Um streitu. Algengar orsakir streitu

Similar documents
Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu!

OFSAKVÍÐI Leiðbeiningabæklingur

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

N á m s tæ k n i. Árangur. Stuðningur. Tímaskipulag. Upplýsingar. Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu.

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

SORG Leiðbeiningabæklingur

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Streita Leiðbeiningabæklingur

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Hvað skiptir öllu máli -

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Hagnýt ráð í uppeldi barna með kvíða

Uppsetning á Opus SMS Service

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

FYLGISKJÖL 100. Fylgiskjal 1 - Spurningalistinn CADE-Q SV á ensku CADE-Q SV. Coronary Artery Disease Education Questionnaire Short Version

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Sjálfsskaðahegðun. Gagnleg viðbrögð foreldra

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Ný vídd í leiðtoga- og stjórnendafræðum: Meiri persónuleg hæfni, núvitund, hugarró, vellíðan, ánægja og árangur.

Forspjall um forvera

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

Lean Cabin - Icelandair

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

spjaldtölvur í skólastarfi

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Lífið HEFUR ÁHRIF UM VÍÐA VERÖLD. Sigríður Heimisdóttir. Edda Jónsdóttir markþjálfi KALLAÐU TIL ÞÍN ÞAÐ SEM ÞIG DREYMIR UM 2

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Sjálfsmynd og sjálfstraust barna og unglinga

Tak burt minn myrka kvíða

Lífið LÍKAMINN DEYR EN SÁLIN HELDUR ÁFRAM. Anna Birta Lionaraki. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur GETUR VERIÐ HÆTTULEGT AÐ ÆFA OF MIKIÐ?

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

Í upphafi skyldi endinn skoða

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG

,,Af góðum hug koma góð verk

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Styrkleikar, leysa þeir líka loftslagsvandann? Fimmtudaginn, 23. nóvember 2017 hjá VIRK. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Samtal er sorgar læknir

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Ég ætla að verða hel-massaður -Áhrif útlitsdýrkunar á unga karlmenn-

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Vefskoðarinn Internet Explorer

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen

Orðaforðanám barna Barnabók

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Samspil mannslíkama og rýmis í arkitektúr. Sunna Dóra Sigurjónsdóttir

Þjóðfélagið nú til dags einkennist af hraða, streitu og miklu áreiti. Foreldrar

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Horft til sólar Úttekt á ráðum atvinnulausra á Norðurlandi eystra við streitu

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak

Atriði úr Mastering Metrics

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

Stefna RIM um gagnaleynd

Transcription:

Um streitu Ein einföld skýring á streitu er uppsöfnuð þreyta á líkama og sál. Streita er eðlilegur og mikilvægur þáttur í lífi háskólanema. Þegar í upphafi háskólanáms er að mörgu að hyggja sem etv. hefur ekki þurft að huga að áður. Það þarf að standast akademískar kröfur, (hjá sumum er það spurning um að halda lífsviðurværi sínu hjá lánasjóði), flestir þurfa að venjast nýju umhverfi, búsetu, og nýju fólki á flestum vígstöðvum. Sú streita sem er fylgifiskur þessa er ekki endilega skaðleg, enda ýmsir sem álíta að streita sé manneskjunni nauðsynleg og að hófleg streita geti virkað sem hvetjandi orkugjafi sem hjálpar okkur að takast á við ýmsar áskoranir sem á vegi okkar verða. Þegar streitan fer fram úr hófi geta hins vegar skapast heilsu- og félagsleg vandamál. Líkami okkar bregst þá við með því sem stundum er kallað barátta eða flótti (fight or flight). Slík viðbrögð eru reyndar eldgömul og kunna að hafa verið nauðsynleg þegar mannkynið lifði í veiðimannasamfélögum en í samfélagi nútímans eru þau varla nauðsynleg til að lifa af. Vitsmunalega þekkjum við munin á ógnandi villidýri og t.d. kennara sem gerir kröfur um mikið vinnuframlag en þekkir líkami okkar muninn? Það er almennt álitið innan sálfræðinnar að líkami okkar bregðist við eftir því hvernig við skynjum og túlkum umhverfið sem við lifum í og atburði sem verða á vegi okkar. Skv. þessu má álykta að það séu ekki utanaðkomandi atburðir sem stjórna streitunni hjá okkur heldur okkar eigin skynjun og túlkun á atburðunum. Þó er hægt að kalla ýmsa þætti í lífi okkar streituvaldandi án þess að við stjórnum því beint. Það eru atburðir sem valda öllum heilbrigðum manneskjum streitu s.s. ástvinamissir, atvinnumissir eða skilnaður. Það er augljóst að fólk bregst mismunandi við streituvaldandi þáttum. Sumir verða einfaldlega stressaðir af öllu sem þeir takast á við, aðrir hafa alltof mikið að gera og of lítinn tíma til að framkvæma. Enn aðrir eru afslappaðri og geta betur ráðið við streitu daglegs lífs. Algengar orsakir streitu Orsakir streitu geta verið fjölmargar. Hér eru nokkrar ástæður sem eiga kannski ekki síst við háskólanema. Fjármál Búferlaflutningar Kröfur um vinnuframlag Próf Að kynnast nýju fólki Ný vinna, nýr skóli, nýr lífsferill Tilfinningalegt uppnám Breytingar á fjölskylduhögum Heilsubreytingar Hjónaband nýtt eða breytingar Ástvinamissir (önnur persónuleg áföll) Tímapressa Samkeppni

Sérfræðingar í Seattle í BNA hafa komist að því með langtímarannsóknum að hægt sé að flokka ýmsa algenga streituvalda og gefa þeim stig eftir því hversu mikil áhrif þeir hafa á fólk. Enn fremur er talið að þeir sem safna á milli 150-300 stiga á ári séu í meira en helmings hættu á að fá verulegan heilsubrest innan þriggja mánaða. Svona lítur flokkunin út: Makamissir 100 Hjónaskilnaður 73 Dauði einhvers nákomins 63 Meiðsl, sjúkdómur 53 Uppsögn úr starfi 47 Hjónabandserfiðleikar 47 Starfslok 45 Breytingar á vinnustað 36 Búferlaflutningur 30 Vandkvæði í samskiptum 29 Framúrskarandi árangur 28 Sumarfrí 13 Einkenni streitu Það eru ýmis einkenni streitu sem er vert að taka eftir þegar við upplifum hana. Hægt er að skipta þessum einkennum í fjóra meginflokka eftir því hvar og hvernig viðbrögðin við streitunni koma fram; tilfinningar, hugsanir, hegðun, og lífeðlisfræðileg viðbrögð. Tilfinningar Kvíði Hræðsla Pirringur Geðvonska Reiði Vonbrigði Leiði Hugsanir Léleg sjálfsmynd Ótti við að mistakakast Einbeitingarskortur Áhyggjur Fullkomnunaráratta Neikvæðar hugsanir Gleymska Hegðun Ástæðulaus grátur Hvatvísi, fljótfærni Að bregða auðveldlega Auknar reykingar hjá reykingarfólki Aukin notkun alkahóls eða lyfja

Lystarleysi eða ofát ( átraskanir) Lífeðlisfræðileg viðbrögð Sviti (sveittir lófar) Aukin hjartsláttur Höfuðverkir, vöðvaverkir í baki Skjálfti Nýir kækir Munnþurrkur Þreytast auðveldlega Svefntruflanir Meltingartruflanir Fyrirtíðaspenna Fiðrildi í maganum Verða pestarsækin(n) Ýmsir langvinnir sjúkdómar (t.d. hár blóðþrýstingur, ofnæmi, meltingarfærasjúkdómar) Hvað er hægt að ger til að minnka hættuna á streitu? Það er ýmislegt sem hægt er að gera til að draga úr hættunni á streitu. Þetta krefst þó eilítillar vinnu og ákveðni fyrir einstaklinga. Margir eru óvanir því að þurfa að hafa aukalega fyrir hlutum sem tilheyra daglegu lífi jafnvel þó að það sé í því augnamiði að minnka hættuna á streitu. En þegar svo er komið að þess er þörf, þá margborgar það sig heilsunnar vegna að gefa sér þennan tíma til að hugsa sig um og gera það sem til þarf til að gera breytingar á lífi sínu. Nokkur atriði sem geta hjálpað fólki af stað. Að vera meðvituð(aður) hvað veldur streitunni Styrking jákvæðra umsagna um sjálfa(n) sig Einbeiting að eigin kostum og persónulegum sigrum Forðast ónauðsynlega samkeppni Þróa með sér ákveðni (ákveðniþjálfun) Þekkja sín eigin takmörk og viðurkenna þau Gera hluti sem þú hefur ánægju af og hjálpa þér að slappa af Stunda einhverja líkamsrækt. Regluleg líkamleg áreynsla er ein besta aðferðin til að losa spennu. Borða heilsusamlega Tjá sig. Fólk þarf að fá útrás fyrir tilfinningar sínar, gleði og sorgir. Ótjáðar tilfinningar byggja upp streitu, verki og veikindi. Settu þér raunhæf markmið og settu hluti í forgangsröð Slappaðu af. 1. Fáðu góðan svefn, Líkaminn þarf góða hvíld til að vera tilbúinn til að takast á við verkefni dagsins. 2. Lærðu slökunaræfingar. Þær geta minnkað streitu og veitt innri frið. Þannig hefst úrvinnslan á streitunni. Þú færð meiri orku og viðhorf þitt til lífsins verður jákvæðara. 3. Þróaðu samband þitt við annað fólk. Það er mikilvægt að eiga vini sem hægt er að treysta. Þeim sem þykir vænt um þig, virða þig og leiðbeina þér en dæma þig ekki eru sannir vinir þínir. Það er einnig mjög mikilvægt að reynast öðrum traustur vinur. Notaðu tíma þinn skynsamlega 1. Gerðu mat á því hvernig þú nýtir tímann 2. Gerðu raunhæfar tímaáætlanir

Fleiri góðar ábendingar um streituvarnir og streitulosun Í grundavallaratriðum þurfum við að fækka þeim þáttum sem valda okkur streitu og einnig læra að vinna á henni þegar hún magnast hjá okkur. Við þurfum að venja okkur af að líta á venjulega daglega atburði í lífi okkar og samskipti við annað fólk sem ógnandi. Ábendingarnar sem hér fara á eftir eru hugsaðar sem streituvarnaraðgerðir. Prófaðu, þetta virkar. Lærðu að slappa af. Taktu litlar pásur yfir daginn þar sem þú kemur þér þægileg fyrir Dragðu andann djúpt og hægt inn, haltu honum augnablik niðri í þér og blástu síðan mjög hægt frá þér. Um leið læturðu axlirnar síga. Brostu og segðu (etv. í hljóði) eitthvað jákvætt við sjálfa(n) þig. T.d. nú er ég búin(n) að vinna vel, þetta var gott hjá mér. Gerðu þetta nokkrum sinnum í röð. Gættu þess að hvílast nægjanlega á nóttunni. Æfðu þig í að sætta þig við. Margir hafa tilhneigingu til að bregðast illa og neikvætt við hlutum og atburðum í daglegu lífi af því að þeir eiga erfitt með að sætta sig við þessa hluti eða atburði. Oft er þetta eitthvað sem erfitt er að breyta eins og t.d skoðunum eða tilfinningum annarra. Þá er mikilvægt að leggja mat á mikilvægi tilfinninga og skoðana annarra á líf manns sjálfs. Heilladrýgst er að viðurkenna að einstaklingarnir eru eins misjafnir og þeir eru margir og það er eitt af því sem gerir lífið skemmtilegra og fjölbreyttara. Breyttu því sem þú getur breytt og byrjaðu á því sem er auðveldast. Það er eitt sem enginn getur breytt nema þú og það eru þín eigin viðbrögð við umhverfi þínu. Talaðu við sjálfa(n) þig á sanngjarnan, rökréttan og skynsaman hátt. Spurðu þig hver eru raunveruleg áhrif streituskapandi aðstæðna á einn dag eða eina viku í lífi þínu og taktu eftir hversu mikið neikvæðar hugsanir fá að ráða hjá þér. Hugsaðu líka um hvort þessar streituskapandi aðstæður eru þitt vandamál eða einhverra annarra. Ef vandamálið er raunverulega þitt reyndu þá að leysa það fumlaust og ákveðið. Það er vænlegra til árangurs að læra af mistökum sínum en að fordæma sjálfa(n) sig og hafa viðvarandi samviskubit. Í stað þess að segja hefði átt og hefði betur gert gerðu þá áætlanir í þá átt að gera betur næst. Settu þér raunhæf markmið Mundu að allir gera einhvern tíma mistök Varastu frestun Brjóttu verkefni í smærri einingar Settu upp forgangsröðun verka Skipuleggðu þig. Gerðu raunhæfa stundatöflu yfir allt það sem gera þarf á hverjum degi. Settu inn í hana það sem þér finnst vera mikilvægast, nám, vinnu líkamsrækt, frítíma o.s.frv. Það þarf einnig að gera ráð fyrir að eiga samverustundir með fjölskyldu og vinum og svo því sem gera þarf á heimilinu. Flestum líður betur eftir að komast í gang með að vinna skipulega á einhvern hátt hvort sem að er skv. stundatöflu eða öðru skipulagi sem hentar. Aðalatriðið er að nota tíma sinn og orku á eins áhrifaríkan hatt og hægt er. Stundaðu líkamsrækt. Líkamleg áreynsla er ein virkasta að ferðin í streituvörnum. Streita hleðst mög fljótt upp hjá okkur ef við gerum ekkert í að losa okkur við hana og getur orðið stærra vandamál en svo að við ráðum við það einsömul. Ein öflugasta og um leið heilsusamlegasta streitulosun er líkamsrækt. Líkamsrækt af hvaða toga sem er getur einnig veitt tímabundna skyndilausn frá streitu. Það er mikilvægt að stunda hana reglulega. Hver og einn þarf að finna hvað hentar best. Hlaup og ganga er líklega ódýrasta leiðin en auðvitað velja margir t.d. að stunda sund, kaupa sér kort í

líkamsræktarstöðvar eða eitthvað annað sem telst til heilsuræktar. Aðalatriðið er að finna vel fyrir áreynslunni. Dragðu úr tímapressu. Hættu að líta stöðugt á klukkuna og velta fyrir þér hvað þú hefur lítinn tíma. Lærðu að taka lífinu með ró. Sættu þig við að það eru bara 24 tímar í sólarhringnum hjá þér eins og öllum öðrum. Reyndu að nýta þessa tíma skynsamlega. Gefðu verkefnum sem gera þarf nægilegan tíma. Leggðu frá þér vopnin. Hver einasta stund lífs þíns krefst þess ekki að þú sért í samkeppni við aðra. Aðlagaðu nálgun þína við verkefni, fólk og atburði sem á vegi þínum verða samkvæmt því. Það þarf t.d ekki að tala hátt og hratt við fólk í venjulegum samræðum. Að vera í fótbolta með vinum sínum þýðir ekki að þú sért að keppa á Íslandsmótinu. Ekki gera lítið úr öðrum. Og ekki kenna öðrum um það sem aflaga fer hjá sjálfri(um) þér. Hljóður tími. Reyndu að finna jafnvægi á milli þess tíma sem þú eyðir í nám eða vinnu, fjölskyldu og félagslíf, og gefðu þér tíma sem er bara fyrir þig. Gott er að hafa áhugamál og nota frítíma í það. Slakaðu á með því að fara í rólega gönguferð, fara í heitt og gott bað, horfðu á sólarlagið eða hríðina, hlustaðu á róandi tónlist. Fyrst og fremst; gerðu það sem þér finnst besta slökunin. Vertu meðvituð(aður) um venjur þínar. Athugaðu matarvenjur þínar. Vel samsettur kostur veitir þér þá orku sem þú þarft á hverjum degi. Minnkaðu kaffidrykkju ef ástæða er til, einnig almennt sykurát og alkahólnotkun. Reyndu að komast hjá því að nota lyf nema að læknisráði. Til að vinna á streitu þarf maður að vera líkamlega og andlega vakandi. Hættu að reykja ef þú gerir það. Tóbak minnkar blóðflæði í líkamanum og hefur áhrif á streituviðbrögð hans. Talaðu við vini þína. Vinir geta verið góðir ráðgjafar. Athugaðu samt að eðli málsins vegna vilja þeir manni stundum of vel og gefa því ráð sem eru það sem maður vill heyra. Í sumum tilfellum eru það ráð sem fólk þarf síst á að halda. Þá er tími til að leita til fagfólks s.s. námsráðgjafa, sálfræðinga, félagsráðgjafa eða annarra sem kunna með málin að fara. Samræður við vini og vinkonur eru þó nauðsynlegar og einnig að skemmta sér með þeim af og til. Að deila gleði og sorgum með vinum sínum getur minnkað streitu til muna. Að lokum Hlæðu meira -- ha, ha, ha!!! Gerðu eitt í einu og gerðu það vel Reyndu að einfalda hlutina frekar en að flækja þá Þekktu þín eigin takmörk Virtu þarfir þínar Hluti þýddur af Jónu Jónsdóttur í ágúst 2000. Birt með góðfúslegu leyfi Thora Carol Sigurdson sem veitir nemendaþjónustu háskólans í Prince George í British Colombia forstöðu. Endurbætt af Solveigu Hrafnsdóttur í júní 2001.efniviður í viðbætur sóttur á vefsíður Virginia Tech. Division of Student Affairs og Cook Counseling Center, og vefsíður University of Buffalo Counseling Center og greinina Streita eftir Ingólf S. Sveinsson geðlækni. Birt í tímaritinu Heilbrigðismál 4. tbl. 1998, fundir á vefnum www.persona.is