Notandahandbók S302. This is the Internet version of the User guide. Print only for private use.

Size: px
Start display at page:

Download "Notandahandbók S302. This is the Internet version of the User guide. Print only for private use."

Transcription

1 Notandahandbók S302

2 Þakka þér fyrir kaupin á Sony Ericsson S302. Hægt er að fá meira efni í símann á slóðinni Skráðu þig núna til að fá ókeypis vistunarpláss og sértilboð á Nánari upplýsingar er að finna á Leiðbeiningartákn Í þessari handbók er að finna eftirfarandi tákn: > Notaðu stýrihnappinn til að fletta og velja Ýttu á miðjuvaltakkann Ýttu stýrihnappinum upp Ýttu stýrihnappinum niður Ýttu stýrihnappinum til vinstri Ýttu stýrihnappinum til hægri Athugið Ábending Varúð Merkir að þjónustan eða valkosturinn velti á símafyrirtækinu eða áskriftinni þinni. Ekki er víst að allir valkostirnir séu til staðar í símanum þínum. Hafðu samband við símafyrirtækið til að fá frekari upplýsingar. 2

3 SIM kort SIM kortið (Subscriber Identity Module), sem farsímafyrirtækið lætur þér í té, inniheldur upplýsingar um áskriftina þína. Slökktu alltaf á símanum og taktu hleðslutækið og rafhlöðuna úr áður en þú setur SIM kort í hann eða tekur SIM kort úr honum. Hægt er að vista tengiliði á SIM kortinu áður en það er tekið úr símanum. Einnig er hægt að vista tengiliði í minni símans. Sjá Símaskrá á bls. 22. PIN númer (lás SIM korts) PIN númerið (Personal Identification Number) er lás á SIM kortinu sem verndar áskriftina þína, en ekki sjálfan símann. Ef kortið er læst þarftu að slá inn PIN númerið þegar þú kveikir á símanum. Upplýsingar um hvernig á að breyta PIN númerinu er að finna í Lás SIM korts á bls. 36. Hver tölustafur PIN númersins birtist sem *, nema það byrji á tölustöfum neyðarnúmers, t.d. 112 eða 911. Þetta er gert til þess að hægt sé að sjá og hringja í neyðarnúmerið án þess að slá inn PIN númer. Ef þú slærð inn rangt PIN númer þrisvar sinnum í röð birtist PIN læst á skjánum. Til að opna það þarftu að slá inn PUK númerið þitt (Personal Unblocking Key). 3

4 Rafhlaðan hlaðin Rafhlaða símans hefur þegar verið hlaðin að hluta þegar síminn er keyptur. Það tekur u.þ.b. 2,5 klukkustundir að hlaða rafhlöðuna að fullu. Til að hlaða rafhlöðuna 1 Tengdu hleðslutækið við símann þannig að rafmagnstáknið á því snúi upp. Ýttu á takka til að kveikja ljósið á skjánum og sjá hleðslustöðuna. 2 Fjarlægðu hleðslutengið með því að tylla því upp á við. Ekki er víst að rafhlöðutáknið birtist fyrstu 30 mínúturnar. Hægt er að nota símann meðan verið er að hlaða rafhlöðu hans. Ekki skiptir máli hversu lengi síminn er hlaðinn en það tekur um 2,5 tíma að hlaða rafhlöðuna að fullu. Styttri tími skemmir ekki rafhlöðuna. 4

5 Memory Stick Micro Síminn styður Memory Stick Micro (M2 ). Minniskort eykur geymslupláss símans fyrir t.d. tónlist, hringitóna, myndskeið og myndir. Hægt er að deila vistuðum upplýsingum með því að færa þær eða afrita yfir í önnur tæki sem styðja minniskortið. Memory Stick Micro (M2 ) sett í símann Opnaðu hlífina og settu minniskortið í símann (þannig að gylltu snerturnar snúi niður). Memory Stick Micro (M2 ) fjarlægt úr símanum Ýttu á kant kortsins til að losa það og fjarlægja. 5

6 Kveikt á símanum Til að kveikja á símanum 1 Haltu inni. 2 Sláðu inn PIN númerið þitt ef beðið er um það. 3 Veldu Já til að nota uppsetningarhjálpina. Ef þú gerir mistök þegar þú slærð inn PIN númerið geturðu ýtt á til að eyða tölustöfum af skjánum. Biðstaða Heiti símafyrirtækisins birtist á skjánum þegar kveikt hefur verið á símanum og PIN númerið slegið inn. Þetta kallast biðstaða. Þá er hægt að hringja og svara símtölum. Til að slökkva á símanum Haltu inni. Ef síminn ræsist ekki skaltu hlaða hann í 2,5 klukkustundir. Ef síminn slekkur á sér þegar þú ert með hann á ferðinni skaltu kveikja á sjálfvirka takkalásinum. Það kemur í veg fyrir að hlutir í vasa eða tösku slökkvi á símanum ef þeir nuddast við rofa hans. 6

7 Sendistyrkur Sendistyrkur Staða rafhlöðu Stikurnar sýna sendistyrk GSM símkerfisins þar sem þú ert staddur/stödd. Prófaðu aðra staðsetningu ef þú átt í vandræðum með að hringja og sendistyrkurinn er lítill. Ekkert samband merkir að þú sért utan þjónustusvæðis. = Góður sendistyrkur = Meðalgóður sendistyrkur Staða rafhlöðu = Rafhlaða símans er hlaðin að fullu = Það er engin hleðsla á rafhlöðunni Ef síminn ræsist ekki skaltu tengja hleðslutækið við hann og hlaða hann að fullu. 7

8 Skjátákn Eftirfarandi tákn geta birst á skjánum. Tákn Lýsing Símtal í gangi Ósvarað símtal Handfrjáls búnaður er tengdur Hljóðið hefur verið tekið af símanum Flýtiritun er virk Móttekið SMS Móttekin myndskilaboð Móttekinn tölvupóstur Móttekin talskilaboð Kveikt á útvarpinu Kveikt á vekjara Kveikt á Bluetooth 8

9 Síminn 1 Eyrnatól (hlust) 2 Tónlistartakki 3 Skjárinn 4 Valtakkar 5 Hringitakki 6 Flýtileiðatakki 3 Tengi fyrir hleðslutæki, 7 handfrjálsan búnað og USB snúru 4 8 Stýrihnappur 9 Miðvaltakkai 5 10 Hljóðstyrkstakkar/ takkar fyrir 6 myndavélaraðdrátt 7 11 Rofi Hætta-itakki 8 12 C takki (hreinsa) 9 13 Myndavélartakki/ upptökutakki 14 'Hljóð af' takki

10 Takki Opnar aðalvalmynd eða velur hluti Flettir á milli valmynda og flipa Velur valkostina sem sjást fyrir ofan takkana á skjánum. Eyðir hlutum (t.d. myndum, hljóðum og tengiliðum). Á hlið símans: Ýttu á takkann til að spila eða stöðva spilun tónlistar þegar tónlistarspilarinn er í gangi Ýttu til að taka hljóðið af eða kveikja á hljóði útvarpsins. Það er aðeins hægt að nota valkostinn ef hljóðaukabúnaður er tengdur við símann Ýttu til að fara á milli tónlistarspilarans og biðstöðu Flýtileiðirnar mínar bættu við uppáhaldsaðgerðunum þínum til að fljótlegt sé að nálgast þær Ýttu á takkann í biðstöðu inni til að kveikja á myndavélinni og myndupptöku. Haltu takkanum inni til að kveikja eða slökkva á símanum. Ýttu á takkann til að leggja á Ýttu á takkann til að hringja eftir að hafa slegið inn símanúmer 10

11 Valmyndir Aðalvalmyndirnar birtast sem tákn. Sumar undirvalmyndir innihalda einnig flipa. Til að fletta í valmyndum símans 1 Í biðstöðu velurðu Valm. 2 Notaðu stýrihnappinn til að fletta í gegnum valmyndirnar. Til að fletta á milli flipanna Ýttu stýrihnappinum til vinstri eða hægri. Til að fara til baka um eitt skref í valmyndinni Veldu Bakka. Til að fara í biðstöðu Ýttu á. Takkaborðinu læst Ýttu á og veldu Læsa. Takkalásinn tekinn af Ýttu á og veldu Opna. Til að slökkva á hringingum símans Haltu inni. Hringt í talhólfið Haltu inni. Til að ljúka aðgerð Ýttu á. 11

12 Valmyndaryfirlit PlayNow * Internet* Afþreying Heimasíða, Slá inn veffang, Bókamerki, Saga, Vistaðar síður, Internetstillingar Leikir, TrackID, Myndspilari, Taka upp hljóð Myndavél Skilaboð Skrifa nýtt, Innhólf, Tölvupóstur, Drög, Úthólf, Send skeyti, Hringja í talhólf, Sniðmát, Stillingar Tónlistarspilari Skráasafn** Símaskrá Allar skrár, Á minniskorti, Í símanum Nýr tengiliður Útvarp Símtöl** Öll símtöl Hringd símtöl Ósvöruð símtöl Svöruð símtöl Hringir klukkan, Forrit, Dagbók, Verkefni, Skipuleggjari Samstilling*, Niðurteljari, Skeiðklukka, Vasaljós, Reiknivél 12

13 Stillingar** Almennar Snið Tími & dagur Tungumál símans Flýtileiðir Flugstilling Öryggi Staða símans Núllstilla allt Hljóð & tónar Hljóðstyrkur Hringitónn Hljóðlaus stilling Titrari Skilaboðatónn Takkahljóð Skjár Veggfóður Þemu Ræsiskjár Skjáhvíla Birtustig Símtöl Hraðval Flytja símtöl Vinna með símtöl Tími & kostnaður* Númerabirting Handfrjálst Tengingar Bluetooth USB Samstilling* Farsímakerfi Internetstillingar * Sumar valmyndir velta á símafyrirtækinu, símkerfinu og áskriftinni þinni. ** Þú getur notað stýrihnappinn til að fletta á milli flipa í undirvalmyndum. Nánari upplýsingar er að finna í Valmyndir á bls

14 Útvarp Ekki nota símann sem útvarp þar sem það er bannað. Til að hlusta á útvarpið 1 Tengdu handfrjálsa búnaðinn við símann. 2 Í biðstöðu velurðu Valm. > Útvarp. Til að nota útvarpið Ýttu á eða til að leita að útvarpsstöðvum. Til að vista útvarpsstöð Veldu Valkost. > Vista. Flettu að sæti og ýttu á Velja. Til að hlusta á vistaða útvarpsstöð Þegar kveikt er á útvarpinu ýtirðu á. Til að slökkva á útvarpinu 1 Veldu Bakka eða ýttu á. 2 Fela útvarpið? birtist. Veldu Nei. Til að slökkva á útvarpinu þegar það er falið 1 Veldu Valm. > Útvarp. 2 Veldu Bakka eða ýttu á. 3 Fela útvarpið? birtist. Veldu Nei. Til að skoða valkosti útvarpsins Þegar kveikt er á útvarpinu velurðu Valkost. 14

15 Myndataka Mynda- og myndupptökuvél Hægt er að taka myndir og taka upp myndskeið til að skoða, vista eða senda. Myndir og myndskeið eru vistuð í Valm. > Skráasafn > Myndamappa. 1 Fyrir aðdrátt (aðeins í boði í VGA-stillingu) 2 Ýttu á takkann til að taka aðra mynd 3 Myndataka/upptaka myndskeiða 4 Skjávalkostir Myndataka 1 Kveiktu á myndavélinni. 2 Notaðu stýrihnappinn til að velja. 3 Ýttu á til að taka mynd. 4 Veldu til að taka aðra mynd. 15

16 Til að nota aðdráttinn Ýttu hljóðstyrkstökkunum upp eða niður. Ekki taka myndir með sterkan ljósgjafa í bakgrunni. Notaðu stuðning eða sjálfvirka tímastillinn til að forðast það að myndir verði óskýrar. Það er aðeins hægt að nota aðdráttinn í VGA-stillingu þegar verið er að taka mynd. Myndavélastillingar Hægt er að velja mismunandi stillingar fyrir myndatöku eða myndupptöku. 1 Þegar kveikt er á myndavélinni velurðu. 2 Notaðu stýrihnappinn til að velja myndavélastillingar. Það er aðeins hægt að kveikja handvirkt á myndavélarljósinu. Að sama skapi er aðeins hægt að slökkva á því handvirkt. Myndupptaka 1 Kveiktu á myndavélinni. 2 Notaðu stýrihnappinn til að velja. 3 Ýttu alla leið niður til að hefja upptökuna. Myndskeiðið er vistað sjálfkrafa á minniskortinu, ef það er í símanum. Annars er myndskeiðið vistað í minni símans. Til að stöðva upptöku Ýttu á. Myndskeiðið er vistað sjálfkrafa á minniskortinu. 16

17 Til að eyða myndum og myndskeiðum 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skráasafn > Myndamappa. 2 Flettu að hlut og veldu. Photo fix Það er hægt að bæta undirlýstar myndir með Photo fix. Til að bæta undirlýsta mynd með Photo fix 1 Kveiktu á myndavélinni. 2 Taktu mynd. 3 Finndu myndina í Myndamappa. 4 Veldu Valkost. > Laga mynd. Myndablogg Myndablogg er vefsíða einstaklings. Ef áskriftin þín styður þjónustuna geturðu sent myndir á bloggsíðu. Þú gætir þurft að gera sérsamning vegna vefþjónustu við þjónustuveituna þína. Viðbótarreglur og/eða gjöld kunna að eiga við. Hafðu samband við þjónustuveituna þína. Til að senda myndir á bloggsíðu 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skráasafn > Myndamappa. 2 Flettu að mynd og veldu Valkost. > Senda > Á bloggsíðu. 3 Bættu við titli og veldu Breyta. 4 Bættu við texta og veldu Breyta. 5 Veldu Í lagi > Birta. 17

18 Til að opna bloggsíðu úr símaskrá 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá. 2 Veldu tengilið. 3 Flettu að veffangi og veldu Opna. Flutningur mynda í og úr tölvu Þú getur notað þráðlausa Bluetooth tækni og USB snúruna til að flytja myndir og myndskeið milli tölvunnar og símans. Sjá Bluetooth á bls. 31 og Til að flytja skrár á bls. 26 til að fá nánari upplýsingar. Myndir og myndskeið Hægt er að bæta bæta við mynd af tengilið, nota hana við ræsingu símans og sem veggfóður í biðskjá eða skjáhvílu. Til að nota myndir 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skráasafn > Myndir. 2 Flettu að mynd og veldu Valkost. > Nota sem. 3 Veldu einhvern valkost. Gakktu úr skugga um að viðtökutækið styðji flutningsaðferðina sem þú velur. 18

19 Símtöl Þú verður að kveikja á símanum og hann verður að vera innan þjónustusvæðis. Til að hringja 1 Sláðu inn símanúmer (með lands- og svæðisnúmerinu þegar það á við) í biðstöðu. 2 Ýttu á. Þú getur hringt í símanúmer úr símaskránni og símtalalista. Sjá Símaskrá á bls. 22 og Símtalalisti á bls. 20. Til að leggja á Ýttu á. Til að svara símtali Ýttu á. Til að hafna símtali Ýttu á. Til að breyta hljóðstyrknum meðan á símtali stendur Ýttu hljóðstyrkstakkanum upp eða niður. Til að kveikja á hátalaranum meðan á símtali stendur Veldu Hátalari. Ekki halda símanum upp að eyranu þegar hátalarinn er notaður. Það gæti valdið heyrnarskaða. 19

20 Hringt til útlanda 1 Haltu inni í biðstöðu þar til + merkið birtist á skjánum. 2 Sláðu inn landsnúmerið, svæðisnúmerið (án fyrsta núllsins) og símanúmerið. 3 Ýttu á. Til að skoða ósvöruð símtöl í biðstöðu Þegar Ósvöruð símtöl: birtist skaltu velja Skoða. Hringt er til baka í númer með því að fletta að því og ýta á. Símtalalisti Hægt er að skoða upplýsingar um síðustu símtöl. Til að hringja í númer á símtalalistanum 1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Veldu nafn eða númer og ýttu á. Til að eyða númeri af símtalalistanum 1 Ýttu á í biðstöðu. 2 Flettu að nafninu eða númerinu og ýttu á > Já. 20

21 Internet Réttar internetstillingar þurfa að vera í símanum. Ef stillingarnar eru ekki til staðar í símanum þínum geturðu: Fengið þær í SMS frá símafyrirtækinu. Opnað í tölvu og beðið um að fá SMS með stillingunum. Til að velja internetstillingar 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Internet > Internetstillingar > Samstillingar. 2 Veldu stillingar. Til að byrja að vafra 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Internet. 2 Veldu einhvern valkost: Heimasíða til að opna heimasíðuna sem er valin sjálfkrafa. Slá inn veffang til að slá inn veffang. Bókamerki til að opna vistaða vefsíðu. Saga til að sjá lista yfir þær síður sem þú hefur áður opnað. Vistaðar síður til að opna vistaða vefsíðu. Internetstillingar til að velja valkosti eins og aðgang, tengitíma og hvítan lista. Til að hætta að vafra Meðan þú vafrar heldurðu inni. 21

22 Símaskrá Hægt er að vista tengiliði í minni símans eða á SIM kortinu. Einnig er hægt að afrita tengiliði úr minni símans yfir á SIM kortið og öfugt. Sjálfgefin símaskrá Hægt er að velja hvaða upplýsingar sjást sjálfkrafa. Ef símaskráin í símanum er valin sem sjálfgefin símaskrá, birtast allar tengiliðaupplýsingar sem eru vistaðar í Tengiliðum. Ef þú velur SIM tengiliði sem sjálfgefna símaskrá, sýna tengiliðaupplýsingarnar nöfn og númer sem vistuð eru á SIM kortinu. Til að velja sjálfgefna símaskrá 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá > Valkost. > Fleiri valkostir > Símaskrá í notkun. 2 Veldu einhvern valkost. Sjá Texti sleginn inn á bls. 33. Minni tengiliða (símaskrá) Það hversu margar færslur er hægt að vista í Símaskrá fer eftir minnisstærð SIM kortsins. Til að kanna minnisstöðuna Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá > Valkost. > Minnisstaða. 22

23 Símaskrá í síma Símaskrá getur innihaldið nöfn, símanúmer og persónulegar upplýsingar. Upplýsingarnar eru vistaðar í minni símans. Til að setja tengilið í símaskrána 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá > Nýr tengiliður. 2 Flettu að Eftirnafn: og veldu Bæta v. 3 Sláðu inn nafnið og veldu Í lagi. 4 Flettu að Fornafn: og veldu Bæta v. 5 Sláðu inn nafnið og veldu Í lagi. 6 Flettu að Nýtt númer: og veldu Bæta v. 7 Sláðu inn númerið og veldu Í lagi. 8 Veldu Vista. Sláðu inn + merkið og landsnúmer með öllum númerum í símaskránni. Þannig er hægt að nota þau hvar sem er í heiminum. Sjá Hringt til útlanda á bls. 20. Til að hringja í tengilið 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá. 2 Veldu tengiliðinn sem þú vilt hringja í eða sláðu inn fyrstu stafina í nafni hans. 3 Ýttu á. Til að breyta upplýsingum um tengilið 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá. 2 Veldu tengilið. 3 Veldu Valkost. > Breyta tengilið. 4 Breyttu upplýsingunum og veldu Vista. 23

24 Til að eyða tengilið 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá. 2 Veldu tengilið. 3 Veldu Valkost. > Eyða. Til að afrita tengiliði yfir á SIM kortið 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá. 2 Flettu að tengilið. 3 Veldu Valkost. > Meira > Afrita á SIM-kort. Til að skoða símanúmerið þitt Í biðstöðu velurðu Valm. > Símaskrá > Valkost. > Númerin mín. Neyðarsímtöl Síminn styður alþjóðleg neyðarnúmer, líkt og 112 og 911. Vanalega er hægt að hringja í þessi númer í hvaða landi sem er, ef síminn er innan þjónustusvæðis og þrátt fyrir að ekkert SIM kort sé í honum. Til að hringja í neyðarnúmer Sláðu inn alþjóðlegt neyðarnúmer, t.d. 112, og ýttu á. Í sumum löndum kann einnig að vera hægt að hringja í önnur neyðarnúmer. Því getur verið að símafyrirtækið þitt hafi vistað önnur neyðarnúmer á SIM kortinu. 24

25 Tónlistarspilari Studdar skráargerðir eru: MP3, MP4, 3GP, AAC, AMR, MIDI, IMY, EMY og WAV (16 khz hámarksleshraði). Einnig er hægt að straumspila skrár sem eru samhæfar 3GPP. Flutningur tónlistar Hægt er að flytja tónlist úr tölvu yfir í minni símans eða á Memory Stick Micro (M2 ). Hægt er að tengja símann við tölvu á tvo vegu: með USB-snúru með þráðlausri Bluetooth tengingu Hægt er að draga og sleppa skrám milli símans eða minniskorts og tölvu í in Microsoft Windows Explorer. Til að tengja símann við tölvu með USB snúru 1 Gakktu úr skugga um að kveikt sé á símanum. 2 Tengdu USB snúruna við símann og tölvuna. 3 Sími: Veldu Gagnageymsla. 4 Tölva: Bíddu þar til búið er að setja upp reklana (það gerist sjálfkrafa). Í fyrsta skiptið sem þú tengir símann við tölvu gætirðu þurft að bera kennsl á símann og nefna hann. Minni símans Minniskort 25

26 Til að flytja skrár 1 Tengdu USB snúruna við símann og tölvuna. 2 Sími: Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Tengingar > USB > Gagnageymsla. 3 Tölva: Bíddu þar til minni símans og minniskortið birtast sem ytri diskar í Microsoft Windows Explorer. 4 Tölva: Tvísmelltu á táknið My Computer á skjáborði tölvunnar. 5 Tölva: Til að skoða möppurnar í minni símans og á minniskortinu tvísmellirðu á táknið fyrir símann í Devices with removable storage. Smelltu á fjarlægjanlega drifið til að skoða M2 möppur. 6 Afritaðu og límdu, eða dragðu og slepptu skránni í möppuna sem þú valdir í tölvunni, minni símans eða á minniskortinu. 7 Til að fjarlægja USB snúruna á öruggan hátt skaltu hægrismella á táknið fyrir símann í Windows Explorer og velja Eject. Ekki fjarlægja USB snúruna úr símanum eða tölvunni meðan á flutningi stendur þar sem það getur skemmt minniskortið og minni símans. Ekki er hægt að skoða skrárnar sem hafa verið fluttar í símann fyrr en USB snúran hefur verið tekin úr sambandi. Nánari upplýsingar um flutning skráa yfir í símann er að finna á 26

27 Til að spila tónlist 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Tónlistarspilari > Valkost. > Tónlistin mín > Lög. 2 Flettu að titli og veldu Spila. Til að stöðva spilun tónlistar Ýttu á miðju stýrihnappsins. Til að flytjast á milli laga Ýttu á eða. Skoðun skráa Í biðstöðu velurðu Valm. > Tónlistarspilari > Valkost. > Tónlistin mín. Tónlist er vistuð og flokkuð: Flytjandi raðar tónlist eftir flytjendum. Plötur raðar tónlist eftir plötum. Lög raðar öllum lögum. Lagalistar býr til eigin lagalista. Rásir á neti listi yfir bókamerki með straumspilun myndskeiða eða tónlistar. Lagalistar Hægt er að skipuleggja skrárnar í skráasafninu með því að búa til lagalista. Til að búa til lagalista 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Tónlistarspilari > Valkost. > Tónlistin mín > Lagalistar > Nýr lagalisti. 2 Sláðu inn heiti og veldu Í lagi. 3 Flettu að lagi og veldu Í lagi. 27

28 PlayNow Með PlayNow geturðu hlustað á, keypt og hlaðið niður tónlist í gegnum internetið. PlayNow er í Valm. > PlayNow. Þú þarft að hafa réttar internetstillingar í símanum til að nota þennan eiginleika. Sjá Internet á bls. 21. TrackID TrackID er þjónusta sem er notuð til að bera kennsl á lög. Hægt er að leita að lagaheitum, flytjendum og plötuheitum. Þú þarft að hafa réttar internetstillingar í símanum til að nota þennan eiginleika. Sjá Internet á bls. 21. Til að leita að upplýsingum um lag Þegar þú heyrir lag gegnum hátalara velurðu Valm. > Afþreying > TrackID > Ræsa í biðstöðu. Þegar kveikt er á útvarpinu velurðu Valkost. > TrackID. 28

29 Skilaboð Textaskeyti (SMS) Þú þarft að hafa SMS miðstöðvarnúmer sem símafyrirtækið þitt lætur þér í té og vistað er á SIM kortinu. Það getur verið að þú þurfir að slá númerið inn. Gakktu úr skugga um að þú sért með gilt SMS miðstöðvarnúmer í símanum. Sjá Texti sleginn inn á bls. 33. Til að skrifa og senda SMS 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skilaboð > Skrifa nýtt > Textaskeyti. 2 Skrifaðu skeytið og veldu Áfram. 3 Veldu einhvern valkost. 4 Veldu Í lagi > Senda. Móttekið SMS skoðað 1 Ný skilaboð frá: birtist. Veldu Skoða. 2 Veldu ólesna skeytið. Til að skoða skeyti sem eru vistuð í innhólfinu. Veldu Valm. > Skilaboð > Innhólf. Til að fá skilastöðu sends skeytis 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skilaboð > Stillingar > Textaskeyti > Skilatilkynning. 2 Veldu Kveikt. Þú færð tilkynningu ef sending skeytisins tókst. 29

30 Myndskilaboð (MMS) Myndskilaboð geta innihaldið texta, hljóð og myndir. Þau eru send með MMS í farsíma. Þú þarft að hafa réttar internetstillingar í símanum til að nota þennan eiginleika. Sjá Internet á bls. 21. Til að búa myndskilaboð 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skilaboð > Skrifa nýtt > Myndskilaboð. 2 Veldu valkost til að búa til skilaboðin. Til að senda myndskilaboð 1 Þegar skilaboðin eru tilbúin velurðu Áfram. 2 Veldu einhvern valkost. 3 Veldu Í lagi > Senda. Áskrift sendi- og móttökutækisins verður að styðja myndskilaboð. Gakktu úr skugga um að þú sért með áskrift sem styður gagnasendingar, og einnig að réttar stillingar séu til staðar í símanum. 30

31 Bluetooth Með þráðlausri Bluetooth tækni er hægt að tengjast við önnur Bluetooth tæki eins og t.d. Bluetooth höfuðtól. Þú getur: tengst nokkrum tækjum samtímis. skipst á hlutum. Mælt er með því að tækin séu höfð innan við 10 metra (33 fet) frá hvort öðru og að engar hindranir séu á milli þeirra. Til að kveikja á Bluetooth Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Tengingar > Bluetooth > Kveikja. Athugaðu hvort lög og reglur á staðnum takmarki notkun Bluetooth. Ef notkun þess er ekki leyfð skalt ganga úr skugga um að slökkt sé á Bluetooth í símanum. Til að sýna eða fela símann Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Tengingar > Bluetooth > Sýnileiki > Sýna síma eða Fela síma. Ef önnur tæki finna símann ekki með Bluetooth skaltu kveikja á Bluetooth. Gakktu úr skugga um að sýnileikinn sé stilltur á Sýna síma. Ef síminn er stilltur á Fela síma finna önnur tæki hann ekki með þráðlausri Bluetooth-tækni. 31

32 Til að para tæki við símann 1 Til að leita að tiltækum tækjum velurðu í biðstöðu Valm. > Stillingar >flipann Tengingar > Bluetooth > Tækin mín > Nýtt tæki. 2 Veldu tæki af listanum. 3 Sláðu inn aðgangskóða, ef beðið er um það. Til að para símann við handfrjálsan Bluetooth búnað. 1 Til að leita að tiltækum handfrjálsum tækjum velurðu í biðstöðu Valm. > Stillingar >flipann Tengingar > Bluetooth > Tækin mín > Nýtt tæki. 2 Flettu að tæki og veldu Já. 3 Sláðu inn aðgangskóða, ef beðið er um það. Til að taka á móti gögnum 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Tengingar > Bluetooth > Kveikja. 2 Þegar tekið er á móti hlut þarf að fylgja leiðbeiningunum sem birtast. Til að senda hlut um Bluetooth 1 Veldu t.d. Valm. > Skráasafn > Myndamappa í biðstöðu. 2 Flettu að mynd og veldu Valkost. > Senda > Bluetooth. 32

33 Fleiri valkostir Flýtileiðir Flýtileiðavalmynd veitir skjótan aðgang að tilteknum aðgerðum. Til að opna flýtileiðavalmynd Ýttu á. Texti sleginn inn Hægt er að slá inn texta á tvo vegu: beinritun eða flýtiritun. Þegar flýtiritun er notuð þarf aðeins að ýta einu sinni á hvern takka. Haltu áfram að skrifa orð jafnvel þó svo það virðist vera rangt. Síminn notar orðabókina til að bera kennsl á orðið þegar allir stafir þess hafa verið slegnir inn. Til að slá inn texta með flýtiritun 1 Orðið Jane er t.d. skrifað með því að ýta á. 2 Svo gerirðu eftirfarandi: Ef orðið sem birtist er það sem þú vilt slá inn skaltu ýta á til að samþykkja það og bæta við bili. Ýttu á til að samþykkja orð án þess að bæta við bili. Ef orðið sem birtist er ekki það sem þú vilt slá inn skaltu ýta endurtekið á eða til að skoða önnur orð sem koma til greina. Ýttu á til að samþykkja orð og setja inn bil. Punktar og kommur eru slegin inn með því að ýta á svo endurtekið á eða. og 33

34 Texti sleginn inn með beinritun Ýttu á þar til réttur stafur birtist. Ýttu á til að setja inn bil. Ýttu á til að setja inn punkta og kommur. Ýttu á til að skipta á milli há- og lágstafa. Haltu inni til að slá inn tölustafi. Til að breyta innsláttaraðferðinni Þegar þú slærð inn stafi heldurðu inni. Til að bæta hlutum við textaskeyti Þegar þú skrifar skeytið velurðu Valkost. > Setja inn hlut. Veldu einhvern valkost. Til að eyða stöfum Veldu. Tungumál valið fyrir innslátt Þegar þú slærð inn stafi heldurðu inni. Sjálfvirkur takkalás Takkaborðið læsist eftir smástund. Til að virkja sjálfvirka takkalásinn Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar > Öryggi > Sjálfvirkur takkalás > Kveikt. Hægt er að hringja í alþjóðlega neyðarnúmerið 112, jafnvel þótt takkaborðið sé læst. 34

35 Talhólf Þeir sem hringja í þig geta skilið eftir skilaboð til þín í talhólfi þegar þú svarar ekki. Talhólfsnúmerið má fá hjá símafyrirtækinu. Til að slá inn númer talhólfsins 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Skilaboð > Stillingar > Talhólfsnúmer. 2 Flettu að númeri talhólfsins og veldu Í lagi. 3 Sláðu inn númer talhólfsins sem þú fékkst hjá þjónustuveitunni þinni og ýttu á Í lagi. Hringt í talhólfið Í biðstöðu heldurðu inni. Flugstilling Þegar Flugstilling er virk er slökkt á tengingu við símkerfi og útvarp til að hindra truflanir í viðkvæmum tækjum. Þegar flugstillingin er valin er beðið um að velja stillingu næst þegar kveikt er á símanum: Venjulegur með alla valkosti virka. Flugstilling með takmörkuðum fjölda valkosta. Aðeins tónlistarspilari. Til að velja flugstillingu Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar > Flugstilling > Sýna v. ræsingu. 35

36 Lás SIM korts Þú færð PIN og PUK númerin hjá símafyrirtækinu. Ef skilaboðin Rangt PIN Tilraunir eftir: birtast þegar þú breytir PIN númerinu hefurðu slegið nýja PIN eða PIN2 númerið rangt inn. Til að opna SIM kortið þitt 1 Þegar PIN læst birtist skaltu velja Opna. 2 Sláðu inn PUK númerið og veldu Í lagi. 3 Sláðu inn nýja PIN númerið og veldu Í lagi. 4 Sláðu nýja PIN númerið inn aftur til að staðfesta það og veldu Í lagi. Til að gera lás SIM kortsins virkan 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar > Öryggi > Lásar > Vörn SIM-korts > Vörn. 2 Sláðu inn PIN númerið og veldu Í lagi. 3 Veldu Kveikt. Til að breyta PIN númerinu þínu 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar > Öryggi > Lásar > Vörn SIM-korts > Breyta PIN-númeri. 2 Sláðu inn PIN númerið og veldu Í lagi. 3 Sláðu inn nýja PIN númerið og veldu Í lagi. 4 Sláðu nýja PIN númerið inn aftur til að staðfesta það og veldu Í lagi. 36

37 Símalás Símalásinn verndar símann gegn óleyfilegri notkun. Hægt er að skipta um símaláskóða (sjálfgefinn kóði er 0000) og velja hvaða fjögurra tölustafa kóða sem er. Ef símalásinn er stilltur á Slökkt þarf ekki að slá inn símaláskóðann nema nýtt SIM kort sé sett í símann. Til að kveikja á símalásinum 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar > Öryggi > Lásar > Símavörn. 2 Veldu Skoða kóða, sláðu inn númerið sem er í notkun og veldu Í lagi. Til að breyta símaláskóðanum þínum 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar > Öryggi > Lásar > Símavörn > Breyta kóða. 2 Sláðu inn núverandi númerið og veldu Í lagi. 3 Sláðu inn nýja númerið og veldu Í lagi. 4 Sláðu nýja númerið inn aftur til að staðfesta það og veldu Í lagi. Það þarf að vera kveikt á símavörninni til að hægt sé að breyta kóðanum. Ef þú gleymir nýja kóðanum þarftu að fara með símann til sölu- eða þjónustuaðila Sony Ericsson. 37

38 Til að taka símann úr lás 1 Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar > Öryggi > Lásar > Símavörn > Skoða kóða. 2 Sláðu inn símaláskóðann og veldu Í lagi. 3 Veldu Slökkt. Núllstilling símans Ef þú lendir í vandræðum með símann, t.d. að það sé flökt á skjánum, að síminn frjósi og að valmyndir hans virki ekki eins og skyldi, skaltu endurræsa símann. Í biðstöðu velurðu Valm. > Stillingar > flipann Almennar > Núllstilla allt > Áfram > Áfram. Núllstilla allt eyðir öllum notandagögnum í símanum, t.d. tengiliðum, skilaboðum, myndum og hljóðum. Endurræstu símann daglega til að losa um minni eða núllstilltu símann ef þú átt í erfiðleikum með minni hans eða hann vinnur hægt. 38

39 Fljótandi merkið, PlayNow og TrackID eru vörumerki eða skráð vörumerki Sony Ericsson Mobile Communications AB. Sony, M2, Memory Stick Micro og WALKMAN eru vörumerki eða skráð vörumerki Sony Corporation. Ericsson er vörumerki eða skráð vörumerki Telefonaktiebolaget LM Ericsson. Öll önnur vörumerki tilheyra hlutaðeigandi eigendum. MPEG Layer-3 afkóðunartækni fyrir hljóð á grundvelli leyfis frá Fraunhofer IIS og Thomson. Útflutningsreglur: Þessi vara, þ.m.t. allur hugbúnaður eða tækniupplýsingar sem byggðar eru inn í eða fylgja vörunni, kann að lúta bandarískri útflutningslöggjöf, þ.m.t. U.S. Export Administration Act (lögum um útflutningseftirlit Bandaríkjanna) og tilheyrandi reglugerðum og bandarísku viðurlagakerfi sem lýtur stjórn deildar innan fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna sem hefur eftirlit með eignum erlendis, og kann að lúta útflutnings- eða innflutningsreglum í öðrum löndum. Notandinn og hver sá sem er eigandi vörunnar samþykkir að fara í einu og öllu að slíkum reglum og viðurkennir að hann beri ábyrgð á því að verða sér úti um nauðsynleg leyfi fyrir útflutningi, endurútflutningi eða innflutningi á vörunni. Án þess að um neinar takmarkanir sé að ræða þá er óheimilt að hlaða niður eða flytja út, eða endurútflytja á annan hátt vöru þessa, þ.m.t. allan hugbúnað sem hún inniheldur, (i) til Kúbu, Íraks, Írans, Norður-Kóreu, Súdans, Sýrlands (skv. uppfærðum lista hverju sinni) eða nokkurs lands sem Bandaríkin hafa lagt viðskiptabann á, eða (ii) til einstaklings eða lögaðila á lista fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna um sérskráða ríkisborgara; eða (iii) til einstaklings eða lögaðila sem getið er á öðrum útflutningsbannlista sem ríkisstjórn Bandaríkjanna kann að halda úti hverju sinni, þ.m.t. án þess að takmarkast við bannlista viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna yfir einstaklinga eða lögaðila sem synjað hefur verið, eða samkvæmt viðurlagalista utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna vegna banns við útbreiðslu kjarnavopna. 39

40 Declaration of conformity for S302 We, Sony Ericsson Mobile Communications AB of Nya Vattentornet SE Lund, Sweden declare under our sole responsibility that our product Sony Ericsson type AAC BV and in combination with our accessories, to which this declaration relates is in conformity with the appropriate standards EN :V9.0.2, EN :V1.7.1, EN :V1.3.1, EN :V1.2.1 and EN :2006, following the provisions of, Radio Equipment and Telecommunication Terminal Equipment Directive 1999/5/EC. Lund, March 2008 Shoji Nemoto, Head of Product Business Unit GSM/UMTS Við uppfyllum R&TTE tilskipunina (1999/5/EB). FCC Statement This device complies with Part 15 of the FCC rules. Operation is subject to the following two conditions: (1) This device may not cause harmful interference, and (2) This device must accept any interference received, including interference that may cause undesired operation. Any change or modification not expressly approved by Sony Ericsson may void the user s authority to operate the equipment. This equipment has been tested and found to comply with the limits for a Class B digital device, pursuant to Part 15 of the FCC Rules. These limits are designed to provide reasonable protection against harmful interference in a residential installation. This equipment generates, uses and can radiate radio frequency energy and, if not installed and used in accordance with the instructions, may cause harmful interference to radio communications. However, there is no guarantee that interference will not occur in a particular installation. If this equipment does cause harmful interference to radio or television reception, which can be determined by turning the equipment off and on, the user is encouraged to try to correct the interference by one or more of the following measures: - Reorient or relocate the receiving antenna. - Increase the separation between the equipment and receiver. - Connect the equipment into an outlet on a circuit different from that to which the receiver is connected. - Consult the dealer or an experienced radio/tv technician for help. 40

41 Industry Canada Statement This device complies with RSS-210 of Industry Canada. Operation is subject to the following two conditions: (1) this device may not cause interference, and (2) this device must accept any interference, including interference that may cause undesired operation of the device. This Class B digital apparatus complies with Canadian ICES-003. Cet appareil numérique de la classe B est conforme à la norme NMB-003 du Canada. Sony Ericsson S302 GSM 850/900/1800/1900 Sony Ericsson Mobile Communications AB eða dótturfyrirtæki þess í viðkomandi landi gefur út þessa handbók án allrar ábyrgðar. Sony Ericsson Mobile Communications AB getur gert endurbætur og breytingar á þessari handbók sem nauðsynlegar kunna að vera vegna prentvilla, ónákvæmni núverandi upplýsinga eða endurbóta á forritum og/eða búnaði hvenær sem er. Slíkar breytingar verða hins vegar gerðar á seinni útgáfum handbókarinnar. Allur réttur áskilinn. Sony Ericsson Mobile Communications AB, 2008 Athugið: Sum fjarskiptanet styðja ekki alla þá þjónustu sem fjallað er um í handbókinni. Þetta á einnig við um alþjóðlega GSM neyðarnúmerið 112. Vinsamlega hafðu samband við rekstraraðila fjarskiptanetsins eða þjónustuveituna leiki vafi á hvort hægt er að nota tiltekna þjónustu. Vinsamlegast lestu Áríðandi upplýsingar áður en þú notar farsímann. Myndir hafa það hlutverk að gefa notendum hugmynd um vöruna og ekki er víst að þær lýsi símanum nákvæmlega. Með símanum er hægt að hlaða niður, vista og framsenda viðbótarefni svo sem hringitóna. Notkun slíks efnis kann að vera takmörkuð eða bönnuð vegna réttar þriðja aðila, þar með talið, en ekki eingöngu, takmarkanir viðeigandi laga um höfundarrétt. Þú, en ekki Sony Ericsson, berð algera ábyrgð á því efni sem þú hleður niður í farsímann eða framsendir úr honum. Áður en þú notar utanaðkomandi efni, vinsamlegast sannvottaðu að ætluð not þín séu gerð með öllum viðeigandi leyfum eða séu samþykkt á annan hátt. Sony Ericsson ábyrgist ekki nákvæmni, samkvæmni eða gæði utanaðkomandi efnis né annars efnis frá þriðja aðila. Undir engum kringumstæðum er Sony Ericsson ábyrgt á nokkurn hátt vegna misnotkunar þinnar á utanaðkomandi efni eða efni frá þriðja aðila. Flýtiritunartæknin er notuð samkvæmt leyfi frá Zi Corporation. Bluetooth merkið og táknið eru eign Bluetooth SIG, Inc. og öll notkun Sony Ericsson á þeim er samkvæmt leyfi. MPEG Layer-3 afkóðunartækni fyrir hljóð á grundvelli leyfis frá Fraunhofer IIS og Thomson. Microsoft er skráð vörumerki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum. 41

42 Sony Ericsson Mobile Communications AB SE Lund, Sweden Printed in Country

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Notandahandbók Xperia M dual C2004/C2005

Notandahandbók Xperia M dual C2004/C2005 Notandahandbók Xperia M dual C2004/C2005 Efnisyfirlit Xperia M dual Notandahandbók...6 Síminn tekinn í notkun...7 Android hvað og hvers vegna?...7 Skjávernd...7 Kveikt og slökkt á tækinu... 7 Skjálás...

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Athugaðu að þú þarft að vera í Firefox til að geta notað Zotero. Zotero hjálparforritið samanstendur eiginlega af tvem forritsbútum. Annar keyrir í vafranum þínum og

More information

Stefna RIM um gagnaleynd

Stefna RIM um gagnaleynd Stefna RIM um gagnaleynd Research In Motion Limited, dótturfyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki ( RIM ) skuldbinda sig til að viðhalda langtímastefnu um gagnaleynd og öryggi persónuupplýsinga þinna, þ.e.

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

SNJALLÖRYGGI NOTENDALEIÐBEININGAR. Askalind 1 Kópavogur Sími Njarðarnesi 1 Akureyri Sími Nánar á oryggi.is

SNJALLÖRYGGI NOTENDALEIÐBEININGAR. Askalind 1 Kópavogur Sími Njarðarnesi 1 Akureyri Sími Nánar á oryggi.is SNJALLÖRYGGI NOTENDALEIÐBEININGAR SNJALLÖRYGGI Askalind 1 Kópavogur Sími 570 2400 Njarðarnesi 1 Akureyri Sími 470 2400 Nánar á oryggi.is TIL HAMINGJU MEÐ SNJALLÖRYGGIÐ Öryggismiðstöðin hefur allt frá árinu

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR VINSAMLEGAST LESTU ÞETTA SKJAL VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÚ SETUR UPP EÐA NOTAR HUGBÚNAÐINN. ÞESSI SAMNINGUR INNIHELDUR ÁKVÆÐI SEM TAKMARKA EÐA ÚTILOKA ÁBYRGÐ RIM GAGNVART ÞÉR

More information

User guide. SmartTags. NT3/SmartTagsST25a

User guide. SmartTags. NT3/SmartTagsST25a User guide SmartTags NT3/SmartTagsST25a Contents Introduction...3 What are SmartTags?... 3 Getting started... 4 Turning on the NFC function... 4 NFC detection area... 4 Smart Connect... 4 Using SmartTags...

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Manual Unihan UPWL6024

Manual Unihan UPWL6024 Manual Unihan UPWL6024 Federal Communications Commission Statement This device complies with FCC Rules Part 15. Operation is subject to the following i. This device may not cause harmful interference,

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

RefWorks - leiðbeiningar

RefWorks - leiðbeiningar RefWorks - leiðbeiningar www.refworks.com Munið ONLINE HELP Helstu kostir RefWorks: Unnið í forritinu yfir Internetið hvaðan sem er og gögnin geymast á netinu Hægt að hlaða niður tilvísunum beint og óbeint

More information

Bluetooth Sports Headphones

Bluetooth Sports Headphones Bluetooth Sports Headphones Model:4R0M FCC ID:S4L4R0M USER GUIDE Charging 1 2 Pairing 5 sec. 1 2 On / Off Volume up 3 sec. Next track Play / Pause 2 sec. Volume down Previous track 2 sec. Fitting R Wearing

More information

Grunnnámskeið í. forritsins. Einfaldlega Frontpage Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001.

Grunnnámskeið í. forritsins. Einfaldlega Frontpage Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001. Einfaldlega Frontpage 2000 S.Fjalar, vor 2001 Grunnnámskeið í notkun Frontpage forritsins Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001. Sigurður Fjalar Jónsson Einfaldlega

More information

RefWorks - leiðbeiningar

RefWorks - leiðbeiningar RefWorks - leiðbeiningar www.refworks.com Munið ONLINE HELP Helstu kostir RefWorks: Unnið í forritinu yfir Internetið hvaðan sem er og gögnin geymast á netinu. Hægt að hlaða niður tilvísunum beint og óbeint

More information

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Icc prófílar eru uppsláttartöflur sem innihalda annarsvegar RGB eða CMYK tölur og annarsvegar CIE L*a*b* eða CIE XYZ litalíkönum og lýsa samhenginu milli

More information

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson Lærum að útbúa PDF Efnisyfirlit Notkun PDF-skjala bls. 3 Berum saman Postscript (EPS) og PDF bls. 3 PDF bls. 3 Samantekt bls. 4 PDF-vinnuferlið bls. 4 Hvernig gerum við

More information

STAFRÆN. ljósmyndun. Karl Jeppesen og Marteinn Sigurgeirsson

STAFRÆN. ljósmyndun. Karl Jeppesen og Marteinn Sigurgeirsson Karl Jeppesen og Marteinn Sigurgeirsson Námsgagnastofnun 2007 Efnisyfirlit Stafræn myndavél Stafræna filman..................... 3 Yfirfærsla til tölvu.................... 4 Yfirfærsla beint frá myndavél...........

More information

Tölvuorðabókin hefur verið sett upp á neti Alþingis. Hana má finna með því að fara í START og ALL PROGRAMS. Eftirfarandi orðabækur eru aðgengilegar:

Tölvuorðabókin hefur verið sett upp á neti Alþingis. Hana má finna með því að fara í START og ALL PROGRAMS. Eftirfarandi orðabækur eru aðgengilegar: Tölvuorðabókin Almennt Tölvuorðabókin hefur verið sett upp á neti Alþingis. Hana má finna með því að fara í START og ALL PROGRAMS. Eftirfarandi orðabækur eru aðgengilegar: Ensk-íslensk og íslensk-ensk

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

LEDs: green = on amber = off blue = pairing red = replace battery. Press the power button to turn on / off.

LEDs: green = on amber = off blue = pairing red = replace battery. Press the power button to turn on / off. LEDs: green = on amber = off blue = pairing red = replace battery Press the power button to turn on / off. To pair via Bluetooth, press & hold the power button until the light flashes blue. LED: vert =

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365 SWAY SNIPPING TOOL Sway Office 365 https://www.microsoft.com/is-is/ Í forritinu Sway frá Microsoft er hægt að miðla upplýsingum á lifandi og skemmtilegan hátt og deila með öðrum. Skýrslur Kynningar Fréttabréf

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Do not expose this device to water or moisture of any kind. Do not mix new and old batteries or batteries of different types.

Do not expose this device to water or moisture of any kind. Do not mix new and old batteries or batteries of different types. 1 SAFETY WARNINGS AND GUIDELINES This device is intended for indoor use only. Do not expose this device to water or moisture of any kind. Do not mix new and old batteries or batteries of different types.

More information

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Samþykkt í framkvæmdastjórn HSS 18. apríl 2007 Unnið af nefnd um öryggi í upplýsingatækni skipaðri af framkvæmdastjórn HSS í febrúar 2007

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

MOVADO.COM/SMARTSUPPORT

MOVADO.COM/SMARTSUPPORT LANGUAGES ENGLISH... 3 FRANÇAIS... 4 ESPAÑOL... 5 REGULATORY INFORMATION... 6 MOVADO CONNECT POWERED BY ANDROID WEAR DOWNLOAD THE APP & GET STARTED AT MOVADO.COM/SMARTSUPPORT 3 MOVADO CONNECT POWERED BY

More information

802.11n, 2.4G 1T1R Wireless LAN PCI Express Half Mini Card

802.11n, 2.4G 1T1R Wireless LAN PCI Express Half Mini Card 802.11n, 2.4G 1T1R Wireless LAN PCI Express Half Mini Card WN6605LH Realtek RTL8191SE User s Manual Ben J. Chen 3/4/2010 Federal Communication Commission Interference Statement This equipment has been

More information

Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis

Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis Vísinda-, mennta- og gæðasvið Sigríður Sigurðardóttir Efnisyfirlit Almennt um PowerPoint... 2 Fyrstu skrefin... 3 Forritið ræst... 3 Vinnuumhverfið...

More information

Vefsmíðar. Kóðinn, HTML og CSS. Þessi bók er hluti af þriggja bóka flokki, hinar eru Viðmót, hönnun og verklag og Dreamweaver og önnur tól

Vefsmíðar. Kóðinn, HTML og CSS. Þessi bók er hluti af þriggja bóka flokki, hinar eru Viðmót, hönnun og verklag og Dreamweaver og önnur tól Vefsmíðar Kóðinn, HTML og CSS Þessi bók er hluti af þriggja bóka flokki, hinar eru Viðmót, hönnun og verklag og Dreamweaver og önnur tól Allar bækurnar eru aðgengilegar án endurgjalds á http://where.is/handbok

More information

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM Rögnvaldur Líndal Magnússon Jarðvísindastofnun Háskólans Háskóli Íslands maí 2012 RH-08-2012 1 PixelCalc Efnisyfirlit 1. PixelCalc

More information

DCH-G020 mydlink Connected Home Hub

DCH-G020 mydlink Connected Home Hub DCH-G020 mydlink Connected Home Hub User s Manual Version 01.0 Oct. 15 th, 2014 Manual Page 1 10/16/2014 1. PRODUCT DESCRIPTION The DCH-G020 is a Connected Home Z-Wave Gateway used to control a variety

More information

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1 Yfirlit i. Kynning 2 i. Vefhluti 3 ii. Þjóðskrá 3 iii. Lykilorð 3 ii. Innri hluti 4 i. Almennar leiðbeiningar 5 b. Iðkendur Forráðamenn 6 i. Iðkendur. 6 ii. Bæta / fjarlægja iðkenda hjá forráðamanni. 6

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

16+ HS300. Instructions for use. One Key Start/One Key Landing Function Headless Mode / One Key Return Altitude Hold Mode

16+ HS300. Instructions for use. One Key Start/One Key Landing Function Headless Mode / One Key Return Altitude Hold Mode 16+ HS300 Instructions for use One Key Start/One Key Landing Function Headless Mode / One Key Return Altitude Hold Mode usa@holystone.com ca@holystone.com By scanning the QR code or searching Holy Stone

More information

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2013

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2013 2013 Spock deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 16. mars 2013 Verkefni 11 Sort Margar forritunarkeppnir hafa dæmi þar sem keppendur eiga að raða lista af heiltölum. Þetta dæmi er aðeins öðruvísi,

More information

User s Manual. Twist & Learn Gorilla Pals VTech

User s Manual. Twist & Learn Gorilla Pals VTech User s Manual Twist & Learn Gorilla Pals 2009 VTech 91-101800-000-000 INTRODUCTION Thank you for purchasing the VTech Jungle Gym Twist & Learn Gorilla Pals! The VTech Jungle Gym Twist & Learn Gorilla

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

User Manual WHM520V. 1. Introduction. 2. Feature

User Manual WHM520V. 1. Introduction. 2. Feature User Manual 1 Introduction The module is wireless audio module based on AV5100 The AV5100 is 5GHz wireless audio SoC (System-on-chip), optimized for building point to multi-point digital wireless audio

More information

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Nýnemar Hvar eru tölvuver? Hvernig tengi ég fartölvuna við þráðlausa netið? Hvar fæ ég aðgang að Uglu? Hvernig nálgast ég tölvupóstinn minn? Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Flip over for English

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Frumdrög Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Skjal númer 2017070051 Dagsetning 20. október 2017 Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila við þeim

More information

skjá kort mús floppý ESD móðurborð tölva stýrikerfi kælivifta kort Harður diskur ROM SATA minni Tölvur og nettækni drif RAM tengibrú snúningshraði

skjá kort mús floppý ESD móðurborð tölva stýrikerfi kælivifta kort Harður diskur ROM SATA minni Tölvur og nettækni drif RAM tengibrú snúningshraði SATA minni stýrikerfi örgjörvi kort tengibrú PATA tölva Rafbók floppý snúningshraði vinnslu loft hraði RAM hugbúnaður kælivifta USB íhlutur Harður diskur drif lyklaborð kort diskur TB kæling skjá aflgjafi

More information

User Manual. Product Name:tablet Model Name:TM800A740M Brand Name:NuVision. Manufacture:Shenzhen Vastking Electronic Co.,LTD.

User Manual. Product Name:tablet Model Name:TM800A740M Brand Name:NuVision. Manufacture:Shenzhen Vastking Electronic Co.,LTD. User Manual Product Name:tablet Model Name:TM800A740M Brand Name:NuVision Manufacture:Shenzhen Vastking Electronic Co.,LTD. FCC Warning This device complies with part 15 of the FCC

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information

Mynd: Mismunandi FTTH-högun

Mynd: Mismunandi FTTH-högun Búnaður og tæki Passíf ljósnet (PON) P2MP og Ethernet P2P lausnir hafa um árabil verið notaðar víða um heim. Ýmis atriði hafa áhrif á val á búnaði, t.d. landfræðilegar aðstæður, viðskiptaáætlun o.s.frv.

More information

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 22.08.2014 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð í Landupplýsingagátt

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði CESAR Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði Leiðbeinandi: Elín Elísabet Torfadóttir Prófdómari: Hlynur Sigurþórsson Tölvunarfræðideild

More information

User s Manual Wireless Keyboard/Mouse & NANO Receiver MD-5110/MM-5110 & DG-5110

User s Manual Wireless Keyboard/Mouse & NANO Receiver MD-5110/MM-5110 & DG-5110 User s Manual Wireless Keyboard/Mouse & NANO Receiver MD-5110/MM-5110 & DG-5110 Page 1 of 7 FCC Statement This equipment has been tested and found to comply with the limits for a Class B digital device,

More information

12V Victor 888 User Manual

12V Victor 888 User Manual The Victor speed controllers are specifically engineered for robotic applications. The high current capacity, low voltage drop, and peak surge capacity make the Victor ideal for drive systems while its

More information

PowerView Remote Control Guide

PowerView Remote Control Guide FRONT: OPEN Group 3 Group 4 Group 2 Group 5 LEFT ARROW Sends the middle rail DOWN on Top-Down/Bottom-Up or Duolite products Group 1 Group 6 RIGHT ARROW Sends the middle rail UP on Top-Down/Bottom-Up or

More information

Polycom VoxBox Bluetooth/USB Speakerphone

Polycom VoxBox Bluetooth/USB Speakerphone SETUP SHEET Polycom VoxBox Bluetooth/USB Speakerphone 1725-49004-001C Package Contents Micro USB Cable 1.21 m 4 ft Carrying Case Security USB Cable 3 m 10 ft L-Wrench Optional Accessories Security USB

More information

INNKÖLLUNARSNIÐ. HEITI Kennitala stöðvar/stofu/læknis Ekki tómt. Kennitala stöðvar/stofu/læknis. Tíu stafa tala úr þjóðskrá án bandstriks.

INNKÖLLUNARSNIÐ. HEITI Kennitala stöðvar/stofu/læknis Ekki tómt. Kennitala stöðvar/stofu/læknis. Tíu stafa tala úr þjóðskrá án bandstriks. Eftirfarandi er lýsing á færslu- og skráarsniði sem Landlæknisembættið notar til að kalla inn samskiptaupplýsingar frá heilsugæslustöðvum og læknastofum. Tilgreind eru þau gagnasvið sem nauðsynleg eru.

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Murata Bluetooth mesh Node. Installation Guide

Murata Bluetooth mesh Node. Installation Guide Murata Bluetooth mesh ode Installation Guide Shipped Components Murata Bluetooth mesh ode (BCC2ZZ1PR) ocknut Page 1 Caution Installation and maintenance must be done in accordance with local, state and

More information

Transponder Reader TWN4 MultiTech 3 Quick Start Guide

Transponder Reader TWN4 MultiTech 3 Quick Start Guide Transponder Reader TWN4 MultiTech 3 Quick Start Guide Rev. 1.0 1. Introduction The transponder reader TWN4 is a device for reading and writing RFID transponders. There are different versions of TWN4 devices

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

User Manual. 1. Introduction. 2. Features

User Manual. 1. Introduction. 2. Features 1. Introduction User Manual AMPAK Technology would like to announce a low-cost and low-power consumption module which has all of the WiFi and Bluetooth functionalities. The highly integrated module makes

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar Þróunarverkefni í Sérdeild Vallaskóla skólaárið 2005-2006 Handbók Guðmundur B. Gylfason Kristín Björk Jóhannsdóttir Samstarfsfólk Lilja Björg Guðjónsdóttir þroskaþjálfi

More information

Fyrirtækjabanki mars Nokkrar aðgerðir

Fyrirtækjabanki mars Nokkrar aðgerðir Fyrirtækjabanki mars 2018 Nokkrar aðgerðir Mín síða Gefur notendum Fyrirtækjabanka greinargóða sýn á stöðu fyrirtækisins Notandi Fyrirtækjabanka stillir sína síðu Greinargóð sýn á fjárhagstöðu notandans

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

NV-WA40W. Installation and User Guide

NV-WA40W. Installation and User Guide NV-WA40W Installation and User Guide Introduction The NV-WA40W-AMP is a versatile 40-watt in wall zone amplifier perfectly suited to a variety of tasks. Its design allows two line level sources to be permanently

More information

DOWNLOAD KASA ADD TO KASA INSTALL AND POWER UP SAFETY FIRST

DOWNLOAD KASA ADD TO KASA INSTALL AND POWER UP SAFETY FIRST WELCOME TO KASA Let s get started with your new Wi-Fi Smart Dimmer. Kasa SAFETY FIRST Read and follow all safety precautions in the Kasa app. Ensure power is off at the circuit breaker before removing

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi fyrir vegagerðarverk Heimir Þór Gíslason 30 ECTS eininga ritgerð til meistaraprófs (MSc) í byggingaverkfræði með sérhæfingu í umferð og skipulagi Júní 2014 Verkbeiðna-

More information

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað GEYMIÐ! Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað 7 skref til verndar börnum Leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum? Börn eru fengin til að taka

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

CRUX II/BTGPS USER GUIDE. Model:D1598

CRUX II/BTGPS USER GUIDE. Model:D1598 CRUX II/BTGPS USER GUIDE Model:D1598 0 Federal Communication Commission Interference Statement This equipment has been tested and found to comply with the limits for a Class B digital device, pursuant

More information

SAFETY WARNINGS AND GUIDELINES

SAFETY WARNINGS AND GUIDELINES SAFETY WARNINGS AND GUIDELINES Turn off and unplug all equipment prior to making electrical connections, including speaker wire connections. Reduce the volume level prior to making any change to the audio

More information

GNSS multiconstellation, GPS+Glonass as a minimum; GSM; Accelerometer; SIM on Chip; Watch Dog; Power Management; RF transceiver; CAN Bus interface

GNSS multiconstellation, GPS+Glonass as a minimum; GSM; Accelerometer; SIM on Chip; Watch Dog; Power Management; RF transceiver; CAN Bus interface ZTE AT21 User Guide 1.1 Reference Architecture The reference architecture of the Kernel module is shown here below The main HW architecture features and physical constraints are summarized below: GNSS

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

FRAMLEIÐSLU UPPLÝSINGAR FYRIR MJÓLKURBÆNDUR

FRAMLEIÐSLU UPPLÝSINGAR FYRIR MJÓLKURBÆNDUR FRAMLEIÐSLU UPPLÝSINGAR FYRIR MJÓLKURBÆNDUR Þorsteinn Pálsson Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Þorsteinn Pálsson Kennitala: 290983-4369 Leiðbeinandi: Unnsteinn Snorri Snorrason Tækni-

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

N á m s tæ k n i. Árangur. Stuðningur. Tímaskipulag. Upplýsingar. Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu.

N á m s tæ k n i. Árangur. Stuðningur. Tímaskipulag. Upplýsingar. Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu. N á m s tæ k n i Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu. Árangur Viðhorf Sjálfsþekking Hugmyndir Hjálpartækni Verkefnavinna Áætlunargerð Upplýsingar Tímaskipulag

More information