Eðlishyggja í endurskoðun

Similar documents
GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Uppsetning á Opus SMS Service

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

Atli Harðarson VÉLMENNI 1

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

Femínísk þekkingarfræði

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

spjaldtölvur í skólastarfi

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona.

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Forspjall um forvera

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Í hvernig nærfötum ertu núna?

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

2

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins?

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

10. kafli fordómar og mismunun

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Tónlist og einstaklingar

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Þetta var eiginlega nauðgun

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls Upphaf AA samtakanna... Bls Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls Kenningar... Bls.

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen

Hugræn fræði (e. cognitive studies) hafa sótt í sig veðrið upp á

Hugvísindasvið. Heill þú farir. Um sögulegan breytileika í íslenskum kveðjum. Ritgerð til MA-prófs í íslenskum fræðum. Sigríður Sæunn Sigurðardóttir

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Orðaforðanám barna Barnabók

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Hvað var róttækt við Búsáhaldabyltinguna? 1

Á vegferð til fortíðar?

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Vefskoðarinn Internet Explorer

Erindi Fröken Júlíu við íslenskan samtíma okkar. Arnmundur Ernst Björnsson

Um prófsteina gjörða okkar

,,Getur nokkur stöðvað Hillary?

Ofbeldissamband yfirgefið

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir

Til varnar hugsmíðahyggju

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok

Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking. Sigrún K. Valsdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í mannfræði.

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Þetta er ég en samt með þessu twisti Sviðsetning lífstílsbloggara

Maður er svo öryggislaus... - verk Svövu Jakobsdóttur í femínísku, heimspekilegu og félagsfræðilegu samhengi

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni.

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Transcription:

Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma eða mótunarhyggju hvað varðar venjulega hluti, hluti eins og stóla og borð. En það er nú ekki það sem ég ætla að ræða um núna, heldur ætla ég að ræða um efni sem er á mörkum heimspeki, félagsvísinda, og hugvísinda: hugmyndina að það að vera kona (eða maður, ef því er að skipta) sé eðlislægt. þetta er sumsé sú kenning að kyngervi sé eðlislægt. Eðlishyggja hefur í gegnum tíðina verið kenning sem feministar hafa ekki komist hjá að ræða, og þar hefur eðlishyggjan ýmist verið vinur eða óvinur. Til dæmis var eðlishyggja notuð í baráttu gegn kosningarétti kvenna, þar sem sú kenning var við lýði að konur gætu í eðli sínu bara ekki hugsað rökrétt; tilfinningasemi kvenna mundi hafa yfirhöndina og alls ekki væri nú hægt að treysta svoleiðis fólki til að kjósa. En svo hefur eðlishyggja líka legið að baki ákveðinni tegund af feminisma. T.d. má finna ákveðna eðlishyggju í hugmyndafræði Kvennalistans á áttunda áratugnum, þar sem álitið var að konur væru að eðlislagi umhyggjusamari en karlar, en umhyggjusemi og að vera nærandi og í betri tilfinnangatenglsum væri einmitt eitthvað sem þjóðfélaginu bæri að hampa. Í staðinn fyrir gamla feminismann sem gekk út á að sýna að konur væru líka menn og gætu alveg gengið inn í karlastörf var nú áherslan á að konur og menn væru ólík, og jafnvel ólík að eðlislagi, og hefðu ólík gildi og að mjúku gildi kvennana væru gildi sem skipa ættu hærri sess í þjóðfélaginu almennt en verið hefði. Nú í seinni tíð liggur við að eðlishyggja sé notuð sem skammaryrði í feministakredsum. Eðlishyggja og mótunarhyggja eru þá settar upp sem andstæður, en það er einmitt eitt af því sem ég vil setja spurningarmerki við hér í dag. Ýmist hefur það verið eðlishyggja hvað varðar kyn eða kyngervi sem um hefur verið að ræða, þar sem kyn hefur verið skilgreint sem líffræði-eða líffærafræðilegt fyrirbæri, en kyngervi sem samfélagsleg þýðing þess. Kyngervi er þá félagslegt fyrirbæri, eða félagsleg kategóría, sem tilkomið er af því að í samfélaginu er að finna ákveðnar væntingar um hvað það sé að vera af kven eða karlkyni og hvers konar hlutverk og hegðan tilheyri fólki af hverju kyni. Á ensku er t.d. talað um sex og gender þar sem gender er skilgreint sem social significance of sex. Hér er það að vera kvenkyns, karlyns eða millikyns spurning um kyn; það að vera kona, karlmaður, eða eitthvað þar á milli spurning um kyngervi. Hérna í dag ætla ég að beina sjónum mínum að eðlishyggju og kyngervi. Markmiðið hérna hjá mér í dag er að varpa einhverju ljósi á það hvað það gæti þýtt að aðhyllast

eðlishyggju hvað varðar kyngervi, hvað það gæti þýtt að segja að kyngervi sé eðlislægt. Takist mér að varpa einhverju ljósi á það hér í dag þá vona ég líka að við verðum í betri aðstöðu til að velta fyrir okkur hvaða máli það skipti hvort eðlishyggja er rétt eða röng. Ég er með tilgátu um hvað eðlishyggja hvað varðar kyngervi felist í; hvers konar forsendur fólk verði að gefa sér til þess að aðhyllast svoleiðis kenningu og þá um leið hvers konar mótrökum hægt sé að beita gegn þess háttar kenningu. Og þetta ætla ég nú að gera enda þótt íslenska orðið á enska orðinu gender bendi beinlínis til að kyngervi geti ekki með nokkru móti verið eðlislægt, heldur sé eins konar gervi sem við getum sett upp rétt eins og við gerum þegar við setjum upp gervi til að taka þátt í leiksýningu. Að leiksýningu lokinni tökum við náttúrulega hárkolluna og sminkið af áður en við höldum heim á leið. En ef kyngervið er okkur eðlislægt, þá er eins of hárkollan og sminkið sé fast á okkur ævilangt, í raun erfitt að tala um hárkollu og smink yfirleitt, því hárkollan er eina hárið sem við höfum, og sminkið að sama skapi eini húðliturinn. Nú en hvað er eðlishyggja? Eðlishyggja, sem nefnd er essentialismi á ýmsum erlendum málum, er eldgömul kenning sem á rætur sínar að rekja til Aristótelesar. Gamli Aristótelíski skilningurinn á því er þríþættur. Ég ætla að heimfæra skilgreininguna upp á kveneðlið. Kveneðlið, ef það þá er til, verður að uppfylla þrjú skilyrði: 1. Í fyrsta lagi verður kveneðlið að vera eiginleiki eða safn eiginleika sem gerir konuna að konu. þetta þarf að vera eiginleiki sem allar konur hafa og bara konur hafa. það er ómögulegt ef bara sumar konur hafa þennan eiginleika, nú eða alls konar annað fólk hefur eiginleikann líka. Hér er sum sé ekki nóg að tala um eiginleika týpískrar konu, hvort sem þá er átt við ímyndaða tölfræðilega staðalkonu með 1,3 börn eða um meðalgunnu sem er einstæð móðir í Breiðholtinu. þetta er spurning um skilgreininguna á tegundinni kona. En jafnvel þótt hægt sé að gefa skilgreiningu á því hvað það er að vera kona er það ekki nóg til að um eðlishyggju sé að ræða. það er til dæmis hægt að skilgreina hvað það er að vera þingmaður þannig að sú skilgreining eigi aðeins við um þingmenn og eigi við um alla þingmenn. Skilgreiningin yrði náttúrulega að vísa í að kosið hefði verið með löglegum hætti og svo framvegis; ekki væri nóg að tala um mannverurnar sem sitja í ákveðnum sætum í Alþingishúsinu (það að sitja á stól gerir ekki viðkomandi að þingmanni). Nú en það er sum sé ekki nóg að hafa skilgreininguna tiltæka. Enginn er tilbúinn að segja að þingmenn séu þingmenn að eðlislagi heldur getur fólk orðið þingmenn og svo getur það líka hætt að vera þingmenn og lifað góðu lífi þrátt fyrir það.

2. Annað skilyrðið sem kveneðlið verður að uppfylla er því að það að vera kona sé hverri konu eðlislægt, að það að vera kona sé óbreytanlegur eiginleiki þannig að það að hætta að vera kona og hætta að vera til fari saman. Vel er hægt að hætta að vera þingmaður og vera í einhverjum skilningi ennþá sú eða sá sem maður er. En eðlishyggjan krefst þess að ef hægt er að skipta um kyngervi yfirleitt, þá verði við það að minnsta kosti svo miklar breytingar að í raun sé um nýja persónu sé að ræða. 3. Nú þriðja og síðasta skilyrðið sem kveneðlið verður að uppfylla er að eiginleikarnir sem um ræðir skýri að einhverju leyti hegðan kvenna. Ef eðlið hefði ekkert skýringargildi væri það með öllu ónothæft sem vopn til þess að bæta stöðu kvenna. Og að sjálfsögðu væri það líka bitlaust sem kúgunartæki. Ég ætla lítið að ræða um þetta skilyrði en við getum kannske gert það hérna á eftir. Það er mjög mikilvægt að rugla eðlishyggju ekki saman við líffræðilega nauðhyggju (biologiskan determinisma). Eins og við sjáum er ekkert sem mælir á móti því að eðlið sé afrakstur félagslegrar mótunar. Mótunarhyggja og eðlishyggja virðast því vel geta farið saman og eru ekki þær andstæður sem fólk hefur oft haldið. Líffræðileg nauðhyggja ásamt eðlishyggju er hins vegar ekki samræmanleg mótunarhyggju, þar sem líffræðileg nauðhyggja mundi í því tilfelli fela í sér að eðlið ætti sér líffræðilegan eða erfðafræðilegan grunn. En, sum sé, eðlishyggja sem slík hefur ekkert svoleiðis í för með sér. Ég geri ráð fyrir að það sé nokkurn veginn klárt hvað þarf að vera fyrir hendi til þess að fyrsta og þriðja skilyrðið fyrir eðlishyggju sé uppfyllt: það verða að vera einhverjir eiginleikar sem allar konur hafa og aðeins konur hafa, eitthvað sem gerir þær að konum og svo verða þessir eiginleikar að hafa skýringargildi. En það er annað skilyrðið, það að kyngervið sé eðlislægt, sem ég held við flest öll hnjótum um: hvað þýðir það eiginlega? Hvernig færum við að því að færa sönnur á að kyngervi sé eðlislægt eða að það sé það ekki? það eru þessar spurningar sem ég ætla nú að beina sjónum okkar að. Ég ætla hér að ræða um kenningar Kwame Anthony Appiah sem kennir heimspeki og afrísk-amerísk fræði á Harvard en hann hefur einmitt sett fram þá kenningu að kyngervi sé eðlislægt en kynþáttur ekki. Í framhaldi af því að ræða um kenningar Appiah mun ég svo setja fram tilgátu um eðlishyggju hvað varðar kyngervi yfirleitt. Fólk þarf sumsé ekki að aðhyllast skoðanir Appiah til þess að halda því fram að kyngervi sé eðlislægt, en hins vegar held ég að við getum lært svolítið um eðlishyggju almennt með því að skoða útgáfuna hans. Það sem hann hefur í huga þegar hann spyr: er kyngervi eða kynþáttur eðlislægur? er þetta: ef ég skipti um kyngervi eða kynþátt, mundi ég vera sami maðurinn og áður?

Mundi það vera ég? Hefði ég breyst svo mikið að ég væri óþekkjanlegur með öllu, bæði fyrir mér og öðrum? En nú þarf ég að kynna til sögunnar tvö ný hugtök. Líkt og við gerðum greinarmun á kyni og kyngervi þá gerir Appiah greinarmun á líffræðilegum kynþætti og félagslegum kynþætti. Á sama hátt og munur á kynjum á að vera líffræðilegur, þá á munur á líffræðilegum kynþáttum að vera líffræðilegur; til þess að til séu líffræðilegir kynþættir þurfa því að vera til líffræðilegir eiginleikar sem skipta mannkyninu niður í kynþætti. Og líkt og kyngervi voru félagsleg þýðing kynja, þá eru félagslegir kynþættir, félagsleg þýðing líkamlegra kynþátta. Til að mynda er það að vera félagslega svartur í Bandaríkjunum afrakstur þess hvaða væntingar það þjóðfélag gerir til þess fólks sem álitið er vera líffræðilega svart. Kenning Appiah er að kyngervi sé eðlislægt en félagslegur kynþáttur sé það ekki. Ástæðuna fyrir þessum mun telur hann vera þá að raunverulegur líffræðilegur munur sé á kynjum, en enginn slíkur raunverulegur munur sé á kynþáttum. Við getum hugsað um þetta þannig að um sé að ræða tvö lög: líffræðilegu kategóríurnar eru hérna fyrir neðan: kynin og meintir líffræðilegir kynþættir. Og fyrir ofan eru félagslegu kategóríurnar sem eru þýðing eða merking þeirra líffræðilegu í þjóðfélaginu: kyngervi og félagslegir kynþættir. Appiah heldur því fram að sú félagslega kategóría sem eru þýðing eða merking raunverulegrar líffræðilegrar kategóríu sé eðlislæg, en sú sem sé þýðing kategóríu sem á sér enga stoð í líffræðinni sé það ekki. Eins og þið sjáið má víkka út kenningu Appiah þannig að ekki aðeins sé talað um kyngervi og kynþætti heldur aðrar félagslegar kategóríur. þetta er sum sé kenning Appiah og það má sossum ýmislegt út á hana setja. Meinti munurinn á milli kynja og kynþátta er til dæmis eitthvað sem gjarnan má setja spurningarmerki við og við getum rætt þetta á eftir ef þið viljið. En ég ætlaði að nota kenningar Appiah til að koma með tilgátu um eðlishyggju hvað varðar kyngervi yfirleitt (sem reyndar má svo útvíkka svo að nái til félagslegra kategóría almennt). Og þess vegna spyr ég: af hverju ætti það að vera að það hvort það séu einhverjar líffræðilegar ástæður fyrir kynjamun og munum á kynþáttum að vera það sem skiptir máli þegar við spyrjum hvort kyngervi og félagslægir kynþættir séu eðlislægir? Hvaða hlutverki er líffræðilegum grunni kynjanna gert að gegna. Er það hlutverk sem finna má í öllum eðlishyggjukenningum, ekki bara kenningu Appiah? Svarið held ég að sé einfalt: ég held að það sem þurfi að skýra sé ákveðin tregða í félagslegum veruleika sem gerir það að verkum að það að skipta um kyngervi sé meiriháttar mál, það sem gerir það að verkum að það er ekki eins og að skipta um atvinnu eða hárgreiðslu, heldur eins og verða ný persóna. það sem eðlishyggjusinni verður því að gera er að

færa sönnur á að í þjóðfélaginu sé til staðar þessi tregða. Og svo verður hann eða hún að skýra orsakir tregðunnar. Appiah gerir það með því að vísa í líffræðilegan grunn félagslegu fyrirbrigðanna, en einnig má gera það á annan hátt. Til að mynda má koma með sálfræðilegar skýringar á tregðunni, þar sem sjálfsímyndir fólks eru eitthvað sem myndast á unga aldri og samspil sjálfsmynda fólks og þeirra mynda sem það dregur upp af öðru fólki móti félagslegan veruleika þannig að erfitt er að breyta honum. Appiah skýrir tregðuna og þar með talið eðlislægni kyngervisins með því að kyngervið er félagsleg þýðing kyns og að hans dómi er raunverulegur líkamlegur munur á milli kynjanna og þess vegna erfir kyngervið tregðuna sem finna má þegar litið er á kynin. Að hans dómi er hins vegar enginn líkamlegur munur á kynþáttum og af þeim sökum er tregðan ekki fyrir hendi og kynþáttur ekki eðlislægur. Að mínum dómi er það tregðan sem skiptir máli, ekki hvar hana er að finna. því má aðhyllast eðlishyggju og halda því fram að kyngervi sé eðlislægt án þess að koma með sömu skýringuna á því af hverju það sé og Appiah gerir. En einhvers staðar verður maður hins vegar að staðsetja tregðuna til að útskýra af hverju kyngervið er eðlislægt. Ég set sem sé fram tilgátu hér um það hvað það þýði að segja að kyngervi sé eðlislægt og í hverju eðlishyggja hvað varðar kyngervi felist. Ef tilgátan mín er rétt þá hefur andeðlishyggjufólk um þrjá kosti að velja: Hægt er að halda því fram að engir eiginleikar séu þannig að hægt sé að skilgreina hvað það er að vera kona með tilvísun í þá. þetta er fyrsta skilyrðið fyrir eðlishyggju samkvæmt Aristótelísku hugmyndinni hér að framan. Í öðru lagi er hægt að halda því fram að eiginleikarnir sem um ræðir hafi ekkert skýringargildi, að þeir geti ekki skýrt hegðan fólks. þetta er þriðja skilyrðið fyrir eðlishyggju sem ég nefndi hér að ofan. Í þriðja lagi er hægt að halda því fram að það að vera kona sé ekki eðlislægt í þeim skilningi sem ég er búin að vera að ræða og að tregðan sem ég hef verið nefna sem ástæðan fyrir því að kyngervi sé eðlislægt sé ekki fyrir hendi. (Simone de Beauvoir) Nú en af hverju skiptir máli hvort eðlishyggja er rétt eða röng? Málið snýst um það hvernig hægt er að færa félagslegan raunveruleika, veruleikann sem við búum við, til betri vegar. þetta snýst um hvaða aðferðir eru líklegar til að bera árangur. Ef eðlishyggja er rétt og það er eitthvað að kyngervunum sem við búum við, þá kallar feminisminn í raun á nýja veröld með öðru vísi fólki. Ef eðlishyggja er röng, þá má kannski fá fram breytingar sem virðast að minnsta kosti ekki vera eins drastískar. En það ætti að vera ljóst að það er ekkert andfeminískt að vera eðlishyggjusinni.

Eðlishyggja er kenning um hverjar orsakirnar eru, ekki pólitísk kenning um hvaða gildi við eigum að hafa eða hvers konar meðferð á fólki er réttlætanleg. Við þessi orð ætla ég að láta staðar numið og vona að ég hafi vakið upp einhverjar spurningar. 2001 Vitnað var í: Appiah, Anthony. But Would at Still Be Me? Notes on Gender, 'Race', Ethnicity, as Sources of 'Identity'", Journal of Philosophy, vol. 87 (okt. 1990), s. 493-499.