Forvarnar- og viðbragðsáætlun gegn einelti í Framhaldsskólanum á Húsavík

Similar documents
Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Einelti á vinnustöðum

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Einelti. og samskipti kennara við foreldra gerenda eineltis

Enginn hefur kvartað :

Kynferðisleg áreitni á vinnustað

Einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni,

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Einelti í grunnskóla

Stöndum saman Um efnið

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun

Samskipti á Heilbrigðisvísindasviði

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi?

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Skýrsla um innleiðingu aðgerða gegn brotthvarfi nemenda

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

MINNISBLAÐ. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Efni: Staðfesting skóladagatala grunnskóla í Reykjavík skólaárið

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

2. útg Eineltisáætlun Króks. Heilsuleikskólinn Krókur

Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar

Við viljum börnunum okkar alltaf það besta

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

Heilsueflandi grunnskóli

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Að efla félagshæfni leikskólabarna

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Atriði úr Mastering Metrics

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Skóli án aðgreiningar

Neteinelti. Skaðvaldur í nútímasamfélagi. Regína Ásdís Sverrisdóttir Tinna Ósk Óskarsdóttir

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Áfallaáætlanir í Fjarðabyggð

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir

Ef ég hefði engan áhuga á náms- og starfsfræðslu þá mundi ekkert gerast

spjaldtölvur í skólastarfi

Skólatengd líðan barna

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD

Gott starfsumhverfi innri starfshvöt og þjónandi leiðtogar

1*1 Minnisblað Dags

Stundum er betra að hlusta en tala

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Nemendamiðuð forysta

Að koma í veg fyrir sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir meðal unglinga

,,Af góðum hug koma góð verk

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal

Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður Árnason

Að fá barn til þess að brosa

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla

Félagsráðgjafardeild

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála meðal unglinga

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum í Kína

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?-

Kynferðisofbeldi gegn börnum Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Á ég virkilega rödd?

Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar

2. útgáfa 2018 Umsjón og ritstjórn: Úlfar Jónsson Umbrot og útlit: Siggi Hlö Myndir: Úr safni GKG. Formáli Inngangur 3

Transcription:

Forvarnar- og viðbragðsáætlun gegn einelti í Framhaldsskólanum á Húsavík Stefna Framhaldsskólans á Húsavík Það er skýr stefna skólans að veita bæði nemendum og starfsfólki gott starfsumhverfi, sem einkennist af kurteisi og virðingu í samskiptum. Mannréttindi eru í hávegum höfð og einelti og annars konar ofbeldi verður ekki liðið í skólanum. Meðvirkni starfsmanna í einelti er fordæmd. Skilgreining skólans á því hvað einelti er, byggir á reglugerð nr. 1000/2004 en þar segir í 3.gr: Einelti: Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Ótilhlýðileg háttsemi getur ýmist verið af líkamlegum, andlegum, kynferðislegum eða rafrænum toga. Skýr stefna um eineltismál er mikilvæg ekki síst vegna þess að afleiðingar eineltis eru neikvæðar og alvarlegar bæði fyrir þann sem fyrir því verður og fjölskyldu viðkomandi. Ungmenni sem verða fyrir einelti upplifa miklar þjáningar bæði sálrænar, líkamlegar og félagslegar. Einkenni sem hafa greinst hjá þolendum eru m.a. streita, einmanaleiki, kvíði, þunglyndi, lítið sjálfstraust, sektarkennd, sjálfsvígshugsanireða tilraunir og líkamleg vanheilsa líkt og erfiðleikar með svefn, svimi, hjartsláttartruflanir, vöðvabólga o.fl. Einelti hefur neikvæð áhrif á námsárangur af þeim sökum að þolendur upplifa minni ánægju af skólagöngu, eru meira fjarverandi í samanburði við samnemendur og aukin hætta er á brotthvarfi. Eins sýna rannsóknir að einelti er einn af áhættuþáttum vímuefnaneyslu unglinga. Á vinnustöðum geta komið upp ágreiningsmál og hagsmunaárekstrar sem valdið geta óþægindum. Mikilvægt er að leysa slík mál án tafar áður en þau þróast til verri vegar. Tekið verður á fölskum ásökunum um einelti af sömu festu og einelti almennt. Ef einelti er látið viðgangast í skóla getur það haft veruleg áhrif á þá sem þar starfa og nema og hefur því áhrif á skólabraginn í heild. Því er það á ábyrgð allra að sporna gegn einelti og koma ábendingum um slíkt til réttra aðila.

Birtingarform Birtingarmyndir eineltis geta verið af ýmsu tagi: Félagslegt einelti getur t.d. birst í hunsun eða höfnun frá félagahópi, skoðanir og vinnuframlag virt að vettugi, baktal, rógi dreift um viðkomandi og algjör útilokun Líkamlegt einelti getur t.d. verið að slá, sparka eða hrinda Efnislegt einelti getur t.d. verið skemmdir á eigum; skóladót, fatnaður, skótau, bifreið Kynferðislegt einelti getur verið líkamleg, munnleg eða táknræn athugasemd og/eða spurning um kynferðisleg málefni Rafrænt einelti getur komið fram í sms, bloggi, fésbók eða með öðrum samskiptamáta á rafrænu formi. Innan þessarar tegundar eineltis getur fallið hunsun og höfnun frá félagahópi. Samkvæmt íslenskum rannsóknum eru birtingarmyndir eineltis í framhaldsskólum á Íslandi helst þrenns konar áreiti; hunsun og höfnun, djók og grín, illt umtal og miskunnarlausar athugasemdir. Að auki er rafrænt einelti meira áberandi eftir því sem einstaklingar eldast. Vegna þessa er áhersla lögð á að veita þessum atriðum sérstaka athygli í forvarnarskyni. Vísbendingar um einelti Áríðandi er að allir sem að skólasamfélaginu koma þekki einkenni eineltis. Þannig má betur grípa inn í, kanna málið og hafa samband við viðbragðsteymi eineltismála við FSH. Mikilvægt er að verði starfsfólk eða nemendur varir við neðangreind atriði, er full ástæða til að hafa samband við einhvern í viðbragðsteymi skólans. Hugsanlegt er að einstaklingur upplifi einelti í sinn garð ef hann: Tekur ekki þátt í hópastarfi og er oft útundan Er mikill einfari og virðist standa utan við hópinn í kennslustundum Verður fyrir aðkasti og/eða skopi af hálfu samnemenda og/eða kennara Lýsir andúð á skólanum og/eða dregur úr skólasókn, einkunnir lækka Sýnir minnimáttarkennd eða minnkað sjálfsálit Virðist kvíðinn, þunglyndur, niðurdreginn eða óhamingjusamur Virðist óttasleginn eða sýnir örvæntingu Sýnir miklar skapsveiflur og/eða er erfiður viðureignar

Virðist bitur eða í hefndarhug Neitar að segja frá hvað amar að Forvarnir Lykilþáttur í forvörnum gegn einelti er ríkuleg áhersla á jákvæð samskipti á milli allra sem að skólanum koma og hafa skýra stefnu um að einelti sé ekki liðið. Það er því mikilvægt að efla vitund allra í skólasamfélaginu um jákvæð samskipti og að þau séu einkennandi í öllu starfi skólans. Í FSH er lögð áhersla á að: Umræður og verkefni um jákvæð samskipti séu eðlilegur hluti af skólastarfi Efla og viðhalda vitund allra aðila um mikilvægi jákvæðra samskipta, m.a. með því að kennarar eru vakandi fyrir því að taka upp umræðu um jákvæð samskipti og nota og hvetja til jákvæðra samskipta. Skólinn sé eftirsóttur vinnustaður fyrir alla nemendur og starfsfólk. M.a. með því að viðhalda hlýlegu og hvetjandi andrúmslofti þar sem gagnkvæm virðing er ríkjandi og mannréttindi í hávegum höfð. Stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum og heilbrigðu félagslífi m.a. með því að skapa tækifæri og svigrúm til að sinna eigin heilsu og félagslífi sem og halda uppi umræðu um mikilvægi heilbrigðis. Vinna að því að skapa öruggt vinnu-og námsumhverfi, m.a. með því að starfsfólk og nemendur séu vakandi fyrir einelti og öðrum neikvæðum samskiptum og bregðist við á viðeigandi hátt. Viðbragðsteymi Viðbragðsteymi FSH samanstendur af náms-og starfsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðingi, og stjórnanda.

Viðbragðsáætlun vegna gruns um einelti Nemendur Máli vísað til viðbragðsteymis sem vinnur að lausn málsins Staðfestur grunur um einelti Samband haft við aðila málsins: nemendur og/eða forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri Staðfest að ekki sé um einelti að ræða Gögn geymd hjá námsráðgjafa Unnið að lausn samkvæmt verklagi skólans Málið leyst Samband haft við alla aðila að málinu. Stuðningur við þolendur og gerendur sé þess þörf. Eftirfylgd með málinu. Gögn geymd hjá námsráðgjafa. Málið ekki leyst Áframhaldandi vinna þar til lausn fæst. Áfram samband við aðila; nemendur og/eða forráðamenn. Stuðningur áfram sé þess þörf. Leitað aðstoðar hjá aðilum utan skólans við lausn mála.

Viðbragðsáætlun vegna gruns um einelti Starfsfólk Máli vísað til viðbragðsteymis sem vinnur að lausn málsins Staðfestur grunur um einelti Unnið að lausn samkvæmt verklagi skólans Staðfest að ekki sé um einelti að ræða Gögn geymd á meðan þolandi starfar við skólann Málið leyst Stuðningur við þolendur og gerendur sé þess þörf. Gögn geymd hjá námsráðgjafa Málið ekki leyst Áframhaldandi vinna þar til lausn fæst. Stuðningur áfram sé þess þörf. Leitað aðstoðar hjá aðilum utan skólans við lausn mála.

Heimildir Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, Sif Einarsdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir (2007). Hægist mein þá um er rætt Birtingarmyndir eineltis í framhaldsskólum og líðan þolenda. Uppeldi og menntun, 16, 9-33. Flensborgarskólinn (e.d.) Sótt af http://www.flensborg.is/thjonusta/einelti/ 5.september 2014. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Kristinn Tómasson (2004). Einelti á vinnustað, vinnuskipulag og líðan starfsmanna. Læknablaðið, 90, 847-851. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004. Reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum nr. 920/2006. Schneider, S.K., O Donnell, L., Stueve, A. og Coulter, R.W. (2012). Cyberbullying, school bullying, and psychological distress: A regional census of high school students. American Journal of Public Health, 102, 171-177. Spriggs, A.L., Iannoti, R.J., Nansel, T.R. og Haynie, D.L. (2007). Adolescent bullying invelvement and perceived family, peer and schol relations: Commonalities and differences across race/ethnicity. Journal of Adolescent Health, 41, 283-293. Vinnueftirlitið (2008). Einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum. Forvarnir og viðbrögð [Bæklingur]. Reykjavík: Vinnueftirlitið.