Lög um opinber fjármál nr. 123/2015

Size: px
Start display at page:

Download "Lög um opinber fjármál nr. 123/2015"

Transcription

1 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Lög um opinber fjármál nr. 123/2015 Ásamt umfjöllun um einstakar lagagreinar, greinargerð og nefndaráliti. Febrúar 2016

2 2 Formáli Ný lög um opinber fjármál tóku gildi 1. janúar Í nýjum lögum er sérstök áhersla á langtímahugsun, stöðugleika, aga við framkvæmd fjárlaga og bætt reikningsskil. Lögin fela í sér verulegar breytingar á fjármálum hins opinbera og viðteknum verkferlum og verkaskiptingu þeirra sem að þeim koma. Umgjörð opinberra fjármála er treyst og skilyrði sköpuð fyrir samþættingu markmiða í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila. Lögin ná yfir breiðara svið en eldri löggjöf um fjárreiður ríkisins sem þau leysa af hólmi, eða til fjármála hins opinbera í heild, þ.e. ríkis og sveitarfélaga. Lögin treysta aðkomu Alþingis að því að setja markmið í ríkisfjármálum og opinberum fjármálum sem liggja til grundvallar við gerð fjárlaga. Í nýjum lögum er einnig mælt fyrir um mun ítarlegri ákvæði en í gildandi lögum um hvernig staðið skuli að stefnumörkun og áætlanagerð í opinberum fjármálum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur útbúið sérprentun á nýjum lögum með það að leiðarljósi að gefa aðgengilega yfirsýn yfir lögin og ferlið að baki samþykkt þeirra. Ritið er byggt þannig upp að fyrst koma einstakar greinar laganna eins og þau voru samþykkt og auðkenndar eru sérstaklega breytingar sem urðu á lagatextanum í meðförum Alþingis. Aftan við einstakar greinar laganna eru skýringar á greinunum. Því næst koma almennar athugasemdir vegna laganna, greinargerð og lagatexti frumvarps að lögum um opinber fjármál sem lagt var fyrir löggjafarþingið

3 Efnisyfirlit Formáli Efnisyfirlit... 3 I. KAFLI Markmið, gildissvið og orðskýringar gr. Markmið gr. Gildissvið gr. Orðskýringar II. KAFLI Stefnumörkun í opinberum fjármálum gr. Fjármálastefna gr. Fjármálaáætlun gr. Grunngildi fjármálastefnu og fjármálaáætlunar gr. Skilyrði fjármálastefnu og fjármálaáætlunar gr. Hagrænar forsendur stefnumörkunar gr. Horfur og þróun til lengri tíma gr. Endurskoðun fjármálastefnu gr. Samskipti og samráð ríkis og sveitarfélaga gr. Ársfjórðungsskýrsla um opinber fjármál gr. Fjármálaráð III. KAFLI Frumvarp til fjárlaga, fjárheimildir gr. Frumvarp til fjárlaga gr. Breytingar á forsendum frumvarps til fjárlaga gr. Framsetning frumvarps til fjárlaga gr. Skýringar með frumvarpi til fjárlaga gr. Kynjuð fjárlagagerð og jafnrétti gr. Fylgirit með frumvarpi til fjárlaga gr. Stefnumótun fyrir málefnasvið gr. Tillögur um fjárheimildir gr. Tillögur um fjárveitingar til stofnana og verkefna gr. Breytingar á frumvarpi til fjárlaga gr. Almennur varasjóður A-hluta gr. Fjárskuldbindingar B-hluta gr. Frumvarp til fjáraukalaga IV. KAFLI Framkvæmd fjárlaga

4 4 27. gr. Umsjón og ábyrgð á framkvæmd fjárlaga gr. Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar gr. Millifærsla fjárveitinga gr. Heimild til flutnings fjárheimilda milli ára gr. Stefnumótun ríkisaðila í A-hluta til þriggja ára gr. Ársáætlanir ríkisaðila í A-hluta gr. Mat á útgjaldahorfum til lengri tíma gr. Eftirlit með fjármálum innan fjárlagaárs gr. Upplýsingaskylda, frávik frá rekstraráætlunum ríkisaðila í A-hluta gr. Ábyrgð forstöðumanna og stjórna ríkisaðila gr. Fjárstýring gr. Lánastýring gr. Yfirfærsla lántökuheimilda gr. Samningar um framkvæmdir, rekstur og afmörkuð verkefni gr. Aðrir samningar við ríki, samtök ríkja og alþjóðastofnanir gr. Styrkveitingar gr. Meðferð og fyrirsvar eigna og réttinda í eigu ríkisins gr. Eigandastefna ríkisins í félögum gr. Meginreglur við kaup, sölu og leigu eigna gr. Heimildir til ráðstöfunar og öflunar eigna gr. Gjafir gr. Nauðungarsölueignir, lausafé og búnaður V. KAFLI Reikningsskil og skýrslugerð gr. Skýrslur og upplýsingar gr. Starfsemi og verkefni ríkisins gr. Tekjur A-hluta ríkissjóðs gr. Gerð og framsetning reikningsskila gr. Reikningsár ríkisaðila gr. Gerð og skil ársreikninga í A-, B- og C-hluta gr. Undirritun ársreikninga í A-hluta gr. Gerð ríkisreiknings gr. Undirritun ríkisreiknings gr. Staðfesting ríkisreiknings

5 5 59. gr. Endurskoðun gr. Mánaðarskýrsla fyrir A-hluta ríkissjóðs gr. Ársfjórðungsskýrsla fyrir A-hluta ríkissjóðs gr. Ársskýrsla ráðherra gr. Reikningsskilaráð ríkisins VI. KAFLI Ýmis ákvæði gr. Fjársýsla ríkisins gr. Innra eftirlit og innri endurskoðun gr. Mat á áhrifum stjórnarfrumvarpa og reglugerða gr. Reglugerðarheimild gr. Gildistaka Ákvæði til bráðabirgða Almennar athugasemdir við lagafrumvarp þetta I. Inngangur II. Lög um fjárreiður ríkisins III. Þáttur opinberra fjármála í efnahagsumhverfinu Umfang og þróun opinberra fjármála Sveitarfélög Opinber fyrirtæki IV. Helstu breytingar og nýmæli í frumvarpinu Heildstæð umgjörð um opinber fjármál Stefnumörkun í opinberum fjármálum a. Grunngildi b. Fjármálastefna c. Fjármálaáætlun Skilyrði fjármálastefnu og fjármálaáætlunar Fjármálaráð Skilgreining fjárheimilda og fækkun fjárlagaliða Hlutverk og ábyrgð við fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga Reikningsskil Framsetning opinberra fjármála Kynjuð fjárlagagerð V. Framþróun löggjafar um opinber fjármál samanburður við erlendan rétt

6 6 1. Svíþjóð Noregur Danmörk VI. Löggjöf um opinber fjármál önnur viðmið Skýrsla sendinefndar AGS Tillögur um nýja rammalöggjöf um opinber fjármál (e. Iceland. Towards a New Organic Budget Law) Skýrsla sendinefndar AGS IPSAS-reikningsskil og aukið gagnsæi opinberra fjármála (e. IPSAS in Iceland: Towards Enhanced Fiscal Transparency) Skýrsla OECD um alþjóðlegt fyrirkomulag fjárlagagerðar (e. The Legal Framework for Budget Systems. An international comparison, 2006) Sáttmáli ESB um opinber fjármál VII. Mat á áhrifum Áhrif á sveitarfélög Starfshættir ráðuneyta Starfshættir fjármála- og efnahagsráðuneytis Starfshættir Alþingis Starfshættir ríkisaðila Tölvu- og upplýsingakerfi VIII. Samráð IX. Yfirlit yfir kafla frumvarpsins Nefndarálit um frumvarp til laga um opinber fjármál Tilgangur og forsaga frumvarpsins I. kafli. Markmið, gildissvið og orðskýringar II. kafli. Stefnumörkun í opinberum fjármálum III. kafli. Frumvarp til fjárlaga, fjárheimildir IV. kafli. Framkvæmd fjárlaga V. kafli. Reikningsskil og skýrslugerð Kostnaðarmat frumvarpsins Niðurstaða Frumvarp til laga um opinber fjármál

7 7 Lög um opinber fjármál nr. 123/2015 Ásamt greinargerð og nefndaráliti fjárlaganefndar. I. KAFLI Markmið, gildissvið og orðskýringar. Um I. kafla. Í kaflanum er fjallað um markmið, gildissvið og orðskýringar. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Í því skyni er lögum þessum ætlað að tryggja: 1. heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma, 2. vandaðan undirbúning áætlana og lagasetningar sem varða efnahag opinberra aðila og öflun og meðferð opinbers fjár, 3. skilvirka og hagkvæma opinbera fjárstjórn og starfsemi, 4. að opinber reikningsskil séu í samræmi við viðurkenndar bókhalds- og reikningsskilareglur, 5. virkt eftirlit með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár, eigna og réttinda. Um 1. gr. Í ákvæðinu eru meginmarkmið frumvarpsins sett fram og endurspeglar framsetning þeirra kaflaskiptingu frumvarpsins að nokkru leyti. Í 1. tölul. er einkanlega vísað til II. og III. kafla um undirbúning stefnumörkunar og áætlanagerðar sem birtist m.a. í fjármálastefnu og fjármálaáætlun, sbr. 4. og 5. gr., og fjárlaga, sbr. III. kafla. Eins og orðalagið ber með sér er lögð áhersla á að undirbúningurinn sé í senn vandaður og heildstæður. Heildstæð stefnumörkun byggist einkum á því að fjármálastefnu og fjármálaáætlun er ætlað að ná til opinberra aðila í heild sinni, þ.m.t. sveitarfélaga, auk þess sem hún nær yfir fimm ár hið skemmsta. Í 2. tölul. er einkum vísað til ákvæða III. kafla þar sem fjallað er um atriði sem lúta að undirbúningi lagasetningar og ákvarðana um öflun og ráðstöfun fjár í fjárlögum. Í kaflanum eru sett fram ýmis nýmæli við undirbúning og gerð frumvarps til fjárlaga, þ.m.t. um breytta framsetningu þess, um stefnumótun og ráðstöfun fjár til málefnasviða, um mat á áhrifum

8 breytingartillagna á frumvarp til fjárlaga á heildarafkomu ríkissjóðs og um gerð fylgirits með frumvarpi til fjárlaga sem sýni fjárveitingar til ríkisaðila og verkefna. Ákvæði 3. tölul. lýtur að skilvirkni og hagkvæmni í starfsemi og fjárstjórn ríkisins. Hér er einkum vísað til ákvæða IV. kafla um framkvæmd fjárlaga þar sem m.a. er kveðið á um að verklag við framkvæmd fjárlaga skuli vera skýrt, einfalt og markvisst. Tilgangur þessa er að þjónusta og starfsemi ríkisins verði eins hagkvæm og markviss og kostur er. Þá er í kaflanum einnig lögð áhersla á vandaða stefnumótun ríkisaðila og ráðherra, að lausafjár- og lánastýring sé gagnsæ og virk, að eftirlit með gjalda- og tekjuþróun skuli vera virkt og að skýrt sé hvernig bregðast skuli við frávikum frá rekstraráætlunum. Í 4. tölul. er vísað til þess að reikningsskil opinberra aðila eiga að vera í samræmi við viðurkenndar bókhalds- og reikningsskilareglur. Með tilvísun til bókhalds- og reikningsskilareglna er átt við þær form- og efniskröfur sem fram koma í lögum um bókhald, nr. 145/1994, með síðari breytingum, og varða ríkisaðila í A-, B- og C-hluta, auk A-hluta sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Þá er gert ráð fyrir að skýrslugerð og reikningsskil fyrir A- hluta ríkissjóðs í heild fylgi alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, sbr. 52. gr. frumvarpsins. Ákvæði 5. tölul. lýtur að eftirliti með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár, eigna og réttinda. Í virku eftirliti felst stöðugt eftirlit með framkvæmd fjárlaga, hvort heldur er af hálfu handhafa framkvæmdarvalds, Alþingis eða sjálfstæðra aðila, svo sem Ríkisendurskoðunar. Forsenda virks eftirlits er einnig að ábyrgð og skyldur aðila sem koma að eftirliti sé skýr og eftirlit sé haft með að reikningsskil opinberra aðila fylgi alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Ákvæðum IV. og V. kafla er einkum ætlað að tryggja að markmið 5. tölul. náist. 2. gr. Gildissvið. Lög þessi gilda um fjármál opinberra aðila, sbr. 12. tölul. 3. gr., eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum og með þeim takmörkunum sem settar eru í sérlögum. Um 2. gr. Í ákvæðinu er fjallað um gildissvið frumvarpsins. Ákvæðið hefur að geyma það mikilvæga nýmæli að frumvarpið gildi um fjármál opinberra aðila, þ.e. allra aðila sem fara með ríkis- eða sveitarstjórnarvald og þeirra stofnana, sjóða og fyrirtækja sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis eða sveitarfélaga, sbr. 12. tölul. 3. gr. Víðtækt gildissvið frumvarpsins, að teknu tilliti til takmarkana sem leiða má af sérlögum, er í samræmi við megintilgang þess um að tryggja samhæfða stefnumörkun ríkis og sveitarfélaga í opinberum fjármálum. Um fjármál sveitarfélaga gilda áfram sveitarstjórnarlög, nr. 138/ gr. Orðskýringar. Í lögum þessum er merking hugtaka sem hér segir: 1. Afkoma: Heildarjöfnuður eða rekstrarafkoma. 2. Fjárheimild: Heimild Alþingis, sem veitt er í fjárlögum og fjáraukalögum, til ráðstöfunar á opinberu fé til málefnasviða og málaflokka. Fjárheimild skiptist í rekstrarframlag, rekstrartilfærslu, fjármagnstilfærslu og fjárfestingarframlag. 3. Fjármálaáætlun: Áætlun ríkisstjórnar sem lögð er fram á Alþingi og felur í sér greiningu á stöðu efnahagsmála, nánari sundurliðun á markmiðum fjármálastefnu og umfjöllun um hvernig markmiðum áætlunarinnar verði náð.

9 9 4. Fjármálastefna: Stefna ríkisstjórnar sem lögð er fram á Alþingi um markmið í opinberum fjármálum til eigi skemmri tíma en fimm ára. 5. Fjárveiting: Ráðstöfun fjárheimildar á tilteknu fjárlagaári til ríkisaðila, verkefna eða varasjóðs. Fjárveiting greinist í rekstrarframlag, rekstrartilfærslu, fjármagnstilfærslu og fjárfestingarframlag. 6. Hagræn flokkun gjalda: Greining gjalda í rekstur, tilfærslur og fjárfestingu samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustaðli um opinber fjármál. 7. Heildargjöld: Rekstrargjöld, tilfærslur og vextir, að meðtalinni fjárfestingu í efnislegum eignum samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustaðli um opinber fjármál. 8. Heildarjöfnuður (heildarafkoma): Heildartekjur að frádregnum heildargjöldum samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustaðli um opinber fjármál. 9. Hið opinbera: Starfsemi og verkefni sem teljast til A-hluta ríkissjóðs og A-hluta sveitarfélaga. 10. Málaflokkar: Flokkun eðlisskyldra stjórnarmálefna sem falla undir tiltekið málefnasvið. 11. Málefnasvið: Svið eðlisskyldra málaflokka sem skilgreint er á grunni staðals Sameinuðu þjóðanna um flokkun gjalda. 12. Opinber aðili: Aðili sem fer með ríkis- eða sveitarstjórnarvald og þær stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis eða sveitarfélaga. 13. Ríkisaðilar: Aðilar sem fara með ríkisvald og þær stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins, sbr. 50. gr. Ríkisaðilar skiptast í A-, B- og C-hluta. 14. Skattastyrkur: Eftirgjöf á skattkröfu á hendur skattgreiðanda vegna sérstakra aðstæðna eða atvika. 15. Tekjur: Fjáröflun sem eykur hreina eign og skiptist í meginflokka skv. 51. gr. 16. Tilfærsla: Styrkur eða framlag sem innt er af hendi án skuldbindingar um beint endurgjald frá móttakanda. Tilfærslur greinast annars vegar í rekstrartilfærslur sem veittar eru til samtímanota hjá móttakanda og hins vegar fjármagnstilfærslur sem veittar eru til fjárfestinga. 17. Verkefni: Skilgreint og afmarkað viðfangsefni sem fjármunum er ráðstafað til með fjárveitingu sem hver ráðherra ákveður. Um 3. gr. Í ákvæðinu eru settar fram orðskýringar á lykilhugtökum frumvarpsins. Þessi hugtök varða einkum forsendur stefnumörkunar í opinberum fjármálum, nýmæli sem varða skilgreiningu fjárheimilda og fjárveitinga, auk tekju- og gjaldahugtaka. II. KAFLI Stefnumörkun í opinberum fjármálum. Um II. kafla. Í kaflanum er fjallað um verklag við stefnumörkun í opinberum fjármálum sem felst í gerð fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Stefnumörkunin byggist m.a. á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um markmið í opinberum fjármálum. Þá er í kaflanum greint frá þeim grunngildum og fjármálareglu sem stefnumörkun í opinberum fjármálum skal byggð á, sbr.

10 6. og 7. gr. Þá er mælt fyrir um stofnun fjármálaráðs í 13. gr. sem leggur sjálfstætt mat á stefnumörkun í fjármálum hins opinbera gr. Fjármálastefna. Ríkisstjórn skal, eftir að hún er mynduð, móta fjármálastefnu sem ráðherra leggur fram á Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar svo fljótt sem auðið er, en þó eigi síðar en samhliða framlagningu næsta frumvarps til fjárlaga. Fjármálastefnunni skal skipt í eftirfarandi þætti: 1. Stefna um umfang, afkomu og þróun eigna, skulda og langtímaskuldbindinga opinberra aðila í heild og hins opinbera, til eigi skemmri tíma en fimm ára. Markmið skulu sett fram sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Skilgreining á afkomu og efnahag skal taka mið af alþjóðlegum hagskýrslustaðli um opinber fjármál. 2. Greinargerð um hvernig grunngildum skv. 2. mgr. 6. gr. verði fylgt, bæði hvað varðar stefnumörkun um þróun gjalda og skattastefnu og aðra tekjuöflun hins opinbera. Í fjármálastefnu skal staðfest að stefnan sé samkvæm þeim grunngildum sem talin eru í 2. mgr. 6. gr. og skilyrðum skv. 7. gr. Ályktun Alþingis um fjármálastefnu skal leggja til grundvallar við gerð fjármálaáætlunar sem lögð er fyrir Alþingi ár hvert. Um 4. gr. Fjármálastefna er áætlun ríkisstjórnar um stöðu og þróun opinberra fjármála yfir tiltekið tímabil og áhrif þeirra á aðra hluta hagkerfisins, t.d. heimili og fyrirtæki. Í fjármálastefnu eru sett fram töluleg markmið varðandi umfang, afkomu og efnahag opinberra aðila, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu, fyrir næstu fimm ár hið skemmsta, og gerð grein fyrir áhrifum þeirra í hagstjórnarlegu tilliti. Megintilgangur fjármálastefnu er að stuðla að efnahagslegu jafnvægi til lengri tíma og skapa þar með betri forsendur fyrir hagkvæmari nýtingu mannafla, fjármagns og auðlinda. Þá er fjármálastefna tæki stjórnvalda til að sýna hvernig kröfum um stöðugleika og sjálfbærni opinberra fjármála verði náð, sbr. 6. gr. Með fjármálastefnu fylgir greinargerð sem lýsir hvernig markmið hennar verði tryggð. Markmið fjármálastefnu skulu taka mið af grunngildum skv. 2. mgr. 6. gr. og skilyrðum skv. 7. gr. Fjármálastefna skal lögð fram á Alþingi til að kjörnir fulltrúar geti tekið afstöðu til þeirra markmiða og aðgerða sem fjármálastefna greinir frá. Mikilvægi þinglegrar meðferðar felst enn fremur í því að eftirlit Alþingis með framkvæmd stefnumörkunar í opinberum fjármálum verður markvissara, enda felur fjármálastefna í sér heildarmarkmið til a.m.k. fimm ára sem skulu útfærð nánar í fjármálaáætlun ár hvert. Í ákvæðinu felst einnig það nýmæli frumvarpsins að stefnumörkun í opinberum fjármálum nái ekki eingöngu til starfsemi ríkisins heldur einnig til starfsemi annarra opinberra aðila, sbr. 12. tölul. 3. gr. Með þessu móti verður hægt að mæla hagstjórnaráhrif starfsemi þessara aðila á þjóðarbúskapinn og beita opinberum fjármálum við hagstjórn. Fjármálastefna ríkisstjórnar skal lögð fram á Alþingi eins fljótt og kostur er eftir að ríkisstjórn hefur verið mynduð og eigi síðar en samhliða framlagningu frumvarps til fjárlaga. Kosningar til Alþingis geta farið fram hvenær sem er innan ársins og misjafnt getur verið

11 11 hversu langur tími líður frá kosningum þar til lokið er við stjórnarmyndun. Ákvæðið felur í sér að ný ríkisstjórn leggi tillögu til þingsályktunar fyrir Alþingi sem fyrst þar á eftir, en undirbúningur hennar tekur óhjákvæmilega nokkurn tíma, enda felur stefnan í sér markmiðssetningu út kjörtímabilið sem ekki er gert ráð fyrir að taki breytingum á meðan sú ríkisstjórn situr sem leggur tillöguna fram. Brýnt er hins vegar að það fyrirkomulag sem frumvarpið mælir fyrir um varðandi tengsl fjármálastefnu, fjármálaáætlunar og fjárlaga sé virt, og því er mikilvægt að fjármálastefna sem Alþingi hefur fjallað um og samþykkt liggi fyrir þegar þingsályktunartillaga um fjármálaáætlun eða frumvarp til fjárlaga eru lögð fyrir Alþingi. Fjármálastefnan er grundvöllur beggja. Þetta fyrirkomulag kann þó að valda vandkvæðum, sér í lagi ef skammur tími gefst frá stjórnarmyndun þar til að leggja skal fram þingsályktun um fjármálaáætlun eða frumvarp til fjárlaga. Með því að lögfesta að fjármálastefna skuli gerð og samþykkt sem ályktun frá Alþingi er lögð áhersla á að stefnumörkun í opinberum fjármálum sé unnin til lengri tíma og að hún fái vandaða umfjöllun. Með því samþykkir Alþingi skýr og hlutlæg markmið fyrir hin opinberu fjármál og skilgreinir þar með mörk framkvæmdarvaldsins við stefnumörkun og áætlanagerð til næstu ára. Veikleiki stefnumörkunar á sviði opinberra fjármála hefur einkum verið talinn sá að of mikil áhersla sé lögð á A-hluta ríkissjóð næsta fjárlagaár en síður horft til hins opinbera í heild eða til lengri tíma. Með fjármálastefnu er áherslan fyrst og fremst á meginstærðir opinberra fjármála eins og afkomu og eigna- og skuldamarkmið, en með fjármálaáætlun, sbr. 5. gr., eru markmiðin sundurgreind frekar niður á tekju- og útgjaldategundir eftir hagrænni flokkun. Framsetning fjármálastefnu tekur mið af alþjóðlegum hagskýrslustaðli um opinbera aðila sem leggur áherslu á að mæld séu efnahagsleg áhrif ríkisfjármála og opinbera geirans á aðra geira hagkerfisins. Þetta er mikilvægt til að meta áhrif ákvarðana í opinberum fjármálum en slíkt er í samræmi við það sem tíðkast hjá öðrum þjóðum og alþjóðastofnanir leggja áherslu á. Mælt er fyrir um að markmið um þróun afkomu, eigna, skulda og langtímaskuldbindinga verði sett fram sem hlutfall af vergri landsframleiðslu en það einfaldar samanburð milli ára og milli landa. Ákvæðið svarar að nokkru leyti til 1. mgr. 28. gr. gildandi fjárreiðulaga, um gerð þriggja ára áætlunar um ríkisbúskapinn, enda þótt fjárreiðulög nái ekki til sveitarfélaga. Í 28. gr. þeirra laga kemur m.a. fram að með fjárlagafrumvarpi skuli gera grein fyrir stefnu ríkisstjórnar í ríkisfjármálum sem fylgi áætlun fyrir ríkisbúskapinn til næstu þriggja ára eftir lok þess fjárhagsárs sem fjárlagafrumvarpið tekur til. Hingað til hefur stefna ríkisstjórnar í ríkisfjármálum falið í sér almenna umfjöllun um þróun ríkisfjármála og markmið um afkomu ríkissjóðs. Í 1. tölul. 2. mgr. er mælt fyrir um að sett séu markmið um umfang, afkomu og þróun eigna, skulda og langtímaskuldbindinga opinberra aðila í heild og A-hluta ríkissjóðs og A- hluta sveitarfélaga, til eigi skemmri tíma en fimm ára. Tilgangur ákvæðisins er að draga fram umfang og eðli opinberrar starfsemi í hagkerfinu til næstu ára og sýna áætlað umfang útgjalda hins opinbera, sem skal vera í samræmi við grunngildi 2. mgr. 6. gr. og fjármálareglu, sbr. 7. gr. Enn fremur er í ákvæðinu vísað til markmiða um afkomu og efnahag fyrir opinbera aðila en þessi markmið fela í sér grundvöll hagstjórnar næstu ára. Í 2. tölul. 2. mgr. er mælt fyrir um að í greinargerð með fjármálastefnu skuli greint frá því hvernig grunngildum skv. 2. mgr. 6. gr. verði fylgt, bæði með tilliti til stefnumörkunar um þróun gjalda og um skattastefnu og aðra tekjuöflun hins opinbera. Með þessu er átt við að gerð sé grein fyrir forsendum þeirra markmiða og stefnumörkunar sem fjármálastefna felur í

12 12 sér, sbr. 1. tölul. 2. mgr., og hvernig hún samræmist hverju þeirra gilda sem fram koma í 2. mgr. 6. gr. Í 3. mgr. er gerð krafa um að í fjármálastefnu liggi fyrir staðfesting um að stefnan sé samkvæm þeim grunngildum sem talin eru í 2. mgr. 6. gr. og skilyrðum skv. 7. gr. Þá er gert ráð fyrir því að fram komi rökstuðningur fyrir að svo sé. Fjármálaráð leggur mat á hvort fjármálastefnan fylgi þeim grunngildum sem talin eru í 2. mgr. 6. gr. og fjármálareglu skv. 7. gr. Í 4. mgr. er tekið fram að við gerð fjármálaáætlunar skuli byggt á samþykktri fjármálastefnu, enda er fjármálaáætlun ætlað að fela í sér útfærslu á þeim leiðum sem fara skal svo markmiðum fjármálastefnu verði náð. 5. gr. Fjármálaáætlun. Eigi síðar en 1. apríl ár hvert leggur ráðherra fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hið skemmsta. Fjármálaáætlunin skal byggð á fjármálastefnu skv. 4. gr. og skilyrðum hennar skv. 7. gr. Hún skiptist í eftirfarandi þætti: 1. Umfjöllun um efnahagsþróun undanfarin þrjú ár og mat á efnahagshorfum til næstu fimm ára. Þá skal greina frá afkomu og efnahag hins opinbera í heild í samanburði við þau markmið sem koma fram í fjármálastefnu og fjármálaáætlunum fyrir undanfarin þrjú ár. 2. Markmið um afkomu og efnahag hins opinbera í heild til næstu fimm ára. Þá skal setja markmið í fjármálum B- og C-hluta ríkissjóðs og B-hluta sveitarfélaga í heild ásamt lykiltölum um áætlaða afkomu og efnahag til næstu fimm ára. Einnig skal setja markmið um nafnverðsaukningu heildarútgjalda og markmið um hlutfall heildarskulda, að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum, af vergri landsframleiðslu Markmið um afkomu og efnahag A-hluta ríkissjóðs og áætlun um: a. þróun skatta og aðra tekjuöflun, b. þróun gjalda, sundurliðað eftir málefnasviðum og hagrænni flokkun, c. þróun efnahags, þ.e. breytingar á eignum og skuldum. 4. Markmið um fjárhag A-hluta sveitarfélaga og áætlun um: a. þróun tekna og gjalda sveitarfélaga eftir hagrænni flokkun, b. tilfærslur á fjármunum milli ríkissjóðs og sveitarfélaga, c. þróun efnahags sveitarfélaga. Í fjármálaáætlun skal staðfest að áætlunin sé í samræmi við fjármálastefnu skv. 4. gr. Í greinargerð með fjármálaáætlun skal kynna stefnumótun fyrir einstök málefnasvið A- hluta ríkissjóðs og hvernig hún samræmist markmiðum um þróun tekna og gjalda. Framsetning fjármálaáætlunar skal vera samkvæmt þeim alþjóðlegu stöðlum sem kveðið er á um í V. kafla. Ályktun Alþingis um fjármálaáætlun skal liggja til grundvallar við gerð frumvarps til fjárlaga og fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir komandi fjárlagaár. Hafi fjármálastefna verið endurskoðuð skv. 10. gr. skal endurskoða forsendur fjármálaáætlunar svo fljótt sem verða má. 1 Breytingartillaga meiri hluta fjárlaganefndar

13 13 Um 5. gr. Í ákvæðinu er kveðið á um að ráðherra leggi fyrir Alþingi fyrir 1. apríl ár hvert tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. Fjármálaáætlun skiptist í tvo meginþætti. Þeir eru annars vegar greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila og hins vegar markmið og áætlun um fjármál ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu. Fjármálaáætlun felur í sér ítarlega útfærslu á markmiðum fjármálastefnu og stefnumörkun um tekjur og gjöld opinberra aðila og þróun þeirra. Framlagning fjármálaáætlunar er í nokkru samræmi við meginsjónarmið 6. mgr. 25. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, þar sem segir: Sá ráðherra er fer með fjárreiður ríkisins skal leggja fyrir Alþingi, eigi síðar en 1. apríl ár hvert, tillögu til þingsályktunar um meginskiptingu útgjalda fjárlaga næsta fjárlagaárs (ramma). Þá hefur ríkisfjármálaáætlun til þriggja ára verið birt með fjárlagafrumvarpi frá 1995 og með fjárreiðulögum, nr. 88/1997, var ákveðið að leggja fram slíka áætlun, sbr. 1. mgr. 28. gr. laganna. Þriggja ára áætlunin hefur ekki fest sig nægjanlega vel í sessi sem eiginleg stefnumörkun um ríkisfjármál þótt í henni hafi verið fjallað um þróun hagvaxtar, tekju- og útgjaldaáform, áætlanir um greiðslubyrði lána o.fl. Milli áranna 2004 og 2009 fól þriggja ára áætlunin í sér að settir voru útgjaldarammar fyrir einstök ráðuneyti. Frá árinu 2009 hafa verið kynntar ítarlegri áætlanir í ríkisfjármálum þar sem nánar hefur verið fjallað um áform um breytingar á bæði tekju- og gjaldahlið fjárlaga og þar sem sett hafa verið tiltekin viðmið um þróun afkomu og skuldastöðu ríkissjóðs. Við greiningu á stöðu og horfum, sbr. 1. tölul. 2. mgr., skal skýra frá efnahagsþróun undanfarinna þriggja ára og leggja mat á efnahagshorfur til a.m.k. næstu fimm ára. Greiningin skal gefa skýra mynd af því hver þróun grunnþátta hagkerfisins hefur verið og undirbyggir þar með áherslur varðandi þá þætti efnahagsmála sem mestu skipta fyrir ákvörðun um markmið fjármálaáætlunar. Tilgangur 1. tölul. 2. mgr. er að gera grein fyrir hvort stjórnvöld hafi náð þeim markmiðum sem sett hafa verið um afkomu og fjárhag hins opinbera í heild og samræmi þeirra við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Skýra skal orsakir marktækra frávika. Á þann hátt er lagður grunnur að faglegri undirbúningi við setningu markmiða fyrir næstu ár. Í heild er 1. tölul. 2. mgr. ætlað að veita yfirsýn yfir þá þætti sem skilgreina forsendur fjármálaáætlunarinnar og þau markmið sem sett eru í henni, þ.e. annars vegar þróun og horfur í efnahagsmálum og hins vegar hvernig til hefur tekist við að ná þeim markmiðum sem áður hafa verið sett. Markmiðssetning til framtíðar hlýtur og verður að byggjast á glöggri mynd af hvoru tveggja. Í 2. tölul. 2. mgr. segir að setja skuli markmið og áætlanir um opinber fjármál. Þessi markmið skulu fela í sér ítarlegri sundurgreiningu þeirra markmiða sem Alþingi hefur sett með samþykkt fjármálastefnu. Hér er um að ræða grundvallaratriði í frumvarpinu varðandi stefnumörkun í opinberum fjármálum í heild sem birtist í þeim tölulegu markmiðum sem sett eru samkvæmt þessu ákvæði. Ákvæðið felur í sér tilvísun til umfangs, tímasetningar og inntaks þeirra markmiða sem máli skipta við hagstjórn og forgangsröðun og áherslur stjórnvalda. Þar sem fjármálastefnan nær til takmarkaðs tíma, eða eigi skemmri en fimm ára frá samþykkt hennar, en árleg fjármálaáætlun nær ávallt til næstu fimm ára hið skemmsta, er ljóst að í fjármálaáætlun þarf að setja fram markmið sem ná til lengri tíma en gildandi fjármálastefna. Þótt slík áætlanagerð verði vitanlega ávallt háð fyrirvörum um breytingar á

14 14 stefnu ríkisstjórnar að afstöðnum kosningum til Alþingis er engu síður mikilvægt að fyrir liggi áætlun til nokkurra ára sem fengið hefur umfjöllun Alþingis. Með því er stuðlað að aukinni festu í hagstjórn og stöðugri forsendum fyrir áætlanagerð opinberra aðila. Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. skal setja markmið og móta áætlun um afkomu og efnahag hins opinbera í heild, þ.e. A-hluta ríkissjóðs og A-hluta sveitarfélaga til næstu fimm ára, sem byggist á framsetningu alþjóðlegs hagskýrslustaðals. Einnig er gerð krafa um að sett séu markmið í fjármálum B- og C-hluta ríkissjóðs og B-hluta sveitarfélaga ásamt lykiltölum um áætlaða afkomu og efnahag til næstu fimm ára. Þessi áhersla er í samræmi við alþjóðlegar áherslur við greiningu á efnahagslegum áhrifum opinberra fjármála og þannig gætt að heildarsamræmi við mat á þróun opinberra fjármála næstu ár. Þessi markmið þurfa að endurspegla efni þess samkomulags sem gert hefur verið við sveitarfélög skv. 11. gr. Í 3. tölul. 2. mgr. segir að setja skuli markmið og móta áætlun um afkomu og efnahag A- hluta ríkissjóðs. Með ákvæðinu er gerð krafa um að skýrt verði hvernig markmiðum fjármálaáætlunar verði náð fyrir A-hluta ríkissjóðs. Samkvæmt a-lið 3. tölul. 2. mgr. skulu liggja fyrir markmið og mótuð áætlun um þróun skatta og annarrar tekjuöflunar. Hér skal gera grein fyrir skattastefnu og megináherslum í tekjuöflun næstu ára og áhrifum hennar á eftirspurn. Tekjur skulu sundurliðaðar eftir helstu skatt- og tekjustofnum, þ.e. í tekjuskatta, eignarskatta og vöru- og þjónustuskatta. Samkvæmt b-lið 3. tölul. 2. mgr. skulu sett markmið og mótuð áætlun um þróun gjalda, sundurliðað eftir málefnasviðum og hagrænni flokkun. Um er að ræða eitt af lykilatriðum fjármálaáætlunar. Með þessum markmiðum ákveður Alþingi helstu áherslur í ríkisfjármálum, bæði fyrir frumvarp til fjárlaga að hausti og til lengri tíma. Í markmiðum um þróun gjalda birtist forgangsröðun og áherslur eftir málefnasviðum fyrir komandi ár. Þannig ákvarðar Alþingi fjárhagsramma fyrir einstök málefnasvið, sem er svo nánar útfærður fyrir einstaka málaflokka í frumvarpi til fjárlaga. Til að forgangsröðun eftir málefnasviðum geti verið nægjanlega markviss er nauðsynlegt að fyrir liggi heildstæð stefnumörkun eftir málefnasviðum, sbr. 20. gr. Í c-lið 3. tölul. 2. mgr. er vísað til þróunar efnahags, þ.e. eigna, skulda og lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Með þessu er gerð grein fyrir því hverjar innri breytinga á eignum og skuldum ríkissjóð verði á tímabilinu með tilliti til þeirra markmiða sem sett eru. Þannig fást mikilvægar upplýsingar við greiningu á sjálfbærni ríkisfjármála til lengri tíma litið. Glögg mynd af breytingum á hreinni eign auðveldar enn fremur mat á áhrifum ríkisfjármála á fjármálamarkaðinn. Í 4. tölul. 2. mgr. er mælt fyrir um að gerð sé nánari grein fyrir markmiðum um fjárhag A-hluta sveitarfélaga til næstu fimm ára. Þessi markmið ná til þróunar tekna og gjalda eftir hagrænni flokkun, tilfærslna á fjármunum milli ríkissjóðs og sveitarfélaga og þróunar efnahags þeirra. Þessi markmið þurfa að endurspegla efni þess samkomulags sem gert hefur verið við sveitarfélög skv. 11. gr., enda skal ályktun Alþingis um fjármálaáætlun liggja til grundvallar við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir komandi fjárhagsár. Með þróun tekna sveitarfélaga er átt við markmið þeirra um tekjuöflun, t.d. um þróun útsvars, fasteignagjalda og rekstrartekna, enda munu slík markmið taka mið af fjárhagsáætlunum þeirra, sbr. sveitarstjórnarlög, nr. 138/2011. Með þróun gjalda er átt við fyrirhugaða ráðstöfun fjármuna sveitarfélaga, t.d. til samneyslu, vaxta, tilfærslna og fjárfestinga. Markmið um þróun tekna og gjalda er grundvallaratriði við mat á afkomu sveitarfélaga og áhrifum þeirra í hagstjórnarlegu tilliti.

15 15 Með tilfærslum á fjármunum skv. b-lið 4. tölul. 2. mgr. er átt við þær tekjur sem ríkið innheimtir og greiðir til sveitarfélaga í formi fjárframlaga, sbr. 11. gr. Tekjur sveitarfélaga eru breytilegar milli ára og er auknu samstarfi ríkis og sveitarfélaga um mótun fjármálastefnu og fjármálaáætlunar, sbr. 11. gr., ætlað að skapa aukinn stöðugleika og festu í fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að tilfærslur fjármagns til sveitarfélaga taki mið af stöðu hagmála og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hverju sinni. Samkvæmt c-lið 4. tölul. 2. mgr. skal greina frá áætlun um þróun efnahags, þ.e. eigna og skulda sveitarfélaga. Þannig fást mikilvægar upplýsingar við greiningu á sjálfbærni fjármála sveitarfélaga til lengri tíma litið. Í 3. mgr. er mælt fyrir um að staðfesta skuli að fjármálaáætlun sé samkvæm fjármálastefnu. Gert er ráð fyrir því að rökstuðningur fylgi staðfestingu og að hann sé almennur og hnitmiðaður. Í 4. mgr. er mælt fyrir um að gerð sé grein fyrir stefnumótun fyrir einstök málefnasvið A- hluta ríkissjóðs og hvernig hún samræmist markmiðum fjármálaáætlunar um þróun tekna og gjalda. Þannig skal greina frá almennum og sértækum markmiðum, þ.m.t. gæða- og þjónustumarkmiðum, fyrir hvert málefnasvið og fjallað um hvernig og hvenær þeim verði náð, sbr. 20. gr. Markmið fyrir málefnasvið skulu vera auðsæ, hlutlæg og mælanleg. Með því er unnt að greina hversu raunhæf markmið stefnumótunar eru og t.d. hvort endurskoða þurfi áherslur hennar. Þá skal greina frá fyrirhuguðum ráðstöfunum sem áformaðar eru til að ná markmiðum fjármálaáætlunar. Með ráðstöfunum er átt við hvers konar aðgerðir eða framkvæmdir sem nauðsynlegar eru taldar í því skyni, þ.m.t. lagabreytingar. Í 5. mgr. er mælt fyrir um að framsetning fjármálaáætlunar skuli vera samkvæmt þeim alþjóðlegu stöðlum sem frumvarpið mælir fyrir um, sbr. V. kafla. Tilgangur þessa er að tryggja gagnsæi og auka tiltrú á efni og markmiðum fjármálaáætlunar, enda verður framsetning hennar stöðluð og skilgreining hugtaka samræmd. Í 6. mgr. er mælt fyrir um að ályktun Alþingis um fjármálaáætlun liggi til grundvallar við gerð frumvarps til fjárlaga og fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir komandi fjárlagaár. Er hér vísað til megintilgangs fjármálaáætlunar sem er í senn nánari útfærsla á markmiðum fjármálastefnu og grunnur að gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga og frumvarps til fjárlaga. Samkvæmt 67. gr. skal ráðherra setja reglur um framsetningu og sundurliðun samkvæmt ákvæði þessu. 6. gr. Grunngildi fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Stefnumörkun í opinberum fjármálum felst í gerð fjármálastefnu ríkisstjórnar, sbr. 4. gr., fjármálaáætlunar, sbr. 5. gr., og samkomulags ríkis og sveitarfélaga, sbr. 11. gr. Stefnumörkunin skal byggð á eftirtöldum grunngildum: 1. Sjálfbærni sem felst í því að opinberar skuldbindingar séu viðráðanlegar til skemmri og lengri tíma og leggi ekki ósanngjarnar byrðar á komandi kynslóðir. 2. Varfærni sem miðar að hæfilegu jafnvægi á milli tekna og gjalda, og að ekki séu teknar ákvarðanir eða aðstæður skapaðar sem geta haft ófyrirséðar og neikvæðar afleiðingar. 3. Stöðugleika sem felst í að stefna í opinberum fjármálum stuðli að jafnvægi í efnahagsmálum. 4. Festu sem felst í því að forðast óvæntar eða fyrirvaralitlar breytingar frá gildandi stefnu og áætlunum um þróun opinberra fjármála.

16 16 5. Gagnsæi sem felst í því að sett séu auðsæ og mælanleg markmið til meðallangs tíma um þróun opinberra fjármála í samræmi við grunngildi skv tölul. Birta skal reglulega samanburð á markmiðum og árangri með skýrum mælikvörðum. Um 6. gr. Í ákvæðinu er fjallað um grunngildi stefnumörkunar í opinberum fjármálum. Í 1. tölul. 2. mgr. er vísað til sjálfbærni. Sjálfbærni opinberra fjármála er eitt helsta markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar skv. 4. og 5. gr. Í því felst að tryggt sé að hið opinbera geti ávallt staðið undir vaxtabyrði skuldbindinga sinna. Þá er einnig vísað til þess að fjármál kynslóða verði að mestu sjálfbær, sem felur í sér að hver kynslóð lifi ekki á kostnað annarra kynslóða. Í 2. tölul. 2. mgr. er vísað til varfærni sem felur í sér að vandað sé til ákvarðana um opinber fjármál þannig að dregið sé úr mögulegum ófyrirséðum og neikvæðum afleiðingum þeirra. Þá er með varfærni vísað til ýmissa ákvæða frumvarpsins sem gera stjórnvöldum kleift að bregðast við óvæntum útgjöldum og tekjubreytingum. Þannig geta stjórnvöld ráðstafað fé úr varasjóðum, auk þess sem ráðherra er heimilt að millifæra fjárveitingar og lækka gjöld innan fjárhagsárs. Í 3. tölul. 2. mgr. er vísað til stöðugleika. Eitt meginhlutverk hagstjórnar er að stuðla að stöðugleika í þjóðarbúskapnum á grunni jafnvægis í efnahagsmálum. Með markmiði um stöðugleika, m.a. á grunni sjáfbærni og varfærni, er stefnt að betri nýtingu framleiðsluþátta yfir hagsveifluna og aukinni verðmætasköpun. Með stöðugleika er jafnframt vísað til þess sjónarmiðs að ávallt sé stefnt að því að árleg útgjöld hins opinbera, að frádregnum vaxtaútgjöldum, vaxi ekki að raunvirði umfram langtímaraunvöxt landsframleiðslunnar. Í 4. tölul. 2. mgr. er vísað til festu sem felur í sér að þróun opinberra fjármála sé fyrirsjáanleg og breytingar séu markvissar og vel ígrundaðar. Tekju- og útgjaldaforsendur skulu ekki háðar breytum eða ákvörðunum sem auðveldlega leiða til annarrar niðurstöðu en stefnt er að. Í 5. tölul. 2. mgr. er mælt fyrir um gagnsæi. Með gagnsæi er átt við að hægt verði að meta árangur af stefnumörkun í opinberum fjármálum á grundvelli mælanlegra, skýrra og auðsærra markmiða og að fyrir liggi greinargóðar og aðgengilegar upplýsingar um þau. Skýr markmið og traustar og nægar upplýsingar eru forsenda þess að hægt sé að leggja mat á árangur og þróun opinberra fjármála. 7. gr. Skilyrði fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar um afkomu og efnahag hins opinbera, þ.e. A-hluta ríkissjóðs og A-hluta sveitarfélaga, skv. 1. tölul. 2. mgr. 4. gr. skulu samræmast eftirfarandi skilyrðum: 1. Að heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil skuli ávallt vera jákvæður og árlegur halli ávallt undir 2,5% af landsframleiðslu 2. Að heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, séu lægri en nemur 30% af vergri landsframleiðslu. 3. Ef skuldahlutfall skv. 2. tölul. er hærra en 30% skal sá hluti sem umfram er lækka að meðaltali á hverju þriggja ára tímabili um a.m.k. 5% ( 1 /20) á hverju ári.

17 17 Um 7. gr. Með ákvæðinu er mælt fyrir um skilyrði fjármálastefnu og fjármálaáætlunar um afkomu og efnahag hins opinbera. Um er að ræða tilvísun til fjármálareglu sem skiptist í tvo meginþætti, þ.e. afkomuþátt og skuldaþátt. Með fjármálareglu er átt við reglu sem tilgreinir töluleg og mælanleg skilyrði um afkomu og efnahag hins opinbera. Með 1. tölul. er sett fram regla um afkomumarkmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Hún felur í sér að heildarjöfnuður hins opinbera, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 4. gr., sé ávallt jákvæður yfir fimm ára tímabil og að árlegur halli sé aldrei meiri en 2,5% af landsframleiðslu. Skilyrðið er sveigjanlegt og veitir stjórnvöldum verulegt svigrúm til að vinna gegn áhrifum hagsveiflunnar. Þannig er veitt verulegt svigrúm til hallareksturs, sé það talið nauðsynlegt eða jafnvel óhjákvæmilegt að reka hið opinbera með halla vegna t.a.m. tiltekinna þjóðhagslegra aðstæðna. Hins vegar felur reglan í sér að slíkur hallarekstur getur ekki orðið viðvarandi og að ekki verður frestað í óhæfilega langan tíma að bregðast við hallarekstri og skuldasöfnun sem af honum leiðir. Ákvæðið nær til fimm ára tímabils. Ekki er vísað til hagsveifluleiðréttrar afkomu til að tryggja skýrleika skilyrðisins. Reglunni svipar til samsvarandi fjármálareglu sveitarfélaga, en í sveitarstjórnarlögum er tilgreind afkomuregla sem þeim ber að fylgja, ásamt því sem lögin tilgreina skýr skuldaviðmið og hvenær tilteknum skuldamarkmiðum skuli náð. Almennt er litið svo á að þessar reglur sveitarstjórnarlaga hafi verið til þess fallnar að tryggja ábyrgð sveitarfélaga á eigin fjármálum og að þær hafi reynst vel í hagstjórnarlegu tilliti. Með 2. og 3. tölul. er sett fram regla um skuldamarkmið hins opinbera. Reglan kveður á um að heildarskuldir að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og innstæðum skuli vera lægri en sem nemur 30% af vergri landsframleiðslu. Þá er í 3. tölul. mælt fyrir um hvernig skuldir umfram þetta skuldahlutfall skuli greiddar niður. Reikningsskil og framsetning fjármála ríkis og sveitarfélaga skulu byggjast á alþjóðlegum stöðlum og er skilgreining á heildarskuldum að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum því skýr. Sama á við um skilgreiningu á sjóðum og bankainnstæðum. Hlutfall sjóðs- og bankainnstæðna A-hluta ríkissjóðs er tiltölulega hátt í alþjóðlegum samanburði og af þeim sökum felur reglan í sér að auk tilvísunar til heildarskulda að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum, eins og felst í Maastricht viðmiðum, þá dragist sjóðir og bankainnstæður einnig frá heildarskuldum. Ísland hefur sérstöðu í margvíslegu tilliti, sem felst m.a. í gerð íslenska hagkerfisins og sjálfstæði í peningamálum. Þannig getur t.a.m. talist nauðsynlegt við tilteknar aðstæður að byggja upp og viðhalda tiltölulega stórum skuldsettum gjaldeyrisvaraforða. Sjóðseign og bankainnstæður í erlendum gjaldmiðlum eru við slíkar aðstæður háar í alþjóðlegum samanburði. Þessar eignir eru hluti af skilgreindum gjaldeyrisvarasjóði landsins og verður þeim því ekki ráðstafað nema til að mæta því hlutverki. Ekki er talið æskilegt að fjármálareglur geti aftrað því að hægt sé að byggja upp varaforða gjaldeyris við einhverjar þær aðstæður sem á það gætu kallað. Með sama hætti væri heldur ekki æskilegt að hægt væri að uppfylla skilyrði fjármálareglu um skuldaviðmið og lækkun skulda með því að draga úr stærð gjaldeyrisforða, svo dæmi sé tekið. Það er mikið álitamál hvernig skilgreina eigi leyfilegt hámark skulda opinberra aðila. Ef litið er til þróunar brúttóskulda ríkissjóðs kemur í ljós að þær hafa almennt legið á bilinu 30-50% af VLF. Þær voru í sögulegu lágmarki en jukust mikið í kjölfar áfallanna haustið Færa má rök fyrir því að góð skuldastaða við hrun fjármálakerfisins hafi verið

18 18 forsenda þess að unnt reyndist að fjármagna ríkissjóð með þeim hætti sem gert var, en skuldir ríkissjóðs urðu hæstar um 90% af VLF. Óvarleg skuldasöfnun getur þannig í raun ógnað efnahagslegu sjálfstæði. Fleira kemur til og styður við það markmið að hreinar skuldir hins opinbera séu hóflegar, þ.á.m. að dregið er úr vaxtagjöldum og þeir fjármunir sem til þeirra útgjalda renna eru nýttir í þarfara og uppbyggilegra skyni. Ennfremur er vert að hafa í huga að þótt lög kveði á um 30% skuldahámark hins opinbera er ekki þar með sagt að skuldirnar eigi að vera nálægt eða sem næst því viðmiði. Þvert á móti er rétt að ítreka að hér er um hámarksviðmið að ræða. Til að það sé virt þurfa skuldahlutföll ávallt að vera lægri, þannig að skuldasöfnun sem kann að eiga sér stað t.a.m. í tengslum við efnahagssamdrátt eða ytri áföll rekist ekki á við skuldaviðmiðið. Af þeim ástæðum sem að framan greinir þykir varlegt og rétt að setja markmið um hámark skulda sem er nokkru lægra en þau viðmið sem önnur ríki hafa sett og geta e.a. miðast við aðrar skilgreiningar á skuldum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hámark skulda hins opinbera verði ákvarðað 30%, sem er raunar lágt í sögulegum samanburði. Nokkuð vantar enn á að því markmiði verði náð en það verður að teljast raunhæft markmið engu að síður. Samkvæmt áætlun fjárlaga fyrir árið 2016 verða skuldir hins opinbera, mældar á þann hátt sem frumvarpið greinir, um 41% af VLF. Eðlilegt má telja að Alþingi endurskoði markmið um hámark skulda hins opinbera þegar þau skuldaviðmiðin hafa náðst, eða horfur eru á að það gerist, og setji þá ný markmið um niðurgreiðslu skulda. Slíkt væri í samræmi við sjónarmið og gildi, sem frumvarp þetta tekur til, um varfærni og sjálfbærni skulda hins opinbera til lengri tíma. Þrátt fyrir að skilgreiningar sem frumvarpið mælir fyrir um að skuli vera grundvöllur skuldareglu er einfalt að gera í fjármálaáætlun og frumvarpi til fjárlaga grein fyrir skuldahlutföllum samkvæmt öðrum kvörðum, t.a.m. samkvæmt Maastrichtskilyrðunum, til samanburðar við önnur ríki. Framangreind skilyrði um fjármál hins opinbera ná einungis til A-hluta ríkissjóðs og A- hluta sveitarfélaga. Þau eru því önnur en þær fjármálareglur sem sveitarfélög vinna nú eftir samkvæmt sveitarstjórnarlögum, þar sem bæði A- og B-hlutar hvers sveitarfélags eru lagðir saman í samstæðureikningi. Fjármálareglur sveitarfélaga miðast við að tilteknar forsendur um útreikning skulda sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra megi ekki vera umfram 150% af tekjum samstæðunnar. Hins vegar er gerð krafa um jákvæða rekstrarafkomu á hverju þriggja ára tímabili. Fjármálaskilyrði frumvarps um opinber fjármál gera ráð fyrir að heildarjöfnuður hins opinbera, þ.e. A-hluta ríkissjóðs og A-hluta sveitarfélaga, yfir fimm ára tímabil skuli ávallt vera jákvæður og árlegur halli skuli vera undir 2,5% af landsframleiðslu. Ljóst er að sé litið til heildarjafnaðar hins opinbera síðustu áratugi þarf margt að koma til svo að þessu markmiði verði náð, sérstaklega þegar horft er til afkomu sveitarfélaga. Frá árinu 1980 til ársloka 2013 hefur heildarjöfnuður hins opinbera verið jákvæður sex sinnum en neikvæður alls 24 sinnum. Sé einungis horft til A-hluta ríkissjóðs var heildarjöfnuður jákvæður í 12 ár á tímabilinu en neikvæður í 22 ár. Heildarjöfnuður sveitarfélaga á sama tímabili var jákvæður í átta ár en neikvæður í alls 26 ár. Fjármálaskilyrði frumvarpsins ganga að nokkru leyti lengra en gildandi fjármálareglur sveitarstjórnarlaga, þar sem skilgreining á heildarjöfnuði sveitarfélaga tekur ekki til fjárfestinga. Þær má fjármagna með lántökum ef það leiðir ekki til þess að skuldahlutfallið fari yfir 150% af tekjum samkvæmt gildandi reglum. Hin nýju fjármálaskilyrði kalla því á nána og góða samvinnu ríkis og sveitarfélaga.

19 19 8. gr. Hagrænar forsendur stefnumörkunar. Stefnumörkun í opinberum fjármálum skal byggjast á traustum forsendum og gögnum, sem unnin eru hlutlægt og kerfisbundið, og opinberum hagtölum og þjóðhagsspám þar sem tekið er mið af fjárhagslegum og efnahagslegum áhrifum af áformum stjórnvalda. Jafnframt skal hafa til hliðsjónar hagspár frá viðurkenndum fagaðilum og alþjóðastofnunum. Gera skal grein fyrir þeim forsendum sem stefnumörkunin byggist á. Um 8. gr. Samkvæmt ákvæðinu skal stefnumörkun í opinberum fjármálum byggð á traustum forsendum og gögnum sem unnin eru hlutlægt og kerfisbundið samkvæmt alþjóðlegum kröfum um söfnun, meðhöndlun og úrvinnslu gagna, sbr. staðla um opinber fjármál. Í 2. mgr. 21. gr. gildandi fjárreiðulaga segir að frumvarp til fjárlaga skuli samið með hliðsjón af þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Skulu áætlanir um tekjur og gjöld í frumvarpinu gerðar á sömu meginforsendum og þjóðhagsáætlun. Hugtakið þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar vísar til áætlana sem unnar voru fyrr á árum þar sem fram kom almennt mat á efnahagshorfum og gerð var grein fyrir stefnumálum stjórnvalda í fjármálum og efnahagsmálum. Eðli og inntak þjóðhagsáætlana hefur tekið breytingum í tímans rás, en hvergi er að finna í lögum kvöð eða fyrirmæli um að eiginlegar þjóðhagsáætlanir skuli gerðar. Hin síðari ár hefur þjóðhagsspá Hagstofunnar verið lögð til grundvallar við mótun hagrænna forsendna stefnumörkunar í opinberum fjármálum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stefnumörkun í opinberum fjármálum skuli áfram byggð á opinberum þjóðhagsspám, sbr. 1. mgr. Hagstofa Íslands gerir þjóðhagsspá lögum samkvæmt, en vera kann að löggjafinn muni skipa þeim verkefnum með öðrum hætti í framtíðinni og tekur orðalag ákvæðisins mið af því. Ákvæðið mælir fyrir um að jafnframt skuli litið til hagspáa annarra fagaðila og alþjóðastofnana. Á það einkanlega við ef munur er á forsendum eða niðurstöðum þeirra samanborið við þjóðhagsspár Hagstofunnar. 9. gr. Horfur og þróun til lengri tíma. Ráðherra skal, eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti, leggja fyrir Alþingi skýrslu þar sem fram kemur mat á líklegri þróun samfélags-, atvinnu-, umhverfis- og byggðaþátta 2 og lýðfræðilegra breytna til næstu áratuga og áhrifum þeirra á afkomu, fjárhagsstöðu og skuldbindingar opinberra aðila. Um 9. gr. Í ákvæðinu er kveðið á um að ráðherra skuli leggja fyrir Alþingi, eigi sjaldnar er á þriggja ára fresti, skýrslu þar sem fram kemur mat á líklegri þróun samfélags-, atvinnu- og umhverfisþátta og lýðfræðilegra breytna til næstu áratuga og áhrifum þeirra á afkomu, fjárhagsstöðu og skuldbindingar opinberra aðila. Ekki hefur farið mikið fyrir viðleitni til að greina með skipulegum hætti líklega þróun samfélags-, atvinnu- og umhverfisþátta til lengri tíma. Slík greining er hins vegar nauðsynleg af ýmsum ástæðum þótt hún sé vissulega vandasöm og verði ávallt háð óvissu eðli máls samkvæmt. Vönduð greining er hins vegar til þess fallin að skapa betri forsendur 2 Breytingartillaga meiri hluta fjárlaganefndar.

20 20 til að marka stefnu í mikilvægum málum sem miðar að skilgreindum markmiðum og gefur færi á að greina betur en ella hvernig þeim verði náð. Enn fremur er slík greining nauðsynleg til að treysta betur samhengi ákvarðana til skemmri tíma við markmiðssetningu og horfur til lengri tíma. Auk þessa er mikilvægt að metin séu áhrif af lýðfræðilegum þáttum, en þeir geta haft veruleg áhrif á tekju- og útgjaldaþróun opinberra fjármála. Á grunni þessarar greiningar skal meta líkleg áhrif á þjóðarbúskapinn til lengri tíma og með hvaða hætti gildandi tekju- og útgjaldaáherslur hins opinbera muni þróast í þessu samhengi, þ.m.t. hver áhrif verða á afkomu, fjárhagsstöðu og skuldbindingar opinberra aðila. Með þessu verklagi er lagður grunnur að því að styrkja forsendur fyrir heildstæðri stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri tíma þar sem tekið er tillit til mikilvægra forsendna og niðurstaðna um þróun meginumgjarðar samfélagsins. Skýrsla sem unnin er samkvæmt ákvæði þessu verður lögð fyrir Alþingi til umræðu. 10. gr. Endurskoðun fjármálastefnu. Ef grundvallarforsendur fjármálastefnu bresta eða fyrirsjáanlegt er að þær muni bresta vegna efnahagsáfalla, þjóðarvár eða annarra aðstæðna, sem ógerlegt er að bregðast við með tiltækum úrræðum, skal ráðherra leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um breytingar á stefnunni eins fljótt og kostur er. Skal þingsályktunartillagan lögð fram fyrir eða samhliða framlagningu fjármálaáætlunar eða frumvarps til fjárlaga. Við slík tilvik er heimilt að víkja tímabundið eða í allt að þrjú ár 3 frá skilyrðum 7. gr. Endurskoðuð fjármálastefna skal ná til a.m.k. fimm ára. 4 Fjármálaráð skal veita Alþingi umsögn sína um tillöguna og hvort fullgilt tilefni sé til endurskoðunar á gildandi stefnu. Um 10. gr. Til að tryggja að fjármálastefna þjóni tilgangi sínum er mikilvægt að vandað sé til gerðar hennar þannig að komist verði hjá breytingum á henni. Þær aðstæður kunna þó að skapast að óhjákvæmilegt sé að endurskoða fjármálastefnuna og ber þá ráðherra skylda til að hafa forgöngu um að það sé gert. Á það við ef forsendur fjármálastefnunnar hafa brostið eða fyrirsjáanlegt er að þær muni gera það. Þær aðstæður sem einkum réttlæta eða eftir atvikum krefjast endurskoðunar fjármálastefnu geta t.d. verið alvarleg skakkaföll í atvinnustarfsemi, ófyrirséður tekjusamdráttur í þjóðarbúinu, náttúruhamfarir eða þjóðarvá. Endurskoðuð fjármálastefna skal ná til a.m.k. fimm ára. Fjármálastefna verður á hinn bóginn ekki endurskoðuð af þeirri ástæðu að markmið hennar náist ekki vegna almennra veikleika í fjármálastjórn hins opinbera við framkvæmd gildandi stefnu. Þá er í 2. mgr. kveðið á um að fjármálaráð skuli gefa Alþingi umsögn um hvort fyrir hendi sé fullgilt tilefni til endurskoðunar á gildandi fjármálastefnu og þá til að víkja tímabundið frá fjármálareglu, sbr. 7. gr. Telji fjármálaráð að endurskoðun fjármálastefnu sé óhjákvæmileg skal ráðið leggja mat á hvort þingsályktun, sem lögð hefur verið fram um breytingar á gildandi fjármálastefnu, er m.a. í samræmi við þau grunngildi sem talin eru upp í 2. mgr. 6. gr. Með þessu er stjórnvöldum veitt faglegt aðhald við stjórn opinberra fjármála. 3 Breytingartillaga meiri hluta fjárlaganefndar. 4 Breytingartillaga meiri hluta fjárlaganefndar.

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Frumvarp til laga. Frá fjármála- og efnahagsráðherra.

Frumvarp til laga. Frá fjármála- og efnahagsráðherra. 146. löggjafarþing 2016 2017. Þingskjal 710 505. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016, með síðari breytingum

More information

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur Margrét Vala Kristjánsdóttir lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2. tbl. 5. árg. 2009 Fræðigreinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Odda v/sturlugötu 101

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: 1. Arion banka hf. 2. Íslandsbanka 3. Lýsingu hf. 4. Samtök fjármálafyrirtækja 5. Seðlabanka Íslands 6. Straumi

More information

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt.

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt. r ALITSGERÐ Til: Frá: Dagsetning: Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins Dr. Andra Fannari Bergþórssyni 12. m aí2017 Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti Reykjavík. Reykjavík, 11. febrúar 2014

Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti Reykjavík. Reykjavík, 11. febrúar 2014 Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 11. febrúar 2014 Tilv.: 1401030 Efni: Umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarp til laga um breytingu á

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2014 um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 19. febrúar

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 40

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Varðveisla gagna í stjórnsýslunni Kristín Benediktsdóttir, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands Útdráttur Mikið af

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Hamraborg Kópavogí - sími bréfsími S

Hamraborg Kópavogí - sími bréfsími S Erindi nr. Þ H é r a ð s s k j a l a s a f n K ó p a v o g s ^ t m t d a g u r I S. 3. 2 o I I Hamraborg 1-200 Kópavogí - sími 544 4750 - bréfsími S44 2110 Nefhdasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík

More information

ÁRSÁÆTLANIR STOFNANA 2014

ÁRSÁÆTLANIR STOFNANA 2014 ÁRSÁÆTLANIR STOFNANA 2014 OG STAÐA FJÁRLAGALIÐA Í LOK MAÍ JÚNÍ 2014 Efnisyfirlit NIÐURSTÖÐUR OG ÁBENDINGAR... 3 1 INNGANGUR... 4 2 FORSÆTISRÁÐUNEYTI... 5 3 MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTI... 6 4 UTANRÍKISRÁÐUNEYTI...

More information

Ed Frumvarp til laga [286. mál]

Ed Frumvarp til laga [286. mál] Ed. 588. Frumvarp til laga [286. mál] um ávana- og fíkniefni. (Lagt fyrir Alþingi á 94. löggjafarþingi, 1973-1974.) 1. gr. Rikisstjórninni er heimilt fyrir íslands hönd að gerast aðili að alþjóðasamningum

More information

Landsamtök lífeyrissjóða Bt. stjórnar og framkvæmdastjóra Guðrúnartúni Reykjavík 25. september 2016

Landsamtök lífeyrissjóða Bt. stjórnar og framkvæmdastjóra Guðrúnartúni Reykjavík 25. september 2016 Landsamtök lífeyrissjóða Bt. stjórnar og framkvæmdastjóra Guðrúnartúni 1 105 Reykjavík 25. september 2016 Efni: Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða Þann 20. september s.l. lagði efnahags- og viðskiptanefnd

More information

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr. Leiðbeinandi tilmæli Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum nr. 2/2007 Gefið út skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Fjárhagslegur aðskilnaður á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga

Fjárhagslegur aðskilnaður á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga Fjárhagslegur aðskilnaður á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Georg Andri Guðlaugsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hörður Felix Harðarson

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2014 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Gefin út á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 21. mars 2014 Inngangur Fjármálaeftirlitið

More information

U M H V E R F I S M A T Á Æ T L A N A

U M H V E R F I S M A T Á Æ T L A N A U M H V E R F I S M A T Á Æ T L A N A SKÝRSLA TIL RÁÐHERRA UM FRAMKVÆMD UMHVERFISMATS ÁÆTLANA Október 2012 Skýrsla til umhverfisráðherra um framkvæmd umhverfismats áætlana sbr. b-lið 2. mgr. 4. gr. laga

More information

Skólastefna sveitarfélaga

Skólastefna sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga Skólastefna sveitarfélaga Handbók Björk Ólafsdóttir Samband íslenskra sveitarfélaga 2010 Skólastefna sveitarfélaga Handbók Höfundur: Björk Ólafsdóttir Yfirlestur og ábendingar:

More information

Samráð á netinu Stöðumat Möguleikar almennings og hagsmunaaðila til aðkomu að mótun lagafrumvarpa, reglugerða og stefna á netinu

Samráð á netinu Stöðumat Möguleikar almennings og hagsmunaaðila til aðkomu að mótun lagafrumvarpa, reglugerða og stefna á netinu Samráð á netinu Möguleikar almennings og hagsmunaaðila til aðkomu að mótun lagafrumvarpa, reglugerða og stefna á netinu Vinnuhópur forsætis- og innanríkisráðuneyta um virka og gegnsæja samráðsferla á netinu

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði Samkeppnisstofnun 12. nóvember 1998 Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði I. Inngangur Þann 29. júní sl. sendi Samkeppnisstofnun frá sér umsögn um upphaflegt frumvarp til laga um

More information

Skýrsla til Alþingis. Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu

Skýrsla til Alþingis. Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu Skýrsla til Alþingis Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu Febrúar 2018 Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun Alþingis sem starfar samkvæmt lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar...

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu... 3 2.1 Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... 3 2.2 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins... 4 2.2.1 Almennt

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Áhættur í rekstri sveitarfélaga

Áhættur í rekstri sveitarfélaga Áhættur í rekstri sveitarfélaga hverjar eru þær og hvað er til ráða? Bergur Elías Ágústsson. Bergur@internet.is. 896-4701 Efnistök. Nálgun viðfangsefnisins. Nokkur orð um áhættu. Hugtök og skilgreiningar.

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu 9 Yfirtaka síðari hluti Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu 10 Inngangur 11 1. Yfirtökutilboð 11 1.1. Skilmálar tilboðs 11 1.1.1. Almennt 11 1.1.2. Lágmarksverð 12 1.1.3. Leiðrétting

More information

Húsnæðisáætlun. Mikilvægt er sveitarfélög móti sér stefnu í húsnæðismálum

Húsnæðisáætlun. Mikilvægt er sveitarfélög móti sér stefnu í húsnæðismálum Húsnæðisáætlun Það er tilgangur laga um húsnæðismál að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka mögu leika fólks á að eignast eða leigja

More information

Tengdir aðilar á markaði

Tengdir aðilar á markaði BS ritgerð í viðskiptafræði Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er þá varðar Kateryna Hlynsdóttir Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er

More information

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017 Innra eftirlit 2. útgáfa október 2017 Efnisyfirlit 1 Inngangur...3 2 Skilgreining á innra eftirliti...4 2.1 Hugtakið innra eftirlit...4 2.2 Markmið innra eftirlits...5 2.3 Einkenni innra eftirlits...6

More information

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra.

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra. 148. löggjafarþing 2017 2018. Þingskjal 1029 622. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra. I. KAFLI Markmið, orðskýringar og gildissvið.

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Áhrif upplýsingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd. - Lögfræðileg úttekt -

Áhrif upplýsingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd. - Lögfræðileg úttekt - Áhrif upplýsingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd - Lögfræðileg úttekt - Höfundur úttektar: Sigrún Henriette Kristjánsdóttir Reykjavík júní 2003 1 Efnisyfirlit...1 Formáli...3 Inngangur...4 I. HLUTI

More information

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit Efnisyfirlit Inngangur...4 Að skilja markaðsmál...5 Fyrirtækið og markaðsáætlun...6 Hluti I. Öflun markaðsþekkingar...7 Greining tækifæra til sóknar...7 Öflun upplýsinga um markaðinn - markaðsrannsóknir..8

More information

Tillaga til þingsályktunar

Tillaga til þingsályktunar Þingskjal 1625 858. mál. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins. (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2016.) Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands

More information

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðuneytið M i n n i s b l a ð Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið Dagsetning: 09.03.2016 Málsnúmer: F JR 15080071 Efni: Viðbrögð fjármála-

More information

( j Barnaheill. Alþingi Erindi nr. Þ 141/1556 komudagur Reykjavík 11. febrúar Nefndasvið Alþingis Austurstræti Reykjavík

( j Barnaheill. Alþingi Erindi nr. Þ 141/1556 komudagur Reykjavík 11. febrúar Nefndasvið Alþingis Austurstræti Reykjavík ( j Barnaheill Save the Children lceland Alþingi Erindi nr. Þ 141/1556 komudagur 13.2.2013 Reykjavík 11. febrúar 2013 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Umsögn Barnaheilla - Save the Children

More information

ENDURSKOÐUN LAGA UM OPINBERT EFTIRLIT MEÐ FJÁRMÁLASTARFSEMI O.FL. Skýrsla og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra

ENDURSKOÐUN LAGA UM OPINBERT EFTIRLIT MEÐ FJÁRMÁLASTARFSEMI O.FL. Skýrsla og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra ENDURSKOÐUN LAGA UM OPINBERT EFTIRLIT MEÐ FJÁRMÁLASTARFSEMI O.FL. Skýrsla og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra Fjármála og efnahagsráðuneytið FJR / 11.6.2018-2 - Efnisyfirlit Inngangur...

More information

Lokaritgerð til MPA- gráðu í opinberri stjórnsýslu. Loftslagsstefnur sveitarfélaga

Lokaritgerð til MPA- gráðu í opinberri stjórnsýslu. Loftslagsstefnur sveitarfélaga Lokaritgerð til MPA- gráðu í opinberri stjórnsýslu Loftslagsstefnur sveitarfélaga Hlutverk, ábyrgð, einkenni Ólafía Erla Svansdóttir Október 2017 Loftslagsstefnur sveitarfélaga Hlutverk, ábyrgð, einkenni

More information

Frumvarp til laga. um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (kaup og sala þjónustu milli landa, áskriftir og sala fréttablaða o.fl.).

Frumvarp til laga. um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (kaup og sala þjónustu milli landa, áskriftir og sala fréttablaða o.fl.). 148. löggjafarþing 2017 2018. Þingskjal 885 562. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (kaup og sala þjónustu milli landa, áskriftir og sala fréttablaða

More information

Ólöf Heiða Guðmundsdóttir. Vel þekkt vörumerki. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt

Ólöf Heiða Guðmundsdóttir. Vel þekkt vörumerki. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt Ólöf Heiða Guðmundsdóttir Vel þekkt vörumerki -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...

More information

Er löggjafanum heimilt að mæla fyrir um aðildarskyldu að björgunarsveitum?

Er löggjafanum heimilt að mæla fyrir um aðildarskyldu að björgunarsveitum? Er löggjafanum heimilt að mæla fyrir um aðildarskyldu að björgunarsveitum? - með tilliti til skilyrða 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 - - BA ritgerð í lögfræði - Gísli Davíð

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

RANNSÓKNIR Í FÉLAGSVÍSINDUM VI LAGADEILD

RANNSÓKNIR Í FÉLAGSVÍSINDUM VI LAGADEILD RANNSÓKNIR Í FÉLAGSVÍSINDUM VI LAGADEILD RANNSÓKNIR Í FÉLAGSVÍSINDUM VI LAGADEILD Erindi flutt á ráðstefnu í október 2005 Ritstjóri Róbert R. Spanó Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 2005 2005 Höfundar

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland Leiðbeinandi tilmæli nr.5/2011 Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Samningur. samning um þátttöku á alþjóðlegum mótum fyrir hönd KRAFT

Samningur. samning um þátttöku á alþjóðlegum mótum fyrir hönd KRAFT Samningur Hér með gera Kraftlyftingasamband Íslands kt. 700410-2180 (KRAFT) og kt. netfang farsími (keppandi) samning um þátttöku á alþjóðlegum mótum fyrir hönd KRAFT I. Markmið og lagaumhverfi 1. gr.

More information

Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja

Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja Fimmtudagur, 24. nóvember 2016 Ákvörðun nr. 34/2016 Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja Samantekt Í máli þessu er

More information

1. gr. 2. gr. 3. gr. 4. gr.

1. gr. 2. gr. 3. gr. 4. gr. Parísarsamningurinn Aðilar að þessum Parísarsamningi, sem eru aðilar að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hér á eftir nefndur samningurinn, samkvæmt Durban-vettvanginum fyrir auknar

More information

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Orðsending frá Eftirlitsstofnun EFTA Tilkynning Leiðbeiningar um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins...

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Orðsending frá Eftirlitsstofnun EFTA Tilkynning Leiðbeiningar um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins... ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Greinargerð. starfshóps um kaup og sölu á vöru og þjónustu milli landa.

Greinargerð. starfshóps um kaup og sölu á vöru og þjónustu milli landa. Greinargerð starfshóps um kaup og sölu á vöru og þjónustu milli landa. FJÁRMÁLA- OG EFNAHAGSRÁÐUNEYTIÐ Október 2016 Efnisyfirlit 1. Inngangur..... 3 2. Samantekt..... 4 3. Kaup og sala á þjónustu milli

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V.

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. til notkunar fyrir farnetsþjónustu á 2600 MHz tíðnisviðinu (Tíðniheimild L 2600) 7. júlí 2017 Með vísan til IV. kafla laga, nr. 81/2003, um fjarskipti, ákvæða reglugerðar,

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Milliverðlagning í alþjóðlegum skattarétti

Milliverðlagning í alþjóðlegum skattarétti Milliverðlagning í alþjóðlegum skattarétti - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Guðmundur Njáll Guðmundsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Bragi Gunnarsson hdl. Janúar 2011

More information

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 14. árgangur, 1. tölublað, 2017 Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum Einar Guðbjartsson og Jón Snorri Snorrason

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008

BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008 BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008 Eyjólfur Óli Eyjólfsson Leiðbeinandi: Bjarni Frímann Karlsson Viðskiptafræðideild Maí 2011 Ábyrgð og hlutverk

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Reykjavík, 7. desember Úrskurður nr. 22/2017. Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R

Reykjavík, 7. desember Úrskurður nr. 22/2017. Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R Reykjavík, 7. desember 2017 Úrskurður nr. 22/2017 Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R Kærandi: A Kæruefni: Tollflokkun 20 ökutækja I. Kæra Með bréfi, dags. 21. júní

More information

Reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð

Reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð Reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð Greinargerð til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi Nóvember 2011 Inngangur Í greinargerð þessari er fjallað um reglur

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Drög að kafla í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa

Drög að kafla í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa Drög að kafla í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa Leiðarvísir um mat á jafnréttisáhrifum frumvarpa Leiðarvísir um mat á jafnréttisáhrifum frumvarpa Í þessum kafla er að finna leiðarvísi um

More information

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna ekki er bara plakat uppi á vegg! Hlutverk

More information

Velferðarnefnd mál

Velferðarnefnd mál 28.10.2015 Velferðarnefnd. 228. mál Embætti landlæknis gerir ekki athugasemdir við frumavarpið að öðru leiti en því að í umsögn fjármálaráðuneytisins er getið um að embætti landlæknis fái fjármagn til

More information

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun (Staðlarnir)

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun (Staðlarnir) Inngangur að stöðlunum Innri endurskoðun fer fram í margvíslegu lagaumhverfi og menningarheimum, hjá fyrirtækjum sem hafa mismunandi tilgang og eru breytileg að stærð, uppbyggingu og flækjustigi, og hún

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 50

More information

MINNISBLAÐ. Verði framangreind breytingatillaga samþykkt þarf að skipta hugtakinu millibankaviðskipti í frumvarpinu sbr.

MINNISBLAÐ. Verði framangreind breytingatillaga samþykkt þarf að skipta hugtakinu millibankaviðskipti í frumvarpinu sbr. MINNISBLAÐ Til: Frá: Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Dómsmálaráðuneytinu Dags: 4. desember 2018 Efni: Umsagnir um frumvarp til nýrra heildarlaga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,

More information

Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga

Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga KPMG ráðgjafarsvið Júní 2014 KPMG ehf. Borgartúni 27 105 Reykjavík Sími 545 6000 Fax 545 6001 Velferðarráðuneytið

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni Réttur barns til að tjá sitt viðhorf á umgengni Ester Petra Gunnarsdóttir Elísabet Gísladóttir Apríl 2017 BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að

More information

Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar

Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar Þann 11. janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fara skyldi yfir hugmyndir um þjóðarleikvang

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Stefán M. Stefánsson EES SAMNINGURINN OG LÖGFESTING HANS

Stefán M. Stefánsson EES SAMNINGURINN OG LÖGFESTING HANS Stefán M. Stefánsson EES SAMNINGURINN OG LÖGFESTING HANS Tekið saman að tilhlutan umboðsmanns Alþingis við undirbúning að áliti í máli nr. 2151/1997, um birtingu og miðlun upplýsinga um gerðir skv. EES-samningnum

More information

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2016 Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2016 Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Ritstjórn:

More information

Umsögn Samkeppniseftirlitsins við drög að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu

Umsögn Samkeppniseftirlitsins við drög að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið bt. Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra Sölvhólsgötu 7 101 Reykjavík Reykjavík, 18. ágúst 2017 Tilv.: 1703012 Umsögn Samkeppniseftirlitsins við

More information