðvörunarkerfi. Viðmót er textaskrá og talgjörvull sem kallar viðvaranir. 3. Ýmis önnur viðvörunar- eða eftirlítsalgrím sem nefnd eru í skýrslunni 3 Hönnunarforsendur Að tengja saman gagnagrunn og landupplýsingakerfi GIS. Með gagnagrunni er átt við þær jarðskjálftaupplýsinar sem komnar eru inn í gagnagrunn Veðurstofu Íslands og einnig nýustu athuganir sem unnið hefur verið sjálfvirkt úr en eru enn í textaskrá. Bls. 3/20

4 4 Notkunartilvik 4.1 Orðalisti: Atburður: Getur verið jarðskjálfti eða eldgos.. Atburður þarf ekki að vera bundinn við ákveðinn mæli. Hægt að meta alvarleika hans með hjálp viðvarana sem kerfið gefur frá sér. Mælir: Til eru nokkrar gerðir mæla, s.s. SIL, GPS, Þennslu og Borholumælar. Þeir mæla mismunandi hluti og hafa mismunandi gildi eftir því. Gildi þessara mæla endurnýjast á mismunandi löngum fresti. Svæði: Í kerfinu er Íslandi skipt upp í ákveðin svæði. Svæðin eru mismunandi stór og innihalda mismunandi mæla. Hvert svæði er þannig vaktað og ef einhverjir atburðir gerast á því svæði er hægt að sjá það á mælunum og einnig fær notandinn viðvaranir þegar við á. Tímaröð: Tímaröð er runa af mælingum eða atburðum. Tímaröð afmarkast af frá dagsetningu og tíma og til dagsetningu og tíma. Segir til um í hvaða röð atburðirnir gerast. Hér er hægt að rekja sögu atburða og í hvaða röð hlutirnir gerðust. Viðvörunarstaðall: Staðall sem segir til um alvarleika atburða sem gerast. Gildin geta verið á bilinu 1-5, þar sem 5 er alvarlegast. Þessi gildi eru skilgreind af Kerfisstjóranum og er hægt að breyta og bæta við viðvörunum með þar tilgerðum stillingum í kerfinu. Viðvörun: Þegar atburðir (t.d. jarðaskjálfti eða eldgos) af mikilli stærðargráðu verða, fer í gang viðvörun. Viðvörunin getur haft mismunandi alvarleikastig, allt frá 1-5, þar sem 5 er alvarlegast. 4.2 Notkunartilvik Í töflu 1 eru notkunartilvik talin upp. Í fyrsta dálkinum eru tilvikin auðkennd. Í öðrum dálkinum eru þau flokkuð eftir forgangi í útfærslu. Síðasti dálkurinn er lýsandi heiti. Auðkenni Forgangur Heiti SV-01 Skilgreining nýs svæðis SV-02 Há Reikningur kennitala svæða SV-03 Há Skoða dagsvirkni SV-04 Bæta við mæli SV-05 Sýna yfirlit yfir mælakerfi SV-06 Há Skoða tímaraðir fyrir mæli SV-07 Setja millibil fyrir kennitölureikninga SV-08 Setja viðmiðunartímabil SV-09 Setja viðmiðunarskjálftastærð SV-10 Há Endurreikna langtímakennitölur SV-11 Skoða skjálftavirkni fyrir liðið tímabil SV-12 Skoða eiginleika mælis SV-13 Há Skoða skjálftavirkni landsins Bls. 4/20

5 SV-14 Zooma inn á eina sellu innan svæðis SV-15 Bera saman gögn frá mismunandi mælum SV-16 Há Skoða tímaröð af skjálftavirkni svæðis SV-17 Há Skoða Íslandskort með viðvörunum svæða SV-18 Há Skoða viðvörun nánar SV-19 Há Frumstilla viðvaranir SV-20 Há Skoða viðvaranaröð svæðis SV-21 Breyta svæði SV-22 Fella niður svæði SV-23 Há Setja viðvörunarstaðal SV-24 Lá Skoða overlays SV-25 Lá Breyta grunnkort (base cover) SV-26 Lá Fá hjálp um ymislegt Tafla 1 Listi yfir notkunartilvik SV-01 Skilgreining nýs svæðis - hægt er að notast við fastkóðuð fá svæði til að byrja með Kerfisstjóri Ekkert Gerandi gefur nýju svæði nafn, og afmarkar það með lengdargráðum og breiddargráðum. Kerfið athugar lögmæti nafns og staðsetningar. "Þar koma til greina tveir möguleika annar er að skipta landinu niður í fyrifram skilgreind svæði, sem gæti byggst á þeirri vinnu sem þegar hefur fraið fram og sýnd er í ritinu um Jarðskjálfta á Íslandi Hinn möguleikinn er að skipta öllu landinu upp í t.d 10x10 km (0.2 lengdargr. x 0.1 breiddargr.) reiti" Nýtt svæði hefur verið búið til og vistað í gagnagrunn. SV-02 Reikningur kennitala svæða Há Klukka, Gert með jöfnu millibili. Landinu hefur verið skipt í svæði og svæðin skilgreind. Búið er að stilla millibil klukku. Kerfi reiknar kennitölur fyrir öll svæði sem skilgreind hafa verið og þær geymdar í gagnagrunni. Bls. 5/20

6 Ýmsar kennitölur verða reiknaðar. Til að byrja með verður eftirfarandi að minnsta kosti reiknað:?? Kerfi reiknar út langtímameðaltal sem meðalfjölda og staðalfrávik skjálfta yfir viðmiðunarskjálftastærð fyrir alla daga sem skjálftar mælast á svæðinu á viðmiðunartímabilinu. Búið er að reikna kennitölur fyrir öll svæði. Athugasemdir: SV-03 Skoða dagsvirkni Há Mælingar á jarðskjálftavirkni hafa verið settar inn í gagnagrunn. Kerfið birtir kort af Íslandi. Gerandi velur svæði sem á að skoða. Kerfið reiknar meðalfjölda skjálfta yfir síðustu 24 klukkustundir og birtir það í staðalfrávikum frá langtímameðaltali. Virknin hefur verið fundin út og birt notandanum. Skjálftastærðir eru mældar í einingunni Richter. SV-04 Bæta við mæli Eftirlitsmaður með mælakerfi Ekkert Gerandi tilgreinir tegund mælis (SIL, GPS, Þennsla, Borhola, o.fl.) og staðsetningu. Búið er að bæta við mæli í mælakerfi Bls. 6/20

7 Athugasemdir: SV-05 Sýna yfirlit yfir mælakerfi, Eftirlitsmaður með mælum. Búið er að skilgreina svæði (sbr. SV-01) og setja inn mæla (SV-04) Gerandi velur eina eða fleiri tegundir mæla (SIL, GPS, þennslu, borholur o.fl). Gerandi velur eitt svæði eða allt landið. Kerfið sýnir viðkomandi alla mæla í viðkomandi mælakerfi á völdu svæði. Tegundir mæla skulu vera aðgreinanlegir t.d. með táknmynd eða litakóða. Notandi fær þá mæla sem hann óskaði eftir birta á skjáinn. Viljið þið sjá alla mæla bæði virka, bilaða og óvirka mælipunkta? SV-06 Skoða tímaraðir fyrir mæli Há Mælir er skilgreindur Gerandi velur mæli og tilgreinir tímabil (frá dagsetning - til dagsetning) raðar. Kerfið birtir tímaröð atburða frá mælinum. Tímaröð getur birst sem einstakir atburðir eða samsöfnuð gögn (aggregated data) t.d. í súluriti (fjölda), meðaltölum eða uppsöfnuðum fjölda. Hvernig tímaröðin er birt fer eftir lengd tímabils, þ.e. fíngerðari fyrir stutt tímabil og samsafnaðri fyrir lengra tímabil. Tímaraðir fyrir tiltekinn mæli eru birtar á skjá notandans. SV-07 Setja millibil fyrir kennitölureikninga Kerfisstjóri Gerandi velur eitt eða fleiri svæði (eða öll svæði) sem stilla á millibil fyrir. Kerfið sýnir núverandi millibil fyrir valin svæði. Gerandi setur inn millibil í klukkustundum sem kerfið á að reikna kennitölur í. Þetta gæti t.d. verið á 2 klukkustunda fresti. Búið er að stilla millibil reikninga fyrir eitt eða fleiri svæði. Bls. 7/20

8 SV-08 Setja viðmiðunartímabil Kerfisstjóri Búið er að skilgreina svæði Gerandi velur frá eitt eða fleiri svæði. Kerfið sýnir núverandi viðmiðunartímabil. Gerandi velur frá dagsetningu og til dagsetningu sem afmarkar tímabil fyrir viðmiðunarkennitölureikninga. Búið er að breyta langtíma viðmiðunartímabili fyrir kennitölureikninga fyrir tiltekið svæði. SV-09 Setja viðmiðunarskjálftastærð Kerfisstjóri Búið er að skilgreina svæði Gerandi velur eitt eða fleiri svæði (eða allt landið). Kerfið birtir núverandi viðmiðunarskjálftastærð fyrir svæðin. Gerandi velur viðmiðunarskjálftastærð. Búið er að breyta viðmiðunarskjálftastærð sem er sú sama fyrir eitt eða fleiri svæði. Bls. 8/20

9 SV-10 Endurreikna langtímakennitölur Há Kerfisstjóri Ein eða fleiri af eftirfarandi stikum hefur breyst: nýtt svæði, nýtt viðmiðunartímabil eða ný viðmiðunarskjálftastærð. Gerandi velur svæði. Kerfið endurreiknar langtímameðalfjölda skjálfta og staðalfrávik. Kerfið birtir niðurstöður Langtímameðalfjöldi skjálfta og staðalfrávik hefur verið reiknað fyrir tiltekin svæði og geymd í gagnagrunni. Niðurstöðurnar hafa verið birtar. Athugasemdir: SV-11 Skoða skjálftavirkni fyrir liðið tímabil Svæði skulu hafa verið skilgreind og mælingar á skjálftavirkni verða að hafa farið fram. Gerandi velur svæði sem á að skoða. Gerandi velur liðið tímabil sem getur verið t.d. síðasti sólarhringur, síðustu dagar eða síðasta vika eða síðasti mánuður. Kerfið reiknar meðalfjölda skjálfta yfir viðmiðunarskjálftastærð á millibil (t.d. kls.) yfir síðasta liðið tímabil og birtir það í staðalfrávikum frá langtímameðaltali. Staðalfrávik frá langtímameðaltali hafa verið birt. Skjálftastærðir eru mældar í einingunni Richter. SV-12 Skoða eiginleika mælis, eftirlitsmaður með mælum Mælir er skilgreindur Gerandi velur mæli. Kerfið birtir eiginleika mælis svo sem tegund, staðsetningu í hnitakerfi, stöðu (virkur, óvirkur, bilaður). Virkur Bls. 9/20

10 merkir að mælirinn sendir frá sér gögn. Óvirkur merkir að ekki er mælt núna frá þessum stað. Ef mælirinn er óvirkur birtir kerfið dagsetningu síðustu virkni. Bilaður merkir að mælirinn er á staðnum en sendir ekki gögn frá sér vegna þess að hann er bilaður. Einni er birt hve títt mælir sendir frá sér gögn til miðstöðvar, t.d. einu sinni á kls.? Athugsemdir: Eiginleikar þess mælis sem notandi valdi hafa verið birtir Hér þarf að fara yfir eiginleika mæla og einnig hve langa virknissögu mæla á að geyma. SV-13 Skoða skjálftavirkni landsins Há Svæði hafa verið skilgreind og kennitölur uppfærðar Kerfið birtir kort af Íslandi, og sýnir svæðisskiptingu og einhverja kennitölu per svæði. Skjálftavirkni landsins í heild hefur verið birt. SV-14 Draga inn ( Zooma ) að einni sellu innan svæðis Svæði hefur verið birt. Gert er ráð fyrir að virkni sé mikil á svæðinu Gerandi velur staðsetningu innan svæðis. Kerfið birtir þá sellu með YY upplausn þar sem valin staðsetningin er innan sellunnar. Gerandi velur liðið tímabil t.d. kls., dag eða viku. Kerfið birtir fjölda atburða svæðisins 1 á liðnu tímabili per dag eða kls. eftir lengd liðna tímabilsins. Hvaða atburðir eru birtir fer eftir hvaða mælar eru á völdu svæði. Hvað gerist þegar eru margir mælar af sömu tegund á svæðinu. (YY er fyrirframákveðinn fasti og ekki breytanlegur). Viðkomandi svæði sem valið var er komið í nærmynd. 1 Atburður er eitthvað mæligildi frá mæli sem er yfir viðmiðunarmörkum. Þannig gæti atburður frá vatnshæðarmæli verið þegar vatnsyfirborð fer yfir einhverja viðmiðunarhæð. Atburður frá þennslumæli er þegar rúmmálsbreyting fer yfir einhverja viðmiðunarstærð. Bls. 10/20

11 SV-15 Athugasemdir: Bera saman gögn frá mismunandi mælum Mælarnir verða að hafa verið skilgreindir. Gerandi velur tvo eða fleiri mæla af sömu tegund. Gerandi velur skjálftamæli. Gerandi velur liðið tímabil. Kerfið birtir tímaraðir fyrir mælana fyrir liðið tímabil. Kerfið gerir greiningu á venslum á milli mælanna Hvernig? Kerfið birtir niðurstöður á greiningunni. Kerfið hefur birt niðurstöður úr greiningunni milli mæla. Hér þarf að athuga hvernig kerfið gerir samanburðinn eða hvort hann er handvirkur. Er aðeins gerður samanburður á milli tveggja eða fleiri mæla af sömu tegund og við skjálftamæla? T.d. á milli tveggja vatnsyfirborðsmæla og við einn skjálftamæli. SV-16 Skoða tímaröð skjálftavirkni svæðis Há Það verða að vera til mælingar á skjálftum ákveðinna svæða og tími þeirra. Gerandi velur svæði. Kerfið birtir tímaröð (stærð) yfir alla skjálfta svæðisins fyrir liðið tímabil. Listi/Mynd hefur verið birt með upplýsingum yfir skjálftana og tíma þeirra. SV-17 Skoða Íslandskort með viðvörunum svæða Há Svæðin verða að hafa verið skilgreind og einnig verður að vera búið að setja upp viðvarnastaðal (SV-23) fyrir þessi svæði. Hverju sinni er birt Íslandskort með viðvaransvæðaskiptingu. Viðvörun 1 5 birtist t.d. sem litakóði frá gulu upp í eldrautt. Grænt merkir engin viðvörun. Einnig er birtur tími viðvörunar og dagsetning. Ef atburður veldur fleiri en einni viðvörun, þá eru þær allar birtar í lóðréttri súlu. Bls. 11/20

12 SV-18 Skoða viðvörun nánar Há Viðvörun hefur orðið á svæði Gerandi velur viðvörun. Kerfið birtir nánari upplýsingar um viðvörun, þ.e. atburð (í staðsetningu, stærð, dýpt) og mæligildi stikunnar. Notandi hefur fengið upp á skjáinn nánari upplýsingar um viðvörunina. SV-19 Frumstilla viðvaranir. Há. Forstöðumaður jarðeðlissviðs eða staðgengill. Viðvörun hefur orðið. Eftir að viðvaranaástand er liðið hjá frumstillir gerandi viðvaranakóða svæðisins. Viðvaranir hafa verið frumstilltar. SV-20 Skoða viðvaranaröð svæðis Svæðin verða að hafa verið skilgreind og einnig verður að vera búið að setja upp viðvarnastaðal fyrir þessi svæði. Kerfið birtir allar liðnar viðvaranir svæðisins í tímaröð. Ef fleiri en ein viðvörun kemur á sama tíma, eru þær sýndar í lóðréttri súlu. Bls. 12/20

13 SV-21 Breyta svæði Kerfisstjóri Viðkomandi svæði þarf að vera til Gerandi velur svæðið sem hann vill breyta og gerir viðeigandi breytingar. Með viðeigandi breytingum er átt við að stækka eða minnka viðkomandi svæði. Kerfið athuga lögmæti breytingarinnar og vistar breytinguna. Svæði hefur verið breytt og vistað í gagnagrunn. SV-22 Fella niður svæði. Kerfisstjóri Viðkomandi svæði verður að vera til. Gerandi velur svæðið sem hann vill eyða og staðfestir að hann vilji eðyja svæðinu. Kerfið athuga lögmæti eyðingarinnar og vistar breytinguna. Svæði hefur verið eytt og fjarlægt úr gagnagrunn. SV-23 Setja viðvörunarstaðal Há Kerfisstjóri Gerandi velur að setja viðvörunarstaðal. Hann getur valið um viðvörunargildi á bilinu 1-5, þar sem 5 er alvarlegast. Gerandinn getur einnig búið til nýjan flokk viðvaranna og hefur þannig meiri réttindi en aðrir í kerfinu. Viðvörunarstaðall hefur verið settur í kerfinu og vistaður. Bls. 13/20

14 Athugasemdir: Nýr flokkur viðvaranna, sem var ekki til áður getur hafa bæst inn í kerfið. SV-24 Skoða overlays Lá Gerandi velur overlay, t.d. mannvirki (hús, ), samgönguvirki (veganet, simnét, hitaveita), hædarmót (relief model með hæðarlínur), íbuarfjölda og staðsetning fyrir ákveðið svæði sem á að birtast yfir grunnkortið. Kerfið sýnir valinn overlay fyrir ákveðið svæði. Kort með valinn overlay er birt á skjá notandans. SV-25 Breyta grunnkort (base cover) Lá Gerandi velur á milli grunnkort sem þörv er á, t.d. islandskortid eða önnur sérkort eins og jarðfræðikort eða höggunarkort. Kort með valið grunnkort er birt á skjá notandans. SV-26 Fá hjálp um ýmislegt Lá Gerandi velur hlut sem vantar upplýsinga um og fær þá birtar á skjáinn. Þetta er t.d. ypplýsinga um mælir eða mælikerfi (stutt lýsing af tegund, einkenni etc.) sem fæst með þvi að smella á hjálp og ákveðinn mælir. Hjálp er birt sem textaskrá á skjá notandans. Bls. 14/20

15 5 Notkunartilvikarit SV-04: Bæta við mæli SV-12: Skoða eiginleika mælis SV-05: Sýna yfirlit yfir mælakerfi SV-03: Skoða dagsvirkni SV-20: Skoða viðvaranaröð svæðis Eftirlitsmaður með mælakerfi SV-06: Skoða tímaraðir fyrir mæli SV-17: Skoða Íslandskort með viðvörunum svæða SV-11: Skoða skjálftavirkni fyrir liðið tímabil SV-18: Skoða viðvörun nánar SV-15: Bera saman gögn frá mismunandi mælum SV-14: Draga inn (zooma) inn á eina sellu innan svæðis SV-16: Skoða tímaröð skjálftavirkni svæðis SV-13: Skoða skjálftavirkni landsins Mynd #1: Notkunartilviksrit a) SV-01: Skilgreining nýs svæðis SV-07: Setja millibil fyrir kennitölureikninga SV-08: Setja viðvörunartímabil SV-09: Setja viðmiðunarskjálftastærð Kerfisstjóri SV-10: Endurreikna langtímakennitölur SV-21: Breyta svæði SV-22: Fella niður svæði SV-23: Setja viðvörunarstaðal Klukka SV-02: Reikningur kennitala svæða Forstöðumaður jarðeðlissviðs eða staðgengill Mynd #2: Notkunartilviksrit b) SV-19: Frumstilla viðvaranir Bls. 15/20

16 6 Högun hugbúnaðar 7 Skjálftamælar SIL Gagnagrunnur Gagnagrunnur fyrir kennitölugögn (Vöruhús) Gagnagrunnur Upplýsingar um mæla Textaskrá fyrir nýjustu mælingar ArcInfo Vinnsla ArcInfo Notendaviðmót aut.mag Alvaki Sérsmíðaður hugbúnaður Örvar merkja gagnaflæði Brotnar línur merkja stýriflæði Mynd #3: Högun hugbúnaðar Mælar Eftirfarandi gögn verða tengd í seinni áfanga Þenslu Textaskrá Órói Textaskrá Textaskrá Gagnagrunnur fyrir veðurgögn GPS Þensla, Órói og GPS gögn fara í textaskrá núna Mynd #4: Mælar Gögn frá Orkustofnun, þ.e. Vatnsyfirborð og efnainnihald verður tengt í enn seinni áfanga Bls. 16/20

17 Verk jarðvísindamanna Í þessum kafla verður lýst dæmigerðum verkum jarðvísindamanna við daglegt eftirlit og yfirvofandi bráðavá. Í áfangaskýrslu fyrir árið 2000 má sjá verkferli fyrir mat á viðvörunum. Lýsingarnar í þessum kafla eru nákvæmari útlistanir á þeim. Verkin eru samsett af notkunartilvikum sem er lýst er í kafla 3. Verkunum er lýst með verknaðarritum og er dæmi um slíkt sýnt á myndum, #7 og #8. 8 Notendaviðmót Líkan af viðmóti (frumgerð) skoðunartækisins verður gert á pappír með gulum miðum (post it notes) til að byrja með. Gert verður innihaldslíkan (e. content model) þar sem fram koma viðmótshlutir og aðgerðir á þá. (sjá L Constantine og Lucy Lockwood - Software for Use - einnig Hugh Beyer og Karen Holtzblatt - Contextual Design). Líkanið eða frumgerðin er hönnuð út frá notkunartilvikunum. Verknaðarritin í kaflanum hér á undan hjálpa okkur við að setja upp samhengið (e. interaction context) sem notkunartilvikin eru framkvæmd í. Siglingakort viðmótsins sýna okkur hvernig við ferðumst frá einu samhengi til annars. Með því að skoða öll samhengi viðmótsins og siglingar á milli samhengjanna fáum við högun viðmótsins. Kortin sem notuð verða í landupplýsingakerfinu eru dæmi um grunn sem verða notuð til að sýna Mynd #5: frumgerð notendaviðmótsins Bls. 17/20

18 9 Útfærsla Í sumar er áætlað að gera hugbúnaðarfrumgerð af skoðunartækinu með því að nota Arc/Info. Talsverð þekking á Arc/Info er innanhúss hjá Veðurstofu í snjóflóðadeild og því fýsilegt að efla þá sérfræðiþekkingu með notkun innan jarðeðlissviðs. Skoðað verður hvernig Arc/Info GIS kerfið hentar. Aðrar lausnir eru væntanlega til en nýlegar dálkagreinar eftir þekktan sérfræðing í vöruhúsum gagna benda til að við séum á réttri leið með því að blanda saman landupplýsingakerfum og vöruhúsum gagna. Sjá "Spatial Enabling Your Data Warehouse" og "Address Space - Turn our data warehouse into a geographic information system" eftir Ralph Kimball sem birtist á Intelligent Enterprise Magazine - Data Webhouse ( Þar eru m.a. reifaðir aðrir útfærslumöguleikar sem e.t.v. væri vert að kanna. Bls. 18/20

19 10 Klasarit Klasarit fyrir Bráðavá v1.2 Höfundarréttur 2001 Eiki Egilz. Allur réttur áskilinn. Svæði -Tengsl við önnuar svæði -Heiti -Stærð -Kennitala 1.. -hefur -tilheyrir -hefur -hefur 1 Stilling -Viðmiðunarskjálftastærð -Viðvaranagildi -Þröskuldsgildi 1 -inniheldur -notast við -tilheyrir Staðsetning -Breiddargráða -Lengdargráða 1 -hefur -hefur tilheyrir -er hluti af Atburður -Jarðskjálfti -Eldgos -Kennitala -gerist við -veldur Viðvörun -Viðvörunarstig -Tegund viðvörunar -Gildi (t.d.1-10) -veldur -Frá -Til Tímaröð -samanstendur af 1 1 -samanstendur af -er hluti af -Dagsetning -Tími -Númer atburðar -Nafn á skrá Mæling -framkvæmir -tilheyrir -notast við -tilheyrir Mælir -Virkur/Óvirkur -Í lagi/bilaður -Aldur -Nafn -Kennitala (númer) -hefur Mæling SIL-mælis -Dýpi -Stærð -Gæði Mæling GPS-mælis -Gildi núlíðandi sólarhrings -Gildi síðasta sólarhrings Mæling þennslu-mælis -Hitastig -Þrýstingur Mæling borholumælis -(Gildi frá orkustofnun) Mynd #6: Klasarit Klasritið hér að ofan ætti að útskýra sig nokkuð vel sjálft en hér að neðan er engu að síður útskýrt það allra helsta:?? Landinu er skipt upp í svæði og því getur Atburður náð fyrir tvö svæði, s.s. tvær Staðsetning geta tengst Atburður.?? Atburður getur staðið saman af mörgum tímaröðum.?? Klasarnir neðst eru undirklasar af Mæling sem þýðir að þeir innihalda allt sem sá klasi inniheldur, auk þess sem þeir bæta við sínum eigin eigindum og sinni aukalegu hegðun. Bls. 19/20

20 11 Verknaðarrit Verknaðarrit (Activity Diagram) Mynd #7: verknaðarrit a) SV-13: Skoða kort af Íslandi með einni kennitölu per svæði SV-17: Skoða kort af Íslandi með viðvörunum svæða SV-03: Velja eitt svæði og skoða dagsvirkni SV-05: Skoða alla mæla svæðis SV-06: Velja tímaröð frá einum mæli svæðis SV-14: Zooma inn á sellu svæðis Mynd #8: verknaðarrit b) SV-17: Skoða kort af Íslandi með viðvörunum svæða SV-01: Skilgreining nýs svæðis SV-21: Breyta svæði SV-22: Fella niður svæði Hér að ofan má sjá tvö dæmi um verknaðarrit (activity diagram). Myndirnar sýna brot af möguleikum kerfisins og í hvaða röð ákveðnar aðgerðir eru framkvæmdar. Notandi getur annað hvort valið vinstri eða hægri leiðina þegar hann lendir á Synchronization bar sem táknað með breiðu láréttu striki. Bls. 20/20

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv Gagnasafnsfræði Páll Melsted 18. nóv JSON JavaScript Object Notation (JSON) Staðall til að skrifa niður hluti (e. object) á mannamáli Notað til að skiptast á gögnum og til að geyma hálfformuð gögn Upphaflega

More information

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM Rögnvaldur Líndal Magnússon Jarðvísindastofnun Háskólans Háskóli Íslands maí 2012 RH-08-2012 1 PixelCalc Efnisyfirlit 1. PixelCalc

More information

Mannauður - Discoverer Viewer 5 fyrir ríki 1. útgáfa. 1. Inngangur Innihald bókarinnar... 2

Mannauður - Discoverer Viewer 5 fyrir ríki 1. útgáfa. 1. Inngangur Innihald bókarinnar... 2 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 1.1. Innihald bókarinnar... 2 2. Um Discoverer... 3 2.1. Mismunandi aðgangur að kerfinu... 3 2.2. Hugtök sem tengjast notkun Discoverer... 4 2.3. Um skoðunarútgáfu af Discoverer...

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1 Yfirlit i. Kynning 2 i. Vefhluti 3 ii. Þjóðskrá 3 iii. Lykilorð 3 ii. Innri hluti 4 i. Almennar leiðbeiningar 5 b. Iðkendur Forráðamenn 6 i. Iðkendur. 6 ii. Bæta / fjarlægja iðkenda hjá forráðamanni. 6

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

2009 Jón Freyr Jóhannsson 1

2009 Jón Freyr Jóhannsson 1 2009 Jón Freyr Jóhannsson 1 E2 - Excel fyrir lengra komna Námskeiðsefni Þetta er hluti heftis - frumdrög23. ágúst 2009 kaflar bætast við síðar 2009, Jón Freyr Jóhannsson ISBN 978-9979-9811-9-0 Rit þetta

More information

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi fyrir vegagerðarverk Heimir Þór Gíslason 30 ECTS eininga ritgerð til meistaraprófs (MSc) í byggingaverkfræði með sérhæfingu í umferð og skipulagi Júní 2014 Verkbeiðna-

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Athugaðu að þú þarft að vera í Firefox til að geta notað Zotero. Zotero hjálparforritið samanstendur eiginlega af tvem forritsbútum. Annar keyrir í vafranum þínum og

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK

Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK 2016 [Type here] [Type here] [Type here] Efnisyfirlit KYNNING... 4 UM MAINTX... 4 KOSTIR VIÐ NOTKUN MAINTX EIGNA- OG VIÐHALDSSTJÓRN.... 5 AÐ KOMA SÉR AF STAÐ....

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Maintsoft ehf Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK

Maintsoft ehf Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK Maintsoft ehf Reykjavík Kennitala 410207-0280 VSK nr. 93140 Allur réttur áskilinn 2 Efnisyfirlit KYNNING... 5 UM MAINTX... 5 KOSTIR VIÐ NOTKUN MAINTX EIGNA-

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2013

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2013 2013 Spock deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 16. mars 2013 Verkefni 11 Sort Margar forritunarkeppnir hafa dæmi þar sem keppendur eiga að raða lista af heiltölum. Þetta dæmi er aðeins öðruvísi,

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

Mynd: Mismunandi FTTH-högun

Mynd: Mismunandi FTTH-högun Búnaður og tæki Passíf ljósnet (PON) P2MP og Ethernet P2P lausnir hafa um árabil verið notaðar víða um heim. Ýmis atriði hafa áhrif á val á búnaði, t.d. landfræðilegar aðstæður, viðskiptaáætlun o.s.frv.

More information

- Kerfisgreining með UML

- Kerfisgreining með UML Kuml - Kerfisgreining með UML 2007, Jón Freyr Jóhannsson 5ta útgáfa - 2007 Hönnun og umbrot: Jón Freyr Jóhannsson Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti sem sem ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði CESAR Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði Leiðbeinandi: Elín Elísabet Torfadóttir Prófdómari: Hlynur Sigurþórsson Tölvunarfræðideild

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

BS ritgerð í hagfræði Delluaðhvarf

BS ritgerð í hagfræði Delluaðhvarf BS ritgerð í hagfræði Delluaðhvarf Auður Bergþórsdóttir Leiðbeinandi: Daði Már Kristófersson Hagfræðideild Febrúar 2013 Delluaðhvarf Auður Bergþórsdóttir Lokaverkefni til BS gráðu í hagfræði Leiðbeinandi:

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Lokaverkefni Vorönn Tölvunarfræðideild. Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Hallgrímur Arnaldsson

Lokaverkefni Vorönn Tölvunarfræðideild. Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Hallgrímur Arnaldsson Háskólinn í Reykjavík Kerfisfræði HMV / BS. Tölvunarfræði Lokaverkefni Vorönn 2015 Tölvunarfræðideild Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Nemendur: Anton Sigurðsson Lena Dögg

More information

Samþykkjandi. Samþykktarferill í ORRA. Leiðbeiningar fyrir samþykkjanda. Útg. 2,0 - Apríl 2017

Samþykkjandi. Samþykktarferill í ORRA. Leiðbeiningar fyrir samþykkjanda. Útg. 2,0 - Apríl 2017 Samþykkjandi Samþykktarferill í ORRA Leiðbeiningar fyrir samþykkjanda Útg. 2,0 - Apríl 2017 Efnisyfirlit: 1. Leiðbeiningar FJS fyrir notendur Orra fjs.is... 2 2. Um samþykkt reikninga hlutverk samþykkjanda...

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

FRAMLEIÐSLU UPPLÝSINGAR FYRIR MJÓLKURBÆNDUR

FRAMLEIÐSLU UPPLÝSINGAR FYRIR MJÓLKURBÆNDUR FRAMLEIÐSLU UPPLÝSINGAR FYRIR MJÓLKURBÆNDUR Þorsteinn Pálsson Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Þorsteinn Pálsson Kennitala: 290983-4369 Leiðbeinandi: Unnsteinn Snorri Snorrason Tækni-

More information

INNKÖLLUNARSNIÐ. HEITI Kennitala stöðvar/stofu/læknis Ekki tómt. Kennitala stöðvar/stofu/læknis. Tíu stafa tala úr þjóðskrá án bandstriks.

INNKÖLLUNARSNIÐ. HEITI Kennitala stöðvar/stofu/læknis Ekki tómt. Kennitala stöðvar/stofu/læknis. Tíu stafa tala úr þjóðskrá án bandstriks. Eftirfarandi er lýsing á færslu- og skráarsniði sem Landlæknisembættið notar til að kalla inn samskiptaupplýsingar frá heilsugæslustöðvum og læknastofum. Tilgreind eru þau gagnasvið sem nauðsynleg eru.

More information

Fjölljóseindajónun CH 2 Br 2

Fjölljóseindajónun CH 2 Br 2 Fjölljóseindajónun CH 2 Br 2 Gleypni og rofferli Hafdís Inga Ingvarsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2012 i Fjölljóseindajónun CH 2 Br 2 Gleypni og rofferli Hafdís Inga Ingvarsdóttir 10 eininga

More information

Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna

Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna Háskóli Íslands Iðnaðarverkfræði,- vélaverkfræði og tölvunarfræðideild MPM(402F) Lokaverkefni MPM nám í verkefnastjórnun Vormisseri 2010 Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna Nemandi:

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 22.08.2014 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð í Landupplýsingagátt

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Samþykkt í framkvæmdastjórn HSS 18. apríl 2007 Unnið af nefnd um öryggi í upplýsingatækni skipaðri af framkvæmdastjórn HSS í febrúar 2007

More information

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Icc prófílar eru uppsláttartöflur sem innihalda annarsvegar RGB eða CMYK tölur og annarsvegar CIE L*a*b* eða CIE XYZ litalíkönum og lýsa samhenginu milli

More information

FYRSTI ÍSLENSKI VEFURINN

FYRSTI ÍSLENSKI VEFURINN RHÍ Fréttir Fréttabréf Reiknistofnunar Háskóla Íslands Númer 38 febrúar 2003 FYRSTI ÍSLENSKI VEFURINN Í nóvember 2002 minntust starfsmenn Reiknistofnunar þess að áratugur var liðinn frá því að fyrsti vefþjónn

More information

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson Lærum að útbúa PDF Efnisyfirlit Notkun PDF-skjala bls. 3 Berum saman Postscript (EPS) og PDF bls. 3 PDF bls. 3 Samantekt bls. 4 PDF-vinnuferlið bls. 4 Hvernig gerum við

More information

Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum

Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum Pétur Grétarsson Ritgerð til diplómaprófs Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislun á fóstur í tölvusneiðmyndarannsóknum

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Þróun aðferðafræði fyrir mat á tæknilega mögulegu vatns afli með notkun vatnafræðilíkana í hárri upplausn

Þróun aðferðafræði fyrir mat á tæknilega mögulegu vatns afli með notkun vatnafræðilíkana í hárri upplausn Þróun aðferðafræði fyrir mat á tæknilega mögulegu vatns afli með notkun vatnafræðilíkana í hárri upplausn Fyrirspurnir: Tinna Þórarinsdóttir tinna@vedur.is Greinin barst 26. september 2012. Samþykkt til

More information

TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki

TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki 26. apríl, 2016, 9:00 12:00 Aids: One handwritten A4 page (text on both sides). An Icelandic translation of the problems is on the last four pages. There are

More information

Medical Office. Rafrænt sjúkraskýrslukerfi. Almennar upplýsingar um uppbyggingu, viðmót og kerfiseiningar. Profdoc Ísland

Medical Office. Rafrænt sjúkraskýrslukerfi. Almennar upplýsingar um uppbyggingu, viðmót og kerfiseiningar. Profdoc Ísland Medical Office Rafrænt sjúkraskýrslukerfi. Almennar upplýsingar um uppbyggingu, viðmót og kerfiseiningar Profdoc sími: 898-2179 Almennar upplýsingar um PMO...4 Um PMO sjúkraskrárkerfið...4 Skipulag og

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Áramót 2016 Skrá nýtt bókhaldsár Aðvörun:

Áramót 2016 Skrá nýtt bókhaldsár Aðvörun: Áramót 2016 Ekki er eftir neinu að bíða með að opna nýtt ár og er mælt með því að gera það strax á fyrsta degi nýs árs, best fyrr. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um helstu atriðin sem gera þarf í viðskiptahugbúnaðinum

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Spurningar og svör. Yfirlit

Spurningar og svör. Yfirlit Yfirlit i. Kynning 2 i. Vefhluti 4 ii. Þjóðskrá 4 iii. Lykilorð 4 ii. Innri hluti 5 i. Almennar leiðbeiningar 7 b. Iðkendur Forráðamenn 8 i. Iðkendur. 8 ii. Bæta við / fjarlægja iðkanda hjá forráðamanni.

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Grunnnámskeið í. forritsins. Einfaldlega Frontpage Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001.

Grunnnámskeið í. forritsins. Einfaldlega Frontpage Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001. Einfaldlega Frontpage 2000 S.Fjalar, vor 2001 Grunnnámskeið í notkun Frontpage forritsins Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001. Sigurður Fjalar Jónsson Einfaldlega

More information

Endurskoðun félagsvísa Revision of Social Indicators

Endurskoðun félagsvísa Revision of Social Indicators 25. janúar 2019 Endurskoðun félagsvísa Revision of Social Indicators Samantekt Abstract Félagsmálaráðuneytið 1 og Hagstofa Íslands hafa frá árinu 2012, að frumkvæði Velferðarvaktarinnar, safnað og birt

More information

Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis

Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis Vísinda-, mennta- og gæðasvið Sigríður Sigurðardóttir Efnisyfirlit Almennt um PowerPoint... 2 Fyrstu skrefin... 3 Forritið ræst... 3 Vinnuumhverfið...

More information

Inntaksgildi í hermunarforrit

Inntaksgildi í hermunarforrit Inntaksgildi í hermunarforrit áfangaskýrsla Tvísýnt ökubil 600 500 400 Fjöldi 300 200 100 0 1.5 2.5 3.5 4.5 5.5 6.5 7.5 8.5 9.5 Ökubil, t [sek] Fjöldi ökumanna sem hafnar ökubili t (Allt) Sundlaugavegur,

More information

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítalanum

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítalanum LEAN 02 Stöðugar umbætur á Landspítalanum STARFSÁÆTLUN LANDSPÍTALA 2016 18.10.2016 2 18.10.2016 3 SAMANTEKT Offramleiðsla Óþarfa flutningar Birgðir Ónýttir hæfileikar starfsmanna Bið Óþarfa hreyfing Óþarfar

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans

Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans Hugpró, 25. nóvember 2009 Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans Gyða Bjarkadóttir Sérfræðingur, Prófanadeild Landsbankans Steinunn M. Halldórsdóttir Sérfræðingur, Prófanadeild Landsbankans Um okkur Gyða

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

SNJALLÖRYGGI NOTENDALEIÐBEININGAR. Askalind 1 Kópavogur Sími Njarðarnesi 1 Akureyri Sími Nánar á oryggi.is

SNJALLÖRYGGI NOTENDALEIÐBEININGAR. Askalind 1 Kópavogur Sími Njarðarnesi 1 Akureyri Sími Nánar á oryggi.is SNJALLÖRYGGI NOTENDALEIÐBEININGAR SNJALLÖRYGGI Askalind 1 Kópavogur Sími 570 2400 Njarðarnesi 1 Akureyri Sími 470 2400 Nánar á oryggi.is TIL HAMINGJU MEÐ SNJALLÖRYGGIÐ Öryggismiðstöðin hefur allt frá árinu

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

B.Sc. í viðskiptafræði

B.Sc. í viðskiptafræði Er hægt að spá fyrir um viðhorf til Evrópusambandsins út frá menningarvíddum Hofstede? Ingvar Linnet B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2011 Ingvar Linnet Leiðbeinandi: Kt. 171287-2789 Aðalsteinn Leifsson Formáli

More information

Launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði Gender wage differential in the private sector

Launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði Gender wage differential in the private sector 2010:3 18. febrúar 2010 Launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði 2000 2007 Gender wage differential in the private sector 2000 2007 Samantekt Við skoðun á launamun kynjanna hefur löngum verið sóst eftir

More information

skjá kort mús floppý ESD móðurborð tölva stýrikerfi kælivifta kort Harður diskur ROM SATA minni Tölvur og nettækni drif RAM tengibrú snúningshraði

skjá kort mús floppý ESD móðurborð tölva stýrikerfi kælivifta kort Harður diskur ROM SATA minni Tölvur og nettækni drif RAM tengibrú snúningshraði SATA minni stýrikerfi örgjörvi kort tengibrú PATA tölva Rafbók floppý snúningshraði vinnslu loft hraði RAM hugbúnaður kælivifta USB íhlutur Harður diskur drif lyklaborð kort diskur TB kæling skjá aflgjafi

More information

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda REGLURNAR GILDA FYRIR: CHESAPEAKE BAY RETRIEVER, CURLY-COATED RETRIEVER, FLAT-COATED RETRIEVER, GOLDEN RETRIEVER, LABRADOR RETRIEVER OG NOVA SCOTIA DUCK TOLLING

More information

Leiðbeiningar um val og staðsetningu handslökkvitækja

Leiðbeiningar um val og staðsetningu handslökkvitækja um val og staðsetningu handslökkvitækja 1 Inngangur...1 2 Orðaskýringar...1 3 Flokkar bruna...2 4 Helstu gerðir handslökkvitækja...2 5 Val tækja í mismunandi byggingar...4 6 Almennar reglur um val og staðsetningu...5

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Útreikningar á næringargildi, kjötmagni, viðbótarfitu og viðbótarbandvef. samkvæmt drögum að reglugerð um kjöt og kjötvörur

Útreikningar á næringargildi, kjötmagni, viðbótarfitu og viðbótarbandvef. samkvæmt drögum að reglugerð um kjöt og kjötvörur UST-2005:02 Febrúar Útreikningar á næringargildi, kjötmagni, viðbótarfitu og viðbótarbandvef samkvæmt drögum að reglugerð um kjöt og kjötvörur Unnið af Ólafi Reykdal, Matra fyrir Umhverfisstofnun Efnisyfirlit

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information