Setning fundar. Verið velkomin á kröfuhafafund Kaupþings hf. Fundarstjóri er Viðar Lúðvíksson, hæstaréttarlögmaður.

Size: px
Start display at page:

Download "Setning fundar. Verið velkomin á kröfuhafafund Kaupþings hf. Fundarstjóri er Viðar Lúðvíksson, hæstaréttarlögmaður."

Transcription

1

2 Setning fundar Verið velkomin á kröfuhafafund Kaupþings hf. Fundarstjóri er Viðar Lúðvíksson, hæstaréttarlögmaður. Fundurinn er haldinn samkvæmt 3. mgr gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Slitastjórn Kaupþings hf. skipa: - Davíð B. Gíslason, héraðsdómslögmaður - Feldís Lilja Óskarsdóttir, héraðsdómslögmaður - Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður - Theodór S. Sigurbergsson, löggiltur endurskoðandi Kröfuhafafundur 31. maí

3 Um fundinn Tilgangur fundarins er: að kynna uppfærða kröfuskrá að kynna breytta afstöðu slitastjórnar til lýstra krafna að kynna fyrirhugaðan nauðasamning Kaupþings að fara yfir önnur almenn atriði sem varða slitameðferðina Fundarmálið er íslenska hægt er að nálgast þýðingarbúnað í anddyri Fundargerð verður rituð og birt á lokuðu vefsvæði fyrir kröfuhafa eftir fundinn. Hljóð- og myndupptaka er gerð af fundinum. Gögn sem liggja frammi á fundinum: Kröfuskrá Skrá yfir leiðréttingar á kröfuskrá Skrá yfir nýjar afstöður til krafna Glærur fundarins Kröfuhafafundur 31. maí

4 Dagskrá fundar Helstu atburðir frá síðasta fundi - Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl., slitastjórn Kynning á fyrirhuguðum nauðasamningi Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl., slitastjórn Yfirlit yfir kröfur - Davíð B. Gíslason hdl., slitastjórn Athugun á rástöfunum sem kunna að vera riftanlegar - Davíð B. Gíslason hdl., slitastjórn Fyrirhugaðar greiðslur forgangskrafna Davíð B. Gíslason hdl., slitastjórn Kröfuhafafundur 31. maí

5 Spurningar og mótmæli Fyrirspurnir Fundarmönnum gafst kostur á að koma á framfæri skriflegum fyrirspurnum til slitastjórnar fyrir fundinn. Slitastjórn mun svara spurningum eftir fremsta megni í ræðum sínum. Spurningum er varða afstöðu slitastjórnar til einstakra krafna og ágreiningsmála verður ekki svarað hér né spurningum sem berast á fundinum. Slíkum spurningum verður svarað sérstaklega eftir fundinn. Fundarmönnum gefst kostur á að tjá afstöðu sína í lok fundar. Mótmæli Kröfuhafar geta komið að mótmælum við afstöðu slitastjórnar, eins og hún liggur fyrir. Starfsmenn slitastjórnar taka á móti mótmælum á þar til merktu borði í anddyri meðan á fundinum stendur. Kröfuhafafundur 31. maí

6 Kröfuhafafundur 31. maí

7 Helstu atburðir frá síðasta fundi - Nýir aðilar skipaðir til viðbótar í slitastjórn. - Endurskipulagning á útgáfu af sértryggðum skuldabréfum (e. Covered Bond Programme) lokið. - Samkomulag milli Kaupþings og Klakka ehf. um uppgjör allra útistandandi krafna milli aðila. - Breytingar á lögum um gjaldeyrismál samþykkt á Alþingi 13. mars 2012: - Innstæður í reiðufé í erlendum gjaldeyri hjá erlendum fjármálafyrirtækjum eða hjá Seðlabanka Íslands, eins og þær stóðu þann 12. mars 2012, eru undanþegnar bannákvæði laganna. - Samkvæmt lögunum skal Seðlabanki Íslands við fyrsta tækifæri setja reglur um hvernig undantekningar frá bannákvæðinu verða veittar vegna reiðufjár í erlendum gjaldeyri sem til fellur eftir 12. mars Kaupþing sækist eftir staðfestingu á því að settar verði reglur sem leyfa að reiðufé í erlendum gjaldeyri, sem hefur orðið til af erlendum eignum eftir 12. mars 2012, verði greitt til kröfuhafa í erlendum gjaldeyri. Kröfuhafafundur 31. maí

8 Kröfuhafafundur 31. maí

9 Bakgrunnur Kaupþing er í formlegri slitameðferð samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Slitastjórn Kaupþings, sem skipuð var af Héraðsdómi Reykjavíkur, fer með vald stjórnar og hluthafafundar. Slitastjórnin sem fer með öll málefni Kaupþings, þar með talin daglegan rekstur, ber að tryggja ábyrga stýringu eigna og tryggja hagsmuni Kaupþings eins og mögulegt er. Grundvallarmarkmið slitastjórnar er að tryggja hagsmuni kröfuhafa Kaupþings og gæta jafnræðis milli þeirra. Slitameðferðin er ekki ótímabundin. Samkvæmt 103. gr. a laga um fjármálafyrirtæki getur fyrirtæki aðeins verið í slitameðferð svo lengi sem ætlunin er að ljúka nauðasamningum við kröfuhafa þess. Ef sýnt er að ekki séu forsendur til að leita nauðasamninga skal slitastjórn krefjast þess að Kaupþing verði tekið til gjaldþrotaskipta. Kröfuhafafundur 31. maí

10 Bakgrunnur frh. Að mati slitastjórnar er ljóst að núverandi verðmæti eigna Kaupþings nægja ekki til fullrar greiðslu viðurkenndra krafna á hendur Kaupþingi. Samþykktar almennar kröfur nema nú ISK 2,873 ma. Áætluð verðmæti eigna Kaupþings námu ISK 874 ma í árslok Slitum getur því lokið annað hvort með nauðasamningi eða gjaldþrotaskiptum. Slitastjórnin hefur hvatt til umræðu um valkostina og tekið við athugasemdum og tillögum kröfuhafa. Fjöldi leiða og útfærslna hefur verið skoðaður, þar á meðal að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Að loknu ítarlegu samráði við óformlega kröfuhafaráðið (ICC) og ýmsa aðra stóra kröfuhafa Kaupþings, er niðurstaðan sú að ICC og stórir kröfuhafar Kaupþings styðja eindregið að leitað verði nauðasamninga. Á grundvelli þessa hefur Kaupþing unnið, ásamt ráðgjöfum sínum, að undirbúningi nauðasamnings. Í þessari vinnu hefur náið samráð verið haft við ICC. Kröfuhafafundur 31. maí

11 Eignasafn Kaupþings á gangvirði við árslok 2011 Eignir ISK milljónir EUR milljónir % breyting % breyting Handbært fé ,0% ,5% Kröfur á lánastofnanir ,7% ,4% Útlán til viðskiptamanna ,6% ,2% Skuldabréf ,9% ,7% Hlutabréf ,1% ,3% Afleiður og ógreiddir afleiðusamningar ,7% ,3% Fjárfestingar í dótturfélögum ,9% ,7% Aðrar eignir ,9% ,9% Heildareignir á gangvirði ,1% ,8% Að frádregnum: Skuldum vegna búskrafna og þekktra skuldbindinga í forgangi (862) (26.038) -96,7% (5) (169) -96,8% Heildareignir ,5% ,0% Stór hluti af reiðufé er tilkominn vegna endurgreiðslu á lánum. Aðrar eignir í lánasöfnunum eru að jafnaði flóknari m.t.t. lána og/eða eignahlutar (debt and/or equity position). Handbært fé nam ISK 368 ma þann 25. maí Aukning frá árslokum 2011 er að stórum hluta til komin vegna afborgana á útlánum til viðskiptamanna. Núverandi mat á skattalegu tapi að teknu tilliti til frádráttar víkjandi krafna er ISK ma miðað við árslok Kröfuhafafundur 31. maí

12 Meðferð krafna við nauðasamning Nauðasamningur verður lagður fyrir kröfuhafafund. - Aðeins almennir kröfuhafar fá að kjósa um nauðasamning. - Nauðasamningur þarf eftirfarandi stuðning til að teljast samþykktur (nema lagt sé til að afskrifa hærra hlutfall krafna): - 60% af virði allra nauðasamningskrafna. - 70% af fjölda nauðasamningskrafna sem taka þátt í atkvæðagreiðslu. Dómstólar verða að staðfesta nauðasamning til þess að hann fái lögformlegt gildi. Verði nauðasamningur samþykktur af tilskildum meirihluta kröfuhafa og staðfestur af dómstólum verður meðferð krafna mismunandi eftir rétthæð þeirra. - Forgangskröfur verða greiddar að fullu og tryggingar settar fyrir greiðslu umþrættra forgangskrafna. - Veðkröfum verður fullnægt að því marki sem veð duga til greiðslu krafnanna en afgangurinn telst til almennra krafna. - Almennar kröfur verða greiddar samkvæmt efni nauðasamnings. - Íslensk lög leyfa að lágar kröfur séu greiddar að fullu sem mun leiða til fækkunar á kröfuhöfum og ætti að auðvelda stjórnun á fyrirtækinu í framtíðinni. - Fjárhæð slíkrar lágmarksgreiðslu hefur enn ekki verið ákveðin. - Búist er við að aðrir almennir kröfuhafar fái einnig greiðslu við nauðasamning. - Eftirstæðar kröfur og kröfur vegna hlutafjár falla niður án greiðslu. Hljóti nauðasamningur staðfestingu bindur samningurinn handhafa allra almennra krafna. Kröfuhafafundur 31. maí

13 Fyrirhugað skipulag samstæðu að loknum nauðasamningi Núverandi skipan Fyrirhuguð skipan eftir nauðasamning Slitastjórn Kaupthing hf Almennir kröfuhafar skv gr. Eignastýringarfélag (mögulegt) Almennir kröfuhafar skv gr. fara með stjórn Stjórn Kaupþing hf Endurskipulagðar kröfur 100% Kaupskil EHF (Ísland) 33% 87% Norvestia 100% Önnur dótturfélög 100% Kaupskil EHF (Ísland) 33% 87% Norvestia 100% Önnur dótturfélög Arion Bank hf (Ísland) Arion Bank hf (Ísland) Kaupþing verði íslenskt eignarhaldsfélag eftir nauðasamning. Endurskipulagning á almennum kröfum skv gr. gþl. Ekki er stefnt að skuldbindingu með fastri endurgreiðsluáætlun í ljósi eðli tiltækra eigna og þeim takmörkunum sem slík skuldbinding myndi hafa á framtíðarstarfsemi Kaupþings. Mögulega sérstakt eignastýringarfyrirtæki fyrir áframhaldandi eignastýringu fyrir Kaupþing. Almennir kröfuhafar skv gr. fara með stjórn. Kröfuhafafundur 31. maí

14 Stjórn félagsins eftir nauðasamning Slitastjórn lætur af störfum eftir staðfestingu nauðasamnings - Þeir kröfuhafar sem þá eiga almennar kröfur munu fara með stjórn félagsins. Ný stjórn verður skipuð. Lagt er til að stjórnin verði skipuð 7 einstaklingum eftir staðfestingu nauðasamnings. Stefnt er að ráðningu framkvæmdastjóra. Unnið er að því að finna framkvæmdastjóra og fólk til setu í stjórn, sem myndu taka við stjórn Kaupþings eftir staðfestingu nauðasamnings, samhliða því sem slitastjórn lætur af störfum og slitameðferð lýkur. - Alþjóðlegt ráðningarfyrirtæki vinnur nú að því að finna aðila með þekkingu, reynslu og bakgrunn til setu í stjórninni, bæði er leitað eftir íslenskum og erlendum aðilum. - Ferlið og val stjórnarmanna er að frumkvæði og með þátttöku ICC og fulltrúa kröfuhafa. - Þegar þeir aðilar sem tilnefndir eru til stjórnarformennsku og sem framkvæmdastjóri hafa verið fundnir munu þeir verða fengnir til ráðgjafar og til að aðstoða við að setja upp skipulag nýs fyrirtækis fram að nauðasamningi. - Formleg kosning stjórnarmanna mun eiga sér stað eftir nauðasamning. - Ný stjórn mun ráða framkvæmdastjóra. - Upplýsingar um fyrirhugaða aðila verða kynntar þegar fram líða stundir. - Möguleiki á því að setja upp sérstakt eignastýringarfyrirtæki, sem stýrt yrði af núverandi eignastýringarteymi, sem myndi sinna eignastýringu fyrir Kaupþing og mögulega aðra þegar fram líða stundir. Kröfuhafafundur 31. maí

15 Framlagning nauðasamnings Nýtt læst vefsvæði hefur verið opnað - Markmiðið er að nota það sem samskiptatæki við kröfuhafa. - Notendanafn og lykilorð hafa verið send öllum kröfuhöfum. - Kröfuhafar sem enn hafa ekki fengið sent bréf um notendanafn og lykilorð ættu að hafa samband við þjónustuaðila Kaupþings, Epiq Bankruptcy Solutions, LLC (nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni). Skjalagerð og vinna við tæknilega útfærslu er vel á veg komin. Ýmis atriði kunna að hafa áhrif á tímasetningu nauðasamnings, þar með talið: - Afstaða FME - Afstaða skattyfirvalda - Áhrif gjaldeyrishafta, reglur frá Seðlabanka Íslands enn óbirtar - Önnur atriði, svo sem skjalafrágangur o.fl. Stefnt er að því að leggja fram nauðasamning eins fljótt og auðið er á 3ja ársfjórðungi Stefnt er að því að tillaga að nauðasamningi verði kynnt með stuðningi ICC og stærri kröfuhafa. Þegar tillaga að nauðasamningi liggur fyrir verða upplýsingar varðandi samninginn og fyrirkomulag kosningar aðgengilegar fyrir almenna kröfuhafa á læsta vefsvæðinu. Kröfuhafafundur 31. maí

16 Kröfuhafafundur 31. maí

17 Yfirlit yfir kröfur Í heild var kröfum lýst fyrir lok kröfulýsingafrests 30. desember 2009 og nam heildarfjárhæð þeirra ISK ma. Samkvæmt lögum nr. 44/2009 skyldi kröfum lýst í viðeigandi gjaldmiðli og umbreytt í íslenskar krónum miðað við gengi Seðlabanka Íslands 22. apríl Slitastjórn lauk afstöðutöku til allra krafna fyrir kröfuhafafund þann 3. desember Ágreiningur ríkir í mörgum málum. Þar til allur ágreiningur hefur verið leystur er nákvæm fjárhæð krafna óljós. Þann 24. maí 2012 nam heildarfjárhæð skráðra krafna í kröfuskrá Kaupþings ISK ma. Kröfuskráin inniheldur allar kröfur sem lýst var á hendur Kaupþingi fyrir utan vanlýstar kröfur og þær kröfur sem var lýst og hafa síðar verið afturkallaðar af kröfuhöfum. Kröfuskráin inniheldur þar af leiðandi einnig kröfur sem hefur verið hafnað með endanlegum hætti. Allar fjárhæðir á næstu glærum miða við kröfuskrá slitastjórnar þann 24. maí Kröfuhafafundur 31. maí

18 Breytingar á kröfuhlið Unnið er að fullum þunga að jafna ágreining um kröfur. Þessi vinna hefur gengið vel og hefur nú þegar skilað sér í umtalsverðri lækkun á lýstri fjárhæð krafna. Að auki hefur fjárhæð krafna þar sem afstaða er endanleg hækkað með samsvarandi lækkun á fjárhæð ágreiningskrafna. - Fjárhæð endanlega samþykktra krafna nam ISK 2.590ma. þann 24. maí Þann 24. maí 2012 nam fjárhæð hafnaðra krafna í ágreining undir 109. gr gr. ISK 498ma. en þær hafa lækkað um ISK 956ma. frá síðasta kröfuhafafundi þann 14. desember Ástæður þessarar lækkunar eru afturköllun á mótmælum frá kröfuhöfum og afturköllun á kröfulýsingum. - Þ.a.l. hafa útistandandi kröfur lækkað og þann 24. maí 2012 nam fjárhæð útistandandi krafna ISK 3.457ma., þar af ISK 3.351ma. undir 113 gr. Frá upphafi árs 2011 til 24. maí 2012 hefur fjárhæð útistandandi krafna lækkað úr ISK 5.502ma. í 3.457ma., eða um ISK 2.045ma. Kröfuhafafundur 31. maí

19 Yfirlit yfir kröfur Í einhverjum tilvikum hefur slitastjórn samþykkt kröfu í öðrum forgangi en henni var lýst. Afstöðufjárhæð í töflunni hér að neðan er byggð á ákvörðun slitastjórnar og sýnir heildarfjárhæð krafna undir þeirri grein sem afstaða var tekin til þ.e. samþykkt eða hafnað. Samtals útistandandi afstöðufjárhæð sýnir afstöðufjárhæð undir hverri grein að frádregnum þeim kröfum sem hefur verið endanlega hafnað. Grein 109. gr gr gr gr gr gr. Samtals Lýstar kröfur Afstöðufjárhæð Samþykktar Þar af endanlega* Þar af í ágreiningi vegna rétthæðar** Þar af mótmælt af þriðja aðila*** Hafnað**** Endanlega Í ágreiningi Samtals útistandandi afstöðufjárhæð Að undanskildum, höfnuðum kröfum í ágreiningi sem var tví- og þrílýst Samtals útistandandi afstöðufjárhæð - að undanskildum höfnuðum kröfum í ágreiningi sem var tví- og þrílýst og kröfum sem lýst var undir 114. gr * Samþykktar kröfur sem eru í ágreiningi en var eingöngu mótmælt af kröfuhafanum sjálfum en ekki öðrum kröfuhöfum eru taldar sem endanlega samþykktar þar sem samþykkt fjárhæð verður aldrei lægri en sú sem samþykkt hefur verið af slitastjórn. ** Það getur verið ágreiningur milli slitastjórnar og einstakra kröfuhafa varðandi rétthæð kröfu. Rétthæð samþykktra krafna getur því í einhverjum tilfellum breyst úr 113. gr. í gr. í takt við lokaniðurstöðu slitastjórnar og eða dómstóla. Kröfur sem lýst var undir gr. en hafa verið flokkaðar hér sem samþykktar undir 113. gr. (aðeins mótmælt af kröfuhafanum sjálfum) nema 207 milljörðum króna. *** Kröfur sem mótmælt er af þriðja aðila. **** Kröfum sem var hafnað, hafa verið færðar undir 114. gr. eða ekki hefur verður tekin afstaða til. Með vísun í 1. mgr gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991, verður engin afstaða tekin til krafna ef telja má fullvíst að ekki geti komið til greiðslu hennar við skiptin. Allar fjárhæðir í töflunni eru í milljónum króna. Kröfuhafafundur 31. maí

20 Samtals afstöðufjárhæðir útistandandi krafna Samtals útistandandi afstöðufjárhæð miðað við 24. maí 2012 eftir tegund og lagagrein. Tegund 109. gr gr gr gr gr gr. Samtals Ábyrgðir Afleiður Annað Innlánasamningar Innstæður Laun Lánasamningar Reikningar Samningar Skaðabætur Skuldabréf Vextir Samtals Taflan hér að ofan sýnir samtals útistandandi afstöðufjárhæð undir hverri grein. Samtals útistandandi afstöðufjárhæð sýnir afstöðufjárhæð undir hverri grein að teknu tilliti til afstöðu slitastjórnar, að frádregnum þeim kröfum sem hefur verið endanlega hafnað. Enn kann að vera ágreiningur varðandi rétthæð krafna þar sem slitastjórn samþykkir í sumum tilvikum kröfur í annarri rétthæð en þeim var lýst. Þar af leiðandi getur rétthæð krafna í töflunni hér að ofan breyst á síðari stigum, t.d. í samræmi við dómsniðurstöður. Allar fjárhæðir í töflunni eru í milljónum króna. Kröfuhafafundur 31. maí

21 Samþykktar kröfur* - endanlega og í ágreining Sundurliðun endanlega samþykktra krafna eftir lagagreinum og tegund krafna. Tegund 109. gr gr gr gr gr gr. Samtals Ábyrgðir Afleiður Annað Innlánasamningar Innstæður Laun Lánasamningar Reikningar Samningar Skaðabætur Skuldabréf Vextir Samtals Sundurliðun samþykktra krafna í ágreiningi eftir lagagreinum og tegund krafna. Tegund 109. gr gr gr gr gr gr. Samtals Ábyrgðir Afleiður Annað Innlánasamningar Innstæður Laun Lánasamningar Reikningar Samningar Skaðabætur Skuldabréf Vextir Samtals * Skilgreining á samþykktum kröfum má finna á glæru 19. Allar fjárhæðir í töflunni eru í milljónum króna. Kröfuhafafundur 31. maí

22 Hafnaðar kröfur Endanlega og í ágreiningi Sundurliðun á endanlega höfnuðum kröfum eftir lagagreinum og tegund krafna. Tegund 109. gr gr gr gr gr gr. Samtals Ábyrgðir Afleiður Annað Innlánasamningar Innstæður Laun Lánasamningar Reikningar Samningar Skaðabætur Skuldabréf Vextir Samtals Sundurliðun á höfnuðum kröfum í ágreiningi eftir lagagreinum og tegund krafna. Tegund 109. gr gr gr gr gr gr. Samtals Ábyrgðir Afleiður Annað Innlánasamningar Innstæður Laun Lánasamningar Reikningar Samningar Skaðabætur Skuldabréf Vextir Samtals Allar fjárhæðir í töflunni eru í milljónum króna. Kröfuhafafundur 31. maí

23 Hafnaðar kröfur í ágreiningi að undanskildum tví- og þrílýstum kröfum Sundurliðun á höfnuðum kröfum í ágreiningi eftir lagagreinum og tegund krafna (að undanskildum tví- og þrílýstum kröfum). Tegund 109. gr gr gr gr gr gr. Samtals Ábyrgðir Afleiður Annað Innlánasamningar Innstæður Laun Lánasamningar Reikningar Samningar Skaðabætur Skuldabréf Vextir Samtals Allar fjárhæðir í töflunni eru í milljónum króna. Kröfuhafafundur 31. maí

24 Forgangskröfur Yfirlit Þann 24. maí 2012 nam fjárhæð útistandandi forgangskrafna og veðkrafna (undir gr.) ISK 229 ma., þar af voru: - samþykktar forgangskröfur undir 109. gr., 110. gr. og 112. gr. að upphæð ISK 1ma. - hafnaðar forgangskröfur og veðkröfur að upphæð ISK 228ma. - ISK 207ma. samþykktar kröfur undir 113. gr. en í ágreiningi vegna rétthæðar - ISK 21ma. hafnaðar kröfur í ágreiningi Upphæðir í milljörðum ISK Forgangskröfur (skv gr., 110. gr., og 112. gr.) Veðkröfur (skv gr.) Samtals forgangskröfur og veðkröfur Samþykktar kröfur Þar af endanlega samþykktar Þar af mótmælt af þriðja aðila Ágreiningskröfur Þar af lýst sem forgangskröfum en samþykkt undir almennum kröfum en í ágreiningi vegna rétthæðar Þar af hafnaðar kröfur í ágreiningi Heildar útistandandi kröfur (að undanskildum endanlega höfnuðum kröfum) Þar af tví - og þrílýstar kröfur í ágreiningi Heildar útistandandi forgangskröfur og veðkröfur (að undanskildum endanlega höfnuðum kröfum og tví- og þrílýstum kröfum í ágreiningi) Allar fjárhæðir í töflunni eru í milljörðum króna. Kröfuhafafundur 31. maí

25 Athugun á ráðstöfunum sem kunna að vera riftanlegar Kröfuhafafundur 31. maí

26 Athugun á rástöfunum sem kunna að vera riftanlegar Slitastjórn hefur tekið valdar ráðstafanir til skoðunar, sem kunna að vera riftanlegar samkvæmt XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Til að hægt sé að rifta ráðstöfunum samkvæmt ákvæðum gjaldþrotaskiptalaga þarf ráðstöfun að hafa átt sér stað á síðustu mánuðum fyrir 15. nóvember Að undangenginni frumathugun á viðskiptum sem kynnu að vera riftanleg, tók við frekari lagalega og fjárhagsleg greining á viðkomandi viðskiptum. Því næst var tekin ákvörðun um hvort vinna ætti frekar að viðkomandi máli og var sú ákvörðun tekin með tilliti til styrkleika hvers máls, ábata og kostnaðar við hvert mál og möguleika við endurheimt. Slitastjórn kannar aðra valkosti en málshöfðun þegar slíkt er talið fjárhagslega hagkvæmt. Almennur frestur til að höfða riftunarmál rennur út þann 30. júní Kröfuhafafundur 31. maí

27 Athugun á rástöfunum sem kunna að vera riftanlegar Eins og komið hefur fram á fyrri kröfuhafafundum ákvað slitastjórn að rifta ákvörðun stjórnar Kaupþings frá 25. september 2008 sem heimilaði forstjóra samstæðu að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána til kaupa á hlutafé í Kaupþingi. Riftunin var staðfest með dómi Hæstaréttar frá 10. maí 2012 og var stefnda gert að greiða umkrafða fjárhæð. Slitastjórn álítur að dómurinn hafi fordæmisgildi í sambærilegum málum. Samkomulag hefur náðst við aðila í 51 af 67 málum varðandi niðurfellingu persónulegra ábyrgða á lánum til hlutafjárkaupa. Slitastjórn hefur á síðustu mánuðum sent út allmargar riftunartilkynningar í tengslum við endurkaup Kaupþings á eigin skuldabréfum frá því á árinu Vinna varðandi riftunarmál heldur áfram og gæti leitt til frekari dómsmála. Kröfuhafafundur 31. maí

28 Fyrirhugaðar greiðslur forgangskrafna skv gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Kröfuhafafundur 31. maí

29 Fyrirhugaðar greiðslur forgangskrafna skv gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Heimild er skv. 6. mgr gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 til að greiða forgangskröfur, sbr gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991, sem hafa verið viðurkenndar með endanlegum hætti við slitameðferðina og eru óumþrættar. Slitastjórn undirbýr nú greiðslur krafna sem eru óumþrættar og hafa verið viðurkenndar sem forgangskröfur á grundvelli 112. gr. Stefnt er að því að greiða að fullu óumþrættar forgangskröfur á grundvelli 112. gr. Stefnt er að því að í þeim tilfellum þar sem viðurkennd forgangskrafa er að hluta til umþrætt verður sá hluti kröfunnar sem er óumþrættur greiddur. Fjárhæð sem jafngildir hæstu mögulegu viðurkenndu fjárhæð umþrættar forgangskröfu verður tryggð með viðeigandi hætti. Stefnt er að því að ljúka greiðslu forgangskrafna samhliða eða áður en nauðasamningur kemst á. Kröfuhafafundur 31. maí

30 Aðferð og gjaldmiðill greiðslna Stefnt er að því að lágar forgangskröfur verði greiddar í þeim gjaldmiðli sem þeim var upphaflega lýst í. Eftir er að ákvarða hvert viðmið lágra forgangskrafna er. Forgangskröfur sem eru hærri en framangreind viðmið verða greiddar í myntkörfu, þó ákveðin lágmarksfjárhæð af hverri forgangskröfu verði greidd í þeim gjaldmiðli sem þeim var upphaflega lýst. Slitastjórn telur að með þessari aðferð sé bæði hagsmunir Kaupþings og forgangskröfuhafa best tryggðir. - Aðferðin tryggir að yfir 99% forgangskröfuhafa fái greiðslu í einum gjaldmiðli. - Aðferðin kemur einnig í veg fyrir flókið og kostnaðarsamt ferli við að greiða yfir tiltölulega lágar fjárhæðir til einstaklinga í myntkörfu. - Að auki verður að taka tillit til þess að yfir kröfuhafar eiga tiltölulega lágar kröfur, þ.e. kröfur sem hver um sig er lægri en ISK (EUR 591 miðað við gengi 22. apríl 2009). - Aðferðin tryggir einnig jafnræði forgangskröfuhafa þar sem allir forgangskröfuhafar eiga rétt á greiðslu að ákveðinni fjárhæð í upphaflegum gjaldmiðli kröfu en í myntkörfu umfram þá fjárhæð. Myntkarfan sem slitastjórn mun greiða út í verður samansett úr þeim gjaldmiðlum sem Kaupþing á og eru lausir til útborgunar að mati slitastjórnar. Eftir er að ákvarða endanlega tilhögun. Kröfuhafafundur 31. maí

31 Nýja læsta vefsvæðið og rétthafabréf Slitastjórn hefur opnað nýtt læst vefsvæði fyrir kröfuhafa. Vefsvæðið verður notað til að koma mikilvægum upplýsingum til kröfuhafa varðandi slitameðferðina og fyrirhugaðar greiðslur forgangskrafna. Slitastjórn stefnir að því að s.k. rétthafabréf (e. Entitlements letter) fyrir forgangskröfuhafa verði aðgengileg á læsta vefsvæðinu á þriðja ársfjórðungi Til þess að forgangskröfuhafar geti fengið greiðslu forgangskröfu, þegar fram líða stundir, er mikilvægt að þeir skrái sig inn á læsta vefsvæðið og láti slitastjórn í té umbeðnar upplýsingar. Það skal tekið fram að ef umbeðnu rétthafabréfi, þegar það verður aðgengilegt, er ekki skilað með fullnægjandi upplýsingum til slitastjórnar getur það leitt til þess að forgangskröfugreiðsla verði sett á geymslureikning. Kröfuhafafundur 31. maí

32 Kröfuhafafundur 31. maí

33 Spurningar og svör Q1: There are over priority claims still objected. How will be ensured, that payment to non-objected priority claims are not delayed. A1: The intention is to pay out the undisputed part of the accepted priority claims alongside other accepted priority claims. The aim is to conclude these payments on or before composition. Further details on slide no. 27 on proposed payments of priority claims under Art. 112 of the Bankruptcy Act. Q2: The over priority claims, still objected are pending because of pending court proceedings. Why did the WuC not split those claims according to the different type of claims (interest/deposit vs. damage claims), to get the priority claims proceeded faster? A2: See answer to Q1. Q3: When will I (a previous privat investor/ customer of Kaupthing Bank) receive details of the payout of my claims of interest? A3: Please see slide no. 29 on proposed payments of priority claims under article 112 of the Bankruptcy Act. Kröfuhafafundur 31. maí

34 Spurningar og svör Q4: There is an case where Reykjavik District court asked the EFTA court for an opinion, whether the ResCom/WUC had to inform known creditors individually about the Winding-up proceedings according an EU directive, maybe not be transferred correctly into the Icelandic bankrupty act. What would be the effects, if the ruling will confirm a breech of the directive, because over former EDGE customers didn't have filed an claim correctly or in time, because all EDGe customers weren't informed through the ResCom/WuC individually, too? A4: Please refer to the homepage of the EFTA Court ( for correct questions that were referred to the EFTA Court by the District Court of Reykjavik. The Winding-up Committee cannot comment on the merit of the case before the EFTA Court ahead of the scheduled main hearing in June Irrespective of the outcome of the advisory opinion being sought, any claim lodged against Kaupthing post 30 December 2009 will need to be reviewed on a case by case basis with respect to Art. 118 of the Bankruptcy Act. Kröfuhafafundur 31. maí

35 Spurningar og svör Q5: Very soon will be four years since the declaration of suspension of payments of Kaupthing Bank. We do not know whether or not we will get paid for our Subordinated Bonds with ISIN No. XS The problem that many creditors have, who reside in different countries of the EU, is that losses of Kaupthing Bank, cannot be deducted in our tax statements. We still waiting from the winding-up Committee, a proper resolution, and until this situation happen I cannot use them as an offset income. On the other hand if we would take the decision to sell our securities to any potential interested party, for the symbolic price of 1 Euro, we cannot perform this operation because the titles are blocked, and if we pretend to unlock them, our lawyers told me that the costs is, for each operation 2000 euros, which I think is absolutely unfair, and that prevent us from having something that is rightfully ours today but worthless. This situation cannot continue like this. We need our tittles unlocked with cost cero, and also rid of the tittles in order to deduct the correspondent loses in our income tax statement. A5: All subordinated claims and existing shares are expected to be cancelled. Please see slide 12 on treatment of claims in composition. Kröfuhafafundur 31. maí

36 Fundi slitið Kröfuhafafundur 31. maí

37 Fyrirvari ÁRÍÐANDI: Eftirfarandi texti á við um þessa kynningu, framsögu f.h. Kaupþings hf. ( Kaupþing ) á upplýsingunum úr þessari kynningu og vegna fyrirspurna sem kunna að koma og svara við fyrirspurnum sem kunna að verða veitt á meðan á kynningunni stendur eða eftir kynninguna (hér eftir nefnt upplýsingar ). Með því að nálgast þessar upplýsingar samþykkir þú eftirfarandi skilmálum: Þessi kynning hefur verið útbúin sem hluti af reglubundinni upplýsingagjöf til kröfuhafa. Engin ábyrgð er tekin á því að túlkanir, staðhæfingar og fyrirætlanir sem fram koma í upplýsingunum séu óskeikular, sanngjarnar, réttar eða yfir gagnrýni hafnar og því skal ekki með neinum hætti byggja á því efni eða skoðunum sem fram koma í upplýsingunum. Upplýsingarnar hafa ekki verið yfirfarnar af óháðum aðilum og verða ekki uppfærðar. Upplýsingarnar, þ.m.t. en ekki takmarkað við yfirlýsingar um framtíðaratburði, eiga aðeins við sama dag og kynningin er gerð og er ekki ætlað að gefa vissu fyrir ákveðinni niðurstöðu í framtíðinni. Kaupþing er ekki skuldbundið til og ber ekki skylda til að dreifa, uppfæra eða breyta upplýsingunum, þ.m.t. fjárhagsupplýsingum eða yfirlýsingum um framtíðaratburði. Kaupþing mun ekki opinberlega tilkynna um breytingar sem það kann að gera á upplýsingunum sem en slíkar breytingar gætu verið tilkomnar vegna breyttra væntinga Kaupþings eða hvers konar annarra atburða, skilyrða eða aðstæðna sem yfirlýsingar um framtíðaratburði eru byggðar á, sem upp geta komið eftir dagsetningu þessarar kynningar. Allar upplýsingar er varða fjárhagsmálefni Kaupþings eru ekki endurskoðaðar og hafa ekki verið yfirfarnar af utanaðkomandi ráðgjöfum. Í tengslum við viðskiptaákvarðanir er varða Kaupþing, hvaða nafni sem nefnast og í hvaða tilgangi sem er, skal enginn byggja rétt á nokkru því sem fram kemur í þessari kynningu. Notkun á efni sem stafar frá Kaupþingi, vinnu eða merki þess er bönnuð án skriflegs leyfis nema annað sé sérstaklega tekið fram. Jafnframt er bannað að birta efni sem unnið hefur verið eða tekið saman af Kaupþingi án skriflegs samþykkis. Allar takmarkanir og fyrirvarar á ábyrgð hér að framan varðandi Kaupþing skulu jafnframt gilda í öllu um ábyrgð stjórnar og starfsfólks Kaupþings. Kröfuhafafundur 31. maí

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Frumvarp til laga. Frá fjármála- og efnahagsráðherra.

Frumvarp til laga. Frá fjármála- og efnahagsráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 710 505. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016, með síðari breytingum

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt.

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt. r ALITSGERÐ Til: Frá: Dagsetning: Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins Dr. Andra Fannari Bergþórssyni 12. m aí2017 Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2014 um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 19. febrúar

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 40

More information

Nýmæli á verðbréfamarkaði Kynning á EMIR

Nýmæli á verðbréfamarkaði Kynning á EMIR Nýmæli á verðbréfamarkaði Kynning á EMIR Morgunverðarfundur Fjármálaeftirlitsins 21. ágúst 2015 Yfirlit Hvað er EMIR? Helstu kröfur Áhrif á íslenskan fjármálamarkað Staða innleiðingar European Market Infrastructure

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Stefna RIM um gagnaleynd

Stefna RIM um gagnaleynd Stefna RIM um gagnaleynd Research In Motion Limited, dótturfyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki ( RIM ) skuldbinda sig til að viðhalda langtímastefnu um gagnaleynd og öryggi persónuupplýsinga þinna, þ.e.

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Tengdir aðilar á markaði

Tengdir aðilar á markaði BS ritgerð í viðskiptafræði Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er þá varðar Kateryna Hlynsdóttir Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er

More information

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014 Miðvikudagur, 3. desember 2014 Ákvörðun nr. 35/2014 Ósk leigubílastöðvarinnar Hreyfils um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubifreiðar sem aka undir

More information

Lánssamningur. Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi. Íslands. umboðsmanna breska fjármálaráðuneytisins

Lánssamningur. Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi. Íslands. umboðsmanna breska fjármálaráðuneytisins Ópinber útgáfa lánssamnings með áorðnum breytingum. Lánssamningur milli Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi og Íslands og umboðsmanna breska fjármálaráðuneytisins dagsettur 5. júní 2009

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur Margrét Vala Kristjánsdóttir lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2. tbl. 5. árg. 2009 Fræðigreinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Odda v/sturlugötu 101

More information

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr. Leiðbeinandi tilmæli Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum nr. 2/2007 Gefið út skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

More information

SKÝRSLA FYRIR KRÖFUHAFA KAUPÞINGS BANKA HF. 5. FEBRÚAR 2009

SKÝRSLA FYRIR KRÖFUHAFA KAUPÞINGS BANKA HF. 5. FEBRÚAR 2009 SKÝRSLA FYRIR KRÖFUHAFA KAUPÞINGS BANKA HF. 5. FEBRÚAR 2009 UPPFÆRÐ Í JÚLÍ 2009 Fyrirvari Þessi kynning (ásamt breytingum og viðbótum við hana) hefur verið útbúin af skilanefnd Kaupþings banka hf. til

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland Leiðbeinandi tilmæli nr.5/2011 Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

ÚTBOÐ NR. XXXXX. Heiti útboðs

ÚTBOÐ NR. XXXXX. Heiti útboðs Höfundarréttur Ríkiskaup ÚTBOÐ NR. XXXXX Heiti útboðs mán. ár SÁ HLUTI ÞESSA TEXTA SEM MÁLAÐUR ER GULUR ER EINGÖNGU TIL LEIÐBEININGAR FYRIR VERKEFNASTJÓRA OG ÞARF AÐ SKOÐA HANN SÉRSTAKLEGA VIÐ HVERJA EINSTAKA

More information

Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok

Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok -BA ritgerð í lögfræði - Kristján Jónsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2014 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Gefin út á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 21. mars 2014 Inngangur Fjármálaeftirlitið

More information

Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf.

Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf. Miðvikudagur, 11. maí, 2011 Ákvörðun nr. 20/2011 Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi dags. 18. febrúar 2011 tilkynntu Búvellir slhf. (hér eftir

More information

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu 9 Yfirtaka síðari hluti Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu 10 Inngangur 11 1. Yfirtökutilboð 11 1.1. Skilmálar tilboðs 11 1.1.1. Almennt 11 1.1.2. Lágmarksverð 12 1.1.3. Leiðrétting

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Föstudagurinn, 19. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Hasso Íslands ehf. yfir skráningu lénsins hasso.com

Föstudagurinn, 19. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Hasso Íslands ehf. yfir skráningu lénsins hasso.com Föstudagurinn, 19. september 2003 205. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 38/2003 Kvörtun Hasso Íslands ehf. yfir skráningu lénsins hasso.com I. Málavextir og málsmeðferð 1. Með bréfi, dags. 19. mars 2003,

More information

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 2/2015 vegna kvörtunar um aflýsingu flugs WOW air þann 17. júní 2014

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 2/2015 vegna kvörtunar um aflýsingu flugs WOW air þann 17. júní 2014 Ákvörðun Samgöngustofu nr. 2/2015 vegna kvörtunar um aflýsingu flugs WOW air þann 17. júní 2014 I. Erindi Þann 1. júlí 2014 barst Samgöngustofu kvörtun frá A og fjölskyldu hennar (hér eftir kvartendur).

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Yfirlýsing varðandi heilsufar og tryggingarhæfi Trygging endurvakin

Yfirlýsing varðandi heilsufar og tryggingarhæfi Trygging endurvakin Samningsnúmer Nafn Yfirlýsing varðandi heilsufar og tryggingarhæfi Trygging endurvakin Statement of Health and Insurability Reinstatement of Cover Það geta verið fleiri en ein ástæða fyrir því að við óskum

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

SKÝRSLA FYRIR KRÖFUHAFA KAUPÞINGS BANKA HF. 5. FEBRÚAR 2009

SKÝRSLA FYRIR KRÖFUHAFA KAUPÞINGS BANKA HF. 5. FEBRÚAR 2009 SKÝRSLA FYRIR KRÖFUHAFA KAUPÞINGS BANKA HF. 5. FEBRÚAR 2009 UPPFÆRÐ Í MAÍ 2009 Fyrirvari Þessi kynning hefur verið útbúin til upplýsinga fyrir kröfuhafa Kaupþings banka hf. Henni er ætlað að gefa kröfuhöfum

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 Skýrsla umboðsmanns barna 1. janúar 2016 31. desember 2016 Útgefandi: Umboðsmaður barna Kringlunni 1, 5. h. 103 Reykjavík Heimasíða: www.barn.is Netfang: ub@barn.is 2017

More information

REGLUGERÐ KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga

REGLUGERÐ KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga REGLUGERÐ KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga Eftirfarandi hugtök er notuð í reglugerðinni og ber að leggja nngreindan skilning í þau: 1. Iðkendaskrá KSÍ: Skrá yfir félaga í aðildarfélögum

More information

1. gr. 2. gr. 3. gr. 4. gr.

1. gr. 2. gr. 3. gr. 4. gr. Parísarsamningurinn Aðilar að þessum Parísarsamningi, sem eru aðilar að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hér á eftir nefndur samningurinn, samkvæmt Durban-vettvanginum fyrir auknar

More information

Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti Reykjavík. Reykjavík, 11. febrúar 2014

Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti Reykjavík. Reykjavík, 11. febrúar 2014 Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 11. febrúar 2014 Tilv.: 1401030 Efni: Umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarp til laga um breytingu á

More information

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012 Fimmtudagur, 13. desember, 2012 Ákvörðun nr. 31/2012 Ósk leigubílastöðvarinnar Hreyfils um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubifreiðar sem aka undir

More information

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR VINSAMLEGAST LESTU ÞETTA SKJAL VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÚ SETUR UPP EÐA NOTAR HUGBÚNAÐINN. ÞESSI SAMNINGUR INNIHELDUR ÁKVÆÐI SEM TAKMARKA EÐA ÚTILOKA ÁBYRGÐ RIM GAGNVART ÞÉR

More information

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V.

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. til notkunar fyrir farnetsþjónustu á 2600 MHz tíðnisviðinu (Tíðniheimild L 2600) 7. júlí 2017 Með vísan til IV. kafla laga, nr. 81/2003, um fjarskipti, ákvæða reglugerðar,

More information

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra.

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra. 148. löggjafarþing 2017 2018. Þingskjal 1029 622. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra. I. KAFLI Markmið, orðskýringar og gildissvið.

More information

Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja

Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja Fimmtudagur, 24. nóvember 2016 Ákvörðun nr. 34/2016 Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja Samantekt Í máli þessu er

More information

Fríverslunarsamningur við Kína Upprunareglur. Jóhann Freyr Aðalsteinsson sérfræðingur á tollasviði

Fríverslunarsamningur við Kína Upprunareglur. Jóhann Freyr Aðalsteinsson sérfræðingur á tollasviði Fríverslunarsamningur við Kína Upprunareglur Jóhann Freyr Aðalsteinsson sérfræðingur á tollasviði johann.adalsteinsson@tollur.is Efnisatriði Samningurinn Almennt um upprunareglur Uppruni vöru skilyrði

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Mat á umhverfisáhrifum

Mat á umhverfisáhrifum Mat á umhverfisáhrifum Þátttaka almennings Meistaraprófsritgerð í umhverfis- og auðlindafræði Ólafur Ögmundarson VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ / SCHOOL OF ENGINEERING AND NATURAL SCIENCES HÁSKÓLI ÍSLANDS

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Úrdráttur úr kynningu Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Nanna Huld Aradóttir, Cand. Oecon, CIA

Úrdráttur úr kynningu Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Nanna Huld Aradóttir, Cand. Oecon, CIA Endurskoðunarnefndir Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum Úrdráttur úr kynningu Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Nanna Huld Aradóttir, Cand. Oecon, CIA Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

More information

Skuldbindingaskrá. Útgáfa 1.0

Skuldbindingaskrá. Útgáfa 1.0 Skuldbindingaskrá Útgáfa 1.0 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 4 2 Gögn... 5 2.1 Dagsetning... 5 2.2 Leiðrétting... 5 2.3 Kröfuhafi... 5 2.3.1 Kennitala... 6 2.3.2 Kennitala móðurfélags... 6 2.4 Mótaðili...

More information

Agi í umgjörð og starfsháttum

Agi í umgjörð og starfsháttum Greiðslu- og uppgjörskerfi Agi í umgjörð og starfsháttum Virk og traust greiðslukerfi eru forsenda öruggrar greiðslumiðlunar, en hún er ein af forsendum fjármálastöðugleika. Greiðslukerfi eru því einn

More information

Inngangur að upplýsingagjöf Hlutabréf

Inngangur að upplýsingagjöf Hlutabréf Inngangur að upplýsingagjöf Hlutabréf Þetta upplýsingarit var unnið af NASDAQ OMX Iceland hf. Ritið fjallar um lög og reglur sem gilda á verðbréfamarkaði um upplýsingagjöf útgefenda hlutabréfa. Efnið er

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Skattavaktin* Fréttabréf skatta- og lögfræðisviðs. 3. tölublað. pwc. *connectedthinking

Skattavaktin* Fréttabréf skatta- og lögfræðisviðs. 3. tölublað. pwc. *connectedthinking Skattavaktin* Fréttabréf skatta- og lögfræðisviðs 3. tölublað *connectedthinking pwc Efnisyfirlit 1. Dómar Hæstaréttar varðandi bankaleynd. 2. Ný lög samþykkt á Alþingi 3. Ný reglugerð 4. Frumvarp til

More information

Kaup Landsbankans hf. á eignarhlut í Verdis hf. (áður Arion verðbréfavarsla).

Kaup Landsbankans hf. á eignarhlut í Verdis hf. (áður Arion verðbréfavarsla). Mánudagur, 17. október, 2011 Ákvörðun nr. 34/2011 Kaup Landsbankans hf. á eignarhlut í Verdis hf. (áður Arion verðbréfavarsla). Efnisyfirlit I. Málsmeðferð... 2 II. Samruninn og aðilar hans... 4 III. Skilgreining

More information

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Samþykkt í framkvæmdastjórn HSS 18. apríl 2007 Unnið af nefnd um öryggi í upplýsingatækni skipaðri af framkvæmdastjórn HSS í febrúar 2007

More information

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I.

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I. Fimmtudagurinn 27. september 2001 170. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 28/2001 Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu I. Erindið Með erindi, dags. 2. mars 2001, óskaði

More information

Nr. Aðili Efnisatriði Athugasemd Viðbrögð Kafli

Nr. Aðili Efnisatriði Athugasemd Viðbrögð Kafli 1 Thorsil Loftgæði Bent er á að fyrirhuguð verksmiðja Thorsil sé einungis í nokkur hundruð metra fjarlægð frá verksmiðju Stakksbergs og að lóð Stakksberg við Helguvíkurhöfn liggi um 15-20 m neðar í landi

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: 1. Arion banka hf. 2. Íslandsbanka 3. Lýsingu hf. 4. Samtök fjármálafyrirtækja 5. Seðlabanka Íslands 6. Straumi

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

*Tollverð *Gjafaafsláttur. Úrskurður nr. 1/2009

*Tollverð *Gjafaafsláttur. Úrskurður nr. 1/2009 *Tollverð *Gjafaafsláttur Úrskurður nr. 1/2009 Kærður er úrskurður tollstjóra um ákvörðun tollverðs og gjafaafsláttar. Ríkistollanefnd staðfesti niðurstöðu tollstjóra um tollverð, en féllst á kröfu kæranda

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Í takt við tímann lagasetningarvald dómstóla

Í takt við tímann lagasetningarvald dómstóla lagasetningarvald dómstóla Lokaverkefni til ML prófs Svanhildur Másdóttir Leiðbeinandi: Björn Þorvaldsson Háskólinn á Bifröst Vor 2012 Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið: Í

More information

ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN

ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN Guðrún Kristinsdóttir prófessor emerita Guðrún Kristinsdóttir 2017 Birt að tilhlutan Vísindasiðanefndar Háskóla Íslands 1 Formáli Í vinnu við umsagnir

More information

Landsamtök lífeyrissjóða Bt. stjórnar og framkvæmdastjóra Guðrúnartúni Reykjavík 25. september 2016

Landsamtök lífeyrissjóða Bt. stjórnar og framkvæmdastjóra Guðrúnartúni Reykjavík 25. september 2016 Landsamtök lífeyrissjóða Bt. stjórnar og framkvæmdastjóra Guðrúnartúni 1 105 Reykjavík 25. september 2016 Efni: Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða Þann 20. september s.l. lagði efnahags- og viðskiptanefnd

More information

Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar

Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar Þann 11. janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fara skyldi yfir hugmyndir um þjóðarleikvang

More information

Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011

Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011 Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011 I. Erindi Þann 26. október 2011 sl. barst Flugmálastjórn Íslands (FMS) kvörtun frá A. Kvartandi

More information

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M.8306 Qualcomm/NXP Semiconductors)... 2

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M.8306 Qualcomm/NXP Semiconductors)... 2 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ISSN 1022-9337 Nr. 28 24. árgangur 11.5.2017 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna

More information

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Varðveisla gagna í stjórnsýslunni Kristín Benediktsdóttir, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands Útdráttur Mikið af

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Stefnumiðuð samstarfsverkefni

Stefnumiðuð samstarfsverkefni Stefnumiðuð samstarfsverkefni Andrés Pétursson og Margrét Sverrisdóttir Kynningarstarf og dreifing niðurstaðna Dreifing niðurstaðna kröfur í samningi Grein I.10.2. VALOR - Dissemination Platform Vefsvæði

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15)

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) Viðauki D Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) 5. febrúar 2007 EFNISYFIRLIT A. Athugasemdir Símans

More information

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2014 vegna kvörtunar um seinkun flugs X9 445 þann 16. ágúst 2013

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2014 vegna kvörtunar um seinkun flugs X9 445 þann 16. ágúst 2013 Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2014 vegna kvörtunar um seinkun flugs X9 445 þann 16. ágúst 2013 I. Erindi Þann 28. ágúst sl. barst Samgöngustofu kvörtun frá A. A hafði ásamt manni sínum og tveimur börnum

More information

Point-and-click -samningur CABAS

Point-and-click -samningur CABAS 2018-05-30 1 af 5 Point-and-click -samningur CABAS Bakgrunnur CAB Group AB, 556131-2223 ( CAB ), hefur þróað reiknikerfi með gagnagrunni til útreikninga á tjónaviðgerðum á fólksbílum, flutningabifreiðum,

More information

KREDITKORTASKILMÁLAR ARION BANKA HF.

KREDITKORTASKILMÁLAR ARION BANKA HF. KREDITKORTASKILMÁLAR ARION BANKA HF. 1. SKILGREININGAR OG SAMÞYKKI SKILMÁLA i. Í skilmálum þessum hafa neðangreind orð merkingu sem hér segir: Korthafi er reikningshafi eða sá sem reikningshafi heimilar

More information

Fundur var haldinn í flugvirktarráði þriðjudaginn 17. nóvember hjá Þjóðskrá Borgartúni kl til

Fundur var haldinn í flugvirktarráði þriðjudaginn 17. nóvember hjá Þjóðskrá Borgartúni kl til Fundargerð 10. fundar í flugvirktarráði Fundur var haldinn í flugvirktarráði þriðjudaginn 17. nóvember hjá Þjóðskrá Borgartúni kl. 13.30 til 15.30. Viðstaddir: Friðfinnur Skaftason (FS), Halla Sigrún Sigurðardóttir

More information

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2017

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2017 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2017 1 Skýrsla umboðsmanns barna 1. janúar 2017-31. desember 2017 Útgefandi: Umboðmaður barna Kringlunni 1, 5 h. 103 Reykjavík Heimasíða: www.barn.is Netfang: ub@barn.is 2018

More information

SKÝRSLA FRAMSÖGUMANNS í máli E-3/11. gegn

SKÝRSLA FRAMSÖGUMANNS í máli E-3/11. gegn E-3/11-18 SKÝRSLA FRAMSÖGUMANNS í máli E-3/11 Beiðni um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins, samkvæmt 34. gr. samningsins milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, frá Héraðsdómi Reykjavíkur,

More information