Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson

Size: px
Start display at page:

Download "Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson"

Transcription

1 Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Anna Egilsdóttir Sólvellir Akureyri 1

2 Efnisyfirlit 1 Inngangur Fræðilegt sjónarhorn: Gildi leikja í uppeldi og menntun Hvað er leikur? Greinar Back-to-Basics: Play in Early Childhood Play as Curriculum The Promise of play The Mother of Invention The Heart of the Matter Flokkar og tegundir leikja Flokkun og tengundir leikja samkvæmt greinunum tveimur Hugmynd að flokkun leikja Leikjavefurinn - Leikjabankinn Leikjasafnið Hreyfiþrautir Leikbrúður og leikræn tjáning Ýmsir hópleikir Þróun leikjasafnsins Nafna- og kynningarleikir hópstyrkingarleikir Leikjavefurinn/leikjabankinn Dansar á pallinum Flækjumamma Hefti Helga Grímssonar Puttastríð Eldspýtan Hérna er nefið Icebreakers how it works nefndu stafinn Dress the Mummy klósettpappírsmúmía Nokkrir gamlir og góðir leikir Gildi þess að kenna börnum gamla og góða leiki Fuglafit Leikir sem kveikjur

3 7.1 Fela hlut Flöskustútur Umhverfisleikur Hugþroskaleikir Leikir sem ég prófaði Hvað heyrir þú? - hlustunarleikir Raðir rökþroskaleikir Látið hlutina ganga... - snertileikir Að skoða og muna - Skoðunarleikir Að ganga eftir línu og á jafnvægisslá hreyfileikir Námsspil og töfl Lottó Að læra að lesa Tölvuleikir Námsgagnastofnun Orðakistur Krillu Minnisleikur Stafaleikir Bínu Þríhyrningarnir Ferhyrningarnir Þrír í röð Talnaferningurinn Lukkuhjólið Álfur Leikir á netinu Söng- og hreyfileikir Vinka með tánum Vinka með tánum, lyfta svo hnjánum Hluturinn Ein ég sit og sauma Gátur, þrautir og heilabrjótar Krossar og hringir Galdraðu Blindu mennirnir og fíllinn Orðaleikir Leikjavefurinn/leikjabankinn Að ríma orð

4 13.2 Leit á netinu Leikir fyrir leikjavefinn/leikjabankann Dýraleikur Hvað vantar? Greinargerð Lokaorð Heimildarskrá

5 1 Inngangur Þegar ég valdi námskeiðið Leikir sem kennsluaðferð var ég þess viss að námskeiðið hlyti að vera mjög skemmtilegt og fróðlegt. Væntingar mínar stóðust og það má segja að síðastliðnir mánuðir hafi verið leikur einn. Ég hef bæði kafað djúpt í það hvað leikur er og hvert fræðilegt gildi hans er. Prófað mig áfram með ýmsar leikgerðir og skoðað ógrynni af allskonar upplýsingum um leiki og leikgerðir. Þar sem ég vinn á leikskóla þá hef ég mikið prófað leikina með börnunum og hef haft mjög gaman af því og börnin ekki síður. Í leikjamöppunni minni segi ég frá þeim leikjum sem ég skoðaði og prófaði og hvað mér finnst um þá. Ég fjalla um fræðilegt sjónarhorn leikja og gildi þeirra. Ég vona að þegar aðrir lesa leikjamöppuna mína að þeir fái innsýn í það ferli sem ég hef farið í gegn um síðustu mánuði. 5

6 2 Fræðilegt sjónarhorn: Gildi leikja í uppeldi og menntun 2.1 Hvað er leikur? Það er ekki auðvelt að skilgreina hvað leikur er. Þegar ég var ásamt öllum öðrum í staðlotu í janúar spurð: Hvað er leikur? Þá fór heilinn á fullt að leita svara við því, ég held að hann sé ennþá að leita af svari. Fyrst hugsaði ég leikur er eitthvað sem er gaman, það er alltaf gaman í leikjum. En svo hugsaði ég nei, það er ekki alltaf gaman það er t.d. ekki gaman að vera að tapa í leik en það hættir samt ekki að vera leikur. Leikurinn heldur áfram þótt ég sé að tapa og sé kannski ekki ánægð með það. En mótherjinn er að vinna og skemmtir sér því kannski betur. Og við erum samt áfram í saman í sama leiknum. Leikur er því eftir nánari hugsun mjög góð leið til að kenna börnum að hafa stjórn á tilfinningum sínum og að stundum gengur vel og stundum ekki jafn vel en leikurinn heldur áfram og það er alltaf hægt að fara í leikinn aftur. Sem verðandi leikskólakennari velti ég líka fyrir mér hver munurinn á frjálsum leik og leikjum eins og þeim sem við skoðum í þessu námskeiði væri. Frjáls leikur er leikur þar sem börn búa sér til sínar reglur og sín gildi og ímyndunarafl þeirra fær að njóta sín. Leikurinn getur tekið breytingum hvenær sem er. Skipulagðir leikir eru leiknir eftir reglum sem öllum ber skylda til að fara eftir og ekki er hægt að skipta um reglur í miðjum leik. Þetta er kannski helsti munur á frjálsum leik og skipulögðum leik eða regluleik. Hvort tveggja mjög mikilvægt fyrir börn. Í gegn um frjálsa leikinn læra þau helling eins og vitað er en líka í gegn um regluleiki. Þar eflist tilfinningaþroski, félagsþroski, vitsmunaþroski þeirra svo eitthvað sé nefnt. Þau læra að fara eftir reglum, skiptast á, tilheyra heild og fleira og fleira. Allir kennarar ættu að hafa það hugfast við skipulagningu á kennslu sinni að leikur er af hinu góða og nýta sér hann til hins ýtrasta í kennslu sinni. 2.2 Greinar Back-to-Basics: Play in Early Childhood Í þessari grein er fjallað um gildi leikja, hvernig leikur er skilgreindur og hvernig ýmsir fræðimenn hafa skilgreint leik. Ég ætla að fjalla í stuttu máli um það sem fram kemur í greininni. 6

7 Rannsóknir hafa sýnt að börn læri best í umhverfi sem gefur þeim tækifæri til að rannsaka, uppgötva og leika sér. Leikur er mikilvægur hluti af þroska barna og því nauðsynlegur hluti af tilveru þeirra. Hvað er leikur? Það er hægara sagt en gert að skilgreina leik þótt það virðist vera auðvelt. Menn hafa reynt að skilgreina leik og notað til þess mismunandi útskýringar. Samkvæmt orðabók Webster hefur orðið leikur 34 mismunandi þýðingar. Leikur er mikilvægur vegna þess að hann hefur góð áhrif á þroska barna, málþroska, félagsþroska, hugmyndaflug, sköpunargleði og hugþroskann. Leikurinn byggist á skilningi barna á raunveruleikanum, en í leiknum fá börnin tækifæri til þess að æfa hegðun án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum. Leikurinn er mikilvægur í augum barnanna. Skilgreining Piaget er sú að leikur er samlögun. Börn reyni að láta örvun í umhverfinu passa við sínar eigin hugmyndir. Piaget hélt því fram að leikur væri aðeins til gamans og að leikur barna endurspeglaði aðeins það sem þau væru búin að læra en það hlytist ekki lærdómur af leiknum, barn læri ekki í gegn um leikinn. Þessu var Vygotski ekki sammála en hann taldi að börn æfðu ekki aðeins það sem þau hefðu lært í leiknum heldur læri þau einnig nýja hluti í gegn um leikinn. Kennarar yngri barna eru miklu meðvitaðari um að leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli. Í gegn um leik getur kennari fylgst með svo mörgum þroskaleiðum barnsins og því er mikilvægt að leyfa þeim að leika sér. Leikur er mjög öflug og áhrifarík leið til þess að læra. Í leiknum nota börn bæði gróf- og fínhreyfingar, þau bregðast við hvort öðru, þau hugsa um það sem þau eru að gera og ætla að gera, þau nota tungumál til þess að tala við hvert annað eða sjálft sig og mjög oft bregðast þau tilfinningalega við því sem fer fram í leiknum. Samþætting þessara þátta er lykillinn af vitrænum þroska ungra barna (Engelbright Fox 2002) Play as Curriculum Í þessari grein er fjallað um það sama og í hinni. Um gildi leiksins og skilgreiningu hans. Það eru misjafnar skoðanir á því hvað leikur er. Fólk er ósammála um hversu mikilvægur leikur er. Sumir segja að leikur sé það mikilvægasta fyrir alhliða þroska barna meðan aðrir segja hann tímasóun. Í greininni er fjallað um tegundir leiks. Hreyfi- og líkamsleikir þar sem börn fá tækifæri til að þroska fín og grófhreyfingar. Félagslegir leikir þar sem börn læra reglur sem gilda í samskiptum eins og t.d. að deila, samkennd ofl. Sköpunarleikir. Þar sem börn fá tækifæri til að búa eitthvað til úr umhverfinu td. byggt úr kubbum, leikur í sandkassa, myndlist ofl. 7

8 Ímyndunarleikir. Leikir sem þjálfa ímyndunaraflið, t.d. ef leikið er með tilfinningar, búnar til reglur sem ekki eru raunverulegar í lífinu eða persónur sem ekki eru til. Og að lokum regluleikir þar sem fylgja þarf ákveðnum reglum. Börn fara í gegn um stig í leiknum. Þau æfa með síendurteknum leik nýja hugmynd og þegar þau ná tökum á henni færa þau sig yfir á næsta stig. Að því leiti má því segja að börn skapi sitt eigið námsefni. Börn eru viljug til að læra nýja hluti og finna sér alltaf leiðir til þess að læra nýja hluti. Leikur er mjög áhrifarík leið fyrir börn til að safna saman þekkingu um allt í kringum þau. Þá þekkingu nýta þau sér svo þegar þau læra tungumál, stærðfræði, vísindi, félagsfræði, listir o.s.frv. Sem dæmi má nefna að barn sem leikur sér með spýtu í sandinum lærir um eiginleika sands hvernig hægt er að byggja úr sandi og hvernig sandur er nýtilegur til marga hluta. Það lærir um muninn á blautum og þurrum sandi og þannig um leið á veðrið ofl. Í byrjun er flest börn mjög sjálflæg í leik en þróa svo síðar með sér skilning á mikilvægi þess að þurfa að semja og fara eftir reglum. Það læra þau t.d. með því að leika sér í regluleikjum. Um leið læra þau að í lífinu eru ýmsar reglur sem sem allir þurfa að fara eftir og eru nauðsynlegar svo allt gangi upp. 2.3 The Promise of play The Promise of Play er myndaflokkur sem fjallar um gildi leiks. Meðal þeirra sem gáfu ráð við gerð þáttana voru Brian Sutton-Smith menntunarfræðingur sem hefur lagt mikla áherslu á hlutverk leiks í uppeldi og lífi fólks á öllum aldri og Jane Goodall sem er þekkt fyrir rannsóknir sínar á simpönsum (Ingvar Sigurgeirsson [2] 2009). Þættirnir sem ég horfði á eru Mother of Invention og The Heart of the Matter The Mother of Invention Skilgreining höfunda þáttarins á leik er að hann er athöfn þar sem við erum glöð og lifandi. Í leiknum leyfum við okkur marg sem við gerum ekki í daglegu lífi því þetta er leikur en ekki alvara. Í leiknum ræður hvatvísin ferðinni og það er í lagi að fara út úr skelinni og gera annað og meira en við gerum dags daglega því leikur er skemmtun. En hann er meira en það hann hefur mikilvægt hlutverk í lífi okkar. Hann tengir okkur við annað fólk, hefur græðandi áhrif og tengist tilfinningum okkar. Samkvæmt því sem kom fram í þættinum þá hefur leikur mikla þýðingu Rannsóknir hafa sýnt að mikill þroski fer fram á fyrstu þremur árunum og leikur spilar stórt hlutverk þar. Leikur hefur mikil áhrif á nám og þroska einstakling. Leikur er ánægja, styrkir tengsl, hvetur til tilrauna og styður við nám 8

9 Leikur er góður undirbúningur fyrir framtíðina. Í leiknum æfa börn hlutverk fullorðinni. Í leiknum læra börn margt t.d. liti, tölur, stafi og góða hegðun Með auknum þroska læra börn að leika við önnur börn og um 4-5 ára má sjá mikla samvinnu í leik barna. Ef skemmtun hverfur úr leik er ekki um að ræða leik. Leikur er náttúrulegur eins og svefn og matur Öll spendýr leika sér, það er í eðli þeirra. Leikur skapar ánægju hjá okkur Svipbrigði í leik gefa til kynna að við erum að leika en ekki er um raunverulega atburði að ræða Leikur er ekki bara skemmtun heldur líka undirbúningur fyrir það sem koma skal í framtíð barnanna Leikur styrkir tengsl og ýtir undir forvitni og nám Til þess að leikur geti farið fram þar að vera öryggi til staðar. Ef lífið er erfitt er erfitt að leika sér The Roof Top School er skóli í San Francisco sem sagt er frá í þættinum. Í skólanum er lögðu áhersla á að gera námið skemmtilegt og þar er leikurinn miðdepillinn í öllu skólastarfinu. Ef það er gaman meðan börnin eru að læra, þá læra þau að það er gaman að læra. Það leiðir af sér að börnin eru afslappaðari og tilbúnari til þess að taka á móti nýrri þekkingu. Þau fá tækifæri til þess að vera skapandi og hugsa út fyrir rammann. Í útiveru er lögð mkil áhersla á að þar sé farið í skipulagða leiki til þess að koma í veg fyrir að einhverjum þurfi að líða illa þar og vera einmanna. Þannig læra börnin að vera félagsverur og að allir hafa hlutverk og mega vera með. Í leikjunum öðlast börnin færni og sjálfstraus þeirra eykst. Stefnan í skólanum er mjög áhugaverð að mínu mati. Þegar ég horfði á þáttinn þá sá ég hvað börnin voru ánægð í skólanum. Kennararnir voru líflegir og áhugasamir um það sem þeir eru að vinna við. Maður myndi gjarnan vilja sjá meira af leikjum í skólastarfi hérna á Íslandi. Ég held að það sé það sem margir þurfi að temja sér, fara út fyrir kassann og gera skemmtilega hluti til þess að kveikja áhuga barnanna. En til þess er jú þetta námskeið kennt til þess að fá verðandi kennara til þess að taka leikinn meira inn í skólastarfið. 9

10 2.3.2 The Heart of the Matter Margt áhugavert kom fram í þessum þætti. Það var mjög gaman að sjá undirbúning fyrir Mardi Gras hátíðina í New Orleans. Þetta eru elstu, lengstu, stærstu og frægustu hátíðarhöld sem eru haldin í Bandaríkjunum. Það tekur árið að undirbúa hátíðina. Fólkið sem undirbýr hátíðina hefur augljóslega mjög mikinn áhuga á þessu og skemmtir sér mjög vel við það. Við undirbúninginn ræður ímyndunaraflið ferðinni. Samheldnin í hópnum er mikil og hefur góð áhrif á samfélagið. Hátíðin hefur mikinn mátt en hún tengir fólk við hvort annað, græðir sár hversdagsleikans og fólk deilir tilfinningum sínum. Það væri algjört ævintýri að fá að upplifa þessa hátíð. Mér fannst mjög gaman að sjá hvernig Alexöndru var hjálpað í skólanum. Alexandra er stelpa sem átti erfitt með að mynda tengsl við hin börnin því hún kunni ekki að leika sér. Í skólanum var lögð áhersla á leikinn og því varð að taka á þessu vandamáli og það var gert svo vel. Fengin var kona sem kallar sig leikfélaga og hún kenndi Alexöndru að leika sér og að læra samskiptareglur í leiknum. Framfarir Alexöndru urðu gríðarlega miklar eftir að þessi kona kom og hjálpaði henni. Þetta fannst mér frábært að sjá. Barn átti í vandræðum með leikinn og það var brugðist strax við og henni hjálpað. Ég tel þetta gríðarlega mikilvægt til þess að allir getir blómstrað og liðið vel að þeim sem hjálpað og stutt við þá erfiðleika sem einstaklingur býr yfir. 10

11 3 Flokkar og tegundir leikja 3.1 Flokkun og tengundir leikja samkvæmt greinunum tveimur Í greinunum tveimur sem við lásum: Back to Basis: Play in Early Childhooder og Play as Curriculum er leikir flokkaðir á mismunandi hátt. Í þeirri fyrri eru fjallað um tvennskonar flokkun á leiknum. Annars vegar samkvæmt orðabók Webster, en samkvæmt henni eru 34 skilgreiningar á orðinu leikur. Í greininni eru talað um þessar skilgreiningar. Skjótar eða hægar breytingar á hreyfingum (td. að leika fiðrildi) Að leika eða herma eftir einhverri persónu eða karakter (td. mömmuleikur) Að nota sér einhvern búnað, td. að byggja úr kubbum. Að gera eitthvað sér til skemmtunar eða tómstundum (td. Feluleikur) Eitthvað til gamans eða í gríni (td. að segja brandara eða syngja kjálnalegt lag Það sem fram fer í leik Hins vegar er svo fjallað um flokkunarkerfi Mildred Parten á leik. Hún flokkaði leiki eftir að hafa fylgst með leikjum 2-5 ára barna. Flokkun hennar er eftirfarandi: Áhorfandinn Barn situr hjá öðrum börnum og fylgist með þeim í leik Einstaklingsleikir Samhliðaleikur Börn leika sér sjálfstætt, en eru hjá öðrum börnum í leik og stundum leika þau sér með sama dótið Tengslaleikir Börn deila efniviði og tala saman, en eru þó ekki samstillt í leiknum Samvinnuleikir Börn skipuleggja leikinn saman og eru með ákveðin markmið í huga (Englebright Fox 2002) Í þeirri seinni eru þeir flokkaðir á annan hátt en þar er aðallega fjallað um hvaða þættir þjálfast og styrkjast í hverjum þætti Hreyfi- og líkamsleikir. Þar sem börn þroska fín og grófhreyfingar. Líkamlega burði, styrk og þol. Félagslegir leikir þar sem börn læra reglur sem gilda í samskiptum eins og t.d. að deila, samkennd ofl. 11

12 Sköpunarleikir. Þar sem börn fá tækifæri til að búa eitthvað til úr umhverfinu td. byggt úr kubbum, leikur í sandkassa, myndlist ofl. Ímyndunarleikir. Leikir sem þjálfa ímyndunaraflið, td. ef leikið er með tilfinningar, búnar til reglur sem ekki eru raunverulegar í lífinu eða persónur sem ekki eru til. Regluleikir. Þar sem barnið lærir að það þarf að fylgja ákveðnum reglum. Og það þurfa allir í leiknum að gera það til þess að hann gangi upp. (Wardle 2007) 3.2 Hugmynd að flokkun leikja Á leikjavefnum eru leikir flokkaðir í 20 flokka. Þeir eru Hreyfileikir og æfingar Orðaleikir Ýmsir hópleikir Ýmsir námsleikir Rökleikir Söng- og hreyfileikir Námspil Leikbrúður og leikræn tjáning Hreyfiþrautir Kynningarleikir Spurningaleikir Athyglis- og skynjunarleikir Hópskiptingarleikir Hópstyrkingarleikir Teikni- og litaleikir Ratleikir Söguleikir Hver á að ver ann? Origami pappírsbrot Raðþrautir (Leikjavefurinn/Leikjabankinn 2009) 12

13 Það eru sennilega til ótalmargar leiðir til að flokka leiki og hver með sína skoðun á því hvernig best sé að gera það. Flokkunin á leikjavefnum er mjög góð. Ég tel að það væri samt sniðugt að hafa stærri yfirflokka eins og t.d. fyrsta flokkun gæti verið skólastig. Leikskóli o 1-3ára o 3-4 ára o 4-6 ára Grunnskóli o 6-10 o o Í hverju aldursbili gætu svo verið flokkarnir sem eru á leikjavefnum. Sami leikurinn kæmi sennilega oft fyrir á mismunandi aldri en það er allt í lagi finnst mér. Eins væri hægt að flokka leikskóli og grunnskóli og hafa undirflokkana eftir námsviðum. Eins og ég segi það eru til ótal leiðir til þess að flokka leiki og eflaust hægt að velta því fyrir sér fram og til baka. 13

14 4 Leikjavefurinn - Leikjabankinn Leikjavefurinn er samvinnu- og þróunarverkefni kennara og kennaraefna. Markmið hans er að halda utan um og sanka að sér góðum leikjum til þess að nota í skólastarfi. Áður en ég byrjaði í þessu námskeiði þá hafði ég oft farið inn á leikjavefinn.is og fundið góða leiki til að nota í starfi með börnunum í leikskólanum sem og fyrir barnaafmæli og skemmtanir fyrir fullorðna. Leikjavefurinn er því algjör gullkista fyrir kennara og aðra sem hafa áhuga á leikjum (Leikjavefurinn/Leikjabankinn 2009). 4.1 Leikjasafnið Hreyfiþrautir Fyrsti flokkurinn sem ég skoðaði vel er hreyfiþrautir. Börn hafa mjög gaman af þrautum og af minni reynslu með leikskólabörnum hafa þau sérstaklega gaman af allskonar hreyfiþrautum. Ég prófaði nokkra af þeim leikjum sem eru í leikjasafninu undir hreyfiþrautir með börnunum í leikskólanum. Suma þurfti ég að einfalda aðeins en aðra ekki. Fréttadansinn fannst þeim rosalega skemmtilegur og hann væri gaman að hafa í fullorðninsskemmtunum Fréttadans Markmið: Nemendur geri sér grein fyrir hreyfingum sínum, hreyfifæni, nákvæmni,skemmtun. Gögn: Opnur / arkir úr dagblöðum, tónlist. Leiklýsing: Hver nemandi fær eina örk úr dagblaði. Nemendur leggja örkina sína á gólfið og taka sér stöðu ofan á blaðinu. Síðan er tónlist spiluð í stutta stund og nemendur eiga að dansa á blaðinu á meðan. Þeir verða að gæta þess að stíga ekki út fyrir það. Sá sem stígur út fyrir blaðið er dottinn úr leik. Þegar tónlistin stoppar á hver nemandi að taka blaðið sitt og brjóta það saman um helming og leggja það síðan aftur á gólfið og koma sér fyrir ofan á því að nýju. Nemendur fá 10 sekúndur til að brjóta blaðið saman og koma sér fyrir. Síðan hefst tónlistin aftur og sami háttur er hafður á þar til blaðið er orðið svo lítið að í raun er ómögulegt að dansa eða halda sér á því. Sá eða þeir sem síðastir verða eftir vinna leikinn. Útfærsla: Það gerir leikinn skemmtilegri ef nemendur eru hvattir til að dansa frumlegan dans eða hreyfa sig sérkennilega. Hægt er að stytta eða lengja tímann sem nemendur fá til að brjóta saman blaðið. 14

15 4.1.2 Leikbrúður og leikræn tjáning Leikræn tjáning er mikilvæg að mínu mati og að fá börn til þess að tjá sig með leikrænum tilburðum. Marga mjög flotta og ganglega leiki er að finna í leikjasafninu undir flokknum leikbrúður og leikræn tjáning. Í leikskólastarfi eru börn mjög mótækileg fyrir því að bregða sér í ýmis hlutverk í leik og því er upplagt að virkja það enn frekar hjá þeim með leikrænum leikjum. Leikurinn sem ég valdi í þessum flokki finnst mér alveg frábær. Hann er ég nú þegar búin að prófa oft og hann gengur með börnum frá 2 ára myndi ég segja Töfrateppið Aldur: Frá 6 ára Markmið: Innlifun, leikræn tjáning, hafa gaman Gögn: Motta, teppi eða maskínupappír Leiklýsing: Leikurinn hefst þannig að allir eru á töfrateppinu. Kennarinn er þá töframaðurinn en að sjálfsögðu er hægt að fela einhverjum nemanda það hlutverk. einnig. Þegar allir eru búnir að taka sér stöðu á töfrateppinu segir kennarinn Hókus pókus pílírókus! Allir breytast t.d. í slöngu. Þá eiga nemendurnir að fara af töfrateppinu og út á gólfið og leika dýrið sem þeir eiga að breytast í. Mjög skemmtilegt er að sjá útfærslurnar hjá sumum nemendum. Þegar nemendur hafa fengið gott ráðrúm til að tjá sig kallar kennarinn á þá aftur inn á teppið: Hókus pókus pílírókus - allir eru að koma aftur á töfrateppið. Þá eiga nemendurnir að fara á töfrateppið og hafa hljóð. Hægt er að endurtaka leikinn nokkrum sinnum Ýmsir hópleikir Í þessum leikjaflokki eru margir góðir leikir. Leikurinn sem ég rak hvað fyrst augun í heitir Það voru að koma skilaboð þegar ég las leiklýsinguna mundi ég eftir þessum leik, þegar ég var í grunnskóla þá fór kennarinn minn oft með okkur í þennan leik. Við notum þennan leik, þó ekki eins og lýsingin er á leikjavefnum, mikið í mínum leikskóla. Börnunum finnst alveg svakalega gaman að "fá skilaboð" og það gerir allt sem þau eru að gera mikið skemmtilegra. Við t.d. segjum: "það eru að koma skilaboð". Börnin: Hvaða skilaboð. Það á að ganga frá stóru kubbunum og það eru að koma skilaboð. Börnin: Hvaða skilaboð. Það á að ganga frá litlu kubbunum og svoleiðis gegnur þetta. Gjarnan þegar þau eru búin að ganga frá þá segjum við: það eru að koma skilaboð. Börnin: Hvaða skilaboð. Við: þið eruð snillingar og þetta finnst þeim alveg rosalega skemmtilegt. En hér læt ég fylgja með leiklýsinguna eins og hún er á leikjavefnum. 15

16 Það voru að koma skilaboð Aldur: Frá 4 ára Markmið: Samhæfing hreyfinga, skapa góða stemningu. Leiklýsing: Stjórnandi segir: Við erum í verksmiðju, þið eruð verkamennirnir og ég er verkstjórinn. Fyrst segi ég: "Það eru að koma skilaboð." Þá svarið þið "Hvaða skilaboð?" Síðan kem ég með skilaboð sem þið verðið að framkvæma í sameiningu. Stjórnandi: Það eru að koma skilaboð. Þátttakendur: Hvaða skilaboð? Mikil skiptir að þetta sé sagt kröftuglega. Stjórandinn lætur þátttakendur endurtaka spurninguna þangað til svarað er af miklum krafti. Stjórnandi: Að setja litla hamarinn í gang. Allir byrja að slá hægri hendi á hægra læri og því er haldið áfram góða stund uns kennarinn segir eitthvað á þessa leið: Það voru að koma önnur skilaboð. Þátttakendur svara: Hvaða skilaboð? Stjórnandi: Að setja hinn litla hamarinn í gang. Þátttakendur svara með því að slá á vinstra læri með vinstri hendi (halda áfram að slá með þeirri hægri). Þessu er síðan haldið áfram eins og hér segir: Stóri hamarinn í gang: Stappa með hægra fæti. Hinn stóri hamarinn: Stappa með vinstra fæti. Að setja stærsta hamarinn í gang: Þátttakendur standa upp og setjast til skiptis. Þegar hér er komið eru allir á fullu og þá koma ný skilaboð. Þátttakendur: Hvaða skilaboð? Stjórnandi: Að hætta þessari vitleysu! Þessi leikjavefur finnst mér alveg frábær. Svo ég segi nú í stuttu máli hversvegna mér finnst það þá í fyrsta lagi er það vegna þess að hann er tvískiptur. Fyrir 1-5 ára og svo 5-9 ára. Ef maður smellir á 1-5 ára þá er eru mjög einfaldir leikir og það sem mér finnst mjög sniðugt þar er barnsandlit með tvö risastór augu ef maður hreyfir músina þá fylgja augun hreyfingunum. Þetta er mjög góð leið til þess að kenna börnum hvernig músin virkar. Það getur tekið smá tíma fyrir þau að fatta að þegar hendin hreyfist þá hreyfist bendillinn á skjánum. Leikirnir eru svo fjölbreyttir og góðir. Þar sem leiðbeiningar eru á ensku er þetta kjörið tækifæri fyrir fullorðna að hjálpa börnum í tölvuleikjum Danskur vefur með fullt fullt af hugmyndunum af leikjum, þrautum, spilum, gátum, uppskriftum og fleiru. Á vefnum eru fullt af útileikjahugmyndum sem ég var mjög hrifin af. Ég vinn í leikskóla sem vinnur m.a. eftir útiskólastefnum og við förum í skóg einn rétt hjá leikskólanum einu sinni í viku. Þar gerum við margt skemmtilegt t.d. förum í leiki. Einn af 16

17 þeim leikjum sem ég fann er mjög sniðugur að mínu mati. Hann gengur út á að finna tré. Klútur er bundinn fyrir augun á barni og það leit að tré og látið faðma tréið og koma við það eins og það vill. Síðan er farið með barnið til baka og klúturinn tekin af augunum og það á að finna tréið sitt aftur. Mér finnst þetta flottur leikur sem reynir á minni og snertiskyn. Ég mun prófa hann þegar það verður komið vor í snjóbænum Akureyri Gagnlegur vefur til þess að kenna börnum um umhverfisvernd. Þar sem mér er mjög annt um það og vinn á leikskóla á grænni grein finnst mér þessi vefur mjög góður. Leikirinir á honum eru tengdir umhverfisvernd. Það er hægt að læra að flokka rusl, hvað það er sem fer í moltugerð, læra um hvað er óholt fyrir náttúruna, um rafmagn ofl. Einnig eru vettvangsverkefni sem má prenta út og fara með í ferðir með börnunum og læra þannig um umhverfisvernd. Einnig eru sögur sem fjalla um hverfisvernd á vefnum. 4.5 Þróun leikjasafnsins Leikjasafnið er orðið mjög stórt og margir góðir leikir þar. Flokkun leikjanna gæti orðið meiri með því t.d. að hafa aldurskipta flokka.yngsta stig, mið stið og elsta stig. Það gætu verið grunnflokkarnir og þar svo flokkað eins og flokkarnir eru núna. Þó sami leikurinn komi þá oft fyrir er allt í lagi að mínu mati. Þar sem safnið er alltaf að stækka er líka góð hugmynd að þeir sem koma á vefinn og skoða leikina og prófa þá svo geti getið umsögn um leikinn, það gæti verið eins og er á sumum vefsíðum athugasemdakerfi, nú eða stjörnugjöf. 17

18 5 Nafna- og kynningarleikir hópstyrkingarleikir Leikir í þessum flokki eru ótalmargir. Kynningarleikirnir á Leikjavefnum eru nokkrir og margir mjög áhugaverðir. Í hefti Helga Grímssonar eru mjög margar hugmyndir af góðum hópelflileikjum. Þar fann ég nokkra sem ég man eftir síðan ég var barn og rifjuðust því upp ljúfar minningar. Á netinu skoðaði ég hópeflileiki með því að fletta upp leitarorðinu Icebreakers. Þá komst ég í stuð og áður en ég vissi af var ég búin að eyða hátt í öðrum tímanum í að vafra um og lesa um leiki. 5.1 Leikjavefurinn/leikjabankinn Á leikjavefinum eru margir leikir sem er skemmtilegir og gaman að prófa. Leikirnir sem mér leist best á þegar ég skoðaði leikjavefinn voru tveir Dansar á pallinum Þessi leikur er mjög vinsæll meðal barna á leikskólaaldri og er mjög góð leið til þess að hjálpa börnunum að læra nöfnin á hvort öðru. Söngurinn er oft í höndum kennarans eingöngu fyrst þegar þau eru lítil en svo fara þau að taka undir þegar þau eldast. Aldur: Frá þriggja ára. Að mínu mati er hann þó fyrir börn frá 2 ára -6 ára Markmið: Hjálpa nemendum að læra nöfn félaganna Gögn: Engin gögn eru nauðsynleg en það er hægt að spila á hljóðfæri með vísunni Leikurinn byggist á þessari vísu: Dansar á pallinum dansar á pallinum og skellihlær er á sokkunum og datt í gær keyrir bíl með í og kastar bolta til Nemendur sitja í hring þannig að þau sjái hvert annað. Kennarinn og nemendur syngja nafnavísuna saman þannig að nöfn nemendanna eru sett inn í vísuna (þar sem strikin eru). Vísan er endurtekin þangað til að nöfn allra nemendanna hafa komið fyrir. 18

19 5.1.2 Flækjumamma Frábær leikur sem eflir samvinnu og félagsþroska. Ég prófaði þennan leik með átta börnum eftir að hafa séð hann á leikjavefnum. Fyrst þarf að kenna þeim þuluna og það er ekki erfitt, börnum gengur oftast mjög vel að læra rím-þulur. Þar sem þau eru svo fá gátu þau öll prófað að vera flækjumamma. Fyrst þarf kennari að hjálpa á meðan þau eru að læra. Svo geta börnin leikið þennan leik alveg sjálf og það skapast mikil umræða um hvernig þau geti flækt sem mest. Mikil samvinna: farð þú þarna undir og hey ég kem hérna o.s.frv. Svo þarf flækjumamman að gefa skipanir um hver á fara hvert til þess að losa. Aldur: Frá 4 ára. Markmið: Að efla samvinnu. Að efla félagsþroska. Gögn: Börnin. Leiklýsing: Kennarinn byrjar á því að kenna börnunum þulu sem hljóðar svo: Flækjumamma, flækjumamma þú mátt ekki okkur skamma, komdu og leystu þennan hnút, og hleyptu okkur út. Eitt barnið er flækjumamma og fer út í horn á stofunni, úr augsýn barnanna. Börnin leiðast í hring og flækja sig saman, búa til erfiðan hnút. Þegar að þau eru búin að þessu fara þau með þuluna og mamman kemur og reynir að leysa hnútinn. Börnin mega ekki sleppa höndunum á meðan að hnúturinn er leystur. Ef hópurinn er ekki stór væri gaman að leyfa öllum að vera flækjumamma. Útfærsla: Kennarinn er börnunum til aðstoðar, en hann má ekki hjálpa þeim of mikið, helst ekki neitt. Heimild: Markviss Málörvun, Ingibjörg Símonardóttir. 5.2 Hefti Helga Grímssonar Í heftinu hans Helga má finna marga góða hópeflileiki sem er gaman að skoða. Bæði leiki sem henta börnum og fullorðnum. Þarna eru leikir sem ég þekki úr barnæsku og var gaman að rifja þá upp. Ég valdi nokkra leiki og prófaði með börnunum í leikskólanum Puttastríð Mjög skemmtilegur leikur. Börnunum fannst þetta mjög gaman. Einnig var þessi leikur prófaður á starfsmannafundi og það var ekki annað að sjá en fullorðna fólkið skemmti sér alveg jafn vel og börnin. 19

20 Góður leikur sem auðvelt er að útskýra og allir geta leikið. Ágætt að grípa til hans milli stunda t.d. meðan er beðið eftir einhverju. Eins og þegar ég fór í hann með börnunum í leikskólanum. Meðan við vorum að bíða eftir strætó. Rými: Inni eða úti Áhöld: Engin Aldur: Allir aldurshópar Hópastærð: 6 30 Þátttakendur vinna saman tveir og tveir. Pörin taka saman höndum þannig að þumlarnir snúi upp (apagrip). Annar þátttakandinn verður að krossleggja fingur svo að þetta gangi upp. Þátttakendur fara með þuluna: einn, tveir, þrír, puttastríð og eiga þá að reyna að festa þumalputta mótherjans undir eigin þumli. Þegar annar er búinn að festa báða þumla mótherjans hefur hann unnið en að öðrum kosti er jafntefli. Þá rétta báðir upp hendur sem merki um að þeir séu lausir og til í næsta stríð. Ekki má keppa oftar en einu sinni við sömu manneskjuna (Helgi Grímsson bls.8) Eldspýtan Leikurinn reynir virkilega á samvinnu og einbeitingu og því mjög góður til að þjappa hópnum saman og æfa sig að hjálpast að. Það þarf að sýna hvort öðru tilitsemi og margt fleira. Þegar ég prófaði leikinn þá myndaðist mjög skemmtileg stemming. Ef eitthvað fór úrskeiðis ef t.d. annar aðillinn var lengi að standa upp og hinn fljótur og ójafnvægi myndaðist og eldspýtan datt þá fannst þeim það bara fyndið og reyndu aftur. Rými: Inni eða úti Áhöld: Ein eldspýta á hvern þátttakenda Aldur: Allir aldurshópar Hópastærð: 6 30 Tveir þátttakendur sitja eða standa andspænis hvor öðrum. Eldspýtan er reist upp á endann á fingurgómi vísifingurs annars þeirra. Hinn þátttakandinn leggur síðan fingurgóminn á sínum vísifingri á hinn eldspýtuendann og þannig halda þeir eldspýtunni milli vísifingursgóma sinna. Síðan eiga pörin að hlýða því sem að leiðbeinandinn segir án þess að brjóta eldspýtuna eða missa hana. Krjúpa á kné, farið til vinstri, farið í hring... Hægt er að gera leikinn erfiðaðri með því að láta pörin vera með eldspýtur milli vísifingurs beggja handa (Helgi Grímsson bls.7). 20

21 5.2.3 Hérna er nefið Sniðugur leikur sem reynir á hugmyndaflug og samvinnu. Það er hægt að fara í hann á ótal vegu eins og ég prófaði. Að nota t.d. eitthvað annað en líkamspartana eins og ég er að greiða mér og vera að klappa á meðan. Þetta er erfitt fyrir en góð þjálfun. Rými: Inni eða úti Áhöld: Engin Aldur: Allir aldurshópar Hópastærð: 6 30 Þátttakendur standa í hring. Einn byrjar. Hann snýr sér til vinstri eða hægri og segir : Hérna er nefið þá á hinn að benda á nefið á sér áður en talið er upp að þremur. Og snýr sér að næsta sá reynir að rugla þann næsta í röðinni með því að benda á einhvern annan líkamshluta en það sem hún/hann nefnir, bendir til dæmis á augað og segir hérna er eyrað. Hinn á þá auðvitað að banda á eyrað eins og sagt var. Sá sem ruglast fer úr hringnum. Eftir því sem færni þátttakenda eykst er tíminn styttur (Helgi Grímsson bls 9-10). 5.3 Icebreakers how it works nefndu stafinn Þennan leik fann ég á Ég held að þessi leikur geti verið skemmtilegur fyrir bæði börn, unglinga og fullorðna. Aldur: Frá 5 ára. Gögn: Enginn Markmið: Þjappa hópnum saman, upphitunarleikur og hafa gaman. Leiklýsing: Leikurinn gengur út á að allir mynda hring og einn er í miðju hringsins og er hann. Hann kallar upp staf og nefnir nafn einhvers sem er í hringnum. Sá sem hann nefnir á að nefna einhverja manneskju sem byrjar á þeim staf, eitthvað sem er hægt að selja og staðsettningu. Bjarni selur brauð í Blönduós. Ef leikmaður getur þetta ekki þá skipta þeir og hann fer í miðjuna. ( Dress the Mummy klósettpappírsmúmía Þessum skemmtilega leik man ég eftir frá því ég var lítil, hann var mjög vinsæll á bekkjarkvöldum, í afmælum og fleira. Ég fann þennan leik á 21

22 Aldur: Allir aldurshópar Gögn: Klósettpappírsrúllur Markmið: Gaman, hópefli. Leiklýsing: Hópnum skipt í 2-4 manna lið. Einn úr hverju liði er múmían og hinir í liðunu fá 2 rúllur af klósettpappír. Þeir hafa 5 mínútur til að ljúka við leikinn með því að rúlla pappírnum utan um múmíuna. Sá sem stjórnar leiknum metur svo hver er best hannaðasta múmían. Þessi leikur reynir mjög á samvinnu og er því um leið mikið hópefli. ( 22

23 6 Nokkrir gamlir og góðir leikir 6.1 Gildi þess að kenna börnum gamla og góða leiki Það er mikilvægt að komandi kynslóðir haldi í gamlar hefðir og siði frá forferðrum. Leikir eru eitt af því sem halda verður í. Gamlir leikir sem hafa gengið í gegnum kynslóðir er mikilvægt að halda uppi svo þeir haldi áfram að ganga. Þegar ég spurði ömmu mína hvaða leiki hún hefði farið í sem barn voru það sömu leikir og mamma fór í sem barn og líka sem ég fór í. Það eru leikir eins og fallin spýta, dimmalimm, yfir, parís og teygjutvist. Af þessum leikjum eru tveir sem ég hef farið í með börnunum á leikskólanum mínum það eru parís og dimmalimm (Ingvar Sigurgeirsson [1] 2009). 6.2 Fuglafit Fuglafit er mjög gamall leikur sem er til hjá mörgum þjóðum í ólíkum myndum. Fuglafit er t.d. þekkt meðal margra Afríkuþjóða, meðal inúíta, indjána og einnig kunna margar Asíuþjóðir einhver afbrigði þess. Hér áður fyrr notuðu sagnaþulir fuglafit þegar þeir sögðu sögur og táknaði hvert mynstur sem þeir gerðu hlut, persónu eða fyrirbæri sem kom fyrir í sögunni (Ingvar Sigurgeirsson [1] 2009). Þegar ég var yngri var ég alltaf að gera fuglafit. Ég man að ekki hvað ég var gömul þegar ég gerði fuglafit fyrst en það var langaamma mín sem kenndi mér það og við sátum stundum mjög lengi og gerðum fuglafit. Það var svo hún sem kenndi mér hvernig ég gat leikið mér með bandið ein og snúið því í höndunum á mér og myndið allskonar form. Ég ákváð að prófa hvort ég gæti kennt elstu börnunum á deildinni minn fuglafit og það má eiginlega segja að tilraun mín hafi heppnast fullkomnlega. Það er nú algjört fuglafitsæði á deildinni og hver er farin að ganga með sitt band í vasanum og svo skiptast þau á að gera hjá hvort öðru. Það tók vissulega mislangan tíma fyrir hvert og eitt barn að skilja hvernig þetta virkar en ég segi við þau æfingin skapar meistarann. Fuglafitið sem ég kunni best þegar ég var yngri fann ég líka á netinu þegar ég skoðaði nokkur afbrigði þess þar. Á þessari síðu má sjá samskonar fuglafit og ég kenndi börnunum í mínum leikskóla ( ). 23

24 7 Leikir sem kveikjur Leikir eru góð kennsluaðferð sem hjálpa börnum að þroska með sér hópkennd og samskiptahæfni. Með leikjum þjálfast börn í að vinna saman og treysta hvort öðru og þannig eflist samkennd þeirra. Leikir hafa oft táknræna merkingu og er því auðvelt að tengja við þá ýmiskonar fróðleik sem tengist námsefninu hverju sinni (Ingvar Sigurgeirsson [2] 2009). 7.1 Fela hlut Leikur sem er mjög sniðugt að fara í ef verið er að vinna með hugtök eins og hátt - lágt, veikt sterkt. Leikurinn sem ég er að tala um heitir að fela hlut flestir þekkja hann þannig að hlutur er falin og einn í einu á að reyna að finna hlutinn eftir vísbendingunum heitur kaldur frá hinum. Með því að nota söng og hreyfingu er hægt að leggja inn hugtökin veikt sterkt og hátt lágt. Með söngnum er valið eitthvað lag t.d. upp upp á fjall og það er sungið lágt ef barnið er langt frá hlutnum og svo er hækkað smá saman eftir því sem það færist nær. Á þennan hátt fá börnin tilfinningu fyrir því hvað er átt við með veikt sterkt í söng. Ef hreyfingar eru notaðar þá sitja börnin ef sá sem er að leita er langt frá og fær sig svo upp á hné, fætur og tær og teygja hendur ef viðkomandi er komin mjög nálægt. Það er eins með þetta og sönginn, þau fá tilfinningu hvað er átt við með hátt og lágt. 7.2 Flöskustútur Flöskustútur er leikur sem mjög margir þekkja. Þennan leik er hægt að nota í ýmsum tilgangi. Ég hef prófað að nota hann á mismunandi vegu. Ein útgáfan er þannig að börnin eiga sjálf að segja áður en flöskunni er snúið hvað viðkomandi eigi að gera lendi stúturinn á þeim og þá mega þau bara nota hugmyndaflugið. Svo hef ég prófað að nota hann þegar við erum að vinna með litina, tölur, stafi, rím ofl. Ef ég útskýri t.d. hvernig ég vinn með þetta tengt innlögn á litum þá er ég með spilastokk og á hverju spili er hringur með ákveðnum lit á sá sem flöskustúturinn lendir á þarf að draga eitt spil og segja hvaða litur er á spilinu. Hann á svo að finna hlut inn í herberginu sem er eins á litinn. Þetta má svo gera flóknara er setja mismarga hringi á spilið og viðkomandi þarf að finna jafn marga gula hluti og hringirnir eru á spilinu. Ef 24

25 unnið er t.d. með stafina þá þarf barnið sem flöskustúturinn lendir á að draga spil og á spilinu er stafur og það á að segja eitthvað orð sem byrjar á þeim staf. Leikurinn ýtir undir að gaman sé að vinna með ýmis hugtök, stafi, tölur og fleira. Það er svo gaman að fá að snúa flöskunni og draga. 7.3 Umhverfisleikur Þegar ég var að skoða vefinn heimurinn okkar þá datt mér í hug að það væri hægt að nota leiki sem þar eru í raunverulegum aðstæðum. Það er að segja yfirfæra hann af tölvuskjánum í raunverulega hluti og fólk. Þegar unnið er með umhverfismennt í leik- og grunnskólum þá þarf að kenna börnum hvernig við flokkum úrgang og hvað búa má til úr hverju o.s.frv. Hægt væri því að setja upp einsskonar ratleik fyrir börnin úti. Börnunum væri skipt í tvö lið og fengju blað með myndum af allskonar úrgang, flöskum, pappa, blöðum, fernum, pitsakössum og fleira. Kennari gæti verið búin að dreifa þessum hlutum um alla skólalóðina og keppnin myndi felast í að hvor hópur þyrfti að finna það sem væri á blaðinu og koma því á áfangastað á réttan stað, en það væri í kassa sem kennari væri búin að útbúa með flokkunarmerkjunum sem eru utan á öllum flokkunargámum. Þegar börnin væru búin að setja alla hlutina á sinn stað er farið yfir hvort allt sé rétt. Smá saman verða þau fróðari og fróðari um endurvinnslu og umhverfismennt og þá er hægt að vinna leikinn áfram og láta fá þau blað þar sem hlutirnir sem þau flokkuðu eru á ásamt myndum af því sem unnið er úr hlutunum og þau eiga að draga línu á milli hlutarins og þess sem hægt er að láta hann verða af. 25

26 8 Hugþroskaleikir Leikjakerfi sem á rætur að rekja til hugmynda Huns Furths sálfræðings er kallað Thinking Games eða Hugþroskaleikir. Líta má á hugþroskaleiki sem tilraun til að setja fram og lýsa viðfangsefnum handa börnum í anda kenning Piaget um gerð og þróun hugsunar. Viðfangsefnin hafa það meginhlutverk að stuðla að alhliða þroska nemendanna og búa þá undir að takast á við viðfangsefni hefðbundinna námsgreina. Hugþroskaleikir henta margir fyrir alla aldurshópa þó þeir séu einkum æltaðir ungum nemendum í t.d. leikskóla og fyrstu bekkjum barnaskólans. Skoða má þá því sem eins konar foræfingar (Ingvar Sigurgeirsson 2005:3). Markmið með hugþroskaleikjum er m.a. að: - stuðla að samhæfingu hreyfingar og skynjunar - auka næmi nemenda með því að þjálfa þá til að skynja umhverfi sitt með því að snerta, hlusta og skoða af athygli - örva hugmyndaflug nemenda og stuðla þannig að sveigjanleika í hugsun - þjálfa nemendur í samvinnu - þjálfa nemendur í að glíma við rökleg viðfangsefni, s.s. að flokka, raða hlutum og fyrirbærum og að sjá hluti frá ólíkum sjónarhornum. Kennslufræðileg sjónarmið hugþroskaleikja eru þau að þau byggja á áþreifanlegum viðfangsefnum. Þeir fela í sér athafnir og nemendur er virkir. Þá er yfirleitt ekki um að ræða samkeppni nema að því leyti að hver nemandi getur keppt við sjálfan sig. Mikilvægt er að laga hugþroskaleik að aðstæðum hverju sinni. Hverja hugmynd þarf að skoða sem efnvið sem er mótaður eftir aðstæðum, áhuga, getu og þroska nemenda. Það er því varasamt að taka þessar hugmyndir bókstaflega. Það er ætlast til þess að þær séu lagaðar að hverjum nemenda hópi sem unnið er með í hvert skipti. Yfirleitt er mjög einfalt að bæta við þá og breyta þeim (Ingvar Sigurgeirsson 2005:6). 26

27 8.1 Leikir sem ég prófaði Hvað heyrir þú? - hlustunarleikir Gögn: Engin (nema e.t.v. krít og tafla). Nemendur hlusta eftir hljóðum (í næsta umhverfi) og reyna að greina þau: - Hvaða hljóð berast utan frá? (Umferðarhljóð, fuglasöngur, veðurhljóð, flugvélagnýr?) - Hvaða hljóð eiga upptök innan skólans (þó utan kennslustofunnar)? - Hvaða hljóð heyrum við í skólastofunni? - Hvað heyra nemendur mörg mismunandi hljóð? Best er að nemendur sitji í sætum sínum og loki augunum. Niðurstöðurnar má skrá jafnóðum á töflu. Þessi leikur er mjög skemmtilegur. Ég fór í hann með börnum sem eru 5 ára og það hefur sennilega aldrei verið eins mikil þögn í stofunni. Þau höfðu alveg hljóð og réttu upp hönd þegar þau vildi segja hvaða hljóð þau heyrðu, ég skrifaði þau niður og við töldum svo hvað þau væru mörg. Hljóðin sem heyrðust voru m.a. næsti maður að anda, bílar, fuglar að syngja, lofræstingin, söngur af næstu deild, einhver að saga o.fl. Leikurinn skerpir einbeitingu og hlustun barnanna mjög mikið (Ingvar Sigurgeirsson 2005:18) Raðir rökþroskaleikir Nemendur reyna að finna ýmsar leiðir til að raða eftir. Dæmi: Eftir stærð, stafrófi, háralit, aldri o.s.frv. Ég fór í þennan leik með börnum sem eru 5 ára. Ég útskýrði leikinn mjög vel og ég ákváð a byrja á að láta þau hafa hlut. Ég var með lítil smádýr sem voru í sex litum og börnin voru 18 þannig að það voru þrír með eins lit. Við stóðum svo í einum hnapp og ég sagði svo fara í röð eftir litaröð, þá þessari venjulegu: gulur, rauður, grænn og blár, fjólublár og appelsínugulur. Þetta gekk svo ótrúlega vel og við prófuðum okkur áfram með sokkaliti, buxur, peysur, háralit, augnlit og svo að lokum starfróið. Það gekk líka mjög vel með aðstoð og þau skemmtu sér konunglega (Ingvar Sigurgeirsson 2005:21) Látið hlutina ganga... - snertileikir Gögn: Einn smáhlutur handa hverjum nemanda. Nemendur standa í hring annað hvort með bundið fyrir augu og snúa inn í hringinn eða með hendur fyrir aftan bak og snúa út úr 27

28 hringnum. Hver þeirra hefur smáhluti í hendi sér. Annað hvort hefur nemandinn valið smáhlutinn sjálfur eða kennarinn fengið hverjum nemanda einn hlut. Þegar merki er gefið láta nemendur hlutina ganga til vinstri og hægri eftir því sem ákveðið er í upphafi. Þeir þreifa stutta stund á hverjum hlut. Þegar hlutirnir hafa gengið heilan hring er þeim safnað saman. Nemendur fá ekki að sjá þá strax. Útfærsla: - Nemendur reyna allir í sameiningu að rifja upp og skrá alla hlutina nema sinn eigin og greina þá. - Nemendur skipta sér í hópa og hjálpast að við að rifja upp hlutina. - Nemendur gera lista yfir hlutina. Ég fór í þennan leik með börnum sem eru 5 ára. Við tókum húfurnar með okkur inn og vorum með þær niður fyrir augu. Síðan skoðuðu allir hlutina og ég faldi þá svo og við rifjuðum upp í sameiningu hvaða hlutir þetta voru. Þetta gekk mjög vel þá einn og einn hlutur hafi ekki rifjast upp og þau ekki munað eftir (Ingvar Sigurgeirsson 2005:15-16) Að skoða og muna - Skoðunarleikir Ýmsir smáhlutir eru lagðir á borð. Dúkur er breiddur yfir. Nemendur raða sér í kringum borðið. Kennari eða nemandi tekur dúkinn af stutta stund. Nemendur skoða hlutina stutta stund. Síðan er dúkurinn breiddur yfir aftur og n. reyna að rifja upp (skrifa hjá sér) hlutina. Hóp- eða einstaklingsvinna. Ég prófaði þennan leik með börnunum á deildinni minni sem eru 4 og 5 ára við sátum í hring og ég var með fyrst með 5 hluti, við skoðuðum alla hlutina og nefndum þá í sameiningu svo setti ég dúk yfir og þau lokuðu augunum og tók einn hlut með þegar ég tók dúkinn af, svo máttu þau opna augun og reyna að finna út hvaða hlut vantaði. Ég bætti svo við hlutum þegar þau voru búin að ná meiri tökum á leiknum. Þau höfðu mjög gaman af þessum leik og voru spennt að gera aftur og aftur (Ingvar Sigurgeirsson 2005:12) Að ganga eftir línu og á jafnvægisslá hreyfileikir Lína er mörkuð á gólf með krít eða límbandi. - Nemendur ganga eftir línunni og líkja t.d. eftir línudönsurum -... ganga eftir línunni með krosslagða fætur, fyrst áfram, síðan afturábak hægt / hratt -... berfættir/í sokkum / skóm, 28

29 -... með stórum / smáum skrefum, -... áfram / afturábak, -... með hluti (t.d. bækur, pappadiska, plastskálar, bolla o.fl.þ.h.) á höfðinu, -... horfa um leið í gegnum pappahólka ýmist með öðru eða báðum augum, -... með hluti (t.d. svamp) á handarbökum eða t.d. með prik eða skaft á fingri eða lófa, með bolta (kasta, grípa) eða blöðru (slá), með augu lokuð, yfir hindranir, (t.d. flöskur, kassa, dósir). Þegar nemendur hafa náð leikni í þessu er hægt að leyfa þeim að ganga á lágri jafnvægisslá. Skemmtilegt afbrigði er að leyfa þeim sjálfum að búa til alls konar þrautir af þessu tagi. Það mun ekki skorta hugmyndir! Þennan leik prófaði ég bæði með 4 ára og 5 ára börnum. Þau höfðu mjög gaman af honum og núna er þetta einn sá vinsælasti í salnum. Þau eru farin að prófa að búa til sínar hugmyndir og þær eru mjög skemmtilegar. 29

30 9 Námsspil og töfl Tegundir spila eru ótalmargar. Handspil og borðspil eru tveir flokkar spila og svo tegundir spila í hvorum flokkir ótalmargar. Þegar spilað er er yfirleitt setið við borð og stundum er spilað í liðum og stundum hver einstaklingur fyrir sig. Að spila reynir á einbeitingu, athygli og þolinmæði. Það lærist margt á meðan spilað er. Spil má nota til þess að kenna börnum ýmsa hluti eins og að lesa, skrifa, reikna, telja, hugtök, ríma, liti og fleira. 9.1 Lottó Í Lottó eru öll börnin með eitt eða fleiri spjöld. Á spjöldunum eru níu mismunandi myndir og eiga börnin að safna litlum spjöldum með eins myndum, þ.e. eitt lítið spjald fyrir hverja mynd á stóra spjaldinu. Umsjónarmaður sér um að draga spjöld. Sá sem er fyrstur að fylla út stóra spjaldið sitt vinnur spilið. Lottó er mjög gott spil til þess að efla málþroska, einnig æfa börnin einbeitingu og þolinmæði. Það eru til ótalmargar tegundir af Lottó og eru því mjög fjölbreyttar myndir sem hægt er að spila með, t.d. heimilislottó með ýmsum hlutum sem eru til á hverju heimili, dýralottó með ýmsum myndum af dýrum og hlutalottó sem er með myndum af ýmiskonar hlutum sem við notum í daglegu lífi. Ég hef oft spilað Lottó með börnum á leikskólanum og er þetta spil mjög vinsælt. Á meðan börnin eru að læra spilið þá er ég alltaf Lottóstjórinn, þ.e. ég dreg spjöldin og segi hver er með... Þegar börnin eru orðin vön að spila Lottó fá þau að skiptast á að draga spjald. Þá eru allir Lottóstjórar og þurfa að segja hvað er á spjöldunum sem þau draga. 9.2 Að læra að lesa Einu sinni var ég með strák í hóp sem var orðin fluglæs 5 ára og hin börnin höfðu mikinn áhuga á að læra að lesa og voru alltaf að skrifa stafi og finna stafi sem byrjuðu á einhverjum sérstökum stað og voru að reyna að stafa sig í gegn um orðin. Ég bjó til lítið minnisspil sem var þannig að jafna var 1 spil með mynd af mús og stafurinn M og 1 spil sem stóð á Mús. Þetta spil var mikið spilað og ýtti undir áhugann sem þau voru 30

31 komin með á lestri. Ef strákurinn sem var fluglæs var að spila með voru hinir búnir að segja honum áður en spilið hófst að hann mætti sko ekki lesa fyrir þau ;) 31

32 10 Tölvuleikir Það er til heill hellingur af tölvuleikjum og þeir eru því eðlilega mjög fjölbreyttir og misvandaðir og með misgóðan boðskap og tilgang. Ég ætla hér að fjalla um tölvuleiki sem eiga það sameiginlegt að vera á námsgagnastofnun og allir eiga þeir að vera til að auka þekkingu barna á ýmsum sviðum í námi þeirra Námsgagnastofnun Orðakistur Krillu Á þessari vefsíðu eru fjölbreyttir leikir. Allir ganga þeir út á að vinna með orð. Það er hægt að ríma og raða eftir starfrósröð ofl. Það er möguleiki að velja léttara of þyngra í hverjum þætti sem er mjög sniðugt Minnisleikur Minnisleikur með tvö þyngdarstig. Einfaldur og auðskiljanlegur leikur fyrir krakka á öllum aldri. Þjálfar bæði minni og hugtakaskilning, hringur, ferhyrningur o.s.frv Stafaleikir Bínu Þessi vefsíða er með leiki fyrir börn sem eru að byrja að læra að lesa, valið stendur um fjórar leiðir sem eru hver annari sniðugri. Skiptingin er orð, tenging, lestur og stafir Þríhyrningarnir Stærðfræðileikur sem gengur út á að raða tölum á réttan stað í þríhyrningnum til þess að fá sömu heildarsummu á öllum hliðum. 32

33 Ferhyrningarnir Gengur út á það sama og þríhyrningar nema þarna á að raða á ferhyrning og því er það aðeins erfiðara Þrír í röð Ég gat ekki opnað þennan leik, reyndi samt að sækja eitthvað sem virtist vanta en það gekk samt ekki Talnaferningurinn Þessi leikur gengur út að raða tölum inní ferninga sem eiga að mynda sömu summu í öllum línum, dálkum og hornalínum Lukkuhjólið Ég gat ekki opnað þennan leik, reyndi samt að sækja eitthvað sem virtist vanta en það gekk samt ekki. Mjög áhugaverðar og skemmtilegar síður. Þó fannst mér ferlega fúlt að komast ekki inná þrír í röð leikinn. Mér fannst orðakistur Krillu og stafaleikur Bínu skemmtilegastir. Þeir hafa það sameiginlegt að vera til að hjálpa börnum að læra að stafina og að lesa. Það er lesið inná þá báða sem er mjög gott að mínu mati. Einnig fá börnin hrós þegar þau hafa lokið við verkefni sem er mjög hvetjandi Álfur Mjög góð vefsíða með gagnvirkum leik um lífsleikni. Að mínu mati er þetta góður leikur til þess að nota með nokkrum börnum í einu. Það er hægt að hlusta á söguna um Álf og ræða hana. Síðan eru þarna leikir þar sem sett eru saman andlit með tilfinningum og það er gott að gera kannski nokkrir saman til þess að börnin fái tilfinningu fyrir hvernig hvert öðru 33

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson. Leikir sem kennsluaðferð

Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson. Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson. Leikir sem kennsluaðferð Guðbjörg Þórisdóttir Vor 2009 1 Efnisyfirlit Inngangur...3 1. Fræðilegt sjónarhorn...4

More information

Leikir sem kennsluaðferð

Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands- Menntavísindasvið Vorönn 2009 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Leikir sem kennsluaðferð -Námsmappa- Særós Rannveig Björnsdóttir Kt:180582-4019 Tinna Ósk Þorvaldsdóttir

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Leikir sem kennsluaðferð

Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands Leikskólabraut, fjarnám 8. misseri, vor 2009 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson og Ása Helga Ragnarsdóttir Leikir sem kennsluaðferð Jóhanna Fjóla Kristjánsdóttir Kt.

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Lokaverkefni til B.Ed. prófs Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar Daggrós Stefánsdóttir 170184-2469 Edda Rún Gunnarsdóttir 051184-3199 Kennaraháskóli

More information

Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt

Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt Katrín Ósk Ómarsdóttir og Kristjana Jóhannsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði?

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Kennaradeild Leikskólabraut 2006 Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Jóhanna Sigrún Jónsdóttir Svava

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Sara M. Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Þeir vilja ekki leika, bara tala

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Efnisyfirlit. 7HSöngur og tónlist... 22H88. 8HSkapandi leikir... 23H98. 9HSpilaleikir... 24H HPartíleikir... 25H HParísarleikir...

Efnisyfirlit. 7HSöngur og tónlist... 22H88. 8HSkapandi leikir... 23H98. 9HSpilaleikir... 24H HPartíleikir... 25H HParísarleikir... Leikum okkur! Efnisyfirlit Inngangur...4 Hópefli...5 Eltingaleikir/Hlaupaleikir...13 Keppnisleikir...43 Boltaleikir...50 Innileikir...68 Dans... 21H83 7HSöngur og tónlist... 22H88 8HSkapandi leikir...

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Leikur barna. Persónusköpun í hlutverkaleik. Elín Heiða Þorsteinsdóttir

Leikur barna. Persónusköpun í hlutverkaleik. Elín Heiða Þorsteinsdóttir Leikur barna Persónusköpun í hlutverkaleik Elín Heiða Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigríður Sturludóttir Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Lilja Rut Bech Hlynsdóttir og Tinna Arnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fleiri tungumál, fleiri möguleikar Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar um hvernig við sem leikskólakennarar getum unnið með tvítyngdum börnum í leikskóla Linda Marie

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Mér finnst það bara svo skemmtilegt

Mér finnst það bara svo skemmtilegt Jóhanna Einarsdóttir Mér finnst það bara svo skemmtilegt Þróunarverkefni í leikskólanum Hofi um þátttöku barna í mati á leikskólastarfi Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands 2005 Jóhanna Einarsdóttir,

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands Allir VINIR Forvarnir gegn einelti Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2 Efnisyfirlit Inngangur... 4 Fræðilegur bakgrunnur... 4 Undirstöður

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Kennsluverkefni um Eldheima

Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni tengt eldgosinu á Heimaey 1973 og Eldheimum með áherslu á útikennslu Jessý Friðbjarnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Kennsluverkefni um Eldheima

More information

Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsd og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið

More information

Færni til framtíðar. Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð. Sabína Steinunn Halldórsdóttir

Færni til framtíðar. Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð. Sabína Steinunn Halldórsdóttir Færni til framtíðar Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð Sabína Steinunn Halldórsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Færni til framtíðar

More information

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði Þróunarverkefnið Orð af orði, orðs ég leitaði Verkefni unnið í leikskólanum Reynisholti 2009-2012 Reykjavík 2012 Leikskólinn Reynisholt Gvendargeisla 13 113 Reykjavík Sími 517-5560 Netfang: reynisholt@reykjavík.is

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Dyslexía og tungumálanám

Dyslexía og tungumálanám Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Dyslexía og tungumálanám Guðrún Kristín Þórisdóttir Hjördís Jóna Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 1 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Dyslexía og tungumálanám

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014

Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014 Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014 Höfundar: Sverrir Óskarsson Arnar Bill Gunnarsson Guðmundur Brynjólfsson Ráðstefna í Philadelphiu í USA Ráðstefna amerísku þjálfarasamtakana, sem stóð

More information

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði?

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Niðurstöður samræmdra prófa hjá einum árgangi í 4., 7. og 10. bekk Sigríður Helga Ármannsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Er fylgni

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir Teikningar: Lára Garðarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Ingibjörg Valsdóttir Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2013

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2013 2013 Spock deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 16. mars 2013 Verkefni 11 Sort Margar forritunarkeppnir hafa dæmi þar sem keppendur eiga að raða lista af heiltölum. Þetta dæmi er aðeins öðruvísi,

More information

Útdráttur Efnisyfirlit Inngangur Hvers vegna varð þetta verkefni fyrir valinu? Framkvæmd...

Útdráttur Efnisyfirlit Inngangur Hvers vegna varð þetta verkefni fyrir valinu? Framkvæmd... Útdráttur Markmið þessa verkefnis er að sýna fram á hvernig hægt er að nota leiklist sem kennsluaðferð í lífsleikni út frá klípusögum. Notaðar voru sannar íslenskar klípusögur frá börnum á aldrinum 13-15

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Það hefur bara jákvæð áhrif á þau

Það hefur bara jákvæð áhrif á þau Það hefur bara jákvæð áhrif á þau Upplifun starfsmanna leikskóla á notkun K-PALS aðferða til að þjálfa byrjandi lestrarfærni hjá fimm og sex ára leikskólabörnum Kristín Helga Guðjónsdóttir Lokaverkefni

More information

Þjóðfélagið nú til dags einkennist af hraða, streitu og miklu áreiti. Foreldrar

Þjóðfélagið nú til dags einkennist af hraða, streitu og miklu áreiti. Foreldrar Efnisyfirlit Inngangur... 2 Meginmarkmið... 3 Hvað er jóga?... 3 Börn og jóga... 5 Áhöld og tónlist... 6 Jógastund fyrir 18 mánaða tveggja ára... 7 Jógastund fyrir tveggja fjögurra ára börn... 9 Jógastund

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information