Zotero sett upp á Windows stýrikerfi

Similar documents
Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Uppsetning á Opus SMS Service

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Vefskoðarinn Internet Explorer

RefWorks - leiðbeiningar

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

RefWorks - leiðbeiningar

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

Grunnnámskeið í. forritsins. Einfaldlega Frontpage Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001.

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Tölvuorðabókin hefur verið sett upp á neti Alþingis. Hana má finna með því að fara í START og ALL PROGRAMS. Eftirfarandi orðabækur eru aðgengilegar:

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Vefsmíðar. Kóðinn, HTML og CSS. Þessi bók er hluti af þriggja bóka flokki, hinar eru Viðmót, hönnun og verklag og Dreamweaver og önnur tól

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

STAFRÆN. ljósmyndun. Karl Jeppesen og Marteinn Sigurgeirsson

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

Samþykkjandi. Samþykktarferill í ORRA. Leiðbeiningar fyrir samþykkjanda. Útg. 2,0 - Apríl 2017

Mannauður - Discoverer Viewer 5 fyrir ríki 1. útgáfa. 1. Inngangur Innihald bókarinnar... 2

Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2013

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

Maintsoft ehf Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

SNJALLÖRYGGI NOTENDALEIÐBEININGAR. Askalind 1 Kópavogur Sími Njarðarnesi 1 Akureyri Sími Nánar á oryggi.is

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1

Notandahandbók Xperia M dual C2004/C2005

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Fyrirtækjabanki mars Nokkrar aðgerðir

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Handbók um heimildaritun

2. Verkefni: Einfaldar aðgerðir

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eðlishyggja í endurskoðun

Lokaverkefni Vorönn Tölvunarfræðideild. Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Hallgrímur Arnaldsson

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar

Útreikningar á næringargildi, kjötmagni, viðbótarfitu og viðbótarbandvef. samkvæmt drögum að reglugerð um kjöt og kjötvörur

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Stefna RIM um gagnaleynd

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Aðgengismál fyrir byrjendur

Ingólfur Gíslason STÆRÐFRÆÐI 103

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

N á m s tæ k n i. Árangur. Stuðningur. Tímaskipulag. Upplýsingar. Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu.

Ritsnillingar Holtaskóla

TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður

Stylistic Fronting in corpora

Námsvefur um GeoGebra

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

2009 Jón Freyr Jóhannsson 1

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

Grindarkerfi í hönnun Birtingarmynd grindarkerfis í stafrænum miðlum

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

HEIMSPEKI Í UMHVERFINU (TÍU VERKEFNI EFTIR GUÐRÚNU HÓLMGEIRSDÓTTUR)

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

Þetta er ég en samt með þessu twisti Sviðsetning lífstílsbloggara

Hugvísindasvið. Heill þú farir. Um sögulegan breytileika í íslenskum kveðjum. Ritgerð til MA-prófs í íslenskum fræðum. Sigríður Sæunn Sigurðardóttir

Myndlistardeild. Ljósbrot. Ritgerð til BA-prófs í myndlist

2

FYRSTI ÍSLENSKI VEFURINN

spjaldtölvur í skólastarfi

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Transcription:

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Athugaðu að þú þarft að vera í Firefox til að geta notað Zotero. Zotero hjálparforritið samanstendur eiginlega af tvem forritsbútum. Annar keyrir í vafranum þínum og heldur utanum vistaðar heimildir, og hinn er eins konar brú þaðan og yfir í ritvinnsluforrit (t.d. Word) Fyrri forritsbútur: 1. Farðu á www.zotero.org og smelltu á (efst til hægri) 2. Þú gætir þurft að smella á Leyfa / Allow 3. Þegar þessi rammi birtist smellirðu á Setja inn núna 4. Textinn Zotero viðbót verður sett upp þegar vafrinn verður endurræstur ætti að birtast í vafranum þínum, en þú getur beðið með að endurræsa þangað til þú ert búin/n að ná í seinni forritsbútinn.

Seinni forritsbútur: 1. Farðu aftur á www.zotero.org og smelltu á Install Zotero Word processor plugins. 2. Veldu efsta möguleikann: 3. Þá ætti ný síða að opnast, og þar velur þú þann hlekk sem passar fyrir ritvinnsluforritið og stýrikerfið þitt. Word notendur sem eru með Windows smella t.d. á Install the Word for Windows Plugin for Zotero 4. Þú gætir þurft að smella á Leyfa / Allow

5. Þegar þessi rammi birtist smellirðu á Setja inn núna 6. Tekstinn Zotero viðbót verður sett upp þegar vafrinn verður endurræstur ætti að birtast í vafranum þínum, og þú ættir að smella á Endurræsa / Restart 7. Opnaðu ritvinnsluforritið hjá þér. 8. Í Word ætti þá að vera flipi sem heitir Add-Ins með þessari valmynd, sem gerir þér kleift að setja inn tilvísanir (heimildir) og búa til heimildaskrá.

Heimildir fluttar inn í Zotero Þessar leiðbeiningar miða við að notað sé Word á Windows, og að búið sé að setja Zotero upp á tölvunni. 1. Farðu á þá síðu sem inniheldur upplýsingar um þá heimild sem þú vilt vitna í. Þetta getur verið síða í gagnasafni, en einnig heimasíða fyrirtækis, frétt á vef eða rafræn útgáfa skýrslu, svo eitthvað sé nefnt. Hér er tekið dæmi úr EBSCO Host gagnagrunninum. Vertu á vefsíðu greinarinnar. Ekki opna pdf útgáfuna. 2. Takið eftir að í línunni þar sem url síðunnar birtist er nú Zotero tákn (blað, mappa og bók eftir því sem við á, þ.e. hvernig heimild Zotero býr sig undir að grípa): Smelltu á táknið sem er litað gult hér til að vista heimildina inn á Zotero-svæðið þitt. (Ef ekkert tákn birtist ertu líklega ekki með fræðilega heimild á vefsíðunni og Zotero getur ekkert gripið. Hinsvegar má handfæra slíkar heimildir inn í Zotero)

3. Grár gluggi birtist þá neðst í hægra horni vafrans: Glugginn sést á meðan Zotero vistar heimildina en hverfur svo. Þegar hann hverfur er búið að vista þær upplýsingar sem Zotero hefur þekkt. 4. Smelltu á Zotero-hnappinn neðst í hægra horni vafrans, og staðfestu að heimildin sé vistuð (sést í miðjuglugganum): Lengst til hægri geturðu skrunað niður og skoðað hvort allar upplýsingar hafa skilað sér rétt. Ef þú vilt laga eitthvað geturðu smellt á þann texta sem er rangur og fyllt rétt út.

Að vista vefsíður og PDF skjöl Zotero grípur aðeins fræðilegar heimildir og sýnir aðeins vistunar táknin á þeim vefsíðum sem Zotero telur fræðilegar. Zotero greinir ekki venjulegar vefsíður og PDF-skjöl sem fræðilegar heimildir en þrátt fyrir það þarf stundum að vera hægt að vísa í þær. Þessar leiðbeiningar miða við að Firefox vafrinn sé notaður, og að búið sé að setja Zotero upp á tölvuna. Að vista vefsíður 1. Farðu inn á vefsíðu sem þú vilt vista sem heimild sem gefur ekki upp tákn til að smella á. Til dæmis bloggsíða eða fréttamiðill. 2. Til að vista vefsíðuna þarf að opna Zotero með því að smella á Zotero merkið neðst í hægra horni vafrans. 3. Smeltu svo á táknið fyrir Create New Item From Current Page 4. Þá vistast síðan sem vefsíða/web page inn í Zotero. Zotero reynir að grípa allar þær skráningarupplýsingar sem eru á síðunni en þú gætir þurft að handfæra upplýsingar um

síðuna inn í Zotero, t.d. höfund og dagsetningu (ártal). 5. Zotero vistar einnig skjámynd af vefsíðunni eins og hún birtist þegar þú vistar hana. Að vista PDF-skjöl Til að vista PDF-skjöl þarft þú að gera nákvæmlega eins og fyrstu fjögur skrefin í vistun vefsíðu með smá framhaldi. 1. Til að vista PDF-skjal þarftu að smella á táknið fyrir Create New Item From Current Page. Þá vistast PDF-skjalið en engar skráningarupplýsingar um það. Ekki er t.d. hægt að setja inn höfund né dagsetningu. Zotero getur ekki lesið innihaldsupplýsingar úr PDF-skjalinu og þarft þú því að handfæra þær inn. Eina sem Zotero gerir er að vista skjalið og gefa því nafn.

2. Til þess að fá inn möguleikann á því að fylla inn skráningarupplýsingar um PDF-skjöl þarft þú að hægri smella á skrána og velja Create Parent Item from Selected Item. 3. Þá verður til svokallað foreldri sem býður upp á að fylla inn skráningarupplýsingar um skjalið, t.d. höfund, titil, dagsetningu, o.fl. PDF-skjalið færist þá undir foreldrið. 4. Zotero vistar skjalið sem Web Page en það er hægt að breyta því yfir í annað (Item Type), t.d. Journal Article, Book, Document, Report, o.fl. og við það breytast skráningarmöguleikar í þá sem eiga við í hverju tilfelli. 5. Þar sem APA-staðallinn er búinn til fyrir félagsvísindasvið hefur ekki verið hugsað fyrir því hvernig á að vitna í staðla (ekki er hægt að velja staðal sem tegund heimildar). Skásta leiðin til að leysa þetta í Zotero er að fara með staðal eins og bók án höfundar.

Zotero vitnað í heimildir Þessar leiðbeiningar miða við Word á Windows 1. Opnaðu Word. Ef forritið er rétt sett upp hjá þér birtist flipi sem lítur svona út: 2. Skrifaðu inn texta og settu bendilinn svo þar sem þú vilt setja heimildina inn í textann. 3. Smelltu á Add-Ins-flipann. Ef þessi flipi sést ekki, farðu þá eftir leiðbeiningum um uppsetningu á Zotero á heimasíðu BUHR. 4. Í valmyndinni sem birtist skaltu smella á táknið lengst til vinstri: 5. Þá birtist þessi gluggi þar sem þú getur valið þann staðal sem þú vilt nota í ritgerðinni þinni, t.d. APA Smelltu á Í lagi. (Athugaðu að þú velur staðalinn bara í fyrsta skipti sem þú setur inn heimild, þessi gluggi ætti því ekki að birtast nema einu sinni.)

6. Þá birtist annar gluggi þar sem þú getur valið í hvaða heimild þú vilt vitna. (Athugaðu að hér býðst þér að velja úr þeim heimildum sem þú hefur sett inn í þitt Zotero, Mitt safn) 7. Veldu heimildina og smelltu á Í lagi. 8. Þá kemur heimildin inn þar sem bendillinn er í skjalinu: 9. Á sama hátt getur þú sett inn fleiri heimildir með því að endurtaka punkta nr 4. 6, 7 og 8. Aðrar leiðir til að vitna í heimildir Að nefna höfundinn í texta, og hafa bara ártal í tilvitnun í sviga Stundum vill maður nefna höfund greinarinnar í textanum sínum, þannig að tilvitnunin sé bara ártal í sviga. Þetta getur maður gert, með smá fráviki frá leiðbeiningunum hérna að ofan. Mismunurinn felst í lið 6. Áður en þú smellir á Í lagi skaltu haka við Suppress Author: Tilvísunin birtist þá svona:

Að vitna í fleiri en eina heimild í sama sviganum Þetta er líka gert í valmyndinni sem er sýnd í lið 6 hér fyrir ofan. Þegar hún birtist skaltu smella á Multiple Sources: Þá breytist valglugginn aðeins og lítur nú svona út: Í glugganum í miðjunni getur þú valið eina og eina heimild í einu og bætt þeim við listann með því að smella á örina sem bendir til hægri (græn á myndinni hér fyrir ofan). Þú getur fjarlægt úr listanum með því að smella á örina sem bendir til vinstri, og með örvunum sem benda upp og niður getur þú raðað röð heimildanna sem þú ert að fara að vitna í. Að þessu loknu smellir þú á Í lagi og þá gæti heimildin litið út svipað og þessi hér: Að vitna í blaðsíðutal fyrir beinar tilvitnanir Þegar beinar tilvitnanir eru notaðar þarf að geta blaðsíðutals. Þetta getur þú gert, með smá fráviki frá leiðbeiningunum hérna að ofan. Mismunurinn felst í lið 6. Áður en þú smellir á Í lagi skaltu skrifa blaðsíðutalið hjá Page: Þá getur heimildin litið út svipað og þessi hér:

Heimildaskrá í Zotero Þessar leiðbeiningar miða við Word á Windows 1. Nú ertu búin að nota Zotero til að setja inn tilvísanir og ætlar að gera heimildaskrá yfir tilvísanirnar. Opnaðu Word-skjal og settu inn tilvísanir í heimildir (sjá leiðbeiningar á vefsíðu BUHR). 2. Settu bendilinn aftast í skjalið (eða þar sem þú vilt fá heimildaskrána inn). (Getur skrifað Heimildaskrá eða References í línuna fyrir ofan) 3. Veldu þriðja tákn frá vinstri í Zotero-valmyndinni (í Add-Ins-flipanum): 4. Þá ætti heimildaskráin að vera komin inn: 5. Lestu heimildaskrána yfir og lagaðu hana til, t.d. til að tryggja að hún standist íslensk viðmið. (Hér fyrir ofan þarf t.d. að breyta & í og.)

APA á íslensku í Zotero Fyrir þá sem skrifa á íslensku hefur hingað til verið nauðsynlegt að þýða heimildaskrána úr ensku; breyta Retrieved from í Sótt af, Eds. í ritstj. o.þ.h. Vegna þess að Zotero er open source er hægt að breyta bæta og laga eftir því sem hentar, t.d. þýða staðal yfir á íslensku. Styrmir Magnússon nemandi í HÍ hefur þýtt APA yfir á íslensku til eigin nota, og hefur góðfúslega veitt okkur leyfi til að nota þýðinguna. Athugið að þetta er ekki lokaútgáfa þýðingarinnar, heldur handrit sem sífellt er verið að vinna í til þess að bæta þýðinguna enn frekar, en þetta er mikil hjálp við þá sem skrifa á íslensku. Hvernig á að setja íslenska staðalinn upp (þú þarft að vera búin/-n að setja Zotero upp, sjá leiðbeiningar á heimasíðu BUHR): 1. Byrjið á að hlaða þessu skjali niður á eigin tölvu (Windows-notendur hægrismella og vista sem /save as Leggðu á minnið hvar þú vistar skjalið). Á netinu finnurðu skjalið á þessari slóð: http://www.ru.is/media/skjol---bokasafn/apa_isl.csl 2. Opnið Zotero (smellið á táknið neðst í hægra horni vafrans). 3. Smellið á Actions valmyndina ( ) og veljið Preferences. Nýr gluggi opnast. 4. Veljið Cite og þar undir Styles-flipann. 5. Smellið á hnappinn með + merkinu. 6. Þá birtist gluggi þar sem þú þarft að finna skjalið sem þú hlóðst niður. Veldu skjalið og smelltu á Open / Opna. 7. Veldu install í litla glugganum sem opnaðist. 8. American Psychological Association Íslenskt hefur þá bæst í listann. 9. Smellið á OK/Í lagi til að loka glugganum.

Staðlar í Zotero / APA Þar sem APA-staðallinn er búinn til fyrir hugvísindasvið hefur ekki verið hugsað fyrir því hvernig á að vitna í staðla (ekki er hægt að velja staðal sem tegund heimildar). Skásta leiðin til að leysa þetta í Zotero er að fara með staðalinn eins og bók án höfundar. Titilinn er ágætt að skrá svona (til dæmis): EN 1992-1-1: Eurocode 2: Design of concrete structures. Part 1-1: General rules and rules for buildings. Ekki skrá neinn höfund, en settu staðlasamtökin sem bera ábyrgð á útgáfunni í Útgefandi, t.d. European Committee for Standardization, eða Staðlaráð Íslands. (Muna að setja útgáfustað í Staðsetning). Setjið útgáfuár í Dagsetning. Og svo kemur trikkið: Setjið titilinn eins og hann á að birtast í tilvitnun í texta í sviðið Short Title, t.d. EN 1992-1-1. Tilvitnun í texta samanstendur af Short Title og ári, og yrði þá eftirfarandi: (EN 1992-1-1, 2004) Dæmi: