Tímarit um lyfjafræði. 2. tölublað 44. árgangur 2009

Size: px
Start display at page:

Download "Tímarit um lyfjafræði. 2. tölublað 44. árgangur 2009"

Transcription

1 Tímarit um lyfjafræði 2. tölublað 44. árgangur 2009

2 2 Sjá Sérlyfjakrártexta á bls. 4

3 Tímarit um lyfjafræði 2. tölublað 2009, 44. árgangur Efnisyfirlit Volim te Rijeko! 5 Nýhaldin námskeið um náttúru... 7 Formannsþankar 8 Nýr doktor í lyfjafaraldsfræði 9 Vannýting lyfja á Íslandi Virði og ástæður skila 13 NFU 2009 í Sigtuna í Svíþjóð ágúst 16 EuroPharm Forum í kröppum dansi 18 FIP 2009 Istanbul 20 Nýútskrifaðir lyfjafræðingar 24 Escher verkefnið 28 Jónsmessa í Lyfjafræðisafninu 30 Fjórða norræna félagslyfjafræði- og heilbrigðisþjónusturannsóknaráðstefnan 32 Fuglaskoðun 34 Dagur lyfjafræðinnar Nokkur orð frá ritstjóra Eftir nokkrar mislukkaðar tilraunir til að koma þessum orðum á blað, ætlaði ritstjóri að vera stuttorður í dag. Ritstjóri setti sjálfur upp þetta blað eins og hið síðasta, vegna dapurs fjárhags blaðaútgáfunnar. Ein auglýsing er í þessu blaði, á síðunni hér á undan, með sérlyfjaskrártexta á síðunni á eftir. Vert er að þakka þessum auglýsanda þrautseigjuna, að halda enn áfram að styðja við bakið á blaðaútgáfunni. En aftur að hremmingunum við að koma þessum orðum á blað: tölvan er búin að frjósa að minnsta kosti 7 sinnum, enda orðin nærri 5 ára gömul. Uppsetningarforritið er gamalt, Publisher úr Microsoft Office pakka sem keyptur var í Kanada árið Líkur aukast á úreldingu forritsins og varanlegu frosti tölvunnar með hverjum deginum, - og þá getur ritstjóri ekki lengur, þrátt fyrir góðan vilja, haldið áfram að setja blaðið upp. Því þarf að huga að hver undirstaða útgáfunnar er, og hvort/hvernig treysta má hana, þannig að aftur megi fá fagmann í uppsetningarvinnuna, eða hvort ef til vill sé skynsamlegast að hætta þessu útgáfubrölti. Blaðið er með stærra móti, og efnisöflun gekk vel, - ekki nein merkjanleg ritstífla hjá lyfjafræðingum, og jafnvel orðið nokkuð um að gaukað sé að okkur hugmyndum að efni og tillögum um ritfæra lyfjafræðinga. Ritstjórn þiggur alltaf slíkar ábendingar með gleði. Forsíðumyndin er eftir listakonuna og aðstoðarlyfjafræðinginn Margréti Blöndal. Ef fáir í stéttinni kannast við hana er það vegna þess að hún hefur búið mestöll sín fullorðinsár í Svíþjóð. Hún segir laukinn, - sem getur verið lengi í hýði en blómstrað svo, vera táknrænan fyrir feril sinn í lyfjafræðinámi, en hún hafði starfað í áratugi sem aðstoðarlyfjafræðingur áður en hún ákvað að bæta við sig meistaragráðu í lyfjafræði, og skrifa sjálft lokaverkefnið á Íslandi. Hún varði lokaverkefnið í júní, og hélt svo til Svíþjóðar og mun þar innan skamms ljúka síðustu námskeiðunum í meistaranáminu. Laukurinn getur verið táknrænn fyrir fleira, lítum hvert og eitt í eiginn barm, og hugsum um hvaða merkingu hann hefur fyrir okkur. Í hverju viljum við blómstra? - það er aldrei of seint. Ingunn Björnsdóttir Útgefandi: Lyfjafræðingafélag Íslands Lyfjafræðisafninu við Neströð Pósthólf 252, 172 Seltjarnarnes Sími: / Fax: Útgáfustjóri: Ingunn Björnsdóttir Heimasími: / Farsími: Netfang: ingunn.bjornsdottir@gmail.com sá um hönnun og uppsetningu Ritstjórn: Ásdís Björk Friðgeirsdóttir, Elín Ingibjörg Jacobsen, Heimir Þór Andrason, Hlíf Þórbjörg Jónsdóttir, Magnús Júlíusson, Vigfús Guðmundsson, Ýmir Vésteinsson Mynd á forsíðu: Margrét Blöndal 3

4 4

5 Volim te Rijeko! Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Það vantaði ekki stemninguna á heimavöll Armada Rijeka þegar staðan var orðin 6-0 fyrir heimamenn. Vallarstæðið er afskaplega fallegt, eins og svo margt sem ég kynntist meðan á dvöl minni í Króatíu stóð. Ekki var verra að heimamenn tóku mér vel og voru mjög skemmtilegir. Þann 13.júlí 2009 flaug ég til Króatíu. Ég vissi ekki nákvæmlega hvað ég var að fara út í en eitt var víst, ég var á leið til Rijeka að vinna í króatísku lyfjafyrirtæki, JGL, starf sem samtökin IAESTE á Íslandi höfðu útvegað mér. JGL stendur fyrir Jadran Galenski Laboratorij þar sem Jadran merkir Adríahaf sem er mikilvæg uppspretta hráefna fyrir framleiðslu fyrirtækisins. Mynd 2. Rannsóknar- og þróunardeild JGL í Pulac þar sem greinarhöfundur vann. Mynd 1. Eitt af því sem JGL framleiðir er hóstamixtúra úr íslensku fjallagrasi og er hún víst vinsæl. JGL er þriðja stærsta lyfjafyrirtæki Króatíu á eftir Pliva (sem GSK var reyndar að kaupa helming í) og Belupo. Þetta er samheitalyfjafyrirtæki sem framleiðir og þróar lyf og snyrtivörur sem einungis eru seldar í apótekum. Fyrirtækið er staðsett á tveimur stöðum í Rijeka, þriðju stærstu borg Króatíu, sem er jafnframt mikilvægasta hafnarborg landsins, annars vegar á litlum heimilislegum stað í Pulac og hins vegar í stórri nýtískulegri byggingu í Svilno en þar fer öll framleiðsla og pökkun fram. Í 5 vikur vann ég á rannsóknar- og þróunardeild fyrirtækisins sem er að mínu mati mjög spennandi vinnustaður. Ég hafði skoðað nokkrar myndir af fyrirtækinu áður en ég fór út en þær voru mjög villandi því þær sýndu aðeins bygginguna í Svilno. Þess vegna hafði ég ímyndað mér þróunardeildina í risa rannsóknaálmu með helling af fólki að malla lyf. Raunin er hins vegar sú að deildin er staðsett í litlum kofa umkringdum gróðri og aðeins 5 manneskjur koma beint að þróuninni. Mér var bent á að þar sem þetta væri samheitalyfjafyrirtæki og ekki svo stórt þá þyrfti ekki fleira fólk. Í vinnunni fékk ég að gera ýmislegt, allt frá útreikningum á leysni yfir í að búa til hrukkukrem sem ég fékk að taka með mér heim. Þannig kynntist ég öllum þeim tækjum sem eru á rannsóknarstofunni. Af öllum þeim var aðeins eitt sem ég hafði ekki áður séð, TOC-V (Total organic carbon analyzer) en það er líka tiltölulega nýtt í JGL. TOC-V er mikið notað, aðallega til að athuga hreinleika framleiðslutækja eftir þrif á þeim. Á þeim tíma sem ég var úti var mest verið að þróa ákveðið lyf sem er væntanlegt á markað. Margir dagar fóru í að prófa hinar og þessar forskriftir með smávægilegum breytingum en ég fékk að taka fullan þátt í gerð lyfsins. Þetta heppnaðist vel hjá okkur en þrátt fyrir að hin fullkomna forskrift sé nú tilbúin þá kemur varan ekki á markað fyrr en eftir a.m.k. 6 mánuði. Við það að vinna í lyfjafyrirtæki eins og þessu kemst maður betur að því hversu langan tíma allt tekur í lyfjaheiminum. JGL hefur tekið á móti nemum á sumrin í a.m.k. 6 ár og leyft þeim að kynnast fyrirtækinu á allan hátt. T.d. fékk ég að fara í framleiðsluna í 3 daga og hjálpa til. Ég get ekki beint sagt að það hafi heillað mig þar sem vinnan þar snýst aðallega um pökkun lyfja á færibandi. 5

6 Mynd 3. JGL í Svilno þar sem framleiðsla og pökkun lyfja fer fram. Hins vegar er alltaf gaman að kynnast einhverju nýju, sjá heildarmyndina, hvernig lyfjafyrirtæki virka en það var líka aðaltilgangur ferðarinnar. Á meðan ég dvaldi í Króatíu gerði ég fleira en vinna. Ég leigði herbergi og deildi íbúð með franskri stelpu, Juliu, sem var þarna af sömu ástæðum og ég. Við náðum að skoða hluta landsins saman, gátum borið saman það sem væri skrýtið og skemmtilegt í okkar menningu. Hún var t.d. alveg heilluð af Íslandi þangað til ég sagði henni frá almenningsklefum í sundi. Julia fór 2 vikum eftir að ég kom svo ég ákvað að finna mér eitthvað að gera svo ég gæti kynnst króatísku fólki aðeins. Hér heima æfi ég fimleika og langaði þess vegna aðeins að hreyfa mig þarna úti. Með erfiðismunum tókst mér að finna trampólín en Króatar eru ekki mjög mikið fyrir að hreyfa sig á sumrin og margir fóru hreinlega að hlæja að mér þegar ég spurði hvar ég gæti fundið eitthvað að gera. Ég slóst í för með hópi af skíðastökkvurum sem æfa stökkin sín á trampólíni á sumrin og þar gat ég fengið helling af útrás. Mynd 4. Króatía er ótrúlega fallegt land með mikið af þröngum götum og fallegum húsum. 6

7 Miðað við það fólk sem ég kynntist eru Króatar yndislegasta fólk sem vill allt fyrir mann gera. T.d. bauð króatísk fjölskylda mér að gista hjá sér og upplifa sinn týpíska dag. Mér leið eins og prinsessu þar sem eldað var ofan í mig frá morgni til kvölds. Ekta heimagerður matur er mjög góður og alveg eldaður frá grunni. Fólk þaðan virðist vera með mat á heilanum og þrátt fyrir að ég héldi oft að það væri að rífast, vegna þess það hljómaði þannig, þá kom í ljós að það var bara að ræða um hvað væri gott að fá sér næst. Hinn dæmigerði jólamatur hjá Króötum er þurrkaður þorskur, kallast Bakalar. Þorskurinn kemur þurrkaður frá Norðurlöndunum og í Króatíu er hann laminn sundur og saman í heilan dag til að mýkja hann og settur í einskonar súpu. Þetta er herramanns matur sem flestallir borða á jóladag. Það var margt sem kom mér á óvart þarna úti en einnig margt sem þeim fannst skemmtilegt að heyra um Ísland. Fólkinu fannst rosalega fyndið að á Íslandi væru 13 jólasveinar sem ættu mömmu sem æti börn og að jólasveinarnir gæfu kartöflu í skó ef börn væru óþekk. En fyndnast af öllu fannst fólki að heyra að hér ættu allir regnbuxur. Þakið á vinnustaðnum mínum ætlaði að rifna þegar þau fréttu þetta og það var örugglega hlegið í 10 mínútur að þessu. Þrátt fyrir að hafa verið þarna aðeins í rúman mánuð þá kynntist ég heilum helling af fólki. Ég lærði einnig ýmislegt á því að vinna hjá JGL, bæði Mynd 5. IAESTE samtökin skipulögðu hitting víðsvegar um Króatíu. Við Stephanie, læknanemi frá Brasilíu, í skemmtisiglingu á Adríahafi með króatíska fánann í bakgrunni. lyfjafræðilega séð og hvað varðar menningu og siði Króata. Fyrir þá sem eru áhugasamir um fyrirtækið þá er hægt að lesa ýmislegt á afbragðsgóðri heimasíðu þess, Nýhaldin námskeið um náttúru... Endurmenntun Háskóla Íslands, Rannsóknastofnun um lyfjamál og Lyfjafræðingafélagið héldu í nóvember tvö námskeið um náttúrulyf, náttúruvörur og náttúrumeðul. Hið fyrra var eins kvölds (þriggja tíma) námskeið, þar sem Vilborg Halldórsdóttir lyfjafræðingur og formaður fræðslunefndar Lyfjafræðingafélagsins fræddi þátttakendur um hvaða kröfur væru gerðar til náttúrulyfja, fæðubótarefna, náttúruvara o.fl. samkvæmt lögum og reglugerðum sem gilda hér á landi. Einnig fór hún aðeins í gegnum hvernig skrif um þessi lyf og vörur væru trúverðug og hvenær vert væri að stinga við fótum og leita áreiðanlegri heimilda en þess sem fram væri sett. Þátttakendur voru annars vegar hjúkrunarfræðingar, hins vegar fólk úr óhefðbundna geiranum, auk þess sem undirrituð sat og hlýddi á þessa kvöldstund. Vilborg taldi sjálf að námskeiðið kafaði ekki nægilega djúpt til að lyfjafræðingar hefðu verulegt gagn af því, en því verður undirrituð að vera ósammála, ég tel að lyfjafræðingar hefðu haft bæði gagn og gaman að þessu námskeiði. Það er ánægjuefni að geta sagt frá því að þátttakendur gáfu námskeiðinu mjög góða umsögn. 7 Síðara námskeiðið var heils dags námskeið, þar sem meistaranemar á lokaári í lyfjafræði fræddu um einstakar tegundir náttúrulyfja og náttúruefna. Skemmst er frá að segja, að mjög vel tókst til, meistaranemarnir stóðu sig með stakri prýði, og augljóst var öllum sem á hlýddu, að fyrirlestrarnir voru mjög vel undirbúnir. Meistaranemarnir sýndu að þeir höfðu kafað bæði djúpt í efnið og leitað fanga víða í undirbúningnum, og fluttu að auki fyrirlestrana svo vel að það jafnaðist á við flutning á bestu alþjóðlegu ráðstefnum. Þeir höfðu notið leiðsagnar Sesselju Ómarsdóttur við undirbúninginn. Inngangsfyrirlestur, um lög og reglugerðir, og lokafyrirlestur, um öryggi, flutti Vilborg Halldórsdóttir lyfjafræðingur, og svo í lok dags voru pallborðsumræður, þar sem þátttakendur gátu beint spurningum til fyrirlesara og annarra höfunda fyrirlestra. Nokkrir lyfjafræðingar sóttu þetta námskeið, og var gott hljóð í þeim, sem og öðrum þátttakendum, varðandi innihald námskeiðsins, - og það var síðan staðfest með afar jákvæðum umsögnum á matsblöðum Endurmenntunar. Ingunn Björnsdóttir

8 Formannsþankar Aðalheiður Pálmadóttir Á undanförnum mánuðum hafa átt sér stað miklar breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratygginga í ákveðnum lyfjaflokkum. Þetta eru aðgerðir heilbrigðisráðuneytisins sem miðast við að koma til móts við sparnaðarkröfu fjárlaga. Lyfjaflokkarnir sem búið er að breyta greiðsluþátttöku eru ATC flokkarnir C 10 A, C 09 og M 05 B. Í öllum tilfellum eru það ódýrustu lyfin í hverjum flokki sem eru með greiðsluþátttöku. Ef meðferð með ódýrustu lyfjunum reynist ófullnægjandi eða aukaverkanir koma fram, getur læknir sótt um lyfjaskírteini (greiðsluþátttöku) fyrir dýrari lyfjunum til Sjúkratrygginga Íslands. Frá 1. janúar er fyrirhugað að ATC flokkarnir R 03 A og R 03 B bætist við. Mikið af þeirri vinnu sem snýr að almenningi í kjölfar slíkra breytinga er sinnt af lyfjafræðingum í apótekum landsins. Sjúklingar koma í apótek með lyfseðla sem ekki er hægt að afgreiða lengur nema sjúklingur greiði að fullu fyrir lyfið úr eigin vasa. Oft er um verulegar upphæðir að ræða. Því hefur vinna lyfjafræðinga falist í að kynna breytingarnar fyrir sjúklingum, hafa samband við lækna og tryggja að sjúklingar fá þá meðferð sem þeim ber, á verði sem þeir ráða við. Oft hefur reynst tímafrekt að ná í lækna og ganga frá málum þannig að sjúklingi sé tryggð áframhaldandi lyfjameðferð. Haft er eftir landlækni á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins að þessar breytingar hafi heppnast afar vel og að heilsufar einstaklinga hafi ekki skaðast vegna þeirra eftir því sem hans embætti þekkir til. Það veltir upp spurningu um hvort fólk viti hvert það á að beina kvörtunum sínum, ef einhverjar eru og hvort það sé til staðar ferli í heilbrigðiskerfinu sem tekur á slíkum kvörtunum. Eflaust má að einhverju leiti þakka lyfjafræðingum að þessar breytingar hafa ekki reynst erfiðari. Lyfjafræðingar útskýra og aðstoða sjúklinga við úrlausn sinna mála. Ef sjúklingar fá ný lyf, útskýra lyfjafræðingar muninn á því lyfi sem viðkomandi notaði og því sem kemur í staðinn, og leggja jafnframt áherslu á mikilvægi þess að halda meðferð áfram. Kynning til almennings um fyrirhugaðar breytingar hefur ekki verið mikil og er því mikil bót að því að eldri lyfseðlar gildi í 3 mánuði eftir að breytingarnar ganga í gegn. Með því móti gefst sjúklingum svigrúm til þess að panta tíma hjá lækni, fara yfir stöðuna og fá breytingar á lyfjameðferð ef ástæða þykir til. Eftir sem áður sinna lyfjafræðingar mikilvægu upplýsingahlutverki í apótekum landsins. Hlutverki sem hefur breyst mikið frá því sem áður var en gæti þróast enn frekar með nánara samstarfi við lækna, sjúklingnum til heilla. Lyfjafræðingar eru sérfræðingar um lyf og enginn betur til þess fallinn að fræða almenning og aðrar heilbrigðisstéttir um það sem hefur með lyf að gera. Það er mikilvægt að við tökum það hlutverk okkar föstum tökum. Full ástæða er til að leggja áherslu á að vinnustaðir lyfjafræðinga geri þeim kleift að sinna mikilvægu hlutverki sínu sem hluti af heilbrigðiskerfinu. Dæmi eru um að einstaka læknar hafi beðið lyfjafræðinga að sjá til þess að allir þeirra sjúklingar sem eru á ákveðnum lyfjum sem hafa misst greiðsluþátttöku, fái þau lyf sem eru með greiðsluþátttöku. Með öðrum orðum, læknar hafa beðið lyfjafræðinga að nýta sína menntun og reynslu til þess að meta í hvaða tilfellum þeir geta skipt út einu lyfi fyrir annað þó ekki sé um samheitalyf að ræða. Það leiðir hugann að því hvort ekki sé ástæða til þess að skoða hvort lyfjafræðingar ættu að hafa heimild til þess að skrifa lyfseðla fyrir ákveðnum lyfjum. Í Hollandi er til dæmis kerfi þar sem læknir og lyfjafræðingur koma sér saman um ákveðin lyf sem lyfjafræðingurinn getur endurnýjað fyrir sjúklinga viðkomandi læknis. Þetta á við lyf við langvinnum sjúkdómum sem ekki krefjast tíðra breytinga á lyfjameðferð. Einnig hafa lyfjafræðingar með sérstaka þjálfun heimild til þess að skrifa lyfseðla í Bretlandi samanber: From 1 May 2006, a new category of prescriber - the "Pharmacist Independent Prescriber" was created. Once qualified, Pharmacist Independent Prescribers will be able to prescribe any licensed medicine for any medical condition within their competence, with the exception of Controlled Drugs. Hægt er að fræðast nánar um fyrirkomulagið á slóðinni: Medicinespharmacyandindustry/Prescriptions/TheNon- MedicalPrescribingProgramme/ Independentpharmacistprescribing/index.htm Þetta þurfa íslenskir lyfjafræðingar að kynna sér nánar og skoða með tilliti til aðstæðna hér á landi. Þrátt fyrir að það sé áríðandi að huga að málefnum líðandi stundar hér heima, má ekki gleymast að íslenskir lyfjafræðingar eru einnig hluti stærra samfélags lyfjafræðinga. Við erum í góðu sambandi við kollega okkar á Norðurlöndum í gegnum NFU, tilheyrum samfélagi lyfjafræðinga í Evrópu í gegnum EuroPharm Forum og samfélagi lyfjafræðinga á heimsvísu í gegnum FIP. Síðsumar og haust eru haldnar ráðstefnur á vegum allra þessara samtaka og er þeim gerð skil í þessu blaði. Það er von mín að lestur þeirra greina auki áhuga lyfjafræðinga á að taka þátt í og efla samstarf við aðrar þjóðir. Þangað er mikið að sækja og ómetanlegt að geta sótt í reynslubrunn annarra þjóða. 8

9 Nýr doktor í lyfjafaraldsfræði Helga Garðarsdóttir lyfjafræðingur varði doktorsritgerð sína við háskólann í Utrecht þann 21. október. Meðal andmælenda var Anna Birna Almarsdóttir prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Helga hefur góðfúslega veitt Tímariti um lyfjafræði leyfi til að birta íslenska samantekt ritgerðarinnar og fer hún hér á eftir. Samantekt 9 Rannsóknum á lyfjanotkun sjúklinga, þar sem upplýsingar um lyfjaáreiti (drug exposure) eru fengnar úr gagnagrunnum, er hægt að skipta í þrjú stig. Fyrsta stig felur í sér rannsókn á lyfjaáreiti þar sem spurningunni notar sjúklingur lyf X er svarað á einfaldan hátt með já eða nei. Á öðru stigi er tímaþátturinn víkkaður þar sem tímalengd notkunar á stakri lyfjaávísun er áætluð. Á þriðja stigi er tímaþátturinn víkkaður enn frekar með því að taka tillit til margra lyfjaávísanna/afgreiðslna eins sjúklings yfir lengra tímabil. Í dag er lyfjaáreiti í lyfjafaraldsfræðirannsóknum oftast flokkað samkvæmt þriðja stigi, þar sem fleiri lyfjaávísanir/afgreiðslur eru settar saman í lyfjameðferðarþætti (treatment episode). Notkun upplýsinga um lyfjaávísanir/afgreiðslur til að skilgreina lyfjameðferðarþætti felur í sér marga aðferðarfræðilega þætti sem þarf að taka tillit til, eins og til að mynda hvernig upphaf og lok lyfjameðferðarþáttar eru skilgreind. Þunglyndislyfjanotkun hefur aukist gífurlega frá markaðssetningu sérhæfðra serotónín endurupptöku hemlanna (SSRI). Í Hollandi eru þunglyndi, kvíði, ofsakvíði, áráttu-þráhyggjuröskun, félagsfælni, átröskun, útlægir taugaverkir og næturvæta hjá börnum skráðar ábendingar fyrir notkun þunglyndislyfja. Þar að auki eru þunglyndislyfin stundum notuð fyrir óskráðar ávísanir (off-label) eins og við meðhöndlun á svefntruflunum, lausheldni þvags og höfuðverk. Vegna margbreytileika þessara sjúkdóma og einkenna er líklegt að mynstur þunglyndislyfjanotkunar séu margvísleg. Hin algenga notkun þunglyndislyfja í samfélaginu og sú staðreynd að meðferðarmynstur þeirra fylgir ekki ávallt hinu hefðbundna tímabundna eðli þunglyndis, gera þennan lyfjaflokk sérlega hentugan fyrir aðferðafræðilegar rannsóknir á lyfjaáreiti. Einn af hornsteinum lyfjafaraldsfræðirannsókna er athugun á sambandi milli lyfjaáreitis og ákveðinnar útkomu. Með það í huga þá er það ljóst að nákvæmt mat á lyfjaáreiti gegnir lykilhlutverki. Lyfjaáreiti er hægt að rannsaka með því að skilgreina lyfjameðferðarþætti. Markmið þessa doktorsverkefnis er að rannsaka aðferðarfræðilegar skilgreiningar fyrir áhorfsrannsóknir (observational research) sem hafa að gera með þunglyndislyfjameðferðarþætti (antidepressant treatment episodes). Þessi ritgerð skiptist í þrjú efni, þ.e. rannsókn á ábendingum þunglyndislyfjameðferðar, aðferðarfræðilegar skilgreiningar tengdar því að skilgreina upphaf þunglyndislyfjameðferðarþáttar og aðferðarfræðilegar skilgreiningar tengdar því að skilgreina lok þunglyndislyfjameðferðarþáttar. Farið er ítarlega í fyrsta efnið í kafla 2 þar sem tvær rannsóknir eru kynntar sem lýsa þunglyndislyfjanotendum og ábendingum sem skráðar eru í sjúkraskrár þunglyndislyfjanotenda. Kafli 2.1 fjallar um rannsókn þar sem ávísanir þunglyndislyfja fyrir skráðum og óskráðum ábendingum voru athugaðar í sjúklingum frá Second Dutch National Survey of General Practice sem var framkvæmd af The Netherlands Institute for Health Services Research (NIVEL) árið Rannsóknin sýndi að heimilislæknar í Hollandi ávísa þunglyndislyfjum í flestum tilvikum til meðhöndlunar á þunglyndi. Algengi þunglyndisábendingar í þunglyndislyfjanotendum var háð tegund þunglyndislyfs. Aðeins 25% af notendum þríhringlaga þunglyndislyfja var með ábendinguna þunglyndi skráða sem ástæðu fyrir notkun á meðan að rúmlega 50% af sjúklingum sem notuðu SSRI voru með þunglyndi sem skráða ábendingu fyrir notkun. Hjá um þriðjungi þunglyndislyfjanotenda var ekki hægt að finna ástæðu fyrir ávísun þar sem engin af ofannefndum skráðu og óskráðu ábendingum fundust í sjúkraskrá þunglyndislyfjanotenda. Sú ályktun var dregin af rannsókninni að þrátt fyrir að þunglyndislyf séu aðallega ávísuð til meðhöndlunar á þunglyndi sé varhugavert að nota þunglyndislyfjanotkun í lyfjagagnagrunnum sem staðgengil (proxy) við val á sjúklingum með þunglyndi í lyfjagagnagrunnum. Við val á sjúklingum sem eru meðhöndlaðir vegna þunglyndis skal samhliða þunglyndislyfjanokun ávallt styðjast við klínísk gögn þegar notast er við lyfjagagnagrunna við val á sjúklingum meðhöndluðum við þunglyndi í þýði. Í kafla 2.2 voru tvö mismunandi þýði notuð til að hanna og réttmæta algóriþma sem hægt er að nota í lyfjagagnagrunnum til að velja þunglyndislyfjanotendur sem nota þunglyndislyfið vegna meðhöndlunar við þunglyndi. Hönnun algóriþmans var framkvæmd í heimilislæknagagnagrunni (NIVEL) sem var tengdur við lyfjagagnagrunnsgögn, og réttmæting hans fór fram í þýði úr Integrated Primary Care Information (IPCI) gagnagrunninum. Spálíkan var hannað með því að taka tillit til þátta sem tölfræðilega marktækt gátu sagt fyrir um hvort þunglyndislyfjanotandi var með þunglyndi sem skráða ábendingu á lyfseðli. Allir tölfræðilega marktækirþættir voru settir saman í spálíkan með margar breytistærðir. Þættir sem sterkast gátu sagt fyrir um hvort þunglyndislyfjanotandi væri með ábendinguna þunglyndi voru ef ávísað var að minnsta kosti einum skilgreindum dagsskammti (DDD) af þunglyndislyfi, ef heimilislæknir hóf þunglyndislyfjameðferðina í stað geð-

10 læknis og ef sjúklingur fékk afgreidda fleiri en einn þunglyndislyfjalyfseðil á þeim tólf mánuðum sem liðu frá því að þunglyndislyfjameðferð hófst. Aðrir þættir sem sögðu fyrir um hvort þunglyndislyfjanotendur voru með ábendinguna þunglyndi í heimilislæknagagnagrunninum voru aldur, notkun SSRI lyfja, ef víxlað var á milli þunglyndislyfja í fyrstu þunglyndislyfjameðferðarþættinum og notkun hægðalyfja (ATC flokkur A06), notkun lyfja gegn sýrutengdum sjúkdómum (ATC flokkur A02), notkun hjartasjúkdómalyfja (ATC flokkur C01) eða notkun svefnlyfja eða róandi lyfja (ATC flokkur N05C) á sex mánaða tímabili áður en þunglyndislyfjanotkun hófst. Áreiðanleiki algóriþmans við að greina á milli þunglyndislyfjanotenda með ábendinguna þunglyndi skráða í heimilislæknagagnagrunn á réttan hátt mældist 79%, og mældist hann með 79.6% næmi (sensitivity) og 66.9% sértæki (specificity). Kafli 3 tók fyrir aðferðarfræðilegar skilgreiningar tengdar því þegar upphaf þunglyndislyfjameðferðarþáttar er skilgreint. Í kafla 3.1 var upphaf þunglyndislyfjameðferðar rannsakað í sjúklingum sem fengu þunglyndislyfjalyfseðil frá heimilislækni. Nýgengi sjúklinga sem fengu lyfseðilinn ekki leystan út í apóteki og þeirra sem fengu aðeins einn lyfseðil útleystan í apóteki var ákvarðað (skilgreint sem höfnun meðferðar), og eiginleikar þessara sjúklinga voru skilgreindir. Af 965 sjúklingum sem fengu ávísað lyfseðli af SSRI gerð, fengu um 4% lyfseðilinn ekki leystan úr apótekinu. Af þeim sem fengu lyfseðil leystan úr apótekinu leystu um 25% sjúklinganna aðeins einn lyfseðil úr apótekinu. Munur fannst á sjúklingum sem höfnuðu meðferð og þeirra sem hófu meðferð (leystu út fleiri en einn lyfseðil). Sjúklingar sem lýstu ónákvæmum einkennum hjá heimilislækninum voru líklegri (áhættuhlutfall (OR) 2.7, 95% öryggisbil (CI) ) til að hafna meðferð miðað við þá sem tilkynntu einkenni þunglyndis, kvíða, ofsakvíða eða áráttu-þráhyggjuröskun. Einnig voru sjúklingar sem ekki voru af vestrænu bergi brotnir (OR 4.80, 95% CI ) og sjúklingar yfir sextíu ára (OR = 1.81, 95% CI ) líklegri til að hafna þunglyndislyfjameðferð. Þær ályktanir voru dregnar af niðurstöðum þessarar rannsóknar að ástæða sé til að auka athygli á upphafi þunglyndislyfjameðferðar í klínískum rannsóknum. Aðferðarfræðilegur mælikvarði til að skilgreina upphaf þunglyndislyfjameðferðarþáttar er rannsakaður frekar í kafla 3.2 þar sem áhrif af lengd lyfjalausa tímabilsins (drug free period) á nýgengismælingar sem og á eiginleika sjúklingaþýðis voru metin. Til að meta nýgengi lyfjaáreitis þarf að skilgreina hið svokallaða lyfjalausa tímabil. Í þessari rannsókn var eins árs nýgengi þunglyndislyfjanotkunar mælt í PHARMO lyfjagagnagrunninum, með því að nota lyfjalaus tímabil frá 1 mánuði upp í 9 ár að lengd. Niðurstöður sýndu að eftir því sem lyfjalausa tímabilið lengist þá lækkar nýgengi þunglyndislyfjanotkunar. Nýgengi þunglyndislyfjanotkunar mældist 32.0 (95% CI ) á 1000 einstaklinga þegar lyfjalausa tímabilið var skilgreint sem 6 mánuðir á meðan nýgengið var 27.5 (95%CI ), 23.5 (95%CI ) og 17.2 (95%CI ) þegar lyfjalausa tímabilið var skilgreint sem 12 mánuðir, 24 mánuðir eða 9 ár. Einnig kom í ljós að lyfjalausa Leiðbeinandi Helgu, prófessor Toine Egberts, ræðir við nýja doktorinn. 10

11 Anna Birna og Helga ræða málin, samt líklega ekki hrunið á Íslandi. tímabilið getur haft áhrif á algengi sjúklingahópseiginleika þýðis þegar aðeins nýir notendur eru valdir í þýði. Kafli 3.3 lýsir því hvernig árstíðir hafa áhrif á hvenær þunglyndislyfjanotkun hefst á árunum 2002 til 2007 í Hollandi. Tölfræðilega marktæk árstíðarbundin áhrif (p<0.01) fundust þar sem 5-35% fleiri sjúklingar hefja þunglyndislyfjameðferð um vetur miðað við sumar. Þessi árstíðarbundu áhrif fundust í öllum hópum þunglyndislyfjanotenda, nema í aldurshópunum ára og yfir 60 ára. Sú ályktun var dregin að árstíðarbundin áhrif á að hefja þunglyndislyfjameðferð hefur ekki breyst með tilkomu nýju þunglyndislyfjanna og fylgir árstíðarbundnum sveiflum í nýgengi þunglyndis, þar sem flestir sjúklingar greinast á veturna og fæstir á sumrin. Þunglyndislyfjameðferð veitt af heimilislæknum hefur verið á skjön við það sem meðferðarviðmiðunarreglur segja til um og margir sjúklingar hætta þunglyndislyfjameðferð innan sex mánaða. Áhrifin af því að hætta þunglyndislyfjameðferð of snemma eru að vissu leyti ókunn. Í kafla 3.4 var PHARMO lyfjagagnagrunnurinn notaður til að meta hvernig lengd á fyrsta þunglyndislyfjameðferðarþætti hefur áhrif á áhættu og tíma fram að næsta þunglyndislyfjameðferðarþætti. Þunglyndislyfjanotendum var skipt í þrjá hópa eftir lengd fyrsta þunglyndislyfjameðferðarþáttar, þ.e. þá sem hætta of snemma (<6 mánuði), notendur sem fylgja meðferðarviðmiðunarreglum (6-12 mánuðir) og langtíma notendur (>12 mánuðir). Auk heildargreiningarinnar voru tvær auka greiningar framkvæmdar, ein í notendum sem nota þunglyndislyf vegna þunglyndisábendingar samkvæmt algóriþma úr kafla 2.2 og ein í 1:1 hneigingarskorssamanstefndu (propensity score matched) úrtaki þar sem sjúklingar sem hætta meðferð of snemma voru stefndir saman við þá sem fylgdu meðferðarviðmiðunarreglum og langtíma notendur. Enginn munur var á áhættunni að hefja aftur þunglyndislyfjanotkun á milli sjúklinga sem hættu notkun of snemma og þeirra sem voru meðhöndlaðir samkvæmt meðferðarviðmiðunarreglum (hlutfallsleg áhætta (RR)=0.99; 95% CI ). Aftur á móti voru langtíma notendur í aukinni áhættu á að hefja þunglyndislyfjameðferð á ný miðað við þá sem hættu notkun of snemma (RR, 1.23; 95% CI ). Auka greiningarnar leiddu til sömu niðurstöðu og aðalgreiningin. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn eru þvert á það sem áður hefur verið birt en líklega má þar um kenna mismunandi aðferðarfræði sem er notuð við skilgreiningu á lyfjaáreiti og eftirfylgni (kafli 4.4). Í kafla 4 er áhersla lögð á aðferðafræðilegar skilgreiningar sem notast er við þegar lok á þunglyndislyfjameðferðarþætti eru skilgreind. Þegar þunglyndislyfjameðferðarþættir eru skilgreindir út frá lyfjagagnagrunnum þarf að skilgreina tímalengd lyfseðils og áætla fjölda lyfseðla sem tilheyra einum lyfjameðferðarþætti. Þar sem sjúklingar sækja sjaldan lyfseðla í apótekin á nákvæmlega þeim degi þegar síðasti skammtur síðasta lyfseðils er tekinn inn má oft sjá bil og skörun í lyfjaafgreiðslumynstri í lyfjagagnagrunnum. Til að leiðrétta þessi bil og skaranir í afgreiðslumynstrinu er yfirleitt leyft að ákveðinn dagafjöldi (leiðréttingarbil) megi líða á milli lyfseðla. Í kafla 4.1 var PHARMO 11

12 lyfjagagnagrunnurinn notaður til að rannsaka hvernig mismunandi aðferðir við að búa til þunglyndislyfjanotkunarþætti hafa áhrif á miðgildislengd þeirra. Tvær aðferðir voru rannsakaðar þar sem leiðrétt var fyrir skörun í annarri en ekki í hinni aðferðinni. Hjá báðum aðferðum var notast við mismunandi löng leiðréttingarbil til að skilgreina þær lyfjaafgreiðslur sem tilheyra einum og sama þunglyndislyfjameðferðarþættinum. Munur á miðgildislengd þunglyndislyfjameðferðarþáttar var mikill þegar smá leiðréttingarbil voru notuð og var miðgildislengd þunglyndislyfjameðferðarþáttar meiri ef leiðrétt var fyrir skörun. Breytingar á miðgildislengd þunglyndislyfjameðferðarþáttar hættu ekki fyrr en leiðréttingarbil voru skilgreind sem að minnsta kosti 90 dagar eða 150% af tímalengd einnar lyfjaávísunar. Ályktanir úr þessari rannsókn voru að skilgreining tímalengdar einnar lyfjaávísunar og lengd leiðréttingarbils eru mikilvægar þegar þunglyndislyfjameðferðarþættir eru skilgreindir út frá gögnum úr lyfjagagnagrunnum. Mikill munur er á aðferð þar sem leiðrétt er fyrir skörun og þar sem ekki er leiðrétt fyrir skörun. Þessi munur er mikilvægur og getur leitt til mismunandi niðurstaðna í rannóknum sem einbeita sér að lyfjaáreitiútkomu samböndum og geta haft afleiðingar fyrir faraldsfræðilegar greiningar. Kafli 4.2 tók einnig fyrir efnið bil og skörun á milli lyfjaafgreiðslna með því að rannsaka bil og skörun í sambandi við hvernig sjúklingar greina frá eigin meðferðarfylgni. Spurningalistar sem innihéldu m.a. Medication Adherence Rating Scale (MARS) voru sendir frá 37 hollenskum apótekum til sjúklinga sem sóttu lyfseðil af nýrri gerð þunglyndislyfja á tímabilinu september til desember Tvær afgreiðslur voru notaðar til að meta heildarbil eða skörun í þunglyndislyfjaafgreiðslum sjúklinganna. Sjúklingarnir voru einnig flokkaðir í hópa eftir stærð bils eða skörunar (<5% meðferðartíma, ³5% og <20% meðferðartíma, ³ 20% meðferðartíma). Flestir sjúklingar voru með bil (71%) í lyfjaafgreiðslumynstri sínu. Sjúklingar með stór bil skýrðu oftar frá því að þeir sýndu ekki góða meðferðarfylgnishegðun. Þessir sjúklingar skýrðu einnig oftar frá því að þeir ákveddu sjálfir af og til að sleppa úr lyfjaskammti, að breyta ávísaðri skömmtun eða að þeir notuðu minna magn en var ávísað. Sjúklingar með stærri bil sögðu einnig oftar að þeir tilkynntu ekki þessar breytingar á lyfjanotkun til heimilislæknis eða lyfjafræðings. Í kafla 4.3 var rannsökuð tíðni á flutningi frá heimilislækni til geðlæknis (og öfugt) innan fyrsta þunglyndislyfjameðferðarþáttar hjá sjúklingum sem nota SSRI lyf. Að auki voru rannsakaðar breytingar á þunglyndislyfjameðferð í kringum þennan flutning. Um 9% af SSRI notendunum skipta frá heimilislækni yfir í geðlækni (eða öfugt) innan fyrsta þunglyndislyfjameðferðarþáttar. Af öllum sjúklingum sem hófu meðferð hjá heimilislæknum, skiptu um 6% yfir í meðferð hjá geðlæknum, en um 34% af sjúklingum sem hófu meðferð hjá geðlæknum skiptu yfir í meðferð hjá heimilislækni. Þeir sem skiptu frá heimilislæknismeðferð yfir í geðlæknismeðferð innan fyrsta þunglyndislyfjameðhöndlunarþáttar voru líklegri til þess að þunglyndislyfjameðferð þeirra væri breytt með því að skipta um gerð þunglyndislyfs (RR=6.16, 95% CI ) eða að þunglyndislyfjaskammti væri breytt (RR=4.48, 95% CI ) miðað við þá sem fengu eingöngu meðferð hjá heimilislæknum. Enginn tölfræðilega marktækur munur fannst á breytingum á þunglyndislyfjameðferð þeirra sem skiptu úr meðferð hjá geðlæknum yfir í meðferð hjá heimilislæknum og þeirra sem fengu einungis meðferð hjá geðlæknum. Niðurstöður úr þessarri rannsókn gefa til kynna að það að flytja meðferð sína frá heimilislækni til geðlæknis innan sama þunglyndislyfjameðferðarþáttar hefur í för með sér breytingar á þunglyndislyfjameðferð. Mögulegt er að líta á þennan flutning sem vísi fyrir alvarlegri þunglyndiseinkenni sjúklinga í áhorfsrannsóknum. Nokkrar áhorfsrannsóknir fundu aukna áhættu á endurkomu þunglyndis í sjúklingum sem hættu þunglyndislyfjameðferð of snemma miðað við þá sem fylgdu meðferðarviðmiðunarreglum. Í kafla 4.4 var NIVEL gagnagrunnurinn notaður til að sýna fram á að mæling á eftirfylgni getur orðið fyrir áhrifum ódauðlegs tímaskakka (immortal time bias) og vanrækslu tímaskakka (neglected time bias) sem geta haft áhrif á rannsóknarniðurstöður. Þýðið í þessarri rannsókn samanstóð af þunglyndislyfjanotendum með skráða þunglyndisábendingu sem var skipt í sjúklinga sem hættu meðferð of snemma og sjúklinga sem fylgdu meðferðarviðmiðunarreglum. Tvær aðferðir til að mæla tíma fram að endurkomu þunglyndis voru bornar saman. Fyrsta aðferðin, sem notast hefur verið við í áður birtum rannsóknum, mældi upphaf á eftirfylgni sex mánuðum eftir að þunglyndislyfjameðferð var hafin. Seinni aðferðin skilgreindi þunglyndislyfjameðferðarþætti fyrir hvern sjúkling og mældi eftirfylgni frá þeim tíma þegar þunglyndislyfjameðferðarþætti lauk. Þegar aðferðirnar voru bornar saman kom í ljós að samkvæmt aðferð 1 mældist aukin áhætta á endurkomu þunglyndis í sjúklingum sem hættu meðferð of snemma (RR=1.58 (95% CI ) á meðan að aðferð 2 sýndi engan mun á áhættu milli hópanna (RR=0.77 (95% CI ). Sú ályktun var dregin að aðferðin sem notast var við í áður birtum greinum sé undirorpinn skakka. Þegar annari aðferð var beitt, þar sem tekið var tillit til ódauðlegs tímaskakka og vanrækslu tímaskakka, hurfu verndandi áhrif langtíma þunglyndislyfjameðferðar á endurkomu þunglyndis. Niðurstöður þessarar doktorsritgerðar útvíkka hugtakið lyfjaáreiti og innleiða það sem hægt er að skilgreina sem fjórða stig rannsókna á lyfjanotkun með hjálp lyfjagagnagrunna þar sem lyfjameðferðarþættir eru skilgreindir út frá mörgum lyfjaávísunum/afgreiðslum. Kafli 5 inniheldur almenna umræðu um niðurstöður ritgerðarinnar. Fyrst er útskýrt flæðirit sem sýnir hin ýmsu stig tengd því þegar þunglyndislyfjameðferðarþættir eru skilgreindir í lyfjagagnagrunnum. Í hverju stigi, frá skilgreiningu á lyfjanotkunarþýðinu fram að skilgreiningu á þunglyndislyfjameðferðarþættinum, eru kynntar mikilvægar skilgreingar og dæmi tekin um aðferðafræðilega þætti sem þarf að taka tillit til. Þá er alhæfni niðurstaðnanna rædd og nothæfni þeirra þegar þunglyndislyfjameðferðarþættir eru skilgreindir fyrir sjúklinga sem eru meðhöndlaðir af geðlæknum, fyrir þunglyndislyfjanotendur í öðrum heilbrigðiskerfum en því hollenska og þegar lyfjameðferðarþættir eru skilgreindir fyrir aðra lyfjaflokka. Að lokum er framtíðaryfirsýn gagnagrunnsrannsókna rædd. 12

13 Vannýting lyfja á Íslandi Virði og ástæður skila Anna Birna Almarsdóttir prófessor við lyfjafræðideild og stjórnarformaður Rannsóknastofnunar um lyfjamál við HÍ Grein þessi er skrifuð í tilefni af kynningu verkefnisins á erlendum vettvangi, bæði sem erindi á 4. norrænu félagslyfjafræði- og heilbrigðisþjónusturannsóknaráðstefnunni (sjá grein Ingunnar Björnsdóttur í þessu blaði) og á veggspjaldi á 25. ráðstefnu alþjóðlega lyfjafaraldsfræðifélagsins (ICPE) sem haldin var dagana 16. til 19. ágúst Bakgrunnur rannsóknar Sjúkratryggingar hérlendis greiða um helming lyfjakostnaðar einstaklinga utan sjúkrahúsa. Því er mjög mikilvægt að bæði tryggingarnar og notendur lyfjanna nýti lyfin eins vel og unnt er. Meginástæður sóunar lyfja samkvæmt heimildum eru: lág meðferðarheldni, hamstur lyfja, dauði sjúklings og veikleikar í greiðsluþátttökukerfum. Þekking á eðli vannýtingar lyfja er mikilvægur þáttur í lyfjastefnu, þ.á.m. vegna greiðsluþátttökureglna. Rannsóknastofnun um lyfjamál hratt af stað átaksverkefni sumarið 2008 í samvinnu við lyfjafræðideild HÍ, apótekin í landinu og Landspítala háskólasjúkrahús. Átakið fólst í dreifingu upplýsingabæklinga, auglýsingaspjalda, auglýsinga í útvarpi og umræðu í fjölmiðlum. Það hófst formlega 26. maí 2008 og lagði áherslu á að apótekið sé rétti staðurinn til að skila ónotuðum lyfjum í stað þess að henda þeim í ruslið eða niðurfallið. Markmið rannsóknar Markmiðið var að meta hversu miklu af lyfjum er skilað í slíku átaki. Auk þess tegund, fyrningu, magn og virði lyfja sem skilað er á fimm vikna átakstímabili. Efniviður og aðferðir Viðskiptavinir apóteka sem skiluðu ónotuðum lyfjum voru beðnir um að svara stuttum spurningalista um eiganda/eigendur lyfjanna og ástæður skilanna. Apótekin geymdu lyfin sem skilað var til eyðingar á tímabilinu 26. maí til 27. júní Spurningalistar voru tengdir við skilin með órekjanlegu rannsóknarnúmeri. ATC-númer, magn og virði lyfja var skráð. Lyfjafræðinemar í starfsnámi í apóteki og verkefnisstjóri RUL skráðu lyfin sem skilað var í átakinu á sérstaka lokaða netsíðu sem hönnuð var í tilefni rannsóknar. Starfsfólk RUL gat hvenær sem var fylgst með skráningu gegnum þennan grunn. Gögn sem skráð voru: Apótek sem tók við lyfjunum Nafn skráningarmanns Rannsóknanúmer lyfjanna Norrænt vörunúmer lyfjanna eða heiti og styrkur ef norrænt vörunúmer var ekki til fyrir lyfið Hvort lyfið væri í skömmtunarpakkningu Fyrningarár lyfs Magn skilað af lyfinu (t.d. fjöldi taflna, fjöldi millilítra) Eining magns lyfsins (t.d. tafla, ml o.s.frv.) Hver lyfjapoki frá viðskiptavini fékk rannsóknanúmer á límmiða sem RUL lét apótekum í té. Sama númer var á öðrum límmiða sem settur var á spurningalista viðkomandi viðskiptavinar. Ef hann/hún neitaði að svara listanum var tómur spurningalisti samt merktur með sama númer og lyfin sem skilað var og sendur til RUL. Lyfjaverðskrá sem gefin er út af Lyfjagreiðslunefnd var notuð til að setja virði á lyfseðilskyld lyf. Almennt var tekið mið af lyfjaverðskrá frá apríl 2008 (Lyfjagreiðslunefnd, 2008), en ef lyfið eða pakkning lyfs fannst ekki þar, var leitað í eldri skrám aftur á bak þar til það fannst. Ekki var farið lengra aftur en í lyfjaverðskrá janúar árið 2000 og verðið gengisjafnað með gengisvísitölu (Seðlabanki Íslands, 2008). Virði lausasölulyfja var fengið með upplýsingum hjá heildsölum. Ef verð fannst ekki var lyfinu sleppt úr verðmati. Niðurstöður Einu apóteki utan Reykjavíkursvæðis var sleppt úr rannsókninni og sendi ekki gögn. Hægt var að virða lyf og tengja þeirra við 895 spurningalista. Meðalfjöldi lyfja í skilum var 5,3. Heildarvirði lyfja var 25,1 milljón króna og til viðmiðunar var lyfjasala á Íslandi árið ,9 milljónir króna sem þýðir að skilin voru 0,25% af sölunni það ár. Meðal virði lyfs var krónur, miðgildi var krónur. Algengustu ástæður skila voru samkvæmt spurningalistanum að lyf voru útrunnin, breytingar í lyfjameðferð og að lyf hafði ekki verið klárað (Mynd 1). 13

14 Mynd 1: Ástæður skila fjöldi svara við spurningu á spurningalista (athugið að hægt var að svaraxxxxxxxx fleiri en einni ástæðu fyrir hver skil) Before No. items No exp date Expiry year Mynd 2: Fyrningarár skila fjöldi lyfja á hverju fyrningarári. Lyf sem voru ekki enn fyrnd voru 55,2% af heildarvirði lyfja sem skilað var (Mynd 2). Lyf í N-flokki lyfja í ATC-kerfinu (geðlyf) var skilað í minna mæli en lyfsala í landinu árið 2007 gefur til kynna (Tryggingastofnun ríkisins, 2008), en öðrum lyfjaflokkum var yfirleitt skilað í svipuðum mæli og sölutölur gefa til kynna (töflur 1 og 2). Umræður og ályktanir Skil á lyfjum til eyðingar í fimm vikna átaki sýna aðeins lítið brot af ónýttum lyfjum á Íslandi og geta hugsanlega sýnt bjagaða mynd af sóun lyfja eða meðferðarheldnivandamálum. Nauðsynlegt er að athuga sérlega vel sjúklinga sem nota mörg lyf og dýrustu lyfin. Í átakinu var sjaldan skilað lyfjum vegna dauða 14 sjúklings sem sýnir að átakið hafi náð til fólks sem er ekki vant að skila lyfjum til apóteka. Um helmingur lyfja var útrunninn og var þetta einnig mest nefnda ástæðan fyrir skilum á lyfjum til eyðingar. Frekari rannsókna er þörf til að mæla hvaða vannýtingu lyfja má koma í veg fyrir og hvað er ekki hægt með neinum ráðum að fyrirbyggja. Dreifing skila í átaki þessu er í samræmi við danska rannsókn sem var gerð árið 2001 (Lægemiddelstyrelsen, 2001). Minni hlutfallsleg skil á tauga- og geðlyfjum (N-flokkur ATC-kerfis), sérstaklega lyfjum í flokki N06 (þunglyndislyf) gefa til kynna að þrengri greiðsluþátttökureglur geti stuðlað að meiri nýtingu lyfja. Þessi tilgáta er studd af niðurstöðum meistaraverkefnis í lyfjafræði sem lauk í maí 2009 við RUL (Atli Sigurjónsson, 2009).

15 ATC Group % value within campaign % drug sales 2007 Campaign drug sales (%) A - Alimentary tract and metabolism B - Blood and bl. forming organs C - Cardiovascular system D - Dermatologicals G - Genito-urinary system and sex hormones H - Systemic horm. preparations, excl. sex hormones and insulins J - Anti-infectives for syst. use L - Antineoplastic and immunomodulating agents M - Musculo-skeletal system N - Nervous system P - Antiparasitic products, insecticides and repellents R - Respiratory system S - Sensory organs V - Various Total Tafla 1: Skil lyfja eftir ATC-flokkun á efsta stigi. Hlutfallsleg skipting flokka í hópi lyfja sem komu í átaki, hlutfallsleg sala árið 2007 og munur á hlutfalli í skilum og söluhlutfalli. Group within N (Nervous System) % value within N- Group in campaign % drug sales w/in N- Group 2007 Campaign drug sales (%) N01 - Anesthetics N02 - Analgesics N03 - Antiepileptics N04 - Anti-Parkinson N05 - Psycholeptics N06 - Psychoanaleptics N07- Other N-drugs Total Tafla 2: Skil lyfja í N-flokki ATC-kerfis (geðlyfja) á öðru stigi. Hlutfallsleg skipting í átaki, hlutfallsleg sala árið 2007 og munur á hlutfalli í skilum og söluhlutfalli. Þakkir Sérstakar þakkir fá Atli Sigurjónsson M.S. Pharm. fyrir að endurgreina gögn í rannsókninni og Dr. Ingunn Björnsdóttir forstöðumaður RUL fyrir aðstoð við greiningu og túlkun gagna. Aðrir sem eiga þakkir skildar eru starfsfólk apóteka á Íslandi, Distica hf, lyfjafræðinemar á 4. ári haustið 2008 og markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands. Rannsókn þessi var styrkt af Fræðslusjóði lyfjafræðinga og ráðstefnuferðin af Vísindasjóði LFÍ. Heimildir Atli Sigurjónsson (2009). Vannýting lyfja. Greining á lyfjum skilað til eyðingar og gögnum úr gagnagrunni Landlæknisembættisins. Meistararitgerð í lyfjafræði, maí Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Lægemiddelstyrelsen (2001). Returmedicin på apotekerne. Sótt 28. júlí 2008 af statistik/forbrugsanalyser/returmedicin.htm#indledning Lyfjagreiðslunefnd (2008). Lyfjaverðskrár, sóttar 17 maí 2008 af Seðlabanki Íslands (2008). Hagtölur Íslands: Raungengi íslensku krónunnar. Sótt 18. ágúst 2008 af lisalib/getfile.aspx?itemid=1721 Tryggingastofnun Ríkisins (2008). Lyfjakostnaður Tryggingastofnunar 2007[Rafræn útgáfa]. Sótt 24. september a f h t t p : / / e p l i c a. t r. i s / m e d i a / s k j o l p d f / Lyfjakostnadur_TR_2007_ _lokaeintak.pdf 15

16 NFU 2009 í Sigtuna í Svíþjóð ágúst Sigtuna Stads Hotell. Sigtuna er elsti bær Svíþjóðar, yfir þúsund ára gamall og liggur norðvestur af Stokkhólmi við strönd Mälaren. Bærinn státar m.a. af Stóru götunni sem er elsta gata Svíþjóðar, minsta ráðhúsinu og Maríukirkjunni sem var upphaflega klausturkirkja, byggð á 12. öld. Sigtuna er fallegur lítill bær sem er vel við haldið og hefur upp á margt að bjóða. NFU fundurinn var haldinn á Sigtuna Stads Hotell og hófst um hádegi á fimmtudeginum 13. ágúst. Fyrsti dagskrárliðurinn var samkvæmt venju Hänt sedan sist en þar kynnti hvert land það helsta sem gerst hafði frá síðasta NFU fundi. Noregur: Í Noregi er mikil eftirspurn eftir lyfjafræðingum og hafa margir sænskir lyfjafræðingar starfað þar undanfarin ár. Engin merki eru uppi um að Svíarnir vilji flytja aftur heim nú þegar breytingarnar á sænska lyfjamarkaðinum hafa gengið í garð. Stjórnmálamenn í Noregi eru ánægðir með breytingarnar sem gerðar hafa verið á norska lyfjamarkaðinum apótekum hefur fjölgað, aðgengi batnað og lyfjaverðið hefur lækkað sem þakka má opinberri verðlagningu. En tekist er á um hvort apótekin séu hluti af heilbrigðisþjónustunni eður ei. Í gangi eru kannanir til að sjá hvaða leið sé hægt að fara til að nýta betur þekkingu lyfjafræðinga í apótekunum. Flestir eru sammála um að þörf er á ráðgjöf um lyfjanotkun enda víða pottur brotinn í heilbrigðisþjónustunni í sambandi við meðferð og notkun lyfja. Stór hluti apótekskeðjanna vill sjálfur þjálfa sitt starfsfólk og nýtir þar af leiðandi ekki sí- og endurmenntun lyfjafræðinga sem háskólinn í Osló býður upp á og er þar með hætta á að leggja þurfi niður þá starfsemi háskólans. Finnland: Breytingar standa yfir hjá finnsku lyfjastofnuninni og verður hluti hennar fluttur til Kuopio samkvæmt byggðastefnu stjórnvalda en hingað til hefur lyfjastofnunin verið í höfuðborginni, Helsingfors. Finnsku lyfjafræðingarnir eru ekki alls kostar ánægðir með þessar breytingar en lítið hefur verið hlustað á mótmæli þeirra. Tekin hefur verið upp viðmiðunarverðlagning sem hefur haft í för með sér minni hagnað í apótekum og er talin ástæða uppsagna starfsfólks í apótekum. Í ár mun Háskólinn í Helsingfors hefja sérfræðimenntun í sjúkrahúslyfjafræði fyrir lyfjafræðinga. Danmörk: Flestir hinna nýju meðlima í Pharmadanmark eru ekki lyfjafræðingar, heldur aðrar háskólastéttir sem starfa innan lyfjamarkaðarins. Meðlimirnir virðast vera ánægðir með félagið og trúir sínu félagi samkvæmt könnun sem gerð var á árinu. Í Danmörku er lægsta lyfjaverð í Evrópu og eiga samheitalyfin þar stóran þátt en umræðan um hættur vegna stöðugra skipta samheitalyfja hefur vaxið að undanförnu. Í Danmörku eru tiltölulega fá apótek og reiknað er með að einhverra breytinga sé að vænta á lyfjamarkaðinum. Almenningur er þó ánægður með apótekin og langflestir treysta ráðgjöfinni sem fæst í apótekunum. Svíþjóð: Formaður og framkvæmdastjóri sænska félagsins gerðu grein fyrir þróun sænska apóteksmarkaðarins allt frá 1998 og fram að 1. júlí í ár þegar apóteksmarkaðurinn var gefinn frjáls. Um það bil 1/3 af starfandi félagsmönnum geta hugsað sér að eiga og reka sjálfir apótek. Félagið hefur því staðið fyrir upplýsinga- og fræðslufundum um fyrirtækjarekstur ásamt því að sjá um námskeið í hvernig stofna á fyrirtæki. Sænska lyfjafræðingafélagið hefur einnig stofnað félag Farmacevtföretagarna sem mun taka þátt í að kaupa einhver af þeim 600 apótekum sem Apoteket AB hefur verið gert að selja og aðstoða, e.t.v. samkvæmt franchising hugmyndinni, félagsmenn til að kaupa apótek. Sænska lyfjafræðingafélagið hefur einnig farið í naflaskoðun og reynt að undirbúa sig undir breytingar til að geta myndað kraftmikið félag fyrir alla lyfjafræðinga óháð starfi og vinnuveitanda. Kaffispjall: Ýmir, Aðalheiður og Leena frá Finnlandi. 16

17 OTC: Fyrir fundinn höfðu verið sendar út spurningar til allra þátttökulandanna varðandi OTC lyf utan apóteka. Hvert land fyrir sig tók svörin fyrir í lok Hänt sendan sist kynningarinnar og var síðan gefin út samantekt á svörunum. Enn sem komið er virðist aðaláhyggjuefnið vera aukin tíðni paracetamoleitrana bæði í Noregi og Danmörku og telja menn það aðallega stafa að auknu aðgengi. Á föstudag hófst dagskráin með fyrirlestri Thony Björk, forseta PGEU (Pharmaceutical Group of the European Union) og varaforseta í FIP (International Pharmaceutical Federation) um alþjóðlegar spurningar Mikilvægustu spurningarnar í FIP, PGEU og Europharm Forum. PGEU hefur aðallega lagt áherslu á að svara spurningum varðandi starf lyfjafræðinga og starfsemi apóteka. Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri hefur einnig verið til umræðu og er lögð áhersla á að sjúklingar geti hreyft sig frítt milli landa en enn er ósvarað spurningum um hvernig hægt er að kanna gildi lyfseðla, kanna réttindi þess er skrifar út lyfseðil, geta lesið lyfseðla, hvað gera á þegar mótsvarandi lyf fæst ekki í landinu o.s.frv. Einnig er unnið að gerð sameiginlegs lyfseðileyðublaðs. PGEU vill að lyfjafræðingur veiti sjúklingum upplýsingar og ráðgjöf um lyf, og þá er PGEU sammála EU-dómstólnum í sambandi við hver má eiga apótek. Mikið hefur verið rætt innan PGEU sem og annars staðar um þjónustugjöld og mörgum spurningum þar að lútandi er enn ósvarað. FIP-ráðstefnan í Istanbul kom einnig til umræðu svo og áhyggjur yfir fækkandi þátttökulöndum í Europharm Forum. Laugardagurinn hófst með hópvinnu þar sem mismunandi hópar ræddu fagleg málefni, upplýsingagjöf og markaðssetningu, ásamt stjórnun og starfsemi félaganna. Fyrir hópvinnuna með faglegu málefnin höfðu nokkrar spurningar verið sendar út fyrir fundinn og var hluti þeirra ræddur. Aðallega var rætt um þjónustu og ráðgjöf apóteka, hvernig ætti að greiða fyrir þá þjónustu/ráðgjöf og hvaða hættur gætu stafað að þeirri ákvörðun að koma á greiðslu fyrir þá þjónustu/ ráðgjöf. Spurningar til að drífa áfram og vaka yfir: Evrópsk lyfjafræðingasamtök? Eftir fyrirlestur Thony Björk héldu umræðurnar um alþjóðasamstarfið áfram og voru allir sammála um að FIP er góður fulltrúi fyrir alþjóðlega starfið og að norrænu þjóðirnar eiga að taka þátt í því samstarfi. Hins vegar er vandamálið að ekki eru til nein evrópsk samtök lyfjafræðinga. Europharm Forum gæti verið slík samtök en þar hverfa þátttökuþjóðirnar hver af annari úr samtökunum og þar að auki eru þar svo til aðeins rædd málefni apótekslyfjafræðinga. Einnig má segja að PGEU sé aðallega fulltrúi fyrir apótekseigendur sem ekki eru endilega lyfjafræðingar. Hvað skal gera? Til að komast áfram með þessar vangaveltur hefur verið myndaður vinnuhópur meðal norrænu þjóðanna sem hefur fengið það verkefni að koma með tillögu fyrir næsta NFU fund. Að lokum voru t.d. rædd málefni eins og þjónusta lyfjafræðinga og réttur lyfjafræðinga til að skrifa út lyfseðla. NFU fundurinn var vel heppnaður og ánægjulegur en ekki má gleyma að fyrir utan samvinnuna var einnig ánægjuleg samvera sem ekki er síður mikilvæg. Sigríður Siemsen, framkvæmdastjóri LFÍ Fundargestir á hóteltröppunum. 17

18 EuroPharm Forum í kröppum dansi Ingunn Björnsdóttir Hluti stjórnar og starfsfólks Europharm Forum á rökstólum í Kaupmannahöfn í maí. og Þýskaland eru stór lönd, og greiddu því hátt gjald til EuroPharm Forum, þýðir úrsögn þeirra landa að hugsa verður fjárhagslegan grundvöll samtakanna upp á nýtt. Því var boðað til samráðsfundar þeirra sem enn eru félagar, þann 26. maí í vor. Þar var meðal annars kynnt EuroPharm Forum observatory, sem gerir lyfjafræðingum auðvelt að fylgjast með hvað er á döfinni, og er bæði hægt að nálgast þar það nýjasta faglega/vísindalega og hvað er í gerjun í einstökum aðildarlöndum. Þeir sem þátt tóku í samráðsfundinum voru mjög jákvæðir á að halda starfinu gangandi. Á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var í október í ár, höfðu fleiri lönd gengið úr samtökunum, og ljóst að grundvöllur fyrir áframhaldandi starfi hafði veikst enn. Fundarmenn komu því til skila að þeim þætti skrifstofuhaldið dýrt, og vildu skoða hvaða Eftir nokkurra ára lygnan sjó lenti EuroPharm Forum í verulegum öldugangi á aðalfundi fyrir ári síðan. Reyndar höfðu verið blikur á lofti, þannig að öldugangurinn kom ekki algjörlega flatt upp á stjórnarmenn samtakanna. Vitað var að innanlandspólítík í stjórnun lyfjamála í Þýskalandi hafði haft þau áhrif að þýska lyfjafræðingafélagið (ABDA) sagði sig úr EuroPharm Forum á aðalfundi 2008, og Frakkland fylgdi á eftir, mánuði eftir aðalfund og Austurríki svo skömmu síðar. Fleiri lönd hafa sagt sig úr samtökunum, ýmist af pólitískum ástæðum eða fjárhagsástæðum (kreppan kreppir víðar að en hér). Pólitísku ástæðurnar eru fyrst og fremst mismunandi reglur um eignarhald á apótekum og mismunandi skoðanir sem uppi eru um það. Þar sem bæði Frakkland John Chave, framkvæmdastjóri PGEU og Brendan Hayes frá Írlandi ræða málin í kaffihléi á samráðsfundi. Áheyrnarfulltrúar taka stöðuna í kaffitíma á samráðsfundi: Birthe Søndergaard fulltrúi PCNE og Luc Besancon fulltrúi FIP. möguleikar væru varðandi það að færa skrifstofuna á ódýrari stað. Fundarmenn virtust sáttir við stjórnina, en þó tókst ekki að fullmanna stjórnina. Hún hefur verið undirmönnuð um tvo, en er nú eftir aðalfund undirmönnuð um einn. Þakka ber því kjarkaða fólki sem við þessar aðstæður gaf kost á sér til stjórnarsetu, en það voru þær Carin Svensson frá Svíþjóð og Lidija Petrusevska Tozi frá Makedóníu. Fyrir voru í stjórn þau Dick Tromp formaður (frá Hollandi), Balázs Hankó sem nú er orðinn varaformaður (frá Ungverjalandi), Gerald Alexander gjaldkeri (frá Bretlandi) og undirrituð. Stjórnin hefur nú til skoðunar hvaða möguleikar séu varðandi skrifstofuhaldið, og hefur leitað eftir áliti ýmissa aðila varðandi áframhaldandi starf EuroPharm Forum. Niðurstaða liggur ekki fyrir. 18

19 Alvörumál til umræðu á samráðsfundi í maí. Formaðurinn, Dick Tromp, í miðjunni, með fulltrúa WHO, Kees de Joncheere, sér á hægri hönd. Á aðalfundi kom fram að vel hefur verið haldið utan um fjármálin, þannig að ekki er um hallarekstur að ræða. Á aðalfundinum og faglegum degi í tengslum við hann var sjónum beint að þrenns konar faglegum málefnum auk hefðbundinna aðalfundarstarfa. Þessi málefni voru offita, undir styrkri fundarstjórn Brendan Hayes frá Írlandi (sem samkvæmt lauslegu útlitsmati hlýtur að vera í kjörþyngd sjálfur), geðheilbrigði undir styrkri fundarstjórn Simon Bell frá Finnlandi (upphaflega frá Ástralíu, - virðist sjálfur við prýðilega geðheilsu, þótt hann hafi þetta tiltekna áhugamál) og tilfærsla lyfja úr lyfseðilsskyldu yfir í lausasölu, sem er ekki sérstakt áhugamál undirritaðrar, þótt hún hafi tekið að sér fundarstjórn á þeim dagskrárlið. Prýðilegir fyrirlesarar höfðu fengist í alla málaflokkana og meðal annars kom í ljós á dagskránni um offitu að Ungverjar eru með apóteksverkefni um efnaskiptavandamál. Simon Bell sagði frá apóteksþjónustu við fólk með geðræn vandamál, einkum ástralskri nálgun, með lítillegu finnsku ívafi. Í dagskránni um tilfærslu lyfja frá Frá Budapest, bæði Buda og Pest, með Rín fyrir miðju. lyfseðilsskyldum yfir í lausasölu var Hubertus Cranz, formaður Association of the European Self-Medication Industry aðalfyrirlesari. Undirrituð gúglaði Dr. Cranz fyrir fundinn, með ótrúlegum árangri, sem ekki verður upplýstur hér (áhugasamir verða bara að prófa sjálfir), en í erindi hans kom ýmislegt afar athyglisvert fram. Meðal annars lýsti hann þeim sérstöku forsendum sem væru fyrir hendi þegar lyf ætti að vera lyfseðilsskylt: lyfið getur skapað hættu, jafnvel þegar það er rétt notað EÐA algengt er og umfangsmikið að lyfið sé ekki rétt notað EÐA lyfið inniheldur efni sem rannsaka þarf frekar EÐA lyfið er stungulyf. Öll önnur lyf taldi Cranz geta mögulega verið í lausasölu. Hann lýsti einnig einu tilviki sem hefði orðið nokkuð umdeilt, en það var samþykkið á azithromycin í lausasölu í Bretlandi í ágúst 2008, sem kom svo á markað í nóvember Dr. Cranz taldi mikilvægi lyfjafræðingastéttarinnar aukast eftir því sem fleiri lyf yrðu lausasölulyf, og minnti viðstadda á mikilvægi þess að stéttin stæði vel að upplýsingagjöf um þessi nýju lausasölulyf, það væri mjög mikilvægt til að tryggja árangursríka notkun þeirra, sem og fyrir orðspor stéttarinnar. Úr apóteki í Búdapest. Greinarhöfundur fékk flensu á meðan á dvölinni stóð, og þurfti á lyfjafræðilegri umsjá að halda. Ungverjar virðast nokkuð framarlega í lyfjafræðilegri umsjá, ef marka má fyrirlestra á þessum EuroPharm Forum fundi. Samt virtust þeir telja sig geta lært eitthvað af okkur sem sitjum í stjórn EuroPharm Forum og fáeinum völdum þátttakendum í EuroPharm Forum fundinum. Við tókum sem sé þátt í alþjóðlegri dagskrá á ársþingi Hungarian Private Pharmacists Association, með flutningi á stuttum erindum. Ársþing þetta var haldið í Síófók sem er við Balatonvatnið, um það bil tveggja tíma keyrslu frá Búdapest. Þátttakan í þessari dagskrá á ársþinginu var endahnúturinn á dvöl okkar flestra í Ungverjalandi að þessu sinni, en vonandi gefast tækifæri síðar til dvalar í landinu, þar sem margt er þar áhugavert að skoða, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. 19

20 FIP 2009 Istanbul Aðalheiður Pálmadóttir og Pétur Sigurður Gunnarsson FIP þingið var að þessu sinni haldið í Istanbul dagana september síðastliðinn. Þingið var það 69. í röðinni og var sótt af tæplega 3000 lyfjafræðingum, fólki sem starfar að lyfjafræðivísindum og rannsóknum, lyfjafræðinemum og öðrum gestum. Yfirskrift þess var: Responsibility for Patient Outcomes - are you ready? Leitast var við að svara þeirri spurningu frá hinum ýmsu hliðum. Velt var upp spurningum eins og: Hvert er hlutverk lyfjafræðingsins sem hluti af heilbrigðiskerfinu? Eru lyfjafræðingar með þá þjálfun og reynslu sem þeir þurfa til þess að sinna því hlutverki? Er nám lyfjafræðingsins byggt upp miðað við hlutverk hans? Hvert er hlutverk lyfjafræðinga í samstarfi heilbrigðisstétta? Haldin voru erindi um fyrirkomulag lyfjafræðináms og ýmissa samstarfsverkefna, jafnframt því að sagt var frá helstu sviðum þar sem aukin þekking kemur til með að hafa áhrif á lyfjameðferð í framtíðinni. Þessi upptalning er langt frá því að vera tæmandi og er áhugasömum bent á heimasíðu FIP til þess að fá heildarmynd af þinginu. Séð yfir borgina. Greinarhöfundar við skilti sem vísar veginn og býður þátttakendur víða að velkomna. Hlutverk FIP og skipulag þingsins: Hlutverk FIP er að bæta heilsu allra jarðarbúa með því að auka gæði lyfjafræðiþjónustu og lyfjafræðivísinda og nýta sérhæfða þekkingu lyfjafræðinga til þess að auðvelda uppgötvun og þróun lyfja, jafnframt því að tryggja aðgengi, öryggi og rétta notkun lyfja. Á ráðstefnum FIP er Council eða Ráðið, æðsta stofnun þess. Áður en sjálf ráðstefnan hefst hittist Ráðið. Í Ráðinu sitja fulltrúar allra aðildarsamtaka í FIP og er formaður LFÍ fulltrúi Íslands þar. Á fundi ráðsins flytur forseti FIP skýrslu síðasta árs og ber tillögur undir aðildarsamtökin. Ef kjósa þarf í embætti innan FIP fara þær kosningar fram á þeim fundi. Að þessu sinni flutti forseti FIP, Kamal Midha, skýrslu síðasta árs og kosning ritara FIP, Henry Manasse, var staðfest. Einnig voru leiðbeiningar um samstarf milli heilbrigðisstétta og endurmenntun lyfjafræðinga kynntar fulltrúum aðildarsamtakanna. Ríkuleg saga Istanbúl: Fáar borgir eiga sér jafn mikla sögu og Istanbul en í dag búa þar um fimmtán milljónir manna og er borgin mjög lifandi og skemmtileg blanda vestur- og miðausturlenskrar menningar. Upprunalega borgin stendur á sjö hæðum eins og önnur sögufræg borg enda gaf Konstantín mikli henni nafnið Nýja-Róm. Núverandi borg er beggja vegna Bosporussunds og Marmarahafs og tengja tvær miklar brýr þessa parta og um leið Evrópu og Asíu. Blaðamaður við störf í pressuherbergi. 20

21 Vinna FIP er skipulögð út frá sex mismunandi deildum sem sjá um skipulagningu á efnislegu innihaldi ráðstefnunar ár hvert. Að þessu sinni voru yfirskriftirnar: Improving Patients Outcome, Pharmaceutical Science, Pharmacy Practice, Pharmacy Education, Improving rational Use of Medicines og Improving Quality of Medicines and Information. Innan hverrar deildar fara einnig fram kosningar í embætti meðan á ráðstefnunni stendur og tók formaður LFÍ þátt í fundi innan community pharmacy deildarinnar. Sýningarsvæðið var glæsilegt að vanda.. Setningarathöfnin: Aðalsalur ráðstefnuhallarinnar var þéttsetinn þegar Kamal Midha, forseti FIP, setti ráðstefnuna en setningarathöfnin var mjög glæsileg í alla staði. Á setningunni töluðu einnig formaður tyrkneska lyfjafræðingafélagsins, heilbrigðisráðherra Tyrklands og fulltrúi frá alþjóðaheilbrigðisstofnununni, WHO. Það var áhugavert að hlusta á lækninn frá WHO tala um það að aukin samvinna allra heilbrigðisstétta væri nauðsynleg og að lyfjafræðingar um allan heim ættu að taka virkari þátt í því að bæta heilsu sjúklinga með því að huga betur að árangri meðferðar. Eins og lög gera ráð fyrir var haldin vegleg opnunarveisla eftir að setningarathöfninni lauk. Nokkrir norrænir þátttakendur. Hópurinn frá Íslandi. Fámennt frá Íslandi: Að þessu sinni voru einungis tveir þátttakendur frá Íslandi, formaður LFÍ og maki formanns sem tók að sér hlutverk blaðamanns TUL. Langt er síðan svo fáir Íslendingar hafa mætt á FIP en eflaust spilar árferðið og gengi krónunnar stórt hlutverk í því. Það var því ánægjulegt að rekast á Íslending í hópi Færeyinga en Ólöf Bríem sem er búsett þar, var meðal þátttakenda. Blaðamaður TUL sótti mest þá hluta sem flokkast undir Pharmacy Practice, Use of Medicines og Patients Outcome en það má finna upplýsingar og jafnvel glærur úr öllum fyrirlestrum og öllum flokkum á vefsíðu FIP Einnig er hægt að leita til greinarhöfundar og fá aðgang að glærum frá fyrirlestrunum. Þremur hlutum (sessions) ráðstefnunar er lýst aðeins nánar hér á eftir en of langt væri að fjalla ítarlega um alla þá fyrirlestra sem vöktu athygli. Kannanir í sjúkrahúslyfjafræði landskannanir og alþjóðlegar kannanir: Í þessum hluta var yfirskriftin: Pharmacy Practice: Conducting and using national and international surveys to advance hospital pharmacy. Fundarstjóri var Andy Gray, frá KwaZulu-Natal háskólanum í Suður Afríku. Fyrirlesarar voru: Phil Schneider frá Bandaríkjunum sem talaði um ASHP kannanirnar og hvað má læra af þeim. Tajda Gala frá Slóveníu sem talaði um EAHP kannanirnar og Lee Vermeulen frá Bandaríkjunum sem fjallaði um hönnun kannana fyrir sjúkrahúslyfjafræði, bæði landsbundnar og alþjóðlegar. Í Bandaríkjunum hafa samtök lyfjafræðinga í heilbrigðiskerfinu (áður kallað samt ök sjúkrahúslyfjafræðinga) staðið fyrir könnunum á því hvaða starfsemi fer fram inni á sjúkrahúsum. Í dag er þessari könnun skipt upp í þrennt og er einn hluti keyrður á hverju ári, þannig að árlega fá yfirmenn apóteka á sjúkrahúsum sendan spurningalista, en listi um sama efni kemur einungis á þriggja ára fresti. Þessir hlutar eru: Ár 1: Prescribing and Transcribing Ár 2: Preparation and Administration Ár 3: Monitoring and Patient Education Með þessu móti má finna bestu leiðirnar (best practice) og þannig nýta niðurstöðurnar til þess að fá fram breytingar á þjónustu, því hægt er að benda á nágrannasjúkrahús eða nágrannafylki og óska eftir því að fá að setja upp svipaða þjónustu í þeim tilgangi að ná sama árangri. 21

22 Í Evrópu hafa svipaðar kannanir verið gerðar á vegum EAHP frá árinu 1995 en sá munur er á að þær eru einungis gerðar á fimm ára fresti. EAHP sem er systurfélag ASHP hefur staðið fyrir þessum könnunum í Evrópu. Árið 1995 tóku 18 lönd þátt, árið 2000 voru þau 16 en árið 2005 fór fjöldinn upp í 22. Næsta könnun fer fram á árinu 2010 og eru þátttökulönd nú orðin 31. Ísland er þar ekki á meðal. Spurningarnar sem leitast var við að svara þegar þessi könnun var sett í gang voru Hvernig er sjúkrahúslyfjafræði stunduð í Evrópu? Hver er munurinn á starfseminni milli landa? Hvert er hlutverk sjúkrahússlyfjafræðingsins inni á sjúkrahúsinu? Þessar kannanir hafa sýnt eins og þekkt er að Hollendingar og Bretar eru lengst komnir með klíníska þjónustu lyfjafræðinga inn á sjúkrahúsum og sjúkrastofnunum, en hin löndin eru að nýta sér niðurstöður þeirra til að byggja upp sína starfsemi og fá fjármagn til að byrja með nýjungar. Þróunin hjá sumum þátttökulöndum hefur verið sú að með tímanum hefur klínisk starfsemi verið að aukast. Blaðamaður TUL ræddi við Tajda Gada eftir fundinn og komst þá að því að Ísland væri ekki með í könnuninni því þeir eru ekki meðlimir í EAHP. Til að ganga inn í EAHP, þarf að vera til íslenskt sjúkrahúslyfjafræðingafélag. Það er þó hægt að fá að taka þátt í könnuninni sem viðbótaraðili og telja undirrituð að það gæti verið mjög gagnlegt að taka þátt og fá samanburð við önnur Evrópulönd. Þeir sem sjá um könnunina þurfa að fá upplýsingar um hverjir eru yfirmenn sjúkrahúsapóteka hér á Íslandi til þess að geta sent spurningalista sem þessir yfirmenn sjá svo um að sé svarað. Síðasti fyrirlesturinn í þessum hluta fjallaði svo um alþjóðlega könnun sem gerð var á svipaðan hátt og þær sem nefndar eru hér að framan. Fyrirlesarinn fór yfir það hvernig síðasta könnun var hönnuð og öll þau vandamál sem komu upp í sambandi við tungumál og mismunandi skilning manna á þjónustuatriðum á milli landa. Það væri örugglega þess virði fyrir íslenska lyfjafræðinga að kynna sér þessar niðurstöður og hugsanlega stefna að þátttöku þegar fram líða stundir. Hægt er að sjá yfirlit yfir niðurstöður í Global Conference proceedings sem birtar voru í mars síðasliðnum ( index.dtl). Betri notkun lyfja: Þessi hluti bar yfirskriftina: Improving rational use of medicines: Can medicine management improve the use of medicines? Fundarstjóri var Ann Lewis, frá Háskólanum í London, Bretlandi en fyrirlesarar voru: Rachel Elliott, frá háskólanum í Nottingham, Bretland, Timothy Chen, frá Háskólanum í Sydney, Ástralíu, Manjiri Gharat, frá K.M.Kundanani Pharmacy Pelytechnic á Indlandi og Sonak Pastakia, Moi Læknaháskólanum í Kenýa. Timothy Chen frá Ástralíu lýsti starfsemi sem sett hefur verið laggirnar í Sydney. Til að Medicines management gangi upp, þarf samstarf allra heilbrigðisstétta og fjallaði þessi fyrirlestur um dæmi um hvernig lyfjafræðingar geta komið að þessari stjórnun á meðferð. Farið var í muninn á venjulegri yfirferð á lyfjanotkun einstaklingsins og svo ítarlegri skoðun. Tímalengd Basic Medication Review nokkar mínútur Comprehensive Medication Review klukkustundir Skoðun/dag c.a Hvenær Í tengslum við Óháð lyfjagjöf framkvæmt stofugang eða Greitt sérstaklega Viðbótar þjálfun lyfjagjöf Nei Nei Chen sagði frá því að áherslan í heilbrigðiskerfinu væri í auknum mæli að færast yfir á sjúklinginn og því mikilvægt að lyfjafræðingar horfi á meira en einungis lyfið sjálft og hvernig því er dreift. Lyfjafræðingurinn þarf að miða sitt starf við sjúklinginn og vinna með öðrum heilbrigðisstéttum að því að tryggja sem bestan árangur meðferðar og að lyf séu notuð á réttan hátt. Aðrir fyrirlestrar í þessum hluta voru mjög áhugaverðir og lýstu verkefnum frá Asíu og Afríku en þeir áttu það sameiginlegt að lyfjafræðingar voru í þessum verkefnum að nota þekktar eða nýjar leiðir til að auka stjórnun á notkun lyfja. Með samvinnu við kollega, aðrar heilbrigðisstéttir og fleiri, voru sjúklingar á Indlandi að fá markvissari berklameðferð og alnæmissjúklingar í Kenya að fá lyfjameðferð en þar er aðgengi íbúa að heilbrigðisþjónustu lélegt. Við hér á Íslandi gætum lært mikið af því að fylgja fordæmi þessara vanþróuðu landa hvað þetta varðar og væri eflaust hægt að spara talsvert í heilbrigðiskerfinu ef þetta væri skoðað nánar. Hátíðarkvöldverður framundan? Já Já 22

23 Evrópudómurinn um eignarhald apóteka: Annað mál sem vakti mikla athygli var dómur Evrópudómstólsins EU frá 19. maí síðastliðnum. Dómurinn var ræddur sérstaklega en þar kveður á um að aðildarlönd EU geti gert það að skilyrði að einungis lyfjafræðingar geti átt apótek þar sem starfsemi þeirra sé það mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskeðjunni (Conclusions from the 19th May 2009 European Court judgment on pharmacy ownership within EU). Dómurinn er ekki talinn hafa áhrif á þau lönd sem þegar hafa ákveðið að ekki þurfi lyfjafræðing sem eigenda til þess að tryggja lyfjafræðilega faglegan rekstur en talið er líklegt að dómurinn muni hafa áhrif á hvernig aðildarlönd EU velja að skipuleggja sitt kerfi í framtíðinni. Dómnum var einnig gerð sérstök skil á fundi community pharmacy og þar kom í ljós megn óánægja lyfjafræðinga víða um heim með keðjumyndun og eignarhald apóteka og mátti Tony Björk, sem lýsti fyrirhuguðum breytingum í Svíþjóð, hafa sig allan við að svara fyrirspurnum. Eftir þann fund komu margir aðilar að máli við Svíana, þar sem þeir voru að spjalla við aðra Norðurlandabúa, og vottuðu þeim samúð sína að vera að fara í sömu átt og Noregur og Ísland með eignarhald apóteka. Útsýni að ráðstefnusvæðinu, með formann í forgrunni. að vera ættleidd af Áströlum. Þeir drógu okkur á borðið hjá sér og fundu Svía og Kanadamenn til að fylla síðustu sætin. Síðan voru upphugsaðar margar leiðir til að koma Íslendingum út úr fjárhagsvandræðum í kjölfar kreppunnar (t.d. samskot við borðið). Mjög svo skemmtilegur hópur, en einnig mjög kunnugur hnútum lyfjafræðinnar út um allan heim. Nokkrir af Áströlunum hafa farið víða um heim í þeim tilgangi að halda fyrirlestra um það hvernig hægt er undirbúa lyfjafræðinga framtíðarinnar, bæta meðferðarfylgni og auka hag lyfjafræðinnar. Hver veit nema einhverjir þeirra eigi eftir að leggja leið sína hingað til lands í framtíðinni. Niðurstaða greinarhöfunda eftir fyrsta FIP þingið er sú að þetta er gríðarlega viðamikið þing þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er áhugavert að kynnast því sem fram fer annarsstaðar, finna út hvað er sameiginlegt með okkur og öðrum og hvað er hægt að nýta af reynslu annarra. Það er því ástæða til að hvetja lyfjafræðinga til þess að kynna sér þingið sem haldið verður í Portúgal í september 2010 og stefna að þátttöku. Fulltrúar Indlands og Íslands hlið við hlið á ráðsfundi. Tengslin efld: Þrátt fyrir ríkulega faglegt innihald gengur árlegt þing FIP einnig út á það að hitta lyfjafræðinga annarsstaðar frá og efla tengsl. Boð voru haldin nánast á hverju kvöldi og þá sérstaklega fyrir fulltrúa í Ráðinu. Fulltrúar Íslands fengu því að upplifa mikið af því besta sem Istanbul hefur upp á að bjóða þegar kemur að veislum og fallegum staðsetningum þeirra. Á þessum kvöldum voru mynduð góð tengsl við norræna kollega en einnig reyndust Írar, Pakistanar, Bandaríkjamenn og Ástralir góður félagsskapur á svona kvöldum og heilmikið af athyglisverðum hugmyndum og vangaveltum um fyrirlestra dagsins var velt upp. Minnistæðast er kvöldið þegar tyrknesku samtökin buðu til veislu. Bæði var staðsetningin einstök, gömul höll við bakka Bosphorus sunds og svo lentu formaður og blaðamaður TUL í því Hætta á að villast lágmörkuð, - en vonandi er þetta ekki allt niðurávið. Blaðamaðurinn gerir a.m.k. sitt besta til að það verði uppávið. Þumalinn upp! 23

24 Nýútskrifaðir lyfjafræðingar Páll Þór Ingvarsson útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið Með lyfjafræðináminu starfaði hann í tvö sumur hjá Apótekinu, Akureyri og svo hjá skráningardeild GlaxoSmith- Kline á Íslandi frá byrjun árs Hann er nú í framhaldsnámi í Danmörku. Áhrif míkróhúðunar á stöðugleika og virkni doxýcýklíns Leiðbeinendur: Þórdís Kristmundsdóttir og Skúli Skúlason Doxýcýklín hefur á síðari árum vakið athygli sem hemill gegn fjölskyldu sínkháðra ensíma sem kallast matrix metallóprótínasar (MMP). Nokkur þessara ensíma eru aðal sökudólgarnir í tannholdsbólgum og tannslíðursbólgum. Smáskammta doxýcýklín í töfluformi hefur verið samþykkt sem viðbótarmeðferð við tannslíðursbólgum en hönnun lyfjaforma til staðbundinnar gjafar í munnhol getur mögulega komist hjá almennum auka- og eiturverkunum. Munnholið er þakið slími sem gerir notkun slímhimnuviðloðandi fjölliða ákjósanlega. Með því að míkróhúða doxýcýklín með slíkum fjölliðum er hugsanlega hægt að auka viðverutíma lyfsins í munnholi og hámarka þannig virkni þess. Stærsti ókostur doxýcýklíns er hins vegar lítill stöðugleiki og er það meðal annars viðkvæmt fyrir hita, raka og ljósi. Því gæti míkróhúðun slegið tvær flugur í einu höggi, það er, fengið fram slímhimnuviðloðun og í leiðinni varið doxýcýklín fyrir niðurbroti. Í þessari rannsókn hefur doxýcýklín verið míkróhúðað með slímhimnuviðloðandi fjölliðunum natríum algínat og carbópól 974P með úðaþurrkun og uppgufun leysis aðferðinni, eftir því sem við á. Síðan var rannsakað hvaða áhrif míkróhúðunin hefur á stöðugleika og virkni doxýcýklíns auk þess sem leysnihraði doxýcýklíns úr míkróhúðuðu ögnunum var skoðaður. Sýnt hefur verið fram á að húðun með carbópóli dregur úr stöðugleika doxýcýklíns á meðan míkróhúðun með algínati virðist auka geymsluþolið, með aukalegum áhrifum af hýdroxýprópýl-β-sýklódextríni (HP-β-CD). Við athuganir á virkni doxýcýklíns gegn MMP komu upp vandamál sem ráða þarf fram úr til að rannsaka hvort míkróhúðun hafi áhrif á hömlun ensímanna. Leysnihraði doxýcýklíns úr algínathúðun við sýrustig munnsins er mikill, óháð HP β CD innihaldi, með nánast fullkominni losun að fimm mínútum liðnum. Því er ljóst að til að ná að stjórna leysnihraða úr lyfjaforminu þarf að innlima í forskriftina aðra slímhi mnuviðloðandi fj ölliðu, svo sem hýdroxýprópýlmetýlsellulósu. Sandra Gestsdóttir útskrifaðist af Náttúrufræðibraut frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra árið Að því loknu hélt hún til Parísar þar sem hún bjó í hálft ár og lærði frönsku. Með lyfjafræðináminu starfaði hún í sjúkrah ú s a p ó t e k i L a n d s p í t a l a - Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Hún vann í sumar að gæðaverkefni hjá FISK Seafood á Sauðárkróki í samvinnu við Matís. Sambýlismaður hennar er Árni Pétur Gunnsteinsson, sem vann sem verkfræðingur hjá Össur hf. Þau héldu í haust til Svíþjóðar þar sem þau sækja bæði frekara nám. Lokaverkefnið við Lyfjafræðideild var unnið við The Department of Radiation Biology, The Norwegian Radium Hospital, Osló. Water soluble chitosan derivatives in photodynamic therapy and photochemical internalization Leiðbeinandi: Kristian Berg, tengiliður við HÍ: Már Másson Markmið þessa verkefnis var að rannsaka notkun vatnsleysanlegra katjónískra kítósan afleiða, N,N,Ntrímetýlkítósan (TMC) í samsetningu með ljósörvaðri meðferð og ljósörvaðri upptöku. Nýtt ljósvirkt efni, Amfinex, með bætta litrófseiginleika var notað við rannsóknina. Ljósörvuð upptaka er meðferðarúrræði sem samanstendur af notkun ljósvirkra efna sem eru virkjuð með ljósi af ákveðinni bylgjulengd. Aðalvandamálið tengt þessari meðferð er langvarandi viðkvæmni fyrir ljósi sem neyðir sjúklinga til að forðast sólarljós í nokkrar vikur eftir meðferð. Það er vel þekkt að yfirborð fruma er neikvætt hlaðið sem plúshlaðin efni víxlverka vel við, því gagnast hleðsla katjónískra burðarefna vel hvað varðar dreifingu efna til fruma. Kítósan brotnar niður í líkamanum og það er samrýmanlegt líkamanum. Niðurstöðurnar sýndu að þegar ljósörvaða efnið er í samsetningu með kítósan afleiðunum myndast þyrpingar og flúrljómun efnisins minnkar. Þegar upptaka fruma var rannsökuð kom í ljós að ljósvirka efnið er tekið upp af frumunum og flúrljómar þrátt fyrir þyrpinguna. Því er líklegt að þegar Amfinex er tekið upp í frumu að þá myndist einhliða sameind og efnið verður ljósvirkt. Þetta gefur til kynna þann möguleika að ljósvirka efnið sé óvirkt þegar það er í þyrpingum með kítósani. Agnirnar eru þá of stórar til að komast í gegnum heilbrigðan þekjuvef en komast hins vegar auðveldlega í gegnum smáholur sem eru á krabbameinsvefnum. Þegar kítósanið byrjar að brotna niður þá losnar ljósvirka efnið úr þyrpingunum og verður ljósvirkt. Þetta gæti minnkað langvarandi viðkvæmni fyrir ljósi hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir. 24

25 Atli Sigurjónsson útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið Árið 2001 hóf Atli störf hjá Lyfjaver og hefur starfað þar alla tíð síðan. Unnusta hans er Erna Lind Davíðsdóttir og eignuðust þau sitt fyrsta barn í lok september. Vannýting lyfja - Greining á lyfjum skilað til eyðingar og gögnum úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins Leiðbeinendur: Anna Birna Almarsdóttir og Ingunn Björnsdóttir Inngangur: Algengt er að gleyma eða sleppa inntöku lyfja, uppfylla ekki æskilega meðferðarlengd eða fá ávísað eða afgreiddan stærri skammt lyfja en þörf er á. Þar með nýtast lyfin ekki sem skyldi og af því hlýst bæði kostnaður fyrir sjúkling og samfélag ásamt mögulegum meðferðarvandamálum. Markmið: Að áætla umfang og kostnað vannýttra lyfja á Íslandi út frá greiningu á gögnum um skil lyfja til apóteka og á Landspítala Háskólasjúkrahús. Auk þess að kanna möguleika þess að nýta lyfjagagnagrunn Landlæknisembættisins við mat á nýtingu lyfja út frá tíðni þess að sækja SSRI og SNRI lyf aðeins einu sinni. Aðferðir: Tvenns konar gögn voru greind: 1) lyf sem skilað var til eyðingar í apótek á Íslandi og LSH Fossvogi og Hringbraut í átaki Rannsóknastofnunar um lyfjamál á tímabilinu 26. maí til 27. júní 2008; 2) afgreiðslur SSRI og SNRI lyfja þeirra sem sóttu slík lyf í fyrsta skipti árið 2005 (sóttu ekki tvö árin á undan) samkvæmt lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins. Eftirfylgni var til 1. janúar Helstu niðurstöður: Heildarkostnaður skila til apóteka var kr. og kr. á LSH. Staðalfrávik kostnaðar í skilum var mjög hátt og mjög fá skil útskýrðu stóran hluta kostnaðar. Gróft mat á heildarkostnaði vannýtingar utan sjúkrastofnana er 315 milljónir kr. á ársgrundvelli eða sem nemur um 1,4% af heildarkostnaði lyfsölu. Áætlað er að skil til apóteka geti numið um 3% af seldum DDD á ársgrundvelli. Í flokki SSRI lyfja sóttu 15,3% sjúklinga aðeins einu sinni og 17,3% þeirra sem sóttu SNRI lyf. Ályktanir: Hátt hlutfall kostnaðar vegna fárra skila gefur tilefni til að ætla að draga mætti verulega úr kostnaði vegna vannýtingar með því að sinna þeim fáu sjúklingum sem taka hvað mest af lyfjum og huga vel að notkun dýrustu lyfjanna. Niðurstöður benda til þess að 30 daga afgreiðsluhámark sé skynsamlegt fyrir SSRI og SNRI lyf og að sjúklingar meðhöndli lyf sem greidd eru að fullu af sjúkratryggingum á annan máta en önnur lyf og séu líklegri til að safna óþarfa birgðum slíkra lyfja. Elín Ingibjörg Magnúsdóttir Elín útskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Með lyfjafræðináminu starfaði hún á sumrin við mælideild Actavis, í Laugarnesapóteki og eftir fjórða árið sem aðstoðarlyfjafræðingur á Landspítala- Háskólasjúkrahúsi Hringbraut. Hún vinnur nú í skráningaferladeild Actavis. Sambýlismaður hennar er Steinar Þór Sturlaugsson, tölvunarfræðingur. Þróun aðferðar til mælinga á γ amínósmjörsýruafleiðum í plasma, með aðaláherslu á pregabalín Leiðbeinendur: Elísabet Jóna Sólbergsdóttir, Jakob L. Kristinsson og Margrét Þorsteinsdóttir Flogaveikilyfin vigabatrín, gabapentín og pregabalín eru byggingarlegar afleiður taugaboðefnisins γ- amínósmjörsýru (e. γ-amino butyric acid; GABA) en hún hefur hamlandi áhrif í miðtaugakerfinu. Pregabalín (Lyrica ) er nýjast þessara lyfja og auk þess að vera notað við flogaveiki hefur það ábendingar um notkun við taugaverkjum og kvíðaröskun. Misnotkun lyfsins er orðin þekkt vandamál þrátt fyrir að vímuáhrif þess séu hverfandi. γ-amínósmjörsýruafleiðurnar eru lítil og skautuð efni með litla ljósgleypni og því getur reynst örðugt að mæla þau með hefðbundnum ljósmælum. Mikilvægt er að geta mælt lyfin í blóði, bæði til að athuga meðferðarheldni flogaveikisjúklinga og, sérstaklega í tilfelli pregabalíns, í tilfellum þar sem um misnotkun getur verið að ræða. Markmið þessa verkefnis var að þróa einfalda aðferð til að mæla þessi lyf í plasma, með aðaláherslu á að finna heppilega aðferð fyrir pregabalín, þar sem fáar mæliaðferðir fyrir það hafa verið birtar. Farin var sú leið að útbúa flúrljómandi afleiður af l y f j u n u m o g m æ l a þ a u s í ð a n m e ð háþrýstivökvagreiningu (HPLC) með flúrljómunarnema. Afleiðuefnin ortho-fþaldíaldehýð og dansýl klóríð (Dns- Cl) voru prófuð og kom Dns-Cl vel út, er þetta í fyrsta sinn svo vitað sé sem slík afleiða er útbúin af pregabalíni. Aðferð til mælinga á pregabalíni með Dns-Cl afleiðumyndun var gilduð samkvæmt viðurkenndum stöðlum ICH og síðan notuð til að mæla plasma- og blóðsýni sem borist höfðu Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði með beiðni um slíka mælingu. Niðurstöður þeirra mælinga komu heim og saman við gögn sem birt hafa verið um blóðþéttni pregabalíns, bæði við eðlilega skammta og misnotkun. 25

26 Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún vann á Sjúkrahúsapóteki Landspítala við Hringbraut sumrin Hún starfar nú í Skráningardeild á þróunarsviði hjá Actavis. Ragnheiður er í sambúð með Kjartani Hákonarsyni, lyfjafræðingi og tónlistarmanni. Kjartan Hákonarson útskrifaðist af náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík vorið Meðan á lyfjafræðinámi stóð hlaut hann starfsþjálfun í Skipholtsapóteki. Kjartan starfar í lyfjaupplýsingadeild hjá Actavis og er jafnframt tónlistarmaður. Hann er í sambúð með Ragnheiði Kristínu Sigurðardóttur, lyfjafræðingi. Mísellur sem myndast af sjálfsdáðum úr nýstárlegum bjálkasamfjölliðum sem nanó-flutningskerfi fyrir lyf: undirbúningur, eiginleikar og in vitro prófanir. Leiðbeinendur: Þórdís Kristmundsdóttir, Yuji Makino sensei og Takurou Kurita sensei Stöðug leit er að nýjum burðarkerfum fyrir lyf með það fyrir augum að hámarka læknisfræðileg áhrif þeirra og minnka aukaverkanir. Síðustu misseri hafa tvíleysnar fjölliður (e. amphiphilic polymers) af nanóstærð verið rannsakaðar ítarlega sem burðarkerfi. Mísellur úr bjálkasamfjölliðum (e. block copolymers) hafa marga kosti sem burðarkerfi fyrir lyfjaefni. Mikilvægur eiginleiki þeirra er að auka leysni lyfjaefna í vatnslausnum en takmörkuð leysni í vatni er gríðarstórt vandamál í lyfjaþróun. Vandamálið er svo stórt, að mörg lyfjafyrirtæki hafna mjög torleystum efnasamböndum snemma í skimunarferlum þeirra óháð því hversu lyfvirk efnin kunna að vera. Sýnt hefur verið fram á að mísellur úr fjölliðum geta aukið vatnsleysni torleystra lyfjaefna. Aðferðir við framleiðslu mísellna eru auðveldar og endurtakanlegar á stórum skala samanborið við önnur burðarkerfi. Vegna nanóstærðar þeirra komast þær hjá því að vera skildar út um nýru ásamt því að auka gegndræpi háræða. Markmið verkefnisins var að rannsaka áhrif nýrrar bjálka-samfjölliðu, Boc-(Leu-Leu-Ala-Lac) 5 -Leu-Phe-O -PEG OH sem einnig er kölluð DP7, á leysanleika torleystra lyfjaefna með myndun mísellna með það fyrir augum að auka aðgengi efnanna. Önnur markmið voru að rannsaka eiginleika mísellnanna sem og að athuga hvort fitusýrur, eins og sterínsýra, gætu bætt eiginleika þeirra. Niðurstöður rannsókna sýna að DP7 þyrpast saman af sjálfsdáðum (e. self-aggregate) og mynda nanómísellur. Nanómísellurnar juku stórlega leysni fenófíbrats í vatnslausnum en fenófíbrat er mjög torleysanlegt í vatni. Sterínsýra jók getu mísellnanna til að innlima fenófíbrat en hún leiddi ekki til hægrar losunar þess úr kerfunum skv. in vitro rannsóknum. Með frekari rannsóknum verður hægt að skýra virkni mísellna úr DP7 in vivo og ákvarða hvort þær geti komið að notum við markvissa lyfjagjöf til ákveðinna staða í líkamanum (e. drug targeting). Kerfi sýklódextrína og fituefna úr þorskalýsi áhrif fjölliða, frostþurrkun, töflusláttur og geymsluþolspróf Leiðbeinendur: Þorsteinn Loftsson, Fífa Konráðsdóttir og Þormóður Geirsson Þorskalýsi er ríkt af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum á formi þríglýseríða. Í mestu magni eru dokósahexaenóínsýra (DHA) og eikósapentaenóínsýra (EPA). Þær eru mjög líffræðilega virkar en líkaminn getur ekki nýmyndað þær og því þurfa þær að koma úr fæðu manna. Ótal rannsóknir benda til heilsubætandi áhrifa aukinnar neyslu fitusýranna, m.a. í tengslum við hjarta- og æðasjúkdóma, bólgusjúkdóma og geðsjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt fram á að langar, fjölómettaðar fitusýrur á fríu formi hafi örveruhemjandi áhrif og því bendir margt til að hægt sé að nota fríar fitusýrur úr þorskalýsi í þeim tilgangi. Sýklódextrín eru hringlaga fásykrur sem hafa þann eiginleika að mynda vatnsleysanlegar fléttur með torleysanlegum lyfjaefnum. Notkun þeirra felur gjarnan í sér að auka vatnsleysanleika, stöðugleika og aðgengi lyfja. Rannsóknarhópur í Frakklandi greindi fyrir skömmu frá nýstárlegu kerfi úr sojaolíu og sýklódextrínum, þar sem sojaolían dreifist líklega í örhólf sem umlukin eru matrixu af sýklódextrínum. Við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands hafa svipuð kerfi verið rannsökuð síðustu misseri, nema að í stað sojaolíu hefur verið notast við þorskalýsi. Markmið þessa verkefnis var að rannsaka áhrif fjölliða á kerfi úr sýklódextrínum, þorskalýsi og fríum fitusýrum unnum úr þorskalýsi með tilliti til myndunar dreifu og/eða fleytu efnanna í vatni, sem og að rannsaka notkun slíkra kerfa í lyfjaform. Helstu niðurstöður voru þær að fjölliður höfðu misjöfn áhrif á kerfin. Ein þeirra stöðgaði kerfin umfram aðrar en það var natríumsalt af karboxýmetýlsellulósa. Kerfi, sem innihéldu þá fjölliðu voru alla jafna líklegri til að mynda einfasa dreift kerfi og jafnframt botnféllu þau síður. Kerfin voru frostþurrkuð og úr þurrduftinu mátti beinslá einsleitar, fallegar töflur með góða hörku og hátt innihald fituefna úr þorskalýsi, eða yfir 40%. Niðurstöðurnar gefa tilefni til frekari rannsókna á því, hvort kerfin geti nýst til að auka aðgengi efna með lélegan vatnsleysanleika. 26

27 Jón Guðmundsson lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2000, B.S. prófi í tölvunarfræði 2004 og hóf nám í lyfjafræði Með lyfjafræðináminu starfaði hann hjá Lyf og heilsu í Mjódd, sjúkrahúsapóteki Landspítalans í Fossvogi og á mælideild Actavis. Hann starfar nú í gæðatryggingadeild Actavis. Efnasmíði og greining á N,N,N-trímetýl-6-karboxýkítósanafleiðum Leiðbeinendur: Már Másson og Vivek Sambhaij Gaware Markmið verkefnisins var í fyrsta lagi að mynda ljósvirkt N,N,N-trímetýl-6-porfýrínamíð kítósan og ester afleiður af N,N,N-trímetýl-6-karboxýkítósan (TMKOK) með þriggja skrefa efnasmíði. Í öðru lagi að kanna leysni kítósansalta, N,N,N-trímetýlkítósans (TMK) og TMKOK í lífrænum leysum. Í þriðja lagi að búa til TMK úr kítósan upphafsefnum með mismunandi mólþyngd og hlutfall N-asetýl sethópa og kanna hlutfall N sethópa afleiðanna. Kítósan var þrímetýlerað með metýljoðíði í DMF:H2O [50:50] leysi. TEMPO hvati var notaður til að oxa sérhæft C-6 hýdroxýlhóp TMKOK. Þriðja skrefið var annars vegar hvarf amínótetrafenýlporfýríns við TMKOK með EDAC og hins vegar sýruhvötuð ester myndun á TMKOK. Niðurstöður efnasmíðatilrauna sem framkvæmdar voru í verkefninu benda til þess að aðferðin geti nýst til að mynda ljósvirkar kítósanafleiður. NMR sýndu fram á að aðferðin gagnast til að smíða N,N,N-trímetýl-6- etýlesterkítósan og N,N,N-trímetýl-6-fenýlamíðkítósan og unnt var að greina byggingu afleiðanna. TMK og TMKOK höfðu sambærilega eða betri leysni en kítósansöltin í vatni og TMKOK hafði auk þess leysni í metanóli. Trímetýl aðferðin reyndist gagnleg til að trímetýlera mismunandi kítósan og fékkst hlutfall trímetýl hópa frá 36% til 64%. Guðríður Steingrímsdóttir útskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Hún starfaði á námstímanum hjá Actavis, Lyf og heilsu Kringlunni 3.hæð og Sjúkrahúsapótekinu á LSH í Fossvogi. Nú starfar hún í Sjúkrahúsapótekinu á LSH í Fossvogi. Samverkandi áhrif Aurora kínasa hindra, valdra náttúruefna og krabbameinslyfja á brjóstafrumulínur með og án stökkbreytinga í BRCA2 Leiðbeinendur: Jórunn Erla Eyfjörð & Elín Soffía Ólafsdóttir Aurora kínasar gegna mikilvægum hlutverkum á mismunandi stöðum í frumuhringnum. Oftjáning á 27 Aurora kínösum ýtir undir gena óstöðugleika sem síðan getur átt þátt í nýmyndun á æxlum. Mögnun á Aurora A geni í brjóstaæxlum hefur greinst í auknum mæli hjá BRCA2 arfberum. Rannsóknir á Aurora kínasa hindrum lofa góðu sem væntanleg krabbameinslyf. Aurora kínasa hindrinn ZM var notaður í þessu verkefni. Notaðar voru þrjár frumulínur með BRCA2 999del5 stökkbreytingu og ein án BRCA2 stökkbreytingar í öllum tilraununum. Annars vegar var verið að skoða hvort að frumur meðhöndlaðar með Aurora kínasa hindranum ZM fari í stýrðan frumudauða í skammtaháðum mæli með flæðifrumusjá og hins vegar hvort að Aurora kínasa hindrinn ZM hafi samverkandi áhrif með náttúruefnunum kúrkúmíni, úsnínsýru og prótólichesterínsýru eða krabbameinslyfjunum vínorelbín og paklítaxel. Samverkandi áhrif voru metin með crystal violet litun. Niðurstöður sýna fram á að frumulínurnar fari í stýrðan frumudauða vegna áhrifa Aurora kínasa hindra í skammtaháðu samhengi og tölfræðilega marktækur munur er á stýrðum frumudauða hjá frumum sem eru með BRCA2 stökkbreytingu en ekki hjá frumulínunni án BRCA2 stökkbreytingar. Niðurstöður samverkandi áhrifa urðu í raun aðeins forprófanir á aðferðum og úrvinnslu við gerð samvirkniprófanna og eru niðurstöður ekki tölfræðilega marktækar. Elínborg Kristjánsdóttir útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið Með lyfjafræðináminu starfaði hún hjá Lyfju í Spönginni og Smáratorgi, þar af tvö sumur og vann einnig eitt sumar í apóteki Landspítalans í Fossvogi. Elínborg hóf störf hjá Lyfju Smáratorgi eftir útskrift en flutti í haust búferlum til Hollands þar sem hún vinnur hjá CBG- Medicines Evaluation Board (CBG-MEB) í Haag. Einangrun efna úr brennihvelju (Cyanea capillata (L.)) og áhrif þeirra á krabbameinsfrumur in vitro. Leiðbeinendur: Sesselja S. Ómarsdóttir, Helga M. Ögmundsdóttir og Jörundur Svavarsson Inngangur: Brennihvelja, Cyanea capillata, er marglytta af flokki holdýra (Cnidaria). Hún finnst víða um heim og mið- og síðsumars má finna hana við strendur Íslands, allt frá Vestfjörðum að Austurlandi. Efni úr brennihvelju hafa ekki verið áður rannsökuð hér á landi en erlendis hafa prótein verið einangruð úr stingfrumum hennar. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Í fyrsta lagi að einangra og byggingarákvarða efni úr brennihvelju og í öðru lagi að kanna virkni útdrátta á krabbameinsfrumur in vitro. Efniviður og aðferðir: Unnir voru bæði fituleysanlegir og vatnsleysanlegir útdrættir úr brennihvelju. Fituleysanlegir útdrættir fengust eftir úrhlutun með

28 díklórómetan/metanól (1:1) og voru þeir síðan hreinsaðir frekar með súluskiljun og innihaldsefni greind með kjarnsegulgreiningu (NMR). Vatnsleysanlegir útdrættir voru hreinsaðir með gelsíun og próteinstyrkur ákvarðaður með Bradford aðferð og tilvist sykra í sýninu með fenól-brennusteinssýruprófi. Niðurstöður: Ekki náðist að fullhreinsa efni úr fituleysanlegum útdráttum en niðurstöður kjarnsegulgreiningar gefa til kynna að um kólesteról líka Escher verkefnið byggingu sé að ræða. Niðurstöður Bradford próteinmælingar gáfu til kynna að engin prótein væri að finna í vatnsleysanlegum útdráttum og því var gert fenólbrennisteinssýrupróf til þess að kanna hvort um sykrur væri að ræða. Sykruprófið reyndist jákvætt. Útdrættir voru prófaðir á krabbameinsfrumulínunum MCF-7 og PANC-1 en niðurstöður gáfu til kynna að þeir hefðu ekki frumudrepandi áhrif nema í háum styrkjum. Arna Hrund Arnardóttir og Guðrún Stefánsdóttir læra af þessu og fræðsla. Verkefnið er fjármagnað af TI- Pharma og að verkefninu koma Háskólinn í Utrecht, University Medical Center Utrecht, Háskólinn í Groningen, University Medical Center Groningen, Erasmus Medical Center Rotterdam auk aðila úr lyfjaiðnaðinum. Viðvaranir vegna aukaverkana HIV-lyfja; áhrif á skráningarferla. Escher verkefnið er rannsóknarverkefni á vegum Top Institute Pharma (TI Pharma) í Hollandi. Tveir íslenskir lyfjafræðingar stunda doktorsnám sitt innan verkefnisins við tvo hollenska háskóla. Arna Hrund Arnardóttir starfar við háskólasjúkrahúsið í Groningen og Guðrún Stefánsdóttir starfar við Julius Center á háskólasjúkrahúsinu í Utrecht. Stuttur úrdráttur úr verkefnum þeirra fylgir. Aðalmarkmiðið með verkefninu er að auðvelda þróun á nýjum lyfjum með því að koma auga á, meta og fjarlægja flöskuhálsa í lyfjaskráningu svo virk og örugg lyf komist til sjúklinga á sem skemmstum tíma. Lyfjaiðnaðurinn býr við miklar reglugerðir. Þrátt fyrir augljósa kosti eftirlits með þessum iðnaði hefur verið bent á að of mikið reglugerðarfargan geti hindrað þróun nýrra lyfja. Helsta markmiðið með eftirliti með markaðsleyfum lyfja er að tryggja örugg og virk lyf, en slíkt eftirlit hefur einnig í för með sér hærri kostnað við lyfjaþróun; reglugerðir er varða endurgreiðslu lyfja og aðgang að markaði eru lykillinn að því að halda niðri kostnaði en geta einnig skapað miklar hindranir í þróun nýrra lyfja bæði fyrir fjárfesta og iðnaðinn. Ýmsar rannsóknir (Rawlins Nat Drug Discovery 2004, FDA Critical Path, EMEA Roadmap, EU Innovative Medicines Initiative, WHO Priority Medicines) hafa bent til þess að ekki sé lengur hægt að viðhalda núverandi stöðu í lyfjaþróun, bæði út frá hagfræðilegu sjónarmiði og hvað varðar skort á meðferðarúrræðum og aðgang að lyfjum. Á sama tíma er skortur á virkni (25%) og öryggi (12%) stór þáttur í að þróun nýs lyfs stöðvast. Escher verkefninu er skipt upp í 3 vinnuhópa: (1) Lyfjaskráningarumhverfið og þróun nýrra lyfja, (2) Nýjar aðferðir til að prófa og fylgjast með öryggi og virkni nýrra lyfja og (3) Stjórnun upplýsinga, hvað má Arna H Arnardottir 1, Flora M. Haaijer-Ruskamp 1, Sabine MJ Straus 2, Pieter A de Graeff 1,2, Peter G.M. Mol1,2 1 Department of Clinical Pharmacology, University Medical Center Groningen, University of Groningen, The Netherlands, 2 Dutch Medicines Evaluation Board (CBG-MEB), Den Haag, The Netherlands Rannsóknir fyrir skráningu og markaðsetningu lyfja hafa takmörk fyrir hversu vel þær geta greint aukaverkanaprófíl nýs lyfs. Vegna þessa koma upp tilvik þar sem skráningaryfirvöld þurfa að koma á framfæri viðvörunum um aukaverkanir, sem greinast eftir að markaðsleyfi hefur verið veitt, til heilbrigðisstarfsmanna með Direct Healthcare Professional Communications (DHPC) frá markaðsleyfishöfum. Helmingur allra HIV lyfja sem hafa fengið miðlægt markaðsleyfi í Evrópu á árunum 1996 til 2008 hafa verið efni DHPC bréfa síðastliðin 10 ár. Það er ekki ljóst hversu vel þessar aukaverkanir gætu hafa sést áður en markaðsleyfi var veitt né hvernig þessari þekkingu var beitt í skráningarferlum nýrra HIV lyfja af sama flokki. Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif alvarlegra aukaverkana sem komu í ljós eftir markaðssetningu á skráningarferla líkra HIV lyfja sem var veitt markaðsleyfi seinna, með áherslu á ítarleika öryggismats lyfjanna. Við skilgreindum miðlægt skráð HIV lyf sem var viðfangsefni DHPC í Hollandi á árunum frá 1999 til 2008 sem rannsóknarlyf. Hvert rannsóknarlyf var parað saman við viðmiðunar HIV lyf af sama ATC-4 flokki. DHPC bréfin og opinberar skýrslur Lyfjastofnunar Evrópu um skráningarferlið (European Public Assessment Reports, EPAR) voru skoðuð með tilliti til einkenna og tíðni aukaverkananna. Ítarleiki var metinn 28

29 eftir fjölda einstaklinga sem fengu a.m.k. einn skammt af lyfinu og ef fjallað væri um einkenni aukaverkunarinnar eða aðrar vísbendingar um aukaverkunina í forklínískum-, lyfjahvarfa- og klínískum prófunum og í skuldbindingum til rannsókna eftir markaðssetningu. Við bárum kennsl á sex rannsóknarlyf með eitt til sex samanburðarlyf hvert. Samtals voru rannsóknarlyfin og samanburðarlyfin tólf talsins. Þrjár aukaverkananna voru milliverkanir við önnur lyfjaefni og hinar þrjár voru blæðing innan hauskúpu, vöðvataugahrörnun og alvarleg húðútbrot eða lifrarskemmdir. Átta lyf voru skráð með sérstökum skráningarferlum með undanþágum (exceptional circumstances, EC og conditional approval, CA). Öll samanburðarlyf nema eitt nálguðust möguleikann á aukaverkuninni í EPAR, hvert á sinn hátt. Milliverkanirnar voru skoðaðar í forklínískum prófunum og með viðvörunum í lyfjatexta eða með milliverkanaprófunum í fólki. Fyrir tvær hinna aukaverkananna voru skuldbindingar til rannsókna eftir markaðssetningu, en blæðing í heilahvolfi fékk ekki þá umfjöllun í EPAR sem vænst var. Fjöldi einstaklinga sem fékk a.m.k. einn skammt af lyfinu var fullnægjandi samkvæmt ICH/EMEA leiðarvísum fyrir fjögur rannsóknarlyf og sjö samanburðarlyf og fjöldi sjúklinga á langtímameðferð var fullnægjandi til mats á aukaverkunum (samkvæmt ICH/EMEA leiðarvísum) fyrir eitt rannsóknarlyf og þrjú samanburðarlyf. Upplýsingar um sjúklinga í langtímameðferð var ekki til staðar í EPAR fyrir hin átta lyfin, en fimm þeirra fengu markaðsleyfi með EC eða CA skráningu. Óvæntar alvarlegar aukaverkanir lyfja eru almennt teknar upp í skráningarferlum nýrra lyfja af sama flokki, með mismunandi aðferðum sem eru háðar eðli aukaverkunarinnar. Það hversu litlar upplýsingar eru til staðar um fjölda sjúklinga á langtímameðferð má skýra að einhverju leiti með því að lyfin er skráð með sérstökum skráningarferlum með undanþágum. Skammtar og skammtabreytingar yfir ákveðið tímabil í klínískum rannsóknum á Cox-2 hemlum G Stefansdottir 1,2, ML De Bruin 1,2,3, MJ Knol 1,2, DE Grobbee 1, HGM Leufkens 2,3 1. Julius Center for Health Sciences and Primary Care, University Medical Center Utrecht, Utrecht, the Netherlands 2. Division of Pharmacoepidemiology and Pharmacotherapy, Utrecht Institute for Pharmaceutical Sciences, Utrecht, the Netherlands 3. Medicines Evaluation Board, the Hague, the Netherlands Skammtastærðir í klínískum rannsóknum á lyfjum eru mjög mikilvægar, bæði hvað varðar skammt af því lyfi sem er til rannsóknar og samanburðarlyfi. Háir skammtar af lyfi sýna fram á betri virkni en á sama tíma er meiri hætta á aukaverkunum. Séu skammtar af samanburðarlyfi mjög háir mun rannsóknarlyfið líta betur út hvað varðar aukaverkanir. Þetta getur haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru varðandi lyfið svo sem varðandi markaðsleyfi. Sem dæmi um þetta ákváðum við að skoða klínískar rannsóknir á rofecoxíb og celecoxíb þar sem þessi lyf eru borin saman við naproxen, íbúprófen og/eða díklófenak. Þessi lyf eru gott dæmi til rannsóknar þar sem ferillinn eftir markaðssetningu hefurverið gjörólíkur en rofecoxíb var dregið af heimsmarkaði árið 2004, einungis 5 árum 29 eftir að það var fyrst markaðssett en celecoxíb hefur haldið sínu markaðsleyfi. Við leituðum að klínískum rannsóknum þar sem rofecoxíb og celecoxíb voru borin saman við samanburðarlyfin naproxen, íbúprófen og díklófenak meðal fullorðinna einstaklinga í Cochrane Central Register of Controlled Trials, Clinicaltrials.gov og Pubmed frá árinu 1995 til Auk þess leituðum við í Cochrane Library að Cochrane reviews til að ganga úr skugga um að við hefðum fundið allar klínískar rannsóknir frá þessu tímabili. Rannsóknir sem skoðuðu gjöf staks skammts eftir uppskurð til að meta verkjastillingu (mælt sem tíminn þar til sjúklingur biður um nýjan skammt) voru ekki teknar inn í rannsóknina okkar. Upplýsingar um skammta í rannsóknunum voru umreiknaðar í daglega skammta (samkvæmt skilgreiningu World Health Organization á skilgreinindum dagskömmtum) til að auðvelda samanburð á lyfjunum. Meðalskammtar af rofecoxíb og celecoxíb voru bornir saman við skammta af samanburðarlyfjunum með óháðu t-prófi. Til að skoða breytingar á skömmtum yfir tíma notuðum við línulega aðfallsgreiningu. Þar sem upphafsár nokkurra rannsókna vantaði og ekki var hægt að fá þær upplýsingar með því að hafa samband við tengilið rannsóknar eða aðra höfunda greinar notuðum við innsetningu með einfaldri aðfallsgreiningu til að þurfa ekki að útiloka þessar rannsóknir. Við fundum 81 klíníska rannsókn sem passaði við leitarskilyrðin okkar, þar sem gerðir voru 104 samanburðir á milli rofecoxíb og celecoxíb og samanburðarlyfjanna. Naproxen var algengasta samanburðarlyfið og þar næst díklófenak. Munurinn á meðal dagskammti var hærri í klínískum rannsóknum sem báru saman celecoxíb og naproxen eða íbuprófen heldur en þegar rófecoxíb var borið saman við þessi lyf. Skammtar af celecoxíb og rófecoxíb voru lægri en skammtar samanburðarlyfjanna. Þessu var öfugt farið í klínískum rannsóknum þar sem díklófenak var samanburðarlyfið. Í klínískum rannsóknum á celecoxíb lækkuðu dagskammtar af bæði celecoxíbí og samanburðarlyfjum yfir rannsóknartímabilið. Í klínískum rannsóknum á rófecoxíb sýndu dagskammtar samanburðarlyfjanna tilhneigingu til að lækka yfir rannsóknartímabilið en rófecoxíb skammtar hækkuðu á sama tíma. Þetta getur hafa orðið til þess að áhættan af lyfjunum tveimur var ekki metin á sama hátt. Við mat á áhættu voru einnig notaðar rannsóknir þar sem rofecoxíb og celecoxíb voru borin saman við lyfleysu en það var slík rannsókn (APPROVe) sem leiddi til þess að rófecoxíb var tekið af markaði. Í kjölfarið á því var ákveðið að skoða hvort áhættan samfara celecoxíb notkun væri sambærileg við áhættuna við notkun rofecoxíbs. Þá hefur það skipt máli að celecoxíb var almennt gefið í lægri skömmtum en rofecoxíb í klínískum rannsóknum og að skammtur samanburðarlyfs var einnig hærri, svo minni líkur eru á að sjá aukaverkanir. Það er mikilvægt að yfirvöld gefi út leiðbeiningar varðandi viðeigandi skammta í klínískum rannsóknum innan hvers lyfjahóps eins og framast er unnt svo upplýsingar verði sambærilegar og mat á virkni og öryggi verði auðveldara.

30 Jónsmessa í Lyfjafræðisafninu Á Jónsmessu var haldin hátíð í Lyfjafræðisafninu, til að minnast þeirra þriggja sem voru frumkvöðlarnir að stofnun safnsins, einkum þó Sverris Magnússonar, sem hefði orðið 100 ára á þessari Jónsmessu, ef hann hefði náð að lifa svo lengi. Vel var mætt og glatt á hjalla. Kristín Einarsdóttir formaður safnstjórnar hélt ræðu, til minningar um Sverri, og fer ræða hennar hér á eftir: Sverrir Magnússon, - minning Gleðilega sumarhátíð góðir félagar. Jónsmessan er tími fagnaðar yfir björtum nóttum og ilmandi gróðri. En við viljum hér einnig minnast Sverris Magnússonar lyfjafræðings sem fæddist á Jónsmessunni fyrir 100 árum. En hvers vegna minnast hans hér og nú? Vegna þess, að hefði hans ekki notið við, þá ættu lyfjafræðingar ekki þetta hús og safn í Nesi. Ég ætla í nokkrum orðum að stikla á því helsta úr æfi Sverris en bendi á veggspjöld þar sem fram kemur ýtarlegur ferill hans, fyrir utan upplýsingar í Lyfjafræðingatalinu. Sverrir var læknissonur, fæddur á Hofsósi, næst elstur sjö systkina, missti föður sinn aðeins 14 ára gamall en tókst að ganga menntaveginn og ljúka prófi í lyfjafræði. Sverrir var virkur í félögum lyfjafræðinga til dauðadags í júní 1990 eða í 58 ár og var t.d. hvatamaður að stofnun Lyfjafræðingafélagsins Hann var m.a. yfirlyfjafræðingur í Reykjavíkur Apóteki eftir kandídatspróf í lyfjafræði í Danmörku og apótekari í Hafnarfjarðar Apóteki eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum. Þar hafði hann lokið doktorsprófi og var hann annar af fyrstu tveimur íslensku lyfjafræðingunum sem hafa lokið doktorsprófi í lyfjafræði. Hann var kennari og prófdómari við Lyfjafræðingaskóla Íslands og síðan Lyfjafræðideild Háskólans eftir að hún var stofnuð. Fyrstu nemendur Lyfjafræðingaskólans við stofnun 1940 voru tveir, annar lést á námsárunum en hinn lauk prófi og er hér með okkur í kvöld en það er Erling Edwald. Sverrir var í stjórn innkaupafélags apótekara Pharmaco hf. og skipulagði ásamt öðrum lyfjaverksmiðju þess og síðan Delta hf. sem nú heitir Actavis. Var hann í stjórn þessara félaga, enda var sérmenntun hans í Bandaríkjunum á sviði lyfjaefnafræði og lyfjaframleiðslu. Auk þessa var hann stofnandi og í stjórn fyrirtækja sem framleiddu snyrti- og efnavörur. Hann var í stjórn og/eða formaður Lyfjafræðingafélagsins (LFÍ), Apótekarafélagsins og Apótekarafélags Reykjavíkur og oftar lengur en eitt kjörtímabil. Hann sat í stjórn Lífeyrissjóðs apótekara og lyfjafræðinga þar til hann var lagður niður. Sverrir var skipaður í ótal nefndir bæði af hálfu hins opinbera og lyfjafræðinga, m.a. nefnd til þess að undirbúa stofnun Lyfjatæknaskóla Íslands. Sverrir var gerður að heiðursfélaga í Apótekarafélaginu og í Lyfjafræðingafélaginu og var veitt Fálkaorðan fyrir framlag til menningarmála. Í Hafnarfirði var hann forseti Rotaryklúbbsins og síðar Umdæmisstjóri Rotary International á Íslandi. Hann var hvatamaður og í stjórn Styrktarfélags aldraðra í Hafnarfirði frá júní 1983 á 75 ára afmæli bæjarins, afhentu Sverrir og Ingibjörg kona hans, sem líka var lyfjafræðingur, Hafnarfjarðarbæ húseignina Strandgötu 34, ásamt bóka- og listasafni (um 200 verk). En allan starfstíma hans sem apótekari var hann sífellt að breyta eða byggja við apótekið og um tíma rak hann stóra verslun við hlið apóteksins sem hann kallaði Hafnarborg. Í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ varð til Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar sem var vígð 21. maí 1988 og fer þar fram blómlegt listalíf í dag. Minningarsjóður um þau hjón var stofnaður 1. júní 1993 til þess að styrkja hafnfirska listamenn. Þetta er orðin löng upptalning, en nauðsynleg til þess að skynja hversu víða áhrif Sverris lágu. En hvernig maður var hann. Þrátt fyrir öll þessi félagsstörf þá var hann að mörgu leiti hlédrægur og fáskiptinn í daglegri umgengni en stóð fast á sínu. Í viðtali við hann 1988 þegar Hafnarborg var vígð var hann spurður hvers vegna hann hefði gefið Hafnarfjarðarbæ þessar eignir og svaraði hann m.a.. Ég býst við að m.a. eigi það sér rætur í myndlistaráhuga mínum, bókhneigð okkar beggja og áhuga á söfnun og varðveislu muna og minja, enda uppalin á þeim tímum er ekki tíðkaðist að kasta verðmætum á glæ. Á langri æfi höfum við eignast eina og eina bók, eina og eina mynd. Áður en varir er kominn vísir að safni. Smám saman verða þessi verðmæti hluti af lífi manns og tilveru og maður sér þau ógjarnan tvístrast eða jafnvel verða uppboðum að bráð. Sama á við um hús. Sambandið við hús þróast eins og hver önnur farsæl sambúð. Því lengur sem hún varir því nánari verður hún og einn góðan veðurdag segir maður við sjálfan sig: þetta hús er ekki til sölu, það er réttast að allt fylgist að, húsið, myndirnar, bækurnar og kannski eitthvað fleira. En svarið við því hverjir eigi að njóta þessarar söfnunar? sagði hann: Einfaldlega afkomendur þeirrar kynslóðar, sem hjálpaði okkur að skapa þessi verðmæti, íbúar bæjarins þar sem við unnum meginhluta lífsstarfs okkar. 30

31 Sverrir var tvígiftur, seinni kona hans var Ingibjörg Sigurjónsdóttir lyfjafræðingur en hún og Ingibjörg (Stella) Böðvarsdóttir voru vinkonur og urðu innlyksa saman í Kaupmannahöfn á stríðsárunum eftir að hafa lokið kandídatsprófi þar. Stella Böðvars. hafði ódrepandi áhuga á sögu lyfjafræðinnar á Íslandi og er það vinátta þeirra sem líklega varð til þess að auka áhuga Sverris á sögunni. Þegar hann bylti Hafnarfjarðar Apóteki eftir að hann tók við því, þá setti hann í geymslur ýmsa hluti frá upphafi apóteksins og nýtur Lyfjafræðisafnið nú góðs af því. Þegar fyrst var kosin minjanefnd 1978 af hálfu Lyfjafræðingafélagsins (LFÍ) og Apótekarafélagsins þá voru þau Stella og Sverrir sjálfkjörnir fulltrúar Apótekarafélagsins. Á þessum árum voru gerðar róttækar breytingar á innréttingum apóteka í kjölfar strangari reglna um góða framleiðsluhætti. Þá var ljóst að til þess að varðveita gamla muni þurfti geymslur. Þetta leiddi til þess að Lyfjafræðisafnið var formlega stofnað 1985 til þess að unnt væri að safna munum og geyma þá. Á þessum árum var fjárhagur Lyfjafræðingafélagsins ekki góður en þó réðst safnstjórn í það verkefni að kaupa fjós og hlöðu í Nesi í því skyni að byggja þar safnhús. Á þessum árum hafði Þjóðminjasafnið keypt Nesstofu og var endurgerð hússins hafin og hugmyndir í gangi að byggja þar lækningaminjasafn. Stjórn Lyfjafræðisafnsins undirritaði kaupsamning að húsunum og lóð í september Verðið var 2,5 miljónir króna og skyldi greiða 500 þúsund við undirskrift, 1 miljón í desember og aðra í júní árið eftir. Engir peningar voru til en Stella Böðvarsdóttir skrifaði ávísun fyrir útborguninni og síðan var hafist handa við söfnun fjár til kaupanna. Leitað var til lyfjafræðinga og lyfjafyrirtækja í eigu lyfjafræðinga og er skemmst frá því að segja að skuldin var greidd á gjalddaga. Var það ekki síst traust á Sverri að menn lögðu fram fé til framkvæmda. En þá vantaði peninga til þess að halda áfram, og hefja uppbyggingu. Aftur reiddi Stella fram stóra fjárupphæð og framkvæmdir hófust haustið Áfram var haldið við bygginguna og útlit oft svart, en þá brást Sverrir við oftar en einu sinni og skrifaði ávísun fyrir því sem vantaði. Sverrir lifði það ekki að sjá Lyfjafræðisafnið verða að veruleika en hann var með hugann við byggingu safnsins fram á síðasta dag. Helsjúkur kallaði hann stjórn Lyfjafræðisafnsins á fund við sjúkrabeð sitt og afhenti stjórninni gjafabréf fyrir sumarbústað sínum. Skyldi hann seldur og andvirðið notað til bygginga framkvæmda. Framlag hans og Stellu auk samstillts átaks og sjálfboðavinnu á annað hundrað lyfjafræðinga varð til þess að það tókst að flytja skrifstofur félaganna í Nes og halda þar upp á 60 ára afmæli Lyfjafræðingafélagsins Byggingarframkvæmdum lauk ekki fyrr er 1994 en þá var opnuð sýning í tilefni af Norrænni Lyfjafræðingaráðstefnu í Reykjavík. Safnkosturinn var auk þess sem Stella og Sverrir lögðu til, gjafir frá flestum apótekum á landinu. Safnið var formlega opnað 1. vetrardag sama ár. Af þessari upptalningu má sjá hversu mikil áhrif Sverrir Magnússon hafði á stöðu lyfjafræðinga og ekki má gleyma að Ingibjörg kona hans átti þar einnig hlut að máli. Ég vann hjá Sverri í rúm 20 ár en kynntist honum lítið fyrr en ég fór að vinna með honum að málefnum safnsins. Þar kynntist ég nýrri hlið sem bar vott um sérstaka kímnigáfu. Eitt það síðasta sem hann sagði við mig um viku fyrir andlátið, eftir að hafa spurt um gang mála, var: mundu ég verð úti á safni eftir að ég er farinn héðan. Það er með virðingu sem við minnumst Sverris, Ingibjargar og Stellu á þessum degi og er ég viss um að þau sjá um að góður andi fylgir þessu húsi, sem er skuldlaus eign allra lyfjafræðinga. Gleðjumst í anda góðra minninga hér á þessu sumarkvöldi! Meðfylgjandi myndir sýna að viðstaddir tóku Kristínu á orðinu og glöddust í anda góðra minninga:.. Hanna María heldur stutta tölu, innblásin Jónsmessuanda. 31

32 Fjórða norræna félagslyfjafræði- og heilbrigðisþjónustu- rannsóknaráðstefnan Ingunn Björnsdóttir Höllin Soría Moría er sögusviðið í gömlu ævintýri. Soría Moría var líka sögusviðið þegar Fjórða norræna félagslyfjafræði- og heilbrigðisþjónusturannsóknaráðstefnan var haldin í Osló dagana 15. og 16. júní. Ekki dónalegt útsýnið frá Soría Moría. Þema ráðstefnunnar var að auka áhrif félagslyfjafræðirannsókna. Dagskráin var þétt og var til dæmis hópvinna um 7 mismunandi málefni. Tveir íslenskir þátttakendur voru á ráðstefnunni, Ingunn Björnsdóttir forstöðumaður Rannsóknastofnunar um lyfjamál og prófessor Anna Birna Almarsdóttir, og fluttu báðar erindi, auk þess sem Anna Birna sýndi veggspjald. Erindi Önnu Birnu var um skil á lyfjum, sem ekki nýtast sjúklingi, átaksverkefni sem framkvæmt var í apótekum landsins sumarið 2008, og veggspjaldið var um mismunandi kenningar og aðferðir við rannsóknir á lyfjastefnu. Átaksverkefninu verða gerð nokkur skil á öðrum stað í blaðinu. Ingunn hélt erindi um fýsileika þess að breyta greiðsluþátttökustefnu vegna lyfja á Íslandi í átt til verðlagningar eftir virði. Þar sem ætla má að lesendur hafi vissan áhuga á verðlagningu eftir virði og fýsileika hennar hér, fer útdráttur úr erindinu, sem Panos Kanavos og Rúna Hauksdóttir eru meðhöfundar að, hér á eftir: Markmið: Verðlagning lyfja eftir virði er í vaxandi mæli notuð í þróuðum löndum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna fýsileika þess að innleiða sænsku nálgunina á verðlagningu eftir virði á Íslandi. Gert er ráð fyrir að sjúkdómsmynstur, fólksfjöldapýramídar, menning og uppbygging heilbrigðiskerfis sé með svipuðum hætti í löndunum. Aðferðir: Reynsla fulltrúa yfirvalda lyfjagreiðslumála og fulltrúa lyfjaframleiðenda í Svíþjóð var könnuð, sem og afstaða sömu aðila til verðlagningar eftir virði. Einnig var kannað hver væru viðhorf og væntingar fulltrúa íslenskra lyfjayfirvalda og lyfjaframleiðenda sem selja lyf á Íslandi. Samtals voru tekin 8 viðtöl (rýnihópar, tveir í einu í viðtali og einstaklingsviðtöl). Hálfstaðlaður viðtalsramminn innihélt spurningar um skilgreiningu á verðlagningu eftir virði, praktísk atriði og aðra reynslu í Svíþjóð, og væntingar varðandi þessa verðlagningaraðferð og fýsileika hennar fyrir Ísland. Ritaðar heimildir um verðlagningu eftir virði (fýsileika, framkvæmd) voru einnig yfirfarnar. Niðurstöður og umræður: Fulltrúar sænskra lyfjagreiðsluyfirvalda og lyfjaiðnaðar í Svíþjóð höfðu ekki upplifað stórkostleg vandamál með sænsku nálgunina, og lýstu henni sem sanngjarnri og samvinnumiðaðri. Fulltrúar íslenskra lyfjayfirvalda voru hikandi og tortryggnir gagnvart innleiðslu þessarar stefnu, óvissir varðandi samvinnu við Svíþjóð og gagnrýnir á aðferðafræðina. Fulltrúar lyfjaiðnaðarins höfðu jákvæðara viðhorf. Sumir íslensku viðmælendanna telja þessa stefnu einkum henta fyrir dýr lyf og/eða frumlyf. Mikil breidd var í viðhorfunum, en almennt samkomulag um innleiðingu (hvort/hvernig) var talið nauðsynleg forsenda til að innleiðing gæti tekist. Íslensku þátttakendurnir: Anna Birna Almarsdóttir og Ingunn Björnsdóttir. 32

33 Í lok dagskrár seinni dagsins buðu fulltrúar Íslands á næstu ráðstefnu, sem haldin verður Þar sem ekki hefur enn tekist að finna Soría Moría höll hér á landi, voru möguleikar allt frá tjaldstæði í óbyggðum eða smáþorpi úti á landi til hótels á höfuðborgarsvæðinu kynntir. Ekki er heldur vitað hversu fjárhagslega burðug við verðum þegar að því kemur að halda þessa ráðstefnu og því vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig. Lyfjafræðingar sem jafnframt eru áhugamenn um félagslyfjafræði og/eða ráðstefnuhald eru boðnir velkomnir í undirbúningshóp. Fyrirlesari frá Noregi hyllir land sitt mitt í umfjöllun um fagleg félagslyfjafræðileg málefni. Ályktun: Nákvæmasta leiðin til að nota sænsku nálgunina væri að fá tilbúnar skýrslur / tilbúin líkön frá Svíþjóð, sem setja mætti íslenskar breytur inn í. Hið mjög óstöðuga fjármálaumhverfi sem nú er á Íslandi býður ekki upp á kjöraðstæður til að byrja að innleiða þetta kerfi. Möguleg leið núna gæti verið að nota sænskar niðurstöður á Íslandi án þess að setja inn íslenskar breytur, með það fyrir augum að innleiða aðferðina með íslenskum breytum þegar fjármálaumhverfið á Íslandi er aftur orðið sæmilega stöðugt. Ein af íslensku landkynningarmyndunum, sem notaðar voru við að bjóða til ráðstefnu á Íslandi. Vísindasjóði Lyfjafræðingafélags Íslands, sem gerði undirritaðri kleyft að fara á þessa ráðstefnu, er þakkaður fjárhagsstuðningurinn. Þakkir til Önnu Birnu Almarsdóttur fyrir yfirlestur og Jakobs Páls Jóhannssonar fyrir afnot af ljósmynd frá Íslandi Ebba Holme Hansen og Hedvig Nordeng í Óperuhússskoðunarferð, hluti hússins og fjöldi annarra ráðstefnuþátttakenda í baksýn. Þótt umgjörðin á Soría Moría hafi ekki til fulls líkst lýsingum í gamla ævintýrinu, var viðurgjörningur allur hinn besti. Að kvöldi fyrri ráðstefnudagsins var nýja, hvíta Óperuhúsið í Osló skoðað og síðan snæddur kvöldverður í nærliggjandi veitingahúsi, þar sem einnig var sungið af krafti og keppt í samkvæmisleikjum. Lyfjafræði eða landafræði: Simon Bell frá Ástralíu, sem búsettur er í Finnlandi, fjallar um félagslyfjafræði, þótt bakgrunnurinn bendi til að hann sé að fjalla um landafræði. 33

34 Fuglaskoðun Lyfjafræðingafélagið stóð fyrir fuglaskoðun miðvikudaginn 6. maí. Þrír útsendarar Tímarits um lyfjafræði voru á staðnum, pistilskrifarinn Vigfús Guðmundsson og ljósmyndararnir Sigríður Siemsen og Kári Harðarson. Hér á eftir fer stutt lýsing á skoðunarferðinni í máli og myndum: Hópurinn leggur af stað. vor og haust. Síðan var gengið niður að Bakkatjörn. Flestir farfuglar voru komnir þ.á.m. krían en spóinn þó ókominn. Innan um algenga máfa eins og hettumáfa og sílamáfa benti Arnór okkur á bjartmáfa og hringmáf (mjög sjaldgæfur). Safnast var saman í anddyri Lyfjafræðisafnsins um kvöldmatarleytið. Fuglafræðingurinn Arnór Sigfússon stýrði för. Á túninu sunnan við Nesstofu var stór hópur margæsa, en þær eru farandfarfuglar sem koma hér við.. stakur fugl á flugi... og mundar tæki og tól. 34

35 Nokkrar tegundir af öndum sáust eins og stokkönd, æðarfugl, skúfönd, toppönd, hávella og gargönd (fremur sjaldgæf). Aðrir fuglar sem sáust voru lóur, hrossagaukar, sandlóur og jaðrakan. Gengið var Arnór Sigfússon... fuglarnir fóru líka í hópum, - eins og mannfólkið. kringum Bakkatjörn með viðkomu í fjörunni en þar sást hópur af tildrum sem er algengur vetrargestur. Stöðugt bætti í vindinn og var mörgum orðið kalt og hröðuðu sér tilbaka þar sem okkar beið heitt súkkulaði. Þar var haldið áfram að spjalla um fugla nokkra stund. Þetta var skemmtileg samverustund og mætti gera að árlegum viðburði en Seltjarnarnesið er kjörinn staður til fuglaskoðunar. Vel var mætt því yfir 40 manns tóku þátt. Arnór Sigfússon á þakkir skyldar fyrir frábæra leiðsögn. Vigfús Guðmundsson. Tilraun til oddaflugs? 35

36 Dagur lyfjafræðinnar 2009 Það var þétt setinn bekkurinn í Þróttarheimilinu að kvöldi 7. nóvember, og lyfjafræðingar í hátíðaskapi, eins og vera ber á Degi lyfjafræðinnar. Formleg dagskrá hófst klukkan 17. með ávarpi formanns, Aðalheiðar Pálmadóttur. Aðalheiður lagði í sínu erindi áherslu á ímynd stéttarinnar, og bað okkur meðal annars að hugsa aðeins út í hvað við værum að gera ef við töluðum á neikvæðum nótum um kollega okkar. Hún rifjaði stuttlega upp forsögu þess að lyfjafræðingar vilja vinna í ímynd stéttarinnar. Á aðalfundum 2008 og 2009 lögðu félagsmenn áherslu á að efla almannatengsl og koma á tengslaneti innan fjölmiðla. Lyfjafræðingar höfðu sem sé vaxandi áhyggjur af því hve stéttin væri dulin og vildu að áhersla yrði lögð á að koma sjónarmiðum félagsins á framfæri á mannamáli. Aðalheiður lagði áherslu á að orðspor væri nátengt ímynd og vissulega þyrfti að efla ímyndina og koma þekkingu á framfæri. Hún minnti á að umræða um lyf væri oft neikvæð, og sýndi síðan mynd af hvernig tengsl við fjölmiðla tengjast stærra máli sem er almannatengsl sem síðan tengjast enn stærra máli sem er ímyndarstjórnun. Hún rifjaði stuttlega upp hlutverk LFÍ og minnti á hversu fjölþætt nefndastarf fer fram á vegum félagsins, sem og það að félagið hefur siðareglur, sem hún varpaði stuttlega upp á vegginn. Hún rifjaði ennfremur upp hvað könnun um ímynd stéttarinnar, sem gerð var í fyrra, hefði leitt í ljós. Eitt af lykilorðum í þeirri könnun var óspennandi. Formaðurinn vildi nú ekki mála allt svart út frá þessari óspennandi lýsingu á týpískum lyfjafræðingi, taldi að líta mætti á þetta annað hvort sem vandamál eða sem tækifæri. Nú væri lag að huga ekki bara hvað við værum talin standa fyrir, heldur líka hvað við vildum standa fyrir, - og íhuga aðeins hver það væri sem ákvæði ímynd okkar. Við ættum að huga að því hvað við, stéttin, ættum sameiginlegt, og hversu mikilvæg ásýnd væri í daglegum störfum. Við þyrftum að vinna í ímyndinni okkar innan frá, því að við sköpum hana sjálf, og almannatengslasérfræðingar geta einungis veitt okkur takmarkaða hjálp í því. Hjálp frá almannatengslasérfræðingum mun heldur ekki gagnast okkur fyrr en við vitum hver við erum, og hver við viljum vera. Samræmi þarf að vera milli þess sem við segjumst vera og þess sem almenningur fær reynslu af að við séum. Ef við lítum í eigin barm: erum við góð í samskiptum við samstarfsmenn, sjúklinga, aðra heilbrigðisstarfsmenn? Og hvernig tölum við hvert um annað? Stjórn LFÍ er að vinna að ímyndarmálum á margvíslegan hátt núna, m.a. með því að vekja athygli fjölmiðla á hverju því áhugaverðu sem gert er á vegum félagsins og huga að öllum samskiptum út á við. Viðbragðsáætlanir verða settar upp, sem og viðburðadagatal og einstök verkefni verða kortlögð. Ímyndarhópur er starfandi og er fram líða stundir verður einnig gert átak út á við, - en það er ekki hægt að gera fyrr en talsvert innra starf hefur farið fram. 36

37 Jón Snædal læknir steig næstur í pontu og talaði um samstarf lækna og lyfjafræðinga. Hann hvetur mjög til aukins samstarfs og er raunar meðal lyfjafræðinga orðinn svo þekktur fyrir það á alþjóðavettvangi að hann mun, vegna þessa áhugamáls, sitja næsta FIP þing. Enda muna FIP þátttakendur frá Basel í Sviss eftir ræðunni sem hann hélt þar, sem formaður Alþjóðasamtaka lækna. Viðstaddir voru svo hrifnir af ræðunni, að við Íslendingarnir þar bólgnuðum öll út af einskæru stolti yfir að vera samlandar Jóns. Jón lýsti samstarfi milli alþjóðasamtaka lyfjafræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga og endurskoðunarvinnu alþjóðasamtaka lækna varðandi hlutverk þessarra stétta, og lýsti því hvernig hlutverkin hefðu verið skilgreind út frá menntun og formlegum réttindum en væru nú í vaxandi mæli skilgreind út frá verkefnum og hvernig þau yrðu best leyst af hendi (árangursmælt). Hann lýsti því hvernig verkefni sem flutt væru að frumkvæði starfsfólks og vinnustaða, án þess að það orsakaði deilur, en hvernig flutningur að frumkvæði yfirvalda ylli frekar deilum og næði stundum ekki fram að ganga. Jón fjallaði lítillega um stig í samstarfi, skilgreindi fimm stig og velti aðeins upp á hvaða stigi samstarf lækna og lyfjafræðinga væri mest nú. Stigin eru: 1. afgreiðsluvinna, 2. afgreiðsla lyfjafræðings án aðkomu læknis á lyfi sem einungis lyfjafræðingur má afgreiða (þetta stig er ekki fyrir hendi hér á landi), 3. samráð við lækni (lyfjafræðingur bregst við lyfjaávísun vegna þekkingar sinnar), 4. lyfjafræðingur beðinn álits (er partur af teymi eða er fenginn til ráðgjafar), 5. mesta sjálfstæði lyfjafræðings (hluti af teymi en hefur mikið sjálfstæði innan þess til að fylgja eftir meðferð eða breyta ef við á, greina vanda og jafnvel hefja meðferð). Efsta stigið snýr oft að sjúklingum með langvinna og/eða flókna sjúkdóma og fer oft fram á sjúkrahúsum eða í tengslum við þau. Teymin hafa mikið sjálfstæði og því ekki staðlað vinnukerfi frá einu teymi til annars. Við íslenskir lyfjafræðingar getum litið í eiginn barm og velt fyrir okkur hvar meginþunginn í okkar vinnu liggi, miðað við þessa þrepaskiptingu. Jón lýsti því síðan að alþjóðasamtök lækna væru að vinna að tveimur álitum, þ.e. um lyfjaávísanir og um samskipti lyfjafræðinga og lækna, og að þessi tvö álit yrðu hugsanlega sameinuð. Jón var, þrátt fyrir bjartsýni á samstarf heilbrigðisstétta, ekki alveg laus við ugg vegna framtíðarinnar, honum fannst sú takmörkun á greiðsluþátttöku í einstökum lyfjaflokkum, sem yfirvöld byrjuðu að innleiða 1.mars, og hafa svo haldið áfram með, gefa tilefni til að hafa áhyggjur, ef haldið yrði mikið lengra inn á slíkar brautir. 37

38 Kaffihlé var haldið eftir erindi Jóns, og gátu menn þar, auk þess að gæða sér á kaffi og sætindum, skoðað veggspjaldasýningu, sem var nokkuð umfangsmikil, þrátt fyrir að lítið hefði borið á auglýsingum um að veggspjaldasýning yrði. Tveir doktorsnemar, þær Elsa Steinunn Halldórsdóttir og Sophie Jensen sýndu veggspjöld, sem þær höfðu gert í samvinnu við leiðbeinendur sína, meistaraneminn Ingibjörg Sigurðardóttir sýndi veggspjald gert í samvinnu við leiðbeinendur, og Anna Birna Almarsdóttir prófessor við Lyfjafræðideild og stjórnarformaður Rannsóknastofnunar um lyfjamál sýndi tvö veggspjöld, annað um sóun lyfja og hitt um aðferðafræði. Forsvarsmenn EuroPharm Forum sýndu einnig þrjú veggspjöld um samtökin og starfsemi þeirra, og ber þar sérstaklega að nefna skoðunarstöð (observatory) sem samtökin hafa sett upp á netinu. Lesendum er bent á að fara inn á slóðina og þaðan jafnvel inn á sem er forsíða ofannefndrar skoðunarstöðvar. 38

39 Eftir kaffihlé hélt Ingunn Björnsdóttir forstöðumaður Rannsóknastofnunar um lyfjamál tvískipt erindi. Fyrri hlutinn fjallaði um dóm Evrópudómstólsins frá í maí í vor, en sá seinni um breytingar á greiðsluþátttöku í lyfjum hér á landi, sem byrjað var á í mars, og hefur svo verið haldið áfram með fram til þessa og fyrirhugað er að halda lengra með. Dómur Evrópudómstólsins kom mörgum lyfjafræðingum nokkuð á óvart, eftir að framkvæmdastjórnin hafði í kjölfar kærumála verið að hvetja a.m.k. fjögur lönd innan Evrópu til að auka frelsi í lyfjadreifingarmálum. Keðjuvæðing hefur einnig verið að breiðast nokkuð hratt út um Evrópu, en - samkvæmt dómnum er hverju landi í sjálfsvald sett að ákveða hvort þess sé krafist að lyfjafræðingar eigi apótekin, eða hvort aðrir aðilar hafi einnig leyfi til að koma að því borði. Lyfjafræðingar höfðu líklega frekar búist við að dómstóllinn myndi, í anda frjáls flæðis vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns, dæma að frelsið ætti einnig við um þennan málaflokk um gjörvalla Evrópu, og urðu því nokkuð glaðir þegar í ljós kom að dómararnir töldu málum betur skipað þannig að hvert land ákveddi þetta fyrir sig. Dómurinn þýðir meðal annars að Þýskaland og Ítalía geta haldið því fyrirkomulagi að lyfjafræðingar eigi apótekin ef þau kjósa svo. Velta má fyrir sér hvort dómurinn hafi þýðingu hér á landi, og í fyrirlestrinum voru lítillegar vangaveltur um það, en samt miklu fremur hvatning til viðstaddra um að þeir veltu þessu sjálfir fyrir sér. Seinni hlutinn, um breytingarnar á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga, varpaði upp spurningum um að hve miklu leyti þær breytingar ættu sér norrænar fyrirmyndir og að hve miklu leyti breytingarnar gengju í átt til verðlagningar lyfja eftir virði. Þeir lesendur sem sjálfir vilja mynda sér skoðun á þessum atriðum gætu haft gagn af að skoða vefslóðina samanborið við til dæmis avslutade-genomgangar/. Fleiri vefslóðir má skoða, og er áhugasömum bent á að hafa samband við fyrirlesarann, til að fá nánari upplýsingar. Varpað var fram spurningum um hversu vel grundað nýlegt mat á árangri breytinganna væri, en um mat þetta er til dæmis fjallað á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins, á vefslóðinni

40 Síðasta fræðsluerindi kvöldsins fjallaði um Bláa Lónið, einkum húðvöru-/snyrtivöruframleiðsluna og meðferð psoriasissjúklinga, sem þar fer fram. Ása Brynjólfsdóttir rannsókna- og þróunarstjóri Lónsins rakti sögu snyrtivöruframleiðslunnar, frá því að hún var ásamt vinkonum sínum í stöðu þúsundþjalasmiðs á byrjunarstigum, til þeirrar háþróuðu framleiðslu sem nú fer fram hjá Lóninu, og útrásar snyrtivörunnar, einkum til Þýskalands. Ása nefndi að starfsmenn Lónsins hefðu skrifað vísindagreinar, einkaleyfi hefðu fengist, sem og styrkir og að rannsóknir sem nú væri unnið að væru til dæmis um áhrif Bláa Lóns psoriasismeðferðar í samanburði við hefbundna UVB ljósameðferð, um kísil/phycocyanin frumgerðir vara, um lípíð og sykrur og um nýtingu jarðgass frá Orkuverinu í Svartsengi í þörungaræktun Bláa Lónsins. Fundarstjóri, Lilja Dögg Stefánsdóttir, stjórnaði dagskrá af röggsemi og sýndi svo í lokin á sér óvænta hlið.. nánar að því hér á eftir. Lyfjafræðideild veitti verðlaun, þeim sem skarað höfðu fram úr í námi á fyrsta ári, upp úr BS-námi og upp úr MS-námi. Verðlaunin hlutu Ingólfur Birgisson, sem nú er á öðru ári, Ásdís Hjálmsdóttir, sem nú hefur hafið MSnám og einnig er liðtæk íþróttakona, og Páll Þór Ingvarsson, sem er þegar kominn í framhaldsnám til Kaupmannahafnar, og gat því ekki tekið á móti verðlaununum sjálfur. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi, en Páll á einmitt bróður sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hans hönd. Þórdís Kristmundsdóttir, deildarforseti Lyfjafræðideildar færði verðlaunahöfunum gjafir frá deildinni og Aðalheiður formaður Lyfjafræðingafélagsins færði þeim blómvendi frá félaginu. 40

41 Formlegri dagskrá lauk með því að hinn þrautreyndi söngvari og skemmtikraftur Ragnar Bjarnason skemmti viðstöddum með söng og léttum sögum. Einnig dró hann nokkra kvenkyns lyfjafræðinga upp á svið til að syngja með sér dúett eða einhvers konar bakraddir. Lyfjafræðingarnir sem þannig komust í sviðsljósið voru þær Guðlaug Ingvarsdóttir, sem fékk æfingu í að syngja dúett með kappanum, og Þórdís Rafnsdóttir, Lilja Dögg Stefánsdóttir og Ása Brynjólfsdóttir sem sungu tweed, tweed.., eins og háþjálfaðar bakraddasöngkonur, við mikinn fögnuð áheyrenda. Einn karlkyns lyfjafræðingur fékk að láta söngrödd sína (h)ljóma, þótt ekki kæmist hann í sviðsljósið, en það var Skúli Skúlason, sem allt í einu fékk hljóðnemann nánast upp í andlitið, - og þá var lítið annað að gera en hefja upp raust. Ragnar er greinilega síungur og ferskur, og þegar þetta er skrifað herma nýjustu fregnir af honum að hann sé að endurinnrétta Officeraklúbbinn milli þess sem hann æfir söngdagskrá sína þar (Morgunblaðið 18. nóv. baksíða). Að fræðslu- og skemmtidagskrá lokinni var boðið upp á mat og drykk, hlaðborð mikið með ýmsum mat, og stóð kokkur við endann og skar kjúklingabringur og svínasteik samkvæmt óskum hvers og eins, - og veigar eins og menn gátu í sig látið. Lyfjafræðingar eru greinilega siðmenntuð stétt, voru hófsamir í mat og drykk, og var mikið farið að fækka í salnum þegar pistilskrifari yfirgaf samkvæmið um klukkan 10 um kvöldið. Ingunn Björnsdóttir 41

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

September Vellíðan án lyfja. Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir

September Vellíðan án lyfja. Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir September 2010 Vellíðan án lyfja Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir September 2010 Vellíðan án lyfja: Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS)

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Algengi og dreifing notkunar geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja

Algengi og dreifing notkunar geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja FRÆÐIGREINAR / ALGENGI GEÐLYFJANOTKUNAR Algengi og dreifing notkunar geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja Tómas Helgason 1 Kristinn Tómasson 2 Tómas Zoëga 3 1 Miðleiti 4, 13 Reykjavík, 2 rannsókna- og heilbrigðisdeild

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Lyfjagát. =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c

Lyfjagát.   =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c Lyfjagát http://www.ema.europa.eu/ema/index.jsp?curl =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_000345.jsp&mid =WC0b01ac058058f32c Regulation 726/2004/EC með breytingum (1/3) Nýtt miðlægt leyfi

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Meðferð við tóbaksfíkn Meðferðarvenjur heilsugæslulækna á Íslandi

Meðferð við tóbaksfíkn Meðferðarvenjur heilsugæslulækna á Íslandi Meðferð við tóbaksfíkn Meðferðarvenjur heilsugæslulækna á Íslandi Ágrip Ásgeir R. Helgason 1, Pétur Heimisson 2, Karl E. Lund 3 1 Samhällsmedicine, Stokkhólmi, 2 Heilbrigðisstofnun Austurlands, 3 Statens

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf.

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. Mánudagur, 22. janúar 2018 Ákvörðun nr. 4/2018 Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi dags. 12. október sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Icepharma hf.

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu.

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu. Þjálfararáðstefna NSCAA (National Soccer Coaches Association of America) 13.-17.janúar 2010 Undirritaður sótti árlega þjálfararáðstefnu Bandaríska þjálfarasambandsins dagana 13.-17. Janúar 2010. Með í

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir

Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir Skýrsla nefndar um notkun geðdeyfðarlyfja Tómas Helgason, Halldóra Ólafsdóttir, Eggert Sigfússon, Einar Magnússon, Sigurður Thorlacius, Jón Sæmundur Sigurjónsson

More information

Að fá og skilja upplýsingar

Að fá og skilja upplýsingar Heilbrigðisdeild Lokaverkefni til B.Sc. gráðu í Hjúkrunarfræði 2009 Að fá og skilja upplýsingar Reynsla sjúklinga af þátttöku í undirbúningi og eftirmeðferð skurðaðgerðar Axel Wilhelm Einarsson Jóhanna

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi Lýsandi rannsókn

Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi Lýsandi rannsókn Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi 2002-2004 Lýsandi rannsókn Helga Hansdóttir 1 læknir, Pétur G. Guðmannsson 2 læknir Ágrip Markmið: Að lýsa lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi á árunum 2002-2004.

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni,

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni, Ása Fríða Kjartansdóttir, asaogvilli@internet.is Heilsuefling og forvarnir á litlum og meðalstórum vinnustöðum Heilsueflingu er hægt að stunda nær alls staðar og er vinnustaðurinn kjörinn vettvangur til

More information

STROK Á GEÐDEILDUM LANDSPÍTALANS: TÍÐNI OG AÐDRAGANDI

STROK Á GEÐDEILDUM LANDSPÍTALANS: TÍÐNI OG AÐDRAGANDI Jón Snorrason, Landspítala Hjalti Einarsson, Landspítala Guðmundur Sævar Sævarsson, Landspítala Jón Friðrik Sigurðsson, Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Landspítala STROK Á GEÐDEILDUM LANDSPÍTALANS:

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða Stefánsdóttir Lokaverkefni til cand.psych-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna MS ritgerð Mannauðstjórnun Ólíkar launakröfur kynjanna Áhrif ógnandi staðalímynda á launakröfur kvenna Egill Fivelstad Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2014 Ólíkar launakröfur kynjanna

More information

SOS! Hjálp fyrir foreldra:

SOS! Hjálp fyrir foreldra: SOS! Hjálp fyrir foreldra: Samantekt á niðurstöðum TOPI A og TOPI B árin 2007-2011 og heildaryfirlit fyrir árin 1998-2011. Hanna Björg Egilsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

More information

CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum

CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum Notkun og útbreiðsla CAD/CAM á Íslandi Alexander Mateev Lokaverkefni til BS gráðu Leiðbeinandi: Peter Holbrook CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum; notkun og útbreiðsla

More information

Þróun á meðferð og kostnaði góðkynja stækkunar hvekks á Íslandi

Þróun á meðferð og kostnaði góðkynja stækkunar hvekks á Íslandi FRÆÐIGREINAR / GÓÐKYNJA STÆKKUN HVEKKS Þróun á meðferð og kostnaði góðkynja stækkunar hvekks á Íslandi Ágrip Sigmar Jack 1, Guðmundur Geirsson 2 Inngangur: Á síðasta ártaugi hefur brottnámsaðgerðum á hvekk

More information

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 September 2018 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna:

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið?

Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið? Svimi á bráðamóttökunni vantar okkur klíníska nefið? Árni Egill Örnólfsson 1 læknir, Einar Hjaltested 2 læknir, Ólöf Birna Margrétardóttir 3 læknir, Hannes Petersen 4,5 læknir ÁGRIP Tillgangur: Markmið

More information

Aðgerðir til að sporna við misnotkun

Aðgerðir til að sporna við misnotkun Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn Maí 2018 1 Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn. Maí 2018 Útgefandi: Velferðarráðuneytið Skógarhlíð

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Gísli Kristófersson 1 geðhjúkrunarfræðingur, Ársæll Arnarsson 2 faraldsfræðingur, Guðmundur Heimisson 3 próffræðingur, Dagbjörg

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi

Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi Tannsmiðir sem heilbrigðisstarfsmenn Ingunn Karen Pierson Sigurðardóttir Lokaverkefni til BS gráðu Leiðbeinandi: Sigríður Rósa Víðisdóttir Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

B.Sc. í viðskiptafræði

B.Sc. í viðskiptafræði Er hægt að spá fyrir um viðhorf til Evrópusambandsins út frá menningarvíddum Hofstede? Ingvar Linnet B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2011 Ingvar Linnet Leiðbeinandi: Kt. 171287-2789 Aðalsteinn Leifsson Formáli

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að.

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að. Lauf félag flogaveikra I 1. tölublað I 27. árgangur I 2017 Halldóra Alexandersdóttir Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Viðhorf til starfsánægju

Viðhorf til starfsánægju Viðskiptadeild Viðskipta- og raunvísindasvið B.Sc ritgerð LOK2106 Vorönn 2015 Viðhorf til starfsánægju Rannsóknarskýrsla um starfsánægju hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands Nemandi: Emil Sigurjónsson Leiðbeinandi:

More information