Manfred Lemke. Greiningartæki til að kanna færni á sviði UST

Size: px
Start display at page:

Download "Manfred Lemke. Greiningartæki til að kanna færni á sviði UST"

Transcription

1 Manfred Lemke Greiningartæki til að kanna færni á sviði UST Niðurstöður úr KHÍ ágúst 2003 Skýrslan er hluti af rannsóknarverkefninu NámUST sem Kennaraháskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík eiga aðild að Desember 2005 Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands

2 Greiningartæki til að kanna færni á sviði UST. Niðurstöður úr KHÍ ágúst 2003 Manfred Lemke Gerð greiningartækisins hefur notið styrks frá menntamálaráðuneytinu og Starfsmenntaráði. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands Reykjavík 2005 ISBN X 2

3 1. Um greiningartækið 1.1. Almennt Greiningartækið á rætur sínar að rekja til starfs Símenntunarstofnunar KHÍ á árunum 1999/2000. Stofnunin fékk þá það verkefni að útbúa upplýsingatækninámskeið fyrir alla grunnskólakennara í Garðabæ. Eftir nokkra yfirlegu var það niðurstaðan að ekki væri hægt að legga af stað með námskeiðahald svo vel færi án þess að kortleggja færni og óskir kennara og samræma niðurstöður áherslum skólanna. Eftir ágæta reynslu í skólum Garðabæjar var ákveðið að bjóða greininguna öðrum skólum. Verkefnið var í fyrstu styrkt af Menntamálaráðuneytinu. Þegar í ljós kom að mjög margir skólar höfðu áhuga á greiningunni vaknaði áhugi á að rannsaka upplýsingarnar sem söfnuðust. Auk þess kom sú spurning fram hvort hægt væri að legga greininguna fyrir önnur skólastig. Með styrk frá starfsmenntaráði hefur tekist að endurbæta greiningartækið og aðlaga það öðrum skólastigum með því að bæta við og/eða taka út spurningar. Greiningartækið er nú þáttur í NámUST-verkefninu sem styrkt er af Rannís. Í kjölfar greiningarvinnu er áætlað að rannsaka gögn sem var safnað til að geta gefið mynd af tölvufærni kennara í íslenskum skólum um aldahvörf. Spurt er fyrst og fremst um færni og óskir þátttakenda. Hvorki viðhorf né kennslufræðilegt inntak UST er kannað að sinni. Í ýmsum rannsóknum hefur verið sýnt fram á samhengi milli færni kennara og getu þeirra til að nýta UST til að breyta/bæta kennsluhætti sína (Hakkarainen o.fl., 2001). Á þeim forsendum er sennilegt að færnilýsingar gefi nokkuð skýra mynd af notkun UST í kennslu. Ákveðinn vandi felst í því að greiningin byggist á því að þátttakendur meti eigin færni. Óraunhæft mat á eigin færni er mjög algengt á sviði UST og virðist þetta vera bæði aldurs- og kynjaskipt (Heneman, 1980; Jackson, Ervin, Gardner og Schmitt, 2001). Ungir karlmenn virðast hafa tilhneigingu til að ofmeta eigin færni en eldri konur vilja hins vegar gera sem minnst úr henni (Furnham, 2001). Til þess að draga úr þessari skekkju er nauðsynlegt að hafa spurningar sundurliðaðar og gefa svarendum svarmöguleika sem byggjast á lýsingu atferlis frekar en á orðum eins og illa, lítið, sjaldan, afar vel, o.s.frv. Engu að síður verður ávallt skekkja á milli svara og raunverulegrar færni þátttakenda. Sennilega myndu flóknari rannsóknir skila nákvæmari mynd af raunverulegri færni einstaklinga. En sjálfsmat rúmlega 1600 grunnskólakennara hefur sýnt að það dugir ágætlega til að gefa grófa mynd og velja þátttakendur á námskeið eftir því. 3

4 1.2. Spurningalistinn Spurningalistinn var í fjórum þáttum: 1. Námsvenjur/námsaðferðir. Ein spurning með fjórum svarmöguleikum. Þátttakandi merkir við þá námsaðferð á sviði UST sem lýsir hans eigin aðferð best. Tilgangur með þessari spurningu er að komast að því hvaða form kennslu hentar best. Hún getur þar að auki endurspeglað að vissu leyti viðhorf og sjálfstraust einstaklinga. Sem dæmi má nefna að þeir sem vilja námskeið sem fer skref fyrir skref eru líklegri til að hafa lítið sjálfstraust en þeir sem segjast læra af því að prófa og fikta. 2. Notkunarlýsing. Með því að svara 18 spurningum getur þátttakandinn lýst notkun sinni á ýmsum þáttum UST. Svarmöguleikar eru atferlismiðaðir og stighækkandi frá lítilli sem engri notkun upp í það að geta kennt öðrum að nota tiltekinn þátt. Alls eru fjórir svarmöguleikar. 3. Forgangsröðun atriða sem þátttakandi vill læra. Hér eru lýsingar á sautján aðferðum sem tengjast ekki endilega einstökum forritum, t.d. að skanna, hljóðvinnsla o. s. frv. Þátttakandinn merkir við á skalanum 1 5 hversu mikilvægan hann álítur umræddan þátt vera fyrir sálfan sig nú. 4. Forgangsröðun forrita sem þátttakandi vill helst læra á. Hér eru nefnd níu forrit og þátttakandinn forgangsraðar þeim á skalanum

5 Úrvinnsla Úrvinnslan fer þannig fram að notkunarlýsing og óskir þátttakenda verða borin saman. Alls voru 30 námskeið í boði: He iti Námskeið st Lýsing Skráarmeðferð 1 Windows I 1 Netið 2 Vefur í kennslu 4 Publisher I 2 PowerPoint 2 Word I 2 Windows II 2 Setja upp forrit 2 Að skanna 2 Frontpage 6 Access 4 Póstforrit 2 Um snyrtileg vinnubrögð við skjalavinnslu Stilla prentara og velja, ruslafatan, aðrar grunnaðgerðir Internet Explorer, hugtök, aðferðir, leitarvélar, efnisleit á Netinu Vefleiðangur sem náms- og kennsluaðferð Forritið kynnt þeim sem ekki þekkja PowerPoint fyrir þá sem ekki þekkja forritið Grunnatriði í Word (Workshop vinna) Sérhæfðar stillingar í Windows, örvhentir, fólk með sérþarfir o.fl. Leit að hentugum smáforritum á Netinu, prufukeyrsla, mat og hvernig þau eru fjarlægð aftur úr tölvunni. Hugtökin Freeware, Shareware og Evaluation koma við sögu. Grunnatriði við og um skönnun. - Grunnatriði í Frontpage kynnt og æfð. Markmið er að þátttakandinn ljúki við að búa til sinn eigin vef. Hann á að kunna að senda hann út á sitt vefsvæði og geta haldið honum við. Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna þekkingu á helstu Office - forritum. Grunnatriði gagnagrunnsforrita kynnt. Notendur læra að setja upp töflur og senda spurnir í grunninn. Helstu þættir póstforritsins skoðaðir og æfðir Námskeið st Lýsing Stafr. myndataka 2 Excel I 2 Excel II 4 Læra á forrit 2 Umbrot með Publisher 4 Word II 4 Myndvinnsla 6 WebCT I 4 Grunnatriði um stafrænar myndavélar og stafræna myndatöku. Varsla mynda rædd. Grunnatriði töflureiknis. Framsetning í myndrit. Flóknari aðgerðir, formúlur, myndræn framsetning, tengja síður og reiti, snið (útlit) á Excel skjölum. Fyrirlestur. Hvernig er hægt að læra að læra á forrit og hvers vegna er það nauðsynlegt? Publisher fyrir lengra komna. Sérstök áhersla er lögð á Umbrotsvinnu. Hvað einkennir smekkleg skjöl, hvaða gildrur ber að forðast. Stílar, efnisyfirlit, tilvísanir í sama skjali og út fyrir það. Farið verður í aðalatriði myndvinnslu í tengslum við þann hug- og vélbúnað sem skólinn á eða ætlar að festa kaup á. Megináhersla er lögð á aðföng (stafræn myndataka, skönnun o.s.frv.), geymslu og prentun/birtingu á skjá. Grunnatriði í WebCT, engin þekking nauðsynleg WebCT II 4 WebCT fyrir lengra komna Gagnagrunns -tengdir vefir 6 Grunn-námskeið Kennsluvefir 4 Smíði kennsluvefs Hljóðvinnsla 4 Hljóðvinnsla einkum fyrir vefinn Vídeóvinnsla 8 Vídeóvinnsla með forritinu Windows Movie Maker Nvivo 4 Nvivo fyrir byrjendur SPSS I 6 SPSS fyrir byrjendur SPSS II 6 SPSS fyrir lengra komna EndNote 4 Endnote - námskeið einkum fyrir byrjendur 5

6 Þátttakendum er raðað á námskeið eftir niðurstöðum bæði notkunarlýsingar og óskalista. Til dæmis veljast þeir sem segjast nota tölvur mjög lítið á grunnnámskeið. Ef þessi sami einstaklingur óskaði eftir þátttöku í flóknu námskeiði eins og t.d. Access gagnagrunnar, þá fær hann ekki að taka þátt að sinni. Námskeið sem krefjast ekki sérlega mikillar tölvufærni, eins og t.d. stafræn myndataka eru hins vegar öllum opin. Úrvinnslan stýrir því að þátttakendur með svipaða færni sæki sama námskeiðið. Helsti kosturinn er að námskeiðin geta verið beinskeyttari og meiri líkur eru á að þátttakendur fái kennslu við sitt hæfi. 6

7 2. Niðurstöður 1.3. Þátttaka Alls svöruðu 61 kennari og 17 aðrir starfsmenn. Svarhlutfallið er 58 % hjá kennurum en aðeins 27 % hjá öðrum starfsmönnum (miðað við tölur úr ársskýrslu KHÍ 2001). Varasamt er að yfirfæra ályktanir sem dregnar eru af úrtakinu á alla starfsmenn skólans. Það gildir um báða hópa starfsmanna en einkum um aðra starfsmenn en kennara, því að stafsvettvangur þeirra er mjög fjölbreytilegur og má því álykta að tölvufærni sé það sömuleiðis Námsaðferðir Almennt má segja að svörin hafi komið á óvart. Sérstaklega vekur athygli að mjög fáir fullyrða: Bækur hjálpa mér meira en reglubundin námskeið. Ég læri upp á eigin spýtur, eigin hraða. Hefðbundin kennsla gerir mér ekki sama gagn. Af kennurum KHÍ völdu 3 % þessa fullyrðingu á móti aðeins 2 % í grunnskólum. Nú á eftir að meta hvort þetta er áfellisdómur fyrir kennsluefni á prenti eða hvort fólki er einfaldlega ekki kunnugt um kennsluefni og námsaðferðir í sjálfsnámi. Þessar niðurstöður eru að mínu mati sérstaklega forvitnilegar vegna þess að við erum að skoða stétt sem ætti sannarlega að vera í stakk búin að tileinka sér þekkingu úr bókum, enda er það eitt helsta viðfangsefni hennar. Kennarar Annað starfsfólk 6 5 segja segja 2 0 segja 10 1 segja Ég læri best á námskeiðum. Ég vil vita hvernig hlutirnir eru gerðir skref fyrir skref. Síðan æfi ég mig og get notað þekkinguna við dagleg störf. Mér finnst gott að sitja námskeið, en ég vil hafa frelsi til að uppgötva sjálf(ur). Best væri fyrir mig að hafa aðgang að kennara af og til, að öðru leyti læri ég sjálfstætt. Bækur hjálpa mér meira en reglubundin námskeið. Ég læri upp á eigin spýtur, á eigin hraða. Hefðbundin kennsla gerir mér ekki sama gagn. Ég prófa mig áfram í forritum, nota sjaldan hjálpargögn eða aðstoð frá öðrum. - Þetta kom bara smám saman. Tafla 1: Samanburður á svörum kennara KHÍ og annarra starfsmanna um námsaðferðir 7

8 Þegar svör úr KHÍ (allir starfsmenn) eru borin saman við niðurstöðurnar úr grunnskóla eru tveir þættir verulega ólíkir. Mest skiptir að hlutfall þeirra sem vilja hafa aðgang að kennara af og til og vilja fá opin námskeið er verulega hærra í KHÍ en í grunnskólum eða 71 % á móti 47 %. Rúmlega helmingi fleiri fiktara má finna innan KHÍ en í grunnskólum. Svo virðist sem aðallega lengra komnir notendur segist hafa öðlast þekkingu sína með því að prófa og fikta. Aðeins einn af þeim var ekki kennari. Áhugavert að þeir skiptast jafnt í karla og konur (kynjahlutfall svarenda er 54:27 konum í hag). Nú gæti verið áhugavert að komast að því hvort sjálfsmat þeirra sé sambærilegt þeim sem sækja gjarnan námskeið. Mynd 1: Samanburður kennara í KHÍ við grunnskólakennara (1633 grunnskólakennarar) 8

9 1.5. Notkunarlýsingar Í þessum kafla er fjallað um hvernig þátttakendur lýsa notkun sinni á UST. Spurningar voru átján, þar af sex sérsniðnar fyrir KHÍ. Hinar tólf hafa einnig verið lagðar fyrir grunnskólakennara. Röð spurninga var þó breytt. Þeir grunnskólakennarar sem sögðust búa yfir mjög lítilli tölvufærni fengu ekki upp þrjár spurningar sem fjalla um tiltölulega flókna tölvuvinnslu, þ.e. margmiðlun, töflureikni og gagnagrunnsforrit. Í KHÍ fengu allir þátttakendur sömu spurningar óháð því sem þeir svöruðu. Einkunnir lyklast þannig að 1 merkir að þátttakandinn hefur merkt við lægsta kostinn en þegar hann merkti við hæsta kostinn fær hann 4. Lægsti valkosturinn er jafngilt Ég nota tiltekna tækni afar sjaldan sem túlkast hér þannig að þátttakandinn hafi litla eða mjög litla færni. Hæsti valkosturinn merkir að hann treysti sér til að kenna öðrum að nota viðkomandi aðferð/tækni. Í skalanum eru tvö millistig sem lýsa stígandi færnistigi. Til samanburðar: Niðurstöður úr grunnskólum landsins, 1633 kennarar 2,90 2,39 2,90 2,10 2,61 2,45 2,63 2,69 2,10 Almenn Skjalavinnslvinnslingaleipóstur Rit- Grafík Prentun Upplýs- Tölvu- Internet Siðfræði færni 3,69 2,90 3,20 2,43 3,07 3,00 3,69 3,23 2,54 Töflureiknagrunnamiðlun Gagna- Marg- Vefgerð Kennslu Póst- WebCT Tal- Hamar -vefir listar glærur 1,95 1,46 2,49 2,07 2,23 2,72 2,46 1,28 1,26 1,64 1,15 1,60 1 er lægsta einkunn en 4 er hæst. Þeir sem svöruðu ekki eru ekki teknir með. Tafla 2: Notkunarlýsingar kennara KHÍ í einkunnum Greinilega kemur fram að kennarar KHÍ eru lengra komnir á öllum sviðum sem mæld voru. Áhugavert er að sjá að færniprófíllinn er nánast eins nema hvað hann er hærri í KHÍ. Eina undantekningin er tölvupóstur. Þar ber KHÍ af enda er tölvupóstur snar þáttur í starfi allra kennara. (sjá einnig mynd 2). Sex þættir hafa engar samanburðartölur, það eru spurningar sem bættust við sérstaklega fyrir KHÍ. 9

10 Mynd 2: Notkunarlýsingar kennara sem myndrit Til grundvallar niðurstaðna úr grunnskólum liggja um 1600 þátttakendur í greiningunni á árunum 2001 til Notkun lýst með einkunnum Almenn færni Skjalavinnsla Ritvinnsla Internet Siðfræði Vefgerð WebCT Grafík Prentun Upplýsingaleit Tölvupóstur Töflureiknar Gagnagrunnar Margmiðlun Kennsluvefir Póstlistar Talglærur Hamar Svara ekki Lægsta einkunn Hæsta einkunn Mynd 3: Notkunarlýsingar kennara með einkunnum Á mynd 3 koma þrír hópar fram: Þeir sem gefa sér hæstu og lægstu einkunn og þeir sem svara ekki. Ef súlur eru almennt lágar eða jafnvel ekki fyrir hendi eins og t.d. í siðfræði eða skjalavinnslu, merkir það að flestir búa yfir færni í meðallagi. Í raun eru gulu súlurnar mikilvægastar, þær sýna okkur hve margir telja sig hafa litla sem enga reynslu/færni á tilteknu sviði. Það er skólans að ákveða hvernig ætti að forgangsraða þáttunum. Eflaust eru til dæmis talglærur meira aðkallandi en gagnagrunnar, svo eitt dæmi sé nefnt. Svörun er eins og fram kemur ljómandi fín. 10

11 Staða starfsmanna WebCT Póstlistar Kennsluvefir Talglærur Hamar Almenn færni 100% 80% 60% 40% 20% 0% -20% Skjalavinnsla Ritvinnsla Grafík Prentun Upplýsingaleit Vefgerð Tölvupóstur Margmiðlun Internet Gagnagrunnar Töflureiknar Siðfræði Mynd 4: Notkunarlýsingar starfsmanna sem myndrit Notkun lýst með einkunnum Almenn færni Skjalavinnsla Ritvinnsla Internet Siðfræði Vefgerð WebCT Grafík Prentun Upplýsingaleit Tölvupóstur Töflureiknar Gagnagrunnar Margmiðlun Kennsluvefir Póstlistar Talglærur Hamar Svara ekki Lægsta einkunn Hæsta einkunn Mynd 5: Notkunarlýsingar starfsmanna með einkunnum Hjá öðrum starfsmönnum en kennurum (mynd 4 og 5) kemur greinilega fram að kennslutengd viðfangsefni skipta minna máli. Tólf af sautján svarendum segja til dæmis enga þekkingu hafa af WebCT og fjórir svara ekki. Athygli vekur að þættir sem eru almennara eðlis eins og t.d. ritvinnsla eru ekki áberandi há. Þættir sem skera sig úr eru töflureiknir og gagnagrunnar, en að öðru leyti er meðalfærni annarra starfsmanna heldur neðar en kennara. Líklegsta skýring er að aðrir starfsmenn fást oft við sértæk verkefni og því er dreifing þekkingar/færni þeirra mun meiri. Útilokað er að draga ályktanir um allan starfsmannahópinn, því að svarhlutfallið var eins og áður er nefnt aðeins 27%. 11

12 Óskir kennara - færniþættir WebCT Gagnagrunnstengdir vefir Kennsluvefsmíði Vefsmíði, einkavefur Hljóðvinnsla Videovinnsla Almenn myndvinnsla fyrir vef og prentgripi Að búa til smekklega prentgripi (layout - fræði, Publisher fyrir lengra komna) Nota netið sem upplýsingaveitu. Finna efni til að nota í kennslu, upplýsingar, myndir, o.s.frv. Nota vef í kennslu (vefleiðangrar) Vinna með stafrænar myndavélar Nota skanna Jaðartæki: Prentarar, skannar, myndavélar. Að tengja þau og setja upp Læra að læra á forrit Læra vel á Window s Setja upp og taka út forrit Umgangast skrár og skráarsöfn, bæði á tölvunni og staðarneti. Mynd 6: Óskir kennara - færniþættir Mynd 6 sýnir okkur hvað kennarar vilja helst læra. Hér er um að ræða færniþætti mikið til óháða því hvaða forrit eru notuð. Áberandi er að margir setja þætti sem snúa að beinni tölvutækni, þ. e. læra á jaðartæki, Windows og setja upp forrit síðast í forgangsröðina. Þátturinn: Læra að læra á forrit er heldur ekki vinsæll. Vefsmíði og myndvinnsla fyrir vef eru efst á forgangslistanum. Önnur viðfangsefni sem tengjast beint hagnýtingu UST í kennslu, eins og hljóðvinnsla og notkun vefs í kennslu eru mjög ofarlega. Ef litið er til forrita (Mynd 7) þá kemur fram samræmi milli færniþátta og forrita: Flestir setja Frontpage efst á forgangslista. Við þessu má bæta að þó nokkur fjöldi kennara óskar eftir öðru vefgerðarforriti en FrontPage, flestir nefna DreamWeaver. Kennarar hafa áhuga á að auka færni sína í Word. Auk þess eru Photoshop og Endnote ofarlega í forgangsröðinni. Spurt var um SPSS, en því miður var bilun í gagnasöfnuninni og niðurstöður vistuðust ekki. 12

13 Óskir kennara - forrit Photoshop Nvivo Endnote Publisher Word2 Word1 Access Forgang Excel Frontpage Pow erpoint Mynd 7: Óskir kennara - forrit Eins og í færnilýsingum eru óskalistar annarra starfsmanna sundurleitari en hjá kennurum (mynd 8). Hér er það umbrot (layout) og að búa til prentgripi sem er efst. Ekki virðist mikil eftirspurn eftir vefsmíði í þessum hópi. Myndvinnsla er einnig hér ofarlega á forgangslistanum. Óskir starfsmanna - færniþættir WebCT Gagnagrunnstengdir vefir Kennsluvefsmíði Vefsmíði, einkavefur Hljóðvinnsla Videovinnsla Almenn myndvinnsla fyrir vef og prentgripi Að búa til smekklega prentgripi (layout - fræði, Publisher fyrir lengra komna) Nota netið sem upplýsingaveitu. Finna efni til að nota í kennslu, upplýsingar, myndir, o.s.frv. Nota vef í kennslu (vefleiðangrar) Vinna með stafrænar myndavélar Nota skanna Jaðartæki: Prentarar, skannar, myndavélar. Að tengja þau og setja upp Læra að læra á forrit Læra vel á Window s Setja upp og taka út forrit Umgangast skrár og skráarsöfn, bæði á tölvunni og staðarneti Mynd 8: Óskir starfsmanna - færniþættir Mynd 9. Nokkra furðu vekur að flestir eru með Frontpage fremst í forgangsröðinni þó að þeir hafi ekki sett vefsmíði í forgang. Ein skýring gæti verið að þeir séu að hugsa um aðra vefi en þá sem nefndir eru sem dæmi í spurningalistanum. Áhugavert er auk þess hversu fáir velja sér Word II, þó að færnilýsingar gefi til kynna tiltölulega litla færni. Líklegasta skýring er að í hópnum eru stafsmenn sem nota Word lítið eða sætta sig við þá færni sem þeir búa yfir. 13

14 Óskir starfsmanna - forrit Photoshop Nvivo Endnote Publisher Word2 Word1 Access Excel Frontpage Pow erpoint Mynd 9: Óskir starfsmanna - forrit 3. Námskeið Farin verður sú leið að miða námskeiðin einkum við kennara. Aðrir starfsmenn geta skráð sig á námskeið eða óskað eftir námskeiðum, t.d. sérhæfðum námskeiðum fyrir einstakar deildir. Þessi tilhögun er valin fyrst og fremst vegna ólíkra hagsmuna þeirra sem kenna og annarra stafsmanna. Skráning á námskeið (töflur 3 og 4) er niðurstaða vélrænnar úrvinnslu. Ef þátttakandi hakaði óvart við rangan reit þá getur það haft í för með sér að hann skráist á námskeið sem hann á ekki erindi á en velst ekki á námskeið sem hann ætti í raun að sækja. Nauðsynlegt því er að fara yfir námskeiðsáætlun með starfsmönnum og athuga með hverjum og einum hvort viðkomandi áætlun getur staðist. Að sjálfsögðu er starfsmönnum frjáls þátttaka. En engu að síður veltur skilvirkni námskeiðahaldsins á því að aðeins þátttakendur með svipuð markmið og færni sæki sama námskeiðið. Þegar þátttakendafjöldi er mikill þarf að endurtaka námskeiðin og þá kemur til greina að hafa námskeiðin á ólíkum tímum eða með ögn ólík markmið. Þá mætti hafa námskeiðin á mismunandi stöðum (Skipholt, Laugarvatn, Stakkahlíð). Með því að breyta lágmarks- og hámarksfjölda í hópum er hægt að finna hagkvæmustu útfærsluna hverju sinni miðað við kennslustundir og nemendafjölda. Æskilegt er að raða námskeiðum þannig að byrjendanámskeiðin komi fyrst. Það gefur möguleika á stígandi fyrir þá sem eru fremur stutt á veg komnir. Mest áríðandi eru eftirfarandi námskeið: Vefsíðugerð með Frontpage, myndvinnsla, talglærur, Publisher og kennsla í umbroti. WebCT virðist ekki vera ofarlega á óskalistanum og er það án efa góðri þjónustu og þar af leiðandi góðri almennri færni að þakka. 14

15 Tafla 3: Námskeiðalisti kennara KHÍ Kennarar Námskeiðsnúmer Tímar Athugið forsendurnar í athugasemdunum sem fylgja hverjum reit Nöfn Skráarmeðferð Windows I Netið Vefur í kennslu Publisher I Powerpoint Word I Windows II Setja upp forrit Að skanna Stafr. myndataka Excel I Excel II Læra á forrit Layout með Publishe Allyson Macdonald x x x x x x x x x x x x 7 2 Amalía Björnsdóttir x x x x x x x x x x x x 5 3 Anna S. Þráinsdóttir x x x x x x x x x x x x x 8 4 Ann-Helen Odberg x x x x x x 5 þátttakenda Torfadóttir x x x x x x x x x 5 5 Anton Bjarnason x x 1 6 Arna H. Jónsdóttir x x x x x x x x x x x x x 9 7 Auður 8 Árni Stefansson x x x x x x x x x x 7 9 Ásrún Tryggvadóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x Ástríður Stefánsdóttir x x x x x x x x 6 11 Baldur Kristjánsson x x x x x x x x x x x 6 12 Baldur sigurðsson x x x x x x x x 4 13 Brynhildur Briem x x x x x x x x x x x x x x Brynjar Ólafsson x x x x x x x 3 15 Börkur Hansen x x x x x x x x x x x x x x x 9 16 Dr Rosa Gunnarsdottir x x x x x x x x x x x 7 17 Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson x x x x x 3 18 Elsa Sigríður Jónsdóttir x x x x x x x x x x 7 19 Erla Kristjánsdóttir x x x x x x x x x x 6 20 Fríður Ólafsdóttir x x x x x x x x x x 7 21 Gretar L. Marinósson x x x x x x x x x x x x x 7 22 Guðný Helga Gunnarsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x Guðrún Krstinsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x 9 24 Gunnar J. Gunnarsson x x x x x x x x x x x x x x x x x x Gunnhildur Óskarsdóttir x x x x x x x x x x x x 9 26 Hafdís Guðjónsdóttir x x x x x x x x x x x x x 8 27 Hafþór B. Guðmundsson x x x x x x x x x x x x 8 28 Hafþór Guðjónsson x x x x 3 29 Hanna Ragnarsdóttir x x x x x x x x x x x 6 30 Helga Rut Guðmundsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x Helgi Skúli Kjartansson x x x 3 32 Hlín Helga Pálsdóttir x x x x x x x 5 33 Hrafnhildur Ragnarsdóttir x x x x x x x x x x x x x x 9 34 Ingibjörg H. Harðardóttir x x x x x x x x x x 7 35 Ingvar Sigurgeirsson x x x x x x x x x x 5 36 Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x Jóhanna Karlsdóttir x x x x x x x x 6 38 Jóhanna Þórðardóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x x Jón Jónasson x x x x x x x 3 40 Jón Reykdal x x x x x x x x x x x x x x x x Jónína Kristinsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x Karl Jeppesen x x x x x x x 3 43 Kári Jónsson x x x x x x x x x x x 7 44 Kristín Á. Ólafsdóttir x x x x x x x x 6 45 Kristín Hildur Ólafsdóttir x x x x x x x x x x x x x 8 46 Kristín Norðdahl x x x x x x x x x x x x x x x Lilja M. Jónsdóttir x x x x x x x x x x x x 9 48 Loftur Guttormsson x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x Meyvant Þórólfsson x x x x x x x x x 7 50 Ólafur H. Jóhannsson x x x x x x x x 5 51 Ragnhildur Bjarnadóttir x x x x x x 3 52 Rannveig A. Jóhannsdóttir x x x x x x x x x x 7 53 Samuel Lefevre x x x x x 2 54 Sólveig Jakobsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x Steinunn Helga Lárusdóttir x x x x x x x x x x 6 56 Torfi Hjartarson x x x x x x x x x x x x x x x x x x x Veturliði Óskarsson x x x x x x x x 3 58 Þorsteinn Helgason x x x x x x x x x x x 7 59 Þórdís Þórðardóttir x x x x x x x x x x x x x x 8 60 Þórunn Blöndal x x x x x x x x x x x x x x x Örn Ólafsson x x x x x x x x x x x x x 7 Kenndir tímar Þátttakendafjöldi: Nemendastundir: Námskeiðsstundir: Word II 2 námskeið min. 3 námskeið Frontpage min. 3 námskeið Access min. 3 námskeið Póstforrit Myndvinnsla 2 námskeið WebCT I 2 námskeið WebCT II 2 námskeið Gagnagrunnst. vefir 2 námskeið Kennsluvefir Hljóðvinnsla 2 námskeið Videóvinnsla Nvivo 2 námskeið SPSS I min. 3 námskeið SPSS II EndNote Námskeið min. 3 námskeið min. 3 námskeið 2 námskeið 2 námskeið 2 námskeið min. 3 námskeið min. 3 námskeið min. 3 námskeið min. 3 námskeið min. 3 námskeið Lágmarksfjöldi í hóp: 6 Hámarksfjöldi í hóp: 16 Vinsamlega athugið: Niðurstöður þessar eru unnar sjálfvirkt upp úr könnunum. Því getur verið að þær endurspegli ekki nákvæma símenntunarþörf einstakra starfsmanna. Það er því óhjákvæmilegt að aðlaga þessa skrá raunverulegum aðstæðum og ennfremur að gefa kennurum kost á að skrá sig sjálfir eða afþakka þátttöku. 15

16 Tafla 4: Námskeiðalisti starfsmanna KHÍ aðrir starfsmenn en kennarar Námskeiðsnúmer Tímar Athugið forsendurnar í athugasemdunum sem fylgja hverjum reit Skráarmeðferð Windows I Netið Vefur í kennslu Publisher I Powerpoint Word I Windows II Setja upp forrit Að skanna Stafr. myndataka Excel I Excel II Læra á forrit Layout með Publishe Kristín Indriðadóttir x x x x x x 4 2 Elín Dögg Guðjónsdóttir x x x x x x 5 3 Björg Gísladóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x 14 4 Sigríður Pétursdóttir x x x x x x x x x 8 5 Sigurður Jónsson x x x x x x x x x x x x 9 6 Elín Thorarensen x x x x x x x x x x x 7 7 Áslaug Nöfn Björk Eggertsdóttir x x x x x x x x x x x x x x 12 8 Elínborg Stefánsdóttir x x x x x x x x 5 9 Guðrún þátttakenda Sóley Guðjónsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x Svanhildur Kaaber x x x x x x x x x x x x x x x x x x x Guðrún Karlsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x Guðrún Magnúsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x x Sólveig María Þorláksdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x Kolbrún Sigurðardóttir x x x x x x x x x x x x 7 15 Þórhildur S. Sigurðardóttir x x x x x x x x x x x x x x 8 16 Linda Erlendsdóttir x x 1 17 Margrét Magnúsdóttir x x x x x x x x x x x x x x x x x x 12 Kenndir tímar Þátttakendafjöldi: Nemendastundir: Námskeiðsstundir: Word II Frontpage Access Póstforrit Myndvinnsla WebCT I WebCT II Gagnagrunnst. vefir Kennsluvefir Hljóðvinnsla Videóvinnsla Nvivo SPSS I SPSS II EndNote Námskeið Tillaga að skipulagi námskeiða: sept - nóv des. feb. mars. - maí Talglærur EndNote Nvivo Word II Videovinnsla Frontpage vefsmíði kennsluvefir Frontpage vefsmíði einkavefir Vefsmíði með öðrum forritum Publisher I Vefur í kennslu Gagnagrunnstengdir vefir Myndvinnsla Hljóðvinnsla Access Excel I Excel II SPSS Stafræn myndataka Umbrot með Publisher Powerpoint Að skanna Hér koma ekki öll námskeið fram sem eru í námskeiðalistunum. Ástæðan er að sum námskeið falla niður og um önnur námskeið er álitamál hvort þau séu áríðandi. Námskeiðalistinn nefnir ekki neitt sérstakt námskeið sem heitir Talglærur en það er mikil eftirspurn eftir því og þess vegna nauðsynlegt að halda slíkt námskeið hið fyrsta. Raunar á eftir að undirbúa sérstaka tölvu (Streymir) til að taka á móti slíkum glærum, svo að fleiri en 10 geti skoðað sömu glæruna samtímis. Mikilvægt er að námskeið verði aðeins í boði þegar tryggt er að stoðþjónusta og búnaður sé fyrir hendi og í lagi svo að kennarar geti nýtt nýja þekkingu strax í kennslu sinni. 16

17 4. Heimildir Furnham, A. (2001). Self-estimates of intelligence: Culture and gender difference in self and other estimates of both general (g) and multiple intelligences. Personality and individual differences, 31(2001), Hakkarainen, K., Muukonen, H., Lipponen, L., Ilomäki, L., Rahikainen, M. og Lehtinen, E. (2001). Teachers' information and communication technology (ICT) skills and practices of using ICT. Journal of technology and teacher education (JTATE), 9(2), af Heneman, H. G. (1980). Self assessment: A critcal analysis. Personnel psychology, 33, Jackson, L. A., Ervin, K. S., Gardner, P. D. og Schmitt, N. (2001). Gender and the internet: women communicating and men searching. Sex roles, 44(5/6),

18 5. Viðauki Spurningalistar Spurningar sem hafa verið lagðar fyrir alla þátttakendur Notkunarlýsingar Hvernig lærir þú best og mest (á sviði upplýsingatækni)? 1. Ég læri best á námskeiðum. Ég vil vita hvernig hlutirnir eru gerðir skref fyrir skref. Síðan æfi ég mig og get notað þekkinguna við dagleg störf. 2. Mér finnst gott að sitja námskeið en ég vil hafa frelsi til að uppgötva sjálf(ur). Best væri fyrir mig að hafa aðgang að kennara af og til, að öðru leyti læri ég sjálfstætt. 3. Bækur hjálpa mér meira en reglubundin námskeið. Ég læri upp á eigin spýtur, á eigin hraða. Hefðbundin kennsla gerir mér ekki sama gagn. 4. Ég prófa mig áfram í forritum, nota sjaldan hjálpargögn eða aðstoð frá öðrum.,,þetta kom bara smám saman. I. Almenn tölvunotkun 1. Ég nota tölvu afar sjaldan. 2. Ég get notað tölvu til að opna nokkur forrit. Þessi notkun hefur lítil áhrif á mín daglegu störf. Ég þarf oft að fá aðstoð. 3. Ég nota tölvu við mörg dagleg störf. Ég get stillt og aðlagað tölvu og tengt við hana ýmsan ytri vélbúnað, hlaðið inn forritum, prentað og notað flest verkfæri stýrikerfisins (t.d. ruslafötuna og skjalaleit). 4. Ég nota tölvur daglega við flest störf. Ég get haft fleiri en eitt forrit í gangi einu og get haft nokkra glugga opna samtímis. Ég leita að forritum og aðferðum sem geta auðveldað vinnu mína. Ég þekki tölvur nægilega vel til að geta kennt öðrum grunnhugtök og aðferðir. II. Skjalavinnsla 1. Ég vista sjaldan þau skjöl sem ég bý til á tölvum. 2. Ég get valið, opnað, vistað og eytt skjölum af mismunandi drifum og möppum. 3. Ég vista skjölin mín á skipulegan hátt og get fundið þau auðveldlega. Ég tek afrit af skjölum og geymi þau á diski eða öðrum geymslubúnaði með reglulegu millibili. 4. Ég nota aðferðir til að vista og geyma skjöl þannig að ég spara vinnslupláss á harðdiski tölvunnar. Ég þekki slíkar geymsluaðferðir nægilega vel til að kenna öðrum grunnhugtök og aðferðir. III. Ritvinnsla, t.d. Word 1. Ég nota ritvinnsluhugbúnað afar sjaldan. 2. Ég nota stundum ritvinnsluhugbúnað til að útbúa einföld skjöl sem hægt er að breyta og nota aftur. 3. Ég nota ritvinnsluhugbúnað til að útbúa flest skjöl sem tengjast starfi mínu. Ég get athugað stafsetningu, mótað og breytt útliti skjala. Ég get einnig forskoðað og prentað alla mína vinnu. 4. Ég nota ritvinnsluhugbúnað ekki eingöngu við vinnu heldur get einnig kennt öðrum að nota hann. 18

19 IV. Notkun myndefnis (ClipArt, ljósmyndir, teikningar, o.s.frv.) 1. Ég nota mjög sjaldan myndefni í ritvinnslu eða kynningum. 2. Ég get opnað og búið til einfaldar myndir með því að nota teikniforrit eða,,auto shapes í Officeforritum. 3. Ég nota bæði tilbúið myndefni og einfaldar myndir sem ég bý til, til að setja í ritvinnsluskjöl og kynningarefni. Ég get breytt myndum, breytt stærð þeirra og sett þær á síðu. Ég get notað flest teikniverkfærin. 4. Ég get notað klemmuspjaldið (clipboard) til að færa myndefni milli forrita. Ég nota myndefni í vinnunni og með öðrum til að bæta samskiptahæfileika þeirra. Ég get notað myndefni og ritvinnslu til að búa til,,dreifingarhæf fréttabréf. V. Notkun prentara 1. Ég prenta afar sjaldan. 2. Mér gengur vel að prenta allt það sem ég þarf, en þegar prentunin tekst ekki, þarf ég að biðja einhvern um aðstoð. Ég get þó bætt pappír á prentara. 3. Ég get leyst einfaldar bilanir, skipt um litahylki/tóner og fjarlægt pappírsflækjur. 4. Ég get notað,,printer setup valgluggann t.d. til að velja nettengdan prentara Ég get leyst flest prentaravandamál og kennt öðrum að leysa þau einnig. VI. Upplýsingaleit 1. Ég nota sjaldan tölvur til að leita að upplýsingum. 2. Ef ég fæ aðstoð get ég aflað upplýsinga á stafrænum upplýsingamiðlum (s.s. vefjum, margmiðlunardiskum). 3. Ég get valið, safnað, greint, metið og vistað upplýsingar frá mismunandi stafrænum upplýsingamiðlum. 4. Ég aðstoða aðra við að velja, safna, greina, meta og vista upplýsingar frá mismunandi stafrænum upplýsingamiðlum (s.s. vefjum, margmiðlunardiskum). VII. Tölvupóstur 1. Ég nota tölvupóst afar sjaldan. 2. Ég get búið til, sent og tekið á móti tölvupósti. 3. Ég nota tölvupóst til að biðja um og senda upplýsingar. 4. Ég hjálpa öðrum að nota tölvupóst til að biðja um og senda upplýsingar. VIII. Netið 1. Ég nota Netið afar sjaldan. 2. Ég fer af og til á Netið og get notað áhöld á áhaldastikunni eins og t.d.,,back,,,home, og,,open. 3. Ég fer reglulega á Netið til að finna upplýsingar eða til að kynnast einhverju nýju. Ég nota leitarvélar til þess að auðvelda mér leitina. Ég nota áhöld eins og t.d.,,search,,,options og,,favorites til að finna og vista upplýsingar. 4. Ég get hjálpað öðrum að vafra um Netið og sýnt þeim hvernig hægt er að nýta það við vinnu. IX. Skilningur á siðfræði sem snýr að tölvunotkun 1. Ég veit ekki um nein siðfræðileg málefni sem snúa að tölvunotkun. 2. Ég veit að ákvæði um höfundarrétt hvíla á tölvuhugbúnaði. 3. Ég þekki og skil muninn á,,freeware,,,shareware og seldum hugbúnaði. Ég veit hvað telst sæmileg (þ.e. forsvaranleg) notkun á Netinu. Ég þekki og framfylgi slíkri notkun á hugbúnaði og Netinu. 4. Ég veit um önnur umdeild málefni sem snúa að upplýsinga- og samskiptækni, t.d. verndun upplýsinga, frjálsu aðgengi og málfrelsi. Ég get fjallað um margvísleg síðferðisleg málefni á starfsmannafundum, foreldrafundum og á opnum almenningssamkomum. 19

20 X. Margmiðlunarefni (t.d. glærusýningar í Powerpoint, kennsluforrit, margmiðlunardiskar) 1. Ég nota margmiðlunarefni afar sjaldan. 2. Ég get notað margmiðlunarefni sem hefur verið útbúið af öðrum. 3. Ég get búið til mínar eigin margmiðlunarkynningar með því að blanda saman texta og myndum o.s.frv. 4. Ég hjálpa öðrum að búa til margmiðlunarkynningar. XI. Notkun töflureikna, t.d. Excel 1. Ég nota töflureikna afar sjaldan. 2. Ég skil hvernig töflureiknar eru notaðir og get unnið í þeim. Ég get búið til einfaldar töflur og sett inn dálka sem innihalda tölur. 3. Ég nota töflureikna í ýmsum tilgangi. Þessir töflureiknar innihalda heiti, formúlur og tilvísanir. Ég get breytt dálkabreidd og útliti texta og búið til einfaldar töflur og gröf. 4. Ég nota töflureikna ekki eingöngu við vinnu mína en einnig með öðrum til að bæta kunnáttu þeirra í notkun gagna og greiningu þeirra. XII. Notkun gagnagrunna, t.d. Access 1. Ég nota gagnagrunna afar sjaldan. 2. Ég skil hvernig hægt er að nota gagnagrunna og get aflað mér upplýsinga í gagnagrunni sem hefur verið búinn til af öðrum. Ég get bætt við og eytt gögnum í gagnagrunni. 3. Ég get búið til gagnagrunn og skilgreint útlit og tegund gagna. Ég get fundið, flokkað og prentað upplýsingar úr gagnagrunni skilmerkilega. 4. Ég get notað formúlur til að útbúa samantekt af tölulegum upplýsingum sem finnast í gagnagrunnum. Ég get notað gagnagrunna og tengt þá við ritvinnsluskjöl til að útbúa póstlista. Ég nota gagnagrunna í vinnunni og með öðrum til að bæta kunnáttu þeirra í notkun gagna og greiningu þeirra. Forgangslistar Á næstunni vil ég helst læra að: 1. Umgangast skrár og skráarsöfn, bæði á tölvunni og staðarneti. 2. Setja upp og taka út forrit. 3. Læra vel á Windows l. 4. Læra að læra á forrit (hvernig er best að nálgast ný forrit. 5. Jaðartæki: Prentarar, skannar, myndavélar. Að tengja þau og setja upp. 6. Nota skanna. 7. Vinna með stafrænum myndavélum. 8. Nota vef í kennslu (vefleiðangrar). 9. Nota netið sem upplýsingaveitu. Finna efni til að nota í kennslu, upplýsingar, myndir, o.s.frv. 10. Að búa til smekklega prentgripi (umbrotsvinna, Publisher fyrir lengra komna. 11. Almenn myndvinnsla fyrir vef og prentgripi. 20

21 Forrit sem ég vil leggja megináherslu á: 1. Powerpoint (glærugerð). 2. Frontpage (vefsíðugerð). 3. Excel (töflureiknir). 4. Access (gagnagrunnur). 5. Word I (ritvinnsla). 6. Word II (ritvinnsla fyrir lengra komna: Mail merge, footnotes, styles, crossreference...). 7. Publisher (umbrotsforrit). Viðbótarspurningar fyrir KHÍ Frontpage 1. Ég nota Frontpage afar sjaldan. 2. Ég get breytt útliti og innihaldi á vefsíðum mínum með Frontpage. Og sent vefinn út (Publish). 3. Ég get búið til nýjar síður og sett þær inn í veftréð. Ég get sótt (import) efni eins og Word-skjöl, myndir og PowerPoint sýningar í vefinn og tengt þær. Ég skil eðli framsetningar á vef vel. 4. Ég get nýtt mér megnið af möguleikum Frontpage, eins og Discussion Web eða önnur tól sem kallast web component. Ég get kennt öðrum að búa til einfalda vefi. Fjarkennsluumhverfið WebCT 1. Ég nota WebCT afar sjaldan. 2. Ég get notað samskiptatækin (þ.e. tölvupóst og umræðuvef) í WebCT og get framkvæmt nauðsynlegustu stillingar, t.d. að fela, eyða eða sýna valkosti. 3. Ég get flutt inn skrár og birt þær á viðeigandi stöðum. Ég get sett upp verkefnaskil og notað þau í WebCT. Ég get að mestu leyti sinnt ýmis konar notendaumsýslu, og gengið frá námskeiði við lok annar. 4. Ég get sett upp gagnvirk próf, stillt vægi þátta og nýtt flestallar aðferðir við miðlun efnis í WebCT. Ég treysti mér til að kenna öðrum að nota grunnatriði í WebCT. Póstlistar 1. Ég nota afar sjaldan póstlista til kennslu eða í starfi. 2. Ég get sent póst á póstlista og þegar ég fæ skeyti frá póstlista get ég valið hvort ég vil svara sendandanum eingöngu eða öllum sem eru á póstlistanum 3. Ég get skráð og afskráð áskrifendur á póstlista. 4. Ég nota póstlista eins og sjálfsagt verkfæri, skrái og afskrái og get kennt öðrum að nota póstlista í kennslu eða starfi. Talglærur 1. Ég hef ekki notað talglærur til þessa. 2. Ég get tekið upp tal með glærunum mínum en ég þarf aðstoð við að koma þeim út á vefsvæði. 3. Ég get tekið upp talglærusýningar, komið þeim fyrir á vefsvæði og vísað í sýningarnar bæði af vef og úr WebCT. 4. Ég get kennt öðrum að nota talglærur og bent á hentuga notkunarmöguleika þeirra. 21

22 Kennslu eða námskeiðsvefir 1. Ég nota sjaldan kennsluvefi. 2. Ég er með kennsluvef(i) og held honum (þeim) við. Þar hef ég t.d. námskeiðslýsingu, bókalista og kennsluáætlun. 3. Kennsluvefurinn minn hefur auk ofangreindra hluta líka umræðuvef og/eða gestabók. Ég nota vefinn til að koma skilaboðum, verkefnum, spurningum og svörum o.þ.h. til nemenda meðan á námskeiðinu stendur. 4. Ég nota kennsluvefi afar mikið. Þeir skipta mig afar miklu máli sem kennsluumhverfi og samskiptatæki við nemendur mína. Ég á auðvelt með að viðhalda vefnum og get notað allt sem vefsmíðaforritið býður upp á, t.d. scheduled include page, photogallery og forms. Ég get kennt öðrum aðferðir við vefsíðugerð og kennslu með kennsluvefjum. Tækjabúnaður í sölunum í Hamri 1. Ég hef aldrei notað tækjabúnaðinn í nýju sölunum og/eða þarf mikla aðstoð til að koma mér af stað með tækin. 2. Ég get skipt á milli tækja og kveikt og slökkt ljósin á fjarstýringunni. 3. Ég get stýrt myndavélinni og tekið upp fyrirlestur á myndband. 4. Ég er sjálfbjarga í sölunum svo fremi að skáparnir séu ólæstir. Forgangslistar Á næstunni vil ég helst læra: 1. Að halda utan um skáarsafnið þjappa skrár, gera öryggisafrit og setja á Uranus. 2. Um skönnun, stafræna myndatöku og stafræna myndvinnslu. 3. Að taka kvikmyndir með stafrænni myndavél og vinna myndirnar í tölvu til framsetningar á vef. 4. Að búa til gagnagrunnstengda vefi. 5. Stafræna hljóðvinnslu einkum fyrir upptökur á töluðu máli. 6. Að búa til persónulegan vef þar sem upplýsingar um mig koma fram. Forrit sem ég vil leggja megináherslu á: 1. NVivo 2. EndNote 3. Photoshop 4. SPSS 22

23 This document was created with Win2PDF available at The unregistered version of Win2PDF is for evaluation or non-commercial use only.

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Icc prófílar eru uppsláttartöflur sem innihalda annarsvegar RGB eða CMYK tölur og annarsvegar CIE L*a*b* eða CIE XYZ litalíkönum og lýsa samhenginu milli

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun Tungumálatorgið Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 15. september 2011 Kynningin í dag 1. Tungumálatorgið

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Námskeiðabæklingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands

Námskeiðabæklingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands Námskeiðabæklingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands Kennslumiðstöð Háskóla Íslands Aragötu 9 101 Reykjavík Efnisyfirlit Námskeið og vinnustofur fyrir deildir og fræðasvið... 2 Stefna Háskóla Íslands:...

More information

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson Lærum að útbúa PDF Efnisyfirlit Notkun PDF-skjala bls. 3 Berum saman Postscript (EPS) og PDF bls. 3 PDF bls. 3 Samantekt bls. 4 PDF-vinnuferlið bls. 4 Hvernig gerum við

More information

Spjaldtölvur og kennsla

Spjaldtölvur og kennsla Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðbeinandi:

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Nýnemar Hvar eru tölvuver? Hvernig tengi ég fartölvuna við þráðlausa netið? Hvar fæ ég aðgang að Uglu? Hvernig nálgast ég tölvupóstinn minn? Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Flip over for English

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis

Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis Vísinda-, mennta- og gæðasvið Sigríður Sigurðardóttir Efnisyfirlit Almennt um PowerPoint... 2 Fyrstu skrefin... 3 Forritið ræst... 3 Vinnuumhverfið...

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum

CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum Notkun og útbreiðsla CAD/CAM á Íslandi Alexander Mateev Lokaverkefni til BS gráðu Leiðbeinandi: Peter Holbrook CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum; notkun og útbreiðsla

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga...

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga... Ágrip Á undan förnum árum hefur munnleg saga verið að öðlast ákveðna viðurkenningu innan sagnfræðinnar. Munnleg saga gengur út á að afla sögulegrar þekkingar með því að taka viðtöl við fólk um líf þeirra

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri Tungumálatorgsins

Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri Tungumálatorgsins Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri Tungumálatorgsins Menntakvika 2011 Námskeiðið Kynningin Áætlunin, viðfangsefnin og umhverfið Hvernig var/er þetta?

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Tölvu- og verkfræðiþjónustan Halldór Kristjánsson, verkfræðingur 1. Inngangur Óskað hefur verið eftir mati Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar á því hvort hægt sé að

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

SOS! Hjálp fyrir foreldra:

SOS! Hjálp fyrir foreldra: SOS! Hjálp fyrir foreldra: Samantekt á niðurstöðum TOPI A og TOPI B árin 2007-2011 og heildaryfirlit fyrir árin 1998-2011. Hanna Björg Egilsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365 SWAY SNIPPING TOOL Sway Office 365 https://www.microsoft.com/is-is/ Í forritinu Sway frá Microsoft er hægt að miðla upplýsingum á lifandi og skemmtilegan hátt og deila með öðrum. Skýrslur Kynningar Fréttabréf

More information

Internetið og íslensk ungmenni

Internetið og íslensk ungmenni Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason 280579-4839 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM Rögnvaldur Líndal Magnússon Jarðvísindastofnun Háskólans Háskóli Íslands maí 2012 RH-08-2012 1 PixelCalc Efnisyfirlit 1. PixelCalc

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Lógó og forritunarkennsla

Lógó og forritunarkennsla Atli Harðarson Lógó og forritunarkennsla Ég þarf varla að eyða mörgum orðum í að rökstyðja að unglingar á raungreina- og tæknibrautum framhaldsskóla þurfa að fá kennslu í forritun. Slík kennsla býr þá

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

Nám með tölvuleik. Vefur til aðstoðar við samþættingu námsgreina og verkefnagerð. Bergþór Olivert Thorstensen

Nám með tölvuleik. Vefur til aðstoðar við samþættingu námsgreina og verkefnagerð. Bergþór Olivert Thorstensen Nám með tölvuleik Vefur til aðstoðar við samþættingu námsgreina og verkefnagerð Bergþór Olivert Thorstensen Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Nám með tölvuleik Vefur til aðstoðar við samþættingu

More information

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Viðhorf og reynsla íslenskra náms- og starfsráðgjafa Álfhildur Eiríksdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Rafræn náms- og

More information

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Ingvar Sigurgeirsson í samstarfi við starfsfólk Brúarásskóla Í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð er verið að fást við

More information

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo? .. og hvað svo? "Ég las aldrei hratt en mér fannst ekkert erfitt að lesa. Ég skrifaði alltaf mjög vitlaust. Þegar ég fór að læra erlend tungumál fann ég fyrst fyrir erfiðleikum. Enskan hefur alltaf verið

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

Eina sem þú þarft að vera með er tölvan Viðhorf nemenda, kennara og skólastjóra til 1:1 tölvunotkunar

Eina sem þú þarft að vera með er tölvan Viðhorf nemenda, kennara og skólastjóra til 1:1 tölvunotkunar Eina sem þú þarft að vera með er tölvan Viðhorf nemenda, kennara og skólastjóra til 1:1 tölvunotkunar Jón Heiðar Magnússon Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2018 Eina sem þú

More information

Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt

Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt 2016-2017 Lokaskýrsla til Sprotasjóðs Umhverfisnefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt verkefnastjóra Umhverfisgátlisti frá leikskólanum

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir Teikningar: Lára Garðarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Ingibjörg Valsdóttir Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

skjá kort mús floppý ESD móðurborð tölva stýrikerfi kælivifta kort Harður diskur ROM SATA minni Tölvur og nettækni drif RAM tengibrú snúningshraði

skjá kort mús floppý ESD móðurborð tölva stýrikerfi kælivifta kort Harður diskur ROM SATA minni Tölvur og nettækni drif RAM tengibrú snúningshraði SATA minni stýrikerfi örgjörvi kort tengibrú PATA tölva Rafbók floppý snúningshraði vinnslu loft hraði RAM hugbúnaður kælivifta USB íhlutur Harður diskur drif lyklaborð kort diskur TB kæling skjá aflgjafi

More information

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Velgegni á prófum hefst löngu áður en að prófinu sjálfu kemur. Hún er fyrst og fremst falin í góðum námsvenjum og ástundun náms. Það er misjafnt hvaða skoðun fólk

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. desember 2009 Jónína Sæmundsdóttir Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Í greininni er fjallað um

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Lykilorð Afburðaárangur, grunnskólar, gæðastjórnun, skólastjórnendur, stjórnunaraðferðir. 1. INNGANGUR G

Lykilorð Afburðaárangur, grunnskólar, gæðastjórnun, skólastjórnendur, stjórnunaraðferðir. 1. INNGANGUR G 1 Stefna íslenskir grunnskólar á afburðaárangur? Brynja Dís Björnsdóttir 1 Þessi grein er hluti af MPM námi höfundar í verkefnastjórnun (Master of Project Management) við Verkfræðideild Háskóla Íslands

More information

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Andrea Elsa Ágústsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Hafdís Guðjónsdóttir starfendarannsókna Ólíkar leiðir við gagnaöflun Í greininni er kynnt samantekt á ýmsum aðferðum við gagnaöflun

More information