MA ritgerð. Átrúnaður

Size: px
Start display at page:

Download "MA ritgerð. Átrúnaður"

Transcription

1 MA ritgerð Félagsfræði Átrúnaður Hvernig hefur átrúnaður þróast síðan 1980? Guðbjörn Már Kristinsson Jón Gunnar Bernburg Janúar 2018

2 Átrúnaður Hvernig hefur átrúnaður þróast síðan 1980 Guðbjörn Már Kristinsson Lokaverkefni til MA gráðu í félagsfræði Leiðbeinandi: Jón Gunnar Bernburg 60 einingar Félags og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands janúar,

3 Átrúnaður: Hvernig hefur átrúnaður þróast síðan 1980? Ritgerð þessi er lokaverkefni til MA-gráðu í félagsfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. Guðbjörn Már Kristinsson, 2018 Prentun: Háskólaprent Reykjavík, Ísland,

4 Útdráttur Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga þróun átrúnaðar í sjö ríkjum Evrópu. Ritgerðin hefst á því að skoða kenningar fræðimanna sem hafa rannsakað trú og trúarbrögð í félagslegu samhengi. Þetta eru menn á borð við Emilé Durkheim og Max Weber en þeir settu fram kenningar sem tengdust átrúnaði og trúarbrögðum. Durkheim skrifaði nokkur rit en ritin Verkaskiptingin(Division of Labor) og Grundvallarformgerðir trúarlífsins(the Elementary forms of the religious life) verða til umfjöllunar í þessari ritgerð. Weber fjallaði um kenningu skynsemisvæðingar í bókinni The Sociology of Religion. Durkheim vildi skoða einföldustu formgerð trúarbragða og ákvað því að rannsaka frumbyggja Ástralíu. Hann rannsakaði trú þeirra til þess að geta fundið einföldustu og hreinustu formgerð átrúnaðar og komst að þeirri niðurstöðu að það væri tótemisminn. Weber setti fram kenningu skynsemisvæðingar sem fjallaði um hvernig þróun samfélaga kom til. Hefðum og trú var skipt út fyrir nýjar vísindalegar útskýringar og hugmyndir sem þýddi að átrúnaður fór að hafa minni áhrif á mannkynið. Umfjöllun um framhaldið á þessari þróun, á síðustu 40 árum, er til skoðunar í þessari ritgerð. Eftir umfjöllun um kenningarnar taka við aðferðir og niðurstöður. Aðferðarfræðin var megindleg þar sem notuð voru gögn úr Evrópsku lífsgildakönnuninni(evs) og Evrópsku viðhorfakönnunni(ess). Greint var frá samanburði á milli landa, aldurs og hjúskaparstöðu. Helstu niðurstöðurnar voru þær að þróun átrúnaðar á síðustu 40 árum var neikvæð. Vægi átrúnaðar minnkaði, kynslóðamunur var til staðar og fylgjendur íslensku Þjóðkirkjunnar höfðu sagt sig stöðuglega úr kirkjunni. 4

5 Abstract The purpose of the study was to examine the development of beliefs in seven European countries. The research begins by examining different theories from scholars who have studied religion in a social context. These are the likes of Emilé Durkheim and Max Weber, but they presented theories related to beliefs and religions. The publications The Division of Labor and The Elementary Forms of Religious Life will be discussed in this research. Weber published the doctrine called rationalization in The Sociology of Religion. Durkheim wanted to examine the simplest form of religion and decided to research Australian aborigines. He investigated the faith of the natives in Australia to find the simplest and purest form of religion and he found out that totemism was the simplest elementary form of religion. Weber published the theory of rationalization which consisted of how the development of society happened. Old traditions and beliefs were replaced by new scientific explanations and ideas which meant that the power of the religion had less affect on the humanity. The discussion about the reasons for the changes over the last 40 years is listed. After discussion of the theories the study starts to examine the methods and results. The methodology was quantitative study and data from the European Value Study and European Social Survey was used. The subjects are countries, age and marital status, and the results are reported. The main findings were that the development of religion over the past 40 years was negative. The religious beliefs had declined, the older people usually believed more than the younger people, and the followers of the Icelandic National Church had continually resigned from the church. 5

6 Formáli Rannsóknarverkefnið er 60 ECTS eininga meistaraverkefni við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga þróun átrúnaðar í sjö ríkjum Evrópu síðan Jón Gunnar Bernburg, leiðbeinandi minn, fær sérstakar þakkir fyrir góða leiðsögn, hvatningu og uppbyggilega gagnrýni. Ég vil þakka fjölskyldu minni fyrir alla þá þolinmæði, hvatningu og stuðning í orði og verki. 6

7 Efnisyfirlit Útdráttur... 4 Abstract... 5 Formáli... 6 Myndaskrá... 9 Töfluskrá Inngangur Inngangur að kenningum Innlendar og erlendar rannsóknir Verkaskipting og félagsleg samstaða Frumstæður átrúnaður Skilgreining Skynsemisvæðingin Ferli skynsemisvæðingar Íslenskar rannsóknir Erlendar rannsóknir ,1 Bretland Danmörk Frakkland Noregur Svíþjóð Þýskaland Aðferðir og niðurstöður Markmið og tilgátur Gagnaöflun og úrvinnsla Evrópska lífsgildakönnunin (EVS) Heildarsamanburður Aldursgreining Hjúskaparstaða Evrópska viðhorfakönnunin (ESS) Heildarsamanburður Aldursgreining Hjúskaparstaða

8 10 Umræða Þróun átrúnaðar Lokaorð Heimildaskrá

9 Myndaskrá Mynd 1 Almenn þróun átrúnaðs Mynd 2 Þróun átrúnaðs eftir kyni og aldri Mynd 3 Hlutfall þeirra sem eru í íslensku Þjóðkirkjunni.tímabilið Mynd 4 Hlutfall þeirra sem hafa skráð sig utan trúfélaga á tímabilinu

10 Töfluskrá Tafla 1 Evrópska Lífsgildakönnunin N-fjöldi þáttakenda Tafla 2 Evrópska Viðhorfakönnunin N-fjöldi þátttakenda Tafla 3 Samanburður milli landa sem svöruðu já við trú á Guð Tafla 4 Samanburður ára og svöruðu já við spurningunni trúir þú á Guð Tafla 5 Samanburður ára og svöruðu já við spurningunni trúir þú á Guð Tafla 6 Samanburður 50+ ára og svöruðu já við spurningunni trúir þú á Guð Tafla 7 Samanburður giftra sem svöruðu já við spurningunni trúir þú á Guð Tafla 8 Samanburður aðskildra sem svöruðu já við spurningunni trúir þú á Guð Tafla 9 Samanburður ógiftra/einhleypra sem svöruðu já við spurningunni trúir þú á Guð Tafla 10 Samanburður landa sem svöruðu hversu trúuð þau væru á bilinu Tafla 11 Samanburður ára sem svöruðu hversu trúuð þau væru á bilinu Tafla 12 Samanburður ára sem svöruðu hversu trúuð þau væru á bilinu Tafla 13 Samanburður 50+ ára sem svöruðu hversu trúuð þau væru á bilinu Tafla 14 Samanburður giftra sem svöruðu hversu trúuð þau væru á bilinu Tafla 15 Samanburður aðskildra sem svöruðu hversu trúuð þau væru á bilinu Tafla 16 Samanburður einhleypra/aldrei gifst um hversu trúuð þau væru á bilinu

11 1 Inngangur Frá upphafi siðmenningar spilaði menning og trú mikilvægu hlutverki í uppbyggingu samfélagsins. Samfélagið setti fram reglur og gildi sem íbúar þess urðu að framfylgja til þess að komast hjá aðkasti eða útilokun. Hugtökin hafa verið gegnumsýrð í samfélaginu og er samband á milli þeirra. Til dæmis við mótun reglna samfélagsins hafði átrúnaðurinn áhrif í vestrænum ríkjum Evrópu. Það er því, í raun, eins og Durkheim fjallaði um, samfélag sem hafði siðferðislegt vald. Þegnarnir fylgja lögum og reglum samfélagsins til að komast hjá refsingu. Durkheim gekk það langt að líkja samfélaginu við einhvern siðferðislegan guð. Vestræn samfélög byggðust á gildum trúarinnar, bæði lagalega og siðferðislega, og mótuðu trúarbrögð hugsun þeirra. Þannig hafði til dæmis kristindómurinn áhrif á skynjun okkar á raunveruleikanum. Þegar við berum saman kristna trú og múslimatrú eru gildi og viðmið mjög ólík. Lífshættir fólks eru mismunandi og skynjunin á raunveruleikanum því einnig öðruvísi. Rannsóknarspurning ritgerðar er eftirfarandi: Hvernig hefur átrúnaður þróast á tímabilinu í eftirtöldum ríkjum: Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi? Þegar litið er á mismunandi siðmenningar benda ýmis merki til þess að maðurinn hafi haft þörf til þess að trúa á eitthvað sem var honum æðra það er guð, anda eða náttúru. Einnig er trú á einstaklingshyggjuna og mannkynið eins mikilvæg og trú á hið æðra. Engu að síður hafa þættir eins og fátækt, erfiðleikar, hungursneyð og stríð haft áhrif á trúarþörfina og sýna rannsóknir, eins og Arnett og Jenssen(2015) benda á, að þegar maðurinn býr við þannig aðstæður, þá leiti hann til trúarinnar (bls 678). 1.1 Inngangur að kenningum Það sem var áhugavert við rannsóknina er að þegar litið er á kenningar Durkheim og Weber sjáum við ákveðna þróun, einkum þegar skoðað er vald trúarbragða. Þegar litið var á til dæmis tótemismann, þá snérist hann fyrst og fremst um siði og hefðir sem átrúnaðurinn bjó til. Durkheim rannsakaði tótemisma, vegna einfaldrar formgerðar, og komst í raun að því að tótemisminn væri mun flóknara kerfi en hann gerði sér grein fyrir. Með auknu valdi gat ætthöfðinginn haft áhrif á meðlimi átrúnaðsins. Þetta var því upphafið á þróun átrúnaðar sem var vélræn samstaða en ætthöfðinginn réði öllu í ættflokki sínum. Í raun getur mottóið allir fyrir einn og einn fyrir alla flokkast sem vélræn samstaða þar sem einstaklingarnir höfðu 11

12 ákveðna samvitund sem við getum kallað samvisku. Í þessari rannsókn eru notuð engu að síður hugtökin samvitund eða sameiginleg vitund. Þannig varð refsing einstaklingsins framkvæmd til að sefa samvitundina. Aðrir meðlimir ættflokksins fengu sektarkennd yfir afbroti félaga síns, því samvitundin stýrði viðbrögðum hópsins gagnvart afbrotamanninum. Afbrotamanninum var því refsað eftir hefðum, siðum og reglum átrúnaðarins og valdi ætthöfðingjans. Durkheim tók síðan fram að samfélagið þróaðist úr vélrænni samstöðu yfir í lífræna samstöðu vegna þess að verkaskipting í samfélaginu fór að aukast og átrúnaðurinn fór að minnka. Durkheim sagði að lífræn samstaða væri verkaskipting sem byggðist á mismunandi hlutverkum einstaklinga. Þannig voru þeir flokkaðir eftir sérfræðiþekkingu og virkni þeirra snéri að því hvernig einstaklingarnir gátu unnið saman við framleiðslu á vörum og þjónustu til hvers annars. Þetta kallaðist lífræn samstaða sem þýddi að mikilvægi einstaklingshyggjunnar jókst það er einstaklingurinn fékk meira frelsi. Valdið sem átrúnaðurinn hafði yfir honum minnkaði og trúarbrögðin veiktust. Samvitund vélrænnar samstöðu náði ekki lengur til meðlima samfélagsins vegna þess að einstaklingarnir höfðu meira val um hvers konar gildi og viðmið þeir vildu fylgja. Vægi átrúnaðar minnkaði í kjölfarið því fólkið fór að eiga í mun fjölbreyttari samskiptum. Átrúnaðurinn, í gegnum siði og hefðir, hafði minni völd yfir einstaklingnum. Aukin fjölbreytni og minni átrúnaður gerði einstaklinginn frjálsari. Max Weber setti fram kenningu skynsemisvæðingar til þess að útskýra átrúnaðinn betur en áður hafði verið gert. Weber skilgreindi vald sem hæfileikann til að koma vilja sínum til leiðar óháð vilja annarra. Honum var hins vegar manna best ljóst að mannleg samskipti byggjast sjaldnast á nakinni líkamlegri þvingun heldur miklu fremur gagnkvæmum skilningi og samþykki. Hann lýsti þrem kjörmyndum viðurkennds valds, sem æ síðan hafa verið stjórnmálafræðingum og félagsfræðingum hugfólgnar (Þorbjörn Broddason, 2011, 25. janúar). Það var þrenns konar vald sem Þorbjörn Broddason nefndi: náðarvald, hefðarvald og regluvald. Náðarvaldið var bundið einstaklingi sem talinn var oft á tíðum hafa yfirnáttúrulega eiginleika. Þegar einstaklingurinn féll frá eða glataði trausti fylgjenda sinna, þá annað hvort leið hreyfing hans undir lok eða valdið fékk nýja birtingarmynd. Hefðarvaldið var íhaldssamt og fluttist óbreytt á milli kynslóða. Valdið fylgdi ákveðnum venjum en í einhverjum tilfellum gat valdinu verið beitt með geðþóttaákvörðunum. Náðarvaldið getur þróast yfir í hefðarvald 12

13 að mati Þorbjörns. Að lokum var það regluvaldið sem byggðist á formlegum lögum sem allir þegnar þjóðfélagsins voru bundnir af og birtist þessi mynd í lýðræðisríkjum okkar daga (Þorbjörn Broddason, 2011, 25. janúar). Skynsemisvæðingin snérist um það hvernig vestræn samfélög byggðust á skynsemi og skrifræði. Þetta var ferli þar sem töfrar, yfirnáttúrulegir hlutir og trúarhugmyndir misstu mikilvægi sitt í samfélaginu en hugmyndir sem byggðust á vísindum og hagnýtum útreikningum tóku yfir. Þetta varð til þess að skynsemisvæðingin kallaði á þróun félagslegra stofnana sem byggðust á skrifræði og höfðu ákveðin markmið til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Skynsemisvæðing var ferli þar sem gildum, siðum og tilfinningum var skipt út fyrir hugmyndir og verk sem virkuðu skynsamlegri. Skynsemisvæðingin var því að miklu leyti andi vestrænna ríkja og menningar. Með aukinni skynsemivæðingu er hægt að draga þá ályktun að vægi átrúnaðar minnkaði i vestrænum samfélögum. Þar sem aðalatriði átrúnaðar voru fjarlægð eða skipt út fyrir nýjar hugmyndir, er hægt að gera ráð fyrir að trúarbrögðin veiktust og þar af leiðandi minnkaði skynsemisvæðingin áhrif átrúnaðar á einstaklinginn. Með aukinni alþjóðavæðingu eða hnattvæðingu var einnig áhugavert að rannsaka minnkun á vægi átrúnaðar. Alþjóðavæðing fjallar um aukna samtengingu og samskipti jarðarbúa. Meginástæðan fyrir alþjóðavæðingu var hröð þróun á upplýsingatækni en þar hefur veraldarvefurinn áhrif hvernig samskiptum er háttað í nútímanum. Talað er um að heimurinn hafi minnkað vegna þessara breytinga upplýsingatækninnar þar sem einstaklingurinn getur átt í samskiptum hvar sem er í heiminum í dag í gegnum samskiptamiðla. Einnig hefur frelsi einstaklingsins aukist til að ferðast eða flytjast á milli landa. Alþjóðavæðingin hafði þau áhrif að mismunandi menningarheimar mættust og gátu því myndast átök á milli þeirra. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær alþjóðavæðingin varð til en talað var um að alþjóðavæðing væri beint framhald þessarar auknu tengingar heimsins á síðustu öldum. Einnig hafði alþjóðavæðingin haft í för með sér útrýmingu samfélaga og vistkerfa og þannig breytt heimsmynd viðkomandi þjóða(kristín Loftsdóttir, 2001, 15. mars). Tímabilið sem er til rannsóknar í þessari ritgerð einkenndist af miklum breytingum með tilkomu alþjóðavæðingarinnar. Ward Rennen og Pim Martens(2003) útskýrðu alþjóðavæðinguna út frá fimm undirliggjandi þáttum: kapitalismi, upplýsingatækni, stjórnmál, félags- og menningarlegt líf. Þessir þættir voru drifkraftar alþjóðavæðingarinnar. Þeir vildu meina að kapitalisminn væri upphafspunktur alþjóðavæðingar sem væri keyrð áfram af 13

14 hagfræðilegri örvun. Upplýsingartæknin er síðan annar þáttur alþjóðavæðingar sérstaklega í samgöngum og samskiptatækni(bls 138). Stjórnmálin stýrðu siðan alþjóðavæðingu með löggjöfinni en þannig gátu þau mótað eða takmarkað möguleika alþjóðavæðingar með því að samþykkja eða hafna samvinnu við aðrar þjóðir(bls. 140). Félags- og menningarlegir þættir hafa einnig keyrt alþjóðavæðinguna áfram. Rennen og Martens bentu á tilveru og áhrif fjölmiðla á daglegt líf okkar. Þeir hafa breytt skynjun okkar á umheiminum. Vestræn samfélög hafa þróast úr einangruðum samfélögum yfir í fjölmenningarsamfélög(bls. 141). Með bættum samgöngum hefur alþjóðavæðingin gert þjóðum kleift að vera tengd saman. Fólk fékk aukið frelsi til að ferðast og heimurinn minnkaði vegna þessa. Til dæmis getum við ferðast til Evrópu og Norður Ameríku á nokkrum klukkutímum. Þessi þróun hefur þar af leiðandi gert fólki kleift að búa á stöðum sem þau hafa áhuga á. Þróunin á þessu sviði var hröð á tímabilinu í samgöngumálum. Tækniþróunin í tölvum og fjarskiptum gerði okkur einnig kleift að nálgast gögn á meiri hraða heldur en í byrjun tímabilsins. Þessi þróun hefur opnað fyrir meira frelsi fyrir flutningi fjármagns á milli landa. Það var mun erfiðara að flytja fjármagn í upphafi timabils en með alþjóðavæðingunni og tækniþróuninni hefur frelsið aukist. Einn af fylgifiskum alþjóðavæðingarinnar var að þjóðirnar þurftu að gefa eftir af sjálfstæði sínu. Til dæmis hafa skuldir Bandaríkjanna aukist töluvert á tímabilinu. Þetta þýðir að íbúar þurfa að borga meira til þjóðarbúsins sem leiðir til meiri fátæktar. Ef yrði hrun í bönkunum, lenda skuldirnar á íbúum landsins eins og kom fyrir í íslenska bankahruninu. Við erum orðin háð tækninni og ef einhverjar hamfarir yrðu á þessu sviði, þá má búast við miklum truflunum á Íslandi. Til dæmis þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010, þá stöðvuðust flugsamgöngur og hafði það mikið fjárhagslegt tjón í för með sér hér á landi sem að utan. Þannig getum við misst vald yfir þjóðarbúinu vegna þess að við treystum of mikið á alþjóðavæðinguna. Það eru bæði kostir og gallar við þessa þróun en hættan er sú að alþjóðavæðingin geti sett okkur í fangelsi auðvaldsins. Annar fylgifiskur er bilið á milli ríkra og fátækra en það hefur verið að stækka sem þýðir meiri ójöfnuð. Tímabilið einkenndist af baráttu minnihlutahópa og stétta en með alþjóðavæðingunni og kapitalisma hefur ójöfnuður aukist. 1.2 Innlendar og erlendar rannsóknir Höfundur rannsóknarinnar vildi koma með innlegg í umræðuna um þróun átrúnaðs í ríkjunum vegna þess að það voru ekki til margar samanburðarrannsóknir um málefnið. 14

15 Eingöngu voru til rannsóknir um átrúnað út frá ýmsum sjónarhornum í sérhverju ríki. Því fannst höfundi þessarar rannsóknar mikilvægt að fjalla um samanburð á milli nokkurra ríkja um átrúnað og mikilvægi hans. Þegar leitað var að íslenskum rannsóknum, þá gekk rannsókn Péturs Péturssonar, um afhelgun menntastéttarinnar, lengst í að rannsaka átrúnað á Íslandi. Einnig höfðu verið lagðar fram spurningakannanir í gegnum Gallup og Siðmennt. Upphaflega var áætlun höfundar að rannsaka tímabilið 1940 til 2017 en vegna skorts á gögnum var ekki hægt að framkvæma þannig rannsókn fyrir tímabilið. Höfundur hafði áhuga á að tengja rannsókn sína við rannsókn Péturs til þess að loka tímabilinu. Þannig væri kominn grundvöllur fyrir rannsóknir af þessu tagi í framtíðinni. Áhugi höfundar lá í því að skoða samfélagslegar breytingar í tengslum við átrúnaðinn og því var tímabilið valið vegna þess að gögn fyrir þetta tímabil voru til á tölvutæku formi. Það hefði verið meiri vinna að taka fyrir tímabil 1940 til 1980 vegna þess að það hefði krafist talningu íbúa á Íslandi hjá Þjóðskrá. Upphafleg áætlun var að fjalla eingöngu um Ísland en vegna skorts á gögnum var ákveðið að framkvæma samanburðarrannsókn á milli ríkjanna. Það voru til fleiri erlendar rannsóknir um átrúnað í samanburðarríkjum þessarar rannsóknar. Þetta voru rannsóknir af ýmsu tagi en allar tengdust trúarlegu landslagi. Þetta voru bæði megindlegar og eigindlegar rannsóknir þar sem nokkrar hliðar átrúnaðs voru skoðaðar. Ástæðan fyrir vali ríkjanna var sú að höfundur vildi rannsaka þjóðir í vestrænu tilliti. Þar sem höfundur rannsóknar er Íslendingur var Ísland valið til samanburðar. Útgangspunkturinn var því Ísland og voru niðurstöðurnar eftir því. Síðan hugsaði höfundur með sér að bera saman Norðurlöndin sem væru líkust Íslandi, það er Danmörk, Noreg og Svíþjóð. Þar sem Ísland er hluti af Norðurlöndunum var ekki erfitt að velja þessi lönd til samanburðar til að fá bestu myndina af Skandinavíu. Að lokum voru stóru þjóðirnar Bretland, Frakkland og Þýskaland valdar en þetta eru þau lönd í Evrópu sem oftast er vísað til þegar kemur að fræðimönnum í tengslum við félagsfræðina. Til að mynda var Durkheim franskur og Weber þýskur og fannst höfundi því tilvalið að velja löndin sem höfðu sterkustu tengslin við félagsfræðina. Höfundur vill aftur á móti geta þess að löndin sem voru valin til samanburðar höfðu oftast tekið þátt í spurningakönnunum European Value Study og European Social Study fyrir tímabilið og hafði það einnig áhrif á val þessara ríkja. 15

16 Aðferðarfræðilegi hluti rannsóknarinnar fjallar um hvernig rannsókninni var háttað og hvaða niðurstöður fengust úr henni. Gert er grein fyrir hvernig gögnin voru meðhöndluð og greiningu þeirra. Tilgátur voru settar fram og markmið voru ákveðin til þess að finna út hvernig þróun átrúnaðar væri í ríkjum Evrópu sem voru valin. Reynt var að svara spurningunni um þróun átrúnaðs og voru þær greindar á töfluformi. Fjallað er um hvernig kenningarnar tengdust rannsóknarspurningunni um þróun átrúnaðar í umræðukaflanum. Síðan er fjallað um fimm tilgátur og svarað hvort að hægt sé að sanna eða hafna þeim út frá niðurstöðunum. Fjallað er um niðurstöðurnar á almennan hátt og hvaða áhrifaþættir geti haft áhrif á þær. Að lokum var fjallað um kosti og galla rannsóknarinnar og hvernig hún geti hjálpað til við aðrar rannsóknir á þessu sviði. 16

17 2 Verkaskipting og félagsleg samstaða Durkheim sagði að jafnvel þótt að verkaskipting væri ekki nýleg af nálinni, þá var það ekki fyrr en í enda 19. aldar að samfélög uppgötvuðu lögmál verkaskiptingar, sem þau höfðu hlýtt á, fyrr á tímum, án þess að gera sér grein fyrir því. Jafnvel á fornöld voru nokkrir hugsuðir sem skynjuðu mikilvægi verkaskiptingar en Adam Smith var sá fyrsti sem gerði tilraun til þess að útfæra kenninguna. Durkheim benti á að hann var fyrstur til að koma með hugtakið verkaskipting samfélags sem félagsfræðin lánaði síðar til líffræðinnar. Í dag er þetta fyrirbæri orðið útbreitt um allan heim og hefur náð athygli allra, sagði Durkheim(Durkheim, 1997, Bls 1). Durkheim nefndi til sögunnar verk Wolff, von Baer og Milne-Edwards sem sýndu fram á að verkaskipting eigi sér einnig stað í lífverum eins og í samfélögum(durkheim, 1997, Bls 2-3). Rueschemeyer(1994) sagði að einstaklingsþörfin breyttist í gegnum tímann. Siðirnir, reglurnar og gildin voru byggð af félagslegum og menningarlegum kröftum. Rueschemeyer benti einnig á mikilvægi þess hvernig fólk hugsaði um verkaskiptingu eftir því í hvaða stöðu eða stétt þau voru í annars vegar og hins vegar hvaða reynslu þau höfðu í lífinu(bls 61-62). Durkheim sagði að orðið virkni væri notað á tvenns konar hátt. Stundum bjó það til kerfi hreyfinga... Á öðrum tímum tjáði það sambandið milli þessara hreyfinga og sérstakra þarfa lífverunnar (Durkheim, 1997, Bls 11). Því sagði Durkheim að við höfum mismunandi kerfi í líkamanum og tekur dæmi um meltingarkerfi og öndunarfærakerfi. Þessi kerfi hafa fengið ákveðna verkaskiptingu þar sem þau virka eftir fyrirframsettum reglum. Því er mikilvægt, þegar talað væri um verkaskiptingu, að rannsaka hvernig hún tengdist þörfinni(durkheim, 1997, Bls 11). Morrison(1995) benti á að það væru þrjár aðalorsakir fyrir verkaskiptingu samkvæmt Durkheim. Í fyrsta lagi þjöppuðu íbúar sér saman á minni svæðum frekar en að dreifast á stóru svæði. Þetta þýddi aukningu á mannlegum samskiptum á milli einstaklinga. Í öðru lagi byggðust borgirnar upp sem þýddi aukinn fjölbreytileika í hópum sem höfðu mismunandi viðhorf og gildi. Samskiptin urðu meiri og því var þörf á bættari samgöngum á þessum svæðum(bls ). Durkheim vildi meina að samfélagið kæmi alltaf á undan einstaklingnum vegna þess að það mótaði viðhorf og gildi hans. Einstaklingarnir væru þar af leiðandi óaðgreinanlegir frá samfélaginu þar sem litið væri á þá sem lífræna heild. Þeir væru hluti af samfélagsheildinni og 17

18 því væri ekki hægt að rannsaka samfélagið án tillits til einstaklinga sem höfðu önnur viðhorf og gildi(morrison, 1995, Bls 125). Þegar fjallað er um að samfélag komi á undan einstaklingnum er til góð samlíking sem er hænan og eggið. Spurningin um hvort kom á undan hefur verið til umfjöllunar um langt skeið en ekki hefur verið sannað hvort sé réttara. Þess vegna er mikilvægt að hafa í huga þegar fjallað er um hvort samfélag komi á undan einstaklingnum að ráðgátan sé ennþá óleyst. Durkheim leit á verkaskiptingu sem ákveðið þróunarferli en hann benti á þéttingu íbúafjöldans. Einstaklingarnir þurftu að vinna saman og skapaði það form verkaskiptingar til þess að geta lifað. Þannig urðu til fleiri verkefni sem gáfu af sér meiri sérhæfni til þess að fullnægja sérstökum þörfum samfélagsins. Starfsmenn voru flokkaðir eftir atvinnusviðum sem birtust í formi mannréttinda, samninga, laga og félagslegra reglna. Tengslin þjónuðu því hlutverki að vera grundvöllur fyrir félagslegri samvinnu á milli einstaklinganna þar sem þeir urðu háðari samfélaginu þrátt fyrir aukið sjálfstæði. Þetta leiddi til þess að heildræn sýn einstaklingsins á samfélaginu minnkaði og vald átrúnaðarins varð veikari(morrison, 1995, Bls ). Því stærra landsvæði sem mannfjöldinn bjó á, því erfiðara var fyrir samvitundina að stjórna mismunandi hópum í samfélaginu. Eftir því sem samvitundin var minnkuð, þá fékk siðferðislegt vald minna vægi í samfélaginu. Þar af leiðandi gat samvitundin ekki lagt höft á einstaklinginn vegna þess að lögin voru sett fram eftir samningsreglum(morrison, 1995, Bls 146). Durkheim sagði að við fyrstu sýn væri ekkert auðveldara en að uppgötva hlutverk verkaskiptingarinnar og taldi hann það vera uppsprettu siðmenningarinnar(durkheim, 1997, Bls 12). Aftur á móti sagði hann að siðferði væri ómissandi þar sem samfélög þyrftu á því að halda til að geta lifað. Hann sagði meðal annars að vísindi höfðu ákveðið siðferðislegt eðli í samfélögum. Til að mynda hafa samfélögin aukið vægi vísinda og litið væri á það sem skyldu einstaklingsins að afla sér þekkingar til þess að þróa gáfur sínar. Durkheim benti á að það væru sérstök svið þekkingar sem flestir hefðu lært í nútímanum og það væri skylda okkar að vera ekki fáfróð(durkheim, 1997, Bls 13-14). Hann tók dæmi um að ef verkaskipting á milli kynja væri ekki til staðar, þá hefði hjúskaparlíf horfið og félagslegur lífsstíll ekki komið fram. Því taldi Durkheim að verkaskipting væri mjög mikilvægt verkfæri í samfélaginu(durkheim, 1997, Bls 18

19 21). Þess vegna var mikilvægt fyrir Durkheim að rannsaka félagslega samstöðu til þess að finna út hvaða flokk mismunandi lög tilheyrðu(durkheim, 1997, Bls 28). Durkheim sagði að það væru til mismunandi gerðir afbrota en þau áttu það öll sameiginlegt sem voru viðbrögð samfélagsins gagnvart þeim. Hann benti á að refsing hefur alltaf verið til á mismunandi stigum samfélagsins og að refsingin endurspeglaði áhrif glæpsins. Öll afbrot áttu það sameiginlegt að þau snertu siðferðislega vitund þjóðarinnar og því var refsað eftir lögum og reglum samfélagsins. afbrot(durkheim, 1997, Bls. 31). Refsingin átti að koma í veg fyrir fleiri Hann benti einnig á að trúarleg lög voru alltaf þvingandi vegna þess að þau væru íhaldssöm. Refsingar í trúarlegum lögum fylgdu í raun tilfinningasemi samfélagsins og voru ákvarðaðar eftir því hvernig glæpurinn raskaði siðferði samfélagsins(durkheim, 1997, Bls 38). Thijssen(2012) sagði að í vélrænni samstöðu væri lögð áhersla á tengingu milli líkinda og samheldnar. Hann benti á að sem meðlimur lítillar samkundu, þá væri ekki annað hægt en að sýna samstöðu. Einstaklingarnir þekktust af því sem kallaðist samvitund(conscience collective). Ef einhver synti á móti straumnum, það er gerði eitthvað sem var ekki löglegt samkvæmt stjórn viðkomandi hóps, þá var tilfinning meðlima að þau yrðu að sniðganga afbrotamanninn(bls. 455). Sértrúarhópar beita svipuðum ráðum þegar kemur að meðlimum þess. Ef einstaklingur fellur frá trú, þá má hann búast við útskúfun frá meðlimum trúarhópsins og einnig af fjölskyldu hans sem tilheyrir trúarhópnum. Meðlimir trúarhópsins útskúfar einstaklingnum og fjölskylda og vinir verða að slíta öllum tengslum við einstaklinginn. Þar með upplifir hann höfnun og fær siðferðislega refsingu vegna afbrotsins sem var fráfall frá trú hópsins. Þetta er aðeins eitt dæmi um hvernig vélræn samstaða sýnir siðferðislegt vald samvitundarinnar og er beitt oft á tíðum með útskúfun og stimplun frá samfélaginu. Durkheim sagði að eftir því sem sveigjanleiki siðferðislega laga væri meiri því minni var styrkur þeirra tilfinninga sem væru undirliggjandi í samfélaginu. Lögin höfðu þróast nýlega og hafði því ekki haft tíma til að komast inn í einstaklingsvitundina(durkheim, 1997, Bls 38). Durkheim sagði að átrúnaðurinn og tilfinningarnar sem væru sameiginlegar hjá meðlimum samfélags skapaði ákveðið kerfi á sinn hátt. Þetta væri hægt að skilgreina sem sameiginlega eða almenna vitund. Sameiginlega vitundin næði yfir samfélagið sem heild, engu að síður innihéldi það sérstakan eiginleika sem aðgreindi hana frá raunveruleika 19

20 einstaklingsvitundarinnar. Kerfið héldist óbreytt þrátt fyrir að einstaklingar hverfi frá vegna þess að það breytist ekki eftir kynslóðum. Í raun sagði Durkheim að þetta kerfi samfélags tengdi saman kynslóðirnar. Því taldi Durkheim að hin sameiginlega vitund væri öðruvísi heldur en einstaklingsvitundin þrátt fyrir að hún samanstóð af einstaklingsvitundum(durkheim, 1997, Bls 39). Durkheim sagði að trúarlegt líf væri byggt á sjálfsafneitun(abnegation) og ósérplægni(altruism) þannig að ef sakamál væru upphaflega trúarleg lög, þá getum við verið fullviss um að hagsmunirnir sem lögin þjónuðu voru félagsleg. Refsingar fyrir afbrot gagnvart einstaklingum yrðu settar í hendur guðanna, sem myndu hefna fyrir þau, vegna þess að afbrot gagnvart guðunum væru brot á samfélaginu(durkheim, 1997, Bls 50). Því var refsingin ákvörðuð út frá tilfinningum þar sem samfélagið notaði stofnanir til að refsa meðlimum sem brotið höfðu á reglum samfélagsins(durkheim, 1997, Bls 52). Durkheim sagði að þegar við krefjumst refsingar fyrir glæpi, þá væri það ekki vegna þess að við værum að leita að persónulegri hefnd heldur hefnd fyrir eitthvað sem væri heilagt. Við litum á það sem okkar siðferðislegu skyldu og taldi Durkheim að refsilög væru ekki aðeins af trúarlegum uppruna, heldur bæru þau þess merki að vera átrúnaður. Það var vegna þess að litið var á afbrot sem árásir á hið æðra(durkheim, 1997, Bls 56). Morrison(1995) benti á að í samfélögum sem byggðust á vélrænni samstöðu tengdist einstaklingurinn beint við samfélagið. Hann var því bundinn við samvitund í gegnum meðlimi þess þar sem aðaláherslan var samfélagsleg heild en reglurnar voru trúarleg í eðli sínu. Frændsemi yfirtók félagslegar stofnanir og verkaskiptingin virkaði þannig að einstaklingarnir þjónuðu tilgangi samvitundarinnar þar sem hún var grundvölluð á trúarlegum lögum. Afbrotum gegn samvitundinni var refsað til þess að gera samfélaginu kleift að endurstaðfesta viðhorf og gildi sitt. Einstaklingshyggjan var á lægsta punkti þróunar og félagsleg tengsl voru byggð á skuldbindingu meðlima samvitundarinnar. Valdið sem samvitundin hafði yfir einstaklingum var mikið. Þar sem samfélagið hafði samvitund að vopni var átrúnaðurinn notaður til þess að stjórna viðhorfum og gildi einstaklingsins(bls ). Durkheim sagði að eðli sárabóta, eða miskabóta, væri af allt öðrum toga innan samfélagsins sem treystu á lífræna samstöðu. Auðkenni sárabóta snérist um að viðhalda fyrra ástandi, áður en glæpurinn átti sér stað, eða svokallað status quo ante. Þjáning í samræmi við brotið kæmi ekki niður á brotamanninum heldur var hann dæmdur til að gefa sig á vald 20

21 dómara. Dómarinn sá um að reyna að viðhalda fyrri stöðu með því að ímynda sér hvernig fyrra ástand hefði verið áður en afbrot var framið(durkheim, 1997, Bls 68). Efnislegir hlutir væru mikilvægir þættir í samfélaginu eins og einstaklingar og því þurfti að útskýra hvaða vægi þeir höfðu. Ákveðin eining innan samfélagsins þurfti að vera til staðar, til útskýringar á lagalegu gildi þeirra, svo hægt væri að refsa afbrotamönnum sem brutu gegn þeim(durkheim, 1997, Bls 72). Durkheim sagði að reglur í tengslum við raunveruleg réttindi og persónuleg sambönd, sem settar voru fram út frá siðferði, sköpuðu ákveðið kerfi þar sem virknin tengdi ekki mismunandi þætti samfélagsins saman heldur þvert á móti aðgreindu þá frá hvor öðrum. Þau samsvöruðu því ekki neina jákvæða félagslega tengingu. Því væri talað um neikvæða samstöðu, samkvæmt Durkheim. Skilyrði fyrir því að hópur næði rökréttum og stöðugum niðurstöðum var það að hópurinn væri ekki ósammála í hvívetna. Þar sem neikvæð samstaða væri til, þá væri einnig til jákvæð samstaða. Jákvæð samstaða var því nauðsynlegt mótjafnvægi til þess að geta unnið að farsælli niðurstöðu(durkheim, 1997, Bls 75). Öll virkni samfélagsins væri félagsleg, nákvæmlega eins og öll virkni lífverunnar væri lífræn (Durkheim, 1997, bls. 81). Morrison(1995) benti á að í lífrænni samstöðu væri verkaskiptingin sérhæfðari þar sem einstaklingarnir voru tengdir hvor öðrum betur heldur en samfélaginu. Durkheim sagði að einstaklingarnir treystu á hvorn annan til að framkvæma mismunandi verkefni. Þannig ynnu þeir fyrir hvorn annan en í lífrænni samstöðu væri tenging einstaklingsins við samfélagið óbein. Lagt væri meiri áherslu á samningsgerð frekar en hefðir og trúarleg viðhorf og staða einstaklingsins var metin út frá sérhæfingu starfa. Því varð samvitundin veikari þar sem hún hafði ekki lengur vald yfir einstaklingnum vegna þess að lögin þekktu rétt og frelsi hans(bls 131). Þar sem einstaklingurinn tengdist ekki lengur beint við samfélagið mátti gera ráð fyrir því að vald átrúnaðarins og trúarbragða væru veikari. Þegar litið væri á lífræna samstöðu var áherslan á fjölbreytileika á milli aðila. Thijssen(2012) sagði að mismunandi verkefni sem einstaklingar uppfylltu í verkaskiptingu gerðu þá áhugaverðri í augum hvers annars. Hann benti einnig á að þekking á gildum annara væri mikilvæg fyrir lífræna heild en í gegnum fjölbreytnina kæmi eining í lífrænni samstöðu(bls 456). 21

22 Framleiðsla og neysla minnkaði einnig þar sem verkum var skipt niður í sérhæfð störf. Þar sem einstaklingar framleiddu ekki lengur vörur og þjónustu sem uppfylltu þarfir þeirra, þá yrðu þeir að treysta á félagsleg tengsl við aðra til þess að uppfylla þarfir þeirra. Verkaskiptingin sagði til um að einstaklingarnir treystu á mismunandi þætti samfélagsins fyrir vörur og þjónustu sem þeir þurftu á að halda til að lifa. Tengslin framleiddu ákveðna getu og vinnu þar sem staðan var ekki lengur ákvörðuð af hefðum. Einkenni einstaklinga voru þar af leiðandi mótuð af félagslegum sviðum fjölskyldunnar, menntunar og hagkerfi. Undir þessum kringumstæðum hófu einstaklingarnir að velja gildi, viðhorf og félagsleg tengsl í samhengi við atvinnureynslu þeirra í stað samfélagslegrar reynslu. Gildi og viðhorf fengu minna vægi vegna þess að einstaklingarnir völdu aðeins þau gildi sem skiptu mestu máli fyrir þeirra atvinnusvið(morrison, 1995, Bls ). Durkheim benti á að vélræn samstaða, sem kæmi frá líkindum, væri hæst þegar sameiginlega vitundin tæki yfir okkar meðvitund. Þá væri einstaklingseðli okkar ekkert samkvæmt Durkheim en það væru tveir kraftar á bak við þetta. Fyrri krafturinn kallaðist innvortis(centripetal) en hinn síðari útvortis(centrifugal). Þetta væru andstæður og benti Durkheim á að ef við ætluðum að hugsa fyrir okkur sjálf, þá gætum við ekki hugsað eins og annað fólk. Ef hugmyndin væri að skapa sérstaka og persónulega sjálfsmynd, þá gætum við ekki orðið eins og aðrir. Hann gekk það langt og sagði að ef þessi samstaða beitir sér, þá myndi persónuleiki okkar hverfa og við yrðum að sameiginlegri lífveru(durkheim, 1997, Bls 84). Durkheim sagði að ástandið væri allt annað þegar kæmi að lífrænni samstöðu. Þar sem vélræna samstaðan fæli í sér að einstaklingar líkist hver öðrum, þá gerði lífræna samstaðan ráð fyrir því að þeir væru mismunandi frá hvor öðrum. Vélræna samstaðan væri aðeins möguleg svo lengi sem að einstaklingseðlið sogaðist inn í sameiginlega eðlið, en lífræna samstaðan væri aðeins möguleg ef sérhvert okkar hefði einstaka virkni og einstakan persónuleika(durkheim, 1997, Bls 85). Með auknum fjölbreytileika í samfélögum mætti gera ráð fyrir því að átök yrðu á milli mismunandi trúarbragða sem gátu valdið því að fólk trúði minna. Vægi átrúnaðar minnkaði í kjölfarið vegna þessara breytinga á samfélaginu því einstaklingarnir höfðu fengið aukið frelsi og aukna virðingu fyrir lífinu. Þar sem lífræna samstaðan gerði ráð fyrir því að einstaklingar væru mismunandi hljóti það að teljast mikilvægt vegna þess að þeir fengu aukið sjálfstæði. Þannig er hægt að velta fyrir sér hvaða mögulegar tilgátur við getum sett fram til þess að fá 22

23 betri skilning á þessu ferli. Við getum nefnt nokkrar: Fjölbreytileiki samfélagsins minnkar vægi átrúnaðar vegna þess að fólk er mismunandi; Alþjóðavæðing og upplýsingatækni hefur gert fólki kleift að skapa sín gildi og viðmið; Vestrænir íbúar eru líklegri til að hafa veikari trú heldur en frumbyggjar. Þessar tilgátur geta hjálpað okkur að skilja betur hvernig þróunin á síðustu 40 árum, og jafnvel lengra aftur í tímann, hafi verið. Þær geta einnig hjálpað til við aðrar rannsóknir á þessu sviði. Fyrst er fjölbreytileiki mannlífs en tilgátan fjallar um að í fjölbreytileikanum hefur einstaklingurinn meira val um hvers konar lífi hann vill lifa. Þegar einstaklingurinn fær meira frelsi þýðir það að vald átrúnaðar hefur dvínað og þar af leiðandi misst vægi sitt í samfélaginu. Íbúar heimsþorpsins, sem er alþjóðavætt, hafa mismunandi skoðanir, gildi, viðmið og reglur. Fólkið hefur mismunandi reynslu í sögu og menningu. Þannig missir átrúnaðurinn vald sitt yfir einstaklingnum og þegar þeir eiga í samskiptum glæðir fjölbreytnin lífið vegna þess að einstaklingarnir hafa ekki sömu skoðanir, hugmyndir og innsýn. Þannig velja einstaklingarnir mismunandi gildi og viðmið sem þeir ákveða að framfylgja. Þeir hafa meira ferðafrelsi vegna alþjóðavæðingarinnar og einnig til að flytjast búferlum á milli landa. Heimsþorpið er híbýli jarðarbúa sem hefur fengið ákveðna sérmenningu í gegnum alþjóðavæðinguna. Fólk hefur þar af leiðandi mismunandi trú og siði í menningu alþjóðavæðingar en sagt er að þetta sé andi vestrænnar menningar. Þegar upplýsingatækninni er bætt við þróunina, þá geta íbúar heimsþorpsins tjáð sig og fundið hvaða hóp þeir tilheyra. Þeir geta átt í samskiptum sín á milli í gegnum tölvur og tækni þar sem upplýsingarnar fara fram á samskiptamiðlum. Veraldarvefurinn hefur gert þeim kleift að finna sér hópa með mismunandi gildum og viðmiðum. Veraldarvefurinn hefur aukið frelsi einstaklinga til að velja og hafna skoðunum, hugmyndum, gildum og viðmiðum. Að auki geta þeir myndað sér nýjar skoðanir og skapað sín gildi. Vestræn samfélög hafa alþjóðavæðst á síðustu 40 árum og með tilkomu upplýsingatækninnar hefur hún gefið fólki tækifæri til að finna tilgang sinn. Samskipti nútímans far í gegnum samskiptamiðla og hafa þessar breytingar leyst einstaklinginn frá höftum átrúnaðarins. Þetta þýðir að verkaskipting lífrænnar samstöðu hefur minnkað vægi átrúnaðar í samfélaginu vegna þess að einstaklingurinn hefur meira val í dag. Að lokum þegar litið er til einfaldra trúarbragða, þá er mikilvægt að hugsa til þess hvernig fólkið horfði á heiminn. Eins og Durkheim fjallaði um snýst einfaldur átrúnaður um hefðir og siði og trú. Einföld trúarbrögð væru svarthvít, það er annað hvort er eitthvað heilagt eða ekki. 23

24 Því mætti gera ráð fyrir að trú frumbyggja væri sterkari heldur en hjá vestrænum samfélögum. Þeir bjuggu yfirleitt í einangruðum hópum sem höfðu vélrænt eðli, það er þau byggðust á vélrænni samstöðu. Með því að rannsaka siði og hefðir frumbyggjanna er hægt að kanna hvort að það líktist öðrum einföldum trúarbrögðum og þannig gæti það hjálpað okkur að ákvarða um átrúnaðinn. Því að upprunaleg trúarbrögð byggðust einnig á vélrænni samstöðu eins og Gyðingdómur, Islam og Kristni. Durkheim sagði að lög um refsingu væru meira og minna trúarleg vegna þess að það sem lægi á bak við þau væri virðingin gagnvart valdi sem væri æðra einstaklingnum, en hann benti á að þessi meðvitund og tilfinningar væru grundvallaratriði í átrúnaðinum. Þetta sé ástæðan fyrir því að í minni samfélögum var það kúgunarvaldið, trúin, sem drottnaði yfir lögum og reglum vegna þess að átrúnaðurinn hafði fest rætur í allri þeirra lagalegu starfssemi eins og hann hafði gert í félagslegu lífi(durkheim, 1997, Bls 94). Þar af leiðandi urðu tengslin við samfélagið frá sameiginlegum átrúnaði og tilfinningum minni heldur en tengslin milli samfélags og verkaskiptingar. Durkheim benti á að sameiginlega vitundin gæti ekki fullnægt refsilögum almennilega. Hún byggi til annars konar tengsl og sagði Durkheim að samfélagsleg áhrif kæmu til vegna siðferðis og almennra skoðana. Sameiginlega vitundin stuðlaði að samfélagslegri sátt án þess að krefjast lagalegra aðgerða(durkheim, 1997, Bls 101). Þar sem samstaðan væri lítil, þá væri auðveldara fyrir óþekkta þætti að komast inn í samfélögin. Durkheim tók sem dæmi samfélög indjána í Norður Ameríku þar sem indjánarnir gátu kynnt nýja meðlimi í ættbálkinn í gegnum ættleiðingarferli. Til að mynda í stríðum, sagði Durkheim, að konur og börn, sem voru tekin til fanga, voru samþykkt inn í ættbálkinn með ættleiðingum(durkheim, 1997, Bls. 104). Durkheim sagði að samfélög þyrftu á því að halda að meðlimir þess samþykktu og tækju þátt í átrúnaðinum og siðum. Aftur á móti gátu samfélög misst einhvern hluta meðlima þess án þess að innri virkni finndi sérstaklega fyrir því. Einstaklingar sem fylgdu reglum sem samfélagið setti gætu orðið hluti af því. Það væri enginn grundvöllur fyrir því að hafna honum, heldur þvert á móti, þá var ástæða til þess að sannfæra hann um að ganga til liðs við hópinn. Þar af leiðandi sagði Durkheim að lífveran veitti mótstöðu gagnvart þeim innrásum, það er breytingum innan samfélagsins, sem gætu ekki annað en myndað ójafnvægi. Durkheim sagði að vélræn samstaða tengdi fólk minna heldur en lífræna samstaðan og setti fram þrjú skilyrði sem ákvörðuðu styrkleika samfélagslegra tengsla milli einstaklinga(durkheim, 1997, Bls 105). 24

25 1. Sambandið á milli umfangs sameiginlegrar vitundar og einstaklingsvitundar það er að ef hin fyrri skaraðist yfir síðari, þá væru félagslegu tengslin sterkari. 2. Meðaltalsstyrkur ástands sameiginlegs vitundar: Sambandið á milli umfangs almenns- og einstaklings vitundar sem væri gert ráð fyrir að hafa jafnmikið vægi, þá hefði magn meðaltalsstyrksins meiri áhrif á einstaklinginn. Ef þessi styrkur væri veikur, þá minnkaði það getuna til að stýra einstaklingnum inn í hið sameiginlega og þar af leiðandi yrði samstaðan veikari. 3. Magn ákvarðana um ástandið: Eftir því sem átrúnaðurinn og siðirnir væru skýrir, þá væri minna frelsi fyrir einstaklinginn til þess að hugsa sjálfstætt. Þau hegðuðu sér sem ein heild í hugsun og verkum. Samstaðan væri fullkomin þegar allar vitundir slá í takt(durkheim, 1997, Bls ). Durkheim benti á að þrátt fyrir að almenna vitundin væri í hættu við að hverfa vegna þess að átrúnaðurinn og helgisiðirnir fengju sífellt minna vægi, þá væri eitt svið þar sem vitundin hafi orðið sterkari, það er í skoðunum einstaklingsins. Á meðan annar átrúnaður og siðir ættu undir högg að sækja, þá hafði einstaklingshyggjan orðið að einhvers konar tegund átrúnaðar. Hann benti á að við tilbæðum til að mynda reisn mannlegrar persónu, sem hafði eins og í annars konar tilbeiðslu eignast hjátrú. Þar af leiðandi sagði Durkheim að þetta væri almennur átrúnaður. Þetta væri aðeins mögulegt vegna þess að annar átrúnaður hrundi. Ef trúin væri almenn því samfélagið deildi henni, þá yrði hún einstaklingsmiðuð. Ástæðan fyrir því að hún yrði einstaklingsmiðuð var sú að trúin hvatti alla í samfélaginu til að komast að sömu niðurstöðu. Því hafði hún mikilvæga stöðu innan hinnar sameiginlegu vitundar þar sem styrkurinn var dreginn frá samfélaginu en þessi hugmynd batt einstaklinginn ekki við samfélagið heldur við einstaklingshyggjuna. Þar af leiðandi vildi Durkheim meina að þetta væru ekki sönn félagsleg tengsl(durkheim, 1997, Bls 122). Vélræn samstaða batt mennina ekki saman með sama styrkleika eins og verkaskipting og starfssvið þess studdi ekki þess konar félagslegt fyrirbæri í dag og benti Durkheim að samstaðan sem slík væri að verða eingöngu lífræn. Það sé verkaskiptingin sem hafði uppfyllt þetta hlutverk sem sameiginlega vitundin hafði áður, sagði Durkheim(Durkheim, 1997, Bls 123). Samstaðan sem sameiginlega vitundin tjáir hélt áfram að vera vélræn eðlis en mismunurinn fólst í þeirri staðreynd að hún tengdi ekki einstaklinginn lengur við einhvern hóp heldur við ímynd þess. Þar af leiðandi benti Durkheim á að eining heildarinnar útilokaði einstaklingshyggjuna að hluta til. Hann benti á að ef þessi tegund samstöðu ætti ekki að vera 25

26 rannsökuð í fullkomnum hreinleika, þá ætti lífræn samstaða ekki að vera metin út frá einangrun(durkheim, 1997, , ). Rueschemeyer(1994) sagði að í Division du travail væri formgerðin mótuð af aukinni verkaskiptingu, staðlaðri félagslegri aðlögun, og menningu samvitundar. Menningarstefnur sem snérust um reisn einstaklings með áherslur á jöfn tækifæri og félagslegt réttlæti birtist í verkaskiptingunni sem einkenndi nútímavæðingu(bls. 67). Þegar samfélögin þróuðust, þá voru gerðar breytingar á félagslegri samstöðu sem einkenndust af því að einstaklingurinn fékk meira sjálfstæði. Þeir fengu frelsi frá öllum kröfum samfélagsins um hollustu en það þýddi að viðhorf og hefðir sem voru ekki hluti af samfélaginu byrjuðu að þróast. Á meðan félagslegur þéttleiki jókst, fóru hugmyndir um einstaklingshyggjuna að taka yfir. Síðan þegar verkaskipting tók yfir voru einstaklingar settir innan ákveðins ramma orsaka sem tengdi þá við þarfir þeirra frekar en þarfir samfélagsins. Þetta leiddi til þess að einstaklingar fóru að rannsaka heiminn og tóku frumkvæði. Þegar fjöldinn varð meiri þýddi það einnig betri og meiri félagslegrar virkni. Samfélagið varð frjálsara og mun víðtækara(morrison, 1995, Bls 148). Eftir því sem einstaklingum fjölgaði fengu trúarbrögðin og átrúnaðurinn minnkandi vægi í samfélaginu. Samfélagið fór að breytast úr félagslega samstöðu sem var íhaldssöm það er snérist um trú, hefðir og siði yfir í það sem við þekkjum í dag í vestrænum samfélögum. Þetta þýddi að fólk fór að rannsaka heiminn og finna svör við spurningum sem voru ósvaraðar. Frelsi einstaklingsins og einstaklingshyggjan varð meiri sem gerði það að verkum að fólk fór að tengjast meira við umheiminn. Þetta þýddi óneitanlega að átrúnaðurinn fékk minna vægi í vestrænum samfélögum en vegna aukins fjölda fólks í samskiptum, þá fóru hópar sem lögðu áherslu á frelsi einstaklingsins að hugsa sér til hreyfings. Á þessu tímabili komu fram margar nýjungar sem hafa einfaldað samskipti á milli landa. Milliríkjaviðskipti eru tólf sinnum umfangsmeiri í samtíma okkar en þau voru árið 1945 við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Búist er við að þau vaxi árlega um 6% næstu árin og fjármagnsflutningar milli landa hafa vaxið jafnvel hraðar en millirikjaviðskiptin. Upplýsingatækniþróunin hefur einfaldað samskiptin og gert aðgang að upplýsingum auðveldari. Með bættum samgöngum og betri fjarskiptum höfum við tengst betur við umheiminn og þannig orðið nálægari. Þannig hefur verkaskiptingin í gegnum fjölbreytni sína fært okkur nær hvort öðru og tengt okkur saman(andrés.jónsson, 2004) 26

27 3 Frumstæður átrúnaður Durkheim hóf umfjöllun sína um átrúnað með útskýringu á frumstæðu kerfi þegar það uppfyllti tvenns konar skilyrði. Fyrra skilyrðið snérist um einfeldni átrúnaðs, það er þegar samfélag skaraði fram úr öðrum samfélögum í einfaldleika. Síðara skilyrðið fjallaði um að átrúnaðurinn fékk ekki að láni hefðir og siði frá öðrum trúarbrögðum(durkheim, 1964, bls. 1). Hann sagði að helgisiðir sýndu fram á mannlega þörf til að trúa hjá einstaklingum eða samfélögum. Hinir trúuðu réttlættu trúna án ástæðu og sagði Durkheim að það væri hlutverk vísinda að uppgötva ástæðurnar. Hver átrúnaður væri réttur í raunveruleika þeirra sem trúðu vegna þess að þau trúðu á sinn hátt. Einnig svöruðu þau því ákalli sem tilveru mannsins var gefin(durkheim, 1964, 2-3). Stigsmunur er á viðhorfi annars vegar og átrúnað hins vegar en meginmunurinn liggur í því sem er talið vera félagslegt og sögulegt og er hægt að taka dæmi um mótmælendatrú, búddisma eða einstaklingshyggju. Það sem liggur á bak við þessi rök um átrúnaðinn og hluta þess er að það sé til raunveruleiki tengdur trúnni og er það nauðsynlegur hlutur félagslegra viðhorfa. Virkni átrúnaðar er miðlægur eiginleiki samviskunnar og spilar það hlutverki í þeim raunveruleika sem við skynjun(jones, 1998, bls 54). Durkheim sagði einnig að eins og mennirnir væru jafnir, þá væru trúarbrögðin einnig jöfn. Því leit hann á frumstæðan átrúnað sem eins virðingarverðan og önnur trúarbrögð. Þau höfðu þarfir og hlutverk og reiddu sig á sömu ástæður samkvæmt mati Durkheim(Durkheim, 1964, Bls 4). Durkheim sagði að rannsóknir þjóðfræðinga höfðu hrundið af stað endurnýjun á rannsóknum um mannleg gildi vegna þess að þær hafa verið staðfestar. Rannsóknir á trúarbrögðum, sem voru þekkt, leiddi fólk til þess að trúa að hugmyndin um guð væri aðaleinkenni alls sem væri trúarlegt. Rannsókn Durkheim um tótemismann fjallaði aftur á móti um átrúnað þar sem hugmynd guðdómleikans var ókunn. Kraftarnir á bak við hefðirnar og siðina eru mjög ólíkir þeim sem við þekkjum í nútímatrúarbrögðum. Engu að síður sagði Durkheim að rannsóknin gæti hjálpað okkur við að skilja þessa krafta(durkheim, 1964, Bls 5). Durkheim sagði að frumstæður átrúnaður geti hjálpað okkur að skilja mismunandi efnisþætti með því að greina þá niður. Þar af leiðandi var mikilvægt fyrir hann að rannsaka frumbyggja Ástralíu(Durkheim, 1964, bls. 11). Durkheim rannsakaði ættflokk, sem kallaðist Arunta, út frá menningarfræðilegu sjónarmiði(pickering, 1984, bls ). Evans-Pritchard sagði að það voru fjórar hugmyndir 27

28 sem Durkheim fékk frá Robertsson Smith: Hugmyndirnar voru að frumstæður átrúnaður væri í raun ættkvísl(clan cult), ættin væri tótemísk; guð ættarinnar væri ættin sjálf og tótemisminn væri frumstæðasta grundvallarform átrúnaðar sem maðurinn kannaðist við. Pickering benti á að tótemisminn væri mikilvægur fyrir rök Durkheim um grundvallarform átrúnaðar. Að hugsa eingöngu um tótemismann væri aftur á móti of þröng nálgun(pickering, 1984, bls 62). Þrátt fyrir að Durkheim beitti þessum rökum um tótemismann, geta þau einnig gilt um önnur trúarbrögð. Þegar litið er til einfaldra trúarbragða, með því að skoða hefðir og siði þeirra, eru til svipaðar líkingar á milli þeirra og flóknari trúarbragða. Grundvöllur einfaldra trúarbragða er valdið en átrúnaðurinn er grundvöllur samstöðu í einföldum samfélögum. Meðlimum er stjórnað með valdi þar sem einstaklingarnir lifa í ákveðnum höftum átrúnaðarins. Þeim er stjórnað með hefðum og siðum til að þóknast hinu æðra. Þeir þurfa að bera fram fórnir, ganga í gegnum vígslur, hlýða valdi ætthöfðingjans og tilbiðja guð. Þegar flóknari trúarbrögð eru skoðuð, þá eru ákveðnir siðir og hefðir í þeim svipaðir og í einföldum trúarbrögðum. Þegar við berum saman gyðingdóm og tótemisma, þá er hægt að sjá hvernig hinir trúuðu urðu að bera fram fórnir til að þóknast guði. Með tilkomu kristindómsins hafði þessir siðir verið lagðir af að mestu þar sem Jesús hefur fært aðalfórnina fyrir mannkynið. Vald átrúnaðar hefur færst yfir til einstaklinga sem hafa fengið náðarvald og má sjá í því hvernig sértrúarsöfnuðir beita valdi sínu á svipaðan hátt og ætthöfðinginn. Að lokum er það tilbeiðslan. Með tilbeiðslu til guðs eða hinu æðra hefur einstaklingurinn gefið sig á vald þess guðs og þannig misst ákveðið sjálfstæði. Þetta má sjá í öllum flóknari trúarbrögðum að tilbeiðslan er mikilvægt verkfæri til að viðhalda eða styrkja samvitundina. Durkheim sagði að til að uppgötva frumstæðasta og einfaldasta átrúnaðinn, þá væri mikilvægt að skilgreina hann. Án skilgreiningar gætum við lent í þeirri gildru að búa til hugmyndir og venjur sem væru á engan hátt trúarleg eðlis. Einnig sagði hann að við myndum ekki uppgötva rétta eðli átrúnaðarins ef fjallað er aðeins um eina hlið hans. Því sagði Durkheim að það væri mikilvægt að nálgast átrúnaðinn án fordóma. Menn hafi átt það til að búa til skilgreiningu fyrir sjálfa sig hvað átrúnaður sé löngu áður en trúarbragðavísindi byrjuðu á sínum samanburði. Nauðsyn tilveru þess hefur þvingað okkur til að endurspegla á einhvern hátt þessa hluti þar sem við þurfum að dæma stöðuglega en hugmyndirnar voru búnar til án aðferðar samkvæmt kringumstæðum og aðstæðum lífsins. Því var mikilvægt að leggja 28

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Beauty tips byltingin

Beauty tips byltingin Beauty tips byltingin Rannsókn á samfélagsmiðlasíðunni Beauty tips byggð á félagsvísindum Kolfinna María Níelsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í félagsvísindum Hug- og félagsvísindasvið

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Þar sem margbreytileikinn lifir

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Þar sem margbreytileikinn lifir MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Þar sem margbreytileikinn lifir stofnanafrumkvöðlakraftar í fjölmenningu Hildur Hrönn Oddsdóttir Leiðbeinandi: Margrét Sigrún Sigurðardóttir Viðskiptafræðideild Júní

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Sjálfið á tímum stafræns veruleika

Sjálfið á tímum stafræns veruleika Sjálfið á tímum stafræns veruleika Upplifun einstaklinga af samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, togstreita, áhrifastjórnun og skert geta til alhæfingar um mótleikara í stafrænum samskiptum. Lokaverkefni

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins?

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins? BA ritgerð Mannfræði Meira en bara besti vinur mannsins? Hversu nánir mega menn verða dýrum og hvar grípa menningarleg tabú þar inn í? Kristín Björg Björnsdóttir Leiðbeinandi Sveinn Eggertsson Febrúar

More information

B.Sc. í viðskiptafræði

B.Sc. í viðskiptafræði Er hægt að spá fyrir um viðhorf til Evrópusambandsins út frá menningarvíddum Hofstede? Ingvar Linnet B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2011 Ingvar Linnet Leiðbeinandi: Kt. 171287-2789 Aðalsteinn Leifsson Formáli

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Róma. Etnísk skilgreining og sköpun. Silja Lind Haraldsdóttir. Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði. Félagsvísindasvið

Róma. Etnísk skilgreining og sköpun. Silja Lind Haraldsdóttir. Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði. Félagsvísindasvið Róma Etnísk skilgreining og sköpun Silja Lind Haraldsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Róma Etnísk skilgreining og sköpun Silja Lind Haraldsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu

More information

10. kafli fordómar og mismunun

10. kafli fordómar og mismunun 10. kafli fordómar og mismunun Eðli og víddir fordóma (nature and dimensions of prejudice) Þegar einn hópur fólks hatar annan hóp svo mikið að þeir geta af ásettu ráði pynt og myrt saklausa óbreytta borgara

More information

Kona með vindinn í andlitið

Kona með vindinn í andlitið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út frá habitus og hlutverki Linda Friðjónsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Hryðjuverk. Einstök viðbrögð Noregs. Jóhann Birnir Guðmundsson og Jóhannes E. Jóhannesson Lange. Lokaverkefni til BA gráðu í félagsfræði

Hryðjuverk. Einstök viðbrögð Noregs. Jóhann Birnir Guðmundsson og Jóhannes E. Jóhannesson Lange. Lokaverkefni til BA gráðu í félagsfræði Hryðjuverk Einstök viðbrögð Noregs Jóhann Birnir Guðmundsson og Jóhannes E. Jóhannesson Lange Lokaverkefni til BA gráðu í félagsfræði Félagsvísindasvið Hryðjuverk Einstök viðbrögð Noregs Jóhann Birnir

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Regína Márusdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Þetta er minn líkami en ekki þinn

Þetta er minn líkami en ekki þinn Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Kristín Björnsdóttir Þetta er minn líkami en ekki þinn Sjálfræði og kynverund kvenna með þroskahömlun Í samningi Sameinuðu þjóðanna

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Sara M. Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Þeir vilja ekki leika, bara tala

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking. Sigrún K. Valsdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í mannfræði.

Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking. Sigrún K. Valsdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í mannfræði. Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking Sigrún K. Valsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking Sigrún K. Valsdóttir

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Þetta var eiginlega nauðgun

Þetta var eiginlega nauðgun Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þetta var eiginlega nauðgun Tælingar og blekkingar í kynferðislegum samskiptum Ritgerð til BA prófs í heimspeki Edda Thorarensen Kt.: 130484-2639 Leiðbeinandi:

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona.

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona. Félagsvísindasvið Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona. Birtingarmynd kyngervis á vefsíðu Krakkarúv og hugsanleg áhrif þess á börn. Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Anna Kristjana Ó. Hjaltested Leiðbeinandi:

More information

Forspjall um forvera

Forspjall um forvera Efnisyfirlit Forspjall um forvera... 2 Garðurinn I... 3 Þekkingarfræði... 6 Leiðin að farsæld líkaminn... 11 Ánægja, farsæld og hið góða líf... 14 Leiðin að farsæld hugurinn... 18 Ánægja og sársauki...

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

MA ritgerð. Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum

MA ritgerð. Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum MA ritgerð Félagsráðgjöf Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum Úttekt á gerendum sem leita til Karlar til ábyrgðar Ingibjörg Þórðardóttir Leiðbeinandi dr. Freydís Jóna Freysteinsdóttir Janúar 2014 Ofbeldi

More information

2

2 Hugvísindadeild Þar sem hættan er... Vandamálið um gleymsku í heimspeki Kierkegaards og Heideggers Ritgerð til BA. prófs Jóhann Helgi Heiðdal Maí 2009 2 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Heimspekiskor Þar

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Blæðir og flæðir: Yfir líkama og landamæri

Blæðir og flæðir: Yfir líkama og landamæri Blæðir og flæðir: Yfir líkama og landamæri Áslaug Sif Guðjónsdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Leiðbeinandi: Helga Björnsdóttir Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Við viljum börnunum okkar alltaf það besta

Við viljum börnunum okkar alltaf það besta Við viljum börnunum okkar alltaf það besta Upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva á skólakerfinu á Íslandi og á Spáni Harpa Gísladóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Við viljum

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Aðlögunarhæfni á starfsferli:

Aðlögunarhæfni á starfsferli: Aðlögunarhæfni á starfsferli: Mikilvæg hæfni hjá atvinnuleitendum á breyttum vinnumarkaði Linda Björk Einarsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í Náms-og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Aðlögunarhæfni á starfsferli:

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar?

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar? MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar? Eva Rún Michelsen Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild September 2011 Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari

More information

Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls Upphaf AA samtakanna... Bls Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls Kenningar... Bls.

Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls Upphaf AA samtakanna... Bls Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls Kenningar... Bls. Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls. 2 2. Upphaf AA samtakanna... Bls. 2 3. Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls. 3 4. Kenningar... Bls. 4 4.1. Forskuldbinding... Bls. 4 4.2. Félagslegt taumhald... Bls. 7 4.3.

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Staðreyndir,og,gildi

Staðreyndir,og,gildi % Félagsvísindasvið Staðreyndir,og,gildi íslensk þýðing á kaflanum Fact and value í bókinni Reason, truth, and history eftir Hilary Putnam Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Fannar Þór Guðmundsson Leiðbeinandi:

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

MA ritgerð. Ég fór þetta bara á hnefanum

MA ritgerð. Ég fór þetta bara á hnefanum MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Ég fór þetta bara á hnefanum Reynsla og upplifun barna af því að eiga foreldri í fangelsi Svava Davíðsdóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Aðstoðarleiðbeinandi:

More information