FRÉTTATILKYNNING. Vegna málefna veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri

Size: px
Start display at page:

Download "FRÉTTATILKYNNING. Vegna málefna veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri"

Transcription

1 FRÉTTATILKYNNING Vegna málefna veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri Umbjóðandi minn, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins (Rúv) um málefni veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri. Þann 30. ágúst sl. var greint frá því í beinni útsendingu í kvöldfréttum Rúv að grunur léki á því að umbj. minn stundaði mansal, samkvæmt heimildum frá starfsmönnum stéttarfélagsins Einingar-Iðju á Akureyri. Greint var frá því að kínverskir starfsmenn staðarins, sem hafi fengið loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi gegn því að greiða háa fjárhæð fyrir, fengju greiddar 30 þ. krónur á mánuði, matarafganga að borða, og að fulltrúar stéttarfélagsins væru nú að skoða ásamt fleiri opinberum aðilum hver finni fólkið í Kína og komi því hingað til lands. Í samtali við fréttamann Rúv á Akureyri, þann 31. ágúst, að loknum fundi með umbj. mínum og Einingu-Iðju, upplýsti undirritaður lögmaður fréttamann um það að á fundinum hafi formaður stéttarfélagsins og verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits fullyrt að rangt væri að heimildir þessar væru frá þeim komnar. Í kjölfarið ítrekaði stéttarfélagið þetta í yfirlýsingu sinni, dags. 5. september. Að auki var þar greint frá því að upplýsingar sem fram komu í þeim gögnum sem kallað var eftir stæðust almenna kjarasamninga og launataxta sem giltu á veitingahúsum. Fréttatilkynningu þessari fylgir bréf frá umbj. mínum þar sem hún telur rétt að kynn sig fyrir landsmönnum vegna hinnar miklu fjölmiðlaumfjöllunar sem málið hefur fengið. Lýsir hún í eigin orðum afleiðingum fréttaumfjöllunarinnar, og nefndir m.a. að 30. ágúst hafi verið myrkur dagur í lífi hennar og fjölskyldunnar. Hafi hún verið að koma af skólasetningu Tónlistarskólans á Akureyri með 8 ára dóttur sinni, og ætlunin hafi verið að snæða kvöldverð á veitingastaðnum. Þegar þangað var komið hafi þeim mætt lið fréttamanna með myndavélar og tækjabúnað, sem hafi reynst dóttur hennar afar erfitt. Hafi dóttir hennar í kjölfarið falið sig hágrátandi inni á veitingastaðnum og haft miklar áhyggjur af því hvort móðir hennar væri að fara í fangelsi. Þessu lýsir hún í eigin orðum í meðfylgjandi bréfi, ásamt m.a. upphafi búsetu sinnar á Íslandi, stolti sínu á því að geta kallað sig íslending, ásamt fjölmörgum verkefnum sem hún hefur stýrt og komið að á einn eða annan hátt. Þau verkefni hafa mörg hver varðað samskipti íslenska ríkisins og Kína. Í samskiptum ríkjanna hafi hún margsinnis staðið við hlið háttsettra fulltrúa kínverska alþýðulýðveldisins sem og fulltrúa íslenska ríkisins, einkum forseta Íslands, m.a. í heimsóknum hans og samskiptum við kínversk stjórnvöld. Greinir hún frá því að árið 2010 hafi hún haldið blaðamannafund á 5 stjörnu hóteli í Shanghai-borg, þar sem forseti Íslands, 600 kínverskir söluaðilar og fulltrúar 20 fjölmiðla voru viðstaddir. Þessi fundur varð til þess að auka mjög sölu á íslenskum vörum í Kína, og opnaði m.a. á viðskiptasamband íslenskra vara í gegnum fyrirtækin Alibaba og AliExpress, sem margir íslendingar þekkja vel. Þá sé hún frumkvöðull í ferðaþjónustu kínverja til Íslands. Sjá nánar í meðf. bréfi. Bls. 1 af 2

2 * * * Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttamönnum að fylgja siðareglum, starfsreglum og öðrum hátternisreglum, sérstaklega þegar kemur að umfjöllun um meinta refsiverða háttsemi, en mansal varðar allt að 12 ára fangelsi. Að þessu var ekki gætt við fréttaflutnings Rúv þann 30. ágúst sl. Hefur umbj. minn því ákveðið að leita réttar síns og falið undirrituðum að undirbúa stefnu á hendur Rúv, fréttamanni og öðrum sem ábyrgð kunna að bera. Að endingu er rétt að benda á að jafn óvönduð fréttamennska sem þarna fór fram af hálfu ríkisfjölmiðils gegn umbj. mínum og virtum kínverskum matreiðslumönnum og fjölskyldum þeirra, gæti hæglega haft áhrif á milliríkjasamband Íslands og Kína, en það er von undirritaðs að svo verði ekki. Reykjavík, 25. september 2017 Jóhannes Már Sigurðarson, hdl. johannes@rettarfar.is s Fylgigögn: Bréf frá Rositu YuFan Zhang. Bls. 2 af 2

3 Bréf Ég, Rosita YuFan Zhang, vil koma eftirfarandi á framfæri til íslensku þjóðarinnar vegna fréttaumfjöllunar um mig á RÚV. Miðvikudagurinn 30. ágúst 2017 var myrkur dagur í lífi mínu og fjölskyldu minnar! Eftir að átta ára dóttir mín hafði lokið þátttöku við setningarhátíð tónlistarskólans, sem haldin var í Hofi, héldum við á veitingarstað þar sem við ætluðum að snæða kvöldverð. Þegar við komum voru fréttamenn RÚV mættir, á háannatíma um kvöldmatarleytið, með myndavélar og án þess að gera nokkuð boð á undan sér, með myndavélarnar fyrir framan gestina og tóku myndir af kínversku matreiðslumönnunum. Þá var tækjabúnaði stillt upp fyrir framan veitingastaðinn og frétt um að ég væri grunuð um mansal send út í beinni útsendingu til allra landsmanna. Dóttir mín var með mér og varð vitni af því þegar móðir hennar var króuð af af fréttamönnum, svo hún faldi sig inni á veitingastaðnum hágrátandi. Þessi framkoma og fréttaflutningur virkaði eins og hnífur sem beitt var á fjölskyldu mína. Fréttamenn RÚV eiga að leita sannleikans og hafa réttlæti að leiðarljósi í sinni vinnu, í stað þess að valda saklausu fólki skaða! Af hverju fékk ég enga tilkynningu fyrirfram og var matreiðslumönnunum sýnd virðing við þessa framkvæmd? Voru þeir spurðir hvort mætti taka myndir af þeim og sýna í sjónvarpinu? Þar sem ég fékk enga tilkynningu fyrirfram þá gafst mér ekki einu sinni tækifæri til að forða barninu frá atburðinum. Barnið mitt er átta ára! Hún skilur ekki hvað var að gerast, og enginn í fjölskyldunni skilur heldur hvers vegna þið gerðuð þetta. Ég, ásamt allri fjölskyldunni, erum gjörsamlega orðlaus! Í fjölmiðlum er fjallað um raunverulega atburði. Fréttamenn þurfa að viðhafa fagleg vinnubrögð á siðferðilegum grunni. Þessu vörpuðuð þið öllu fyrir róða, enga virðingu var að finna, né nokkur samkennd. Öll framkoma fréttamanna var með ólíkindum og farið var með ósannindi og móðgandi ummæli í fréttatímann til að auka áhorfið. Þetta er með ólíkindum! Daginn eftir að fréttin var flutt kom ekki nokkur maður á veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri!! Áhrif þessarar fréttar á orðspor veitingastaðarins, míns og annarra fyrirtækja í minni eigu, ásamt fjölskyldu minnar allrar, er mikið og særandi. Eiginmaður minn, Friðleifur Einarsson, er skipstjóri hjá Granda. Fyrirtækið hefur nýlega fest kaup á nýjum togara með fullkomnum tækjum og tölvubúnaði af nýjustu gerð. Vinnuálag á honum og áhöfn hans er mikið, en eftir frétt RÚV gat hann ekki fest svefn og við heimkomu sótti hann umsvifalaust um leyfi frá vinnu til að geta sinnt mér og börnunum. Þessi frétt hefur umturnað lífi allrar fjölskyldunnar. Dóttir okkar fékk mikið áfall, grét í sífellu og þorði ekki í skólann, fékk háan hita og kvef og spurði mig í sífellu hvort lögreglan væri að koma og setja mömmu í fangelsi! Ég vil spyrja RÚV: Hvað í ósköpunum hef ég gert rangt?

4 Þegar forseti Bandaríkjanna hefur rangt við, á hann það til að biðja allan heiminn afsökunar. En þegar fréttamaður RÚV fer með hverja kolröngu staðhæfinguna af annarri frammi fyrir alþjóð, þá er mér spurn hvaða öfl standa að baki því sem hann var að gera, eða hún réttara sagt. Er RÚV alveg sama um mig af því að ég er ættuð frá Kína eða hvað veldur því að fréttakonan geti flutt svona fréttir án þess að svo mikið sem hika, og beinlínis logið framan í landsmenn? Þó svo að áhrifamesti fjölmiðill landsins níðist á mér, þessari örsmáu persónu, gerir það kannski ekki mikið til. En landsmenn treysta því sem kemur fram á RÚV og trúa því sem sagt er af fréttamönnum RÚV. Svo þarf ég að berjast fyrir því að koma sannleikanum á framfæri svo við fjölskyldan getum farið út úr húsi meðal fólks. Mun fólk bera sama traust til RÚV eftir þennan atburð? Úr því að RÚV hefur tekið mín mál fyrir, þá vil ég kynna mig þjóðinni: Faðir minn, Zhang Zhong, var sendur af Fimleikasamtökum Kína til Íslands sem sérfræðingur á sviði fimleika. Þann 31. desember 1995 fluttist ég svo með foreldrum mínum til Íslands. Á þeim tíma bjuggu aðeins um 30 Kínverjar á Íslandi og telst ég til fyrstu kynslóðar þeirra sem hér hafa sest að. Þá var ég einstæð móðir með eins árs dóttur. Hér hóf ég nýtt líf í köldu og ókunnugu landi. Lífið var erfitt, en þar sem ég kynntist mörgum góðum íslenskum vinum og fékk stuðning alls staðar að, þá fór ég að elska Ísland. Ég nýtti ekki t.d. tækifæri til að flytja til Bandaríkjanna eða Danmerkur, heldur fór að vinna af miklu kappi hér á Íslandi því mér leið mjög vel hérna. Það var sama hvaða vinnustað ég var hjá, aldrei urðu mér á mistök né kom of seint til vinnu, og alltaf hlaut ég góð ummæli. Ég gætti þess ávallt að greiða þá skatta og gjöld sem mér bar, og á þessum 20 árum hef ég aldrei þegið nokkra hjálp frá opinberum aðilum. Svo langt gekk ég í þessu, að eftir að hafa gengist í gegn um lífshættulega aðgerð fór ég að vinna áður en ég hafði jafnað mig. Vegna þess hversu hart ég hef lagt að mér á Íslandi er uppkomin dóttir mín mjög vel á sig komin og stundar nám við háskóla. Sjálf hef ég náð miklum árangri. Árið 2003 stofnaði ég fyrirtækið Yu Fan Ferðir ehf., sem er ein elsta ferðaskrifstofa í eigu Kínverja á Íslandi. Ferðaskrifstofan hefur tekið á móti 87 fylkis- eða borgarstjórum frá Kína og miklum fjölda kínverskra ferðamannahópa. Ég hef aðstoðað, með góðum árangri, fjölmörg kínversk og íslensk fyrirtæki við að stofna til viðskiptasambanda! Ég hef komið að vinnu við samskipti nærri allra íslenskra ráðuneyta við Kína, jafnvel fylgt gestum í heimsóknir í Alþingishúsið og á Bessastaði. Árið 2008, í aðdraganda kreppunnar, fór ég sem fulltrúi Lýsis til Kína til að vinna að þeim erfiðu málum sem snúa að markaðssetningu framleiðsluvara fyrirtækisins á kínamarkað. Fimm mánuðum áður hafði ég nýlega fætt aðra dóttur og fór hún með mér. Ég hafði ekki fullnýtt 6 mánaða fæðingarorlof sem ég átti rétt á. Á þriggja ára tímabili, frá 2009 til 2011, aðstoðaði ég ekki aðeins Lýsi við að komast inn á markaðinn, heldur koma vörunni í sölu í þúsundum verslana. Árið 2010 hélt ég blaðamannafund á 5 stjörnu hóteli í Shanghai-borg, þar sem forseti Íslands, 600 kínverskir söluaðilar og fulltrúar 20 fjölmiðla voru viðstaddir. Þessi fundur varð til þess að auka mjög sölu á vörum Lýsis í Kína og fjölmargir nýir söluaðilar bættust við, þar með talin vefverslun Ali Baba ( sem einnig á Einnig stofnaði ég stofnaði Life Iceland ehf. sem flytur út sjávarafurðir til Kína.

5 Ég hef tekið þátt í ýmsum viðburðum sem tengjast viðskiptasamböndum Íslands og Kína: Árið 2005 var ég í fylgdarliði forseta Íslands sem fór til Kína í boði Hu Jintao aðalritara. Árið 2010 var ég þátttakandi í bás Íslands á Heimssýningunni í Shanghai sem fulltrúi fyrir Yu Fan Ferðir ehf og Life Iceland ehf. Árið 2014 var ég fulltrúi Life Iceland ehf í heimsókn til Kína í tilefni þess að fríverslunarsamningur hafði verið undirritaður milli Íslands og Kína. Árið 2015 fylgdi ég fulltrúum Ferðamálaráðs í kynningarferð til SA-Asíu. Árið 2016 fylgdi ég fulltrúum Ferðamálaráðs og Icelandair til fimm borga í Kína til að kynna Ísland sem ferðamannaland. Árið 2016 fór ég á vegum fyrirtækisins Yu Fan Ferðir ehf. með fulltrúum Ferðamálaráðs til Kóreu, Hong Kong og Kína í kynningarferð. Í maímánuði árið 2016 vildi ég bregðast við síauknum fjölda asískra ferðamanna til landsins og flutti með sjö ára dóttur mína til Akureyrar til að stofna veitingastað. Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig og fjölskylduna. Ekki kom mér til hugar að einungis einu ári eftir stofnun staðarins, þegar mestu erfiðleikarnir áttu að vera að baki, þá mundi RÚV gera árás á staðinn og gjöreyða honum. Svona óábyrg fréttamennska gagnvart mér og veitingastaðnum er engan vegin réttlætanleg. Ég vil benda á nokkur atriði varðandi framgöngu RÚV við þennan fréttaflutning: Kínverskur eigandi veitingastaðarins? Ég hef búið á Íslandi í 20 ár og langt er síðan ég gerðist íslenskur ríkisborgari. Eiginmaður minn er íslenskur, dóttir mín er bæði af kínversku og íslensku bergi brotin. Ég hef lengi litið á sjálfa mig sem Íslending, og kom því á óvart þegar ég var kölluð kínverskur eigandi veitingastaðar. Er þá sama hvað maður leggur sig fram, þá verður alltaf litið á mann sem útlending? Gæti þetta ekki sært þá innflytjendur sem hafa reynt að leggja hart að sér fyrir Íslands hönd? Ólöglegt vinnuafl? Hinir þrír matreiðslumenn veitingastaðarins Sjanghæ voru ráðnir gegn um kínverska ráðningarskrifstofu (Qingdao Syndicate international Economic & Techincal Cooperation Co., Ltd.) Þessi ráðningarstofa hefur séð um ráðningu yfir tíu þúsund manna út um allan heim. Ég valdi þessa þrjá menn af kostgæfni úr hópi hundruð umsækjenda. Öll formsatriði voru vandlega unnin samkvæmt gildandi reglum, svo sem gagnvart Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Eftir um eins árs vinnu við að útvega og yfirfara öll gögn fékkst samþykki fyrir ráðningu kokkanna. Þá komu þeir til Íslands til að hefja störf, og fyrir og eftir komu þeirra fór ég tvisvar í Kínverska Sendiráðið til að fá skjöl stimpluð. Sjálf fékk ég engar greiðslur, heldur lagði ég út fyrir öllum ferðakostnaði starfsmannanna til Íslands. Sýna má öll skjöl varðandi lögformlega skráningu þeirra. Þessi gögn sína fram á að ásakanir RÚV um að ég stundi mansal eru algerlega tilhæfulausar.

6 Varðandi launakjör matreiðslumannanna þriggja Það tók mig heilt ár að ráða þrjá kokka til vinnu. Eftir að hafa farið í gegn um eitt stjórnsýslustigið af öðru var þeim loks heimilt að koma til starfa. Fyrst eftir komuna til Íslands dvöldu þeir á heimili mínu, en fljótlega fluttu þeir til Akureyrar í 470 fermetra einbýlishús. Þá áttu þeir ekki bíl og þá keyrði ég þá til og frá vinnu. Til að skemmtunar fór atvinnurekandinn með þá í Bláa lónið og í hvalaskoðun. Ég, ásamt manni mínum, buðum kokkunum sjálf á fjögurra stjörnu hóteli Icelandair. Við keyptum meira að segja góðar veiðistangir handa þeim svo þeir gætu veitt fisk, og margir Akureyringar hafa séð þá standa með stangirnar við sjóinn að veiða í rólegheitum. Við heimilisfólkið ásamt börnunum höfum borðað með matreiðslumönnunum á hverjum degi. Hver máltíð er elduð sérstaklega, allir eru í sátt og samlyndi eins og ein fjölskylda. Ég lít ekki á þá sem starfsmenn heldur eru matreiðslumennirnir vinir og heimilismenn. Þeir hafa oft farið með mér í heimsókn til fjölskyldna fólks af kínverskum ættum sem býr á Íslandi. Einn starfsmannanna var nýkominn til landsins þegar hann átti afmæli. Ég keypti þá stóra afmælisköku í Reykjavík og allir starfsmenn komu í afmælisveisluna. Þar sem þeir voru ekki vanir íslenskum mat fór ég akandi til höfuðborgarinnar í þeim tilgangi einum að kaupa nýtt grænmeti og alls kyns ávexti fyrir þá. Allt þvottaefni og hlutir til daglegra nota fá þeir endurgjaldslaust og ég keypti handa þeim nýja þýska þvottavél og þurrkara. Hvað sem öðru líður þá held ég að svona atvinnurekendur séu ekki margir! Matreiðslumenn veitingastaðarins Sjanghæ hafa efasemdir um starfsemi fjölmiðlanna, því markmiðið með fréttinni var að vernda hagsmuni starfsmannanna og vinna gegn mansali, en í raun og veru varð þessi falska frétt til þess að veitingastaðurinn hefur verið lokaður síðan hún birtist. Starfsfólkið missir allt vinnuna. Var markmiðið að vernda hagsmuni þeirra, eða átti þetta að verða til þess að mennirnir, sem höfðu beðið í heilt ár og nýverið hafið störf, þyrftu að snúa aftur til Kína? Eftir eins árs vinnu við umsóknir og skjalavinnu, þá hafa vinnuveitandinn og starfsmennirnir orðið fyrir miklum skaða. Ætla fjölmiðlar að taka þann kostnað á sig? Var RÚV að gæta hagsmuna matreiðslumannanna eða að berjast gegn réttindum þeirra? Að laun kokkanna hafi verið krónur á mánuði Laun upp á krónur samsvara RMB. Undanfarið hefur orðið hröð þróun í Kína, og í borgum eins og Beijing eða Shanghai væri ekki einu sinni hægt að leigja 10 fermetra húsnæði fyrir þá upphæð. Flug milli Íslands og Kína kostar krónur. Ef launin væru kr. þyrftu starfsmennirnir að vera 4 mánuði án matar og húsnæðis til vinna fyrir farinu. Hvað varðar menntaða fimm stjörnu kokka, sem allir eiga konu og börn, þá fá þeir meira en sem svarar kr. í mánaðarlaun í Kína. Enginn heilvita maður mundi fara að vinna við veitingastaðinn Sjanghæ, ef boðið væri upp á kr. í laun, vera fjarri fjölskyldu sinni, reyna að þrauka hér kaldur og svangur og lifa á afgöngum af diskum gestanna!

7 Bæði ég og matreiðslumennirnir skiljum ekki í því hvaðan uppsprettu svona fréttar getur verið að finna. Hver getur fengið svona stóran fjölmiðil í eigu ríkisins til að fara af stað að óathuguðu máli og senda frá sér svona falska frétt? Þarf ekki einhver á RÚV að láta athuga heimildir þegar svona alvarleg frétt fer í loftið og samþykkja að hún sé send út, og hvað þá í beinni útsendingu? Hver stendur að baki þessum fréttamanni og styður við þennan gjörning? Hver hefur hag af því að veitingastaðnum Sjanghæ verði lokað? Veitingastaðurinn Sjanghæ hefur nú þegar svarað öllum fyrirspurnum Einingar Iðju, og sent öll þau gögn og mun fleiri en beðið var um, svo hægt væri að leiðrétta fréttina og svo sannleikurinn kæmi í ljós. Þegar Eining Iðja var svo búin að fara yfir gögnin sendu þeir frá sér yfirlýsingu um að allt hafi verið í lagi, en þá fer fréttakona RÚV að búa til fréttir um að það sé ekki endilega rétt sem komi fram í gögnunum! Hvað hef ég gert til að verðskulda þessa meðferð? Eiga núna allir að halda að ég sé samt að stunda mansal þó gögnin hafi verið í lagi? Ljóst er að ásakanir þær sem fram komu í RÚV voru ekki á rökum reistar. Þá er víst komið að því að sjá hvort fréttamaður RÚV komi fram fyrir Íslendinga og sýni mér:... gögn um ólöglegt vinnuafl á vegum veitingastaðarins Sjanghæ.... gögn um að laun starfsmanna hjá veitingastaðnum Sjanghæ hafi verið kr.... gögn um að matreiðslumennirnir hafi borðað afganga af veitingum gestanna.... gögn um að kínverski kvenkyns vinnuveitandinn hafi misnotað kokkana. Rosita YuFan Zhang

Bréf Ég, Rosita YuFan Zhang, vil koma eftirfarandi á framfæri til íslensku þjóðarinnar vegna fréttaumfjöllunar um mig á RÚV. Miðvikudagurinn 30.

Bréf Ég, Rosita YuFan Zhang, vil koma eftirfarandi á framfæri til íslensku þjóðarinnar vegna fréttaumfjöllunar um mig á RÚV. Miðvikudagurinn 30. Bréf Ég, Rosita YuFan Zhang, vil koma eftirfarandi á framfæri til íslensku þjóðarinnar vegna fréttaumfjöllunar um mig á RÚV. Miðvikudagurinn 30. ágúst 2017 var myrkur dagur í lífi mínu og fjölskyldu minnar!

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

S T E F N A. Málflutningsumboð fyrir stefnanda, aðild stefnda og fyrirsvar

S T E F N A. Málflutningsumboð fyrir stefnanda, aðild stefnda og fyrirsvar Nr. 1. Lagt fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. desember 2018 S T E F N A Kristinn Sigurjónsson, kt. 081054-5099 Baughúsi 46, 112 Reykjavík Gerir kunnugt: Að hann þurfi að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að.

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að. Lauf félag flogaveikra I 1. tölublað I 27. árgangur I 2017 Halldóra Alexandersdóttir Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Þriðjudagurinn 9. maí fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Iðnvéla ehf. yfir viðskiptaháttum Merkúrs ehf. I. Erindið

Þriðjudagurinn 9. maí fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Iðnvéla ehf. yfir viðskiptaháttum Merkúrs ehf. I. Erindið Þriðjudagurinn 9. maí 2000 141. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 17/2000 Kvörtun Iðnvéla ehf. yfir viðskiptaháttum Merkúrs ehf. I. Erindið Samkeppnisstofnun barst erindi, dags. 23. apríl 1999, frá Þorsteini

More information

On Stylistic Fronting

On Stylistic Fronting On Stylistic Fronting Halldór Ármann Sigurðsson Lund University This is a handout of a talk given in Tübingen 2010, 1 updated 2013, focusing on a number of empirical questions regarding Stylistic Fronting

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni.

Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni. Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni. Eigindleg rannsókn á upplifun víðerna og viðhorfum um afmörkun og stýringu meðal ólíkra útivistarhópa á miðhálendinu

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Fjölmiðlafræði 2014 Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Hvernig hefur dagskrárgerð í sjónvarpi og sjónvarpsnotkun áhorfandans breyst með tilkomu nýrrar tækni? Ester

More information

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu.

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu. Þjálfararáðstefna NSCAA (National Soccer Coaches Association of America) 13.-17.janúar 2010 Undirritaður sótti árlega þjálfararáðstefnu Bandaríska þjálfarasambandsins dagana 13.-17. Janúar 2010. Með í

More information

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson.

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson. Háskólinn á Bifröst BS ritgerð Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor 2009 Umboðsvandi Í íslensku og erlendu viðskiptalífi Tómas Örn Sigurbjörnsson Kt: 110974-5319 Háskólinn á Bifröst BS ritgerð Leiðbeinandi:

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin?

Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin? FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGASVIÐ Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin? Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Ingunn Heiða Ingimarsdóttir Leiðbeinandi: Sævar Ari Finnbogason (Haustönn 2017) Staðfesting á lokaverkefni

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað GEYMIÐ! Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað 7 skref til verndar börnum Leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum? Börn eru fengin til að taka

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda REGLURNAR GILDA FYRIR: CHESAPEAKE BAY RETRIEVER, CURLY-COATED RETRIEVER, FLAT-COATED RETRIEVER, GOLDEN RETRIEVER, LABRADOR RETRIEVER OG NOVA SCOTIA DUCK TOLLING

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi

Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi Hönnunar- og arkitektúrdeild Vöruhönnun Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi Þar sem hugvit og sköpun mætast Ritgerð til BA-prófs í Vöruhönnun Esra Þór Sólrúnarson Haustönn 2014 1 Hönnunar-

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 41. tbl 4. árg. fimmtudagur 7. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Bjarni Skúlason Margfaldur Íslandsmeistari,

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Kynferðisleg áreitni á vinnustað

Kynferðisleg áreitni á vinnustað Kynferðisleg áreitni á vinnustað Harpa Dögg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í félagsfræði Félagsvísindasvið Kynferðisleg áreitni á vinnustað Harpa Dögg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Starf flugklasans Air 66N 10. mars 19. okt 2017

Starf flugklasans Air 66N 10. mars 19. okt 2017 Starf flugklasans Air 66N 10. mars 19. okt 2017 Hér verður gerð grein fyrir því helsta í starfi flugklasans Air 66N undanfarna mánuði. Markaðssetning Flugklasinn tók á móti hópi blaðamanna frá Japan dagana

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM sifjaspell og afleiðingar þeirra Dr. Guðrún Jónsdóttir félags ráð gjafi tók bækling inn saman í samvinnu við konur

More information

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 2/2015 vegna kvörtunar um aflýsingu flugs WOW air þann 17. júní 2014

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 2/2015 vegna kvörtunar um aflýsingu flugs WOW air þann 17. júní 2014 Ákvörðun Samgöngustofu nr. 2/2015 vegna kvörtunar um aflýsingu flugs WOW air þann 17. júní 2014 I. Erindi Þann 1. júlí 2014 barst Samgöngustofu kvörtun frá A og fjölskyldu hennar (hér eftir kvartendur).

More information

Að flytja úr foreldrahúsum

Að flytja úr foreldrahúsum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2015 Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Sigrún Þ. Broddadóttir og Guðrún

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

Markaðsaðstæður á fjærmörkuðum

Markaðsaðstæður á fjærmörkuðum Markaðsaðstæður á fjærmörkuðum Indland Kína Japan Rússland Unnið fyrir Ferðamálastofu Íslands sumarið 2010 Höfundur: Svanlaug Rós Ásgeirsdóttir Um verkefnið Verkefni þetta er unnið af Svanlaugu Rós Ásgeirsdóttur,

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

2

2 Hugvísindadeild Þar sem hættan er... Vandamálið um gleymsku í heimspeki Kierkegaards og Heideggers Ritgerð til BA. prófs Jóhann Helgi Heiðdal Maí 2009 2 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Heimspekiskor Þar

More information

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild N o r ð u r b e r g / u m s a g n i r f o r e l d r a í f o r e l d r a k ö n n u n v o r 2 0 1 3 2. a ) E f s v a r i ð e r a ð b a r n i n u l í ð i m j ö g e ð a f r e k a r v e l, g e t u r þ ú n e

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 5. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Í mararskauti mjúku

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum í Kína

Upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum í Kína Upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum í Kína Upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum í Kína Bergþóra Aradóttir Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur

More information