Efnisyfirlit. Orð frá forstjóra. EY á Íslandi. Endurskoðunarsvið. Ráðgjafarsvið. Skattasvið. Viðskiptaráðgjöf. Innra gæðakerfi og óhæði

Size: px
Start display at page:

Download "Efnisyfirlit. Orð frá forstjóra. EY á Íslandi. Endurskoðunarsvið. Ráðgjafarsvið. Skattasvið. Viðskiptaráðgjöf. Innra gæðakerfi og óhæði"

Transcription

1 EY á Íslandi

2

3 Efnisyfirlit Orð frá forstjóra 5 EY á Íslandi 6 Endurskoðunarsvið 8 Ráðgjafarsvið 12 Skattasvið 14 Viðskiptaráðgjöf 16 Innra gæðakerfi og óhæði 19

4 4 EY á Íslandi

5 Orð frá forstjóra Ernst & Young, eða EY er í hópi fjögurra stærstu endurskoðunarfyrirtækja á Íslandi og hefur vaxið ört á síðustu árum. Vöxturinn hefur bæði verið vegna aukinna umsvifa á endurskoðunarsviði og útvíkkun þjónustunnar með eflingu ráðgjafarsviða okkar. Vöxtur á endurskoðunarsviði hefur verið mikill en góður orðstír okkar hefur fært okkur ný, stór og spennandi verkefni. Er það sérstaklega ánægjulegt í ljósi þeirra aðstæðna að samkeppnin verður sífellt harðari, samhliða auknum kröfum á þessum markaði. Viðskiptaráðgjafarsvið okkar er í örum vexti og eru mörg spennandi verkefni framundan þar. Á sviðinu er veitt þjónusta við kaup og sölu fyrirtækja, áreiðanleikakannanir, verðmöt og fjárhagslega endurskipulagningu, svo dæmi séu tekin. Þessa þjónustu höfum við verið að veita bæði til stærri og smærri fyrirtækja. EY hefur gengið langt í þá átt að samþætta starfsemi sína um allan heim. Hefur þetta verið gert með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi, til að tryggja samfellu í gæðum þeirrar þjónustu sem veitt er undir merkjum EY. Árangurinn er mikill og störfum við í nánu samstarfi við samstarfsaðila okkar annars staðar, og þá sérstaklega á Norðurlöndunum. Þekking og hæfileikar starfsfólks okkar um allan heim gera okkur kleift að veita fyrsta flokks þjónustu. Samþættingin hefur einnig aukið hreyfanleika starfsfólks innan EY. Bæði hafa erlendir starfsmenn EY komið til starfa hjá okkur og íslenskir starfsmenn starfað erlendis í lengri eða skemmri tíma. Við hjá EY gerum okkar ítrasta til að styðja viðskiptavini okkar og deila reynslu okkar með þeim, hvort sem er til að leysa vandamál eða grípa tækifæri þegar þau gefast. Við sjáum fram á áframhaldandi ánægjulegt samstarf við núverandi viðskiptavini og bjóðum nýja viðskiptavini velkomna. Það eru spennandi tímar framundan hjá EY á Íslandi. Ásbjörn Björnsson forstjóri Ásbjörn Björnsson 2014 Ernst & Young ehf. All rights reserved. 5

6 EY á Íslandi EY er í flokki fremstu fyrirtækja á sviði endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækja á heimsvísu. EY starfar í yfir 147 löndum og er starfsfólk nú um talsins. Þjónustu okkar er skipt í fjögur meginsvið, þ.e. endurskoðunarsvið, ráðgjafarsvið, skattasvið og viðskiptaráðgjafarsvið. EY hefur markað sér þá stefnu að vera leiðandi á markaði og veita þjónustu sem er sniðin af þörfum viðskiptavina okkar og sem er í hæsta gæðaflokki, hvar sem við erum staðsett í heiminum. Við erum þekkt fyrir: Að vera leiðandi á þeim mörkuðum sem við störfum á. Vörumerki sem laðar að besta fólkið og bestu viðskiptavinina. Heiðarleika, traust, samvinnu og virðingu fyrir viðskiptavinum okkar. Góðan orðstír fyrir að veita þjónustu í hæsta gæðaflokki. Góð tengsl við umhverfi okkar. Þar á meðal við viðskiptavini, eftirlitsaðila, fjárfesta, háskóla, fjölmiðla og starfsfólk. EY hefur sameinað starfsemi sína í Evrópu, Mið- Austurlöndum, Indlandi og Afríku í eina stjórnunareiningu (EMEIA). Þar undir eru Norðurlöndin flokkuð í eina stjórnunareiningu, EY Nordic, sem hefur eina faglega stjórn. Þetta gerir okkur kleift að nýta reynslu og setja saman teymi þvert yfir landamæri með færustu sérfræðingum okkar innan hvers sviðs. Hjá EY á Íslandi starfa um 60 manns, þar af 18 löggiltir endurskoðendur. Starfsfólk okkar er hæfileikaríkt með ýmiss konar bakgrunn. Áhersla okkar á fjölbreytta heild skiptir nú meira máli en nokkru sinni fyrr. Þegar viðskipti verða flóknari og meira ögrandi dag frá degi verðum við að leita eftir mörgum fjölbreyttum skoðunum og sjónarmiðum til að takast á við þau. Opið starfsumhverfi okkar hvetur til stöðugrar persónulegrar og faglegrar framþróunar. Öll lönd í gráu eru hluti af EMEIA 6 EY á Íslandi

7 EY á Íslandi Eigendur Ernst & Young ehf. eru: Anna Kristín Traustadóttir gsm: Árni Snæbjörnsson gsm: Ásbjörn Björnsson gsm: Friðbjörn Björnsson gsm: Guðjón Norðfjörð gsm: Jóhann Unnsteinsson gsm: Margrét Pétursdóttir gsm: Rögnvaldur Dofri Pétursson gsm: Sigurður M. Jónsson gsm: Forstjóri Ásbjörn Björnsson Endurskoðunarsvið Margrét Pétursdóttir Ráðgjafarsvið Margrét Pétursdóttir Fjármálastjóri Anna Kristín Traustadóttir Starfsmannastjóri Hildur Pálsdóttir Í skipuriti EY hér til hliðar má sjá að þjónustu okkar er skipt í fjögur meginsvið, þ.e. endurskoðunarsvið, ráðgjafarsvið, skattasvið og viðskiptaráðgjöf Skattasvið Ásta Kristjánsdóttir Gæðastjóri Sigurður Jónsson Viðskiptaráðgjöf Guðjón Norðfjörð 2014 Ernst & Young ehf. All rights reserved. 7

8 Endurskoðunarsvið Endurskoðunarsvið er stærsta sviðið innan EY á Íslandi, en meginstarfsemi þess er endurskoðun og könnun ársreikninga og árshlutareikninga auk annarar staðfestingarvinnu. Einnig veitir sviðið m.a. aðstoð við gerð reikningsskila og ráðgjöf við túlkun og beitingu reikningsskilareglna. Megintilgangur endurskoðunar og annarar staðfestingarvinnu er að auka trúverðugleika fjárhagslegra upplýsinga og þar með traust notenda þeirra, s.s. eigenda, lánardrottna og yfirvalda. Áritun endurskoðanda auðveldar þannig notendum að taka ákvarðanir á grundvelli þess álits sem veitt er. Óhæði er ein af mikilvægustu forsendum þess að endurskoðun og önnur staðfestingarvinna sé framkvæmd á hlutlausan og faglegan hátt. Við leggjum mikla áherslu á að yfirfara óhæði okkar í endurskoðun þannig að það sé til staðar bæði í ásýnd og reynd og notumst í því sambandi m.a. við alþjóðlega gagnagrunna til að halda utan um alla viðskiptavini okkar. Árangursrík endurskoðunarvinna krefst skilnings á viðskiptavininum og starfsumhverfi hans. Endurskoðunaraðferð okkar byggir á ítarlegri áhættugreiningu þar sem við setjum okkur inn í málefni viðskiptavinarins og aðstæður hans á markaði. Við yfirförum og áhættugreinum reikningsskil viðskiptavinarins og leggjum áherslu á þá þætti sem skipta sköpum fyrir velgengni hans. Ákveðnum áhættuþáttum er gefinn sérstakur gaumur í nálgun okkar, s.s. þáttum sem eru háðir mati stjórnenda eða eru óreglubundnir, sem og notkun eða beiting nýrra eða flókinna reglna. Jafnframt yfirförum við ferla og eftirlitsþætti sem notaðir eru til að draga úr hættu á skekkjum í reikningsskilunum. Við lok endurskoðunar leggjum við mat á það hversu vel væntingar viðskiptavina okkar voru uppfylltar. Við endurskoðum samkvæmt alþjóðlegri aðferðafræði sem felur í sér allt það nýjasta í endurskoðun hverju sinni og er ávallt í fullu samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Með aðferðafræði okkar og öflugum endurskoðunarhugbúnaði, sem við höfum yfir að ráða, stuðlum við að því að tryggja gæði og samkvæmni í endurskoðun innan EY, hvar sem er í heiminum. 8 EY á Íslandi

9 Endurskoðunarsvið Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á víðtæka þjónustu er varðar reikningsskil. Helstu verkefni okkar á því sviði lúta að ráðgjöf við túlkun og beitingu reikningsskilareglna hvort sem um er að ræða íslensk lög eða alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Einnig veitum við aðstoð við gerð ársreikninga og árshlutareikninga. Í gegnum alþjóðlegt samstarf okkar höfum við aðgang að fjölda sérfræðinga á sviði reikningsskila auk upplýsingaveita sem tryggja að við séum stöðugt upplýst um þróun reikningsskilareglna á heimsvísu. Þá bjóðum við einnig viðskiptavinum okkar upp á aðgang að upplýsingaveitum okkar svo þeir geti með lítilli fyrirhöfn aflað sér upplýsinga með sjálfstæðum hætti. Margrét Pétursdóttir, löggiltur endurskoðandi, veitir endurskoðunarsviðinu forstöðu. Þjónusta Endurskoðun og könnun reikningsskila Önnur staðfestingarvinna Gerð reikningsskila Ráðgjöf um beitingu og túlkun reikningsskilareglna Bókhaldsþjónusta Launavinnslur Margrét Pétursdóttir gsm Ernst & Young ehf. All rights reserved. 9

10 10 EY á Íslandi

11 2014 Ernst & Young ehf. All rights reserved. 11

12 Ráðgjafarsvið EY er á heimsvísu fremst í flokki þeirra aðila sem veita fyrirtækjum, fjármálastofnunum og opinberum aðilum ráðgjöf á sviði áhættustýringar, innra eftirlits, stjórnarhátta og innri endurskoðunar. EY er einnig leiðandi aðili í ráðgjafarþjónustu í verkefnum sem tengjast hagræðingu og stjórnun ásamt því að veita aðstoð við skipulagningu og innleiðingu virðisaukandi aðgerða í rekstri. Starfsemi ráðgjafarsviðs EY á Íslandi byggir á þeirri sterku stöðu sem EY hefur á heimsvísu á þessum sviðum og aðgengi okkar að yfirgripsmikilli sérhæfingu og þekkingu. Við leggjum sérstaka áherslu á samvinnu og samþættingu starfsemi okkar við EY á Norðurlöndunum, þar sem aðstæður eru hvað sambærilegastar við það sem gerist hér á landi. Þessi samvinna, ásamt því reynslumikla teymi sérfræðinga sem við höfum yfir að ráða, gerir okkur kleift að bjóða íslenskum fyrirtækjum og stofnunum ráðgjafarþjónustu sem er í alþjóðlegum gæðaflokki. Stjórnendur fyrirtækja eru nú í auknum mæli meðvitaðir um að áhersla á vöxt og aukin umsvif þarf að taka mið af óvissu og þeim áhættum sem eru til staðar í rekstrarumhverfinu. Samhliða aukinni áherslu á vinnu með óvissuþætti og innleiðingu markvissrar áhættustýringar, er mikilvægt að unnið sé stöðugt og skipulega til að ná fram skilvirkni og hagræðingu í rekstri. Vinna þarf stöðugt að úrbótum og þegar aðstæður krefjast getur þurft að ráðast í vel skipulögð hagræðingarverkefni. Í góðu árferði er tilhneiging til þess að fyrirtæki leggi of mikla áherslu á vöxt á kostnað þess að leggja áherslu á aukna skilvirkni og úrbætur. Þegar árferði er verra eða kreppuástand skapast, er tilhneiging til að stíga á bremsuna svo harkalega að fyrirtækið fer á mis við að nýta vaxtar- og hagnaðartækifæri. Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við að vinna markvisst að skipulagningu þessara mála og leggjum áherslu á að veita ráðgjöf sem tekur mið af sjónarmiðum langtímaárangurs viðskiptavinarins. Ráðgjöf okkar beinist m.a. að skilvirkni í stjórnun og áhættustýringu, að koma á ferli stöðugra umbóta og að veita aðstoð við að setja á laggirnar sérstök hagræðingarverkefni sem byggja á virkri þátttöku stjórnenda og starfsmanna viðkomandi fyrirtækis. Þegar vel er að verki staðið getur innri endurskoðun í fyrirtækjum og stofnunum verið einn af mikilvægustu þáttum eftirlitskerfis þeirra. Innri endurskoðun getur gengt lykilhlutverki við að bæta virkni áhættustýringar, innra eftirlits og stuðlað að skilvirkni í rekstri. Eitt af áherslusviðum hjá ráðgjafarsviði EY á Íslandi er því þjónusta á sviði innri endurskoðunar. Þjónusta okkar er eftir atvikum byggð á útvistunarsamningi um innri endurskoðun, verkefnum sem unnin eru í samráði við eigin innri endurskoðunardeild viðkomandi fyrirtækis, eða einstökum úttektum sem unnar eru fyrir stjórn, endurskoðunarnefnd eða yfirstjórn fyrirtækisins. Við skipulagningu og framkvæmd innri endurskoðunar nýtum við okkur aðferðarfræði EY, sem er þrautreynd. Það, ásamt viðamikilli reynslu okkar af verkefnum á þessu sviði, tryggir gæði, hagkvæmni og virðisauka af innri endurskoðun fyrir starfsemi viðskiptavina okkar. 12 EY á Íslandi

13 Ráðgjafarsvið Fjármálafyrirtæki þurfa sífellt að aðlaga sig að stórauknum kröfum og auknu eftirliti með starfseminni. Verulegar breytingar hafa orðið í umhverfi fjármálafyrirtækja, m.a. með nýrri tilskipun ESB, þ.e. CRD IV tilskipuninni sem byggir á Basel III, auk þeim ítarlegu viðmiðunum um áhættustýringu og innri stjórnarhætti sem evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur sent frá sér. Í þeim er lögð sérstök áhersla á hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna og hlutverk áhættustýringardeilda. Sambærilegar breytingar eru einnig að verða í starfsumhverfi tryggingafélaga í kjölfar innleiðingar Solvency II tilskipunar ESB. Í þjónustu okkar við fjármálastofnanir á þessum sviðum byggir EY á teymi sem hefur mikla sérfræðiþekkingu innan áhættustýringar og innra eftirlits og sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á því alþjóðlega regluverki sem fjármálafyrirtæki hér á landi þurfa að fylgja, auk reynslu af innri og ytri endurskoðun hér á landi og erlendis. Þjónusta Áhættustýring Innra eftirlit Stjórnarhættir Regluumhverfi fjármálafyrirtækja Innri endurskoðun Hagræðing og innleiðing virðisaukandi aðgerða Öyggisúttektir og prófanir upplýsingakerfa Margrét Pétursdóttir, löggiltur endurskoðandi veitir ráðgjafarsviði EY á Íslandi forstöðu. Margrét Pétursdóttir gsm Ernst & Young ehf. All rights reserved. 13

14 Skattasvið Meginstarfsemi skattasviðs EY á Íslandi, felst í ráðgjöf á sviði skattaréttar og félagaréttar. Einnig veitir sviðið m.a. þjónustu við skattalegar og lögfræðilegar áreiðanleikakannanir í samvinnu við viðskiptaráðgjafarsvið EY. Undir skattasvið EY heyrir lögfræðisvið okkar. Þjónusta okkar hentar bæði einstaklingum og stórum sem smærri fyrirtækjum. Við hjá EY teljum að ábyrg og skipuleg stjórn á skattamálum fyrirtækja skipti sköpum varðandi velgengni þeirra. Starfsfólk okkar býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á öllum sviðum skattamála og kappkostar við að veita viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu. Þegar kemur að starfsemi erlendis höfum við aðgang að skattasérfræðingum í meira en 147 löndum. Auk þess að veita viðskiptavinum okkar þjónustu á sviði skattaog félagaréttar, veitum við þjónustu á sviði samningaréttar og sifja- og erfðaréttar. Helstu verkefni okkar á framangreindum sviðum varða m.a. sameiningar, skiptingar og slit félaga, sem og aðstoð við stofnun nýrra félaga. Einnig veitum við ráðgjöf á sviði alþjóðlegs skattaréttar og við túlkun tvísköttunarsamninga. Skatta- og lögfræðiráðgjöf er hluti af mörgum þáttum í viðskiptum og snertir þessi þjónustulína því nær allar aðrar þjónustulínur EY. Við framkvæmum skattalegar og lögfræðilegar áreiðanleikakannanir, aðstoðum við samningagerð við kaup og sölu fyrirtækja og rekstrareininga, veitum skattalega og lögfræðilega aðstoð í endurskipulagningarvinnu o.fl. 14 EY á Íslandi

15 Skattasvið Við aðstoðum viðskiptavini okkar í samskiptum við skattyfirvöld. Í því felst m.a. aðstoð við skattakærur, beiðni um bindandi álit, svör við fyrirspurnum og kærur til yfirskattanefndar. Skattasvið EY gefur út skattabækling einu sinni á ári, þar sem tekin hafa verið saman helstu atriði er varða skattaleg málefni í starfsemi fyrirtækja og einstaklinga. Við teljum að sú reynsla og þekking sem er til staðar hjá starfsmönnum skattasviðs EY leiði til vandaðrar og árangursríkrar ráðgjafar, viðskiptavinum okkar til hagsbóta. Ásta Kristjánsdóttir, lögræðingur, veitir skattasviðinu forstöðu. Þjónusta Skattaréttur Félagaréttur Samningaréttur Sifja- og erfðaréttur Alþjóðlegur skattaréttur Samkeppnisréttur Skattalegar og lögfræðilegar áreiðanleikakannanir Samskipti við skattyfirvöld Ásta Kristjánsdóttir gsm Ernst & Young ehf. All rights reserved. 15

16 Viðskiptaráðgjöf Viðskiptaráðgjöf EY hefur verið í örum vexti undanfarin ár. Undir sviðið fellur þjónusta er varðar ýmis viðskipti fyrirtækja, en megin þjónustulínur sviðsins eru fyrirtækjaráðgjöf, áreiðanleikakannanir, verðmöt og áætlanagerð og fjárhagsleg endurskipulagning. Verkefnin sem viðskiptaráðgjöf EY glímir við eru oft mjög sérhæfð. Náin samvinna við aðrar skrifstofur EY veitir okkur aðgang að sérfræðingum hvar sem er í heiminum, viðskiptavinum okkar til hagsbóta. Markmið með þeirri þjónustu sem veitt er á sviðinu er að hjálpa stjórnendum fyrirtækja að viðhalda því sem þegar er til staðar, greina tækifæri á markaði, afla fjármagns, ná réttri fjármagnsskipan og veita aðstoð við að hámarka arðsemi og árangur. Aðstoð okkar og ráðgjöf snýr að þáttum er varða stöðu og möguleika fyrirtækja við að ná markmiðum sem stuðla að viðhaldi, eflingu og hámörkun arðsemi. Flest fyrirtæki verða fyrir því að markaðshlutdeild minnkar á einhverjum tímapunkti samhliða harðari samkeppni. Þá er mikilvægt að gera vel ígrundaða áætlun um stöðugleika og vöxt og greina af kostgæfni alla möguleika er snerta heildarmynd fyrirtækisins. Viðskipti geta verið flókin og því fylgir aukin hætta á mistökum. Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að meta stöðu fyrirtækisins, greina og framkvæma kaup og sölur fyrirtækja eða fyrirtækjaeininga og að meta áhrif af sameiningu eða sölu. Einnig framkvæmum við kannanir er snúa að samlegðaráhrifum, greiningu og áliti á markaðsumhverfi atvinnugreina eða tiltekins fyrirtækis, auk kannana í tengslum við fjármögnun, kannanir á upplýsingakerfum og fleira. Verðmatsþjónusta okkar felur í sér verðmöt á fyrirtækjum, einstaka rekstrareiningum innan fyrirtækja, einstaka eignum o.fl. Við framkvæmum einnig og veitum aðstoð við gerð virðisrýrnunarprófa. Við gerð stærri verðmata og virðisrýrnunarprófa er gjarnan þörf á góðri og traustri áætlun. Okkar þjónusta felur í sér gerð eða aðstoð við slíkar áætlanir, sem og yfirferð og mat á þeim. Við sjáum einnig um gerð eða aðstoðum við viðskiptaáætlanir, bæði í tengslum við verðmatsvinnu, ný verkefni eða frumkvöðlafyrirtæki. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja krefst mjög víðtækrar faglegrar þekkingar. Við aðstoðum fyrirtæki við að meta tækifæri að bættri fjármagnsskipan, vinna að árangursríkri endurskipulagningaráætlun og ná fram bættu sjóðstreymi og ákjósanlegri stöðu veltufjár. Áreiðanleikakannanir eru veigamikill þáttur í rekstri fyrirtækja. Afar mikilvægt er að kanna vel áhrif fyrirhugaðra viðskipta og draga fram nauðsynlegar og mikilvægar upplýsingar, áður en viðskiptin eru endanlega frágengin. Við framkvæmum fjárhagslegar áreiðanleikakannanir í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja eða einstakra rekstrareininga. 16 EY á Íslandi

17 Viðskiptaráðgjöf Viðskiptaráðgjafarsviðið veitir einnig þjónustu er varðar rannsóknir, úttektir og matsmál, sem felst einkum í fjárhagslegum rannsóknum á bókhaldi þrotabúa, úttektum á fyrirtækjum í nauðasamningaferli, matsmálum vegna viðskipta sem tveir eða fleiri aðilar ná ekki sátt um o.fl. Guðjón Norðfjörð, viðskiptafræðingur, veitir sviði viðskiptaráðgjafar forstöðu. Þjónusta Fyrirtækjaráðgjöf Áreiðanleikakannanir Verðmöt og áætlanagerð Fjárhagsleg endurskipulagning Rannsóknir, úttektir og matsmál Guðjón Norðfjörð gsm Ernst & Young ehf. All rights reserved. 17

18 18 EY á Íslandi

19 Innra gæðakerfi og óhæði Gæðaeftirlit Auk þess að lúta ytra gæðaeftirliti fagfélaga og eftirlitsstofnana hefur EY innra eftirlit þar sem fylgst er með gæðum endurskoðunarvinnunnar. Innra gæðaeftirlitið er framkvæmt árlega þar sem farið er í gegnum valin endurskoðunarverkefni. Þetta eftirlit er framkvæmt af einstaklingum frá öðrum skrifstofum EY til að tryggja hlutlægni þeirra. Við gæðaeftirlit er ekki eingöngu um að ræða úttekt á endurskoðunarvinnunni, heldur einnig á hverri annarri þjónustu sem við veitum. Óhæði Óhæðisreglur EY og ferlar eru hannaðir með það fyrir augum að gera okkur kleift að gæta fyllsta óhæðis í þeim verkefnum sem við tökum að okkur í samræmi við þær kröfur sem gilda um óhæði. Þeirra á meðal eru kröfur samkvæmt íslenskum lögum og siðareglum alþjóðasamtaka endurskoðenda (IFAC) og siðareglum Félags löggiltra endurskoðenda. Hagsmunaárekstrar EY hefur á alþjóðavísu komið sér upp verklagi sem greinir hagsmunaárekstra. Um leið og beiðni um þjónustu berst er athugað um allan heim hvort til staðar séu aðstæður sem gætu leitt til hagsmunaárekstra. Þá hefur EY fastmótaðar reglur um það hvernig tekið er á hagsmunaárekstrum, komi þeir upp. Nánari upplýsingar um gæðakerfi Ernst & Young ehf. og reglur okkar um óhæði má finna í gagnsæisskýrslu okkar á heimasíðu félagsins. Sigurður M. Jónsson, löggiltur endurskoðandi, er gæðastjóri Ernst & Young ehf. Allir starfsmenn EY eru þátttakendur í árlegum óhæðisnámskeiðum til að stuðla að því að óhæðisreglur séu í heiðri hafðar. Markmiðið er að hjálpa starfsfólki okkar að skilja hverjar skuldbindingar þess og EY eru svo það geti gætt þess að engir þeir hagsmunir séu fyrir hendi sem kunna að verða taldir ósamrýmanlegir óhæðis-, og hlutleysiskröfum okkar þegar við þjónustum viðskiptavini okkar. Allt starfsfólk EY verður einu sinni til fjórum sinnum á ári að staðfesta formlega að það virði óhæðisreglur EY og starfsaðferðir. Árlega eru framkvæmdar úrtakskannanir til að sannreyna fylgni við óhæðisreglurnar. EY veitir ekki ráðgjöf um rekstrarleg eða fjárhagsleg atriði sem gæti valdið því að um endurskoðun á eigin verkum sé að ræða. Sigurður M. Jónsson gsm Ernst & Young ehf. All rights reserved. 19

20 EY Assurance Tax Transactions Advisory Um EY EY er leiðandi fyrirtæki í heiminum á sviði endurskoðunar, skattamála og ráðgjafarþjónustu. Þekking okkar og sú gæðaþjónusta sem við veitum stuðlar að trausti og tiltrú á fjármagnsmarkaði og í hagkerfum um heim allan. Við þjálfum framúrskarandi leiðtoga sem starfa saman að því að uppfylla fyrirheit okkar til allra þeirra sem hagsmuni hafa af starfsemi okkar. Með því gegnum við mikilvægu hlutverki í uppbyggingu betri starfsskilyrða fyrir starfsfólk okkar, viðskiptavini og samfélög. EY vísar til alþjóðasamtaka okkar og kann að visa til eins eða fleiri aðildarfélaga Ernst & Young Global Limited, en hvert þeirra er sjálfstæður lögaðili. Ernst & Young Global Limited, sem er breskt hlutafélag með takmarkaða ábyrgð, veitir ekki þjónustu til viðskiptavina. Frekari upplýsingar um samtök okkar má nálgast á ey.com. EY ehf. er einkahlutafélag skráð á Íslandi, kt og er aðildarfélag að EY Global Limited Ernst & Young ehf. Útgefið á Íslandi. ey.com Ernst & Young ehf. Borgartúni Reykjavík Sími: Fax: Netfang:

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi

KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi Desember 2015 Efnisyfirlit 1 Félagsform og eignarhald 1.1 Almennt 1.2 Rekstrarform og eignarhald 1.3 Stjórnskipulag 1.4 Gildi 1.5 Fjárhagslegar upplýsingar 2 Gæðaeftirlit 2.1

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information

Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2016 PricewaterhouseCoopers ehf.

Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2016 PricewaterhouseCoopers ehf. www.pwc.com/is Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2016 PricewaterhouseCoopers ehf. Efnisyfirlit bls 4 6 Rekstrarform og eignarhald Rekstrarform Eignarhald Markmið PwC samstarfið 7 8 Stjórnskipulag Skipurit Innra

More information

Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2018 PricewaterhouseCoopers ehf.

Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2018 PricewaterhouseCoopers ehf. www.pwc.com/is Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2018 PricewaterhouseCoopers ehf. Efnisyfirlit bls 4 6 Rekstrarform og eignarhald Rekstrarform Eignarhald Markmið PwC samstarfið 7 8 Stjórnskipulag Skipurit Innra

More information

Skýrsla um gagnsæi Aukinn sýnileiki

Skýrsla um gagnsæi Aukinn sýnileiki Skýrsla um gagnsæi 2014 Aukinn sýnileiki Efnisyfirlit Staðfesting stjórnar og forstjóra.. 2 Inngangur.. 3 Félagsform og eignarhald.... 5 Gæði.. 8 Óhæði, hagsmunaárekstrar og siðamál... 11 Fjárhagsupplýsingar

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun (Staðlarnir)

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun (Staðlarnir) Inngangur að stöðlunum Innri endurskoðun fer fram í margvíslegu lagaumhverfi og menningarheimum, hjá fyrirtækjum sem hafa mismunandi tilgang og eru breytileg að stærð, uppbyggingu og flækjustigi, og hún

More information

Gagnsæisskýrsla KPMG kpmg.is

Gagnsæisskýrsla KPMG kpmg.is Gagnsæisskýrsla KPMG 2017 kpmg.is Efnisyfirlit 1. Ávarp framkvæmdastjóra 2. Um okkur 3. Rekstrarform, stjórnun og eignarhald 4. Gæðastjórnunarkerfi 5. Fjárhagslegar upplýsingar 6. Greiðslur til hluthafa

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Alþjóðlegir staðlar og siðareglur um innri endurskoðun. Janúar 2013

Alþjóðlegir staðlar og siðareglur um innri endurskoðun. Janúar 2013 Alþjóðlegir staðlar og siðareglur um innri endurskoðun Janúar 2013 Copyright 2013 by The Institute of Internal Auditors, 247 Maitland Avenue, Altamonte Springs, Florida, 32701-4201 USA. All rights reserved.

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland Leiðbeinandi tilmæli nr.5/2011 Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Úrdráttur úr kynningu Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Nanna Huld Aradóttir, Cand. Oecon, CIA

Úrdráttur úr kynningu Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Nanna Huld Aradóttir, Cand. Oecon, CIA Endurskoðunarnefndir Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum Úrdráttur úr kynningu Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Nanna Huld Aradóttir, Cand. Oecon, CIA Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017 Innra eftirlit 2. útgáfa október 2017 Efnisyfirlit 1 Inngangur...3 2 Skilgreining á innra eftirliti...4 2.1 Hugtakið innra eftirlit...4 2.2 Markmið innra eftirlits...5 2.3 Einkenni innra eftirlits...6

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008

BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008 BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008 Eyjólfur Óli Eyjólfsson Leiðbeinandi: Bjarni Frímann Karlsson Viðskiptafræðideild Maí 2011 Ábyrgð og hlutverk

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 14. árgangur, 1. tölublað, 2017 Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum Einar Guðbjartsson og Jón Snorri Snorrason

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf.

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Auður Hermannsdóttir og Snjólfur Ólafsson Mikil breyting hefur orðið á íslensku viðskiptalífi á síðasta áratug. Íslensk fyrirtæki eru stærri og öflugri en áður

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Stjórnun viðskiptatengsla Skynjun starfsmanna á notagildi og ávinningi af stjórnun viðskiptatengsla Hildur Guðjónsdóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr. Leiðbeinandi tilmæli Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum nr. 2/2007 Gefið út skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Sýnileg stjórnun á Íslandi

Sýnileg stjórnun á Íslandi VIÐSKIPTASVIÐ Sýnileg stjórnun á Íslandi Með áherslu á töflunotkun Árangursþættir og hömlur Ritgerð til MS gráðu Nafn nemanda: Sigrún Hólm Þórleifsdóttir Leiðbeinandi: Einar Svansson Vorönn 2017 Staðfesting

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf.

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf. Reykjavík, 6. apríl 2017 Ákvörðun nr. 14/2017 Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Þann 28. febrúar 2017 barst eftirlitinu kaupsamningur varðandi kaup Sands ehf. á öllu hlutafé

More information

MAcc ritgerð Reikningsskil og endurskoðun. Ímynd löggiltra endurskoðenda í samanburði við ímynd annarra fagstétta

MAcc ritgerð Reikningsskil og endurskoðun. Ímynd löggiltra endurskoðenda í samanburði við ímynd annarra fagstétta MAcc ritgerð Reikningsskil og endurskoðun Ímynd löggiltra endurskoðenda í samanburði við ímynd annarra fagstétta Kristín Elfa Axelsdóttir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Gæða- og umhverfiskerfi

Gæða- og umhverfiskerfi Haustmisseri 2012 Gæða- og umhverfiskerfi Lokaverkefni Viðskiptafræði Nemandi: Anton Smári Rúnarsson, kt. 170584-3179 Leiðbeinandi: Stefán Valgarð Kalmansson 1 Samningur um trúnað Undirritaður nemandi

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

B.Sc. í viðskiptafræði

B.Sc. í viðskiptafræði Innra eftirlit og verkferlar bókhaldsdeildar Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar Sonja Björg Guðbjörnsd. Blandon B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2016 Sonja Björg Guðbjörnsd. Blandon Leiðbeinandi: Kt. 260977-3269

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean)

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) Undirbúningur og innleiðing Heiðdís Jónsdóttir Leiðbeinandi: Eðvald Möller Viðskiptafræðideild Október 2015 Fyrstu skref í átt

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA www.ibr.hi.is SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA Snjólfur Ólafsson Brynhildur Davíðsdóttir Lára Jóhannsdóttir Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Ester Gústavsdóttir Kári Kristinsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2014 um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 19. febrúar

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna ekki er bara plakat uppi á vegg! Hlutverk

More information

Höfum við gengið til góðs?

Höfum við gengið til góðs? Útg. Félag löggiltra endurskoðenda Ábm: Ómar H. Björnsson formaður Ritnefndar FLE Júní 2005 28. árgangur 1. tölublaðflefréttir EFNI BLAÐSINS Höfum við gengið til góðs?...1 Af stjórnarborði...4 Til hamingju

More information

Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum

Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum Þóra Valsdóttir Matís ohf Inngangur Mörg fyrirtæki hafa byrjað markaðsfærslu sína með einni vöru og hafa ekki burði til að auka vöruúrval sitt þrátt fyrir að þau hafi

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

MANNVIT ÁBYRGÐ Í VERKI A B C D E F

MANNVIT ÁBYRGÐ Í VERKI A B C D E F MNNVIT ÁYRGÐ Í VRKI 1 2 4 TRUST, VÍÐSÝNI, ÞKKING, GLÐI MNNVIT_ ÁYRGÐ Í VRKI SJÁLÆRNI- OG SMÉLGSSKÝRSL TRUST, VÍÐSÝNI, ÞKKING, GLÐI UMHVRISMRKI Prentun: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja PRNTGRIPUR Ljósmyndir:

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Viðskipta- og hagfræðideild sept 2008 íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Höfundur: Hinrik Fjeldsted Leiðbeinandi: Runólfur Smári Steinþórsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/suðurgötu, 101

More information

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit Efnisyfirlit Inngangur...4 Að skilja markaðsmál...5 Fyrirtækið og markaðsáætlun...6 Hluti I. Öflun markaðsþekkingar...7 Greining tækifæra til sóknar...7 Öflun upplýsinga um markaðinn - markaðsrannsóknir..8

More information

Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja

Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W11:01 Desember 2011 Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Auður upplýsinga Mikilvægi innri upplýsingamiðlunar og tengsl við starfsánægju Margrét Helga Jóhannsdóttir Leiðbeinandi Þóra H. Christiansen aðjúnkt Viðskiptafræðideild

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Fylgt úr hlaði. Skrifstofa FLE, helstu upplýsingar

Fylgt úr hlaði. Skrifstofa FLE, helstu upplýsingar Útg: Félag löggiltra endurskoðenda Aðsendar greinar í blaðinu eru á ábyrgð höfunda en að öðru leyti er útgáfa blaðsins á ábyrgð ritnefndar FLE. FLE blaðið má ekki afrita með neinum hætti, að hluta til

More information

Samfélagsábyrgð í íslenskum skaðatryggingafélögum

Samfélagsábyrgð í íslenskum skaðatryggingafélögum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 12. árgangur, 1. tölublað, 2015 Samfélagsábyrgð í íslenskum skaðatryggingafélögum Harpa Dís Jónsdóttir, Lára Jóhannsdóttir og Snjólfur Ólafsson 1 Ágrip Við hrun bankakerfisins

More information

MS ritgerð. Stjórnun viðskiptatengsla (CRM) hjá Vodafone

MS ritgerð. Stjórnun viðskiptatengsla (CRM) hjá Vodafone MS ritgerð Stjórnun viðskiptatengsla (CRM) hjá Vodafone Lykilforsendur árangursríkrar innleiðingar CRM með áherslu á CRM kerfi Tinna Ósk Þorvaldsdóttir Leiðbeinendur: Þórður Sverrisson aðjúnkt Þórhallur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Iðunn Elva Ingibergsdóttir Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Frammistöðumat og starfsmannastjórnun Ávinningur og nýjar áherslur Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Svala Guðmundsdóttir, Dósent Júní 2018 Frammistöðumat og starfsmannasamtöl

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön

Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2003 Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön Runólfur Smári Steinþórsson 1 Ágrip Stjórnun gerir kröfu um að náð sé utan um mikilvægar forsendur og frumsetningar.

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu Lára Sigríður Lýðsdóttir Þórhallur Örn Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Febrúar

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

Tengdir aðilar á markaði

Tengdir aðilar á markaði BS ritgerð í viðskiptafræði Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er þá varðar Kateryna Hlynsdóttir Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er

More information

að stjórnendur fyrirtækja horfi fram á veginn og hugleiði hvað næsta ár muni bera í skauti sér. Mikilvægt er að meta hvernig unnt er að nýta tækifæri

að stjórnendur fyrirtækja horfi fram á veginn og hugleiði hvað næsta ár muni bera í skauti sér. Mikilvægt er að meta hvernig unnt er að nýta tækifæri Fréttabréf Febrúar 2001 1. tbl. 4. árg. 4 6 8 10 12 Samræmd reikningsskil hafa ótvírætt gildi Sigrún Guðmundsdóttir fjallar um aðgerðir til að samræma reikningsskil á alþjóðavísu. Viltu skapa fyrirtæki

More information

Starfsemi Skógræktarinnar er byggð á gildum sem leiðbeina um hegðun og vinnubrögð starfsmanna. Þau gildi eru fagmennska, samvinna og framsækni.

Starfsemi Skógræktarinnar er byggð á gildum sem leiðbeina um hegðun og vinnubrögð starfsmanna. Þau gildi eru fagmennska, samvinna og framsækni. Efnisyfirlit Í janúar 2016 var Capacent falið að veita ráðgjöf og stuðning til stýrihóps um sameiningu landshlutaverkefna í skógrækt og Skógræktar ríkisins í nýja stofnun, Skógræktina. Í stýrihópnum áttu

More information

GÆÐASTJÓRNUN VIÐ MANNVIRKJAGERÐ

GÆÐASTJÓRNUN VIÐ MANNVIRKJAGERÐ GÆÐASTJÓRNUN VIÐ MANNVIRKJAGERÐ 1 INNGANGUR Í greinarkorni þessu verður fjallað um nauðsyn þess að viðhafa gæðastjórnun við undirbúning, hönnun og byggingu mannvirkja á Íslandi. Bent verður á rannsóknir

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Mobility Management - Umferðarstjórnun RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR

Mobility Management - Umferðarstjórnun RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR Mobility Management - Umferðarstjórnun RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR Mars 2009 Mobility Management - Umferðarstjórnun 06188 S:\2006\06188\S_Mobility_Management.doc Mars 2009 1 30.03.2009 GHS SJ SJ Nr.

More information

Formáli...4. Þjónustugæði...5 Hvað er þjónusta?...5 Hvað eru þjónustugæði?...6 Þættir sem stuðla að þjónustugæðum...6

Formáli...4. Þjónustugæði...5 Hvað er þjónusta?...5 Hvað eru þjónustugæði?...6 Þættir sem stuðla að þjónustugæðum...6 Formáli...4 Þjónustugæði...5 Hvað er þjónusta?...5 Hvað eru þjónustugæði?...6 Þættir sem stuðla að þjónustugæðum...6 Mælingar á þjónustu...10 Þjónustukannanir...10 Hulduheimsóknir og kvartanir viðskiptavina....12

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG Útrásin og nýsköpun Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi Ásdís Jónsdóttir Desember 2006 RANNÍS Vísindi, nýsköpun og samfélag Ágrip Í þessari samantekt eru

More information

Markaðsáherslur og markaðshneigð

Markaðsáherslur og markaðshneigð Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2004 Markaðsáherslur og markaðshneigð Þórhallur Örn Guðlaugsson. 1 Ágrip Markaðshneigð (e. market orientation) má lýsa sem einkenni á fyrirtækjamenningu, sem

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2014 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Gefin út á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 21. mars 2014 Inngangur Fjármálaeftirlitið

More information

Ársskýrsla Reykjavíkurborg Innri endurskoðun. Mat á eftirlitsumhverfi Reykjavíkurborgar

Ársskýrsla Reykjavíkurborg Innri endurskoðun. Mat á eftirlitsumhverfi Reykjavíkurborgar Ársskýrsla 2008 Reykjavíkurborg Innri endurskoðun Mat á eftirlitsumhverfi Reykjavíkurborgar Formáli innri endurskoðanda Auknar kröfur samfélagsins um gagnsæi, opna stjórnsýslu og bætt aðgengi að upplýsingum

More information

STJÓRNARHÁTTAYFIRLÝSING KVIKU BANKA HF.

STJÓRNARHÁTTAYFIRLÝSING KVIKU BANKA HF. STJÓRNARHÁTTAYFIRLÝSING KVIKU BANKA HF. Lög og reglur Kviku banka hf. ( Kvika eða bankinn ) ber að fylgja viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja samkvæmt 6. mgr. 45. gr. laga um fjármálafyrirtæki

More information

Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf.

Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf. Miðvikudagur, 11. maí, 2011 Ákvörðun nr. 20/2011 Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi dags. 18. febrúar 2011 tilkynntu Búvellir slhf. (hér eftir

More information

BS ritgerð. Stefnumiðað árangursmat hjá tveimur íslenskum fyrirtækjum

BS ritgerð. Stefnumiðað árangursmat hjá tveimur íslenskum fyrirtækjum BS ritgerð í Stjórnun og forystu Stefnumiðað árangursmat hjá tveimur íslenskum fyrirtækjum Ragnheiður Þórdís Gylfadóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Snjólfur Ólafsson September 2010

More information

Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla

Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla Ásta Kristín Reynisdóttir Háskólinn á Akureyri Viðskiptadeild Vor 2008 Háskólinn á Akureyri, Viðskiptadeild Heiti verkefnis:

More information