FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Skópólamín

Size: px
Start display at page:

Download "FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Skópólamín"

Transcription

1 FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Scopoderm 1 mg/72 klst. forðaplástur Skópólamín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Scopoderm er fáanlegt án lyfseðils. Engu að síður er nauðsynlegt að nota Scopoderm á réttan hátt til að ná sem bestum árangri. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið. - Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Í fylgiseðlinum: 1. Upplýsingar um Scopoderm og við hverju það er notað 2. Áður en byrjað er að nota Scopoderm 3. Hvernig nota á Scopoderm 4. Hugsanlegar aukaverkanir 5. Hvernig geyma á Scopoderm 6. Aðrar upplýsingar 1. UPPLÝSINGAR UM SCOPODERM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ Scopoderm er notað til að koma í veg fyrir ferðaveiki (sjó-, bíl- og flugveiki). Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð. 2. ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA SCOPODERM Ekki má nota Scopoderm - ef þú ert með ofnæmi fyrir skópólamíni eða einhverju öðru innihaldsefni Scopoderm - ef þú ert með augnsjúkdóminn gláku (þrönghornsgláku). Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Scopoderm - ef þú ert með stækkaðan blöðruhálskirtil og átt í erfiðleikum með þvaglát - ef þú ert með áunnin magaopsþrengsli eða seinkaða magatæmingu - ef þú ert með þrengsli í þörmum - ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi - ef þú ert með skerta lifrarstarfsemi - ef þú ert öldruð/aldraður - ef þú ert með eða hefur verið með flogaveiki eða flogaköst (tíðni krampakasta getur aukist) - ef þú ert með eða hefur verið með verki í augum, þokusýn eða regnbogasjón. Í slíkum tilfellum má ekki nota Scopoderm fyrr en eftir skoðun hjá augnlækni. Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur komið fram ringlun og/eða ofsjónir. Ef þetta kemur fyrir skal tafarlaust fjarlægja plásturinn og hafa samband við lækni. Aukaverkanir geta varað í allt að 24 klst. eða lengur eftir að plásturinn hefur verið fjarlægður (sjá kafla 4). Fjarlægja á plásturinn fyrir skann, því lögin í plástrinum innihalda ál. Ál getur valdið húðbruna við skann. 1

2 Sjá einnig kaflann Meðganga og brjóstagjöf. Notkun annarra lyfja Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils. Þetta á líka við um lyf sem keypt eru erlendis, náttúrulyf, fæðubótarefni sem og vítamín og steinefni í stórum skömmtum. Scopoderm eykur verkun alkóhóls og svefnlyfja. Þar að auki dregur Scopoderm úr áhrifum ákveðinna lyfja sem verka á miðtaugakerfið (adrenvirkra lyfja). Jafnframt skal gæta varúðar við samhliða notkun annarra lyfja sem hafa andkólínvirk áhrif, eins og: - lyfja við ofnæmi (andhistamín) - lyfja við þunglyndi (þríhringlaga þunglyndislyf) - lyfja við veirusýkingum (amantadín) - lyfja við hjartsláttartruflunum (kínidín) - lyfja við parkinsonsveiki Ef Scopoderm er notað með mat eða drykk Scopoderm eykur verkun alkóhóls. Meðganga og brjóstagjöf Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð. Meðganga Þú mátt einungis nota Scopoderm í samráði við lækni ef þú ert barnshafandi. Brjóstagjöf Konur sem hafa barn á brjósti mega einungis nota Scopoderm í samráði við lækni. Akstur og notkun véla Akið hvorki bíl né mótorhjóli og hjólið ekki. Notið hvorki tæki né vélar. Pakkningin er merkt með rauðum aðvörunarþríhyrningi. Það þýðir að Scopoderm getur valdið aukaverkunum, eins og t.d. sundli og þreytu, sem hafa áhrif á vinnu- og umferðaröryggi. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing. 3. HVERNIG NOTA Á SCOPODERM Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 10 ára: Einn forðaplástur er settur á 3. hvern sólarhring, 5-6 klukkustundum áður en verkunar er óskað. Börn yngri en 10 ára: Ekki má nota Scopoderm handa börnum yngri en 10 ára þar sem ekki eru fyrirliggjandi fullnægjandi upplýsingar við meðferð hjá þessum aldurshópi. 2

3 Notkunarleiðbeiningar: Forðast skal snertingu við augu þar sem það getur haft í för með sér þokusýn og ljósopsvíkkun. - Umbúðirnar eru opnaðar í öðru hvoru efra horninu. - Sexhyrnda, gegnsæja hlífðarfilman er fjarlægð (sjá mynd 1). Mynd 1 - Haldið eingöngu í jaðar plástursins. Forðist að snerta silfurlituðu límhliðina (sjá mynd 2). Mynd 2 - Settu plásturinn, þannig að húðlitaða hliðin snúi út, á hreint, þurrt og hárlaust húðsvæði bak við annað eyrað og þrýstið honum að húðinni í nokkrar sekúndur (mynd 3). Mynd 3 - Ef Scopoderm plástur, sem venjulega límist fastur á húðina, losnar skyndilega skal fjarlægja hann og setja nýjan plástur á. - Snertu ekki plásturinn meðan hann er á þér, því að það getur orðið til þess að eitthvað af virka efninu berist út undan jaðri plástursins. - Eftir að plásturinn hefur annaðhvort verið settur á eða fjarlægður, skal þvo hendur vandlega og jafnframt svæðið á bak við eyrað eftir að plásturinn hefur verið fjarlægður. Þetta er mikilvægt til að koma í veg fyrir að virkt efni sem hugsanlega hefur smitast á fingur berist í augu, þar sem það getur haft í för með sér þokusýn og ljósopsvíkkun (stundum aðeins annað augað). - Nægjanlegt er að nota einn Scopoderm plástur til að vera öruggur um verkun í allt að 3 daga. Ef ferðin er styttri, skaltu fjarlægja hann fyrr. Ef þörf er á lengri verkun skaltu fjarlægja Scopoderm plásturinn og bíða í að minnsta kosti 12 klst. áður en þú setur nýjan plástur á bak við hitt eyrað. - Ekki er hægt að nota sama forðaplásturinn tvisvar sinnum. - Sund, sturta eða hárþvottur hefur ekki áhrif á viðloðun plástursins eða verkun, svo framarlega sem þú ert ekki lengi í vatni. - Notaðir forðaplástrar eru brotnir saman um miðju (ytra byrðið snýr út) og þeim fleygt þar sem börn hvorki ná til né sjá. Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður af Scopoderm 1 mg/72 klst. Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími ). Hafið umbúðir lyfsins við höndina. Ofskömmtun getur einungis komið fyrir ef margir plástrar eru notaðir samtímis og kemur því sjaldan fyrir. Einkenni ofskömmtunar eru órói, ergelsi, pirringur eða ofskynjanir. 3

4 Mjög háir skammtar geta valdið dái og lömun öndunarvöðva. Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins. 4. HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR Eins og við á um öll lyf getur Scopoderm valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Algengasta aukaverkunin er munnþurrkur sem getur komið fyrir hjá u.þ.b. helmingi meðhöndlaðra sjúklinga. Mjög algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10 meðhöndluðum): Svefnleysi, svefnhöfgi, þreyta, munnþurrkur, ljósopsvíkkun, sjónstillingartruflanir, þokusýn, nærsýni. Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 meðhöndluðum): Erting í augnloki, hægðatregða, staðbundin húðerting á álímingarstað. Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum meðhöndluðum): Þvagteppa. Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum meðhöndluðum): Ringlun, einbeitingarörðugleikar, rugl, órói, ranghugmyndir. Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum meðhöndluðum): Aukin hætta á krömpum hjá sjúklingum með flogaveiki, bráð gláka (aukinn augnþrýstingur), sundl, ógleði, uppköst, höfuðverkur, jafnvægistruflanir (yfirleitt svo dögum skiptir eftir að hætt er að nota lyfið), heyrnarskerðing, húðútbrot. Aukaverkun af óþekktri tíðni: Sviði í húð á álímingarstað. Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Þar með er hægt að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar og bæta þannig þekkingu á aukaverkunum. Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta einnig tilkynnt aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar. Leiðbeiningar eru á heimasíðu Lyfjastofnunar (sjá Aukaverkanir ), 5. HVERNIG GEYMA Á SCOPODERM Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Ekki skal nota Scopoderm eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið. 6. AÐRAR UPPLÝSINGAR Hvað inniheldur Scopoderm 1 mg/72 klst. forðaplástur 4

5 - Virka innihaldsefnið er skópólamín. - Önnur innihaldsefni eru paraffínolía, pólýísóbútýlen og pólýísóbútýlen Útlit Scopoderm og pakkningastærð Hringlaga plástur með yfirborð sem er u.þ.b. 2,5 cm 2. Pakkningastærð: 2 plástrar. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. Markaðsleyfishafi GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S Nykær 68 DK-2605 Brøndby Danmörk Framleiðendur NovartisHealtcare A/S Edvard Thomsens vej 14, DK-2300 København S Danmörk eða Famar S.A. 48th Km of National Road Athens-Lamia 19011, Avlonas, Attiki Greece eða Famar S.A. 49th Km of National Road Athens-Lamia 19011, Avlonas, Attiki Greece Umboð á Íslandi Artasan ehf. Suðurhrauni 12a 210 Garðabæ. Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í mars

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Synarela 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn nafarelin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Synarela 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn nafarelin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Synarela 200 míkrógrömm/skammt nefúði, lausn nafarelin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toctino 30 mg mjúkt hylki. Alítretínóín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toctino 30 mg mjúkt hylki. Alítretínóín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Toctino 10 mg mjúkt hylki Toctino 30 mg mjúkt hylki Alítretínóín AÐVÖRUN GETUR VALDIÐ ÓFÆDDU BARNI ALVARLEGUM SKAÐA Konur þurfa að nota örugga getnaðarvörn

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Arcoxia 30 mg filmuhúðaðar töflur Arcoxia 60 mg filmuhúðaðar töflur Arcoxia 90 mg filmuhúðaðar töflur Arcoxia 120 mg filmuhúðaðar töflur Etorícoxíb Lesið

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Comtess 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur entacapon 200 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. balance 1,5% glúkósi, 1,25 mmól/l kalsíum, kviðskilunarlausn

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. balance 1,5% glúkósi, 1,25 mmól/l kalsíum, kviðskilunarlausn Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins balance 1,5% glúkósi, 1,25 mmól/l kalsíum, kviðskilunarlausn Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð)

AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð) AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð) (teriflúnómið) Hvað eru hraðað brottnám? Hraðað brotthvarf lyfja má nota við sérstakar aðstæður þegar þörf er á að minnka hratt þéttni lyfsins í

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS DUROGESIC 12 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC 25 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC 50 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC 75 míkróg/klst. forðaplástur DUROGESIC

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Lyfjagát. =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c

Lyfjagát.   =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c Lyfjagát http://www.ema.europa.eu/ema/index.jsp?curl =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_000345.jsp&mid =WC0b01ac058058f32c Regulation 726/2004/EC með breytingum (1/3) Nýtt miðlægt leyfi

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Vasahandbók sjúklinga

Vasahandbók sjúklinga Mikilvægar öryggisupplýsingar til að lágmarka áhættu við notkun lyfsins Vasahandbók sjúklinga UM ÁHÆTTUSTJÓRNUN ÍSLENSK ÞÝÐING, ÚTGÁFA 1 3 Efnisyfirlit, Duodopa vasahandbók Kynning á Duodopa... 4 Duodopa-kerfið...

More information

Spurningar og svör um inflúensu A(H1N1)v

Spurningar og svör um inflúensu A(H1N1)v Spurningar og svör um inflúensu A(H1N1)v Hver eru einkenni inflúensu A(H1N1)v í mönnum? Einkenni inflúensu A(H1N1)v í mönnum eru oftast svipuð einkennum af völdum árstíðarbundinnar inflúensu, þ.e. hiti,

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins

Leiðbeiningar um ávísun lyfsins Þykkni fyrir innrennslislausn Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn er varða öryggi við notkun YERVOY Leiðbeiningar um ávísun lyfsins YERVOY (ipilimumab) er ætlað til meðferðar við langt gengnu (óskurðtæku

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TISSEEL lausnir fyrir vefjalím. 2. INNIHALDSLÝSING Efnisþáttur 1 (Próteinlausn fyrir vefjalím): Storkuprótein úr mönnum 91 mg/ml 1 Storkuþáttur XIII, manna 0,6-10

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

LYFLÆKNINGASVIÐ. Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð

LYFLÆKNINGASVIÐ. Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð LYFLÆKNINGASVIÐ Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð Í þessum bæklingi eru almennar upplýsingar um geislajoðmeðferð. Við leggjum

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. October

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. October VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS October 2017 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir

More information

Efnisyfirlit: Inngangur 3. Vísbendingar um exem 6. Böð og sund 8. Svefn 10. Meðferð 13. Að smyrja líkamann 19. Félagslegir þættir 20.

Efnisyfirlit: Inngangur 3. Vísbendingar um exem 6. Böð og sund 8. Svefn 10. Meðferð 13. Að smyrja líkamann 19. Félagslegir þættir 20. Efnisyfirlit: Inngangur 3 Vísbendingar um exem 6 Böð og sund 8 Svefn 10 Meðferð 13 Að smyrja líkamann 19 Félagslegir þættir 20 Hollráð 22 Inngangur Rúmlega fimmta hvert barn á Íslandi er með eða hefur

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Idotrim 100 mg töflur Idotrim 160 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 100 mg eða 160 mg trimetoprim. Hjálparefni með þekkta verkun: 55 mg eða 88

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI pjia RoActemra (tocilizúmab) (til gjafar í bláæð eða undir húð) við fjölliða barnaliðagigt af óþekktum orsökum (polyarticular juvenile idiopathic arthritis; pjia) MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM VERKUN OG ÖRYGGI

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Lifrarskaði af völdum lyfja

Lifrarskaði af völdum lyfja Lifrarskaði af völdum lyfja Einar S. Björnsson meltingarlæknir Lykilorð: lifur, lyf, lifrarskaði. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Einar S. Björnsson, meltingardeild lyflækningasviðs Landspítala. einarsb@landspitali.is

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

More information

Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum

Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum Ágrip Margrét Lilja Heiðarsdóttir 1 lyfjafræðinemi Anna Birna Almarsdóttir 1 lyfjafræðingur Reynir Tómas Geirsson 2,3 kvensjúkdómalæknir Lykilorð: getnaðarvarnir,

More information

Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu

Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu GR 94:02 Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Þessar leiðbeiningar eru unnar í samvinnu við fulltrúa frá Röntgenlæknafélagi Íslands, Röntgentæknafélagi

More information

Aðgerðir til að sporna við misnotkun

Aðgerðir til að sporna við misnotkun Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn Maí 2018 1 Aðgerðir til að sporna við misnotkun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn. Maí 2018 Útgefandi: Velferðarráðuneytið Skógarhlíð

More information

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað GEYMIÐ! Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað 7 skref til verndar börnum Leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum? Börn eru fengin til að taka

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir

Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir Skýrsla nefndar um notkun geðdeyfðarlyfja Tómas Helgason, Halldóra Ólafsdóttir, Eggert Sigfússon, Einar Magnússon, Sigurður Thorlacius, Jón Sæmundur Sigurjónsson

More information

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Velgegni á prófum hefst löngu áður en að prófinu sjálfu kemur. Hún er fyrst og fremst falin í góðum námsvenjum og ástundun náms. Það er misjafnt hvaða skoðun fólk

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni

Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD) Stytt útgáfa leiðbeininga Júní 2014 FORMÁLI Leiðbeiningar um Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrest með ofvirkni voru fyrst

More information

Stefna RIM um gagnaleynd

Stefna RIM um gagnaleynd Stefna RIM um gagnaleynd Research In Motion Limited, dótturfyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki ( RIM ) skuldbinda sig til að viðhalda langtímastefnu um gagnaleynd og öryggi persónuupplýsinga þinna, þ.e.

More information

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf.

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. Mánudagur, 22. janúar 2018 Ákvörðun nr. 4/2018 Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi dags. 12. október sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Icepharma hf.

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information

Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð

Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum sem þurfa hlé frá warfarínmeðferð Júní 2013 1 Klínískar leiðbeiningar um notkun léttheparíns og annarra blóðþynningarlyfja

More information

Sigrumst á sýklasótt

Sigrumst á sýklasótt Sigrumst á sýklasótt Leiðbeiningar um meðferð við svæsinni sýklasótt hjá fullorðnum Inngangur Gísli H. Sigurðsson Alma D. Möller sérfræðingar í svæfinga- og gjörgæslulækningum Svæfinga- og gjörgæsludeild

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja

Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja Júní 2014 Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja 1 Klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja Júní 2014 Meðferð

More information

Stylistic Fronting in corpora

Stylistic Fronting in corpora 2017. In Syntactic Variation in Insular Scandinavian, ed. by Höskuldur Thráinsson, Caroline Heycock, Hjalmar P. Petersen & Zakaris Svabo Hansen, 307 338 [Studies in Germanic Linguistics 1]. Amsterdam:

More information

Sannleikurinn er sagna bestur! Kynsjúkdómar. Smitleiðir, einkenni, meðferð, forvarnir

Sannleikurinn er sagna bestur! Kynsjúkdómar. Smitleiðir, einkenni, meðferð, forvarnir Sannleikurinn er sagna bestur! Kynsjúkdómar Smitleiðir, einkenni, meðferð, forvarnir Efnisyfirlit Almennt um kynsjúkdóma 5 Klamydía 7 Lekandi 8 Kynfæraáblástur 10 Kynfæravörtur 11 HIV og alnæmi 14 Lifrarbólga

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

LISTI YFIR LYF MEÐ SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR SEM VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFJA

LISTI YFIR LYF MEÐ SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR SEM VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFJA LISTI YFIR LYF MEÐ SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR SEM VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFJA Markaðsleyfi neðangreindra lyfja er háð skilyrðum sem kveða á um sérstakar aðgerðir sem markaðsleyfishafi þarf að

More information

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS)

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS) Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS) Unnið að hluta eftir bæklingum sem Guy s and St Thomas Hospital London; the Royal College of Obstetricians and Gynaecologists oglondon IDEAS Genetic Knowledge

More information

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi?

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi? Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi? Vigdís Guðmundsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Að

More information

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Rannsókn á aðstæðum fólks sem hefur greinst með Alzheimerssjúkdóm á Íslandi á aldrinum 45-65 ára Febrúar 2005 Hanna Lára Steinsson Minnismóttaka LSH Landakoti EFNISYFIRLIT

More information

Upplýsingar um utanlegsþykkt

Upplýsingar um utanlegsþykkt Upplýsingar um utanlegsþykkt Markmið Markmið þessa upplýsingablaðs er að benda á eftirfarandi: Hvernig Jaydess kemur í veg fyrir óæskilega þungun Heildarhættu og hlutfallslega hættu á utanlegsþykkt hjá

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu.

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu. Þjálfararáðstefna NSCAA (National Soccer Coaches Association of America) 13.-17.janúar 2010 Undirritaður sótti árlega þjálfararáðstefnu Bandaríska þjálfarasambandsins dagana 13.-17. Janúar 2010. Með í

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS MS-H Vaccine augndropar, dreifa 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Einn skammtur (30 µl) inniheldur: Mycoplasma synoviae stofn MS-H lifandi

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) og mallandi mergæxli

Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) og mallandi mergæxli Mergæxli Krabbamein í beinmerg Þessi bæklingur er gefinn út af IMF og hefur verið lesinn yfir og samþykktur af Perluvinum félagi um mergæxli á Íslandi. www.krabb.is/myeloma Þýtt og staðfært af Kristrúnu

More information

Börn finna líka til. Verkjamat, verkjameðferð og verkjaupplifun barna. Rebekka Héðinsdóttir Sandra Sif Sigurjónsdóttir HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ

Börn finna líka til. Verkjamat, verkjameðferð og verkjaupplifun barna. Rebekka Héðinsdóttir Sandra Sif Sigurjónsdóttir HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Börn finna líka til Verkjamat, verkjameðferð og verkjaupplifun barna Rebekka Héðinsdóttir Sandra Sif Sigurjónsdóttir HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði Hjúkrunarfræðideild

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

ÁHRIF SJÓBAÐA Á LÍKAMA MANNA

ÁHRIF SJÓBAÐA Á LÍKAMA MANNA ÁHRIF SJÓBAÐA Á LÍKAMA MANNA Kristján Sveinsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2013 Höfundur/höfundar: Kristján Sveinsson Kennitala: 090379-3999 Leiðbeinandi: Brian Daniel Marshall Tækni-og verkfræðideild

More information

Brjóstagjöf. Brjóstagjöf. Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd. Eflir tengslin á milli móður og barns. Er fullkomnasta næring kornabarnsins.

Brjóstagjöf. Brjóstagjöf. Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd. Eflir tengslin á milli móður og barns. Er fullkomnasta næring kornabarnsins. Brjóstagjöf Móðurmjólkin er ótvírætt besta næring sem hægt er að bjóða nýfæddum börnum enda er hún sérsniðin handa þeim frá náttúrunnar hendi. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á kosti brjóstamjólkur

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda REGLURNAR GILDA FYRIR: CHESAPEAKE BAY RETRIEVER, CURLY-COATED RETRIEVER, FLAT-COATED RETRIEVER, GOLDEN RETRIEVER, LABRADOR RETRIEVER OG NOVA SCOTIA DUCK TOLLING

More information

Klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði

Klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði Klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði Mars 2015 Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði Umhyggja Fagmennska Öryggi Framþróun 1

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Aðgengismál fyrir byrjendur

Aðgengismál fyrir byrjendur Aðgengismál fyrir byrjendur - aðgengi fyrir alla, hverju þarf að huga að? 29. ágúst 2012 Jóhanna Símonardóttir Ráðgjafi hjá Sjá ehf Sjá viðmótsprófanir ehf. 2012 Hvað er aðgengi? Vefaðgengi (e. web accessibility)

More information