ORÐ SPOR VINNUBÓK. Íslenska fyrir miðstig grunnskóla. Nafn:

Size: px
Start display at page:

Download "ORÐ SPOR VINNUBÓK. Íslenska fyrir miðstig grunnskóla. Nafn:"

Transcription

1 3 ORÐ SPOR Íslenska fyrir miðstig grunnskóla VINNUBÓK Nafn:

2 ORÐ SPOR Vinnubók íslenska fyrir miðstig grunnskóla ISBN: Ása Marin Hafsteinsdóttir, Kristjana Friðbjörnsdóttir 2017 Teikningar: Bergrún Íris Sævarsdóttir Lista yfir höfunda, rétthafa texta og ljósmynda er að finna aftast í bókinni. Ritstjórar: Arna Guðríður Sigurðardóttir og Sigríður Wöhler Málfarslestur: Ingólfur Steinsson Yfirlestur og fagleg ráðgjöf: Edda Pétursdóttir, grunnskólakennari og Finnur Friðriksson, Ph.D. Dósent HA. 1. útgáfa 2017 Menntamálastofnun Kópavogi 3 Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. umhverfisvottuð prentsmiðja Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda.

3 ORÐSPOR 3 VINNUBÓK 1

4 4. KAFLI 3. KAFLI 2. KAFLI 1. KAFLI Efnisyfirlit 4 Flottasta vinnubók í heimi! 22 Geggjað slamm hjá þér 24 Stafsetningarsjónaukinn 26 Bókahillan 6 Málvísi 6 Orðflokkar 8 Finndu lausnina! 9 Fornöfn 13 Stóra upplestrarkeppnin 14 Að rökræða 16 Orðagull í fjársjóðakistuna 17 Tungubrjótar 18 Málfarsmolinn 19 Heimsborgarar 28 Aftur til fortíðar 28 Spreyttu þig! 31 Hvað merkja orðin? 32 Upplýsingauppgröftur 34 Tutankhamun 36 Ritgerðarskrif Skref fyrir skref 37 Ritgerð Kynning á ritgerðarefni 38 Fræðibókarýni 40 Þankar um Þjóðminjasafnið 42 Ísland, gamla Ísland 43 Lifi byltingin 46 Læsi og lesfimi 46 Rataðu! 48 Brostu! 50 Taktu púlsinn! 51 Málfarsmolinn 2

5 52 Eru Grimmsævintýrin grimm? 52 Sjónarhorn 53 Sögusvið 54 Nú eða þá? 54 Rifjum upp nokkur bókmenntahugtök 56 Uppbygging, persónur, sögusvið og tími Mjallhvítar 58 Kvikmyndir 62 Brandarar 63 Hvar er grimmdin? 64 Orðarýni 66 Stafsetningarsjónaukinn 68 Bókahillan 74 Af máli má manninn þekkja 74 Hraðaspurningar 75 Gefðu þeim orð 76 Að rýna í orð 78 Spjöllum saman 79 Vandamál leyst með ritmáli 80 Hefur þú gott nef fyrir málsniði? 81 Hvað veistu um málfræði? 86 Fyrirmyndir 5. KAFLI 6. KAFLI 7. KAFLI 88 Skólanum hefur borist bréf 89 Bókahillan 90 Talar myndin til þín? 94 Að leiðarlokum 3

6 Flottasta vinnubók í heimi! Nei, þú hér? Frábært. Við Málfróður vorum einmitt að klára þessa frábæru vinnubók fyrir þig. Hún er, í alvöru, rosaleg. Þér á ekki eftir að leiðast í eina mínútu jú ehumm, reyndar kannski smá þarna á blaðsíðu fim Námsbókarrýni Skoðaðu bókarkápuna á þessari vinnubók. Lýstu kápumyndinni með einni málsgrein. Humm, það sem hún Grínhildur á við er að bókin er ansi góð þjálfun fyrir þig. Það mun reyna á lestur og skilning, ritun og getu þína í að leysa þrautir og ýmis verkefni. Já sei sei já þú verður ekki svikin af þessu vinnuhefti. Opnaðu bókina. Innan á kápunni er smár texti sem gefur þér handhægar upplýsingar um bókina. Rýndu í textann og svaraðu eftirfarandi spurningum: Hver teiknar myndirnar í bókina? Hvert er útgáfuár bókarinnar? Hver sér um að málfar sé í lagi? 4

7 Hver er útgefandi bókarinnar? Finnið efnisyfirlitið. Hversu margir kaflar eru í bókinni? Í hvaða kafla er undirkaflinn Tippaðu? Á hvaða blaðsíðu er hægt að lesa um Tutankhamun? Einn kafli bókarinnar kallast Eru Grimmsævintýrin grimm? Skoðaðu hann lauslega. Hvaða verkefni í kaflanum lýst þér best á? Hvað áttu að gera í undirkaflanum Gefðu þeim orð? Blaðaðu í gegnum bókina. Hvaða blaðsíður/myndir/verkefni vekja athygli þína? Nefndu þrjú atriði. Af hverju? Af hverju? Af hverju? 5

8 Málvísi Orðflokkar 1 Þú hefur lært ýmislegt um eftirfarandi orðflokka. Við ætlum að rifja þá upp með því að tengja saman heiti flokksins við rétta útskýringu, mynd og dæmi. 1. Nafnorð 2. Sagnorð 3. Lýsingarorð 4. Töluorð 5. Samtengingar Skrifaðu réttar tölur í hringina. Orð sem segja okkur fjölda einhvers. Skiptast í frumtölur og raðtölur. Dæmi: 1 fyrsti 2016 níundi 13. Orð yfir heiti hluta, fyrirbæra, hugmynda o.fl. Skiptast í sérnöfn og samnöfn. Eru til í eintölu og fleirtölu. Eru til í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni. Þau fallbeygjast og geta bætt við sig greini. Dæmi: mánudagur reiði buxur - Hallgrímskirkja 6

9 Orð sem lýsa eiginleikum hluta, vera og hugmynda. Þau stigbreytast. Þau eru til í eintölu og fleirtölu. Eru til í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni. Þau fallbeygjast. Dæmi: fagurblár traustur greiðfær 1. KAFLI Orð sem tengja saman einstök orð, orðasambönd, setningar og setningarhluta. Dæmi: og eða bæði/ og þegar svo Er þetta einhver súr brandari? Það er sem sagt búið að tengja okkur saman Orð sem segja okkur hvað er að gerast og einhver er að gera. Grínhildur kallar þau stuðorðin. Eru til í nútíð og þátíð. Eru til í 1., 2. og 3. persónu. Dæmi: að hoppa að hvíla sig að lesa 7

10 Finndu lausnina! Hvað kemur upp í huga þinn þegar þú sérð reikningsdæmið: Nafnorð + Sagnorð = 25 Skoðum þetta aðeins. Þegar þú lest yfir texta byrjar þú að strika undir öll nafnorð sem þú finnur og draga hringi utan um sagnorð. Síðan telur þú strikin og hringina og í heildina eru þau 25. Reikningsdæmið er sem sagt að finna út hversu mörg nafnorð þú finnur og hversu mörg sagnorð. Eina sem þú veist fyrir víst er að samtals eru þau 25. Prófaðu. 2 Strikaðu undir nafnorðin og dragðu hring utan um sagnorðin. Strútar tilheyra flokki fugla. Karlstrútar eru hvítir og gráir en kvendýrið brúnleitt. Strútar geta ekki flogið, sem þýðir að þeir eru ófleygir. Þeir hlaupa ótrúlega hratt. Strútar lifa í litlum hópum. Þegar kvendýrin verpa eggjum setja dýrin þau öll í sama hreiður og það hjálpast allir að við að liggja á eggjunum. Nafnorðin eru og sagnorðin eru, þannig að reikningsdæmið er: + = 25 Spreyttu þig á þyngra dæmi! Nafnorð + Sagnorð + Lýsingarorð = 32 3 Strikaðu með einum lit undir nafnorð. Notaðu annan lit og strikaðu undir sagnorð. Notaðu þriðja litinn og strikaðu undir lýsingarorð. Leðurblökur eru skrýtin dýr. Fleygar rottur segja sumir en ég er viss um að Leðurblökumanninum þætti sú samlíking léleg. Kvendýr sem halda sig saman í hóp gjóta ungum sínum samtímis. Allir sætu ungarnir eiga því afmæli á sama degi. Leðurblökur lifa lengur en önnur spendýr af sömu stærð, smáblökur verða í kringum ára gamlar. Nafnorðin eru, sagnorðin eru og lýsingarorðin eru. Reikningsdæmið er því: + + = 32 8

11 Fornöfn Fornöfn er einn orðflokkur innan fallorða. Fornöfn skiptast síðan í nokkra undirflokka. Flókið? Skoðum aðeins þessa skýringarmynd 1. KAFLI FALLORÐ Orðflokkar sem teljast til fallorða eiga það sameiginlegt að við getum fallbeygt orðin í nefnifalli, þolfalli, þágufalli og eignarfalli Nafnorð Lýsingarorð Fornöfn Töluorð Greinir Fornöfnin skiptast niður í sex undirflokka. Þeir heita: Persónufornöfn, eignarfornöfn, spurnarfornöfn, ábendingarfornöfn, afturbeygð fornöfn og óákveðin fornöfn. Í þessari bók ætlum við að kynna okkur betur undirflokkana: Persónufornöfn og eignarfornöfn Persónufornöfn Persónufornöfn eru notuð í stað nafnorða til að forðast endurtekningar. Í stað þess að segja: Kisan getur stokkið hátt. Kisan stökk í gær upp á ruslatunnugeymsluna sem er þriggja metra há. Kisunni finnst gott að fá vatn að drekka þegar kisan er þyrst en nágranninn er alltaf að gefa kisunni rjóma. Er liprara að segja: Kisan getur stokkið hátt. Hún stökk í gær upp á ruslatunnugeymsluna sem er þriggja metra há. Henni finnst gott að fá vatn að drekka þegar hún er þyrst en nágranninn er alltaf að gefa henni rjóma. 9

12 4 Persónufornöfn standa í: eintala fleirtala 1. persónu ég við 2. persónu þú þið 3. persónu hann þeir hún þær það þau Hvaða persónufornöfn er hægt að nota í stað þessara nafnorða? Skrifaðu þau á línurnar fyrir aftan nafnorðin. amma Jónas og Krissi barn Halla og Hera þú og Stína Jónas og Hera ég og þú pakki 5 Persónufornöfn fallbeygjast. Skrifaðu orðin á línurnar þar sem þau eiga heima. mig því henni okkar þig honum ykkur þér mér ykkar hennar hans þeirra hana þín þá mín þess okkur þeim hann okkur ykkur þær þeim þeirra þau þeim þeirra það ég nf þf þgf et EINTALA þú hann hún henni það það því þess við FLEIRTALA þið þeir þær þá 10 þau

13 Eignarfornöfn 1. KAFLI Eignarfornöfn segja okkur hver er eigandi þess sem rætt er um. Dæmi: Hann kom með hlaupabrettið mitt. Mitt gefur til kynna að ég eigi hlaupabrettið og því er mitt eignarfornafn. Eignarfornöfnin eru: minn þinn sinn vor Persónufornöfn í eignarfalli: hans hennar þess okkar ykkar - yðar eru einnig notuð sem eignarfornöfn 6 Strikaðu undir eignarfornöfnin í textanum. Þau eru átta talsins. Slepptu símanum mínum. Ég þarf að hringja í vin minn og biðja hann um að lána mér skíðin sín. Fer bekkurinn þinn ekki á skíði í vetur? Voruð þið ekki búin að sækja skíðaskóna ykkar? Ég get ekki deilt skála með einum bekkjarbróður mínum því hann hrýtur svo hátt. Getum við ekki verið í okkar eigin skála? Ekki vera svona harður í garð vinar þíns. Ég fann eignarfornöfn. 7 Skrifaðu texta sem inniheldur a.m.k. 6 eignarfornöfn. 11

14 Hækkaðu röddina Ég er ræðusnillingur! 8 Merktu X við á stikuna eftir því hversu sammála/ósammála þú ert eftirfarandi fullyrðingum. Mér finnst skipta máli að vera góð/ur í framsögn. sammála ósammála Mér líður vel þegar ég les upp texta fyrir framan bekkjarfélaga mína. sammála ósammála Mér líður vel þegar ég flyt erindi, jafnvel blaðlaust, fyrir framan bekkjarfélaga mína. sammála ósammála Mér finnst ég hafa góðan raddstyrk þegar ég flyt mál mitt. sammála ósammála Mér finnst ég tala skýrt þegar ég flyt mál mitt. sammála ósammála Mér finnst ég tala á góðum hraða fyrir áheyrendur. sammála ósammála Ég vildi að við í bekknum fengjum oftar að æfa okkur í framsögn. sammála ósammála 12

15 Stóra upplestrarkeppnin Stóra upplestrarkeppnin í Borgarfirði Laugagerðisskóli bar sigur úr býtum Árlega er haldin upplestrarkeppni milli nemenda í 7. bekk á Íslandi. Fyrst er haldin keppni í hverjum skóla fyrir sig og sigurvegarar þeirrar keppni taka þátt í héraðskeppninni. Síðastliðinn miðvikudag fór fram héraðskeppnin að Varmalandi. Þar leiddu saman hesta sína tíu keppendur úr fimm grunnskólum á Vesturlandi. Að þessu sinni bar nemandi að nafni Karlotta Baldursdóttir sigur úr býtum. Hún kemur úr Laugagerðisskóla. Í öðru sæti var Daníel Bjarni Hjörleifsson og í því þriðja var Andrea Lára Einarsdóttir, bæði koma þau úr Grunnskólanum í Borgarnesi. Nemendur lásu fyrst brot úr Grimmsævintýrum og þulu eftir Theódóru Thoroddsen. Í lokaumferð keppninnar fluttu nemendur ljóð að eigin vali. Tveir nemendur úr Tónlistaskóla Borgarfjarðar fluttu tónlistaratriði og þá flutti Paulino Vargas ljóð á móðurmáli sínu, portúgölsku. Boðið var upp á kaffiveitingar og fengu vinningshafarnir þrír veglegar bókagjafir. Það má með sanni segja að hátíðin hafi rekið glæsilegan endahnút á Stóru upplestrakeppnina á Vesturlandi. 15. mars 2019 Vesturland f g 1. KAFLI Lestu fréttina Stóra upplestrarkeppnin í Borgarfirði. 9 Finndu svör við fréttaspurningunum 5 (H5): Um hvað fjallar fréttin? Hvar átti atburðurinn sér stað? Hvenær gerðist hann? Hvernig gerðist hann? Hvers vegna gerðist hann? 10 Í fréttinni er bæði talað um sigurvegara og að bera sigur úr býtum. Finndu fleiri orð eða orðasambönd sem merkja það sama eða svipað. Þau eru fjölmörg! Hvað þýðir orðasambandið að leiða saman hesta sína? Hvað þýðir að reka endahnút á? Hvernig getur þú notað orðasambandið að leysa endahnút? Sýndu það með dæmi. 13

16 Að rökræða 11 a. Til hvers rökræðir fólk? Alla miðvikudaga ætti að vera rafmagnslaust. Ég er sammála því að miðvikudagar eigi að vera án rafmagns. Ég er ósammála því að miðvikudagar eigi að vera án rafmagns. b. Skrifaðu niður þrjú rök fyrir afstöðu þinni: 1. röksemd: 2. röksemd: 14

17 1. KAFLI 3. röksemd: c. Skoðu vel röksemdirnar þínar. Hver þeirra er sterkust? Mér finnst nr. vera sterkust og nr. vera næst sterkust. Af hverju eru þær sterkastar? _ d. Hver af röksemdum þínum er auðveldast að finna mótrök við? Ég tel að rök nr. liggi vel við höggi fyrir mótrök vegna þess að _ e. Finndu einhvern í hópnum sem er á móti þinni skoðun. Berið saman rök og reynið að finna málamiðlun sem hentar báðum skoðunum. _ 15

18 Orðagull í fjársjóðskistuna 12 Hvað þýðir orðið málamiðlun? 13 Hvað er að rökstyðja mál sitt? _ 14 Skrifaðu bókstafinn á línuna fyrir framan þá skýringu sem þér finnst eiga við: a. reiða sig á orðspor, orðstír b. vera á öndverðum meiði ná bolta af andstæðingi, oft á tuddalegan hátt c. mannorð koma að gagni d. rennitækla sá sem er á móti manni e. vera til framdráttar treysta á f. andstæðingur eyða g. að skjóta í kaf vera andvígur, á móti h. tjáningarfrelsi sá sem er ekki lengur á ábyrgð foreldra sinna og ræður sér sjálfur i. uppskeruhátíð tuldra, tala lágt j. málæði eitthvað sem hefur ekkert gagn/enga þýðingu k. muldra tilefni til að fagna góðum árangri eftir mikla vinnu l. tilgangslaus mikið tal, mas m. sjálfráður réttur til að segja skoðun sína innan þeirra marka sem lög setja. 16

19 Tungubrjótar 1. KAFLI Hér koma góðir tungubrjótar til að hita sig upp í framsögn. Gott er að byrja á því að geifla sig og gretta, losa alla vöðva í andlitinu. Stinga tungunni út og puðra vel. Setja stút á varir og brosa svo breitt endurtaka eftir þörfum. Þegar munnurinn og andlitið allt hefur liðkast þá ertu tilbúinn að ráðast á tungubrjótana. 15 Endurtaktu eins oft og þú getur án þess að ruglast: Grillið glamraði, grillið glamraði. Syðri garðurinn er síðri en sá nyrðri. Frank Zappa í svampfrakka. Barbara Ara bar Ara araba bara rabbarbara. Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði. Teitur á Tjörnesi tyrfir með túnþökum traðirnar í túnfætinum sem trippin og tröllsliguðu trússhestarnir tróðu og tröðkuðu. 16 Hugsaðu orð sem þér finnst erfitt að bera fram. Raðaðu þeim saman og búðu til tvo tungubrjóta sem þú getur síðan leyft vinum og fjölskyldu að spreyta sig á. Skrifaðu þá niður hér: 17

20 Málfarsmolinn Talmál er allt önnur Ella en ritmál! Að vera allt önnur Ella þýðir: 17 að vera heilasella. að vera allt annað mál. að dulbúast sem Ella Stella Jónsdóttir. Finndu orð sem væru formlegri í ritmáli en þessi sem upp eru gefin hér sem talmál. talmál ritmál hæ éta pabbi klósettið dingla bjöllu bíó gúggla rakettur taxi bara dissa bæ kúl 18

21 Heimsborgarar Kynnumst þér aðeins 18 Útbúðu kynningu á þér líkt og Aung og Emilia gerðu í lesbókinni. Þú getur annaðhvort límt inn prentaða mynd af þér eða teiknað sjálfsmynd. Mig dreymir um: Nafn: Aldur: Land: Áhugamál: Mér finnst ég vera: Pennavinir 19 Kennarinn þinn hefur ákveðið að fara í samstarf við bekk á Ítalíu. Hann afhendir þér þessar upplýsingar og þú færð þann heiður að skrifa fyrsta bréfið. Mundu að vera með ávarp í upphafi og kveðju í lokin. Kynntu þig og spurðu spurninga sem þig langar að fá svör við frá ítalska pennavini þínum. Nafn: Loretto Aldur: 12 ára Land: Ítalía Áhugamál: Ég æfi sundknattleik þrisvar sinnum í viku og hjólreiðar tvisvar sinnum í viku. Önnur áhugamál skellinöðrur, tónlist og hryllingsmyndir. Mig dreymir um: Að verða atvinnumaður í sundknattleik, ferðast til Asíu og eignast kærustu. Mér finnst ég vera: Flottur strákur sem á marga vini og góða fjölskyldu. 19

22 Förum á draumaflakk 20 Skrifaðu heiti á 10 löndum sem þig langar til að heimsækja í framtíðinni. Veldu tvö lönd sem eru á óskalistanum þínum. Leitaðu upplýsinga um löndin, grúskaðu á netinu og í bókum og svaraðu spurningunum. HEITI LANDSINS: Mig langar að heimsækja þetta land vegna þess að Hvað kallast íbúar landsins? Hvað búa margir í landinu? Höfuðborgin heitir: Opinbert tungumál í landinu er: Hvaða gjaldmiðil þarftu ef þú ferðast til landsins? Er einhver þekktur sem kemur/kom frá landinu? Þekkir þú eitthvert minnismerki (t.d. byggingu) sem er í landinu? Finndu eitthvað áhugavert um landið sem gaman er að segja öðrum frá (t.d. um íþróttir, sögu, bókmenntir eða tónlist): Þjóðarréttur: 20

23 1. KAFLI HEITI LANDSINS: Mig langar að heimsækja þetta land vegna þess að Hvað kallast íbúar landsins? Hvað búa margir í landinu? Höfuðborgin heitir: Opinbert tungumál í landinu er: Hvaða gjaldmiðil þarftu ef þú ferðast til landsins? Er einhver þekktur sem kemur/kom frá landinu? Þekkir þú eitthvert minnismerki (t.d. byggingu) sem er í landinu? Finndu eitthvað áhugavert um landið sem gaman er að segja öðrum frá (t.d. um íþróttir, sögu, bókmenntir eða tónlist): Þjóðarréttur: Þjóðfáni landsins Þjóðfáni landsins 21

24 Geggjað slamm hjá þér Rapp 1 Rifjaðu upp muninn á slettum og slangri úr Orðspori 2. Tengdu saman orð og orðskýringu. Ein orðskýringin á við hvorugt orðið. a. Slettur eru Orð sem rata sjaldan í orðabækur. Þykja ekki góð orð og úreldast fljótt. b. Slangur eru Orð sem komu með víkingunum og hafa verið til í íslensku frá byggð landsins. Erlend orð sem blandast inn í íslensku. Til dæmis orð úr ensku og dönsku. Spreyttu þig! 2 Líkt og Grínhildur spreytti sig á að útbúa ljóðaslamm um Málfróð skalt þú spreyta þig á að gera fallega og jákvæða orðarunu um einhvern í þínu lífi. Það getur verið vinur, vinkona, foreldri, amma, afi, frændi, frænka, gæludýr eða hver sem er. Reyndu þó að detta ekki í gildruna sem Grínhildur datt í og fara að tala meira um þig en þann sem slammið á að fjalla um. 22

25 Tippaðu! 3 Hér fyrir neðan eru tólf orð og orðasambönd sem eru lituð fjólublá í kaflanum Geggjað slamm hjá þér. Hvað þýða þessi orð? Hér fyrir neðan ertu með þrjá valmöguleika fyrir hvert orð, aðeins einn þeirra passar við samhengið í textanum. Veldu annaðhvort 1, X eða 2 eftir því sem þér finnst líkleg skýring. Gerðu hring utan um rétt svar. 2. KAFLI 1. tjáningarform 7. ljóðstafir 1 leið til að tjá sig, túlka tilfinningar X kökuform sem sýna emoji (tilfinningatákn) 2 leiðir til að ljúga án þess að það sjáist 1 séríslenskir stafir í stafrófinu X göngustafir sem ljóðskáld nota 2 stuðlar og höfuðstafir 2. frumsaminn 8. að sækja í sig veðrið 1 grundvallarregla X frumur sem sameinast 2 upphaflega samið 1 skjól fyrir frægð og frama X magnast, færast í aukana 2 fara þangað sem veðrið er best 3. gjörningur 9. ádeila 1 fjármagn til að sinna list X listform sem tvinnar saman t.d. tónlist og leiklist 2 framkvæmdir 1 hörð gagnrýni X deila um ár og læki 2 átök og styrjaldir 4. hylli 10. algebra 1 smákökur X hollusta, góð næring 2 eftirlæti, hrifning, ást 1 heimilisverk X algleymingur 2 ein grein stærðfræðinnar 5. hafa velþóknun á 11. lán 1 finnast óþolandi X vera ánægður með 2 vera óánægður með 1 peningalán frá banka X heppni 2 veðlán í eign 6. ljá einhverjum eyra 12. krafa 1 hlusta á einhvern X krefjast þess að fá hljóð 2 lána einhverjum gervieyra 1 afl og kraftur X hrifning 2 tilkall, eiga rétt á 23

26 Stafsetningarsjónaukinn Um greinarmerki 4 Gleymst hefur að setja greinarmerki inn í eftirfarandi texta. Vinsamlegast bjargaðu því í snatri. Merkin finnur þú í römmum fyrir aftan málsgreinarnar í sömu röð og þau eiga að vera í textanum. Tvær vampírur Drungi og Skikkja sitja saman,,. á bekk og ræða um lífið og tilveruna Skikkja segir Er það rétt sem ég :? heyrði að þú sért orðin grænmetisæta Já það er hárrétt. Það hlýtur að vera flókið Hvað borðar þú þá.? Drungi svarar Ég borða blóðappelsínur :. 5 Skrifaðu fimm málsgreinar að eigin vali. Greinarmerkin hér fyrir neðan þurfa öll að koma einu sinni fyrir í textanum..?!..,,, 24

27 Bubbi í bakaríinu 6 Bubbi litli veit ekkert betra en gott sætabrauð. Hann heimsækir Rósu gömlu í bakaríinu. Semjið samtal milli þeirra. Munið að nota greinarmerki! Þessi greinarmerki eiga að koma fram í samtalinu..?!, 25

28 Bókahillan Að bauka á bókasafni 7 Valhoppaðu yfir á skólabóksafnið eða næsta bókasafn og leitaðu svara við eftirfarandi spurningum. Hvaða bækur eru nýjar á safninu? Nefndu tvær sem vekja áhuga þinn. Er bókin Drauga-Dísa eftir Gunnar Theodór já nei Eggertsson inni á safninu þínu? En hvað með Vinkonur að eilífu eftir Jacqueline Wilson? já nei Bókum eftir íslenska höfunda er raðað í stafrófsröð eftir fornafni þeirra. Bókum eftir erlenda höfunda er raðað út frá eftirnafni þeirra. Í dæminu hér til hliðar leitar þú til dæmis að Drauga- Dísu undir bókstafnum G en Vinkonur að eilífu er væntanlega að finna undir bókstafnum W. Hver er uppáhalds rithöfundurinn þinn? _ Eru til bækur eftir hann á safninu? já nei Ef já, veldu eina bók eftir hann úr hillu og skráðu heiti hennar: _ Hvaða bækur eru uppi í hillu eftir höfundinn Hildi Knútsdóttur? _ Hvaða bækur eru uppi í hillu eftir höfundinn R.L. Stine? 26 _

29 8 Hver er? 2. KAFLI Hér sérðu myndir af þekktum skáldsagnahöfundum. Þetta eru þau David Walliams Sif Sigmarsdóttir, Kim M. Kimselius og Jeff Kinney. Nú færð þú tækifæri til að kynnast þeim nánar. Veldu þér einn höfund, aflaðu upplýsinga um hann og settu saman kynningu fyrir bekkjarfélaga þína. Notaðu eftirfarandi punkta til að vinna eftir. Nafn og þjóðerni. Aldur höfundar, menntun og fyrri störf. Önnur áhugaverð atriði er varða höfundinn sem gaman er að vita. Hvaða bækur hefur höfundurinn skrifað? Hvernig bækur eru það? Hvaða bók/bækur hafa notið mestra vinsælda? Hvað var til þess að hann byrjaði að skrifa bækur? Kynntu þér verk höfundarins. Finndu bækurnar á bókasafni, lestu káputexta og jafnvel heila bók. Veldu 1 2 bækur til að kynna nánar fyrir bekkjarfélögum þínum ásamt höfundinum. Þú getur t.d. nýtt þér ritvinnslu eða glæruforrit, eða gert stutt myndband. 27

30 Aftur til fortíðar Spreyttu þig! Að lesa og skilja 1 Veldu þér grein á bls í lesbókinni og leystu verkefnin hér á eftir. Hvaða grein ætlar þú að vinna með? Litli kistillinn hennar Önnu. Með merkari fornleifafundum. Álfapotturinn. 2 Skoðaðu myndina og lestu fyrirsögnina, millifyrirsagnir og myndatextann. Um hvað heldur þú að þessi grein fjalli? Litli kistillinn hennar Önnu Litla stúlku og kassann hennar. Líkkistu. Litla útskorna kistu. Fjársjóðskistu. Með merkari fornleifafundum Gerð sverða. Þakklæti minjastofnunar. Sögu riddara á Íslandi. Merkilegan forngrip. Álfapotturinn Pott sem var í eigu álfa. Heitan pott í álfheimum. Grip með áhugaverða sögu. Galdrapott. Orðarýni: 3 Finndu fimm orð úr greininni sem þú skilur ekki. Giskaðu á merkingu þeirra og skoðaðu svo hvað orðabókin hefur um þau að segja. Orð Ágiskun Merking 28

31 4 Skrifaðu lykilorð úr textanum inn í lykilinn. 3. KAFLI Lykilorð Orð úr textanum sem skipta miklu máli. Nokkurs konar aðalatriði sem mikilvægt er að muna. Lykilorð geta t.d. verið nöfn eða heiti, ártöl, atburðir eða hugtök. 5 Nýttu upplýsingarnar úr textanum og fylltu inn í hugarkortið. Hvað er? Uppruni og aldur Lýsing Lýsing Lýsing Lýsing Annað áhugavert Lýsing Lýsing 29

32 6 Búðu til fjórar spurningar úr greininni sem þú valdir. Spurning 1 Spurning 2 Spurning 3 Spurning 4 30 já nei rétt rangt

33 7 Hvernig þótti þér greinin? Þú mátt merkja við fleiri en einn valmöguleika. Mér fannst greinin áhugaverð. Ég veit núna ýmislegt sem ég vissi ekki áður. Þessi grein vakti ekki áhuga minn. Mér fannst erfitt að lesa greinina. Greinin var auðveld aflestrar. 3. KAFLI 8 Myndir þú mæla með því að aðrir lesi greinina? Af hverju? / Af hverju ekki? Hvað merkja orðin? 9 Merktu við rétt svar. kempa hetja skikkja uppgötva að grafa eitthvað upp úr jörðu að komast að einhverju, að finna eitthvað grúskari líkneski sá sem leitar upplýsinga eða stundar fræðimennsku. sá sem svíkur og prettar. lík stytta manntal menn að tala tölur sem sýna fjölda fólks á ákveðnum tíma og ákveðnum stað. kuml forn gröf hellir eða hellisskúti 31

34 Upplýsingauppgröftur 10 Leitaðu upplýsinga um viðfangsefnin í hugarkortunum. Gluggaðu í bækur, tímarit og lestu þér til á netinu. Skrifaðu svörin inn í hugarkortið. A r ld u o g l ý s i n g: er Til hv s: H Stonehenge ð va er/hvar er b y gg ð u : e rj i r v H Heimildaskrá Skráðu hjá þér hvar þú fannst upplýsingarnar. 32 :

35 3. KAFLI M a e rk r forn m i nj æ H ve n r: ar : H Pompei ð va er/hvar er að Hv : gerðist: Skráning heimilda: Bók: Höfundur, ár tal, titill, útgáfustaður og út gefandi. Vefsíða: Nafn höfu ndar/ vefseturs. (ártal, da gur. mánuður). Titill greinar eða un dirsíðu. Vefslóð. Sótt (dagse tning) Heimildaskrá Skráðu hjá þér hvar þú fannst upplýsingarnar. 33

36 Tutankhamun 11 Að öllum líkindum fæddist Tutankhamun í Akhetaten, höfuðborg Egyptalands árið 1346 f.kr. Einungis níu ára að aldri var hann gerður að faraó og ríkti yfir þegnum sínum til átján ára aldurs. Grafhýsi hans fannst árið 1922, um það bil 3000 árum eftir dauða hans. Fundurinn vakti heimsathygli og saga konungsins unga varð þekkt um allan heim. Einkum var það vegna þess að í gröf hans fannst gífurlegt magn dýrgripa og ómetanlegra muna. Myndir af vel varðveittri múmíunni bárust eins og eldur í sinu um allan heim. Mörgum leist ekki á blikuna því það er þekkt þjóðsaga að álög fylgi því að raska grafarró múmía. Gríma Tutankhamuns. Gríman huldi efri hluta múmíunnar. Vitað er að Tutankhamun lést skyndilega aðeins átján ára að aldri og var grafinn í nokkrum flýti. Faraóar Egyptalands létu yfirleitt byggja sér glæst grafhýsi. Sú bygging tók yfirleitt mörg ár og jafnvel áratugi. Tutankhamun var svo ungur að grafhýsi hans var ekki nærri því tilbúið. Grafhýsi unga konungsins er því ekki eins glæsileg vistarvera og margra annarra konunga frá þessum tíma. Hins vegar er ljóst að ekkert var til sparað við að fylla það nytjahlutum og dýrgripum sem áttu að nýtast konunginum í framhaldslífinu. En hvers vegna lést Tutankhamun? Mörgum kenningum hefur verið kastað fram í gegnum árin er eiga að varpa ljósi á leyndardóminn um skyndilegan dauðdaga unga mannsins. Árið 1968 var múmía Tutankhamuns röntgenmynduð. Þá kom í ljós að höfuðkúpan var brotin og kveikti það hugmyndir um að ef til vill hefði hann verið myrtur. Önnur og yngri kenning er sú að konungurinn hafi fótbrotnað og að það hafi leitt til dauða hans. 12 Strikaðu undir fimm lykilorð í textanum og skrifaðu þau á línurnar. _ Lykilorð eru orð úr textanum sem skipta miklu máli. Nokkurs konar aðalatriði sem mikilvægt er að muna. Lykilorð geta t.d. verið nöfn eða heiti, ártöl, atburðir eða hugtök. 34

37 13 Endursegðu textann hér að ofan í fimm málsgreinum. Notaðu lykilorðin sem þú strikaðir undir. 3. KAFLI 14 Titill textans Tutankhamun er ákaflega einfaldur. Getur þú gert betur? Finndu tvo nýja titla á þessa grein sem munu vekja athygli og kveikja áhuga. 35

38 Ritgerðarskrif Skref fyrir skref 15 Nú þarftu að lesa fyrirmælin á bls. 51 í lesbókinni. Heimildir: 36

39 Ritgerð Kynning á ritgerðarefni 16 Nú hefur þú valið þér efni, leitað upplýsinga og gert hugarkort. Áður en lengra er haldið skaltu kynna ritgerðarefnið þitt fyrir bekkjarfélögum þínum. Nýttu grindina hér fyrir neðan til undirbúnings. 3. KAFLI Inngangur Segðu stuttlega frá viðfangsefninu. Ég hef valið að skrifa um vegna þess að Meginmál Segðu frá a.m.k tveimur áhugaverðum atriðum sem tengjast viðfangsefninu. Lokaorð Segðu frá því hvernig gekk að finna heimildir. Lýstu því hvernig ritgerðarvinnan þín hefur gengið hingað til. 37

40 Fræðibókarýni 17 Veldu þér fræðibók sem fjallar um forna tíma, menningu, atburði eða annað eldgamalt. Bókin sem ég valdi heitir: Hún fjallar um: Ég valdi hana vegna þess að: Fylgdu eftirfarandi fyrirmælum og krossaðu við í kassann þegar þú hefur lokið við hvert atriði. Finndu efnisyfirlit bókarinnar. Skoðaðu það og veldu þér áhugaverðan kafla eða undirkafla í bókinni. Ég valdi að skoða nánar kafla / undirkafla sem fjallar um: 38

41 Aftast í bókinni er að öllum líkindum atriðaorðaskrá. Þar eru listuð upp þau efnisorð sem fjallað er um í bókinni. Skoðaðu atriðaorðaskrána. Veldu fimm efnisorð af handahófi og fylltu í töfluna. Flettu orðum upp í bókinni og grúskaðu í textanum. 3. KAFLI Orð Blaðsíðutal Orðið í málsgrein í bókinni Skoðaðu heimildaskrá bókarinnar. Nefndu tvö rit/bækur sem höfundur hefur nýtt sem heimildir. Er myndaskrá/myndalisti í bókinni? Já Nei Hvaða upplýsingar er þar að finna? _ Nú skaltu undibúa kynningu á fræðibókinni fyrir bekknum þínum. Segðu frá efni og innihaldi hennar. Veldu stuttan texta til að lesa eða segja frá til að vekja áhuga á bókinni. Ljúktu kynningunni á nokkrum orðum um hvernig þér líkaði bókin. Efnisyfirlit er yfirleitt mjög framarlega í fræðibókum. Atriðaorðaskrá er aftast í bókum. Heimildaskrá er aftast í bókum. 39

42 Þankar um Þjóðminjasafnið 18 Skoðaðu vef Þjóðminjasafns Íslands, og leystu eftirfarandi verkefni. Forsíða vefseturs gegnir oft hlutverki eins konar efnisyfirlits. Á forsíðu átt þú að fá yfirsýn yfir það sem á vefnum er. Leggðu mat á forsíðuna. Hvað af eftirtöldum atriðum er að finna á henni? Hakaðu við. Fréttir Netfang Myndir af starfsfólki Ensk útgáfa Heimilisfang Verðskrá Yfirlit yfir aðalatriði vefsins Upplýsingar um opnunartíma Upplýsingar um gestafjölda Leit Smelltu á flipann Sýningar. Hér er að finna yfirlit yfir þær sýningar sem eru í gangi á safninu um þessar mundir. Ef þú ættir að fara á eina sýningu, hver yrði fyrir valinu? _ Hvers vegna? _ Undir flipanum Fræðsla er að finna upplýsingar um móttöku skólahópa á safninu. Hvaða fræðsla er í boði fyrir þinn aldur? Nokkrir viðburðir eru orðnir að föstum liðum í starfi safnsins. Hægt er að lesa um þá undir flipanum Fræðsla Árlegir viðburðir. Veldu einn viðburð af listanum og segðu stuttlega frá honum. 40

43 Hvað kallast Þjóðminjasafn Íslands á ensku? Icelandic National Museum The Thjod Museum National Museum of Iceland The Old Stuff Museum 3. KAFLI Hvað finnst þér um þennan vef? Gott að vita af honum Áhugaverður Óskipulagður Tilgangslaus Fróðlegur Gott skipulag auðvelt að finna efni Annað 19 Finndu heimasíðu safns í þinni heimabyggð. Hvaða upplýsingar er þar að finna? Fréttir Netfang Myndir af starfsfólki Ensk útgáfa Heimilisfang Verðskrá Yfirlit yfir aðalatriði vefsins Upplýsingar um opnunartíma Upplýsingar um gestafjölda Leit Fleiri áhugaverð söfn á Íslandi: Galdrasafnið á Ströndum Byggðasafnið á Dalvík Goslokasafnið Steinasafn Petru Árbæjarsafnið Vesturfarasetrið Þórbergssetur í Suðursveit Safnahúsið Ísafirði 41

44 Ísland, gamla Ísland Fjallkonan 20 Skrifaðu kort til Fjallkonunnar, Germaníu eða Marianne og segðu frá sterkri kvenfyrirmynd í þínu lífi. Konan sem þú segir frá getur tengst þér persónulega eða verið fyrirmynd sem þú fylgist með í samfélaginu. Mundu að hafa ávarp í upphafi og kveðju í lokin. FRÍMERKI ANNA JÓNSDÓTTIR LJÓSMYNDARI EGILSSTÖÐUM 21 Sendu henni núna smáskilaboð um sama efni. Hvað breytist? _ 42

45 Lifi byltingin! Franska byltingin er einn af mikilverðustu atburðum í sögu Vesturlanda. Hún átti langan aðdraganda en þegar talað er um frönsku byltinguna er yfirleitt átt við röð atburða sem hófust einn heitan júlídag árið Þá réðust bændur og almennir borgarar á Bastilluna, sem var alræmt fangelsi og vopnabúr hersins. Konur og menn börðust hlið við hlið gegn varðmönnum konungs. Innrásin í Bastilluna gekk vel, almenningur vopnaðist og var í sterkari stöðu gegn hervaldi konungs. Innrásardagurinn, 14. júlí, er í dag kallaður Bastilludagur og er hann þjóðhátíðardagur Frakka. 3. KAFLI Af hverju voru almennir borgarar svona reiðir? Það var mikil stéttaskipting í Frakklandi fyrir byltinguna. Aðallinn skipaði yfirstéttina, klerkar millistéttina og almúginn var í neðsta þrepi. Þetta þýddi að lítill hópur landsmanna (aðallinn og klerkar) réð yfir stórum hluta fjármuna á meðan meginþorri landsmanna (bændur og borgarbúar) lapti dauðann úr skel. Almúginn þurfti að greiða skatta til aðalsins og kirkjunnar. Vegna uppskerubrests hækkaði verð á matvælum og almennir borgarar voru hungraðir og reiðir yfir óréttlætinu. Því er haldið fram að Skaftáreldar hér á Íslandi hafi átt sinn þátt í frönsku byltingunni. Eldarnir orsökuðu veðurfarslegar hörmungar sem höfðu áhrif á uppskeru hér á landi og alla leið yfir á meginland Evrópu. Almúginn var ósáttur við að kóngurinn hafði öll völdin í landinu. Bændur og almennir borgarar réðu ekki neinu. Frakkland var skuldum vafið því konungurinn bruðlaði með fjármagn, sem almúginn hafði m.a. greitt í skatta. Peningarnir höfðu t.d. farið í stríðsrekstur, hallir, klæðnað fyrir aðalinn sem og dýrar veislur. Eftir innrásina í Bastilluna hélt almúginn áfram að berjast gegn valdi konungsins. Í ágúst voru kjörorð byltingarinnar, jafnrétti, frelsi og bræðralag á allra vörum. Árið 1793 reyndi konungurinn að flýja ásamt drottningu sinni, Maríu Antoinette. Það tókst ekki og voru þau bæði tekin af lífi. Í kjölfarið komst á lýðræði í landinu. Sumir líta á frönsku byltinguna sem sýniskennslu í því að almúginn á ekki að láta yfirstéttir kúga sig og að meirihluti getur náð völdum af einræðisherrum. 43

46 22 a. Lestu textann Lifi byltingin. Í honum eru fjölmörg fjólublá orð. Tengdu saman fjólubláu orðin við útskýringuna með því að skrifa númer viðeigandi útskýringar á línuna fyrir framan fjólubláa orðið. aðdragandi 1. aðgreining fólks eftir efnahag/fjárhag alræmdur 2. almenningur, alþýða vopnabúr 3. aflífaður, myrtur stéttaskipting 4. prestur aðall 5. geymsla fyrir vopn klerkur 6. orð/setningar sem notaðar eru til að lýsa/einkenna almúgi 7. undangengnir atburðir, forsaga meginþorri 8. matvörur, fæða, matur uppskerubrestur 9. mestur hluti matvæli 10. sem illt orð fer af kjörorð 11. valdastétt, yfirstétt að vera tekinn af lífi 12. þegar afrakstur ræktunar fer úr skorðum b. Úskýrðu með þínum orðum hvers vegna almúginn var svona reiður og hvað þeim fannst óréttlátt. 44

47 3. KAFLI c. Skoðaðu myndina. Skrifaðu á línurnar fyrir neðan hana myndatexta sem vísar í textann um byltinguna. d. Hvað heldur þú að konungurinn hafi getað gert til að koma í veg fyrir byltinguna? e. Hvað í nútímanum gæti mögulega leitt til svipaðrar byltingar og varð í Frakklandi 1789? Hvað? f. Fylltu út í hugarkortið. Hv H v enær? ve ers gna? Upphaf frönsku byltingarinnar Hve r? 45

48 Læsi og lesfimi Rataðu! 1 Þú ert á Heathrow flugvelli í London. Þú flaugst hingað í morgun með foreldrum þínum. Í hamaganginum við að grípa töskurnar af færibandinu varðstu viðskila við foreldrana. Þú ert eins þíns liðs. Nú eru góð ráð dýr! Þér þykir ekki þörf á að hafa samband við lögregluna og tilkynna að þú hafir tapað foreldrunum. Tvennt kemur þar til. Annars vegar er rafhlaðan í símanum þínum tóm og hins vegar veist þú nákvæmleg hvert skal halda. Ferðinni er heitið inn í borgina, nánar tiltekið á NiceLife hótelið. Þú hefur dvalið þar áður, kannt að ferðast með neðanjarðarlestinni og veist að lestarstöðin við hótelið kallast Embankment. Það eina sem þú þarft að gera er að lesa í kortið og taka réttar lestir. Ferðin gengur þó ekki áfallalaust fyrir sig en þú nærð á áfangastað á endanum. Er það ekki annars? 46

49 4. KAFLI a. Finndu Heathrow flugvöll á kortinu. Hann er í útjaðri borgarinnar. Þú ert stödd/staddur á Terminal 2. Gerðu hring utan um staðsetninguna. b. Þig rámar í að Embankment stöðin sé við grænu línuna. Finndu stöðina á kortinu og gerðu hring. c. Græna línan gengur ekki frá flugvellinum sem þýðir að þú þarft að skipta um lest. Finndu stystu leið frá flugvelli að Embankment. Þú getur skipt um lest á þeim stöðvum þar sem línurnar mætast með hring. Hvar ætlar þú að skipta um lest? Hvað ferðu fram hjá mörgum stöðvum áður en þú þarft að skipta? d. Nú ert þú kominn á grænu línuna. Hvað ferðu fram hjá mörgum stöðvum þar til þú ferð út á Embankment? Þú finnur hótelið og foreldra þína, sem afturkalla lögregluleitina sem sett var í gang þegar hvarf þitt uppgötvaðist. Eftir að hafa komið þér fyrir á hótelherberginu ákveður þú að skreppa í skoðunarferð. Með kortið í höndum finnast þér allir vegir færir. e. Þú tekur lestina á Embankment stöðinni. Ferðinni er heitir á slóðir Harry Potter, á Kings Cross lestarstöðina. Hvernig er best að komast þangað? Fylltu inn í eyðurnar. Ég tek línuna að stöðinni. Þar skipti ég um lest og tek línuna yfir á Kings Cross. f. Nöfn brautarstöðvanna, Notting hill, Paddington, Baker street og Bond street hafa allar vísun í ákveðnar kvikmyndir sem hafa verið gerðar. Finndu stöðvarnar á kortinu og gerðu hring um þær. Kannaðu hvernig best væri að fara með fjölskylduna í skemmtiferð á slóðir þessara mynda. Hvaða kvikmyndir og persónur tengjast þessum stöðum? Notaðu netið og grúskaðu. Berið saman niðurstöður ykkar. 47

50 Brostu! 2 Það er fátt fallegra en einlægt bros! Og fátt betra en að ná einlægu brosi á mynd. Kannt þú að brosa fyrir myndavélina? Hér eru einfaldar leiðbeiningar um hvernig hægt er að ná fáránlega flottum brosmyndum. Lestu, æfðu þig og taktu mynd! 1. Taktu brosandi sjálfsmynd sem notuð verður til samanburðar síðar í æfingunni. 2. Dragðu nú djúpt andann þrisvar sinnum. Ef þú heldur niðri í þér andanum myndast þrýstingur á þindina og brosið verður stíft og þvingað. Liðkaðu andlitsvöðvana með því að setja stút á varirnar og brosa breitt til skiptis, nokkrum sinnum. 3. Hugsaðu um eitthvað sem vekur með þér gleði. Það að hugsa gleðiríkar hugsanir gefur andliti þínu léttara yfirbragð. Hvað kætir þig og gleður? 4. Slakaðu á vöðvum í andlitinu, hálsinum og öxlum og róaðu hugann. Stress og óöryggi sést fljótt á svip þínum. 5. Veldu afslappaða stellingu og vertu eðlilegur. Gott er þó að hafa bakið beint og huga að góðri líkamsstöðu. Prófaðu nokkrar stellingar. Hvernig líður þér best? 6. Treystu því að ljósmyndarinn geri sitt besta til að ná góðri mynd. Ef þú ert sjálf/sjálfur ljósmyndarinn láttu þá tæknina hjálpa þér. Horfðu í linsuna en ekki beint á skjáinn. 7. Hlæðu innilega. Einlægustu brosin fylgja oft hlátri. Hlátur fær augun einnig til að tindra. 8. Ef þú finnur ennþá fyrir stressi eða óöryggi, hreyfðu þig. Dansaðu um, hoppaðu á staðnum eða snúðu þér í hringi. Hreyfing hjálpar okkur til að slaka á. 48

51 4. KAFLI 9. Gott er að æfa bros t.d. fyrir framan spegil. Prófaðu að brosa án alls undirbúnings. Fylgdu því næst skrefunum á síðunni hér á undan og brostu með öllu andlitinu. Sérðu mun? Já Nei Ef já, hver er helsta breytingin? 10. Taktu aðra brosmynd eða fáðu einhvern annan til að taka hana fyrir þig. Berðu nýju myndina saman við þá sem þú tókst áður en þú last leiðbeiningarnar. Hvor myndin þykir þér betri? Sú fyrri. Er munur á myndunum. Hver? Sú seinni. Hvernig gekk þér að lesa þessar leiðbeiningar? Voru leiðbeiningarnar skýrar? Var auðvelt að vita hvað þú ættir að gera? Já Nei Var hjálplegt að hafa myndirnar efst á bls. 48 til hliðsjónar? Já Nei Ef já, á hvaða hátt? Ef nei, af hverju ekki? 49

52 Taktu púlsinn! 3 Lestu leiðbeiningarnar og æfðu þig. Þú þarft að hafa tímatökutæki við höndina. Svona tekur þú hvíldarpúlsinn á úlnlið: 1. Leggðu vísifingur og löngutöng á úlnliðinn fyrir aftan sinina líkt og sýnt er á myndinni. Ekki þrýsta mjög fast. Þarna er slagæðin og þú finnur fyrir daufum slögum. 2. Teldu nú slögin í 15 sekúndur. 3. Hversu mörg slög taldir þú: 4. Þar sem ávallt er miðað við slög á mínútu þarftu að margfalda með fjórum. (15 sekúndur x 4 = 60 sekúndur /1 mínúta) x 4 = Hvíldarpúlsinn minn er slög á mínútu. 1. Nú skaltu athuga áreynslupúls þinn. 2. Hoppaðu, hlauptu eða reyndu á þig á annan hátt í 5 mínútur! 3. Taktu nú púlsinn á sama hátt og áður. 4. Hversu mörg slög taldir þú: x 4 = Áreynslupúlsinn minn er slög á mínútu. Hversu miklu munar á hvíldar- og áreynslupúls þínum? Hvíldu þig nú þrjár mínútur og taktu púlsinn einu sinni enn. Hver er púlsinn nú? Náðir þú til baka í hvíldarpúlsinn þinn á þremur mínútum? Fólk sem er í góðri þjálfun er fljótt að komast til baka í hvíldarpúls eftir áreynslu. Hvernig gekk þér að lesa þessar leiðbeiningar? Voru leiðbeiningarnar skýrar? Var auðvelt að vita hvað ætti að gera næst? Já Nei Hjálpaði myndin þér að leysa verkefnið? Já Nei Ef já, á hvaða hátt? 50

53 Málfarsmolinn Bein og óbein ræða 4 Breyttu þessum óbeinu ræðum í beinar og mundu eftir gæsalöppunum: Dóra sagði að ég mætti eiga kettlinginn. Afi skipaði okkur að slökkva á sjónvarpinu og fara út að leika okkur. Adam sagði mér að syngja aðeins hærra. Vilborg spurði hvort mamma mín gæti skutlað okkur. Við spurðum tvíburana hvort þeir vildu koma með á ballið. 5 Breyttu þessum beinu ræðum í óbeinar: Blær spurði: Tandri, viltu dansa? Kisa mjálmaði: Mjá, mjá, mjá. Hróðmar öskraði: Verið þið fljót, kennarinn er að koma. Ég held að það muni rigna á morgun, sagði Tanja þungbrýn. Veistu hvað klukkan er? spurði Olga. 51

54 Eru Grimmsævintýrin grimm? Sjónarhorn 1 Hvernig getum við séð hvort saga er skrifuð sem 1. eða 3. persónu frásögn? 2 Skrifaðu stutt dæmi fyrir hvorutveggja: 1. persónu frásögn 3. persónu frásögn 52

55 Sögusvið 3 Lestu þessi sex brot úr sögum. Paraðu sögusviðin við textabrotin með því að skrifa viðeigandi númer í hringinn við textann. 1. Sólarströnd. 3. Yfirgefinn skólabygging. 5. Almenningsgarður. 2. Neðansjávar. 4. Hellir. 6. Í íslenskri fjöru. 5. KAFLI Ragnar er varla búinn að losa Steinunni úr kerrunni þegar hún hleypur í átt að rólunum. Hann ýtir kerrunni í átt að bekk og hefur annað augað á þriggja ára hnátunni. Lykt af nýslegnu grasi fyllir vitin. Vorið er uppáhaldstími Ragnars. Eldri kona situr og prjónar en annars er enginn sjáanlegur Loksins! Guðrún hafði aldrei á ævi sinni verið jafn spennt. Teldu upp á þremur og láttu vaða, kallaði pabbi til hennar. Hún fann kaldan sjóinn taka á móti sér. Fyrstu sekúndurnar átti hún erfitt með að ná andanum. Hún var óvön að anda bara í gegnum munninn en æfingarnar síðustu daga í sundlauginni skiluðu sér. Augun voru fljót að venjast myrkrinu og kyrrðin var dásamleg Það er bara eitt sem ég er hræddur við, segir hann og horfir á Alex. Vindurinn leikur í hári þeirra beggja og Alex hallar sér upp að honum til að heyra betur hvað hann segir. Hann sleikir neðri vörina áður en hann heldur áfram og grettir sig yfir saltbragðinu. Mávur gargar fyrir ofan þá og hinum megin við hafið sést forsetabústaðurinn Ekki voga þér að koma nær mér, reynir hann að öskra en röddin brestur. Hann heyrir andadráttinn nálgast. Ég er að reyna að hjálpa þér, segir mjóróma rödd. Sigurgeir er ekki viss hvort hann eigi að treysta sér út og þrýstir bakinu upp við kaldan klettinn Sólin blindar Hildi. Hún þurrkar svitadropann sem rennur niður gagnaugað með bleika hlýrabolnum sem amma gaf henni fyrir ferðina. Sandurinn brennur iljarnar og hún líkist helst hrossaflugu þegar hún hleypur frá handklæðinu niður að sjó Hann hefði aldrei átt að elta Skúla. Órólegur gengur hann eftir dúkalögðum gangi. Klukkan er þrjú að nóttu og foreldrar hans halda að hann sofi rótt í herberginu. Skúli, hvíslar hann en fær ekkert svar. Það voru örugglega fimm mínútur síðan Skúli hvarf. Klukkan í matsalnum tifaði og vindurinn barði gluggana. Það var allt svo hljótt, ólíkt því þegar hann situr með félögum sínum í hádegishléinu á sama stað 53

56 Nú eða þá? 4 Skoðaðu endursögnina um Mjallhvíti í lesbók á bls. 72. Finndu a.m.k. þrjú atriði sem væru öðruvísi í sögunni ef hún gerðist í raunveruleikanum? SVAR Rifjum upp nokkur bókmenntahugtök! Við höfum lært og unnið með ýmiss bókmenntahugtök í Orðspori. Rifjum þau upp. Persónur Í hverri sögu eru aðalpersónur sem sagan fjallar að mestu um. Aðalpersónurnar tengjast síðan öðrum persónum í sögunni sem eru aukapersónur. Til að kynnast persónunum lýsir höfundur ekki bara útliti hennar heldur líka skapgerð, áhugamálum, styrkleikum, veikleikum o.fl. Tími Allar sögur gerast einhvern tímann (ytri tími) og á tiltekið löngum tíma (innri tími). Höfundar uppljóstra ekki endilega upp um ártalið en lesendur geta ályktað, eða áttað sig á því út frá sögunni hvenær hún gerist. Þeir geta til dæmis velt fyrir sér tækninni (eru bílar, tölvur, snjallsímar o.s.frv.). Lesandi getur líka ályktað hvað sagan gerist á löngum tíma út frá til dæmis aðalpersónunni (eldist hún?). 54

57 5. KAFLI Upphaf Í upphafi er yfirleitt einhvers konar kynning, til dæmis á persónum og sögusviði. Atburðarás Í atburðarásinni kemur upp eitthvert vandamál eða flækja sem persónurnar glíma við. Í atburðarásinni er yfirleitt hápunktur sögunnar. Sögusvið Segir okkur hvar sagan gerist. Höfundur lýsir umhverfinu og lesandinn veit hvort sagan gerist t.d. í sveit eða borg. Sumir höfundar lýsa umhverfinu mjög vel á meðan aðrir leyfa lesandanum að fylla upp í eyðurnar. Sögusviðið skapar oft ákveðið andrúmsloft. Endir Í lok sögunnar fáum við einhvers konar lausn á atburðarásinni. 5 Skrifaðu niður a.m.k. fimm sögusvið sem þér detta til hugar. Veldu þér eitt af þessum fimm sögusviðum og skrifaðu stutta byrjun á sögu, líkt og þú sérð í sögubrotunum á bls

58 Uppbygging, persónur, sögusvið og tími Mjallhvítar 6 Nú þekkið þið hugtökin upphaf, atburðarás og endir, persónur, sögusvið og tími sögunnar. Lesið endursögnina um Mjallhvíti í lesbókinni og fyllið út í rammana. Aðalpersónurnar eru: Aukapersónurnar eru: Sögusviðið er: Tíminn sem sagan gerist á: 56

59 Tíminn sem líður í sögunni: 5. KAFLI Upphaf: Atburðarás (finnið 5 atburði a.m.k.): Endir: 57

60 Kvikmyndir 7 Nú er komið að því að horfa á kvikmynd. Hafðu það í huga að þú ert að horfa á sögu. Allar kvikmyndir segja okkur sögu líkt og bækur. Veldu þér kvikmynd til að horfa á. Á meðan þú horfir skaltu punkta niður upplýsingar inn í rammana: Hvað heitir myndin? Hver er leikstjórinn? Hvenær kom myndin út? Er hún bönnuð innan einhvers aldurs? Hvað heita aðalpersónurnar? Hverjar eru aukapersónurnar? Hvert er sögusviðið? 58

61 5. KAFLI Á hvaða tíma gerist sagan í myndinni? (ytri tími) Hversu langur tími á að líða í sögunni frá því að myndin byrjar og endar? (innri tími) Hvað færðu að vita í upphafi myndar? Hver er atburðarásin (nefnið 5 atburði)? Hvernig endar myndin? 59

62 Hvernig fannst þér myndin? (spennandi, fyndin, langdregin ) Mér fannst Er myndin sannsöguleg (byggð á raunverulegum atburði)? Er hún byggð á bók? Hvernig stóðu leikararnir sig? Trúðir þú á persónur þeirra? Höfðu þeir áhrif á tilfinningar þínar? Hvernig fannst þér hljóðið í myndinni? Myndatakan? Brellur? Eitthvað annað sem þú vilt taka fram varðandi myndina? 60

63 8 Notaðu punktana þína og skrifaðu kvikmyndarýni í samfelldum texta. 5. KAFLI 61

64 Brandarar 9 Margar skrýtlur hafa spunnist út frá ævintýrum. Ástæðan fyrir því að grínið virkar er að fólk þekkir þær sögur sem brandarinn vísar til. Tökum dæmi um vel heppnaðan brandara sem margir þekkja og er með vísun í annan þekktan brandara. Fyrst kom þessi: Einu sinni voru tveir tómatar að ganga yfir götu. Þá kom vörubíll og keyrði yfir annan tómatinn. Hinn tómaturinn leit við og sagði: Komdu tómatsósan þín. Síðan spannst þessi brandari upp úr hinum: Einu sinni voru tveir tómatar að ganga yfir götu. Þá kom vörubíll og bremsaði til að hleypa tómötunum yfir götuna. Þá sagði annar tómaturinn: Hey, þú skemmdir brandarann! Hugsaðu brandara sem þú kannt og finnst fyndinn. Skrifaðu hann niður eða teiknaðu myndasögu hér í rammann: 62

65 Skrýtla um grísina þrjá 10 Skoðum einn brandara sem vísar í ævintýri: 5. KAFLI Dag einn var kennari sex ára barna að lesa söguna um grísina þrjá. Hann var kominn að kaflanum þar sem fyrsti grísinn var að safna efni í húsið sem hann var að byggja. Grísinn gekk að manni með fullar hjólbörur af stráum og spurði: Fyrirgefðu herra, ekki gæti ég fengið smávegis af stráum hjá þér til að byggja mér hús? Kennarinn leit yfir bekkinn og spurði: Og hvað haldið þið að maðurinn hafi sagt? Nemandi í bekknum lyfti upp hönd og svarði: Ég held að hann hafi sagt: Ja hérna hér, talandi svín! Nú þekkir þú fullt af ævintýrum. Leystu hugmyndarflugið úr læðingi og semdu brandara með vísun í ævintýri. Þú mátt skrifa hann niður eða teikna myndasögu. Skemmtilegt að vinna saman Hvar er grimmdin? 11 Taktu afstöðu. Hvað finnst þér um að ævintýri, sem er hrottalegt í upprunalegri útgáfu, sé mildað í teiknimyndum? Finnst þér rétt að gera það? Af hverju Af hverju ekki? Finndu a.m.k. tvö góð rök sem styðja skoðun þína. 63

66 Orðarýni 12 Hvað merkir orðið? Orðið í málsgrein. Samheiti ógrynni Andheiti 13 Hvað merkir orðið? Orðið í málsgrein. Samheiti augljós Andheiti 64

67 5. KAFLI 14 Hvað merkir orðið? Orðið í málsgrein. Samheiti rosti Andheiti 15 Hvað merkir orðið? Orðið í málsgrein. Samheiti iður (iðrin) Andheiti 65

68 Stafsetningarsjónaukinn Um y, ý og ey 16 Finndu 15 y, ý og ey orð í orðasúpunni. Orðin eru ýmist skrifuð aftur á bak eða áfram, lóðrétt, lárétt eða á ská. K O S S S B O K Y F Ý P H E V B M F Y K I R S J K K R K E Ú S L Y A F I E Ö B P S S G A A L D L S F J L S Y H F G L T T T R L Y R S A E K A Ð Þ E Ý G S U A M K G S Y N G J A Y L R R Y M Y F K I Þ G N I D P F K Þ I L Æ G I I K V M F Y A A U H D R K U O H H R F H M J V D A L S Y S T I R U R Y Ý L S M P R E G F L Þ D T Æ N V M A P L J Þ Y E B H S Ý N T Y N K U O O Y Y P O K X R N R U R J U I G R E T U S U B J T Æ O U I K A V O J T R U A V L V R D F BRÝTUR FYRIR SMYRJA EYRA GLEYPA SYFJA FJÖLSKYLDA HLEYPUR SYNGJA FLÝTA NÝJA SYSTIR FYLLA SKÝ YFIR 17 Finnur þú fleiri y og ý orð í súpunni sem eru ekki á listanum? 66

69 18 Tengdu saman skyld orð. ljúka koss loka oddur frost draumur sonur hross loft fjúka ofar skraut frysta synir skreyta kyssa dreyma hryssa fýkur lykill ydda yfir lyfta lýkur 19 Skrifaðu rétt orð á línurnar hér fyrir neðan. Orðin er að finna í rammanum. fyrir yfir fylgja spyrja byrjar systir syfjaður fylla syngur smyrja Litla mín mjög vel. Viltu fara mig út á bensínstöð og á tankinn? Settu dúk páfagaukabúrið. Gamli maðurinn var orðinn mjög og geispaði oft. Kennarinn á að kveikja á tölvunni. Nemendur hvort nú megi hætta. Viltu fyrir mig brauðsneið? Það þarf að fólkinu inn í salinn. 67

70 Bókahillan Bókabrot Hér á eftir fer brot út fyrsta kafla bókarinnar Hrollur, sá hlær best sem síðast hlær, eftir R. L. Stine. Lestu og leystu verkefnin. 20 Hrollur Sá hlær best sem síðast hlær 1. kafli Mmmmm! Mmmmm! Mmmmm! Krista reyndi hvað hún gat að ná athygli tvíburasystur sinnar. Linda leit upp úr bókinni sem hún var að lesa til að athuga hvað gengi á. Í stað þess að sjá fallegt andlit systur sinnar sá hún stóra bleika kúlu á stærð við höfuðið á Kristu. Flott þessi, sagði Linda áhugalaus. Leiftursnöggt potaði hún í kúluna og sprengdi hana. Hey! hrópaði Krista um leið og bleik tyggjókúlan sprakk yfir kinnar hennar og höku. Linda hló. Náði þér. Krista greip reiðilega í bók Lindu og lokaði henni með skelli. Úps, nú veistu ekkert hvar þú varst! sagði hún með uppgerðarhryllingi. Hún vissi að systir hennar þoldi ekki að ruglast í blaðsíðutalinu. Linda yggldi sig og þreif bókina aftur. Krista baslaði við að kroppa bleikt tyggjóið af andlitinu. Þetta var stærsta tyggjókúla sem ég hef blásið, sagði hún reiðilega. Tyggjóið var fast á hökunni. Ég hef blásið miklu stærri kúlur en þetta, sagði Linda yfirlætislega. Þið eruð ótrúlegar, báðar tvær, muldraði mamma þeirra um leið og hún gekk inn í herbergið og lagði snyrtilega samanbrotinn bunka af þvotti á rúmið hennar Kristu. Metist þið meira að segja um tyggjó? Við erum ekkert að metast, muldraði Linda. Hún sveiflaði ljósu taglinu til og sneri sér aftur að bókinni. Stelpurnar voru báðar með slétt ljóst hár. En Linda var með sítt hár sem var yfirleitt tekið saman í tagl og Krista var með mjög stutt hár. Þannig þekkti fólk tvíburana í sundur því að öðru leyti voru þær nánast alveg eins. Báðar voru með hátt enni og stór blá augu. Báðar fengu spékoppa þegar þær brostu. Báðar roðnuðu auðveldlega og þá birtust stórir bleikir deplar á fölum kinnum þeirra. Báðum fannst nefið á sér vera aðeins of breitt. Báðar vildu þær vera eilítið hávaxnari. Lísa, besta vinkona Lindu, var næstum því sjö sentímetrum hærri þótt hún væri enn ekki orðin tólf ára. 68

71 Náði ég öllu? spurði Krista og nuddaði rauða og klístraða hökuna. Ekki öllu, sagði Linda og leit upp. Það er smá í hárinu á þér. Æðislegt, muldraði Krista. Hún þuklaði á hárinu á sér en fann ekkert tyggigúmmí. Náði þér aftur, sagði Linda og hló. Þú ert svo einföld. Krista hvæsti reiðilega. Hvers vegna ertu alltaf svona vond við mig? Ég? Vond? Linda horfði sakleysislega á hana. Ég er algjör engill. Spyrðu hvern sem er. Krista sneri sér pirruð að móður sinni, sem tróð sokkum í kommóðuskúffu. Mamma, hvenær fæ ég mitt eigið herbergi? Hinn tólfta aldrei, svaraði mamma og brosti. 5. KAFLI a. Hvert er sögusviðið í upphafi bókarinnar? b. Hugsanlega hafa aðalpersónur verið kynntar til sögunnar. Hverjar? c. Merktu við það orð sem gæti komið í stað þess sem er undirstrikað án þess að merking breytist. Við erum ekki að metast. matast setja met keppa um eitthvað, þrátta skiptast á d. Hvernig þekkti fólk tvíburana í sundur? e. Ljúktu við málsgreinina: Kristu dreymir um eigið herbergi vegna þess að f. Hvað á mamma við þegar hún svarar: Hinn tólfta aldrei.? 69

72 70 21 Gríptu aftur niður í textann! Það er enginn hérna. Skoðum nýja húsið, sagði Linda. Krista elti hana yfir lóðina. Íkorni sem var kominn hálfa leið upp í tré fylgdist tortrygginn með þeim. Þær fóru í gegnum op í limgerðinu milli lóðanna. Þær gengu framhjá timburstöflunum og stóra moldarbingnum og upp steyptar tröppurnar að húsinu. Þykkt plast var neglt fyrir opið þar sem útihurðin ætti að vera. Krista lyfti einu horninu á plastinu og þær smeygðu sér inn í húsið. Inni var dimmt og svalt og fersk timburlykt lá í loftinu. Gifsveggirnir voru tilbúnir en ómálaðir. Farðu varlega, sagði Linda. Naglar. Hún benti á stóra nagla sem lágu á víð og dreif um gólfið. Ef þú stígur á nagla færðu stífkrampa og deyrð. Þú yrðir ánægð með það, sagði Krista. Ég vil ekki að þú deyir, svaraði Linda. Bara fáir stífkrampa. Hún flissaði hæðnislega. Haha, sagði Krista kaldhæðnislega. Þetta hlýtur að vera stofan, sagði hún og gekk varlega í gegnum herbergið að arninum sem var á veggnum fjærst anddyrinu. Hér er hátt til lofts, sagði Linda og starði upp í loftið á dökka viðarbitana yfir höfðum þeirra. Flott. Þetta er stærra en stofan okkar, benti Krista á og horfði út um stóran gluggann og út á götuna. Það er góð lykt hérna. Linda andaði djúpt. Allt þetta sag. Það ilmar eins og furutré. Þær gengu í gengum holið og könnuðu eldhúsið. Eru þessir vírar tengdir? spurði Krista og benti á knippi af svörtum rafmagnsvírum sem héngu niður úr bitunum í loftinu. Prófaðu að snerta einn þeirra, þá kemstu að því, stakk Linda upp á. Þú fyrst, skaut Krista til baka. Eldhúsið er ekki mjög stórt, sagði Linda, beygði sig niður og horfði inn í götin fyrir eldhússkápana. Hún rétti úr sér og ætlaði að stinga upp á að þær könnuðu efri hæðina þegar hún heyrði hljóð. Hvað? Augun glenntust upp af undrun. Er einhver hérna inni? Krista stóð grafkyrr í miðju eldhúsinu. Þær hlustuðu báðar. Þögn. Svo heyrðu þær hljóðlátt hratt fótatak. Nærri. Inni í húsinu. Förum! hvíslaði Linda.

73 a. Nú hefur sögusviðið breyst. Hvar gerist sagan núna? 5. KAFLI b. Hvenær gerist sagan? Hver er líklegur ytri tími að þínu mati? c. Hvers konar hús eru systurnar að skoða. Yfirgefið hreysi. Nýbyggingu. Hús sem er að hruni komið. Geymsluskúr. d. Veldu annað orð sömu merkingar í stað undirstrikaða orðsins. Þær fóru í gegnum op í limgerðinu milli lóðanna. trjágerðinu girðingunni gangstéttinni e. Satt eða ósatt? S Ó Stelpurnar þurftu að klifra upp stiga til að komast inn í húsið. Linda vill að Krista fái stífkrampa. Það var viðarlykt í loftinu. Linda vildi fara upp á efri hæðina. 71

74 22 Og nú nær spennan hámarki! Lestu áfram Krista var þegar komin hálf undir plastið á leiðinni út um dyraopið. Hún hoppaði niður af útidyrapallinum og hljóp í áttina að lóðinni þeirra. Linda stoppaði neðan við tröppurnar og sneri sér að nýja húsinu. Hey, sjáðu! kallaði hún. Íkorni kom stökkvandi út um glugga. Hann lenti á moldinni og hljóp strax á fleygiferð í átt að stóra hlyninum í garði systranna. Linda hló. Þetta var bara íkorni. Krista stoppaði við runnana. Ertu viss? Hún horfði hikandi á gluggana í nýja húsinu. Þetta var frekar hávær íkorni. Þegar hún sneri sér frá húsinu varð hún hissa að sjá að Linda var horfin. Hey, hvert fórstu? Ég er hér, kallaði Linda. Ég sé eitthvað! Það tók Kristu smástund að finna systur sína. Linda var hálffalin á bak við stóran svartan ruslagám hinum megin á lóðinni. Krista skýldi augunum með annarri hendi til að sjá betur. Linda var hálf ofan í ruslagámnum. Hún virtist vera að gramsa í ruslinu. Hvað er þarna ofan í? kallaði Krista. Linda henti hlutum til og frá og virtist ekki heyra í henni. Hvað er þetta? kallaði Krista og tók nokkur hikandi skref í átt að ruslagámnum. Linda svaraði ekki. Svo dró hún eitthvað rólega upp úr gámnum. Hún lyfti því upp. Krista sá dökkhært höfuð, handleggi og fótleggi sem héngu líflausir. Höfuð? Handleggir og fótleggir? Ó, nei! hrópaði Krista og greip fyrir andlitið á sér í hryllingi. Viltu lesa meira? Snarastu þá inn á bókasafn og náðu þér í bókina. Hrollur Sá hlær best sem síðast hlær 72

75 a. Hvað hús er á næstu lóð við nýbygginguna? 5. KAFLI b. Linda telur að hljóðið á eftir hæðinni hafi borist frá íkorna. Hvað heldur þú? Rökstyddu svar þitt. c. Hvað merkir undirstrikaða orðið: Hann lenti á moldinni og hljóp strax á fleygiferð í átt að stóra hlyninum í garði systranna. stór hlemmur brunnur vinnuskúr trjátegund Fyrsta kafla er lokið. Aðalpersónur hafa verið kynnar til leiks, sögusviðið kynnt og sögutími markaður. Og nú hefst atburðarásin fyrir alvöru. d. Hvaða atburður er það sem líklega hefur hrint atburðarásinni af stað í þessari sögu? 73

76 Af máli má manninn þekkja Hraðaspurningar 1 Lestu spurningarnar og skrifaðu það fyrsta sem kemur upp í huga þinn. Svaraðu í heilum málsgreinum. Hvað borðaðir þú í morgunmat í morgun? Skrifa! Ef þú mættir velja þér gæludýr núna hvað yrði fyrir valinu? Skrifa! Hvað ertu að hugsa um einmitt núna? Skrifa! Hvað fær þig til að brosa? Skrifa! Hvar reitir þig til reiði? Skrifa! Hvernig litist þér á að taka frímínútur út úr stundatöflunni? Skrifa! 74

77 Gefðu þeim orð 6. KAFLI 2 Þessi heillandi dýr fá eitt tækifæri til að tjá sig á mannamáli. Hjálpaðu til og skráðu niður það sem þau vilja segja. 75

78 Að rýna í orð 3 Fylltu inn í hugarkortin. Nýttu þér íslenska orðabók eða tölvuorðabók til að fá upplýsingar um merkingu orðanna. Hvað merkir orðið? Orðið í málsgrein. Samheiti að angra Andheiti 4 Hvað merkir orðið? Orðið í málsgrein. Samheiti að andvarpa Andheiti 76

79 6. KAFLI 5 Hvað merkir orðið? Orðið í málsgrein. Samheiti að skaða Andheiti 6 Hvað merkir orðið? Orðið í málsgrein. Samheiti að skynja Andheiti Hvað eiga öll orðin sameiginlegt? 77

80 Spjöllum saman 7 1. Veljið ykkur eitt af umræðuefnunum hér fyrir neðan. 2. Hefjið samtal þar sem báðir taka virkan þátt og tjá sig um efnið og spyrja spurninga. Spjallið í 3 5 mínútur. 3. Takið samtalið upp á snjalltæki. Kettir eru miklu betri dýr en hundar. Besti söngvari/söngkona í heimi er Hvað myndi ég gera ef ég ætti hundrað milljónir? Af hverju er mikilvægt að flokka rusl? Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólastjóri í einn dag? Þráðlaust net í strætó. Nauðsyn eða óþarfi? Þú mátt búa hvar sem er í heiminum. Hvar og af hverju? 4. Hlustið á samtalið og gerið eftirfarandi athugun: a. Hvaða hikorð notaðir þú? b. Koma fyrir slettur og slangur í þínu máli? Ef já, þá hvaða orð? Skiptið nú um námsfélaga, veljið nýtt umræðuefni og endurtakið leikinn. 78

81 Vandamál leyst með ritmáli 8 Matti lét ekkert stoppa sig þegar hann mótmælti heimanáminu. Sjá bls í lesbókinni. Ég mótmæli of miklu heimanámi. 6. KAFLI Nú ert þú í vanda. Það er ólag á netinu í símanum þínum. Þú þarft að koma kvörtunum á framfæri við nokkra aðila. Hafðu í huga muninn á formlegu og óformlegu ritmáli. Þú færð lánaðan síma og sendir vini þínum eða vinkonu línu með smáskilaboðum. Útskýrðu af hverju hann/hún hefur ekkert heyrt frá þér. Skrifaðu miða til mömmu þinnar og kvartaðu yfir ástandinu. Þú sendir símaþjónustufyrirtækinu þínu tölvupóst úr skólatölvunni, útskýrir vandamálið og óskar eftir því að málum verði kippt í lag. 79

82 Hefur þú gott nef fyrir málsniði? 9 Hér á eftir fara nokkur textabrot. Lestu þau og tengdu við það málsnið sem þér finnst passa með því að skrifa rétta tölu í kassana. Einu sinni, fyrir langa löngu, var kona nokkur sem Hei, eigum við að fara í pókó? Maaatur!!! Gríma var í rosalegum vandræðum. Auðvitað þurfti þetta koma fyrir hana í dag af öllum dögum. Hún var alltaf svo heppin, eða þannig. Hún sparkaði reiðilega í borðfótinn í mótmælaskini. Vatnsflaskan flaug í gólfið, opnaðist og vatn skvettist út um allt. Næst mun ég sýna þér hvernig maður tekur til láns og deilir. 1 formlegt ritmál Ég legg til að í lok fundarins verði farið yfir nokkur miklvæg atriði. óformlegt ritmál 3 formlegt talmál óformlegt talmál 4 2 Forngripir eru allir manngerðir hlutir sem eru orðnir eldri en 100 ára. Þeir sem finna forngripi á víðavangi eiga að hafa samband við Minjastofnun Íslands sem hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Hæ krakkar, Mig langaði bara að senda ykkur þessar línur og þakka ykkur fyrir frábæra viku á Reykjum. Það var ógeðslega gaman og ég tók fullt af myndum sem ég skal senda ykkur við tækifæri. 80

83 Hvað veistu um málfræði? 6. KAFLI 10 Hér á eftir er gríðarlega flókin kunnáttukönnun í málfræði. Nú reynir á þig að nýta þekkingu þína kæri lærlingur. 1 Raðaðu eftirfarandi orðum í stafrófsröð: kóróna skjöldur galdramaður kóngur hirðfífl kastali riddari sverðberi drekabani 2 Settu greinarmerki á rétta staði í textanum.... :!, Riddarinn reið á hvítum hesti inn í hallargarðinn Hann dró sverðið úr slíðrinu og hrópaði hástöfum Til orrustu Kóngurinn skipaði sínum mönnum að koma riddranum fyrir kattarnef áður en hann flýtti sér í felur Hann vissi vel að nú var að duga eða drepast Nú eru komnar málsgreinar í textann 81

84 3 Skoðaðu eftirfarandi texta. Riddarinn Hróðmar var hvergi banginn. Hann hafði engu að tapa. Ef honum mistækist að bjarga töfrasteini galdrameistarans frá illa kónginum Márusi þá hefði hann ekkert að lifa fyrir. Þá væri þjóð hans glötuð. Míranda, fallega heitkona hans, myndi ekki vilja sjá hann og honum yrði úthýst úr reglu Dómsdagsriddaranna. Hróðmar hafði í raun ekki gert neina áætlun. Hans eina markmið var að komast inn í kastalann. Ef það tækist myndi hann bara spila framhaldið eftir eyranu, nú eða beitta sverðinu. a. Finndu sex nafnorð í textanum. Tvö af hverju kyni. karlkyn kk kvenkyn kvk hvorugkyn hvk b. Finndu sex sagnorð í textanum og fylltu inn í töfluna: Nafnháttur Nútíð þátíð c. Finndu 3 lýsingarorð í textanum. Stigbreyttu þau í karlkyni, eintölu. Frumstig Miðstig Efsta stig d. Strikaðu undir tvö sérnöfn í textanum. 82

85 4 Svaraðu eftirfarandi krossaspurningum: Í hvaða línu eru tvö nafnorð með greini? Hvert fór stúlkan? Apinn skeit í fötu. Tímavélin hvarf inn í myrkrið. Riddarinn reið undir kastalahlið. 6. KAFLI 5 Hvernig stigbreytist orðið vondur í kvenkyni fleirtölu? Vondur verri verstur Vondir verri verstir Vont verra verst Vondar verri verstar 6 Hvert er samheiti orðsins indæll: frábær vinamargur elskulegur góður 7 Fylltu inn í töfluna. Skrifaðu heiti á föllunum fjórum, hjálparorðunum og fallbeygðu að lokum eftirfarandi nafnorð í eintölu og fleirtölu: Föll Hjálparorð et. ft. et. ft. Nefnifall Hér er krókur krókar kona konur Nefnifall Hér er nál nálar bróðir bræður 83

86 8 Svaraðu eftirfarandi krossaspurningum: Í hvaða línu er lýsingarorð í miðstigi? Gunna hljóp hraðast. Peysan var þröng. Pésa fannst verra að vera síðastur. Karlinn sá krúttlega kisu. 9 Hvaða orð hefur þrjú atkvæði? hnakkur sólbrenndur ljósaskipti snjótittlingur 10 Hvernig er ónýt lungu í eignarfalli fleirtölu: ónýtum lungum ónýtra lungna ónýtra lunga ónýt lungu 11 Greindu kyn eftirfarandi nafnorða. máni kerfi bilun mál 12 Bættu greini við nafnorðin. hagi lauf flauta sál 13 Stigbreyttu lýsingarorðið há. frumstig miðstig efstastig kk kvk hk 84

87 14 Greindu fall feitletruðu orðanna: Riddarinn lá helsærður á hörðu kastalagólfinu. Honum hafði mistekist. Töfrasteinninn var honum að eilífu glataður. Menn Márusar höfðu verið of margir og vel vopnum búnir. Hæfileikar Hróðmars í bardagatækni máttu sín lítils gegn vopnum lífvarðanna. Hvað yrði nú um þjóð hans? Hvernig myndi Míröndu reiða af? Hann heyrði lágt fótatak nálgast. Einhver læddist í átt til hans. Hann megnaði ekki að snúa höfðinu til að sjá hver þetta væri. Honum var sama. Hann var tilbúinn að taka örlögum sínum. 6. KAFLI nf. þf. þgf. ef. riddarinn kastalagólfinu Hróðmars bardagatækni Míröndu fótatak höfðinu örlögum 15 Nú er kunnáttukönnun lokið. Hvernig gekk þér? Mjög vel Þokkalega Nokkuð vel Alls ekki vel 16 Hvaða málfræðiþætti kanntu upp á hár? Hvaða málfræðiþætti þarftu að æfa betur? 85

88 Fyrirmyndir Malala Yousafzai Nú hefur þú kynnt þér sögu Nóbelsverðlaunahafans unga. Skráðu niður hugsanir þínar og hugleiðingar um eftirtalin atriði. Hvað finnst þér? 11 Árið 2012 var reynt er að ráða unga stúlku af dögum vegna skoðanna hennar. 12 Malala ákvað að ráðstafa verðlaunafé sínu í að byggja skóla í Pakistan. 86

89 13 Víða um heim fá börn ekki menntun. 14 Hvað í daglegu lífi þínu og umhverfi eru sjálfsögð mannréttindi? 15 Hvað í daglegu lífi þínu og umhverfi eru forréttindi? 87

90 Skólanum hefur borist bréf Skólastjóri hefur lesið fyrir þig tilskipun nýju stjórnarinnar. 1 Hvorum hópnum tilheyrir þú? Ég er í hópi hinna útvöldu Ég er í hópi hinna brottreknu 2 Hvernig lýst þér á hlutskipti þitt? Skrifaðu a.m.k. þrjár málsgreinar um hvað þér finnst. 3 Hverjir eru hugsanlegir kostir? Hvað græðir þú ef til vill á fyrirkomulaginu? Nefndu a.m.k. tvö atriði. 4 Hverjir eru hugsanlegir gallar? Hverju tapar þú? Nefndu a.m.k. tvö atriði. 88

91 Bókahillan Lestrarspeki 7. KAFLI Þetta verkefni gæti verið gaman að vinna með öðrum. Hér sérðu nokkur spakleg ummæli um lestur og bækur. Bókaormar munu yfirtaka heiminn um leið og þeir klára kaflann. Lestur er lærdómsins lykill. Bækur eru ekki bara samansafn orða. Þær eru uppfullar af áhugaverðu fólki til að kynnast og merkum stöðum sem tilvalið er að heimsækja. Góð bók er gjöf sem þú getur opnað aftur og aftur og aftur. Nú er komið að þér! Búðu til bókaspeki og skrifaðu í auðu rammana. 89

92 Talar myndin til þín? Skrifaðu smásögu út frá einni myndinni. Mundu eftir öllu sem þú hefur lært um persónusköpun, sögusvið og tíma. Reyndu að byrja söguna þannig að hún veki áhuga lesenda, skapaðu atburðarás og láttu söguna enda. 90

93

94 92

95 7. KAFLI 93

96 Að leiðarlokum Þá hefur þú lokið við síðustu vinnubókina í Orðspori. En áður en þú lokar bókinni í síðasta sinn skaltu íhuga þitt orðspor og annarra. 1. Klipptu út fótsporið á næstu síðu. 2. Skrifaðu nafnið þitt á fótsporið. 4. Skrifaðu kveðju á fótspor allra bekkjarfélaga þinna. 5. Hafðu kveðjuna einlæga, bentu á styrkleika og það sem þú kannt vel við í fari þeirra. 3. Fáðu bekkjarfélaga til að skrifa kveðju á fótsporið þitt. 6. Vandaðu texta og skrift. Það lýsir virðingu í garð annarra. Það vex sem þu veitir athygli 94

97 7. KAFLI 95

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

N á m s tæ k n i. Árangur. Stuðningur. Tímaskipulag. Upplýsingar. Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu.

N á m s tæ k n i. Árangur. Stuðningur. Tímaskipulag. Upplýsingar. Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu. N á m s tæ k n i Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu. Árangur Viðhorf Sjálfsþekking Hugmyndir Hjálpartækni Verkefnavinna Áætlunargerð Upplýsingar Tímaskipulag

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Athugaðu að þú þarft að vera í Firefox til að geta notað Zotero. Zotero hjálparforritið samanstendur eiginlega af tvem forritsbútum. Annar keyrir í vafranum þínum og

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir Teikningar: Lára Garðarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Ingibjörg Valsdóttir Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2013

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2013 2013 Spock deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 16. mars 2013 Verkefni 11 Sort Margar forritunarkeppnir hafa dæmi þar sem keppendur eiga að raða lista af heiltölum. Þetta dæmi er aðeins öðruvísi,

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Nafn og kennitala barns:

Nafn og kennitala barns: isti yfir þjálfunaráætlanir úr bókinni: Behavioral Intervention for Young Children with Autism A Manual for Parents and Professionals Maurice, Green og uce 1996 Nafn og kennitala barns: Hvenær gert : 1.

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Bjarna-Dísa. Kennsluleiðbeiningar

Bjarna-Dísa. Kennsluleiðbeiningar Bjarna-Dísa Kennsluleiðbeiningar Elva Brá Jensdóttir og Þorsteinn Surmeli 2013 Kennsluleiðbeiningarnar urðu til í námskeiðinu Kennsla íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2013. Kennari:

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Neistar. Kennsluleiðbeiningar. Davíð A. Stefánsson. Sigrún Valdimarsdóttir. Neistar Kennsluleiðbeiningar

Neistar. Kennsluleiðbeiningar. Davíð A. Stefánsson. Sigrún Valdimarsdóttir. Neistar Kennsluleiðbeiningar Davíð A. Stefánsson Sigrún Valdimarsdóttir Neistar Kennsluleiðbeiningar Neistar Kennsluleiðbeiningar 2014 Davíð A. Stefánsson og Sigrún Valdimarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Sigríður Wöhler

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

Millimenningarfærni. Hulda Karen

Millimenningarfærni. Hulda Karen Millimenningarfærni Hulda Karen 2011 1 Sestu ef... Hulda Karen 2011 2 Hver er tilgangurinn með Sestu ef...? Hulda Karen 2011 3 Sestu ef Einn-Tveir-Allir Einn: Hugsaðu um spurninguna. Tveir: Ræddu möguleg

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Velgegni á prófum hefst löngu áður en að prófinu sjálfu kemur. Hún er fyrst og fremst falin í góðum námsvenjum og ástundun náms. Það er misjafnt hvaða skoðun fólk

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 5. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Í mararskauti mjúku

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365 SWAY SNIPPING TOOL Sway Office 365 https://www.microsoft.com/is-is/ Í forritinu Sway frá Microsoft er hægt að miðla upplýsingum á lifandi og skemmtilegan hátt og deila með öðrum. Skýrslur Kynningar Fréttabréf

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 41. tbl 4. árg. fimmtudagur 7. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Bjarni Skúlason Margfaldur Íslandsmeistari,

More information

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður.eru allt saman hugtök sem við gætum notað til að lýsa einhverjum sem er kvíðinn. Ef einhver þjáist af of mikilli streitu

More information

Þjóðfélagið nú til dags einkennist af hraða, streitu og miklu áreiti. Foreldrar

Þjóðfélagið nú til dags einkennist af hraða, streitu og miklu áreiti. Foreldrar Efnisyfirlit Inngangur... 2 Meginmarkmið... 3 Hvað er jóga?... 3 Börn og jóga... 5 Áhöld og tónlist... 6 Jógastund fyrir 18 mánaða tveggja ára... 7 Jógastund fyrir tveggja fjögurra ára börn... 9 Jógastund

More information

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Lilja Rut Bech Hlynsdóttir og Tinna Arnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað GEYMIÐ! Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað 7 skref til verndar börnum Leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum? Börn eru fengin til að taka

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 45. tbl 4. árg. fimmtudagur 5. desember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Jólahádegistónleikar Fabrikkunnar

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

Ingólfur Gíslason STÆRÐFRÆÐI 103

Ingólfur Gíslason STÆRÐFRÆÐI 103 Ingólfur Gíslason STÆRÐFRÆÐI 103 TILRAUNAÚTGÁFA 009 Heftið er gefið út í tilraunaskyni haustið 009 Efni 0: Inngangur... 1 1: Hugsað um tölur og bókstafi... 7 : Jöfnur, liðun og þáttun... 7 3: Stærðfræðileg

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Jarðarboltinn. Verkefnabók

Jarðarboltinn. Verkefnabók Jarðarboltinn Verkefnabók 1 Kynning á Jörðinni Staðreyndir um Jörðina Aldur Þvermál Massi Fjarlægð frá sólu Snúningstími Umferðartími Hitastig Þyngdarkraftur 4,5 milljarða ára gömul 12.742 km 5.974 milljón

More information

Leikir sem kennsluaðferð

Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands- Menntavísindasvið Vorönn 2009 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Leikir sem kennsluaðferð -Námsmappa- Særós Rannveig Björnsdóttir Kt:180582-4019 Tinna Ósk Þorvaldsdóttir

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

HEIMSPEKI Í UMHVERFINU (TÍU VERKEFNI EFTIR GUÐRÚNU HÓLMGEIRSDÓTTUR)

HEIMSPEKI Í UMHVERFINU (TÍU VERKEFNI EFTIR GUÐRÚNU HÓLMGEIRSDÓTTUR) HEIMSPEKI Í UMHVERFINU (TÍU VERKEFNI EFTIR GUÐRÚNU HÓLMGEIRSDÓTTUR) Aldur nemenda: Framhaldsskólastig Viðfangsefni: Ýmis heimspekileg viðfangsefni: hópefli, spurningar, tilgangur lífsins, sókratísk samræða,

More information

Stylistic Fronting in corpora

Stylistic Fronting in corpora 2017. In Syntactic Variation in Insular Scandinavian, ed. by Höskuldur Thráinsson, Caroline Heycock, Hjalmar P. Petersen & Zakaris Svabo Hansen, 307 338 [Studies in Germanic Linguistics 1]. Amsterdam:

More information

Læsi á náttúrufræðitexta

Læsi á náttúrufræðitexta Læsi á náttúrufræðitexta Skilningur hóps nemenda á unglingastigi á orðum í náttúrufræðitexta Elsa Björk Guðjónsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Læsi á náttúrufræðitexta Skilningur hóps

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Handbók um heimildaritun

Handbók um heimildaritun Svanhildur Kr.Sverrisdóttir Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Handbók um heimildaritun atvinnuvegir, álfar, baktal, blaðaútgáfa, bókmenntir, dýrategund efnahagshrun, einelti, erlendar þjóðir, fátækt, ferðalög,

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 1. tbl 5. árg. fimmtudagur 9. janúar 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Glæný uppistandssýning í Þjóðleikhúskjallaranum

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ tu grínyrkjar Íslandssögunnar Kaffibrúsakarlarnir

More information

Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni.

Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni. Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni. Eigindleg rannsókn á upplifun víðerna og viðhorfum um afmörkun og stýringu meðal ólíkra útivistarhópa á miðhálendinu

More information

Hvaða leiðir er hægt að fara í sögukennslu og hvernig er saga kennd í grunnskólum?

Hvaða leiðir er hægt að fara í sögukennslu og hvernig er saga kennd í grunnskólum? Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2006 Hvaða leiðir er hægt að fara í sögukennslu og hvernig er saga kennd í grunnskólum? Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir Lokaverkefni í kennaradeild Háskólinn

More information

RefWorks - leiðbeiningar

RefWorks - leiðbeiningar RefWorks - leiðbeiningar www.refworks.com Munið ONLINE HELP Helstu kostir RefWorks: Unnið í forritinu yfir Internetið hvaðan sem er og gögnin geymast á netinu. Hægt að hlaða niður tilvísunum beint og óbeint

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Lífið HEFUR ÁHRIF UM VÍÐA VERÖLD. Sigríður Heimisdóttir. Edda Jónsdóttir markþjálfi KALLAÐU TIL ÞÍN ÞAÐ SEM ÞIG DREYMIR UM 2

Lífið HEFUR ÁHRIF UM VÍÐA VERÖLD. Sigríður Heimisdóttir. Edda Jónsdóttir markþjálfi KALLAÐU TIL ÞÍN ÞAÐ SEM ÞIG DREYMIR UM 2 Lífið FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 Edda Jónsdóttir markþjálfi KALLAÐU TIL ÞÍN ÞAÐ SEM ÞIG DREYMIR UM 2 Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur NÝR LÍFSSTÍLL GRUNNUR AÐ GÓÐRI HEILSU 4 Straumar og stefnur í hári

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 36. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Ætli hinir íslensku

More information

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu!

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu! Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu! Hver er ég? Bjó í Svíþjóð í 11 ár Hef unnið í Barnavernd í 13 ár Er frelsaður í uppbyggingarstefnunni

More information