Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat

Size: px
Start display at page:

Download "Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat"

Transcription

1 Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat Þróunarstarf í Álftanesskóla Lokaskýrsla 1

2 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Aðdragandi... 4 Markmið og stefna skólans fjölbreytni í námsmati... 6 Lýsing á verkefninu... 7 Staðan metin... 7 Starfsþróun... 7 Námsmatsteymi... 8 Handbók um námsmat... 9 Framkvæmd niðurstöður... 9 Fyrsti áfangi Annar áfangi Þriðji áfangi Fjórði áfangi Faglegur stuðningur Mat á þróunarverkefninu Viðhorf kennara í Álftanesskóla Mat á handbók Heimildir

3 Samantekt Til að auðvelda markvissa þróun námsmats í skólastarfinu er mikilvægt að gera áætlun um starfið, var því búin til starfsáætlun fyrir þróunarverkefnið. Skipað var í námsmatsteymi þar sem í sátu fjórir kennarar, verkefnastjóri og skólastjórnandi og hyggst teymið vinna að frekari mótun verkefnisins skólaárið Í byrjun hvers áfanga þróunarverkefnisins var innlegg verkefnastjóra, m.a. um áherslur kennara í námsmati, áætlun frá enda til upphafs, fjölbreyttar matsaðferðir, skrifleg próf og vitnisburð, lykilatriði í vel unnu námsmati, sjö leiðir að mati í þágu náms o.fl. Kennarar ræddu ýmsa þætti námsmats og komu með hugmyndir að fjölbreyttum leiðum í námsmati, s.s. sjálfsmat, jafningjamat, ferilmöppur, leiðarbækur og fleira. Lagt var mat á hvernig til hafði tekist með breytta áherslum í námsmati. Matið er hluti af sjálfsmati skólans. Vinnan við þróunarverkefnið hefur í heildina verið nokkuð markviss en alltaf má gera betur. Heilmikill tími fór í umræður og vangaveltur sem er mikilvægt til að móta sameiginlega sýn á námsmat. Af niðurstöðum úr mati á þróunarstarfinu má ætla að meirihluti kennara sé meðfylgjandi breytingum á námsmati. Eftir vinnu vetrarins eru til ýmis matsgögn sem á næsta skólaári nýtist kennurum skólans. 3

4 Í þessari lokaskýrslu er gerð grein fyrir aðdraganda þróunarverkefnis Álftanesskóla í námsmati, þá er greint frá markmiðum þess. Farið er yfir mat á stöðu skólans, hverjir unnu verkið og rætt um framkvæmdaráætlun fyrir þróunarverkefnið en segja má að hún hafi verið rammi fyrir starfsfólk skólans, þar sem verkefninu var skipt í minni einingar sem unnið var eftir. Greint er frá mati á þróunarstarfinu bæði fyrir, á meðan á því stóð og að því loknu. Að síðustu eru nokkur lokaorð. Aðdragandi Ástæður þess að Álftanesskóli réðst í þetta verk er að töluverð umræða varð um námsmat á skólaárinu Kennarar voru áhugasamir um námsmatið og var ljóst að brýnt væri að setja skýr markmið og að skólinn mótaði sér stefnu í námsmati. Kennarar voru tilbúnir að prófa eitthvað nýtt og höfðu þörf fyrir að þróa vinnu sína. Megináherslan hafði verið á framsetningu námsmats, s.s. einkunnir í tölum eða bókstöfum og umsagnir. Þróunarverkefnið Námsmat í skólastarfi. Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat náði til allra kennara í Álftanesskóla. Umræða um námsmat og breytingar á því byrjuðu formlega á haustönninni 2006 og var lokið í júní Þrátt fyrir að þróunarverkefninu væri formlega lokið vorið 2007 er gert ráð fyrir að starfið haldi áfram og gerð verði ný starfsáætlun um áframhaldandi vinnu skólaárið Skólinn stefnir að því að treysta það starf sem átt hefur sér stað og stuðla enn frekar að fjölbreyttu námsmati í skólastarfinu. Þrátt fyrir að þróunarverkefnið miðist fyrst og fremst við vinnu kennara og stjórnenda þá er mikilvægt að foreldrar sem og nemendur verði virkir þátttakendur í verkefninu. Það er þáttur sem vinna þarf betur með á næsta skólaári. Til þess að þróunarverkefni takist vel er þörf á áætlun um það hvernig eigi að vinna. Í upphafi var ákveðið að skoða hvað hafði verið gert og forgangsraða verkefnum, útbúa áætlun um framkvæmdina og mat á árangri þróunarstarfsins. Undanfarin ár hefur markmið Álftanesskóla verið að leitast við að vekja vitund nemenda og starfsfólks til námsaðlögunar (einstaklingsmiðað nám) og eru starfshættir uppeldi til ábyrgðar (Restitution) hluti af skólastarfinu. Til að aðlaga starfið að þeim áherslum hafa kennarar unnið með margvísleg verkefni tengd því. Þetta starf er áhugavert og haldið verður áfram að vinna að því sem er í góðum farvegi. Starfsfólk og kennarar skólans fóru í námsferð til Minneapolis í Bandaríkjanna í byrjun nóvember Þar voru nokkrir áhugaverðir skólar skoðaðir sem byggja skólastarfið m.a. á hugmyndafræði uppeldis til ábyrgðar og þá tóku 4

5 kennarar þátt í tveggja daga námskeiði í tengslum við þau fræði. Deildarstjórar skólans fóru einnig á námskeið hjá Asssessment Training Institute og bar námskeiðið heitið Leading Professional Development in Assessment. Umfjöllun um námskeiðið má sjá í grein á Netlu og þá er í veftímaritinu grein um uppeldi til ábyrgðar (sjá heimildaskrá). Starfsfólk Álftanesskóla vill fyrst og fremst ganga út frá því samfélagi sem það lifir í, nýta sér þá þekkingu sem til er og reyna að fá þessi verkefnin til að vaxa innan frá. Rúnar Sigþórsson o.fl. (1999) benda á að auður hvers skóla sé í því starfsfólki sem þar er og ef kraftar þess eru lagðir saman getum við örugglega breytt góðu starfi til hins betra fyrir kennara jafnt sem nemendur. Aherslan er því á að styrkja þann auð sem við eigum í stofnuninni. Áherslur skólans tengjast vel þeim markmiðum sem þróunarverkefnið Námsmat í skólastarfi. Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat byggir á. Námsaðlögun og fjölbreyttir kennsluhættir kalla á breytt vinnubrögð við námsmat. Í námsaðlögun er lögð áhersla á að kennarar meti með fjölbreyttum leiðum, námsgrunn nemenda, áhugasvið þeirra og námssnið. Markmið með þróunarverkefninu Námsmat í skólastarfi. Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat var að: Kennarar öðlust aukið öryggi í námsmati og hefðu aðgengilegar upplýsingar um námsmat í skólanámskránni. Skrá námsmatsaðferðir árganga og/eða námsgreina. Allir kennarar skólans noti fjölbreyttar matsaðferðir við mat á vinnu nemenda. Skilgreina tilgang námsmatsaðferða. Námsmatsaðferðir skólans væru endurskoðaðar með tilliti til margvíslegra þarfa nemenda. Nemendur tækju virkan þátt í eigin námi með því að velja og meta verkefni, s.s. til að safna í ferilmöppu. Skrá mælanleg markmið sem leiddu til aukinnar fjölbreytni í vinnubrögðum við námsmat. Efla þátttöku nemenda í námsmati. Gera heildaráætlun fyrir námsmat skólans. Hér hefur verið farið nokkrum orðum um stöðuna í Álftanesskóla og hún sett í samhengi við þróunarverkefnið. Gerð hefur verið grein fyrir markmiðum skólans og dregin fram helstu rök fyrir því að fara í þróunarstarf. Í næstu tveimur köflum er fjallað um nánari útfærslu á þróunarverkefninu. 5

6 Markmið og stefna skólans fjölbreytni í námsmati Megintilgangur námsmats er að örva og aðstoða nemendur í námi. (Aðalnámskrá grunnskóla, Almennur hluti, 1999) Nauðsynlegt er við að skipuleggja kennslu að leggja vinnu í náms- og kennsluáætlun og þá námsmatsáætlun. Þá er mikilvægt að nemendur taki þátt í að móta námsmatið, axli ábyrgð og séu metnir út frá vinnu sinni. Að nemendur læri að skoða verk sín á markvissan hátt til að komast að raun um hvað vel hefur tekist og hvað má bæta. Við annaskil verði veitt tækifæri til að meta stöðu nemenda, ástundun, hvað hafi gengið vel og að hverju skuli stefnt. Alhliða námsmat þar sem lögð er áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir. Vinna nemenda verði metin jafnóðum, samvinna þeirra við aðra nemendur og starfsmenn. Við lok anna verði viðtöl við nemendur og foreldra. Markmið skólans eru að: Metið verði jafnt og þétt á námstímanum þannig að það gagnist nemendum við að bæta sig í námi og hægt sé að miða framhaldið við það. Kennarar þekki og noti fjölbreyttar námsmatsaðferðir sem taka mið af einstaklingsmun nemenda. Skrá reglulega upplýsingar um námsframvindu nemandans. Kennarinn sé ekki eini aðilinn sem metur nemandann. Nemandinn geti metið námsframvindu sína og frammistöðu á margvíslegan hátt Nemendahópurinn geti metið sjálfan sig og einstaklinga innan hópsins Foreldrar geti tekið þátt í mati. Viðhorfakannanir og tengslakannanir geta gefið mikilvægar upplýsingar til kennara varðandi námsmat. Kennarar leggi áherslu á fjölbreyttar matsaðferðir, s.s. skrifleg próf, mat á ritunarverkefnum, frammistöðumat, umræður viðtöl, mat á þemaverkefnum, sjálfsmat, jafningjamat, gátlistar, matskvarða, sóknarkvarða, mat á hópavinnu, munn- og verklegt mat, ferilmappa. Hugað verði að hlutverki námsmats. Stöðumat Leiðsagnarmat Greiningarmat Heildarmat. Markmið með þessari nálgun námsmats er að: Útskrifa nemendur sem þekkja sjálfa sig, áhugasvið sitt, styrkleika og veikleika Kennarar geti fylgst með námi og þroska nemenda á markvissan hátt 6

7 Vinna nemenda verði metin til jafns við árangur í prófum Nemendur taki virkan þátt í eigin námi með því að velja og meta verkefni til að safna í ferilmöppu Gátlistar, matskvarðar og ferilmöppur geri foreldrum kleift að fylgjast betur með námsframvindu og stöðu barna sinna. Allir kennarar í skólanum noti fjölbreytilegar matsaðferðir við mat á vinnu nemenda. Lýsing á verkefninu Í þessum kafla er gerð grein fyrir hvernig verkefnið var unnið; staðan metin, starfsþróun, hlutverki námsmatsteymis og handbók um námsmat sem var hluti af viðfangsefninu. Staðan metin Í upphafi haustannar 2006 var staða skólans í námsmati metin. Þær upplýsingar sem matið veiti var notað til að gera áætlun um aðgerðir og til að forgangsraða verkefnum í samræmi við þau markmið sem skólinn hafði sett sér. Byggt var á aðalnámskránni eftir því sem við átti og bætt var inn viðeigandi þáttum í skólanámskránna í samræmi við stefnu skólans. Skipað var í teymi sem skipulagði vinnu á hverju stigi en í námsmatsteyminu sátu kennarar skólans, verkefnastjóri og skólastjórnandi. Í þróunarstarfinu var m.a. notað efni úr bókinni Aukin gæði náms. Skóli sem lærir (AGN) og námsgögn frá Assessment Training Institute (ATI) (sjá heimildaskrá). Starfsþróun Þegar ljóst var að áhugi var meðal starfsfólks að taka þátt í þróunarverkefninu Námsmat í skólastarfi. Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat var ákveðið að verkefnastjóri tæki að sér að sjá um að gera þróunaráætlun um það hvernig staðið yrði að framkvæmd verkefnisins. Markviss forysta, samstarf kennara, starfsþróun, mat og gagnrýnin enduskoðun á skólastarfinu svo og áætlanagerð eru allt dæmi um þætti í skólastarfinu sem þurfa að vera fyrir hendi til að heildstæð þróunarverkefni séu möguleg. Stjórnendur skóla þurfa að veita forystu sem miðar að því að laða fram það besta hjá öllum. Hopkins, Ainscow og West (1994) benda á að samstarf allra aðila sé heppilegt og þróunin þurfi að gerast á margan hátt með ólíku frumkvæði og aðferðum, s.s. við að safna upplýsingum og greiningu þeirra. Mikilvægt er að byrja smátt, gera tilraunir, halda áfram með það sem gengur vel og henda út því sem gengur illa. Það þarf að gefa sér góða tíma til að undirbúa jarðveginn, þjálfa ný vinnubrögð og festa þau í sessi. Það styður einn kennarinn skólans; Eitt er að læra annað að tileinka sér 7

8 tekur tíma. Skipulag þróunarstarfsins hefst með stjórnendum skólans en þarf smátt og smátt að fara undir sameinaða stjórn kennara og nemenda. Þá þarf að ríkja skilningur meðal starfsfólks á ferli þróunarstarfs og álag má ekki vera of mikið. Huga þarf að kostnaði og tryggja að nægar bjargir séu fyrir hendi t.d. í formi ráðgjafar og námskeiða. Námsmatsteymi Stýrihópur þróunarverkefnisins myndaði svokallaða námsmatsteymi. Hlutverk kennara í námsmatsteymi var að tryggja að öll sjónarmið kennara kæmust til skila. Það hefur töluvert gildi að skólastjórnendur og kennarar á öllum stigum fái upplýsingar um starfið. Þróunarstarf er verkefni kennara sem sáu um vinnuna í samstarfi við nemendur og námsmatsteymið. Hlutverk námsmatsteymis var m.a. að: Ákveða í samráði við kennara skólans hvernig þróunarverkefnið yrði unnið. Verkefnastjóri gerði (framkvæmdaráætlun) um hvað ætti að gera og hvenær en ekki nákvæmlega hvernig. Eiga samskipti við verkefnastjóra sem jafnframt var faglegur ráðgjafi. Koma skilaboðum og upplýsingum á kennarafundi, stigsfundi og árgangafundi. Kynna ýmsar leiðir í námsmati og aðstoða við verkefnið. Næsta haust er ætlun námsmatsteymisins að halda áfram starfinu þar sem frá er horfið og móta áframhaldandi þróun í námsmati skólans. Þá var hlutverk verkefnastjóra að: Sjá til þess að gera nákvæma tíma- og framkvæmdaráætlun. Ákveða hversu mikil vinna yrði áætluð í hvern þátt og þóknun fyrir hana. Halda utan um gögn og annað sem tengdist viðfangsefninu og skil á því Vinna við gerð handbókar. Leita samstarfs við kennara. Hafa samráð við kennara á öllum aldursstigum. Samhæfa verk námsmatsteymis og skrá framvindu. Fá ráðgjöf hjá fagaðila. Kynna sér nýjungar og þróun í náms- og kennsluefni í námsmati. Skila skýrslu í lok viðfangsefnis. Veita kennurum ráðgjöf um ýmsa efnisþætti. 8

9 Handbók um námsmat Hluti af afrakstri viðfangsefnisins er handbók um námsmat fyrir kennara; Fjölbreyttar leiðir í námsmat. Alhliða mat og er verkefnastjóri þróunarverkefnisins, höfundur hennar, en þar er m.a greint frá skipulagi og hlutverki námsmats í skólastarfi jafnframt tillögur um stefnumörkun í námsmati. Uppsetning handbókarinnar er þannig að í henni eru, auk umfjöllunar um námsmat, ýmis matstæki; gátlistar matskvarðar sem kennarar geta notað, breytt og bætt allt eftir þörfum hvers og eins og þá hvernig þeir geta sjálfir hannað slík matsblöð. Leitað var eftir samvinnu við kennara og samhliða verkefninu var rætt við kennara á öllum aldursstigum til að fá fram hugmyndir og athugasemdir. Í kjölfarið voru ýmsir þættir endurskoðaðir m.t.t. athugasemda. Markmiðið með handbókinni samhliða þróunarverkefninu var að: Hafa áhrif á fjölbreytni námsmats í skólastarfi. Skoða sem flesta þætti námsmats með það að leiðarljósi að efla námsmat í skólastarfinu. Skapa farveg fyrir kennara og nemendur með notkun námsmatsgagna, sem leið í öflun og miðlun upplýsinga eins og kemur fram í aðalnámskrá grunnskóla (1999). Kennarar og nemendur gætu miðlað þekkingu sinni sem þeir öfluðu sér í þessu verkefni til annarra. Stuðla að því að kennarar og nemendur hefðu matstæki til að átta sig á hvað nemendur (og þeir sjálfir) hefðu í rauninni tileinkað sér í náminu og auðvelda kennurum að reyna að sníða námstækifæri að einstaklingum og túlka það sem gerist. Að gera handbók um námsmat fyrir grunnskóla og/eða kennara felst í að þeir hafi mismunandi matstæki til safna gögnum á skipulegan hátt og til að safna fjölbreyttum upplýsingum um kunnáttu, samskipti, færni, viðhorf nemenda og aðra mikilvæga þætti til að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda. Handbókin geti hjálpað kennurum að leita leiða til að gera námsmatið fjölbreytt og sem áreiðanlegast þannig að það gefi glöggar upplýsingar um hvernig nemendum sækist að settum markmiðum. Framkvæmd niðurstöður Í þessum kafla er gerð grein fyrir tíma- og framkvæmdaráætlun verkefnisins en hún skiptist í fjóra áfanga og þá er umfjöllun um niðurstöður þróunarstarfsins. Nauðsynlegt er að setja upp tímaáætlun fyrir þróunarverkefni og reyna að standast þær eins og hægt er þar sem tíminn sem gefinn er til að ljúka 9

10 verkefninu er ekki langur. Guðrún Kristinsdóttir (1998) bendir á að tímaáætlun sé hluti af lýsingu á skipulagi verkefna og leggja þurfi áherslu á að hún sé raunhæf. Hún bendir einnig á að áætla megi að það taki jafnlangan tíma að afla gagna og úrvinnsla þeirra og gera þarf ráð fyrir tíma til að meta verkefnið. Reglulega var innlegg verkefnastjóra um ákveðna þætti í námsmati og lagt mat á niðurstöður hópa. Gert var ráð fyrir að umræðan væri stöðugt í gangi og ef kennarar vildu læra meira eða ræða um ákveðna þætti í námsmati fengu þeir tækifæri til þess. Fjölbreytt námsmat er erfitt að einangra frá öðrum þáttum skólastarfs og var því unnið jafnframt að því að skoða, breyta, aðlaga og skrá markmið, námsleiðir, kennsluaðferðir og námsmat í skólanámskránni. Ef fram komu tillögur um úrbætur var það notað sem leiðsagnarmat. Við mat á markmiðum eða þáttum úr námsefninu var lagt fyrir nemendur formlegt og óformlegt mat, skrifleg próf við lok og á önninni, til að sjá hvort nemendur hefðu náð þeim námsþáttum sem að var stefnt. Við að meta ritun nemenda voru notaðir sérstakir matskvarðar með fyrirfram ákveðnum þáttum. Frammistaða nemenda var metin, s.s. upplestur, skýrslugerð, veggspjaldavinnu, hópavinnu, sem krefur nemendur til að nota ólíka hæfileika og færni. Skilgreint var hvaða frammistöðu ætti að meta og hvernig. Við að mat á framförum/frammistöðu nemenda var ekki endilega miðað við einkunn. Eins og áður hefur komið fram var vinnuferlinu skipt í fjóra áfanga, tveir áfangar á haustönn og tveir á vorönn. Megináhersla á fyrirlestra, kynningar, umræður, hópastarf, mat og sjálfstæð verkefni kennara. Hér er gerð grein fyrir áherslum hvers áfanga og þá er samantekt á skipulagi og vinnu kennara. Fyrsti áfangi Mat á stöðu skólans í námsmati Í fyrsta áfanganum (ág. sept. 2006) var lögð áhersla á markmiðssetningu, náms- og kennsluáætlun (námsmatsáætlun) (sjá fylgiskjöl). Valdir voru fulltrúar í námsmatsteymi og skilgreind hlutverk þeirra. Komið var á umræðuhópum, á árganga-, stigs- eða kennarafundum, til að endurskoða og meta stöðuna m.a. með gátlista og til að greina þarfir og markmið skólans. Kennurum var skipt í umræðuhópa eftir stigum eða árgöngum; Hvað á að meta, hvernig og hvenær. Kennarahóparnir þurftu síðan að kynna niðurstöðurnar fyrir hinum á sameiginlegum fundi. 10

11 Ágúst Áherslur skólans í námsmati Kynning verkefnastjóra á þróunarverkefninu, handbókinni, þróunaráætlun og inngangsfyrirlestur. Verkefnastjóri kynnti hugmyndir að baki að því að skipuleggja frá endi til upphafs. Vinnufundur kennara á öllum stigum og umræða um námsmat í skólanum. Kennarar íhuguðu stöðu námsmats í skólanum og settu fram þær áherslur sem þeir vildu að einkenndi námsmat skólans; Hvaða leið á að fara og hvert hún á að leiða okkur? Hvað skal meta? Hvaða matsaðferðir er best að nota til að afla upplýsinga og hvernig á að birta niðurstöður námsmatsins? Námsmatið, hvernig verður það unnið og hvað verður gert við upplýsingar? Niðurstöður metnar. September Listgreinar fjölgreinar Kynning verkefnastjóra á leiðarbók fyrir fjölgreinalotu/listalotu og umræða á stigsfundi. Farið yfir matsblað kennara (frammistöðumarkmið) frá því í fyrra og íhugað hvernig námsmatið birtist í lok hverrar fjölgreinalotu/listalotu. Frammistöðumarkmið, sjálfsmat nemenda og mat kennara. Leiðarbók útbúin. Farið yfir matslista til að koma með ábendingar. Annar áfangi Fjölbreyttar matsaðferðir hugtök í námsmati. Kennarar útfærðu vinnuna á seinni hluta haustannar (okt. des. 2006) og skipulögðu nákvæmlega eins og hægt var hvernig þeir ætluðu að vinna við að setja fram markmið og leiðir til að ná þeim. Komið var á vinnuhóp í árgöngum og á hverju stigi. Áherslan var á að leggja sig fram við undirbúning og sjá til þess að þróunarverkefnið skilaði tilætluðum árangri. Mikilvægt var því að skapa samstöðu og ná sem víðtækastri samvinnu svo að þróunarverkefnið skilaði okkur reynslu sem hægt væri að byggja á. Fyrirlestur var um fjölbreyttar námsmatsaðferðir og kennarar ræddu ýmsar leiðir til að stuðla að aukinni fjölbreytni matsaðferða í skólastarfinu. Deildarstjórar sóttu námskeið um námsmat hjá Assessment Training Institute í nóvember. 11

12 Október Fjölbreyttar matsaðferðir. Niðurstöður úr vinnu kennara 15. ágúst voru kynntar. Ákvörðun um leiðarbók í fjölgreinalotu/listalotu, umsagnir, einkunnir, birting matsniðurstaðna. Yfirlestur, ljósritaðar voru leiðarbækur og lagt fyrir nemendur. Sett inn á netið upplýsingar um þróunarverkefnið. Kennarar ræddu gildi sjálfsmats nemenda og leiðir til að efla það. Gerðu áætlun um framkvæmd. Verkefnastjóri og námsmatsteymi tóku saman niðurstöðu funda; hvert viljum við stefna í matsaðferðum, hvernig ætlum við að nota niðurstöður, farið yfir stöðuna á öllum stigum og skráð niður. Fundað með stigum þegar unnið var að gerð, s.s. matskvarða og samræmingu á þeim. Nóv. des Fjölbreyttar leiðir í námsmati staðan metin. Deildarstjórar kynntu námskeið í námsmati (ATI) og verkefnastjóri kynnti námsefni fyrir kennara um námsmat. Verkefnastjóri og námsmatsteymi funduðu með stigum til að sjá stöðuna á hverju stigi og fengu tillögur hvað má gera betur og hvað kennara vildu leggja áherslu á, farið yfir niðurstöður. Farið yfir helstu hugtök í námsmati m.a. lykilatriði í vel unnið námsmat, mat á námi og mat í þágu náms. Sýnt myndband (Stiggins, 2005). Þriðji áfangi Endurgjöf og vitnisburður kennara. Í þriðja áfanga (jan. mars 2007) var lögð áhersla á að markmiðið væri að námsmatið gerði nám nemenda sýnilegt foreldrum sem og öðrum, þar sem nemendur höfðu þá unnið með margvísleg verkefni sem kennarar og þeir sjálfir höfðu metið. Lögð var áhersla á birtingarform matsniðurstaðna, skrifleg próf sem og námsviðtöl. 12

13 Janúar Lokamat. Endurgjöf. Skrifleg próf Í byrjun vorannar var fyrirlestur verkefnastjóra um skrifleg próf og einkunnagjöfina þá var umræða í hópum og horft á myndband (Stiggins, Arter, Chappuis og Chappuis, 2006) um endurgjöf, sérstaklega einkunnagjöfina. Kennarar gerðu áætlun um endurgjöf matsniðurstaðna á vitnisburðarblaði nemenda. Skoðaðir þættir í einkunnagjöfinni og umsögnum. Hugað að gerð og uppbyggingu prófa og einkunna. Umræða um markmið og leiðir. Niðurstöður kynntar frá hverju stigi og tekin ákvörðun um næstu skref. Verkefnastjóri kynnti námsmatsvinnuna á vorönn Forgangsverkefni valin í árgöngum. Fjórði áfangi Mismunandi verkefni. Stefna skólans í námsmati. Innra mat. Í fjórða áfanga (ap. maí 2007) unnu kennarar að mismunandi verkefnum, allt eftir þörfum hvers og eins. Þá lögðu þeir mat á þróunarverkefnið en í næsta kafla er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum úr mati kennara, frá því í byrjun verkefnisins, á meðan á því stóð og í lok þess. Það getur tekið mörg ár að festa þróunarverkefni í sessi en segja má að verkefni sem þessu ljúki í raun aldrei. Slík verkefni þurfa því að vera í stöðugri þróun til að lifa áfram í skólasamfélginu. Vorið 2007 var ákveðið að umræða og undirbúningsvinna fyrir skólaárið færi fram haustið 2007, í þeim tilgangi að gera nýja starfsáætlun og til að festa verkefnið í sessi. Megináhersla í lok skólaársins, var að safna gögnum til að móta stefnu skólans í námsmati (lýsing í skólanámskrá) og leggja mat á þróunarverkefnið. Febrúar mars Fjölbreytt námsmat í skólastarfi. Kennarar skipulögðu, skráðu og unnu með mismunandi aðferðir. Þeir mótuðu tillögur að breytingum og kynntu nokkrir þeirra ýmsar leiðir (eigin hugmyndir) fyrir öðrum kennurum. Komið var á fót leshring kennara og var öflug umræða um ýmsa þætti á stigsfundum. Kennarar fengu aðgang að handbókinni, hún lesin og rætt var um einstaka þætti. Tillögur og athugasemdir metnar og skráðar (sjá nánar - mat kennara á verkefninu). 13

14 Apríl maí Mat á verkefninu stefna skólans í námsmati. Farið yfir hvað hafði verið gert og hvað mætti betur fara. Upprifjun frá því janúar, vel unnin próf, umsagnir, einkunnagjöf. Lagt var mat á þróunarverkefnið og unnar tillögur að breytingum á stefnu skólans í námsmati. Niðurstöður metnar og rætt um áframhaldandi þróun í námsmati. Námsgreinar námsmat Samhliða þróunarverkefninu var byrjað á því að taka saman margskonar gögn sem tengjast lestri og lesskilningi. Útbúin listi yfir þær lestrarbækur sem til eru í skólanum, lestrarbækur flokkaðar, lestrarpróf skoðuð og safnað ýmsum gögnum um lestur. Rætt um einkunnagjöf í lestri og sóttu nokkrir kennarar lestrarnámskeið; frá mati til kennslu. Jafnframt lagði skólinn áherslu á að nemendur fengu markvissa kennslu í ritun. Nemendur úr tveim árgöngum á miðstigi (bráðgerir nemendur) valdir til að vinna með áhugasviðsverkefni. Miklar umræður urðu um hvert við vildum stefna með vinnu okkar. Skólaárið Áframhaldandi þróun í námsmati. Hlutverk námsmatsteymis á næsta skólaári verður að skipuleggja næstu skref í þróunarstarfinu. Skólaárið ný starfsáætlun. Næsta haust verði tekin ákvörðun um megináherslur næsta skólárs og forgangsverkefni. Faglegur stuðningur Rúnar Sigþórsson, lektor við Háskólann á Akureyri var faglegur ráðgjafi, sérstakleg er varðar innihald handbókarinnar. Í þessum kafla hefur verið greint frá tíma- og framkvæmdaráætlun fyrir þróunarverkefnið. Næst verður rætt um mat kennara í þróunarferlinu. 14

15 Mat á þróunarverkefninu Kennarahópurinn lagði reglulega mat á meginþætti í hverjum áfanga og ef fram komu tillögur um úrbætur var það notað sem leiðsagnarmat. Rætt var við starfsfólk á meðan á vinnunni stóð og niðurstöður notaðar í framhaldi af því, skoðað hvernig gekk og hvað þurfti að gera næst. Mat á störfum kennara og mat á skólastarfinu í heild eru dæmi um leiðir sem kennarar fara í þeim tilgangi að endurskoða starfið og styrkja það sem vel er gert. Kosturinn við mat af þessu tagi er að þá eru breytingar eða nýjar hugmyndir líklegri til að festast í sessi og innviðir skóla verða sterkari (Börkur Hansen, 1994). Í hverjum áfanga framkvæmdaráætlunarinnar kemur fram mat og er hér að lokum samantekt á því. Í fyrsta áfanga var staðan metin. Hvað hafði verið gert og hvernig hægt væri að byggja á fyrri reynslu? Kennarar þurftu að forgangsraða verkefnum og ákveða hvernig samskiptum skyldi háttað og efnisöflun, hvort þörf væri fyrir ráðgjöf, hvernig standa ætti að kynningum, starfsáætlunum og fleira. Verkefnastjóri sá að mestu um úrvinnslu gagna. Verkefnið gekk nokkuð vel. Hugmyndum um nýjar leiðir var unnið brautargengi með samræðum, lestri og vangaveltum. Lokaafrakstri sem stefnt var að í upphafi var ekki náð fullkomlega. Ljóst er að tíminn til að vinna að þeim markmiðum sem skólinn hafði sett sér er ekki nægur og ætla má að það taki meira en eitt skólaár að innleiða að fullu, heildstætt námsmatskerfi. Þróunarverkefnið hefur verið kynnt fyrir skólastjórnendum í Suð-vestur kjördæminu og við komum vonandi til með að kynna verkefnið víðar. Með þróunarverkefninu gafst tækifæri til að skoða námsmat Álftanesskóla á gagnrýnin hátt og meðal kennara hefur verið jákvæð og góð umræða um tilgang námsmats, markmið og fjölbreyttar matsaðferðir og endurgjöf þess. Kennarar hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga og segja má að verkefnið sé komið í ákveðin farveg til að byggja á. Með þessari umræðu og góðri vinnu hópsins hefur náðst samstaða um að gera betur og ákveðið hefur verið að vinna markvisst að því að finna leiðir til að meta nám nemenda, á sanngjarnan hátt. Verkefnið hefur haft talsverð áhrif á framkvæmd námsmats í skólanum og segja má að umsagnir kennara um þróunarverkefnið lýsi því best. 15

16 Viðhorf kennara í Álftanesskóla Sameiginlegar niðurstöður frá árgöngum/ hópum haustönn 2006 Staðan metin. Staðan var: Þekking metin. Skrifleg próf. Próf meta best. Nemendur æfðu sig fyrir próf, marktækasta leiðin. Væntingar um: Námsmatið segi til um hve vel nemendum gengur í skóla. Námsmatið leiði til breyttrar kennslu. Sammæli um matsaðferðir. Þekking verði metin. Sjálfstæði, námstækni og frumkvæði metið. Mismunandi matsaðferðir. Fjölbreytt námsmat bætir kennsluna og gefur betri mynd af námi nemenda. Skólinn skapi sér stefnu um þessa þætti, þ.e. geri lágmarkskröfur og styðji við bakið á þeim sem vilja auka fjölbreytni matsaðferða. Fyrst og fremst viljum við nota þetta tæki vegna þess að Álftanesskóli leggur áherslu á einstaklinginn og virkni hans. Áherslan á fjölbreytileika í námi. Nemendamappa gefur fjölbreytta sýn. Hvað ætti að gera við niðurstöður matsins? Þyrftu kennarar stuðning við að læra vinnubrögðin? Ef svo er, hvernig stuðning? Ræða matið við nemanda, skoða í sameiningu hvað vel er gert og hvað má betur fara. Getur verið gott fyrir kennara að endurskoða eigin kennsluhætti út frá niðurstöðum. Gott væri að koma upp hugmyndabanka fyrir kennara. Góð leiðsögn og stuðningur sérfræðings nauðsynlegur til að styrkja kennara í fjölbreyttu námsmati. 16

17 Sameiginlegar niðurstöður frá árgöngum/ hópum vorönn 2007 Hvað var gert: Mat á skriflegum prófum og einkunnagjöfinni. Kynning kennara, s.s. miðlun upplýsinga til nemenda og foreldra, mat á þemaverkefni, leiðarbækur í fjölgreina- og listalotu. Í leiðarbók er skilgreindur tilgangur, sjálfsmat (nemendur), umsagnir kennara, sóknarkvarði (mat kennara). Umræða um birtingu niðurstaðna úr leiðarbók. Umræða um handbókina. Leshringur á yngsta stigi og miðstigi. Umræða um stöðu skólans í námsmati. Stefna skólans endurskoðuð farið yfir námsmatsþáttinn í skólanámskránni. Tillögur að breytingum og áherslum, s.s. birtingarform niðurstaðna, námsviðtöl o.fl. Stöðugar umræður um námsmat og tilraunir gerðar. Fjölbreyttari matsaðferðir voru notaðar, s.s. frammistöðumat, munnlegt mat, sjálfsmat, jafningjamat o.fl. Hvað gekk vel: Skemmtilegt og gott að nota fjölbreytt námsmat. Námsmatið var sett niður í byrjun annar, nemendur vissu að hverju þeir gengu. Nemendum gerð grein fyrir mat í byrjun kennslu í námsgrein, vita að hverju er stefnt og hlutverki sínu. Höfum aukið sjálfsmat og gert viðhorfakannanir. Við fögnum endurskoðun á námsmati og hlökkum til að verða faglegri og hæfari til að skila okkar starfi. Hvað þarfnast breytinga: Nauðsynlegt að námsmatið liggi ljóst fyrir nemendum og foreldrum að hausti. Mat á verklegum æfingum, rýna í niðurstöður, til nota til að bæta kennslu. Gagnlegt væri að bæta við jafningjamati og viðhorfakönnun t.d. varðandi líðan. Að taka stærri skref í átt að mati í þágu náms. Að leggja meiri áherslu á að við séum samstíga varðandi námsmat. Að leggja áherslu á að umsagnir séu uppbyggjandi. Við viljum komast nær því að vera samtaka í námsmati og það sé stígandi í námsmati frá bekk, á þann hátt að matsaðferðir smátt og smátt þróist upp í sjálfsmat eftir því sem aldur og þroski nemenda leyfir. Að námsmat sé í takti við einstaklingsmiðað nám. Samræmdir matskvarðar frá skólanum, fyrir hvert stig. Algjör endurskoðun á námsmati. Listgreinakennarar vilja eingöngu gefa vandaða umsögn ekki einkunn. Nauðsynlegt að samræma birtingarform vitnisburðar og minna á að allir eru einstakir og fái tækifæri til að þroskast á eigin forsendum í námi og starfi. 17

18 Hvað höfum við lært? Niðurstöður frá árgöngum/hópum kennara: 1. Mikið Lítið Fyrir næsta skólaár. Hvað af eftirfarandi þáttum viljið þið leggja áherslu á? (upprifjun) Niðurstöður frá árgöngum/hópum kennara (alls 14 hópar) Meginþættir: Fjöldi (árganga/hópa) Tilgangur námsmats 4 Fimm lykilatriði í vel unnu námsmati 6 Námsmatsferlið þrepin 7 Að skipuleggja frá endi til upphafs 6 Markmið matsaðferðir 6 Megináhersla verði á: -Skrifleg próf 2 -Mat á skriflegum úrlausnum l -Frammistöðumat 2 -Umræður/samtöl, munnlegt mat, námsviðtöl 2 -Aðrar matsaðferðir sjálfsmat, jafningjamat, ferilmöppur, matskvarðar 2 -Þátttaka nemenda sjö leiðir að mati í þágu náms 3 Gerð vitnisburðar 4 *Allir hóparnir vildu leggja áherslu á 2 3 þætti, næsta skólaár. Mat á handbók Handbókin var lögð fyrir grunnskólakennara og fagaðila til umsagnar. Niðurstöður voru skoðaðar á gagnrýninn hátt, metnar og endurskoðaðar. Farið var yfir sum matstæki af kennurum og niðurstöður skráðar. Gert er ráð fyrir að handbókin verði nánast tilbúin haustið Verkefnastjóri sem er höfundur að handbók fyrir kennara Fjölbreyttar leiðir í námsmati áskilur sér öll réttindi á notkun og fjölfjöldun hennar. Handbókin er ætluð kennurum Álftanesskóla, verkefnastjóri ætlast til þess að hún sé ekki notuð af kennurum í öðrum skólum nema með leyfi höfundar. 18

19 Í þessari lokaskýrslu hefur verið gerð grein fyrir þróunarverkefninu Námsmat í skólastarfi. Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat sem byrjað var á, í Álftanesskóla, á haustönninni 2006 og lauk vorið Þetta verkefni átti sér ekki langan aðdraganda en reynt var á þessu tímabili að stuðla að frekari fjölbreytni í námsmati skólans. Unnið var eftir ákveðni starfsáætlun til að stuðla að þeim breytingum sem skólinn hafði sett sér. f.h. námsmatshópsins Erna Ingibjörg Pálsdóttir deildarstjóri, Álftanesskóla Fylgiskjöl: 1. Kostnaður v/þróunarverkefnisins 2. Fyrirlestrar: a. Þróunaráætlun handbók b. Námskrá c. Skipulag - markmið d. Matsaðferðir e. Hugtök niðurstöður annar f. Skrifleg próf einkunnir g. Fjölbreytt námsmat Álftanesskóli Áherslur á stigum: Listalotur/fjölgreinalotur: leiðarbækur, sjálfsmat, matskvarða, sóknarkvarða, skráningarblað f. kennara o.fl. Yngsta stig: matskvarða, sjálfsmat, ferilmöppur o.fl. Miðstig: gátlista, matskvarða, viðmiðunartöflur fyrir vitnisburð o.fl. Unglingastig: gátlista, matskvarða, sjálfsmat, jafningjamat, hópverkefni o.fl. Sjá má skipulag hópverkefna á slóð: & tid=0 *Mörg verkefni eru ennþá í vinnslu og eru því ekki send með. 19

20 Heimildir Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti. (1999). Börkur Hansen. (1994). Mat á skólastarfi. Til hvers? Uppeldi og menntun. Tímarit Kennaraháskóla Íslands, 1(1), Dalin, P. (1993). Changing the School Culture. London: Cassell. Erna Ingibjörg Pálsdóttir (2006). Fjölbreyttar leiðir í námsmati Alhliða mat. Óbirt handbók um námsmat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir (2007). Að hafa forystu um þróun námsmats. Netla. Slóð: Guðlaug Erla Gunnarsdóttir (2007). Uppeldi til ábyrgðar. Netla. Slóð: Guðrún Kristinsdóttir. (1998). Ótroðnar slóðir. Leiðbeiningar um þróunarstarf. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Hargreaves, D. H. og Hopkins, D. (1991). The Empowered School. The Management and Practice of Development Planning. London: Cassell. Hopkins, D., Ainscow, M og West, M. (1994). School Improvement in an Era of Change. London: Cassell. Jón Baldvin Hannesson, Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórsson. (2002). Aukin gæði náms. Skóli sem lærir. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Rúnar Sigþórsson (ritstjóri), Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannsson, Rósa Eggertsdóttir og West, M. (1999). Aukin gæði náms. Skólaþróun í þágu nemenda. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Stiggins, R. J. (ekkert ártal). Select Reponse Assessment. Portland: Assessment Training Institute. (DVD). Stiggins, R. J, Arter, J. A., Chappuis, J. og Chappuis, S. (2006). Classroom Assessment for Student Learning: Doing It Right Using It Well. Educational Testing Service, New Jersey: Princeton. Stiggins, R. J. (2005). New Mission, New Beliefs: Assessment for Learning. Portland: Asssessment Training Institute. (DVD). Tomlinson, C. A. og McTighe, J. (2006). Integrating Differentiated Instruction + Understanding by Design. Alexandria: Association for Supervision and Curriculum Development. Wiggins, G. og McTighe, J. (1998). Understanding by Design. Upper Saddle River: Merrill Prentice Hall. 20

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning)

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning) Shirley Clarke Clarke, 1998: Targeting assessment in the primay classroom Clarke, 2001: Unlocking formative assessmant Clarke, 2003: Enriching feedback in the primary classroom Clarke, 2005: Formative

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Ígrundun starfsþroski starfsþróun

Ígrundun starfsþroski starfsþróun Ígrundun starfsþroski starfsþróun Fyrirlestur á námskeiði kennara í Árskóla og Varmahlíðarskóla 21. ágúst 2009 Rúnar Sigþórsson HA Sá sem mænir til stjarnanna mun að sönnu ekki ná takmarki sínu. Hins vegar

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT FRAMHALDSSKÓLA

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT FRAMHALDSSKÓLA LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT FRAMHALDSSKÓLA UNNIÐ FYRIR MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2016 SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Þakkir vegna umsagna og/eða ábendinga: Anna Magnea Hreinsdóttir, Björk Ólafsdóttir,

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk

More information

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Leiðsagnarmat 1. Fræðslufundur Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Markmið Að þátttakendur þekki megin áherslur leiðsagnarmats /náms og áhrif hugarfars (mindset) og mikilvægi þess á

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012 SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI RÚNAR SIGÞÓRSSON KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Forystuhegðun skólastjóra við að þróa

More information

Við erum eins og samfélag

Við erum eins og samfélag Við erum eins og samfélag Uppbygging lærdómssamfélags í Jötunheimum Þróunarverkefni skólaárið 2017-2018 Lokaskýrsla Júlí 2018 Júlíana Tyrfingsdóttir, verkefnastjóri Við erum eins og samfélag Uppbygging

More information

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Sólgarður 2015 2016 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Mentor í grunnskólum

Mentor í grunnskólum Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Mentor

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir Lokaverkefni til M.ed. gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

Söguaðferðin í textílmennt

Söguaðferðin í textílmennt Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í textílmennt Ingibjörg Torfadóttir Lokaverkefni í kennaradeild Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi

Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Svið áhrifaþátta heilbrigðis, Embætti landlæknis Halló stjórnmálamenn!

More information

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um vinnustofur Grunnskólans á Bakkafirði Hrefna Ýr Guðjónsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Um leið og þau fá val,

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo? .. og hvað svo? "Ég las aldrei hratt en mér fannst ekkert erfitt að lesa. Ég skrifaði alltaf mjög vitlaust. Þegar ég fór að læra erlend tungumál fann ég fyrst fyrir erfiðleikum. Enskan hefur alltaf verið

More information

Skólastefna sveitarfélaga

Skólastefna sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga Skólastefna sveitarfélaga Handbók Björk Ólafsdóttir Samband íslenskra sveitarfélaga 2010 Skólastefna sveitarfélaga Handbók Höfundur: Björk Ólafsdóttir Yfirlestur og ábendingar:

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun Tungumálatorgið Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 15. september 2011 Kynningin í dag 1. Tungumálatorgið

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS

MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS 21. árgangur 1. hefti 2012 MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UNIVERSITY OF ICELAND, SCHOOL OF EDUCATION and UNIVERSITY OF AKUREYRI Leiðbeiningar fyrir höfunda og ritrýna

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT LEIKSKÓLA

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT LEIKSKÓLA LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT LEIKSKÓLA UNNIÐ FYRIR MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2016 SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Þakkir vegna umsagna og/eða ábendinga: Anna Bjarnadóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Auður

More information

Endurnýting í textílkennslu

Endurnýting í textílkennslu Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Endurnýting í textílkennslu - raunhæfur möguleiki eða draumórar - Gunnhildur Stefánsdóttir 070678-3819 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Heilsueflandi grunnskóli

Heilsueflandi grunnskóli Heilsueflandi grunnskóli Nemendur Nærsamfélag Mataræði / Tannheilsa Hreyfing / Öryggi Lífsleikni Geðrækt Heimili Starfsfólk Heilsueflandi grunnskóli Embætti landlæknis, velferðarráðuneytið og mennta- og

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Þróunarverkefnið SÍSL

Þróunarverkefnið SÍSL Háskóli Íslands Menntavísindasvið Vormisseri 2010 Þróunarstarf og mat Hópverkefni Þróunarverkefnið SÍSL Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir Aðalheiður Diego Guðrún Guðmundsdóttir Kennarar: Anna Kristín

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Ingvar Sigurgeirsson í samstarfi við starfsfólk Brúarásskóla Í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð er verið að fást við

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

MINNISBLAÐ. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Efni: Staðfesting skóladagatala grunnskóla í Reykjavík skólaárið

MINNISBLAÐ. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Efni: Staðfesting skóladagatala grunnskóla í Reykjavík skólaárið Reykjavík, 19. júní 2018 SFS2017020126 141. fundur HG/geb MINNISBLAÐ Viðtakandi: Sendandi: Skóla- og frístundaráð Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Efni: Staðfesting skóladagatala grunnskóla

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

Kennsluverkefni um Eldheima

Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni tengt eldgosinu á Heimaey 1973 og Eldheimum með áherslu á útikennslu Jessý Friðbjarnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Kennsluverkefni um Eldheima

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?-

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Grunnskólabraut 2009 Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Guðbjörg Þóra Jónsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri

More information

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty Rannsóknaráætlun Lokagerð uiopasdfghjklzxcvbnmqwertyui Byrjendalæsi Nám og kennsla opasdfghjklzxcvbnmqwertyuiop

More information

Námskeiðabæklingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands

Námskeiðabæklingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands Námskeiðabæklingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands Kennslumiðstöð Háskóla Íslands Aragötu 9 101 Reykjavík Efnisyfirlit Námskeið og vinnustofur fyrir deildir og fræðasvið... 2 Stefna Háskóla Íslands:...

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Hafdís Guðjónsdóttir starfendarannsókna Ólíkar leiðir við gagnaöflun Í greininni er kynnt samantekt á ýmsum aðferðum við gagnaöflun

More information

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel...

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Hug- og félagsvísindasvið Samfélags- og hagþróunarfræði 2010 Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Mismunur á hegðun stelpna og stráka í kennslustundum og árangri í stöðluðum prófum

More information

Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt

Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt 2016-2017 Lokaskýrsla til Sprotasjóðs Umhverfisnefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt verkefnastjóra Umhverfisgátlisti frá leikskólanum

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Hvað merkir samábyrgð yg í kennaranámi?

Hvað merkir samábyrgð yg í kennaranámi? Kennaramenntun í deiglu Hvað merkir samábyrgð yg í kennaranámi? Þuríður Jóhannsdóttir, lektor Erindi í fundaröð Menntavísindasviðs um menntun kennara 18 maí 2010 Til umræðu Verkefni idagsins í kennaramenntun

More information

Aukin hreyfing með skrefateljara

Aukin hreyfing með skrefateljara Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. maí 2009 Oddrun Hallås og Torunn Herfindal Aukin hreyfing með skrefateljara Samstarf milli grunnskóla og háskóla

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Fjölmenning og börn Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Fjölmenning og börn

More information

Netla - Tilgangur námsmats - Rannsókn á stefnumörkun grunnskóla

Netla - Tilgangur námsmats - Rannsókn á stefnumörkun grunnskóla 1 af 13 24.2.2012 13:44 Ráðstefnurit Netlu: Rannsóknir Nýbreytni Þróun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ráðstefnugrein birt 15. desember 2009 Meyvant Þórólfsson, Ingvar Sigurgeirsson og Jóhanna Karlsdóttir

More information

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. desember 2009 Jónína Sæmundsdóttir Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Í greininni er fjallað um

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsd og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit Sérkennsla í Evrópu (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU Þemarit Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu hefur unnið að þessari skýrslu í samvinnu við

More information

Mig langar, ég hef bara ekki tíma

Mig langar, ég hef bara ekki tíma Mig langar, ég hef bara ekki tíma Starfendarannsókn á innleiðingu spjaldtölva í grunnskóla Ingibjörg Anna Arnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Mig langar, ég hef

More information

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Hrafnhildur Eiðsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Sköpunarkraftur og sköpunarferli

More information

Innleiðing á Byrjendalæsi

Innleiðing á Byrjendalæsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 17. desember 2013 Yfirlit greina Eygló Björnsdóttir, María Steingrímsdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Innleiðing á Byrjendalæsi Viðhorf og

More information

Sköpun í stafrænum heimi

Sköpun í stafrænum heimi Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir Október 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir

More information

Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun

Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun Skapandi skóli Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun Í þessari handbók er að finna hagnýtar hugmyndir um fjölbreytta og skapandi kennslu fyrir kennara á öllum stigum grunnskóla. Fjallað

More information

Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Netnám og nemendasjálfstæði

Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Netnám og nemendasjálfstæði Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Brynhildur Anna Ragnarsdóttir M.A. ritgerð í uppeldis- og menntunarfræði nr. 1992 Leiðbeinandi: Dr. Jón Torfi Jónasson Haust 2002 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, 2002

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

16. árgangur, 2. hefti, 2007

16. árgangur, 2. hefti, 2007 16. árgangur, 2. hefti, 2007 KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLA ÍSLANDS OG HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UPPELDI OG MENNTUN 16. árgangur, 2. hefti 2007 ISSN 1022-4629-74 Ritnefnd: Trausti Þorsteinsson

More information

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Notagildi einstaklingsáætlunar í grunnskóla Magnús G. Sigurðsson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Einstaklingsmiðað nám í samvinnu

More information

Háskólakennarar rýna í starf sitt

Háskólakennarar rýna í starf sitt Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Hafdís Guðjónsdóttir og Svanborg R. Jónsdóttir Háskólakennarar rýna í starf sitt Þróun framhaldsnámskeiðs í kennaramenntun Greinin

More information

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 38.-59. Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Svava Björg Mörk leikskólanum Bjarma í

More information