Leikir sem kennsluaðferð

Size: px
Start display at page:

Download "Leikir sem kennsluaðferð"

Transcription

1 Háskóli Íslands Leikskólabraut, fjarnám 8. misseri, vor 2009 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson og Ása Helga Ragnarsdóttir Leikir sem kennsluaðferð Jóhanna Fjóla Kristjánsdóttir Kt

2 Efnisyfirlit: Inngangur Hluti:Fræðilegt sjónarhorn. Gildi leikja í uppeldi og menntun... 5 Hvað er leikur? Hvað einkennir það atferli sem við kennum við leiki?... 5 Hvaða þýðingu hafa leikir fyrir þroska?... 5 Hver er- eða ætti að vera hlutur leiks og leikja í uppeldis-og skólastarfi?... 5 Jill Englebright Fox:... 6 Francis Wardle:... 6 Hver er meginþýðing leiks og leikja að dómi höfunda? Hver er þín afstaða?... 7 The Promise of Play... 7 The Mother of Invention 1. kafli... 7 The Heart of the Matter 3. Kafli... 8 Mín skoðun:... 8 Dagbók: Hluti: Fræðilegt sjónarhorn. Flokkar og tegundir leikja... 8 Dagbók: Hluti: Leikjavefurinn Leikjabankinn Dagblaðakapphlaup Falinn steinn Að skoða í huganum Dagbók: Hluti: Nafna- og kynningarleikir - hópstyrkingarleikir / hópeflileikir Ég er frábær eins og ég er Nafnabolti Icebreakers: Dagbók: Hluti: Gamlir og góðir íslenskir leikir Gamlir leikir Hugmyndir af umræðuvefnum: Fuglafit París Dagbók: Hluti: Leikir sem kveikjur Getur þú hjálpað mér?

3 Ertu vakandi Björn frændi? Upplifðu náttúruna! Dagbók: hluti: Hugþroskaleikir Að ganga eftir línu og á jafnvægisslá Ýmis viðfangsefni Blindu mennirnir og fíllinn Hvaða hljóð er þetta? Hvað gæti þetta verið? Dagbók: hluti: Námsspil og flókin töfl Dagbók: hluti: Tölvuleikir Vefslóðir: Dagbók: hluti: Sönghreyfileikir Klapphringurinn: Dagbók: hluti: Gátur, þrautir og heilabrjótar hluti: Orðaleikir Að ríma orð Skip mitt kemur að landi Dagbók: Lokaorð: Heimildaskrá:

4 Inngangur Ég höfundur þessarar möppu, heiti Jóhanna Fjóla Kristjánsdóttir, er fjörutíu og átta ára gömul og bý austur á Fljótsdalshéraði. Ég vinn á leikskólanum Skógarseli Hallormsstað sem er í sameiginlegu húsnæði með Grunnskólanum Hallormsstað og ríkir þar mikil samvinna á milli. Sjálf er ég fædd og uppalin í sveit, yngst sex systkina. Það gerði það að verkum, að oft þurfti maður að vera sjálfum sér nógur og dunda við eitthvað til að hafa ofan af fyrir sér. En sem betur fer var mikið um að krakkar kæmu í sveit heim til okkar á sumrin sem mér fannst alveg frábært, því það gaf tilefni og færi til fjölbreyttra leikja. Ég var í Grunnskólanum á Hallormsstað, sem þá var heimavistarskóli, frá átta til fjórtán ára aldurs. Í heimavistarskólum þar sem börn eyða heilu sólarhringunum saman, gefst mikill tími til leikja og þannig var það líka á Hallormsstað. Minningarnar frá þessum árum einkennast af gleði og frelsistilfinningu og aldrei kom það fyrir að mann langaði ekki í skólann. Vináttusambönd frá þessum tíma hafa staðið tímans tönn og ég er ekki í nokkrum vafa um að stór þáttur þess eru þessar ljúfu minningar sem tengjast leikjum, velheppnaðri samveru og félagslegum tengslum. Þegar ég hugsa til baka þá man ég samt aldrei til þess að kennarar hafi tekið þátt í leikjum með okkur, fyrir utan einu sinni sem ungur kennari í námi tók þátt i fótboltaleik. Að það að ég skuli muna eftir þessu tilviki, sýnir hve sjaldgæft þetta var. Mín skoðun er sú að ef kennarar nýta sér ekki að miðla þekkingu og tengjast nemendum sínum í gegnum leik, þá eru þeir að missa af stórkostlegum tækifærum til þeirra hluta. Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta námsskeið eru m.a. viðhorf mín til þessara þátta. Námskeiðinu er skipt í 12 hluta og geri ég grein fyrir hverjum og einum þeirra, helstu verkefnum og vangaveltum mínum varðandi efnið hverju sinni. 4

5 1.Hluti:Fræðilegt sjónarhorn. Gildi leikja í uppeldi og menntun Fyrsta verkefnið okkar var að skoða eigin hugmyndir um eftirfarandi atriði: Hvað er leikur? Hvað einkennir það atferli sem við kennum við leiki? Leikur er skemmtilegur. Leikur getur orðið til hvar sem er og hvenær sem er. Það eru til margar tegundir af leik. Leikur er tákn um lífsgleði. Einn eða hundrað. Fjöldinn skiptir ekki máli. Það er alltaf hægt að búa til leik. Góður leikur getur haft þau áhrif að maður gleymi stund og stað og hverfi í algleymi inn í leikinn. Að leika sér saman er besta leiðin til að byggja upp vináttutengsl og samhug. Leikur er sjálfsprottinn. Í leik gegna boðskipti mikilvægu hlutverki þar sem þróun hans byggir á þeim. Hvaða þýðingu hafa leikir fyrir þroska? Ungviði sækir í að leika sér. Það er þeirra líffræðilega leið til þroska. Hreyfileikir styrkja þol og hreyfigetu. Í leik þróa börn og dýr færni til að takast á við umhverfið og daglegt líf. Hlutverkaleikur barna skapar þeim aðstæður til að prófa hluti sem þau gætu aldrei gert í alvörunni. Hver er- eða ætti að vera hlutur leiks og leikja í uppeldis-og skólastarfi? Eins og ég sagði áðan þá er börnum og öðru ungviði eðlislægt að leika sér. Það þýðir að í leik erum við að tala á þeirra tungumáli. Í leikskólanum sem ég vinn eru einkunnarorðin leikur og gleði. Við sem vinnum þar leitumst markvisst við að tengja saman leik og nám. Það þýðir ekki endilega að kennarinn sé alltaf að skipuleggja eitthvað flókið ferli, heldur ekki síður að skapa aðstæður sem hvetja til leiks, frumkvæðis og nýjunga. Mín skoðun er sú að þessi kennsluaðferð sé vannýtt, því hún býður upp á svo marga möguleika. 5

6 Jill Englebright Fox: Back-to-Basics: Play in Early Childhood Jill Englebright Fox (2002) leitast við að skilgreina leik í grein sinni Back-to-Basics: Play in early Childhood. Þar kemur m.a. fram að leikur sé mikilvægur þáttur í þróun vit-félags og hreyfiþroska, leið til að æfa hegðun án þess að hafa áhyggjur af afleiðingum hennar og hann sé jákvætt, sjálfsprottið, hvetjandi athæfi sem einstaklingurinn velur að framkvæma. Leikur gegnir miklu hlutverki í félagslegum samskiptum þar sem að börn æfa boðskipti, bæði munnleg og án orða. Í leik æfast börnin í að gera áætlanir fram í tímann. Piaget taldi að í leik væri barnið að æfa það sem það þegar kynni en Vygotsky hélt fram að því til viðbótar væri barnið að læra nýja hluti í gegnum leikinn. Fox telur þá báða hafa rétt fyrir sér, því athuganir á börnum í leik hafa sýnt að svo er. Í greininni er áréttað mikilvægi þess að fylgjast með þroska og líðan barna með því að skoða þau í leik. Börn skulu hafa aðgang að fjölbreyttum leiksvæðum bæði úti og inni, sem gefa þeim tækifæri á að leita lausna, örva sköpunarmátt og ímyndunarafl auk alhliða þroska andlega og líkamlega. Francis Wardle: Play as Curriculum Francis Wardle (2002) segir að það séu ríkjandi tvö mismunandi sjónarhorn á leik. Annars vegar sú sýn að leikur sé besta leiðin fyrir ung börn til að undirbúa sig fyrir lífið og þær áskoranir og verkefni sem þau mæta á þeirri leið. Hins vegar eru þeir sem telja að leikur sé sóðalegur, hávaðasamur og tilgangslaus tímaeyðsla. Í grein hennar er leikur skilgreindur sem frjálst val, sjálfsprottinn og ánægjulegt flæði. Hún segir að það sé ekki hægt að kaupa börn til að leika sér. Leikur sé sprottinn af innri hvöt og leikinn ánægjunnar vegna. Henni finnst hætta á því að leikurinn verði undir í samkeppni um tíma barnanna því það sé lögð svo mikil áhersla á skipulagt nám, auk þess sem tölvunotkun og sjónvarpsáhorf fari sífellt vaxandi. Foreldrar falla stundum í þá gryfju að ofvernda börn sín og við það missa þau af ýmsum þroskatækifærum í gegnum leik. Wardle leggur áherslu á sömu þætti og Fox varðandi leik sem meginþátt í uppvexti og þroska barna. Leikur byggir upp hreyfi-félagslag-og málþroska. Í gegnum leik prófa þau sig áfram með hluti, finna út hvað gengur upp og hvað ekki og þroska þannig ályktunarhæfni sína. Í hlutverkaleik æfa þau ný hlutverk, orð, samskipti og hegðun í öruggu umhverfi. Þegar 6

7 börn læra að fara eftir leikreglum, eru þau um leið að öðlast skilning á og æfa sig í að fara reglum samfélagsins. Hver er meginþýðing leiks og leikja að dómi höfunda? Hver er þín afstaða? Wardle og Fox leggja áherslu á að leikur sé undirbúningur fyrir lífið sjálft. Hann sé börnum nauðsynlegur til að geta tekið út eðlilegan þroska á hinum ýmsu sviðum. Í gegnum hann læri þau reglur, samskipti og aðra hagnýta þætti. Ég get ekki annað en verið algjörlega sammála þeim í þessum efnum. Barn sem ekki leikur sér er öllum fagaðilum áhyggjuefni. Barn sem ekki nær að tengjast jafnöldum sínum í gegnum leik, verður af mikilvægu þroskaferli. Að leika sér léttir lundina og allt verður auðveldara og skemmtilegra. Það á við alla aldurshópa. The Promise of Play Þetta er myndaflokkur sem fjallar um leik og uppeldislegt gildi hans út frá rannsóknum á hegðun bæði dýra og manna. Þættirnir eru bráðskemmtilegir og vel unnir. The Mother of Invention 1. kafli Ekki vanmeta gildi leiks. Það er erfitt að skilgreina leik en allir þekkja hann. Leikur er stór hluti af lífi okkar allra og skiptir okkur miklu máli. Í leik erum við lifandi. Að leika sér er okkur jafn náttúrulegt og að sofa og borða. Bæði menn og dýr leika sér, en eftir því sem heili lífverunnar er þróaðri, því flóknari leiki er hún fær um að fara í. Rannsóknir sýna að helstu taugatengingar heilans verða til á fyrstu þremur árum ævinnar og til að sú þróun fari eðlilega fram þarf leikur að eiga sér stað. Í gegnum leik eignast börn vini, öðlast félagsþroska, læra um gildi og reglur og örva alhliða þroska. Hlutverkaleikurinn er mjög mikilvægur því þó að hann sé í þykjó gerir hann sama gagn og alvöru. Eftir því sem börnin eru með meira ímyndunarafl, því færari eru þau í leik. Leikur gefur þeim tækifæri á að stjórna ótta sínum og breyta honum í spennu. Það er erfitt fyrir fullorðinn að kenna börnum leik, því þá verður leikurinn hans en ekki barnanna. 7

8 The Heart of the Matter 3. Kafli Leikur er uppspretta hamingju og góðrar heilsu. Hann snýst um að hafa gaman og eignast vini. En hann getur líka falið í sér að þekkja mörk sín og annarra. Það getur verið sárt að fá ekki að vera með og þegar að leikur snýst upp í andhverfu sína. Í Roof Top School skólanum er lögð mikil áhersla á leikinn. Það er lagt upp með það að börnin komist í beina snertingu við námsefnið og þau fá að gera ýmiskonar tilraunir og leiki í tengslum við námsefnið. Leikur gerir börnin jákvæðari gagnvart náminu og líka tilbúnari því að hann dregur úr streitu. Kennararnir kynda undir gleðinni með ýmiskonar sprelli og ná þannig mjög vel til barnanna(setja heimild). Mín skoðun: Það er sama hvar borið er niður. Allir þessir fræðimenn eru sannfærðir um gildi leiksins í uppeldi og þroskaferli barna. Það er mín reynsla og sjálfsagt flestra annarra sem hafa notað leikinn til að ná til barna að það sé besta leiðin til þess. Dagbók: Í þessari viku hefur svo sannarlega verið hamrað á mikilvægi leiks, enda ekkert grín. Myndirnar voru mjög skemmtilegar og fá mann til að taka sjálfan sig svolítið í naflaskoðun. Það vex enginn upp úr því að leika sér og það þarf maður að muna! Leikur gerir öllum gott og það mætti gera meira af því að innleiða hann á vinnustöðum landsins. Að vísu erum við sem vinnum á leikskólum svo heppin að vera í nánum tengslum við leik, en það vantar kannski þetta að leyfa sjálfum sér að fara inn í leikinn. 2.Hluti: Fræðilegt sjónarhorn. Flokkar og tegundir leikja Verkefni þessa hluta er að flokka leiki eftir út á hvað þeir ganga og hvernig þeir fara fram. Hefðbundin leikjaflokkun á námsskeiðum sem þessum er eftirfarandi: Venjulegir námsleikir Rökleikir og heilabrjótar Orða- og málþroskaleikir Leikræn tjáning og hlutverkaleikir Hreyfi- og skynjunarleikir Ýmsir hóp- og samvinnuleikir Námspil og hermileikir 8

9 Á Leikjavefnum- Leikjabankanum eru leikirnir flokkaðir á þennan hátt: Hreyfileikir og æfingar Ýmsir hópleikir Ýmsir námsleikir Orðaleikir Rökleikir Söng og hreyfileikir Námsspil Leikbrúður og leikræn tjáning Hreyfiþrautir Kynningarleikir Athyglis- og skynjunarleikir Spurningaleikir Hópstyrkingarleikir Hópskiptingarleikir Teikni og litaleikir Ratleikir Sögurleikir Hver á að ver ann Origami pappísbrot Raðþrautir Í greinunum eftir Jill E. Fox og Francis Wardle voru leikirnir flokkaðir svona: Fox (2008): Barnið tiltölulega óvirkt fylgist með öðrum börnum leika. Einstaklingsleikir. Samhliðaleikur: Einstaklingar deila jafnvel dóti en eru í sér leik. Samhliðaleikur: þar sem leikendur hafa samskipti sín á milli, en eru þó ekki að leika saman, né deila dóti. Samvinnuleikir: Leikirnir hafa markmið og reglur. Wardle (2008): Hreyfi-og líkamsleikir. Samskipta-og félagslegir leikir. Uppbyggilegir leikir. Regluleikir. Ímyndunarleikir: Mín flokkun á leikjum í dag myndi líklega vera einhvern veginn svona: Innileikir: Hlutverkaleikur. Spilaleikir. Söngur og dans. Orðaleikir. Útileikir: Hreyfileikir. Söngur.

10 Dagbók: Það kostaði mig algerlega nýtt hugsanamynstur að fara flokka leiki. En það gefur auga leið, ef nota á leiki á markvissan hátt sem kennsluaðferð þá þurfa þeir að vera vel skilgreindir. 3.Hluti: Leikjavefurinn Leikjabankinn. Leikjaval. Ég flakkaði um á Leikjavefnum og valdi mér eftirfarandi þrjá leiki: Dagblaðakapphlaup Flokkur: Hreyfileikir og æfingar. Markmið:Þjálfun grófhreyfinga. Gögn:Gömul dagblöð eða tímarit. Leiklýsing: Ákveða þarf í upphafi byrjunar- og lokareit eins og í hefðbundnu kapphlaupi. Hver keppandi fær í hendurnar 2 blöð af stærðinni A-4. Þegar merki hefur verið gefið fara allir af stað en mega einungis stíga niður á dagblöðin. Sá vinnur sem fyrstur kemst í mark. Ef einhver dettur eða stígur út af blaðinu þarf hann að byrja að nýju. Útfærsla: Hér gæti verið skemmtilegt að leikendur væru tveir og tveir saman. Það myndi krefjast heilmikillar samvinnu og tillitssemi. Ástæða fyrir vali: Þetta er mjög einfaldur leikur sem hentar vel fyrir leikskólabörn. Falinn steinn Flokkur: Söng-og hreyfileikir. Markmið: Þjálfa samvinnu og athygli. Aldur: Frá 5 ára Gögn:Steinn eða annar hlutur. Leiklýsing:Einn nemandi er valinn til að fara út úr kennslustofunni á meðan kennarinn felur stein í stofunni (ath. steinninn verður að sjást). Bekkurinn tekur vel eftir felustaðnum og þegar búið er að fela steininn er nemandanum fyrir utan hleypt inn. Hlutverk hans er svo að finna steininn með aðstoð bekkjarins. Bekkurinn syngur t.d. lagið Óskasteinar (sem er ungverskt þjóðlag) á meðan nemandinn leitar að steininum. Ef nemandinn nálgast steininn á bekkurinn að syngja sterkara, og svo veikara ef hann fjarlægist steininn. þannig þarf nemandinn að hlusta vel á

11 sönginn til þess að finna steininn. þegar hann hefur fundið steininn velur hann einhvern til þess að fara fram og leikurinn er endurtekinn. Lagið Óskasteinar er t.d. á geisladiskunum Íslandsklukkur og Litlu börnin leika sér. Útfærsla:Fela má hvaða hlut sem er og finna þá jafnvel eitthvert lag sem tengist þeim hlut. Dæmi: Fela litla brúðu og syngja: Mamma borgar. Fela nagla og syngja: Bátasmiðurinn. Heimild:Hugmyndin er fengin frá Þórunni Björnsdóttur tónmenntakennara í Kársnesskóla. Ástæða fyrir vali: Þetta er mjög einfaldur leikur sem hentar vel fyrir leikskólabörn og sameinar ýmsa þætti. Allir leikendur eru virkir og inn í leikinn fléttast heilmikil tónmennt. Að skoða í huganum Flokkur: Athyglis-og skynjunarleikir. Markmið: Þjálfa athygli og einbeitingu. Gögn:Engin. Leiklýsing:Nemendur loka augunum. Kennari ber fram spurningar, t.d.: o o Hvað eru margir... (t.d. gluggar í kennslustofunni)? Eru... (t.d. gluggar, dyr, skápar, skúffur) opnar/ir, lokaðar/ir? o Hvaða litur er á...? o o Hvað er á...(ákv. stað í kennslustofunni)? Hvernig er (t.d. ákv. nemandi klæddur)? o Hver situr við hliðina á...? o o o Hvað eru margir...(gluggar, myndir, dyr, borð...)? Hvernig er veðrið? O.s.frv. Nemendur svara hverri spurningu jafnóðum með augun lokuð. Síðan athuga þeir það sem um var spurt. Æskilegt er að nemendur reyni sjálfir að finna spurningar sem þessar og spyrji hvern annan. Hópvinna. 11

12 Ástæða fyrir vali: Skemmtilegur leikur þar sem leikendur þurfa að kalla meðvitað fram upplýsingar úr minni sínu. Hefur góð áhrif á heilastarfsemi og tengingu taugabrautal Heimild:Hugmyndin er fengin úr bókinni Thinking Goes to School eftir Hans G. Furth og Harry Wachs (New York: Oxford University Press, 1974) Dagbók: Þetta framtak er snilld! Það er gaman að sjá hvað samvinna getur áorkað miklu. Mikið er ég sammála líkingunni með leiki og skrýtlur. Það er alveg rétt að maður man ekki nema nokkra leiki í einu og fellur svo oft í það far að vera alltaf í sömu leikjunum. Þessvegna er frábært að hafa aðgang að leikjasafni eins og þessu. 4.Hluti: Nafna- og kynningarleikir - hópstyrkingarleikir / hópeflileikir Fyrri leikurinn er af Leikjavefinum og sá síðari úr hópeflisleikjahefti Helga Grímssonar. Ég er frábær eins og ég er Flokkur: Kynningarleikir Markmið leiks: Kynnast öðrum í hópnum Gögn: Stólar Aldursmörk: Frá 5 ára Leiklýsing: Þátttakendur sitja í hring. Hver og einn á að hugsa um eitt atriði sem er einstakt við sig. Einn byrjar og segir frá því hvað þetta er. Ef það sem hann nefnir á við fleiri standa þeir upp og setjast á hann. Sá sem byrjaði verður nú að láta sér detta í hug eitthvert annað atriði sem er sérstakt við hann í von um að það eigi ekki við hina. Takist honum það losnar hann við þá sem settust á hann og sá næsti fær að reyna. Þetta er kjörinn kynningarleikur þar sem þátttakendur fræðast hver um annan og kynnast oft óvæntum hliðum hinna. Ástæða fyrir vali: Ég sé fyrir mér mikið fjör og skemmtilegheit þegar farið er í þennan leik. Hann kallar bæði á sjálfsskoðun og það að kynnast öðrum. 12

13 Nafnabolti Flokkur: Kynningarleikir Rými: Inni eða úti Áhöld: 1 3 boltar Aldur: Allir aldurshópar Hópastærð: 6 30 Þátttakendur standa í hring. Leiðbeinandi byrjar og lætur boltann ganga til næsta manns um leið og hann segir nafnið á sjálfum sér. Þegar boltinn er búinn að fara allan hringinn hendir stjórnandinn boltanum til eins í hópnum segir um leið nafnið sitt og nafn þess sem á að fá boltann: Guðrún til Gumma. Gummi hendir þá boltanum til einhvers annars í hópnum þar til allir hafa fengið boltann. Þá fær hópurinn þau skilaboð að henda boltanum í öfuga röð þannig að stjórandinn fái síðastur boltann. Eftir aðra umferð er hægt að bæta við öðrum bolta. Næst er tekinn tíminn á hópnum með einn bolta hvað hann getur látið boltann ganga hratt fram og til baka. Þá er hægt að biðja hópinn að setja sér markmið um tíma. Þá er hægt að spyrja hópinn um nýjar leiðir til þess að láta hann ganga sem hraðast milli allra. (setja sér markmið, prófa nýjar lausnir) (Helgi Grímsson [án árs]. Ástæða fyrir vali: Að mínu mati góð leið til þess að læra nöfn. Góð æfing að grípa. Örugglega mjög skemmtilegt þegar að boltinn fer að ganga hratt á milli, skapar hlátur og fólk slakar á. Icebreakers: Ég gúglaði leitarorðið icebreakers og fékk mikið magn af niðurstöðum. Þar á meðal var þessi slóð með nokkrum skemmtilegum kynningarleikjum. INTRODUCE MYSELF. Participants introduce themselves and tell why they are there. Variations: Participants tell where they first heard about the class, how they became interested in the subject, their occupations, home town, favorite television program, or the best book they have read in the last year. INTRODUCE ANOTHER. Divide the class into pairs. Each person talks about him/herself to the other, sometimes with specific instructions to share a certain piece of information. For example, "The one thing I am particularly proud of is..." After five minutes, the participants introduce the 13

14 other person to the rest of the class. CHARACTER DESCRIPTIONS. Have students write down one or two adjectives describing themselves. Put these on a stick-on badge. Have class members find someone with similar or opposite adjectives and talk for five minutes with the other person. I'VE DONE SOMETHING YOU HAVEN'T DONE. Have each person introduce themselves and then state something they have done that they think no one else in the class has done. If someone else has also done it, the student must state something else until he/she finds something that no one else has done. FIND SOMEONE. Each person writes on a blank index card one to three statements, such as favorite color, interest, hobby, or vacations. Pass out cards so everyone gets someone else's card. Have that person find the person with their card and introduce themselves. FAMOUS PERSON. People write a famous name on a piece of paper and pin it on someone else's back. Person tries to guess what name is pinned on his/her by asking others around the room yes or no questions. Variation: Use famous place instead of famous person. MY NAME. People introduce themselves and tell what they know about why they have their name (their mother wanted to name me after her great aunt Helen who once climbed Pike's Peak in high heels, etc.). It could be the first, middle or nickname. HOW DO YOU FEEL? Ask the students to write down words or phrases that describe their feelings on the first day of class. List the responses on the blackboard. Then ask them to write down what they think you as the teacher are feeling this first day of class. List them on the blackboard in a second column and note the parallels. Briefly comment on your feelings and then discuss the joint student/teacher responsibilities for learning in the course. COMMON GROUND. This works best for small groups or for each small group sitting together as a team (4-6 learners). Give the group a specific time (perhaps 5 minutes) to write a list of everything they all have in common. Tell them to avoid the obvious ("we're all taking this course"). When time is up, ask each group how many items they have listed. For fun, ask them to announce some of the most interesting items. ME TOO. This also works best for small groups or foe each small group sitting together as a team (4-6 learners). Everyone in the group gest 10 pennies/toothpicks/scrap of papers, etc. The first student states something he/she has done (e.g. water skiing). Everyone else who has done the same thing admits it and puts one penny in the middle of the table. Then the second person states something (e.g. I have eaten frogs' legs). Everyone who has done it puts another penny in the center. Continue until someone has run out of pennies. Dagbók: Þetta er svið sem ég hef lítið kynnt mér og sjaldan tekið þátt í kynningarleikjum sem þessum. En það er greinilegt að þessi aðferð býður upp á marga möguleika og frábært að byrja á því að hrista saman hóp á þennan hátt. Heftið hans Helga Grímssonar virðist vera mjög aðgengilegt og innihalda marga góða leiki. 14

15 5.Hluti: Gamlir og góðir íslenskir leikir Gamlir leikir Að kenna börnum nútímans gamla leiki, er mikilvægur þáttur í að viðhalda menningu liðinna tíma. Margir þessara leikja eru stórskemmtilegir og með heilmikið uppeldislegt gildi. Í sveitinni lékum við okkur mikið í frjálsum leikjum og áttum bæði hornabú og gullabú þar sem við gátum unað okkur tímunum saman og gleymt bæði stund og stað. Í báðum þeim tilvikum vorum við að færa inn í leik okkar aðstæður sem við þekktum og útfæra að eigin vild. Það tel ég að eigi fullkomlega við skilgreiningu Vygotsky, sem sagði að í leik væri barnið höfðinu hærri. Vinsælustu regluleikirnir í skólanum voru Hollí hú!, Að skjóta gæsir, Kíló, Yfir!, boðhlaup og teyjutvist, það síðastnefnda a.m.k. hjá okkur stelpunum. Við gátum líka endalaust verið í lögg og bófa og það hafði í för með sér þvílíkt mikla hreyfingu, spennu og skemmtun. Hugmyndir af umræðuvefnum: Í umræðunum komu fram margar skemmtilegar leikjahugmyndir og hér á eftir má finna nokkrar þeirra: Að stökkva yfir sauðalegg (Dagný Elísdóttir) Leggur er lagður á gólf. Sá sem ætlar að stökkva yfir hann tekur með höndunum undir tærnar á sér og reynir síðan að stökkva jafnfætis yfir legginn. Þetta er ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Að reisa horgemling (Dagný Elísdóttir) Setjist flötum beinum á gólfið. Takið síðan með hægri hendi undir hægra hné og um eyrnasnepilinn á hægra eyra. Með vinstri hendi á að halda í buxnastrenginn að aftanverðu. Standið síðan upp í þessum stellingum. Kýló (Sara Hauksdóttir) Þátttakendum er skipt í tvö lið. Kastað er upp krónu um það hvort liðið byrji inni.völlurinn er á stærð við fótboltavöll og eru fjórir pottar teiknaðir í hornin og einn fyrir miðju.. Einn úr 15

16 útiliðinu er pottamaður og er staðsettur við miðjupottinn. Síðan myndar inniliðið röð út frá miðjupottinum. Fremsti maður kýlir eins fast og hann getur í bolta með höndunum. Ef einhver úr hinu liðinu grípur boltann er sá sem kýldi úr leik (í bili). Slái sá sem kýlir vindhögg (þ.e.hittir ekki boltann) má hann reyna einu sinni í viðbót en fer þá aftast í röðina ef honum hefur ekki tekist að hitta boltann. Um leið og boltinn hefur verið kýldur hleypur sá sem kýldi í fyrsta pottinn sem er afmarkaða hornið beint á móti honum (1.pottur). Ef hann hefur kýlt langt kemst hann ef til vill í 2. eða 3. pott eða jafnvel alla leið heim aftur. Útiliðið á að ná boltanum, kasta honum til pottamannsins sem síðan á að kasta boltanum í miðpottinn og grípa hann aftur. Boltinn verður að snerta pottinn. Ef sá sem er að hlaupa er staddur á milli potta er hann úr leik tímabundið þegar boltinn snertir heimapottinn. Þess vegna þarf hlauparinn að fylgjast með hvar boltinn er staddur og stoppa þá í öruggum potti. Þannig kýla allir í inniliðinu boltann og hlaupa hringinn. Þegar einhver hefur náð að hlaupa allan hringinn vinnur liðið sér inn eitt stig. Komist einhver allan hringinn í einu kasti vinnur liðið sé inn fimm stig. Eftir ákveðinn tíma skipta liðin um hlutverk. Fallin spýta (Sara Hauksdóttir) Leikurinn fer þannig fram að einn úr hópnum er valinn til að bíða hjá spýtu sem er stillt upp við vegg eða staur. Hann byrjar á því að telja upp að fimmtíu. Allir aðrir þátttakendur hlaupa í burtu og fela sig. Markmiðið er að finna alla sem földu sig. Ef hann sér einhvern, hleypur hann að spýtunni og kallar: Fallin spýta fyrir Siggu/ Jóni, og er þá viðkomandi úr leik. Þeir sem földu sig reyna aftur á móti að komast að spýtunni á undan þeim sem leitar og ef einhverjum tekst það kastar hann spýtunni upp í loftið og kallar: Fallin spýta fyrir öllum og með því frelsar hann alla. Yfir (Sara Hauksdóttir) Þátttakendum er skipt í tvö lið og liðin raða sé upp sitthvoru megin við húsvegg eða bílskúr. Liðin mega ekki sjá hvort annað. Annað liðið byrjar og kastar boltanum yfir. Ef boltinn hittir liðsmann í hinu liðinu verður sá hinn sami að fara yfir í hitt liðið. Ef einhver grípur má allt liðið læðast fyrir hornið og reyna síðan að klukka félaga úr hinu liðinu. Liðið verður að hlaupa heilan hring þar til það er öruggt. Ef liðið sem greip boltann nær að klukka félaga úr hinu liðinu verða þeir að fara yfir í hitt liðið. Það lið vinnur sem nær að fá alla félagana í sitt lið. 16

17 Stórfiskaleikur (Sara Hauksdóttir) Eitt barn byrjar sem stórfiskur að standa í miðju svæðisins og klappar saman höndunum. Hin börnin verða þá að hlaupa yfir völlinn og reyna að komastyfir án þess að stórfiskurinn nái þeim. Þau börn sem stórfiskurinn nær hjálpa honum svo að elta. Leikurinn endar svo þegar að búið er að ná öllum börnunum. Að verpa eggjum(sara Hauksdóttir) Þátttakendur standa í röð fyrir framan háan og sléttan flöt, t.d. húsvegg. Sá fyrsti byrjar að kasta boltanum í vegginn. Sá sem kastaði verður að ná að klappa einu sinni áður en boltinn skellur í jörðina og hoppa yfir hann. Síðan fer hann aftast í röðina. Þegar röðin kemur að honum aftur á hann að ná að klappa tvisvar o.s.fr. Einnig eykur það spennuna að reyna að kasta eins hátt og maður getur og ná samt að hoppa yfir. Hlaupa í skarðið (Sara Hauksdóttir) Allir mynda hring. Einn þátttakandi er fenginn til að byrja fyrir utan hringinn, hann hleypur af stað réttsælis og klukkar einhvern í bakið. Sá hinn sami hleypur í gagnstæða átt og síðan er kapphlaup um hvor er á undan í skarðið. Sá sem er á eftir klukkar síðan í næsta o.s.frv. Þeir sem eru búnir að hlaupa snúa bökum inn í hringinn þannig að þeir verði ekki klukkaðir aftur. Fuglafit Ég og bróðir minn vorum líka hreinustu snillingar í fuglafit. Við áttum safn að fuglafitsböndum sem voru misofarlega í virðingastiganum. Af því að sum gripin áttu til að flækja böndin, þá var bannað að taka þau með uppáhaldsböndunum. Þessi leikur byggði á heilmikilli einbeitingu og að hugsa fram í tímann, því að sum gripin leiddu í blindgötu á meðan að önnur grip opnuðu fleiri möguleika. Þegar ég fór að rifja þetta upp, uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar að minni mínu hefur hrakað stórlega. Eina fuglafitin sem ég gat munað hvað héti var fiskurinn, enda ekki iðkað þessa list í næstum fjóra áratugi. Ég stökk að stað, útbjó mér band í fuglafitina og bað 17 ára dóttur mína um aðstoð. Það kom mér ánægjulega á óvart að hún kannaðist við leikinn síðan í tíunda bekk á Egilsstöðum, en þá hafði víst verið æði fyrir fuglafit á tímabili. 17

18 Við misstum okkur í langan tíma í fuglafitina og eftir því sem fleiri mynstur litu dagsins ljós, rifjaðist upp fyrir mér heiti eins og spegill, flugvél og karfa. Ég er ákveðin í að halda áfram að rifja þetta upp og ætla að leita upplýsinga hjá mér minnisbetra fólki. Ég flakkaði um á netinu og skoðaði nokkrar myndir af fuglafit sem margar hverjar ég kannaðist alls ekki við. Það væri mjög gaman að læra ný mynstur og mér finnst mjög spennandi að tengja fuglafit og sögur. París Þetta er leikur sem ég lék sjaldan sem barn. Ekki veit ég af hverju. Kannski vegna þess að það voru engar stéttar í sveitinni. Engu að síður lékum við stundum þennan leik í skólanum, en hann var ekkert sérstaklega vinsæll. Mér finnst sniðugt að nota parís sem námsleik. Í umræðunum komu ábendingar með að tengja stærðfræði við leikinn með því að hafa dæmi í reitunum sem börnin eiga að reikna áður en þau halda áfram. Önnur hugmynd var að leyfa börnunum að teikna myndir inn í reitina og verkefnið væri að segja frá því sem er á þeim fyrir næsta hopp. Svo komu tillögur um verkefni eins og: Útskýra hugtök, snúa orðum yfir á annað tungumál og hafa fyrirfram ákveðin verkefni í hverjum reit. Mér dettur í hug sem verkefni fyrir börn á leikskólaaldri að þau gætu sungið visst lag í hverjum reit, nefnt nöfn fjölskyldunnar t.d. einn reiturinn væri fyrir pabbann, annar fyrir mömmuna, svo fyrir afa og ömmur, systkini og jafnvel frænkur og frændur. Það mætti líka merkja reitina með litum og í hverjum reit þyrfti barnið að nefna þrjá hluti sem væru þannig á litinn. Möguleikarnir eru ótalmargir og auðvelt að aðlaga þá nemendum hverju sinni. Dagbók: Það var skemmtilegt að rifja upp leikina síðan á skólaárunum. Það veitir mér enn meiri staðfestingu á þeirri vellíðan sem börn upplifa í góðum leik. 18

19 6.Hluti: Leikir sem kveikjur Leikir eru góð kennsluaðferð sem geta hjálpað nemendum að þroska með sér hópkennd og samskiptahæfni. Þeir efla samkennd og þjálfa nemendur í að vinna saman og treysta hver öðrum. Líkt og leikferli eru leikir byggðir upp á reglum sem nemendur þurfa að læra. Leikir hafa oft táknræna merkingu og því er auðvelt að tengja þá námsefninu hverju sinni. (Ingvar Sigurgeirsson [b] 2009). Á undanförnum árum hefur fjöldi útlendinga hér á landi aukist og þar með barnafjölskyldna með annað móðurmál en íslensku. Eftirfarandi leik samdi ég sem kveikju að umræðum um hve mikilvægt það er að hafa málið til að gera sig skiljanlegan og til að reyna að fá börnin til að setja sig í spor barna af öðru þjóðerni sem hafa ekki náð tökum á íslenskunni og eiga erfitt með að gera sig skiljanleg. Getur þú hjálpað mér? Aldur: Frá sex ára. Markmið: Að geta sett sig í spor annarra. Fjöldi. 3 + Lýsing: Kennarinn er búinn að undirbúa sig með að skrifa verkefnalýsingar á nokkur spjöld. Eitt barn er valið fer með honum fram og dregur sér spjald. Á spjaldinu getur t.d. staðið eitthvað á þessa leið: Ég er búin að týna mömmu minni og rata ekki heim. Getið þið hjálpað mér? Ég þarf að pissa! Hvar er klósettið? Get ég fengið vatn að drekka? Hvað er klukkan? Viltu syngja fyrir mig? Hefur þú séð úlpuna mína? Þegar barnið hefur fengið fyrirmælin á það að fara inn aftur og reyna að gera sig skiljanlegt án þess að tala íslensku. Það má nota allavega bendingar, látbragð og bullumál (húbla habla dúbla og svo frv.). Hin börnin reyna svo að geta upp á hvað því vantar. Kennarinn gefur vísbendingar eftir því sem við á ef á þarf að halda. Þegar einhver hefur getið upp á því rétta er skipt um leikanda. 19

20 Ertu vakandi Björn frændi? Markmið: Þjálfa þol, snerpu og athygli. Leikurinn: Eitt barn byrjar sem Björn frændi skógarbjörn sem krýpur á fjórum fótum og hrýtur í gagnstæðu horni við börnin. Börnin læðast yfir og þegar þau eru að nálgast Björn frænda kalla þau öll í kór: Ertu vakandi Björn frændi og enn þá hærra, ertu vakandi Björn frændi. Allt í einu vaknar Björn frændi og stekkur á fætur og eltir börnin, þau reyna að flýja heim á upphafsstað. Þau sem nást skipta um hlutverk og hjálpa Birni frænda(anna Kristín Sveinsdóttir og Helga Sigríður Eiríksdóttir 2005:32). Þessi leikur getur verið kveikja til þess að ræða um samskipti, kurteisi og tillitssemi. Spurningar eins og: Af hverju reyndi Björn frændi að ná krökkunum? Var hann reiður? Af hverju var hann reiður? Af hverju voru krakkarnir að vekja hann? O.s.frv. Upplifðu náttúruna! Viðfangsefni: Náttúruupplifun, sjálfsþekking. Aldur: Yngsta stig, miðstig, unglingastig. Árstími: Allir. Tími: 1 kennslustund. Markmið: Að nemendur: -upplifi kyrrð og ró úti í náttúrunni og sjálfan sig sem hlut af henni. -greini manngerð hljóð frá náttúrulegum hljóðum greini öðrum frá upplifun sinni -hlusti á aðra lýsa upplifunum sínum Stutt lýsing: Nemendur setjast eða liggja og loka augunum í 1 mínútu. Þeir einbeita sér að því sem þeir heyra. Nemendur greina hljóðin með aðstoð kennara. Nemendur endurtaka leikinn og loka augunum í 1 mínútu. Nemendur einbeita sér við að greina lykt í umhverfi sínu. Að þessu loknu lýsa nemendur upplifun sinni fyrir samnemendum sínum. 20

21 Kennslugögn: Upplýsingabæklingur. Framkvæmd: Kveikja: Kennari biður nemendur um að hafa hljótt og leggja við hlustir. Hvað heyra nemendur? Eftir að nemendur hafa svarað spyr kennari hvort þeir haldi sig heyra meira ef þeir loki augunum. Á vettvangi: Kennari biður nemendur að leggjast niður eða sitja og loka augunum. Nemendur eru beðnir um að hafa hljóð í eina mínútu. Kennari tekur tímann. Nemendur fá fyrirmæli um að hlusta á hljóðin í umhverfinu. Eftir að mínútunni er lokið spyr kennari nemendur hvaða hljóð þeir hafi heyrt. Eftirfarandi umræðuefni eru tilvalin til að ná markmiðum verkefnisins: Hvaða hljóð eru manngerð? Hvernig hljóð eru þetta? Úr hvaða átt koma þau? Hvaða hljóð eru náttúruleg? Hvaðan og frá hverjum koma þau? Líklegt er að nokkuð beri á manngerðum hljóðum. Handan við vatnið er mikil uppbygging í gangi, þá helst í nýju hverfi Norðlingaholts. Þá er Suðurlandsvegurinn ekki langt frá. Á þessu svæði skiptast náttúruleg hljóð upp í fuglasöng (skógarþrestir, heiðlóur, hrossagaukar, stokkendur og hrafnar áberandi) og vind, golu og regnhljóð. Vatnið gárar einnig við bakka sína og hægt er að heyra ýmislegt ef að maður leggur við hlustir. Að umræðum loknum eru nemendur beðnir um að endurtaka leikinn en einbeita sér að lykt í þetta skiptið. Kennari tekur tíma í 1 mínútu. Tilvalið er að hvetja nemendur til að þreifa á á grasi eða greinum í kringum sig á meðan þeir loka augunum. Eftirfarandi umræðuefni eru tilvalin til að ná markmiðum verkefnisins: 21

22 Hvaða lykt funduð þið? Hvaðan kemur hún? Hafið þið fundið hana áður? Eftir að umræðurnar hafa farið fram er gaman að endurtaka leikinn enn einu sinni og einbeita sér að því að hlusta, lykta og verða einn af umhverfinu. Eftir að nemendur opna augun eru þeir beðnir um að deila upplifun sinni með samnemendum sínum. Eftirfarandi umræðuefni eru tilvalin til að ná markmiðum verkefnisins: Hvað sástu? Hvernig leið þér? Úrvinnsla og ígrundun: Samantekt á umræðum í lokin er gagnleg. Mælt er með því að nemendur séu spurðir hvort þeir upplifi umhverfið á annan hátt með lokuð augu. Þessi leikur er fenginn á vefsíðu Náttúruskóla Reykjavíkur [án árs]. Það er hægt að slá margar flugur í einu höggi með því að sameina útiveru, vettvangsferðir og leiki og gefur færi á ýmsum kveikum. Dagbók: Það er gott að samstilla orku barnanna og fá þau til að beina athyglinni að því viðfangsefni sem fyrir liggur. Ef tekst að ná þeim heilshugar í leik er eftirleikurinn auðveldur. Í þessum efnum skiptir hugmyndaflug kennarans miklu máli og hve vel hann nær að tengja námsefnið við leikinn og öfugt. 7. hluti: Hugþroskaleikir Hans Furth og Harry Wachs þróuðu leiki, byggða á kenningum Piaget s, sem eiga það semeiginlegt að vera ögrandi fyrir hugann og gáfu þá út í bókinni Thinking goes to school: Piaget's theory in practic. Ingvar Sigurgeirsson tók saman nokkra leiki úr þeirri bók auk fleiri leikja í sama anda og gaf hefti sem kallast Hugþroskaleikir. (Ingvar Sigurgeirsson [a] 2005). 22

23 Piaget lagði áherslu á að námsefni og fræðsla hæfðu þroskastigi barna og væru hæfilega krefjandi til að koma að stað ferli samlögunar og aðlögunar. Þetta ferli væri hægt að styðja með opnum spurningum. Börn ættu að hafa stjórn á eigin námi námi sem byggðist á því að finna út úr hlutunum og byggja upp nýja þekkingu sér til handa. Það krefðist opinna athafna (Pound 2005:38). Kenningar Piaget s hafa sætt gagnrýni annarra fræðimanna og t.d. hefur Birgitta K. Olofsson viðrað þá skoðun sína að helstu áhrif Piaget s á leik í forskóla, séu þau að nám, tilraunir og sýsl við þroskaleikföng og rökleikir séu talin mikilvægari en þykjustuleikur. (Valborg Sigurðardóttir 1991:58-59). Markmið hugþroskaleikja eru m.a. að: stuðla að samhæfingu hreyfingar og skynjunar auka næmi nemenda með því að þjálfa þá til að skynja umhverfi sitt með því að snerta, hlusta og skoða af athygli örva hugmyndaflug nemenda og stuðla þannig að sveigjanleika í hugsun þjálfa nemendur í samvinnu þjálfa nemendur í að glíma við rökleg viðfangsefni, s.s. að flokka, raða hlutum og fyrirbærum og að sjá hluti frá ólíkum sjónarhornum(ingvar Sigurgeirsson [a] 2005:6). Furth skiptir í bók sinni hugþroskaleikjum í átta flokka. Þessir flokkar eru: 1. Hreyfileikir (General Movement Thinking) 2. Fínhreyfileikir (Discriminative Movement Thinking) 3. Skoðunarleikir (Visual Thinking Games) 4. Hlustunarleikir (Auditory Thinking Games) 5. Snertileikir (Hand Thinking Games) 6. Ritleikir (Graphic Thinking Games) 7. Rökþroskaleikir (Logical Thinking Games) 8. Félagsleikir (Social Thinking Games) (Ingvar Sigurgeirsson [a], 2005:7). Mér finnast margir þessara leikja frábærir og einstaklega hentugir til að aðlaga hinum ýmsu aðstæðum í leikskólastarfi. Suma þeirra hef ég verið að nota reglubundið í starfi. 23

24 Að ganga eftir línu og á jafnvægisslá (hreyfileikur). Lína er mörkuð á gólf með krít eða límbandi. - Nemendur ganga eftir línunni og líkja t.d. eftir línudönsurum -... ganga eftir línunni með krosslagða fætur, fyrst áfram, síðan afturábak hægt / hratt -... berfættir/í sokkum / skóm, -... með stórum / smáum skrefum, -... áfram / afturábak, -... með hluti (t.d. bækur, pappadiska, plastskálar, bolla o.fl.þ.h.) á höfðinu, -... horfa um leið í gegnum pappahólka ýmist með öðru eða báðum augum, -... með hluti (t.d. svamp) á handarbökum eða t.d. með prik eða skaft á fingri eða lófa, með bolta (kasta, grípa) eða blöðru (slá), með augu lokuð, yfir hindranir, (t.d. flöskur, kassa, dósir). Þegar nemendur hafa náð leikni í þessu er hægt að leyfa þeim að ganga á lágri afnvægisslá. Skemmtilegt afbrigði er að leyfa þeim sjálfum að búa til alls konar þrautir af þessu tagi. Það mun ekki skorta hugmyndir! (Ingvar Sigurgeirsson [a] 2005:7). Mín útfærsla: Að ganga með baunapoka á höfðinu í hinum ýmsu aðstæðum s.s. að dansa er ein útfærsla af þessum leik. Þrautakóngur þar sem að þátttakendur þurfa að ganga á línu, aftur á bak og svo frv. er líka góð umgjörð fyrir þennan leik. Ýmis viðfangsefni (skoðunarleikir). a. Nemendur skoða og leita að myndum í blekklessum, á steinum, í rekavið eða öðrum við (skoðið t.d. borðplöturnar á skólaborðunum í skólastofunni). b. Nemendur skoða lófana hver á öðrum og bera þá saman. c. Nemendur leita að prentvillum í dagblöðum eða bókum. Hver getur fundið flestar? d. Nemendur skoða myndir (glærur, skyggnur, myndir úr bókum sýndar í veggsjá) og íhuga þær með þessar spurningar í huga: - Eftir hverju takið þið? - Hvað dettur ykkur í hug? 24

25 - Hvað er þetta? - - Hver er þetta? - Hvað er að gerast? - Hvað var að gerast? - Hvað gerist næst? - Hvað finnst ykkur að þessi sé að segja/gera/hugsa? - Hvernig haldið þið að þessum líði? - Minnir þetta ykkur á eitthvað annað? - Hvað finnst ykkur? (Ingvar Sigurgeirsson [a] 2005:13). Mín útfærsla: Að nýta fjölbreytileika náttúrunnar til þess að draga athygli nemenda að einstaka hlutum. T.d. að liggja á bakinu út í náttúrunni, horfa á skýin og reyna að sjá út úr þeim myndir. Það má líka sjá margar myndir í klettum og fjöllum, greinarbútum og laufum sem eru að skipta yfir í haustlitina. Blindu mennirnir og fíllinn (snertileikir). Þessi leikur hef ég trú að að sé mjög skemmtilegur. Ég hef heyrt þessa sögu en aldrei kveikt á að nota hana í leikskólastarfinu en mun gera það síðar án efa. 1. Kennarinn segir nemendum eftirfarandi sögu: Einu sinni gengu þrír blindir menn fram á fíl. Þeir höfðu aldrei áður komist í tæri við þá skepnu og voru því afar forvitnir. Þeir þreifuðu einn í einu á fílnum til að komast að raun um hvernig hann liti út. Sá fyrsti sagði: Fíllinn er langur og mjór eins og reipi. Nei, sagði annar, Hann er hár, hrjúfur og breiður eins og veggur. Ykkur skjátlast báðum hrapallega, sagði sá þriðji, Fíllinn líkist mest feitri slöngu. 25

26 Þessi saga er raunar til í ýmsum myndum en hún mun vera indversk að uppruna. Í sumum gerðum eru blindu mennirnir fleiri. Til er skemmtilegt kvæði á ensku (The Blind Men and the Elephant eftir John Godfrey Saxe, ) sem auðvelt er að finna á Netinu. 2. Umræður: Hvaða hluta fílsins snerti hver hinna blindu manna? Hvað hefðu blindu mennirnir sagt ef þeir hefðu þreifað á t.d. skögultönnum, eyrum eða fótum fílsins? Hvað getum við lært af þessu? 3. Í framhaldi af þessum umræðum leggur kennarinn þetta viðfangsefni fyrir nemendur: Bundið er fyrir augun á tveimur eða þremur nemendum ( blindum mönnum ). Blindu mennirnir þreifa á hlut, sem færður er inn í kennslustofuna eftir að bundið hefur verið fyrir augu þeirra. Best er að hluturinn sem blindu mennirnir eru látnir þreifa á sé samsettur úr nokkrum mismunandi einingum. Sem dæmi um slíka hluti má nefna t.d. myndvarpa, sýningartjald, ryksugu, bónvél, kúst, regnhlíf og reiðhjól. Hver hinna blindu manna fær aðeins að þreifa á einum hluta (t.d. ef um ryksugu er að ræða þreifar sá fyrsti á slöngunni, annar á belgnum og sá þriðji á hjólunum eða snúrunni). Um leið og blindi maðurinn þreifar, lýsir hann upphátt því sem hann finnur. Síðan reyna blindu mennirnir sameiginlega með því að bera saman bækur sínar að komast að niðurstöðu um hver hluturinn er. (Ingvar Sigurgeirsson [a] 2005:16). Mín útfærsla: Ég sé strax fyrir mér leikinn Hollinn skollinn þar sem að bundið er fyrir augun á einum þátttakandanum og hann á að reyna að ná hinum(sem ekki segja orð) og þekkja þau með því að þreifa á þeim. Hvaða hljóð er þetta? (hlustunarleikir). Gögn: ýmsir hlutir í skólastofunni. Nemendur sitja í sætum sínum eða á gólfinu með augun lokuð. Nemandi A (eða kennari) gengur um stofuna og framleiðir ýmis hljóð með því t.d. að: - hrista lykla, - draga skó eftir gólfi, 26

27 - stappa niður fæti, - klappa saman höndum eða núa þeim saman, - smella í góm, - klóra sér í höfði, - opna og loka skúffum, skápum, dyrum, gluggum, bókum, - færa til borð, stóla eða önnur húsgögn, - láta vatn renna, - kveikja á eldspýtu, - skrifa á töfluna, - banka í borð, vegg, spegil, glugga, - láta hluti detta, - strjúka saman hlutum, o.s.frv. Nemendur greina hljóðin; hvernig þau eru mynduð og hvaðan þau koma. Sem fyrr er góð hugmynd að leyfa nemendum að sjá um þennan leik, t.d. með því að skipta þeim í nokkra hópa, gefa þeim tíma til að undirbúa sig og láta þá skiptast á við að leggja verkefnin fyrir. (Ingvar Sigurgeirsson [a] 2005:18). Mín útfærsla: Í vettvangsferðum er kjörið að nema staðar, helst að leggjast út af og hlusta á þau hljóð sem heyrast í nágrenninu. Eftir vissan tíma, bera börn og kennari saman bækur sínar um þau hljóð sem þau heyrðu. Hvað gæti þetta verið? (rökþroskaleikir). Kennari eða nemandi sýnir ákveðinn hlut. Spurt er: Til hvers getum við notað...? Dæmi: Sýndur er penni. Til hvers getum við notað pennann? Hugsanleg svör: - Til að skrifa með, benda, klóra sér, banka, kasta, grafa o.s.frv. Nemendur reyna að finna sem flesta möguleika. Annað dæmi: Sýnd er mynd af manni. Spurt er: Hvað getur maðurinn verið? Hugsanleg svör: Prestur, kaupmaður, faðir, frændi, eiginmaður, sonur, ökumaður, vegfarandi, kvikmyndahúsagestur, farþegi í strætisvagni, skemmtiferðamaður o.s.frv. 27

28 Kjörið verkefni fyrir nemendur að hafa umsjón með leiknum! (Ingvar Sigurgeirsson [a] 2005:20). Mín útfærsla: Í námsskeiðinu Leikir, sögur og frásagnir hjá Ásu Helgu fyrir nokkrum misserum, var eitt að verkefnunum að fara á fjölmennan stað og fylgjast með fólkinu. Um leið ímyndaði maður sér bakgrunn þess og hvað það væri að fara að gera. Þennan leik er líka hægt að útfæra með því að reyna að skilgreina hegðun tiltekinna persóna. T.d. út frá sögum eins og Mjallhvíti mætti koma á umræðum um af hverju vonda stjúpan hagaði sér eins og hún gerði. Af hverju vildi hún vera fallegust í heiminu? Af hverju var hún svona vond? Hafði einhver verið vondur við hana þegar að hún var lítil? Og þannig mætti lengi telja. Dagbók: Þó að ég sé eins og sjálfsagt flestir aðrir leikskólakennarar sammála mikilvægi hlutverkaleiks, þá er ég líka mjög hlynnt leikjum og æfingum sem fá börn til að þrengja hugann að einhverju ákveðnu viðfangsefni. Ég sá ekki alls fyrir löngu myndband um Davis aðferðina gegn lesblindu og þegar að ég renni yfir leikina í hugþroskaleikjaheftinu, þá fæ ég tilfinningu fyrir því að þarna sé verið að vinna á svipuðum forsendum. Ég var nýlega á stuttu námsskeiði hjá Helenu Ólafsdóttur hjá Náttúruskóla Reykjavíkur og ég sé að sumir leikirnir frá sem hún kenndi okkur eru runnir af sömu rótum og í þessu hefti. Að örva hugsun barna hlýtur alltaf að vera jákvætt, skynjun þeirra örvast og þau fá heildrænni tilfinningu fyrir hlutunum. 8. hluti: Námsspil og flókin töfl Verkefnið í þessum hluta var að velja a.m.k. tvö ólík námspil og prófa þau. Ég notaði tækifærið og fékk lánað upp í skóla orðaspilið Scrabble og spilaði það með 11 ára syni mínum. Fyrir nokkrum árum, þá duttum við vinnufélagarnir í þetta spil í öllum kaffipásum og frímínútum og ég gat alveg límst við það. Strákurinn minn kannaðist við spilið úr skólanum en hafði lítið prófað það. Honum fannst samt mjög skemmtilegt að spila þetta með mömmu sinni. Við skemmtum okkur konunglega yfir ýmsum bulluorðum sem ekki hlutu náð fyrir augum dómnefndar (þ.e.a.s. mín) og kláruðum spilið með stæl. Í leikskólanum mínum gerðum við okkar eigin útgáfu af Actionary. Ég prentaði út og plastaði nokkrar myndir af fólki í hinum ýmsu störfum. Síðan skiptust krakkarnir á að draga 28

29 sér mynd og leika hana fyrir hópinn. Mig langar líka til að gera svona spil sem byggir á að sýna tilfinningar og verið kveikja að umræðum um hvernig manni líður þegar að maður er reiður, glaður, hræddur og svo framvegis. Dagbók: Ég hef mikla trú á námsspilum, því þar er verið að sameina nám og leik á markvissan hátt. Sonur minn hefur stundað skák í mörg ár og ég er fullviss um að það hefur gert honum mjög gott. Að reyna að hugsa fram í tímann og álykta hvað gæti gert næst er frábær heilavinna og hjálpar börnum til að skipuleggja athafnir sínar. Ég á líka góða vinkonu á níræðisaldri, sem fór að spila Scrabble (eða Skrafl eins og hún kallar það) þegar að hún komst á eftirlaun og fullyrti að það héldi heilastarfseminni gangandi. 9. hluti: Tölvuleikir Ég fór inn á vef Námsgagnastofnunar ([án árs]) og prufaði eftirfarandi leiki: Orðakistur Krillu: Einfaldur og skemmtilegur leikur fyrir börn sem eru farin að hafa áhuga fyrir rími og rituðu máli. Í þeim tilfellum sem börnin eru ekki orðin læs, getur kennari lesið upp fyrir þau möguleikana svo þau geti valið orðið sem þeim finnst ríma best við. Mér finnst Krilla sjálf skemmtilegur karakter sem hvetur áfram og hrósar á sannfærandi hátt. Minnisleikur: Mjög einfaldur og skemmtilegur. Hentar yngri börnum leikskólans vel. Stafaleikur Bínu: Frábær leikur fyrir krakka sem eru að læra að lesa. Þríhyrningarnir: Samlagning og útsjónarsemi. Frekar í erfiðari kantinum. Ferhyrningarnir. Svipaður og þríhyrningarnir nema annað form. Þrír í röð: Mér tókst ekki að fara inn í þennan leik. Talnaferningurinn: Byggir á útsjónasemi og að vera talnaglöggur. Lukkuhjólið: Í þessum leik spila tveir saman og það gefur leiknum aukið félagslegt gildi. 29

30 Álfur: Skemmtileg saga sem hvetur börn til að hugsa um framkomu sína við aðra. Álfur byrjar í nýjum skóla og krakkarnir taka ekki vel á móti honum, kalla hann uppnefnum og stríða honum. En sem betur fer er ein stelpan hún Magga öðruvísi. Hún kann að meta að Álfur er sérstakur og vill verða vinur hans. Ég myndi ekki telja þetta tölvuleik. Þetta er saga með heilmikinn auðskiljanlegan boðskap handa krökkum á leikskólaaldri og vel til þess fallin að gefa börnum innsýn í heim þeirra sem verða fyrir stríðni og aðkasti. Vefslóðir: Hér fyrir neðan eru nokkra slóðir á leikjavefi sem ég hef ekki gefið mér tíma til að skoða en er ákveðin í að gera þegar tækifæri gefst Dagbók: Þessi hluti námsskeiðsins opnaði fyrir mér alveg nýjar dyr. Ég hef ekki verið að kynna mér þessa hluti áður og hef þar af leiðandi alls ekki fylgst með framboði tölvuleikja og þá 30

31 sérstaklega ekki á vefum eins og hjá Námsgagnastofnun. Ég er sannfærð um að vel valdir tölvuleikir geti verið góð námsleið í bland með öðrum aðferðum. Ég man eftir þriggja ára dreng sem ég þekkti örlítið til sem hafði lært fullkomlega að lesa með því að nota forritið Stafakarlana. Hann kom foreldrum sínum algjörlega á óvart þegar að hann fór að lesa long orð upp úr dagblöðunum. Hann hins vegar var ekki vel á sig kominn líkamlega og frekar illa staddur í félagslegum þroska. Semsagt, allt er gott í hófi. 10. hluti: Sönghreyfileikir Verkefnið í þessum hluta er að prufa a.m.k. þrjá leiki og skrifa um hvernig til tókst. Klapphringurinn: Ég prufaði klapphringinn hennar Kristínar Vals með leikskólabörnunum mínum. En ávinningurinn af honum er m.a. að þar læra börnin runur, samhæfa hreyfingar, styrkja minnið, hópefli, æfa hlustun, einbeiting, koma heilasellunum að stað og hafa gaman. Mynda tilfinningu fyrir formi og takti. Barnahópurinn samanstendur af tólf börnum á aldrinum 1-6 ára og eins og gefur að skilja voru börnin misjafnlega í stakk búin til að fylgja leikreglunum. Flestir elstu krakkarnir brilleruðu þó í leiknum og fannst mjög gaman að vera með stjórnina. Þetta skerpti líka eftirtekt mina á hreyfifærni þeirra, einbeitingu og takti. Við notuðum ekki lagið hennar Kristínar heldur trölluðum lög sem börnin og ég þekktum áður. Af leikjavefnum tók ég leikina Allir eiga að syngja og Átta fílar (sem byrjar nú reyndar á einum fíl í okkar útgáfu). Þeir eru báðir frekar einfaldir og börnum fannst mjög gaman í þeim. Dagbók: Sönghreyfileikir eru fastur þáttur í leikskólastarfi og börnum finnst mjög gaman að leika þessa leiki. Þegar að hreyfingar eru með söng, byrja oft yngri krakkarnir á því að gera þær áður en þeir eru farnir að taka undir í söngnum. Það er mikil endurnýjun í þessum leikjum og oft hef ég óskað mér að ég hefði betra tóneyra og ætti auðveldara með að muna lög til að geta komið inn með nýja og ferska hluti. Dvd diskarnir sem Sigga Beinteins og fleiri hafa verið að gefa úr eru þó til mikilla bóta og með því að horfa á þá síast nú ansi mikið efni inn. 31

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Anna Egilsdóttir 080781-3269 ane8@hi.is Sólvellir 19 600 Akureyri 1 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson. Leikir sem kennsluaðferð

Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson. Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson. Leikir sem kennsluaðferð Guðbjörg Þórisdóttir Vor 2009 1 Efnisyfirlit Inngangur...3 1. Fræðilegt sjónarhorn...4

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Leikir sem kennsluaðferð

Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands- Menntavísindasvið Vorönn 2009 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Leikir sem kennsluaðferð -Námsmappa- Særós Rannveig Björnsdóttir Kt:180582-4019 Tinna Ósk Þorvaldsdóttir

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Efnisyfirlit. 7HSöngur og tónlist... 22H88. 8HSkapandi leikir... 23H98. 9HSpilaleikir... 24H HPartíleikir... 25H HParísarleikir...

Efnisyfirlit. 7HSöngur og tónlist... 22H88. 8HSkapandi leikir... 23H98. 9HSpilaleikir... 24H HPartíleikir... 25H HParísarleikir... Leikum okkur! Efnisyfirlit Inngangur...4 Hópefli...5 Eltingaleikir/Hlaupaleikir...13 Keppnisleikir...43 Boltaleikir...50 Innileikir...68 Dans... 21H83 7HSöngur og tónlist... 22H88 8HSkapandi leikir...

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt

Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt Katrín Ósk Ómarsdóttir og Kristjana Jóhannsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði?

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Kennaradeild Leikskólabraut 2006 Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Jóhanna Sigrún Jónsdóttir Svava

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Útdráttur Efnisyfirlit Inngangur Hvers vegna varð þetta verkefni fyrir valinu? Framkvæmd...

Útdráttur Efnisyfirlit Inngangur Hvers vegna varð þetta verkefni fyrir valinu? Framkvæmd... Útdráttur Markmið þessa verkefnis er að sýna fram á hvernig hægt er að nota leiklist sem kennsluaðferð í lífsleikni út frá klípusögum. Notaðar voru sannar íslenskar klípusögur frá börnum á aldrinum 13-15

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Lokaverkefni til B.Ed. prófs Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar Daggrós Stefánsdóttir 170184-2469 Edda Rún Gunnarsdóttir 051184-3199 Kennaraháskóli

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

Leikur barna. Persónusköpun í hlutverkaleik. Elín Heiða Þorsteinsdóttir

Leikur barna. Persónusköpun í hlutverkaleik. Elín Heiða Þorsteinsdóttir Leikur barna Persónusköpun í hlutverkaleik Elín Heiða Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigríður Sturludóttir Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fleiri tungumál, fleiri möguleikar Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar um hvernig við sem leikskólakennarar getum unnið með tvítyngdum börnum í leikskóla Linda Marie

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Þjóðfélagið nú til dags einkennist af hraða, streitu og miklu áreiti. Foreldrar

Þjóðfélagið nú til dags einkennist af hraða, streitu og miklu áreiti. Foreldrar Efnisyfirlit Inngangur... 2 Meginmarkmið... 3 Hvað er jóga?... 3 Börn og jóga... 5 Áhöld og tónlist... 6 Jógastund fyrir 18 mánaða tveggja ára... 7 Jógastund fyrir tveggja fjögurra ára börn... 9 Jógastund

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Sara M. Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Þeir vilja ekki leika, bara tala

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands Allir VINIR Forvarnir gegn einelti Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2 Efnisyfirlit Inngangur... 4 Fræðilegur bakgrunnur... 4 Undirstöður

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði Þróunarverkefnið Orð af orði, orðs ég leitaði Verkefni unnið í leikskólanum Reynisholti 2009-2012 Reykjavík 2012 Leikskólinn Reynisholt Gvendargeisla 13 113 Reykjavík Sími 517-5560 Netfang: reynisholt@reykjavík.is

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun Tungumálatorgið Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 15. september 2011 Kynningin í dag 1. Tungumálatorgið

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir Teikningar: Lára Garðarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Ingibjörg Valsdóttir Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Færni til framtíðar. Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð. Sabína Steinunn Halldórsdóttir

Færni til framtíðar. Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð. Sabína Steinunn Halldórsdóttir Færni til framtíðar Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð Sabína Steinunn Halldórsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Færni til framtíðar

More information

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ Kennsluleiðbeiningar fyrir leikskólastarf með 1 3 ára börnum Flugvél eftir Matthías Loga Nesheim 2 ára 2006 Guðrún Alda Harðardóttir Sigríður Síta Pétursdóttir Efnisyfirlit Inngangur...

More information

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Lilja Rut Bech Hlynsdóttir og Tinna Arnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Kennsluverkefni um Eldheima

Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni tengt eldgosinu á Heimaey 1973 og Eldheimum með áherslu á útikennslu Jessý Friðbjarnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Kennsluverkefni um Eldheima

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014

Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014 Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014 Höfundar: Sverrir Óskarsson Arnar Bill Gunnarsson Guðmundur Brynjólfsson Ráðstefna í Philadelphiu í USA Ráðstefna amerísku þjálfarasamtakana, sem stóð

More information

Mér finnst það bara svo skemmtilegt

Mér finnst það bara svo skemmtilegt Jóhanna Einarsdóttir Mér finnst það bara svo skemmtilegt Þróunarverkefni í leikskólanum Hofi um þátttöku barna í mati á leikskólastarfi Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands 2005 Jóhanna Einarsdóttir,

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki

TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki 26. apríl, 2016, 9:00 12:00 Aids: One handwritten A4 page (text on both sides). An Icelandic translation of the problems is on the last four pages. There are

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga...

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga... Ágrip Á undan förnum árum hefur munnleg saga verið að öðlast ákveðna viðurkenningu innan sagnfræðinnar. Munnleg saga gengur út á að afla sögulegrar þekkingar með því að taka viðtöl við fólk um líf þeirra

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

GOLF SKYNSEMI MEÐ EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS

GOLF SKYNSEMI MEÐ EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS GOLF MEÐ SKYNSEMI EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS Þýtt og staðfært: Þorsteinn Svörfuður Stefánsson Myndir: GSÍ/Haukur Örn Birgisson Hönnun/umbrot: HBK/Leturval Prentun: Oddi hf. Útgefandi: Golfsamband

More information

Nafn og kennitala barns:

Nafn og kennitala barns: isti yfir þjálfunaráætlanir úr bókinni: Behavioral Intervention for Young Children with Autism A Manual for Parents and Professionals Maurice, Green og uce 1996 Nafn og kennitala barns: Hvenær gert : 1.

More information